Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 174

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 14 desember kl. 9.03, var haldinn 174. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Siguðrsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 9. desember 2016.

Liður nr. 15 og liður nr. 56 í fundargerð skipulagsfulltrúa hefur verð leiðrétt frá því að fundargerðin var send út.

2. Gufunes, hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðis í Grafarvogi  (02.2) Mál nr. SN160149

Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um  framtíðarskipulag Gufunessvæðis Í Grafarvogi. Sex tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina frá arkitektastofum sem valdar voru til þátttöku að undangengnu forvali.  Í áliti dómnefndar segir m.a. að allar tillögurnar sex séu vandaðar og vel unnar. Arkitektastofan jvantspikjer+Felixx hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína. Sjá nánar dómnefndarálit, dags. 7. desember 2016.

Orri Steinarsson arkitekt kynnir. 

Margrét Leifsdóttir arkitekt og fulltrúi Festa Heimir Sigurðsson sitja fundinn undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

3. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi  (01.130.1) Mál nr. SN160933

Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn Festir ehf., mótt. 9. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Héðinsreits.

Kynnt.

Orri Steinarsson arkitekt kynnir. 

Margrét Leifsdóttir arkitekt og fulltrúi Festa Heimir Sigurðsson sitja fundinn undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

4. Svifryk, Styrkur svifryks í desember 2016.   Mál nr. US160292

Kynnt niðurstaða úr mælingum á styrk svifryks í Reykjavík í desember 2016.

Kynnt.

,,Alvarlegt ástand í loftgæðamálum í Reykjavík, sem birtist með mikilum þéttleika svifryks 10. desember, er áhyggjuefni. Mikilvægt er að fara í forvirkar aðgerðir svo sem fræðslu vegna notkunar nagladekkja og afleiðingar á gatnakerfi sem og áhrif mismunandi vélartegunda á mengun og svifryk. Hraðakstur og akstur stórra bifreiða þyrlar svifryki upp og setur það möguleika þess að nota tímabundnar hraðatakmarkanir að hluta í brennidepil. Rykbinding og þrif gatna er valkostur sem jafnframt þarf að nýta."

Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

5. Bragagata 35 og Freyjugata 16, niðurrif húsa og uppbygging á lóða.  (01.186.2) Mál nr. SN160863

Arnar Már Kristinsson, Grenimelur 5, 107 Reykjavík

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 15. nóvember 2016, um rífa núverandi einnar hæðar hús á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og 16 við Freyjugötu og byggja tveggja hæðar hús í þeirra stað, samkvæmt tillögum A og B  Arkþings ehf., dags. 14. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir  og Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá og bóka:

“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, ítreka fyrra álit sitt frá fundi í umhverfis- og skipulagsráði 26. september sl. um að tillaga að uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og nr. 16 við Freyjugötu fellur vel að þeirri byggð sem fyrir er. Auk þess hefur Minjastofnun lagt fram þá umsögn að hún geri ekki athugasemd við niðurrif þeirra tveggja húsa sem fyrir eru. Þau hús eru illa farin og því er betra í þessu tilfelli að byggja nýtt frekar en að byggja við og ofan á þau.”

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Hátún 6A, stækkun lóðar  (01.235.3) Mál nr. SN160852

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Háland ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík

Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs fyrir breytingu á deiliskipulagi Túna, reitur 1.221.3-4, dags. 9. desember  2016. Áætlað er að stækka þann reit og innlima Hátún 6-8 og Nóatún 17 inní þann reit, þannig að umræddur götureitur verður hluti af deiliskipulagi Túnanna. Einnig er erindi Hálands ehf., dags. 8. febrúar 2016, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 6A við Hátún.

Forsögn samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi  (01.184.1) Mál nr. SN160807

Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Arko sf., Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ásmundar Jóhannssonar, mótt. 27. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að stækka 2. hæð hússins að gafli spítalastígs 10 og hækka framhús um eina hæð þannig að framhús verði 3. hæðir, hækka bakbyggingu að gafli Bergstaðastætis 17B um eina hæð þannig að bakbygging verði 2. hæðir og nota hluta þaks bakbyggingar sem flóttaleið og til útivistar., samkvæmt uppdr. Arko., dags. 25. nóvember 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag  (04.6) Mál nr. SN160907

Lögð fram lýsing deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016. Deiliskipulagssvæðið er hluti af gildandi skipulagi Elliðaárdals og er um 17 hektarar að stærð og afmarkast af Stekkjarbakka til suðurs, Höfðabakka til austurs og göngustíg við mislægu gatnamótin við Reykjanesbraut til vesturs.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Breiðholts, Hollvinasamtaka Elliðaárdals, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Borgarsögusafns Reykjavíkur , OR/Veitur, auk eftirfarandi deilda og sviða Reykjavíkurborgar: Samgöngudeild umhverfis- og skipulagssviðs, Heilbrigðiseftirlitið, Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofa náttúru og garða hjá umhverfis- og skipulagssviði. Skrifstofa reksturs og umhirðu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Bergþórugata 5, breyting á deiliskipulagi  (01.190.2) Mál nr. SN160684

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

K.J. hönnun ehf, Kringlunni 7, 123 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yngva Sindrasonar. mótt. 13. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 5 við Bergþórugötu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í fjórar að hámarki og byggja við húsið bæði að vestan- og austanverður innan byggingarreits, þó verður hluti viðbygginga inndreginn og bætt við svölum á suðurhlið, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 1. september 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. nóvember til og með 7. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 6 íbúar að Bergþórugötu 3, dags. 28. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Samþykkt sbr. a- lið 1. gr. í viðauka 1.1. í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi  (01.141.2) Mál nr. SN160497

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. dags. 15. september 2016. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru í við grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja. Einnig er lagt fram minnisblað Glámu Kím, dags. 5. júlí 2016. Tillagan var auglýst frá 7. október til og með 18. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilmar Gunnarsson, dags. 16. nóvember 2016, Ólafur Torfason, Þröstur Ólafsson og Þorsteinn Bergsson f.h. lóðareigenda, dags. 16. nóvember 2016, Þóra Andrésdóttir, dags. 18. nóvember 2016, Jónas Örn Jónasson hdl. f.h. Þórsgarðs ehf. og eiganda Kirkjutorgs 6A, dags. 18. nóvember 2016 og Kolbeinn Karl Kristinsson, dags. 19. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.  desember 2016.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá og bóka:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir telja að fyrirhugaðar nýbyggingar við Vonarstræti, Lækjargötu og Skólabrú sem byggja á deiliskipulagi frá árinu 2008 séu stórgerðar í umhverfi sínu. Dregið hefur verið úr byggingarmagni eftir athugasemdir í umhverfis- og skipulagsráði en þessar byggingar taka mikið pláss í umhverfi þar sem byggðin er fíngerð í klassískum stíl eldri borgarbyggðar og mikilvægt að koma sem mest til móts við athugasemdir sem koma úr grenndinni.”

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Hverfisgata 85-91 og 93, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160843

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Rauðsvíkur ehf., mótt. 8. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 85-91 og 93 við Hverfisgötu. Í breytingunni sameining lóðanna og flytja íbúðarheimildir þriggja íbúða af Skúlagötu 30 yfir á Hverfisgötu 95-91, samkvæmt uppdr. Tark. ehf., dags. 9. desember 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 904 frá  13. desember 2016.

13. Garðsendi 9, Svalir - 1.hæð  (01.824.406) Mál nr. BN051960

Bjarni Þröstur Magnússon, Garðsendi 9, 108 Reykjavík

Sunneva Lind Ólafsdóttir, Garðsendi 9, 108 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. hæð með tröppur niður í garð við fjöleignarhús á lóð nr. 9 við Garðsenda. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags.  8. desember 2016.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindi. Gjald kr. 10.100

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 12:00 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi , Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hennar stað.

(C) Fyrirspurnir

14. Úlfarsfell, (fsp) fjarskiptamastur  (02.6) Mál nr. SN130202

Fjarskipti hf., Ármúla 13A, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Fjarskipta hf. dags. 17. apríl 2013 varðandi uppsetningu á 40 m. háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 19. júní 2013 og tölvupóstur Gauta Þorsteinssonar f.h Fjarskipta hf. og Ríkisútvarpsins dags. 14. ágúst 2015 og 7. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram greinargerð Mannvits, dags. í mars 2016, minnisblað Fjarskipta hf., ódags., bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 2. desember 2016 og Fjarskipta hf. og Ríkisútvarpsins ohf., dags. 5. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016 samþykkt. Jafnframt samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að áframsenda gögn málsins til Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals til upplýsingar.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Snorrabraut 54, (fsp) breyting á deiliskipulagi  (01.193) Mál nr. SN160839

Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Páls Hjalta Hjaltasonar, mótt. 7. nóvember 2016,  varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut sem felst í að byggja upp verslun, þjónustu og hótel, samkvæmt ódags. tillögu.  Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Umhverfis- og skipulagsráðs tekur jákvætt í að sótt verði um breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut 54 en með minna byggingarmagni en gert er ráð fyrir skv. teikningum sem fylgja fyrirspurninni eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Austurstræti 10A, (fsp) breyting á efstu hæð hússins  (01.140.4) Mál nr. SN160900

H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri

Form ráðgjöf ehf, Eyrarvegi 4, 600 Akureyri

Lögð fram fyrirspurn arkitektastofunnar Form ráðgjöf ehf., mótt. 29. nóvember 2016, varðandi breytingu á 5. hæð hússins á lóð nr. 10A við Austurstræti sem felst í breytingu á innra fyrirkomulagi íbúðar, nýjum glerskála til norðurs, hækkun á þaki yfir stofu, koma fyrir þakskyggnum á austur og vesturhlið glerskála o.fl., samkvæmt tillögu arkitektastofunnar Form ráðgjöf ehf., dags. 10. ágúst 2016. Einnig er lagt fram bréf Ágústs Hafsteinssonar arkitekts f.h. arkitektastofunnar Form ráðgjöf ehf., dags. 3. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Jákvætt er tekið í breytingar á ytra útliti í samræmi við umsögn skipulagasfulltrúa dags. 8. desember 2016. Ekki er heimilt að reka gistiþjónustu í húsinu.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Austurstræti 17, (fsp) stækkun 6. hæðar til suðurs  (01.140.3) Mál nr. SN160864

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 15. nóvember 2016, um að stækka 6. hæð hússins á lóð nr. 17 við Austurstræti til suðurs þar sem í dag eru svalir,  samkvæmt meðfylgjandi greinargerð THG arkitekta ehf., dags. 15. nóvember 2016 og skýringarmyndum.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 8. desember 2016. 

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurnina og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

18. Grandavegur, lokun fyrir gegnumferð, undirskriftalisti íbúa (USK2016110016)   Mál nr. US160252

Lagður fram tölvupóstur Daggar Hjaltalín, dags. 12. október 2016 ásamt undirskrifarlista íbúa við Grandaveg og nágrenni þar sem óskað er eftir lokun Grandavegar fyrir gegnumumferð og að tekin verði upp tvístefna beggja megin við lokun. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 8. desember 2016.

Samþykkt að tekin verði upp einstefna á Grandavegi til norðvesturs frá Framnesvegi að innkeyrslunni við Grandaveg 41-43 með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Stefán A. Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Réttarháls, stöðubann   Mál nr. US160288

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. desember 2016, þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við Norðurkant Réttarháls frá Hálsabraut að innkeyrslu að Réttarhálsi 2.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Stefán A. Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Vatnsstígur 3, stöðubann   Mál nr. US160289

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. desember 2016, þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við vesturkant Vatnsstígs frá afmörkuðu bílastæði við Vatnsstíg 21 að Lindargötu

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Stefán A. Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Laugavegur 77, stæði fyrir hreyfihamlaða   Mál nr. US160290

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 8. desember 2016, þar sem lagt er til að gerð verði tvö samsíða stæði fyrir hreyfihamlaða við Laugaveg 77.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Stefán A. Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Kvosin, gatnahönnun, kynning   Mál nr. US160293

Kynning á verkefnislýsingu fyrir gatnahönnun Kvosarinnar.

Kynnt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

23. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör   Mál nr. US160284

Lagt fram 9 mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til september 2016. Einnig er lagt fram uppgjör yfir ferðakostnað fyrstu 9 mánuði ársins.

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Norðlingabraut 6, málskot  (04.732.6) Mál nr. SN160856

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Helga M. Hallgrímssonar, dags. 11. nóvember 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 varðandi breytingu á notkun lóðarinnar nr. 6 við Norðlingabraut úr atvinnustarfsemi í íbúðir, samkvæmt frumtillögu Arkþings ehf., ódags.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 staðfest.

Umhverfis- og skipulagsráð bókar:”

“Ráðið tekur jákvætt í að skoða breytingu á landnotkun á skipulaginu til að auka sjálfbærni hverfisins og blöndun.

Þó er tekið undir í umsögn skipulagsfulltrúa að skoða ætti þessar breytingar í stærra skipulagslegu samhengi og gerð hverfisskipulags sem er komin langt á veg, án þess að tefja málið um of.”

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Sævarhöfði 33, Björgun, vegna starfsleyfis   Mál nr. SN160938

Lögð fram beiðni heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. nóvember 2016 um umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Björgunar ehf.um endurnýjun starfsleyfis fyrir starfsemi sína að Stórhöfða 33. Einnig lögð fram til kynningar umsögn verkefnisstjóra aðalskipulags, dags. 9. desember 2016.

Kynnt.

Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Haraldur Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir deildarstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: framfylgd, skýrsla um framfylgd   Mál nr. SN150367

Lögð fram skýrsla um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, dags. 14. desember 2016 ásamt mælikvörðum.

Lagt fram

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

27. Seltjarnarnes, aðalskipulag 2016-2033  (01.51) Mál nr. SN160894

Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa Seltjarnarness, dags. 21. nóvember 2016 ásamt tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 31. október 2016. Tillagan er í auglýsingu með frest til að gera athugasemdir til 31. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 8. desember 2016.

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 8. desember 2016 samþykkt.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

28. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi  (01.513.3) Mál nr. SN150467

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Jón Valgeir Björnsson, Bárugata 37, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. október 2016 þar sem gerðar eru athugasemdir við afgreiðslu erindisins. Einnig er lögð fram breytt greinargerð og skilmálar uppfært 5. desember 2016, ásamt hljóðvistarskýrslu Trivium rjáðgjafa dags. í nóvember 2016, minnisblaði Eflu varðandi hæðarsetningu aðkomuhæðar og flóðamál dags. 28. nóvember 2016 og  tölvupóstur siglingasviðs Vegargerðarinnar dags. 2. desember 2016  Einnig lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs,  dags. 9. desember 2016.

Svarbréf skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2016 samþykkt ásamt breyttri greinargerð og skilmálum Kanon arkitekta síðast breytt 5. desember 2016.

Vísað til borgarráðs

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

29. Starhagi, breyting á deiliskipulagi  (01.555) Mál nr. SN130597

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóvember 2016, með athugasemdum varðandi erindið. Einnig er lagður fram uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 30. júní 2016 síðast breytt 12. desember 2016. Einnig er lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. desember 2016.

Svarbréf skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2016 samþykkt ásamt deiliskipulagsuppdráttur Storðar ehf, síðast breytt 12. desember 2016.

Vísað til borgarráðs

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

30. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag  (01.295.4) Mál nr. SN150628

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

iborg ehf., Huldubraut 30, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 25. nóvember 2016, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagssins Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39 í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lagður fram breyttur  deiliskipulagsuppdráttur ALARK dags. 16. desember 2015 síðast breytt 13. desember 2016 ásamt skýringarmyndum og skuggavarpi og svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2016. 

Svarbréf skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2016 samþykkt ásamt deiliskipulagsuppdrætti Alark dags. 13. desember 2016.

Vísað til borgarráðs

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

31. Betri Reykjavík, lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum! (USK2015120053)   Mál nr. US160007

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum skipulagsmál. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2016 samþykkt.

32. Betri Reykjavík, endurnýja léleg hús með uppkaupum og reglugerðum   Mál nr. US160051

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „endurnýja léleg hús með uppkaupum og reglugerðum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum skipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8 desember 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2016 samþykkt.

33. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina,    Mál nr. US160201

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: "Óskað er eftir upplýsingum um fjölda byggingarleyfa sem veitt hafa verið eftir samþykki Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 þar sem fylgt hefur verið eftir markmiðum aðalskipulagsins um að allt að 25% íbúða séu miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið fé í eigið húsnæði. Er óskað eftir upplýsingum á hvaða lóðum slík byggingarleyfi hafa verið veitt og fyrir hve margar íbúðir á hverri lóð fyrir sig." Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. desember 2016.

34. Hallsvegur, ósk um breytingu á götuheiti   Mál nr. US160294

Lögð fram eftirfarandi bókun áheyrnarfulltrúa framsóknar og flugvallarvina á fundi hverfisráðs Grafarvogs þriðjudaginn 11. október 2016: "Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu þ.e. "Hallsvegur " verði framvegis nefndur "Fjölnisbraut". Vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins. Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni glæsilegu Egilshöll og einnig að frístundasvæðinu við Gufunes. Það er því kjörið að vegur þess hafi tengingu í stolt Grafarvogs þ.e. Ungmennafélagið Fjölni."

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

35. Bræðraborgarstígur 23, kæra 141/2016, umsögn, úrskurður  (01.137.0) Mál nr. SN160818

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála ásamt kæru, dags. 1. nóvember 2016, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Bræðraborgarstíg 23. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 3. nóvember 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. desember 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda.

36. Þrastargata 1-11, nr. 5, kæra 126/2016, umsögn, úrskurður  (01.553.1) Mál nr. SN160761

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 21. september 2016 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á lóð nr. 5 við Þrastargötu í Reykjavík. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. nóvember 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. desember 2016. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2016 um að samþykkja leyfi til að byggja við húsið nr. 5 við Þrastargötu.

37. Fiskislóð 31, breyting á deiliskipulagi  (01.089.1) Mál nr. SN160808

Sjávarbakkinn ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

GP-arkitekt ehf., Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. desember 2016, vegna samþykkis borgarráðs dags. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 31 við Fiskislóð.

38. Garðabær, tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, forkynning   Mál nr. SN160812

Garðabær, Pósthólf 40, 212 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. desember 2016, vegna samþykkis borgarráðs dags. 1. desember 2016 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

39. Reykjavíkurflugvöllur flugvallargeiri 4, breyting á deiliskipulagi  (01.6) Mál nr. SN160747

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. desember 2016, vegna samþykkis borgarráðs dags. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

40. Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir, breyting á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði   Mál nr. SN160890

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2016 vegna samþykkis borgarráðs dags. 1. desember 2016 varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði.

41. Eiðsgrandi - Ánanaust, deiliskipulag  (01.5) Mál nr. SN160820

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. desember 2016 vegna samþykkis borgarráðs dags. 1. desember 2016 varðandi deiliskipulag fyrir strandsvæði Eiðsgranda - Ánanaustar.

Fundi slitið kl. 15.55

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 13. desember kl. 10.15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 904. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Harri Ormarsson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur  (01.141.106) 100886 Mál nr. BN051803

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka stigahús milli Kirkjustrætis 8B og 10 sbr. deiliskipulagsbreytingu dags. 19.8. 2016 og sem þjóna mun sem inngangur á 3. hæð og sem flóttaleið í húsi á lóð nr. 8B við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.9. 2016.

Stærðir, breytingar, 11,8 ferm. og 106,5 rúmm. brúttó.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurstræti 14  (01.140.409) 100852 Mál nr. BN051998

Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kaffihúss sem felst í að nýta hurð á austurhlið sem aðalinngang, gera nýtt eldhús á 1. hæð og breyta innréttingum í sal, ásamt breytingum á gestasnyrtingum, eldhúsi og starfsmannaaðstöðu í kjallara í húsi á lóð nr. 14 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Austurvöllur/ Thorvaldsenss  (01.140.418) 100859 Mál nr. BN051995

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp 10,5/8 metra auglýsingaskilti á norðurgafl húss á lóð nr. 11 við Aðalstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.

4. Ásvallagata 27  (01.162.205) 101263 Mál nr. BN051531

Brynjar Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík

Steinunn Thorarensen, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík

Jómar Axel Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti samhliða endurnýjun á þaki, ásamt veggsvölum á bakhlið á 1. og 2. hæð og rishæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Ásvallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.

Stækkun A-rými 0 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Bankastræti 14  (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051954

Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 4. hæð til suðurs í fjöleignarhúsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.

Stækkun A-rými x ferm., x rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.11.2011 við fsp BN0110410.

Samþykki meðeigenda dags. 01.10.2016 fylgir erindi.

Bréf arkitekts dags. 14.11.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

6. Barónsstígur 18  (01.174.214) 101617 Mál nr. BN052047

Yngvi Finndal Heimisson, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli kjallara og 1. hæðar hefur verið fjarlægður og íbúð breytt í tvær gistiíbúðir í notkunarflokki 4 í húsi á lóð nr. 18 við Barónsstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Básendi 12  (01.824.015) 108387 Mál nr. BN051984

Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að þaki var breytt í upphafi sem og gluggum, á sjöunda áratugnum var innréttuð íbúð í kjallara og múrkerfi og einangrun seinna bætt á fjölbýlishúsið á lóð nr. 12 við Básenda.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.. 15.11. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052079

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð og innrétta heilsugæslu ásamt heilsutengdri verslun og þjónustu auk líkamsræktar, í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Stærðir A-rými x ferm., 0 rúmm.

Samþykki eiganda dags. 27.09.2016 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 06.12.2016.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2016 við fyrirspurn BN051741.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Engjateigur 17-19  (01.367.303) 104714 Mál nr. BN051990

Guðbjörg M Hafsteinsdóttir, Breiðagerði 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta fótaaðgerðastofu í rými 0105, þar sem helstu breytingar eru fjölgun vaska í húsinu á lóð nr. 17 við Engjateig.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Engjavegur 7  (01.372.201) 210706 Mál nr. BN050829

Knattspyrnufélagið Þróttur, Engjavegi 7, 104 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir hús fyrir snyrtingar, miða- og veitingahús, fréttamannaskýli ásamt tjaldi fyrir íþróttaiðkendur við Valbjarnarvöll fyrir knattspyrnutímabilið 2017 við gervigrasvöllinn í Laugardal á lóð nr. 7 við Engjaveg.

Erindi fylgir bréf íþróttastjóra Þróttar ódags.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fiskislóð 1  (01.089.501) 203587 Mál nr. BN051969

DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka millipall, koma fyrir lyftu og rúllustiga sem tengir 1. hæð við millipall, færa aðalinngang, bæta við hurð úr nýju verslunarrými, gluggum á 2. hæð austurhlið, breyta skyggni í svalir og koma fyrir flóttastiga frá þeim og flóttastiga frá norðvesturhlið og koma fyrir veitingastað í flokki II, tegund kaffihús fyrir 70 gesti í húsi  á lóð nr. 1 við Fiskislóð .

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu dags. 29. nóv. 2016 Greinargerð hönnuðar dags. 15. nóvember 2016 fylgir með erindi.

Stækkun millipalls: 844,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Frakkastígur 8  (01.172.109) 101446 Mál nr. BN052098

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna uppsteypu á veggjum og plötu yfir kjallara í 4. áf. á lóðinni nr. 8 við Frakkastíg, Frakkastígsreit.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

13. Fríkirkjuvegur 11  (01.183.413) 101973 Mál nr. BN051475

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049604 sem felst í breytingu á aðgengi að kjallara við sunnanvert húsið á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Erindi var grenndarkynnt frá 18. október til og með 15. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún Valdimarsdóttir, Valdimar Helgason og H. Walter Schmitz dags. 12. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. nóvember 2016.

Sjá ennfremur erindi BN050726.

Bréf hönnuða um ábyrgðasvið dags. 05.08.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

14. Grettisgata 53B  (01.174.227) 101630 Mál nr. BN052081

Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0101 og 0102 í mhl. 01 sem er fimm íbúða hús á lóð nr. 53B við Grettisgötu .

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Grjótháls 1-3  (04.302.401) 111016 Mál nr. BN051993

Grjót eignarhaldsfélag ehf., Miðvangi 116, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja opið skýli fyrir úrgang til endurvinnslu við stoðvegg á austur lóðamörkum við hús á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Stækkun: B-rými 45,4 ferm., 156,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

16. Hverfisgata 100B  (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051821

Grímur Bjarnason, Hverfisgata 102, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvennar stálsvalir með eldþolnum botni á íbúðir á 2. og 3. hæð í fjölbýlishúsi  lóð nr. 100B við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 20  (01.171.008) 101354 Mál nr. BN052059

Bjórfélagið ehf., Bankastræti 5, 101 Reykjavík

Hveratorg ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050832 þar sem hætt er við eldhús og í staðinn gerð bjórgeymsla á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 20 við Hverfisgötu.

Bréf frá hönnuði dags. 5. des. 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Hverfisgata 26  (01.171.101) 101367 Mál nr. BN051962

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Mat Bar ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048855 sem felst í því að innrétta veitingastað í flokki 2 - tegund a á 1. hæð ásamt starfsmannaaðstöðu í kjallara í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Samþykki eiganda dags 12.11.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa um að veitingastaðurinn skuli vera opin almenningi allan daginn, a.m.k. frá hádegi. Óheimilt er að fækka inngöngum og byrgja gler í gluggum og um opnunartíma fyrir útgáfu byggingarleyfis.

19. Hverfisgata 88A  (01.174.003) 101559 Mál nr. BN052010

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 og 02 á lóð nr. 88A við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.

Stærð mhl. 01:  214 ferm., 627 rúmm.

Mhl. 02:  37 ferm., 97 rúmm.

Samtals:  251 ferm., 724 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hverfisgata 88B  (01.174.004) 101560 Mál nr. BN052009

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 88B við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.

Stærðir: 92 ferm., 276 rúmm.

Gjald kr. 10.100]

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hverfisgata 88C  (01.174.005) 101561 Mál nr. BN052011

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa , hús 88C á lóð nr. 88 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.

Stærð mhl. 01: 58 ferm., 179 rúmm. ferm.

Mhl. 02:  5 ferm., 10 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 90  (01.174.006) 101562 Mál nr. BN052007

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 04, bílskúr byggður 1938 og mhl. 03, geymslu byggða 1931, á baklóð húss á lóð nr. 90 við Hverfisgötu.

Niðurrif: Bílskúr 31 ferm., 93 rúmm.

Geymsla: 60,3 ferm., 178 rúmm.

Samtals: 91,3 ferm., 271 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 92B  (01.174.009) 101565 Mál nr. BN052005

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 92B við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12.12. 2016.

Stærðir: 99,4 ferm., 271 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 92C  (01.174.010) 101566 Mál nr. BN052006

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hús á lóð nr. 92C við Hverfisgötu.

{Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar íslands dags. 12.12. 2016.

Stærðir: 70 ferm., 140 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Höfðabakki 1  (04.070.001) 110677 Mál nr. BN051571

Djúpidalur ehf., Stórakri 6, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að færa fiskverslun yfir í rými 0002, útbúa framleiðslueldhús ásamt starfsmannaaðstöðu og kælum og koma fyrir lager í rými 0003, einnig er gerð grein fyrir áður gerðu loftræstiröri á húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.

Samþykki meðeigenda fylgir á A 3 blaði ódagsett.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

26. Ingólfsstræti 8  (01.170.308) 101345 Mál nr. BN051977

Þórdís Guðjónsdóttir, Snekkjuvogur 15, 104 Reykjavík

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til lækka gólf í kjallara, innrétta þar kaffihús og bar í flokki 2 tegund A ásamt því að gera skábraut við suðurhlið húss á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 5.12. 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5.12. 2016 og tölvupóstur vegna stækkunar dags. 7.12. 2016 og annar frá skipulagsfulltrúa dags. 3.11. 2016.

Stækkun: 43,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Jaðarleiti 2-8   Mál nr. BN051930

Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 71 íbúð í fjórum  fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á lóð nr. 2-8 (reit C) við Jaðarleiti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. nóvember 2016 fylgir erindinu.

Einnig fylgir greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða og útreikningur á varmatapi dags. 8. nóvember 2016, bréf hönnuða dags. 8. desember 2016, minnisblað um hljóðvist dags. 10. október 2016 og greinargerð um algilda hönnun dags. 8. desember 2016.

Mhl. 01, A-rými:  2.266,5 ferm., 7.025,2 rúmm

B-rými:  184,8 ferm., 554,4 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.018,5 ferm., 6.271,8 rúmm.

B-rými:  173,4 ferm., 520,2 rúmm.

Mhl. 03, A-rými:  1.701,6 ferm., 5.310,9 rúmm.

B-rými:  190,5 ferm., 571,5 rúmm.

Mhl. 04, A-rými:  1.555,5 ferm., 4.862,8 rúmm.

B-rými:  163,1 ferm., 489,3 rúmm.

Mh. 05, A-rými:  1.570,7 ferm., 5.306,3 rúmm.

B-rými:  73,7 ferm., 110,6 rúmm.

Samtals A-rými:  9.112,8 ferm.,   28.777 rúmm.

Samtals B-rými:  785,5 ferm., 2.246 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Langagerði 18  (01.832.009) 108536 Mál nr. BN052091

Sveinn Sigurkarlsson, Langagerði 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innréttingu rishæðar í húsi á lóð nr. 18 við Langagerði.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugarnesvegur 106  (01.341.001) 103936 Mál nr. BN051966

Matthildur Bjarnadóttir, Laugarnesvegur 106, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gat í burðarvegg í íbúð 03-0301 í fjölbýlishúsi nr. 106 á lóð nr. 104-110 við Laugarnesveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Laugavegur 66-68  (01.174.202) 101606 Mál nr. BN051982

L66 Fasteignafélag ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í breyttu fyrirkomulagi í eldhúsi, komið er fyrir borðum í móttökusal næst eldhúsi og bar er færður og er nú í rými 0104 á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 66-68 og 70 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

31. Laugavegur 67A  (01.153.213) 101574 Mál nr. BN052008

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa og fjarlægja stakstæða geymsluskúra, mhl. 02 á lóð húss nr. 67A við Laugaveg.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12.12. 2016.

Stærðir: 40,2 ferm., 92 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Lyngháls 10  (04.327.001) 111051 Mál nr. BN050264

Leigumenn ehf., Hrísateigi 22, 105 Reykjavík

Gleraugnaverslunin Sjón ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík

Lækjarstétt ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 5 svalir á þakhæð, jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 3. hæð, innréttaðar hafa verið 17 vinnustofur í rishæð og eignir 0302 og 0303 eru sameinaðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2016 og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

33. Mávahlíð 40  (01.710.208) 107172 Mál nr. BN051221

Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15. janúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.

[Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. nóvember 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 3. október til og með 31. október 2016. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Njálsgata 81  (01.191.018) 102476 Mál nr. BN051989

Áslaug Magnúsdóttir, Njálsgata 81, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felast í því að innréttuð hefur verið vinnustofa í kjallara í stað verkstæðis og geymslu verið skipt í tvær geymslur í fjölbýlishúsi á lóð nr. 81 við Njálsgötu.

Bréf arkitekts dags. 06.12.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Síðumúli 1  (01.292.001) 103784 Mál nr. BN051888

EF12 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjarlægja veggi og byggja aðra nýja á 1. hæð og útbúa nýtt fundaherbergi á 3. hæð, byggja nýja innganga á suður- og austurhlið, koma fyrir flóttastiga utanhúss á milli 2. og 3. hæðar, í stað stiga sem fellur niður innanhúss og klæða að utan á suðvestur horni með álklæðningu húsið á lóð nr. 1 við Síðumúla.

Meðfylgjandi er fundargerð húsfundar dags. 24.10. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skeifan 7  (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800

Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta jógastúdíó í skrifstofurými, salur er skilinn frá móttöku  og búningsaðstöðu, nýjar lagnir á  3. hæð og til að koma fyrir flóttasvölum og stiga niður á þak 1. hæðar húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

37. Snorrabraut 83  (01.247.505) 103386 Mál nr. BN051959

LG Hotels ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

KBH Holdings ehf., Stígprýði 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi í gististað í flokki ll - tegund c, gistiskála, ásamt því breyta brunaflokki úr 3 í 4 og byggja flóttasvalir á 1. hæð í húsi á lóð nr. 83 við Snorrabraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Spöngin 43  (02.378.501) 215349 Mál nr. BN051974

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044313 sem felst í að gera nýja hurð milli skrifstofu og geymslu á 1. hæð í félagsheimili í húsi á lóð nr. 43 við Spöngina.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Stýrimannastígur 8  (01.135.210) 100459 Mál nr. BN052049

Valerie Christine Bönström, Þýskaland, Sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, m.a. innrétta svefnherbergi, bað og eldhús í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið, gera tvöfalda hurð þar út og útbúa bílastæði norðan við einbýlishús á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Templarasund 3  (01.141.210) 100901 Mál nr. BN051975

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að hætt er við  starfsmannarými í Klaustur Downtown Bar og er þar komið fyrir kæli,  starfsmannaaðstaða er flutt í rými 0101 sem tilheyrir Kvosin Downtown hótel, til að byggja tvær geymslur, mhl. 02 og  04 og stækka sorpskýli sem verður mhl. 05 á lóð nr. 3 við Templarasund.

Bréf frá umsækjanda ódagsett og bréf frá hönnði dags. 15. nóvember 2016 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.

Stærð mhl. 02:  7,4 ferm., 22,2 rúmm.

Mhl. 04:  5,1 ferm., 15,3 rúmm.

Mhl. 05:  14,4 ferm., 43,2 rúmm.

Samtals stækkun: 29,9 ferm., 80,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Templarasund 5  (01.141.209) 100900 Mál nr. BN051804

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta anddyri sbr. fyrirspurn BN046469 og breyta innréttingum á 4. hæð í skrifstofuhúsi Alþingis á lóð nr. 5 við Templarasund.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.9. 2016.

Gjald kr 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Túngata 8  (01.136.510) 100600 Mál nr. BN052071

Guðmundur Rúnar Pétursson, Bandaríkin, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m.a. hefur gólf í hluta kjallara verið lækkað, innréttuð böð og snyrting og innréttað hefur verið bað á 2. hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Túngötu.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Þykkvibær 14  (04.352.305) 111203 Mál nr. BN051870

Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem gerðar voru 1982 og felast annars vegar í stækkun bílskúrs að lóðarmörkum og hins vegar í byggingu sólstofu við bakhlið húss á lóð nr. 14 við Þykkvabæ.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Stækkun: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2016.

Ýmis mál

44. Efstaleiti 1  (01.745.401) 107438 Mál nr. BN052096

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Efstaleitis 1 og Jaðarleitis 2-8,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e. Breytingablað 1.745.4 og  Lóðauppdrátt 1.745.4 vegna Efstaleitis 1 og Breytingablað 1.745.5 og  Lóðauppdrátt 1.745.5 vegna Jaðarleitis 2-8, öllum dagsettum 12. 12. 2016.

Lóðin Efstaleiti 1 (staðgr. 1.745.401, landnr. 107438) er í skrám talin 43915 m², en samkvæmt samþykkt byggingarfulltrúa þann 15. nov. 2016 varð lóðin 18878 m², nú eru teknir 506 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður     18372 m².

Lóðin Jaðarleiti 2-8 (staðgr. 1.745.501, landnr. 224638) varð 5646 m² samkvæmt samþykkt byggingarfulltrúa þann 15. nov. 2016, teknir eru 455 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) lóðin verður  5191 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 07. 12. 2016, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 12. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

45. Fýlshólar 6  (04.641.506) 111891 Mál nr. BN052089

Hraunbrekka ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Lýsing: Niðurfelling byggingaráforma BN048529.  Þann 25.11 2014 voru samþykkt byggingaráform BN048529 að Fýlshólum 6. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46. Háagerði 12  (01.817.107) 108143 Mál nr. BN052086

Þórdís Ingadóttir, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Snorri Þorgeir Ingvarsson, Háagerði 12, 108 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN047310.  Þann 22.07 2014 voru samþykkt byggingaráform BN047310 að Háagerði 12. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

47. Jaðarleiti 2-8   Mál nr. BN052097

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Efstaleitis 1 og Jaðarleitis 2-8,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e. Breytingablað 1.745.4 og  Lóðauppdrátt 1.745.4 vegna Efstaleitis 1 og Breytingablað 1.745.5 og  Lóðauppdrátt 1.745.5 vegna Jaðarleitis 2-8, öllum dagsettum 12. 12. 2016.

Lóðin Efstaleiti 1 (staðgr. 1.745.401, landnr. 107438) er í skrám talin 43915 m², en samkvæmt samþykkt byggingarfulltrúa þann 15. nov. 2016 varð lóðin 18878 m², nú eru teknir 506 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður     18372 m².

Lóðin Jaðarleiti 2-8 (staðgr. 1.745.501, landnr. 224638) varð 5646 m² samkvæmt samþykkt byggingarfulltrúa þann 15. nov. 2016, teknir eru 455 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) lóðin verður  5191 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 07. 12. 2016, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 12. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

48. Lambhagavegur 23  (02.684.101) 189563 Mál nr. BN052088

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN048277.  Þann 04.11 2014 voru samþykkt byggingaráform BN048277 að Lambhagaveg 23. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

49. Laugavegur 50  (01.173.107) 101524 Mál nr. BN052083

hver 46 ehf., Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN047558.  Þann 27.05 2014 voru samþykkt byggingaráform BN047558 að Laugavegi 50. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Lokastígur 3  (01.181.216) 101770 Mál nr. BN052090

Foodmarket ehf., Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík

Guðrún Gunnarsdóttir, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Einar Sörli Einarsson, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN048173.  Þann 07.10 2014 voru samþykkt byggingaráform BN048173 að Lokastíg 3. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

51. Njálsgata 27  (01.190.035) 102372 Mál nr. BN052087

Finnur Guðlaugsson, Njálsgata 27, 101 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN047691.  Þann 22.07 2014 voru samþykkt byggingaráform BN047691 að Njálsgötu 27. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Sogavegur 22  (01.813.009) 107866 Mál nr. BN052084

Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN047510.  Þann 01.07 2014 voru samþykkt byggingaráform BN047510 að Sogavegi 22. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Steinagerði 12  (01.816.114) 108097 Mál nr. BN052085

Ólafur Gísli Reynisson, Steinagerði 12, 108 Reykjavík

Niðurfelling byggingaráforma BN047884.  Þann 15.07 2014 voru samþykkt byggingaráform BN047884 að Steinagerði 12. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fundi slitið kl. 11.55

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir