Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 178

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 20. október kl. 09:05, var haldinn 178. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Halldór Guðmundsson og Benedikt Geirsson.  Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Þór Jónsson og Ívar Pálsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Eggertsgata, stúdentagarðar (01.634) Mál nr. SN040494
Lögð fram ódagsett tillaga mælingadeildar að afmörkun lóðar fyrir stúdentagarða við Eggertsgötu.
Afmörkun lóðar samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

2. Reitur 1.173.1, Laugavegur 56, 58, 58B (01.173.1) Mál nr. SN020435
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 25.08.04. Kynningin stóð yfir frá 10. til 29. september 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Guðni Stefánsson, Laugavegi 46A, dags. 11.09.04, Aðalheiður Karlsdóttir f.h. Ljóshóla ehf., dags. 20.09.04, María Maríusdóttir húseigandi Laugavegar 58a, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 13. október 2004.

Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:11
Áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:16
Frestað.

3. Ármúli/Lágmúli, deiliskipulag (01.261.3) Mál nr. SN040523
Lögð fram tillaga Vinnustofu arkitekta ehf, að deiliskipulagi  á lóðunum Ármúla 1-3 og Lágmúla 5-9, dags. 14.10.04.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

4. Grafarholt austur, Klausturstígur, (04.1) Mál nr. SN040231
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta að deiliskipulagi svæðis fyrir námsmannaíbúðir við Klausturstíg, dags. 14.10.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

5. Stekkjarbrekkur, deiliskipulag atvinnulóða Mál nr. SN040487
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 20.09.04, að deiliskipulagi atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum ásamt drögum skipulagsfulltrúa að greinargerð og skilmálum, dags. 29.09.04, br. 11.10.04. Einnig lagt fram bréf Smáratorgs ehf og Smáragarðs ehf, dags. 04.10.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

6. Kjalarnes, Esjuberg, Stekkur Mál nr. SN040518
Lögð fram umsókn Hreiðars Aðalsteinssonar, dags. 29.09.04, um að gera 1500 fm sérlóð úr landi Stekks á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 19.10.04.
Synjað með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030335
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 320 frá 19. október 2004.
Jafnframt lagður fram liður nr. 3 frá 5. október 2004.

8. Langholtsvegur 108, bílskúr (01.432.105) Mál nr. BN029943
Árni Níelsson, Langholtsvegur 108, 104 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 31. ágúst 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr stálgrind klætt með bárujárni við hliðina á einbýlishúsi á lóð nr. 108 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 05.08.04. Samþykki lóðarhafa Sólheima 9 dags. 19. ágúst 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 15. september til 13. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 32,0 ferm. og 83, 2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.493
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu eigenda Sólheima 9 vegna þakbrúnar á lóðarmörkum.
Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9. Móvað 19, nýbygging (04.771.302) Mál nr. BN030278
Guðjón Guðmundsson ehf, Víðihlíð 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 19 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Móvað 23, nýbygging (04.773.407) Mál nr. BN030279
Guðjón Guðmundsson ehf, Víðihlíð 34, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 23 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Móvað 35, nýbygging (04.773.505) Mál nr. BN030277
Kári Þór Guðjónsson, Noregur,
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 35 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Ólafsgeisli 103, einbýlish. m. innb. bílg. (04.126.405) Mál nr. BN030283
Sveinn Arnarson, Gvendargeisli 40, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að innan og steinað að utan, á lóð nr. 103 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð 139,1 ferm., bílgeymsla xxx ferm., samtals 276,6 ferm., 823,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.480
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13. Skógarás 20, einbýlishús nýbygging (04.386.505) Mál nr. BN030180
Útgerðarfélag Ólafsvíkur ehf, Ennisbraut 55, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu með áfastri bílgeymslu á efri hæð á lóðinni nr. 20 við Skógarás. Austan við hús verði gerð steinsteypt setlaug.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14. Smárarimi 63, einbýlishús m. innb. bílg. (02.534.605) Mál nr. BN030304
Halldór Á Halldórsson sf, Maríubaugi 93, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 63 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 153,2 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm., samtals 184,3 ferm., 672,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 36.331
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15. Þingvað 1, einbýlishús m. innb. bílg. (04.773.701) Mál nr. BN030310
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóð nr. 1 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 851,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.959
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16. Þingvað 17, einbýlishús (04.773.803) Mál nr. BN030287
Jón Ríkharð Kristjánsson, Langabrekka 1, 200 Kópavogur
Gyða Kristmannsdóttir, Langabrekka 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 17 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
(D) Ýmis mál

17. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. október 2004.

18. Borgartún 17, og 19, sameining lóða (01.217.7) Mál nr. SN040514
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi afturköllun sameiningar lóða nr. 17 og 19 við Borgartún.

19. Langholtsvegur 109-115, bílskúrar, málskot (01.414.0) Mál nr. SN040450
Lagt fram bréf Maríu Jónsdóttur, dags. 5. október 2004, varðandi færslu bílskúra á lóðinni nr. 115 við Langholtsveg.
Neikvætt.

20. Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta (01.39) Mál nr. SN040415
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals.

21. Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun Mál nr. SN020289
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2005 ásamt 9 mánaða uppgjöri.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

22. Smáragata 13, úrskurður (01.197.3) Mál nr. SN040547
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2004, varðandi kæru eiganda fasteignarinnar að Smáragötu 13 í Reykjavík á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. desember 2002 um að hafna umsókn kæranda um endurnýjun bílskúrs á greindri fasteign.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu þeirrar ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. desember 2002, að hafna umsókn kæranda um niðurrif eldri bílskúrs og um byggingu nýs skúrs á lóð hans að Smáragötu 13.

23. Sogavegur, deiliskipulag Mál nr. SN040275
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. f.m., varðandi breytt deiliskipulag Sogavegar.

24. Vatnsstígur 3, breyting á deiliskipulagi (01.172.0) Mál nr. SN040409
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi breytt deiliskipulag á reit 1.172.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 31/Vatnsstígur 3.

25. Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi (01.731.2) Mál nr. SN040397
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.

26. Úlfarsfell, Mál nr. SB040010
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
1. Að beðið verði með skipulags Úlfarsfells um óákveðin tíma en þess í stað verði hafist handa við að skipuleggja önnur íbúðasvæði eins og t.d. Geldinganes.
2. Ef ekki verður fallist á þessa tillögu þá er gerð tillaga um að nú þegar verði hafist handa við að skipuleggja umferðartengingar við Úlfarsfell og Stekkjabrekkur.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Eins og fulltrúum í skipulags- og byggingarnefnd er kunnugt hefur verið hægt á áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal vegna mikils fjölda nýbyggðra íbúða á þéttingarsvæðum. Þegar hefur skipulags- og byggingarsviði verið falið að hefja undirbúning að skipulagi Geldingarness en alls ótímabært er að hefja þar uppbyggingu áður en Sundabraut kemur. Varðandi seinni hluta tillögunnar er á það bent að í samræmi við rammaskipulag Úlfarsárdals er í gangi skipulagning umferðartenginga á umræddum svæðum. Tillagan er því óþörf og er vísað frá.

Frávísunartillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.

Fundi slitið kl. 10:40.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Óskar Dýrmundur Ólafsson Björn Ingi Hrafnsson
Þorlákur Traustason Halldór Guðmundsson
Benedikt Geirsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 19. október kl. 09:20 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 320. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir

1. Arahólar 2-6, nr. 2-4 lokun svala (04.642.602) Mál nr. BN030052
Arahólar 2,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Arahólar 4,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja upp svalalokun á öllum svölum á öllum hæðum fjölbýlishússins nr. 2-4 á lóð nr. 2-6 við Arahóla.
Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 22. ágúst 2004 og úttekt á brunavörnum dags. 23. september 2004 fylgja  erindinu.
Stærð: Svalaskýli 1.-7. hæð húss nr. 2 (matshl. 01) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm. og húss nr. 4 (matshl. 02) samtals 222,5 ferm., 592,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 64.022
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Barðastaðir 61, garðstofa (02.404.301) Mál nr. BN030263
Hjörtur Stefánsson, Barðastaðir 61, 112 Reykjavík
Auður Ólafsdóttir, Barðastaðir 61, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttum reykháf og breyttri staðsetningu setlaugar ásamt leyfi til þess að byggja garðstofu við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 61 við Barðastaði.
Bréf umsækjanda dags. 14. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Sólstofa 22,2 ferm., 68,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.715
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

3. Barðastaðir 67, einbýlishús (02.404.304) Mál nr. BN029969
Geir Sigurðsson, Engihjalli 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni 67 við Barðastaði.
Stærð: Einbýlishús 450,6 ferm., bílgeymsla 41,9 ferm.
Samtals 492,5 ferm. og 1829,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 98.788
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

4. Bergstaðastræti 32B, reyndarteikn, áðurg. íb. (01.184.321) Mál nr. BN030152
Halldóra Geirharðsdóttir, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík
Nicolas Pétur Blin, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 32 við Bergstaðastræti.
Gerð er grein fyrir breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi og áður gerðri íbúð á jarðhæð hússins.
Virðingargjörð dags. 29. janúar 1945, umsögn skipulagsfulltrúa (v. fyrirspurnar) dags. 28. maí 2003, umsóknir til Orkuveitu Reykjavíkur vegna færslu inntaka dags. 4. og 5. október 2004 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 23. september og 15. október 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin öðlast gildi þegar vatnsinntökum hefur verið komið fyrir í sameign.

5. Bergstaðastræti 43A, reyndarteikningar (01.184.403) Mál nr. BN030276
Ásta Þórisdóttir, Holtagata 4, 520 Drangsnes
Hrefna F Skarphéðinsdóttir, Brekka 6, 765 Djúpivogur
Petrína Guðrún Hjálmarsdóttir, Bergstaðastræti 43a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti ásamt áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 43A við Bergstaðastræti vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar. Teikningar eru gerðar á grundvelli uppmælingar og þar eru sýndar tvær íbúðir, sín á hvorri hæð hússins.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 30. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Blönduhlíð 25, áður gerð íbúð, kvistir og svalir (01.713.017) Mál nr. BN030098
Gunnar Friðrik Magnússon, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerði íbúð á þakhæð (3. hæð) hússins nr. 25 við Blönduhlíð. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera nýjan kvist á norðurþak, stækka kvist og gera svalir á austurþak og stækka kvist á suðurþaki. Ennfremur að breyta innra fyrirkomulagi.
Erindinu fylgir afsal dags. 1. okt. 1959, fyrirspurn afgreidd 20. júlí 2004, skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2004, samþykki meðaeiegenda dags. 20. sept.  2004.
Stækkun: 9 ferm. og 16,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 885
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 6. október 2004.

7. Borgartún 21 - 21A, 21A - breytt sætaskipan (01.218.001) Mál nr. BN030296
Karl Georg Ragnarsson, Sæviðarsund 40, 104 Reykjavík
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega innra fyrirkomulagi og fjölga sætum fyrir gesti í veitingahúsi á fyrstu hæð hússins nr. 21A á lóðinni nr. 21-21A við Borgartún.
Áður voru 72 sæti fyrir gesti á staðnum en verða nú 98.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Borgartún 27, skilti - Icelnadgroup (00.000.000) Mál nr. BN030319
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja sitt hvert skiltið á gafla og austurhlið húss nr. 31 á lóðinni nr. 27 og 31 við Borgartún. Hvert skilti er gert úr sjálfstæðum bókstöfum og verður allt að 3 ferm. að stærð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9. Bólstaðarhlíð 47, ný eldhús, lyfta o.fl. í Háteigsskóla (01.271.201) Mál nr. BN030318
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri lyftu, snyrtiherbergi fyrir fatlaða og lyftu fyrir hjólastóla í stigum milli annarrar og þriðju hæðar  í C-álmu Háteigsskóla á lóðinni nr. 47 við Bólstaðarhlíð. Jafnframt verði komið fyrir framleiðslueldhúsi á annarri hæð í E-álmu, kennaraeldhúsi á sömu hæð í D-álmu breytt og komið fyrir (afgreiðslu)eldhúsi í samkomusal á annari hæð í A-álmu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Bræðraborgarst 43, íbúð í risi 0401 (01.139.119) Mál nr. BN029266
Gunnar Eiríksson, Heiðargerði 43, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á vesturþekju, breyta rými 0401 í íbúð og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóð nr. 43 við Bræðraborgarstíg.
Málið var grenndarkynnt frá 9. júní til 7. júlí 2004. Athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 4. hæðar (kvistur) 5,7 ferm., 9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 486
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Greiða skal fyrir eitt bílastæði í flokki III kr. 1.164.728

11. Drápuhlíð 19, áður gerðar íbúðir (01.702.222) Mál nr. BN030209
Hermann Jónsson, Drápuhlíð 19, 105 Reykjavík
Bjarni Garðar Guðlaugsson, Grandavegur 47, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og áður gerðri íbúð á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 19 við Drápuhlíð.
Virðingargjörð dags. 16. maí 1951 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 22. september 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

12. Dugguvogur 7, áður gerðar br.,gistih. (01.454.114) Mál nr. BN029903
K-2 ehf, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi hússins, úr verkstæði í gistiheimili, á annarri og þriðju hæð ásamt útlitsbreytingu á vesturhlið byggingar á lóð nr. 7 við Dugguvog.
Jafnframt er erindi 25546 dregið til baka.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ekki kemur til greina að samþykkja íbúðir í húsnæðinu.

13. Dverghamrar 3, verkfæraskúr, stoðveggur (02.299.202) Mál nr. BN029648
Guðjón Reynir Jóhannesson, Dverghamrar 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verkfæraskúr á lóðarmörkum norðan húss og framlengja stoðvegg á sömu lóðarmörkum.
Jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðum heitum potti í suðvesturhorni lóðar, og áður gerðum stoðvegg á suðurlóðarmörkum lóðarinnar nr. 3 við Dverghamra.
Bréf umsækjanda dags. 14. júní 2004 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Dverghömrum 1, dags. 11. júní 2004 og Dverghömrum 5, dags. 6. júlí 2004 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Stærð: Verkfæraskúr, matshl. 02; 12,6 ferm. og 30,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.668,6
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14. Einarsnes 36, skyggni, svalir o.fl. (01.672.001) Mál nr. BN030139
Verslunin Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Hjördís Andrésdóttir, Einarsnes 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi kjallara, 1. og 2. hæðar ásamt leyfi til þess að byggja skyggni yfir götuhlið verslunar á 1. hæð og svalir fyrir íbúð 2. hæðar á bakhlið matshluta 01 á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna dags. 10. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Einholt 2, br. atvinnuhúsn. í íbúð (rými 0203) (01.244.101) Mál nr. BN030244
Byggingafélagið Geysir ehf, Kjóastöðum 2, 801 Selfoss
Sigurður Örn Sigurðsson, Kjóastaðir 2, 801 Selfoss
Sótt er um leyfi til þess að breyta í íbúð atvinnuhúsnæði (rými 0203) á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 2 við Einholt.
Bréf hönnuðar dags. 12. október 2004 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Einholt 2, endurnýjað byggingarleyfi (01.244.101) Mál nr. BN030122
Ingvar Björnsson, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sigurður Örn Sigurðsson, Kjóastaðir 2, 801 Selfoss
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 15. janúar 2002 fyrir innréttingu íbúðar í atvinnuhúsi (rými 0201) á annarri hæð matshluta 01 á lóð nr. 2 við Einholt. Jafnframt er skyggni yfir inngangi breytt.
Bréf umsækjanda dags. 9. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Frostafold  37-67, klæðning gafla (02.854.701) Mál nr. BN030215
Frostafold 37-67,húsfélag, Forstafold 51, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða gafla sambyggðu fjölbýlishúsanna nr. 37-51 og 53-67 á lóðinni nr. 37-67 með sléttum álplötum í svipuðum lit og húsin eru.
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla TV Tækniþjónustu Verktaka dags. 27. sept. 2004 ásamt mynd.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

18. Gnoðarvogur 44, breyting inni (01.444.101) Mál nr. BN030308
Vogaver fasteignafélag ehf, Bröndukvísl 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 44 við Gnoðarvog.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Gufunes Sorpflokkun, opið gámaskýli Mál nr. BN029939
Sorpa bs, Vesturlandsv Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja opið gámaskýli (matshl. 05) úr steinsteypu og timbri á lóð Sorpu í Gufunesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Gámaskýli, matshluti 05, 308,4 ferm. og 1306,1 rúmm. (B-rými).
Gjald kr. 5.400 + 70.529.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

20. Hafnarstræti 16, hlið (01.140.304) Mál nr. BN030280
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja hlið úr stáli að Kolasundi milli húsanna nr. 16 og 18 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

21. Háteigsvegur 18, fá samþykkta kjallaraíbúð (01.244.412) Mál nr. BN030302
Þórður M Þórðarson, Háteigsvegur 18, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi, áður gerðum skjólvegg við bílskúr og áður gerðri íbúð í kjallara í húsinu á lóðinni nr. 18 við Háteigsveg.
Virðingargjörð dags. 18. sept. 1946 fylgir erindinu ásamt íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 27. febrúar 2003.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hofteigur 24, íbúð kjallara ofl. (01.365.001) Mál nr. BN030174
Ragnar Sær Ragnarsson, Reykholt 2, 801 Selfoss
Sótt er um leyfi til að afmarka séreignaríbúð í kjallara hússins nr. 24 við Hofteig. Jafnframt er sótt um leyfi til að lækka jarðvegshæð við suðvesturhlið, þannig að jarðvegur verði ekki meira en 80 cm hærri en kjallaragólf setja hringstiga milli íbúðar á fyrstu hæð og kjallara og breyta fyrirkomulagi í risi.
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla dags. 29. jan. 2004 og endurkomuskýrsla dags. 13. okt. 2004, virðingargjörð dags. 20. des. 1949, hvorutvegga vegna fyrirspurnar 28757 frá 17. feb. 2004.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda.

23. Kambsvegur 30, byggja anddyri við bílskúr (01.383.007) Mál nr. BN029624
Hlynur Reimarsson, Kambsvegur 30, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður byggðu anddyri við bílskúr ásamt leyfi fyrir breyttum suðurvegg anddyris við bílskúr fjöleignarhússins á lóð nr. 30 við Kambsveg.
Samþykki meðeigenda og nágranna að Kambsvegi 32 dags. 1. júní 2004 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2004. Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. október 2004.
Stærð: Áður byggt anddyri 4,4 ferm., 11,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 621
Frestað.
Lagfæra skráningu.

24. Kringlan  4-12, byggja umferðarhlið v. inng. (01.721.001) Mál nr. BN030007
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að afmarka aðkomuhlið með gulum álplötum við inngang á bílastæðapall við vesturhlið Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 10. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um að hliðið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður.

25. Krókháls 16, verkstæði, lager, skrifstofur (04.143.101) Mál nr. BN030298
Vélaver hf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáleiningum og að mestu á einni hæð  á lóðinni nr. 16 við Krókháls. Í húsnæðinu verði vinnuvélaverkstæði með geymslu fyrir olíu og bensín, lager og skrifstofur á tveimur hæðum við norðvestur hlið. Norðan við aðalhúsið (götumegin) verði byggður 11,4 m hár veggur úr stágrind með timburklæðningu og nálægt vesturlóðarmörkum verði komið fyrir bílaþvottastöð. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir um 220 cm hárri girðingu umhverfis meginhluta lóðarinnar. Á teikningum eru sýnd sjö stór veggskilti með auglýsingum.
Erindinu fylgir bréf hönnuða dags. 27. sept. 2004 (óundirritað).
Stærðir: xx+
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Kvisthagi 1, reyndarteikn. o.fl. (01.543.308) Mál nr. BN030323
Árni Björn Björnsson, Kvisthagi 1, 107 Reykjavík
Halldóra Kristín Bragadóttir, Kvisthagi 1, 107 Reykjavík
Gestur Bjarnason, Kvisthagi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir stækkun kjallaraíbúðar á kostnað sameiginlegs þvottaherbergis í báðum matshlutum, samþykki fyrir bílastæði á norðvesturhluta lóðar, leyfi til þess að skipta lóð í sérafnotareiti og endurbæta áður gerðar svalir og tröppur frá 1. hæð við matshluta 02 á lóð nr. 1 við Kvisthaga.
Samþykki meðeigenda (á skráningartöflu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Langagerði 36, inngangur, gluggar (01.832.018) Mál nr. BN030305
Óskar Ármannsson, Langagerði 36, 108 Reykjavík
Bára Elíasdóttir, Langagerði 36, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs, ásamt leyfi til þess að breyta lóðarfrágangi milli bílskúrs og íbúðarhúss, fjölga bílastæðum á lóð, koma fyrir nýjum inngangi í kjallara á norðurhlið, setja glugga á suðurhlið kjallar og breyta innra skipulagi kjallara einbýlishússins á lóð nr. 36 við Langagerði.
Stærð: Áður gerð stækkun bílskúrs 2,6 ferm., 7,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 405
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Langagerði 40, garðhús og bílskýli (01.832.101) Mál nr. BN030315
Páll Kristján Pálsson, Langagerði 40, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðhús úr timbri í norðvesturhorni lóðarinnar nr. 40 við Langagerði. Framan við garðhúsið verði gert um 8 m langt og 5 m breitt bílskýli úr timbri með plastþaki.
Stærð garðhúss: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Langagerði 98, reyndarteikningar (01.833.008) Mál nr. BN030192
Guðmundur Einarsson, Langagerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir að fjarlægja skorstein, fyrir leiðréttri staðsetningu kvista og leiðréttri skráningu  einbýlishússins á lóð nr. 98 við Langagerði.
Stærð: Stærð íbúðarhúss er samtals 243,2 ferm. eins og áður, en var 559,7 rúmm. verður 566,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 378
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

30. Langholtsvegur 109-111, br. og fjölgun eigna á 3. hæð (01.414.001)Mál nr. BN030313
Karlakórinn Fóstbræður, Langholtsvegi 109-111, 104 Reykjavík
Arkinn ehf, Klapparstíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í notaeiningu 0301 í húsinu nr. 109-111 við Langholtsveg. Jafnframt er sótt um leyfi til að skipta núverandi notaeiningu 0302 í tvennt, 0302 og 0303, og breyta innra fyrirkomulagi í báðum hlutum