Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 179

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 27. október kl. 09:03, var haldinn 179. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson, Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Suðurgata 4, breyting á deiliskipulagi (01.161.1) Mál nr. SN040493
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Tækniþjónustunnar sf, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Suðurgötu, dags. 15.09.04. Einnig lagt fram bréf Vilhjálms Þorlákssonar verkfræðings, dags. 15.09.04. Málið var í kynningu frá 21. september til 19. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

2. Klapparstígur 14, breyting á deiliskipulagi (01.151.5) Mál nr. SN040368
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga GP arkitekta, dags. 22.07.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg. Málið var í auglýsingu frá 25. ágúst til 6. október 2004. Athugasemdabréf barst frá Flosa Magnússyni, Klapparstíg 11, f.h. íbúa við Lindagötu og Klapparstíg, dags. 02.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2004.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:06
Auglýst tillaga samþykkt með þeirri breytingu sem lögð er til í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

3. Mýrargötusvæði, (01.13) Mál nr. SN040566
Lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu, dags. 21. október 2004, varðandi breytingu á aðalskipulagi Mýrargötusvæðis, sem samþykkt var í borgarráði 22.06.04.
Samþykkt að breyta hinni auglýstu tillögu eins og lagt er til í framlögðu minnisblaði.
Vísað til hafnarstjórnar og borgarráðs að því loknu.

4. Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel (04.9) Mál nr. SN020290
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum eru lögð fram breytt tillaga Húss og skipulags, dags. 21.10.04, að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels. Þessir sendu inn athugasemdir:  Ragnar Baldursson og Rósa Einarsdóttir, Klyfjaseli 21, dags. 22.09.04, Anna Bára Pétursdóttir, Fjarðarseli 12, dags. 22.09.04, Jón Guðjónsson, Klyfjaseli 6, dags. 22.09.04, Elsa Sveinsdóttir, Kambaseli 4, dags. 24.09.04, Steinunn Kristjánsdóttir, Kjartansgötu 1, dags. 27.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030375
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 321 frá 26. október 2004, án liðar nr. 5.
Jafnframt lagður fram liður nr. 21 frá 12. október 2004.

6. Bjarnarstígur 4, svalir (01.182.215) Mál nr. BN029053
Sigurjón Þorvaldur Árnason, Bjarnarstígur 4, 101 Reykjavík
Kristrún S Þorsteinsdóttir, Bjarnarstígur 4, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann14. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr timbri á norður- og vesturhlið hússins á lóðinni nr. 4 við Bjarnarstíg, samkv. uppdr. Gunnars Guðnasonar arkitekts, dags. 08.02.04.
Samþykki meðeiganda og samþykki eigenda Bjarnarstígs nr. 6 fylgir erindinu á teikn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. september til 20. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7. Víðimelur 71, stækkun kvista og fl. (01.524.1) Mál nr. BN029931
Ólöf Örvarsdóttir, Víðimelur 73, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. september 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara ásamt  leyfi til þess að sameina þakrými og íbúð 2. hæðar í eina íbúð, byggja kvist og svalir á suðurþekju og stækka kvist á vesturþekju til samræmis við núverandi kvist á austurþekju fjölbýlishússins á lóð nr. 73 við Víðimel, samkv. uppdr. Ólafar Örvarsdóttur arkitekts, dags. 23.07.04.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 16. júnní 2004, virðingargjörð dags. 1. apríl 1943, samþykki meðeigenda dags. 24. júlí 2004 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30. ágúst 2004 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 21. september til 19. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna kvista 3,8 ferm., 3,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 97
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8. Öldugata 17, br. í 5 íb. íbúðarhús (01.137.206) Mál nr. BN030070
Doma ehf, Stafnaseli 2, 109 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðurþekju, útbúa svalir á þakfleti rishæðar, byggja svalir að suðurhlið 1. og 2. hæðar og innrétta tvær íbúðir á 1. hæð, tvær á 2. hæð og eina á rishæð í núverandi atvinnuhúss á lóð nr. 17 við Öldugötu, samkv. uppdr. Arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 31.08.04. Málið var í kynningu frá 22. september til 20. október 2004. Þessir sendu inn athugasemdir:  Kesara Jónsson og Friðrik R. Jónsson, Öldugötu 16, dags. 19.10.04, Erla Árnadóttir, Öldugötu 18, Leikskólinn Öldukot, Öldugötu 19, dags. 19.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2004.
Stærð: Stærðaraukning samtals 3,9 ferm., 1,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 81
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2004.
Umsækjanda gefinn kostur á að breyta umsókn í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2004.

9. Bústaðavegur 151, bensínstöð - Atlantsolía (01.826.102) Mál nr. BN030332
Atlantsolía ehf, Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti ásamt tilheyrandi búnaði á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg, lóðarhluta II. M.a. verður byggt tæknihús úr steinsteypu í norðausturhorni lóðarinna. Jafnframt er sótt um leyfi til að reisa merki- og verðskilti áfast tæknihúsi, ca. 2 m á breidd og hæð frá jörðu 6 - 6,5 m.
Stærð: Tæknihús 7,6 ferm., 24,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.318
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
(D) Ýmis mál

10. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 22. október 2004.

11. Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi (01.280.1) Mál nr. SN040396
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1-9 við Álftamýri.

12. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra (04.350.9) Mál nr. SN040557
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. október 2004, ásamt kæru, dags. 22. september 2004, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 6. september 2004, um að synja beiðni kæranda um lóðarafmörkun fyrir lóðina Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21 í Reykjavík.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

13. Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag Mál nr. SN040157
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. f.m., varðandi deiliskipulag fyrir Halla- og Hamrahlíðarlönd.

14. Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag (01.22) Mál nr. SN040296
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi deiliskipulag Hlemms og nágrennis.

15. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, kæra (01.363.0) Mál nr. SN040556
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. október 2004, ásamt kæru, dags. 22. september 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 17. ágúst 2004, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjuteig 24, Laugarnesskóla.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

16. Pósthússtræti 2, kæra (01.140.104) Mál nr. BN030293
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. október 2004, um kæru Landwell, dags. 6. október 2004, f.h. eigenda að Hafnarstræti 9 (f. utan jarðhæðar) og Hafnarstræti 11, vegna útgáfu takmarkaðs byggingarleyfis byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdum að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28, dags. 28. september s.l. Einnig lögð fram viðbótargreinargerð lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 21. október 2004.
Framlagðar greinargerðir lögfræði- og stjórnsýslu samþykktar.

17. Sóltún, Ármannsreitur (01.23) Mál nr. SN020098
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m.
Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að í stað reits undir leik- og grunnskóla verði í skipulaginu gert ráð fyrir reit undir fræðslustofnun, sem nánar verður útfærður í samráði við fræðsluráð.

18. Bókun, Guðlaugur Þór Þórðarson Mál nr. SB040011
Guðlaugur Þór Þórðarsonar óskaði eftir að fá að leggja fram bókanir vegna tveggja mála.
Formaður skipulags- og byggingarnefndar hafnaði því á þeirri forsendu að það samræmdist ekki fundarsköpum því málin væru ekki á dagskrá fundarins.

Fundi slitið kl. 09:40.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Óskar Dýrmundur Ólafsson
Björn Ingi Hrafnsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Benedikt Geirsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 26. október kl. 09:15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 321. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Hjálmar Andrés Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir

1. Akrasel 16, breyting inni og úti (04.943.105) Mál nr. BN029879
Kristinn Eiríksson, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Guðný Arna Sveinsdóttir, Akrasel 16, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að klæða þak og þakkant með bárujárni, skipta um glugga, hurðir og gler, breyta kjallarastiga, setja upp reykrör og arinnofn, klæða alla veggi og loft með gifsi, skipta um gólfefni og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 16 við Akrasel.
Samþykki nágranna Akraseli 14 vegna sorptunnuskýlis fylgir erindinu á teikningum.
Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 22. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

2. Arahólar 2-6, nr. 2-4 lokun svala (04.642.602) Mál nr. BN030052
Arahólar 2,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Arahólar 4,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokun á öllum svölum á öllum hæðum fjölbýlishússins nr. 2-4 á lóð nr. 2-6 við Arahóla.
Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 22. ágúst 2004, samþykki f.h. húsfélagsins Arahólum 6 dags. 16. september 2004 og úttekt á brunavörnum dags. 23. september 2004 fylgja  erindinu.
Stærð: Svalaskýli 1.-7. hæð húss nr. 2 (matshl. 01) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm. og húss nr. 4 (matshl. 02) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 64.022
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

3. Álfheimar 74, tækniklefi, hækka gólf (01.434.301) Mál nr. BN030265
Íslenskir aðalverktakar hf, Keflavíkurflugvelli, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til þess að hækka uppbyggt gólf á 3. hæð vegna lagnaleiða og hækka þak yfir smá hluta 3. hæðar fyrir loftræstiklefa nýsamþykktrar ofanábyggingar fyrir heilsugæslustöðina í Glæsibæ á lóð nr. 74 við Álfheima.
Umsögn brunahönnuðar vegna breytinga dags. 14. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Milligólf fyrir tæknirými 41,9 ferm., þar af 19,7 ferm. með salarhæð undir 1,8 m. Rúmmálsaukning 556 rúmm.
Gjald 5.400 + 30.024
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bankastræti 14, reyndarteikning (01.171.202) Mál nr. BN030268
Delí ehf, Bankastræti 14, 101 Reykjavík
Sigurður Thoroddsen, Vesturgata 73, 101 Reykjavík
Jón Pétursson ehf, Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi skyndibitastaðar á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 14 við Bankastræti.
Afgreiðslusalur er minnkaður og eldhús stækkað.
Á uppdráttum kemur fram að opnunartími staðarins sé að jafnaði frá kl. 9.00 til kl. 22.00.
Bréf hönnuðar dags. 30. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin tekur aðeins til breytinga innanhúss.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bergstaðastræti 12B, viðbygging (01.180.211) Mál nr. BN030267
Hraunbær 107 ehf, Tangarhöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við húsið nr. 12B á lóðinni nr. 12 við Bergstaðastræti og koma fyrir fjórum íbúðum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2004.

6. Borgartún 21, breyting á aðaluppdráttum (00.000.000) Mál nr. BN030356
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytinu á húsnæði Löggildingarstofunnar í vesturhluta kjallara hússins nr. 21 á lóðinni nr. 21-21A við Borgartún.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Umsækjandi geri grein fyrir umsókninni þar sem í skjalasafni byggingarfulltrúa er til nákvæmlega eins uppdráttur og lagður er fram með umsókninni.

7. Borgartún 24, leiðréttar teikningar (01.221.101) Mál nr. BN030326
Maður lifandi ehf, Bogratúni 24, 105 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Atlas hf, Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa sorpgeymslu á lóð og samþykki fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi í eldhúsi á fyrstu hæð og geymslum í kjallara matshluta 04 á lóðinni nr. 24 við Borgartún.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Borgartún 25, innrétta 7.- 8. h + br. í kj. (01.218.101) Mál nr. BN030348
Fasteignafélagið Sjávarsíða hf, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Ingimundur hf, Fiskislóð 137a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess innrétta 7. og 8. hæð, innrétta búningsaðstöðu í kjallara og breyta eignartengingu rýma í  kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 34, fordyrirsbygging o.fl. (01.232.0) Mál nr. BN029308
Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera fordyrisbyggingu úr áli og gleri undir skyggni við núverandi inngang austanvert í húsið nr. 34 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. maí 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2004 fylgja erindinu.
Stærð: 9,6 ferm. og 28,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.555
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Bragagata 29A, íbúð í risi, breytt útlit (01.186.220) Mál nr. BN030269
Guðmundur Einar Einarsson, Klukkurimi 81, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð (íb. 0301) á rishæð hússins nr. 29A við Bragagötu.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi á hæðinni breytt og sótt um leyfi til þess að koma fyrir gluggum á suðausturgafli hússins.
Afsal dags. 2. október 1950 (íb. 0301) fylgir erindinu.
Úttektarbeiðnir til Rafmagnsstjórnar Reykjavíkur dags. 9. og 12. mars 1951 fylgja erindinu.
Íbúðarskoðun dags. 19. maí 2000 fylgir erindinu.
Þinglýstur kaupsamningur dags. 28. júní 2004 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 23. júní 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Skila skal nýrri íbúðarskoðun að breytingum loknum.

11. Brúnavegur Hrafnista, br. á sal 1 (01.351.001) Mál nr. BN030175
Laugarásbíó, Brúnavegi Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta stöllun á sætagólfi og aðkomu að sætum í sal 1 í Laugarásbíói á lóð Hrafnistu við Brúnaveg.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningu.

12. Einarsnes 36, skyggni, svalir o.fl. (01.672.001) Mál nr. BN030139
Verslunin Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Hjördís Andrésdóttir, Einarsnes 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi kjallara, 1. og 2. hæðar ásamt leyfi til þess að byggja skyggni yfir götuhlið verslunar á 1. hæð og svalir fyrir íbúð 2. hæðar á bakhlið matshluta 01 á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna dags. 10. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Einholt 2, br. atvinnuhúsn. í íbúð (rými 0203) (01.244.101) Mál nr. BN030244
Byggingafélagið Geysir ehf, Kjóastöðum 2, 801 Selfoss
Sigurður Örn Sigurðsson, Kjóastaðir 2, 801 Selfoss
Sótt er um leyfi til þess að breyta í íbúð atvinnuhúsnæði (rými 0203) á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Einholt.
Bréf hönnuðar dags. 12. október 2004 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Engjateigur 7, reyndarteikningar (01.366.501) Mál nr. BN030327
Ístak hf, Engjateigi 7, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir afmörkun tölvutæknirýma í kjallara, fyrir breytingu á innraskipulagi hluta 3. hæðar og breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð nr. 7 við Engjateig.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Eyjarslóð 3, reyndarteikning (01.111.404) Mál nr. BN029833
Vélar og skip ehf, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í iðnaðarhúsi á lóðinni nr. 3 við Eyjarslóð. Innra fyrirkomulagi og útliti er breytt. Séreignum er fjölgað úr fimm í sex.
ATH. húsið hefur ekki verið fullklárað. Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 20. maí 2004. Samþykki meðeigenda dags. 28. júní 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin tekur ekki til bílastæða framan við innkeyrsludyr.

16. Eyjarslóð 7, br. eignarhald á 0203 (01.110.504) Mál nr. BN030345
GJ. Óskarsson ehf, Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka notaeiningu 0203 sem sjálfstæða eign í húsinu nr. 7 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Fjölnisvegur 9, viðbygging o.fl. (01.196.211) Mál nr. BN030351
Fjölnisvegur 9 ehf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu og geymslur að norðaustur og suðausturhlið kjallara, stækka eldhús á fyrstu hæð með viðbyggingu við norðausturhlið og koma fyrir svölum á annarri hæð norðausturhliðar hússins á lóðinni nr. 9 við Fjölnisveg.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt á öllum hæðum hússins, þak endurnýjað, skorsteinn rifinn og bílskúr í norðurhorni lóðar rifinn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Undirskrift burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu á teikningu.
Stærð: Bílskúr sem rifinn verður (merktur 70-0101, fastanr. 200-9090) 21,7 ferm. og xx rúmm.
Stækkun vegna viðbygginga xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

18. Flókagata 3, skúr uppgerður og innréttaður (01.243.606) Mál nr. BN030347
Íris Guðjónsdóttir, Flókagata 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að nýta geymsluskúr (matshl. 03) sem vinnustofu á lóðinni nr. 3 við Flókagötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að endureinangra skúrinn og koma fyrir salernisaðstöðu í honum.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 2. og 5. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grjótháls 7-11, byggja anddyri á norðuhl (04.304.001) Mál nr. BN030325
Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö anddyri fyrir vörumóttöku úr stálgrind og yleiningum við norðurhlið húss Ölgerðar Egils Skallagrímssonar (matshluta 02) á lóð nr. 7-11 við Grjótháls,
Bréf hönnuðar dags. 12. október 2004. Stærð: Anddyri 72,3 ferm., 340,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 18.403
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Grænlandsleið 22-44, br. byggingalýsing (04.114.311) Mál nr. BN030118
JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á þykkt einangrunar í þaki íbúðarhúsa á lóð nr. 22-44 Grænlandsleið.
Bréf fyrir hönd umsækjenda dags. 19. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Með vísan til bréfs umsækjanda er erindið dregið til baka.

21. Gufunesvegur 3, Niðurrif (02.216.003) Mál nr. BN030373
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á  húsi og bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Gufunesveg.
Fastanr. 203-8418, mh. 01 0101, íbúð 115 ferm., mh. 02 0101, bílgeymsla 30,4 ferm. Landnúmer 108953.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

22. Gvendargeisli 96, br. á andd., gl. í norður o.fl. (05.135.703) Mál nr. BN028410
Haukur Óskarsson, Laufengi 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri á 1. hæð, fjölga gluggum á norðurhlið kjallara og 1. hæðar, breyta skipulagi baðherbergis í kjallara og breyta þaki  einbýlishússins á lóð nr. 96 við Gvendargeisla.
Stærð: Hús var samtals 231,2 ferm., 807,6 rúmm. og verður samtals 232 ferm., 702,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

23. Hofsvallagata 53, þak, klæðning ofl. (01.542.201) Mál nr. BN029318
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki og klæða utan með sléttum álplötum bílgeymslu (matshl. 02) á lóðinni nr. 53 við Hofsvallagötu.
Samþykki nágranna, Melhaga 17 (á teikn.) og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2004 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun vegna lyftingar þaks 108,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.864
Frestað.
Leiðrétta skráningu. Framvísa skal þinglýstum breyttum lóðarsamningi.

24. Hólmgarður 9, anddyri (01.818.013) Mál nr. BN030355
Magnús Arnar Einarsson, Hólmgarður 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu að norðurhlið hússins á lóðinni nr. 9 við Hólmgarð.
Á teikningum er jafnframt gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni.
Stærð: Stækkun viðbygging: 6,2 ferm. og 19,0 rúmm.
Áður gerður geymsluskúr: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hraunbær 113, breyting á brunamerkingum og innréttingum (04.333.301)
Mál nr. N030339
Vottar Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og breyta eldvarnarmerkingum á fyrstu hæð samkomuhússins á lóðinni nr. 113 við Hraunbæ.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Hverfisgata 4, lækkun gólfs og nýr inngangur (01.170.002) Mál nr. BN029087
Margrét Garðarsdóttir, Ægisíða 88, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka gólf fyrstu hæðar hússins nr. 4 matshluti 01) við Hverfisgötu á sameinaðri lóð nr. 4 og 6 við Hverfisgötu, um 40-50 cm. Jafnframt er sótt umm leyfi til að loka núverandi inngangi á miðri norðurhlið og gera þar glugga, en gera aðalinngang við norðvesturhorn á sömu hlið á þeim stað sem hann var upphaflega. Ennfremur er sótt um leyfi til að opna inn í stigahús matshluta 02 á lóðinni.
Samþykki f.h. eigenda dags. 4. mars. 2004 fylgir erindinu.
Stækkun: 91,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.962
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Jónsgeisli 47, byggja arinn, br. eldh. (04.113.706) Mál nr. BN030352
Þráinn Karlsson, Hjallaland 8, 108 Reykjavík
Baldvin Sigurpálsson, Garðhús 33, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi eldhúss og koma fyrir arni í stofu á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 47 við Jónsgeisla.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

28. Jónsgeisli 53, breytingar (04.113.403) Mál nr. BN030357
Guðrún Þóra Jónsdóttir, Básbryggja 35, 110 Reykjavík
Kjartan Haukur Eggertsson, Básbryggja 35, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrikomulagi á báðum hæðum, breyta útliti norður- og austurhliðar og stækka bílgeymslu í húsinu á lóðinni nr. 53 við Jónsgeisla.
Húsið var áður skráð svo:
Stærð: Íbúð 1. hæð 136,9 ferm., 2. hæð 105,1 ferm., bílgeymsla 27,4 ferm., samtals 269,4 ferm., 881 rúmm.
Húsið verður nú skráð:
Íbúð 1. hæð 136,9 ferm., 2. hæð 103,2 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm. Samtals 269,4 ferm og 881 rúmm.
Heildarfermetra- og rúmmetrafjöldi breytast ekki.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

29. Kambsvegur 30, byggja anddyri við bílskúr (01.383.007) Mál nr. BN029624
Hlynur Reimarsson, Kambsvegur 30, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður byggðu anddyri við bílskúr ásamt leyfi fyrir breyttum suðurvegg anddyris við bílskúr fjöleignarhússins á lóð nr. 30 við Kambsveg.
Samþykki meðeigenda og nágranna að Kambsvegi 32 dags. 1. júní 2004 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní og 15. október 2004.
Stærð: Áður byggt anddyri 4,3 ferm., 10,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 589
Frestað.
Staðfesta skal verklok með úttekt byggingarfulltrúa.

30. Kambsvegur 32, reyndarteikningar (01.383.006) Mál nr. BN030324
Torfi Rafn Hjálmarsson, Kambsvegur 32, 104 Reykjavík
Jónas Jónasson, Kambsvegur 32, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 32 við Kambsveg.
Á teikningum er m.a. gerð grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð, áður gerðri sólstofu og áður gerðri íbúð á neðri hæð hússins.
Bréf hönnuðar dags. 14. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun sólstofa. xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31. Klettagarðar 21, br. á hæðarkóta (01.324.401) Mál nr. BN030353
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka nýsamþykkt vörugeymsluhús, breyta þakglugga og lækka gólfkóta um 20 sm til samræmis við hæðarkóta á hæðarblaði fyrir atvinnuhúsið á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Brunahönnun VSI dags. 18. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Korngarður 8, br. á útliti (01.331.804) Mál nr. BN030320
Mjólkurfélag Reykjavíkur hf, Korngörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera 2,3 m gat á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 8 við Korngarð.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Langagerði 98, reyndarteikningar (01.833.008) Mál nr. BN030192
Guðmundur Einarsson, Langagerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir að fjarlægja skorstein, fyrir leiðréttri staðsetningu kvista og leiðréttri skráningu  einbýlishússins á lóð nr. 98 við Langagerði.
Stærð: Stærð íbúðarhúss er samtals 243,2 ferm. eins og áður, en var 559,7 rúmm. verður 566,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 378
Frestað.
Lagfæra skráningu.

34. Laugarnesvegur 52, br. atvinnuhúsn. í íb. (01.346.101) Mál nr. BN030186
Þorvarður Davíð Ólafsson, Sigtún 39, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð í matshluta 02 á lóðinni nr. 52 við Laugarnesveg.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt, settar dyr út í garð á suðausturhlið og húsið einangrað skv. núgildandi stöðlum.
Samþykki meðlóðarhafa (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Laugateigur 25, lagnakjallari (01.365.017) Mál nr. BN030358
Eyjólfur Óskarsson, Laugateigur 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að útbúa lagnakjallara undir bílskúrnum á lóðinni nr. 25 við Laugateig.
Bílskúr (matshl. 02) var samþykktur 25. maí 2004.
Stærð: Lagnakjallari 30,0 ferm. og 52,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.835
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 105, br. 1.hæð og kjallara (01.240.005) Mál nr. BN030061
Eðaleignir ehf, Hverfisgötu 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta almenningsþvottahús og kaffistofu á fyrstu hæð suðurhluta hússins á lóðinni nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. október 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2004 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn. og dags. 20. okt. 2004) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til kynningar á veitingastað fyrir hagsmunaaðilum. Vísað er til uppdrátta 01-02 og 03-04 dags. 21. október 2004.

37. Laugavegur 11, hliðgrindur milli húsa (01.171.011) Mál nr. BN029126
Eignarhaldsfél Gerðuberg ehf, Bauganesi 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp hliðgrindur sem opnast inn á lóðina nr. 11 við Laugaveg og er staðsett milli hússins nr. 11 við Laugaveg og hússins nr. 20 við Hverfisgötu.
Bréf Fasteignastofu dags. 8. júní 2004 fylgir erindinu.
Erindinu fylgir samningur vegna festinga á vegg hússins nr. 20 við Hverfisgötu o.fl. dags. 13. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal meðfylgjandi samningi.

38. Laugavegur 161, reyndarteikningar (01.222.210) Mál nr. BN027707
Eva Maria Funch, Danmörk,
Ólafur Einarsson, Óðinsgata 21, 101 Reykjavík
Sótt e