Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 205

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 21. apríl kl. 10.05, var haldinn 205. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir.Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. apríl 2010.

2. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN100072
breyting á deiliskipulagi, áhorfendastúka
Erum Arkitektar ehf, Grensásvegi 3-5, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Erum arkitekta fh. Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 25. febrúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis við Fylkisveg. Í breytingunni felst breyting á fyrirkomulagi mannvirkja og færsla áhorfendastúku innan lóðarinnar samkvæmt uppdrætti dags. í febrúar, móttekin 25. febrúar 2010. Einnig lögð fram greinargerð, móttekin 25. febrúar 2010, og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis, dags. 15. apríl 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafmframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu sérstaklega um efni tillögunnar.
Vísað til borgarráðs.

3. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN090131
breyting á deiliskipulag, grasæfingasvæði
Teiknistofan Storð ehf, Sunnuvegi 11, 220 Hafnarfjörður
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 10. júlí 2009, að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti, dags. 10. júlí 2009. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar, dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009, ásamt umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. september 2009. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. mars 2010 og tölvubréfi Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis, dags. 15. apríl 2010. Einnig lagt fram minnisblað skipualgsstjóra dags. 20. apríl 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafmframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu sérstaklega um efni tillögunnar.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað; #GLFulltrúi Vinstri grænna telur ótækt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi útivistarsvæðis í borginni án þess að umsögn frá umhverfis- og samgöngusviði liggi fyrir. Með þessu er skipurit og verksvið borgarstofnana virt að vettugi sem kann ekki góðri lukku að stýra.#GL

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis hefur þegar verið kynnt í Umhverfis og samgönguráði að mestu óbreytt. Hún verður aftur til umfjöllunar í Umhverfis og samgönguráði þriðjudaginn 27. apríl og að öllum líkindum lögð fyrir borgarráð tveimur dögum síðar . Áhyggjur fulltrúans eru því með öllu óþarfar. Auk þess er tillagan að fara í auglýsingu og því mun gefast nægur tími til að gera athugasemdir áður en hún kemur aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.

4. Lambhagaland - 189563, nýtt deiliskipulag (02.684.1) Mál nr. SN080630
Að lokinn auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landforms, dags. 4. desember 2009, breytt 20. apríl 2010 að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg. Einnig lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, dags. 8. ágúst 2008. Auglýsing stóð frá 13. janúar til 23. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Dagbjört Ágústsdóttir, dags. 22. febrúar, og bókun Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 22. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Veiðimálastofnunar, dags. 24. febrúar 2010, og umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 26. febrúar 2010. Einngi lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 5. mars 2010.

Ásgeir Ásgeirsson tók sæti á fundinum kl. 10:45.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag Mál nr. SN090134
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Gláma Kím að deiliskipulagi Mela reitur 1.540, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skýringamynd dags. í janúar 2010 Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Einnig er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Mela, dags. apríl 2009 og ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

6. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag(01.4) Mál nr. SN090101
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, mótt. 8. janúar 2010. Kynning stóð til og með 15. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Guðlaugur Einarsson, dags. 21. janúar, Árni I. Jónsson, dags. 26. janúar, Vigdís Jónsdóttir, dags. 2. febrúar, Hrund Einarsdóttir, dags. 10. og 24. febrúar, Börkur Valdimarsson, 24. febrúar og viðbótargögn vegna eldri samskipta, dags. 1. mars 2010, Linda B. Jóhannsdóttir, dags. 24. febrúar, Ragnar S. Bjarnason, dags. 24. febrúar, Sigurjón P. Ísaksson, dags. 24. febrúar, Anna Ragna Alexandersdóttir, dags. 26. febrúar, Hrund Einarsdóttir f.h. 69 aðila á undirskriftarlista, dags. 26. febrúar, Hólmfríður Einarsdóttir og Sigurður Sigurðsson, dags. 26. febrúar, Gísli Jónsson, dags. 28. febrúar, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir, dags. 2. mars 2010 ,Ragnar Jónasson, f.h. Sumargjafar, dags. 3. mars 2010, Guðrún Kristjónsdóttir, dags. 4. mars 2010, Hanna Magnúsdóttir, dags. 4. mars 2010, Kristján Kristjánsson, dags. 4. mars 2010, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, dags. 4. mars. 2010, Þorgerður Guðmundsdóttir, dags. 25. feb. 2010 og athugasemdir stjórnar LHM, dags. 4. mars 2010. Einnig lögð fram húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

7. Þingvað 13 og 15, breyting á deiliskipulagi (04.773.8) Mál nr. SN100149
Silja Traustadóttir, Lynghagi 4, 107 Reykjavík
Sigríður Júlíusdóttir, Klifvegur 2, 108 Reykjavík
Árni Vignir Pálmason, Þingvað 15, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Silju Traustadóttur arkitekts, dags. 15. apríl 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 13 og 15 við Þingvað. Í breytingunni felst að lóðarmörkin á milli lóðanna er breytt þannig að lóð nr. 13 minnkar og lóð nr. 15 stækkar, samkvæmt uppdrætti Silju Traustadóttur, dags. mars 2010. Einnig lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa að Þingvaði 13 og 15, dags. 27. mars 2010.
Samþykkt með vísan til heimilda í 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

8. Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi (04.111.4) Mál nr. SN090452
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Arkís, dags. 9. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Breytingin felur í sér að koma fyrir byggingarreit fyrir timburlager á suðausturhorni lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 2. desember 2009. Auglýsing stóð yfir frá 13. janúar 2010 til og með 24. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: bréf Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 22. febrúar og 18. mars 2010, G. Jón Bjarnason, dags. 24. febrúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. mars 2010 ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 19. mars 2010.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041433
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 583 frá 20. apríl 2010.

10. Skaftahlíð 11, br. risíbúð ,kvistir o.fl. (01.273.013) Mál nr. BN030972
Ragnheiður Bogadóttir, Auðarstræti 13, 105 Reykjavík
Vilhjálmur Ásmundsson, Skaftahlíð 11, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 2. mars 2010, þar sem óskað er eftir að skipulagsstjóri grenndarkynni erindið að nýju vegna endurnýjaðra umsóknar á breytingu kvista á þakhæð og svölum á suður- og norðurhlið hússins nr. 11 við Skaftahlíð. Grenndarkynningin stóð frá 11. mars til og með 8. apríl 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorsteinn Sæmundsson og Guðný Sigrún Hjaltadóttir dags. 21. mars 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

11. Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel (01.193.101) Mál nr. BN040980
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda, dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Arkþing, dags. 11. febrúar 2010, ásamt uppdráttum, dags. 12. febrúar 2010.
Húsið við Barónsstíg 47 er fyrsta sérhannaða húsið fyrir heilsuvernd á Íslandi og gegnir sem slíkt veigamiklu menningarsögulegu hlutverki. Ráðið telur því æskilegast að það gegni áfram því hlutverki sem því var ætlað upprunalega.
Skipulagsráð telur þó að hótelstarfsemi sé ekki í andstöðu við gildandi deiliskipulag. Ráðið leggur ríka áherslu á að fyrirspyrjendur vandi afar vel til vinnslu byggingarleyfisumsóknar og er lögð áhersla á að haft verði gott samráð við Minjasafn Reykjavíkur. Um er að ræða friðað hús og eina af perlum byggingarlistar í Reykjavík. Bent er sérstaklega á niðurlag umsagnar borgarminjavarðar vegna málsins en þar stendur m.a.; ...því er áréttað að þar sem húsið er friðað þarf samþykki Húsafriðunarnefndar fyrir öllum breytingum. Ráðið leggur einnig áherslu á að varlega verði farið í allar breytingar sem þarf að ráðast í vegna breyttrar starfsemi.

12. Borgartún 32, (fsp) bílastæðakvöð fyrir hótel Cabin(01.232.0) Mál nr. SN100120
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Á fundi skipulagsstjóra 26. mars 2010 var lagt fram bréf Gunnars Jóhannssonar f.h. Borgartúns ehf., dags. 23. mars 2010, varðandi bílastæðakvöð á lóð hótels Cabin að Borgartúni 32. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 15. apríl 2010. Einnig lagt fram bréf Jóhanns Sigurðssonar framkvæmdastjóra Hótel Cabin, dags. 13. apríl 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við þau skilyrði sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

13. Slippareitur, (fsp) lóð fyrir flutningshúsið Sólfell Mál nr. SN100133
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Minjaverndar, dags. 30. mars 2010, um lóð fyrir saltfiskþurrkunarhúsið Sólfell sem áður stóð að Borgartúni 41. Einnig lögð fram tillaga Argos arkitektastofu, dags. í mars 2010, að staðsetningu þess og endurbyggingu á Slippasvæðinu í Reykjavíkurhöfn.
Kynnt.

(D) Ýmis mál

14. Háteigsvegur 7, málskot (01.244.3) Mál nr. SN100141
Catch the Fire Reykjavík, Háteigsvegi 7, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Guðbjarts Guðbjartssonar f.h Catch the Fire Reykjavík, dags. 9. apríl 2010, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisafgreiðslufundar byggingarfulltrúa 30. mars 2010 á fyrirspurn varðandi rekstur og nýtingu kirkjunnar á húsnæðinu að Háteigsvegi 7.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 26. mars 2010 staðfest.

15. Unufell 21-35 (33), bréf byggingarfulltrúa (04.683.401) Mál nr. BN041432
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2010 vegna óleyfisframvæmda á lóð nr. 33 við Unufell
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

16. Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda (01.314.4) Mál nr. SN100091
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu. Einnig lagt fram bréf Hrafns Gunnlaugssonar dags. 5. apríl 2010 til byggingarfulltrúa ásamt fylgiskjölum, verkefni Háskólanema Náttúrugallerí Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnesinu dags. í apríl 2002, bréf byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2010, ásamt ljósmyndum.
Tillaga um málsmeðferð í bréfi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2010 samþykkt

17. Laugarnes, lagt fram bréf (01.328.5) Mál nr. SN100154
Steingerður Steinarsdóttir, Hljóðalind 2, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf Steingerðar Steinarsdóttur f.h. 24 aðila, dags. 7. apríl 2010, varðandi Laugarnes. Spurt er um umhirðu svæðisins, gróðurfarsáætlun, lagfæringu jarðrasks og aðgengi að strandlengju Laugarnessins.

18. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, (01.170.2) Mál nr. SN100084
breyting á deiliskipulagi
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. apríl 2010 um samþykkt borgarráðs þann 8. apríl 2010 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir reiti 1.170.1 og 2 vegna sameiningu lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1.

19. Bergstaðastræti 28A, kæra, umsögn (01.184.3) Mál nr. SN100102
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 9. mars 2010, þar sem kærð er synjun á beiðni um afturköllun á samþykki byggingarfulltrúa fyrir innréttingu og nýtingu íbúðar á annarri hæð að Bergstaðastræti 28A í Reykjavík fyrir gististað. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags.14. apríl 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

20. Lofnarbrunnur 6-8, kæra, umsögn (02.695.8) Mál nr. SN100105
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 20. febrúar 2010, þar sem kærð er ákvörðun borgaryfirvalda um að krefja lóðarhafa Lofnarbrunns 6-8 í Reykjavík um úrbætur í greindri lóð. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 14. apríl 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

21. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra, umsögn (01.539.3) Mál nr. SN100104
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 5. mars 2010, þar sem kærð er synjun byggingarleyfis fyrir breyttu innra skipulagi og gluggum Lambhóls við Starhaga í Reykjavík ásamt innréttingu tómstundaherbergis í bílskúr við húsið. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 16. apríl 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

22. Skotfélag Reykjavíkur, Skotveiðifélag Reykjavíkur,(04.1) Mál nr. SN100151
úrskurðir ráðuneytis um útgáfu starfsleyfis
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins til umhverfis- og samgöngusviðs, dags 16. mars 2010, ásamt úrskurðum vegna annars vegar ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis fyrir Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis dags. 4. maí 2009 og hins vegar vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um útgáfu starfsleyfis fyrir Skotfélag Reykjavíkur dags. 8. mars 2008.
Frestað.

Fundi slitið kl. 12.25.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Sigurður Kaiser Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 20. apríl kl. 10.12 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 583. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN041393
A 16 fasteignafélag ehf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Toppmál ehf, Naustabryggju 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir 15 borð fyrir 45 gesti á gangstétt við Pósthússtræti fyrir framan veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er bréf frá framkvæmda- og eignasviði dags. 19. mars 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað
Ekki verða samþykkt veitingaborð í tveim röðum.

2. Bakkagerði 6 (01.816.303) 108113 Mál nr. BN041428
Viktor Smári Sæmundsson, Bakkagerði 6, 108 Reykjavík
Ingunn Helga Hafstað, Blönduhlíð 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN040306 dags. 25. ágúst 2009 um að byggja staðsteypta viðbyggingu á vesturhlið, breyta kvistum og skipta um glugga, breytingin felur í sér að stækka viðbyggingu og hækka þak um 16,7 ferm frá áður samþykktu erindi í einbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Bakkagerði.
Stækkun er 16,7 ferm., 88,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.776
Frestað
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN040201
G.Gunnarsson ehf, Lágmúli 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja átta íbúða fjölbýlishús úr steinsteypu á þrem hæðum auk kjallara og rishæðar á lóð nr. 32 við Baldursgötu.
Jákvæð fyrispurn fylgir erindinu BN040013.
Einnig bréf byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2009.
Stærðir: Kjallari 123,3 ferm., 1. hæð 140,3 ferm., 2. hæð 1420,3 ferm., 3. hæð 100,3 ferm., rishæð 57,5 ferm.
Samtals 570,7 ferm., 1.650,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 127.088
Synjað.
Umsækjandi er ekki lóðarhafi.
Réttur lóðarhafi getur endurnýjað umsóknina.

4. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN041265
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavarnatexta á skýringablaði vegna skilta við flóttaleiðir skv. athugasemd SHS við úttekt á erindi BN039971 í húsi á lóð nr. 5 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN041427
Klettur-eignir ehf, Laufásvegi 49-51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 1. hæð í íbúð í húsi á lóð nr. 54 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa (vantar einn) áritað á ljósmynd.
Gjald kr. 7 700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN041421
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bröttugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. B-Tröð 7 (04.765.307) 112477 Mál nr. BN041389
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir, Hátún 8, 105 Reykjavík
Erla Jóhannsdóttir, Fellahvarf 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að skrásetja eldri hluta hússins sem gleymdist að skrásetja þegar það var samþykkt 18. nóv. 2008 með erindinu BN39091 í hesthúsinu á lóð nr.7 við B - Tröð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Búðavað 6-8 (04.791.607) 209918 Mál nr. BN041373
Torfi Pálsson, Básbryggja 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hæð á gluggum á austur- og vesturgöflum, breyta svalahandriði á húsi nr. 6 og til að fá aðskilið byggingarleyfi fyrir parhúsið á lóð nr. 6-8 við Búðavað.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Enn vantar samþykki meðlóðarhafa.

9. Esjumelur 5-5A (34.535.401) 186204 Mál nr. BN041437
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Mótamenn sækja um stöðuleyfi fyrir svefnskála u.þ.b. 30 m2 á norðanverðri lóð nr. 5 við Esjumel.
Samþykki lóðarhafa dags. 14. apríl 2010 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Til 1. ágúst 2010. Algerlega óheimilt er að nýta svefnskálann til nokkurra hluta hverju nafni sem nefnist og fellur stöðuleyfið úr gildi án nokkurs fyrirvara verði það gert.

10. Faxaskjól 26 (01.532.112) 106189 Mál nr. BN039769
Þórunn Lárusdóttir, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Snorri Petersen, Faxaskjól 26, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. apríl 2010.
Bílskúr: Niðurrif, xx ferm., xx rúmm. Nýbygging xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra verður að lagfæra uppdrætti í samræmi við ábendingar hans, að því gerðu verður málinu vísað til skipulagsstjóra til grenndarkynningar.

11. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN041326
Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið, stækka milligólf (0202), koma fyrir nýjum stiga og breyta innra fyrirkomulagi vélageymslu og slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli.
Stækkun: 38,8 ferm., 105,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.124
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fossagata 3 (01.636.602) 106720 Mál nr. BN038701
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, Fossagata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á einni hæð úr timbri á steyptum kjallara við einbýlishús á lóð nr. 3 við Fossagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. júlí 2008 fylgir erindinu.
Stærðir: Núv. 99,4 ferm., 243,4 rúmm.
Stækkun 75,8 ferm., 197,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 175,2 ferm., 441,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 14.425
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041315
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sushi smiðjan ehf, Geirsgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir léttu vindskýli, #GLmarkísu#GL við norðvesturhlið húss nr. 3B við Geirsgötu.
Erindi fylgir fsp. BN041154 dags. 9. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

14. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN041099
Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Hilmarsson ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám í eitt ár á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Stöðuleyfi fyrir frystigám er samþykkt til 1. október 2010, eigi síðar en þá skal gámurinn fjarlægður af lóðinni.
Beitingu dagsekta frestaði til 1. október 2010.

15. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039758
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir mötuneytiseldhúsi ásamt búri og ræstikompu á 1. hæð í skrifstofubyggingu mhl 54 á lóð með staðgreini 2.220.001 í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN041399
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um framlengingu um fjögur ár á tímabundnu leyfi fyrir núverandi svölum og eldvarnarstiga frá þeim á atvinnuhúsinu á lóðinni Hafnarstræti 20/Lækjartorg 5.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsráðs.

17. Haukdælabraut 94 (05.114.101) 214816 Mál nr. BN041382
Kristín Sigurey Sigurðardóttir, Þórðarsveigur 15, 113 Reykjavík
Hjörtur Lúðvíksson, Þórðarsveigur 15, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki og sambyggðri bílageymslu á lóð nr. 94 við Haukdælabraut.
Stærð: Einbýlishús 219,8 ferm., 774,2 rúmm. Bílgeymsla 40,2 ferm., 154,7 rúmm. Samtals: 260 ferm., 979,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 75.429
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags sbr. athugasemdir á umsóknareyðublaði.

18. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN041259
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem felast í að fækka íbúðum úr 84 í 55 og stækka þær samsvarandi, breyta sjúkrastofum og skrifstofum í íbúðir, breyta geymslum og sorpgeymslu í kjallara og fella niður útitröppur að sorpgeymslu utanhúss í fjölbýlishúsi 10A á lóð nr. 10 við Hátún.
Meðfylgjandi er bréf og yfirlitsmynd arkitekts vegna sorphirðu dags. 29. jan. 2010, bréf burðarvirkishönnuðar dags. 8. mars 2010 og bréf um niðurstöður brunavarna dags. 19. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Heiðargerði 55 (01.801.207) 107628 Mál nr. BN041365
Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Heiðargerði 55, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja forstofu og útitröppur, tvennar svalir á vesturhlið með þaki yfir, jafnframt því sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 55 við Heiðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og útskriftar skipulagsstjóra.

20. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN041414
Spector ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu mhl. 02 0101sem felur í sér að snúa hurð í stigagangi, gluggapóstar á suð - austurhlið síkka og texti brunalýsingar breytist í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr.7.700
Frestað.
Lagfæra uppdrætti til samræmis við umsókn.

21. Hólsvegur 10 (01.384.007) 104869 Mál nr. BN041077
Guðmundur Rúnar Kristjánsson, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd
Hjörtur Jónas Guðmundsson, Reyrengi 4, 112 Reykjavík
Kristján Gunnar Guðmundsson, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Ómar Raiss, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi 1. hæðar og samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 10 við Hólsveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. september 2005.
Einnig afsal dags. 29. október 1965 og 26. maí 1970 ásamt athugasemdum Guðmundar Rúnars Kristjánssonar dags. 10. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN041232
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta skrifstofur á 2. hæð, koma fyrir lyftu , breyta aðgengi að 1. hæð með skábraut ú á gangstétt og merkja eitt bílastæði við götu fötluðum sbr. fyrirspurn BN041094 í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir yfirlýsing um kvaðir og afnotarétt bílastæða dags. 12. maí 1990 og eignaskiptasamningur dags. 25. nóvember 1980.
Einnig fylgir umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. mars 2010, sem og bréf vegna skábrautar dags. 29.3. 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Taka út bílastæði fatlaðra í götu.

23. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041370
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rannsóknastofu, geymslur og búningsaðstöðu fyrir starfsfólk í mhl. 04 í kjallara, innrétta á anddyri, móttöku og opið skrifstofurými með matsal og mötuneytiseldhúsi á 1. og 2. hæð, Hætt er við að koma fyrir svölum sem mynda skyggni yfir inngang inn í atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Bréf frá hönnuði dags. 31. mars. 2010, burðarvirkishönnuði dags. 29. mars 2010 og skýrsla frá brunahönnun dags. 29. mars 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN041067
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum um fimm (úr einum í sex) í fjölbýlishúsi á lóð nr. 90 við Kleppsveg.
Gjald kr. 7.700
Félagsbústaðir hafa dregið erindið til baka með viðtali við byggingarfulltrúa.

25. Lambasel 20 (04.998.502) 200769 Mál nr. BN041388
Jón Þ Gíslason, Rauðagerði 43, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minni háttar breytingum, sjá erindi BN035675 dags. 19. júní 2007 sem orðið hafa á byggingartíma einbýlishússins á lóð nr. 20 við Lambasel.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Laufásvegur 58 (01.197.201) 102716 Mál nr. BN041322
Klettur-eignir ehf, Laufásvegi 49-51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi jarðhæðar, síkka glugga á suðurhlið, útbúa franskar svalir og innrétta tvær íbúðir í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 58 við Laufásveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda ódagsett, staðfesting á starfsábyrgðartryggingu dags. 18. mars, umsögn burðarvirkishönnuðar og viljayfirlýsing eigenda efri hæða Laufásvegar 58 dags. 19. mars og samkomulag um framkvæmdir milli eigenda Laufásvegar 58 dags. 20. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN041013
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innhúss, fyrir tilfærslum á rýmum, fjölgun gistiherbergja, nýjum neyðarútgangi á suðurgafli og nýju anddyri í norður í húsinu á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Stækkun: 4,5 ferm., 16,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.278
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Laugavegur 37 (01.172.116) 101452 Mál nr. BN041160
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sex hótelíbúðir og tvö verslunarrými í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 37 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN038559 dregið til baka.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 11. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 6 (01.171.303) 101403 Mál nr. BN041431
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útveggjaklæðningu, úr aluzinki í liggjandi borðaklæðningu, á nýsamþykktu erindi, sjá BN041082 dags. 23. mars 2010, á verslunarhúsinu á lóð nr. 6 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 14. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
amræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN041397
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Skápurinn ehf, Flókagötu 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fækka gestafjölda úr 70 gestum í 49 gesti sbr.erindið BN039502 dags. 17. feb. 2009 í veitingahúsinu á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Lindargata 7 (01.151.104) 100978 Mál nr. BN041136
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í að í kjallara er æfingasal breytt í sýningasal fyrir 96 gesti, á 1. hæð eru stólar fyrir 137 gesti fyrir starfsemi Þjóðleikhússins og fyrirhugaður flóttastigi á vesturhlið og hurð fellt út í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á lóð nr. 7 við Lindargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

32. Lynghagi 13 (01.555.001) 106616 Mál nr. BN041398
Þór Þorláksson, Lynghagi 13, 107 Reykjavík
Áslaug Gunnarsdóttir, Lynghagi 13, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa á framkvæmdatíma viðbyggingar við einbýlishúsið á lóð nr. 13 við Lynghaga.
Sjá erindi BN036036 dags. 4. september 2007,
Stækkun bílskúrs: 7,8 rúmm.
Stækkun húss: 31,3 ferm., 48,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.335
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaðið.

33. Markland 2-16 (01.870.002) 108816 Mál nr. BN041423
Sigurbjörg H Gunnbjörnsdóttir, Markland 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hallandi þök, klæða útveggi anddyranna með álklæðningu og setja opnanleg fög í stigagangana í fjölbýlishúsinu 6, 8 og 10 á lóð nr. 6-10 við Markland.
Bréf frá hönnuði dags. 13. apríl 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Ránargata 6 (01.136.015) 100518 Mál nr. BN041306
Hulda Björk Georgsdóttir, Ránargata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka áður samþykkta sólpalla/svalir , sjá erindi BN035419 dags. 20. febrúar 2007 og endurnýjað 18. nóvember 2008, og breyta handriðum í gler á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 6 við Ránargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Réttarholtsvegur 1-3 (01.830.001) 108453 Mál nr. BN040988
Haukur Ingason, Steinasel 4, 109 Reykjavík
Garðs Apótek ehf, Sogavegi 108, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta kjallara sem bílgeymslu fyrir tvo bíla, til að koma fyrir lyftu, til að útbúa nýjan inngang í apótek frá stigahúsi og til að breyta innra fyrirkomulagi verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 1-3 við Réttarholtsveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 20. janúar 2010.
Einnig fylgir yfirlýsing um eignarhald dags. 20. janúar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. febrúar og 23. mars 2010 sem og bréf hönnuðar dags. 23. mars 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Réttarholtsvegur 63-79 (01.834.003) 108598 Mál nr. BN041024
Þorgeir Ómarsson, Réttarholtsvegur 75, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að ganga frá lóð í aðkomu, leggja gangstétt og malbika 14 bílastæði við raðhús á lóð nr. 63-79 við Réttarholtsveg.
Gjald kr 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Salthamrar 2 (02.293.301) 109013 Mál nr. BN039992
Einar V Tryggvason, Miðdalur, 271
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 2 við Salthamra.
Stækkun: 12,2 ferm., 40 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 3.080
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Seljabraut 54 (04.970.002) 113150 Mál nr. BN041410
Fjárfestingafél Farbraut ehf, Þingási 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN040828 sem felast í að fella út tvær útihurðir og út-ljós, sem var ofaukið á teikningu, og breyta brunalokun í modul C í húsi á lóð nr. 54 við Seljabraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

39. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN041416
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til saga fyrir nýju dyraopi á 2. hæð á milli mhl. 01 og 02 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 9. apríl 2010 fylgir og umsögn burðarvirkishönnuðar sem fylgdi erindi BN041224 samþykkt 9. mars 2010 og fjallar um það sama.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Skildinganes 43 (01.674.209) 106868 Mál nr. BN040134
Högni Snjólfur Kristjánsson, Skildinganes 43, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta parhúsi í einbýlishús á lóð nr. 43 við Skildinganes.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. mars 2010 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt að skila skal fullgildu samrunaskjali til byggingarfulltrúa áður en byggingarleyfi verður gefið út.

41. Skipholt 49-55 (01.272.102) 103607 Mál nr. BN041409
Bergsteinn Örn Gunnarsson, Birkihæð 16, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir svalaskýli á 5 íbúðarsvalir í fjölbýlishúsinu nr. 49 og 53 mhl. 01 og 02 á lóð nr. 49-55 við Skipholt.
Íbúðir sem um er að ræða eru:
nr. 49, 01 0101, fastanúmer íbúðar ; 201-3265.
nr. 49, 01 0301, fastanúmer íbúðar ; 201-3269.
nr. 53, 02 0102, fastanúmer íbúðar ; 201-3284.
nr. 53, 02 0201, fastanúmer íbúðar ; 201-3285.
nr. 53, 02 0402, fastanúmer íbúðar ; 201-3289.
Samþykki meðlóðhafa dags febrúar 2010, bréf frá hönnuði um brunavörn dags. 6 apríl 2010 og jákvæð fyrirspurn BN038167 dags. 29. apríl 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 5 x 8,4 fem. = 41,9 ferm., 5 x 21,4 rúmm. = 107 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.239
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

42. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN041231
R.Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka áður samþykktan kjallara, loka undirgöngum og útbúa þar móttöku í húsi á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags um aðkomu.

43. Skúlagata 30 (01.154.305) 101120 Mál nr. BN041353
Vatn og Land II ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta afgreiðslu fyrir bílaleigubíla á 2. hæð á suðurhlið í húsi á lóð nr. 30 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er samþykki umsækjanda dags. 17. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda skipulagsstjóra og athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

44. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN041075
Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli lagerrýma og stækka þannig aðstöðu DHL á 1. hæð, mhl. 01 í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Skútuvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

45. Smáragata 16 (01.197.409) 102744 Mál nr. BN041408
Anna T. McDonald, Smáragata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka útitröppu frá garðskála niður á verönd lóðar nr. 16 við Smáragötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

46. Sóleyjarimi 1-7 (02.536.102) 199443 Mál nr. BN041391
Sóleyjarrimi 1-7,húsfélag, Sóleyjarimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokunum úr hertu gleri með viðurkenndu glerbrautakerfi á 3. til 4. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Erindi fylgir fundargerð húsfundar í húsfélaginu Sóleyjarima 1-7 dags. 8. febrúar og bréf frá stjórn húsfélagsins dags. 11. mars 2010.
Mhl. 03: Íbúð 0401.
Mhl. 04: Íbúð 0304
Svalalokun á tveim íbúðum alls 44,33 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.413
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN041377
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í mhl. 02 í rými 0102 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11 á lóð nr. 9 - 31 við Spöngina.
Ennfremur er óskað eftir að erindi BN041125 verði dregið til baka
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

48. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN041411
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta búsetueiningu í áhaldahúsi á lóð sambýlisins á lóð nr. 6 við Starengi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

49. Stórholt 17 (01.246.011) 103282 Mál nr. BN041422
Ragnar Ingibergsson, Stórholt 17, 105 Reykjavík
Eiríkur Sigurðsson, Stórholt 17, 105 Reykjavík
Eggert Sigurðsson, Klyfjasel 10, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta tvöfalda bílageymslu á lóð nr. 17 við Stórholt.
Jákvæð fyrirspurn BN041000 dags. 16.feb. 2010 fylgir erindinu.
Stærð: 57,6 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 10.01 - 10.02 dags. 12. apríl 2010.

50. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN041297
Vegmúli ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra fyrirkomulagi á 5. hæð, ásamt samþykki fyrir þegar gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi annarra hæða skrifstofuhússins Vegmúla 2 á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Torfufell 21-35 (04.686.101) 112342 Mál nr. BN041347
Torfufell 25-35, húsfélag, Torfufelli 33, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða allar hliðar með sléttu og báraðri álklæðningu á álgrind, ekki verður einangrað undir klæðningu og einnig verða endurnýjuð opnanleg fög í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25-35 við Torfufell.
Fundargerð húsfélagsins Torfufelli 25-35 dags. 1. mars 2010, ástandsskoðun og viðhaldsmat dags. 18. júní 2009 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. apríl 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN041424
Ingibjörg Sigurðardóttir, Frostaskjól 65, 107 Reykjavík
Kökusmiðjan ehf, Lækjargötu 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir kaffihúsi í flokki 1 með móttökueldhúsi þar sem brauð verður smurt, kökur bakaðar og súpur hitaðar í húsnæðinu á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Jákvæð fyrirspurn BN041177 dags. 16. mars 2010 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 15 apríl 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN041352
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja boltagerði upp til bráðabirgða í 2 - 3 ár á skólalóðina nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN041425
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og innra skipulagi á 1. 2. og 3. hæð og innrétta sex hótelherbergi/íbúðir og móttöku í húsinu á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

55. Flugvöllur Loftleiðir (01.61-.-99) 106640 Mál nr. BN041441
Komið hefur í ljós að lóð Hótels Loftleiða við Flugvallarveg er tvískráð í Fasteignaskrá Íslands. Hefur önnur lóðin staðgr. 0.161- -99, landnr. 106640 stærð 21.813 m2. Engin mannvirki eru skráð á lóð þessa. Hin lóðin hefur staðgr. 0.161.9601, landnr. 106641 stærð 25.610 m2. Á þá lóð eru skráð mannvirki Hótel/skrifstofur. Rétta lóðin er sú síðarnefnda með landnr. 106641. Byggingarfulltrúi leggur til að lóð með landnr. 106640 stærð 21.813 m2 verði felld úr Fasteignaskrá.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

56. Grandagarður 10 (01.115.102) 100047 Mál nr. BN041439
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um staðfestingu á mæliblaði með staðgreinitölu 1.115.102 vegna lóðar nr. 10 við Grandagarð, landnúmer 100047. Lóðin var skráð 158 m2 en verður 159 m2, stækkar um 1 m2 sem tekinn er úr óútvísuðu landi Faxaflóahafna sf. Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 22. mars 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

57. Suðurlandsv Reynisvatnsland 53 (05.17-.-81) 113431 Mál nr. BN041440
Jarþrúður D Flórentsdóttir, Útkot, 116 Reykjavík
Ingvi Þór Sigríðarson, Lágmói 4, 260 Njarðvík
Ofanrituð sækja um leyfi til þess að skipta landspildu nr. 53 úr Reynisvatnslandi í tvo hluta. Landnr. spildunnar er 113431. Spildan innan girðingar mælist 9760 m2. Eftir skiptingu verður spilda með staðgr. 5.17-.-81, landnr. 113431 4866 m2 og hefur staðfang Reynisvatnsland 53. Spilda með staðgr. 5.17-.-77 verður 4894 m2. Landnr. ákveðið við skráningu, staðfang Reynisvatnsland 53A, Móakot. Skipting spildunnar var samþykkt í skipulagsráði 10. mars 2010. Málinu fylgir yfirlýsing lóðarhafa dags. 2. nóvember 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

58. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN041394
Gamma ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að klæða að utan með bárujárni og innrétta íbúð í mhl. 02, fyrrum skrifstofuhúsi, á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN041374
Kjartan Ólafsson, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa sólpall ofaná þak að Bragagötu til nota fyrir íbúð á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda og aðliggjandi lóða sé um það að ræða.

60. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN041418
Hrönn Svansdóttir, Fálkahöfði 4, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort innrétta megi fyrir CrossFit heilsurækt í verkstæðishúsnæði á lóð nr. 2 við Dugguvog
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

61. Einarsnes 33 (01.670.507) 106755 Mál nr. BN041390
Jón Brynjólfsson, Geitagerði, 551 Sauðárkrókur
Spurt er hvort endurbæta megi, stækka og byggja bílskúr við einbýlishúsið á lóðinni nr. 33 við Einarsnes.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

62. Flugvöllur 106745 -Fluggarðar 36 (01.64-.-99) 106745 Mál nr. BN041396
Halldór Jónsson, Hvannhólmi 30, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stöðuleyfi á 30 ferm. skrifstofugám á Reykjavíkurflugvelli lóð 36 við Fluggarða.
Bréf frá Atlantsflugi dags. 9. apríl 2010 og flugvallarstjóra dags. 8. apríl 2010 fylgir erindinu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

63. Funahöfði 1 (04.060.001) 110578 Mál nr. BN041429
Bjarmi sf,bílaverkstæði, Funahöfða 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili í rými 0203 í iðnaðarhúsinu á lóð nr. 1 við Funahöfða.
Nei.
Samræmist ekki aðalskipulagi Reykjavíkur

64. Granaskjól 64 (01.515.307) 105846 Mál nr. BN041413
Þór Hauksson, Granaskjól 64, 107 Reykjavík
Lilja Aðalsteinsdóttir, Granaskjól 64, 107 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 1,2 - 1,4 metra háan skjólvegg á lóð, 2,2 metra frá lóðamörkum við götu, við einbýlishús á lóð nr. 64 við Granaskjól.
Jákvætt.
Ekki þarf að sækja um byggingarleyfi miðað við framlögð gögn sbr. grein 67. í byggingarreglugerða nr. 441/1998.

65. Grettisgata 82 (01.191.010) 102468 Mál nr. BN041387
Ingveldur Gyða Gísladóttir, Grettisgata 82, 101 Reykjavík
Sverrir Brynjar Berndsen, Grettisgata 82, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera svalir á norðurkvist vestanverðu á íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 82 við Grettisgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum,enda verði sótt um byggingarleyfi sem grendarkynna verður berist það.

66. Heiðargerði 18 (01.802.004) 107641 Mál nr. BN041412
Olga Steina Steingrímsdóttir, Heiðargerði 18, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja c.a 70 ferm. viðbyggingu við einbýlishúsið á lóð nr. 18 við Heiðargerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

67. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN041381
Guðfinnur Sölvi Karlsson, Asparholt 3, 225 Álftanes
Spurt er hvort veitingahús í flokki II yrði samþykkt eins og meðfylgjandi teikningar sýna af húsi á lóð nr. 12 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. arpíl 2010 fylgir erindinu ásamt eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 22. febrúar 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sbr. umsögn skipulagsstjóra.

68. Leiðhamrar 22 (02.292.204) 108971 Mál nr. BN041426
Birgir Guðjónsson, Leiðhamrar 22, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalaskýli á svalir til norðurs á einbýlishúsið á lóð nr. 22 við Leiðhamra.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

69. Njörvasund 5 (01.413.108) 105090 Mál nr. BN041415
Jolanta Konciene, Njörvasund 5, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja gervihnattadisk sem er 120 cm í þvermál á þak hússins.
Ekki er unnt að taka afstöðu til erindisins, þar sem umsækjandi er ekki eigandi. Gera verður grein fyrir staðsetningu á þaki.

70. Stangarholt 10 (01.246.005) 103276 Mál nr. BN041378
Atli Viðar Thorstensen, Stangarholt 10, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að gera svalir líkt og samþykkt var með erindinu BN025046 dags. 13. ágúst 2002 á hús nr 6-8 sjá teikningu, á fjölbýlishúsið á lóð nr. 10-12 við Stangarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2010.
Neikvætt.
Eins og málið liggur fyrir sbr. umsögn skipulagsstjóra.

71. Stapasel 11 (04.924.506) 112685 Mál nr. BN041392
Jónas Bjarnason, Stapasel 11, 109 Reykjavík
Spurt er hvort hvort klæða megi veggi og leggja dúk á þak til að stöðva leka í bílskúr á lóð nr. 11 við Stapasel.
Jákvætt.
Enda verði sótt um byggingarleyfi.

72. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN041430
Kernel Íslandi ehf, Arnartanga 77, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta innra skipulagi á hluta jarðhæðar með því að innrétta kjötvinnslu , verslun og veitingarsal.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi að teknu tilliti til athugasemda á fyrirspurnarblaði

73. Tangarhöfði 2 (04.063.501) 110662 Mál nr. BN041395
Ísholt ehf, Stuðlaseli 26, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Tangarhöfða.
Neikvætt.
Samræmist ekki aðalskipulagi Reykjavíkur.

74. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN040394
Róbert Petersen, Vesturás 18, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa til á lóð og byggja yfir taðþró við hesthúsið nr. 1 á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn dags. 7. apríl 2010.
Jákvætt
Enda láti fyrirspyrjandi vinna á eigin kostnað tillögu til breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynna verður sbr. umsögn skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 12.12.

Magnús Sædal Svavarsson

Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Hjálmar A. Jónsson
Eva Geirsdóttir