Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 179

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 9.13, var haldinn 179. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Þorsteinn Hermannsson, Nikulás Úlfar Másson, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir. Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Sorpa bs., fundargerð   Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 370 frá 27. janúar 2016.

2. Umferðaröryggi í Vestubæ Reykjavíkur, skýrsla   Mál nr. US170045

Kynnt skýrsla ALTERNANCE SLF ARKITEKTÚR & SKIPULAG varðandi hvernig auka megi öryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í vesturbæ Reykjavíkur dags. í janúar 2016. 

Birgir Þ Jóhannsson fulltrúi ALTERNANCE SLF ARKITEKTÚR & SKIPULAG kynnir.

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, samgöngustjóra.

(A) Skipulagsmál

3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 3. febrúar 2017.

4. Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi  (01.118.5) Mál nr. SN140356

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs  varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. Í breytingunni felst að spennistöð á torgi er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 29. ágúst  2014. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. október 2014. Tillagan var auglýst frá 26. október til og með 7. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Reginn hf. dags. 6. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf Veitna ohf., dags. 6. janúar 2017. 

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 6. febrúar 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2017.

Vísað til borgarráðs.

Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

5. Starhagi 1 og 3, breyting á deiliskipulagi  (01.555.3) Mál nr. SN160782

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2016 að breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóða nr. 1 og 3 við Starhaga. Í breytingunni felst að í stað einlyftra húsa á stórum grunnfleti er gert ráð fyrir einlyftum húsum á minni grunnfleti, á háum kjallara og með rishæð í samræmi við timburhús sömu megin götu. Einnig er lagt til að breyta lóðarmörkum Starhaga lítillega. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016 til og með 11. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kjartan Gunnarsson, dags. 11. janúar 2017 og Erla Gísladóttir og Ólafur Freyr Frímannsson, dags. 11. janúar 2017.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6,. febrúar 2017.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson, fulltrúi framsóknarflokksins og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir samþykkja framlagða breytingu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2017.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir situr hjá og bókar:

Það verður að teljast einkennilegt að verið sé að breyta deiliskipulaginu  í ljósi þess að einungis eru örfá ár síðan að nýtt deiliskipulag var samþykkt á þessu svæði og sátt náðist um það.  Þá verður að teljast einkennilegt að gerðar séu sérstakar kröfur um efnisval á þeim húsum sem þarna eiga að rísa.  Íbúar eiga ekki að þurfa að búa við þá óvissu að verið sé að breyta  deiliskipulagi verulega í tíma og ótíma.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir bókar:

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur fara vel á því að breyta deiliskipulagi Starhaga með þeim hætti að skapa heilsteypta götumynd þar sem hlutfall og útlit húsa verði í betra samræmi við umhverfið. Fulltrúi telur þó varhugavert að setja miklar hömlur á eigendur um efnisval við uppbyggingu húsa t.d. með því að skilyrða það við timbur svo lengi sem að kröfum um útlit húsanna sé fullnægt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúi Bjartrar framtíðar, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, áheyrnarfulltrúi Pírata og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina bóka:

Lóðirnar sem um ræðir hafa staðið auðar í meira en áratug. Má því teljast fullreynt að gildandi deiliskipulag hentar ekki, enda gerir það ráð fyrir byggingum sem samræmast illa því byggðamynstri tveggjahæða rishúsa sem fyrir er. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að á lóðunum tveimur rísi timburhús í takt við timburhúsaröðina við sunnanverðan Starhaga.

6. Grundarstígsreitur, deiliskipulag  (01.18) Mál nr. SN150738

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits til umhverfis- og skipulagsráðs að nýju og því falið að athuga möguleika á því að koma lóð fyrir flutningshús fyrir innan reitsins. Jafnframt er lagt fram bréf Silju Traustadóttur f.h. Glámu/Kím, dags. 6. september 2016 og breyttur uppdrátt Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember til og með 28. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 15 eigendur og íbúar að Grundarstíg 4 og 6, dags. 20. desember 2016, Minjastofnun Íslands, dags. 22. desember 2016 og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og 1904 ehf. f.h. Hannesarholts ses. og eigenda Grundarstígs 10, dags. 23. desember 2016 og eigendur að Grundarstíg 2, dags. 28. desember 2016.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, lýsing vegna deiliskipulags  (04.0) Mál nr. SN170087

Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2017, að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Bryggjuhverfis vestur- svæði 4, samkvæmt rammaskipulagi Elliðaárvogs-Ártúnshöfða, svæðið nær til núverandi landfyllingar vestur af Bryggjuhverfi.

Kynnt.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Seljahverfi, Akrasel einbýlishús, breyting á skilmálum deiliskipulags  (04.94) Mál nr. SN170067

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2017 vegna breytingar á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis fyrir einbýlishús við Akrasel.

Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 1. febrúar sl.

Rétt bókun er:

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skipulagsfulltrúa.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Akrasel 8, breyting á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis  (04.943.0) Mál nr. SN160972

Helga Þórdís Jónsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helgu Þórdísar Jónsdóttur, mótt. 27. desember 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags vegna lóðarinnar nr. 8 við Akrasel. Í breytingunni felst að heimila tvær íbúðir og taka í notkun óútgrafið rými í húsinu, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. febrúar 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Stjörnugróf 9 og 11 og Bústaðablettur 10, Lýsing, breyting á deiliskipulagi  (01.88) Mál nr. SN160479

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bjarkarás vegna lóðanna nr. 9 og 11 við Stjörnugróf og 10 við Bústaðablett Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðunum. Einnig er lögð umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 24. ágúst 2016. Kynning stóð til og með 13. desember 2016. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/ábendingar: Þóra Þórarinsdóttir f.h. Áss styrktarfélags, dags. 14. desember 2016.

Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 30. nóvember 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. desember 2016.

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi  (01.629.8) Mál nr. SN160971

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 23. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdáttur og  greinargerð ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Kl. 11.04 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.

12. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag  (04.6) Mál nr. SN160907

Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016. Deiliskipulagssvæðið er hluti af gildandi skipulagi Elliðaárdals og er um 17 hektarar að stærð og afmarkast af Stekkjarbakka til suðurs, Höfðabakka til austurs og göngustíg við mislægu gatnamótin við Reykjanesbraut til vesturs. Kynning stóð til og með 23. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 12. janúar 2017, umsögn Veitna ohf., dags. 20. janúar 2017, ásamt minnisblaði Veitna ohf., dags. 24. ágúst 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. janúar 2017, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 23. janúar 2017. 

Athugasemdir og ábendingar kynntar.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Gamla höfnin, Vesturbugt, kynning  (01.0) Mál nr. SN170084

Kynning á tillögum að afloknum samkeppnisviðræðum vegna uppbyggingar við Vesturbugt.

Kynnt.

Fulltrúi eigna og atvinnuþróunar Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 910 frá  7. febrúar 2017.

(D) Ýmis mál

15. Uppbygging í miðborginni, sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur   Mál nr. US160243

Kynning á stöðu undirbúnings á sýningu um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Sýningin opnar 23. mars. Hönnun sýningarinnar er í höndum Studio Granda og sýningarstjórn unnin í samstarfi við Önnu Maríu Bogadóttur.

Steve Christer arkitekt frá Studio Granda. og Anna María Bogadóttir arkitekt kynna.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)   Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í janúar 2017.

17. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi  (01.27) Mál nr. SN170081

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

18. Vogabyggð svæði 2, tillaga að deiliskipulagi, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar  (01.45) Mál nr. SN140217

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. desember 2016 ásamt svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 2. febrúar 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 26. janúar 2017. Lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Traðar, jvantspijker+Felixx og Reykjavíkurborgar, dags. 2. febrúar 2017, að deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar. Einnig lögð fram almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 2. febrúar 2017 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 2. febrúar 2017..

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017 samþykkt.

Vísað til borgarráðs

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé, vaxandi umferðaþungi   Mál nr. US170046

Á fundi borgarráðs 22. desember 2017  lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn um hvernig áætlað sé að takast á við vaxandi umferðaþunga:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu á ummælum formanns umhverfis- og skipulagsráðs yfir umferðarmálum í Reykjavík sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. Má af þeim ummælum skilja að óþarfi sé að gera bragarbót á umferðarmannvirkjum í Reykjavík vegna þess að þau séu svo mikið notuð af ferðamönnum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hyggst gera til að takast á við sívaxandi umferðarþunga á götum Reykjavíkur, sérstaklega helstu flutningsæðum. Sérstaklega er verið að spyrja um hvað á að gera varðandi umferð einkabíla sem er yfir 80% af heildarumferðinni. Tilefni er til að spyrja um þetta eftir gagnrýni vegamálastjóra á að þótt fjármagn sé til staðar af hálfu ríkisins til að bæta umferðarmannvirki s.s. á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þá heimilar meirihlutinn ekki slíkar framkvæmdir þótt þær geti bætt umferð verulega. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

20. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Áskorun til borgarráðs um söluferli á Malbikunarstöðinni Höfða.   Mál nr. US170020

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. janúar 2017 var lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Hildur Sverrisdóttir og Halldór Halldórsson, leggja til að ráðið samþykki áskorun til borgarráðs um fara í söluferli á Malbikunarstöðinni Höfða, sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar að eignarhald borgarinnar á Höfða er ósamrýmanlegt sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu og hins vegar að færa má lagarök fyrir því að eignarhaldið sé ólögmætt." Einnig er lögð fram greinargerð.

Tillögunni vísað til umsagnar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

21. Betri Reykjavík, útikörfuboltavöll í laugardalinn   Mál nr. US170047

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "útikörfuboltavöll í laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

22. Betri Reykjavík, körfuboltavöllur í Hlíðaskóla   Mál nr. US170048

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "körfuboltavöllur í Hlíðaskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

23. Betri Reykjavík, hjólabretta aðstaða   Mál nr. US170049

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "hjólabretta aðstaða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

24. Betri Reykjavík, frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 holu   Mál nr. US170052

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 holu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúar mánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

25. Betri Reykjavík, gosbrunn á Lækjartorg   Mál nr. US170050

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "gosbrunn á Lækjartorg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum í málaflokknum skipulag.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

26. Betri Reykjavík, ruslatunnuskrímsli við leiksvæði og leikskóla   Mál nr. US170051

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið: ruslatunnuskrímsli við leiksvæði og leikskóla, sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum í málaflokknum umhverfismál.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

27. Bárugata 23, kæra 16/2017  (01.135.5) Mál nr. SN170089

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. febrúar 2017 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á lóð nr. 23 við Bárugötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

28. Bankastræti 14 (Skólavörðustígur 2), kæra 168/2016, umsögn  (01.171.2) Mál nr. SN160964

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 19. desember 2016, ásamt kæru, dags. 16. desember 2016, þar sem kærð er ákvörðun um að hafna beiðni að skrá bakhús við Skólavörðustíg 2 (Bankastræti 14) í einstaklingsíbúð. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. febrúar 2017.

29. Laugarnesvegur 83, kæra 13/2017, umsögn  (01.345.2) Mál nr. SN170070

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 31. janúar 2017 ásamt kæru, vegna óleyfisframkvæmda við Laugarnesveg 83. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. febrúar 2017.

30. Hringbraut 73, kæra 31/2015, umsögn, úrskurður  (01.540.0) Mál nr. SN150554

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. maí 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík á að beita þvingunarúrræðum vegna framkvæmda í geymsluherbergi í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 73 við Hringbraut. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 23. september 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. febrúar 2017. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi hin kærða ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að beita ekki þvingunarúrræðum vegna meintrar ólögmætrar nýtingar í kjallara að Hringbraut 73.

31. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), deiliskipulag  (01.849) Mál nr. SN150641

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á deiliskipulagi svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum.

32. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi   Mál nr. SN170031

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á verklýsingu á skipulagsgerð vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands og Stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í stað reiðstígsins.

33. Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi  (04.79) Mál nr. SN160726

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að kynna drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts.

34. Fossvogsdalur, stígar, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160952

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals fyrir hjóla- og göngustíga.

35. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2017, úthlutun styrkja 2017   Mál nr. US170008

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á skipun fulltrúa ráðsins í starfshóp um styrki úr húsverndarsjóði Reykjavíkur 2017.

36. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi  (04.76) Mál nr. SN160932

Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík

Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs 2. febrúar 2017, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Víðidals, Fáks.

Fundi slitið kl. 13.00

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Torfi Hjartarson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Ólafur Kr. Guðmundsson Guðfinna J. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 10.02 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 910. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Halldóra Theódórsdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 4  (01.136.501) 100591 Mál nr. BN052321

LMK fasteignir ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna yfir á lóð nr. 6 herbergisganga hótels á lóð nr. 4, 6 og 8, sjá erindi BN052186, á 5. og 6. hæð í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 31. janúar 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa þarf opnun yfir lóðarmörk fyrir útgáfu byggingarleyfis.

2. Aðalstræti 6  (01.136.502) 100592 Mál nr. BN052186

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

LMK fasteignir ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta hótelherbergi á 5. 6. og 7. hæð og fjölga þar með herbergjum Centerhotel um 54 herbergi fyrir 108 gesti, einnig að opna yfir lóðamörk á 5. og 6. hæð yfir á lóð nr. 4 í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa þarf opnun yfir lóðarmörk fyrir útgáfu byggingarleyfis.

3. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052169

Cambridge Plaza Hotel Comp ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða stækkun tæknirýma í neðri kjallara, minni háttar breytingar á útliti og innra skipulagi allra hæða og stækkun 7. hæðar hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgja greinargerðir um algilda hönnun dags. 22. desember 2016, um eldvarnir dags. 22 desember 2016, um hljóðvist dags. 14. desember 2016 og um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Reykjavík dags. í september 2015.

Stækkun, mhl. 06:  xx ferm., xx rúmm.

Mhl. 11:  xx ferm., xx rúmm.

Mhl. 10:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Erindi er hjá skipulagsfulltrúa.

Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

4. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052225

Austurhöfn ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050486 sem felst m.a. í því að umfangi og formi húsa hefur verið breytt, bætt við hæð í bílakjallara, yfirbyggð göngugata fjarlægð og íbúðum fækkað úr 106 í 71 í verslunar- og íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu.

Stækkun: A-rými: x ferm., x rúmm. B-rými x ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

5. Álfheimar 74  (01.434.301) 105290 Mál nr. BN052269

Tokyo veitingar ehf., Nýbýlavegi 4, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastofu í rými 0124 þannig að hún stækkar inn í rými 0123 og að gera nýjan inngang á norðausturhlið  í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.

Fundargerð frá húsfélagi Glæsibæjar dags. 15 sept. 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Ásendi 17  (01.824.107) 108397 Mál nr. BN052289

Khai Van Nguyen, Ásendi 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr sökkulrými í kjallara á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7. Bakkastaðir 49  (02.421.105) 178886 Mál nr. BN052298

Þórdís Arnljótsdóttir, Bakkastaðir 49, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta útliti sem felst í stækkun glugga í bílgeymslu og geymslu í húsi á lóð nr. 49 við Bakkastaði.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Básendi 12  (01.824.015) 108387 Mál nr. BN051984

Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að þaki var breytt í upphafi sem og gluggum, á sjöunda áratugnum var innréttuð íbúð í kjallara og múrkerfi og einangrun seinna bætt á fjölbýlishúsið á lóð nr. 12 við Básenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2017.

Einnig bréf arkitekts dags. 15. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bergþórugata 23  (01.190.326) 102458 Mál nr. BN052001

Þrengsli ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN049455 sem felst í að breyta skilgreiningu mannvirkis úr notkunarflokki 3 í notkunarflokk 4 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Bergþórugötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051780 dags. 11.11.2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2017.

10. Bíldshöfði 12  (04.064.101) 110669 Mál nr. BN052310

Ormsvöllur ehf., Pósthólf 288, 172 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofur á 3. og 4. hæð ásamt því að byggja flóttastiga á austurgafli og gera björgunarop á vinnustofum í húsi á lóð nr. 12 við Bíldshöfða.

Bréf hönnuða dags. 30.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Bíldshöfði 7  (04.056.401) 110564 Mál nr. BN052263

B.M. Vallá ehf., Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi framleiðslusal mhl. 25 og verða veggir að hálfu steyptir og að hálfu úr samlokustáleiningum í húsinu á lóð nr. 7 við Bíldshöfða, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 11. janúar 2017.

Stækkun: 193,2 ferm., 1.249,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Erindið er í skipulagsmeðferð.

12. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052176

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, 2., 7., og 8. hæðar ásamt utanhússbreytingum sem felast í að  koma fyrir nýjum glugga á norðurhlið 8. hæðar og nýjum hringstiga frá 8. hæð niður á 7. hæð austanmegin í Dvergshöfða 2, á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Blöndubakki 6-20  (04.630.402) 111850 Mál nr. BN051799

Blöndubakki 6-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða suðurhliðar með sléttri 2 mm. þykkri álklæðningu fest á leiðarakerfi úr áli og með 50 mm steinull og þar sem við á er múrhúð löguð og máluð á húsinu á lóð nr. 6 - 20 við Blöndubakka.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. janúar 2017, fundargerðir húsfélags dags. 16. og 21. desember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

14. Brautarholt 8  (01.241.205) 103023 Mál nr. BN052264

LL09 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN051406 sem felast í breytingu á brunamerkingu vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 8 við Brautarholt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Dugguvogur 8-10  (01.454.002) 105618 Mál nr. BN052114

Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innan- og utanhúss eins og lýst er í byggingarlýsingu í húsi nr. 10 á lóð nr. 8- 10 við Dugguvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Efstaland 26  (01.850.101) 108756 Mál nr. BN052228

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir öðrum flóttastiga frá svölum og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir 40 gesti í 20 herbergjum á 3. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 26 við Efstaland.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

17. Efstasund 42  (01.357.013) 104402 Mál nr. BN050287

Snæbjörn Sigurgeirsson, Aðalgata 3, 540 Blönduós

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund.

Umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Fiskislóð 24-26  (01.087.702) 100014 Mál nr. BN052320

Línberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum og flóttastiga á vesturgafli og til að innrétta veislusal á 2. hæð og tilheyrandi stoðrými á 1. hæð húss á lóð nr. 24-26 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Fjólugata 21  (01.185.512) 102202 Mál nr. BN052279

Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Sigrún Hjartardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Ellert B Sigurbjörnsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 01 og 02 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 21 við Fjólugötu.

Bréf hönnuðar dags. 01.02.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Flókagata 24  (01.248.99) 103419 Mál nr. BN052327

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja kaffistofu starfsmanna yfir í skrifstofurými í húsi á lóð nr. 24 við Flókagötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Friggjarbrunnur 18  (05.053.502) 205910 Mál nr. BN052124

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka þaksvalir íbúðar á efstu hæð, sjá erindi BN048703, fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22. Grenimelur 3  (01.541.404) 106345 Mál nr. BN052246

Margrét Helga Ögmundsdóttir, Grenimelur 3, 107 Reykjavík

Þorvarður Sveinsson, Grenimelur 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið rishæðar og kvisti á þaki á húsi á lóð nr. 3 við Grenimel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

Stækkun:  x ferm., x rúmm.

Bréf hönnuðar dags. 16. janúar 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

23. Grundarland 17-23  (01.855.201) 108784 Mál nr. BN052318

Mannverk ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Mannverk 3 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 21 við Grundarland.

Stærð A-rými 415,9 ferm., 1.439,5 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 01.12.2016 við fsp. SN1608410 um niðurrif og nýbyggingu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hagatorg 1  (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN052275

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í rými 0103 á 1. hæð ásamt því að bæta brunavarnir í hóteli á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hallveigarstígur 2  (01.180.201) 101689 Mál nr. BN052236

Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Hallveigarstígur 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og kvisti á rishæð í húsi á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. febrúar 2017.

Stækkun: A-rými 0 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hamrahlíð 2  107330 Mál nr. BN052295

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu og aðkomu vegna aðlögunar að landi á færanlegum kennslustofum við Hlíðarskóla á lóð nr. 2 við Hamrahlíð.

Gjald 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Hátún 6  (01.235.202) 102968 Mál nr. BN052224

Hátún 6,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta anddyri á jarðhæð  í húsi á lóð nr. 6 við Hátún.

Breyting á stærðum: -3,7 ferm., -10,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hjallavegur 64  (01.384.015) 104877 Mál nr. BN051333

Halldór Heiðar Bjarnason, Hjallavegur 64, 104 Reykjavík

Lilian Pineda de Avila, Hjallavegur 64, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í byggingu sólstofu ofan á þaksvalir í parhúsi nr. 64 við Hjallaveg.

A-rými 22,0 ferm., 57,6 rúmm. 

Samþykki eigenda aðliggjandi húss nr. 62 er á teikningu dags. 01.02.2017. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Holtsgata 16  (01.134.316) 100365 Mál nr. BN052288

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir á 2. hæð og til færa snyrtingu á 1. hæð inní íbúð, sjá erindi BN035589, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Holtsgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hverfisgata 84  (01.174.001) 101557 Mál nr. BN052197

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvennar svalir á suðurhlið, breyta innra skipulagi íbúða á 2. hæð og í risi og endurbæta burðar- og brunaþol og hljóðvist í húsi á lóð nr. 84 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.

Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

31. Jaðarleiti 2-8   Mál nr. BN052350

Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallaraveggi og plötu yfir kjallara fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 2-8 við Jaðarleiti sbr. erindi BN051930.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Jónsgeisli 61  (04.113.407) 189842 Mál nr. BN052042

Aðalsteina Gísladóttir, Berjarimi 34, 112 Reykjavík

Ingi Garðar Friðriksson, Stórholt 33, 105 Reykjavík

Árni Þór Hlynsson, Jónsgeisli 61, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN027833 vegna lokaúttektar sem felst í breytingum á innra skipulagi 2. hæðar og byggingu arins í einbýlishúsi á lóð nr. 61 við Jónsgeisla.

Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar dags. 26.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Kambasel 69  (04.975.104) 113227 Mál nr. BN051913

Dagný Ágústsdóttir, Kambasel 69, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina íbúð 0302 og rými 0402 í þaki og gera nýja þakglugga ásamt því að gera svalir og glugga á austurgafli, í húsi á lóð nr. 69 við Kambasel.

Sjá erindi BN042979.

Samþykki hússtjórnar dags. 04.11.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052168

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í norðurenda verslunarhúsnæðis á 1., 2. og 3. hæð sem felst í því að bakstigahús og lyftur eru fjarlægðar milli verslunarrýma á 1. og 2. hæð, verslunarrými á 2. hæð skipt í tvö rými, flóttaleiðum breytt og byggðar flóttasvalir á 3. hæð austurhliðar og vörulyftu komið fyrir milli 1. og 2. hæðar við norðurgafl, auk útlitsbreytinga sem felast í nýjum inngangi að vörulyftu á norðurhlið og nýrri vöruhurð á austurhlið, í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 21.12.2016 fylgir erindi ásamt greinargerð brunahönnuðar dags. 17.01.2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Langholtsvegur 33  (01.357.008) 104397 Mál nr. BN052300

Guðmundur G Símonarson, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á kjallara á austurhlið og léttbyggða hæð ofaná einbýlishús á lóð nr. 33 við Langholtsveg.

Erindi fylgir fsp. BN052177 dags. 10. janúar 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa v/eldri fsp. dags. 26. mars 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugarásvegur 1  (01.380.104) 104729 Mál nr. BN052291

Þvottakaffi ehf., Austurstræti 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 1 við Laugarásveg.

Óskað er eftir því að erindi BN050928 sem er í frestun verði dregin til baka.

Bréf frá hönnuði dags. 24. Jan. 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Laugarnesvegur 74A  (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051553

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Hörður Jóhannesson, Brúnavegur 5, 104 Reykjavík

Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, gluggum á suðurhlið hefur verið breytt og lítils háttar breyting hefur orðið á fyrirkomulagi innréttinga,sjá erindi BN050708 í veitingastað í flokki II á lóð nr. 74A við Laugarnesveg,

Erindi fylgir staðfesting frá Öryggismiðstöð Íslands dags. 27. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Laugavegur 1  (01.171.016) 101361 Mál nr. BN052185

Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN048918, sem felast í því að gististað er breytt úr flokki lV - teg. b í flokk ll - teg. b og búningsaðstöðu starfsmanna í kjallara breytt í kaffistofu og fyrri kaffistofu breytt í língeymslu með ræstiskáp í húsi á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

39. Laugavegur 10  (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051754

Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051134, breikka kvist á bakhlið, sameina bakhús, byggja mænisþak og koma fyrir gleranddyri framan við inngang  og innrétta veitingastað í flokki II, teg. c í húsi á lóð nr. 10 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. september 2016 og bréf frá Gló og Joe & Juice  dags. 27. október 2016.

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 21. október 2016 þar sem umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016 var samþykkt.

Leiðrétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016 samþykkt.

Stækkun: 1,0 ferm., 86,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Laugavegur 51  (01.173.024) 101511 Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir níu gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Laugavegur 59  (01.173.019) 101506 Mál nr. BN052245

Nostra Veitingahús ehf., Meistaravöllum 31, 107 Reykjavík

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað úr flokki II í flokk III fyrir 105 gesti í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 59 við Laugaveg.

Erindi fylgir húsaleigusamningur dags. 9. janúar 2017, brunahönnun frá EFLU dags. 10. júlí 2016 og skýringar á gróðurrýmum og bréf um hljóðvistaskýrslu frá hönnuði dags. 31. janúar 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Lautarvegur 38  (01.794.601) 213576 Mál nr. BN052322

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja, tveggja hæða tvíbýlishús með bílskúr, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og steinflísum á lóð nr. 38 við Lautarveg.

Stærð:  261 ferm., 849,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

43. Lautarvegur 40  (01.794.602) 213577 Mál nr. BN052323

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja, tveggja hæða tvíbýlishús með bílskúr, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og steinflísum á lóð nr. 40 við Lautarveg.

Stærð:  261 ferm., 849,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

44. Lautarvegur 42  (01.794.603) 213578 Mál nr. BN052324

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja, tveggja hæða tvíbýlishús með bílskúr, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og steinflísum á lóð nr. 42 við Lautarveg.

Stærð:  261 ferm., 849,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

45. Lautarvegur 44  (01.794.604) 213579 Mál nr. BN052325

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja, tveggja hæða tvíbýlishús með bílskúr, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og steinflísum á lóð nr. 44 við Lautarveg.

Stærð:  302,9 ferm., 988,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

46. Lækjargata 6A  (01.140.508) 100868 Mál nr. BN052303

Uppklapp ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN050848 vegna lokaúttektar sem felst í því að eldhús á 2. hæð og gasgeymsla í porti er fjarlægt og rými nýtt sem geymslur ásamt frekari uppdráttum af vegg og skýlisþaki í porti í húsi á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Mjölnisholt 4  (01.241.012) 103007 Mál nr. BN052110

Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050529 sem felst í því að hækka þak um 60 cm í húsi á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.

Breyting á stærðum mhl.01: stækkun 0,8 ferm., minnkun 39,3 rúmm.

Samþykki meðeigenda dags. 21.12.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Mjölnisholt 8  (01.241.014) 103009 Mál nr. BN052156

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og innrétta tvær nýjar íbúðir, koma fyrir forsteyptum svölum á bakhlið og til að stækka og hækka geymsluskúr í garði húss á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 31. desember 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. janúar 2017.

Stækkun, mhl. 01:  133,1 ferm., 195,2 rúmm.

Mhl. 02:  13,3 ferm., 50,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Mýrargata 18  (01.116.702) 222856 Mál nr. BN052155

J.E. 101 ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða nýbyggingu ásamt kjallara, með veitingastað í flokki ll - tegund a á 1. hæð og í kjallara og 4 íbúðum á efri hæðum, á lóð nr. 18 við Mýrargötu.

Stærð 737,5 ferm., x rúmm.

Gjald kr 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Njálsgata 26  (01.190.201) 102404 Mál nr. BN052313

Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Fergus Quentin Livingstone, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á austurgafl rishæðar íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 26 við Njálsgötu.

Erindi fylgir samþykki eigenda 0101 dags. 1. nóvember 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Óðinsgata 11A  224815 Mál nr. BN052052

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja niðurgrafna grenndarstöð fyrir endurvinnslu úrgangs á lóð nr. 11A við Óðinsgötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. desember til og með 19. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Stefanía Ósk Arnardóttir, dags. 19. desember 2016, Anna Þ. Guðjónsdóttir, dags. 16. janúar 2017, LEX lögmannsstofu f.h. eigenda að Freyjugötu 1, dags. 18. janúar 2017 og Birna Þórðardóttir, dags. 19. janúar 2017.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Seljavegur 27  (01.133.204) 100234 Mál nr. BN052219

Dóróthea J Siglaugsdóttir, Seljavegur 27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist á götuhlið og svalir á bakhlið 2. hæðar og rishæðar, ásamt áður gerðum breytingum sem felast í breytingum í kjallara og innan íbúða á 1. og 2. hæð, ásamt gerð risíbúðar í húsi á lóð nr. 27 við Seljaveg.

Stækkun: 0 ferm., 52,0 rúmm.

Samþykki meðeigenda dags. 18.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53. Skipholt 29A  (01.250.112) 103430 Mál nr. BN052078

X-JB ehf., Tjarnarbrekku 2, 225 Álftanes

Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á hús ásamt stigahúsi og svalagangi á bakhlið og innrétta verlsun og gististað í flokki ll - tegund b, gistiheimili í húsi á lóð nr. 29A við Skipholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

Stækkun A-rými: 292,9 ferm., 629,0 rúmm. B-rými: 103,2 ferm., 278,5 rúmm.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 02.02.2017 fylgir erindi og bréf hönnuðar dags. 05.02.2017 um aðkomu að bílastæðum.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Skipholt 49-55  (01.272.102) 103607 Mál nr. BN052312

Ketill Sigurðsson, Skipholt 55, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gat í burðarvegg í íbúð 0404 í húsi nr.  55 á lóð nr. 49-55 við Skipholt.

Samþykki meðeigenda dags. 17. desember 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Skógarhlíð 6  (01.703.003) 107071 Mál nr. BN052276

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 6 við Skógarhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Skólavörðustígur 42  (01.181.417) 210269 Mál nr. BN051505

R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri brunahönnun vegna athugasemda frá SHS og lokaúttektar á húsi á lóð nr.  42 við Skólavörðustíg/Lokastíg 23.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Sogavegur 69  (01.810.901) 107822 Mál nr. BN052270

Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þremum séreignum úr íbúð og atvinnuhúsnæði í eina séreign sem verður atvinnuhúsnæði, stækka þannig að byggt er til norðurs stiga- og lyftuhús og til suðurs anddyri og til að stækka lóð til norðurs  úr 1537 ferm í 1914 ferm. á lóð nr. 69 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

Stækkun húss: 71,4 ferm. XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017

58. Sólheimar 23  (01.433.401) 105278 Mál nr. BN052221

Sólheimar 23,húsfélag, Sólheimum 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga á tveimur hliðum sem merktar eru 3 og 4, og breyta þeim að hluta, sbr. erindi BN049212, á 14 hæða fjölbýlishúsi með 63 íbúðum á lóð nr. 23 við Sólheima.

Meðfylgjandi er undirrituð fundargerð frá húsfundi dags. 14. desember 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

59. Sturlugata 6  (01.631.305) 220421 Mál nr. BN051881

Sturlugata 6 ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða verslunar- og skrifstofuhús sem hýsa mun frumkvöðlasetur sem tengir fyrirtæki og vísindasamfélag í Vísindagörðum á lóð nr. 6 við Sturlugötu.

Erindi fylgir skýrsla um byggingareðlisfræði og orkuramma, greinargerð með burðarvirkishönnun, greinargerðir um hönnunarforsendur lýsingar og lagnakerfa og greinargerðir um hljóðvist og brunahönnun allt frá verkfræðistofunni Eflu dags. í október 2016 ásamt greinargerð hönnuðar um aðgengi dags. í október 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2016.

Stærð, A+B rými:  8.683,2 ferm., 30.236 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

60. Suðurlandsbraut 16  (01.263.102) 103523 Mál nr. BN052314

Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu í rými 0201 í húsi á lóð nr. 2 við Vegmúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Suðurlandsbraut 6  (01.262.102) 103516 Mál nr. BN051601

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 03 innanhúss á hæðum 3, 5, 6 og 7 í húsi á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 17. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

62. Suðurlandsbraut 8  (01.262.103) 103517 Mál nr. BN052147

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í rými 0101 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63. Sunnuvegur 1  (01.385.001) 104911 Mál nr. BN052315

Eik Gísladóttir, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að sundlaug sem var á jarðhæð hefur verið breytt í hjónaherbergi og ýmsar minni breytingar gerðar á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 1 við Sunnuveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Tunguvegur 19  (01.837.001) 108639 Mál nr. BN052227

Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og svalir og innrétta þar íbúð, innrétta íbúð á 1. hæð garðmegin, kaffihús í flokki I að götu og íbúð í bílskúr, en íbúðirnar verða gististaður í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.

Stækkun:  143 ferm., 372,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

65. Úthlíð 7  (01.270.110) 103572 Mál nr. BN052311

Ragnar Örn Steinarsson, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN050668 sem felst í útlitsbreytingu á glugga og að hætt er við þakglugga á bílskúr húss á lóð nr. 7 við Úthlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Varmahlíð 1  (01.762.501) 107476 Mál nr. BN052302

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta tímbundið eldhúsi á 4. hæð Perlunnar á lóð nr. 1 við Varmahlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Vatnagarðar 12  (01.337.802) 103916 Mál nr. BN052309

Extreme Iceland ehf., Skútuvogi 13a, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050344 sem felast í því að olíuskilja er fjarlægð og flóttaleið frá skrifstofum breytt úr svölum í tröppur í húsi á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

68. Þorláksgeisli 2-4  (04.133.202) 190364 Mál nr. BN052174

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi á áður gerðum breytingum á erindi BN048307 vegna lokaúttektar þar sem kemur fram uppfærsla á aðalteikningum, , texta um brunavarnir og staðsetningu á sorpi er breytt í húsinu á lóð nr. 2-4 við Þorláksgeisla .

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

69. Öldugata 2  (01.136.311) 100569 Mál nr. BN052238

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051615 sem felst í því að uppfæra skráningartöflu og stærðir á afstöðumynd í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

70. Hraunteigur 11  (01.361.011) 104560 Mál nr. BN052338

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

71. Hraunteigur 13  (01.361.012) 104561 Mál nr. BN052339

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

72. Hraunteigur 15  (01.361.013) 104562 Mál nr. BN052340

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

73. Hraunteigur 17  (01.361.014) 104563 Mál nr. BN052341

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

74. Hraunteigur 19  (01.361.015) 104564 Mál nr. BN052342

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

75. Hraunteigur 21  (01.361.016) 104565 Mál nr. BN052343

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

76. Hraunteigur 23  (01.361.017) 104566 Mál nr. BN052344

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

77. Hraunteigur 9  (01.361.010) 104559 Mál nr. BN052337

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

78. Sundlaugavegur 12  (01.361.001) 104550 Mál nr. BN052328

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

79. Sundlaugavegur 14  (01.361.002) 104551 Mál nr. BN052329

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

80. Sundlaugavegur 16  (01.361.003) 104552 Mál nr. BN052330

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

81. Sundlaugavegur 18  (01.361.004) 104553 Mál nr. BN052331

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

82. Sundlaugavegur 20  (01.361.005) 104554 Mál nr. BN052332

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

83. Sundlaugavegur 22  (01.361.006) 104555 Mál nr. BN052333

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

84. Sundlaugavegur 24  (01.361.007) 104556 Mál nr. BN052334

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

85. Sundlaugavegur 26  (01.361.008) 104557 Mál nr. BN052335

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

86. Sundlaugavegur 28  (01.361.009) 104558 Mál nr. BN052336

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans vegna staðgreinisvæðisins 1.361.0, þ.e. óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúan til að skrá lóðastærðir á lóðunum Sundlaugavegur 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Hraunteigi 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23, alls 17 lóðir, í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar eða eins og sýnt er á meðsendum "Lóðauppdrætti 1.361.0", dagsettum 30. 01. 2017.

Lóðin Sundlaugavegur 12 (staðgr. 1.361.001, landnr. 104550) er talin 608.0 m2, lóðin reynist 609 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 14 (staðgr. 1.361.002, landnr. 104551) er talin 625.0 m2, lóðin reynist 625 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 16 (staðgr. 1.361.003, landnr. 104552) er talin 610.0 m2, lóðin reynist 610 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 18 (staðgr. 1.361.004, landnr. 104553) er talin 719.0 m2, lóðin reynist 719 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 20 (staðgr. 1.361.005, landnr. 104554) er talin 706.7 m2, lóðin reynist 706 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 22 (staðgr. 1.361.006, landnr. 104555) er talin 691.0 m2, lóðin reynist 691 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 24 (staðgr. 1.361.007, landnr. 104556) er talin 676.8 m2, lóðin reynist 677 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 26 (staðgr. 1.361.008, landnr. 104557) er talin 661.8 m2, lóðin reynist 662 m2.

Lóðin Sundlaugavegur 28 (staðgr. 1.361.009, landnr. 104558) er talin 643.8 m2, lóðin reynist 645 m2.

Lóðin Hraunteigur 9   (staðgr. 1.361.010, landnr. 104559) er talin 793.3 m2, lóðin reynist 794 m2.

Lóðin Hraunteigur 11 (staðgr. 1.361.011, landnr. 104560) er talin 803.9 m2, lóðin reynist 803 m2.

Lóðin Hraunteigur 13 (staðgr. 1.361.012, landnr. 104561) er talin 785.3 m2, lóðin reynist 786 m2.

Lóðin Hraunteigur 15 (staðgr. 1.361.013, landnr. 104562) er talin 766.7 m2, lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Hraunteigur 17 (staðgr. 1.361.014, landnr. 104563) er talin 748.1 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Hraunteigur 19 (staðgr. 1.361.015, landnr. 104564) er talin 729.6 m2, lóðin reynist 731 m2.

Lóðin Hraunteigur 21 (staðgr. 1.361.016, landnr. 104565) er talin 711.0 m2, lóðin reynist 712 m2.

Lóðin Hraunteigur 23 (staðgr. 1.361.017, landnr. 104566) er talin 746.9 m2, lóðin reynist 747 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og bygingarnefnd þann 24. 06. 2002, samþykkt í borgarráði þann 02. 07. 2002 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 08. 2002.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

87. Framnesvegur 66  (01.520.314) 105933 Mál nr. BN052065

Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, Framnesvegur 66, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að dýpka sökkla og byggja kjallara undir hluta einbýlishúss á lóð nr. 66 við Framnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

Jákvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

88. Hverafold 49  (02.866.004) 110280 Mál nr. BN052308

Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Brynja Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fáist fyrir áður gerðum breytingum á parhúsi á lóð nr. 49 og 49A við Hverafold.

Frestað.

Milli funda.

89. Jónsgeisli 91  (04.113.306) 189863 Mál nr. BN052301

Víngerð Reykjavíkur ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að fjölga gluggum og hurðum á atvinnuhúsi á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

90. Teigasel 1-11  (04.934.001) 112886 Mál nr. BN052299

Gunnar H Þórarinsson, Suðurhólar 14, 111 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta núverandi eldhúsi í barnaherbergi og færa eldhús á bakveggg baðherbergis í húsi að Strandaseli 9´á lóð nr. 1-11 við Teigasel.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 13.33

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir Sigríður Maack

Sigrún Reynisdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson

Halldóra Theódórsdóttir Eva Geirsdóttir