Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 9:05, var haldinn 199. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
(D) Ýmis mál
1. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning nýs fulltrúa Mál nr. SN170595
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2017 vegna samþykktar borgarráðs 20. júlí 2017 að Magnea Guðmundsdóttir taki sæti Karls Sigurðssonar í umhverfis- og skipulagsráði.
2. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning varaformanns 2017 Mál nr. US170220
Lögð fram tillaga formanns umhverfis- og skipulagsráðs að fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundadóttir verði kosinn varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.
Samþykkt.
(A) Skipulagsmál
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 7., 14., 21. og 28. júlí 2017 og 11. ágúst 2017.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN170031
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2017 uppfærð 24. maí 2017, vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands og stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í stað reiðstígsins. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2017 til og með 10. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 14. ágúst 2017.
Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi norðan Stekkjarbakka (04.2) Mál nr. SN170030
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst að núverandi reiðstíg er breytt í hjólastíg í ljósi þess að hesthúsabyggð hefur verið aflögð á Sprengisandi við Bústaðaveg. Svæðið sem breytingin nær til afmarkast að mestu af 5 metra svæði sitt hvoru megin við núverandi reiðstíg, frá göngustíg við undirgöng undir Höfðabakka að undirgöngum undir Reykjanesbraut til vesturs, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 19. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
6. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN160959
Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 16. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarheimilisrýmum, breytingu á bílastæðafjölda og bílakjöllurum o.fl., samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 24. apríl 2017. Tillagan var auglýst frá 9. maí til og með 20. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur, dags. 26. maí 2017, Ágústína Jónsdóttir, dags. 19. júní 2017, Hrefna Hrólfsdóttir og Hjörtur Örn Hjartarson, dags. 19. júní 2017, Björn Már Friðriksson, dags. 19. júní 2017, Össur Kristinsson, dags. 19. júní 2017, Þorsteinn Þorsteinsson, dags. 19. júní 2017, Finnbogi Kjartansson, dags. 19. júní 2017, Pétur Birgisson, María M. Aðalbjarnardóttir, Birgir Björn Pétursson og Bjarki Pétursson, dags. 19. júni 2017, Hákon E. Guðmundsson og Guðrún A. Erlingsdóttir, dags. 20. júní 2017, Salína Helgadóttir, dags. 20. júní 2017, Óskar Sæmundsson, dags. 20. júní 2017, Einar Long, dags. 20. júní 2017, Arnheiður E. Sigurðardóttir, dags. 20. júní 2017, Magnús Þór Kristjánsson, dags. 20. júní 2017 og Kjartan Freyr Kjartansson, dags. 21. júní 2017.
Frestað.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjór tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Birkimelur 3, breyting á deiliskipulagi (01.541) Mál nr. SN170542
Magnús Skúlason, Klapparstígur 1a, 101 Reykjavík
Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Magnúsar Skúlasonar, mótt. 28. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðar nr. 3 við Birkimel. Í breytingunni felst að lögun lóðar og byggingarreits er breytt, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar, dags. 27. júní 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
8. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.430.1) Mál nr. SN170523
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 22. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23. Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur fyrir færanlegar stofur á suðausturhluta lóðarinnar sunnan við álmu C færist nær álmu C, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2017. Einnig lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. júlí 2017 þar sem umsókn er dregin til baka.
Erindið dregið til baka samkvæmt tölvupósti dags. 13. júlí 2017.
9. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.430.1) Mál nr. SN170573
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 18. júlí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsskóla að Holtavegi 23. Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur fyrir færanlegar stofur á suðausturhluta lóðarinnar sunnan við álmu C færist nær álmu C, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júlí 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
10. Klapparstígur 10, breyting á deiliskipulagi (01.151.2) Mál nr. SN170545
Ólafur Theodórs Ólafsson, Klapparstígur 10, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ólafs Theodórs Ólafssonar, dags. 30. júní 2017 um breytingu á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna lóðar nr. 10 við Klapparstíg. Breytingin gengur út á flutning á núverandi timburhúsi, aukningu á nýtingarhlutfalli og byggingu fjölbýlishúss á lóðinni, skv. uppdrætti Otium. ódags. Einnig er lögð fram greinargerð umsækjanda, dags. 30. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Vísað til borgarráðs.
11. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi (04.350.9) Mál nr. SN170259
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás samþykkt í borgarráði 25. október 1966. Í breytingunni felst að afmörkuð er lóð og byggingarreitur um Árbæjarblett 62/Þykkvabæ 21, samkvæmt uppdr. Landark ehf., dags. 20. mars 2017. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 22. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, dags. 8. maí 2017, Nestor, Heimir Örn Herbertsson hrl. f.h. eigenda að Árbæjarbletti 62/Þykkvabæ 21, dags. 22. maí 2017, Stefán Thors, dags. 28. apríl 2017, KPMG ehf. f.h. Ástu Marinósdóttur, Bjarna Ágústssonar, Guðrúnar Helgu Theodórsdóttur og Jóns Hilmarssonar, dags. 22. maí 2017, f.h. ásamt fylgigögnum og undirskriftalista 188 íbúa Árbæjar-Selás og Ártúnsholts. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. ágúst 2017.
Samþykkt með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. ágúst 2017
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
12. Arngrímsgata 5, breyting á deiliskipulagi. Mál nr. SN170604
Lagt fram varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðarinnar nr. 5 við Arngímsgötu. Í breytingunni felst færsla á niðurkeyrslu við húsið samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar efh. dags. 14. ágúst 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
(B) Byggingarmál
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 932 frá 11. júlí 2017,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 933 frá 18. júlí 2017,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 934 frá 25. júlí 2017,
afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 935 frá 1. ágúst 2017,
og afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 936 frá 15. ágúst 2017.
(C) Fyrirspurnir
14. Hverfisgata 76, (fsp) nýbygging á baklóð ásamt rekstur hótels/gististaðar (01.173.0) Mál nr. SN170493
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 14. júní 2017, varðandi byggingu fjögurra hæða byggingu á baklóð Hverfisgötu 76 og að heimilt verði að hafa hótel/gististað á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf Yrki arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Guðfinna J. Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkja af fundi undir þessum lið.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Starmýri 2A, (fsp) ofanábygging, breytt notkun (01.283.0) Mál nr. SN170490
Ísflex ehf, Starmýri 2, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ísflex ehf., mótt. 13. júní 2017, um að breyta skrifstofu og verslunarrými í gistiaðstöðu/litlar íbúðir ásamt því að byggja tvær íbúðarhæðir ofan á húsið að Starmýri 2a, samkvæmt. uppdr. teiknistofunnar Kvarða, dags. apríl 2017. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2017.
Jákvætt með þeim leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2017.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
16. Bakkastígur, stöðubann Mál nr. US170205
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 10. júlí 2017 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við austurkant Bakkastígs frá Nýlendugötu að Mýrargötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
17. Fossháls, Stöðubann Mál nr. US170201
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. júlí 2017 þar sem lagt er til að stöðubann verði við suðurkant Fossháls frá Hálsabraut að Bitruhálsi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
18. Suðurlandsbraut, Stöðubann Mál nr. US170204
Lagt fram bréf umhverfis og skipulagssviðs, samgöngur dags. 10. júlí 2017 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við norðurkant Suðurlandsbrautar frá Langholtsvegi að Skeiðarvogi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
19. Kaldasel, vistgata Mál nr. US170214
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. júlí 2017 varðandi að gata (stígur) á milli Kaldasels 18-24 og Kaldasels 4-14 verði gerð að vistgötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
20. Naustin, stæði fyrir hreyfihamlaða Mál nr. US170213
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 10. júlí 2017 þar sem lagt er til að sett verði stæði fyrir hreyfihamlaða í Naustin við vesturkant við Hafnarhúsið og norðan við núverandi stæði hreyfihamlaðra.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
21. Flókagata 24, Kjarvalsstaðir, merkt skammtímabílastæði Mál nr. US170217
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. ágúst 2017 þar sem lagt er til að almennt bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eingöngu ætlað fólksbifreiðum. Sett verði merki D01.33, þ.e. bifreiðastæði fyrir fólksbifreiðir, við innkeyrslur frá Flókagötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
22. Nýlendugata, bílastæði gerð gjaldskyld Mál nr. US170206
Heimir Már Pétursson, Nýlendugata 19b, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf fjögurra íbúa við Nýlendugötu, dags. mótt. 5. júlí 2017 þar sem þess er krafist að bílastæði við götuna verði gerð gjaldskyld.
Vísað til meðferð hjá umhverfis- og skipulagssviði, bílastæðasjóðs.
23. Svifryk, kynning Mál nr. US170202
Kynntar helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á uppruna svifryks í Reykjavík.
Páll Höskuldsson frá Eflu kynnir.
(D) Ýmis mál
24. Arngrímsgata 5, uppbyggingaráform húss Íslenskra fræða Mál nr. US170223
Fulltrúi Hornsteina Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kynnti uppbyggingaráform húss Íslenskra fræða við Arngrímsgötu 5.
Kynnt.
25. Laugarvegur 124 Norðurpóll, kynning Mál nr. US170218
Kynnt ný staðsetningu á Norðurpólnum. Um er að ræða timburhús er áður stóð við Laugaveg 125. Samningur um nýja staðsetningu hússins liggur fyrir og samkvæmt deiliskipulagi hefur því verið úthlutað lóð við syðri hluta hlemmsvæðis. Þar skal byggja torg í tengslum við bygginguna og mun þar verða fjölnota svæði og svæði til útiveitinga. Einnig stendur til að endurvekja vísi að Rauðaránni.
Kynnt.
Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
26. Útilistaverk, minnismerki um heimsstyrjöldina síðari Mál nr. SN170521
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf alþjóðafulltrúa skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. júní 2017, ásamt erindi Jeremy C. Sanders ofursta hjá Sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, dags. 30. maí 2017 um leyfi til uppsetningar á minnismerki um síðari heimsstyrjöldina í grennd við Höfða í Reykjavík skv. tillögu, dags. maí 2017.
Frestað
27. Gunnunes, lóð fyrir Hringrás (36.2) Mál nr. SN170537
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júní 2017, þar sem óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagsráð gefi álit sitt á því hvort til greina komi að Hringrás hf. fái til umráða athafnasvæði á Gunnunesi við Álfsnes.
Frestað.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Betri Reykjavík, göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Suðurver Mál nr. US170209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið " göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Suðurver" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngustjóra.
29. Betri Reykjavík, aparóla í Norðlingaholt Mál nr. US170208
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "aparóla í Norðlingaholt" " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
30 Betri Reykjavík, Indoor Botanical Garden Mál nr. US170210
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "Indoor Botanical Garden" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
31. Betri Reykjavík, laga gangstétt við aðkomu að íþróttahúsi Breiðholtsskóla Mál nr. US170212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "laga gangstétt við aðkomu að íþróttahúsi Breiðholtsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
32. Betri Reykjavík, útiæfingarsvæði við Gufunes Mál nr. US170211
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "útiæfingarsvæði við Gufunes" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
33. Heimagisting og íbúðagisting, skýrsla starfshóps Mál nr. SN170557
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 15. júní 2017 um að vísa skýrslu starfshóps um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík, dags. í júní 2017, ásamt fylgigögnum, til kynningar hjá menningar- og ferðamálaráði og umhverfis- og skipulagsráði. Einnig lagt fram bréf starfshópsins til borgarstjóra, dags. 13. júní 2017.
Jafnframt er lögð fram leiðrétt bókun við dagskrárlið nr. 20 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 6. júlí s.l.
Rétt bókun er :
Fulltrúi skrifstofu borgarstjórnar Helga Björk Laxdal kynnti skýrslu starfshóps um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík, dags. á fundi ráðsins 6. júlí 2017, ásamt fylgigögnum,
34. Framtíðaruppbygging á gististarfsemi í Reykjavík, tillögur starfshóps Mál nr. US170195
Lagt fram til kynningar erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 15. júní 2017 um að vísa bréfi borgarstjóra, dags. 1. júní 2017, og skýrslu starfshóps um framtíðaruppbyggingu gististarfsemi í Reykjavík, dags. júní 2017.
Fulltrúi eigna- og atvinnuþróunar Óli Örn Eiríksson kynnir kynnir.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Kl.14:00 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi, þá var jafnframt búið að leggja fram mál 56 og 57 í dagskránni.
35. Lóðarumsókn Reykjavik Eye, útsýnishjól (R17050110) Mál nr. SN170488
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. maí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á erindi Reykjavik Eye, dags. 9. maí 2017, um lóð í Reykjavík fyrir útsýnishjól. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið dags. 4. júlí 2017.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
36. Miklabraut við Rauðagerði, kæra 71/2017, niðurfelling máls (01.82) Mál nr. SN170568
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. júlí 2017 ásamt kæru, þar sem kært er framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Rauðagerði/Miklabraut. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um niðurfellingu máls nr. 71/2017, dags. 24. júlí 2017.
37. Traðarland 10-16, nr. 12, kæra 34/2017, umsögn (01.871.5) Mál nr. SN170271
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. mars 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa fyrir breytingum og viðbyggingum að Traðarlandi 12. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. mars 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 21. júlí 2017. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
38. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 70/2017, umsögn (01.171.5) Mál nr. SN170548
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála , dags. 3. júlí 2017 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7-9. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. júlí 2017.
39. Tunguháls 17, kæra 31/2017, umsögn, úrskurður (04.327.0) Mál nr. SN170236
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2017 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2017 um að fjarlægja skuli bílastæði af lóðinni Tunguháls 17. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 30. apríl 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 21. júlí 2017. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. febrúar 2017 um að fjarlægja skuli bílastæði af lóðinni Tunguháls 17.
40. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes, Breytt landnotkun atvinnusvæðis. Þróun blandaðrar byggðar (02.2) Mál nr. SN170527
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um verklýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
41. Bíldshöfði 18, breyting á deiliskipulagi (04.065.0) Mál nr. SN170477
Riverside ehf., Logafold 144, 112 Reykjavík
Teiknir ehf., Logafold 144, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 18 við Bíldshöfða.
42. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN160893
Guðmundur Jónasson ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur
Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. ágúst 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni að Borgartúni 34-36.
43. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi (04.772.3) Mál nr. SN160659
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut
44. Gufunes, áfangi 1, lýsing (02.2) Mál nr. SN170476
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. júli 2017, um samþykki borgarráðs s.d. vegna lýsingar um nýtt deiliskipulag fyrir Gufunessvæðið, 1.áfanga.
45. Gylfaflöt 2 og 4, breyting á deiliskipulagi (02.578.3) Mál nr. SN170410
Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík
Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 20. júlí 2017, varðandi auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar 2-14 vegna lóðanna nr. 2 og 4 við Gylfaflöt.
46. Háskóli Íslands, Hringbraut 29, breyting á deiliskipulagi (01.600) Mál nr. SN170357
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2017 um samþykki borgarráðs dags. 29. júní 2017 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut.
47. Hólmsheiði, athafnasvæði, deiliskipulag, lýsing (04.4) Mál nr. SN170467
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní 2017, um samþykki borgarráðs dags. 29. júní 2017 um lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði.
48. Miðborgin, landnotkunarheimildir á svæði M1a, aðalskipulagsbreyting, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur Mál nr. US150197
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. mars 2017 uppfært 30. júní 2017, breyting á landnotkunarskilmálum miðborgarkjarna (M1A), dags. 30. júní 2017.
49. Njálsgötureitur, Barónsstígur 28, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.190.3) Mál nr. SN170268
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytinga á skilmálum deiliskipulags Njálsgötureits, reitur 1.190.3.
50. Nýlendugata 34, breyting á deiliskipulagi (01.130.2) Mál nr. SN170480
Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 20. júlí 2017, varðandi auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu.
51. Skógarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi (01.704.8) Mál nr. SN160891
Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík
Teiknistofan Óðinstorgi HH ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2017 um samþykki borgarráðs dags. 29. júní 2017 um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð
52. Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4, breyting á deiliskipulagi (02.376) Mál nr. SN170522
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg.
53. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN160527
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2017 um samþykki borgarráðs dags. 29. júní 2017 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar
54. Þ59 Sprengisandur, deiliskipulag (01.826.1) Mál nr. SN150638
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á deiliskipulagi fyrir svæðið Þ59, Sprengisandur.
55. Vogabyggð svæði 2, breyting á deiliskipulagi (01.45) Mál nr. SN170532
DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júli 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2.
56. Fyrirspurn Framsóknar- og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks, Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa Mál nr. US170222
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.
"Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa eru lagðar fram í ráðinu en gögnin sem vísað er til í fundargerðunum sem afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa byggist á eru ekki lögð fram. Óskað er eftir upplýsingu um það hvenær það verður."
Frestað.
57. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Aðgerðir til að hefta útbreiðslu lúpínu Mál nr. US170224
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.
"Óskað er eftir upplýsingum um til hvaða aðgerða gripið hefur verið til að hefta útbreiðslu lúpínu í borgarlandinu. Hefur sérstaklega verið skoðað hvernig bregðast megi við á þeim stöðum sem lúpínan leggst á varpland fugla?"
Frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:20
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 11. júlí kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 932. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Áróra Árnadóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Jón Hafberg Björnsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN053029
Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta út útidyrahurð í móttöku og koma fyrir rafdrifinni snúningshurð með flóttahurð til hliðar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
2. Akrasel 8 (04.943.101) 113013 Mál nr. BN053147
Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast m.a. í að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður og óútgrafið sökkulrými tekið í notkun í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.
Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 30.06.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
3. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN053132
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1., 2. og 3. hæðar, m.a. færa inngangshurð framar og gera vindfang og koma fyrir opnanlegum gluggafögum á suðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 3 við Ármúla.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Ármúli 42 (01.295.104) 103836 Mál nr. BN053098
Glófaxi ehf., Ármúla 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokki veitingarstaðar úr flokki I tegund A í flokk II tegund A á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Ármúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Ásvallagata 28 (01.162.017) 101243 Mál nr. BN053056
TD á Íslandi ehf., Ásvallagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak á viðbyggingu og framlengja yfir þaksvalir á austurhlið og innrétta fimm gistieiningar sem verða gististaður í flokki II, teg. gistiheimili í einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
6. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN053000
Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C sem verður tengdur matvinnslu sem er á annarri hæð hússins á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal kvöð fyrir útgáfu byggingarleyfis um að óheimilt sé að byrgja fyrir glugga. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053048
Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu í bílakjallara á hæð -1 við norðvestur hlið hótels á lóð nr. 1 við Þórunnartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
8. Dalaland 1-11 2-16 (01.850.201) 108757 Mál nr. BN052978
Guðmundur Benedikt Friðriksson, Rauðalækur 71, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í kjallara ásamt því að breyta mörkum eignarhluta í húsi nr. 4 á lóð nr. 1-16 við Dalaland.
Samþykki meðeigenda dags. 01.06.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN052641
D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra, byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8 í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými í norðvesturhluta lóðar nr. 18 - 20 við Dunhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Niðurrif bílskúra mhl. 02: 102,2 ferm., 324 rúmm.
Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 1010 ferm., 2.548 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 05-00 dags. 5. júlí 2017, 05-01 dags. 7. júlí 2017, 05-02, 05-04, 05.20, dags. 18. maí 2017 og 04.02 dags. 25. apríl 2017.
10. Döllugata 13 (05.113.103) 214843 Mál nr. BN053115
Berglind Helgadóttir, Gefjunarbrunnur 13, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílageymslu, steinsteypt, einangrað og klætt að utan með láréttum álplötum á lóð nr. 13 við Döllugötu.
Varmatapsútreikningar dags. 25. júní 2017 fylgir.
Stærð: 1. hæð 172,8 ferm., 483,9 rúmm. 2. hæð 124,0 ferm., 456,9 rúmm. Bílgeymsla 41,7 ferm., 145,3 rúmm.
Samtals: 338,5 ferm., 1.120,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Efstaleiti 2 (01.745.201) 224636 Mál nr. BN053187
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum, botnplötu og lögnum í jörð fyrir mhl. 06 að Lágaleiti 5-15 á lóð nr. 2 við Efstaleiti sbr. erindi BN052546.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
12. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN053096
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta 8 íbúðum í mhl. 18 og 19 í fjórar sjálfstæðar leikskóladeildir, byggja við mhl. 18 og 19, tengja þá viðbygginu við mhl. 17 og breyta skipulagi í eldhúsi og kaffistofu starfsmanna á leikskóla í mhl. 17 sem er starfandi leikskóli í húsunum nr. 30, 32 og 34 á lóð nr. 2 -34 við Eggertsgötu.
Hljóðvistargreinargerð dags. 14.06.2017 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun á mhl. er: Mhl. 17 stækkar um XX ferm., XX rúmm.
Mhl. 18 stækkar um XX ferm., XX rúmm.
Mhl. 19 stækkar um XX ferm., XX rúmm.
Samtals stækkun alla mhl. er: 229,6 ferm., 701,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN052180
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051154, sem felst í uppfærslu á brunavörnum og breytingum á gluggaskipan hússins á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.
Stækkun millipalls: XX ferm.
Gjald kr. 10.100 + 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Eiríksgata 17 (01.195.214) 102606 Mál nr. BN052612
Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúðir 0101 og 0201 á austurhlið og á íbúð 0301, sem er þakhæð, á norðurhlið, ásamt því að breyta notkunarflokki í flokk 4 og notkun í gististað í flokki II í húsi á lóð nr. 17 við Eiríksgötu.
Jafnframt er erindi BN049684 sem er nýlega samþykkt dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017. Bréf frá hönnuði dags. 3. maí 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfærðir uppdrættir nr. 10-01, 10-02, 10-03 dags. 4. júlí 2017 vísað til skipulagsfulltrúa til grenndarkynningar.
15. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN053119
STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
Aurora Arctica ehf., Mýrarseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III tegund c, í kjallara verður hluti gólfs lækkaður til að ná sömu lofthæð og annarstaðar í kjallaranum og verður þar komið fyrir eldhúsi og snyrtingum, veitingastaður og opið eldhús verður á fyrstu hæð og geymslur og skrifstofur á annarri hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Frakkastíg.
Umboð frá eiganda dags. 27. júní. 2017 fylgir erindi.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN052930
Pétur Magnússon, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm kvisti, svalir á norðvesturhlið rishæðar og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi húss á lóð nr. 44 við Framnesveg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. apríl 2017.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Freyjugata 41 (01.194.206) 102550 Mál nr. BN053002
Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 1. hæð, jafna hæðarmun gólfa, endurnýja glerskála, lagfæra brunavarnir og gera nýjan glugga við þaksvalir Ásmundarsalar á lóð nr. 41 við Freyjugötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
18. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN052967
HB eignir ehf., Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN035242 vegna lokaúttektar þannig að geymslum er breytt í baðherbergi og verandir eru stækkaðar á lóð nr. 10-12 við Friggjarbrunn.
Samþykki meðeigenda dags. 1. júlí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
19. Friggjarbrunnur 32 (05.053.304) 205957 Mál nr. BN052533
Bjartmar Örn Arnarson, Gvendargeisli 42, 113 Reykjavík
Litla tré ehf., Gvendargeisla 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790 þannig að rými 0001 verður að föndurherbergi, til að koma fyrir gluggum á suðausturhlið kjallara, áður fyllt rými verður nú óuppfyllt með mannopi og til að minnka pall á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Bréf frá umsækjanda þar sem hann gerir grein fyrir breytingum og fer fram á að erindi BN053091 verði dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Garðastræti 37 (01.161.109) 101204 Mál nr. BN052383
GAMMA Capital Management hf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka þakhæð til suðurs, endurnýja þök og gera þaksvalir, byggja steyptan garðskála með kjallara austast í lóðinni og endurgera og stalla garð við hús á lóð nr. 37 við Garðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2017.
Stækkun eldra húss: 37,4 rúmm.
Garðskáli: 190,2 ferm., 680 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Gerðarbrunnur 12-14 (05.056.402) 206053 Mál nr. BN052797
RK bygg ehf., Furuási 14, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037559, um er að ræða breytingu á byggingarlýsingu þannig byggt verður úr einingum í stað staðsteypts parhúss á lóð nr. 12-14 við Gerðarbrunn.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Gissurargata 7 (05.113.704) 214852 Mál nr. BN052965
Guðmundur Karl Bergmann, Hverafold 27, 112 Reykjavík
Hugrún Davíðsdóttir, Hverafold 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri á lóð nr. 7 við Gissurargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2017.
Stærðir:
A-rými x ferm., x rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2017.
23. Grandagarður 7 (01.115.204) 100051 Mál nr. BN053124
Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
ROGA ehf, Fellstúni 20, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C fyrir 45 gesti í húsi á lóð nr. 7 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
24. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN053007
Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN050706 sem felst í breytingu á glerþaki og útliti viðbyggingar á norðurhlið á húsi á lóð nr. 7 við Grundargerði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
25. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN052631
Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III. teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins, sjá erindi BN050841, á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Með erindi BN050841 fylgdi hljóðvistarskýrsla og umsögn Minjastofnunar Íslands
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Haukdælabraut 10 (05.114.502) 214788 Mál nr. BN053084
Lilja Leifsdóttir, Ásvegur 17, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 10 við Haukdælabraut.
Stærðir: 275,3 ferm., 1.082,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
27. Hestháls 6-8 (04.323.101) 111035 Mál nr. BN053179
BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
EGG fasteignir ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunn fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 6-8 við Hestháls sbr. erindi BN052646.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áður en framkvæmd hefst skal hafa samráð við Veitur ohf. vegna mögulegra lagna við lóðamörk. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
28. Hverafold 49-49A (02.866.004) 110280 Mál nr. BN053104
Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík
Brynja Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi og skiptingu eigna 0201 og 0202 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 49 við Hverafold.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Hverafold 78 (02.862.501) 110237 Mál nr. BN053055
Magnús Magnússon, Hverafold 78, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri á milli íbúðarhúss og bílskúrs og sameina matshluta 01 og 02 í einn á lóð nr. 78 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Klettháls 5 (04.342.501) 188539 Mál nr. BN053052
Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga, sem er viðbygging á steyptum sökkli með burðarvirki úr stáli og hýsa mun lager, við hús á lóð nr. 5 við Klettháls.
Stækkun: 1.050,4 ferm., 9.770,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
31. Korngarðar 3 (01.323.201) 223775 Mál nr. BN053122
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða.
Stærð: A-rými 15.055,3 ferm., x rúmm.
B-rými x ferm. x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Kúrland 1-29 2-30 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN053125
Sigurbergur Kárason, Kúrland 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli sem verður úr 10 mm öryggisgleri á þar til gerðri stýrisbraut og opnast 85 % á íbúð 0101 í raðhúsi nr. 3 á lóð nr. 1-29, 2-30 við Kúrland.
Stækkun B rými: 10,5 ferm. , 26,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Laufásvegur 46 (01.185.107) 102145 Mál nr. BN053102
Þórey Bjarnadóttir, Laufásvegur 46, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna heimagistingar á 1. hæð og í mhl. 02 í húsinu á lóð nr. 46 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
34. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN052960
Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051000, um er að ræða breytingu og fjölgun á snyrtingum, eldhúsi er breytt í setustofu og innréttað nýtt eldhús á jarðhæð í gististað í flokki II, teg. gistiskáli á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
35. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN052419
Hörður Jóhannesson, Brúnavegur 5, 104 Reykjavík
Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga og hurð á suðurhlið, byggja skábraut fyrir aðgengi hreyfihamlaðra á norðurhlið og til að nýta hluta lóðar sem útiveitingasvæði við veitingastað í flokki II á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN053024
Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050215, breytt er fyrirkomulagi í eldhúsi og innra skipulagi í glerskála á bakhlið hótels á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir uppfærð brunahönnun dags. 8. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu með verslun á jarðhæð og gististað í flokki IV, teg. a - hótel á efri hæðum fyrir 104 gesti í 52 herbergjum og veitingastað í flokki II á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærð A-rými: 1.938,1 ferm., 6.441,4 rúmm.
B-rými 87,1 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26.06.2017 varðandi kvaðir um aðkomu fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
38. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051481
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á mhl. 01, sem í er veitingahús, verslun og íbúð, og mhl.02, sem er vörugeymsla, á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærðir: Mhl.01 : 454,9 ferm. Mhl.02 188,0 ferm. Alls: 642,9 ferm., 2.163,4 rúmm.
Sjá erindi BN051430 um byggingaráform.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN053118
Uppsalamenn ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Calvi ehf, Súluhöfða 10, 270 Mosfellsbær
Josephine Margaret Noble, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum fyrir gististað í flokki II tegund ? fyrir íbúðir 0201, 0202, 0301, 0302 og 0402 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
40. Laugavegur 86-94 (01.174.303) 101639 Mál nr. BN052941
Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti í rými 0101 í mhl. 01 á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Frestað.
Gera skal grein fyrir skilti á útlitsteikningu samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.
41. Lautarvegur 16 (01.794.103) 213561 Mál nr. BN053021
Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma, m.a. er útbúin útigeymsla og aðgengi að snyrtingu breytt á 3. hæð, hurðir settar á norðurhlið bílskúra, sorpgerði og þakkanti breytt, innréttað baðherbergi og eldhús í kjallara og stigi fjarlægður milli kjallara og 1. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lautarveg.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Jafnframt er erindi BN052450 fellt úr gildi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.
42. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN053137
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyf til að rífa mhl. 01, fastanúmer 200-2758 á lóð nr. 12 við Lækjargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 19. júní 2017 fylgir.
Niðurrif : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN053161
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052471 vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN052426
Ólöf Sigurðardóttir, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Stígur Snæsson, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta geymslum í vinnurými og innrétta baðherbergi í þeim í húsi á lóð nr. 15 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Ólafsgeisli 14-18 (04.126.502) 186348 Mál nr. BN053046
Jón Björgvin Stefánsson, Ólafsgeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðausturhlið með loftræstri báruálklæðningu í ljósum lit á tilheyrandi upphengikerfi og einangra að utan með 50 mm steinullareinangrun á húsinu nr. 16 á lóð nr. 14 til 18 við Ólafsgeisla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4 júlí 2017 fylgir
Samþykki frá Ólafsgeisla 14, 16 og 18 dags. 16. maí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN053107
Reitir Hótel Borg ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052122 þar sem kemur fram færsla á vöskum og handlaugum sem og lagfæring á brunamerkingum á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Sifjarbrunnur 2-8 (02.695.602) 206109 Mál nr. BN053123
HH byggingar ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús á pöllum á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.
Stærð: Mhl. 01: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 02: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 03: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 04: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Samtals: 916.0 ferm., 2.976,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Skaftahlíð 13 (01.273.014) 103623 Mál nr. BN053108
Eva Rós Baldursdóttir, Skaftahlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa steyptan stoðvegg 80 cm háan sem afmarkar sérafnotaflöt fyrir íbúð 0001 og koma fyrir hurð út frá eldhúsi í húsi á lóð nr. 13 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda fylgir ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Skarphéðinsgata 6 (01.243.203) 103100 Mál nr. BN053001
Jakobína Edda Sigurðardóttir, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
Gunnar Eiríksson, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka ásamt því að breyta gluggum og hurðum á bílskúr lóð nr. 6 við Skarphéðinsgötu.
Samþykki fylgir ódagsett og umboð frá Gunnhildi Hörpu Gunnarsdóttir sem veitir Gunnari Þór umboð til að fara með atkvæði í hússtjórn.
Stækkun: 19,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 01 dags. 20. mars 2017 og 03 dags. 2. júlí 2017.
50. Skipholt 31 (01.251.004) 103433 Mál nr. BN053036
Víðsjá-kvikmyndagerð ehf, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera bruggverksmiðju í mhl. 02 rými 0101 sem í dag er vörugeymsla og fá samþykktar útitröppur og áður útfærða gönguhurð á austur hlið á húsinu á lóð nr. 31 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 171101, 171102, 171103, 171104 dags. 22. júní 2017.
51. Sólheimar 29-35 (01.433.503) 105283 Mál nr. BN053112
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052160 sem felst í því að hluta þvottahúss verður breytt í sameiginlega geymslu og veggur milli íbúða á 1. hæð í nr. 35 hliðrast um 1 metra í húsi á lóð nr. 29-35 við Sólheima.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
52. Sólvallagata 18 (01.160.212) 101160 Mál nr. BN052855
Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Sævar Magnús Birgisson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.
Sjá umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.09.2016 við fsp. BN051294.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 001, 002 dags. 1. júní 2017.
53. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN052805
Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.
Fylgigögn með erindi eru:
Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.
Bréf arkitekts dags. 18.04.2017.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.
Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.
Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.
Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
54. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN052609
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051319 sem felst í því að hætt er við bogadregið þakskyggni ofan á þaki og gluggum á vesturhlið er breytt ásamt því að hætt er við stoðveggi á lóð í húsi á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Vesturbrún 10 (01.380.205) 104743 Mál nr. BN053088
Snorri Már Skúlason, Vesturbrún 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu, mhl. 03, fyrir aftan núverandi bílskúr, stækka svalir á vesturhlið á mhl.01 og brunahólfa íbúðir milli stigagangs í húsi á lóð nr. 10 við Vesturbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Nýbygging, mhl. 03: 57,2 ferm., 160,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
56. Vitastígur 10A (01.173.117) 101534 Mál nr. BN051060
Sham Ísland ehf, Nýlendugötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á leyfi til að byggja við hús 10A, innrétta veitingastað í flokki l - teg. c veitingastofa fyrir 30 gesti og 1 starfsmann, sbr. erindi BN044948, á lóð nr. 10 við Vitastíg.
Stækkun 10 ferm., 30 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Víkurbakki 22-30 (04.604.203) 111739 Mál nr. BN053097
Helga Ingimarsdóttir, Víkurbakki 30, 109 Reykjavík
Ævar Einarsson, Víkurbakki 30, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á annari hæð með glerbyggingu, opna stofurými út í sólskála og færa stiga sem var áður samþykktur á suðvesturhorni á norðvesturhorn svala á húsi nr. 30 á lóð nr. 22-30 við Víkurbakka.
Samþykki sumra dags. 29. mars 2017 fylgir erindi.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
58. Vonarstræti 4B (01.141.208) 100899 Mál nr. BN053141
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 fastanúmer 200-2760 sem er bakhús á lóð nr. 4B við Vonarstræti.
{Bréf hönnuðar dags. 27. júní 2017 fylgir erindi.
Niðurrif: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053010
Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, um er að ræða kvist stígmegin og sólskála garðmegin ásamt breyttu innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
{Stækkun: 6.6 ferm., 28.3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
60. Krókháls Mál nr. BN053185
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að stofna nýja lóð við Krókháls.
Lóðin (staðgr. 4.140.601) er stofnuð með því að taka 49 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221449)
Lóðin (staðgr. 4.140.601) verður 49 m2 og fær landnúmer og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 20.10.2016, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 22.12.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 01. 2017.
Sjá tölvupóst frá OR-Veitum þann 16.05.2017 þar sem óskað er eftir mæliblaði.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
61. Mógilsárvegur Mál nr. BN053191
Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Mógilsárvegar 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) og til að stofna nýja lóð (staðgr. 34.176.802) við Mógilsárveg samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 10. 07. 2017.
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) er 1707 m²
Teknir -145 af lóðinni og bætt við jörðina Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 356 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 659 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) verður 2577 m²
Ný lóð Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802)
Nýja lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) er stofnuð með 1608 m² framlagi frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) verður 1608 m² og fær landnúmer og lóðanúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Í Þjóðskrá Ísland er jörðin Mógilsá (landnr. 125733) skráð 0 m² sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 03.05. 2017, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19. 05. 2017.
Sjá einnig meðfylgjandi póst frá Ríkiseignum frá 16.03.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
62. Þjónustum./Esjurætur (34.16-.-99) 206450 Mál nr. BN053190
Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Mógilsárvegar 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) og til að stofna nýja lóð (staðgr. 34.176.802) við Mógilsárveg samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 10. 07. 2017.
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) er 1707 m²
Teknir -145 af lóðinni og bætt við jörðina Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 356 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Bætt 659 m² við lóðina Mógilsárvegur 1 frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur 1 (staðgr. 34.175.501, landnr. 206450) verður 2577 m²
Ný lóð Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802)
Nýja lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) er stofnuð með 1608 m² framlagi frá jörðinni Mógilsá (landnr. 125733)
Lóðin Mógilsárvegur (staðgr. 34.176.802) verður 1608 m² og fær landnúmer og lóðanúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Í Þjóðskrá Ísland er jörðin Mógilsá ( landnr. 125733) skráð 0 m² sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 03.05. 2017, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19. 05. 2017.
Sjá einnig meðfylgjandi póst frá Ríkiseignum frá 16.03.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:14
Björgvin Rafn Sigurðarson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Áróra Árnadóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 18. júlí kl. 10:44 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 933. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir og Sigríður Maack
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arngrímsgata 5 (01.550.701) 221201 Mál nr. BN052975
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja "Hús íslenskra fræða" sem verður þrjár hæðir og kjallari auk bílakjallara fyrir 60 bíla, staðsteypt og klætt cortenstáli, ásamt því að innrétta veitingastað í flokki l - tegund c, á lóð nr. 5 við Arngrímsgötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 16. maí 2017 og skýringasett sem sýnir breytingar frá áður samþykktu erindi BN044048.
Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Eflu dags. 12.05.2017.
Stærð, A-rými: 6.464,5 ferm., 28.415,4 rúmm.
B-rými: 2.271,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
2. Bergstaðastræti 45 (01.184.401) 102065 Mál nr. BN053111
Bergstaðastræti 45,húsfélag, Bergstaðastræti 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið húss á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti .
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Borgartún 28 (01.230.101) 102912 Mál nr. BN053158
HEK ehf., Strandgötu 11, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050166, m.a. gluggar á jarðhæð breytast, efsta hæð verður klædd flísum í stað timburs, gólf hjólageymslu í kjallara er hækkað og skábraut í bílakjallara verður ekki steypt heldur malbikuð í nýbyggingu á lóð nr. 28A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN053168
Samband íslenskra sveitarfélaga, Pósthólf 8100, 128 Reykjavík
Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Pósthólf 8100, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur skiltum á norðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 30 við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053048
Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu í bílakjallara á hæð -1 við norðvestur hlið hótels í Þórunnartúni 1 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Bæjarflöt 8 (02.575.802) 179487 Mál nr. BN052607
Blikalón ehf, Bæjarflöt 8A, 112 Reykjavík
Einar Þór Hauksson, Vesturfold 38, 112 Reykjavík
Sagtækni ehf, Bollagörðum 83, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um áður gerðar breytingar sem felast í því að opnað hefur verið á milli eignarhluta 0103 og 0104 og þeir nýttir sem einn auk þess sem milliflötur í eignarhluta 0101 hefur verið stækkaður í húsi á lóð nr. 8 við Bæjarflöt.
Stækkun milliflatar 0101 24,0 ferm.
Stækkun milliflatar 0105 41,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Dalbraut 1 (01.350.006) 104124 Mál nr. BN053156
D.P veitingar ehf., Álfheimum 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokk ? tegund ? í rými á 1. hæð sem áður var bakarí/kaffihús í húsinu á lóð nr. 1 við Dalbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053164
Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka viðbyggingu, sjá erindi BN052369, við hús á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Döllugata 13 (05.113.103) 214843 Mál nr. BN053115
Berglind Helgadóttir, Gefjunarbrunnur 13, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílageymslu, steinsteypt, einangrað og klætt að utan með láréttum álplötum á lóð nr. 13 við Döllugötu.
Varmatapsútreikningar dags. 25. júní 2017 fylgir.
Stærð: 1. hæð 172,8 ferm., 483,9 rúmm. 2. hæð 124,0 ferm., 456,9 rúmm. Bílgeymsla 41,7 ferm., 145,3 rúmm.
Samtals: 338,5 ferm., 1.120,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Döllugata 5 (05.113.603) 214839 Mál nr. BN053117
Bjarki Már Hinriksson, Friggjarbrunnur 34, 113 Reykjavík
María Jóhannsdóttir, Friggjarbrunnur 34, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílageymslu, klætt frostþolnum flísum á lóð nr. 5 við Döllugötu.
Stærð: 1. hæð 167,0 ferm., 484,3 rúmm., 2. hæð 120,2 ferm., 492,7 rúmm. Bílageymsla: 40,0 ferm., 116,0 rúmm.
Samtals: 327,3 ferm., 1.170,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN053096
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 17, 18 og 19 í einn mhl. sem verður að mhl. 17 og breyta 8 íbúðum í leikskóladeildir, byggja við til að tengja þau saman og breyta skipulagi í eldhúsi og kaffistofu starfsmanna á leikskóladeild í húsunum nr. 30, 32 og 34 á lóð nr. 2 -34 við Eggertsgötu.
Hljóðvistargreinargerð dags. 14.06.2017 fylgir.
Bréf frá hönnuði dags. 11. júlí 2017 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun hús er: 229,6 ferm., 701,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN052781
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643 þar sem innra skipulagi í 1. áfanga er breytt og útidyr, geymslur, sorpgeymslur og hjóla- og vagnageymsla færðar til og í 2. áfanga innréttað lagnarými í stað jarðvegsfyllingar, fyrirkomulagi baðherbergja breytt og gluggar stigahúss gerðir opnanlegir, ásamt því að þakformi lyftustokka í 1. og 2. áfanga er breytt í fjölbýlishúsum á Frakkastígsreit á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Stærðarbreyting: 30,7 ferm., -382,6 rúmm.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. apríl 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Framnesvegur 42A (01.133.415) 100293 Mál nr. BN053217
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Ellert Kristófer Schram, Langalína 10, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 á lóð nr. 42A við Framnesveg.
Niðurrif: 78,5 ferm., og 223 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052602
DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja upp nýjan eldsneytistank ofanjarðar fyrir bensín og tengja með lögnum að afgreiðslubúnaði á bryggju við Norðurbugt.
Bensíngeymir: 7,3 ferm., 12,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Grandagarður 7 (01.115.204) 100051 Mál nr. BN053124
Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
ROGA ehf, Fellstúni 20, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 7 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN053105
Grensásvegur 16A ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2 hæðir ofan á núverandi hús ásamt tveimur hæðum ofan á mhl. 03, klæða hús að utan með álklæðningu og breyta innra fyrirkomulagi í gististað í flokki lV, annars vegar tegund a, með 57 herbergjum ætlað fyrir 120 gesti, og hins vegar í tegund d, með 10-14 manna herbergjum fyrir 136 gesti, í húsi á lóð nr. 16A við Grensásveg.
Stækkun:
A-rými 1.550,5 ferm., 5.820,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
17. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN050628
iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Grensásvegur 16A ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 03, fastanr. 201-5642 merkt 0101, bílastæðahús 541,2 ferm.,
Erindi fylgir ástandsskoðun frá VHÁ dags. 21. febrúar 2017.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
18. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN052544
iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Hverasól ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Grensásvegur 16A ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýja tveggja hæða bílgeymslu, mhl.04, í stað eldri bílgeymslu, með aðkomu frá Fellsmúla, þar sem neðri hæðin með 16 bílastæðum mun tilheyra Grensásvegi 16A og sú neðri með 13 bílastæðum mun tilheyra Síðumúla 39, á lóð nr. 16 A við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 fylgir erindinu.
Stækkun: 993,3 ferm., 3.129,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN052543
iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Hverasól ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná Síðumúla 39, mhl. 02, og tvær hæðir ofaná vestari hluta bílgeymslu, mhl. 04 og innrétta 35 íbúðir og rými fyrir atvinnu á jarðhæð húss á lóð nr. 16A við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 fylgir erindinu.
Stækkun: 1.474,8 ferm., 4.647,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
20. Grettisgata 3 og 3A (01.171.507) 101423 Mál nr. BN053167
Lilja Jónasdóttir, Markarflöt 12, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052668 v/lokaúttektar, breytt er fyrirkomulagi í eldhúsi veitingastaðar í húsi nr. 3 á lóð nr. 3 - 3A við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
21. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN053007
Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN050706 sem felst í breytingu á glerþaki og útliti viðbyggingar á norðurhlið á húsi á lóð nr. 7 við Grundargerði.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
22. Gylfaflöt 22 (02.576.304) 179494 Mál nr. BN053155
Húsafl sf., Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052742, um er að ræða breytingu á á uppgefinni stærð stækkunar í byggingarlýsingu húss á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.
Stækkun var: 106,4 ferm.
Stækkun er 46,9 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN053163
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN048060 sem felst í að kalt ker í spa er tekið út, móttaka færð og lokað milli Hafnarstrætis 17 og 19 ásamt því að tengingu milli herbergja á 2. hæð timburhúss er breytt í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
24. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN053162
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN048059 sem felst í því að móttaka er færð í Hafnarstræti 17 og verslun stækkuð, stigi í svítu milli 3. og 4. hæðar er tekinn út ásamt hurð út á þaksvalir í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
25. Haukdælabraut 10 (05.114.502) 214788 Mál nr. BN053084
Lilja Leifsdóttir, Ásvegur 17, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 10 við Haukdælabraut.
Stærðir: 275,3 ferm., 1.082,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Hádegismóar 6 (04.411.401) 213068 Mál nr. BN053211
Snæland Grímsson ehf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunn fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 6 við Hádegismóa, sbr. erindi BN051971.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
27. Hjarðarhagi 2-6 (01.552.401) 106511 Mál nr. BN053148
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö hjólaskýli úr járni og timbri við göngustíg milli VR1 og VR2 á lóð nr. 2-6 við Hjarðarhaga.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
28. Hólaberg 86 (04.674.204) 112210 Mál nr. BN052786
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hús til vesturs og breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 86 við Hólaberg.
Stækkun: A-rými 154,7 ferm., 648,9 rúmm.
Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 30.11.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
29. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN053126
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052751 þannig að byggður er lyftustokkur og anddyri og til að byggja skábraut við suðurhlið Hjúkrunarskólans , Eiríksgötu 34A á lóðinni Hringbraut Landsp.
Stækkun: 32,6 ferm., 104,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
30. Hverafold 78 (02.862.501) 110237 Mál nr. BN053055
Magnús Magnússon, Hverafold 78, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri á milli íbúðarhúss og bílskúrs og sameina matshluta 01 og 02 í einn á lóð nr. 78 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun 7,8 ferm., 46,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN053160
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera undirgang í gegnum framhús og byggja fjögurra hæða hús á baklóð og innrétta þar gististað í flokki II, teg. G fyrir 38 gesti á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Jafnframt eru erindi BN051156 og BN052931 dregin til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hverfisgata 98 (01.174.101) 101579 Mál nr. BN053134
Good Luck ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til innrétta kaffihús á jarðhæð fyrir 15 gesti í húsi nr. 98 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN052222
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum sem eru að gerð hefur verið aksturshurð á norðurhlið inn í rými 0105, hluti af millilofti 0106 rifinn og byggt nýtt milliloft, 0107, í rými 0105 í húsi á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Milliloft 0106 minnkar: 33,6 ferm.,
Milliloft 0107, nýtt: 83,0 ferm. Stækkun samtals 40,1 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Kúrland 1-29 2-30 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN053125
Sigurbergur Kárason, Kúrland 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli sem verður úr 10 mm öryggisgleri á þar til gerðri stýrisbraut íbúð 0101 í raðhúsi nr. 3 á lóð nr. 1-29, 2-30 við Kúrland.
Stækkun, B rými: 10,5 ferm. , 26,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
35. Langholtsvegur 138 (01.441.104) 105426 Mál nr. BN053138
Jón Benjamín Einarsson, Langholtsvegur 138, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr tré klætt með stálklæðningu á norðurhlið og byggja sólskála á suðurhlið hússins og einnig er gerð grein fyrir gróðurhúsi, pöllum og heitum potti á lóð nr. 138 við Langholtsveg.
Stækkun anddyri og sólstofu: XX fem., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Laugarnesvegur 39 (01.360.010) 104502 Mál nr. BN052813
Sigurbjörg Jónsdóttir, Laugarnesvegur 39, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fá ósamþykkta íbúð í kjallara, rými 0002, samþykkta sem íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 39 við Laugarnesveg.
Jákvæð fyrirspurn BN05778 dags. 20. júní 2016, samþykki meðeigenda ódagsett og íbúðarskoðun dags. 19. apríl 2016 fylgja erindi.
Greiða þarf fyrir eitt bílastæði.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN053120
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum og klæða með kopar götuhlið jarðhæðar Skólavörðustígs 1A á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir uppfærð brunahönnun frá Eflu dags. 11. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
38. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN052989
Nostra Veitingahús ehf., Meistaravöllum 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051424, um er að ræða minni háttar breytingu á innra skipulagi veitingahúss á 2. hæð á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
39. Laugavegur 86-94 (01.174.303) 101639 Mál nr. BN052941
Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti í rými 0101 í mhl. 01 á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2017.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
40. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN053181
X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra skipulagi í móttöku, sjá erindi BN050763 í gististað í flokki II á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Litlagerði 9 (01.836.010) 108630 Mál nr. BN053044
Arnar Freyr Halldórsson, Litlagerði 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr með varmamótum á lóð nr. 9 við Litlagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2017.
Stærð 56,6 ferm., 182,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2017.
42. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN053059
Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sem skagar út yfir neðanjarðar geymslurými í kjallara og bílastæði annarrar hæðar sunnan megin á lóð, fimm hæða tengibyggingu við núverandi byggingu ásamt því að stækka inndregna fimmtu hæð, útbúa nýjan inngang á norðurhlið jarðhæðar og byggja tveggja metra breitt skyggni á verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. júní 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
Stækkun: A rými 2.227,8 ferm. XX rúmm.
B rými: XX ferm., og XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
43. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN053130
M3 Capital ehf., Laugarásvegi 69, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir úr timbri, innrétta tvær íbúðir og gera svalir á hluta þaks húss á lóð nr. 3 við Norðurstíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. apríl 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Ólafsgeisli 14-18 (04.126.502) 186348 Mál nr. BN053046
Jón Björgvin Stefánsson, Ólafsgeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðausturhlið með loftræstri báruálklæðningu í ljósum lit á tilheyrandi upphengikerfi og einangra að utan með 50 mm steinullareinangrun á húsinu nr. 16 á lóð nr. 14 til 18 við Ólafsgeisla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4 júlí 2017 fylgir
Samþykki frá Ólafsgeisla 14, 16 og 18 dags. 16. maí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN053107
Reitir Hótel Borg ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052122 þar sem kemur fram færsla á vöskum og handlaugum sem og lagfæring á brunamerkingum á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Sifjarbrunnur 2-8 (02.695.602) 206109 Mál nr. BN053123
HH byggingar ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús á pöllum á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.
Stærð: Mhl. 01: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 02: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 03: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Mhl. 04: 229,0 ferm., 744,2 rúmm.
Samtals: 916.0 ferm., 2.976,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Sigtún 40 (01.366.101) 104707 Mál nr. BN053157
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Helgaland ehf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 6 fjölbýlishús, mhl.02-07, með verslun og þjónustu á 1. hæð við Sigtún, ásamt bílakjallara, mhl.01, á lóð nr. 40 við Sigtún.
Stærðir:
Bílakjallari: Mhl.01 A-rými 0 ferm., 0 rúmm. B-rými 7.017,3 ferm., 28.030,0 rúmm.
Hús nr. 30: Mhl.02 A-rými 2.827,3 ferm., 9.501,1 rúmm. B-rými 146,0 ferm., 426,1 rúmm.
Hús nr. 32: Mhl.03 A-rými 4.646,5 ferm., 15.573,2 rúmm. B-rými 226,7 ferm., 379,2 rúmm.
Hús nr. 34: Mhl.04 A-rými 1.105,0 ferm., 3.767,8 rúmm. B-rými 13,8 ferm., x rúmm.
Hús nr. 36: Mhl.05 A-rými 1.117,1 ferm., 3.855,9 rúmm. B-rými 25,6 ferm., 37,1 rúmm.
Hús nr. 38: Mhl.06 A-rými 2.229,8 ferm., 7.683,3 rúmm. B-rými 311,5 ferm., 1.084,4 rúmm.
Hús nr. 40: Mhl.07 A-rými 4.928,2 ferm., 16.544,6 rúmm. B-rými 419,6 ferm., 1.307,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
48. Sogavegur 73-75 (01.811.201) 107823 Mál nr. BN052684
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða fjölbýlishús, auk kjallara, með 19 íbúðum ásamt því að rífa núverandi hús á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.
Stærðir:
A-rými: 2.526,9 ferm., 8.692,2 rúmm.
B-rými: 16,2 ferm., 51,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
49. Sogavegur 77 (01.811.202) 186150 Mál nr. BN052837
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 26 íbúðum auk bílgeymslu í kjallara á lóð nr. 77 við Sogaveg.
Stærðir:
A-rými 3.676,3 ferm., 12.041,9 rúmm.
B-rými 37,9 ferm., 113,7 rúmm.
Greinargerð um hljóðvist dags. desember 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Sóleyjargata 31 (01.197.414) 102749 Mál nr. BN053202
Dalfoss ehf., Sóleyjargötu 31, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa frá vesturhlið kjallara að hluta og gera gólfsíða glugga með útgengi í garð, breyta innra skipulagi í móttöku á 1. hæð og stækka kjallaraglugga á suðurhlið og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili á lóð nr. 31 við Sóleyjargötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
51. Sólvallagata 2 (01.160.314) 101176 Mál nr. BN053169
Andri Már Ingólfsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með þaksvölum á bakhlið, nýjan kvist einnig á bakhlið, skýli fyrir reiðhjól við bílskúr, breikka kjallaraglugga og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. júlí 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. apríl 2017 og bréf hönnuðar dags. 5. júlí 2017.
Stækkun: 37,6 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
52. Tindasel 3 (04.934.103) 112898 Mál nr. BN053139
Grænir skátar ehf., Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo tuttugu feta gáma á bílastæði á lóð nr. 3 við Tindasel.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN053159
Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051820, m.a. eru svalir 5. hæðar færðar til samræmis við svalir 4. hæðar, geymsla á þaksvölum er felld niður, innra skipulagi íbúðar á 5. hæð er breytt og krosslímtré verður notað í stað steypu í burðarvirki 5. hæðar íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN053183
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052470, um er að ræða breytingar á opnun í vegg á snyrtingu í veitingahúsi á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
55. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN053127
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu og vörumóttöku í rými 0102 og sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka dyraopi á lóðamörkum að Laugavegi, byggja nýja flóttaleið út á þak lágbyggingar, innrétta efri hæð sem bruggsvæði, breyta tegund veitingastaðar í teg. a og b fyrir 180 gesti og koma fyrir aðstöðu til útiveitinga fyrir 56 gesti á torgi framan við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. júní 2017.
Jafnframt er erindi BN052811 dregið til baka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN053142
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051127, um er að ræða breytingu á íbúð 0102, breytt uppbygging svala og lagfærð byggingarlýsing í gististað í húsi nr. 9A á lóð nr. 9 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
57. Vitastígur 10A (01.173.117) 101534 Mál nr. BN051060
Sham Ísland ehf, Nýlendugötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við hús nr. 10A, innrétta veitingastað í flokki l - teg. c veitingastofa, fyrir 30 gesti og 1 starfsmann, sbr. erindi BN044948, á lóð nr. 10 við Vitastíg.
Stækkun 10 ferm., 30 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
58. Víkurbakki 22-30 (04.604.203) 111739 Mál nr. BN053097
Helga Ingimarsdóttir, Víkurbakki 30, 109 Reykjavík
Ævar Einarsson, Víkurbakki 30, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á annarri hæð með glerbyggingu, opna stofurými út í sólskála og færa stiga sem var áður samþykktur á suðvesturhorni á norðvesturhorn svala á húsi nr. 30 á lóð nr. 22-30 við Víkurbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
Samþykki sumra dags. 29. mars 2017 fylgir erindi.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
59. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053010
Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, og til að byggja kvist stígmegin og sólskála garðmegin og breyta innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
Stækkun: 6.6 ferm., 28.3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
60. Bergstaðastræti 25 (01.184.415) 102075 Mál nr. BN053212
Ránarhóll ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á meðfylgjandi uppdrætti dagsettum 14.07.2017 sem er hluti lóðauppdráttar með staðgr. 1.184.4.
Umsóknin er vegna Bergstaðastrætis 25 (staðgreinir 1.184.415, landnr. 102075).
Við gerð uppdráttarins þá varpaði landupplýsingadeild lóðunum í hnitakerfi Reykjavíkur eftir rannsóknarvinnu. Við það breyttist stærð lóðarinnar.
Í fasteignaskrá er lóðin skráð 118,4 m2 en verður eftir vörpun 122 m2.
Sjá meðfylgjandi tölvupóst frá 2.6.2017 þar sem óskað er eftir gerð verksins.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
61. Kirkjustétt 18-22 (04.135.102) 187985 Mál nr. BN053213
Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Kirkjustéttar 18 - 22 (staðgr. 4.135.102, landnr. 187985) samanber meðfylgjandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettir 14. 07. 2017.
Lóðin Kirkjustétt 18 - 22 (staðgr. 4.135.102, landnr. 187985) er 1050 m².
Bætt er 55 m² við lóðina Kirkjustétt 18 - 22.
Lóðin Kirkjustétt 18 - 22 (staðgr. 4.135.102, landnr. 187985) verður 1105 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 07.05. 2010, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. 06. 2010.
Sjá einnig meðfylgjandi tölvupóst frá fulltrúa lóðahafa 21.06.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fyrirspurnir
62. Framnesvegur 16 (01.133.230) 100259 Mál nr. BN053178
Sigurður Hilmar Ólafsson, Noregur, Spurt er hvort gera þurfi skráningartöflu af mhl. 70 á lóð nr. 16 við Framnesveg.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
63. Sólheimar 28 (01.435.110) 105317 Mál nr. BN053182
Haukur Hinriksson, Sólheimar 28, 104 Reykjavík
Spurt er hvort sækja þurfi um byggingarleyfi til að stækka glugga og gera hurð út í garð á jarðhæð þríbýlishúss á lóð nr. 28 við Sólheima.
Afgreitt.
Já, sækja þarf um byggingarleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:37
Björgvin Rafn Sigurðarson
Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack
Skúli Þorkelsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 25. júlí kl. 10:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 934. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir og Sigríður Maack.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN053029
Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta út útidyrahurð í móttöku og koma fyrir rafdrifinni snúningshurð með flóttahurð til hliðar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN053132
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1., 2. og 3. hæðar, m.a. færa inngangshurð framar og gera vindfang og koma fyrir opnanlegum gluggafögum á suðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 3 við Ármúla.
Stækkun: 46,1 ferm., 38,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Ásvallagata 15 (01.162.302) 101275 Mál nr. BN053136
Ásvallagata 15,húsfélag, Ásvallagötu 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa svalir með stálhandriðum á garðhlið og síkka gluggagöt til að koma fyrir hurð út á svalirnar á íbúðum 0201 og 0301 í húsinu á lóð nr. 15 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 25. júní 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta A-0101 dags. 25. júní 2017.
4. Bárugata 37 Bræðra 13 (01.135.401) 100479 Mál nr. BN053114
Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, Bræðraborgarstígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta burðarveggjar í íbúð á 1. hæð og styrkja plötu 2. hæðar með stálbita húsi nr. 13 við Bræðraborgarstíg á lóð nr. 37 við Bárugötu.
Bréf hönnuðar dags. 14.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
5. Bergþórugata 7 (01.190.225) 102428 Mál nr. BN053222
ÞV eignir ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 1. hæð og kjallara í tvær aðskildar íbúðir, lækka gólf plötu í kjallara, grafa frá suðurhlið og síkka glugga í kjallara ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi íbúða í húsi á lóð nr. 7 við Bergþórugötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 04.07.2017 fylgir erindi.
Samþykki meðeigenda dags. 13.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Blikastaðavegur 2-8 204782 Mál nr. BN053201
Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052943 sem felst í breytingu á starfsmannaaðstöðu og móttöku í bili I og J (mátlínur 11-15) ásamt fjölgun á vöruhurðum í húsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053225
HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN035574 vegna lokaúttektar sem felast í því að á 1. hæð er eldvarnarhurð sett að lyftustokki og staðsetning rennihurðar og útljósa breytt og á 3. og 15. hæð er staðsetningu útljósa breytt í húsi á lóð nr. 2 við Katrínartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal yfirlýsingu, áritaðri um samþykki forvarnarsviðs SHS varðandi eignarhald og rekstur öryggiskerfa, sbr. bréf forvarnarsviðs SHS dags. 11. júní 2007.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Brekkugerði 10 (01.804.407) 107755 Mál nr. BN053200
Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á austurhlið þar sem í verður vetrargarður og baðhús í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Brekkugerði.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2015.
Stækkun: 84,4 ferm., 238,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Bugðulækur 7 (01.343.313) 104012 Mál nr. BN053203
Steinunn Þrúður Hlynsdóttir, Klapparhlíð 13, 270 Mosfellsbær
Magnea I Sigurhansdóttir, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Bugðulæk.
Bréf hönnuðar dags. 11.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Bæjarflöt 8 (02.575.802) 179487 Mál nr. BN052607
Blikalón ehf, Bæjarflöt 8A, 112 Reykjavík
Einar Þór Hauksson, Vesturfold 38, 112 Reykjavík
Sagtækni ehf, Bollagörðum 83, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um áður gerðar breytingar sem felast í því að opnað hefur verið á milli eignarhluta 0103 og 0104 og þeir nýttir sem einn, auk þess sem milliflötur í eignarhlutum 0101 og 0105 hafa verið stækkaðir, í húsi á lóð nr. 8 við Bæjarflöt.
Stækkun milliflatar 0101 24,0 ferm.
Stækkun milliflatar 0105 41,8 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Dalbraut 12 (01.344.501) 104042 Mál nr. BN053166
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta uppbyggingu þaks, klæða að utan með flísum og skipta um glugga í mhl. 01 í Barna- og unglingageðdeild á lóð nr. 12 við Dalbraut.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Döllugata 3 (05.113.602) 214838 Mál nr. BN053218
Sigurbjörn I Guðmundsson, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík
Rakel Björk Gunnarsdóttir, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 3 við Döllugötu.
Stærðir:
A-rými 330,2 ferm., 1.192,6 rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
13. Efstaleiti 4 (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053226
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 01 og 04, með alls 78 íbúðum á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 01 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 04 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Efstaleiti 4 (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053223
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með alls 50 íbúðum, áamt bílakjallara, mhl. 05 með 82 bílastæðum, á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 02 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 03 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 05 A-rými 2.876,0 ferm., 8.729,7 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Efstasund 78 (01.410.007) 104968 Mál nr. BN053215
Pétur Sigurður Gunnarsson, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Aðalheiður Pálmadóttir, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Pálmi Hlöðversson, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, stækka kvist lítillega, stækka þakglugga til norðurs, breyta innra skipulagi í risi og breyta aðkomu að áður samþykktri íbúð í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 78 við Efstasund.
Erindi fylgir samþykki eigenda Efstasunds 76 og 80 og Langholtsvegar 83 ódagsett.
Stækkun: 14,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16. Fáfnisnes 1 (01.675.008) 106889 Mál nr. BN053189
Arnfríður Sigurðardóttir, Fáfnisnes 1, 101 Reykjavík
Guðbjartur P Guðbjartsson, Fáfnisnes 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála við suðausturhlið og til að innrétta vinnustofu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 1 við Fáfnisnes.
Sólskáli: 16,9 ferm., 41,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN052967
HB eignir ehf., Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN035242 vegna lokaúttektar þannig að geymslum er breytt í baðherbergi og verandir eru stækkaðar á lóð nr. 10-12 við Friggjarbrunn.
Samþykki meðeigenda dags. 1. júlí 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN053195
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í verbúð nr. 7 á lóð nr. 7-7c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grandagarður 7 (01.115.204) 100051 Mál nr. BN053124
Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
ROGA ehf, Fellstúni 20, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 7 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
20. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 28. desember 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu.
Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 3, 5, 7, 9, 10, 12A og 14 og Síðumúla 31, 33 og 35.
Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN053007
Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN050706 sem felst í breytingu á glerþaki og útliti viðbyggingar á norðurhlið á húsi á lóð nr. 7 við Grundargerði.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Gylfaflöt 6 (02.578.203) 224862 Mál nr. BN053174
Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús, eina hæð með milligólfi úr forsteyptum einingum á lóð nr. 6 við Gylfaflöt.
Stærð: 921,1 ferm., 6.059,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Gylfaflöt 8 (02.578.403) 224863 Mál nr. BN053175
Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús, eina hæð með milligólfi úr forsteyptum einingum á lóð nr. 8 við Gylfaflöt.
Stærð: 890,1 ferm., 5.224,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN053163
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN048060 sem felst í að kalt ker í spa er tekið út, móttaka færð og lokað milli Hafnarstrætis 17 og 19 ásamt því að tengingu milli herbergja á 2. hæð timburhúss er breytt í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Skilyrt er að fyrir útgáfu byggingarleyfis verði búið að sækja um og samþykkja byggingaráform á lóðinni nr. 19 við Hafnarstræti. Vegna sameignlegra aðkomu- og flóttaleiða, annarra öryggisatriða og aðgengis að tækni- og lagnarýmum skal fyrir útgáfu byggingarleyfis þinglýst yfirlýsingu þess efnis að eignarhald á lóðunum nr. 17 við Hafnarstræti og á lóðinni nr. 19 við Hafnarstræti verði ávallt allt á einni hendi. Skal yfirlýsingunni þinglýst á báðar framangreindar lóðir.
25. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN053162
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN048059 sem felst í því að móttaka er færð í Hafnarstræti 17 og verslun stækkuð, stigi í svítu milli 3. og 4. hæðar er tekinn út ásamt hurð út á þaksvalir í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Hagamelur 34 (01.540.317) 106310 Mál nr. BN053131
Kjartan Ingvarsson, Hagamelur 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka og stækka svalir á suðurhlið á 1., 2. og 3. hæð, gera glugga á 2. og 3. hæð austurgafls, flytja eldhús í íbúð á 3. hæð og opna á milli stofu og eldhúss í húsi á lóð nr. 34 við Hagamel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
27. Hátún 3 (01.223.012) 102887 Mál nr. BN053176
Jónas Stefánsson, Hátún 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs og austurs, hækka þak, byggja kvisti og svalir og innrétta þrjár íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hátún.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Heiðargerði 27 (01.801.105) 107613 Mál nr. BN053229
Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við hús á lóð nr. 27 við Heiðargerði.
Stækkun 38,2 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Holtsgata 16 (01.134.316) 100365 Mál nr. BN052288
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir á 2. hæð og færa snyrtingu á 1. hæð úr sameign inn í íbúð, sjá erindi BN035589, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Holtsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu.
Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2017 til og með 12. júlí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 14A og 18.
Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN052905
Kristján Már Atlason, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Arndís Guðjónsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
31. Hverafold 78 (02.862.501) 110237 Mál nr. BN053055
Magnús Magnússon, Hverafold 78, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri á milli íbúðarhúss og bílskúrs og sameina matshluta 01 og 02 í einn á lóð nr. 78 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Stækkun 7,8 ferm., 46,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN052222
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum sem eru að gerð hefur verið aksturshurð á norðurhlið inn í rými 0105, hluti af millilofti 0106 rifinn og byggt nýtt milliloft, 0107, í rými 0105 í húsi á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Milliloft 0106 minnkar: 33,6 ferm.,
Milliloft 0107, nýtt: 83,0 ferm.
Stækkun samtals 49,4 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Ingólfsstræti 21 (01.180.219) 101707 Mál nr. BN053150
Casa ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, innréttuð hafa verið svefnherbergi þar sem áður voru geymsla og vinnurými í rishæð einbýlishúss á lóð nr. 21 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Kirkjusandur 1-5 (01.340.301) 176690 Mál nr. BN053109
Kirkjusandur 1,3 og 5,húsfélag, Kirkjusandi 1-5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 0105, sem var áður leikstofa, í fótaaðgerðastofu og stækka það í húsinu nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Kirkjusand.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Kistumelur 9 (34.533.502) 206636 Mál nr. BN052851
Eignarhaldsfélagið Ögur ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að opnað er milli eignarhluta og flóttaleiðum breytt auk þess sem settir eru nýir gluggar á gaflveggi í húsi á lóð nr. 9 við Kistumel.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Klettháls 5 (04.342.501) 188539 Mál nr. BN053052
Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga, sem er viðbygging á steyptum sökkli með burðarvirki úr stáli og hýsa mun lager, við hús á lóð nr. 5 við Klettháls.
Stækkun: 1.050,4 ferm., 9.770,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Korngarðar 3 (01.323.201) 223775 Mál nr. BN053122
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða.
Stærð: A-rými 15.055,3 ferm., x rúmm.
B-rými x ferm. x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053196
Local ehf., Borgartúni 30, 101 Reykjavík
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki I, teg. c í einingu 111 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir minnisblað frá Verkís um brunavarnir dags. 13. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
39. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN053221
Þórir Bjarnason, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Þráinn Ómar Svansson, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kvisti á framhlið, byggja nýjan kvist á bakhlið og breyta gluggum á göflum í húsi á lóð nr. 77 við Laugarnesveg.
Sjá erindi BN046072
Stækkun A-rými 0 ferm., 24,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN053197
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra brunavarnir og innrétta gististað í fl. II, í íbúðum 0201, 0301, 0401 og 0501 í húsinu Skólavörðustíg 1A á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
41. Laugavegur 42 (01.172.223) 101478 Mál nr. BN052970
Kebab ehf., Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Húsfélagið Laugavegi 42, Pósthólf 82, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveimur skrifstofurýmum á 2. hæð í tvær íbúðir sem reknar verða sem gististaður í flokki ll - tegund g og ennfremur breyta íbúðum á 3. og 4. hæð í gististað í sama flokki og tegund ásamt því að byggja svalir á 3. hæð, bæta brunavarnir og endurnýja handrið, í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.
Samþykki eigenda dags. 20.02.2017 fylgir erindi.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.05.2017 við fyrirspurn SN170351 fylgir erindi., svo og umsögn Minjastofnunar dags. 13.07.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN053207
Reitir - hótel ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir veitingastað í flokki x - tegund x í rými 0104 í hóteli á lóð nr. 66-68 og 70 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
43. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN053137
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyf til að rífa mhl. 01, fastanúmer 200-2758 á lóð nr. 12 við Lækjargötu.
Bréf frá hönnuði dags. 19. júní 2017 og bréf frá 12. júlí 2017 um stærðir á niðurrifi fylgir. Undirrituð framkvæmdaáætlun dags. 24. júlí 2017 fylgir erindi.
Niðurrif : 2.271,7 ferm., 7.270, 0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
44. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN053161
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047983 vegna lokaúttektar sem felst í breytingu á greinargerð um brunahönnun og brunamerkingum á teikningum á húsi á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
45. Melgerði 22 (01.815.603) 108037 Mál nr. BN052910
Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Melgerði 22, 108 Reykjavík
Óðinn Bolli Björgvinsson, Melgerði 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná einbýlishús á lóð nr. 22 við Melgerði.
Stækkun: 55,,1 ferm., 515 rúmm.
Eftir stækkun: 230,2 ferm., 840,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Skaftahlíð 27 (01.274.009) 103636 Mál nr. BN051672
Hulda Ólafsdóttir, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að framlengja þak á kvisti og byggja nýtt svalahandrið á húsi á lóð nr. 27 við Skaftahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.09.2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Skarphéðinsgata 6 (01.243.203) 103100 Mál nr. BN053001
Jakobína Edda Sigurðardóttir, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
Gunnar Eiríksson, Hlaðhamrar 34, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka þak ásamt því að breyta gluggum og hurðum á bílskúr lóð nr. 6 við Skarphéðinsgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir ásamt umboði frá Gunnhildi Hörpu Gunnarsdóttir sem hún veitir Gunnari Þór til að fara með sitt atkvæði í hússtjórn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2017.
Stækkun: 19,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Sogavegur 73-75 (01.811.201) 107823 Mál nr. BN053244
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 73-75 við Sogaveg sbr. erindi BN052684.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Sogavegur 77 (01.811.202) 186150 Mál nr. BN053245
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 77 við Sogaveg sbr. erindi BN052837.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Stararimi 27 (02.523.106) 109314 Mál nr. BN053152
Haraldur Jónasson, Stararimi 27, 112 Reykjavík
Helga Gísladóttir, Stararimi 27, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu suðvestan við einbýlishús á lóð nr. 27 við Stararima.
Stækkun: 35,9 ferm., 114,88 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN053188
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við vöruhús 2 sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun: 484 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN052680
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengigang milli félagsrýmis íbúða aldraðra að Suðurlandsbraut 68-70 og hjúkrunarheimilis á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Stækkun: 14,7 ferm., 47,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
53. Súðarvogur 2 (01.450.003) 105599 Mál nr. BN053192
Gámakó hf., Berghellu 1, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að rífa matshluta 02 lóð nr. 2 við Súðarvog.
Niðurrif, mhl. 02: Fastanr. 202-3158 merkt 0101 iðnaður 286,9 ferm. og fastanr. 230-4700 merkt 0102 iðnaður 286,9 ferm.
Samtals niðurrif: 573,8 ferm., 2.618 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um sameiningu fasteigna að niðurrifi loknu til að unnt sé að taka matshlutann af skrá. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
54. Sæviðarsund 58-66 (01.358.303) 104487 Mál nr. BN053198
Íris Hrönn Sch. Einarsdóttir, Álfheimar 30, 104 Reykjavík
Sindri Már Finnbogason, Álfheimar 30, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hurð á norðurhlið, koma fyrir glugga í staðinn, byggja sorpgerði norðan við og breyta innra skipulagi í raðhúsi nr. 60 á lóð nr. 58-66 við Sæviðarsund.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Vitastígur 13 (01.174.233) 101635 Mál nr. BN053053
V-13 ehf, Vitastíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta núverandi eign sem er atvinnuhúsnæði í þrjár eignir og innrétta tvær íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt því að gera svalir á austurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Vitastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Víðimelur 56 (01.540.015) 106232 Mál nr. BN052857
Karen Lind Ólafsdóttir, Fálkaklettur 4, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð, lækka gólf í kjallara og byggja þar anddyri ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 56 við Víðimel.
Stækkun A-rými 49,7 ferm., 163,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
57. Vonarstræti 4B (01.141.208) 100899 Mál nr. BN053141
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 fastanúmer 200-2760 sem er bakhús á lóð nr. 4B við Vonarstræti.
Bréf hönnuðar dags. 27. júní 2017 og bréf dags. 12. júlí 2017 þar sem gefið er upp stærðir á niðurrif og fylgir erindi.
Niðurrif: 292,9 ferm., 820,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
58. Árland 10 Mál nr. BN053239
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð, Árland 10 (staðgr. 1.849.501, landnr. 225720).
Lóðin Árland 10 er stofnuð með því að taka 2271 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221488).
Lóðin Árland 10 (staðgr. 1.849.501, landnr. 225720) verður 2271 m2.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 10.05.2017, samþykkt í borgarráði þann 18.05.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.07.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
59. Fossvogsvegur Mál nr. BN053246
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð við Fossvogsveg með staðgr. 1.849.201 og landnr. 225721.
Lóðin Fossvogsvegur (staðgr. 1.849.201, landnr. 225721) er stofnuð með því að taka 4279 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221488).
Lóðin Fossvogsvegur (staðgr. 1.849.201, landnr. 225721) verður 4279 m2 og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 10.05.2017, samþykkt í borgarráði þann 18.05.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.07.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fyrirspurnir
60. Laufásvegur 41 (01.185.314) 102181 Mál nr. BN053224
Evelyne Nihouarn, Laufásvegur 41, 101 Reykjavík
Spurt er hvort bygging svala sem sýnd er á meðfylgjandi teikningu er fullnægjandi flóttaleið í gistiheimili á lóð nr. 41 við Laufásveg.
Nei.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:46
Björgvin Rafn Sigurðarson
Nikulás Úlfar Másson
Sigríður Maack
Sigrún Reynisdóttir
Skúli Þorkelsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 935. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Harri Ormarsson og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arngrímsgata 5 (01.550.701) 221201 Mál nr. BN052975
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja "Hús íslenskra fræða" sem verður þrjár hæðir og kjallari auk bílakjallara fyrir 60 bíla, staðsteypt og klætt cortenstáli, ásamt því að innrétta veitingastað í flokki l - tegund c, á lóð nr. 5 við Arngrímsgötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 16. maí 2017 og skýringasett sem sýnir breytingar frá áður samþykktu erindi BN044048.
Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Eflu dags. 12.05.2017.
Stærð, A-rými: 6.464,5 ferm., 28.415,4 rúmm.
B-rými: 2.271,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN053206
Hjálmar Guðmundsson, Klettagata 6, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í íbúð 0801 í húsi á lóð nr. 8 við Æsufell.
Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 14.06.2017 fylgir erindi ásamt samþykki stjórnar húsfélags dags. 11.07.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
3. Ásvallagata 28 (01.162.017) 101243 Mál nr. BN053210
101 Atvinnuhúsnæði ehf., Pósthólf 8126, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ofaná þaksvalir, lyfta þaki og hliðra til mæni, og byggja svalir á suðurhlið, færa fram útvegg eldri viðbyggingar á vesturhlið og innrétta fimm íbúðir ásamt ýmsum öðrum breytingum á innra skipulagi og útliti á einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Ásvallagötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Barónsstígur 25 (01.174.326) 101661 Mál nr. BN052890
Matador ehf., Þingholtsstræti 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu gististaðar í flokk II, teg. íbúð, fyrir 10 gesti, sjá erindi BN050401 í húsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
5. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN053255
Höfðaeignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, gera flóttadyr á vesturhlið og uppfæra brunavarnir í kjallara húss á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Brekkugerði 9 (01.804.203) 107735 Mál nr. BN053258
Sigurjón Björnsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Inex ehf., Skipholti 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign í tvö fastanúmer ásamt áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli kjallara og efri hæðar hefur verið lokaður af í húsi á lóð nr. 9 við Brekkugerði.
Sjá fyrirspurn BN052634.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN052369
Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, til að byggja einnar hæðar staðsteypta viðbyggingu sem nota á sem geymslu við austurhlið húss á lóð nr. 18-26 við Dragháls/Fossháls.
Tölvupóstur frá hönnuði þar sem hann óskar eftir að breyta um umsækjanda og greiðanda dags. 27. febrúar 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017.
Viðbygging: 319,7 ferm., 2.028,7rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Döllugata 7 (05.113.604) 214840 Mál nr. BN053248
Hálfdán Kristjánsson, Sádi-Arabía, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð í kjallara, einangrað að utan og klætt láréttum álplötum á lóð nr. 7 við Döllugötu.
Stærð, A-rými: 312,3 ferm., 1.041.,4 rúmm.
B-rými: 5,7 ferm., 19,9 rúmm.
Samtals: 318 ferm., 1.061,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Efstaleiti 4 (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053226
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 01 og 04, með alls 78 íbúðum á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 01 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 04 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Efstasund 50 (01.357.219) 104445 Mál nr. BN052818
Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóð nr. 50 við Efstasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stærð mhl. 01, A-rými: 251 ferm., 844,9 rúmm.
B-rými: 24,7 ferm., 74,9 rúmm.
Mhl. 01 samtals: 275,7 ferm., 919,8 rúmm.
Mhl. 02: 23,7 ferm., 71,3 rúmm.
Samtals 299,4 ferm., 991,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Flókagata 58 (01.270.103) 103565 Mál nr. BN051857
Sigurður Arnljótsson, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Guðrún Gauksdóttir, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar og koma fyrir nýjum svölum á rishæð á húsi á lóð nr. 58 við Flókagötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN053195
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í verbúð nr. 7 á lóð nr. 7-7c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Haukdælabraut 68 (05.114.803) 214810 Mál nr. BN053067
Hrafnkell Markússon, Marteinslaug 7, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, neðri hæð er steinsteypt og efri hæð úr Ytong kubbum, á lóð nr. 68 við Haukdælabraut.
Stærðir: A-rými 333,5 ferm., 1.999,8 rúmm. B-rými 4,2 ferm., 12,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Háagerði 73 (01.815.717) 108065 Mál nr. BN053177
Jórunn Viggósdóttir, Háagerði 73, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja bílskúrshurð og færa til upprunalegs horfs með því að koma fyrir glugga í stað hurðar og færa til eignamörk í kjallara raðhúss á lóð nr. 73 við Háagerði.
Erindi fylgir samþykki þinglýstra eigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN053073
Stína Tuyet Thanh Nguyen, Veghús 7, 112 Reykjavík
Sveinn Henrik H Christensen, Vaðlasel 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti í rými 0107 á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 58 -60 við Háleitisbraut.
Samþykki eiganda rýmis dags. 10. júní 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Háberg 3 (04.670.8--) 112109 Mál nr. BN053214
Háberg 3,húsfélag, Hábergi 3, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokunum á húsi nr. 3 á lóð nr. 3-7 við Háberg.
Erindi fylgja fundargerðir húsfundar dags. 31. október 2016 og 29. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Heiðargerði 27 (01.801.105) 107613 Mál nr. BN053229
Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við hús á lóð nr. 27 við Heiðargerði.
Stækkun 38,2 ferm., 106,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
18. Hlyngerði 7 (01.806.307) 107801 Mál nr. BN052626
Hörður Stefán Harðar, Hlyngerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu við norðurhlið, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum stoðveggjum við norður- og austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hlyngerði.
Jafnframt er erindi BN051518 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Hlyngerðis 5 og Furugerðis nr. 6 og 8 áritað á uppdrátt.
Stærð: 23 ferm., 57,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN052905
Kristján Már Atlason, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Arndís Guðjónsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN053126
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052751 þannig að byggður er lyftustokkur og anddyri og til að byggja skábraut við suðurhlið Hjúkrunarskólans , Eiríksgötu 34A á lóðinni Hringbraut Landsp.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2017.
Stækkun: 32,6 ferm., 104,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 27. júlí 2017.
21. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN053160
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera undirgang í gegnum framhús, byggja fjögurra hæða hús á baklóð og innrétta þar gististað í flokki II, teg. G fyrir 38 gesti á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Jafnframt eru erindi BN051156 og BN052931 dregin til baka.
Nýbygging: 599,7 ferm., 1.779,6 rúmm.
B-rými: 41,9 ferm., 118 rúmm.
Stækkun frá eldra húsi: 333,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Jónsgeisli 27 (04.113.509) 189825 Mál nr. BN053237
Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík
Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, breyttu innra skipulagi og stoðvegg á vesturhlið og til að steypa nýjan stoðvegg, útbúa útigeymslu með verönd á þaki vestan húss og koma fyrir setlaug í norðausturhluta lóðar nr. 27 við Jónsgeisla.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053240
S4S ehf., Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina verslunarrými 102 og 102-1 í eitt rými og breyta innra skipulagi einingar í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Umsögn brunahönnuðar dags. 21.07.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053196
Local ehf., Borgartúni 30, 101 Reykjavík
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki I, teg. c í einingu 111 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir minnisblað frá Verkís um brunavarnir dags. 13. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Langholtsvegur 138 (01.441.104) 105426 Mál nr. BN053138
Jón Benjamín Einarsson, Langholtsvegur 138, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr tré klætt með stálklæðningu á norðurhlið og byggja sólskála á suðurhlið hússins og einnig er gerð grein fyrir gróðurhúsi, pöllum og heitum potti á lóð nr. 138 við Langholtsveg.
Stækkun anddyri og sólstofu: 30,8 fem., 87,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
26. Langholtsvegur 155 (01.442.115) 105502 Mál nr. BN053247
Rakel Þráinsdóttir, Langholtsvegur 155, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna úr stofu kjallaraíbúðar út í garð og byggja pall og girðingu sunnan og vestan tvíbýlishúss á lóð nr. 155 við Langholtsveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN052960
Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051000, um er að ræða breytingu og fjölgun á snyrtingum, eldhúsi er breytt í setustofu og innréttað nýtt eldhús á jarðhæð í gististað í flokki II, teg. gistiskáli á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
28. Laugavegur 69 (01.174.025) 101572 Mál nr. BN053232
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta rýmis 02-0101 og loka gati með vegg í húsi á lóð nr. 69 við Laugaveg.
Stærðarbreyting/minnkun: 41,0 ferm. 143,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN053130
M3 Capital ehf., Laugarásvegi 69, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggjahæð og ris úr timbri, innrétta tvær íbúðir og gera svalir á hluta þaks húss á lóð nr. 3 við Norðurstíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. apríl 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN053220
ÍSAM ehf., Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta skrifstofurýmis á 1. hæð í mhl. 16 í aðstöðu fyrir smurbrauðsgerð Myllunnar ehf. í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skeifan 3 (01.460.101) 105656 Mál nr. BN053170
Aran ehf., Fiskislóð 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta verslun með heilsutengdar vörur í rými 0101 á lóð nr. 3 við Skeifuna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Skógarhlíð 20 (01.705.903) 107115 Mál nr. BN053250
Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki III, teg. ? fyrir 30 gesti á neðri hæð þar sem áður var tónlistarskóli í fjölnotahúsi á lóð nr. 20 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN052805
Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.
Fylgigögn með erindi eru:
Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.
Bréf arkitekts dags. 18.04.2017.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.
Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.
Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.
Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Vitastígur 13 (01.174.233) 101635 Mál nr. BN053053
V-13 ehf, Vitastíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta núverandi eign sem er atvinnuhúsnæði í þrjár eignir og innrétta tvær íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt því að gera svalir á austurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Vitastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
35. Árkvörn 6 (04.237.501) 110952 Mál nr. BN053263
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Árkvarnar 6 (staðgr. 4.237.501, landnr. 110952) samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 27.07.2017.
Lóðin Árkvörn 6 (staðgr. 4.237.501, landnr. 110952) er 13527 m².
Teknir 644 m² af lóðinni Árkvörn 6 og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221449).
Bætt 545 m² við lóðina Árkvörn 6 frá óútvísaða landinu (landnr. 221449).
Bætt 1 m² við lóðina vegna fermetrabrota frá óútvísaða landinu (landnr. 221449).
Lóðin Árkvörn 6 (staðgr. 4.237.501, landnr. 110952) verður 13429 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í skipulagsráði þann 08.11.2006, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21.12.2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
36. Gullteigur 29 (01.365.101) 104668 Mál nr. BN053338
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
37. Hofteigur 4 (01.364.001) 104599 Mál nr. BN053279
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
38. Hofteigur 6 (01.364.002) 104600 Mál nr. BN053280
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
39. Hofteigur 8 (01.364.003) 104601 Mál nr. BN053281
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
40. Hofteigur 10 (01.364.004) 104602 Mál nr. BN053282
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
41. Hofteigur 12 (01.364.101) 104609 Mál nr. BN053289
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
42. Hofteigur 14 (01.364.102) 104610 Mál nr. BN053290
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
43. Hofteigur 16 (01.364.103) 104611 Mál nr. BN053291
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
44. Hofteigur 18 (01.364.104) 104612 Mál nr. BN053292
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
45. Hofteigur 20 (01.364.105) 104613 Mál nr. BN053293
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
46. Hofteigur 22 (01.364.106) 104614 Mál nr. BN053294
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
47. Hofteigur 24 (01.365.001) 104644 Mál nr. BN053353
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
48. Hofteigur 26 (01.365.002) 104645 Mál nr. BN053354
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
49. Hofteigur 28 (01.365.003) 104646 Mál nr. BN053355
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
50. Hofteigur 30 (01.365.004) 104647 Mál nr. BN053356
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
51. Hofteigur 32 (01.365.005) 104648 Mál nr. BN053357
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
52. Hofteigur 34 (01.365.006) 104649 Mál nr. BN053358
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
53. Hofteigur 36 (01.365.007) 104650 Mál nr. BN053359
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
54. Hofteigur 38 (01.365.008) 104651 Mál nr. BN053360
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
55. Hofteigur 40 (01.365.009) 104652 Mál nr. BN053361
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
56. Hofteigur 42 (01.365.010) 104653 Mál nr. BN053362
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
57. Hofteigur 44 (01.365.011) 104654 Mál nr. BN053363
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
58. Hofteigur 46 (01.365.012) 104655 Mál nr. BN053364
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
59. Hofteigur 48 (01.365.013) 104656 Mál nr. BN053365
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
60. Hofteigur 50 (01.365.014) 104657 Mál nr. BN053366
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
61. Hofteigur 52 (01.365.015) 104658 Mál nr. BN053367
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
62. Hofteigur 54 (01.365.016) 104659 Mál nr. BN053368
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
63. Hraunteigur 16 (01.361.101) 104567 Mál nr. BN053264
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
64. Hraunteigur 18 (01.361.102) 104568 Mál nr. BN053265
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
65. Hraunteigur 20 (01.361.103) 104569 Mál nr. BN053266
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
66. Hraunteigur 22 (01.361.104) 104570 Mál nr. BN053267
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
67. Hraunteigur 24 (01.361.105) 104571 Mál nr. BN053268
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
68. Hraunteigur 26 (01.361.106) 104572 Mál nr. BN053269
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
69. Hraunteigur 28 (01.361.107) 104573 Mál nr. BN053270
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
70. Hraunteigur 30 (01.361.108) 104574 Mál nr. BN053271
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
71. Kirkjuteigur 21 (01.361.109) 104575 Mál nr. BN053272
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
72. Kirkjuteigur 23 (01.361.110) 104576 Mál nr. BN053273
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
73. Kirkjuteigur 25 (01.361.111) 104577 Mál nr. BN053274
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
74. Kirkjuteigur 27 (01.361.112) 104578 Mál nr. BN053275
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
75. Kirkjuteigur 29 (01.361.113) 104579 Mál nr. BN053276
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
76. Kirkjuteigur 31 (01.361.114) 104580 Mál nr. BN053277
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
77. Kirkjuteigur 33 (01.361.115) 104581 Mál nr. BN053278
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hraunteigi 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30 og Kirkjuteig 21, 23, 25, 27, 29, 31 og 33, alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.1", dagsettum 16. 05. 2017.
Lóðin Hraunteigur 16 (staðgr. 1.361.101, landnr 104567) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Hraunteigur 18 (staðgr. 1.361.102, landnr 104568) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 20 (staðgr. 1.361.103, landnr 104569) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 22 (staðgr. 1.361.104, landnr 104570) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 24 (staðgr. 1.361.105, landnr 104571) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 26 (staðgr. 1.361.106, landnr 104572) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 28 (staðgr. 1.361.107, landnr 104573) er talin 806,3 m², lóðin reynist 806 m².
Lóðin Hraunteigur 30 (staðgr. 1.361.108, landnr 104574) er talin 750,3 m², lóðin reynist 746 m².
Lóðin Kirkjuteigur 21 (staðgr. 1.361.109, landnr 104575) er talin 857,2 m², lóðin reynist 857 m².
Lóðin Kirkjuteigur 23 (staðgr. 1.361.110, landnr 104576) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 25 (staðgr. 1.361.111, landnr 104577) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 27 (staðgr. 1.361.112, landnr 104578) er talin 871,9 m², lóðin reynist 872 m².
Lóðin Kirkjuteigur 29 (staðgr. 1.361.113, landnr 104579) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 31 (staðgr. 1.361.114, landnr 104580) er talin 871,9 m², lóðin reynist 871 m².
Lóðin Kirkjuteigur 33 (staðgr. 1.361.115, landnr 104581) er talin 923,6 m², lóðin reynist 921 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
78. Kleppsvegur 92 (01.353.003) 104214 Mál nr. BN053262
Þorbjörn Ragnar Guðjónsson, Kleppsvegur 92, 104 Reykjavík
Ivon Stefán Cilia, Kleppsvegur 92, 104 Reykjavík
Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Kleppsvegur 92, 104 Reykjavík
Eigendur parhúss á lóðinni nr. 92 við Kleppsveg óska eftir því að matshluti 01, fastanúmer 201-7668 fái staðfangið Kleppsvegur 92A og matshluti 02, fastanúmer 201-7669 staðfangið Kleppsvegur 92B.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
79. Laugateigur 3 (01.364.005) 104603 Mál nr. BN053283
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
80. Laugateigur 4 (01.364.201) 104621 Mál nr. BN053301
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
81. Laugateigur 5 (01.364.006) 104604 Mál nr. BN053284
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
82. Laugateigur 6 (01.364.202) 104622 Mál nr. BN053302
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
83. Laugateigur 7 (01.364.007) 104605 Mál nr. BN053285
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
84. Laugateigur 8 (01.364.203) 104623 Mál nr. BN053303
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
85. Laugateigur 9 (01.364.008) 104606 Mál nr. BN053286
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
86. Laugateigur 10 (01.364.204) 104624 Mál nr. BN053304
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
87. Laugateigur 11 (01.364.009) 104607 Mál nr. BN053287
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 4, 6, 8, og 10 og Laugateigur 3, 5, 7, 9, og 11, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.0", dagsettum 22. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 4 (staðgr. 1.364.001, landnr 104599) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 6 (staðgr. 1.364.002, landnr 104600) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 8 (staðgr. 1.364.003, landnr 104601) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 10 (staðgr. 1.364.004, landnr 104602) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Laugateigur 3 (staðgr. 1.364.005, landnr 104603) er talin 743,3 m², lóðin reynist 743 m².
Lóðin Laugateigur 5 (staðgr. 1.364.006, landnr 104604) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 7 (staðgr. 1.364.007, landnr 104605) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 9 (staðgr. 1.364.008, landnr 104606) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 11 (staðgr. 1.364.009, landnr 104607) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
88. Laugateigur 12 (01.364.205) 104625 Mál nr. BN053305
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
89. Laugateigur 13 (01.364.107) 104615 Mál nr. BN053295
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
90. Laugateigur 14 (01.364.301) 104631 Mál nr. BN053310
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
91. Laugateigur 15 (01.364.108) 104616 Mál nr. BN053296
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
92. Laugateigur 16 (01.364.302) 104632 Mál nr. BN053311
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
93. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN053297
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
94. Laugateigur 18 (01.364.303) 104633 Mál nr. BN053312
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
95. Laugateigur 19 (01.364.110) 104618 Mál nr. BN053298
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
96. Laugateigur 20 (01.364.304) 104634 Mál nr. BN053313
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
97. Laugateigur 21 (01.364.111) 104619 Mál nr. BN053299
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
98. Laugateigur 22 (01.364.305) 104635 Mál nr. BN053314
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
99. Laugateigur 23 (01.364.112) 104620 Mál nr. BN053300
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 12, 14, 16, 18, 20 og 22 og Laugateigur 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 12 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.1", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Hofteigur 12 (staðgr. 1.364.101, landnr 104609) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 14 (staðgr. 1.364.102, landnr 104610) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 16 (staðgr. 1.364.103, landnr 104611) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 18 (staðgr. 1.364.104, landnr 104612) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 20 (staðgr. 1.364.105, landnr 104613) er talin 746,5 m², lóðin reynist 747 m².
Lóðin Hofteigur 22 (staðgr. 1.364.106, landnr 104614) er talin 744,5 m², lóðin reynist 745 m².
Lóðin Laugateigur 13 (staðgr. 1.364.107, landnr 104615) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 15 (staðgr. 1.364.108, landnr 104616) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 17 (staðgr. 1.364.109, landnr 104617) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 19 (staðgr. 1.364.110, landnr 104618) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 21 (staðgr. 1.364.111, landnr 104619) er talin 696.1 m², lóðin reynist 696 m².
Lóðin Laugateigur 23 (staðgr. 1.364.112, landnr 104620) er talin 722.5 m², lóðin reynist 722 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
100. Laugateigur 24 (01.364.306) 104636 Mál nr. BN053315
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
101. Laugateigur 24A (01.364.307) 104637 Mál nr. BN053316
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
102. Laugateigur 25 (01.365.017) 104660 Mál nr. BN053369
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
103. Laugateigur 26 (01.365.102) 104669 Mál nr. BN053339
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
104. Laugateigur 27 (01.365.018) 104661 Mál nr. BN053370
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
105. Laugateigur 28 (01.365.103) 104670 Mál nr. BN053340
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
106. Laugateigur 29 (01.365.019) 104662 Mál nr. BN053371
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
107. Laugateigur 30 (01.365.104) 104671 Mál nr. BN053341
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
108. Laugateigur 31 (01.365.020) 104663 Mál nr. BN053372
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
109. Laugateigur 32 (01.365.105) 104672 Mál nr. BN053342
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
110. Laugateigur 33 (01.365.021) 104664 Mál nr. BN053373
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
111. Laugateigur 34 (01.365.106) 104673 Mál nr. BN053343
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
112. Laugateigur 35 (01.365.022) 104665 Mál nr. BN053374
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
113. Laugateigur 36 (01.365.107) 104674 Mál nr. BN053344
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
114. Laugateigur 37 (01.365.023) 104666 Mál nr. BN053375
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
115. Laugateigur 38 (01.365.108) 104675 Mál nr. BN053345
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
116. Laugateigur 39 (01.365.024) 104667 Mál nr. BN053376
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Hofteigur 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, 44, 46, 48, 50, 52 og 54 og Laugateigur 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37 og 39 alls 24 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.0", dagsettum 29.05.2017.
Lóðin Hofteigur 24 (staðgr. 1.365.001, landnr 104644) er talin 418.0 m², lóðin reynist 418 m².
Lóðin Hofteigur 26 (staðgr. 1.365.002, landnr 104645) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 28 (staðgr. 1.365.003, landnr 104646) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 30 (staðgr. 1.365.004, landnr 104647) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 32 (staðgr. 1.365.005, landnr 104648) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 34 (staðgr. 1.365.006, landnr 104649) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 36 (staðgr. 1.365.007, landnr 104650) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 38 (staðgr. 1.365.008, landnr 104651) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 40 (staðgr. 1.365.009, landnr 104652) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 42 (staðgr. 1.365.010, landnr 104653) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 44 (staðgr. 1.365.011, landnr 104654) er talin 441.0 m², lóðin reynist 441 m².
Lóðin Hofteigur 46 (staðgr. 1.365.012, landnr 104655) er talin 420.0 m², lóðin reynist 420 m².
Lóðin Hofteigur 48 (staðgr. 1.365.013, landnr 104656) er talin 400.0 m², lóðin reynist 400 m².
Lóðin Hofteigur 50 (staðgr. 1.365.014, landnr 104657) er talin 504.0 m², lóðin reynist 504 m².
Lóðin Hofteigur 52 (staðgr. 1.365.015, landnr 104658) er talin 612.8 m², lóðin reynist 613 m².
Lóðin Hofteigur 54 (staðgr. 1.365.016, landnr 104659) er talin 458.1 m², lóðin reynist 458 m².
Lóðin Laugateigur 25 (staðgr. 1.365.017, landnr 104660) er talin 460.0 m², lóðin reynist 460 m².
Lóðin Laugateigur 27 (staðgr. 1.365.018, landnr 104661) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 29 (staðgr. 1.365.019, landnr 104662) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 31 (staðgr. 1.365.020, landnr 104663) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 33 (staðgr. 1.365.021, landnr 104664) er talin 462.0 m², lóðin reynist 462 m².
Lóðin Laugateigur 35 (staðgr. 1.365.022, landnr 104665) er talin 484.0 m², lóðin reynist 479 m².
Lóðin Laugateigur 37 (staðgr. 1.365.023, landnr 104666) er talin 572.0 m², lóðin reynist 572 m².
Lóðin Laugateigur 39 (staðgr. 1.365.024, landnr 104667) er talin 694.9 m², lóðin reynist 700 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
117. Laugateigur 40 (01.365.109) 104676 Mál nr. BN053346
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
118. Laugateigur 42 (01.365.110) 104677 Mál nr. BN053347
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
119. Laugateigur 44 (01.365.201) 104683 Mál nr. BN053323
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
120. Laugateigur 46 (01.365.202) 104684 Mál nr. BN053324
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
121. Laugateigur 48 (01.365.203) 104685 Mál nr. BN053325
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
122. Laugateigur 50 (01.365.204) 104686 Mál nr. BN053326
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
123. Laugateigur 52 (01.365.205) 104687 Mál nr. BN053327
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
124. Laugateigur 54 (01.365.206) 104688 Mál nr. BN053328
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
125. Laugateigur 56 (01.365.207) 104689 Mál nr. BN053329
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
126. Laugateigur 58 (01.365.208) 104690 Mál nr. BN053330
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
127. Laugateigur 60 (01.365.209) 104691 Mál nr. BN053331
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
128. Reykjavegur 24 (01.365.210) 104692 Mál nr. BN053332
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
129. Sigtún 21 (01.364.206) 104626 Mál nr. BN053306
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
130. Sigtún 23 (01.364.207) 104627 Mál nr. BN053307
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
131. Sigtún 25 (01.364.208) 104628 Mál nr. BN053308
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
132. Sigtún 27 (01.364.209) 104629 Mál nr. BN053309
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 4, 6, 8, 10 og 12 og Sigtún 21, 23, 25,og 27, alls 9 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.2", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 4 (staðgr. 1.364.201, landnr 104621) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 6 (staðgr. 1.364.202, landnr 104622) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 8 (staðgr. 1.364.203, landnr 104623) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 10 (staðgr. 1.364.204, landnr 104624) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 12 (staðgr. 1.364.205, landnr 104625) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Sigtún 21 (staðgr. 1.364.206, landnr 104626) er talin 809.4 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 23 (staðgr. 1.364.207, landnr 104627) er talin 808.9 m², lóðin reynist 811 m².
Lóðin Sigtún 25 (staðgr. 1.364.208, landnr 104628) er talin 808.5 m², lóðin reynist 810 m².
Lóðin Sigtún 27 (staðgr. 1.364.209, landnr 104629) er talin 808.0 m², lóðin reynist 810 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
133. Sigtún 29 (01.364.308) 104638 Mál nr. BN053317
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
134. Sigtún 31 (01.364.309) 104639 Mál nr. BN053318
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
135. Sigtún 33 (01.364.310) 104640 Mál nr. BN053319
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
136. Sigtún 35 (01.364.311) 104641 Mál nr. BN053320
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
137. Sigtún 37 (01.364.312) 104642 Mál nr. BN053321
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
138. Sigtún 39 (01.364.313) 104643 Mál nr. BN053322
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.364.3, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 24A og Sigtúni 29, 31, 33, 35, 37 og 39, alls 13 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.364.3", dagsettum 24. 05. 2017.
Lóðin Laugateigur 14 (staðgr. 1.364.301, landnr 104631) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 16 (staðgr. 1.364.302, landnr 104632) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 18 (staðgr. 1.364.303, landnr 104633) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 20 (staðgr. 1.364.304, landnr 104634) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 22 (staðgr. 1.364.305, landnr 104635) er talin 686.4 m², lóðin reynist 686 m².
Lóðin Laugateigur 24 (staðgr. 1.364.306, landnr 104636) er talin 684.4 m², lóðin reynist 684 m².
Lóðin Laugateigur 24A (staðgr. 1.364.307, landnr 104637) er talin 86,0 m², lóðin reynist 86 m².
Lóðin Sigtún 29 (staðgr. 1.364.308, landnr 104638) er talin 807.5 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 31 (staðgr. 1.364.309, landnr 104639) er talin 807.1 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 33 (staðgr. 1.364.310, landnr 104640) er talin 806.6 m², lóðin reynist 809 m².
Lóðin Sigtún 35 (staðgr. 1.364.311, landnr 104641) er talin 806.2 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 37 (staðgr. 1.364.312, landnr 104642) er talin 805.7 m², lóðin reynist 808 m².
Lóðin Sigtún 39 (staðgr. 1.364.313, landnr 104643) er talin 752.2 m², lóðin reynist 755 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
139. Sigtún 41 (01.365.111) 104678 Mál nr. BN053348
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
140. Sigtún 43 (01.365.112) 104679 Mál nr. BN053349
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
141. Sigtún 45 (01.365.113) 104680 Mál nr. BN053350
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
142. Sigtún 47 (01.365.114) 104681 Mál nr. BN053351
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
143. Sigtún 49 (01.365.115) 104682 Mál nr. BN053352
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.1, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Gullteigur 29, Laugateigur 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, og 42 og Sigtún 41, 43, 45, 47 og 49 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.1", dagsettum 30.05.2017.
Lóðin Gullteigur 29 (staðgr. 1.365.101, landnr 104668) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 26 (staðgr. 1.365.102, landnr 104669) er talin 388.0 m², lóðin reynist 388 m².
Lóðin Laugateigur 28 (staðgr. 1.365.103, landnr 104670) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 30 (staðgr. 1.365.104, landnr 104671) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 32 (staðgr. 1.365.105, landnr 104672) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 34 (staðgr. 1.365.106, landnr 104673) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 36 (staðgr. 1.365.107, landnr 104674) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 38 (staðgr. 1.365.108, landnr 104675) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 40 (staðgr. 1.365.109, landnr 104676) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 42 (staðgr. 1.365.110, landnr 104677) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Sigtún 41 (staðgr. 1.365.111, landnr 104678) er talin 485.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 43 (staðgr. 1.365.112, landnr 104679) er talin 487.5 m², lóðin reynist 489 m².
Lóðin Sigtún 45 (staðgr. 1.365.113, landnr 104680) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 47 (staðgr. 1.365.114, landnr 104681) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 49 (staðgr. 1.365.115, landnr 104682) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
144. Sigtún 51 (01.365.211) 104693 Mál nr. BN053333
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
145. Sigtún 53 (01.365.212) 104694 Mál nr. BN053334
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
146. Sigtún 55 (01.365.213) 104695 Mál nr. BN053335
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
147. Sigtún 57 (01.365.214) 104696 Mál nr. BN053336
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
148. Sigtún 59 (01.365.215) 104697 Mál nr. BN053337
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.365.2, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skrá lóðastærðir á lóðunum Laugateigur 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, og 60, Reykjavegur 24 og Sigtún 51, 53, 55, 57 og 59 alls 15 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.365.2", dagsettum 31.05.2017.
Lóðin Laugateigur 44 (staðgr. 1.365.201, landnr 104683) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 46 (staðgr. 1.365.202, landnr 104684) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 48 (staðgr. 1.365.203, landnr 104685) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 50 (staðgr. 1.365.204, landnr 104686) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 52 (staðgr. 1.365.205, landnr 104687) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 54 (staðgr. 1.365.206, landnr 104688) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 56 (staðgr. 1.365.207, landnr 104689) er talin 429.0 m², lóðin reynist 429 m².
Lóðin Laugateigur 58 (staðgr. 1.365.208, landnr 104690) er talin 390.0 m², lóðin reynist 390 m².
Lóðin Laugateigur 60 (staðgr. 1.365.209, landnr 104691) er talin 390.0 m², lóðin reynist 403 m².
Lóðin Reykjavegur 24 (staðgr. 1.365.210, landnr 104692) er talin 583.0 m², lóðin reynist 584 m².
Lóðin Sigtún 51 (staðgr. 1.365.211, landnr 104693) er talin 487.5 m², lóðin reynist 488 m².
Lóðin Sigtún 53 (staðgr. 1.365.212, landnr 104694) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 55 (staðgr. 1.365.213, landnr 104695) er talin 487.5 m², lóðin reynist 487 m².
Lóðin Sigtún 57 (staðgr. 1.365.214, landnr 104696) er talin 541.2 m², lóðin reynist 540 m².
Lóðin Sigtún 59 (staðgr. 1.365.215, landnr 104697) er talin 735.0 m², lóðin reynist 735 m².
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 24.06.2002, samþykkt í borgarráði þann 02.07.2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14.08.2002.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:50
Harri Ormarsson
Nikulás Úlfar Másson
Skúli Þorkelsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Jónsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 936. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Áróra Árnadóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Skúli Þorkelsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Akrasel 8 (04.943.101) 113013 Mál nr. BN053147
Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast m.a. í að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður og óútgrafið sökkulrými tekið í notkun í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.
Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 30.06.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Austurberg 12-14 (04.677.001) 112246 Mál nr. BN053384
Jóhannes Kristján Hauksson, Austurberg 14, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalaskjól með 90% opnun á íbúð 0203 í mhl. 02 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Austurberg.
Samþykki sumra fylgir erindinu ódags.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Álfabakki 8 (04.606.102) 111745 Mál nr. BN053380
Rauðasandur ehf, Álfabakka 8, 109 Reykjavík
Árni Samúelsson, Suðurhlíð 38d, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka sal 1 á 1. hæð, með því að saga hlut af steyptu gólfi og komið verður fyrir hallandi gólfi byggt upp af berandi timburburðarbitum og nýr stigi kemur í stað fyrir núverandi í norðvesturhorni húss á lóð nr. 8 við Álfabakka.
Stærðarbreytingar: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN053261
Tokyo veitingar ehf., Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052269 vegna lokaúttektar þar sem koma fram breytingar á innra skipulagi í rými 0124 í húsi á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Ármúli 42 (01.295.104) 103836 Mál nr. BN053098
Glófaxi ehf., Ármúla 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flokki veitingastaðar úr flokki I tegund A í flokk II tegund A á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Ármúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
6. Árskógar 1-3 (04.912.101) 224212 Mál nr. BN053408
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á veggjum og plötu yfir 1. hæð fjölbýlishúsa á lóð nr. 1-3 við Árskóga sbr. BN051288.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bragagata 34 (01.186.633) 102328 Mál nr. BN050359
KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
Einar Sturla Möinichen, Stigahlíð 82, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús með því að gera nýja íbúð á 1. hæð, breyta stiga á bakhlið, endurnýja geymsluskúr á baklóð og setja svalir á suðurhlið rishæðar á húsi á lóð nr. 34 við Bragagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 6. júlí 2017 til og með 3. ágúst 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 31, 32, 34a, 34b og Haðarstíg 15. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.923.
Frestað.
Lagfæra skráningu.
8. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN052548
Kristín Auður Sophusdóttir, Ánaland 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta áður gert útgrafið rými í kjallara og innrétta tómstundaherbergi, geymslu og baðherbergi ásamt því að grafa frá húshlið að norðanverðu á húsi á lóð nr. 21 við Brúnaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
Stækkun: A-rými 45,1 ferm., 114,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Dalbraut 12 (01.344.501) 104042 Mál nr. BN053254
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir 2. áfanga endurbóta, sjá erindi BN053166, til að breyta uppbyggingu þaks, klæða að utan með flísum og skipta um glugga í mhl. 01, á norðvesturálmu Barna- og unglingageðdeildar á lóð nr. 12 við Dalbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN053164
Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka viðbyggingu, sjá erindi BN050004 og BN053164, við hús á lóð nr. 18-26 við Dragháls.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Döllugata 3 (05.113.602) 214838 Mál nr. BN053218
Sigurbjörn I Guðmundsson, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík
Rakel Björk Gunnarsdóttir, Kristnibraut 6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 3 við Döllugötu.
Stærðir:
A-rými 330,2 ferm., 1.192,6 rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá embætti skipulagsfulltrúa.
12. Döllugata 7 (05.113.604) 214840 Mál nr. BN053248
Hálfdán Kristjánsson, Sádi-Arabía, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð í kjallara, einangrað að utan og klætt láréttum álplötum á lóð nr. 7 við Döllugötu.
Stærð, A-rými: 312,3 ferm., 1.041.,4 rúmm.
B-rými: 5,7 ferm., 19,9 rúmm.
Samtals: 318 ferm., 1.061,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Efstaleiti 4 (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053223
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með alls 50 íbúðum, ásamt bílakjallara, mhl. 05 með 82 bílastæðum, á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 02 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 03 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 05 A-rými 2.876,0 ferm., 8.729,7 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Efstaleiti 4 (01.745.301) 224637 Mál nr. BN053226
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 2 fjölbýlishús, mhl. 01 og 04, með alls 78 íbúðum á lóð nr. 4 við Efstaleiti.
Stærðir:
Mhl. 01 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Mhl. 04 A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Efstasund 50 (01.357.219) 104445 Mál nr. BN052818
Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóð nr. 50 við Efstasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stærð mhl. 01, A-rými: 251 ferm., 844,9 rúmm.
B-rými: 24,7 ferm., 74,9 rúmm.
Mhl. 01 samtals: 275,7 ferm., 919,8 rúmm.
Mhl. 02: 23,7 ferm., 71,3 rúmm.
Samtals 299,4 ferm., 991,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Efstasund 50 (01.357.219) 104445 Mál nr. BN053047
Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 50 við Efstasund.
Mhl. 01: 67,5 ferm., 277,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Efstasund 78 (01.410.007) 104968 Mál nr. BN053215
Pétur Sigurður Gunnarsson, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Aðalheiður Pálmadóttir, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Pálmi Hlöðversson, Efstasund 78, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, stækka kvist lítillega, stækka þakglugga til norðurs, breyta innra skipulagi í risi og breyta aðkomu að áður samþykktri íbúð í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 78 við Efstasund.
Erindi fylgir samþykki eigenda Efstasunds 76 og 80 og Langholtsvegar 83 ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stækkun: 14,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN052994
Flókagata ehf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja flóttasvalir á norðurhlið gististaðar í húsi á lóð nr. 1 við Flókagötu.
Tölvupóstur frá lögfræðingi dags. 8. ágúst 2017 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stærðarbreyting: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Afgreitt.
Erindi fellt niður sbr. tölvupóst Flókagötu ehf. dags. 8. ágúst 2017.
19. Framnesvegur 40 (01.133.413) 100291 Mál nr. BN052832
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 40 við Framnesveg.
Stærð, A-rými: 441,4 ferm., 1.304,2 rúmm
B-rými: 22,4 ferm., 62,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samráð skal haft við Veitur vegna lagna í jörðu áður en framkvæmdir hefjast.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
20. Framnesvegur 42 (01.133.414) 100292 Mál nr. BN052831
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 42 við Framnesveg.
Stærð, A-rými: 446 ferm., 1.319,7 rúmm
B-rými: 19,7 ferm., 55,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samráð skal haft við Veitur vegna lagna í jörðu áður en framkvæmdir hefjast.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
21. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN053195
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta verslun á jarðhæð og vinnustofu á efri hæð í verbúð nr. 7 á lóð nr. 7-7c við Geirsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Grandagarður 7 (01.115.204) 100051 Mál nr. BN053124
Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík
ROGA ehf, Fellstúni 20, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 7 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Opnunartíma skal vera lengst til kl. 23 á virkum dögum og til kl. 1 um helgar að Grandagarði 7. Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis fyrir útgáfu byggingarleyfis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 28. desember 2016, greinargerð um algilda hönnun dags. 26. júlí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017.
Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 3, 5, 7, 9, 10, 12A og 14 og Síðumúla 31, 33 og 35.
Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN053381
Jóhanna M Thorlacius, Grundarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050519 v/lokaúttektar þannig að ekki er sagað ofan af steyptum vegg og sett handrið, sett hafa verið endanleg hæðarmál á uppdráttinn og ekki verður notað stál í burðargrind verandarinnar eins og stóð á upprunalegum uppdráttum af húsinu á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN053257
GN Studios ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kvikmyndaver í gömlu Áburðarverksmiðjunni, mhl. 47 á lóðinni Gufunes Áburðarverksm.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 18. júlí 2017.
Stækkun, milligólf: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN053259
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN049069 þar sem farið var fram á að breyta gluggum á suðurhlið milli A og B álmu, í stað núverandi tréglugga koma hvítir álgluggar, einnig er sótt um leyfi til að breyta stiga og handriði úr matsal, umræddar breytingar eru í samræmi við erindi BN047458 fyrir Borgarspítalann á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Heiðargerði 27 (01.801.105) 107613 Mál nr. BN053229
Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við hús á lóð nr. 27 við Heiðargerði.
Stækkun 38,2 ferm., 106,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Hjarðarhagi 2-6 (01.552.401) 106511 Mál nr. BN053148
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö hjólaskýli úr járni og timbri við göngustíg milli VR1 og VR2 á lóð nr. 2-6 við Hjarðarhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Hlíðarendi 6-10 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN053103
Valur veisluhöld ehf., Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ll - tegund g í húsakynnum íþróttamiðstöðvar Vals á lóð nr. 6-10 við Hlíðarenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Hólaberg 86 (04.674.204) 112210 Mál nr. BN052786
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hús til vesturs og breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 86 við Hólaberg.
Stækkun: A-rými 154,7 ferm., 648,9 rúmm.
Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 30.11.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN053160
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera undirgang í gegnum framhús, byggja fjögurra hæða hús á baklóð og innrétta þar gististað í flokki II, teg. G fyrir 38 gesti á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Jafnframt eru erindi BN051156 og BN052931 dregin til baka.
Nýbygging: 599,7 ferm., 1.779,6 rúmm.
B-rými: 41,9 ferm., 118 rúmm.
Stækkun frá eldra húsi: 333,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
32. Hverfisgata 85 (01.154.315) 101129 Mál nr. BN053401
Hverfisgata 85-93 ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallaraveggjum, súlum og plötu yfir kjallara fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 85-93 við Hverfisgötu sbr. erindi BN052367.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Hverfisgata 86A (01.174.002) 224237 Mál nr. BN052494
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kjallar og 1. hæð og flytja timburhluta húss sem nú stendur við Laugaveg 73, endurbyggja það ofaná nýjum kjallara og hæð, innrétta skrifstofur í kjallara og á 1. hæð og íbúð á 2. hæð og risi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2017.
Stærð: A-rými 281,6 ferm., 841,3 rúmm.
B-rými: 7,4 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Hverfisgata 98 (01.174.101) 101579 Mál nr. BN053134
Cookisland ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til innrétta kaffihús á jarðhæð fyrir 15 gesti í húsi nr. 98 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
35. Kárastígur 3 (01.182.307) 101904 Mál nr. BN053093
Vestinvest ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með þremur íbúðum, 1. hæð er staðsteypt en efri hæðir úr timbri, á lóð nr. 3 við Kárastíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 20. júní 2017, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 19. maí 2017 og 13. júlí 2017, minnisblað um brunavarnir dags. 24. júlí 2017 og greinargerð hönnuðar dags. 25. júlí 2017.
Stærð mhl. 02 er: 1. hæð 54,3 ferm., 130,5 rúmm., 2. hæð 48,8 ferm., 133,7 rúmm., 3. hæð 67,8 ferm., 170,8 rúmm. Samtals: 170,9 ferm., 445,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Klettháls 1A (04.342.802) 188526 Mál nr. BN053392
Frumherji hf., Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á milli mátlína 6 til 11, m.a. koma fyrir fjórum nýjum innkeyrsluhurðum á suðurhlið og tveimur á norðurhlið, byggja opið geymsluloft og útbúa skoðunargryfju í húsi á lóð nr. 1A við Klettháls.
Stækkun, milliloft: XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Korngarðar 3 (01.323.201) 223775 Mál nr. BN053122
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða.
Stærð: A-rými 15.055,3 ferm., x rúmm.
B-rými x ferm. x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN053256
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048277, gluggar í arinstofu eru stækkaðir og þak verður úr hertu gleri í einbýlishúsi á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Minnkun: 2 ferm., 8,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Langagerði 128 (01.833.113) 108593 Mál nr. BN053383
Þórey Ólöf Gylfadóttir, Langagerði 128, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurgafl og stækka anddyri á einbýlishúsi á lóð nr. 128 við Langagerði.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Stækkun: 77,88 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Langholtsvegur 138 (01.441.104) 105426 Mál nr. BN053138
Jón Benjamín Einarsson, Langholtsvegur 138, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr tré klætt með stálklæðningu á norðurhlið og byggja sólskála á suðurhlið hússins og einnig er gerð grein fyrir gróðurhúsi, pöllum og heitum potti á lóð nr. 138 við Langholtsveg.
Stækkun anddyri og sólstofu: 30,8 fem., 87,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá embætti skipulagsfulltrúa.
41. Langholtsvegur 155 (01.442.115) 105502 Mál nr. BN053247
Rakel Þráinsdóttir, Langholtsvegur 155, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna úr stofu kjallaraíbúðar út í garð og byggja pall og girðingu sunnan og vestan tvíbýlishúss á lóð nr. 155 við Langholtsveg.
Erindi fylgja samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðliggjandi lóða árituð á uppdrátt sem og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júlí 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
42. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN053221
Þórir Bjarnason, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Þráinn Ómar Svansson, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kvisti á framhlið, byggja nýjan kvist á bakhlið og breyta gluggum á göflum í húsi á lóð nr. 77 við Laugarnesveg.
Sjá erindi BN046072.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 27. júlí 2017.
Stækkun A-rými 0 ferm., 24,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN053197
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra brunavarnir og innrétta gististað í fl. II, í íbúðum 0201, 0301, 0401 og 0501 í húsinu Skólavörðustíg 1A á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2016.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
44. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN053251
París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja milliveggi og fjölga gistirýmum í risi gististaðar í flokki ?, teg. gistiskáli á lóð nr. 58B við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN053249
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á byggingartíma v/lokaúttektar á erindi BN051424, innréttaður hefur verið loftræsiklefi í kjallara, hjóla- og vagnageymsla minnkuð og bílastæðabókhaldi breytt í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Laugavegur 69 (01.174.025) 101572 Mál nr. BN053232
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hluta rýmis 02-0101 og loka gati með vegg í húsi á lóð nr. 69 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. ágúst 2017 og bréf umsækjanda dags. Stærðarbreyting/minnkun: 41,0 ferm. 143,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
47. Lokastígur 13 (01.181.416) 101806 Mál nr. BN053390
Jón Gunnar Jónsson, Tjarnargata 10a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðvesturhorn þaks og koma fyrir tveimur þakgluggum í tvíbýlishús á lóð nr. 13 við Lokastíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN053059
Grjótháls ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu sem skagar út yfir neðanjarðar geymslurými í kjallara sunnan megin á lóð, fimm hæða tengibyggingu við núverandi byggingu ásamt því að stækka inndregna fimmtu hæð, útbúa nýjan inngang á norðurhlið jarðhæðar og byggja tveggja metra breitt skyggni á verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. júní 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júlí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2017.
Stækkun: A rými 2.167,1 ferm. 8.986,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
49. Melgerði 22 (01.815.603) 108037 Mál nr. BN052910
Guðrún Líneik Guðjónsdóttir, Melgerði 22, 108 Reykjavík
Óðinn Bolli Björgvinsson, Melgerði 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná einbýlishús á lóð nr. 22 við Melgerði.
Stækkun: 55,1 ferm., 515 rúmm.
Eftir stækkun: 230,2 ferm., 840,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN053234
Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera geymslu innaf eldhúsi veitingastaðar í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
51. Mýrargata 21-23 (01.131.019) 217347 Mál nr. BN053385
Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins, Öldugötu 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052979 þannig að sölubúð stækkar úr 7,8 ferm í 26,4 ferm. á lóð nr. 21-23 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
52. Njálsgata 84 (01.191.108) 102494 Mál nr. BN053395
Jón Kaldal, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017.
Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr.101 dags. 4. ágúst 2017.
53. Norðlingabraut 8 (04.732.301) 204834 Mál nr. BN053253
Wurth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050213 vegna lokaúttektar, m.a. innrétta kaffieldhús við hlið skrifstofu í lagerhluta og brunalýsing er lagfærð í húsi á lóð nr. 8 við Norðlingabraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Sifjarbrunnur 2-8 (02.695.602) 206109 Mál nr. BN053123
HH byggingar ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús á pöllum á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.
Stærð: Mhl. 01: 229,6 ferm., 686,4 rúmm.
Mhl. 02: 229,6 ferm., 686,4 rúmm.
Mhl. 03: 229,6 ferm., 686,4 rúmm.
Mhl. 04: 229,6 ferm., 686,4 rúmm.
Samtals: 918.4 ferm., 2.745,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Skaftahlíð 13 (01.273.014) 103623 Mál nr. BN053108
Eva Rós Baldursdóttir, Skaftahlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa steyptan stoðvegg 80 cm háan sem afmarkar sérafnotaflöt fyrir íbúð 0001 og koma fyrir hurð út frá eldhúsi í húsi á lóð nr. 13 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda fylgir ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
56. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN053220
ÍSAM ehf., Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta skrifstofurýmis á 1. hæð í mhl. 16 í aðstöðu fyrir smurbrauðsgerð Myllunnar ehf. í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Erindi fylgir samþykki eiganda dags. 3. ágúst 2017 og greinargerð hönnuðar dags. 10. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Skipholt 37 (01.251.204) 103442 Mál nr. BN053379
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 1. hæð þar sem breyting er á gangi milli vinnurýma og 2. og 3. hæð þar sem breytt er fyrirkomulagi skrifstofa, vinnurýma og að auki salerna og kaffiaðstöðu í húsi á lóð nr. 37 við Skipholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Snorrabraut 87 (01.247.503) 103384 Mál nr. BN053194
Karólína K Smith, Snorrabraut 87, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara húss á lóð nr. 87 við Snorrabraut.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 9. september 1944 og skoðunarblað fasteignamats dags.14. febrúar 1984.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Sogavegur 22 (01.813.009) 107866 Mál nr. BN053386
Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við vestur- og suðurhlið hússins á lóð nr. 22 við Sogaveg.
Stækkun : 31.8 ferm., 103,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 1, 2, 3 og 4, dags. 27. júlí 2017.
60. Sogavegur 73-75 (01.811.201) 107823 Mál nr. BN052684
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða fjölbýlishús, auk kjallara, með 19 íbúðum ásamt því að rífa núverandi hús á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stærðir:
A-rými: 2.526,9 ferm., 8.692,2 rúmm.
B-rými: 16,2 ferm., 51,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
61. Sogavegur 77 (01.811.202) 186150 Mál nr. BN052837
SV737 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 26 íbúðum auk bílgeymslu í kjallara á lóð nr. 77 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stærðir:
A-rými 3.676,3 ferm., 12.041,9 rúmm.
B-rými 37,9 ferm., 113,7 rúmm.
Greinargerð um hljóðvist dags. desember 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samráð skal haft við Veitur áður en framkvæmdir við lagnir neðanjarðar hefjast.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
62. Sólvallagata 2 (01.160.314) 101176 Mál nr. BN053169
Andri Már Ingólfsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með þaksvölum á bakhlið, nýjan kvist einnig á bakhlið, skýli fyrir reiðhjól við bílskúr, breikka kjallaraglugga og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Sólvallagötu.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. júlí 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. apríl 2017 og bréf hönnuðar dags. 5. júlí 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stækkun: 37,6 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
63. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN053188
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við vöruhús 2 sem er mhl. 05 á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun: 484 ferm., 2.055 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
64. Sæviðarsund 58-66 (01.358.303) 104487 Mál nr. BN053198
Íris Hrönn Sch. Einarsdóttir, Álfheimar 30, 104 Reykjavík
Sindri Már Finnbogason, Álfheimar 30, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hurð á norðurhlið, koma fyrir glugga í staðinn, byggja sorpgerði norðan við og breyta innra skipulagi í raðhúsi nr. 60 á lóð nr. 58-66 við Sæviðarsund.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 9. ágúst 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
65. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN053393
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048982, m.a. innrétta tvo veitingastaði, annars vegar bakarí með kaffihúsi í flokki II og hins vegar veitingastað í flokki II, útbúið er stæði fyrir rafskutlur, hjólageymsla minnkuð, á 5. hæð er íbúðum fækkað um tvær og innra skipulagi á 6. hæð er breytt í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
66. Úlfarsbraut 34-36 (02.698.304) 205715 Mál nr. BN053075
Bjarni Þór Pálsson, Úlfarsbraut 34, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum vegna lokaúttektar á erindi BN035801 þannig að gert er grein fyrir svalalokunum á mhl. 01 og 02 sem eru á kerfi sem saman stendur af málmbraut og glerflekum úr öryggisgleri á parhúsinu lóð nr. 34-36 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
67. Vatnagarðar 14 (01.337.804) 103918 Mál nr. BN053121
Grænibakki ehf, Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík
Grandaver ehf., Vatnsstíg 16-18, 101 Reykjavík
G.TH. Jóhannesson ehf, Pósthólf 8012, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048929 þannig að eignarhlutum er fækkað, 0202 verður í eigu 0103, breytt er heitum í skráningartöflu D2 og geymsla við stigagang 0105 er skipt upp í tvennt í húsi á lóð nr. 14 við Vatnagarða .
Bréf hönnuðar dags 10. ágúst 2017
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
68. Víðimelur 56 (01.540.015) 106232 Mál nr. BN052857
Karen Lind Ólafsdóttir, Fálkaklettur 4, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð, lækka gólf í kjallara og byggja þar anddyri ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 56 við Víðimel sem meðal annars fellst í gerð íbúðar í kjallara.
Stækkun A-rými 49,7 ferm., 163,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
69. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN053010
Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049026, og til að byggja kvist stígmegin og sólskála garðmegin og breyta innra skipulagi í húsi nr. 7B á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
Stækkun: 6.6 ferm., 28.3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2017.
70. Ægisgarður 2 (01.117.303) 219913 Mál nr. BN053231
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Harpor ehf., Ægisgarði 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldunaraðstöðu í eldhúsi veitingastaðar og koma fyrir gasgeymslu við austurhlið húss á lóð nr. 2 við Ægisgarð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Fyrirspurnir
71. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN053394
Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að grafa út kjallara svo að ná megi fullri lofthæð í húsi á lóð nr. 9 við Frakkastíg.
Afgreitt.
Með vísan til umsagnar á fyrirspurnarblaði.
72. Karlagata 24 (01.243.124) 103074 Mál nr. BN052841
Þröstur Gunnar Sigvaldason, Miklabraut 60, 105 Reykjavík
Spurt er hvað þarf að gera til að fá rými í kjallara samþykkt sem íbúð í húsinu á lóð nr. 24 við Karlagötu.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar á fyrirspurnarblaði.
73. Langholtsvegur 88 (01.430.002) 105193 Mál nr. BN053377
BS fasteignir ehf., Ólafsgeisla 109, 113 Reykjavík
Spurt er hvað þarf að gera til að breyta einbýlishúsi sem var tvíbýlishús aftur í tvíbýlishús.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
74. Víðimelur 32 (01.540.027) 106244 Mál nr. BN053068
Direkta lögfræðiþjónusta sf., Ármúla 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi og eignarhaldi rýma í kjallara húss á lóð nr. 32 við Víðimel.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
75. Þverholt 20 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN053236
Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera tvennar svalir í þak og innrétta gistirými í rishæð ásamt því að breyta innra skipulagi á öðrum hæðum og auka leyfilegan gestafjölda í gistiheimili á lóð nr. 20 við Þverholt.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
76. Öldugata 14 (01.136.317) 100575 Mál nr. BN053400
Sigurður Orri Steinþórsson, Öldugata 14, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir í einbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Öldugötu
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15:15
Erna Hrönn Geirsdóttir
Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Skúli Þorkelsson
Áróra Árnadóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir