Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 193

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 9. desember kl. 09:05, var haldinn 193. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Björn Ingi Edvardsson og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Skipulagsráð, forgangsröðun í atvinnumálum Mál nr. SN090450
Kynnt skýrsla um Forgangsröðun í atvinnumálum
-Leiðbeinandi viðmið- dags. 8. desember 2009.

Oddný Sturludóttir og Sigurður Snævarr kynntu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:10

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 4. desember 2009.

3. Elliðaárdalur, (04.2) Mál nr. SN090396
breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóv. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi(01.863.9) Mál nr. SN090423
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um auglýsingu tillögunnar með bréfi.

5. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, (04.363) Mál nr. SN090131
deiliskipulag, grasæfingasvæði
Teiknistofan Storð ehf, Sunnuvegi 11, 220 Hafnarfjörður
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti dags. 10. júlí 2009. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009 ásamt umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. september 2009.
Tillögunni vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.

6. Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir (01.2) Mál nr. SN090135
1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lögð fram tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 18. nóvember 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040780
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 567 frá 8. desember 2009.

8. Tryggvagata 10, niðurrif (01.132.101) Mál nr. BN040686
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

9. Kjalarnes, Brautarholt, (fsp) golfvöllur Mál nr. SN090385
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 30. október 2009 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Pálssonar dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Brautarholt vegna golfvallar samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar dags. 23. október 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði, heilbrigðiseftirliti og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 2. desember 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. desember 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

10. Skipulagslög, frumvarp Mál nr. SN080167
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 26. október 2009 til Umhverfisráðuneytisins vegna frumvarps til skipulagslaga.
Helga Björk Laxdal lögfræðingur kynnti

11. Aðalskipulag Reykjavíkur, Íbúaspá Mál nr. SN090447
Kynnt íbúaspá vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.

12. Svæðisskipulag, athafnasvæðið Tungumelum Mál nr. SN090436
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 30. nóvmeber 2009 ásamt erindi Mosfellsbæjar varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna stækkunar á athafnasvæðinu á Tungumelum.
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

13. Sæbraut, útilistaverk Varða Mál nr. SN090440
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi menningar- og ferðamálaráðs dags. 25. nóvember varðandi staðsetningu á útilistaverkinu Vörðu við Sæbraut.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu. listaverksins.

14. Alþingisreitur fornleifarannsókn, (01.141.1) Mál nr. SN090328
skipan í vinnuhóp ásamt skýrslu vinnuhópsins
Lögð fram skýrsla vinnuhóps Mennta- og Menningarmálaráðherra dags. 6. nóvember 2009 að stefnu um framhald rannsókna, varðveislu og sýningu á fornleifum á Alþingisreit og nágrenni.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 11:40.

15. Lofnarbrunnur 6-8, bréf byggingarfulltrúa (02.695.804) Mál nr. BN040761
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 18. ágúst 2009 til lóðarhafa í Lofnarbrunni 6-8 og svarbréf eigenda dags. 12. sept. 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

16. Kirkjuteigur 12, bréf Húsafriðunarnefndar (01.362.001) Mál nr. BN040779
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 2. desember 2009 þar sem lýst er friðun á ytra byrði Laugarneskirkju, sem gerð var með bréfi menntamálaráðherra dags. 16. nóvember 2009, m.t.v. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001.

17. Grundarstígur 10, kæra, umsögn Mál nr. SN090316
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 31. ágúst 2009 ásamt kæru dags. 19. ágúst 2009, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni nr 10. við Grundarstíg. Einnig lagt fram tölvubréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. desember 2009 vegan stöðvunarkröfu og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 7. desember 2009.
Umsögn lögfræði- og stjornsýslu samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:50.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ragnar Sær Ragnarsson
Sóley Tómasdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Sigurður Kaiser Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 8. desember kl. 10:03 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 567. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN040772
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN039321, samþykkt 27. janúar 2009, þar sem m. a. er hætt við endurbyggingu Héðinshúss og gerður útigarður þar í staðinn, fundarsalur er innréttaður í bakhús í stað veitingastaðar og innréttaður er morgunverðarsalur í kjallara ásamt öðrum minni háttar breytingum á hótelinu á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. desember 2008, endurskoðuð 1. desember 2009.
Nýjar stærðir: 5.742,6 ferm., 18.098,4 rúmm.
Minnkun: 97,5 ferm., 259,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

2. Almannadalur 9-15 (05.865.501) 209395 Mál nr. BN040749
Guðrún Jóna Thorarensen, Garðsstaðir 44, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta loftunargerði við hesthús nr. 11 á lóð nr. 9-15 við Almannadal samanber BN035853.
Jafnframt er erindi BN039689 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 16. og 18. nóvember 2009 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN038887
Eignarhaldsfélagið Portus ehf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta sbr. erindi 34842, burðarveggjum og súlum, breyta stærðum palla, lögun svala og kaffibars milli vestur- og austurbyggingar, breyta innra skipulagi víða, fella niður stiga eða breyta ásamt breytingum á flóttaleiðum Tónlistar- og ráðstefnuhússins á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf ÍAV dags. 17. júlí 2009, eldvarnarskýrsla Mannvits dags. júlí og sept. 2009, yfirlit yfir ófrágengin rými dags. sept. 2009, fundargerðir funda Batterísins við Vinnueftirlit Ríkisins og Heilbrigðiseftirlit dags. sept. 2009 og aðgengisáætlun Batterísins dags. 13. nóv. 2009 fylgja erindinu.
Stærð var: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 3710,7 ferm., efri kjallari 3131,9 ferm., 1. hæð 6785,3 ferm., 2. hæð 7093,4 ferm., 3. hæð 2036,4 ferm., 4. hæð 2716 ferm., 5. hæð 1128,1 ferm., 6. hæð 665,4 ferm., 7. hæð 750,9 ferm., 8. hæð 358,8 ferm., samtals 28376,9 ferm., 232911,9 rúmm. Geymslur og vörumóttaka (B-rými) samtals 493,3 ferm., 2640,9 rúmm.
Stærðir verða: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari 4097,2 ferm., efri kjallari 3155,9 ferm., 1. hæð 6654,8 ferm., 2. hæð 7442,7 ferm., 3. hæð 2011,5 ferm., 4. hæð 2754,1 ferm., 5. hæð 1155,7 ferm., 6. hæð 605,8 ferm., 7. hæð 640,8 ferm., 8. hæð 310 ferm., samtals 28828,5 ferm., 244494,1 rúmm.
Hús hefur stækkað um 451,6 ferm., 8941,3 rúmm. og
B-rými hafa orðið A-rými.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 688.511
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 37 (01.184.407) 102068 Mál nr. BN039795
Geirlaug Þorvaldsdóttir, Stigahlíð 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum og innihurðum í hótelbyggingu á lóð nr. 37 við Bergstaðarstræti.
Bréf frá hönnuði dags 21.maí 2009 og 17. nóv. 2009 fylgir.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN040770
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyft til að koma fyrir 400 metra langri akstursbraut fyrir go-kart í rými sem merkt er L í verslunarhúsinu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 1. des.2009.
Jákvæð fyrirspurn BN040538 dags. 20. okt. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN040765
LF6 ehf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi á 4. og 8. hæð verslunarhússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN040768
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi mhl. 42 að stórum hluta með flísum og panell álklæðningu sem fest er á burðarvirki með álleiðurum á hús sem hýsir endurhæfingu/sundlaug fyrir Hrafnistu á lóð nr.13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar ástandsskýrslu burðarvirkishönnuðar sbr. leiðeiningar byggingarfulltrúa um útfyllingu á umsóknareyðublöðum.

8. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN040713
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Wissane Inson ehf, Frakkastíg 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir veitingastað í flokki III á 1. hæð, norðurenda húss á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. des. 2009, Hljóðvistarskýrsla dags. 30. nóv. 2009, uppáskrift burðarvirkishönnuðar, þjónustusamningur við Securitas dags 25. nóv. 2009, húsaleigusamningur dags. 16. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Frostaskjól 13 (01.515.506) 105858 Mál nr. BN040750
Sigurður Pálsson, Frostaskjól 13, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja blómaskála á svölum/bílskúrsþaki 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Frostaskjól.
Erindi fylgir neikv. fsp. BN038906 dags. 30. september 2008.
Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 6. júlí 2009 og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrátt.
Stækkun: 23,6 ferm., 63,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.905
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

10. Grandagarður 1 (01.115.208) 100055 Mál nr. BN040679
Slysavarnadeild kvenna í Rv, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Björgunarsveitin Ársæll, Grandagarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs á tveim hæðum úr forsteyptum einingum og þriðju hæðina inndregna úr léttum byggingarefnum ofan á nýbyggingu og núverandi byggingu á lóð nr. 1 við Grandagarð.
Meðfylgjandi: Greinargerð vegna burðarvirkis dags. 27. nóv. 2009, lóðablað og skipulagsuppdráttur.
Stækkun: 473,5 ferm., eftir hæðum xx ferm., bílageymsla xx ferm.,xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grundarstígur 2A (01.183.304) 101956 Mál nr. BN040351
Verslunin Þingholt ehf, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á þegar fjarlægðum bakskúr og fyrir endurbyggingu hans í sömu mynd sbr. fsp. BN039934 og breytinga á 1. hæð þar sem íbúð er innréttuð í stað verslunar sbr. fsp. BN039737 í íbúðarhúsi á lóð nr. 2A við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er leyfisveiting flestra eigenda Grundarstígs 2 dags. 9. nóv. 2009, viljayfirlýsing eigenda Grundarstígs 2A dags. 3. nóv. 2009, viljayfirlýsing flestra eigenda Grundarstígs 4, dags. 9. nóv. 2009 og mótmæli Trausta Ottesen, eins eiganda Grundarstígs 2, dags. 2. des. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040740
Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka núverandi kaffihús sem er í flokki ? með því að samnýta rými 0101, 0102, 0103 og 0105, fjarlægja hringstiga á milli hæða, innrétta ísbúð austan megin í húsinu og koma fyrir aðstöðu fyrir útiveitinga á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Jákvæð fyrirspurn BN040589 dags. 27. okt. 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjandi skal tilgreina flokk þess veitingastaðar sem sótt er um, ekki er unnt að fjalla um umsóknina fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir.

13. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN040755
Sjálfsbjörg höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina Mhl. 03 og Mhl. 06 í Mhl. 03 og breyta skilgreiningu hluta hjúkrunarheimilis í íbúð í húsi nr. 12 á lóðinni nr. 10-12 við Hátún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Hlíðarfótur 13 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN040648
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir til bráðabirgða gám, sem nota á sem aðstöðu vagnstjóra strætó, á lóð Háskólans í Reykjavík nr. 13 við Hlíðarfót.
Samþykki lóðarhafa dags. 29. október 2009 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóv. 2009 fylgja erindinu.
Stærð: 14,7 ferm. 36 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 2.772
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

15. Hlíðarfótur 13 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN040763
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi BN036377, þar sem byggingu 8 hefur verið frestað, byggingum 4 og 5 hefur verið frestað ofan kjallara, bygging 6 hefur verið stækkuð ásamt ýmsum breytingum á innra skipulagi, sjá fylgiskjal hönnuðar, Háskólans í Reykjavík á lóð nr. 13 við Hlíðarfót.
Erindi fylgir skýrsla um ferlimál frá Aðgengi ehf. dags. 22. apríl 2008, minnisblað um hljóðhönnun frá verkfr.st. Mannvit dags. 26. október 2009, greinargerð frá hönnuðum um breytingar, teikningaskrá, uppfærð brunahönnun frá verkfr.st. Mannvit dags. 1. desember 2009.
Nýjar stærðir: Kjallari 5035,1 ferm., 1. hæð 10304,6 ferm., 2. hæð 8406 ferm., 3. hæð 5855 ferm.
Samtals 29.600,7 ferm., 153,297,8 rúmm.
Minnkar um 6.182,8 ferm., 30502,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hraunbær 115 (04.333.401) 212993 Mál nr. BN040743
Eignarhaldsfélagið Ögur ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur
Miðjan hf,Reykjavík, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta sjúkraþjálfun í rými 0103 í heilsugæslustöðinni á lóð nr. 115 við Hraunbæ.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN040711
Lovísa Sigurðardóttir, Básbryggja 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innri skipan mhl 01, rými 0108 á rakarastofunni, og jafnframt verður rekstrarforminu breytt í hárgreiðslu- og snyrtistofu í verslunarhúsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Klyfjasel 11 (04.997.003) 113365 Mál nr. BN040782
Eyjólfur Ingimundarson, Klyfjasel 11, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038519 dags 14. okt. 2008 sem er að gera steypta verönd með tröppum í stað timburverandar og fyrir bíslag úr álgluggaprófíl, glerjað að hluta, klætt með plötum og opið að hluta (B-rými) við aðalinngang við einbýlishús á lóð nr. 11 við Klyfjasel.
Stærðir: Bíslag, B-rými, 17,3 ferm., 53,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.119
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Langholtsvegur 115 (01.414.003) 105096 Mál nr. BN040058
Snæland Grímsson ehf, Laugarnesvegi 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr málmi og perlugleri og bæta við gluggum á 2. hæð á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 115 við Langholtsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. júní 2009 og 14. ágúst 2009 fylgja erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. ágúst 2009.
Stækkun: 16,6 fem. og 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN040673
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir, Laugateigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til grafa frá suðurhlið kjallara, útbúa nýjan inngang í kjallaraíbúð, breyta innra skipulagi kjallara og stækka sorpgeymslu á lóð fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Laugateig.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 5. og 9. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN040557
Glætan bókakaffi ehf, Hjallabraut 70, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu á kaffihúsi í flokki I sem felur í sér að fjarlægja léttan vegg í kjallara , sbr. BN039135 dags. 25. nóv. 2008, í húsi á lóð nr. 19 við Laugaveg.
Samþykki eigenda ódags. fylgir erindinu
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN040729
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja við gamalt timburhús sem fellst í að steypa nýjan kjallara og 1. hæð, steypa ofan á hana tvær íbúðarhæðir á austurhluta og setja núverandi timburhús á vesturhluta 1. hæðar og breyta því með kvistum og útbyggingum á lóð nr. 50 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu.
Stærðir: Núverandi hús; kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm., Samtals xx ferm., xx rúmm.
Nýbygging; kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm., samtals xx ferm., xx rúmm.
Stækkun kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm. 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm.,samtals xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx rúmm. x 77 kr
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009.

23. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN040509
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta tæknirými fyrir varaaflsstöð inn á millipall í bílageymslu ásamt reyndarteikningum af öllu húsinu á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 13. okt. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar áritun brunahönnuðar á aðaluppdrátt.

24. Mímisvegur 6 (01.196.110) 102651 Mál nr. BN040645
Holberg Másson, Mímisvegur 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki og byggja kvisti og koma fyrir svölum á austurálmu íbúðarhússins á lóð nr. 6 við Mímisveg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. september 2009.
Stækkun: 53 ferm., 223,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.081
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Samþykki meðeigenda vísað til skipulagsstjóra til að unnt sé að grenndarkynna málið.

25. Rauðarárstígur 33 (01.244.204) 103188 Mál nr. BN040710
Kristján H Kristjánsson, Strýtusel 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og skilgreina í flokk II veitingahúsi á 1. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 33 við Rauðarárstíg.
Erindi fylgir tölvubréf um skilgreiningu veitingahúss dags. 19. nóvember 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Reykás 1-11 (04.383.001) 111485 Mál nr. BN040747
Kristján Ágústsson, Reykás 11, 110 Reykjavík
Hjördís Hulda Jónsdóttir, Reykás 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á 1. hæð sem kemur undir svalir og stækkun glugga á norðvesturhorni raðhússins nr. 11 á lóð nr. 1 til 11 við Reykás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. des. 2009 fylgir erindinu.Stækkun: ?? ferm. og ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til útskriftar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 og athugasemda á umsóknarblaði.

27. Reykjafold 20 (02.870.704) 110303 Mál nr. BN040783
Sighvatur Sigurðsson, Reykjafold 20, 112 Reykjavík
Ofanritaður sækir um leyfi til að múrhúða húsið, Reykjafold 20, að utan með Wärmendämm systemblöndu og fiberneti 235 gr. sem festist við útvegg með dílum og síðan steinað með kvarsefni og ysta áferð skal vera mónósílan.
Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 3. desember 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Nota skal vottað múrkerfi fyrir íslenskar aðstæður við verkið.

28. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN040767
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01, 02 og 04 í einn mhl. sem verður mhl. 01 og að auki reyndarteikning sem felur í sér að bæta við salerni, kaffiaðstöðu og færa til hurð í vegg í atvinnuhúsinu á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 2. des. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN040769
Brynjar Smári Þorgeirsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu í rými 0107 í verslunarrými í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 15 við Skipholt.
Jákvæð fyrirspurn BN040701 dags. 24. nóv. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Skútuvogur 8 (01.420.601) 105169 Mál nr. BN040074
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, skyggni á suðurhlið fjarlægt, innkeyrsluhurðum á suðurhlið fækkað og stækkaðar og bætt við innkeyrslurampa fyrir bíla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Skútuvog.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags 22. júní 2009, fylgiskjöl um lagnir í grunni vegna olíuskilju og bréf frá skipulags og byggingarsviði Reykjavíkur fylgir erindinu.
Bréf frá hönnuði dags. 27. nóv. 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og umfjöllunar skipulagsráðs.

31. Spítalastígur 2 (01.184.007) 102002 Mál nr. BN040685
Trausti Ólafsson, Spítalastígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki mhl. 02, innrétta vinnustofu þar og byggja svalir, að byggja svalir á mhl. 03 jafnframt því sem gerð er grein fyrir áður gerðu anddyri og útitröppum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Spítalastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. nóvember 2009 fylgir erindinu sem og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Stækkun: 23,1 ferm., 72 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.544
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Stórhöfði 29-31 (04.084.801) 179559 Mál nr. BN040771
Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
200 þúsund naglbítar ehf, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Rafiðnaðarsamband Íslands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina þrjár skrifstofur í eina opna skrifstofu á 1. hæð í mhl. 02 í atvinnuhúsinu nr. 31 á lóð nr. 29 - 31 við Stórhöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN040716
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Pósthólf 10120, 130 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum í mhl 06 á 1. hæð sem fela í sér að hluta af vörugeymslu er breytt í bjórkælir, verslun stækkuð og söludeild breytt í kennslustofu og skrifstofu í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Stýrimannastígur 3 (01.135.110) 100447 Mál nr. BN040640
Daníel Sigurðsson, Stýrimannastígur 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta geymslu á hanabjálka í tvo hluta með vegg og eignarhlutanum skipt jafnt milli 0301 og 0401 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Stýrimannastíg.
Samþykki meðeiganda fylgir erindinu ódags.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

35. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN038842
Vestur Indía Félagið ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffisölu og koma fyrir tveimur borðum á gangstétt fyrir framan atvinnuhúsið á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Tölvupóstur frá eigenda um samþykki fyrir breytingum fylgir ásamt umsögn gatna- og eignaumsýslu dags. 22. september 2008.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 2 des. 2009.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Vesturgata 16B (01.132.111) 100219 Mál nr. BN040781
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja yfir á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð til viðgerða Gröndalshús, sem nú stendur á lóð nr. 16B við Vesturgötu.
Erindi fylgir húsaleigusamningur v/lóðar dags. 23. nóvember 2009 og útdráttur úr fundargerð 685 frá Húsafriðunarnefnd, ásamt bréfi Húsafriðunarnefndar
dags. 9. nóvember 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Vesturgata 2A (01.140.001) 100814 Mál nr. BN040759
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni úr gleri og stáli ofan við inngang veitingastaðar á austurhlið kjallara hússins á lóð nr. 2A við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt að notað verði samlímt öryggisgler.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Vitastígur 12 (01.173.119) 101536 Mál nr. BN040599
Búðarvík ehf, Vitastíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara og á 1. hæð í framhúsi og atvinnuhúsnæði í íbúð í bakhúsi á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda dags. 6. okt. og 10. nóv. 2009
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN040764
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á erindi, BN039311 dags. 31. mars. 2009, sem er vinnustofa Mhl. 02, á baklóð einbýlishússins á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Mhl. 02: 78,7 ferm., 287,8 rúmm.
Minnkun: 13,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

40. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN040742
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Spurt er um mismunandi nýtingarmöguleika kjallara sundlaugarbyggingar á lóð nr. 3 við Austurberg.
Erindi fylgir greinargerð umsækjanda dags. 24. nóvember 2009.
Jákvætt.
Með vísan til umsagna á fyrirspurnarblaði.
Sækja ber um byggingarleyfi.

41. Bugðulækur 17 (01.343.318) 104017 Mál nr. BN040778
Sævar Smári Þórðarson, Bugðulækur 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort endurnýja megi handrið á þaki bílskúrs við hús á lóð nr. 17 við Bugðulæk.
Meðfylgjandi er söluyfirlit dags. 22. des. 2005, bréf skilmálafulltrúa dags. 12. ágúst 2009, svar frá eigendum dags. 19. ágúst 2009, bréf frá byggingarfulltrúa dags.
12. sept. 2009 og bréf frá fyrirspyrjanda (eigendum) dags. 2. des. 2009,
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna grenndaráhrifa frá útivistarsvæði á þaki bílgeymslu.

42. Efstasund 3 (01.355.106) 104333 Mál nr. BN040752
Rafnkell Sigurðsson, Efstasund 3, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa tvö bílastæði/innkeyrslur eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu sem og hvort Reykjavíkurborg muni standa undir kostnaði við breytingarnar við fjölbýlishúsið á lóð nr. 3 við Efstasund.
Jákvætt.
Að útbúa tvö bílastæð á lóðinni í samræmi við deiliskipulag. Kostnaður á breytingu á mannvirkjum Reykjavíkurborgar skal greiddur af umsækjanda. Sækja verður um byggingarleyfi.

43. Langholtsvegur 181 (01.470.404) 105718 Mál nr. BN040730
Ásgeir Arnór Stefánsson, Langholtsvegur 181, 104 Reykjavík
Spurt er hvort brjóta megi fyrir einfaldri innkeyrslu frá götu og útbúa þrjú bílastæði á lóð, þar af eitt vegna fyrirhugaðs bílskúrs, á lóð nr. 181 við Langholtsveg.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna en samþykki meðlóðarhafa vantar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. desember 2009.
Nei.
Vegna þriggja bílastæða á lóð samanber umsögn skipulagsstjóra.
Jákvætt að gera eitt bílastæði enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðlóðarhafa.

44. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN040766
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta 1. hæð í skammtímaleiguíbúðir í íbúðar- og verslunarhúsinu á lóð nr. 31 við Þverholt.
Bréf frá eiganda dags. 1. des. 2009
Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

45. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN040724
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að staðsetja bílastæði og niðurkeyrslu í bílgeymslu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af einbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. desember 2009 fylgir erindinu.
Jákvætt.Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:26.
Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson
Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir