No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 29. maí kl. 09.10, var haldinn 19. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Reynir Sigurbjörnsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða Mál nr. US130154
Páll Þór Kristjánsson, Fjarðarsel 18, 109 Reykjavík
Sindri Sveinsson, Fjarðarsel 16, 109 Reykjavík
Lagt fram erindi Sindra Sveinssonar og Páls Þórs Kristjánssonar f.h. húsfélagsins Fjarðarseli 2-18 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að banna bifreiðastöður við Flúðasel.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
2. Grafarholt, umferðatengingar Mál nr. US130135
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram meðfylgjandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um umferðartengingar við Grafarholt er hér með f.h. borgarráðs vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
#GLBorgarráð samþykkir að í samstarfi við Vegagerð ríkisins og Strætó bs. verði kannaðir tiltækir kostir við að bæta umferðartengingar við Grafarholt, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Athugaðir verði kostir þess að leggja afrein af Suðurlandsvegi (norðurstefnu) inn á Krókháls til austurs í átt að Grafarholti og/eða afrein af Vesturlandsvegi (austurstefnu) inn í hverfið að vestanverðu#GL. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. maí 2013.
(A) Skipulagsmál
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. maí 2013.
4. Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi (01.438.0) Mál nr. SN130247
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Olíuverzlunar Íslands hf. dags. 17. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 49 við Álfheima. Í breytingunni felst að koma fyrir aðstöðu fyrir metanafgreiðslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask. Arkitekta ehf. dags. 16. maí 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
5. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216
Lögð fram umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 23. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
6. Grandavegur 44, breyting á deiliskipulag (01.520.4) Mál nr. SN130055
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg. Í breytingunni felst niðurfelling á hjúkrunarheimili og fjölgun íbúða á svæðinu samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Gláma/Kím ehf. dags. í mars 2013. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir ásamt skuggavarpi og skilmálum dags. í mars 2013 ásamt útlitsmyndum. Jafnframt er lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við lóðarhafa dags. í mars 2013. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 21. maí. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásmundsdóttir dags. 27. mars 2013, Dögg Guðmundsdóttir dags. 29. mars 2013, Óli Ragnar Gunnarsson og Ragnheiður Júlíusdóttir dags. 6. maí 2013, Svanlaug Ásgeirsdóttir og Xavier Rodriguez dags. 13. maí 2013, Sveinn Yngvi Egilsson og Ragnheiður Bjarnadóttir dags. 14. maí 2013, Pétur Jónsson, Hrafnkell Ársælsson og Þuríður Eggertsdóttir dags. 16. maí 2013, Jón Ársæll Þórðarson ódags, Elisa Reid og Guðni Th. Jóhannesson dags. 20. maí 2013, Laufey Pétursdóttir dags. 21. maí 2013, stjórn húsfélagsins Grandavegur 45 dags. 16. maí 2013, Hróbjartur Ö Guðmundsson dags. 17. maí 2013, Erla Gunnarsdóttir dags. 21. maí 2013, Örn Bjarnason f.h. húsfélagsins að Grandavegi 47, dags. mótt. 21. maí 2013, Húsfélagið Hringbraut 119 dags. 21. maí 2013, og Dögg Hjaltalín f.h. íbúafundar Bráðræðisholts dags. 21. maí 2013. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur dags. 23. maí 2013.
Athugasemdir kynntar
Frestað.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
7. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9 (02.84) Mál nr. SN120562
Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2012 br. 23.maí 2013 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL ,vegna húsagerðarinnar E8, E9 og útbyggingum. Breytingin felst í því að heimilt hámarks byggingarmagn er hækkað og heimildum til útbyggingar breytt. Tillagan var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi 21. maí 2013.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 732 frá 28. maí 2013.
(D) Ýmis mál
9. Gunnarsbraut 30, málskot (01.247.1) Mál nr. SN130233
Ársæll Valfells, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Ársæls Valfells móttekið 7. maí 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 30 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 27. mars 2012.
Frestað.
Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
10. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. SN130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 10. apríl 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar, einnig er lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 5. apríl 2013, ásamt erindi CCP. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013 samþykkt.
11. Vesturhús 2, kæra (02.848.0) Mál nr. SN130262
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 24. maí 2013, ásamt kæru, dags. 17. maí 2013, vegna synjunar byggingarfulltrúa frá 14. maí 2013 um skiptingu fasteignar í tvær íbúðir og nota rými undir bílageymslu á lóðinni nr. 2 við Vesturhús.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
12. Háagerði 12, kæra (01.817) Mál nr. SN130264
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. apríl 2013 ásamt kæru, dags. 5. apríl 2013, þar sem kærð er afgreiðsla byggingafulltrúans í Reykjavík á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu að Háagerði 12.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
13. Brekknaás 9, kæra (04.764.1) Mál nr. SN130265
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. febrúar 2013 ásamt kæru, dags. 8. febrúar 2013, þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi og bæta við aðstöðu húss á lóð nr. 9 við Brekknaás.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
14. Bergstaðastræti 56, kæra, umsögn, úrskurður (01.185.6) Mál nr. SN120536
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. maí 2013. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um stöðvun framkvæmda við Bergstaðastræti 56 í Reykjavík samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.
15. Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi (01.745.4) Mál nr. SN130213
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
BYGGIÐN - Félag byggingamanna, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 5 við Efstaleiti.
16. Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík Mál nr. SN130166
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 um ný götuheiti í Reykjavík sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013.
17. Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda Mál nr. US130125
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013.
(A) Skipulagsmál
18. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í apríl 2013 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (Þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð, ( Borgin við Sundin, Skapandi borg, Vistvænni samgöngur, Græna borgin, Borg fyrir fólk, Miðborgin, Landnotkunarákvæði, Inngangur) ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn Siglingastofnunar dags. 8. maí 2013 og umsögn Kópavogsbæjar dags. 10. maí 2013. Jafnframt er lagður fram listi yfir breytingar/viðbætur við fyrirliggjandi tillögu - efnislegar breytingar og aðrar lagfæringar dags. 27. maí 2013, kort sem sýnir afmörkun götusvæða í miðborginni, til útreiknings á kvótum við skilgreindar götuhliðar, sbr. ákvæði miðborgarstefnu, minnisblað frá Minjasafni Reykjavíkur um flokkun verndarsvæði, varðandi framfylgd Borgarverndarstefnu og samantekt á athugasemdum eftir íbúafundi vorið 2012.
Kynnt.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 14.05.
Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags sat fundinn undir þessum lið.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.10.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Reynir Sigurbjörnsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Margrét Vilhjálmsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 28. maí kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 732. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arnarbakki 2-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN046054
KJ ehf., Pósthólf 73, 602 Akureyri
Páll Skúli H Ásgeirsson, Freyjugata 11a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga eignarhlutum og innrétta húðflúrstofu í rými 0108 á fyrstu hæð hússins nr. 2 (matshl. 01) á lóðinni nr. 2-6 við Arnarbakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN046014
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu, sbr. nýsamþykkt erindi BN045816, við bensínafgreiðslu Olíuverslunar Íslands á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
3. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN045986
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa út inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 fylgir
Stækkun: 89,3 ferm., 375,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Barmahlíð 38 (01.710.103) 107143 Mál nr. BN045640
Ólafur Örn Helgason, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Björk Baldursdóttir, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara þannig að íbúðin stækkar í húsi á lóð nr. 38 við Barmahlíð.
Bréf frá umsækjanda dags. 21. maí 2013 og samþykki eigenda íbúðar 0201 fylgir dags. 20. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu annarra eigenda að sameiginlegu inngangsrými fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
5. Bragagata 38 (01.186.630) 102325 Mál nr. BN046043
Íris Sif Ragnarsdóttir, Bragagata 38, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á götuhlið og gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Bragagötu.
Jafnframt er erindi BN045059 dregið til baka.
Stækkun: 3,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bugðulækur 20 (01.344.308) 104041 Mál nr. BN046040
Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir, Bugðulækur 20, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af kjallara vegna eignaskipasamnings af húsinu á lóð nr. 20 við Bugðulæk.
Jákvæð fyrirspurn BN45642 dags. 5. mars 2013 og samþykki meðeigenda dags. 11. maí 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Granaskjól 27 (01.517.003) 105876 Mál nr. BN046026
Haukur Ásgeirsson, Lindasmári 12, 201 Kópavogur
Birgir Ármannsson, Granaskjól 27, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa út rými undir hluta húss og innrétta geymslur í einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Granaskjól.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 9. apríl 2013.
Stækkun: 77 ferm., 181 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Grandagarður 14 (01.114.501) 100041 Mál nr. BN046011
Magnús Magnússon, Holtagerði 37, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að innrétta kaffihús í flokki II á fyrstu hæð skrifstofuhúss á lóðinni nr. 14 við Grandagarð.
Jákv. fyrirspurn, erindi BN045974, ásamt samþykki f.h. eiganda (á fyrirspurnarblaði) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
9. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN046041
Corvino ehf., Laugavegi 42b, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í verbúð nr.23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Stækkun xx ferm. (milliloft)
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
10. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN046051
Ísbúðin Valdís ehf., Grandagarði 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN045691 þar sem breytt er staðsetningu á gólfniðurföllum, handlaugum o. fl. í húsi nr. 21 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
11. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN046049
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun íbúðar 0201 og verslunar 0101 í gistiheimili í flokki II með sjö herbergjum, jafnframt er erindi BN045991 dregið til baka, einnig er sótt um að breyta glugga og hurðum á vesturhlið húss á lóð nr. 24 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN046024
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara atvinnuhúss á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046048
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vestur, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Heiðargerði 16 (01.802.003) 107640 Mál nr. BN046042
Harpa Ingvadóttir, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, léttbyggða viðbyggingu við eldri viðbyggingu á suðurhlið, klæða með liggjandi lerkiborðum, breyta innra skipulagi og klæða að utan með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Heiðargerðis 14 áritað á uppdrátt.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Hestavað 5-7 (04.733.502) 198730 Mál nr. BN046030
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu vegna lokaúttektar þar sem gerð er grein fyrir breytingum á geymslum og sorpgeymslum, leiðrétt byggingarlýsing og lítils háttar breytingar á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 5-7 við Hestavað.
Sjá erindi BN045312, BN044697 og 31477.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
16. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN046020
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN042713 samþ. 28.6. 2011, sem felast í að breyta fyrirkomulagi reyklosunar og eldvarna, tilfærslu á lyftu og stækkunar á anddyri mhl. 01 í fjölbýlishúsi með þjónustuíbúðum á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Meðfylgjandi er endurskoðuð brunahönnun dags. 8. maí 2013.
Stækkun anddyri : 7 ferm., 17,7rúmm
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN046050
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi eldhúsa í íbúðum 0103 D og 0103 E og bað og þvottahús í 0103 D og 0102 E og minnka geymslu í 0101D á fyrstu hæð í matshlutum 07 og 08 á lóðinni 102 við Hraunbæ.
Sjá einnig erindin BN045674 dags. 19. mars. 2013 og BN045162 dags. 4.desember 2012.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hverfisgata 98 (01.174.101) 101579 Mál nr. BN046047
Fish Spa Iceland ehf., Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sólland ehf, Hrauntungu 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að staðsetja snyrtistofu í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 98 við Hverfisgötu.
Bréf frá hönnuði dags. 21. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046046
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka opi í gólfi 2. hæðar fyrir ofan stigaskála 1. hæðar í húsi mhl. 07 á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Stækkun vegna lokun ops: 25.35 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
20. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044674
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Þorgeir Jónsson, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. febrúar til og með 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsstjóra (v. fyrirspurnar) dags. 7. júní 2012. fylgir erindinu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 40,6 ferm. og 112,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.563
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN045914
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-287 sem felst í að stækka núverandi verslun Nova inn í einingu S-289, starfsfólk Nova hefur eftir sem áður aðgang að snyrtingu og ræstingu í einingu S-289 á 2. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
22. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN045929
Guðfinnur Sölvi Karlsson, Vesturtún 45, 225 Álftanes
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta opnunartíma og notkunarflokki úr flokki II í flokk III og breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu til þriðju hæð í veitingahúsi (matshl. 01) á lóðinni nr. 12 við Laugaveg.
Hámarksgestafjöldi staðarins er sagður vera 80 manns í lýsingu erindis.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags 12. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um opnunartíma til kl. 01:00 um helgar og að hljóðvist fari ekki yfir 55 DBA, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
23. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN045940
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta rými 0403 úr skrifstofu í gistirými og breyta reyklúgu í stigahúsi hússins á lóðinni nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
24. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN046005
Around Iceland ehf, Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun og kaffihús í flokki II (tegund e) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 18B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
25. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN046039
Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa ræstiklefa og fella út slökkvibúnað í háfum í eldhúsi á 2. hæð, sbr. nýsamþykkt erindi BN045695, í veitingahúsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN045907
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir slökkvikerfi á öllum hæðum og staðsetja dælubúnað í sérstöku rými í viðbyggingu við aðalbyggingu MR á lóðinni Lækjargata MR.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2013.Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Lækjartorg 1 (01.140.309) 100842 Mál nr. BN045739
Gylfi Guðjónsson, Bleikjukvísl 9, 110 Reykjavík
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af húsi Héraðsdóms Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Lækjartorg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.3. 2013, brunahönnun dags. 21.5. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN046044
Mjölnisholt ehf, Ögurhvarf 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og til stækkunar á hóteli á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 15.5. 2013, varmatapsútreikningar dags. 15.5. 2013, eldvarnaskýrsla dags. 23.5. 2013.
Stærðir - stækkun: 1.485,1 ferm., 4.493,2 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 6.834,9 ferm., 23.901,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN045948
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044340 þar sem búningsklefi starfsmanna er fluttur í kjallara, undirbúningseldhúsi komið fyrir og á 1. hæð er eldhúsi breytt, bætt við björgunaropi og geymslu við bar er tvískipt í Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 30. apríl. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN046015
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Íslandshótel hf., Pósthólf 5370, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út af teikningum áður samþykkta stækkun á sal, sem ekki hefur verið byggð við Grand Hótel á lóð nr. 38 við Sigtún.
Breytingar á stærðum, minnkun í ferm. og rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skólavörðustígur 3 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN046045
Centrum fjárfestingar slhf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og færa eldhús í íbúð á 3. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN044933
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gestamóttöku með morgunverðareldhúsi og gerð grein fyrir ýmsum breytingum á kjallara v/lokaúttektar á erindi BN041529 í gistiheimili á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN045698
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 3. hæð í Templarasundi 3, í bakhúsi mhl. 06 og í Kirkjutorgi 4 í gisti- og veitingahúsinu á lóðinni nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.4. 2013 og annað dags. 18.4. 2013 og enn annað dags. 18.4. 2013 einnig yfirlýsing eigenda dags. 17.4. 2013 og bréf eldvarnahönnuðar dags, 14.12. 2012.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
34. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN046028
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir geymslu við setustofu móttöku í kjallara í matshl. 02 og breyta reyktjaldi í rennihurð í kjallara milli matshluta 02 og 03 á lóðinni nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
Ýmis mál
35. Frakkastígur 6A (01.152.513) 101085 Mál nr. BN046061
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðarstærð á lóðinni Frakkastígur 6A, (landnúmer 101085, staðgreinir 1.152.513) úr 231m² í 233 m².
Lóðin Frakkastígur 6A, (landnúmer 101085, staðgreinir 1.152.513) er talin 231 m² í Fasteignaskrá, lóðin reynist við uppmælingu og vörpun í Hnitakerfi Reykjavíkur vera 233 m². eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsinga-deildar dags. 22. 5. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
36. Gnoðarvogur 43 (00.000.000) 105399 Mál nr. BN046074
Þann 21. maí sl. var samþykkt svohljóðandi erindi:
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á þremur hæðum við Menntaskólann við Sund á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. apríl 2013 og varmatapsútreikningur dags. 14. maí 2013.
Niðurrif mhl. 01 og hluti mhl. 02 1.060 ferm., 3.877,9 rúmm.
Viðbygging: 2.826,9 ferm., 11.956,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000Á að vera: Sótt er um leyfi til að rífa einnar hæðar byggingu að Gnoðarvogi og hluta tengibyggingar og byggja viðbyggingu á þremur hæðum við Menntaskólann við Sund á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. apríl 2013 og varmatapsútreikningur dags. 14. maí 2013.
Niðurrif mhl. 01 og hluti mhl. 02 1.060 ferm., 3.877,9 rúmm.
Viðbygging: 2.826,9 ferm., 11.956,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
37. Úlfarsárdalur Mál nr. BN046066
Kristinn Steinn Traustason, Gefjunarbrunnur 19, 113 Reykjavík
Lagður fram tölvupóstur frá íbúasamtökum Úlfarsárdals dags. 15. apríl 2013 varðandi ástand byggingalóða í hverfinu.
Samþykkt að fara í aðgerðir á svæðinu í samræmi við Gæðahandbók, vinnulýsingu 005.
Fyrirspurnir
38. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN045931
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir stiga án stigapalls milli móttökusalar á fyrstu hæð og morgunverðarsalar í kjallara hótelsins á lóðinni nr. 4 við Aðalstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
39. Básendi 2 (01.824.010) 108382 Mál nr. BN046035
Kambiz Vejdanpak, Básendi 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort hækka megi þak og byggja svalir á miðju þaki til samræmis við Básenda 4 á húsi á lóð nr. 2 við Básenda.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
40. Langholtsvegur 142 (01.441.106) 105428 Mál nr. BN046053
Emilía Erla Ragnarsdóttir, Kambasel 51, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka svalir á vesturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 142 við Langholtsveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
41. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN045721
Ljóshólar ehf, Austurgerði 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þriggja hæða hús á kjallara með verslunum á jarðhæð og 8-10 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum sbr. þó leiðbeiningar og fyrirvara í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013. Sækja þarf um byggingarleyfi.
42. Lindargata 14 (01.151.503) 101008 Mál nr. BN046036
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta 1. hæð hússins sem í dag er skráð sem iðnaðarhúsnæði í íbúð í húsinu á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
43. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN046033
Kristján Bjarnason, Víðimelur 55, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir fjórum bílastæðum sem ekið er í frá Lönguhlíð og munu nýtast fyrir atvinnustarfsemi í húsi á daginn en á kvöldin fyrir íbúa hússins á lóðinni nr. 68 við Miklabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. Stórholt 16 (01.245.004) 103217 Mál nr. BN046018
Auður Jóna Erlingsdóttir, Stórholt 16, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, byggja fjóra kvisti og setja svalir á suðvesturhlið annarrar og þriðju hæðar hússins nr. 16 við Stórholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2013.
45. Stuðlasel 25 (04.923.403) 112624 Mál nr. BN046037
Ólafur Jónsson, Stuðlasel 25, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála sem verður 3,150 X 6,8 metrar ofan á suð-vestur svalir hússins á lóð nr. 25 við Stuðlasel.
Teikningar af sólskála fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN046034
Örn Þór Halldórsson, Grenimelur 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi innra skipulagi fyrir kynningarstarfsemi á áfengum drykkjum fyrir allt að 100 gesti í húsi á lóð nr. 10 við Vatnagarða.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
47. Þórsgata 5 (01.181.114) 101750 Mál nr. BN046065
Kolbrún Sævarsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að síkka glugga og útbúa franskar svalir á suðvesturhlið annarrar hæðar hússins nr. 5 við Þórsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.30
Björn Stefán Hallsson Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir