Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 186

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 14. október kl. 09:05, var haldinn 186. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarni Þ Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar og Bragi Bergsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:


(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 2. og 9. október 2009

2. Heiðmörk, deiliskipulag (08.1) Mál nr. SN090348
Lögð fram tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og uppdráttar dags. í september 2009.
Einnig lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2009.
Kynnt

Áheyrnarfulltrúinn Gunnar Hólm Hjálmarsson tók sæti á fundinum kl. 9:17

(B) Byggingarmál

3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040524
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 557 frá 6. október 2009 og nr. 558 frá 13. október 2009.

(C) Fyrirspurnir

4. Mímisvegur 6, (01.119.6) Mál nr. SN090355
(fsp) endurgerð á þaki, kvistir og norðursvalir
Arkitektastofa Pálma Guðm ehf, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Holberg Másson, Mímisvegur 6, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar f.h. Holbergs Mássonar, dags. 6. okt. 2009, varðandi endurgerð á þaki, kvisti og norðursvalir á Mímisvegi 6 skv. uppdrætti, dags. 30. sept. 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. október 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

(D) Ýmis mál

5. Skipulagsráð, nýjir varamenn í skipulagsráði Mál nr. SN090362
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. október 2009 vegna samþykktar í í borgarstjórn 6. október 2009 um að Ásgeir Ásgeirsson taki sæti varamanns í skipulagráði í stað Brynjars Franssonar og jafnframt var samþykkt að Brynjar Fransson taki sæti varamanns í stað Fannýjar Gunnarsdóttur. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2009 vegna samþykktar í borgarstjórn s.d. um að Sigurður Kaiser Guðmundsson taki sæti varamanns í skipulagsráði í stað Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur.

6. Frakkastígur 27, málskot (01.192.0) Mál nr. SN090342
Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Tækniskólans, dags. 24. ágúst 2009, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra þ. 18. sept. 2009 á erindi um aðgangsstýrt aðgangshlið við innkeyrslu frá Vitastíg að bílastæðum starfsmanna Tækniskólans.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

7. Skólavörðustígur 8, málskot (01.171.2) Mál nr. SN090344
Núðluskálin ehf, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Núðluskálarinnar ehf., dags. 29. sept. 2009, vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 29. sept. 2009 á leyfi til að opna skyndibitastað í verslunarhúsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

8. Staðahverfi, golfvöllur, framkvæmdaleyfi (02.4) Mál nr. SN090350
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Lagt fram bréf Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 1. október 2009 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á Korpúlfsstaðagolfvelli.
Samþykkt með vísan til e-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

9. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2010, Mál nr. SN090333
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2010.

10. Skipulagslög, frumvarp Mál nr. SN080167
Lögð fram orðsending Borgarlögmanns, dags. 7. júlí 2008 ásamt frumvarpi til skipulagslaga ásamt bréfi Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarpið. Einnig er lögð fram umsögn yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, dags. 31. mars 2008 og bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2008 vegna samþykktar borgarráðs á afgreiðslu skipulagsráðs.
Skipulagsráð Reykjavíkurborgar tekur í megindráttum undir þau sjónarmið sem liggja til grundvallar í fyrirliggjandi frumvarpi til skipulagslaga. Ráðið telur þó nauðsynlegt að fá frumvarpið, eins og því hefur væntanlega verið breytt eftir að umsagnir hagsmunaaðila bárust, til umsagnar að nýju

11. Sogavegur 144, bréf byggingarfulltrúa (01.830.106) Mál nr. BN040441
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2009 og 16. september 2009 til eigenda Sogavegar 144. Í bréfunum er lagt til að gefinn verði tímafrestur að viðlögðum dagsektum til þess að fjarlægja þann hluta stoðveggjar sem nær út í innkeyrslu að lóð nr. 140 við Sogaveg. Málinu fylgir andmælabréf annars eigandans dags. 31. ágúst sl. og bréf byggingarfulltrúa vegna andmæla dags. 14. september 2009.
Lagt er til að skipulagsráð samþykki tillögu byggingarfulltrúa
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

12. Silfurteigur 2, kæra, umsögn (01.362.2) Mál nr. SN090343
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála, dags. 20. sept. 2009, vegna byggingarleyfis byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2009, mál BN040095 Silfurteigur 2. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. okt. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

13. Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag Mál nr. SN060676
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.

14. Starengi 6, breyting á deiliskipulagi (02.38) Mál nr. SN090320
Ásdís Ingþórsdóttir, Beykihlíð 6, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjahverfi vegna Starengi 6.

15. Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi (01.193.2) Mál nr. SN090336
Domus Medica,húsfélag, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Heilsuverndarreit vegna Egilsgötu 3.

16. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN090093
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Borgarspítala vegna leikskólans Furuborg við Áland.



Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:05.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Ásgeir Ásgeirsson
Brynjar Fransson Sóley Tómasdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 13. október kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 558. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 35 (01.813.201) 107888 Mál nr. BN040223
Kolbeinn Ágústsson, Akurgerði 35, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðum hliðum parhússins nr. 35 við Akurgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisagreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október sl, fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 7. september til 5. október 2009. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir fsp. BN040223 dags. 21. apríl 2009.
Stækkun húss: 6,1 ferm., 10,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 824
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Akurgerði 37 (01.813.202) 107889 Mál nr. BN040275
Jón Ásgeir Einarsson, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Sólveig Gyða Jónsdóttir, Akurgerði 37, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og til að byggja kvisti á báðar hliðar parhússins nr. 37 við Akurgerði.
Erindi fylgir fsp. BN040223 dags. 21. apríl 2009 og samþykki lóðarhafa Akurgerðis nr. 39 áritað á uppdrátt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október sl, fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 7. september til 5. október 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun húss: 6,1 ferm., 10,7 rúmm.
Bílskúr: 28 ferm. og 71,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.322
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Barónsstígur 20 (01.190.118) 102393 Mál nr. BN040510
Þórhallur Hólmgeirsson, Barónsstígur 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka tvo geymsluskúra, Mhl. 02 og Mhl. 03 við einbýlishúsið á lóð nr. 20 við Barónsstíg.
Erindi fylgja samþykki sumra eigenda Grettisgötu 58A og 60 og Barónsstígs 22 dags. 12. maí 2008 árituð á uppdrátt.
Stækkun Mhl. 02 og 03: 20 ferm., 45 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.465
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 24B (01.184.313) 102052 Mál nr. BN040178
Júlíana Rún Indriðadóttir, Bergstaðastræti 24b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka veggi og gafla, byggja nýtt anddyri, setja kvist úr steinsteypu og hækka timburþak sbr. fsp.BN038508 á einbýlishúsi frá 1919 á lóð nr. 24B við Bergstaðastræti.
Erindið var grenndarkynnt frá 22. júlí til og með 20. ágúst 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Inga Jóhannsdóttir, dags. 11. ágúst og Guðrún Margrét Árnadóttir, dags. 18. ágúst 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. september 2009.
Stærðir stækkun: 61,8 ferm., 198,2 rúmm.
Samtals eftir stækkun. kjallari 62,4 ferm., 1. hæð 59,4 ferm., 2. hæð 54 ferm., samtals 175,8 ferm., 452,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 15.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN040508
Munaðarhóll ehf, Kársnesbraut 107, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir þegar breyttu innra fyrirkomulagi í íbúð á 2. hæð og til reksturs gististaðar í fl. II/E í sömu íbúð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í húsinu dags. 13. júlí 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Í samþykktinni fellst ekki leyfi til rekstrar gististaðar enda er það utan valdsviðs byggingarfulltrúa. Umsækjanda er bent á að leita með þann þátt til leyfadeildar lögreglunnar og heilbrigðiseftirlits.

6. Brekkustígur 7 (01.134.203) 100330 Mál nr. BN040373
Kjartan Sveinsson, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
María Huld Markan Sigfúsdóttir, Brekkustígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir garðskúr við einbýlishús á lóð nr. 7 við Brekkustíg.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 2. júní 2009.
Stærð: 12 ferm., 31,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.410
Frestað.
Leiðrétta þarf skráningartöflu.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A1B og A2B dags. 1. september 2009.

7. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN040303
Heilsuborg ehf, Sunnuflöt 23, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á líkamsræktarstöð sem verið hefur í rekstri og felast í að færa til innveggi og breyta rýmum á neðri hæð en milligólf verður óbreytt í húsnæðinu á lóð nr. 14 við Faxafen.
Samþykki eigenda húsnæðisins dags 10. ágúst 2009 og jákvæð fyrirspurn BN040222 dags. 21. júlí 2009 fylgir erindinu sem og bréf rekstraraðila dags. 1. sept 2009. Einnig bréf Heilsuborgar 22. september 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7700
Var samþykkt 7. október 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


8. Frostaskjól 2 (01.516.-99) 105873 Mál nr. BN040464
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúss breytinga, sem felast í að koma fyrir frístundarskóla fyrir börn, og gerð er grein fyrir áður gerðu milligólfi í matshluta nr. 6 á lóð nr. 2 við Frostaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. október 2009 fylgir erindinu. Einnig bréf arkitekts dags. 6. okt. 2009.
Stækkun: 84 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9. Grenimelur 8 (01.541.308) 106338 Mál nr. BN040154
Ari Pétur Wendel, Grenimelur 8, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja þvottahús og breyta geymslum og stækka þegar gerða íbúð, sem tilheyrir íbúð 0101, í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Grenimel.
Meðfylgjandi er virðingargjörð frá 18. mars 1947 og samþykki meðeiganda dags. 17. apríl 2009.
Gjald kr 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN040511
Össur hf, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp skilti fyrir Össur hf. á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN040472
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki III á 4. hæð verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi flokkun veitingahúss og jákv. fsp. dags. 22. september 2009.
Ennfremur fylgir yfirlýsing eiganda fasteignar dags. 5. október 2009 og yfirlýsing hönnuðar varðandi hljóðvist, sérnot af sorpgeymslu á 1. hæð og flóttasvalir
dags. 9. október 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hagatorg 1 (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN040519
Hótel Saga ehf, Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir uppfærðar aðalteikningar, sem sýna breyttar innréttingar í banka á 1. hæð og í ráðstefnusölum á 2. hæð í Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Meðfylgjandi er ódagsett bréf arkitekts og bréf eldvarnahönnuðar dags. 1. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

13. Hádegismóar 2 (04.412.301) 194768 Mál nr. BN040517
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta tvær lokaðar skrifstofur á
2. hæð skrifstofuhússins á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

14. Háteigsvegur 35-39 (01.254.201) 103469 Mál nr. BN040401
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Gretar L. Marinósson, Háaleitisbraut 50, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu til reksturs grunnskóla fyrir 40 nemendur á
1. hæð í vesturenda Sjómannaskólans á lóð nr. 35 við Háteigsveg.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Háteigsvegur 43 (01.253.-98) 103446 Mál nr. BN040116
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fyrrverandi kaldavatnsgeyma og dæluhús fyrir farsímamiðstöð á lóð nr. 43 við Háteigsveg.
Stækkun milliloft 166,8 ferm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hávallagata 13 (01.160.303) 101165 Mál nr. BN040532
Lúðvík Þorvaldsson, Hávallagata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs við fjölbýlishúsið á lóð nr. 13 við Hávallagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi dags. 8. og 29. september 2009.
Áður gerð stækkun: 6,6 ferm., 16,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.247
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra, þar sem byggt hefur verið umfram ákvæði deiliskipulags.

17. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN040533
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 3. hæð (rishæð) Langholtsskólans á lóð nr. 23 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN039738
Guðmundur H Sigurðsson, Tunguvegur 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í veitingasölu í fl. 1 (veitingar til meðtöku) á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er A - afrit af leyfisbréfi, sem er í gildi, dags. 28.6. 2005, B - bréf frá rekstraraðila dags. 22.4. 2009, C - staðfesting eiganda og nágranna um aðgengi og flóttaleið dags. 22.4. 2009, D - staðfesting um að ljós sé í lagi, dags 10.4. 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN039922
Jón Jóhann Jóhannsson, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja kúlulaga einbýlishús á þrem hæðum úr timbri á steyptum undirstöðum með torfþaki á lóð Perluhvamms úr landi Fitjakots á Álfsnesi.
Meðfylgjandi er bréf frá byggingarfulltrúa dags. 16. júlí 2008, yfirlýsing frá Einari Þorsteini 1. feb. 2006 og afsalsbréf 31. júlí 1995 ásamt bréfi skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 og umsagnar skipulagsstjóra dags. 5. júní 2009 og 2. október 2009 ásmt eldri umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. september 2003.
Stærðir: Lagnakjallari 80 ferm., 1. hæð 132,2 ferm., 2. hæð 106,7 ferm., 3. hæð 35,3 ferm.
Samtals: 354,2 ferm., 1.053,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 81.127
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN040529
Íslandsbanki hf höfuðst. 500, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi vegna eldvarna í Mhl. 12 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN040528
Íslandsbanki hf höfuðst. 500, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum og endurnýjun eldvarna í Íslandsbanka á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugarnesvegur 48 (01.360.104) 104506 Mál nr. BN040531
Jón Trausti Jónsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Vilhjálmur Auðunn Albertsson, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Bjarni Helgason, Laugarnesvegur 48, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðurhlið bílskúrs á lóð fjölbýlishússins nr. 48 við Laugarnesveg.
Áður gerð stækkun: 3,2 ferm., 16,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.286
Frestað.
Skoðist á staðnum.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN040496
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingahús í flokki III í húsi nr. 21 við Laugaveg á lóðinni nr. 21 við Laugaveg og nr. 30 við Klapparstíg.
Málinu fylgir umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 29. september 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu, enda er um endurnýjun á eldra leyfi í sama flokki að ræða.
Þinglýsa skal skilyrðum sem fram koma í umsögn lögfræði- og stjórnsýslu fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Leifsgata 26 (01.195.302) 102616 Mál nr. BN040245
Skúli Húnn Hilmarsson, Brekkugata 8, 530 Hvammstangi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN029216 dags. 30. júní 2004 þar sem veitt var leyfi til að breyta þakgluggum og stækka kvisti á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu.
Breytingarnar eru þegar gerðar.
Erindi fylgir ástandsskoðun hússins dags 23. júlí 2009, söluyfirlit dags. 18. júlí 2009 og tölvupóstur dags. 22. júlí 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun kvistir 14,2 ferm. og 28,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.187
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október 2009.

25. Lækjargata 2/ Austurstræti 22 (01.140.506) 100866 Mál nr. BN040447
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsin Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 á steyptri 1. hæð og að byggja steinsteypta álmu aftan við og sambyggt Lækjargötu 2 í stað Nýja Bíós, sem þarna stóð, jafnframt er sótt um leyfi fyrir kjallara undir húsunum, sem verða nýtt sem skrifstofur, verslunarhús, og veitingahús í flokki II, á sameinaðri lóð
nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er Brunahönnun dags. 6. okt. 2009, bréf um verkfræðihönnun dags. 15. sept. 2009, bréf frá arkitektum dags. 15. sept. 2009, bréf frá vinnueftirliti dags. 6. okt. 2009, bréf frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 5. okt. 2009, bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 18. febrúar 2009 og 28. sept. 2009
Stærðir: kjallari 808,1 ferm., 1. hæð 571,7 ferm., 2. hæð 478,1 ferm., 3. hæð 381,9 ferm., 4. hæð 169,6 ferm., tæknirými 26,5 ferm.,
Samtals 2.435,9 ferm., 9.118,4 rúmm.
Gjald: 7.700 + 702.117
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Mosavegur 15 (02.376.101) 172445 Mál nr. BN040515
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kennarastofu í kennslustofu og innrétta rými á gangi sem kennarastofu í Borgarholtsskóla á lóð nr. 15 við Mosaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

27. Mosavegur 15 172445 Mál nr. BN040555
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um takamarkað byggingarleyfi til að undirbúa framkvæmd
sbr. byggingarleyfisumsókn BN040515 á lóðinni nr. 15 við Mosaveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

28. Njálsgata 84 (01.191.108) 102494 Mál nr. BN040232
Jón Kaldal, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Ragna Sæmundsdóttir, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu.
Útskarift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október fylgir erindinu.
Grenndarkynning stóð frá 7. september til 5. október 2009. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009.
Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.094
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Ofanleiti 14 (01.746.202) 107442 Mál nr. BN039527
Hamborgarabúlla Tómasar ehf, Pósthólf 131, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi söluturni í hamborgarastað í flokki I til meðtöku án veitingasalar, bætt verður við sorp- og gasgeymslu utan við hús á lóð nr. 14 við Ofanleiti.
Málinu fylgir bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 9. janúar 2009. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Rafræntbréf frá hönnuði dags. 22. sept. 2009 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN039888
101 heild ehf, Pósthólf 1072, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð vegna lokaúttektar í veitingasal Hótels Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Rauðagerði 66 (01.823.108) 108355 Mál nr. BN040468
Ívar Guðmundsson, Rauðagerði 66, 108 Reykjavík
Anna Lára Eðvarðsdóttir, Rauðagerði 66, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja verönd með sökkulrými, skjólvegg, garðtröppur, útigeymslu, setja tvo nýja glugga á geymslu á suðausturhlið og hurðir og innrétta óútgrafið rými í geymslu einbýlishússins á lóð nr. 66 við Rauðagerði.
Jafnframt er gerð grein fyrir innréttingu íbúðar og íbúðarherbergja í kjallara.
Reyndarteikning sem sýnir frávik frá upphaflegrum uppdráttum af einbýlishúsinu á lóð nr. 66 við Rauðagerði, fylgir málinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október sl, fylgir erindinu.
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra fra 9. okt. sl, þar sem fram kemur meðal annars að umsókn er ekki í samræmi við heimildir deiliskipulags.

32. Réttarháls 2 (04.309.401) 111029 Mál nr. BN040467
Rekstrarhús ehf, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu á annarri hæð í viðbyggingu á austurenda atvinnuhússins á lóð nr. 2 við Réttarháls.
Fylgiskjöl sem fylgja erindinu eru teikning af 1. hæð og afstöðumynd.
Gjald kr. 7.700 kr
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN040530
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ?? í rými 0101 í Mhl. 25 á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN040179
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp sjálfvirkt slökkvikerfi í útsogsháf á matsölustað American Style og fleiri breytingar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 70 við Skipholt.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Smáragata 13 (01.197.209) 102724 Mál nr. BN040518
Stefán Einar Matthíasson, Smáragata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útfærslu bílskúrsþaks og svalagólfs , sjá erindi BN039805 dags. 12. maí 2009, einbýlishússins á lóð nr. 13 við Smáragötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

36. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN040522
Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýjunar á handriðum á svölum og þaki og til að koma fyrir svalalokun á fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Sólheima.
Stærðir: xx ferm., xx rúm., einstaka svalir og samtals.
Gjald 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Sporðagrunn 12 (01.350.203) 104131 Mál nr. BN040474
Höskuldur Ragnarsson, Sporðagrunn 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta opnanlegum fögum og hurð á svalalokun v/lokaúttektar, sjá erindi BN037541 dags. 18. mars 2008, á parhúsinu á lóð nr. 12 við Sporðagrunn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Stigahlíð 43 (01.712.102) 107209 Mál nr. BN040512
Stefán Bjarni Stefánsson, Stigahlíð 43, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa frá hluta suðurhliðar og til að gera hurð úr eldhúsi í kjallara út í garð við fjölbýlishúsið á lóð nr. 43 við Stigahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN040527
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið á milli rýma 0101 og 0102 og samnýta þau fyrir gallerí í húsi á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Meðfylgjandi er samþykki eiganda 0101 dags. 5. okt. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Vegghamrar 12-49 (02.296.401) 109110 Mál nr. BN040523
Skúli Hreggviðsson, Vegghamrar 18, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka forstofu austan megin á 2. hæð fjölbýlishússins nr. 12-18 á lóð nr. 12-49 við Vegghamra.
Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 21. júlí 2009, samþykki meðeigenda í húsi og samþykki húsfélaga annarra húsa á lóð dags. 27. maí 2009.
Stækkun: 4,2 ferm., 11,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 901
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN040412
Mótás hf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
V-16 ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bílakjallara í lager og geymslur, stækka og breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Brunaskýrsla dags. 11. sept. 2007 og endurskoðuð 8. sept. 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. sept. 2009 fylgja erindinu. Einnig yfirlýsing Mótás fasteigna ehf. eiganda Vínlandsleiðar 12-14 vegna Vínlandsleiðar 16 og bílastæðabókhald dags. 5. okt. 2009 og annað dags. 8. okt. 2009.
Stækkun: XXX ferm. og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Ýmis mál

42. Gamla höfnin - land Faxaflóahafna Mál nr. BN040556
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir stafestingu byggingarfulltrúa á stærð óútvísaðs lands Faxaflóahafna sf í Gömlu höfninni í Reykjavík samkvæmt meðfylgjandi teikningu og í samræmi við reglur um skráningu á óútvísuðu landi í Reykjavík.
Heildarland Faxaflóahafna sf í Gömlu höfninni í Reykjavík er reiknað að vera 651.567 ferm. úthlutaðar lóðir eru 342.557 ferm. Óútvísað land er því 309.010 ferm. Með staðgreini 1.0-1.11.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


43. Geirsgata 17 (01.118.003) 174405 Mál nr. BN040552
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi til þess að fella lóðina nr. 17 við Geirsgötu úr fasteignaskrá og sameina lóðina óútvísuðu landi Faxaflóahafna.
Staðgreinir lóðarinnar er 1.118.307 og landnúmer 174405. Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dgs. 6. október 2009 og afrit mæliblaðs útgefnu í október 1993.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

44. Skildinganes 26 (01.671.304) 106783 Mál nr. BN040545
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 22. september sl., var samþykkt viðbygging á lóðinni nr. 26 við Skildinganes.
Þá láðist að bóka tölvupóst með samþykki lóðarhafa Skildinganess 24 dags. 8. september 2009 sem fylgdi með.


45. Ægisgarður 1 (01.116.402) 100073 Mál nr. BN040483
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf. sækja um leyfi til breytinga og minnkunar lóðarinnar Ægisgarðs 1-3, staðgr. 1.116.402, landnr. 100073. Lóðin er samkvæmt fasteignaskrá 7.900 ferm, tekið undir götur og hafnarsvæði 1.778 ferm, verður skráð með óútvísuðu landi Faxaflóahafna. Minnkuð lóð verður því 6.122 ferm. Skráning lóðarinnar verður Ægisgarður 1-3.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 8. september 2009 ásamt lóðarblaði dags. 7. september 2009 og þrem fylgiskjölum A3 dags. 7. september 2009, minnkuð afrit af mæliblöðum frá í apríl 1991 og október 2001, ásamt tölvubréfi Faxaflóahafna dags. 28. september 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Fyrirspurnir

46. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN040526
Bjarni Hákonarson, Sólheimar 27, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa íbúð í mhl. 02 á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi þar sem sýnt er fram á að íbúð uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar.
Ekki verður samþykktur hringstigi á milli íbúðarhæða.

47. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN040538
Karim Atli Djermoun, Naustabryggja 26, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir 400 metra langri akstursbraut fyrir go-kart í rými sem merkt er L í verslunarhúsinu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN040477
Ásmundur Jóhannsson, Hraunteigur 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fjölga íbúðum í fjórar í parhúsinu á lóð nr. 10-12 við Friggjarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreisðlufundar skipulagsstjóra frá 9. október sl, fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. október 2009.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Sólheimar 7 (01.432.109) 105230 Mál nr. BN040521
Karla Kristjánsdóttir, Hjallavegur 60, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir hjólastólalyftu við útitröppur tvíbýlishússins á lóð nr. 7 við Sólheima.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.

50. Vatnsstígur 4 (01.172.119) 101455 Mál nr. BN040514
S33 ehf, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:28.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir