No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 22. maí 2013 kl. 09.10, var haldinn 18. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,
Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Helena Stefánsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. maí 2013.
2. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar (01.140.4) Mál nr. SN120528
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kvosin - Landsímareitur dags. 20. febrúar 2013. Í breytingunni felst breytt uppbygging á reitnum samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum 1 og 2 og ásamt skýringaruppdrætti. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsenstræti og Kirkjustræti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 6. mars 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bolli Héðinsson dags. 2. maí 2013, Helgi Þorláksson dags. 8. maí 2013, Áshildur Haraldsdóttir 14. maí 2013, Hermann 15. maí 2013, Þorfinnur Sigurgeirsson dags. 15. maí 2013, Baldvin Ottó Guðjónsson dags. 15. maí 2013, Laufey Herbertsdóttir dags. 16. maí 2013, Steingrímur Gunnarsson dags. 16.maí 2013, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 16. maí 2013, Egill Jóhannsson dags. 16. maí 2013, Helga Helgadóttir dags. 16. maí 2013, Aldís Yngvadóttir dags. 16. maí 2013, Sigrún Guðmundsdóttir dags. 16. maí 2013, Hróbjartur Ö. Guðmundsson dags. 17. maí 2013, Hendrik Jafetsson dags. 17. maí 2013, Oddný Björg Halldórsdóttir dags. 17. maí 2013, Marinó Þorsteinsson dags. 17. maí 2013, Guðbjörg Snót Jónsdóttir dags. 17. maí 2013, Tómas Helgason dags. 17. maí 2013, Þorbjörg Ágústsdóttir dags. 16. maí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Þóru Andrésdóttur dags. 11. maí 2013, Hverfisráðs Miðborgar dags. 15, maí 2013 og Björns B. Björnssonar f.h. Bin hópsins dags. 16. maí 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að framlengja athugasemdafrest við auglýsingu á Kvosinni, Landsímareits til og með 30. maí 2013.
3. 1.172.0 Brynjureitur, breytt deiliskipulag (01.172.0) Mál nr. SN120140
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg. Hagsmunaaðilakynning stóð til og með 4. október 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. október 2012. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2012 til og með 4. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 11. desember 2012 og Logos lögmannsþjónusta f.h. Húsfélagsins að Klapparstíg 29 dags. 4. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2013. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. febrúar 2013 ásamt svari til Skipulagsstofnunar dags. 17. maí 2013.
Samþykkt með vísan til svarbréfs til Skipulagsstofnunar dags. 17. maí 2013.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
4. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag (01.190.3) Mál nr. SN130157
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. maí 2013 að deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits. Skipulagssvæðið afmarkast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
5. Einholt-Þverholt, deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN130238
Lögð fram drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í maí 2013 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Miðborgar og Hlíða.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson bókaði: Það er fagnaðarefni að uppbyggingin á Einholts/Þverholts-reitnum sé loks að hefjast og ég styð deiliskipulagið.
Rétt er þó að láta þess getið að tæplega 50 ný bílastæði sem nú bætast við, vinna gegn yfirlýstum markmiðum borgarinnar um minni mengun, minni hávaða frá umferð, meira umferðaröryggi og fallegri borgarmynd. Bílastæði draga til sín umferð, og upphafleg tillaga sem gerði ráð fyrir færri stæðum hefði skapað betra borgarumhverfi. Borgin þarf að leita leiða til að skapa gott borgarumhverfi á nærliggjandi reitum, þar sem almenningsrými verða í forgangi ásamt góðri aðstöðu til að ganga eða hjóla um svæðið, fremur en að teppaleggja með malbiki sem gerir ekkert annað en að draga til sín umferð.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri hreyfingar Græns framboðs umhverfis og skipulagsráð ítreka þá skoðun sína að aukinn fjöldi bílastæða leiðir til aukinnar bílaumferðar. Sú skoðun byggir á reynslu skipulagsyfirvalda og borgarbúa í Reykjavík og öðrum borgum. Við bendum einnig á að það er rauður þráður á íbúafundum í Reykjavík að borgarbúar kvarta yfir of mikilli og hraðri bílaumferð í borginni. Ein skilvirkasta leiðin til að tempra bílaumferðina er að takmarka bílastæðin eins og kostur er. Vegna lagatæknilegra mistaka í vinnslu málsins föllumst við á að samþykkja lýsinguna til samþykktar og kynningar, jafnvel þótt hún geri ráð fyrir tæplega 50 fleiri bílastæðum en upphaflega stóð til. Við fögnum fyrirhugaðri uppbyggingu við Einholt og Þverholt. við teljum að deiliskipulagstillagan feli í sér raunhæf fyrirheit um mannvænt og vistvænt hverfi.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
6. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216
Lögð fram umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 21. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar dags. 8. maí 2013.
Frestað.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í apríl 2013 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (Þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð, ( Borgin við Sundin, Skapandi borg, Vistvænni samgöngur, Græna borgin, Borg fyrir fólk, Miðborgin, Landnotkunarákvæði, Inngangur)
ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn Siglingastofnunar dags. 8. maí 2013 og umsögn Kópavogsbæjar, dags. 10. maí 2013.
Kynnt.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 731 frá 21. maí 2013.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
9. Aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík 2013-2017, aðgerðaráætlun Mál nr. US130100
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2013 varðandi gerð aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum í Reykjavík 2013-2017.
Samþykkt.
Eygerður Margrétardóttir og Guðmundur B. Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.
10. Brú yfir Fossvog, Greinargerð starfshóps Mál nr. US130081
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. mars 2013 þar sem óskað eru umagnar umhverfis- og skipulagsráðs varðandi brú yfir Fossvog. Einnig er lagt fram bréf Siglingarsambands Ísland dags. 22. apríl 2013 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. maí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. maí 2013 samþykkt.
11. Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, bréf Mál nr. US130116
Jón Jónsson, Hraunbær 160, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Jóns Jónssonar dags. 9. apríl 2013 varðandi losun lóns við Árbæjarstíflu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 16. maí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. maí 2013 samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson sat fundinn undir þessum lið
(C) Ýmis mál
12. Útilistaverk, #GLÞúfa#GL listaverk á Norðurgarð Mál nr. SN130250
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna, dags. 21. maí 2013, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um uppsetningu og staðsetningu listaverksins Þúfu á Norðurgarði í Örfirisey, ásamt greinargerð, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu listaverksins Þúfu á Norðurgarði í Örfirisey.
13. Samgöngumiðstöð, skýrsla vinnuhóps Mál nr. SN130249
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2013 vegna afgreiðslu borgarráðs 28. febrúar um að vísa skýrslu vinnuhóps á vegum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. um þróun samgöngumiðstöðvar og nánasta umhverfi til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað er til bréfs borgarstjórans í Reykjavík dags. 1. mars s.l. , þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um ofangreinda skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að samgöngumiðstöð við Hringbraut geti verið áhugaverður kostur sem skiptistöð strætisvagna og miðstöð fyrir skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn.
Eins og fram kemur í bréfi borgarstjóra hefur endanleg þarfagreining ekki enn verið unnin og ákveðnum þáttum í undirbúningi er ólokið
Ráðið mun fylgjast með störfum stýrihóps sem fjallar um uppbyggingu miðstöðvarinnar og með tillögum Strætó BS varðandi hugsanlegar breytingar á leiðarkerfi almenningssamgangna.
14. Umhverfis- og skipulagssvið, tillaga varðandi upplýsingarskilti á framkvæmdastað. Mál nr. US130150
Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar dags 22. maí 2013.
#GLSamfylkingin og Besti flokkurinn leggja til að framkvæmdaraðilar, í samráði við byggingarfulltrúa, setji upp upplýsingaskilti þar sem allar meiriháttar framkvæmdir í borginni eru fyrirhugaðar og einnig við framkvæmdir sem að mati byggingarfulltrúa teljast þess eðlis að kynning á framkvæmdum teljist nauðsynleg. Skal þá haft samráð við byggingarfulltrúa um efni og staðsetningu skilta. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast. Jafnframt er lagt til að ósk um uppsetningu slíkra skilta skuli þá bókuð við samþykkt byggingaáforma #GL
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:50
15. Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit Mál nr. US130118
Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í mars 2013.
16. Betri Reykjavík, rafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut Mál nr. US130148
Lögð fram hugmynd úr flokknum stjórnsýsla frá samráðsvefnum Betri Reykjavík #GLRafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
17. Betri Reykjavík, barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum Mál nr. US130109
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLBarnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2013.
Samþykkt að vísa tillögunni til stjórnar Strætó bs.
18. Betri Reykjavík, tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni Mál nr. US130111
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLTvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013 samþykkt.
19. Betri Reykjavík, betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi Mál nr. US130112
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál #GLBetri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.
Tekið er undir að bæta aðstöðu hunda á Geirsnesi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til meðferðar.
20. Betri Reykjavík, tiltektardagur í Reykjavík Mál nr. US130115
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt #GLTiltektardagur í Reykjavík#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.
Þar sem árlegur tiltektardagur hefur fest sig í sessi er ekki talinn ástæða til að setja upp annan tiltektardag með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.
21. Betri Reykjavík, grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur Mál nr. US130139
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLGrænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.
Vísað til Vegagerðarinnar með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.
22. Betri Reykjavík, lækka gjaldskrá hjá strætó Mál nr. US130140
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Samgöngur #GLLækka gjaldskrá hjá strætó#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.
Tillögunni hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.
23. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLLaga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
24. Betri Reykjavik, almenningssalerni í miðbænum Mál nr. US130141
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Skipulag frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013
#GLAlmenningssalerni í miðbænum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
25. Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk Mál nr. US130142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál #GLFleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk#GLásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
26. Betri Reykjavík, reyklaus strætóskýli
Mál nr. US130143
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLReyklaus strætóskýli#GL og kemur úr málaflokknum Umhverfismál ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
27. Betri Reykjavík, bekki í Hólahverfið Mál nr. US130144
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum Ýmislegt af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl 2013 #GL Bekki í Hólahverfið#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
28. Bergstaðastræti 56, kæra, umsögn (01.185.6) Mál nr. SN120536
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra samþykkt.
29. Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.542.1) Mál nr. SN120099
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að beina því til hverfisráðs vesturbæjar að standa fyrir opnum fundi með börnum og foreldrum í hverfinu um staðsetningu boltagerðis og aðstæður barna til útivistar og leikja almennt.
30. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Mál nr. SN130222
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013 um breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.10.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Marta Guðjónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 21. maí kl. 11.45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 731. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigurður Pálmi Ásbergsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN045953
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Best ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN045952
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN045950
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, opna milli húsa 4 og 6 og innrétta fyrir hótelrekstur og breyta fyrirkomulagi flóttaleiða í húsi á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Erindi fylgir yfirlýsing óundirrituð dags. 7. ágúst 2008 og samþykki Centerhotels dags. 30. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN046014
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir metanafgreiðslu, sbr. nýsamþykkt erindi BN045816, við bensínafgreiðslu Olíuverslunar Íslands á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Barmahlíð 46 (01.710.107) 107147 Mál nr. BN046021
Anna Lóa Sigurjónsdóttir, Ásgarður 25, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa eldhús og opna milli stofu og nýs eldhúss á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 46 við Barmahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsi (á teikn. vantar tvo) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Barónsstígur 34 (01.194.101) 102543 Mál nr. BN045994
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir steinsteyptum flóttastiga milli kjallara og fyrstu hæðar matshluta 03 í Vörðuskóla á lóð nr. 34 við Barónsstíg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bárugata 23 (01.135.501) 100495 Mál nr. BN045483
Svana Friðriksdóttir, Bárugata 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 23 við Bárugötu.
Erindi var grenndarkynnt frá 8. febrúar til og með 20. mars 2013. Athugasemd barst frá Ragnheiði Tryggvadóttur dags. 4. mars 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2013.
Jafnframt er erindi BN044211 dregið til baka.
Stækkun: 43,1 ferm., 125 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 11.250
Frestað.
Lagfærar skráningartöflu.
8. Depluhólar 8 (04.641.708) 111903 Mál nr. BN046003
Sveinn Elías Elíasson, Depluhólar 8, 111 Reykjavík
Brynja Þrastardóttir, Brimhólabraut 18, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu og nýrri skráningartöflu fyrir íbúðarhús á lóð nr. 8 við Depluhóla.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 23.4. 2013 og óundirrituð yfirlýsing vegna kaupa á húseigninni dags. 30.12. 2012.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Eldshöfði 19 (04.035.209) 110535 Mál nr. BN046031
JK Bílasmiðja ehf, Eldshöfða 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo eignahluta atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Eldshöfða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Engjateigur 9 (01.366.502) 104711 Mál nr. BN046016
Verkfræðingafélag Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í kjallara þar sem samkomusalur fyrir 105 gesti er innréttaður, komið fyrir móttökueldhúsi og snyrtingum fjölgað í Verkfræðingahúsi á lóð nr. 9 við Engjateig..
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags 13.5. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Eyjarslóð - uppsátur Mál nr. BN045997
Bátavör ehf, Pósthólf 228, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð.
Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu.
Stærð Bátaskýlis: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN046009
Sigrún Hjartardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskýli á nyrðri svölum á vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 21 við Fjólugötu.
Samþykki meðeiganda (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Svalaskýli 4,3 ferm. og 10,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 927
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar 001 dags. 12. maí 2013.
13. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN046027
Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á burðarvirki áhorfendastúku, sbr. erindi BN044119 samþ. 21.2. 2012, við Fylkisvöll á lóð nr. 6 við Fylkisveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Gnoðarvogur 43 (01.440.301) 219761 Mál nr. BN045885
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á þremur hæðum við Menntaskólann við Sund á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. apríl 2013 og varmatapsútreikningur dags. 14. maí 2013.
Niðurrif mhl. 01 og hluti mhl. 02 1.060 ferm., 3.877,9 rúmm.
Viðbygging: 2.826,9 ferm., 11.956,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
15. Granaskjól 27 (01.517.003) 105876 Mál nr. BN046026
Birgir Ármannsson, Granaskjól 27, 107 Reykjavík
Haukur Ásgeirsson, Lindasmári 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að grafa út rými undir hluta húss og innrétta geymslur í einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Granaskjól.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 9. apríl 2013.
Stækkun: 77 ferm., 181 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
16. Grandagarður 14 (01.114.501) 100041 Mál nr. BN046011
Magnús Magnússon, Holtagerði 37, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að innrétta kaffihús á fyrstu hæð skrifstofuhúss á lóðinni nr. 14 við Grandagarð.
Jákv. fyrirspurn, erindi BN045974, ásamt samþykki f.h. eiganda (á fyrirspurnarblaði) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN046022
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1. og 2. hæðar og koma fyrir lyftu á milli hæða svo og að koma fyrir svölum og skyggni á húsið á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu vísað er til uppdrátta nr. 10-01, 10-07, 10-02, 10-03, 10-04, 10-05 dags. 14. mars 2013.
18. Grensásvegur 9 (01.461.101) 105665 Mál nr. BN046024
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara atvinnuhúss á lóð nr. 9 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
19. Hamarsgerði 6 (01.830.014) 108466 Mál nr. BN045930
Davíð Þór Einarsson, Hamarsgerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa reykháf á vesturhlið og byggja steinsteyptan bílskúr að sömu hlið hússins á lóðinni nr. 6 við Hamarsgerði.
Stærð: Bílskúr, matshl. 02, 34,6 ferm. og 112,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 +10.134
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045949
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Farið er fram á að erindið BN045137 verði felt úr gildi.
Bréf frá hönnuði dags. 12. maí 2013 og frá eiganda ódags. fylgir.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 172,7 ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 199,4 ferm., 739,2 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 171,3ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 198,0 ferm., 738,9 rúmm.
Mhl. 03: Kjallari 80,3 ferm., 1. hæð íbúð 135,5 ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 242,5 ferm., 1006,1 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 639,9 ferm., 2484,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hestavað 5-7 (04.733.502) 198730 Mál nr. BN046030
Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu vegna lokaúttektar þar sem gerð er grein fyrir breytingum á geymslum og sorpgeymslum, leiðrétt byggingarlýsing og lítils háttar breytingar á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 5-7 við Hestavað.
Sjá erindi BN045312, BN044697 og 31477.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
22. Hólaberg 84 (04.674.402) 218401 Mál nr. BN046020
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN042713 samþ. 28. júní 2011, sem felast í að breyta fyrirkomulagi reyklosunar og eldvarna, tilfærslu á lyftu og stækkunar á anddyri mhl. 01 í fjölbýlishúsi með þjónustuíbúðum á lóð nr. 84 við Hólaberg.
Meðfylgjandi er endurskoðuð brunahönnun dags. 8. maí 2013.
Stækkun anddyri : 7 ferm., -1,7rúmm
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN045987
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum í kjallara þar sem koma fram breytingar á innra skipulagi í suð-vestur og norður-suður álmu í húsinu á lóðinni nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN045990
GAM Management hf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili með hámarksgestafjölda allt að 15 manns í húsinu á lóðinni nr. 12 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
25. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN045972
P. Petersen ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til útiveitinga með sætum fyrir 48 gesti á þaksvölum á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 2A við Ingólfsstræti.
Samþykki eiganda dags. 15. maí 2013 og bréf umsækjanda dags. 16. maí 2013 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN046005
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Around Iceland ehf, Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun og kaffihús á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 18B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugavegur 31 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN045853
Pétur Kristinn Arason, Vatnsstígur 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi í kjallara Vatnsstígs 3 sem er mhl. 02 á lóð nr. 31 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda 27. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Leifsgata 6 (01.195.202) 102594 Mál nr. BN046012
Baldur Thorlacius, Leifsgata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja steinsteyptan vegg milli eldhúss og stofu í kjallaraíbúð hússins á lóðinni nr. 6 við Leifsgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Lindargata 57-66 (01.152.301) 101114 Mál nr. BN046010
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stjórnstöð fyrir snjóbræðslu fyrir hluta Hverfisgötu á einu bílastæði á 2. hæð bílgeymslu á lóð nr. 57-66 við Lindargötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN045907
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir slökkvikerfi á öllum hæðum og staðsetja dælubúnað í sérstöku rými í viðbyggingu við aðalbyggingu MR á lóðinni Lækjargata MR.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. maí 2013 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN045854
S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja fjóra eldri eldsneytistanka og endurnýja með tveim nýjum í tveim áföngum á eldsneytisafgreiðslustöðinni á lóð nr. 101 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
32. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045980
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við skrifstofur á 2. hæð fiskvinnsluhúss á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun: 419,2 ferm., 1.407,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Nýlendugata 14 (01.131.108) 100166 Mál nr. BN046013
M 14 ehf, Nýlendugötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vestari hluta jarðhæðar, vinnustofum verður breytt í bar og setustofu gesta veitingahússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN045945
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr skólabygginu í skrifstofubyggingu þar sem innréttað er nýtt eldhús og matsalur á 1. hæð og á 2. - 5. hæð verða opin skrifstofurými í húsinu á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf frá hönnuði dags. 30. apríl 2013 fylgir erindinu og annað dags. 14. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Pósthússtræti 11 (01.140.515) 100873 Mál nr. BN045932
VH fjárfesting ehf., Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir útiveitingaaðstöðu fyrir 43 gesti á gangstétt fyrir framan Hótel Borg á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
36. Rituhólar 7 (04.646.602) 111969 Mál nr. BN045697
Viðar Ólafsson, Rituhólar 7, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir kjallara undir bílskúr og tekið hefur verið í notkun óútgrafið rými í húsinu á lóð nr. 7 við Rítuhóla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2013.
Stækkun: Bílskúrs 26,7 ferm., 64,3 rúmm.
Íbúð 29,5 ferm., 86,5 rúmm.
samtals 56,5 ferm., 150,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 13.572
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN046015
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Íslandshótel hf., Pósthólf 5370, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út af teikningum áður samþykkta stækkun á sal, sem ekki hefur verið byggð við Grand Hótel á lóð nr. 38 við Sigtún.
Breytingar á stærðum, minnkun í ferm. og rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Síðumúli 25 (01.295.106) 103838 Mál nr. BN046023
Félag iðn- og tæknigreina, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skábraut fyrir ökutæki að neðri hæð bakhúss, mhl. 02, sbr. fyrirspurn BN045876 við atvinnuhús á lóð nr. 25 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Halli á skrábraut of brattur.
39. Síðumúli 4 (01.292.304) 103801 Mál nr. BN046008
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Pósthólf 8756, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða með liggjandi báruáli og sléttum álplötum húsið á lóðinni nr. 4 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Sjafnarbrunnur 4-10 (05.053.804) 205765 Mál nr. BN045995
Vilhjálmur Baldursson, Sjafnarbrunnur 6, 113 Reykjavík
Sigurbjörg S Haraldsdóttir, Sjafnarbrunnur 6, 113 Reykjavík
Lilja Unnarsdóttir, Sjafnarbrunnur 10, 113 Reykjavík
Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Sjafnarbrunnur 10, 113 Reykjavík
Þórhalla Huld Baldursdóttir, Sjafnarbrunnur 8, 113 Reykjavík
Jóhann Arnór Hallgrímsson, Sjafnarbrunnur 8, 113 Reykjavík
Guðrún Elva Guðmundsdóttir, Sjafnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
Jökull Sigurðsson, Sjafnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir minni háttar breytingum á innra skipulagi og útliti sem orðið hafa á byggingartíma raðhúss á lóð nr. 4-10 við Sjafnarbrunn.
Sjá erindi BN037030, BN037483 og BN039097
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN045939
Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045583. Ræstiaðstaða er færð og innra skipulagi verslunar breytt í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.