Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 176

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 10. júní kl. 9.10, var haldinn 176. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Gunnar Hjálmarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson, Bragi Bergsson og Margrét Leifsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29. maí og 5. júní 2009.

2. Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði, Mál nr. SN090200

breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Lögð fram matslýsing Mannvits og skipulags- og byggingarsviðs dags. í maí 2009, sbr. 6. gr. laga nr. 105/2006.

Samþykkt að senda framlagða matslýsingu til Skipulagsstofnunar, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

3. Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN090199

Lögð fram matslýsing Mannvits og skipulags- og byggingarsviðs dags. í maí 2009, sbr. 6. gr. laga nr. 105/2006.

Samþykkt að senda framlagða matslýsingu til Skipulagsstofnunar, sbr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

4. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, (01.140.4) Mál nr. SN070721

breyting á deiliskipulagi

Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 22. janúar 2008, breytt 7. mars 2008, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Lagðar fram umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 21. janúar 2008, húsafriðunarnefndar, dags. 4. og 29. febrúar 2008, umhverfis- og samgönguráðs, dags. 14. febrúar og borgarminjavarðar dags. 27. júní 2008. Auglýsing stóð frá 30. apríl til og með 27. júní 2008. Lagðar eru fram athugasemdir við fyrri auglýsingu. Einnig er lögð fram umsögn Björns Ólafs arkitekts dags. 8 júlí 2008 og ný tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 6. apríl 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.

Samþykkt að auglýsa nýja framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að fella niður auglýsingu á eldri tillögu og tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir um málsmeðferðina.

Vísað til borgarráðs.

5. Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga Mál nr. SN090019

Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 18. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arnar Kristjánsson, dags. 4. maí 2009 og Dagbjartur H. Guðmundsson dags. 4. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn umhverfissstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. maí 2009.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Vísað til borgarráðs.

6. Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi (01.875.9)Mál nr. SN090028

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 18. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Dagbjartur H. Guðmundsson f.h. íbúa í Traðarlandi, dags. 4. maí 2009.

Einnig lögð fram umsögn umhverfissstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. maí 2009.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Vísað til borgarráðs.

7. Starhagi, æfingasvæði KR (01.555) Mál nr. SN090211

Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík

Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð dags. 5. júní 2009 varðandi deiliskipulag við Starhaga vegna æfingasvæði fyrir KR samkvæmt uppdrætti dags. 5. júní 2009 og greinargerð . Einnig lögð fram greinargerð Fornleifaskráningu Þormóðsstaða dags. 2009.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

8. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (01.184.0) Mál nr. SN090116

breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits

KRADS ehf, Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík

Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Lögð fram umsókn Krads f.h. Lauga ehf., dags. 18. mars 2009 um breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg samkvæmt uppdrætti Krads, dags. 8 júní 2009 . Í breytingunni felst að breyta heimild til að hafa hótelíbúðir. Einnig lagt fram samkomulag BHB byggingarfélags og Festar frá 18. des. 2008 og bókun húsafriðunarnefndar frá 15. maí 2008.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúi Samfylkingarinnar Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN040002

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 540 frá 2. júní 2009 og nr. 541 frá 9. júní 2009.

10. Hverfisgata 61, endurnýjun á byggingarleyfi bn037817(01.152.515)Mál nr. BN039928

Vatn og land ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN037817 til að rífa fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.

Niðurrif: Fastanúmer 200-3352 merkt 01 0101 íbúð 48,1 ferm., fastanúmer 200-3353 merkt 01 0201íbúð 47,5 ferm. og geymsla merkt 03 0101 58,8 ferm., fastanúmer 200-3354 merkt 02 0001 vörugeymsla 126,4 ferm., og vörugeymsla merkt 02 0102 86,4 ferm., fastanúmer 200-3355 merkt 02 0101 verslun 40 ferm. Samtals 407,2 ferm. Var fyrst samþykkt 16.maí. 2006 og 4. mars 2008

Gjald kr. 7.700

Frestað.

11. Grundarstígur 10, viðbygging og breytingar (01.183.308) Mál nr. BN039690

1904 ehf, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara sal úr steinsteypu með steyptri loftplötu og torfi á þaki, lækka gólf í núverandi kjallara, miðjusetja glugga á vesturgafli, hækka þak um 70 cm, byggja svalir á rishæð, steypa vegg á lóðamörkum að Grundarstíg nr. 8, setja op og hlið í vegg að Skálholtsstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum einbýlishúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Meðfylgjandi er: Bréf arkitekts dags. 24. mars 2009, bréf frá borgarminjaverði dags. 9. feb. 2009 og 24. mars 2009, bréf húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009 og annað dags. 27. mars 2009, bréf skipulagsstjóra dags. 20. feb. 2009, samþykki eigenda húsa á næstliggjandi lóðum ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009. Lagt fram tölvubréf Hallgríms Magnússonar dags. 11. maí 2009 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem standa á til 14 maí 2009 um eina viku. Kynning stóð frá 14. apríl til 14. maí, framlengt til og með 22. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hallgrímur Magnússon, Grundarstíg 17, f.h. 16 íbúa við Grundarstíg 5A, 7, 9, 11, 8 og 12 dags. 19. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2009.

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

12. Reykjavíkurflugvöllur, málskot, bráðabirgðageymsla(01.6) Mál nr. SN090214

Flugstoðir ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Flugstoða, dags. 2. júní 2009, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra dags. 8. maí 2009 á fyrirspurn (BN39741) um byggingu tækjageymslu til bráðabirgða á Reykjavíkurflugvelli. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2009.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagt erindi, þó með þeim fyrirvara að í skilmálum vegna uppbyggingarinnar komi fram að innan byggingarreitsins megi rísa skemma sem standi til bráðabirgða. Leyfi verður veitt til 3ja ára í senn. Í skilmálum skal jafnframt koma fram að samhliða umsókn um byggingarleyfi skemmunnar skuli leggja fram þinglýsta yfirlýsingu um niðurrifskvöð.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins

13. Grensásvegur 13, skilti (01.465.001) Mál nr. BN040015

PFAFF hf, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft verði að setja upp auglýsingaskilti á suðurgafl hússins nr. 13 við Grensásveg. Uppseting skiltisins er í tengslum við 80 ára afmæli fyrirtækisins og er ætlað að vera fram á haust 2009.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim fyrirvara að ekki er gert ráð fyrir að skiltið hangi uppi lengur en í tvo mánuði.

14. Ingólfstorg, (fsp) breyting á hönnun (01.140) Mál nr. SN090045

Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík

Lagðar fram ódagsettar skissur Arkitektur.is, að breytingum á hönnun Ingólfstorgs.

Samþykkt að kynna fyrirhugaðar breytingar á Ingólfstorgi samhliða auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Vallarstrætis.

15. Laufásvegur 24, (fsp) yfirbyggðar svalir 3. hæð(01.183.409) Mál nr. BN039865

Sigrún Steina Valdimarsdóttir, Laufásvegur 24, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á 2. hæð yfir hluta svala þríbýlishússins á lóð nr. 24 við Laufásveg. Erindi fylgir bréf umsækjanda og fsp. BN038278 dags. 27. maí 2008.

Neikvætt með vísan til fyrri afgreiðslu skipulagsstjóra þann 23. maí 2008.

(D) Ýmis mál

16. Græni trefillinn, kynning, lega græna stígsins Mál nr. SN090194

Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Lögð fram til kynningar tillaga Landslags ehf. f.h. Skógræktarfélags Íslands, dags. 25. maí 2009, að legu græna stígsins í Græna treflinum

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt kynnti.

17. Starfs- og fjárhagsáætlun 2010, fjárhagsáætlun 2010 Mál nr. SN090213

Rætt um hugmyndir að vinnu við fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir starfsárið 2010.

18. Heiðargerði 76, endurupptaka máls (01.802.2) Mál nr. SN090192

Marteinn Másson, Lautasmári 6, 201 Kópavogur

Guðmundur Ó. Eggertsson, Heiðargerði 76, 108 Reykjavík

Lögð fram beiðni Marteins Mássonar hrl. f.h. Guðmundar Eggertssonar, dags. 24. maí 2009, um endurupptöku umsóknar um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði sem synjað var á fundi skipulagsráðs þ. 25. mars 2009. Einnig lagt fram bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 2. júní 2009.

19. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, (01.171.1) Mál nr. SN080601

breyting á deiliskipulagi

Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík

Benedikt T Sigurðsson, Sunnuvegur 1, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf Festa ehf. dags. 26. maí 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn skipulagsstjóra frá 6. nóv. 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. júní 2009.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

20. Menningarstefna í mannvirkjagerð, tillögur starfshóps Mál nr. SN090180

Lagt fram bréf starfshóps um menningarstefnu í mannvirkjagerð dags. 7. maí 2009 ásamt tillögum starfshópsins um útfærslu á Menningarstefnu í mannvirkjagerð dags. í febrúar 2009

21. Nesjavallalína, framkvæmdaleyfi (05.1) Mál nr. SN090158

Á fundi skipulagsstjóra 24. apríl 2009 var lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 22. apríl 2009 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til lagningar Nesjavallalínu 2, 132 kv jarðstrengs frá tengivirki við Nesjavallavirkjun að aðveitustöð Landsnes á Geithálsi. Einnig lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu dags. í apríl varðandi lýsingu á framkvæmd og upplýsingar um öryggis-heilbrigðis- og umhvefisáætlun Landsnets og frá 6. maí 2009 vegna fornleifaskráninga á svæðinu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. júní 2009.

Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

22. Nönnugata 10, bréf byggingarfulltrúa (01.186.501) Mál nr. BN039641

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2009 en í því er gerð tillaga um ógildingu á byggingarleyfi frá 29. júní 1989 til þess að byggja ofan á vesturhluta hússins nr. 10 við Nönnugötu.

Málinu fylgja bréf byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2008, bréf eiganda dags. 28. júlí 2008, bréf lögfræðistofunnar Landslög dags. 18. ágúst 2008 og bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. mars 2009, ljósriti af teikningum samþ. 29. júní 1989 og bréf Bergmanns Bjarnasonar dags. 23. mars 2009.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl 11:50

Tillaga byggingarfultrúa sem fram kemur í bréfi dags. 15. mars 2009 samþykkt m.a . með vísan til ákvæða 14. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt er lóðarhafa leiðbeint um að hann getur sótt um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði deiliskipulags og ákvæði gildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

23. Örfirisey, olíubirgðastöð, endurnýjun lóðarleigusamninga(01.1) Mál nr. SN090181

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsstjóra 15. maí 2009 var lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 11. maí 2009, varðandi endurnýjun lóðarleigusamninga olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Óska Faxaflóahafnir sf. eftir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. júní 2009.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

24. Viðey, golfvöllur (02.0) Mál nr. SN090209

Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá fundi ráðsins þ. 20. maí s.l. um golfvöll í Viðey.

Vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

25. Kópavogur, aðalskipulag, Mál nr. SN090204

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 25. maí 2009, með kynningargögnum varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2001-2024 vegna lagningar háspennulína í landi Kópavogs.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið

26. Hrefnugata 3, kæra (01.247.2) Mál nr. SN090210

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 2. júní 2009 ásamt kæru vegna samþykktar skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfi fyrir bílskúr og stækkun rishæðar að Hrefnugötu 3.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

27. Kirkjuteigur 21, kæra, umsögn (01.361.1) Mál nr. SN090091

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. júní 2009, vegna kæru á á samþykkt skipulagsráðs frá 8. október 2008 á breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 21 við Kirkjuteig.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

28. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra, umsögn, úrskurður(01.539.3)Mál nr. SN080560

Lagðir fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. maí 2009 vegna kæru á samþykkt borgarráðs frá 17. júlí 2008 um að leggja fyrir kæranda að fjarlægja óleyfisglugga á þakhæð hússins Lambhóls við Starhaga innan 42 daga að viðlögðum dagsektum og að láta af óleyfisbúsetu í bílgeymslu á lóðnni nnan 60 daga að viðlögðum dagsektum

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 17. júlí 2008 um að leggja fyrir kæranda að fjarlægja óleyfisglugga á þakhæð (risi) hússins Lambhóls við Starhaga innan 42 daga að viðlögðum dagsektum, en réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar er frestað frá móttöku kæru hinn 28. ágúst 2008 til uppkvaðningar úrskurðar þessa.

Samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 17. júlí 2008, um að krefjast þess að látið verði af meintri óleyfisbúsetu í bílgeymslu á lóð að viðlögðum dagsektum, er felld úr gildi.

Ennfremur er lagður fram úrskurður, dags. 29. maí 2009, vegna kæru sama aðila á ákvörðun byggingarfulltrúa að aðhafast ekki vegna breytinga á gluggum hússins Lambhóls við Starhaga. Úrskurðarorð: kærumáli þessu er vísað frá.

29. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, (04.14) Mál nr. SN090081

breyting á deiliskipulagi

Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík

Garðar Eyland Bárðarson, Bakkastaðir 49, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 20. f.m. um breytt deiliskipulag Grafarlæks, Stekkjarmóa og Djúpadals vegna byggingu vélageymslu í suðausturhorni golfvallar.

30. Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, (01.440.1) Mál nr. SN090017

breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2

Menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík

Gláma,vinnustofa sf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 20. f.m. um breytt deiliskipulag lóðar Vogaskóla vegna lóðar Menntaskólans við Sund.

31. Öldusel 17, Ölduselsskóli, (04.9) Mál nr. SN090076

breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis

Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 20. f.m. um breytt deiliskipulag lóðar nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóla.

32. Bólstaðarhlíð, lokun, breyting á deiliskipulagi (01.27) Mál nr. SN090168

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 20. f.m. um að auglýsa breytt deiliskipulag Bólstaðarhlíðar.

Fundi slitið kl. 12.05.

Brynjar Fransson

Ragnar Sær Ragnarsson Jóhanna Hreiðarsdóttir

Sóley Tómasdóttir Stefán Benediktsson

Guðrún Erla Geirsdóttir Gunnar Hjálmarsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 9. júní kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 541. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN038812

Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell og nr. 2-6 við Æsufell.

Samþykki Húsfélags Æsufells 2, 4, 6 dags 11. júlí 2008 og Asparfells 2 - 12 dags. 2. mars 2009.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. september 2008 og 8. maí 2009 fylgir erindinu.

Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

2. Austurstræti 7 (01.140.206) 100830 Mál nr. BN039832

Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III á 1., 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 3. júní 2009

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Bakkasel 1-17 (04.944.302) 113045 Mál nr. BN039714

Pétur Eiríksson, Bakkasel 9, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta óuppfyllta sökkla raðhúss nr. 9 á lóð nr. 1-17 við Bakkasel.

Erindi fylgja bréf umsækjanda dags. 8. maí 2009 og 28. maí 2009.

Stækkun: 28,4 ferm., 50,7 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 3.905

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Barmahlíð 50 (01.710.109) 107149 Mál nr. BN039991

Erlendur Sigurður Baldursson, Barmahlíð 50, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þak úr timbri með bárujárni á bílskúr á lóð nr. 50 við Barmahlíð.

Meðfylgjandi er samþykki allra meðeigenda á lóð og nágranna á nr. 48 nema eins.

Stærðir stækkun xxxx

Gjald kr. 7.700 + xxx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 48 (01.185.301) 102169 Mál nr. BN036934

Árni Snær Gíslason, Bergstaðastræti 48, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að minnka glugga í alrými ásamt reyndarteikningu af grunnmynd íbúðar 0102 með tilheyrandi breytingu á skráningu fjölbýlishússins á lóð nr. 48 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brautarás 1-19 (04.370.002) 111282 Mál nr. BN039867

Sigríður Halldórsdóttir, Skaftahlíð 31, 105 Reykjavík

Gunnar Ingvi Þórisson, Brautarás 5, 110 Reykjavík

Kristín Harpa Bjarnadóttir, Brautarás 7, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir og stækka þar með 2. hæð raðhúsanna nr. 5 og nr. 7 á lóð nr. 1-19 við Brautarás.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Stækkun hús nr. 5: 13,6 ferm., 175,9 rúmm.

Stækkun hús nr. 7: 13,6 ferm., 175,9 rúmm.

Samtals: 27,2 ferm., 351,8 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 27.089

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Brávallagata 8 (01.162.328) 101301 Mál nr. BN036240

Margrét Rós Gunnarsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík

Matthildur Sigurgeirsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja úr stáli svalir við austurhlið 1. 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Brávallagötu. Með umsókninni fylgir bréf dagsett 15.07.08 frá arkitekt þar sem óskað er eftir að málið verði grenndarkynnt.

Einnig fylgir bréf eigenda Brávallagötu 10 dags. 5. ágúst 2008.

Gjald kr. 6.800

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað er til uppdrátta A1 og A2 dags. 27. maí 2009.

8. Einarsnes 34 (01.671.203) 106772 Mál nr. BN039969

Kristinn Hilmarsson, Einarsnes 34, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja garðskála úr gleri á álgrind við íbúð 0102 í íbúðarhúsi á lóð nr. 34 við Einarsnes.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Stærðir: 22,1 ferm., xxx rúmm

Gjald kr. 7.700 + xxx

Frestað.

Er ekki í samræmi við deiliskipulag, en með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki gerða athugasemd við að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sem grenndarkynnt verður ef berst.

9. Elliðavatnsblettur 35 (08.1--.-64) 113454 Mál nr. BN039691

AIM ehf, Rauðási 16, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt þak og klæða að utan með lóðréttri viðarklæðningu sumarhúsið á lóðinni Elliðavatnsblettur 35.

Einnig er gerð grein fyrir bátaskýli á sömu lóð og eldra erindi BN038872 dregið til baka.

Erindi fylgir yfirlýsing frá OR dags. 10. mars 2009, frá Fornleifavernd ríkisins dags. 2. júní 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. maí 2009.

Bátaskýli: 16,3 ferm., 44,1 rúmm.

Sumarhús: 96,3 ferm., B-rými 37 ferm.

Samtals sumarhús: 133,3 ferm., 330,4 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + xx

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Flókagata 18 (01.247.205) 103356 Mál nr. BN039988

Örnólfur Kristjánsson, Flókagata 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingu á nýsamþykktri skráningartöflu íbúðarhúss á lóð nr. 18 við Flókagötu.

Gjald kr. 7.700

Synjað.

Með vísan til 8. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 lið b skal inntaksrými vera í sameign.

11. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN039848

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað á 1. hæð og geymslur á 2. hæð og setja glugga á norðurgafl húss nr. 3B á lóð nr. 3-7C við Geirsgötu.

Sjá fyrirspurn BN039675 dags. 31.3. 2009.

Meðfylgjandi er bréf Faxaflóahafna dags. 11. maí 2009

Gjald kr. 7.700 + 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Gerðhamrar 18 (02.298.106) 109153 Mál nr. BN039901

Helgi Árnason, Gerðhamrar 18, 112 Reykjavík

Aðalbjörg Jónasdóttir, Gerðhamrar 18, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr gleri og léttum byggingarefnum á steyptum sökkli við einbýlishús á lóð nr. 18 við Gerðhamra.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Stærðir: 20 ferm., 46,5 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 3.580

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN039436

Vogaver fasteignafélag ehf, Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar matshluta 02 og stækka fiskbúð í verslunarhúsinu á lóð nr. 44 - 46 við Gnoðavog.

Gjald kr. 7.700 + 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Grettisgata 36B (01.190.009) 102347 Mál nr. BN038824

Lilli María Ericsdóttir, Danmörk, Daníel Halldórsson, Klapparberg 7, 111 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptasamnings, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri séreign (vinnustofa, salerni) í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 36B við Grettisgötu.

Erindi fylgir þinglýst yfirlýsing um eignarhald á baðaðstöðu í kjallara dags. 31. ágúst 1993, yfirlýsing um eignaskipti dags. 2. desember 1971, heimild til setu í óskiptu búi dags. 26. nóvember 1984 og virðingargjörð dags. 22. maí 1947.

Gjald kr. 7.300 + 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Afmörkun séreignar er gerð með vísan til ákvæða 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

15. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN039365

Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir teikningar af þegar byggðu dæluhúsi, mhl. 11, á lóð Skeljungs nr. 1 við Hólmaslóð olíustöð.

Stærðir 21,9 ferm., 57,4 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 4.420

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Hólmaslóð olíustöð 4 (01.085.301) 100004 Mál nr. BN039360

Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir teikningar af áður byggðri dælustöð, mhl. 05 á lóð Skeljungs nr. 4 við Hólmaslóð olíustöð.

Stærðir 16,2 ferm, 42,9 rúmm.

Gjald kr. 7,700 + 3.303

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

17. Hólmaslóð olíustöð 4 (01.085.301) 100004 Mál nr. BN039361

Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er leyfi fyrir breytingar á áður byggðu dæluhúsi, mhl. 04 á lóð Olíudreifingar nr. 4 við Hólmaslóð olíustöð.

Gjald kr. 7.300

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

18. Hólmaslóð olíustöð 5 (01.085.401) 100005 Mál nr. BN039363

Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir teikningar af áður byggðu vaktskýli, mhl. 01, á lóð Olíudreifingar og Skeljungs nr. 5 við Hólmaslóð olíustöð.

Stærðir 13 ferm., 35,1 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 2.703

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

19. Hólmasund 4-20 (01.411.401) 180208 Mál nr. BN039947

Ágúst Þór Sigurðsson, Hólmasund 4, 104 Reykjavík

Guðmundur Malmquist, Hólmasund 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til setja nýjan glugga á bað íbúðanna á efri hæð nr. 4 og 6 á lóð nr. 4 - 20 við Hólmasund.

Gjald kr. 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

20. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN039922

Jón Jóhann Jóhannsson, Ennishvarf 25, 203 Kópavogur

Ingibjörg R Þengilsdóttir, Ennishvarf 25, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja kúlulaga einbýlishús á þrem hæðum úr timbri á steyptum undirstöðum með torfþaki á lóð Perluhvamms úr landi Fitjakots á Álfsnesi.

Meðfylgjandi er bréf frá byggingarfulltrúa dags. 16. júlí 2008, yfirlýsing frá Einari Þorsteini 1. feb. 2006 og afsalsbréf 31. júlí 1995 ásamt bréfi skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 og umsagnar skipulagsstjóra dags. 5. júní 2009.

Stærðir: Lagnakjallari 80 ferm., 1. hæð 125 ferm., 2. hæð 115,29 ferm., 3. hæð 41,29

Samtals: 362 ferm., 1.053,6 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 81.127

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til bréfs skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 og umsagnar skipulagsstjóra dags. 5. júní 2009.

21. Kjalarnes, Mógilsá Landspilda 12573 (00.056.005) Mál nr. BN039887

Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt sumarhús að hluta til á tveimur hæðum, aðalhús (Mhl.01) og gestahús (Mhl.02) tengd saman með yfirbyggðri verönd í landi Mógilsár á Kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Stærð Mhl.01: 1. hæð 58,7 ferm., 2. hæð 77,5 ferm.

Mhl.02: 1. hæð 14,6 ferm., 2. hæð 70,7 ferm.

Samtals 206,9 ferm., 769,1 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 59.221

Frestað.

Með vísan til bréfs skipulagsstjóra frá 5. júní 2009.

22. Klettagarðar 23 (01.324.501) 199101 Mál nr. BN039841

John Lindsay hf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu erindi, BN039157 dags. 2. desember 2008. Breytingar fela í sér að bætt er við búningsaðstöðu og geymslu á 1. hæð og millipalli í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 23 við Klettagarða.

Stækkun: xxx ferm.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Klettháls 9 (04.346.101) 188541 Mál nr. BN040007

Formvélar ehf, Kletthálsi 9, 110 Reykjavík

Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta eignarhaldi 0104 upp í 0104 og 0105 og bæta við inngangi og innrétta einingu 0105 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 9 við Klettháls.

Sbr. áður samþykkt erindi BN038222

Meðfylgjandi bréf frá Formvélum dags. 1. júni 2009

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN039973

Hafberg Þórisson, Vesturlbr Lambhagi, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp bráðabirgða gróðurhús úr plastklæddri stálgrind á steyptum sökklum á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.

Jákvæð fyrirspurn BN039802 samþykkt 19. maí 2009 fylgir erindinu.

Stærð: 1.423,2 ferm. 7.050,8

Gjald kr. 7.700 + 542.912

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

25. Langholtsvegur 108A (01.433.005) 105272 Mál nr. BN039989

Kristján Sveinsson, Langholtsvegur 108a, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja glerskála sbr. samþykktar teikningar dags. 30. apríl 1987 við raðhús nr. 108A á lóð nr. 108 við Langholtsveg.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugarnesvegur 87-89 (01.340.501) 103935 Mál nr. BN039877

Laugarnesvegur 87-89,húsfélag, Laugarnesvegi 87-89, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir skjóllokun á svölum fjölbýlishússins á lóð nr. 87-89 við Laugarnesveg.

Erindi fylgja samþykki eigenda dags. í júní 2007 og í febrúar 2009.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN038490

Kaupangur eignarhaldsfélag ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum, færa anddyrishurð og til að opna yfir í hús nr. 18B á 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Laugaveg.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 20. apríl 2009 og skýrsla um brunavarnir frá VSI dags. 9. júní 2008.

Gjald kr. 7.300

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

28. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN038491

Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að opna yfir í hús nr. 18 á 1. hæð, til að gera viðeigandi breytingar á eldvörnum, og til að breyta #GLgistirými 0401#GL í íbúð 0401á 4. hæð hússins á lóð nr. 18B við Laugaveg.

Erindi fylgir yfirlýsing um þinglýsta kvöð á Vegamótastíg 7 dags. 26. september 2007.

Gjald kr. 7.300

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

29. Laugavegur 46B (01.173.104) 101521 Mál nr. BN039644

Sigurður Hilmar Ólason, Tjaldanes, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að skipta einbýlishúsi í tvær íbúðareiningar með sameiginlegri lóð, setja kvist á þakflöt í norður og skipta um bárujárnsklæðningu á íbúðarhúsi á lóð nr. 46B við Laugaveg.

Meðfylgjandi er bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 20. mars 2009 og 15. maí 2009, tölvupóstur frá borgarminjaverði dags. 18. maí 2009 og annar frá sama aðila 8. júní 2009

Stærðir: Kjallari 52,9 ferm., íbúð 01, 1. hæð 52,5 ferm., 2. hæð 35,7 ferm., samt. 88,2 ferm., íbúð 02, 34,1 ferm.,

Samtals allt húsið: 175,2 ferm., 476,6 rúmm.

Stækkun 8,36 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 644

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

30. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN040001

Þorvaldur Gylfason, Lindargata 33, 101 Reykjavík

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN0035822 samþ. 29. maí 2007 sem felst í að byggja glerskála með heitum potti á þakgarði 9. hæðar fjölbýlishúss nr. 33 á lóð nr. 29-33 við Lindargötu, 13-21 við Vatnsstíg og 12 við Skúlagötu.

Stærð: Glerskáli 20,9 ferm., 59,5 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 4.582

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

31. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN039980

Miðbæjarbyggð ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta byggingarleyfi BN035523 sþ. 24. apríl 2007, þar sem veitt var leyfi til að byggja við og ofan á atvinnuhús á lóð nr. 14 við Mjölnisholt.

Breytingarnar fela í sér að fallið er frá byggingu B-álmu og A-álma verði öll innréttuð sem hótel, í kjallara verði aðeins bílageymslur en aukarými verði óuppfyllt, aflokað loftræst sökkulrými og á þaki bílgeymslu verði skipulagt útivistarsvæði.

Meðfylgjandi er Brunahönnun dags. 20.3. 2007, endurskoðuð 26.5. 2009, Bílastæðabókhald dags. 4. júní 2009, Breytingar á stærðum, samantekt, dags. 4.6. 2009

Stærðir: Kjallari -2, bílgeymsla 393,6 ferm., lyfta 5,6 ferm., aflokað rými (365,9), kjallari -1, lyfta 22,4 ferm., bílageymsla 674,6 ferm., aflokað rými (85,3 ferm.), 1. hæð 487,4 ferm., 2. hæð 597,2 ferm., 3. og 4., hæð 631,6 ferm., 5. og 6. hæð 430 ferm.,

Samtals eftir breytingu er hótel 3.235,8 ferm. og bílageymsla 1068,2 ferm., 4.304 ferm. og 15767,8 rúmm.

Samtals fyrir breytingu: 7538,7 ferm. og 23867,2 rúmm.

Samtals minnkun 3.234,7 ferm., og 8.099,4 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 1.213.882

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. R1, Suðurlandsbraut/Engjavegur Mál nr. BN040003

Hafna- og mjúkboltafélag Rvík, Kúrlandi 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir vinnuskúr á lóðinni R1

(milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar) tímabundið í 4 mánuði fyrir sumaræfingar félagsins.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

33. Salthamrar 2 (02.293.301) 109013 Mál nr. BN039992

Einar V Tryggvason, Miðdalur, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 2 við Salthamra.

Stækkun: 12,2 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 7.700 + xx

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN039898

Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af húsnæði Loftkastalans á 1. og 2. hæð í atvinnuhúsinu á lóð nr. 2 við Seljaveg.

Gjald kr. 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

35. Skúlagata 42-46 (01.154.403) 101133 Mál nr. BN039945

Skúlagata 42,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi og akstursleiðum við fjölbýlishúsin á lóð nr. 42-46 við Skúlagötu.

Erindinu fylgir jákvæð fyrirspurn BN039180

Gjald kr. 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

36. Smáragata 14 (01.197.408) 102743 Mál nr. BN039956

Guðmundur Ingi Hauksson, Smáragata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera stigagat milli íbúðar á 1. hæð og kjallara í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Smáragötu.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags, 20. maí 2009.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Smárarimi 70 (02.526.102) 109360 Mál nr. BN039994

Hildur Kristín Einarsdóttir, Smárarimi 70, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir stoðveggjum, skjólveggjum og breyttu fyrirkomulagi á lóð einbýlishússins á lóð nr. 70 við Smárarima.

Erindi fylgir samþykki sumra lóðarhafa aðliggjandi lóða áritað á uppdrætti.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Smiðshöfði 3-5 (04.061.102) 110603 Mál nr. BN039889

Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 og 02 og að fjarlægja milliloft í mhl. 01 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 3 - 5 við Smiðshöfða.

Minnkun: 117,4 ferm.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

39. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN040009

Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta við áður staðsett járnastatíf á lóð nr. 3 við Sogaveg.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Sóleyjargata Tjarnarg (01.143.9--) 100965 Mál nr. BN039985

Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús á 1. hæð og fyrir útiveitingaaðstöðu í og við Hljómskálann við Fríkirkjuveg.

Gjald kr. 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Starengi 82 (02.384.503) 172449 Mál nr. BN040006

Elísabet Stefánsdóttir, Starengi 82, 112 Reykjavík

Finnur Sveinbjörnsson, Starengi 82, 112 Reykjavík

Sótt er um stækkun lóðar um 2 metra til austurs, lóð nr. 82 við Starengi, sem var 567 ferm. verður 607,2 ferm.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2009

Gjald 7.700

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Þingvað 31 (04.791.303) 201480 Mál nr. BN039868

Ívar Trausti Jósafatsson, Viðarás 26, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, staðsteypta neðri hæð og efri hæð yfir hluta húss byggð úr stálgrind og timbri og álklædd á lóð nr. 31 við Þingvað.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. maí 2009 fylgir erindinu.

Einnig fylgir yfirlýsing dags. 20. maí 2009 frá framkvæmda- og eignasviði um framsal byggingaréttar á lóðinni og samþykki lóðarhafa Þingvaðs 33 vegna veggjar í lóðamörkum ódagsett.

Stærð: 1. hæð íbúð xx ferm., bílgeymsla xx ferm., 2. hæð 43,4 ferm.

Samtals: 279,9 ferm., 1022,7 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 78.748

Frestað.

Enn þarf að lagfæra skráningartöflu.

43. Þjónustum./Esjurætur (34.16-.-99) 206450 Mál nr. BN039929

Pjetur Einar Árnason, Flyðrugrandi 12, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir veitingahúsi í flokki 2 og til að breyta eldhús- og starfsmannaaðstöðu í þjónustumiðstöðinni við Esjurætur.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda Heilbrigðiseftirlits.

44. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039939

Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 3. hæð framhúss, til að fjarlægja milliloft og byggja steinsteypta viðbyggingu við bakhús á lóð nr. 10 við Þórsgötu.

Jafnframt er erindi BN039748 dregið til baka.

Niðurrif milliloft: 10,5 ferm.

Viðbygging: 12,4 ferm., 53,9 rúmm.

Gjald kr. 7.700 + 4.150

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna.

45. Æsufell 4 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN039915

Halldór Sigurðsson, Æsufell 2, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir stúdíó-íbúðum nr, 0207, 0307, 0407, 0507, 0607 og 0707 á 2. - 7. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Æsufell.

Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 4. maí 2009

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Öldugrandi 1-9 (01.511.002) 105746 Mál nr. BN039544

Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta geymslur í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9, á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.

Sbr. fyrirspurn BN030886 dags. 25.1. 2005 (jákvætt) og jafnframt er erindi BN032894 dregið til baka

Meðfylgjandi bréf arkitekts dags. 15.8. 2005

Gjald kr. 7.700 + 7.700

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

Ýmis mál

47. Bakkastígur 10 (01.116.204) 100065 Mál nr. BN040020

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., óska eftir því að lóðin Bakkastígur 10, landnúmer 100065 verði felld úr skrám.

Lóðin er 839 ferm. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.501/R5 -578 ferm. G. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.502 -91 ferm. K. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.308 -170 ferm. O. Lóðin verður 0 ferm. og verður felld úr skrám.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009, ásamt yfirlitsblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

48. Bakkastígur 13 (01.116.201) 100062 Mál nr. BN040023

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., óska eftir því að lóðin Bakkastígur 8, landnúmer 100062 verði felld úr skrám.

Lóðin er: 1.126 ferm. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.210/R10 -459 ferm. B. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.308 -475 ferm. S. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.501/R5 -192 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður felld úr skrám.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009, ásamt yfirlitsblaði.

Frestað.

Samkvæmt staðgreini er hér um Bakkastíg 13 að ræða en ekki nr.8. Faxaflóahafnir geri grein fyrir málinu

49. Bakkastígur 7 (01.116.203) 100064 Mál nr. BN040019

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., óska eftir því að lóðin Bakkastígur 7, landnúmer 100064 verði felld úr skrám.

Lóðin er 1.180 ferm. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.501/R5 -703 ferm. F. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.308 -459 ferm. M. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.502 -18 ferm. J. Lóðin verður 0 ferm. og verður felld úr skrám.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009, ásamt yfirlitsblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

50. Bakkastígur 9 (01.115.305) 100060 Mál nr. BN040024

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., sækja um breytta afmörkun á lóð nr. 9 við Bakkastíg landnúmer 100060. Jafnframt er sótt um breytt heiti lóðarinnar. Lóðin er 399 ferm. Tekið undir lóð með staðgreini 1.116.308 -196 ferm. N. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.203 +18 ferm. J. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.204 +91 ferm. K. Lóðin verður 312 ferm.

Lóðin verður skrásett sem Lagargata 2 og fær staðgreininr. 1.116.502.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009 ásamt yfirlitsmynd og mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

51. Kirkjuteigur - tölusetning Mál nr. BN040029

Byggingarfulltrúi leggur til að lóð Laugarneskirkju landnúmer 104582 verði skráð nr. 12 við Kirkjuteig.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

52. Mýrargata 20 (01.116.301) 100066 Mál nr. BN040025

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf. sækja um breytta afmörkun á lóð nr. 20 við Mýrargötu, landnúmer 100066. Lóðin er 3.829 ferm. Tekið undur lóð með staðgr. 1.116.211/R9 -343 ferm. D. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.210/R10 -0 ferm. E. Tekið undur lóð með staðgr. 1.116.308 -2.061 ferm. T.

Lóðin verður 1.425 ferm.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009 ásamt yfirlitsmynd.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

53. Mýrargata 22 (01.116.308) 100071 Mál nr. BN040021

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafir sf., óska eftir því að lóðin Mýrargata 22. landnúmer 100071 verði felld úr skrám.

Lóðin er 3.032 ferm. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.501 -1.338 ferm. I. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.201 +475 ferm. S. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.301 +2.061 ferm. T. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.202 +365 ferm. P. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.204 +170 frm. O. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.115.305 +196 ferm. N. Viðbót frá lóð með staðgr. 1.116.203 +459 ferm. M. Samtals 5.418 ferm. tekið undir götur og opið hafnarsvæði -5.418 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður felld úr skrám.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009, ásamt yfirlitsblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

54. Mýrargata 24 (01.116.202) 100063 Mál nr. BN040022

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., óska eftir því að lóðin Mýrargata 24, landnúmer 100063 verði felld úr skrám.

Lóðin er 1.137 ferm. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.501/R5 -772 ferm. H. Tekið undir lóð með staðgr. 1.116.308 -365 ferm. P. Lóðin verður 0 ferm. og verður felld úr skrám.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 2. júní 2009, ásamt yfirlitsblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

55. Rastargata 1-7 (1.116.501) Mál nr. BN040026

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., sækja um afmörkun nýrrar lóða við Rastargötu, lóðin er tölusett nr. 1-7.

Afmörkun lóðarinnar er í samræmi við samþykkt deiliskipulag staðfest í júní 2007. Lóðin verður til úr: Hluta lóðar með staðgr. 1.116.201 +192 ferm. R.. Hluta lóðar með staðgr. 1.116.203 +703 ferm. F. Hluta lóðar með staðgr. 1.116.204 +578 ferm. G. Hluta lóðar með staðgr. 1.116.202 +772 ferm. H. Hluta lóðar með staðgr. 1.116.308 +1.339 ferm. I. Lóðin verður 3.589 ferm.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 2. júní 2009 ásamt mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

56. Rastargata 2-4 (1.116.211) Mál nr. BN040027

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., sækja um afmörkun nýrrar lóðar við Rastargötu 2-4. Afmörkun lóðarinnar er í samræmi við samþykkt deiliskipulag staðfest í júní 2007.

Lóðin verður til úr: Hluta lóðar með staðgr. 1.116.301 +343 ferm. D. Landfyllingu norðar lóðar +275 ferm. C.

Lóðin verður 618 ferm.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 2. júní 2009 ásamt mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

57. Rastargata 6-8 (1.116.210) Mál nr. BN040028

Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., sækja um afmörkun nýrrar lóðar við Rastargötu, lóðin er tölusett nr. 6-8. Afmörkun lóðarinnar er í samræmi við samþykkt deiliskipulag staðfest í júní 2007.

Staðgreinir 1.116.210. Ný lóð - Rastargata 6-8 (R10):

Lóðin verður til úr: Hluta lóðar með staðgr. 1.116.201 +459 ferm. B. Hluta lóðar með staðgr. 1.116.301 +0 ferm. E. Landfyllingu norðar lóðar +642 ferm. A. Lóðin verður 1.101 ferm.

Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna sf. dags. 2. júní 2009 ásamt mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

58. Útkot - Kjalarnesi (00.313.32-) 216621 Mál nr. BN039350

Hafsteinn Alfreðsson, Stararimi 29, 112 Reykjavík

Ofanritaður óskar eftir því að spildur D og E í landi Útkots verði sameinaðar undir eitt landnúmer svo hægt sé að þinglýsa nafninu Útkot 3 á spildurnar.

Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 20. ágúst 2008, mæliblað 31.33, samrunaskjal, bréf Landbúnaðarráðuneytis dags. 6. júlí 2004, bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. maí 2004, afrit af eignaskiptayfirlýsingu dags. 16. sept. 2002 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 5. júní 2009.

Synjað.

Með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu dags. 5. júní 2009.

Fyrirspurnir

59. Bleikjukvísl 18 (04.235.304) 110899 Mál nr. BN039900

Hörður Sævar Erlingsson, Bleikjukvísl 18, 110 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi 20 metra langt og 190 cm hátt grindverk og hversu langt frá lóðamörkum slíkt grindverk skuli vera á lóð nr. 18 við Bleikjukvísl.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Nei.

Ekki verður heimilt að gera girðingu sem er 190 sm há á lóðarmörkum.

Heimilt er að gera 120 sm háa girðingu enda sé hún utan kvaðar um holræsi, það er 50 sm frá lóðarmörkum.

60. Fannafold 160 (02.852.607) 110018 Mál nr. BN039983

Guðmundur Birgir Stefánsson, Fannafold 160, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp eldhúsaðstöðu til framleiðslu veitinga í afmörkuðum hluta með sér inngangi sem sýndur er á teikningu af húsi á lóð nr. 160

við Fannafold.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009.

61. Flyðrugrandi 2-20 (01.522.501) 105988 Mál nr. BN039993

Árni Þórólfsson, Sörlaskjól 20, 107 Reykjavík

Ágústa Hrund Emilsdóttir, Flyðrugrandi 14, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að sameina tvær íbúðir (0402 og 0403) í fjölbýlishúsinu nr. 14 á lóð nr. 2-20 við Flyðrugranda.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og viðeigandi samþykki meðeigenda fylgi.

62. Grettisgata 55 (01.174.221) 101624 Mál nr. BN039986

Helga Oddrún Guðmundsdóttir, Frakkland, Spurt er hvort leyft yrði að byggja grunnar, léttar svalir á suðurhlið (götuhlið) fjölbýlishússins á lóð nr. 55 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2009.

Nei.

Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009.

63. Gvendargeisli 104 (05.135.901) 190273 Mál nr. BN039958

Þórhallur Kristjánsson, Gvendargeisli 104, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 147 ferm. garðhús með glerþaki á lóð nr. 104 við Gvendargeisla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Nei.

Vísað er til uppbyggingarheimilda í viðkomandi deiliskipulagi.

64. Laugarnesvegur112-114 (01.341.002) 103937 Mál nr. BN039971

Ingvar Breiðfjörð Skúlason, Laugarnesvegur 114, 105 Reykjavík

Spurt er hvort setja megi sólpall úr timbri ofan á steyptar tröppur fyrir framan íbúðir 0101 og 0102 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 112-114 við Laugarnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreislufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa á fyrirspurnablaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

65. Reyrengi 17 (02.387.201) 109253 Mál nr. BN039953

Jón Helgi Einarsson, Reyrengi 17, 112 Reykjavík

Dagmey Valgeirsdóttir, Reyrengi 17, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsinu á lóð nr, 17 við Reyrengi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. júní 2009 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem taki tillit til ábendinga skipulagsstjóra frá 5. júní 2009.

66. Sogavegur 216 (01.837.009) 108646 Mál nr. BN040008

Kári Pálsson, Sogavegur 216, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja nýja bílgeymslu, stækka anddyri, byggja svalir á norðurhlið, breyta nýtingu eldri bílgeymslu og breyta aðkomu og fyrirkomulagi bílastæða við þríbýlishúsið á lóð nr. 216 við Sogaveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

67. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN039990

Karl Baldvinsson, Týsgata 8, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir á 2., 3. og 4. hæð á vesturhlið og suðvestur horni fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Týsgötu.

Nei.

Ekki í samræmi við gildandi deiliskiplag m.a. eru svalir að hluta til utan byggingarreits.

Fundi slitið kl. 12.16.

Magnús Sædal Svavarsson

Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Þórður Búason

Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir