Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 201

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 9.05, var haldinn 201. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. og Svafar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráð, starfsdagur umhverfis- og skipulagsráðs   Mál nr. US170243

Starfsdagur umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 30. ágúst 2017.

Árný Sigurðardóttir, Ámundi V. Brynjólfsson, Guðmundur B. Friðriksson. Hjalti J. Guðmundsson, Hreinn Ólafsson, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 25. ágúst 2017.

3. Hólatorgsreitur, Sólvallagata 2, breyting á skilmálum deiliskipulags   Mál nr. SN170605

Arkitektar Laugavegi 164 ehf., Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf., mótt. 14. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Sólvallagötu. Í breytingunni felst að núverandi stærð hússins er leiðrétt í skilmálatöflu og nýtingarhlutfall er uppreiknað samkvæmt því, samkvæmt tillögu Arkitektar Laugavegi 164 ehf., dags. 14. ágúst 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Fálkagötureitur vegna Þrastargötu 1 og 5, breyting á deiliskipulagi  (01.55) Mál nr. SN170168

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Fálkagötureit 1.553/1.554.2 (hluti) vegna Þrastargötu 1 og 5, samkvæmt uppdrætti ARKHD, dags. 17.mars 2017. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 22.maí 2017. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. Guðmundar Odds Víðissonar eiganda Þrastargötu 7, dags. 17. maí 2017, ásamt fylgigögnum. Einnig er lagt fram bréf Þórunnar Óskarsdóttur, mótt. 22. ágúst 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsafulltrúa dags. 28. ágúst 2017.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi  (01.34) Mál nr. SN170628

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf., mótt. 23. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjusand. breytingin nær í meginatriðum til staðsetningar og fjölda lóða fyrir djúpgáma. Útbúin er stærðartafla þar sem lóðir djúpgáma fá heiti, stærð og upplýsingar um hvaða íbúðarlóðum þeir tilheyra, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Hafnarstræti 18, breyting á deiliskipulagi  (01.140.3) Mál nr. SN170420

P ARK teiknistofa sf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ólafar Pálsdóttur, mótt. 18. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. í breytingunni felst aukning á byggingarmagni sem felst í að lyfta núverandi húsi upp um 90 cm, byggja kjallara undir það og nýja viðbyggingu á 2. hæð. Þá fellst breytingin einnig í því að skúrar sem byggðir eru á baklóð verði rifnir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 12. maí 2017.

Frestað

Umhverfis og skipulagráð óskar eftir hugmyndum uppbyggjenda / arkitekta um útlit og áherslur á bakbyggingar á lóðinni við Hafnarstræti 18. Um er að ræða viðkvæmalóð á mikilvægum stað í borginni og því mikilvægt að kynntar séu ásýndir og útfærslur á nýbyggingu á þessari lóð.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi  (01.151.5) Mál nr. SN170229

Davíð Kristján Chatham Pitt, Skildinganes 11, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Davíðs Pitt, dags. 14. mars 2017, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg skv. uppdrætti, dags. 20. febrúar 2017. Húsbyggingar og lóðir við Smiðjustíg 10 og Klapparstíg 16 á reitnum eru í eigu sama aðila sem óskar nú eftir að byggingarreitur minnki á lóð Smiðjustigs 10 og stækki á lóð Klapparstígs 16. Hluti af samþykktu byggingarmagni á lóð Smiðjustíg 10 flyst yfir á lóðina að Klapparstíg 16. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að húsbygging á lóð Smiðjustígur 10 verði rifin. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 10. mars 2017, ásamt áliti Minjastofnunar Íslands, dags. 31. ágúst 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Jöklasel 21-23, breyting á deiliskipulagi  (04.975.3) Mál nr. SN170321

Nijolé Ambrulaite, Jöklasel 21, 109 Reykjavík

Ágúst Þórðarson, Hólmvað 46, 110 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ágústs Þórðarsonar, mótt. 31. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 21-23 við Jöklasel. Í breytingunni felst að stækka lóð og fjölga bílgeymslum um eina, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar, dags. 8. júní 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júlí 2017 til og með 7. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Bogason og Þórhildur Una Stefánsdóttir, dags. 6. júlí 2017, Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dags 1. ágúst 2017 og Jakobína Rut Daníelsdóttir, dags. 7. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. ágúst 2017.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Klapparstígur 29, breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits  (01.172.0) Mál nr. SN170536

Yrki arkitektar ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

KS 29 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 27. júní 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að heimilað er að hafa veitingastað í flokki II á jarðhæð Klapparstígs 29, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf., dags. 27. júní 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júlí 2017 til og með 7. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Örn Hilmarsson f.h. Klapparhorns ehf. og Réttar - Adalsteinsson & Partners ehf., dags. 4. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsafulltrúa dags. 21. ágúst 2017.

Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason situr hjá við afgreiðslu málsins.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð,

afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 938 frá 29. ágúst 2017.

(C) Fyrirspurnir

11. Hallarmúli 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi  (01.261.1) Mál nr. SN170589

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 31. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Hallarmúla sem felst í aukningu á byggingarmagni lóðarinnar, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf., ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017 samþykkt.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

12. Sóltún, gangbraut   Mál nr. US170241

Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 28. ágúst 2017 þar sem lagt er til að sett verði gangbraut yfir Sóltún, við Sóltún 1-3, með vísan til 81. gr. umferðarlaga.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

13. Miðborgin, hjólastæði, kynning   Mál nr. US130225

Lagðar eru fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, að nýjum hjólastæðum í miðborginni og á Kjalarnesi. Tillögurnar eru í samræmi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Lagt er til að fjölga hjólastæðum um 14, á 12 staðsetningum.

Tillögur að nýjum hjólastæðum eru eftirfarandi:

Austurstræti 17 - 2 stæði, Austurstræti 12, Hafnarstræti/Veltusund, Bankastræti, Vestan við Kolaport 2 stæði, Hverfisgata/Arnarhóll, Laugavegur 10, Óðinstorg, Laugavegur við Kjörgarð, Káratorg, Laugavegur 77 og Esjuskáli Kjalarnesi.

Frestað.

(D) Ýmis mál

14. Kjalarnes, Hof, deiliskipulag   Mál nr. SN160598

Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst 2017, þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsins þar sem ekki liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar vegna tengingar umrædds svæðis við Vesturlandsveg. Jafnframt er bent á að lagfæra gögn þannig að afmörkun byggingarreits sé í samræmi við fyrirhugað umfang bygginga þannig að minjar verði staðsettar utan hans og gera þarf grein fyrir aðkomu að deiliskipulagssvæðinu frá stígum ofar í hlíðinni.

Frestað.

15. Fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, úttekt á ástandi skólahúsnæðis.  Mál nr. US170250

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir óska eftir upplýsingum um hvort fram hefur farið óháð úttekt á ástandi skólahúsnæðis Reykjavíkurborgar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi myglu í skólahúsnæði í nágrannasveitarfélögum okkar.

Frestað

16. Vettvangsferð 2017,    Mál nr. US170244

Vettvangsferð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um austurhluta borgarinnar að loknum fundi.

Fundi slitið kl. 11.30

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Herdís Anna Þorvaldsdóttir  Halldór Halldórsson

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 29. ágúst, kl. 10.12 hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 938. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akrasel 8  (04.943.101) 113013 Mál nr. BN053147

Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík

Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast m.a. í að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður og óútgrafið sökkulrými tekið í notkun í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.

Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.

Bréf hönnuðar dags. 30.06.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Asparfell 2-12  (04.681.001) 112291 Mál nr. BN053206

Hjálmar Guðmundsson, Klettagata 6, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í íbúð 0801 í húsi á lóð nr. 8 við Æsufell.

Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 14.06.2017 fylgir erindi ásamt samþykki stjórnar húsfélags dags. 11.07.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Álfheimar 74  (01.434.301) 105290 Mál nr. BN053444

Húsfélagið Glæsibæ, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða að utan eldri hluta Glæsibæjar, mhl.01, en búið er að sækja um og klæða aðra hluta í hans, á lóð nr. 74 við Álfheima.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 3  (01.261.201) 103506 Mál nr. BN052463

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0050571, m.a. breyta stiga á 4. og 5. hæð, gera verönd og byggja útigeymslu við suðurgafl og breytingar á innra skipulagi kjallara í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.

Stækkun: 38,5 ferm., 21,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Ásvallagata 48  (01.139.118) 100763 Mál nr. BN053008

Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús og byggja steinsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum á lóð nr. 48 við Ásvallagötu.

Stærð: 656,2 ferm., 1.806,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Bolholt 6-8  (01.251.203) 103441 Mál nr. BN053410

Hult ehf, Pósthólf 1399, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leiðrétta/breyta skráningu mhl.01 og mhl.02 í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 28  (01.230.101) 102912 Mál nr. BN053158

HEK ehf., Strandgötu 11, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050166, m.a. gluggar á jarðhæð breytast, efsta hæð verður klædd áli og flísum í stað timburs, gólf hjólageymslu í kjallara er hækkað og skábraut í bílakjallara verður ekki steypt heldur malbikuð í nýbyggingu á lóð nr. 28A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Dragháls 18-26  (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053164

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka viðbyggingu, sbr. erindi BN050004 og BN052369, við hús á lóð nr. 18-26 við Dragháls.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu.

Stækkun: 319,7 ferm., 2.028,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Döllugata 3  (05.113.602) 214838 Mál nr. BN053218

Sigurbjörn I Guðmundsson, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík

Rakel Björk Gunnarsdóttir, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 3 við Döllugötu.

Samþykki um frágang á lóðamörkum að Döllugötu 5 dags. 27.07.2017 fylgir erindi ásamt bréfi hönnuðar dags. 25.07.2017

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu.

Stærðir:

A-rými 330,2 ferm., 1.192,6 rúmm.

B-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Efstaleiti 4  (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053226

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 01 og 04, með alls 78 íbúðum á lóð nr. 4 við Efstaleiti.

Stærðir:

Mhl. 01 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Mhl. 04 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Erindi fylgja varmatapsútreikningar dags. 25.08.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Efstaleiti 4  (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053223

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með alls 50 íbúðum, ásamt bílakjallara, mhl. 05 með 82 bílastæðum, á lóð nr. 4 við Efstaleiti.

Stærðir:

Mhl. 02 A-rými 2.988,9 ferm., 9.502,5 rúmm. B-rými 124,6 ferm., 361,3 rúmm.

Mhl. 03 A-rými 1.231,2 ferm., 3.962,6 rúmm. B-rými 33,9 ferm., x rúmm.

Mhl. 05 A-rými 2.876,0 ferm., 8.729,7 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Eggertsgata 2-34  (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN053096

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 17, 18 og 19 í einn mhl. sem verður að mhl. 17 og breyta 8 íbúðum í leikskóladeildir, byggja við til að tengja þau saman og breyta skipulagi í eldhúsi og kaffistofu starfsmanna á leikskóladeild í húsunum nr. 30, 32 og 34 á lóð nr. 2 -34 við Eggertsgötu.

Hljóðvistargreinargerð dags. 14.06.2017 fylgir.

Bréf frá hönnuði dags. 11. júlí 2017 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.

Stækkun hús er: 229,6 ferm., 701,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Eiríksgata 17  (01.195.214) 102606 Mál nr. BN052612

Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúðir 0101 og 0201 á austurhlið og á íbúð 0301, sem er þakhæð, á norðurhlið, ásamt því að breyta notkunarflokki í flokk 4 og notkun í gististað í flokki II í húsi á lóð nr. 17 við Eiríksgötu.

Jafnframt er erindi BN049684 sem er nýlega samþykkt dregið til baka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017. Bréf frá hönnuði dags. 3. maí 2017 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 20. júlí 2017 til og með 17. ágúst 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Eiríksgötu 15, 19, Leifsgötu 10, 12, 14 og 16. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Flókagata 58  (01.270.103) 103565 Mál nr. BN051857

Sigurður Arnljótsson, Flókagata 58, 105 Reykjavík

Guðrún Gauksdóttir, Flókagata 58, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar og koma fyrir nýjum svölum á rishæð á húsi á lóð nr. 58 við Flókagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

15. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN053440

Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um breytingar á erindi BN052523 sem felast í því að byggð er 380 ferm. viðbygging við norðurhlið áfanga 6 ásamt 100 ferm. tæknirými á 2. hæð, nýr inngangur gerður á tengigang og íþróttasalur hannaður fyrir 2500 manna samkomur auk þess sem stálburðarvirki þaks í sal er breytt í íþróttahúsinu Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Stækkun A-rými x ferm. , x rúmm.

Erindi fylgja greinargerð um brunahönnun dags. ágúst 2017, minnispunktar brunahönnuðar varðandi tækifærisskemmtanir dags. 22.08.2017 og bréf hönnuðar dags. 22.08.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grensásvegur 12  (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 28. desember 2016, greinargerð um algilda hönnun dags. 26. júlí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017.

Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 3, 5, 7, 9, 10, 12A og 14 og Síðumúla 31, 33 og 35.

Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100 + 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Gufunes Áburðarverksm  (02.220.001) 108955 Mál nr. BN053257

GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kvikmyndaver í gömlu Áburðarverksmiðjunni, mhl. 47 á lóðinni Gufunes Áburðarverksm.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 18. júlí 2017.

Stækkun, milligólf: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverafold 49-49A  (02.866.004) 110280 Mál nr. BN053104

Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Brynja Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi og skiptingu eigna 0201 og 0202 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 49 við Hverafold.

Stækkun: A-rými 101,0 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 98  (01.174.101) 101579 Mál nr. BN053134

Cookisland ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík

Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til innrétta kaffihús í flokki I á jarðhæð fyrir 15 gesti í húsi nr. 98 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2017.

Bréf frá hönnuði dags. 24. ágúst 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Jónsgeisli 27  (04.113.509) 189825 Mál nr. BN053237

Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, breyttu innra skipulagi og stoðvegg á vesturhlið og til að steypa nýjan stoðvegg, útbúa útigeymslu með verönd á þaki vestan húss og koma fyrir setlaug í norðausturhluta lóðar nr. 27 við Jónsgeisla.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Jónsgeisla 11, 13, 15 og 25 dags. 14. júlí 2017.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Klettháls 1A  (04.342.802) 188526 Mál nr. BN053392

Frumherji hf., Þarabakka 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á milli mátlína 6 til 11, m.a. koma fyrir fjórum nýjum innkeyrsluhurðum á suðurhlið og tveimur á norðurhlið, byggja opið geymsluloft og útbúa skoðunargryfju í húsi á lóð nr. 1A við Klettháls.

Stækkun, milliloft: 41,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053441

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi einingar 282 á 1. og 2. hæð Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Langagerði 128  (01.833.113) 108593 Mál nr. BN053383

Þórey Ólöf Gylfadóttir, Langagerði 128, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurgafl og stækka anddyri á einbýlishúsi á lóð nr. 128 við Langagerði.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.

Stækkun: 77,88 ferm., 216,25 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta A1, A2 dags. 17. ágúst 2017.

24. Laugavegur 27  (01.172.009) 101431 Mál nr. BN052198

Vietnam Restaurant ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu í bakhúsi (mhl. 04-0103) og breyta kaffihúsi (flokkur II, teg. e; kaffihús) í veitingahús í flokki II, teg. a; veitingahús, í kjallara húss á lóð nr. 27 við Laugaveg.

Erindi fylgir bréf með skýringum hönnuðar og minnisblað frá Raf ehf. um virkni ósontækja dags. 5. febrúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Laugavegur 42  (01.172.223) 101478 Mál nr. BN053423

Húsfélagið Laugavegi 42, Pósthólf 82, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta tveimur skrifstofurýmum á 2. hæð í tvær íbúðir sem reknar verða sem gististaður í flokki ll - tegund g og ennfremur breyta íbúðum á 3. og 4. hæð í gististað í sama flokki og tegund ásamt því að byggja svalir á 3. hæð, bæta brunavarnir og endurnýja handrið, í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.

Samþykki eigenda dags. 20.02.2017 fylgir erindi ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.05.2017 við fyrirspurn SN170351 og umsögn Minjastofnunar dags. 13.07.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 59  (01.173.019) 101506 Mál nr. BN053249

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma v/lokaúttektar á erindi BN051424, innréttaður hefur verið loftræsiklefi í kjallara, hjóla- og vagnageymsla minnkuð og bílastæðabókhaldi breytt í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr 59 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

27. Laugavegur 71  (01.174.024) 101571 Mál nr. BN053235

Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. - 4. hæð, byggja svalir á norðurhlið 2. hæðar og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð með 8 gistieiningum fyrir 20 gesti í húsi á lóð nr. 71 við Laugaveg.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Lindargata 34-36  (01.152.413) 101059 Mál nr. BN053181

X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra skipulagi í móttöku v/lokaúttektar á erindi BN050763 í gististað í flokki II á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Lyngháls 4  (04.326.402) 180304 Mál nr. BN053059

Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu sunnan megin á lóð, fimm hæða tengibyggingu ásamt því að stækka inndregna fimmtu hæð, útbúa nýjan inngang á norðurhlið jarðhæðar og byggja tveggja metra breitt skyggni á verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 4 við Lyngháls.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. júní 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.

Stækkun: A rými 2.167,1 ferm. 8.986,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Melgerði 22  (01.815.603) 108037 Mál nr. BN052910

Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Melgerði 22, 108 Reykjavík

Óðinn Bolli Björgvinsson, Melgerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná einbýlishús á lóð nr. 22 við Melgerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

Stækkun: 55,1 ferm., 515 rúmm.

Eftir stækkun: 230,2 ferm., 840,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

31. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN053409

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048398, um er að ræða breytingu á innra fyrirkomulagi á snyrtingum á 2. og 3. hæð í Tangabryggju 12 sem er fjölbýlishús á lóð nr. 31 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Njörvasund 10  (01.411.501) 105027 Mál nr. BN053438

Margrét Herdís Einarsdóttir, Njörvasund 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skilgreina sérnotaflöt íbúðar 0101 í norðvesturhorni lóðar aftan við bílskúr tvíbýlishúss á lóð nr. 10 við Njörvasund.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vantar samþykki meðlóðarhafa.

33. Norðurstígur 3  (01.132.016) 100206 Mál nr. BN053130

M3 Capital ehf., Laugarásvegi 69, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris úr timbri, innrétta tvær íbúðir og gera svalir á hluta þaks húss á lóð nr. 3 við Norðurstíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. apríl 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Rauðarárstígur 1  (01.222.101) 102837 Mál nr. BN053442

Kvótasalan ehf., Vesturvangi 44, 220 Hafnarfjörður

Ryan Patrekur Kevinsson, Auðbrekka 34, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta rými á 1. hæð sem "Floating Spa" ásamt starfsmannarými í kjallara í húsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Ránargata 10  (01.136.019) 100522 Mál nr. BN053425

Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum og jafnframt að skilgreina gististað í flokki II í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2017.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2017.

36. Skipholt 37  (01.251.204) 103442 Mál nr. BN053379

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 1. hæð þar sem breyting er á gangi milli vinnurýma og 2. og 3. hæð þar sem breytt er fyrirkomulagi skrifstofa, vinnurýma og að auki salerna og kaffiaðstöðu í húsi á lóð nr. 37 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

37. Skógarhlíð 20  (01.705.903) 107115 Mál nr. BN053250

Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 30 gesti á 1.hæð þar sem áður var tónlistarskóli í fjölnotahúsi á lóð nr. 20 við Skógarhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skútuvogur 1  (01.421.001) 105171 Mál nr. BN053417

ÞOK ehf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými 0320 og innrétta bruggverksmiðju og koma fyrir loftstokki frá henni á suðurhlið húss nr. 1G á lóð nr. 1 við Skútuvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skútuvogur 6  (01.420.401) 105168 Mál nr. BN053415

Nýborg ehf., Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051510, m.a. minni háttar breytingar í rými 0101 og millipalli 0108 og svalir á 2. hæð eru stækkaðar í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Skútuvog.

Stækkun: 26,6 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Smiðshöfði 8  (04.061.302) 110611 Mál nr. BN053431

Krydd og Kaviar ehf., Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám á lóð nr. 8 við Smiðshöfða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sogavegur 22  (01.813.009) 107866 Mál nr. BN053386

Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2017.

Stækkun : 31.8 ferm., 103,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2017.

42. Sóleyjargata 31  (01.197.414) 102749 Mál nr. BN053202

Dalfoss ehf., Sóleyjargötu 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja svalir á vesturhlið og grafa frá vesturhlið kjallara að hluta, gera gólfsíða glugga með útgengi í garð, breyta innra skipulagi í móttöku á 1. hæð og stækka kjallaraglugga á suðurhlið og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili á lóð nr. 31 við Sóleyjargötu.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júlí 2017. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. ágúst 2017.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

43. Sólheimar 29-35  (01.433.503) 105283 Mál nr. BN053112

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052160 sem felst í því að hluta þvottahúss verður breytt í sameiginlega geymslu og veggur milli íbúða á 1. hæð í nr. 35 hliðrast um 1 metra í húsi á lóð nr. 29-35 við Sólheima.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Sóltún 6  (01.233.501) 211565 Mál nr. BN053421

Fasteignin Sóltún 6 ehf., Sóltúni 6, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunamerkingum og flóttaleiðum, sbr. erindi BN049782, v/lokaúttektar í Waldorfskólanum á lóð nr. 6 við Sóltún.

Lögð fram yfirlýsing frá Waldorfskólanum Sólstafir dags. 18. ágúst 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Stararimi 27  (02.523.106) 109314 Mál nr. BN053152

Haraldur Jónasson, Stararimi 27, 112 Reykjavík

Helga Gísladóttir, Stararimi 27, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu suðvestan við einbýlishús á lóð nr. 27 við Stararima.

Stækkun: 35,9 ferm., 114,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Tryggvagata 16  (01.132.104) 100213 Mál nr. BN053159

Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051820, m.a. eru svalir 5. hæðar færðar til samræmis við svalir 4. hæðar, geymsla á þaksvölum er felld niður, innra skipulagi íbúðar á 5. hæð er breytt og krosslímtré verður notað í stað steypu í burðarvirki 5. hæðar íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

47. Tunguháls 19  (04.327.002) 111052 Mál nr. BN053405

Húsfélagið Tunguhálsi 19, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050503 v/lokaúttektar þar sem fram kemur lítilsháttar breyting á innra skipulagi fyrstu hæðar og breytingar á texta um brunavarnir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguháls.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Þingvað 21  (04.773.801) 198724 Mál nr. BN053454

Steinn Guðjónsson, Þingvað 21, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048076, m.a. er skyggni á suðurhlið stækkað, bætt við dyrum á austurhlið og innra fyrirkomulagi breytt lítilsháttar í einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Þingvað.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Þorragata 10-20  (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN052961

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa plan mhl. 21 fyrir Jet-A1 geymir ásamt því að koma fyrir sand- og olíuskilju mhl. 22 á lóð með landnr. 106746 á Reykjavíkurflugvelli á lóð nr. 10-20 við Þorragötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

Umsögn Minjastofnunar dags. 18. júlí 2017, Minnisblað frá hönnuði dags. 21.ágúst 2017 Samþykki meðeiganda lóðar fylgir að hluta. dags. 14. ágúst 2017. fylgir.

Stærð sand- og olíuskilju mhl. 22: 4,0 ferm., 4,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Þrastargata 1-11  (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053010

Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, til að byggja kvist stígmegin og breyta innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.

Stækkun: 9,5 rúmm.

Stærð eftir stækkun: 115,4 ferm., 331,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Ægisgarður 2  (01.117.303) 219913 Mál nr. BN053231

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Harpor ehf., Ægisgarði 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eldunaraðstöðu í eldhúsi veitingastaðar og koma fyrir gasgeymslu við austurhlið húss á lóð nr. 2 við Ægisgarð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

52. Nauthólsvegur 83  (01.755.201) 214254 Mál nr. BN053459

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Nauthólsveg 83, 85, 87 og 89 í eina lóð Nauthólsveg 83 samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 28. 08. 2017.

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) er 7502 m².

Teknir 27 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221448).

Bætt 8679 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255).

Bætt 7204 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256).

Bætt 8418 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257).

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) verður 31794 m².

Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) er 8679 m2.

Teknir 8679 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) er 7204 m2.

Teknir 7204 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) er 8418 m2.

Teknir 8418 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.01. 2017, í borgarráði þann 09.02.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.03.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

53. Nauthólsvegur 85  (01.755.202) 214255 Mál nr. BN053460

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Nauthólsveg 83, 85, 87 og 89 í eina lóð Nauthólsveg 83 samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 28. 08. 2017.

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) er 7502 m².

Teknir 27 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221448).

Bætt 8679 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255).

Bætt 7204 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256).

Bætt 8418 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257).

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) verður 31794 m².

Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) er 8679 m2.

Teknir 8679 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) er 7204 m2.

Teknir 7204 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) er 8418 m2.

Teknir 8418 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.01. 2017, í borgarráði þann 09.02.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.03.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

54. Nauthólsvegur 87  (01.755.203) 214256 Mál nr. BN053461

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Nauthólsveg 83, 85, 87 og 89 í eina lóð Nauthólsveg 83 samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 28. 08. 2017.

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) er 7502 m².

Teknir 27 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221448).

Bætt 8679 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255).

Bætt 7204 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256).

Bætt 8418 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257).

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) verður 31794 m².

Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) er 8679 m2.

Teknir 8679 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) er 7204 m2.

Teknir 7204 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) er 8418 m2.

Teknir 8418 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.01. 2017, í borgarráði þann 09.02.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.03.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

55. Nauthólsvegur 89  (01.755.204) 214257 Mál nr. BN053462

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Nauthólsveg 83, 85, 87 og 89 í eina lóð Nauthólsveg 83 samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 28. 08. 2017.

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) er 7502 m².

Teknir 27 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221448).

Bætt 8679 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255).

Bætt 7204 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256).

Bætt 8418 m2 við lóðina frá Nauthólsveg 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257).

Lóðin Nauthólsvegur 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254) verður 31794 m².

Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) er 8679 m2.

Teknir 8679 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 85 (staðgr. 1.755.202, landnr. 214255) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) er 7204 m2.

Teknir 7204 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 87 (staðgr. 1.755.203, landnr. 214256) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) er 8418 m2.

Teknir 8418 m2 af lóðinni og bætt við lóðina Nauthólsveg 83 (staðgr. 1.755.201, landnr. 214254).

Lóðin Nauthólsvegur 89 (staðgr. 1.755.204, landnr. 214257) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.01. 2017, í borgarráði þann 09.02.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27.03.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

56. Sætún svæði B  (33.625.301) 213924 Mál nr. BN053445

Kjalarnes ehf., Seilugranda 11, 107 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) og Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 22. 08. 2017.

Lóðin Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) er 4142 m².

Bætt 3018 m² við lóðina Sætún, svæði B frá lóðinni Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925).

Lóðin Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) verður 7160 m².

Lóðin Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) er 3018 m².

Teknir 3018 m² af lóðinni Sætún, svæði C og bætt við lóðina Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924).

Lóðin Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) verður 0 m² og verður felld úr skrám.

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulagsráði þann 30.03.2016, í borgarráði þann 07.04.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.05.2016.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst þar sem farið er fram á verkið.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

57. Sætún svæði C  (33.625.501) 213925 Mál nr. BN053446

Kjalarnes ehf., Seilugranda 11, 107 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) og Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 22. 08. 2017.

Lóðin Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) er 4142 m².

Bætt 3018 m² við lóðina Sætún, svæði B frá lóðinni Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925).

Lóðin Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924) verður 7160 m².

Lóðin Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) er 3018 m².

Teknir 3018 m² af lóðinni Sætún, svæði C og bætt við lóðina Sætún, svæði B (staðgr.nr. 33.625.301, landnr. 213924).

Lóðin Sætún, svæði C (staðgr.nr. 33.625.302, landnr. 213925) verður 0 m² og verður felld úr skrám.

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulagsráði þann 30.03.2016, í borgarráði þann 07.04.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.05.2016.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst þar sem farið er fram á verkið.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

58. Langholtsvegur 156  (01.441.302) 105456 Mál nr. BN053433

Marta Sigrún Sigurðardóttir, Langholtsvegur 156, 104 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fáist fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsi en þar er gerð grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara húss á lóð nr. 156 við Langholtsveg.

Frestað.

Sjá leiðbeiningar á athugasemdarblaði.

59. Nesvegur 66  (01.517.017) 105890 Mál nr. BN053403

Birkir Már Árnason, Nesvegur 66, 107 Reykjavík

Spurt er hvort gera megi pall á þaki áður gerðs bílskúrs og hurð út á pallinn í þeim tilgangi að tryggja tvær óháðar flóttaleiðir úr íbúð 0102 í húsi á lóð nr. 66 við Nesveg.

Neikvætt.

Samanber athugasemdarblað.

60. Skipholt 21  (01.250.108) 103426 Mál nr. BN053199

Parvík ehf., Skipholti 21, 105 Reykjavík

Spurt er hvort heimild fengist til að innrétta atvinnuhúsnæði á jarðhæð austurálmu sem þrjú sjálfstæð gistirými með inngang frá bakgarði í húsi á lóð nr. 21 við Skipholt.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13.50

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson

Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir