Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 178

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 9:05, var haldinn 178. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Þorsteinn Hermannsson, Nikulás Úlfar Másson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 27. janúar 2017.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur, 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breyting á aðalskipulagi  (01.7) Mál nr. SN160536

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í janúar 2017, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar. Í tillögunni felst breytt landnotkun, fjölgun íbúða og stækkun á reit nr. 15, Öskjuhlíð-HR. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. ágúst 2016, vegna bókunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. ágúst 2016 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 16. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember til og með 6. janúar 2016. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík ásamt eldri gögnum, dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðamanna, dags. 6. janúar 2017. Lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 27. janúar 2017.

Samþykkt skv. 1.mgr. 32. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir minna á fyrirvara þeirra vegna undirganga sem settur var fram þegar svæðið var sent í auglýsingu. Ótrúlegt er að loka undirgöngum þegar kallað er eftir bættu öryggi gangandi og hjólandi víða um borgina.”

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:

Framsókn og flugvallarvinir gerðu bókun í borgarráði 29.09.2016 í tengslum við auglýsingu tillögunnar. Á grundvelli þeirra bókunar þá teljum við enn óvarlegt að taka undirgöng af skipulagi og að þeim sé lokað þegar ekki liggur fyrir með fullnægjandi hætti hvernig umferðaröryggi, sérstaklega barna á svæðinu og íþróttaiðkenda hjá íþróttafélaginu Val verði háttað. Vekur það athygli að engar athugasemdir hafa borist frá foreldrum, foreldrafélögum, skólum eða hverfisráði í tengslum við auglýsinguna, hvorki er viðkemur undirgöngunum né hljóðvist. Þrátt fyrir að við styðjum við húsnæðisuppbyggingu á svæði Háskólans í Reykjavík þá teljum við óásættanlegt að ungviði framtíðarinnar, framtíðar íbúar, á þessu svæði njóti ekki vafans þegar kemur að umferðaröryggi þeirra og uppvaxtaskilyrðum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing   Mál nr. SN160793

Að lokinni kynningu á lýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. febrúar 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram ábendingar frá Friðjón Sigurðarson, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016. Kynning stóð til og með 24. nóvember 2016.

Einnig er lögð fram umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. desember 2016 og bréf skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 18. janúar 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir telja að í mörgum atriðum sé rétt að gera þá breytingu að hægt sé að leyfa fleiri íbúðir þó byggingarmagn aukist ekki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera þann almenna fyrirvara að í hverju tilfelli þarf að skoða umferðarmál, bílastæðamál og aðra grunngerð eins og grunnskóla og leikskóla sérstaklega.

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 9:40 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.

4. Úlfarsárdalur, lýsing, deiliskipulag  (02.6) Mál nr. SN160431

Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. janúar 2017, að deiliskipulagi sem felst í uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis.

Kynnt.

Fulltrúar VA arkitekta Richard Ólafur Briem og Gunnhildur Melsted og Borghildur Sölvey Sturludóttir og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Gamla höfnin, Miðbakki, rýmisathugun og umferðarmál - kynning  (01.0) Mál nr. SN160943

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 9. desember 2016, vegna eftirfarandi bókunar frá fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. s.d. varðandi frumdrög Yrki arkitekta ehf., dags. 2. desember 2016, um rýmisathugun og umferðarmál í Gömlu höfninni frá Austurbakka að Vesturbugt. "Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Hafnarstjóri samþykkir að kynna efnið fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og fyrirtækjum í hafnsækinni ferðþjónustu."

Kynnt.

Fulltrúar Yrki Sólveig B. Emilsdóttir og Ásdís H. Ágústsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

6. Reykjastræti, hönnun   Mál nr. US170007

Kynnt staða á hönnun Reykjastrætis .

Kynnt.

Fulltrúi Landslags Þráinn Hauksson ásamt Sigurði J. Jónssyni verkefnisstjóra húsfélagsins Austurbakka 2 og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir

þessum lið.

(A) Skipulagsmál

7. Austurbakki 2, reitir 1, 2 og 11, breyting á deiliskipulagi  (01.11) Mál nr. SN160702

PKdM ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn PK-Arkitekta ehf., mótt. 19. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna reita nr. 1, 2 og 11 við Austurbakka 2. Breytingin gengur út á aukningu á leyfilegu byggingarmagni neðanjarðar á reit 1 og 2, samkvæmt uppdr. PK-Arkitekta ehf., dags. 15. dedember 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. í október og nóvember 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hildur Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi  (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 13. september 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:

Framsókn og flugvallarvinir gerðu bókun í borgarráði 29.09.2016 í tengslum við auglýsingu tillögunnar. Á grundvelli þeirra bókunar þá teljum við enn óvarlegt að taka undirgöng af skipulagi og að þeim sé lokað þegar ekki liggur fyrir með fullnægjandi hætti hvernig umferðaröryggi, sérstaklega barna á svæðinu og íþróttaiðkenda hjá íþróttafélaginu Val verði háttað. Vekur það athygli að engar athugasemdir hafa borist frá foreldrum, foreldrafélögum, skólum eða hverfisráði í tengslum við auglýsinguna, hvorki er viðkemur undirgöngunum né hljóðvist. Þrátt fyrir að við styðjum við húsnæðisuppbyggingu á svæði Háskólans í Reykjavík þá teljum við óásættanlegt að ungviði framtíðarinnar, framtíðar íbúar, á þessu svæði njóti ekki vafans þegar kemur að umferðaröryggi þeirra og uppvaxtaskilyrðum.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi  (01.6) Mál nr. SN160700

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða tæknilega breytingu á skipulagi sem skilgreint er sem Flugvallarsvæði, Öskjuhlíð og háskólasvæði Háskólans í Reykjavík. Við samþykkjum að breytingarnar, en ítrekum að eftir sem áður munum við aldrei samþykkja neina breytingar sem koma til með að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, enda eru þessar breytingar ekki þess eðlis að þær séu að skerða starfsemi og áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi  (01.76) Mál nr. SN160699

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 16. september 2016 að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er aðlöguð deiliskipulagsmörkum tillögu að deiliskipulagsbreytingu Háskólans í Reykjavík. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Norðurstígur 3, breyting á deiliskipulagi  (01.132.0) Mál nr. SN160888

M3 Capital ehf., Laugarásvegi 69, 104 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 23. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Norðurstíg. Í breytingunni felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG Arktekta ehf., dags. 16. nóvember 2016. Einnig er lagt fram skuggavarp THG Arkitekta ehf., dags. 16. nóvember 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 7. apríl 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Tangabryggja 18-24, breyting á deiliskipulagi  (04.023.1) Mál nr. SN170029

Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., Síðumúla 3, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., mótt. 12. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna húsanna nr. 24-26 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst að vestur lóðarmörk færast til austurs um 6 metra að bílgeymslu, lóðin minnkar sem því nemur, byggingareitur breytist lítilega, hámarks flatarmál hæða getur orðið allt að 5500 m2, hámarks flatarmál millilofta íbúða efstu hæða/þakhæða má vera allt að 350 m2 og bílastæði verði 94 á lóð fækkar um 6, samkvæmt uppdr. vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 17.01.2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Breiðholtsbraut, deiliskipulag, göngubrú  (04.6) Mál nr. SN150224

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 27. september 2016, síðast breytt 30. janúar 2017, að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra Breiðholts þar sem er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Göngubrú mun bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfaranda á leið milli hverfanna. Einnig er lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu, dags. 23. nóvember 2015, varðandi úttekt um valkosti staðsetningar fyrir göngubrú, en til grundvallar lágu þrjár útfærslur á brú. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 23. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Óðinn Snær Ragnarsson, dags. 16. janúar 2016, Bjarni Valur Guðmundsson, dags. 20. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 20. janúar 2017, tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 12. janúar 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. janúar 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi  (04.363) Mál nr. SN160968

Erum Arkitektar ehf., Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 19. janúar 2017, að breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6. Í breytingunni felst að fyrirhugað er að setja fjögur 24,4 metra há ljósmöstur við keppnisvöll til að lýsa upp völlinn, merkt C1 á uppdrætti. Einnig er lagt fram bréf Gunnars Viggóssonar vegna lýsingar á gervigrasvelli Fylkis, dags. 18. janúar 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.

Vísað til borgarráðs

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Starhagi 1 og 3, breyting á deiliskipulagi  (01.555.3) Mál nr. SN160782

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. nóvember 2016 að breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóða nr. 1 og 3 við Starhaga. Í breytingunni felst að í stað einlyftra húsa á stórum grunnfleti er gert ráð fyrir einlyftum húsum á minni grunnfleti, á háum kjallara og með rishæð í samræmi við timburhús sömu megin götu. Einnig er lagt til að breyta lóðarmörkum Starhaga lítillega. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016 til og með 11. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kjartan Gunnarsson, dags. 11. janúar 2017 og Erla Gísladóttir og Ólafur Freyr Frímannsson, dags. 11. janúar 2017.

Frestað

Margrét Þormar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Seljahverfi, Akrasel einbýlishús, breyting á skilmálum deiliskipulags  (04.94) Mál nr. SN170067

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2017 vegna breytingar á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis fyrir einbýlishús við Akrasel.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:

Tillagan er samþykkt með þeim fyrirvara við teljum að gera ætti kröfu um að bílastæði fylgi einnig þeim nýju íbúðum sem samþykktar kunna að verða, þar sem bílaeign fjölskyldna og íbúa í úthverfum er að öllu jöfnu meiri en í miðbæ Reykjavíkur og því mikilvægt að huga að fjölgun bílastæða samhliða fjölgun íbúða. Rétt er að vísa útfærslu á fjölgun bílastæða í tengslum við fjölgun íbúða til hverfaskipulags.

Halldóra Hrólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Reitur 1.181.0 v/ Týsgata 8A, breyting á deiliskipulagsskilmálum  (01.181.0) Mál nr. SN170066

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. janúar 2017 að breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir staðgreinireit 1.181.0 vegna Týsgötu 8.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 909 frá 31. janúar 2017.

19. Óðinsgata 11A, Grenndarstöð - niðurgrafin   Mál nr. BN052052

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að setja niðurgrafna grenndarstöð fyrir endurvinnslu úrgangs á lóð nr. 11A við Óðinsgötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. desember til og með 19. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Stefanía Ósk Arnardóttir, dags. 19. desember 2016, Anna Þ. Guðjónsdóttir, dags. 16. janúar 2017, LEX lögmannsstofu f.h. eigenda að Freyjugötu 1, dags. 18. janúar 2017 og Birna Þórðardóttir, dags. 19. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2017 samþykkt.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Halldóra Hrólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

20. Flugvallarvegur 1, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð  (01.75) Mál nr. SN160944

Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður

Lögmál ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu, mótt. 13. desember 2016, varðandi sjálfsafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Flugvallarveg. Einnig er lagt fram bréf Alvars Arnar Unnsteinssonar hrl. frá Lögmál ehf. f.h. Atlantsolíu ehf., dags. 13. desember 2016. Lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 27. janúar 2017.

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 27. janúar 2017 samþykkt.

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 14:00 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi, Marta Guðjónsdóttir tekur þar sæti.

21. Hjarðarhagi 45-47, (fsp) rekstur gististaðar með veitingastað á jarðhæð  (01.543.2) Mál nr. SN160976

HALAL ehf., Veltusundi 3b, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Halal ehf., mótt. 20. desember 2016, varðandi rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 45-47 við Hjarðarhaga með veitingastað á jarðhæð.

Frestað.

Halldóra Hrólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Týsgata 8, (fsp) gistiheimili  (01.181.0) Mál nr. SN160748

Hótel Óðinsvé hf., Þórsgötu 1, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Hótels Óðinsvé hf., mótt. 10. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 8 við Týsgötu sem felst í að heimilaður verði rekstur gistiheimilis í flokki II í sex íbúðum á 2., 3. og 4. hæð hússins. Einnig er lögð fram greinargerð Bjarna Hákonarsonar f.h. Hótels Óðinsvé hf., dags. 30. september 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017.

Umhverfis og skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017.

Halldóra Hrólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Hverfisgata 112 og 114 og Snorrabraut 27-29, (fsp) breyting á deiliskipulagi  (01.240.0) Mál nr. SN160955

R 4 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf., mótt. 15. desember 2016, um að breyta notkun lóðanna nr. 112 og 114 við Hverfisgötu og nr. 27-29 við Snorrabraut í hótel, stækka byggingarreiti og auka byggingarmagn lóðanna nr. 112 og 114 við Hverfisgötu, sameina lóðir á reitnum eða breyta lóðarmörkum og rífa eldri hús og byggja ný í þeirra stað. Einnig er lögð fram greinargerð Silju Traustadóttur arkitekts frá Glámu-Kím, dags. 14. desember 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017.

Umhverfis og skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurninga með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

24. Bílastæðastefna, Tillaga um stefnumörkun í bíla og hjólastæðamálum ásamt erindisbréfi    Mál nr. US170033

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra og framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 20. janúar 2017 varðandi stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum. Einnig er lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, varðandi stýrihóp um stefnumótun í bíla- og hjólastæðamálum.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra og framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 20. janúar 2017 samþykkt.

Jafnframt er erindisbréf samgöngustjóra varðandi stýrihóp um stefnumótun í bíla- og hjólastæðamálum samþykkt.

25. Nagladekk, talning og viðhorfskönnun   Mál nr. US170030

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 25. janúar 2017 var kynnt niðurstaða úr viðhorfskönnun Gallup dags. í desember 2016 um notkun nagladekkja sem framkvæmd var dagana 15- 29. desember 2016.

Lagt fram að nýju ásamt nýjum gögnum dags.6. janúar 2017

kort 1

kort 2.

Kynnt.

26. Erindisbréf, Stýrihópur um stefnumótun og aðgerðaráætlun vegna aksturs ferðamanna um miðborgina   Mál nr. US170042

Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra varðandi stefnumótun og aðgerðaráætlun vegna aksturs ferðamanna um miðborgina

Samþykkt.

27. Umferðarhraði í Reykjavík, starfshópur, erindisbréf, skýrsla starfshóps   Mál nr. US150259

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. júní 2016 var lögð fram til kynningar drög að skýrslu starfshóps, dags. 1. júní 2016, um umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar. Erindið lagt fram að nýju ásamt skýrslu starfshóps og tillögu dags. í janúar 2017.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir leggja til að áður en tillögur í skýrslu starfshóps um umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar verða samþykktar verði óskað eftir umsögnum eftirtalinna: Vegagerðin, Lögreglan, Samgöngustofa og Samtök sveitarfélaga.

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Mörtu Guðjónsdóttur borin upp til atkvæðagreiðslu og felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Halldórs Halldórssonar og Mörtu Guðjónsdóttur og fulltrúa framsóknar og flugvallarvina Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:

Í skýrslunni er tekið fram að vinnan verði kynnt víða, s.s. í hverfisráðum borgarinnar. Ekki verður séð að mikið sé unnið með því að leita samráðs um stefnumörkun sem lögð er í tillögum meirihluta starfshópsins á þessu stigi málsins. Þegar stakar aðgerðir koma til framkvæmda verður samráð haft við viðeigandi málsaðila.

Skýrsla starfshópsins samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Halldórs Halldórssonar og Mörtu Guðjónsdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir taka ekki undir með meirihlutanum í umhverfis- og skipulagsráði um að starfshópur um umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar hafi getað sýnt fram á gagnsemi þess að lækka umferðarhraða 50 í 40 og 60 í 50 km/klst á Miklubraut og Sæbraut, með tilliti til umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Hins vegar er góð samstaða um lækkun niður í 30 km. hraða í fjölda tilvika. Mikilvægt er að halda í þá hugmyndafræði að halda umferðarhraða sem lægstum í íbúagötum en að stofnleiðir hafi góða flutningsgetu. Annars er hætt við því að umferð færist inn í íbúagötur með aukinni áhættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Starfshópurinn getur ekki sýnt fram á aukið öryggi vegfarenda með því að lækka umferðarhraða úr 50 í 40 og úr 60 í 50 km. hraða. Hins vegar er ljóst að þessar tillögur munu draga úr umferðarflæði, auka mengun, lengja ferðatíma borgarbúa en draga ekki úr hættu fyrir gangandi vegfarendur enda verða flest slys á ljósastýrðum gatnamótum. Einbeita þarf sér að umbótum á þeim gatnamótum, byggja göngubrýr og/eða undirgöng.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs bendir á að fullyrðingar sem koma fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks er öllum svarað í skýrslu starfshópsins. Meirihlutinn kýs að styðjast við innlendar og erlendar rannsóknir sem sýna ótvírætt fjárhagslega og umhverfislega kosti þess að draga úr umferðarhraða á þeim götum sem lagt er til. Mikill samfélagslegur ávinningur liggur í auknu öryggi og bættum umhverfisgæðum fyrir íbúa borgarinnar.

(F) Framkvæmdir og frumathuganir

28. Hafnarstræti, endurgerð   Mál nr. US170040

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs framkvæmda og viðhalds dags. í janúar 2017 að endurgerð Hafnarstrætis.

Kynnt.

Vísað til borgarráðs.

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri og Auður Ólafsdóttir verkfræðingur sitja fundinn undir þessum lið.

29. Leikvellir, torg og opin svæði 2017, Kynning   Mál nr. US170041

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. í janúar 2017 varðandi framkvæmda á "Leikvöllum, torgum og opnum svæðum".árið 2017.

Kynnt.

Vísað til borgarráðs.

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri og Ólafur Ólafsson deildarstjóri sitja fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

30. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag  (01.295.4) Mál nr. SN150628

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. janúar 2017, þar sem ítrekað mikilvægi þess að við deiliskipulagsgerð sé litið til þess að tillögur nái yfir heildstæð svæði sbr. 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga og að unnin sé lýsing fyrir tillögu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 40. gr. laganna, sér í lagi þegar um jafn víðtækar heimildir er að ræða fyrir umræddan borgarhluta og stefna aðalskipulagsins segir til um, fyrir miðsvæði M2e og þróunarsvæði Þ57. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017 samþykkt .

Vísað til borgarráðs.

31. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi  (01.141.2) Mál nr. SN160497

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. janúar 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda en bent er á að áður þurfi að lagfæra og/eða skýra atriði á kortablaði 2/4. Einnig lagður fram uppdráttur Glámu-Kím dags. 15. september 2016 síðast breytt 27. janúar 2017.

Samþykkt.

Vísað í borgarráð.

32. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lögð fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í nóvember 2016.

33. Umhverfis- og skipulagssvið, tíu mánaða uppgjör   Mál nr. US170004

Lagt fram tíu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til nóvember 2016.

34. Götuheiti, götu- og torganöfn.   Mál nr. SR170001

Lögð fram tillaga nafnanefndar dags. 18. janúar 2017 að nýjum götu- og torganöfnum í Grafarvogi, Háskóla Íslands, Vogabyggð, Vísindagarðar og torg á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Umhverfis og skipulagsráð leggur fram þá tillögu að nafnið á Jónasartorgi verði Jónasar Hallgrímssonar torg.

Samþykkt

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:

Hverfisráð Grafarvogs óskaði eftir því við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipta um nafn á götu í hverfinu þ.e. „Hallsvegur“ myndi framvegis vera nefndur „Fjölnisbraut“. Með tillögunni fylgdi góð röksemdarfærsla og skýring á hvernig vegur þessi liggur meðfram keppnisíþróttavelli hverfisins og sundlaug og tengir saman frístundasvæðið við Gufunes og íþróttasvæði Egilshallar. Um er að ræða veg sem engin hús eru við og truflar það því enga starfssemi að breyta um nafn rétt eins og þegar Bratthöfða var gefið nafnið Svarthöfða og verið var að vitna í persónu í frægri bíómyndaröð. Nafnið Hallsvegur virðist ekki festast í huga íbúa hverfisins þ.e. íbúar Grafarvogs vita almennt ekki hvað vegur þessi heitir. Fyrir eru til götur í Reykjavík sem hafa tengingar við íþróttafélögin s.s. Fylkisvegur í Árbænum en vegur sá liggur einmitt að íþrótta- og sundlaugamannvirkjum hverfisins. Það er mat fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að röksemdafærslan sé það sterk með málinu að umhverfis- og skipulagssvið eigi að samþykkja tillög þessa, Hallsvegur verði Fjölnisbraut.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir, telja að kynna hefði nafnabreytingu á Hallsvegi betur fyrir íbúum og hverfisráði áður en ákvörðun er tekin. Hallsvegur tengir mörg hverfi Grafarvogs og liggur nærri íþróttafélaginu Fjölni og því hefði verið vel við hæfi að nefna götuna eftir félaginu enda er það í samræmi við óskir íbúa hverfisins.

35. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Fyrirspurn vegna sorpkvarna í vaska á heimilum.   Mál nr. US170019

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. janúar 2017 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur.

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir upplýsingum um hvort einhverjar reglur eru um notkun sorpkvarna á heimilum í Reykjavík. Slíkar kvarnir eru settar í eldhúsvaska og matarleifar hakkaðar niður í holræsakerfi borgarinnar. Haustið og veturinn 2016/2017 er skv. fréttum mikill músa- og rottugangur í borginni sem kemur til vegna veðurfarsins en reikna má með að hakkaðar matarleifar frá heimilum hjálpi stofninum líka."

Lagt fram að nýju ásamt svarbréfi umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 31. janúar 2017.

36. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Reynisvatn, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur - R16100294   Mál nr. SN160803

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 12. janúar 2017 að vísa eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi borgarráðs 20. október 2016, um breytingu á aðalskipulagi við Reynisvatn til skoðunar við gerð hverfisskipulags á svæðinu:

Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð á skilgreindum þróunarreit við Reynisvatn. Samkvæmt nýrri kynningu borgarstjóra um uppbyggingu í Reykjavík er gert ráð fyrir 49 íbúða byggð við vatnið. Í því skyni að vernda þá náttúruperlu sem Reynisvatn og umhverfi þess er, er lagt til að umræddur þróunarreitur verði felldur út af aðalskipulagi þannig að tryggt verði að umrædd byggð rísi ekki við vatnið.

Borgarráðsfulltrúar samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fyrir liggur að enginn uppbygging er að fara að stað við Reynisvatn þótt heimild sé fyrir því í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Því er tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vísað til gerðar hverfisskipulags á næsta kjörtímabili.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að íbúar hafa lýst áhyggjum sínum af því að samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð á skilgreindum þróunarreit við Reynisvatn. Þar er gert ráð fyri 49 íbúða byggð við vatnið. Hreinlegast væri, að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að samþykkja upphaflega tillögu þeirra um að fella þennan reit út af aðalskipulagi. Þess í stað kýs meirihlutinn að vísa hugmyndinni um fjölbýlishúsabyggð á umræddum stað til áframhaldandi vinnu í borgarkerfinu þannig að íbúar munu næstu árin þurfa að fylgjast með málinu.

Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

37. Vesturgata 40, kæra 150/2016, umsögn  (01.131.2) Mál nr. SN160869

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. nóvember 2016, ásamt kæru, dags. 11. nóvember 2016, þar sem kærð er synjun á umsókn um samþykki fyrir breytingum á fasteign á lóð nr. 40 við Vesturgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. desember 2016.

38. Kvosin, kæra 55/2015, umsögn  (01.1) Mál nr. SN150412

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2015 ásamt kæru dags. 15. júlí 2015 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 25. janúar 2017.

39. Grettisgata 41, kæra 99/2016, umsögn  (01.173.1) Mál nr. SN160564

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. júlí 2016 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun embættis byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 41 við Grettisgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26. janúar 2017.

40. Heklureitur, skipulagssamkeppni   Mál nr. SN170017

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 12. janúar 2017 á minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2017, varðandi skipulagssamkeppni á Heklureit.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins styðja að farið verði í samkeppni vegna þess sem kallað er Heklureitur og aðliggjandi reitir við Laugaveg frá Nóatúni að Kringlumýrarbraut upp að Brautarholti. Lögð er áhersla á að þetta er sérmál og ekki með nokkrum hætti í tengslum við lóðaúthlutanir annars staðar í borginni.

41. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi  (01.0) Mál nr. SN160725

Finnur Björn Harðarson, Fagraberg 44, 221 Hafnarfjörður

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. janúar 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar - Vesturbugt.

42. Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi  (01.216.2) Mál nr. SN160826

Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. janúar 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1. við Guðrúnartún.

43. Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi  (01.089.2) Mál nr. SN160913

S.K.Ó. ehf., Lindarbraut 9, 170 Seltjarnarnes

KJ hönnunarstudio slf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. janúar 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð.

44. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi  (01.811) Mál nr. SN150500

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Oddur Kristján Finnbjarnarson, Nökkvavogur 19, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. janúar 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi svar skipulagsfulltrúa við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

45. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi  (01.513.3) Mál nr. SN150467

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Jón Valgeir Björnsson, Bárugata 37, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. janúar 2017 um samþykki borgarstjórnar dags. 10. janúar 2017 varðandi svarbréf skipulagsfulltrúa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við deiliskipulag Keilugranda/Boðagranda/Fjörugranda. Einnig fylgir bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

46. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2017, úthlutun styrkja 2017   Mál nr. US170008

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. janúar 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu eftir umsóknum um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017.

- Kl. 15:43 víkur Sverrir Bollason af fundi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:05

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Gísli Garðarsson

Halldór Halldórsson Marta Guðjónsdóttir

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 31. janúar kl. 10:07 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 909. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Nikulás Úlfar Másson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Eva Geirsdóttir og Sigríður Maack

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052191

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, um er að ræða breytingar sem orðið hafa við fullnaðarhönnun, s.s. breytt stigahús og inngangar, innra skipulag og útlit, stækkun 3. og 4. hæðar, breyttar salarhæðir, auk breytinga á skráningu verslunar og skrifstofuhúsanna L1 og T4 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stækkun: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052225

Kolufell ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050486 sem felst m.a. í því að umfangi og formi húsa hefur verið breytt, bætt við hæð í bílakjallara, yfirbyggð göngugata fjarlægð og íbúðum fækkað úr 106 í 71 í verslunar- og íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu.

Stækkun: A-rými: x ferm., x rúmm. B-rými x ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 5  (01.262.002) 103514 Mál nr. BN052120

Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki ll, teg. a í húsi á lóð nr. 5 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

4. Bankastræti 14  (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051954

Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 4. hæð til suðurs, ásamt því að innrétta gistiheimili í flokki ll - tegund b á 3. og 4. hæð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.

Stækkun A-rými 13,8 ferm., 42,8 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. 11. 2011 við fsp. BN0110410.

Samþykki meðeigenda dags. 01.10.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðeigenda í matshluta dags. 19.01.2017 fyrir breytingum á lögnum og bréf arkitekts dags. 14.11.2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 49  (01.186.009) 102220 Mál nr. BN052271

Páll Snæbjörnsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu og svalir á suðurhlið, byggja þar nýja viðbyggingu með verönd á þaki og nýjan stiga milli kjallara og 1. hæðar einbýlishúss á lóð nr. 49 við Bergstaðastræti.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. janúar 2017.

Stækkun: 20,1 ferm., 50,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bíldshöfði 7  (04.056.401) 110564 Mál nr. BN052263

B.M. Vallá ehf., Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi framleiðslusal mhl. 25 og verða veggir að hálfu steyptir og að hálfu úr samlokustáleiningum í húsinu á lóð nr. 7 við Bíldshöfða, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 11. janúar 2017.

Stækkun: 193,2 ferm., 1.249,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bjarkargata 12  (01.143.111) 100959 Mál nr. BN052126

Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m.a. innrétta íbúðarrými í kjallara og breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar vegna eldvarna í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Bjarkargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

8. Borgartún 35-37  (01.219.102) 186012 Mál nr. BN052061

B37 ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum v/lokaúttektar á erindi BN050272, m.a. hefur fundarherbergjum verið fjölgað, starfsmannaaðstaða hefur verið bætt sem og aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, í kjallara skrifstofuhúss á lóð nr. 37 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Bókhlöðustígur 2  (01.183.107) 101929 Mál nr. BN052200

Þóra Sigurðardóttir, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að útliti vesturhliðar kjallara hefur verið breytt, kjallaragluggar hafa verið stækkaðir og syðsti hluti kjallarans hefur verið dýpkaður í húsi á lóð nr. 2 við Bókhlöðustíg.

Stækkun: x rúmm.

Umsögn Minjastofnunar dags. 25.01.2017 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 24.01.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Drápuhlíð 38  (01.713.007) 107218 Mál nr. BN052183

Freyr Halldórsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á vesturhlið húss, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrsþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa SN160442 dags. 10. júní 2016.

Stærð bílskúr: 28,0 ferm., 88,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Dugguvogur 8-10  (01.454.002) 105618 Mál nr. BN052114

Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innan- og utanhúss eins og lýst er í byggingarlýsingu í húsi nr. 10 á lóð nr. 8- 10 við Dugguvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Engjateigur 17-19  (01.367.303) 104714 Mál nr. BN052273

Sigurjón Sighvatsson, Bandaríkin, SJ fasteignafélag ehf, Skipholti 50d, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á 2. hæð á austurgafli í rennihurð með glerhandriði, glerskála á 3. hæð á suðurhlið verður skipt upp í svalir með rennigluggum að utanverðu í húsi á lóð nr.17-19 við Engjateig.

Tölvupóstur með samþykki frá hönnuði húss Tryggva Tryggvasyni. dags. 26. ágúst 2016 og bréf frá hönnuði dags. 17 janúar 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fannafold 223  109995 Mál nr. BN052296

Hrönn Norðdahl, Fannafold 223, 112 Reykjavík

Elís Rúnar Víglundsson, Fannafold 223, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN040311, glerþak sólstofu verður harðviðarklætt í húsi á lóð nr. 223 við Fannafold.

Bréf frá hönnuði dags. 14. ágúst 2009 og samþykki meðlóðarhafa dags. 25. janúar 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Fiskislóð 10  (01.115.230) 188006 Mál nr. BN052108

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048940 þannig að hætt er við geymslu undir stiga og verður það opið rými í húsinu á lóð nr. 10 við Fiskislóð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

15. Fiskislóð 49-51  (01.087.602) 100012 Mál nr. BN052100

Kaðall ehf., Hellulandi 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta geymslu og verkstæði á fyrstu og annarri hæð í líkamsræktarstöð í húsi nr. 51 á lóð nr. 49 - 51 við Fiskislóð. Einnig er lögð fram umsögn/tölvupóstur Faxaflóahafna sf., dags. 19. janúar 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.

Bréf frá hönnuði dags. 22 des. 2017

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

16. Fjólugata 21  (01.185.512) 102202 Mál nr. BN052279

Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Sigrún Hjartardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Ellert B Sigurbjörnsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 01 og 02 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 21 við Fjólugötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Freyjugata 39  (01.194.205) 102549 Mál nr. BN052247

Lotus ehf., Freyjugötu 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir eldvarnarhurð við stigagang 2. hæðar í húsi á lóð nr. 39 við Freyjugötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Fríkirkjuvegur 3  (01.183.001) 101914 Mál nr. BN052292

Fossar ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN049185 sem felast í lítilsháttar breytingum á innra skipulagi í kjallara og heildarskipulagi lóðar við hús á lóð nr. 3 við Fríkirkjuveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Garðsendi 9  (01.824.406) 108425 Mál nr. BN051960

Bjarni Þröstur Magnússon, Garðsendi 9, 108 Reykjavík

Sunneva Lind Ólafsdóttir, Garðsendi 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. hæð með tröppum niður í garð við fjöleignarhús á lóð nr. 9 við Garðsenda.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Geirsgata 5-5C  (01.117.306) 100086 Mál nr. BN052119

Special Tours ehf., Pósthólf 92, 222 Hafnarfjörður

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið milli matshluta, sameina verslanir og innrétta kaffihús í flokki ll tegund c í húsi á lóð nr. 5b og 5C við Geirsgötu.

Minnisblað brunahönnuðar dags. 12.12.2016 fylgir erindi ásamt samþykki eigenda á teikningu og bréf vegna sorps og lageraðstöðu dags. 19. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Þinglýsa skal heimild til sorplosunar á lóð nr. 5 við Ægisgarð, samkvæmt samningi á milli Geirsgötu 5B og 5C annarsvegar og Faxaflóahafna hins vegar.

21. Grenimelur 3  (01.541.404) 106345 Mál nr. BN052246

Margrét Helga Ögmundsdóttir, Grenimelur 3, 107 Reykjavík

Þorvarður Sveinsson, Grenimelur 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið rishæðar og kvisti á þaki á húsi á lóð nr. 3 við Grenimel.

Stækkun: x ferm., x rúmm.

Bréf hönnuðar dags. 16. janúar 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22. Grettisgata 53B  (01.174.227) 101630 Mál nr. BN052081

Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúðir 0101 og 0102 í mhl. 01 sem er fimm íbúða hús á lóð nr. 53B við Grettisgötu .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hagatorg 1  (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN052275

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í rými 0103 á 1. hæð ásamt því að bæta brunavarnir í hóteli á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hamrahlíð 2  107330 Mál nr. BN052295

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu og aðkomu vegna aðlögunar að landi og innrétta eldhús í færanlegum kennslustofumvið Hlíðarskóla á lóð nr. 2 við Hamrahlíð.

Gjald 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Haukdælabraut 78-92  (05.114.303) 214815 Mál nr. BN052251

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús með 8 íbúðum á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.

Stærð A-rými 1.704,3 ferm., 6.078,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Háteigsvegur 1  (01.244.203) 103187 Mál nr. BN052290

HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að víxla herbergi og skrifstofu á jarðhæð, breyta geymslu í risi í vinnustofu og bæta við reykskynjurum og handslökkvitækjum á öllum hæðum, sjá erindi BN050768, vegna lokaúttektarí hóteli á lóð nr. 1 við Háteigsveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Hátún 6  (01.235.202) 102968 Mál nr. BN052224

Hátún 6,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta anddyri á jarðhæð í húsi á lóð nr. 6 við Hátún.

Minnkun: -3,7 ferm., -10,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

28. Hlíðarendi 14  (01.628.802) 201420 Mál nr. BN052134

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma upp vinnubúðum með svefnskálum tveimur hæðum fyrir 44 starfsmenn í sérhönnuðum svefngámum á lóð nr. 14 við Hlíðarenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

Greinargerð brunahönnuðar dags. 26. október 2016 og bréf til sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur fylgja erindi.

Stærð svefnskála er: 753,0 ferm., 2.122,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

29. Holtsgata 16  (01.134.316) 100365 Mál nr. BN052288

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir á 2. hæð og til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum, sjá erindi BN035589, fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Holtsgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hverafold 1-3  (02.874.201) 110375 Mál nr. BN052280

Andri Már Engilbertsson, Arahólar 6, 111 Reykjavík

Markmál ehf, Pósthólf 12066, 132 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu í rými 0301 í húsi á lóð nr. 1-5 við Hverafold.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hverfisgata 84  (01.174.001) 101557 Mál nr. BN052197

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvennar svalir á suðurhlið, breyta innra skipulagi íbúða á 2. hæð og í risi og endurbæta burðar- og brunaþol og hljóðvist í húsi á lóð nr. 84 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.

Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Hverfisgata 86  (01.174.002) 101558 Mál nr. BN051889

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3.hæð og breyta innra skipulagi íbúða, ásamt öðrum minni breytingum til að uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um burðarþol, brunavarnir og hljóðvist, í húsi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.

Umsögn Minjastofnunar dags. 02.01.2017 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Járnháls 2-4  (04.323.303) 111038 Mál nr. BN051760

LF11 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á iðnaðarhúsi á lóð nr. 2-4 við Járnháls.

Stækkun: xx

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kirkjustétt 2-6  (04.132.201) 188525 Mál nr. BN052287

M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð og innrétta sjálfstæðar vinnustofur í mhl. 02 á lóð nr. 26 við Kirkjustétt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Kistumelur 18  (34.533.302) 206626 Mál nr. BN052190

K18 ehf., Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051110 þannig að komið er fyrir salerni og ræstivaski í rými 0106 og í 0107 í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Samþykki meðeigenda dags. 26.jan. 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Knarrarvogur 4  (01.457.002) 105650 Mál nr. BN052106

Iðnlausn ehf., Hátúni 6B, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða að utan með sléttri álklæðningu hús á lóð nr. 4 við Knarrarvog.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Krókháls 10  (04.324.202) 111043 Mál nr. BN052261

Krókháls 10 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að koma fyrir brunastigum frá svölum á austur og vesturgöflum hússins á lóð nr. 10 við Krókháls. sbr. BN037681

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugavegur 10  (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051754

Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051134, breikka kvist á bakhlið, sameina bakhús, byggja mænisþak og koma fyrir gleranddyri framan við inngang og innrétta einn veitingastað í húsi á lóð nr. 10 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu. Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 21. október 2016 þar sem umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016 var samþykkt. Leiðrétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016 samþykkt.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. september 2016. Bréf frá Gló og Joe & Juice dags. 27. okt. 2016 fylgir erindi.

Stækkun : 1,0 ferm., 86,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100 + 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Laugavegur 34A  (01.172.216) 101471 Mál nr. BN052077

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á móttökusvæði hótels og í veitingastað, færa ræstingu, innrétta snyrtingu og fundarherbergi og opna út á lóð nr. 34B, sjá erindi BN051541 á 1. hæð í Sandhótel á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Laugavegur 4  (01.171.302) 101402 Mál nr. BN052117

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049191, sorpgeymsla er færð til vesturs, stigahúsi breytt og loftræsilúgur á þaki fjarlægðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 4 við Laugaveg.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU uppfærð 23. janúar 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Milli funda.

41. Laugavegur 42  (01.172.223) 101478 Mál nr. BN052278

Meze ehf., Grensásvegi 3, 108 Reykjavík

Kebab ehf., Grensásvegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja heildregið stálrör og þakblásara inn í núverandi skorstein fyrir loftræstingu frá eldhúsi veitingastaða á 1. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Laugavegur 55  (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430

L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu með verslun á jarðhæð og gististað í flokki V, teg. a - hótel á efri hæðum fyrir 116 gesti í 58 herbergjum og veitingastað í flokki II á lóð nr. 55 við Laugaveg.

Stærð A-rými: 2.070,1 ferm., 6.758 rúmm.

B-rými x ferm., x rúmm.

C-rými x ferm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43. Laugavegur 74  (01.174.207) 101610 Mál nr. BN052035

Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í eldhúsi gistiheimilis í flokki V í húsi á lóð nr. 74 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

44. Listabraut 5-9  (01.726.103) 107325 Mál nr. BN052179

Hvassaleiti 153-157,húsfélag, Hvassaleiti 153, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalalokanir úr einföldu hertu gleri á álkerfi á brautum á mhl. 01, 02 og 03 samtals 27 íbúðir á húsinu á lóð nr. 5 - 9 við Listabraut.

Greinargerð um tegund svalalokunar frá 3. maí 2012 og greinargerð frá húsfundi húsfélagsins. fylgja erindi.

Stækkun á 107 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Lokastígur 3  (01.181.216) 101770 Mál nr. BN052272

Einar Sörli Einarsson, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Guðrún Gunnarsdóttir, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Foodmarket ehf., Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvist og viðbyggingu á bakhlið með svölum á þaki, byggja útigeymslu norðvestan húss, tvennar svalir á bakhlið og innrétta þrjár íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Lokastíg.

Jafnframt er erindi BN050770 dregið til baka.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir og yfirlýsing burðarvirkis- og lagnahönnuðar dags. 16. janúar 2017, Stækkun mhl. 01: 134 ferm., 271,2 rúmm.

Mhl. 02: 9,2 ferm., 23,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Lækjargata 2A  (01.140.505) 100865 Mál nr. BN052118

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í að breyta veitingastað í kjallara úr flokki II í flokk lll - tegund b í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2017.

Hljóðvistarskýrsla dags. október 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Mjölnisholt 4  (01.241.012) 103007 Mál nr. BN052110

Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050529 sem felst í því að hækka þak um 60 cm í húsi á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.

Breyting á stærðum mhl.01: 0,8 ferm., 35,8 rúmm.

Samþykki meðeigenda dags. 21.12.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

48. Naustabryggja 31-33  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051827

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049134, um er að ræða minni háttar breytingar á innra skipulagi íbúða og stækkun millilofta í Tangabryggju 17-19 sem er fjölbýlishús á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stækkun: 38 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

49. Naustabryggja 31-33  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052048

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga þakgluggum og koma fyrir geymsluloftum yfir íbúðum 0303, 0305, 0306 og 0308. sjá erindi BN049138 í fjölbýlishúsinu Tangabryggju 6-8 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stækkun: 101,8 ferm.

Stærð eftir stækkun, A-rými: 3.910,5 ferm., 12.194,4 rúmm.

B-rými: 78 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Seljavegur 27  (01.133.204) 100234 Mál nr. BN052219

Dóróthea J Siglaugsdóttir, Seljavegur 27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist á götuhlið og svalir á bakhlið 2. hæðar og rishæðar, ásamt áður gerðum breytingum sem felast í breytingum í kjallara og innan íbúða á 1. og 2. hæð, ásamt gerð risíbúðar í húsi á lóð nr. 27 við Seljaveg.

Stækkun: 0 ferm., 52,0 rúmm.

Samþykki meðeigenda dags. 18.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Skaftahlíð 7  (01.273.011) 103620 Mál nr. BN051999

Íslandsbanki hf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 7 við Skaftahlíð.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

52. Skálholtsstígur 1  (01.183.010) 101922 Mál nr. BN052293

Fossar ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er leyfi til að koma fyrir aðgangsstýrðu hliði að bílastæði ásamt girðingu að götu í samræmi við girðingu lóðar nr. 3 við Fríkirkjuveg, auk sorpgerðis þar sem jafnframt er rafmagnsskápur fyrir hleðslutengi á lóð nr. 1 við Skálholtsstíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

53. Skipholt 29A  (01.250.112) 103430 Mál nr. BN052078

X-JB ehf., Tjarnarbrekku 2, 225 Álftanes

Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á hús ásamt stigahúsi og svalagangi á bakhlið og innrétta sem gistiheimili og verslun í húsi á lóð nr. 29A við Skipholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2017.

Stækkun A-rými: 292,9 ferm., 629,0 rúmm. B-rými: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Skólavörðustígur 45  (01.182.313) 101910 Mál nr. BN052151

Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45, 101 Reykjavík

Skólavörðustígur 45 ehf, Skólavörðustíg 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og stækka matsal, ásamt því að fjarlægja svalir á bakhlið 1. hæðar og byggja samhangandi flóttasvalir eftir bakhliðinni og austurhlið, í húsi á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu.Stækkun 166,0 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Sólvallagata 5  (01.162.105) 101248 Mál nr. BN051828

Elías Gunnarsson, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík

Ingunn Sæmundsdóttir, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5 við Sólvallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. desember 2016 til og með 17. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.10. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Sólvallagata 5A  (01.162.104) 101247 Mál nr. BN051829

Marteinn Breki Helgason, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík

Ása Ólafsdóttir, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5A við Sólvallagötu.

Umsögn Minjastofnunar dags. 28.11.2016 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. desember 2016 til og með 17. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.10. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Tryggvagata 19  (01.118.301) 100095 Mál nr. BN052148

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja mötuneyti af 2. hæð upp á 3. hæð og innrétta 2. hæð að hluta sem skrifstofurými í húsi á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58. Vagnhöfði 17  (04.063.101) 110637 Mál nr. BN052172

Vagnhöfði 17 ehf., Hófgerði 2, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu til vesturs, einangra og klæða útveggi eldra húss og viðbyggingar með loftræstri aluzinkklæðningu, endurnýja þakjárn, breyta innra skipulagi og innrétta 14 sjálfstæð tveggja hæða rými fyrir atvinnurekstur í húsi á lóð nr. 17 við Vagnhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2017.

Stækkun: 674,6 ferm., 1.770,4 rúmm.

Eftir stækkun: 1.689,8 ferm., 5.931,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Varmadalur 125767  (00.080.002) 125767 Mál nr. BN051836

Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja, sbr. fyrirspurn BN051598 dags. 20.9. 2016, við verkfæraskýli á lóð Varmadals III á kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. desember 2016 til og með 17. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.Stækkun: 69,2 ferm., 191,5 rúmm.

Gjald kr. 10.1000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Þverholt 15  (01.244.301) 215990 Mál nr. BN052181

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047340 sem felst í að sótt er um leyfi fyrir möstrum á þaki húss nr. 19 vegna fjarskiptaþjónustu Símans og Vodafone ásamt breytingum á matshlutum 03, 04 og 07 sem felast í niðurfellingu svalaskýla, breytingum á stærðum íbúða í mhl. 04, breytingum á geymsluveggjum, tilfærslum á gluggum og smávægilegum breytingum innanhúss í húsum á lóð nr. 15 við Þverholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu.Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

61. Laugavegur 70-70B  (01.174.204) 101607 Mál nr. BN052294

Fring ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

Óskað er eftir niðurfellingu á kvöð frá árinu 1960, skjalanúmer 411-E-12357, kvöðin varðar stækkun á húsinu á lóð nr. 70 við Laugaveg.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

62. Lautarvegur 38  (01.794.601) 213576 Mál nr. BN052304

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka lóðanna Lautarvegur 38 - 44 samanber meðfylgjandi breytinga- og lóðarblöð, 1.794.6, dagsett 26.01.2017.

Lóðin Lautarvegur 38 (staðgr. 1.794.601, landnr. 213576) er 477 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 40

Lóðin Lautarvegur 38 verður 464 m²

Lóðin Lautarvegur 40 (staðgr. 1.794.602, landnr. 213577) er 375 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 42

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 38

Lóðin verður 375 m²

Lóðin Lautarvegur 42 (staðgr. 1.794.603, landnr. 213578) er 367 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 44

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 40

Bætt 1 m² við lóðina vegna fermetrabrota

Lóðin verður 368 m²

Lóðin Lautarvegur 44 (staðgr. 1.794.604, landnr. 213579) er 474 m²

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 42

Lóðin verður 487 m²

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16. 11. 2016, samþykkt í borgarráði þann 24. 11. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 01. 2017.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst frá lóðarhafa dagsettur 13.01.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

63. Lautarvegur 40  (01.794.602) 213577 Mál nr. BN052305

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka lóðanna Lautarvegur 38 - 44 samanber meðfylgjandi breytinga- og lóðarblöð, 1.794.6, dagsett 26.01.2017.

Lóðin Lautarvegur 38 (staðgr. 1.794.601, landnr. 213576) er 477 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 40

Lóðin Lautarvegur 38 verður 464 m²

Lóðin Lautarvegur 40 (staðgr. 1.794.602, landnr. 213577) er 375 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 42

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 38

Lóðin verður 375 m²

Lóðin Lautarvegur 42 (staðgr. 1.794.603, landnr. 213578) er 367 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 44

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 40

Bætt 1 m² við lóðina vegna fermetrabrota

Lóðin verður 368 m²

Lóðin Lautarvegur 44 (staðgr. 1.794.604, landnr. 213579) er 474 m²

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 42

Lóðin verður 487 m²

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16. 11. 2016, samþykkt í borgarráði þann 24. 11. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 01. 2017.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst frá lóðarhafa dagsettur 13.01.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

64. Lautarvegur 42  (01.794.603) 213578 Mál nr. BN052306

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka lóðanna Lautarvegur 38 - 44 samanber meðfylgjandi breytinga- og lóðarblöð, 1.794.6, dagsett 26.01.2017.

Lóðin Lautarvegur 38 (staðgr. 1.794.601, landnr. 213576) er 477 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 40

Lóðin Lautarvegur 38 verður 464 m²

Lóðin Lautarvegur 40 (staðgr. 1.794.602, landnr. 213577) er 375 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 42

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 38

Lóðin verður 375 m²

Lóðin Lautarvegur 42 (staðgr. 1.794.603, landnr. 213578) er 367 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 44

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 40

Bætt 1 m² við lóðina vegna fermetrabrota

Lóðin verður 368 m²

Lóðin Lautarvegur 44 (staðgr. 1.794.604, landnr. 213579) er 474 m²

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 42

Lóðin verður 487 m²

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16. 11. 2016, samþykkt í borgarráði þann 24. 11. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 01. 2017.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst frá lóðarhafa dagsettur 13.01.2017.

{Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

65. Lautarvegur 44  (01.794.604) 213579 Mál nr. BN052307

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka lóðanna Lautarvegur 38 - 44 samanber meðfylgjandi breytinga- og lóðarblöð, 1.794.6, dagsett 26.01.2017.

Lóðin Lautarvegur 38 (staðgr. 1.794.601, landnr. 213576) er 477 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 40

Lóðin Lautarvegur 38 verður 464 m²

Lóðin Lautarvegur 40 (staðgr. 1.794.602, landnr. 213577) er 375 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 42

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 38

Lóðin verður 375 m²

Lóðin Lautarvegur 42 (staðgr. 1.794.603, landnr. 213578) er 367 m²

Teknir 13 m² af lóðinni og bætt við Lautarveg 44

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 40

Bætt 1 m² við lóðina vegna fermetrabrota

Lóðin verður 368 m²

Lóðin Lautarvegur 44 (staðgr. 1.794.604, landnr. 213579) er 474 m²

Bætt 13 m² við lóðina frá Lautarvegi 42

Lóðin verður 487 m²

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 16. 11. 2016, samþykkt í borgarráði þann 24. 11. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 01. 2017.

Sjá meðfylgjandi tölvupóst frá lóðarhafa dagsettur 13.01.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

66. Álfheimar 25  (01.432.203) 105234 Mál nr. BN052178

Brynhildur Sólveigardóttir, Álfheimar 25, 104 Reykjavík

Spurt er um álit byggingarfulltrúa á fyrirkomulagi bílastæða við fjölbýlishús á lóð nr. 25 við Álfheima.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga a fyrirspurnarblaði.

67. Öldugata 54  (01.134.102) 100312 Mál nr. BN052277

Ragnar Einarsson, Laxatunga 20, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort fastanr. 200-0917 og fastanr. 200-916 séu samþykktar íbúðir í fjölbýlishúsinu Öldugata 54.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga a fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:14

Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir Sigríður Maack

Skúli Þorkelsson Eva Geirsdóttir