Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 198

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 9.10, var haldinn 198. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Skipulagslög, frumvarp Mál nr. SN080167
Lögð fram drög að bréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umhverfisráðuneytisins dags. 9. febrúar 2010 vegna frumvarps til skipulagslaga.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá skrifstofu borgarlögmanns og skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs.

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29. janúar 2010 og 5. febrúar 2010.

3. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi(01.863.9) Mál nr. SN090423
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009. Auglýsing stóð frá 23. desember 2009 til 3. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og Þorgrímur Leifsson dags. 28. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

4. Bræðraborgarstígur 30, Holtsgata 1-3, (01.134.6) Mál nr. SN090345
breytt deiliskipulag Holtsgötureits
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík
Páll Þórhallsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Krark, dags. 30. september 2009 fh. lóðarhafa varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureitar vegan lóðanna nr. 30 við Bræðraborgarstíg og Holtsgötu 1-3. Í breytingunni felst stækkun á 4. hæð til suðurs húsi nr. 30 við Bræðraborgarstíg samkvæmt uppdrætti, dags. 9. október 2009. Lagt fram samþykki meðlóðarhafa, mótt. 17. desember 2009. Grenndarkynning stóð frá 6. janúar til og með 3. febrúar 2010. Athugasemd barst frá Kjartani Jónssyni fyrir sína hönd og f.h. Húsfélagsins Bræðraborgarstíg 32. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

5. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090332
Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkþings f.h. Matfugls ehf., dags. 17. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 23. nóvember 2009. Sótt er um fjölgun alifuglahúsa á lóðinni. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla, dags. 23. nóvember 2009. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 22. október 2009 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags, 17. nóvember 2009. Umhverfisskýrsla fylgdi með uppdrættinum í auglýsingu. Auglýsing stóð frá 16. desember 2007 til 27. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lögmenn við Austurvöll, dags. 26. janúar 2010, f.h. eigenda Ártúns og Bakka. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

6. Elliðaárdalur, (04.2) Mál nr. SN090396
breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóvember 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. nóvember 2009. Erindi er nú lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu sem stóð frá 23. desember 2009 til og með 3. febrúar 2010. Athugasemd barst frá Sesselju Traustadóttur, dags. 17. janúar 2010, sem svarað var af verkefnisstjóra með tölvupósti þann 18. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

7. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN090009
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Lagt fram erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna dags., 5. febrúar 2010
Sigurður Einarsson, arkitekt kynnti.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041023
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 574 frá 9. febrúar 2010.

9. Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel (01.193.101) Mál nr. BN040980
Álftavatn ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrirspyrjendur leggi fram nánari gögn vegna erindisins þ.m.t. greinargerð vegna reksturs hótels þar sem fram kemur á hvaða hátt þarf að breyta húsinu, fjölda hótelherbergja auk almennra upplýsinga.

(C) Fyrirspurnir

12. Garðastræti 2, (fsp) hækkun þaks (01.136.0) Mál nr. SN100039
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Arnarós hf, Pósthólf 353, 121 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 29. janúar 2010 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta, dags. 28. janúar 2010, um hækkun þaks á húsi nr. 2 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 5. febrúar 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

15. Vatnagarðar 40, málskot (01.407) Mál nr. SN100017
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Bifreiðaskoðun Íslands ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot N1 og Bifreiðaskoðunar Íslands, dags. 7. jan. 2010, vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra 4. des. 2009 á erindi um viðbyggingu við Vatnagarða 40. Einnig lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2010.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

19. Bólstaðarhlíð 12, bréf byggingarfulltrúa (01.273.006) Mál nr. BN041027
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 5. febrúar 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 12 við Bólstaðarhlíð.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

20. Laufásvegur 68, bréf byggingarfulltrúa (01.197.207) Mál nr. BN041009
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010, varðar lóð nr. 68 við Laufásveg. Bréfinu fylgir afrit af bréfi dags. 9. desember 2009, bréfi dags. 22. desember 2009, bréfi dags. 22 desember 2009 og bréfi dags. 5. janúar 2010.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

21. Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni (01.0) Mál nr. SN080373
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Verðlaunatillaga Graeme Massie úr hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um Gömlu höfnina liggur fyrir og hefur verið kynnt stjórn Faxalfóahafna sf. og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur mikilvægt að lykilniðurstöður vinningstillögunnar verði hafðar til hliðsjónar skipulagsvinnu á samkeppnissvæðinu og taki mið af þeim þar sem það er mögulegt. Að auki eru áhugaverðar lausnir í þeim öðrum verðlaunatillögum sem nauðsynlegt er að fara yfir og eftir atvikum að fella inn í framtíðarsýn og frekari þróunarvinnu fyrir hafnarsvæðið. Lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur, með þremur fulltrúum stjórnar Faxaflóahafna sf. og tveimur fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík sem hefur það hlutverk að vinna úr niðurstöðum hugmyndasamkeppninnar. Tillögurnar verði skoðaðar með tilliti til hversu raunhæfar þær eru, hvernig megi áfangaskipta þeim og áhrif þeirra á þegar samþykkt skipulagsáform. Starfsmenn Faxaflóahafna sf. og skipulags- og byggingarsviðs vinni með starfshópnum.
Samþykkt.

22. Laugarnestangi, kynning (01.32) Mál nr. SN100045
Kynnt gildandi deiliskipulag Laugarness.
Formaður skipulagsráðs Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram eftirfarandi tillögu;

#GLSkipulagsráð leggur til að farið verði yfir deiliskipulag og framtíðarsýn fyrir Laugarnes sem byggir á verndun náttúru og varðveislu fornminja. Möguleikar til nýtingar svæðisins til útivistar og fræðslu eru margvíslegir en einkenni svæðisins í borgarlandinu er hin óspillta náttúra og óhreyfð strandlengja. Þá er saga Laugarness merkileg og mikilvægt að hún sé aðgengileg þeim sem svæðið sækja.
Lagt er til að skipulagsstjóri tilnefni fulltrúa af sínu sviði sem heldur utan um þessa vinnu og óski jafnframt eftir því að sviðsstjórar Menningar-og ferðamálasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs tilnefni fulltrúa frá sínum sviðum.
Niðurstöður verði kynntar í skipulagsráði, menningar- og ferðamálaráði og umhverfis og samgönguráði.#GL
Samþykkt.

23. Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis (01.19) Mál nr. SN090372
Kynnt staða vinnu.

24. Túnahverfi, ný götuheiti, (01.22) Mál nr. SN100020
bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2010, ásamt bréfi Húsfélagsins að Skúlatúni 2, dags. 2. febrúar 2010, þar sem gerð er athugasemd við breytingu á götunöfnum í Túnahverfi.

25. Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi Mál nr. SN100004
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2010 um samþykki Borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar númer við Norðlingabraut.

26. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn, úrskurður (01.738) Mál nr. SN090240
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. janúar 2010, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfisumsókn frá Veðurstofu Íslands vegna byggingar smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 22. apríl 2009, sem borgarráð staðfesti 24. sama mánaðar, um að veita leyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóð Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 9 í Reykjavík.

Fundi slitið kl. 12.05.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 574. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN041011
Sipal ehf, Akraseli 27, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi, þar sem gerð er grein fyrir fjórum íbúðum og leyfi til að sameina mhl. 01 og mhl. 02 í einn matshluta í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 7A við Baldursgötu.
Erindi fylgja skýringar hönnuðar dags. 20. janúar 2009 og brunavirðing dags. 1. júní 1942 og 1. apríl 1951.
Jafnframt er erindi BN038814 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN040962
Bergstaðastræti 52,húsfélag, Bergstaðastræti 52, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi v/gerðar eignaskiptasamnings í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

3. Dalbraut 3 (01.350.007) 104125 Mál nr. BN035826
Ingimar H Ingimarsson, Súlunes 5, 210 Garðabær
Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð
Páll Stefánsson, Dalbraut 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga bílastæðum við suðurhlið húss og skilgreina sérafnot verslana á 1. hæð frá lóðarhluta vegna íbúða fjöleignarhússins á lóð nr. 3 við Dalbraut.
Umsögn Framkvæmdasviðs dags. 5. maí 2007 fylgir erindinu og önnur frá sama aðila dags. 19. júní 2007. Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. júní 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu Gatna- og eignaumsýslu og skrifstofu Framkvæmdasviðs vegna áður samþykktrar lóðarstækkunar og lóðarsamnings þess vegna.

4. Eldshöfði 7 (04.035.204) 110501 Mál nr. BN041010
Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN029472 dags. 30. nóv. 2004 þar sem leyft var breyta innra fyrirkomulagi og stækka milliloft eignarhluta 0102 í húsinu nr. 7 við Eldshöfða.
Var einnig endurnýjað sem BN034125 dags. 13. júní 2006
Stækkun millilofts 45,6 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

5. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN040982
Grímur Alfreð Garðarsson, Fjölnisvegur 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi, BN039746 dags. 8. maí 2009 Breytingin felst í að innrétta tvö áður óinnréttuð rými í kjallara, gera tvo glugga og til að breyta innra fyrirkomulagi kjallara einbýlishússins á lóð nr. 10 við Fjölnisveg.
Stækkun: 29,6 ferm., 78 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.006
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Flugvallarv. timburg. (01.75-.-98) 107464 Mál nr. BN040983
Bílaleiga Flugleiða ehf, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af mhl 02, þar sem kemur fram stækkun frá áður samþykktum teikningum af afgreiðsluhúsnæðinu á lóð nr. 5 við Flugvallarveg með landnr. 107464.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. febrúar 2010.Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Flugvöllur 106641 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN040926
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem framkvæmdar hafa verið ýmsar breytingar á fyrirkomulagi innanhúss- og brunavörnum í Hótel Loftleiðum, landnr. 106641 við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda Heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

8. Fossaleynir 6 (02.467.103) 177040 Mál nr. BN040959
Íslandspóstur hf, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millipalli, breyta gluggum og innra skipulagi sbr. samþykkt erindi BN016771 dags. 14. maí 1998 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Fossaleyni.
Bréf frá arkitekt dags. 26. jan. 2010 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 53,9 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu

9. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN040829
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss sem felast aðallega í því að sameina íbúðir, fækka þeim úr 77 í 55 ásamt fleiri tilfæringum innanhúss og niðurfellingu útitrappa og inngangs í sorpgeymslu í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Hátún.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. jan. 2010, bréf arkitekts vegna sorphirðu dags. 29. jan. 2010, yfirlitsmynd af kjallara á A4 blaði.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Hvammsgerði 8 (01.802.407) 107701 Mál nr. BN041020
Þórarinn Guðjónsson, Hvammsgerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á 1. og 2. hæð á íbúðarhúsi á lóð nr. 8 við Hvammsgerði.
Meðfylgjandi er grenndarsamþykki meðeigenda á lóð og næstu nágranna dags. des. 2009 og jan. 2010
Stærðir 11,2 ferm., 29,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.287
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN040951
NBI hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Nýi Kaupþing banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir íbúðum 0401, 0404 og 0405, sjá erindi BN038972 dags. 14. október 2008, í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN040854
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsirör utan á austurgafl veitingastaðarins sem er í flokki 3 á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Samþykki frá meðeigendum dags. 20. ágúst 2009 og samþykki og þinglýst kvöð nr. 008821 dags. 13. okt. 2009 frá eigendum af Hverfisgötu 58. Leyfisbréf frá Lögreglustjóra dags. 11. apríl 2008
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda Eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

13. Hverfisgata 68A (01.173.005) 101496 Mál nr. BN041001
Björn Erlingur Flóki Björnsson, Hverfisgata 68a, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN034774 dags. 24.10. 2006, sem felst í að setja kvisti á þak og hækka þak yfir stiga í húsinu á lóð nr. 68A við Hverfisgötu.
Stærðir stækkun: 7,2 ferm., 41,9 rúmm.
Samtals eftir stækkun 206,9 ferm., 651,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.226
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN040717
Kolbrún Franklín, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Bjarki Sigurðsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja nýjan á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Jafnframt er erindi BN038273 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. nóvember 2009, samþykki nágranna dags. 28. apríl 2008 og samþykki meðeigenda dags. 7. desember 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgja erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 6. janúar til og með 3. febrúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 4,7 ferm., 9,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 762
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN041016
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í einingum 362 og 363 og sameina einingu 363 aftur í eitt númer, var 363-1 og 363-2, á 3. hæð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN040956
Líf fasteignir ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta fyrir breytta starfsemi hluta 1. hæðar Húss verslunarinnar, matshluta 01, á lóð nr. 7 við Kringluna.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda í tölvupósti dags. 2.2. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Laugarásvegur 1 104729 Mál nr. BN040851
Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum sem fela í sér að setja upp kæliklefa við bakinngang, endurnýja tæki og loftræstistokka í eldhúsi veitingastaðarins sem er í flokki II á lóð nr. 1 við Laugarásveg.
Bréf frá hönnuði dags. 13. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN040678
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka stigahúsi á 1. hæð og leggja niður eldhús í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 61-63 (01.173.016) 101505 Mál nr. BN041003
Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka rýmið 0205 með því að reisa nýja gluggaeiningu á móts við útbyggingu og nýta skyggni á suðurhlið sem svalir fyrir íbúðir á 2. hæð í atvinnu- og fjölbýlishúsinu nr. 61 á lóð nr. 61-63 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 3. nóv. 2007 og 16. apríl 2008.
Stækkun: 5,4 ferm., 13,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.039
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

20. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN041013
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innhúss, fyrir tilfærslum á rýmum, fjölgun gistiherbergja, nýjum neyðarútgangi á suðurgafli og nýju anddyri í norður í húsinu á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Stækkun: 4,5 ferm., 16,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.278
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN040890
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Dagbjartur ehf, Laugavegi 23, 101 Reykjavík
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi kjallara og 1. hæðar húss á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Leifsgata 26 (01.195.302) 102616 Mál nr. BN040245
Skúli Húnn Hilmarsson, Leifsgata 26, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kvistum í rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu.
Erindi fylgir ástandsskoðun hússins dags 23. júlí 2009, söluyfirlit dags. 18. júlí 2009 og tölvupóstur dags. 22. júlí 2009.
Erindi fylgir einnig samþykki tveggja meðeigenda árituð á uppdrátt dags. 11. september og tölvupóstar með samþykkjum hinna eigendanna dags. 8. og 10. nóvember 2009, ennfremur samþykki nýs eiganda, Sindra Viðarssonar dags. 10. desember 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október 2009 fylgja erindinu.
Áður gerð stækkun kvista: 31,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.418
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 dags. síðasta breyting 10. janúar 2010.

23. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN040957
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á neðri hæð (mhl 01) og í bakhúsi (mhl 02) verslunarhússins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 27. janúar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur og bréf hönnuðar dags. 3. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN040722
K5 ehf, Krókhálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á gluggum, útihurðum og léttum innveggjum í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á lóð dags. 16. nóv. 2009 og bréf Hans Kr. Guðmundssonar til Einars Helgasonar Orkuveitunni dags. 9. des. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Sifjarbrunnur 26 (05.055.402) 206121 Mál nr. BN040954
Friðrik Kristinsson, Sporhamrar 6, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir minnkun á svölum og breytingu á gluggum sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN036832 dags. 22. janúar 2008, einbýlishússins á lóð nr. 26 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Lagfæra skráningartöflu.

26. Skipasund 18 (01.355.310) 104363 Mál nr. BN041014
Ólöf Ólafsdóttir, Skipasund 18, 104 Reykjavík
Birna Ólafsdóttir, Skipasund 18, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við, úr staðsteypu og trégrind klætt utan með bárujárni, á suðurhlið kjallara, 1. hæð og koma fyrir þaksvölum á þakhæð á húsið á lóð nr. 18 við Skipasund.
Neikvæð fyrirspurn BN040476 dags. 6. okt. 2009.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Skipholt 33 (01.251.103) 103437 Mál nr. BN040895
John Lindsay hf, Skipholti 33, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kennslustofur og bókasafn fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík á 2. hæð, mhl. 04, í húsi á lóð nr. 33 við Skipholt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skriðustekkur 2-8 (04.616.001) 111830 Mál nr. BN040886
Högni Guðmundsson, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan og stærri með geymslu í kjallara og gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun kjallara við einbýlishúsið nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Skriðustekk.
Erindi fylgir fsp. dags. 26. ágúst 2008.
Niðurrif bílskúr: 28 ferm.
Áður gerð stækkun kjallara: 51,1 ferm., 143,1 rúmm
Stækkun geymslu: 11,4 ferm., 23,4 rúmm.
Bílgeymsla: 55 ferm., 196,9 rúmm.
Samtals stækkun: 117,5 ferm., 363,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 +27.982
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

29. Smiðjustígur 13 (01.151.403) 100997 Mál nr. BN040967
Brynhildur Guðjónsdóttir, Smiðjustígur 13, 101 Reykjavík
Atli Rafn Sigurðarson, Smiðjustígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðvegg og bílaplan að Lindargötu ásamt nýrri sorpgeymslu og tröppum að lækkuðu garðsvæði á norðurhluta lóðar nr. 13 við Smiðjustíg.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar og samþykki nágranna á nr. 6 við Lindargötu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Bílastæði ekki í samræmi við deiliskipulag. Beðið er umsagnar gatna- og eignaumsýslu.

30. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN039410
Iceland 101 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum úr sextán í átján og endurskoða eldvarnir í gistiheimilinu á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er erindi BN035643 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN041017
Vagneignir ehf, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera ýmsar breytingar innanhúss og koma fyrir dekkjaverkstæði, þjónustuverkstæði á 1. hæð og dekkjalager í kjallara og koma fyrir þrem nýjum innkeyrsludyrum á atvinnuhúsnæðinu nr. 8 á lóð 8 - 12 við Tangarhöfða.
Stækkun: XX ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN041004
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða norðurhlið að utan með bárujárni, breyta gluggum og setja svalir á norðurhlið, 2. og 3. hæðar, sbr. erindi BN036249 dags. 26.2. 2008, húss á lóð nr. 4 við Kirkjutorg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 25. okt. 2007 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. janúar 2008 fylgja erindinu.
Stækkun svalir 19,2 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Athygli umsækjanda er vakin á þeim atriðum sem fram koma í umsögnum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur og taka verður tillit til við framkvæmd verksins.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

33. Vesturgata 41 (01.135.003) 100425 Mál nr. BN040822
Haraldur Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík
Jóhannes Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús, hækka bakbyggingu og innrétta rishæð tvíbýlishússins á lóð nr. 41 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. febrúar 2010 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. febrúar 2010.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN041036
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu skyggni, sjá erindi BN035247 dags. 6. febrúar 2007, yfir inngangi veitingahússins Domo í húsi á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

35. Austurstræti 22 - Lækjargata 2 og 2 Mál nr. BN041035
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Austurstræti 22, Lækjargata 2 og Lækjargata 2A og sameina lóðirnar Austurstræti 22 og Lækjargata 2, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 8. febrúar 2010. Stærð lóðarinnar Austurstræti 22 og Lækjargata 2 verður 847 m2 og lóðin Lækjargata 2A verður 501 m2. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 24. júní 2009 og í borgarráði 2. júlí 2009 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 11. ágúst 2009. ATH. Þessi tillaga er eins og tillagan, sem samþykkt var 15. september 2009 að öðru leyti en því að í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að 1 m2 yrði tekinn af lóðinni og lagður við götustæði Lækjargötu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Breytingin öðlast gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðamörk.

36. Geirgata - Ægisgarður, staðgr. 1.117.-95 Mál nr. BN040909
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir þjónustumiðstöð á Ægisgarði, staðgr. 1.117.-95 landnr. 100075. Samkvæmt núverandi skráningu í fasteignaskrá er lóðin 274 m2. Lóðin er stækkuð um 43m2 og er sú stækkun úr óútvísuðu landi Faxaflóahafna. Lóðin verður eftir stækkun 318 m2 og fær staðgr.nr. 1.117.101.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf dags. 22. des. 2009.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði tölusett sem Ægisgarður 3.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

37. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN040908
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um leyfi til þess að endurskrá og breyta lóðarstærðum lóðanna Geirsgötu 3 og Geirsgötu 3A - 7C. Geirsgata 3 hefur staðgr. 1.117.305 og landnr. 100085 stærð 144 m2. Geirsgata 3A - 7C hefur staðgr. 1.117.306 og landnr. 100086 stærð 1.778.7 m2. samtals eru lóðirnar 1.922.7 m2.
Á lóðunum eru þrjú hús sem skiptast í 10 matshluta. óskað er eftir að lóðirnar verði fjórar eftir skiptingu og skráðar eins og hér segir:
Geirsgata 3, staðgr. 1.117.305, lóðarstærð 165 m2.
Geirsgata 3A, 3B, staðgr. 1.117.304, lóðarstærð 240 m2.
Geirsgata 5, 5A, 5B og 5C, staðgr. 1.117.306, lóðarstærð 502 m2.
Geirsgata 7, 7A, 7B og 7C, staðgr. 1.117.307. lóðarstærð 482 m2.
Flatarmál nýrra lóða samtals 1389 m2.
Mismunur á stærðum 1.922.7 - 1389 = 534 m2 sem sameinaðir skulu óútvísuðu landi Faxaflóahafna.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 22. desember 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

38. Grandagarður 15-39 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN040917
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir verbúðir á Grandagarði 15-39. Núverandi skráning samkv. fasteignaskrá er þessi, landnr. 100045, staðgr. 1.115.001, lóðarstærð 1.486,6 2m mhl. eru 01-11 og mh. 14 alls 12 matshluta og eru þeir tölusettir við Grandagarð 15-39.
Sótt er um að skráning verði eftirfarandi: Landnr. óbreytt, 100045, staðgr. óbreyttur 1.115.001, lóðarstærð minnkar verður 1.368 m2 í stað 1.486.6 m2, mismunur 118,5 m2 bætist við óútvísað land Faxaflóahafna. Tölusetning við Grandagarð verði :
Mh. -- Grandagarður nr.
01 -- 15 snyrting og spennistöð.
02 -- 17
03 -- 19
04 -- 21
05 -- 23
06 -- 25
07 -- 27
08 -- 29
09 -- 31
10 -- 33
11 -- 35
12 -- 37

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

39. Grandagarður 41-99 Mál nr. BN040920
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir verbúðir á Grandagarði. Núverandi skráning er Grandagarður 41-99, landnúmer er 100043 og staðgreinir 1.114.-99, lóðarstærð 3.185,1 m2. Á lóðinni eru skráðir 28 matshlutar 02-21 og 23-30. Sótt er um að skipta lóðinni í tvær lóðir sem skráðar þannig:
Grandagarður 39-77, landnr. óbreytt 100043, staðgr.nr. verði 1.114.401, lóðarstærð 2.286 m2, fjöldi matshluta verður 20.
Mhl.nr. -- Tölusett sem Grandagarður
var - verður -- nr.
02 -- 01 -- 39
03 -- 02 -- 41
04 -- 03 -- 43
05 -- 04 -- 45
06 -- 05 -- 47
07 -- 06 -- 49
08 -- 07 -- 51
09 -- 08 -- 53
10 -- 09 -- 55
11 -- 10 -- 57
12 -- 11 -- 59
13 -- 12 -- 61
14 -- 13 -- 63
15 -- 14 -- 65
16 -- 15 -- 67
17 -- 16 -- 69
18 -- 17 -- 71
19 -- 18 -- 73
20 -- 19 -- 75
21 -- 20 -- 77
23 -- 21 -- 79
Grandagarður 79-93, landnr. ? staðgreinir verði 1.114.102, lóðarstærð 902 m2, fjöldi matshluta verður 8.
23 -- 01 -- 79
24 -- 02 -- 81
25 -- 03 -- 83
26 -- 04 -- 85
27 -- 05 -- 87
28 -- 06 -- 89
29 -- 07 -- 91
30 -- 08 -- 93

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

40. Klettagarðar 3 (01.330.902) 103891 Mál nr. BN041028
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um samþykkt á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 3 við Klettagarða. Breytingin er smávægileg.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 13. nóvember 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

41. Klettagarðar 5 (01.330.901) 103890 Mál nr. BN041029
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um samþykkt á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 5 við Klettagarða. Breytingin er smávægileg.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 13. nóvember 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

42. Veghús 21-25 (02.843.201) 109732 Mál nr. BN041032
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta lóðamörkum Veghús 21-25 og afmá lóðirnar Bílastæðalóð fyrir Veghús 21-25 (landnr. 109733, staðgr. 2.843.202) og Aðkomulóð fyrir Veghús 21-29 (landnr. 109734, staðgr. 2.843.203) eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti dags. 8. febrúar 2010. Lóðin Veghús 21-25 er 3612 m2, en verður eftir breytinguna 4083 m2. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsnefnd 11. mars 1991 og í borgarráði 19. mars 1991. Aðkomugatan ver gerð árið 1991 í samræmi við þessa tillögu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Breytingin öðlast gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðamörk.

Fyrirspurnir

43. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN040963
Ásgeir Erling Gunnarsson, Básbryggja 37, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd af fjölbýlishúsi á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2010.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 4. febrúar 2010.

44. Einarsnes 58 (01.672.105) 106809 Mál nr. BN041034
Guðjón Páll Einarsson, Einarsnes 58, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir fjölgun gistirýma heimagistingar eins og sýnt er á meðfylgjandi erindi af einbýlishúsinu á lóð nr. 58 við Einarsnes.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda.

45. Framnesvegur 14 (01.133.229) 100258 Mál nr. BN040952
Þórir Björnsson, Framnesvegur 14, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist á suðurhlið og á norðurhlið sem jafnframt er komið fyrir þaksvölum með útsýni yfir Faxaflóann í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2010.
Jákvætt.
Enda láti fyrirspyrjandi vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verðu berist hún. Jafnframt er vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði og vakin athygli á að verði deiliskipulagsbreyting samþykkt ber að sækja um byggingarleyfi.

46. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN040976
Rögnvaldur Jónsson, Skjólbraut 16, 200 Kópavogur
Spurt er hvort byggja megi skiptingu lóðarinnar Hallveigarstígur 10 í lóðirnar Hallveigarstígur 10 og 10A á meðfylgjandi gögnum, sem eru helst: Bréf eigenda, sameignasamningur, lóðarblað og afsal.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist hún.
En byggingarfulltrúi vekur athygli á að uppfylla verði skilyrði 75 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um fjarlægð milli húsa.

47. Hátún 39 (01.235.118) 102962 Mál nr. BN041012
Kristín Ástríður Pálsdóttir, Hátún 39, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvisti á suður- og norðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 39 við Hátún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Lindargata 62 (01.153.207) 101104 Mál nr. BN041015
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort endurbæta megi skv. meðfylgjandi teikningum íbúðarhús á lóð nr. 62 við Lindargötu.
Jákvætt.Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur.

49. Lækjarmelur 4 (34.533.703) 186169 Mál nr. BN040995
Aðalmálun sf, Bræðraborgarstíg 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta eign 0105 í þrjár eignir, eignarhluta 0105, 0107 og 0108 og koma fyrir millilofti í atvinnuhúsinu á lóð nr. 4 við Lækjarmel.
Jákvæð fyrirspurn BN039617 dags. 17. mars 2009 fylgir en þar vantar milliloft sem er stækkun upp á 109 ferm inn í fyrirspurnina.
Bréf frá hönnuði þar sem hann tekur fram stækkun millipalls og nhl. lóðar dags. 2. feb. 2010
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

50. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN041002
Jon Olav Fivelstad, Hófgerði 6, 200 Kópavogur
Spurt er hvort byggja megi á einni hæð við hús á lóð nr. 8A við Ránargötu. Tveggja hæða viðbygging var samþykkt 17.10. 2007 og samþykki endurnýjað 21.10. 2008.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

51. Stórholt 17 (01.246.011) 103282 Mál nr. BN041000
Sveinbjörn R Magnússon, Stórholt 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tvær bílageymslur, eina sem er fyrir tvo bíla og er 57,0 ferm og hina fyrir einn bíl og er 32,2 ferm á norðausturhluta lóðar nr. 17 við Stórholt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

52. Tjarnargata 46 (01.143.006) 100946 Mál nr. BN041031
Guðmundur G Þórarinsson, Rauðagerði 59, 108 Reykjavík
Ingibergur E Þorkelsson, Bretland, Spurt er hvort fjölga megi íbúðum í fimm í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Tjarnargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Túngata 41 (01.137.408) 100678 Mál nr. BN040958
Hrefna Haraldsdóttir, Túngata 41, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka bílskúr og tengja við íbúðarhúsið og breyta notkun í vinnustofu á lóð nr. 41 við Túngötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 28. janúar 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemd skipulagsstjóra frá 28. janúar 2010 enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist hún.

54. Vogaland 8 (01.880.604) 108862 Mál nr. BN040937
Ólafur Örn Jónsson, Vogaland 8, 108 Reykjavík
Guðrún Símonardóttir, Vogaland 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu ofan á verönd einbýlishússins á lóð nr. 8 við Vogaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Samrýmist deiliskipulagi, sækja verður um byggingarleyfi

Fundi slitið kl. 11.45.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Eva Geirsdóttir