Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 23. ágúst er kl. 9.05, var haldinn 200. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 377 frá 16. ágúst 2017.
2. Strætó bs., tillaga um fjölgun ferða á leið 29 Mál nr. US170228
Lögð fram tillaga Strætó bs., dags. 2. mars 2017, þar sem lagt er til að fjölga ferðum Strætó á leið 29.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
3. Strætó bs., stytting leiðar 6 og ný leið "6a" Mál nr. US170229
Lögð fram tillaga Strætó bs., dags. 14. ágúst 2017, um að stytta leið 6 og setja nýja leið "6a".
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokks Halldórs Halldórssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur sitja hjá við afgreiðsluna og fulltrúi framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir greiðir atkvæði á móti tillögunni og bókar. „Þar sem ráðið vildi hvorki að tillagan yrði kynnt í hverfisráði Grafarvogs eða að afgreiðslunni yrði frestað um viku áður en tillagan yrði tekin til atkvæðagreiðslu greiðir fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina atkvæði gegn tillögunni.
Vísað til borgarráðs.
4. Skógarhlíð, stöðubann Mál nr. US170227
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. ágúst 2017 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann, beggja vegna götu gegn slökkvistöðinni.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
5. Göngugötur, kynning á niðurstöðum skýrslu Mál nr. US170230
Kynntar niðurstöður skýrslu Maskínu, dags. í Júlí 2017, um viðhorf Reykvíkinga til göngugatna miðborgarinnar.
Kynnt.
Edda Ívarsdóttir og Ólarfur Ingibergsson verkefnisstjórar kynna.
(A) Skipulagsmál
6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 18. ágúst 2017.
7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g, breyting á aðalskipulagi, heimildir um íbúðarhúsnæði Mál nr. SN170610
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í ágúst 2017, að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, varðandi heimildir um íbúðarhúsnæði.
Samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Gamla höfnin, Miðbakki, lýsing (01.118) Mál nr. SN170556
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram lýsing Yrki arkitektar ehf., dags. júní 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Miðbakka við Reykjavíkurhöf. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru að staðsetja fjölnota þjónustuhús, gera nýja aðkomu að Miðbakka, tryggja öruggar hjólaleiðir og góð almenningsrými.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri, Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og fulltrúi Yrkir Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt taka sæti á fundinum undir þessum lið
Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
9. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6 (01.0) Mál nr. SN170555
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram til kynningar umsókn Yrki arkitekta, mótt. 5. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6 skv. uppdráttum Yrki, dags. 14. júní 2017. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsum (einingar) fyrir Faxaflóahafnir á Ægisgarði og við Hafnargötu ásamt uppbyggingu stærra þjónustuhúss við Ægisgarð.
Kynnt
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri, Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og fulltrúi Yrkir Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitekt taka sæti á fundinum undir þessum lið
Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
10. Sogavegur 69, breyting á deiliskipulagi (01.810.9) Mál nr. SN170337
Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík
PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn PKdM arkitekta ehf., mótt. 7. apríl 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar 71 til 87 vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 1,5 metra í norðurátt, samkvæmt uppdr. PKM arkitekta, dags. 30. júní 2017. Einnig er lögð fram greinargerð PKdm arkitekta ehf., dags. 7. apríl 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN160959
Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 16. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarheimilisrýmum, breytingu á bílastæðafjölda og bílakjöllurum o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 24. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 9. maí til og með 20. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur, dags. 26. maí 2017, Ágústína Jónsdóttir, dags. 19. júní 2017, Hrefna Hrólfsdóttir og Hjörtur Örn Hjartarson, dags. 19. júní 2017, Björn Már Friðriksson, dags. 19. júní 2017, Össur Kristinsson, dags. 19. júní 2017, Þorsteinn Þorsteinsson, dags. 19. júní 2017, Finnbogi Kjartansson, dags. 19. júní 2017, Pétur Birgisson, María M. Aðalbjarnardóttir, Birgir Björn Pétursson og Bjarki Pétursson, dags. 19. júni 2017, Hákon E. Guðmundsson og Guðrún A. Erlingsdóttir, dags. 20. júní 2017, Salína Helgadóttir, dags. 20. júní 2017, Óskar Sæmundsson, dags. 20. júní 2017, Einar Long, dags. 20. júní 2017, Arnheiður E. Sigurðardóttir, dags. 20. júní 2017, Magnús Þór Kristjánsson, dags. 20. júní 2017 og Kjartan Freyr Kjartansson, dags. 21. júní 2017. Einnig er lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts dags. 23. ágúst 2017.
Frestað
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri, Halldór Guðmundsson arkitekt og Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN170606
S.K.Ó. ehf., Lindarbraut 9, 170 Seltjarnarnes
Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabær
Lögð fram umsókn S.K.Ó. ehf dags. 16. ágúst 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Fiskislóð. Í breytingunni felst hækkun á byggingarmagni lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti K.J. hönnun ehf., dags. 30. júní 2017. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 16. ágúst 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lindargata 10, breyting á deiliskipulagi (01.151.5) Mál nr. SN170076
Bergur Þorsteinsson Briem, Noregur,
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Bergs Þorsteinssonar Briem, mótt. 30. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóðarinnar nr. 10 við Lindargötu samkvæmt uppdr. Bergs Þorsteinssonar Briem, dags. 29. nóvember 2016, síðast breytt 29. mars 2017. Í breytingunni felst að Lindargata 10 verði gert upp og fært sem næst í upprunalegt horf, ný viðbygging verði byggð milli Lindargötu 10 og Lindargötu 12 og að nýtt lítið hús verði byggt upp að brunagafli Smiðjustígs 12. Einnig er lögð fram greinargerð Bergs Þorsteinssonar Briem, dags. 30. janúar 2017 og bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 1. júlí 2015 og 12. júlí 2016. Tillagan var auglýst frá 9. maí 2017 til 20. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: K 16 R ehf., Silfurberg ehf., Blacksheep.com ehf. og R.R. Hotels ehf., dags. 19. júní 2017. Einig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2017.
- Kl. 11.40 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi og Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2017.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, kynnt staða vinnu (07.1) Mál nr. SN170594
Kynnt staða vinnu við hverfisskipulag Árbæjar, Ártúnsholt.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 937 frá 25. ágúst 2017.
(D) Ýmis mál
16. Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi (01.138) Mál nr. SN160451
Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 10. ágúst 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda, þegar stofnuninni hafa borist lagfærð gögn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2017 samþykkt.
Vísað til borgráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júní 2017.
18. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir ferðakostnað Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið apríl til júní 2017.
19. Betri Reykjavík, hjóla- og göngustígaás milli "KR" og miðbæjar (Kvosin) (USK2017080011) Mál nr. US170231
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "hjóla- og göngustígaás milli "KR" og miðbæjar (Kvosin)" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
20. Betri Reykjavík, gönguleið frá vesturbæ í miðbæinn yfir hávetur (USK2017080012) Mál nr. US170232
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "gönguleið frá vesturbæ í miðbæinn yfir hávetur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
21. Betri Reykjavík, blak- og tennisvöllur í Bökkunum – endurnýjun (USK2017080013) Mál nr. US170233
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "blak- og tennisvöllur í Bökkunum - endurnýjun" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
22. Betri Reykjavík, æfingatæki við Ægisíðu (USK2017080014) Mál nr. US170234
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "æfingatæki við Ægisíðu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
23. Betri Reykjavík, gönguljós við Landakotsskóla færð sunnar og öryggi bætt (USK2017080015) Mál nr. US170235
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "gönguljós við Landakotsskóla færð sunnar og öryggi bætt" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra
24. Betri Reykjavík, rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal (USK2017080016) Mál nr. US170236
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 15. ágúst 2017. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða
25. Tillaga varðandi gróðursetningu nýrra trjá í stað þeirra sem eru felld, Mál nr. US170226
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fyrir hvert það tré sem fellt verður vegna skipulagsáætlana í borginni verði annað tré gróðursett innan borgarmarkanna. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir úttekt frá umhverfis- og skipulagssviði á mögulegum útfærslum þess.
Einnig er lögð fram greinargerð.
Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu umhverfisgæða.
26. Skipholt 11-13, kæra 106/2016, umsögn, úrskurður (01.242.3) Mál nr. SN160609
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. ágúst 2016 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skipholts 11-13. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags.10. ágúst 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. ágúst 2017. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016, sem staðfest var í borgarráði 21. júlí s.á, um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Skipholts 11-13.
27. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN170031
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. ágúst 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 17. ágúst 2017 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna hjólastígs í Elliðaárdal.
28. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi norðan Stekkjarbakka (04.2) Mál nr. SN170030
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. ágúst 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 17. ágúst 2017 á tillögu að breytingu á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna hjólastígs.
29. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mynd á gafli sjávarútvegshússins Mál nr. US170239
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldórs Halldórssonar og Herdísar Þorvaldsdóttur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir óska eftir upplýsingum umhverfis- og skipulagssviðs um hver aðkoma stjórnsýslu Reykjavíkurborgar var að þeirri ákvörðun að fjarlægja mynd af sjómanninum á gafli Sjávarútvegshússins, Skúlagötu 4.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.30
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:08 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 937. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson fram yfir 15. lið og þá tók Erna Hrönn Geirsdóttir við.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN053029
Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta út útidyrahurð í móttöku og koma fyrir rafdrifinni snúningshurð með flóttahurð til hliðar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Akrasel 8 (04.943.101) 113013 Mál nr. BN053147
Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast m.a. í að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður og óútgrafið sökkulrými tekið í notkun í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.
Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 30.06.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
3. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN053378
Ríkarður Rúnar Ríkarðsson, Dynskógar 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN045722 aðskilið byggingarleyfi fyrir hesthús, einingu 0104 sbr. erindi BN036827, á lóð nr. 7 við Almannadal.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN053206
Hjálmar Guðmundsson, Klettagata 6, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í íbúð 0801 í húsi á lóð nr. 8 við Æsufell.
Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 14.06.2017 fylgir erindi ásamt samþykki stjórnar húsfélags dags. 11.07.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
5. Austurberg 12-14 (04.677.001) 112246 Mál nr. BN053384
Jóhannes Kristján Hauksson, Austurberg 14, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalaskjól með 90% opnun á íbúð 0203 í mhl. 02 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Austurberg.
Samþykki meðeiganda dags. 15.ágúst. 2017 fylgir erindinu.
Stærð rúmm. vegna lokun svala er: 27 rúmm
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN053422
Arnar ehf., Smiðjuvegi 40d, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að skipta kjallara upp í tvær eignir og breyta að hluta til sameignarrýmum í séreignarrými í húsi á lóð nr. 14 við Álfabakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN053132
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1., 2. og 3. hæðar, m.a. færa inngangshurð framar og gera vindfang og koma fyrir opnanlegum gluggafögum á suðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss og lagfæra skráningu á lóð nr. 3 við Ármúla.
Stækkun: 46,1 ferm., 38,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Ásvallagata 28 (01.162.017) 101243 Mál nr. BN053210
101 Atvinnuhúsnæði ehf., Pósthólf 8126, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ofaná þaksvalir, lyfta þaki og hliðra til mæni, og byggja svalir á suðurhlið, færa fram útvegg eldri viðbyggingar á vesturhlið og innrétta fimm íbúðir ásamt ýmsum öðrum breytingum á innra skipulagi og útliti á einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2017.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2017.
9. Barónsstígur 25 (01.174.326) 101661 Mál nr. BN052890
Matador ehf., Þingholtsstræti 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu gististaðar í flokk II, teg. íbúð, fyrir 10 gesti, sjá erindi BN050401 í húsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Bárugata 37 Bræðra 13 (01.135.401) 100479 Mál nr. BN053114
Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, Bræðraborgarstígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta burðarveggjar í íbúð á 1. hæð og styrkja plötu 2. hæðar með stálbita húsi nr. 13 við Bræðraborgarstíg á lóð nr. 37 við Bárugötu.
Bréf hönnuðar dags. 14.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Blikastaðavegur 2-8 204782 Mál nr. BN053201
Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052943 sem felst í breytingu á starfsmannaaðstöðu og móttöku í bili I og J (mátlínur 11-15) ásamt fjölgun á vöruhurðum í húsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN052548
Kristín Auður Sophusdóttir, Ánaland 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta áður gert útgrafið rými í kjallara og innrétta tómstundaherbergi, geymslu og baðherbergi ásamt því að grafa frá húshlið að norðanverðu á húsi á lóð nr. 21 við Brúnaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
Einnig samþykki meðeigenda dags. 26. júlí 2017.
Stækkun: A-rými 45,1 ferm., 114,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Dalbraut 1 (01.350.006) 104124 Mál nr. BN053156
D.P veitingar ehf., Álfheimum 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokk 2, tegund ? í rými á 1. hæð sem áður var bakarí/kaffihús og koma fyrir loftstokki upp með norðurhlið á húsi lóð nr. 1 við Dalbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053164
Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka viðbyggingu, sjá erindi BN050004 og BN053164, við hús á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Döllugata 7 (05.113.604) 214840 Mál nr. BN053248
Hálfdán Kristjánsson, Sádi-Arabía, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð í kjallara, einangrað að utan og klætt láréttum álplötum á lóð nr. 7 við Döllugötu.
Stærð, A-rými: 312,3 ferm., 1.041.,4 rúmm.
B-rými: 5,7 ferm., 19,9 rúmm.
Samtals: 318 ferm., 1.061,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Friggjarbrunnur 51 (02.693.101) 205822 Mál nr. BN053414
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049156 vegna lokaúttektar, um er að ræða breytingar á brunahönnun og merkingum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 51 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN053404
Special Tours ehf., Pósthólf 92, 222 Hafnarfjörður
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052119 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 5b-5c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Gerðarbrunnur 12-14 (05.056.402) 206053 Mál nr. BN052797
RK bygg ehf., Furuási 14, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037559, um er að ræða breytingu á byggingarlýsingu þannig hús verður staðsteypt í stað forsteyptra eininga, stigi milli 1. hæðar og kjallara er fjarlægður og byggt verður úr einingum í stað þess að staðsteypta parhús á lóð nr. 12-14 við Gerðarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Grundarland 1 (01.855.301) 108786 Mál nr. BN053424
Erlendur Davíðsson, Grundarland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu aftan við bílskúr og milli bílskúrs og húss og til að koma fyrir uppbyggðum þakglugga á einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Grundarland.
Stækkun: 41,7 ferm., 129,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
20. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN053257
GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kvikmyndaver í gömlu Áburðarverksmiðjunni, mhl. 47 á lóðinni Gufunes Áburðarverksm.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 18. júlí 2017.
Stækkun, milligólf: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Háagerði 73 (01.815.717) 108065 Mál nr. BN053177
Jórunn Viggósdóttir, Háagerði 73, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja bílskúrshurð og færa til upprunalegs horfs með því að koma fyrir glugga í stað hurðar og færa til eignamörk í kjallara raðhúss á lóð nr. 73 við Háagerði.
Erindi fylgir samþykki þinglýstra eigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN053073
Stína Tuyet Thanh Nguyen, Veghús 7, 112 Reykjavík
Sveinn Henrik H Christensen, Vaðlasel 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C skyndibitastaður í rými 0107 á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 58 -60 við Háleitisbraut.
Samþykki eiganda rýmis dags. 10. júní 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
23. Ingólfsstræti 8 (01.170.308) 101345 Mál nr. BN053427
Þórdís Guðjónsdóttir, Snekkjuvogur 15, 104 Reykjavík
Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051977 sem felst í því að snyrting fatlaðra er færð upp á efri hæð og bar, ásamt vínlager, er færður niður á neðri hæð og snyrtingum á neðri hæð breytt í húsi á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Korngarðar 3 (01.323.201) 223775 Mál nr. BN053122
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða.
Stærðir:
A-rými 15.055,3 ferm., 255.569,8 rúmm.
B-rými 318,1 ferm. 1.524,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN053419
Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi byggingar með fastanúmer 204-3298 vegna fyrir hugaðar framkvæmdar fyrir nýbyggingu bílaumboðs , mhl. eru frystiklefar mhl. 01 og 02, vörugeymsla mhl. 03 og vinnslusalur mhl. 04 á lóð nr. 13 við Krókháls.
Niðurrif eru: mhl. 01. 250 ferm., 1200 rúmm., mhl. 02. 100 ferm., 480 rúmm., mhl 03. 65 ferm., 176 rúmm. og mhl. 4. 126 ferm., 353 rúmm. Samtals: 591 ferm., 2.209 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er í skipulagsferli.
26. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN053418
Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða hús þar sem sökkull og fyrsta hæð verða staðsteypt og önnur hæð verður úr stálgrind, plata yfir neðri hæð verður úr forspenntum holplötum og þak yfir efri hæð er trapisustál sem er einangrað á húsi á lóð nr. 13 við Krókháls.
Erindi BN053419 um niðurrif mhl. liggur fyrir .
Stærð húss: 3.785,6 ferm., 20.704,6 rúmm.
Gjald kr.11.000
Frestað.
Erindi er í skipulagsferli.
27. Langholtsvegur 155 (01.442.115) 105502 Mál nr. BN053247
Rakel Þráinsdóttir, Langholtsvegur 155, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna úr stofu kjallaraíbúðar út í garð og byggja pall og girðingu sunnan og vestan tvíbýlishúss á lóð nr. 155 við Langholtsveg.
Erindi fylgja samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðliggjandi lóða árituð á uppdrátt sem og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Laufásvegur 46 (01.185.107) 102145 Mál nr. BN053102
Þórey Bjarnadóttir, Laufásvegur 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum á 1. hæð og í mhl. 02 í húsinu á lóð nr. 46 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Laugavegur 114 (01.240.101) 102979 Mál nr. BN052731
Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hringstiga innanhúss á milli 4. og 5. hæðar sem á að vera flóttaleið af 5. hæð og loka þaksvölum þannig að það myndast þakrými á 5. hæð í húsinu á lóð nr. 114 við Laugaveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. maí 2017
Stækkun rúmmetra: 375,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Laugavegur 71 (01.174.024) 101571 Mál nr. BN053235
Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. - 4. hæð, byggja svalir á norðurhlið 2. hæðar og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð með 8 gistieiningum fyrir 22 gesti í húsi á lóð nr. 71 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN053118
Uppsalamenn ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Calvi ehf, Súluhöfða 10, 270 Mosfellsbær
Josephine Margaret Noble, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum fyrir gististað í flokki II tegund ? fyrir íbúðir 0201, 0202, 0301, 0302 og 0402 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Lindargata 1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN053412
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta hluta kjallara, 1., 2. og 3. hæðar í Arnarhvoli á lóð nr. 1-3 við Lindargötu.
Erindi fylgir umsögn burðarþolshönnuðar dags. 14. ágúst 2017, greinargerð um hljóðvist 3. áfanga dags. 16. júní 2017 og brunahönnun uppfærð í ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN053181
X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra skipulagi í móttöku, sjá erindi BN050763 í gististað í flokki II á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Lokastígur 11 (01.181.212) 101766 Mál nr. BN048936
Stella Kristjánsdóttir, Suðurgata 47, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 11 við Lokastíg. Nú er einnig verið að sækja um að áður gerðar svalir og heimagistingu
Gjald kr. 9.823 + 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN053059
Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu sem skagar út yfir neðanjarðar geymslurými í kjallara sunnan megin á lóð, fimm hæða tengibyggingu við núverandi byggingu ásamt því að stækka inndregna fimmtu hæð, útbúa nýjan inngang á norðurhlið jarðhæðar og byggja tveggja metra breitt skyggni á verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. júní 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.
Stækkun: A rými 2.167,1 ferm. 9.005,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN053420
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta pökkunarrými og starfsmannaaðstöðu í flokkunarrými, 0102 sem er áfast frystigeymslu á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 15. ágúst 2017.
Stækkun milligólfs: 16,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN053425
Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum og jafnframt að skilgreina gististað í flokki II í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
38. Sigtún 40 (01.366.101) 104707 Mál nr. BN053157
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Helgaland ehf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 6 fjölbýlishús, mhl. 02-07, með verslun og þjónustu á 1. hæð við Sigtún, ásamt bílakjallara, mhl.01, á lóð nr. 40 við Sigtún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.
Stærðir:
Bílakjallari: Mhl.01 A-rými 0 ferm., 0 rúmm. B-rými 7.017,3 ferm., 28.030,0 rúmm.
Hús nr. 30: Mhl.02 A-rými 2.827,3 ferm., 9.501,1 rúmm. B-rými 146,0 ferm., 426,1 rúmm.
Hús nr. 32: Mhl.03 A-rými 4.646,5 ferm., 15.573,2 rúmm. B-rými 226,7 ferm., 379,2 rúmm.
Hús nr. 34: Mhl.04 A-rými 1.105,0 ferm., 3.767,8 rúmm. B-rými 13,8 ferm., x rúmm.
Hús nr. 36: Mhl.05 A-rými 1.117,1 ferm., 3.855,9 rúmm. B-rými 25,6 ferm., 37,1 rúmm.
Hús nr. 38: Mhl.06 A-rými 2.229,8 ferm., 7.683,3 rúmm. B-rými 311,5 ferm., 1.084,4 rúmm.
Hús nr. 40: Mhl.07 A-rými 4.928,2 ferm., 16.544,6 rúmm. B-rými 419,6 ferm., 1.307,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.
39. Skólavörðustígur 16 (01.181.004) 101728 Mál nr. BN053396
Sipal ehf., Móvaði 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052627 þar sem koma fram ýmsar innri breytingar vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.
Gjald kr.11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN053416
Skólavörðustígur 2 ehf., Frostaskjóli 43, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum á 3. og 4. hæð í gististað í flokki 2 - tegund g (íbúðir) í húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Skúlagata 19 (01.154.201) 179253 Mál nr. BN053411
Janus endurhæfing ehf., Skúlagötu 19, 101 Reykjavík
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr austast á lóð nr. 19 við Skúlagötu.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 15. ágúst 2017, samþykki Hringiðunnar dags. 10. maí 2017 og bréf frá Janus endurhæfing ehf. ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skúlagata 9 (01.152.003) 101018 Mál nr. BN053233
Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropi úr verslun á vestur útvegg bensínstöðvar er á lóð nr. 9 við Skúlagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
43. Skútuvogur 6 (01.420.401) 105168 Mál nr. BN053415
Nýborg ehf., Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051510, m.a. minni háttar breytingar í rými 0101 og millipalli 0108 og svalir á 2. hæð eru stækkaðar í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Skútuvog.
Stækkun: 26,6 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN052357
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Jóhanna Norðdahl, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með geymslu í kjallara við einbýlishús á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. febrúar 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2017.
Stærð: 60 ferm., 189,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN053188
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við vöruhús 2 sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun: 484 ferm., 2.055 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
46. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN053413
Fasteignafélagið Sæmundur hf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara þannig að bílastæðum verður fækkað úr 54 í 14 sem verða eingöngu fyrir rafmagnsbíla og komið fyrir tilheyrandi hleðslubúnaði, einnig að innrétta aðstöðu fyrir starfsfólk og stækka geymslurými í kjallara húss á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN053426
Starri Hauksson, Túngata 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, færa til flóttadyr út á svalir, gera útigasgeymslu og útblástursrör frá háfi í húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Tunguháls 19 (04.327.002) 111052 Mál nr. BN053405
Húsfélagið Tunguhálsi 19, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050503 v/lokaúttektar þar sem fram kemur lítilsháttar breyting á innra skipulagi fyrstu hæðar og breytinga á texta um brunavarnir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguháls.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Vesturgata 5B (01.136.105) 100531 Mál nr. BN053398
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa við endurbyggingu Gröndalshúss, sjá erindi BN047808 á lóð nr. 5b við Vesturgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Víðimelur 32 (01.540.027) 106244 Mál nr. BN053389
Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 32 við Víðimel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Ægisgarður 2 (01.117.303) 219913 Mál nr. BN053231
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Harpor ehf., Ægisgarði 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldunaraðstöðu í eldhúsi veitingastaðar og koma fyrir gasgeymslu við austurhlið húss á lóð nr. 2 við Ægisgarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
Fyrirspurnir
52. Suðurhólar 35 (04.645.903) 111967 Mál nr. BN052184
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að merkja bílastæði við hús a, b og c á lóð nr. 35 við Suðurhóla.
Afgreitt.Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
Fundi slitið kl. 12.45
Erna Hrönn Geirsdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack
Óskar Torfi Þorvaldsson Olga Hrund Sverrisdóttir