Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 11 janúar kl. 9.08, var haldinn 175. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Kerhólar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Siguðrsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Umhverfis- og skipulagsráð, fundadagatal Mál nr. SN130008
Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2017, dags. 9. janúar 2017.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
2. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 369 frá 16. desember 2016.
Kl. 9:14 tekur Gísli Garðarsson sæti á fundinum.
3. Öskjuhlíð, trjáfelling vegna flugöryggis, kynning Mál nr. US130258
Kynning á fyrirhuguðum trjáfellingum í Öskjuhlíð vegna flugöryggis.
Kynnt.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Örplast í fráveituvatni, kynning Mál nr. US160296
Lagt fram til kynningar minnisblað Environice, dags. nóvember 2016, um örplast í fráveituvatni.
Fulltrúi Environice Stefán Gíslason kynnir
Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Brautarholt 7, frágangur umhverfis lóðar (USK2017010014) Mál nr. US170003
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 5. janúar 2017, varðandi frágang á götum, gangstéttum og grænum svæðum í næsta nágrenni við Brautarholt 7. Einnig er lögð fram samantekt um bílastæði í Holtum, dags. janúar 2015, og fundargerð, dags. 9. desember 2015.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Ákvörðun um gjaldskyldu verði vísað til bílastæðasjóðs.
Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 22. desember 2016 og 6. janúar 2017.
7. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði, rammaskipulag Mál nr. SN160772
Lögð fram tillaga ráðgjafateymis Arkís, Landslags og Verkís fyrir Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða dags. í janúar 2017. Í tillögunni er sett fram áfangaskipt áætlun um uppbyggingu og þróun svæðisins í samræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og vinningstillögu um skipulag svæðisins.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að rammaskipulagi fyrir Elliðaárvogur/Ártúnshöfði og felur embætti skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við hagsmunaaðila.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri, Björn Guðbrandsson frá Arkís, Þráinn Hauksson frá Landslagi og Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís taka sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi (01.089.2) Mál nr. SN160913
S.K.Ó. ehf., Lindarbraut 9, 170 Seltjarnarnes
KJ hönnunarstudio slf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 2. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóarinnar nr. 27 við Fiskislóð. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0,6 í 1,0, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 30. nóvember 2016. Einnig er lögð fram útskrift úr fundargerð Faxaflóahafnar sf., frá 29. júní 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi (01.216.2) Mál nr. SN160826
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 3. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 26. október 2016. Einnig er lagt fram bréf forseta ASÍ og formanns Eflingar f.h. húsfélagsins Sætúni 1, dags. 2. nóvember 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi (01.811) Mál nr. SN150500
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Oddur Kristján Finnbjarnarson, Nökkvavogur 19, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. október 2016, þar stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulagið liggur fyrir. Skipulagsstofnun bendir á að leiðrétta þarf fjölda bílastæða í skilmálakafla um Sogaveg 77. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir að fá sent til vörslu gildandi deiliskipulagi svæðisins ásamt síðari breytingu á því samþykktri 12. janúar 1999. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkís ehf., dags. 21. desember 2016 með viðauka, deiliskipulagsuppdráttur, dags. 24. febrúar 2016, uppfærður dags. 20. desember 2016 og umsögn heilbrigðiseftirlits, dags. 22. desember 2016.
Lagt fram.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Fossvogsdalur, stígar, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160952
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 12. desember 2016, að breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals fyrir hjóla- og göngustíga. Í breytingunni felst að skipulagsmörkum gildandi deiliskipulags er breytt í samræmi við mörk nýs deiliskipulags Fossvogsvegar, Vigdísarlunds þannig að skipulagssvæðið minnkar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160725
Finnur Björn Harðarson, Fagraberg 44, 221 Hafnarfjörður
Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landmótunar sf., mótt. 22. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar - Vesturbugtar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri göngubryggju austan við lóð Grandagarðs 8 sem tengir núverandi bryggju við gönguleið / bryggju við Rastagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 4. október 2016. Tillagan var auglýst frá 31. október 2016 til og með 12. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Geir Þórisson hjá Forum lögmönnum f.h. Brimgarðs ehf., dags. 12. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. janúar 2017.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. janúar 2017.
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag (01.7) Mál nr. SN160832
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir. Kynning stóð til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir/ábendingar: Karl Thoroddsen f.h. stjórnar Íbúsasamtaka 3 hverfis, dags. 18. desember 2016, Guðfinna Hákonardóttir f.h. 49 íbúa við Stigahlíð, undirskriftalisti, dags. 18. desember 2016, Andri Sigþórsson f.h. Suðurver ehf., dags. 19. desember 2016 og Bakarameistarinn Suðurveri, dags. 19. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. desember 2016, tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 12. desember 2016, umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 18. desember 2016 og umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 19. desember 2016.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 12:50 víkur Sverrir Bollason af fundi Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi tekur sæti sem aðalmaður í hans stað, en þá var einnig búið að kynna mál nr. 18. í fundargerðinni.
14. Nýlendugata 19C, breyting á deiliskipulagi (01.131.2) Mál nr. SN160786
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þórðar Braga Jónssonar, mótt. 19. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs og setja svalir ofan á útbyggingu á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 26. janúar 2016 síðast lagfærður 5. janúar 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Helgi Hjálmtýsson, dags. 19. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda vegna athugasemda, dags. 28. desember 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6 janúar 2017.
Vísað til borgarráðs.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Heklureitur, skipulagssamkeppni Mál nr. SN170017
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2017, varðandi skipulagssamkeppni á Heklureit.
Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. í janúar 2017 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
(B) Byggingarmál
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 905 frá 20. desember 2016 og nr. 906 frá 10. janúar 2017.
17. Síðumúli 17, Spónsogsbúnaður á baklóð (01.293.205) Mál nr. BN051201
Bitter ehf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður uppsettri spónasugu og safngámi á norðanverðri lóð nr. 17 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 15. september til og með 13. október 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Þór Gylfason framkvæmdastjóri f.h. Markaðs- og miðlarannsókna ehf., dags. 16. september 2016, Ólafur Stefán Sveinsson f.h. Nafir ehf. og Hávík ehf., dags. 29. september 2016 og Halldóra Hreggviðsdóttir f.h. Púpu ehf. og Þorgeir Björnsson f.h. Fjörtíu og sex ehf., dags. 29. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt hljóðvistarmælingu, dags. 9. desember 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. janúar 2017.
Ljósmyndir af spónasugu fylgja. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016. Bréf frá húsfélagsfundi ódagsett bréf .
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2017 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
18. Thorvaldsensstræti 6, (fsp) niðurrif og endurbygging Mál nr. SN160730
Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Kynnt fyrirspurn Lindarvatns ehf., mótt. 26. september 2016, um að rífa niður húsið á lóð nr. 6 við Thorvaldsensstræti og endurbyggja samkvæmt drögum að aðaluppdráttum THG arkitekta, dags 7. desember 2016. Einnig er lagt fram bréf Davíðs Þorlákssonar framkvæmdastjóra f.h. Lindarvatns ehf., dags. 23. september 2016, minnisblað verkfræðistofunnar Ferill, dags. 21. september 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 23. september 2016. Jafnframt er lögð fram "Jarðskjálftagreining T6" frá Ferli verkfræðistofu, dags. nóvember 2016 og minnisblað verkfræðiráðgjafar Conís, dags. 30. nóvember 2016.
Freyr Frostason arkitekt kynnir
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Blesugróf 30, 32 og 34, (fsp) breyting á hæðarkvóta og fjölgun íbúða (01.885.3) Mál nr. SN160906
Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík
Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar, mótt. 30. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf sem felst í breytingu á hæðarkvóta á lóðunum Blesugróf 30 og 32 og fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár í húsunum á lóðunum nr. 30, 32 og 34. Einnig eru lagðar fram teikningar 1 og 2 , ódags. og bréf Gests Ólafssonar arkitekts og skipulagsfræðings, dags. 29. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lindargata 44, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN160875
Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 17. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 44 við Lindargötu sem felst í niðurrifi hússins og uppbyggingu, samkvæmt tillögu Arkþings ehf., ódags. ný göng bárust, mótt. 30. desember 2016.
Umhverfis og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
21. Reitur 1.540, Melar, bréf íbúa vegna deiliskipulagsskilmála (01.54) Mál nr. SN160639
Rósa Björk Gunnarsdóttir, Víðimelur 31, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf íbúa við Víðimel 31, 52 og 54, dags. 27. febrúar 2016, vegna óánægju með skilmála deiliskipulags Mela frá 2010 varðandi þakgerð. Einnig er lagt fram bréf íbúa við Víðimel 31, 40, 41, 44, 46, 47, 48, 52, og 54, dags. 4. nóvember 2016. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.. 11. janúar 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2017 samþykkt.
Hjálmar Sveinsson og Gísli Garðarsson víkja af fundi undir þessum lið.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2017, úthlutun styrkja 2017 Mál nr. US170008
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsingu um umsóknir um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2017.
Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði 2017.
Vísað til borgarráðs.
23. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lögð fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2016.
24. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í desember 2016.
25. Umhverfis- og skipulagssvið, tíu mánaða uppgjör Mál nr. US170004
Lagt fram tíu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til október 2016.
26. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog Mál nr. US130209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt "Vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016 samþykkt.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Betri Reykjavík, "Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin (USK2015040062) Mál nr. US150126
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016 samþykkt.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Betri Reykjavík, fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð (USK2015120011) Mál nr. US150272
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum skipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016 samþykkt.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Betri Reykjavík, hætta við Suðvestur-háspennulínur frá Hellisheiði Mál nr. US150245
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „hætta við Suðvestur-háspennulínur frá Hellisheiði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum skipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. desember 2016 samþykkt.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
30. Betri Reykjavík, sparkvöll við Húsaskóla í Húsahverfi Grafarvogs Mál nr. US170001
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "sparkvöll við Húsaskóla í Húsahverfi Grafarvogs" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var upprunalega sent Íþrótta og tómstundaráði sem vísaði því til baka til verkefnisstjóra. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar í málaflokknum íþróttir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald.
31. Betri Reykjavík, tröppur upp Vatnshólinn við Háteigsveg Mál nr. US170002
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "tröppur upp Vatnshólinn við Háteigsveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var upprunalega sent Íþrótta og tómstundaráði sem vísaði því til baka til verkefnisstjóra. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar í málaflokknum frístundir og útivist.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi.
32. Vesturgata 40, kæra 150/2016 (01.131.2) Mál nr. SN160869
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. nóvember 2016, ásamt kæru, dags. 11. nóvember 2016, þar sem kærð er synjun á umsókn um samþykki fyrir breytingum á fasteign á lóð nr. 40 við Vesturgötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
33. Bankastræti 14 (Skólavörðustígur 2), kæra 168/2016 (01.171.2) Mál nr. SN160964
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 19. desember 2016, ásamt kæru, dags. 16. desember 2016, þar sem kærð er ákvörðun um að hafna beiðni að skrá bakhús við Skólavörðustíg 2 (Bankastræti 14) í einstaklingsíbúð.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
34. Sólheimar 42, kæra 169/2016 (01.435.2) Mál nr. SN160965
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og úrskurðarnefndar, dags. 19. desember 2016, ásamt kæru, dags. 16. desember 2016, þar sem kærð er ákvörðun um að samþykkja breytta hagnýtingu séreignar á lóð nr. 42 við Sólheima.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
35 Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, kæra 174/2016, umsögn (01.295.4) Mál nr. SN170001
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. desember 2016, ásamt kæru, dags. 28. desember 2016, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 16A við Grensásveg og nr. 27-39 við Síðumúla. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. janúar 2017.
36. Holtsgata 1-3, Bræðraborgarstígur 30, kæra 140/2016, umsögn (01.134.6) Mál nr. SN160813
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 31. október 2016 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um leyfi fyrir létta útdraganlega svalalokun að Bræðraborgarstíg 30. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 19. desember 2016.
37. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi (02.576) Mál nr. SN160644
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. desember 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. desember 2016, á breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt.
38. Framnesvegur 40, 42 og 42a, breyting á deiliskipulagi (01.133.4) Mál nr. SN160539
Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. desember 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. desember 2016, á breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðanna nr. 40, 42 og 44 við Framnesveg.
39. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag (01.295.4) Mál nr. SN150628
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
iborg ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. desember 2016 um samþykki borgarstjórnar s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39.
40. Hátún 6A, stækkun lóðar (01.235.3) Mál nr. SN160852
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Háland ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar s.d. á forsögn fyrir breytingu á deiliskipulagi Túna, reitur 1.221.3-4.
41. Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160843
T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, um samþykki borgarstjórnar s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna Hverfisgata 85-91 og 93.
42. Langholtsvegur 113, breyting á deiliskipulagi (01.414.0) Mál nr. SN160741
Langholtsvegur 113 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2016, um samþykki borgaráðs 15. desember 2016 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg.
43. Laugavegur 55, breyting á deiliskipulagi (01.173.0) Mál nr. SN160871
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Gunnar Bergmann Stefánsson, Logafold 66, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2016, um samþykki borgaráðs 15. desember 2016 vegna synjunar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Laugavegi 55.
44. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi (01.141.2) Mál nr. SN160497
Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, um samþykki borgarstjórnar s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2.
45. Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi (01.184.1) Mál nr. SN160807
Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík
Arko sf., Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, um samþykki borgarstjórnar s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1, Spítalastígur 8.
46. Starhagi, breyting á deiliskipulagi (01.555) Mál nr. SN130597
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, um samþykki borgarstjórnar s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Starhaga.
47. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag (04.6) Mál nr. SN160907
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. desember 2016, um samþykki borgarstjórnar s.d. varðandi lýsingu á deiliskipulagi norðan Stekkjarbakka.
48. Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi (01.140.2) Mál nr. SN160829
Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2016, um samþykki borgaráðs 15. desember 2016 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund.
49 Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN160335
Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. desember 2016 um samþykki borgarstjórnar s.d. varðandi synjun vegna breytinga á deiliskipulagi Skuggahverfis, lóðanna að Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1.
Fundi slitið kl. 14.25
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Hildur Sverrisdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 20. desember kl. 10.17 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 905. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN050431
Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II, teg. B fyrir 75 gesti í mhl. 10 í Arnarholti á Kjalarnesi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052115
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688 þannig að efsta hæð húsanna T1, T2 og T3 hækkar um 50cm á reit 1 lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stækkun: 385,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Bergstaðastræti 33 (01.184.409) 102069 Mál nr. BN052129
Eiríkur Brynjólfsson, Bergstaðastræti 33a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í fyrra horf, koma fyrir tveim íbúðum, einni á hæð, fá samþykktan þegar byggðan skúr á einni hæð með tveim geymslum og þvottahúsi við suð-austur gafl, byggja utan á liggjandi stiga, breyta glugga- og hurðasetningu og breyta innréttingum í íbúðum í húsi á lóð nr. 33A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Bergþórugata 19 (01.190.218) 102421 Mál nr. BN052113
Heimasetur ehf., Bergþórugötu 19, 101 Reykjavík
Gréta Sandra Davidsson, Bergþórugata 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð og sameina tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bitruháls 2 (04.308.001) 111027 Mál nr. BN052092
Esja Gæðafæði ehf., Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík
Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur
Sótt er um leyfi til að staðsetja tank á steyptri undirstöðu við suðurhlið verksmiðjuhúss á lóð nr. 2 við Bitruháls.
Stærð: 2 ferm., 13,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN052073
Höfðaeignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými þannig að reykskermun fyrir verslun er færð til um 3 metra, innkaupakerrur verða staðsettar við rúllustiga og gerð er ný flóttaleið við hlið stigahúss sunnan megin á húsi á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Bjarkargata 12 (01.143.111) 100959 Mál nr. BN052126
Centrum fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m.a. innrétta íbúðarrými í kjallara og breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar vegna eldvarna í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Bjarkargötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN052046
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 40 gesti í 21 herbergi og veitingastað í flokki II á 3. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Engjateigur 17-19 (01.367.303) 104714 Mál nr. BN052075
Nortran ehf., Mýrarási 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koms fyrir hurð og glugga á milli glerskála og íbúðar 0202 í húsinu nr. 17 á lóð nr. 17 til 19 við Engjateig.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Esjumelur 9 (34.535.403) 179249 Mál nr. BN051756
Spennt ehf, Gvendargeisla 96, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar óeinangrað stálgrindarhús á lóð nr. 9 við Esjumela.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 26. september 2016.
Stærð: 4.042,1 ferm., 38.614,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Fálkagata 32 (01.553.017) 106531 Mál nr. BN052103
Heimavellir III ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að bílskúr hefur verið breytt í íbúð við hús á lóð nr. 32 við Fálkagötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Fiskakvísl 10-16 (04.236.102) 110931 Mál nr. BN048717
Jón Örn Jakobsson, Fiskakvísl 12, 110 Reykjavík
Erna Eiríksdóttir, Fiskakvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kjöllurum í raðhúsi á lóð nr. 10-16 við Fiskakvísl.
Stækkun: Hús nr. 10, 104,4 ferm., nr. 12, 101,7 ferm., nr. 14, 101,7 ferm., nr. 16, 104,4 ferm.
Stækkun samtals: 412,2 ferm., 1.028,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
13. Fiskislóð 49-51 (01.087.602) 100012 Mál nr. BN052100
Kaðall ehf., Hellulandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta geymslu og verkstæði á fyrstu og annarri hæð í líkamsræktarstöð í húsi nr. 51 á lóð nr. 49 - 51 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
14. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN052076
HV 10 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Keiluhöllin ehf., Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar þannig að keilusalur er fjarlægður og rýminu skipt upp í nokkra æfingasali , koma fyrir búningsklefum fyrir gesti og starfsfólk og innrétta verslun og hársgreiðslustofu í afgreiðslu á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Greinagerð brunahönnuðar dags. 6. desember 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Framnesvegur 11 (01.134.107) 100317 Mál nr. BN051996
Kjartan Páll Sveinsson, Framnesvegur 11a, 101 Reykjavík
Phoebe Anna Jenkins, Framnesvegur 11a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg á milli eldhúss og stofu á fyrstu hæð, síkka glugga á bakhlið og koma fyrir hurð með þrepum út í garð á húsinu á lóð nr. 11A við Framnesveg.
Fyrirspurn BN051900 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16. Friggjarbrunnur 18 (05.053.502) 205910 Mál nr. BN052124
Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka þaksvalir íbúðar á efstu hæð, sjá erindi BN048703, fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
17. Garðsendi 9 (01.824.406) 108425 Mál nr. BN051960
Bjarni Þröstur Magnússon, Garðsendi 9, 108 Reykjavík
Sunneva Lind Ólafsdóttir, Garðsendi 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. hæð með tröppur niður í garð við fjöleignarhús á lóð nr. 9 við Garðsenda.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
18. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN052119
Special Tours ehf., Pósthólf 92, 222 Hafnarfjörður
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið milli matshluta, sameina verslanir og innrétta kaffihús í flokki ? tegund ? í húsi á lóð nr. 5b og 5C við Geirsgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN051965
ADHG ehf., Baldursgötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokki I í mhl. 02 í rými 0101 sem á að vera með sæti fyrir 15 gesti og einnig vera með afgreiðslu úr bílalúgu á húsinu á lóð nr. 46 við Gnoðarvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN052125
Víkin - Sjóminjasafn í Re ses., Grandagarði 8, 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á húsi á lóð nr. 8 Grandagarði.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051880
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skilgreina sérnotafleti við hús á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Erindi fylgir bréf með skýringum arkitekts dags. 3. nóvember 2016 og samþykki meðeigenda fyrir breytingu á bakhúsi dags. 23. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Grettisgata 20A (01.182.114) 101830 Mál nr. BN051103
Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000, samþykki meðeiganda dags. 17. ágúst 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stækkun: 2,31 ferm., 11,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Grettisgata 20B (01.182.115) 101831 Mál nr. BN051104
Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og sameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stækkun: 1,05 ferm., 6,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN052128
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN048060 þar sem kvistum á 3. hæð í timburhúsi og hurðum í aðalinngangi er breytt, auk innanhússbreytinga sem felast í að eitt herbergi fyrir hreyfihamlaða er fært úr timburhúsi yfir í nr. 19, innréttingum á veitingastað breytt og lokað milli verslunar og hótels í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Stækkun A-rými 0 ferm., x rúmm.
Umsögn Minjastofnunar dags. 15.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN052127
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN048059 sem felast í lokun á milli verslunar og hótels, færslu á vegg í tæknirými og breytingu á eldhúsi í kjallara, breytingu á herbergjum í austurenda og gerð hringstiga úr herbergi á 3.h. upp á 4.hæð ásamt hurð þar út á þaksvalir í húsi á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Haukdælabraut 78-92 (05.114.303) 214815 Mál nr. BN052050
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 8 raðhús á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.
Stærð A-rými 1.740,6 ferm., 6.199,1 rúmm.
Bréf arkitekts dags. 12.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
27. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN052074
Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar á erindi BN049120 vegna innréttingar á matvælavinnslu í kjallara rýmis 0003 í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
28. Hádegismóar 6 (04.411.401) 213068 Mál nr. BN051971
Snæland Grímsson ehf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt skrifstofuhús sambyggt við fólksbifreiðaverkstæði fyrir ferðaþjónustu á lóð nr. 6 við Hádegismóa.
Varmatapsútreikningur dags. 16. nóvember 2016 fylgir erindi.
Stærð : A rými 2.208,3 ferm., 10.595 rúmm.
B rými: XX ferm., XX rúmm.
Samtals: 2.208,3 ferm., 10.595,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN052140
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á undirstöðum kjallara, botnplötu, ásamt stoð- og kjallaraveggjum upp að 1. hæð á lóðinni nr. 8 við Hádegismóa, sbr. erindi BN051207 sem samþykkt var 12. júlí 2016.
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
30. Hverfisgata 100B (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051821
Grímur Bjarnason, Hverfisgata 102, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvennar stálsvalir með eldþolnum botni á íbúðir á 2. og 3. hæð í fjölbýlishúsi lóð nr. 100B við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN050765
Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingarrekstri úr fl. II, teg. C í fl. III, teg.? á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016 sem og hljóðvistarskýrsla frá Trivium dags. í desember 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hverfisgata 86 (01.174.002) 101558 Mál nr. BN051889
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3.hæð og breyta innra skipulagi íbúða, ásamt öðrum minni breytingum til að uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um burðarþol, brunavarnir og hljóðvist, í húsi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hverfisgata 88A (01.174.003) 101559 Mál nr. BN052010
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 og 02 á lóð nr. 88A við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.
Stærð mhl. 01: 214 ferm., 627 rúmm.
Mhl. 02: 37 ferm., 97 rúmm.
Samtals: 251 ferm., 724 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Hverfisgata 88B (01.174.004) 101560 Mál nr. BN052009
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 88B við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.
Stærðir: 92 ferm., 276 rúmm.
Gjald kr. 10.100]
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Hverfisgata 88C (01.174.005) 101561 Mál nr. BN052011
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa , hús 88C, skúr á baklóð nr. 88 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.
Stærð mhl. 01: 58 ferm., 179 rúmm. ferm.
Mhl. 02: 5 ferm., 10 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Hverfisgata 90 (01.174.006) 101562 Mál nr. BN052007
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 04, bílskúr byggður 1938 og mhl. 03, geymslu byggða 1931, á baklóð húss á lóð nr. 90 við Hverfisgötu.
Niðurrif: Bílskúr 31 ferm., 93 rúmm.
Geymsla: 60,3 ferm., 178 rúmm.
Samtals: 91,3 ferm., 271 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Hverfisgata 92B (01.174.009) 101565 Mál nr. BN052005
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 92B við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12.12. 2016.
Stærðir: 99,4 ferm., 271 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Hverfisgata 92C (01.174.010) 101566 Mál nr. BN052006
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 92C við Hverfisgötu.
[Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar íslands dags. 12.12. 2016.
Stærðir: 70 ferm., 140 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Hverfisgata 94-96 (01.174.0) 224105 Mál nr. BN051617
SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða, 38 íbúða fjölbýlishús með verslunum og veitingahúsum á jarðhæð og bílgeymslu fyrir 45 bíla á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
Stærð A-rými: 7.178,2 ferm., 24.375,5 rúmm.
B-rými: 274,7
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
40. Jaðarleiti 2-8 Mál nr. BN051930
Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 71 íbúð í fjórum fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á lóð nr. 2-8 (reit C) við Jaðarleiti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. nóvember 2016 fylgir erindinu.
Einnig fylgir greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða og útreikningur á varmatapi dags. 8. nóvember 2016, bréf hönnuða dags. 8. desember 2016, minnisblað um hljóðvist dags. 10. október 2016, greinargerð um algilda hönnun dags. 8. desember 2016 og minnisblað arkitekts dags. 15. desember 2016.
Mhl. 01, A-rými: 2.266,5 ferm., 7.025,2 rúmm
B-rými: 184,8 ferm., 554,4 rúmm.
Mhl. 02, A-rými: 2.018,5 ferm., 6.271,8 rúmm.
B-rými: 173,4 ferm., 520,2 rúmm.
Mhl. 03, A-rými: 1.701,6 ferm., 5.310,9 rúmm.
B-rými: 190,5 ferm., 571,5 rúmm.
Mhl. 04, A-rými: 1.555,5 ferm., 4.862,8 rúmm.
B-rými: 163,1 ferm., 489,3 rúmm.
Mh. 05, A-rými: 1.570,7 ferm., 5.306,3 rúmm.
B-rými: 73,7 ferm., 110,6 rúmm.
Samtals A-rými: 9.112,8 ferm., 28.777 rúmm.
Samtals B-rými: 785,5 ferm., 2.246 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Knarrarvogur 4 (01.457.002) 105650 Mál nr. BN052106
Iðnlausn ehf., Hátúni 6B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða húseign með sléttri álklæðningu ásamt því að byggja svalir á gaflhliðum á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Knarrarvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN051983
Reykjavík núðlur ehf., Frostafold 23, 112 Reykjavík
Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050470 þannig að veitingastaður verði í flokk I, teg. C fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.
Bréf hönnuðar dags. 23.nóv. 2016 fylgir. Leigusamningur ódagsettur og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. okt. 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal kvöð fyrir útgáfu byggingarleyfis að óheimilt sé að byrgja fyrir glugga með filmu eða gluggatjöldum.
43. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN052077
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á móttökusvæði hótels og í veitingastað, færa ræstingu, innrétta snyrtingu og fundarherbergi og opna út á lóð nr. 34B, sjá erindi BN051541 á 1. hæð í Sandhótel á lóð nr. 34A við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Laugavegur 67A (01.153.213) 101574 Mál nr. BN052008
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja stakstæða geymsluskúra, mhl. 02 á lóð húss nr. 67A við Laugaveg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.
Stærðir: 40,2 ferm., 92 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN052035
Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í eldhúsi á veitingastað í húsi á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Lokastígur 2 (01.181.101) 101738 Mál nr. BN052139
RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og uppfæra brunamerkingar í hóteli í flokki V - tegund a á lóð nr. 2 við Lokastíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
47. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN052118
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í að breyta veitingastað í kjallara í flokk lll - tegund ? í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
48. Mávahlíð 26 (01.710.201) 107165 Mál nr. BN052112
Þórunn Gísladóttir, Rafstöðvarvegur 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í íbúð 0102 í húsi á lóð nr. 26 við Mávahlíð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Miðtún 18 (01.223.009) 102884 Mál nr. BN052038
Stefán Helgi Henrýsson, Miðtún 18, 105 Reykjavík
Siri Tangrodjanakajorn, Miðtún 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að annar stigi af tveimur hefur verið fjarlægður og íbúðarherbergi ásamt eldhúsi innréttuð í kjallara í húsi á lóð nr. 18 við Miðtún.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
50. Mjölnisholt 4 (01.241.012) 103007 Mál nr. BN052110
Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050529 sem felst í því að hækka hús um 60 cm og stækka mhl. 02, geymslur, við hús á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.
Stækkun: Mhl.01 0 ferm., x rúmm. Mhl.02 x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
51. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN052122
Reitir Hótel Borg ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um að leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og innrétta veitingastað í flokki ? - tegund ? í húsi á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Skeifan 7 (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800
Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta jógastúdíó í skrifstofurými, salur er skilinn frá móttöku og búningsaðstöðu, nýjar lagnir á 3. hæð og til að koma fyrir flóttasvölum og stiga niður á þak 1. hæðar húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
53. Skipholt 29A (01.250.112) 103430 Mál nr. BN052078
X-JB ehf., Tjarnarbrekku 2, 225 Álftanes
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á hús ásamt stigahúsi og svalagangi á bakhlið og innrétta sem gistiheimili og verslun í húsi á lóð nr. 29A við Skipholt.
Stækkun A-rými: x ferm., x rúmm. B-rými: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
54. Stórhöfði 22 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN052123
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða og einangra suðurhlið mhl. 06 með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 22 við Stórhöfða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Túngata 8 (01.136.510) 100600 Mál nr. BN052071
Guðmundur Rúnar Pétursson, Bandaríkin, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m.a. hefur gólf í hluta kjallara verið lækkað, innréttuð böð og snyrting, breytt innra skipulagi og innréttað bað á 2. hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Túngötu.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN052109
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta heilsustúdíó, nudd, fót- og naglasnyrtingu, á 1. hæð í rými 0101 með starfsmannaaðsöðu í kjallara í húsi á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Víðimelur 35 (01.540.110) 106255 Mál nr. BN052053
Tekt ehf., Víðimel 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0202 sem felst í því að loka hurðaropi milli tveggja stofa og gera aðra stofuna að svefnherbergi í húsi á lóð nr. 35 við Víðimel.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
58. Þórsgata 1 (01.181.116) 101752 Mál nr. BN052138
RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og uppfæra brunamerkingar í hóteli í flokki V - tegund a í húsi á lóð nr. 1 við Þórsgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Ýmis mál
59. Langholtsvegur 7 (01.355.003) 104316 Mál nr. BN052142
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Langholtsvegur 7 (staðgr. 1.355.003, landnr. 104316), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 19. 12. 2016.
Lóðin Langholtsvegur 7, (staðgr. 1.355.003, landnr. 104316) er talin 600 m², lóðin reynist 599 m². Teknir eru 24 m² af lóðinni og gerðir að borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 575 m².
Sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. 9. 2005, samþ, borgarráðs 10. 11. 2005 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. 2. 2006.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
60. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN052130
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á endurútgefnu mæliblaði fyrir lóðina nr. 2-4 við Sundabakka, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem hefur verið samþykkt og staðfest í B-stjórnartíðindum. Um er að ræða sameiningu lóðanna Sundabakki 2 og Sundabakki 4 og er óskað eftir að lóðin Sundabakki 4 verði felld niður. Stærð lóðarinnar kemur fram á meðfylgjandi mæliblaði. Við útgáfu mæliblaðsins féll niður hnitapuntur nr. 477 og hefur það verið leiðrétt.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
61. Sundabakki 4 (01.332.401) 176017 Mál nr. BN052131
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á endurútgefnu mæliblaði fyrir lóðina nr. 2-4 við Sundabakka, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem hefur verið samþykkt og staðfest í B-stjórnartíðindum. Um er að ræða sameiningu lóðanna Sundabakki 2 og Sundabakki 4 og er óskað eftir að lóðin Sundabakki 4 verði felld niður. Stærð lóðarinnar kemur fram á meðfylgjandi mæliblaði. Við útgáfu mæliblaðsins féll niður hnitapuntur nr. 477 og hefur það verið leiðrétt.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
Fundi slitið kl. 12.30
Nikulás Úlfar Másson
Björgvin Rafn Sigurðarson Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson Skúli Þorkelsson
Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 10. janúar kl. 10:16 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 906. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052169
Cambridge Plaza Hotel Comp ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða stækkun tæknirýma í neðri kjallara, minni háttar breytingar á útliti og innra skipulagi allra hæða og stækkun 7. hæðar hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgja greinargerðir um algilda hönnun dags. 22. desember 2016, um eldvarnir dags. 22 desember 2016, um hljóðvist dags. 14. desember 2016 og um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Reykjavík dags. í september 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: xx ferm., xx rúmm.
B-rými: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052191
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, um er að ræða aðlögun og breytingar sem orðið hafa við fullnaðarhönnun auk breytinga á skráningu íbúðar- og atvinnuhúsanna L1 og T4 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN052161
Þrek ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN49606, stiga milli hæða er snúið, byggður stoðveggur með handriði og tröppur við austurgafl og breytt staðsetningu girðingar við suðurhlið íþróttamiðstöðvar á lóð nr. 3 við Austurberg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
4. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN052137
Lyfjaval ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta verslunarrými þannig að komið er fyrir apóteki og breytt er inngöngum og rennihurðum í mhl. 03 í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 14A við Álfabakka.
Samþykki meðeigenda útlitsbreytingum dags. 1 des. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN052120
Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki ll - tegund ? í húsi á lóð nr. 5 við Ármúla.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN051797
Bankastræti 11,húsfélag, Bankastræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum í matshlutum 01 og 02 vegna gerðar eignaskiptasamnings fyrir fjöleignahús á lóð nr. 11 við Bankastræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
7. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051954
Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 4. hæð til suðurs, ásamt því að innrétta gistiheimili í flokki ll - tegund b á 3. og 4. hæð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.
Stækkun A-rými 13,8 ferm., 42,8 rúmm.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. 11. 2011 við fsp. BN0110410.
Samþykki meðeigenda dags. 01.10.2016 fylgir erindi.
Bréf arkitekts dags. 14.11.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Grenndarkynningu ólokið
8. Barmahlíð 38 (01.710.103) 107143 Mál nr. BN051666
Ólafur Örn Helgason, Brekkugata 20, 220 Hafnarfjörður
Helgi Magnús Hermannsson, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa eldhús og breyta innréttingum á 1. hæð, færa bað og breyta innréttingum í kjallara, breyta stofugluggum í hurð út á nýja verönd fyrir utan kjallaraíbúð í fjöleignahúsi á lóð nr. 38 við Barmahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda, dags. 28.11. 2016, bréf verkfræðings dags. nóv. 2016 og eiganda dags. 20.12. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN051753
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Hjörleifur Sveinbjörnsson, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir og kvist til suðurs, síkka glugga á austurþekju og til að loka á milli 2. og 3. hæðar í stigahúsi bakdyramegin með E-30 hurð í E-60 umgjörð á stigapalli á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 25. nóvember til og með 23. desember 2016. Engar athugasemdir bárust.
Jafnframt er erindi BN050853 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Básendi 12 (01.824.015) 108387 Mál nr. BN051984
Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að þaki var breytt í upphafi sem og gluggum, á sjöunda áratugnum var innréttuð íbúð í kjallara og múrkerfi og einangrun seinna bætt á fjölbýlishúsið á lóð nr. 12 við Básenda.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.. 15.11. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Bergstaðastræti 33A (01.184.409) 102069 Mál nr. BN052129
Eiríkur Brynjólfsson, Bergstaðastræti 33a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í fyrra horf, koma fyrir tveim íbúðum, einni á hæð, fá samþykktan þegar byggðan skúr á einni hæð með tveim geymslum og þvottahúsi við suð-austur gafl, byggja utan á liggjandi stiga, breyta glugga- og hurðasetningu og breyta innréttingum í íbúðum í húsi á lóð nr. 33A við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
12. Bergstaðastræti 45 (01.184.401) 102065 Mál nr. BN052167
Helgi Hjörvar, Hólavallagata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum sem felast í xxxx í kjallara og 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN052187
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyf til að breyta áður samþykktu erind BN051743 þannig að ræstiskápur og fataskápar eru færðir til í mhl. 02, bílaþjónustuhúsi á lóð við Bíldshöfða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Bjarnarstígur 3 (01.182.224) 101876 Mál nr. BN050325
Soffía S Sigurgeirsdóttir, Bjarnarstígur 3, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að fjarlægja stiga milli hæða í viðbyggingu næst götu og byggja stigahús inní garð við einbýlishús á lóð nr. 3 við Bjarnarstíg.
Stækkun: 9,9 ferm., 25 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Skoðist á staðnum.
15. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052079
Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð og innrétta heilsugæslu ásamt heilsutengdri verslun og þjónustu auk líkamsræktar, í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Stækkun A-rými 24,3 ferm., 0 rúmm.
Samþykki eiganda dags. 27.09.2016 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 06.12.2016.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2016 við fyrirspurn BN051741.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
16. Borgartún 24 (01.221.101) 102800 Mál nr. BN052030
EE Development ehf., Borgartúni 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innveggjum, innréttingum og að loka stigagati á milli fyrstu hæðar 0101 og kjallara 0002í húsinu á lóð nr. 24 við Borgartún .
Stækkun vegna lokunar á stigagati: 7,4 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN052061
B37 ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum v/lokaúttektar á erindi BN050272, m.a. hefur fundarherbergjum verið fjölgað, starfsmannaaðstaða hefur verið bætt sem og aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, í kjallara skrifstofuhúss á lóð nr. 37 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
18. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN052104
LL09 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051406 sem felst í breytingum á brunahönnun í húsi á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Bréf brunahönnuðar dags. 06.12.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðeigenda fyrir erindi BN051406.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Drápuhlíð 15 (01.702.220) 107064 Mál nr. BN052101
Jóhannes Helgi Gíslason, Norðurgata 49, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0101, að flytja eldhús inn í dagstofu og saga úr burðarveggjum á tveimur stöðum í húsi á lóð nr. 15 við Drápuhlíð.
Samþykki meðeigenda á teikningu og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. des. 2016 fylgja erindinu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Drápuhlíð 38 (01.713.007) 107218 Mál nr. BN052183
Freyr Halldórsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á vesturhlið húss, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrsþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu.
Lögðfram umsögn skipulagsfulltrúa SN160442 dags. 10. júní 2016.
Stærð bílskúr: 28,0 ferm., 88,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN052107
Stálsmiðjan-Framtak ehf., Vesturhrauni 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta sjö íbúðir á 2. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
22. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN052046
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 40 gesti í 21 herbergi og veitingastað í flokki II á 3. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 26 við Efstaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
23. Efstaleiti 1 (01.745.401) 107438 Mál nr. BN052099
Ríkisútvarpið, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að aðlaga fyrirkomulag lóðar að nýsamþykktu deiliskipulagi, endurnýja yfirborð, lagnir og byggja stoðveggi á lóð Ríkisútvarpsins nr. 1 við Efstaleiti.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Engjateigur 17-19 (01.367.303) 104714 Mál nr. BN051990
Guðbjörg M Hafsteinsdóttir, Breiðagerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytinum þar sem innréttuð er fótaaðgerðastofa í rými 0105, þar sem helstu breytingar eru fjölgun vaska í húsinu á lóð nr. 17 við Engjateig.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Engjateigur 17-19 (01.367.303) 104714 Mál nr. BN052075
Nortran ehf., Mýrarási 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð og glugga á milli glerskála og íbúðar 0202 í húsinu nr. 17 á lóð nr. 17 til 19 við Engjateig.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Engjateigur 17-19 (01.367.303) 104714 Mál nr. BN052132
Svarthóll ehf., Suðurlandsbraut 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð og glugga á milli glerskála og íbúðar 0205 í húsi nr. 17 og 0207 í húsi nr. 19 á lóð nr. 17 til 19 við Engjateig.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Esjumelur 9 (34.535.403) 179249 Mál nr. BN051756
Spennt ehf, Gvendargeisla 96, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar óeinangrað stálgrindarhús á lóð nr. 9 við Esjumela.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu.
Einnig fylgir brunahönnun dags. 26. september 2016.
Stærð: 4.042,1 ferm., 38.614,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
28. Fiskislóð 1 (01.089.501) 203587 Mál nr. BN051969
DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka millipall, koma fyrir lyftu og rúllustiga sem tengir 1. hæð við millipall, færa aðalinngang, bæta við hurð úr nýju verslunarrými, gluggum á 2. hæð austurhlið, breyta skyggni í svalir og koma fyrir flóttastiga frá þeim og flóttastiga frá norðvesturhlið og koma fyrir veitingastað í flokki II, tegund kaffihús fyrir 70 gesti í húsi á lóð nr. 1 við Fiskislóð .
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu dags. 29. nóv. 2016 Greinargerð hönnuðar dags. 15. nóvember 2016 fylgir með erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. desember 2016.Stækkun millipalls: 844,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN052170
Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050028 sem felst í því að breyta flóttaleiðum í húsi á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Fiskislóð 37B (01.086.501) 224291 Mál nr. BN051923
Brimrún ehf., Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 4. hæða skrifstofu- verslunar og lagerhúsnæði á lóð nr. 37B við Fiskislóð.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 1 nóv. 2016 og varmatapsútreiningar dags. 21 nóv. 2016 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.Stærð hús: A rými 1. hæð 847,0 ferm., 3.248,0 rúmm. 2. hæð 576,9 ferm., 1.863,5 rúmm. 3. hæð 576,9 ferm., 1922,8 rúmm. 4. hæð 367,8 ferm., 1.315,1 ferm. Samtals. 2.368,6 ferm. Rúmm með botn samtals 8.523,4 rúmm. B rými 347,4 ferm og XX rúmm. Samtals A og B: 2.716 ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
31. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN052076
HV 10 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Keiluhöllin ehf., Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar þannig að keilusalur er fjarlægður og rýminu skipt upp í nokkra æfingasali , koma fyrir búningsklefum fyrir gesti og starfsfólk, kaffihús í fl. II F fyrir 95 gesti og innrétta verslun og hárgreiðslustofu í afgreiðslu á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Greinagerð brunahönnuðar dags. 6. desember 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
32. Framnesvegur 11 (01.134.107) 100317 Mál nr. BN051996
Kjartan Páll Sveinsson, Framnesvegur 11a, 101 Reykjavík
Phoebe Anna Jenkins, Framnesvegur 11a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg á milli eldhúss og stofu á fyrstu hæð, síkka glugga á bakhlið og koma fyrir hurð með þrepum út í garð á húsinu á lóð nr. 11A við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. desember 2016.Fyrirspurn BN051900 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. desember 2016.
33. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN052119
Special Tours ehf., Pósthólf 92, 222 Hafnarfjörður
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið milli matshluta, sameina verslanir og innrétta kaffihús í flokki ? tegund ? í húsi á lóð nr. 5b og 5C við Geirsgötu.
Minnisblað brunahönnuðar dags. 12.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Grettisgata 5 (01.171.506) 101422 Mál nr. BN050117
Birdcore ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir heitum potti á svalir íbúðar 0301 og koma fyrir svalahandriði úr hertu og samlímdu gleri á húsi á lóð nr. 5 við Grettisgötu.
Samþykki sumra fylgir dags. 3. júní 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN052081
Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0101 og 0102 í mhl. 01 sem er fimm íbúða hús á lóð nr. 53B við Grettisgötu .
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN052165
Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á öllum hliðum og gera svalir á norðvestur hlið rishæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut.
Stækkun: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
37. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN052116
Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050064 vegna lokaúttektar sem felst m.a. í breytingum á brunamerkingum á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
38. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN052128
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN048060 þar sem kvistum á 3. hæð í timburhúsi og hurðum í aðalinngangi er breytt, auk innanhússbreytinga sem felast í að eitt herbergi fyrir hreyfihamlaða er fært úr timburhúsi yfir í nr. 19, innréttingum á veitingastað breytt og lokað milli verslunar og hótels í húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Stækkun A-rými 0 ferm., 8,0 rúmm.
Umsögn Minjastofnunar dags. 15.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
39. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN052127
Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN048059 sem felast í lokun á milli verslunar og hótels, færslu á vegg í tæknirými og breytingu á eldhúsi í kjallara, breytingu á herbergjum í austurenda og gerð hringstiga úr herbergi á 3.h. upp á 4.hæð ásamt hurð þar út á þaksvalir í húsi á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
40. Hafnarstræti 20 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN052196
Kaffiveröld ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Vivaldi Ísland ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í fl. II, þannig að leyfilegur gestafjöldi verður 33, afgreiðsla er færð og stækkuð, snyrting stækkuð og bætt við annarri snyrtingu í húsi á lóð nr. 20 við Hafnarstætti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Haukdælabraut 78-92 (05.114.303) 214815 Mál nr. BN052050
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús með 8 íbúðum á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.
Stærð A-rými 1.740,6 ferm., 6.199,1 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2017.Bréf arkitekts dags. 12.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2017. Samræmist ekki deiliskipulagi.
42. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN052074
Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar á erindi BN049120 vegna innréttingar á matvælavinnslu í kjallara rýmis 0003 í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
43. Hádegismóar 6 (04.411.401) 213068 Mál nr. BN051971
Snæland Grímsson ehf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt skrifstofuhús sambyggt við fólksbifreiðaverkstæði fyrir ferðaþjónustu á lóð nr. 6 við Hádegismóa.
Varmatapsútreikningur dags. 16. nóvember 2016 fylgir erindi.
Stærð : A rými 2.208,3 ferm., 10.595 rúmm.
B rými: 21,2 ferm. 74,2 rúmm
Samtals: 2.222,9 ferm., 10.669,6 rúmm.
Olíuskilja 7,8 ferm., 8,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
44. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN052149
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050370, brunahólfun, innra skipulag, gasgeymslu og yfirborðsfrágangi er breytt í mhl. 45 á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Greinargerð hönnuðar um flóttaleið dags. 20. desember 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Hryggjarsel 7-17 (04.961.102) 113080 Mál nr. BN052095
Kristján Ólafsson, Hryggjarsel 7, 109 Reykjavík
Fjóla Lýðsdóttir, Hryggjarsel 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sem felast í að tekið er í notkun óútfyllt sökkulrými í kjallara, komið fyrir gluggum á það og útbúið íbúðarrými í raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 7-17 við Hryggjarsel.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 8. desember 2016 fylgir .
Gjald kr.10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN052152
Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044975 þannig að breytt er innra skipulagi, eldhús í íbúð 0102 fært og baðherbergi í íbúð 0404 í risi fært í fjölbýlishúsi á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Gjöld kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051285
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mannvirki úr notkunarflokki 3 í 4, fjölga íbúðarrýmum gistihúss úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir, bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) og útbúa flóttaleið úr kjallara, ásamt áður gerðum breytingum á 1. hæð, í gistihúsi í flokki ll - teg. e á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Sjá erindi BN028998 og BN051282 um niðurrif á bakhúsi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051156
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða hús og innrétta gististað í flokki III, teg. e, með tíu gistieiningum fyrir 46 gesti bak við hús á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Stærð A-rými: 593,1 ferm., 1.792,3 rúmm.
B-rými: 39,5 ferm.
Stækkun: 326,95 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Hverfisgata 84 (01.174.001) 101557 Mál nr. BN052197
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á vestur- og suðurhlið, breyta innra skipulagi íbúða á 2. hæð og í risi og endurbæta burðar- og brunaþol og hljóðvist í húsi á lóð nr. 84 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Hverfisgata 86 (01.174.002) 101558 Mál nr. BN051889
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3.hæð og breyta innra skipulagi íbúða, ásamt öðrum minni breytingum til að uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um burðarþol, brunavarnir og hljóðvist, í húsi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Umsögn Minjastofnunar dags. 02.01.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
51. Jaðarleiti 2-8 Mál nr. BN051930
Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja 71 íbúð í fjórum fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á lóð nr. 2-8 (reit C) við Jaðarleiti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. nóvember 2016 fylgir erindinu.
Einnig fylgir greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða og útreikningur á varmatapi dags. 8. nóvember 2016, bréf hönnuða dags. 8. desember 2016, minnisblað um hljóðvist dags. 10. október 2016, greinargerð um algilda hönnun dags. 8. desember 2016 og minnisblað arkitekts dags. 15. desember 2016.
Mhl. 01, A-rými: 2.266,5 ferm., 7.025,2 rúmm
B-rými: 184,8 ferm., 554,4 rúmm.
Mhl. 02, A-rými: 2.018,5 ferm., 6.271,8 rúmm.
B-rými: 173,4 ferm., 520,2 rúmm.
Mhl. 03, A-rými: 1.701,6 ferm., 5.310,9 rúmm.
B-rými: 190,5 ferm., 571,5 rúmm.
Mhl. 04, A-rými: 1.555,5 ferm., 4.862,8 rúmm.
B-rými: 163,1 ferm., 489,3 rúmm.
Mh. 05, A-rými: 1.570,7 ferm., 5.306,3 rúmm.
B-rými: 73,7 ferm., 110,6 rúmm.
Samtals A-rými: 9.112,8 ferm., 28.777 rúmm.
Samtals B-rými: 785,5 ferm., 2.246 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Erindið var samþykkt 22. desember 2016.
52. Jaðarleiti 2-8 Mál nr. BN052207
Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunn fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 2-8 við Jaðarleiti sbr. erindi BN051930.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
53. Klapparstígur 28 (01.171.107) 101373 Mál nr. BN051925
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 30 á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2016.
54. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN051924
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt erum leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 28 í veitingahúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2016.
55. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN052159
Jón Bergsson ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
J. Bergs ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m. a nýr millipallur í húsi á lóð nr. 15 við Klettháls.
Stækkun milligólfa : XX ferm.
10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Knarrarvogur 4 (01.457.002) 105650 Mál nr. BN052106
Iðnlausn ehf., Hátúni 6B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða húseign með sléttri álklæðningu ásamt því að byggja svalir á gaflhliðum á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Knarrarvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052168
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í norðurenda verslunarhúsnæðis á 1., 2. og 3. hæð sem felst í því að bakstigahús og lyftur eru fjarlægðar milli verslunarrýma á 1. og 2. hæð, verslunarrými á 2. hæð skipt í tvö rými, flóttaleiðum breytt og byggðar flóttasvalir á 3. hæð austurhliðar og vörulyftu komið fyrir milli 1. og 2. hæðar við norðurgafl, auk útlitsbreytinga sem felast í nýjum inngangi að vörulyftu á norðurhlið og nýrri vöruhurð á austurhlið, í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Kvisthagi 16 (01.543.202) 106428 Mál nr. BN052145
Sólveig Benjamínsdóttir, Hólmatjörn, 851 Hella
Sótt er um leyfi til að breyta borðstofu í svefnherbergi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Kvisthaga.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN052117
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049191, sorpgeymsla er færð til vesturs, stigahúsi breytt og loftræsilúgur á þaki fjarlægðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 4 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU uppfærð 12. desember 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
60. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN052035
Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í eldhúsi gistiheimilis í flokki V í húsi á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
61. Laugavegur 81 (01.174.126) 101601 Mál nr. BN051065
FoodCo hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík
Laugavegur 81 ehf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja stóla og borð til útiveitinga út á gangstétt fyrir framan Eldsmiðjuna á lóð nr. 81 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 30.12. 2016. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.
62. Lofnarbrunnur 36-38 (05.055.603) 206095 Mál nr. BN052058
Jón Bjarni Jónsson, Noregur, Skorri Andrew Aikman, Lofnarbrunnur 36, 113 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN037843 vegna lokaúttektar, innra skipulagi kjallara er breytt og íbúð stækkuð inní áður óuppfyllt sökkulrými, ásamt því að breyta svalahandriðum í parhúsi á lóð nr. 36-38 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.Stækkun x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Breyta þarf deiliskipulagi.
Vísa til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Lyngháls 10 (04.327.001) 111051 Mál nr. BN050264
Leigumenn ehf., Hrísateigi 22, 105 Reykjavík
Gleraugnaverslunin Sjón ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík
Lækjarstétt ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 5 svalir á þakhæð, jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 3. hæð, innréttaðar hafa verið 17 vinnustofur í rishæð og eignir 0302 og 0303 eru sameinaðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2016 og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
64. Miðtún 18 (01.223.009) 102884 Mál nr. BN052038
Stefán Helgi Henrýsson, Miðtún 18, 105 Reykjavík
Siri Tangrodjanakajorn, Miðtún 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að annar stigi af tveimur hefur verið fjarlægður og íbúðarherbergi ásamt eldhúsi innréttuð í kjallara í húsi á lóð nr. 18 við Miðtún.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd
sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um
uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð
verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Erindið var samþykkt 22. desember 2016.
65. Mjölnisholt 4 (01.241.012) 103007 Mál nr. BN052110
Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050529 sem felst í því að hækka þak um 60 cm í húsi á lóð nr. 4 við Mjölnisholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
Samþykki meðeigenda dags. 21.12.2016 fylgir erindi.
Stækkun: Mhl.01 0,8 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
66. Mjölnisholt 8 (01.241.014) 103009 Mál nr. BN052156
Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og innrétta tvær nýjar íbúðir, koma fyrir forsteyptum svölum á bakhlið og til að stækka og hækka geymsluskúr í garði húss á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 31. desember 2016.
Stækkun, mhl. 01: 133,1 ferm., xx rúmm.
Mhl. 02: 13,3 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
67. Mýrargata 18 (01.116.702) 222856 Mál nr. BN052155
J.E. 101 ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3ja hæða nýbyggingu ásamt kjallara, með veitingarekstri á 1. hæð og í kjallara og 4 íbúðum á efri hæðum, á lóð nr. 18 við Mýrargötu.
Stærð x ferm., x rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
68. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051827
Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049134, um er að ræða minni háttar breytingar á innra skipulagi íbúða og stækkun millilofta í Tangabryggju 17-19 sem er fjölbýlishús á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Stækkun: 38 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
69. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052048
Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga þakgluggum og koma fyrir geymsluloftum yfir íbúðum 0303, 0305, 0306 og 0308. sjá erindi BN049138 í fjölbýlishúsinu Tangabryggju 6-8 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Stækkun: 101,8 ferm.
Stærð eftir stækkun, A-rými: 3.910,5 ferm., 12.095,3 rúmm.
B-rými: 78 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
70. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN052153
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar sjá erindi BN044056, m.a. er breyting á brunatexta á afstöðumynd og útliti vesturgafls á húsi á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
71. Njálsgata 81 (01.191.018) 102476 Mál nr. BN051989
Áslaug Magnúsdóttir, Njálsgata 81, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felast í því að innréttuð hefur verið vinnustofa í kjallara í stað verkstæðis og geymslu verið skipt í tvær geymslur í fjölbýlishúsi á lóð nr. 81 við Njálsgötu.
Bréf arkitekts dags. 06.12.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
72. Norðlingabraut 8 (04.732.301) 204834 Mál nr. BN052173
Wurth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050213, innréttaður er kynningarsalur með tilheyrandi eldhúsi á millilofti, komið fyrir gluggum á suðurhlið, bætt við hurð á vöruskemmu og komið fyrir millipalli yfir inntaksrými og vélaverkstæði í austurenda húss á lóð nr. 8 við Norðlingarbraut.
Stækkun millipalls: XX ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
73. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN052122
Reitir Hótel Borg ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um að leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og innrétta veitingastað í flokki III, tegund a, í húsi á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
74. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN052082
DRA ehf., Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar vegna erindis BN049335 þar sem fjarlægð eru þrjú björgunarop á 1. hæð húss á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
75. Ránargata 21 (01.135.302) 100470 Mál nr. BN051932
Jón Kristinsson, Holland, Sunna Ronaldsdottir Wathen, Spánn, Sótt er um leyfi til að skipta fjölbýlishúsi í þrjár íbúðir og byggja svalir á suðurhlið sama húss á lóð nr. 21 við Ránargötu.
Erindi fylgir þinglýst samkomulag um afnotarétt á lóð milli húsa dags. 10. nóvember 1947, brunavirðing dags. 1. mars 1943 og samþykki sumra lóðarhafa Bárugötu 22, Ránargötu 19 og Ránargötu 23 og allra lóðarhafa Stýrimannastígs 7.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
76. Reynimelur 36 (01.540.122) 106267 Mál nr. BN052144
Benjamín Náttmörður Árnason, Reynimelur 36, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stofu í svefnherbergi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 36 við Reynimel.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
77. Síðumúli 20 (01.293.105) 103806 Mál nr. BN052102
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glugga á vesturgafl annarar hæðar og smávægilegar breytingar á innréttingum í vesturhluta hússins á lóð nr. 20 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 7. des. 2016 og bréf hönnuðar dags. 8. des. 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. des. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
78. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN052029
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 4 rými 0105 á fyrstu hæð og á millipalli í húsinu á lóð nr. 11D í Skeifunni.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
79. Skeifan 7 (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800
Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta jógastúdíó í skrifstofurými, salur er skilinn frá móttöku og búningsaðstöðu, nýjar lagnir á 3. hæð og til að koma fyrir flóttasvölum og stiga niður á þak 1. hæðar húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
80. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN052154
Sveinn Rafn Eiðsson, Frostaskjól 43, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum sem felast í tilfærslum í innri skipan íbúðar í rishæð á húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
81. Skólavörðustígur 45 (01.182.313) 101910 Mál nr. BN052151
Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45, 101 Reykjavík
Skólavörðustígur 45 ehf, Skólavörðustíg 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og stækka matsal, ásamt því að fjarlægja svalir á bakhlið 1. hæðar og byggja samhangandi flóttasvalir eftir bakhliðinni og austurhlið, í húsi á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.
Stækkun 166,0 ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
82. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN052189
Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir frágangi innanhúss í íbúð 1601, sjá erindi BN045293, í fjölbýlishúsinu Vatnsstíg 22, sem er mhl. 15 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
83. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN052188
Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir frágangi innanhúss í íbúð 1001, sjá erindi BN043991, í fjölbýlishúsinu Lindargata 39 sem er mhl. 14 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
84. Sóleyjargata 13 (01.185.007) 102138 Mál nr. BN050846
Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.
Niðurrif: xx ferm.,xx rúmm.
Stærð: 60,7 ferm., 210,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
85. Sólheimar 29-35 (01.433.503) 105283 Mál nr. BN052160
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta mhl. 01 og mhl. 02 sem 9 íbúðareiningar fyrir hælisleitendur á lóð nr. 29-35 við Sólheima.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
86. Stórhöfði 22 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN052123
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða og einangra suðurhlið mhl. 06 með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 22 við Stórhöfða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
87. Stýrimannastígur 8 (01.135.210) 100459 Mál nr. BN052049
Valerie Christine Bönström, Þýskaland, Sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, m.a. innrétta svefnherbergi, bað og eldhús í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið, gera tvöfalda hurð þar út og útbúa bílastæði norðan við einbýlishús á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2017.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2017.
88. Suðurhlíð 35 (01.788.101) 107558 Mál nr. BN052162
Arnarból ehf, Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að útihurð í mhl. 04, á 1. hæð vesturhliðar, hefur verið fjarlægð í húsi á lóð nr. 35 við Suðurhlíð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
89. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN052111
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að færa aðalinngang, endurnýja glugga á framhlið og bæta við gluggum á bakhlið ásamt því að breyta innra skipulagi og breyta mötuneyti í framreiðslueldhús í húsi á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
90. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN051975
Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að hætt er við starfsmannarými í Klaustur Downtown Bar og er þar komið fyrir kæli, starfsmannaaðstaða er flutt í rými 0101 sem tilheyrir Kvosin Downtown hótel, til að byggja tvær geymslur, mhl. 02 og 04 og stækka sorpskýli sem verður mhl. 05 á lóð nr. 3 við Templarasund.
Bréf frá umsækjanda ódagsett og bréf frá hönnði dags. 15. nóvember 2016 fylgja erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.Stærð mhl. 02: 7,4 ferm., 22,2 rúmm.
Mhl. 04: 5,1 ferm., 15,3 rúmm.
Mhl. 05: 14,4 ferm., 43,2 rúmm.
Samtals stækkun: 29,9 ferm., 80,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. desember 2016.
91. Túngata 8 (01.136.510) 100600 Mál nr. BN052071
Guðmundur Rúnar Pétursson, Bandaríkin, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m.a. hefur gólf í hluta kjallara verið lækkað, innréttuð böð og snyrting, breytt innra skipulagi og innréttað bað á 2. hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Túngötu.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
92. Vagnhöfði 17 (04.063.101) 110637 Mál nr. BN052172
Vagnhöfði 17 ehf., Hófgerði 2, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu til vesturs, einangra og klæða útveggi eldra húss og viðbyggingar með loftræstri aluzinkklæðningu, endurnýja þakjárn, breyta innra skipulagi og innrétta 14 sjálfstæð tveggja hæða rými fyrir atvinnurekstur í húsi á lóð nr. 17 við Vagnhöfða.
Stækkun: 674,6 ferm., 1.770,4 rúmm.
Eftir stækkun: 1.689,8 ferm., 5.931,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
93. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN052109
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta heilsustúdíó, nudd, fót- og naglasnyrtingu, á 1. hæð í rými 0101 með starfsmannaaðsöðu í kjallara í húsi á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
94. Víðinesvegur 30 (36.375.101) 125773 Mál nr. BN052094
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr heilsuhæli í gistiskála í flokki ? - tegund ? fyrir allt að 100 manns, ásamt breytingum á innra fyrirkomulagi sem felast í að koma fyrir fleiri herbergjum, sturtum og snyrtingum í húsi á lóð nr. 30 við Víðinesveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
95. Þverholt 15 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN052181
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047340 sem felst í að sótt er um leyfi fyrir möstrum á þaki húss nr. 19 vegna fjarskiptaþjónustu Símans og Vodafone ásamt breytingum á matshlutum 03, 04 og 07 sem felast í niðurfellingu svalaskýla, breytingum á stærðum íbúða í mhl. 04, breytingum á geymsluveggjum, tilfærslum á gluggum og smávægilegum breytingum innanhúss í húsum á lóð nr. 15 við Þverholt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
96. Öldugata 55 (01.134.304) 100353 Mál nr. BN051872
Kristín Norðfjörð, Geitastekkur 5, 109 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047165 sem felst í að koma fyrir eldhúskróki í þvottaherbergi/geymslu í risi íbúðarhúss á lóð nr. 55 við Öldugötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22.12. 2016 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
97. Dugguvogur 1A (01.452.304) 105613 Mál nr. BN052212
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Súðarvogur 4, 6, 12 og Dugguvogur 1A og 2, alls fimm lóðir, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. "Bráðabirgða breytingablað 1.450.3,, 1.452.0, 1.452.1 og 1.452.3" og "Bráðabirgða lóðarblað 1.452.0 og 1.452.1", dagsettum 09. 01. 2017.
Lóðin Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) er 7746 m², bætt er 6898 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 4 ( staðgr. 1.450.301, landnr. 105598), bætt er 5510 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 6 ( staðgr. 1.452.101, landnr. 105606), bætt er 2484 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610), bætt er 1000 m² við lóðina frá Dugguvogi 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin ( bráðabirgðalóð) verður 23639 m² og verður endurnúmeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Lóðin Súðarvogur 4 (staðgr. 1.450.301, landnr. 105598) er 6898 m², teknir eru 6898 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6 (staðgr. 1.452.101, landnr. 105606) er 5510 m², teknir eru 5510 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) , lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6A (staðgr. 1.452.102, landnr. 105607) er 50 m² og verður óbreytt.
Lóðin Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610) er 2485 m², teknir eru 2485 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Dugguvogur 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613) er 1000 m², teknir eru 1000 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
ATH! Þessir uppdrættir er hvorki í samræmi við gildandi deiliskipulag né það deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 24.11.2016 og er nú í afgreiðslu hjá skipulagsstofnun. Uppdrættirnir er gerður að beiðni Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna væntanlegra lóðamarkabreytinga á lóðunum Súðarvogur 1, 2, 3, 4, 6, 7, 12 og Dugguvogur 1, 1A, 2 og 4, á grundvelli deiliskipulagsins sem samþykkt var í borgarráði þann 24. 11.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
98. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN052208
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Súðarvogur 4, 6, 12 og Dugguvogur 1A og 2, alls fimm lóðir, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. "Bráðabirgða breytingablað 1.450.3,, 1.452.0, 1.452.1 og 1.452.3" og "Bráðabirgða lóðarblað 1.452.0 og 1.452.1", dagsettum 09. 01. 2017.
Lóðin Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) er 7746 m², bætt er 6898 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 4 ( staðgr. 1.450.301, landnr. 105598), bætt er 5510 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 6 ( staðgr. 1.452.101, landnr. 105606), bætt er 2484 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610), bætt er 1000 m² við lóðina frá Dugguvogi 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin ( bráðabirgðalóð) verður 23639 m² og verður endurnúmeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Lóðin Súðarvogur 4 (staðgr. 1.450.301, landnr. 105598) er 6898 m², teknir eru 6898 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6 (staðgr. 1.452.101, landnr. 105606) er 5510 m², teknir eru 5510 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) , lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6A (staðgr. 1.452.102, landnr. 105607) er 50 m² og verður óbreytt.
Lóðin Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610) er 2485 m², teknir eru 2485 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Dugguvogur 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613) er 1000 m², teknir eru 1000 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
ATH! Þessir uppdrættir er hvorki í samræmi við gildandi deiliskipulag né það deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 24.11.2016 og er nú í afgreiðslu hjá skipulagsstofnun. Uppdrættirnir er gerður að beiðni Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna væntanlegra lóðamarkabreytinga á lóðunum Súðarvogur 1, 2, 3, 4, 6, 7, 12 og Dugguvogur 1, 1A, 2 og 4, á grundvelli deiliskipulagsins sem samþykkt var í borgarráði þann 24. 11.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
99. Súðarvogur 12 (01.452.301) 105610 Mál nr. BN052211
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Súðarvogur 4, 6, 12 og Dugguvogur 1A og 2, alls fimm lóðir, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. "Bráðabirgða breytingablað 1.450.3,, 1.452.0, 1.452.1 og 1.452.3" og "Bráðabirgða lóðarblað 1.452.0 og 1.452.1", dagsettum 09. 01. 2017.
Lóðin Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) er 7746 m², bætt er 6898 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 4 ( staðgr. 1.450.301, landnr. 105598), bætt er 5510 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 6 ( staðgr. 1.452.101, landnr. 105606), bætt er 2484 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610), bætt er 1000 m² við lóðina frá Dugguvogi 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin ( bráðabirgðalóð) verður 23639 m² og verður endurnúmeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Lóðin Súðarvogur 4 (staðgr. 1.450.301, landnr. 105598) er 6898 m², teknir eru 6898 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6 (staðgr. 1.452.101, landnr. 105606) er 5510 m², teknir eru 5510 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) , lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6A (staðgr. 1.452.102, landnr. 105607) er 50 m² og verður óbreytt.
Lóðin Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610) er 2485 m², teknir eru 2485 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Dugguvogur 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613) er 1000 m², teknir eru 1000 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
ATH! Þessir uppdrættir er hvorki í samræmi við gildandi deiliskipulag né það deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 24.11.2016 og er nú í afgreiðslu hjá skipulagsstofnun. Uppdrættirnir er gerður að beiðni Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna væntanlegra lóðamarkabreytinga á lóðunum Súðarvogur 1, 2, 3, 4, 6, 7, 12 og Dugguvogur 1, 1A, 2 og 4, á grundvelli deiliskipulagsins sem samþykkt var í borgarráði þann 24. 11.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
100. Súðarvogur 4 (01.450.301) 105598 Mál nr. BN052209
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Súðarvogur 4, 6, 12 og Dugguvogur 1A og 2, alls fimm lóðir, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. "Bráðabirgða breytingablað 1.450.3,, 1.452.0, 1.452.1 og 1.452.3" og "Bráðabirgða lóðarblað 1.452.0 og 1.452.1", dagsettum 09. 01. 2017.
Lóðin Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) er 7746 m², bætt er 6898 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 4 ( staðgr. 1.450.301, landnr. 105598), bætt er 5510 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 6 ( staðgr. 1.452.101, landnr. 105606), bætt er 2484 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610), bætt er 1000 m² við lóðina frá Dugguvogi 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin ( bráðabirgðalóð) verður 23639 m² og verður endurnúmeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Lóðin Súðarvogur 4 (staðgr. 1.450.301, landnr. 105598) er 6898 m², teknir eru 6898 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6 (staðgr. 1.452.101, landnr. 105606) er 5510 m², teknir eru 5510 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) , lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6A (staðgr. 1.452.102, landnr. 105607) er 50 m² og verður óbreytt.
Lóðin Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610) er 2485 m², teknir eru 2485 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Dugguvogur 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613) er 1000 m², teknir eru 1000 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
ATH! Þessir uppdrættir er hvorki í samræmi við gildandi deiliskipulag né það deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 24.11.2016 og er nú í afgreiðslu hjá skipulagsstofnun. Uppdrættirnir er gerður að beiðni Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna væntanlegra lóðamarkabreytinga á lóðunum Súðarvogur 1, 2, 3, 4, 6, 7, 12 og Dugguvogur 1, 1A, 2 og 4, á grundvelli deiliskipulagsins sem samþykkt var í borgarráði þann 24. 11.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
101. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN052210
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Súðarvogur 4, 6, 12 og Dugguvogur 1A og 2, alls fimm lóðir, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. "Bráðabirgða breytingablað 1.450.3,, 1.452.0, 1.452.1 og 1.452.3" og "Bráðabirgða lóðarblað 1.452.0 og 1.452.1", dagsettum 09. 01. 2017.
Lóðin Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) er 7746 m², bætt er 6898 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 4 ( staðgr. 1.450.301, landnr. 105598), bætt er 5510 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 6 ( staðgr. 1.452.101, landnr. 105606), bætt er 2484 m² við lóðina frá lóðinni Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610), bætt er 1000 m² við lóðina frá Dugguvogi 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin ( bráðabirgðalóð) verður 23639 m² og verður endurnúmeruð samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.
Lóðin Súðarvogur 4 (staðgr. 1.450.301, landnr. 105598) er 6898 m², teknir eru 6898 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6 (staðgr. 1.452.101, landnr. 105606) er 5510 m², teknir eru 5510 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) , lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Súðarvogur 6A (staðgr. 1.452.102, landnr. 105607) er 50 m² og verður óbreytt.
Lóðin Súðarvogur 12 (staðgr. 1.452.301, landnr. 105610) er 2485 m², teknir eru 2485 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
Lóðin Dugguvogur 1A (staðgr. 1.452.304, landnr. 105613) er 1000 m², teknir eru 1000 m² af lóðinni og bætt við lóðina Dugguvogur 2 ( staðgr. 1.452.001, landnr. 105605), lóðin verður 0 m² og verður afskráð í fasteignaskrá.
ATH! Þessir uppdrættir er hvorki í samræmi við gildandi deiliskipulag né það deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 24.11.2016 og er nú í afgreiðslu hjá skipulagsstofnun. Uppdrættirnir er gerður að beiðni Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, vegna væntanlegra lóðamarkabreytinga á lóðunum Súðarvogur 1, 2, 3, 4, 6, 7, 12 og Dugguvogur 1, 1A, 2 og 4, á grundvelli deiliskipulagsins sem samþykkt var í borgarráði þann 24. 11.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
Fyrirspurnir
102. Efstasund 65 (01.410.111) 104994 Mál nr. BN052133
Stefán Róbert Steed, Efstasund 65, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja rishæð eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 65 við Efstasund.
Lagðar eru fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 16. september og 6. október 2016.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2016.
103. Hamarshöfði 6 (04.061.503) 110625 Mál nr. BN052146
Breyting ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera stiga í 0102 og innrétta skrifstofur á efri hæð í tveimur austustu hlutum atvinnuhúss á lóð nr. 6 við Hamarshöfða.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði. Gera betur grein fyrir erindinu.
104. Haukdælabraut 66 (05.114.802) 214809 Mál nr. BN052051
Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík
Spurt er hvort reisa megi steyptan, stallaðan stoðvegg með fallvörnum á lóðarmörkum að borgarlandi, færa heitan pott að honum og byggja 25-40 m2 steypt skyggni yfir pottinn, 120 cm yfir nærliggjandi landi, með gróðurþekju að ofan og gustlokun á hliðum, við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
105. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN052164
Andri Már Engilbertsson, Arahólar 6, 111 Reykjavík
Ólafía Kristjánsdóttir, Arahólar 6, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að opna húðflúrstofu í rými 0301 sem var notað undir skrifstofur í húsinu á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
106. Langholtsvegur 33 (01.357.008) 104397 Mál nr. BN052177
Guðmundur G Símonarson, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu og hækka einbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 33 við Langholtsveg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
107. Sólvallagata 72 (01.134.512) 100396 Mál nr. BN052032
Sæmundur Unnar Sæmundsson, Hesthamrar 9, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár íbúðir í sambýlishúsi á lóð nr. 72 við Sólvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2016.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2016.
108. Stuðlasel 14 (04.923.501) 112630 Mál nr. BN052141
Grímur Valdimarsson, Boðaþing 1, 203 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að lengja stofn skólplögn til þess að setja upp veggklósett í einbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Stuðlasel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
109. Súðarvogur 36 (01.454.401) 105639 Mál nr. BN052014
Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja stálstiga utandyra, þar sem núverandi útistigi er brattur og háll á vetrum, við hús á lóð nr. 36 við Súðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2017.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 15.03
Nikulás Úlfar Másson
Björgvin Rafn Sigurðarson Sigríður Maack
Sigrún Reynisdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir