Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 195

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 13. janúar kl. 9.10, var haldinn 195. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Ágúst Jónsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 18. desember 2009 og 8. janúar 2010.

2. Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN100012
Guðni Pálsson, Litlabæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.

3. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag (01.4) Mál nr. SN090101
Lögð fram tillaga Hús og skipulag ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, dags. mótt. 8. janúar 2010. Einnig er lögð fram að lokinni forkynningu forsögn að deiliskipulagi reitsins, dags. 18. júní 2009 og þær ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

4. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090093
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 5. mars 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits, auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti, dags. 3. mars 2009. Einnig eru lögð fram drög að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugsemdir bárust.
Frestað. Skipulagsráð felur embætti skipulagsstjóra að láta fara fram svifryksmælingar á svæðinu í febrúar.

5. Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi Mál nr. SN100004
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð og gerðir eru tveir nýjir byggingareitir samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 4. janúar 2010.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040855
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 569 frá 22. desember 2009 og nr. 570 frá 12. janúar 2010.


7. Skútuvogur 8, br. starfsemi úti, inni (01.420.601) Mál nr. BN040074
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, skyggni á suðurhlið fjarlægt, innkeyrsluhurðum á suðurhlið fækkað og stækkaðar og bætt við innkeyrslurampa fyrir bíla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags 22. júní 2009, fylgiskjöl um lagnir í grunni vegna olíuskilju og bréf frá skipulags og byggingarsviði Reykjavíkur fylgir erindinu. Bréf frá hönnuði dags. 27. nóvember 2009 og umsögn skipulagsstjóra, dags. 11. desember 2009.
Kynnt.


(C) Fyrirspurnir

8. Vallarstræti, (fsp) breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar Mál nr. SR100001
Lagðir fram fyrirspurnaruppdrættir Björns Ólafs dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna að Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Í fyrirspurninni er aðallega gert ráð fyrir að núverandi hús standi áfram á sínum stað og að byggð verði hótelbygging á bakvið og á milli núverandi húsa.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við fyrirspurnina sem síðar verður endurauglýst og kynnt fyrir þeim hagsmunaaðilum sem komið hafa athugasemdum á framfæri við fyrri auglýsingu málsins.

Ráðið fagnar jafnframt þeim breytingum sem hafa átt sér stað við nánari þróun verkefnisins en fyrirspurnin gerir ráð fyrir því að salurinn sem hýsir skemmistaðinn Nasa verði varðveittur auk endurgerð gamalla húsa á reitnum á sínum upphaflega stað. Er um að ræða jákvæða breytingu frá gildandi deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1987 þar sem gert er ráð fyrir að öll eldri húsin á reitnum víki fyrir nýrri byggð.

9. Hverfisgata 78, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.173) Mál nr. SN100001
Hverfi ehf, Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Helgi Hafliðason, Stuðlasel 44, 109 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar ark. f.h. Hverfis ehf., dags. 21. desember 2009, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna ofanábyggingar á hús nr. 78 við Hverfisgötu skv. uppdráttum, dags. 17. nóvember 2009.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir ofanábyggingu hússins nr. 78 við Hverfisgötu. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

(D) Ýmis mál

10. Yfirlit um afgreiðslu byggingarleyfisumsókna árið 2009, Mál nr. BN040907
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um afgreiðslu mála á fundum skipulagsráðs og afgreiðslufunda byggingarfulltrúa fyrir árið 2009.

11. Laufásvegur 68, bréf byggingarfulltrúa (01.197.207) Mál nr. BN040906
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2009 til húseiganda á Laufásvegi 68, en í bréfinu er gerð tillaga um aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf lögmanns húseiganda dags. 22. desember 2009 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna málsins dags. 5. janúar 2010 og jafnframt bréf lögmanna húseiganda á Smáragötu 11 dags. 22. desember 2009.
Kynnt.

12. Hjólreiðaáætlun, kynning Mál nr. SN090456
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram til kynningar hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar #GLHjólað í Reykjavík#GL dags. 2010.
Fulltrúar frá Umhverfis- og samgöngusviði kynntu áætlunina.

13. Völundarverk, atvinnuátaksverkefni Mál nr. SN090451
Kynnt staða verkefnisins Völundarverk. Völundarverk er atvinnuátaksverkefni sem gengur út á að skapa störf,endurgera gömul hús og varðveita handverkskunnáttu.
Margrét Leifsdóttir og Örn Baldursson kynntu.

14. Hverafold 130, málskot (02.862.7) Mál nr. SN090421
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Ewa Krystyna Krauz, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 27. nóvember 2009 var lagt fram málskot Krystian Gralla dags. 19. nóvember 2009 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 15. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr 35 ferm. að stærð við parhúsið á lóð nr. 130 við Hverafold. Einnig lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 26. nóvember 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra , dags. 11. desember 2009.
Fyrra afgreiðsla staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 11. desember 2009.

15. Skipulagsráð, ár hönnunar Mál nr. SN100014
Lögð fram til kynningar samþykkt borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2010, að á árinu 2010 verði sérstakt átak tileinkað íslenskri hönnun í Reykjavík með það að markmiði að styrkja enn frekar stöðu hönnunar í reykvísku umhverfi, byggingum, menningu og atvinnulífi.

16. Skipulagsráð, álit Samkeppniseftirlitsins Mál nr. SN100003
Lagt fram til kynningar álit Samkeppniseftirlitsins, dags. 16. desember 2009, Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns til Samkeppniseftirlitsins, dags. 29. september 2009.

17. Skipulagsráð, kosning fulltrúa í skipulagsráð Mál nr. SN100008
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. janúar 2009, um samþykkt borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2009, að Ásgeir Ásgeirsson taki sæti í skipulagsráði í stað Stefáns Þórs Björnssonar og að Lena Helgadóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Ásgeirs Ásgeirssonar.

18. Barðastaðir 61, kæra, umsögn (02.404.3) Mál nr. SN090371
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. desember 2009, varðandi kæru vegna gróðursetningu trjáa og breytingu landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

19. Austurstræti 20, kæra, umsögn, úrskurður (01.140.5) Mál nr. SN090457
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. des. 2009, vegna samþykktar skipulagsráðs 2. des. 2009, sem var staðfest í borgarráði 10. des. 2009, þess efnis að tjald í bakgarði lóðarinnar nr. 20 við Austurstræti skyldi fjarlægt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. des. 2009 og bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. des. 2009. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda við niðurrif umdeilds tjalds. Jafnframt er hafnað kröfu hans um frestun réttarháhrifa samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 10. desember 2009 á tillögu byggingarfulltrúa um að samkomutjald, sem sett hafi verið upp í óleyfi á lóð Hressingarskálans að Austurstræti 20, verði fjarlægt á kostnað eiganda, fjarlægi hann það ekki sjálfur innan tilskilins frests.

20. Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar (04.2) Mál nr. SN090396
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða borholuhús Orkuveitu Reykjavíkur.

21. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.863.9) Mál nr. SN090423
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2009, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóða nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla.

22. Lambhagaland - 189563, nýtt deiliskipulag (02.684.1) Mál nr. SN080630
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. janúar 2010, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg.

23. Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi (04.111.4) Mál nr. SN090452
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. janúar 2010, um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Vínlandsleið.

24. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun 2010 Mál nr. SN090008
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 13. janúar 2010 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Stefán Benediktsson og Ásgeir Ásgeirsson.




Fundi slitið kl. 11.20.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Ásgeir Ásgeirsson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir
Magnús Skúlason
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 12. janúar kl. 10.14 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 570. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Ásvallagata 7 (01.162.306) 101279 Mál nr. BN040773
Sigurður Örn Guðleifsson, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Jarþrúður Karlsdóttir, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Helga Fossberg, Ásvallagata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þrennum svölum á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir fsp. BN040457 dags. 29. september og BN039601 dags. 24. mars 2009 ásamt samþykki eiganda kjallaraíbúðar dags. 18. desember 2009 áritað á uppdrátt.
Áður gerð stækkun: 20,3 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 091101 og 02 dags. 19. 11. 2009.

2. Barónsstígur 11A (01.174.129) 101604 Mál nr. BN040842
Pottur ehf, Barónsstíg 11a, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN037015 dags.16. okt. 2007 sem felur í sér minniháttar breytingar á burðarvirki milli rýma 2. hæðar veitingahússins Argentína steikhús á lóðinni nr. 11A við Barónsstíg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN040897
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN038695 samþ. 19. ágúst 2008 þar sem veitt var leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta viðbyggingu auk kjallara, allt einangrað að utan og klætt gráum náttúrustein og múrkerfi, með samtals þremur íbúðum og atvinnuhúsnæði á neðstu hæð (kjallara), sem tengist 1. hæð húsnæðisins sem fyrir er á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Stækkun: Viðbygging 336,6 ferm., 920,7 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 70.894
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN040794
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss á 1. hæð í flokk III í húsi nr. 21 við Bergþórugötu.
Erindi fylgir bréf eiganda dags. 8. desember 2009 og greinargerð um hljóðvist frá verkfræðistofunni Önn ehf. dags. 22. desember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

5. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN040614
Smáragarður ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka og hólfa niður geymslur og koma fyrir vörumóttöku í kjallara á norðurhlið, undir palli 1. hæðar, koma fyrir vörumóttöku á palli 1. hæðar á norðurhlið í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. nóvember 2009.
Stækkun :344,4 ferm. og 1472,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 113.406
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN040827
Hlölla Bátar ehf, Gerðhömrum 14, 112 Reykjavík
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður viðbyggðri kæligeymslu við vesturvegg á atvinnuhúsinu á lóð nr. 5A við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010 fylgja erindinu.
Stækkun: 6,3 ferm og 14,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.086
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra skal umsækjandi leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður grenndarkynnt.

7. Borgartún 32 (01.232.001) 102917 Mál nr. BN040845
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að fella niður stiga og lyftu milli 6. og 7. hæðar og breyta skráningartöflu, sbr. erindi BN033094 og BN035777, hótels á lóð nr. 32 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN040884
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við á 3. hæð setstofu með því að breikka gang að hluta suðurhlið á D- álmu í dvalaheimilinu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Stækkun: 10,5 ferm. 36 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.772
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN040832
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta F-álmu, 1., 2. og 3. hæð þannig að sameinuð verða 58 vistrými í 28 vistrými, komið verði fyrir skrifstofuaðstöðu og vakt í kjallara, nýjar dyr og gluggar síkkaðir á vesturhlið og á norðurgafl verða settir nýir gluggar á Dvalarheimilið Hrafnistu á lóð nr. 13 Brúnavegi.
Umsögn burðavirkishönnuðar með A4 teikningum dags. 14. des. 2009 fylgir erindinu.
Brunavarnaskýrsla í tvíriti frá maí 2008.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Bæjarháls 1 (00.000.000) 190769 Mál nr. BN040785
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu á bílgeymslu mhl 10 við hús Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Sama erindið BN030066 var lagt inn 7. sept. 2004 og var því frestað.
Stækkun: 1. hæð XX ferm. XX rúmm. 2. hæð XX ferm. XX rúmm.
Stækkun alls: XX ferm. XX rúmm
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Eiríksgata Hnitbjörg (01.194.201) 102545 Mál nr. BN040857
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir samþykki á nýjum aðaluppdráttum af Hnitbjörgun, Listasafni Einars Jónssonar, á lóð við Eiríksgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN040865
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íslenskar getraunir, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæðina ofan á mhl. 02 og að byggja tengibyggingu sem verður mhl. 03 sem tengir mhl. 02 , 07 og 10, og að byggja geymsluhús sem verður mhl. 05 á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 22. des. 2009 fylgir.
Stækkun: mhl. 02. XX ferm. XX rúmm.,
mhl. 03. XX ferm. XX rúmm. og mhl. 05. XX ferm. XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Flugvöllur 106641 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN040896
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN036693 dags. 25. ágúst 2007 sem er að koma fyrir eldvararhurð milli stigarýmis og sundlaugar í kjallara hótels Loftleiða við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN040671
Rs-28 ehf, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN036756 dags. 13. nóv. 2007 sem er um að innrétta 2. og 3. hæðina og bakhús undir hótel ásamt svölum á 3. hæðina með fellistiga á norðurhlið og flóttahringstiga á vesturhlið fyrir 2. og 3. hæðina í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 12 við Grensásveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

15. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN040850
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja léttan tengigang á 2. hæð að lóðamörkum við nr. 1-3, sbr. fyrirspurn BN040211, við hús á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Stækkun 20,7 ferm., 61 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 4.697
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hamrahlíð 33 (01.715.303) 107282 Mál nr. BN040847
Gunnar Guðlaugsson, Hamrahlíð 33, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á suðurhlið fjölbýlishússins nr. 33 og 33A á lóð nr. 33 við Hamrahlíð.
Jákvæð fyrirspurn BN039299 dags. 23. des. 2008.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN040612
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í afgreiðslu, sbr. BN039615 dags. 31. mars 2009, á bráðasviði Landspítalans í Fossvogi á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Heiðargerði 38 (01.802.103) 107652 Mál nr. BN040843
Alla Dóra Smith, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík
Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að falla frá björgunaropi á suðurhlið efri hæðar, sbr. BN039182 dags. 18. nóv. 2008, á einbýlishúsinu á lóð nr. 38 við Heiðargerði.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

19. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN040856
Frumherji hf, Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 sbr. nýsamþykkt erindi BN040607 dags. 24. nóv. 2009, í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040893
Smári Vilhjálmsson, Grundarsmári 9, 201 Kópavogur
Guðfinna Gróa Pétursdóttir, Álfkonuhvarf 55, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta loftstokk innanhúss, loka útihurð á norðurgafli og brunavörnum sbr. nýendursamþykkt erindi BN040542 dags. 27.okt. 2009, sem var BN024857 dags. 2. júlí 2002 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr 102A við Hraunbæ.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN040887
Hraunbær 102 fgh,húsfélag, Hraunbæ 102g, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfið BN034968 sem felst í að klæða með steniklæðningu suðurgafl hússins nr. 102 F-G-H við Hraunbæ.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

22. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN040854
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsirör utan á austurgafl veitingastaðarins sem er í flokki ? á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Samþykki frá meðeigendum dags. 20. ágúst 2009. og samþykki og þinglýst kvöð nr. 008821 dags. 13. okt. 2009 frá eigendum af Hverfisgötu 58.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laugarásvegur 1 104729 Mál nr. BN040851
Laugaás ehf, Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum sem fela í sér að setja upp kæliklefa við bakinngang, endurnýja tæki og loftræstistokka í eldhúsi veitingastaðarins sem er í flokki II á lóð nr. 1 við Laugarásveg.
Bréf frá hönnuði dags. 13. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN040849
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga á götuhlið hússins á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN040890
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Dagbjartur ehf, Laugavegi 23, 101 Reykjavík
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi kjallara og 1. hæðar húss á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Leifsgata 26 (01.195.302) 102616 Mál nr. BN040245
Skúli Húnn Hilmarsson, Brekkugata 8, 530 Hvammstangi
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kvistum í rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu.
Erindi fylgir ástandsskoðun hússins dags 23. júlí 2009, söluyfirlit dags. 18. júlí 2009 og tölvupóstur dags. 22. júlí 2009.
Erindi fylgir einnig samþykki tveggja meðeigenda árituð á uppdrátt dags. 11. september og tölvupóstar með samþykkjum hinna eigendanna dags. 8. og 10. nóvember 2009, ennfremur samþykki nýs eiganda, Sindra Viðarssonar dags. 10. desember 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október fylgja erindinu.
Áður gerð stækkun kvista: 15,5 ferm. og 31,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.418
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði vegna stækkunar.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 1.00 dags. 20.10. 09.

27. Meistaravellir 19-23 (01.523.103) 105997 Mál nr. BN040869
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til gagngerra breytinga innanhúss og utan-, skipta um lagnir, innréttingar, glugga og klæða gafla og setja nýja glugga á þá og koma fyrir lyftu í stigahúsi nr. 19 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19-23 við Meistaravelli.
Meðfylgjandi er úttekt frá Aðgengi ehf. dags. 21. des. 2009, bréf frá Sjálfsbjörgu dags. 21. des. 2009, Brunnahönnunarskýrsla Línuhönnunar dags. 15. maí 2007.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Miklabraut 80 (01.710.007) 107122 Mál nr. BN040745
Miklabraut 80-82-84, Miklubraut 84, 105 Reykjavík
Halldór Ingi Lúðvíksson, Miklabraut 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða þakkant og fjarlægja skorsteina fjölbýlishússins nr. 80-84 á lóð nr. 80 við Miklubraut.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 7. júlí 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Mímisvegur 6 (01.196.110) 102651 Mál nr. BN040645
Holberg Másson, Mímisvegur 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og koma fyrir svölum á austurálmu íbúðarhússins á lóð nr. 6 við Mímisveg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. september 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. desember 2009 til og með 1. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 53 ferm., 223,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.081
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

30. Nauthólsvegur 106 (01.777.201) 180083 Mál nr. BN040726
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu sem felur í sér tilfærslu á salernum, fatahengi, flóttaleiðum og breyttum gestafjölda í veitingahúsnæðinu í flokki lll á lóð nr. 106 við Nauthólsveg.
Bréf háskólans í Reykjavík dags. 11. des. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN040866
101 heild ehf, Pósthólf 1072, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN039888 sþ. 20.10.09, innanhúss í kjallara og á fyrstu hæð vegna lokaúttektar á Hótel Borg á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Skeiðarvogur 151 (01.414.303) 105135 Mál nr. BN040653
Kjartan Arngrímsson, Skeiðarvogur 151, 104 Reykjavík
Karen Anna S. Michelsen, Skeiðarvogur 151, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu úr steypu til norðurs við einbýlishúsið á lóð nr. 151 við Skeiðarvog.
Jákvæð fyrirspurn BN040131 dags. 14. júlí 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. nóv. til og með 23 des. 2009. Engar athugasemdir bárust.
Niðurrif: 13,0 ferm. XXX rúmm.
Stækkun: 37,0 ferm. XXXrúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skipholt 33 (01.251.103) 103437 Mál nr. BN040895
John Lindsay hf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kennslustofur og bókasafn fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík á 2. hæð í húsi á lóð nr. 33 við Skipholt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN040885
Hafliði Bárður Harðarson, Sjafnargata 5, 101 Reykjavík
Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur
Ísarn ehf, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga niður úr gluggum á suðvesturhlið atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Skriðustekkur 2-8 (04.616.001) 111830 Mál nr. BN040886
Högni Guðmundsson, Skriðustekkur 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan og stærri ásamt útigeymslu við einbýlishúsið nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Skriðustekk.
Erindi fylgir fsp. dags. 26. ágúst 2008.
Niðurrif bílskúr: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun geymsla: xx ferm.,
Stækkun bílgeymsla: xx ferm.,
Samtals: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN039442
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til færa til brunaslöngur, #GLút#GL ljósum og björgunaropum bætt við í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Stórhöfði 29-31 (04.084.801) 179559 Mál nr. BN040771
Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
200 þúsund naglbítar ehf, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Rafiðnaðarsamband Íslands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina þrjár skrifstofur í eina opna skrifstofu á 1. hæð í mhl. 02 í atvinnuhúsinu nr. 31 á lóð nr. 29 - 31 við Stórhöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 21.12.2009 og yfirlitsteikning af afstöðumynd í A3.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Súðarvogur 7 (01.453.002) 105615 Mál nr. BN040379
Nasi ehf, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, v/gerðar eignaskiptasamnings, í atvinnuhúsinu á lóð nr. 7 við Súðarvog.
Erindi fylgir umsókn um skiptingu eignar 02-0102 í þrennt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Vesturgata 2A (01.140.001) 100814 Mál nr. BN040891
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi atvinnuhússins Zimsenhúsi á lóð nr. 2A við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

40. Viðarás 59-63 (04.387.404) 111551 Mál nr. BN040826
Friðrik Smári Björgvinsson, Viðarás 63, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýjan glugga á bílskúr, sbr. fyrirspurn BN039141, á raðhúsi nr. 63 á lóð nr. 59-63 við Viðarás.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð, nr. 59 og 61 og samþykki nágranna á nr. 65
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

41. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN040725
V-16 ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu og tannsmíðastofu á 3. hæð og lítilsháttar breytingu á 1. hæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Samþykki meðeigenda dags. 17. nóv. 2009.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 17. nóv. 2009.
Umsögn Geislavarnir ríkisins.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Ýmis mál

42. Blöndubakki 1-15 (04.630.201) 111845 Mál nr. BN040918
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 7. september 2007 varðar lóðarúthlutun v. bílskúra á lóðinni nr. 1-5 við Blöndubakka , útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir.
Með vísan til bréfs skipulagstjóra frá 11.01.2010 fellst ekki lóðarúthlutun í svari skipulagsstjóra frá 3. mars 2006. Að öðru leyti er vísað til fyrri afgreiðslu málsins.

43. Flugvallarvegur 1 - tölusetning Mál nr. BN040910
Byggingarfulltrúi leggur til að landspilda og lóð við sunnanverðan Flugvallarveg verði tölusett sem hér segir:
Óafmörkuð landspilda með landnr. 107465, staðgr. 1.75-.-99.
Á spildunni eru fjórir braggar í eigu Ríkissjóðs með fastanr. 203-2804. Lagt er til að spildan sem er 2.950 m2 samkvæmt lauslegu mati verði tölusett nr. 1 við Flugvallarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

44. Flugvallarvegur 3 - tölusetning Mál nr. BN040911
Byggingarfulltrúi leggur til að landspilda og lóð við sunnanverðan Flugvallarveg verði tölusett sem hér segir:
Lóð Keiluhallarinnar með landnr. 107467, staðgr. 1.751.201, stærð 12.784 m2 verði tölusett nr. 3 við Flugvallarveg. Á lóðinni er eldsneytissala Atlandsolíu með fastanr. 228-9314. Staðfang Atlandsolíu á lóðinni verði Flugvallarvegur 3A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

45. Flugvallarvegur 5 - tölusetning Mál nr. BN040912
Byggingarfulltrúi leggur til að landspilda og lóð við sunnanverðan Flugvallarveg verði tölusett sem hér segir:
Óafmörkuð landspilda með landnr. 107464, staðgr. 1.75-.-98.
Á spildunni eru þrír skráðir mh. 01,02 og 03, með fastanr. 203-2801 í eigu Bílaleigu Flugleiða ehf. Lagt er til að spildan sem er 3.100 m2, samkvæmt lauslegu mati verði tölusett nr. 5 við Flugvallarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa:
Í samþykktinni er ekki falin nein stærðarafmörkum né yfirlýsing um lóðarréttindi Ríkissjóðs. En spildan er í eigu Reykjavíkurborgar.

46. Flugvallarvegur 7 - tölusetning Mál nr. BN040913
Byggingarfulltrúi leggur til að landspilda og lóð við sunnanverðan Flugvallarveg verði tölusett sem hér segir:
Lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur með landnr. 107466 og staðgr.nr. 1.751.001, lóðarstærð 2502 m2, verði tölusett sem nr. 7 við Flugvallarveg. Á lóðinni er braggi sem notaður er sem vörugeymsla. Hann er í eigu Flugbjörgunarsveitarinnar, fastanr. 203-2800, staðfang braggans skal vera Flugvallarvegur 7A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

47. Fróðasveigur - Nafnabreyting Mál nr. BN040888
Á fundi skipulagsráðs þann 11. nóvember 2009 var samþykkt að breyta götuheitinu Fróðasveigur í Menntasveig.
Því er lagt til að lóðin Fróðasveigur 25 landnr. 218666 staðgr.nr. 1.778.101 verði tölusett sem Menntasveigur 15.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

48. Geirgata - Ægisgarður, staðgr. 1.117.-95 Mál nr. BN040909
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir þjónustumiðstöð á Ægisgarði, staðgr. 1.117.-95 landnr. 106075. Samkvæmt núverandi skráningu í fasteignaskrá er lóðin 274 m2. Lóðin er stækkuð um 43m2 og er sú stækkun úr óútvísuðu landi Faxaflóahafna. Lóðin verður eftir stækkun 318 m2 og fær staðgr.nr. 1.117.101.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf dags. 22. des. 2009.
Frestað.
Umsækjandi uppfæri texta á mæliblaði til samræmis við ofangreint.

49. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN040908
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um leyfi til endurskráningar lóðarinnar 3A - 7C við Geirsgötu. Staðgr. lóðarinnar er 1.117.306 og landnr. 100086, stærð samkvæmt fasteignaskrá 1.778.7 m2. Á lóðinni eru þrjú hús sem skiptast í tíu matshluta. Óskað er eftir að lóðin skiptist í þrjár lóðir og verði skráðar eins og hér segir:
Geirsgata 3, 3A og 3C, staðgr. 1.117.304, lóðarstærð 240 m2.
Geirsgata 5, 5A, 5B og 5C staðgr. 1.117.306, lóðarstærð 502 m2.
Geirsgata 7, 7A, 7B og 7C staðgr. 1.117.307, lóðarstærð 482 m2.
Lóðin Geirsgata er nú skráð 1.778,8 m2 samanlagt flatarmál nýrra lóða er 1224 m2, mismunur 554,7 m2 sameinaðar óútvísuðu landi Faxaflóahafna.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 22. des. 2009.
Frestað.
Umsækjandi yfirfari mæliblöð sbr. ofangreindan texta.

50. Grandagarður 15-39 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN040917
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir verbúðir á Grandagarði 15-39. Núverandi skráning samkv. fasteignaskrá er þessi, landnr. 100045, staðgr. 1.115.001, lóðarstærð 1.486,6 2m mhl. eru 01-11 og mh. 14 alls 12 matshluta og eru þeir tölusettir við Grandagarð 15-39.
Sótt er um að skráning verði eftirfarandi: Landnr. óbreytt, 100045, staðgr. óbreyttur 1.115.001, lóðarstærð minnkar verður 1.368 m2 í stað 1.486.6 m2, mismunur 118,5 m2 bætist við óútvísað land Faxaflóahafna. Tölusetning við Grandagarð verði :
Mh. Grandagarður
01 __ 15
02 __ 17
03 __ 19
04 __ 21
05 __ 23
06 __ 25
07 __ 27
08 __ 29
09 __ 31
10 __ 33
11 __ 35
12 var nr.14 - 37 snyrting og spennistöð.
Frestað.
Umsækjandi uppfæri texta á skýringarblaði til samræmis við ofangreint.

51. Grandagarður 41-99 Mál nr. BN040920
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi fyrir breyttri skráningu lóðar fyrir verbúðir á Grandagarði. Núverandi skráning er Grandagarður 41-99, landnúmer er 100043 og staðgreinir 1.114.-99, lóðarstærð 3.185,1 m2. Á lóðinni eru skráðir 28 matshlutar 02-21 og 23-30. Sótt er um að skipta lóðinni í tvær lóðir sem skráðar þannig:
Grandagarður 39-79, landnr. óbreytt 100043, staðgr.nr. verði 1.114.401, lóðarstærð 2.286 m2, fjöldi matshluta verður 21.
Mhl.nr. __ Tölusett sem Grandagarður
var _ verður __ nr.
02 __ 01 __ 39
03 __ 02 __ 41
04 __ 03 __ 43
05 __ 04 __ 45
06 __ 05 __ 47
07 __ 06 __ 49
08 __ 07 __ 51
09 __ 08 __ 53
10 __ 09 __ 55
11 __ 10 __ 57
12 __ 11 __ 59
13 __ 12 __ 61
14 __ 13 __ 63
15 __ 14 __ 65
16 __ 15 __ 67
17 __ 16 __ 69
18 __ 17 __ 71
19 __ 18 __ 73
20 __ 19 __ 75
21 __ 20 __ 77
23 __ 21 __ 79
Grandagarður 81-95, landnr. ? staðgreinir verði 1.114.102, lóðarstærð 902 m2, fjöldi matshluta verður 8.
24 __ 01 __ 81
25 __ 02 __ 83
26 __ 03 __ 85
27 __ 04 __ 87
28 __ 05 __ 89
29 __ 06 __ 91
30 __ 07 __ 93
? __ ? __ 95
Frestað.
Skráðir matshl. eru 40, húsnúmer 41, leiðrétta.

52. Grandavegur 41- 43 (01.521.208) 105947 Mál nr. BN040916
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðarinnar Grandavegur 41-43, landnr. 105947 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti dags. 6. janúar 2010. Við breytinguna stækkar lóðin úr óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar um 251 m2 og verður 1874 m2 + 15,603#PR í leikskólalóð, landnr. 105949. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 9. febrúar 2005. Auglýsing um breytt deiliskipulag birtist í B-deild Stjórnartíðinda 1. mars 2005..
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

53. Hestháls 14 - Krókháls 7 Mál nr. BN040889
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta mörkum lóðanna Hestháls 14 og Krókháls 7 og skipta lóðinni Hestháls 14 í tvær lóðir, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 5. janúar 2010. Lóðin Hestháls 14 breytist úr 31872 ferm í 25765 ferm og lóðin Krókháls 7 breytist úr 20937 ferm í 20005 ferm. Ný lóð verður 5585 ferm og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í borgarráði 15. nóvember 2007 og á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 1. ágúst 2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

54. Hólmaslóð - Olíustöð 2 - staðgr. 1.085.101 Mál nr. BN040903
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um breytta skráningu á lóðinni Hólmaslóð, Olíustöð 2, stofnuð er ný lóð fyrir slökkvistöð.
Lóðin Hólmaslóð, Olíustöð 2 er skráð 9.391 m2, tekið undir nýja lóð með staðgr. 1.085.102 38 m2
Lóðin Hólmaslóð, Olíustöð 2 verður eftir breytingu 9.353 m2.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 23. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

55. Hólmaslóð - Olíustöð 3 - staðgr. 1.085.201 Mál nr. BN040904
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um breytta skráningu á lóðinni Hólmaslóð, Olíustöð 3, stofnuð er ný lóð fyrir slökkvistöð.
Lóðin Hólmaslóð, Olíustöð 3 er skráð 9.914 m2 tekið undir nýja lóð með staðgr. 1.085.102 41 m2.
Lóðin Hólmaslóð, Olíustöð 3 verður eftir breytingu 9.873 m2.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 23. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

56. Hólmaslóð - slökkvistöð Mál nr. BN040905
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um skráningu nýrrar lóðar fyrir slökkvistöð, staðgr. 1.085.102. Lóðin er mynduð úr tveim skikum frá lóðum Olíustöðva 2 og 3 38 + 41 m2, ný lóð með staðgr. 1.085.102 verður því samtals 79 m2.
Tölusetning lóðarinnar ákv. síðar.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 23. des. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

57. Laugavegur 124 og 120 mæliblað (01.240.202) 102985 Mál nr. BN040914
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að sameina lóðirnar Laugavegur 120 og Laugavegur 124 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti dags. 7. janúar 2010. Lóðin Laugavegur 124 verður við breytinguna 894 m2 að stærð og Laugavegur 120 verður máð úr skrám. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsráði 12. júlí 2006 og í borgarráði 20. júlí 2006. Auglýsing um breytt deiliskipulag birtist í B-deild Stjórnartíðinda 8. ágúst 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

58. Bankastræti 4 (01.170.203) 101331 Mál nr. BN040814
Sigurður Hólm Jóhannsson, Seljavegur 29, 101 Reykjavík
Spurt er hvort starfrækja megi kaffihús í fl. I með opnunartíma frá 06:30 - 20:00 í húsi Hans Petersen á lóð nr. 4 við Bankastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 7. janúar 2010.

59. Brekkustígur 12 (01.134.308) 100357 Mál nr. BN040901
Hafþór Óskar Gestsson, Brekkustígur 12, 101 Reykjavík
Spurt er hvort grafa megi frá kjallara og setja þar hurð úr stofu út í garð á húsi nr. 12 við Brekkustíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem samþykki meðeigenda fylgi. Sjá ennfremur athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

60. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN035786
Marteinn Einarsson, Brattakinn 28, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð eining 0305 í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 23 við Dugguvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2007.
Neikvætt.
Með vísan til bréfs skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 og umsagnar skipulagsstjóra frá 4. maí 2007.

61. Kárastígur 12 (01.182.234) 101886 Mál nr. BN040894
Berglind Björk Halldórsdóttir, Kárastígur 12, 101 Reykjavík
Spurt er hvort heimiluð sé heimagisting í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Kárastíg.
Með vísan til reglugerðar nr. 585/2007 er leyfisveiting fyrir starfsemi sem hér um ræðir á hendi leyfadeildar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ef óskað er breytinga á húsnæði skal senda inn byggingarleyfisumsókn.

62. Langholtsvegur 25 (01.355.201) 104341 Mál nr. BN040848
Brjánn Jónasson, Langholtsvegur 25, 104 Reykjavík
Valur Sveinbjörnsson, Langholtsvegur 25, 104 Reykjavík
Hreggviður Ingason, Langholtsvegur 25, 104 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi óuppfyllt rými í kjallara sem geymslur í húsi á lóð nr. 25 við Langholtsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

63. Laufásvegur 2 (01.183.005) 101917 Mál nr. BN040810
Halldóra Kristjánsdóttir, Langagerði 68, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitinga-/kaffihús án vínveitinga í verslunarhúsinu á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. jan. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum. Sé um breytingar á húsinu að ræða þarf að sækja um byggingarleyfi þar sem flokkur veitingahúss er tilgreindur og fylgja skal umsókninni umsagnir Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur . Veitingastaður í flokki III þarfnast sérstakrar umfjöllunar vegna hljóðvistar.

64. Logafold 49 (02.875.805) 110421 Mál nr. BN040899
Guðlaug Sigurðardóttir, Logafold 49, 112 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi hurð á bílskúr inn í þvottahús í einbýlishúsi á lóð nr. 49 við Logafold.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og ákvæði vegna brunavarna uppfyllt.

65. Lokastígur 25 (01.181.410) 101800 Mál nr. BN040898
Bjarni Þór Bjarnason, Lokastígur 25, 101 Reykjavík
Spurt er hvað þurfi til að fá ósamþykkta íbúð skráða sem samþykkta, eða ósamþykkta íbúð í kjallara húss á lóð nr. 25 við Lokastíg.
Hægt er að sýna rýmið sem ósamþykkjanlega íbúð á uppdráttum.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

66. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN039834
Naustabryggja 13-15,húsfélag, Naustabryggju 13-15, 110 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir reyndarteikningum þeim sem fylgja hér af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

67. Skipasund 24 (01.355.307) 104360 Mál nr. BN040902
Lilja Huld Steinþórsdóttir, Skipasund 24, 104 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að fá risíbúð samþykkta í húsi á lóð nr. 24 við Skipasund.
Vísað er til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

68. Súðarvogur 24 (01.454.108) 105625 Mál nr. BN035754
Eðvarð Franklín Benediktsson, Kambsvegur 9, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð atvinnuhúsið á lóðinni nr. 24 við Súðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2007.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 4. maí 2007.

69. Súðarvogur 26 (01.454.109) 105626 Mál nr. BN035755
Árni Pálsson ehf, Miklubraut 68, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka um eina hæð atvinnuhúsið á lóðinni nr. 26 við Súðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2007.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 4. maí 2007.

70. Þórsgata 24-28 (01.186.309) 102264 Mál nr. BN040900
Sunnugisting ehf, Þórsgötu 26, 101 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi svalir og byggja yfir þær sem stækkun á borðsal í gistihúsi á lóð nr. 26 við Þórsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Fundi slitið kl. 12.05.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir