Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 174

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 22. september kl. 09:00, var haldinn 174. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þór Þorsteinsson, Björn Ingi Hrafnsson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Ingi Sveinsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Ívar Pálsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Útilistaverk, við Iðnskólann í Reykjavík Mál nr. SN040480
Lagt fram bréf frá Listasafni Reykjavíkur, dags. 10. september 2004, varðandi staðsetningu listaverks sem er gjöf til Iðnskólans í Reykjavík í tilefni að 100 ára afmæli skólans.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetninguna.

2. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, deiliskipulag lóðar Mál nr. SN040108
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa vegna deiliskipulags lóðar Vogaskóla, dags. 7.06.04. Einnig lagt fram að nýju bréf Fasteignastofu, dags. 25.02.04. Málið var í auglýsingu frá 14. júlí til 25. ágúst 2004. Athugasemdabréf barst frá Sigurði Halldórssyni arkitekt og Má Vilhjálmssyni rektor Menntaskólans við Sund, dags. 23.08.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. september 2004.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

3. Langagerði 122, skilmálar (01.833.1) Mál nr. SN040336
Lagðir fram skilmálar skipulagsfulltrúa að lóðinni, dags. 17. september 2004. Einnig lögð fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 10.06.04 og bréf Styrktarfélags vangefinna, dags. 24.11.03.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða skilmála.

Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:14.

4. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á aðalskipulagi (01.6) Mál nr. SN040496
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2004, að breytingu á aðalskipulagi á miðsvæði M5 við Hlíðarenda, milli Bústaðavegar og Hlíðarfótar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

5. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN040439
Lögð fram tillaga Alark arkitekta, dags. 20.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda ásamt greinargerð Verkfræðistofu um hljóðvist, dags. 2.07.04. Einnig lagður fram viðauki við samning Vals og Reykjavíkurborgar frá 11. maí 2002 og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 16.09.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að við tímasetningu framkvæmda og uppbyggingar svæðisins verði haft náið samráð við Fræðslumiðstöð vegna skólahúsnæðis.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu. Ítrekuð er þó sú skoðun að heppilegra hefði verið að hafa fleiri íbúðir en gert er ráð fyrir í skipulaginu.

6. Skeifan 5, bensínsjálfsafgreiðsla (01.461.0) Mál nr. SN040462
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar, dags. 25.08.04, varðandi bensínsjálfsafgreiðslu á lóð nr. 5 við Skeifuna ásamt umboði lóðarhafa Skeifunnar 5, dags. 6.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. september 2004.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltúa að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem auglýst verður til kynningar þegar hún berst.

7. Skútuvogur 2, deiliskipulag (01.420.6) Mál nr. SN030439
Lögð fram umsókn Barðans ehf, dags. 16.09.04, að deiliskipulagi lóðar Skútuvogar 2 vegna bílastæðapalls, ásamt uppdr. teiknistofu Karls-Erik Rocksen, dags sept. 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

8. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi (01.220.1)
Mál nr. SN040250
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um bókun borgarráðs 22.06.04 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 2.06.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reitum 1.220.1 og 1.220.2, Vélamiðstöðvarreit (Skúlatúnsreit eystri). Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til frekari skoðunar.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar fyrri afgreiðslu nefndarinnar frá 2. júní 2004 um að tillagan verði auglýst til kynningar.
Vísað til borgarráðs.

9. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN040484
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskiplagi ásamt skilmálum, dags. 16.09.04, að lóð D við Sléttuveg.
Jákvætt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli framlagðra gagna.

10. Sogavegur, deiliskipulag Mál nr. SN040275
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Guðfinnu Thordarson arkitekts að deiliskipulagi Sogavegar dags. 27.05.2004. Auglýsingin stóð yfir frá 28. júlí til 8. september 2004. Lagðar fram athugasemdir Gunnars Böðvarssonar Sogavegi 212, dags. 11.08.04,  Davíðs Blöndal, Aflagranda 20, dags. 25.08.04, Ingu Láru Þórisdóttur og Mínervu Alfreðsdóttur, Sogavegi 166, dags. 07.09.04, Elínu Jóhönnu Másdóttur, Hamarsgerði 6, dags. 07.09.04, Borghildar Maack, Sogavegi 103, dags. 07.09.04, Guðmundar R. Óskarssonar, Hamarsgerði 8, dags. 06.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14.09.04.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgrráðs.

11. Steinagerði 4, (01.816.1) Mál nr. SN040477
Lagt fram bréf Sigurðar Kjartanssonar, dags. 9.09.04, með málskoti vegna afgreiðslu embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2004 vegna Steinagerðis 4.
Jákvætt að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn.

12. Bíldshöfði 6, breyting á deiliskipulagi (04.059.3) Mál nr. SN040370
Lögð fram tillaga teiknistofunnar ARKO, dags. í júlí 2004, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Bíldshöfða.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

13. Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN040453
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 13.08.04, að breytingu á deiliskipulagi í Elliðaárdal, vegna settjarna við Sævarhöfða. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 25.08.04 og bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9.09.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

14. Kjalarnes, Lykkja, heilunar- og menntasetur Mál nr. SN040369
Lagt fram bréf Guðspekisamtakanna Nýju Avalon miðstöðvarinnar, dags. 5. júlí 2004, varðandi fyrirspurn vegna byggingar heilunar- og menntaseturs á landi Lykkju 1 á Kjalarnesi.
Jákvætt að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í sarmæmi við fyrirspurn sem auglýst verður til kynningar þegar hún berst.

15. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi (04.1)
Mál nr. SN040488
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 16.09.04, að breytingu á deiliskipulagi við Grafarlæk, Stekkjarmóa og Djúpadal.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni Reykjavíkurborgar og lóðarhafa.

16. Naustavogur 15 - Snarfari, deiliskipulag lóðar (01.45) Mál nr. SN040286
Lögð fram tillaga Ok arkitekta, dags. 17.05.04, að deiliskipulagi lóðar Snarfara nr. 15 við Naustavog. Einnig lögð fram umsögn umhverfis og heilbrigðisnefndar, dags. 30. ágúst 2004.
Framlögð tillaga samþykkt. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni Reykjavíkurborgar og umsækjanda.
Vísað til borgarráðs.

17. Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag Mál nr. SN040157
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga og skilmálar  Björns Ólafs og VA arkitekta, dags. júní 2004, að deiliskipulagi íbúðahverfis í Úlfarsfelli. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13.05.04. Auglýsingin stóð yfir frá 14. júlí til 25. ágúst 2004. Athugasemdir bárust frá:  Rúnari Lárussyni og Þórdísi Lárusdóttur, dags. 29.07.04, Kristjáni Friðgeirssyni og Guðbjörgu Thoroddsen, dags. 13.08.04, Emil Erni Kristjánssyni, f.h. Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 16.08.04, eigendum landareignarinnar Árskógar, dags. 03.08.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 20. sept. 2004, umsögn verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs dags. 16.09.2004, ásamt umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 21. september 2004.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni og vísa í fyrri bókun. Fulltrúar Sjálfstæðismanna vekja athygli á að ekki var haft samráð við landeigendur við gerð skipulagsins eins og fram kemur í athugasemdum. Einnig er rétt að vekja athygli á að á fundinum var enn og aftur staðfest að gert er ráð fyrir að tvöfalda Hallsveg ef skipulagið nær fram að ganga. Það er því ljóst að stefnt er að hraðbraut í gegnum Grafarvogshverfið. Fulltrúar Sjálfstæðsflokksins ítreka þá skoðun sína að skynsamlegra væri að leggja áherslu á strandbyggð í stað heiðabyggðar.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Eins og komið hefur fram í samgöngunefnd og víðar er gert ráð fyrir tveggja akreina Hallsvegi. Ekkert annað liggur fyrir á þessari stundu. Öllu tali um hraðbraut í gegnum Grafarvog er því vísað á bug.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks standa fast við fyrri bókun og undrast mjög svarbókun Reykjavíkurlistans.

18. Skógarás 20, breyting á deiliskipulagi (04.386.5) Mál nr. SN040419
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Sveinbjörnssonar ark., dags. 12.08.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 20 við Skógarás. Málið var í kynningu frá 18. ágúst til 15. september 2004. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

19. Pósthússtræti 2, Tryggvagata 28, fyrirhugaðar breytingar (01.140.1) Mál nr. SN040402
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags 11.08.04 ásamt uppdr. Arkís, dags. 15.06.04 og bréf Landwell ehf, dags. 22.07.04, varðandi fyrirhugaðar breytingar á fasteignunum Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28. Athugasemdabréf barst frá Landwell f.h. eigenda fasteignanna Hafnarstrætis 9 og 11, dags. 09.09.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 22.09.04.
Með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu er byggingarleyfisþætti málsins vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að vinna breytingu á deiliskipulagi varðandi sameiningu lóðanna að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28 sem grenndarkynnt verði fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

20. Skólabrú 1, breyting á deiliskipulagi (01.140.5) Mál nr. SN040413
Að lokinni grenndarkynningu er lagður fram að nýju uppdráttur Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 4.08.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Skólabrú. Málið var í kynningu frá 10. ágúst til 7. september 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

(B) Byggingarmál

21. Afgreiðslufundur byggingarfulltúa, fundargerð Mál nr. BN030166
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 316 frá 21. september 2004.

22. Bræðraborgarst 43, íbúð í risi 0401 (01.139.119) Mál nr. BN029266
Gunnar Eiríksson, Heiðargerði 43, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. júní 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á vesturþekju, breyta rými 0401 í íbúð og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóð nr. 43 við Bræðraborgarstíg, samkv. uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 12.02.03 og skuggavarpi, dags. 12.02.03.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 9. júní til 7. júlí 2004. Athugasemdabréf barst frá Helgu Ólafsdóttur, Sólvallagötu 47, dags. 28.06.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. sept. 2004.
Stærð: Stækkun 4. hæðar (kvistur) 5,7 ferm., 9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 486
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

23. Guðríðarstígur 2-4, atvinnuhúsnæði (04.121.301) Mál nr. BN030148
Fróðengi ehf, Hamravík 62, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt skrifstofu- og verslunarhús allt einangrað að utan og klætt að mestu með glerklæðningu og grásvörtum veggflísum á lóð nr. 2-4 við Guðríðarstíg.
Bréf verkfræðistofunnar Ferill ódags. fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð 864,1 ferm., 2. hæð 858,2 ferm., 3. hæð 858,2 ferm., samtals 2580,5 ferm., 10539,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 569.128
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

24. Ránargata 16, heimag.+viðb. (01.136.023) Mál nr. BN029148
Þórður B Benediktsson, Hvassahraun 13, 190 Vogar
Sonja Knútsdóttir, Vallarbraut 1, 220 Hafnarfjörður
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 10. ágúst 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu yfir svalir þakhæðar, byggja kvist á norðurþekju þakhæðar og breyta innra skipulagi allra hæða einbýlishússins á lóð nr. 16 við Ránargötu.
Erindinu fylgja bréf lögfræði og stjórnsýslu dags. 1. júní 2004, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2004 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2004. Málið var í kynningu frá 18. ágúst til 15. september 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun þakhæðar 64 ferm., 121,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.556
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

25. Vínlandsleið 1, atvinnuhúsnæði (04.111.401) Mál nr. BN030149
Húsasmiðjan hf, Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verslunarhús ásamt byggingarvöru- og timburlager úr stáli klæddu stál- og viðarklæðningu á lóðinni nr. 1 við Vínlandsleið.
Húsið er að mestu á einni hæð en anddyris- og skrifstofuhluti þess er þrjár hæðir.
Brunahönnun dags. í september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð 7225,0 ferm., 2. hæð 203,6 ferm., 3. hæð 276,8 ferm.
Samtals 7705,4 ferm. og 53027,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.863.501
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(D) Ýmis mál

26. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 1., 10. og 17. september 2004.

27. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, lóðarafmörkun (04.350.9) Mál nr. SN030245
Lagt fram bréf Nestor lögmanna, dags. 13. september 2004, varðandi afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar vegna Árbæjarbletts 52.

28. Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, breytt deiliskipulag (04.25) Mál nr. SN040304
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 7. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 25. f.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal.

29. Hátún 6, kæra (01.235.3) Mál nr. SN040485
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 25. maí 2004 og bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. maí 2004, varðandi kæru eigenda að Hátúni 6b vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar að Hátúni 6. Einnig lagður fram tölvupóstur formanns úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. september 2004, þar sem kæran er afturkölluð.

30. Mjóstræti 10, stöðvun framkvæmda (01.136.533) Mál nr. BN030160
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 17. september 2004 vegna stöðvunar framkvæmda.
Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir stöðvun byggingarfulltrúa.

31. Rauðagerði 25-27, breyting á deiliskipulagi (01.821.2) Mál nr. SN030387
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. september 2004 á bóku skipulags- og byggingarnefndar frá 31. f.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-27 við Rauðagerði.

32. Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra (01.170.1) Mál nr. SN020360
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 02.10.02, varðandi kæru vegna deiliskipulags miðborgarinnar, reit 1.170.1 og 1.170.2. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2004.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

33. Sigtún 38, breyting á deiliskipulagi (01.366.0) Mál nr. SN040445
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. september 2004 á bóku skipulags- og byggingarnefndar frá 31. f.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 38 við Sigtún.

34. Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, kæra (01.250.1) Mál nr. SN030379
Lagt fram að bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16.09.03, varðandi kæru Skipholts ehf., dags. 11.12.02, á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 24.04.02 um breytingu deiliskipulags við Skipholt. Einnig lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. september 2004.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

35. Spítalastígur 4B, kæra (01.184.008) Mál nr. BN027313
Lagt fram að nýju bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 13. apríl 2003, mál nr. 19/2003, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar 2003 um að synja kröfu kærenda um niðurrif tengibyggingar milli bakhúss og íbúðarhúss að Spítalastíg 4B. Einnig lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 10. júní 2004. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6.09.04.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

36. Þingholtsstræti 5, kærur Mál nr. SN040039
Lögð fram 2 bréf úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, dags. 15. janúar 2004, ásamt ljósritum af tveimur kærum, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 26. nóvember 2003 á umsókn um að veita leyfi til að innrétta veitingastað á 1. hæð á lóðinni nr. 5 við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2004.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

37. Fyrirspurn, Guðlaugur Þór Þórðarson Mál nr. SB040009
Guðlaugur Þór Þórðarsson spurðist fyrir um erindi Landsspítala háskólasjúkrahúss  
varðandi barna- og unglingageðdeild að Leirulæk 12.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar, gerði grein   
fyrir stöðu málsins og upplýsti að það væri til meðferðar hjá embætti skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:35.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Alfreð Þór Þorsteinsson
Björn Ingi Hrafnsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Halldór Guðmundsson Kristján Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 21. september kl. 10:00 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 316. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 8-10, Br. á 1. h (01.140.404) Mál nr. BN030073
Langastétt ehf, Austurstræti 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta leikfimisal á 1. hæð í verslunarrými ásamt innri veitingasal fyrir Thorvaldsenbar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Béf umsækjanda dags. 16. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bergstaðastræti 32B, reyndarteikn, áðurg. íb. (01.184.321) Mál nr. BN030152
Halldóra Geirharðsdóttir, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík
Nicolas Pétur Blin, Bergstaðastræti 32b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 32 við Bergstaðastræti.
Gerð er grein fyrir breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi og áður gerðri íbúð á jarðhæð hússins.
Virðingargjörð dags. 29. janúar 1945 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa (v. fyrirspurnar) dags. 28. maí 2003 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bíldshöfði 20, lyftu- og stigahús, viðbygging, innra frkl o.fl. (04.065.101)
Mál nr. BN029826
Bíldshöfði ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri við suðurhlið, setja upp nýja lyftu milli kjallara og þriðju hæðar, nýjan stiga og nýjan rúllustiga milli annarrar og þriðju hæðar, innrétta fjórðu hæð fyrir skrifstofur fyrir allt að 50 starfsmenn, byggja tvo sólskála á fjórðu og tæknirými á fimmtu hæð ásamt tilheyrandi útlitsbreytingum í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 20 við Bíldshöfða.
Stækkun: 130,7 ferm. og 428,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 23.139
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bjarmaland 19, stækka hús (01.854.102) Mál nr. BN030115
Unnur Ágústsdóttir, Kaldalind 11, 201 Kópavogur
Magnús Arnarsson, Kaldalind 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu að norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi  hússins á lóðinni nr. 19 við Bjarmaland.
Stærð: Stækkun 22,6 ferm. og 54,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.948
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Bolholt 6-8, br. opnun á hurðum o.fl. (01.251.203) Mál nr. BN030015
Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta opnun hurða að stigahúsum og færa brunaslöngu á 4. hæð fjöleignarhúss nr. 6 á lóð nr. 4-6 við Bolholt.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Borgartún 17, nýbygging - niðurrif (01.217.701) Mál nr. BN030072
Kaupþing Búnaðarbanki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja að mestum hluta húsið á lóðinni nr. 17 við Borgartún og byggja fjögurra hæða skrifstofuhúsnæði (matshl. 03) sem tengist húsinu nr. 19 (matshl. 01) á sameinaðri lóð nr. 17-19 við Borgartún.
Stærð: Niðurrif xx
Nýbygging xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 24, br. loftræstirör og gaskútar. (01.221.101) Mál nr. BN030099
Atlas hf, Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Maður lifandi ehf, Heiðarási 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella niður loftræstirör á suðurhlið og færa til gaskútaskáp veitingahússins í húsinu (matshl.04) á lóðinni nr. 24 við Borgartún.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8. Borgartún 25, br. inni í lagnastokk (01.218.101) Mál nr. BN030145
Íslenskir aðalverktakar hf, Keflavíkurflugvelli, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til þess að fella niður skilveggi í lagnastokk á öllum hæðum atvinnuhússins á lóð nr. 25 við Borgartún.
Bréf brunahönnuðar dags. 9. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Borgartún 28, fjölgun eininga ofl. (01.230.101) Mál nr. BN030143
Björninn ehf, Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum í matshluta 05 (framhús) á lóðinni nr. 28 við Borgartún. Jafnframt verði stiga milli kjallara og fyrstu hæðar í suðurhluta hússins lokað.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 15. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Breiðavík 83, stoðveggur (02.352.501) Mál nr. BN030133
Hlynur Örn Gissurarson, Breiðavík 83, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta skjólveggi á lóð og að lóðarmörkum hússins á lóðinni nr. 83 við Breiðuvík. Jafnframt er gerð grein fyrir breytingu á útliti hornglugga í stofu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Einarsnes 36, skyggni, svalir o.fl. (01.672.001) Mál nr. BN030139
Verslunin Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Hjördís Andrésdóttir, Einarsnes 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi kjallara, 1. og 2. hæðar ásamt leyfi til þess að byggja skyggni yfir götuhlið verslunar á 1. hæð og svalir fyrir íbúð 2. hæðar á bakhlið matshluta 01 á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna dags. 10. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Elliðavatnsblettur 101, nýtt sumarhús við Helluvatn (08.1--.-96) Mál nr. BN029876
Hrafn Gunnlaugsson, Laugarnestangi 65, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt sumarhús á kjallara og sökklum sem eftir stóðu við Helluvatn þegar fyrra sumarhús á lóðinni nr. 101 við Elliðavatnsblett brann ofan af þeim. Húsið verði að hluta byggt úr steinsteypu með torfi á þaki og að hluta úr timbri með vatnsklæðningu að utan. Einnig lagðir fram uppdr. Úti og inni, dags. 21.07.04 ásamt bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9.09.04.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 22. júlí 2004, samþykki meðlóðarhafa áritað á teikningu dags. 5. ágúst 2004.
Stækkun: 60,3 ferm. og 214.3 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með skilyrði að gengið verði frá rotþró í samráði við umhverfis- og heilbrigðisstofu og skal þeirri framkvæmd lokið áður en húsið er tekið í notkun.
Samþykktin tekur ekki til afmörkunar lóðar.

13. Faxagarður, vakthús Mál nr. BN030162
Reykjavíkurhöfn, Tryggvag Hafnarhúsi, 101 Reykjavík
Reykjavíkurhöfn sækir um leyfi til þess að staðsetja vakthús á efsta hluta Faxagarðs. Óskað er eftir að leyfið verði tímabundið til 1. júlí 2006 eða þar til að nýtt deiliskipulag svæðisins er fullbúið.
Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 16. september 2004.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

14. Fornhagi 22, íbúð í risi (01.543.306) Mál nr. BN030057
Hermann Guðjónsson, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Guðríður S Hermannsdóttir, Bollagarðar 43, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð á rishæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 22 við Fornhaga.
Virðingargjörð dags. 31. janúar 1955 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 14. ágúst 2003 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 13. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

15. Fossaleynir 16, breyting inni (02.467.401) Mál nr. BN030014
Akkorð ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sæmundur Pálsson, Austurberg 30, 111 Reykjavík
Grand-lagnir ehf, Smárarima 88, 112 Reykjavík
Sverrir Pétur Pétursson, Nökkvavogur 33, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja milligólf í einingar 0103-0110 í húsinu nr. 16 við Fossaleyni og breyta innra fyrirkomulagi í öðrum notaeiningum.
Stækkun: 474.7 ferm.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Freyjugata 10, svalir og hurðarop (01.184.525) Mál nr. BN030001
Björg Örvar, Freyjugata 10, 101 Reykjavík
Kristinn Þeyr Magnússon, Fannafold 97, 112 Reykjavík
Hildur Sveinsdóttir, Freyjugata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir við suðvesturhlið 2. og 3. hæðar og setja svaladyr út á verönd á 1. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Freyjugötu.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) og samþykki f.h. eigenda Freyjugötu 10A (á teikningu) fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 01 og 02 dags. 23. ágúst 2004.

17. Gnoðarvogur 44, 44 - íbúð og svalir 2.hæð (01.444.101) Mál nr. BN029284
Björn Leósson, Kjarrhólmi 38, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir íbúð í atvinnurými á annarri hæð hússins nr. 44  á lóðinni nr. 44-46 við Gnoðarvog.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja svalir fyrir íbúðina á suðvesturhlið húss.
Yfirlýsing vegna staðsetningu sorpíláta dags. 27. apríl 2004 og bréf hönnuðar dags. 11. maí 2004 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda í húsi dags. 20. apríl 2004 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grenimelur 39, svalir ofl. (01.524.406) Mál nr. BN030150
Margrét Sigurðardóttir, Grenimelur 39, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir við suðvesturhlið 3. hæðar ásamt leyfi fyrir minniháttar breytingum á innra skipulagi íbúðar 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 39 við Grenimel.
Samþykki meðeigenda dags. 13. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 0407-01, 0407-02 og 0407-03 dags. 10. september 2004.
Lagfæra skráningartöflu.

19. Grettisgata 62, hækkun, viðbygging (01.190.116) Mál nr. BN030071
Eiríkur Óskarsson, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka um eina hæð og stækka til austurs húsið nr. 62 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2003 (v. fyrirspurnar) og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2003 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Gvendargeisli 17-21, nr. 17 loftnet, tækniskápur (05.134.202) Mál nr. BN030137
Átthagar ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Landssími Íslands hf, Ármúla 25, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að staðsetja GSM- loftnet á þaki hússins nr. 17 á lóðinni nr. 17-21 við Gvendargeisla.
Tækjas