Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 200

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 09:10, var haldinn 200. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson,
Bragi Bergsson og Margrét Þormar
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. febrúar 2010.

2. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi (01.837.0) Mál nr. SN090453
Sæmundur Pálsson, Hlyngerði 4, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 2. desember 2009. Tillagan var kynnt frá 17. desember til og með 14. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún María Ólafsdóttir, dags. 12. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 9. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

3. Breiðagerði 20, deiliskipulag (01.817.0) Mál nr. SN100051
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. febrúar 2010, varðandi deiliskipulag lóðarinnar nr. 20 við Breiðagerði. Í tillögunni er gert ráð fyrir að sameina lóð skólans og opið svæði sunnan við skólalóðina, staðsetja boltagerði í suðurhluta lóðar og staðsetja byggingarreit fyrir færanlegar stofur samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs

4. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN090009
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Lagt fram erindi Portus ehf., dags. 14. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins, dags. 14. desember 2009 mótt. 23. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dagsett 12. febrúar 2010, skýringaruppdráttur Batterísins, dags. 14. desember 2010 mótt. 23. febrúar 2010 og minnisblað Mannvits, dags. 23. október 2009. Einnig er lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð tekur undir og ítrekar þau atriði sem fram koma í bókun umhverfis- og samgönguráðs. Skipulagsráð vill að auki beina þeim tilmælum til umsækjanda að í deiliskipulaginu verði gert ráð fyrir að unnin verði samgöngustefna hússins þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að viðburðir hefjist ekki allir á sama tíma og að tímasetning viðburða skarist ekki á við meginþunga umferðar í miðborginni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs; Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfullrúa Frjálslyndra og óháðra; Magnúsi Skúlasyni: Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði geta ekki fallist á þær forsendur sem gefnar hafa verið varðandi bílaumferð í tengslum við viðburði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir fjórum akreinum í og úr bílastæðakjallara hússins sem verða mikið lýti í borgarlandinu, jafnvel þótt gróðri og grænum reitum verði komið fyrir í samræmi við bókun umhverfis- og samgönguráðs.
Ljóst er að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun laða mikið af fólki í miðbæinn og brýnt að skipulag svæðisins hvetji ekki til aukinnar notkunar einkabílsins. Breidd gatna skiptir þá gríðarlegu máli, enda hefur reynslan sýnt að bílanotkun eykst eftir því sem göturnar verða stærri. Fulltrúarnir hefðu viljað sjá færri akreinar ofan í kjallarann, sér í lagi þar sem gert er ráð fyrir fleiri inngöngum í bílakjallarann þegar fram í sækir.
Fulltrúarnir telja jafnframt mikilvægt að mótuð verði samgöngustefna í tengslum við rekstur hússins, þar sem tekið verði á tímasetningum viðburða, hjólreiðum, gönguleiðum og almenningssamgöngum til að stuðla að fjölbreyttum samgönguháttum gesta hússins.

6. Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN100012
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010. Einng lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.

7. Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi (01.193.2) Mál nr. SN090336
Domus Medica,húsfélag, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica, dags. 23. september 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar, dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar, dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Frestað

9. Grensásvegur 15, breyting á deiliskipulagi (02.465) Mál nr. SN100021
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2010, að breytingu á deiliskipulagi Skeifan-Fenin vegna lóðarinnar nr. 15 við Grensásveg. Í breytingunni felst að lóðarmörk eru færð þannig að loftmælingastöð verði innan lóðarmarka samkvæmt uppdrætti, dags 14. janúar 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

10. Aðalskipulag Reykjavíkur, heildarskipulag útivistarsvæða Mál nr. SN100058
Kynnt drög að stefnu fyrir heildarskipulag útivistarsvæða í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig lögð fram skýrsla Air-OPERA, dags. 11. janúar 2010.
Kynnt

11. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, sameining lóða(01.117.0205)Mál nr. SN100033
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn THG arkitekta f.h. lóðarhafa, dags. 25. janúar 2010, um sameiningu lóðanna Þingholtsstrætis 2-4 og Skólastrætis 1 í þeim tilgangi að nýta byggingarrétt samkvæmt núgildandi deiliskipulagi á báðum lóðunum undir íbúðahótel. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010, minnisblað THG arkitekta dags. 19. febrúar 2010 ásamt tölvupósti THG dags. 23. febrúar 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að lóðarhafi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs óskuðu bókað: Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs gera ekki athugasemdir við erindið að svo stöddu en gera alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afstöðu að kynningarferli loknu.

(B) Byggingarmál

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041129
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 576 frá 23. febrúar 2010.

13. Lækjargata 8, breyting inni, veitingastaður (01.140.510) Mál nr. BN040957
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á neðri hæð (mhl 01) og í bakhúsi (mhl 02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 27. janúar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bréf hönnuðar, dags. 3. febrúar 2010.Einnig fylgir skýrsla um hljóðvist, dags. 16. febrúar 2010.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

14. Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel (01.193.101) Mál nr. BN040980
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda, dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Arkþing, dags. 11. febrúar 2010, ásamt uppdráttum, dags. 12. febrúar 2010.
Frestað.

15. Laugavegur 12, ( fsp) veitingastaður í flokki II (01.171.4) Mál nr. SN100050
Guðfinnur Sölvi Karlsson, Asparholt 3, 225 Álftanes
Lögð fram fyrirspurn Guðfinns Sölva Karlssonar, dags. 11. febrúar 2010, þar sem spurt er hvort reka megi veitingastað í flokki II á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 22. febrúar 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt

16. Tjarnargata 46, (fsp) fjölga íbúðum (01.143.006) Mál nr. BN041031
Guðmundur G Þórarinsson, Rauðagerði 59, 108 Reykjavík
Ingibergur E Þorkelsson, Bretland, Á fundi skipulagsstjóra 12. febrúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. febrúar 2010 þar sem spurt er hvort fjölga megi íbúðum í fimm í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Tjarnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 19. febrúar 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

17. Tryggvagata 11, (fsp) breyting á notkun (01.117.4) Mál nr. SN100059
Ingunn Ólafía Blöndal, Vesturholt 3, 220 Hafnarfjörður
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Ó. Blöndal og Arnar Stefánssonar, dags. 17. febrúar 2010, um að breyta jarðhæð hússins nr 11 við Tryggvagötu í veitingastað og annarri til sjöttu hæð í hótel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 22. febrúar 2010
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Landnotkun samræmist gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur.

18. Þjóðhildarstígur, (04.11) Mál nr. SN080548
(fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 22. ágúst 2008, var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf, dags. 21. ágúst 2008, þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir, dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 13. október 2008, og umsögn skipulagsstjóra ,dags. 20. október 2008.
Frestað.

(D) Ýmis mál

19. Vitastígur 18, málsskot (01.190.2) Mál nr. SN100054
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Kathleen Cheong, dags. 14. febrúar 2010, ásamt uppdrætti Yrkis, dags. br. 7. febrúar 2010, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. ágúst 2009 á beiðni um að byggja við og stækka einbýlishús úr timbri á lóð nr. 18 við Vitastíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagssjóra, dags. 22. febrúar 2010.
Frestað.

20. Haukdælabraut 94, málskot (05.114.1) Mál nr. SN100067
EON arkitektar ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Hlédísar Sveinsdóttur og Gunnars B. Stefánssonar f.h. lóðareigenda að Haukdælabraut 94, dags. 19. febrúar 2010, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra 15. janúar 2010 á fyrirspurn um breytingu á byggingarreit á lóðinni nr. 94 við Haukdælabraut.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 15. janúar sl. staðfest.

23. Grandagarður 2, (01.115.301) Mál nr. BN041083
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 12. þ.m., þar sem tilkynnt er um friðun menntamálaráðherra frá 3. þ.m. á ytra borði aðalhúss Alliance byggt 1924 - 25 á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Málinu fylgir afrit friðunarskjals, dags. 3. febrúar 2010, og bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 8. þ.m.

25. Hagamelur 1, deiliskipulag (01.542.1) Mál nr. SN100065
Lögð fram samþykkt menntaráðs Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2010, þar sem óskað er eftir því að skólalóð Melaskóla verði deiliskipulögð. Einnig lögð fram bókun menntaráðs, dags. 12. febrúar 2010, varðandi erindi foreldrafélags Melaskóla.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

26. Fróðengi 1-11, Spöngin 43, Kæra (02.376) Mál nr. SN100066
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. febrúar 2010, ásamt kæru, dags. 28. janúar 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi Fróðengi 1-11 í Reykjavík.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:15.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Sigurður Kaiser Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 576. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038981
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um spennistöð við austurhlið tónlistar- og ráðstefnuhússins sbr. erindi BN037260 og breytingu BN037608 á neðanjarðar bílahúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf hönnuðar dags. 22. sept. 2008, minnisblað varðandi útblástur frá varaaflstöð dags. 5. des. 2007 og tölvupóstur Umhverfissviðs Reykjavíkur frá 7. des. 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Spennistöð (matshluti 03) neðri kjallari 134,6 ferm., kjallari 294,4 ferm., samtals 429 ferm., 1715,2 rúmm.
Gjald kr. 7300 + 132.070
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbrún 33 (01.354.103) 104271 Mál nr. BN041049
Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir, Austurbrún 33, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN039019 dags. 4. nóv. 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymsluskúr úr timbri og með steyptar undirstöður á lóð nr. 33 við Austurbrún.
Stærð: 9,8 ferm. 24,1rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.856
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

3. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN040897
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN038695 samþ. 19. ágúst 2008 þar sem veitt var leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta viðbyggingu auk kjallara, allt einangrað að utan og klætt gráum náttúrustein og múrkerfi, með samtals þremur íbúðum og atvinnuhúsnæði á neðstu hæð (kjallara), sem tengist 1. hæð húsnæðisins sem fyrir er á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir tölvupóstur dags. 20. janúar og annar dags. 17. janúar 2010 þar sem samþykki eigenda 0401 og 0204 eru dregin til baka.
Erindi fylgir kaupsamningur dags. 21. janúar 2010, þinglýstur kaupsamningur dags. 15. júlí 2003, þinglýstur kaupsamningur dags. 16. apríl 2003, þinglýstur kaupsamningur dags. 3. september 2002 og samningsdrög dags. 15. september 2006.
Einnig fylgja þinglýstir kaupsamningar dags. 9. júlí 2009, 25. júlí 2003 og 5. september 2002.
Stækkun: Viðbygging 336,6 ferm., 920,7 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 70.894
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bjarmaland 1-7 (01.854.002) 108773 Mál nr. BN041064
Anna Björg Petersen, Bjarmaland 1, 108 Reykjavík
Magnús Pálmi Örnólfsson, Bjarmaland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð milli þvottahúss og bílgeymslu, sjá erindi BN038184 dags. 3. júní 2008, í einbýlishúsinu nr. 1 á lóð nr. 1-7 við Bjarmaland.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

5. Bleikargróf 5 (01.889.011) 108920 Mál nr. BN041066
Katrín Guðmundsdóttir, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Árni Freyr Sigurlaugsson, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri sem verður bárujárnsklædd á vestur og suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 5 við Bleikargróf.
Jákvæð fyrirspurn BN040169 dags. 21. júlí 2009
Samþykki íbúa í Bleikargróf 1 dags. 15. feb. 2010, og bréf frá eigendum dags. 8. feb. 2010.
Stækkun: 64,1 ferm., 157.1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.097
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040741
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja millipall og innrétta veitingastað í flokki 3 á 1. hæð og koma fyrir kælum og frystum á -2. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún, sbr. einnig erindi BN040931.
Hljóðskýrsla dags. 14. jan. 2010 fylgir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. jan. 2010, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. janúar 2010 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN040931
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um byggingarleyfi fyrir uppfærslu á bílastæðabókhaldi vegna millipalls, sjá erindi BN040741 og til að koma fyrir loftinntaki/útkasti á lóð, sjá sama erindi, í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 11.2. 2010 og bréf verkfræðings dags. 11.2. 2010 og annað dags. 19.2. 2010 ásamt ódagsettu skýringablaði.
Stækkun millipallur: 37,7 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041081
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofurými á suðurhelmingnum á 17. hæð í H1 turni á Höfðatorgi á lóð nr. 8 - 16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN041055
Bjarni Einarsson, Móvað 31, 110 Reykjavík
Einar Freyr Hilmarsson, Reykás 39, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi vegna meistaraskipta, sjá erindi BN035888 dags. 15. maí 2007, á parhúsi nr. 3 á lóðinni 1-3 við Búðavað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Drápuhlíð 7 (01.702.216) 107060 Mál nr. BN041043
Anna T. McDonald, Smáragata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera op í burðarvegg á milli herbergja á
2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 7 við Drápuhlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 9. feb. 2010 og umsögn burðarvirkishönnuða dags. 8. feb. 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Einarsnes 58 (01.672.105) 106809 Mál nr. BN041088
Guðjón Páll Einarsson, Einarsnes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 58 við Einarsnes.
Erindi fylgir fsp. dags. 9. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Eiríksgata Hnitbjörg (01.194.201) 102545 Mál nr. BN040857
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir samþykki á nýjum aðaluppdráttum af Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, á lóð nr. 3 við Hallgrímstorg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Eldshöfði 7 (04.035.204) 110501 Mál nr. BN041010
Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN029472 dags. 30. nóvember 2004 þar sem samþykkt var breyta innra fyrirkomulagi og stækka milliloft eignarhluta 0102 í húsinu nr. 7 við Eldshöfða.
Var einnig endurnýjað sem erindi BN034125 dags. 13. júní 2006.
Erindi fylgir samþykki eiganda 0101 dags. 16. febrúar 2010.
Stækkun millilofts 45,6 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Flugvöllur 106641 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN040926
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem framkvæmdar hafa verið ýmsar breytingar á fyrirkomulagi innanhúss- og brunavörnum í Hótel Loftleiðum, landnr. 106641 við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

15. Fossaleynir 6 (02.467.103) 177040 Mál nr. BN040959
Íslandspóstur hf, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millipalli, breyta gluggum og innra skipulagi sbr. samþykkt erindi BN016771 dags. 14. maí 1998 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Fossaleyni.
Bréf frá arkitekt dags. 26. jan. 2010 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 53,9 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Furugerði 1 (01.807.001) 107807 Mál nr. BN041084
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sem felast í að breyta baði í setustofu, færa stigleiðslu og fella út hurð á sorplúguherbergi á 9. hæð sbr. BN039317 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Furugerði.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Heiðarbær 5 (04.351.103) 111112 Mál nr. BN041069
Arnaldur Valgarðsson, Heiðarbær 5, 110 Reykjavík
Arndís Jónsdóttir, Heiðarbær 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr staðsteypu og koma fyrir nýjum gluggum og rennihurð á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 5 við Heiðarbæ.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Heiðargerði 76 (01.802.206) 107671 Mál nr. BN041068
Guðmundur Ó. Eggertsson, Heiðargerði 76, 108 Reykjavík
Sótt er um leyf til að lyfta hluta af þaki og koma fyrir einum kvisti á norðurhluta þaks og tveimum á suðurhluta þaks í húsi á lóð nr. 76 við Heiðargerði.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Helluvað 1-5 (04.733.301) 198741 Mál nr. BN041022
Helluvað 1-5,húsfélag, Helluvaði 1-5, 110 Reykjavík
Magnús Einarsson, Helluvað 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka með viðurkenndu glerbrautakerfi svölum íbúðar 0305 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-5 við Helluvað.
Erindi fylgir samþykki stjórnar húsfélags Helluvaðs 1-5 dags. 11. desember 2009.
Einnig tölvupóstur frá hönnuði um stærð svalalokunar dags. 19. febrúar 2010 og yfirlýsing frá stjórn húsfélagsins um samþykki meðeigenda dags, 18. febrúar 2010.
Svalalokun 21,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.632
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hólsvegur 10 (01.384.007) 104869 Mál nr. BN041077
Guðmundur Rúnar Kristjánsson, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd
Hjörtur Jónas Guðmundsson, Reyrengi 4, 112 Reykjavík
Kristján Gunnar Guðmundsson, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Ómar Raiss, Hólsvegur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi 1. hæðar og samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 10 við Hólsveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. september 2005.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kistumelur 11 (34.533.401) 206638 Mál nr. BN040924
Hafnarey ehf, Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga, sem felast aðallega í breyttri brunahönnun, sbr. erindi BN035485 og BN038349, á iðnaðar- og geymsluskemmu á lóð nr. 11 við Kistumel.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 12. jan. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN041067
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum um fimm (úr einum í sex) í fjölbýlishúsi á lóð nr. 90 við Kleppsveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN041016
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í einingum 362 og 363 og sameina einingu 363 aftur í eitt númer, var 363-1 og 363-2, á 3. hæð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings vegna brunatæknilegrar hönnunar dags. 10. feb. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN040851
Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum sem fela í sér að setja upp kæliklefa við bakinngang, endurnýja tæki og loftræstistokka í eldhúsi veitingastaðarins sem er í flokki II á lóð nr. 1 við Laugarásveg.
Bréf frá hönnuði dags. 13. nóv. 2009 og 10. feb. 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

25. Laugavegur 118/Grettisgata 89 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN041052
Félagamiðstöðin, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af mhl. 10 á 4. hæð sem fela í sér að fella út útlýsingu, lækka brunamótstöðu veggjar á lagnastokk úr EI 60 í EI 30 og bæta við lúgu og fjarlægja fellistiga af svölum atvinnuhússins á lóð nr. 118 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700 kr
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN041072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurgera verslunarhúsið á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010 og gátlisti fyrir aðgengi í almenningsbyggingum dags. 22. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna tilfæringar á gangstétt.

27. Laugavegur 40A (01.172.222) 101477 Mál nr. BN041059
Rosso ehf, Laugavegi 40A, 101 Reykjavík
Lali ehf, Blönduhlíð 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir gasgeymslu í undirgöngum íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 40A við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 6 (01.171.303) 101403 Mál nr. BN041082
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og byggja viðbyggingar úr timbri suðaustan og suðvestan megin við verslunarhúsið á lóð nr, 6 við Laugaveg.
Erindi fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur báðar dagsettar 15. febrúar 2010, ásamt gátlista um aðgengi í almenningsbyggingum dags. 16. febrúar 2010.
Viðbyggingar: 40,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna tilfæringar á gangstétt.

29. Lyngháls 7 (04.324.101) 111042 Mál nr. BN041053
Vigfús Halldórsson, Biskupsgata 3, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og stöðuleyfi fyrir þremur frystigámum við atvinnuhúsið á lóð nr. 7 við Lyngháls.
Erindi fylgir samþykki eiganda í tölvubréfi dags. 9 . febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Rauðarárstígur 27 (01.244.002) 103176 Mál nr. BN041080
HA veitingar ehf, Rauðarárstíg 27-29, 101 Reykjavík
Sparisjóðabanki Íslands hf, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi veitingastaðarins í suðurenda 1. hæðar íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 27-29 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Rauðavað 13-19 (04.773.202) 198531 Mál nr. BN041056
Rauðavað 17, húsfélag, Rauðavað 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum með viðurkenndu glerbrautakerfi á íbúðum merktum 0301 og 0303 í fjölbýlishúsinu nr. 17 á lóð nr. 13-19 við Rauðavað.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi nr. 17 dags. 1. september 2009.
Svalaskýli: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Seljabraut 54 (04.970.002) 113150 Mál nr. BN040828
Símon Sigurður Sigurpálsson, Þingás 3, 110 Reykjavík
Fjárfestingafél Farbraut ehf, Þingási 3, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun byggingarleyfis, sbr. erindi BN030402 samþ. 14. des. 2004, sem fjallar um breytingar innanhúss í verslunarhúsnæði á lóð nr. 54 við Seljabraut.
Gjald 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Sifjarbrunnur 26 (05.055.402) 206121 Mál nr. BN040954
Friðrik Kristinsson, Ljósavík 52, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minnkun á svölum og breytingu á gluggum sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN036832 dags. 22. janúar 2008, einbýlishússins á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

34. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN041048
Rafiðnaðarsamband Íslands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af 2. og 3. hæð í mhl. 35 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11B á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Bréf frá hönnuði dags. 19. feb. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

35. Skeifan 5 (01.460.102) 105657 Mál nr. BN041060
Björn Björnsson, Fjallalind 129, 201 Kópavogur
Skantækni ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar byggðu milligólfi í mhl. 01, rými 0110 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 5 við Skeifuna.
Stækkun 146,2 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Skipasund 18 (01.355.310) 104363 Mál nr. BN041014
Ólöf Ólafsdóttir, Skipasund 18, 104 Reykjavík
Birna Ólafsdóttir, Skipasund 18, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við, úr staðsteypu og trégrind klætt utan með bárujárni, á suðurhlið kjallara, 1. hæð og koma fyrir þaksvölum á þakhæð á húsið á lóð nr. 18 við Skipasund.
Neikvæð fyrirspurn BN040476 dags. 6. okt. 2009.
Stækkun: 31 ferm., 82,3rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.337
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN041075
Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli lagerrýma og stækka þannig aðstöðu DHL á 1. hæð, mhl. 01 í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Skútuvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN041074
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta burðarvirki svala sem felst í að koma styrkingum úr stáli fyrir utan á gólfi með festingum í vegg í hjúkrunarheimili sbr. byggingarleyfi BN037896 á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Meðfylgjandi er bréf burðarvirkishönnuðar dags. 15. feb. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN041017
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millipalli, koma fyrir dekkjaverkstæði, þjónustuverkstæði á 1. hæð og dekkjalager í kjallara og koma fyrir þrem nýjum innkeyrsludyrum á atvinnuhúsnæðinu nr. 8 á lóð 8 - 12 við Tangarhöfða.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. feb. 2010.
Stækkun: XX ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Tómasarhagi 26 (01.553.202) 106547 Mál nr. BN041065
Jónas Sigurðsson, Laugavegur 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð á jarðhæð tvíbýlishússins á lóð nr. 26 við Tómasarhaga.
Erindi fylgir fsp. dags. 19. janúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN041079
Mótás fasteignir ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur í mhl. 2 á 2. og 3. hæð og leiðrétta stærðir í samræmi við skráningartöflu og eldvarnatexti uppfærður í atvinnuhúsnæðinu nr. 14 á lóð nr. 12-14.
Stækkun: XX ferm., rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

42. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN041071
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár litlar íbúðareiningar til skammtímaleigu í atvinnuhúsnæði í kjallara og í bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 5 við Bröttugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN041061
Thanh The Duong, Útlönd, Spurt er hvort breyta megi hluta verslunarhúsnæðis Z-brauta í nýlenduvöruverslun í verslunarhúsi á lóð nr. 14 við Faxafen.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

44. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN041078
Piri Piri ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Spurt er hvort bæta megi fjórum bílastæðum, þar af einu fyrir fatlaða, við austurhluta húss á lóð nr. 9 við Geirsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111 (01.53-.-93) 106111 Mál nr. BN041058
Axel Viðar Hilmarsson, Beykihlíð 6, 105 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í rishæð íbúðarhússins Lambhól við Þormóðsstaðaveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, enda sé fyrirspurnin vegna yngra húss.

46. Laugavegur 46 (01.173.102) 101519 Mál nr. BN041073
Sola Capital ehf, Ásgötu 17, 675 Raufarhöfn
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við og innrétta eins og meðfylgjandi teikning sýnir af íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:55.
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir