Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 181

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 09:05, var haldinn 181. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.  Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Árni Halldórsson, Ólafur Bjarnson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.  Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Ívar Pálsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Langagerði 122, (01.833.1) Mál nr. SN040621
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi á lóð nr. 122 við Langagerði, dags. 15.11.04.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 106, 108, 110, 116, 118,120, 124, 126 og 128.

2. Sogavegur 152, gisting í heimahúsi (01.830.1) Mál nr. SN040533
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 11. október 2004, varðandi umsagnarbeiðni lögreglustjórans í Reykjavík vegna gistingar í heimahúsi að Sogavegi 152. Málið var í kynningu frá 19. október til 2. nóvember 2004. Athugasemdabréf barst frá Jökli Úlfarssyni, eiganda efri hæðar að Sogavegi 148, dags. 01.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4.11.04.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:15, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 1, 2, 10, 11, 12 og 13.

3. Reitur 1.115.3 -  Ellingsen reitur, deiliskipulag að reit 1.115.3 (01.115.3)
Mál nr. SN040434
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi að reit 1.115.3 (Ellingsenreit), dags. 22.10.04. Athugasemdabréf bárust frá Glámu Kím arkitektum ehf, dags. 8. nóvember 2004 og Reykjaprent, dags. 10.11.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 12.11.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar og borgarráðs að fenginni þeirri umsögn.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

4. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, deiliskipulag (01.230) Mál nr. SN040611
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta og teiknistofunnar Traðar, dags. 10.11.2004 ásamt erindi ÍAV og Þyrpingar, dags. 10.11.04, að uppbyggingarhugmynd og breytingu á deiliskipulagi lóðanna Borgartún 26 og Sóltún 3 skv. uppdr., dags. 10.11.04. Einnig lögð fram skýrsla Línuhönnunar um hljóðvist, dags. 11.11.04 og minnisblað dr. Haralds Ólafssonar veðurfræðings um veðurfar, dags. 11.11.04.

Áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson vék af fundi kl. 9:45, áður höfðu liðir nr. 1-3 og 10-13 verið afgreiddir. Áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum í stað hans.

Ráðgjafar kynntu.

Helga Bragadóttir, skipulagsfulltrúi vék sæti við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að Salvör Jónsdóttir taki sæti skipulagsfulltrúa í málinu.
Þeim þætti málsins vísað til borgarráðs.

5. Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, deiliskipulag (01.134.6) Mál nr. SN040438
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Hörpu Stefánsdóttur arkitekts, dags. 20.08.04, að deiliskipulagi reits 1.134.6, Holtsgötureits, sem markast af Holtsgötu, Bræðaborgarstíg, Sólvallagötu og Vesturvallagötu. Einnig lögð fram forsögn dags. í apríl  2004. Þessir sendu inn athugasemdir:  Herborg Friðjónsdóttir, Holtsgötu 5, mótt. 01.09.04 og 13.09.04, Kristinn H. M. Schram og Katla Kjartansdóttir, Holtsgötu 18, dags. 20.09.04, Haraldur Ólafsson, Hávallagötu 48, dags. 17.09.04, ásamt ályktun fundar íbúa í Vesturbæ, norðan Hringbrautar og vestan Hofsvallagötu og Ægisgötu,  haldinn 6. september 2004, Páll Kr. Svansson, Holtsgötu 12, dags. 20.09.04, Lilja E. Kolbeins, Vesturvallagötu 1, dags. 20.09.04, Ólafur Björnsson f.h lóðarhafa á lóðunum Bræðraborgarstígur 32a og b og Holtsgötu 1, dags. 20.09.04, Sævar Guðbjörnsson, Hávallagötu 41, dags. 20.09.04, Gísli Þór Sigurþórsson, Öldugötu 53, dags. 20.09.04, Edda Einarsdóttir, Hávallagötu 48, dags. 20.09.04, Sigurður Böðvarsson, Sólvallagötu 53, dags. 20.09.04,  Áshildur Haraldsdóttir, Túngötu 44, dags. 18.09.04, Margrét Sveinsdóttir Holtsgötu 7, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 12.10.04, breytt 17.11.04 og fundargerð frá fundi með íbúum frá 12. október 2004. Lagt fram bréf eigenda Holtsgötu 1, 1a og 3 og Bræðraborgarstíg 32a og 32b, dags. 20.10.04.
Samþykkt að auglýsa tillöguna með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa auk þess að lóðarhöfum á Holtsgötu 1-3 / Bræðraborgarstíg 32A og B verði gert skylt að fullnægja  bílastæðaþörf fyrirhugaðra nýbygginga innan lóðarinnar.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

6. Borgartúnsreitir, deiliskipulag reits 1.220.2 Mál nr. SN010077
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í janúar 2002, endurskoðuð í apríl 2004 og skipulagsforsögn skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi á Borgartúnsreit 1.220.0, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Snorrabraut. Málið var í auglýsingu frá 14. júlí til 25. ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá  Páli Björgvinssyni arkitekt ásamt uppdr. v/Skúlatún 4,  dags. 18.08.04, Snorra Hjaltasyni f.h. TSH ehf, dags. 24.08.04, Frímúrarareglunni á Íslandi, dags. 25.08.04, Þormóði Sveinssyni arkitekt, dags. 25.08.04, vegna Skúlagötu 51. Athugasemdafrestur var framlengdur til 10. sept. 2004.  Athugsemdabréf barst frá Snorra Hjaltasyni f.h. TSH ehf, dags, 30.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 9. nóvember 2004.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram komu í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

7. Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur, forsögn (01.151.4) Mál nr. SN040055
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila eru lögð fram að nýju drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2004, að deiliskipulagi reita 1.151.4 og 1.151.5. Einnig lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi, dags. 11.11.04. Lagt fram bréf þjóðleikhússtjóra, dags. 20.05.04.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

8. Reitur 1.151.5, forsögn (01.151.5) Mál nr. SN040612
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila eru lögð fram að nýju drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2004, að deiliskipulagi reita 1.151.4 og 1.151.5. Einnig lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi, dags. 11.11.04.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

9. Pósthússtræti 2, Tryggvagata 28, breyting á deiliskipulagi (01.140.1) Mál nr. SN040571
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, varðandi lóðirnar nr. 2 við Pósthússtræti og nr. 28 við Tryggvagötu. Málið var í kynningu frá 29. september til 27. október 2004. Athugasemdabréf barst frá Landwell, f.h. eigenda fasteignanna Hafnarstrætis 9 (utan jarðhæðar) og Hafnarstrætis 11, dags. 26.10.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9.11.04.
Kynnt deiliskipulagstillaga samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd, með þeim breytingum sem fram koma í framlagðri umsögn.
Skipulags- og byggingarnefnd áréttar og leggur sérstaka áherslu á að með breytingunni er ekki verið að auka heimildir lóðarhafa til notkunar á kvöðinni sem liggur um Hafnarstræti 7, til handa lóðinni nr. 28 við Tryggvagötu. Lóðarhöfum hinnar sameinuðu lóðar sé því ekki heimilt að stöðva bifreiðar í kvöðinni til affermingar enda myndu slík not takmarka rétt athugasemdaaðila til umferðar um kvöðina. Ljóst sé þó að slík not séu þeim heimil í undantekningartilvikum að höfðu samráði við athugasemdaaðila.
(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030514
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 324 frá 16. nóvember 2004, án liðar nr. 5.
Jafnframt lagður fram liður nr. 5 frá 26. október 2004.

11. Langagerði 48, Viðbyggingar (01.832.105) Mál nr. BN030221
Magdalena Redlicka, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suður- og austurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 48 við Langagerði, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 27.09.04. Samþykki meðeiganda dags. 20. ágúst 2004 (á teikningu) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 12. október til 9. nóvember 2004. Engar athugsemdir bárust.
Stærð: Stækkun 1. hæðar samtals 35,8 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.021
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundi kl. 9:05 áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 10 og 11.

12. Sóleyjarimi 83-95, Raðhús m. 7 íb. (02.536.701) Mál nr. BN030411
ÁF-hús ehf, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með sjö íbúðum og jafnmörgum innbyggðum bílgeymslum að mestu einangrað að innan og útveggir með steindri áferð á lóð nr. 83-95 við Sóleyjarima.
Hús nr. 83 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 79 ferm., 2. hæð 104,3 ferm., bílgeymsla 28,9 ferm., samtals 212,2 ferm., 629,6 rúmm. Hús nr. 85 (matshl. 02) íbúð 1. hæð 78,5 ferm., 2. hæð 102,8 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209,2 ferm., 663,9 rúmm. Hús nr. 87 (matshl. 03) og hús nr. 89 (matshl 04) eru sömu stærðar og hús nr. 85 eða samtals 209,2 ferm., 663,9 rúmm. Hús nr. 91 (matshl. 05) íbúð 1. hæð 78,4 ferm., 2. hæð 102,7 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209 ferm., 663,3 rúmm. Hús nr. 93 (matshl. 06) er sömu stærðar og hús nr. 91 eða samtals 209 ferm., 663,3 rúmm. Hús nr. 95 (matshl. 07) íbúð 1. hæð 79,8 ferm., 2. hæð 104,1 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 211,8 ferm., 672 rúmm.
Raðhús eru samtals 1469,6 ferm., 4619,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 249.475
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13. Krókháls 16, verkstæði, lager, skrifstofur (04.143.101) Mál nr. BN030298
Vélaver hf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáleiningum og að mestu á einni hæð  á lóðinni nr. 16 við Krókháls. Í húsnæðinu verði vinnuvélaverkstæði með geymslu fyrir olíu og bensín, lager og skrifstofur á tveimur hæðum við norðvestur hlið. Norðan við aðalhúsið (götumegin) verði byggður 11,4 m hár veggur úr stágrind með timburklæðningu og nálægt vesturlóðarmörkum verði komið fyrir bílaþvottastöð. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir um 220 cm hárri girðingu umhverfis meginhluta lóðarinnar. Á teikningum eru sýnd sjö stór veggskilti með auglýsingum.
Erindinu fylgir bréf hönnuða dags. 27. sept. 2004 (óundirritað) og bréf Hans Unnþórs Þ. Ólasonar dags. 9. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Stærðir: 2358 ferm. og 16918,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 913.604
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Öldugata 17, br. í 5 íb. íbúðarhús (01.137.206) Mál nr. BN030070
Doma ehf, Stafnaseli 2, 109 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðurþekju, útbúa svalir á þakfleti rishæðar, byggja svalir að suðurhlið 1. og 2. hæðar og innrétta tvær íbúðir á 1. hæð, tvær á 2. hæð og eina á rishæð í núverandi atvinnuhúss á lóð nr. 17 við Öldugötu, samkv. uppdr. Arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 31.08.04. Málið var í kynningu frá 22. september til 20. október 2004. Þessir sendu inn athugasemdir:  Kesara Jónsson og Friðrik R. Jónsson, Öldugötu 16, dags. 19.10.04, Erla Árnadóttir og Sveinn Andri Sveinsson, Öldugötu 18, Leikskólinn Öldukot, Öldugötu 19, dags. 19.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2004.
Lagt fram bréf arkitektanna Ólafar Flygering og Jon Nordsteien, dags. 01.11.04, ásamt tölvubréfum dags. 8. og 10.11.04 og bréfi Doma ehf, dags. 01.11.04.
Stærð: Stærðaraukning samtals 3,9 ferm., 1,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 81
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista m.t.t. jafnræðissjónarmiða og fordæma á svæðinu, sbr. ný gögn frá umsækjanda þ.e. bréf arkitektanna Ólafar Flygering og Jon Nordsteien, dags. 01.11.04, tölvubréfa þeirra, dags. 8 og 10.11.04, og bréfs Doma ehf, dags. 01.11.04.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

(D) Ýmis mál

15. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 12. nóvember 2004.

16. Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel (04.9) Mál nr. SN020290
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar 27. f.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels.

17. Klapparstígur 14, breyting á deiliskipulagi (01.151.5) Mál nr. SN040368
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar 27. f.m. varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg.

18. Laugarásvegur 24, dómur (01.382.0) Mál nr. SN040601
Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. nóvember 2004, varðandi Laugarásveg 24.
Dómsorð:
Felldur er úr gildi úrskurður skipulags- og byggingarmála í máli nr. 41/2003, sem kveðinn var upp 18. september 2003. Staðfest er, að ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2003, sem staðfest var af borgarstjórn Reykjavíkur 30. apríl 2003, um að veita leyfi til byggingar bílgeymslu að Laugarásvegi 24 í Reykjavík, sé í gildi. Stefndu greiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað.

19. Pósthússtræti 2, Tryggvagata 28, úrskurðir úrskurðarnefndar (01.140.1)Mál nr. SN040617
Lagðir fram tveir úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11.11.2004:
- vegna kæru eigenda fasteignanna að Hafnarstræti 9 (utan jarðhæðar) og Hafnarstræti 11, Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. september 2004 um að veita takmarkað byggingarleyfi til að rífa og undirbúa framkvæmdir í húsunum að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28, Reykjavík vegna fyrirhugaðra breytinga.
Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-vegna kæru eigenda fasteignanna að Hafnarstræti 9 (utan jarðhæðar) og Hafnarstræti 11, Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. október 2004 um að veita takmarkað byggingarleyfi til að rífa, undirbúa framkvæmdir og endurnýja létta innveggi í húsunum að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28, Reykjavík vegna fyrirhugaðra breytinga.
Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. október 2004 um útgáfu takmarkaðs byggingarleyfis vegna breytinga að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28, Reykjavík er felld úr gildi.  

20. Rafstöðvarvegur 31, kæra (04.257.2) Mál nr. SN040602
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 8. nóvember 2004, ásamt afriti af kæru, dags. 11. október 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 6. september 2004 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Rafstöðvarveg 31, Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

21. Súðarvogur 6, kæra (01.452.1) Mál nr. SN040603
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 8. nóvember 2004, ásamt afriti af kæru, dags. 28. október 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 13. október 2004, um að synja erindi eiganda bakhúss Súðarvogi 6, Reykjavík, um að aflétta niðurrifskvöð sem á húsinu hvílir.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

22. Samgöngur, landþörf Mál nr. SN040581
Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingarsviðs um landþörf samgangna, dags. í október 2004.
Haraldur Sigurðsson kynnti.

23. Tillaga byggingarfulltrúa, Mál nr. SB040012
Byggingarfulltrúi leggur til að forstöðumanni lögfræði og stjórnsýslu verði falið að gera tillögu að breytingu á reglugerð nr. 558 um embættisafgreiðslu byggingarfulltrúa  varðandi útgáfu takmarkaðra byggingarleyfa.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:10.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Björn Ingi Hrafnsson
Óskar Dýrmundur Ólafsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 09:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 324. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Þórður Búason, Guðlaugur Gauti Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurgerði 6, áðurg. yfirbygging á svalir o.fl. (01.837.103) Mál nr. BN027790
Guðbjörg R Róbertsdóttir, Austurgerði 6, 108 Reykjavík
Jósavin Hlífar Helgason, Austurgerði 6, 108 Reykjavík
Jóhanna Guðmundsdóttir, Austurgerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri yfirbyggingu svala og leyfi til þess að byggja nýjar svalir að suðurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 6 við Austurgerði.
Erindið var grenndarkynnt frá 28. júní til 26. júlí 2004.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2003 og útskrift skipulagsfulltrúa frá 29. ágúst 2003 fylgja erindinu. Einnig lagðir fram uppdr. teiknistofunnar Torgið, dags. 28.07.2003. Grenndarkynning stóð yfir frá 28. júní til 26. júlí 2004. Athugasemdabréf barst frá Hauki Haraldssyni, Austurgerði 4, dags. 20.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5.08.04.
Stærð: Áður gerð viðbygging 16,8 ferm. og 43,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.349
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

2. Austurstræti 10A, reyndarteikningar 3-4 hæð (01.140.406) Mál nr. BN030489
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttu innra skipulagi á 3. og 4. hæð og fyrir fjölgun eigna á 4. hæð sem er skrifstofuhæð í fjöleignarhúsinu á lóð nr. 10A við Austurstræti.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Álfaland 4, gluggar á suðausturhlið kjallara (01.847.106) Mál nr. BN030470
Guðbjörg Haraldsdóttir, Naustabryggja 26, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum á suðausturhlið geymslu og tómstundaherbergis í kjallara hússins nr. 2-4 við Álfaland.
Samþykki nokkurra meðeigenda fylgir áritað á teikningu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 7, matshl. 01 - br. skyndibitast. (01.262.101) Mál nr. BN030407
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
E.B. Fasteignir ehf, Langagerði 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skráningu, breyta innra fyrirkomulagi skyndibitastaðar á fyrstu hæð og koma fyrir gasgeymslu sunnan við húsið (matshluta 01) á lóðinni nr. 7 við Ármúla.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Baldursgata 11, br. inni í einingu 0002 (01.184.512) Mál nr. BN030491
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir íbúð í stað skrifstofurýmis í einingu 0002 í fjöleignarhúsinu á lóð nr. 11 við Baldursgötu.
Samþykki sumra meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Synjað.
Ekki er leyft að gera nýja íbúð í kjallara sbr. gr. 96 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

6. Bergstaðastræti 20, niðurrif (01.184.011) Mál nr. BN030471
Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 20 við Bergstaðastræti.
Stærð hússins er 163,8 ferm. og 743,1 rúmm.
Í húsinu eru tvær íbúðir (fastanr. 200-6831 og 200-6832, landnr. 102006)
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7. Bergstaðastræti 60, leiðr. á aðaluppdráttum dags 07.09.04 (01.197.001)
Mál nr. BN030467
Albert Steinn Guðjónsson, Bergstaðastræti 60, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttingu á uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 60 við Bergstaðastræti.
Nöfn hæða eru leiðrétt á grunnteikningum og sýnd er stækkun íbúðar 0301 fram í anddyri í sameign.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Beykihlíð 2, br. glugga í hurð (01.780.101) Mál nr. BN030495
Elín Jónsdóttir, Eskihlíð 21, 105 Reykjavík
Magnús Gottfreðsson, Eskihlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að saga niður úr eldhúsglugga fyrir tvöfalda svalahurð á suðvesturhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 2 við Beykihlíð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

9. Bíldshöfði 20, veggskilti (04.065.101) Mál nr. BN030492
Bíldshöfði ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja samtals um 168 ferm. af veggskiltum á húsið nr. 20 við Bíldshöfða. Jafnframt verði önnur skilti á húsinu fjarlægð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

10. Borgartún 28, fjölgun eininga ofl. (01.230.101) Mál nr. BN030143
Björninn ehf, Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Einar Farestveit og Co hf, Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta afmörkun eigna í matshluta 05 (framhús) á lóðinni nr. 28 við Borgartún. Jafnframt verði stiga milli kjallara og fyrstu hæðar í suðurhluta hússins lokað. Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 15. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningu.

11. Borgartún 32, breyting inni kjallara (01.232.001) Mál nr. BN030477
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 32 við Borgartún. Í kjallara er komið fyrir aðstöðu fyrir bókhald.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Brúnavegur Hrafnista, br. á sal 1 (01.351.001) Mál nr. BN030175
Laugarásbíó, Brúnavegi Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta stöllun á sætagólfi og aðkomu að sætum í sal 1 í Laugarásbíói á lóð Hrafnistu við Brúnaveg.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Dalbraut 3, kamína og reykháfur (01.350.007) Mál nr. BN030501
Guðmundur Snorri Ingimarsson, Ásgarður, 560 Varmahlíð
Sótt er um leyfi til þess að setja upp reykháf á austurhlið nýbyggðrar viðbyggingar við 2. og 3. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 3 við Dalbraut.
Samþykki meðeigenda dags. 4. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14. Dyngjuvegur 10, reyndarteikningar (01.384.201) Mál nr. BN030490
Sigurdís Birna Pétursdóttir, Dyngjuvegur 10, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri breytingu á innra skipulagi kjallara, fyrir þegar byggðri geymslu undir svölum austurhliðar og verönd milli tvíbýlishússins og bílskúrsins á lóð nr. 10 við Dyngjuveg.
Stærð: Áður byggð geymsla  xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Eyjarslóð 7, br. eignarhald á 0203 (01.110.504) Mál nr. BN030345
GJ. Óskarsson ehf, Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka notaeiningu 0203 sem sjálfstæða eign í húsinu nr. 7 við Eyjarslóð.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda dags. 29. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Fífusel 24, klæðning (04.970.603) Mál nr. BN030478
Anna F Bernódusdóttir, Fífusel 24, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða raðhús nr. 24 með steniplötum á lóð nr. 20-36 við Fífusel.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 8. nóvember 2004 og samþykki meðeigenda og sumra meðlóðarhafa dags. 15. júlí 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Skoðist á staðnum.

17. Fjölnisvegur 9, viðbygging o.fl. (01.196.211) Mál nr. BN030351
Fjölnisvegur 9 ehf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu og geymslur að norðaustur og suðausturhlið kjallara, stækka eldhús á fyrstu hæð með viðbyggingu við norðausturhlið og koma fyrir svölum á annarri hæð norðausturhliðar hússins á lóðinni nr. 9 við Fjölnisveg.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt á öllum hæðum hússins, þak endurnýjað, skorsteinn rifinn og bílskúr í norðurhorni lóðar rifinn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Undirskrift burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu á teikningu.
Stærð: Bílskúr sem rifinn verður (merktur 70-0101, fastanr. 200-9090) 20,2 ferm. og 55 rúmm.
Stækkun vegna viðbygginga: Bílskúr 94 ferm. og 253,2 rúmm.: Íbúðarhús 14,8 ferm. og 41,5 rúmm: Samtals 108,8 ferm. og 294,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 15.914
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Vantar samþykki nágranna að þeim fengnum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

18. Flókagata 43, leiðrétt skráning (01.245.312) Mál nr. BN030481
Sigfús Ólafsson, Flókagata 43, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu og leiðréttum uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 43 við Flókagötu.
Anddyri í kjallara er nú sýnt sem séreign kjallaraíbúðar.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Frakkastígur 7, mhl. 01 breyting inni og úti (01.173.030) Mál nr. BN030464
Högni Gunnarsson, Frakkastígur 7, 101 Reykjavík
Indriði Björnsson, Lokastígur 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella niður stiga milli fyrstu og annarrar hæðar, byggja útitröppur úr timbri og koma fyrir sérinngangi að íbúð á annarri hæð og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 01 á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja setlaug í suðurhorni lóðarinnar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

20. Grensásvegur 12, snyrti- og nuddst. á 1. h (01.295.406) Mál nr. BN030500
Neglur og list ehf, Grensásvegi 12a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fækka inngöngum á framhlið og innrétta snyrti- og nuddstofu í einingu 0103 í norðausturhluta 1. hæðar atvinnuhúss nr. 12 (framhús) á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Grettisgata 2, br. atvinnuh.í íb. (01.182.102) Mál nr. BN030457
Snóker- og Poolstofan ehf, Lágmúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðvesturhorn bakhúss nr. 2B, leyfi til þess að sameina matshluta 02 og 03 og breyta núverandi matshluta 04 í matshluta 03 ásamt leyfi til þess að innrétta íbúð í atvinnuhúsinu nr. 2B (matshl. 02) á lóð nr. 2 við Grettisgötu.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 23. ágúst og 28. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun 16 ferm., 41,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.246
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grettisgata 29, mhl 02, kvistir, svalir (01.173.135) Mál nr. BN030484
Pálmi Einarsson, Grettisgata 29, 101 Reykjavík
Anna Rut Pálmadóttir, Grettisgata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðvesturhlið og kvisti á suðvestur- og norðausturhlið matshluta 02 á lóðinni nr. 29 við Grettisgötu.
Stærð: Stækkun kvistir 14,4 ferm. og 33,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.798
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Grjótháls  1-3, reyndarteikning - breytt starfsemi (04.302.401) Mál nr. BN030473
Þjónustufélagið ehf, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir ótilteknum áður gerðum breytingum á húsinu nr. 1-3 við Grjótháls.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Umsækjandi skal gera ítarlega grein fyrir þeim breytingum sem um er sótt.

24. Grundarstígur 6, reyndart. 1.h + kj. (01.183.306) Mál nr. BN029367
Sigríður Norma Mac Cleave, Grundarstígur 6, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 6 við Grundarstíg.
Gerð er grein fyrir breyttu innra fyrirkomulagi og áður gerðri séreign (eign 0001, ósamþ. íb.) í kjallara.
Afsalsbréf dags. 6. desember 1979 (eign 0001) fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 17. febrúar 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hvassaleiti 64, byggja svalir (01.741.403) Mál nr. BN030238
Hjálmar Kristmannsson, Hvassaleiti 64, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir að suðvesturhlið fyrstu hæðar hússins nr. 64 (og nr. 66) við Hvassaleiti.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum gluggum á suðausturhlið hússins nr. 66.
Útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa frá 4. júní 2004 (v.fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Málið var í kynningu (ásamt Hvassaleiti 66) frá 29. september til 27. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400 +5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

26. Hvassaleiti 66, svalir á suðvestur hlið o.fl. (01.741.404) Mál nr. BN030123
Hjálmar Kristmannsson, Hvassaleiti 64, 103 Reykjavík
Magnea Sólveig Bjartmarz, Hvassaleiti 66, 103 Reykjaví