Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 173

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 7. desember kl. 9.15, var haldinn 173. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Stefán Benediktsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Klettagarðar 9, Hringrás, vegna bruna á athafnasvæði Hringrásar   Mál nr. US160286

Kynnt viðbrögð umhverfis- og skipulagssviðs vegna nýlegs bruna á athafnasvæði Hringrásar að Klettagörðum 9.

Kynnt.

- Kl. 9.25 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri og Guðjón Eggertsson heilbrigðisfulltrúi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Sorpa bs., fundargerð   Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 368 frá 28. nóvember 2016.

3. Negldir og ónegldir hjólbarðar í Reykjavík, kynning   Mál nr. US160282

Kynnt meðaldreifing á notkun negldra og ónegldra hjólbarða í Reykjavík

Kynnt.

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Geirsgata-Lækjargata, kynning   Mál nr. US160281

Kynning á hönnun og frágangi Geirsgötu-Lækjargötu.

Kynnt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka. „Umferðarsérfræðingar hafa bent á að heppilegra væri að leggja Sæbraut og Geirsgötu í stokk  því fyrirsjáanlegt er  að umferðarþungi og álag þar mun aukast verulegra vegna mikillar uppbyggingar í miðbænum og vestur í bæ og að fyrirliggjandi umferðarlausnir, T- gatnamót, munu ekki anna þeirri umferð. Auk þess sem slík gatnamót og fyrirhugað umferðarskipulag munu koma í veg fyrir að svæðið frá Lækjartorgi að Hörpu geti myndað órofa heild. Með stokkalausn skapast hins vegar tækifæri til að hanna aðlaðandi heildstætt útirými fyrir gangandi vegfarendur í tengslum við höfnina, Arnarhól og Læjartorg. Í ljósi þessa ætti að taka til alvarlegrar athugunar að falla frá T gatnamótunum og huga að því að koma umræddum götum í stokk á meðan jarðvegsvinna er enn í gangi og tækifæri gefst, áður en það verður of seint.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: „Ekki er ljóst til hvaða umferðarsérfræðinga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins er að vísa. Ekki er verið að hefta umferðarflæði þó að forgangsraðað sé í þágu sjálfbærra samgönguhátta enda eru þeir í fyrirrúmi í þessum hluta borgarinnar og áhersla lögð á öryggi gangandi vegfarenda. Kostnaður við tillöguna sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til hér í bókun hleypur á milljörðum og er það meðal annars ástæða þess að fallið var frá þessari hugmynd áður, meðal annars með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.“

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofurstjóri og Auður Ólafsdóttir ráðgjafaverkfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Grandavegur, lokun fyrir gegnumferð, undirskriftalisti íbúa (USK2016110016)   Mál nr. US160252

Lagður fram tölvupóstur Daggar Hjaltalín, dags. 12. október 2016 ásamt undirskrifarlista íbúa við Grandaveg og nágrenni þar sem óskað er eftir lokun Grandavegar fyrir gegnumumferð og að tekin verði upp tvístefna beggja megin við lokun. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 2. desember 2016.

Frestað.

6. Smiðjustígur, Vistgata   Mál nr. US160285

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 2. desember 2016 að Smiðjustígur á milli Laugavegar og Hverfisgötu verði vistgata.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

7. Suðurlandsbraut, merkingar á göngu- og hjólastígum   Mál nr. US160287

Grund - Mörkin ehf., Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Gísla Páls Pálssonar framkvæmdastjóra hjá Grundar-Mörkinni ehf., dags. 1. desember 2016, varðandi merkingar á göngu- og hjólastígum við Suðurlandsbraut.

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, samgöngur.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi kl. 12:00.

(A) Skipulagsmál

8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 2. desember 2016.

9. Efstaleiti - RÚV reitur, breyting á deiliskipulagi  (01.7) Mál nr. SN160855

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 11. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV reits. Í breytingunni felst að færa til lóðarmörk lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti og lóðar C þannig að Jaðarleiti verði borgargata og að skilmálar um útskot húsa verði samræmdir milli lóða á reitnum, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 4. nóvember 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing   Mál nr. SN160793

Lögð fram drög umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram ábendingar frá Friðjón Sigurðarson, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016.

Samþykkt að kynna sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Drögin verða gerð aðgengileg á vef borgarinnar og send skilgreindum hagsmunaaðilum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi  (01.152.4) Mál nr. SN160335

Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Ottó ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir nýjir byggingarreitir á lóð ásamt byggingarreitur fyrir smáhýsi. Innan byggingarreits fyrir smáhýsi er heimilt að reisa palla og smáhýsi allt að 2.2 metrum að hæð. Einnig er gert er ráð fyrir 6 íbúðum á lóð, en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum á lóð. Jafnframt verða byggingar á lóð nr. 1 við Veghúsastíg fjarlægðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 23. maí 2016. Einnig er lögð fram prófunarskýrsla Mannvits vegna cobraborunar, dags. 9. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Fjeldsted, dags. 14. ágúst 2016, Sigrún Birna Birnisdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Heiða Jóhannsdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Hanna Gunnarsdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Steinunn M. Guðmundsdóttir, dags. 17. ágúst 2016 og Þóra Andrésdóttir, dags. 17. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2016.

Synjað með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Stefán Benediktssonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og  fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur með vísan til umsagnar skiplagsfulltrúa, dags. 5. desember 2016.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir greiðir atkvæði með tillögunni og bókar. „Í ljósi þess að húsið við Veghúsastíg 1 var metið ónýtt árið 2011, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mat húsið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012 og Minjastofnun affriðaði húsið á árinu 2014 vegna bágs ástands þess og gerði ekki athugasemdir við niðurrif þess væri eðlilegt og rétt að fallast á  tillöguna að deiliskipulagsbreytingu sem heimilar niðurrif hússins.„

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Laugavegur 55, breyting á deiliskipulagi  (01.173.0) Mál nr. SN160871

L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Gunnar Bergmann Stefánsson, Logafold 66, 112 Reykjavík

Lögð fram tillaga Gunnars Bergmanns Stefánssonar arkitekts, dags. 11. nóvember 2016, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 55 við Laugaveg. Í breytingunni felst að núverandi byggingu er lyft upp um eina hæð, nýjum kvistum verði bætt við á þak núverandi byggingar, verslunarrými skal vera á jarðhæð undir núverandi byggingu, aðrir byggingarhlutar hýsi hótel og aðra starfsemi tengda hótelrekstri og hóteliðnaði, nýbygging verði byggð á aftari hluta lóðarinnar og verði að mestu leyti fimm hæðir og lækkar í fjórar hæðir við lóðarmörk sem snúa að Hverfisgötu o.fl. Einnig er lagt fram skuggavarp, dags. 3. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2016.

Synjað með vísan til umsagnar skiplagsfulltrúa, dags. 5. desember 2016.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), deiliskipulag  (01.849) Mál nr. SN150641

Lögð fram tillaga KRADS ehf., dags. 1. desember 2016, að deiliskipulagi svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum. Megintilgangur með gerð deiliskipulagsins er að fylgja eftir áformum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um mótun byggðar í vestanverðum Fossvogi og stuðla að hæfilegri uppbyggingu á svæðinu. Horft er á svæðið í heild og uppbygging hugsuð í samhengi við nágrennið, þannig að hún styrki heildaryfirbragð svæðisins.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Úlfarsárdalur, lýsing  (02.6) Mál nr. SN160431

Að lokinni kynningu er lögð fram fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð og tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 26. ágúst 2016. Kynning stóð til og með 23.nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar vegna lýsingar: Kristinn Traustason f.h. íbúasamtaka Úlfarsárdals, ódags., Kristján Smárason, dags. 9. nóvember 2016, Guðbrandur Benediktsson, dags. 9. nóvember 2016, Björg-Kofoed Hansen og Þórður Jónsson, dags. 17. nóvember 2016, Steinunn Haraldsdóttir, dags. 21. nóvember 2016, Gunnar Ólafsson, dags, 21. nóvember 2016, Haukur Guðjónsson og Kristinn Þór Geirsson f.h. Bílheima ehf., dags. 22. nóvember 2016, Arney Einarsdóttir, dags. 22. nóvember 2016, Kristín Björg Konráðsdóttir og Sigfús Ólafsson, dags. 22. nóvember 2016, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Helgi Vattnes eigendur gistiskálans að Akurholti og hestaleigunnar Reiðhús, dags. 23. nóvember 2016, Guðmundur Pétursson og Freyja Eiríksdóttir íbúar við Urðarbrunn 82 ásamt gögnum, dags, 23. nóvember 2016 og Freyr Gústavsson ásamt skipulagshugmynd, dags. 24. nóvember 2016. Einnig er kynnt samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 5. desember  2016.

Athugasemdir, ábendingar og samantekt skipulagsfulltrúa kynntar.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi  (01.140.2) Mál nr. SN160829

Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., dags. 3. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur í porti á 1., 2. og 3. hæð auk kjallara, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 29. september 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Langholtsvegur 113, breyting á deiliskipulagi  (01.414.0) Mál nr. SN160741

Langholtsvegur 113 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 29. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að stækka húsið og heimila rekstur gististaðar og veitingastaðar í flokki II í húsinu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 28. september 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 903 frá  6. desember 2016.

(C) Fyrirspurnir

18. Thorvaldsensstræti 6, (fsp) niðurrif og endurbygging   Mál nr. SN160730

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf., mótt. 26. september 2016, um að rífa niður húsið á lóð nr. 6 við Thorvaldsensstræti og endurbyggja. Einnig er lagt fram bréf Davíðs Þorlákssonar framkvæmdastjóra f.h. Lindarvatns ehf., dags. 23. september 2016, minnisblað verkfræðistofunnar Ferill, dags. 21. september 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 23. september 2016. Jafnframt er lögð fram "Jarðskjálftagreining T6" frá Ferli verkfræðistofu, dags. nóvember 2016 og minnisblað verkfræðiráðgjafar Conís, dags. 30. nóvember 2016.

Frestað.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir bókar. „Í ljósi nýrra upplýsinga að byggingin stenst ekki núgildandi staðla varðandi burðarvirki eða öryggi mannvirkja með tilliti til jarðskjálfta og í ljósi þess að húsið er ekki friðað ætti að taka til skoðunar að heimila niðurrif þess.“

Fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: „Ekki hefur verið tekin ákvörðun í málinu enda var afgreiðslu málsins frestað.“

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúi Conís Júlíus Bernburg byggingarverkfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Úlfarsfell, (fsp) fjarskiptamastur  (02.6) Mál nr. SN130202

Fjarskipti hf., Ármúla 13A, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Fjarskipta hf. dags. 17. apríl 2013 varðandi uppsetningu á 40 m. háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 19. júní 2013 og tölvupóstur Gauta Þorsteinssonar f.h Fjarskipta hf. og Ríkisútvarpsins dags. 14. ágúst 2015 og 7. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram greinargerð Mannvits, dags. í mars 2016, greinargerð Fjarskipta hf., ódags., bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 2. desember 2016 og Fjarskipta hf. og Ríkisútvarpsins ohf., dags. 5. desember 2016.

Frestað.

Fulltrúar Vodafone Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs, og Sigurbjörn Eiríksson, forstöðumaður netkerfa, Þorsteinn Gunnlaugsson, deildarstjóri sjónvarpskjarna, fulltrúi RÚV Gísli Arnar Gunnarsson og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

20. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör   Mál nr. US160284

Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til september 2016.

21. Betri Reykjavík, hjólabrettavöllur við Ánanaust   Mál nr. US160283

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hjólabrettavöllur við Ánanaust" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. desember 2016. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar 2016 í málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.

22. Betri Reykjavík, litlar íbúðir (USK2015060085)   Mál nr. US150162

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið  „litlar íbúðir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var efsta hugmynd júnímánaðar í málaflokknum skipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. desember 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. desember 2016 samþykkt. .

23. Norðlingabraut 6, málskot  (04.732.6) Mál nr. SN160856

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Helga M. Hallgrímssonar, dags. 11. nóvember 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 varðandi breytingu á notkun lóðarinnar nr. 6 við Norðlingabraut úr atvinnustarfsemi í íbúðir, samkvæmt frumtillögu Arkþings ehf., ódags.

Frestað.

24. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina,    Mál nr. US160201

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: "Óskað er eftir upplýsingum um fjölda byggingarleyfa sem veitt hafa verið eftir samþykki Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 þar sem fylgt hefur verið eftir markmiðum aðalskipulagsins um að allt að 25% íbúða séu miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið fé í eigið húsnæði. Er óskað eftir upplýsingum á hvaða lóðum slík byggingarleyfi hafa verið veitt og fyrir hve margar íbúðir á hverri lóð fyrir sig." Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. desember 2016.

Frestað.

25. Efstaleiti - RÚV-reitur, kæra 135/2016, umsögn  (01.745.4) Mál nr. SN160784

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. október 2016 ásamt kæru, dags. 17. s.m. þar sem kært er deiliskipulag Efstaleitis. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. nóvember 2016.

26. Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, breyting á deiliskipulagi  (01.794.6) Mál nr. SN160596

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um breytingu á deiliskipulagi Lautarvegar 38, 40, 42 og 44.

27. Aðalskipulag Reykjavíkur, Örfirisey, breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis H1b  (01.1) Mál nr. SN160879

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna heimilda um veitingastaði á hafnarsvæði H1b í Örfirisey.

28. Vogabyggð, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030   Mál nr. SN140317

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Vogabyggðar.

29. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða   Mál nr. SN160849

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem breytt er landnotkun og íbúðum fjölgað íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls.

30. Hraunbær-Bæjarháls, deiliskipulag   Mál nr. SN160847

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2016, um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um nýtt deiliskipulag fyrir  Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls.

31. Vogabyggð svæði 2, tillaga að deiliskipulagi, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar  (01.45) Mál nr. SN140217

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 um deiliskipulag fyrir Vogabyggð, svæði 2, fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg.

32. Skipholt 27, breyting á deiliskipulagi  (01.250.1) Mál nr. SN160776

Þak, byggingafélag ehf., Kringlunni 4-6, 108 Reykjavík

K.J. hönnun ehf, Kringlunni 7, 123 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 27 við Skipholt.

33. Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi  (01.138) Mál nr. SN160451

Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs dags. 24. nóvember 2016 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138.

Fundi slitið kl. 15.30.

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Stefán Benediktsson

Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Marta Guðjónsdóttir



Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 6. desember kl. 10.08 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 903. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack

Fundarritari var Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arnarholt 221217  (32.161.101) 221217 Mál nr. BN050431

Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II, teg. B fyrir 75 gesti í mhl. 10 í Arnarholti á Kjalarnesi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051968

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, m.a. eru þakhæðir G1 og G2 stækkaðar til vesturs og gluggasetningu þakhæða og inngöngum á 1. hæð breytt, inngöngum í T1, T2 og T3 er breytt og breytingar verða á innréttingu bílakjallara vegna steinhleðslu í íbúðar- og atvinnuhúsum á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stækkun:  116,5 ferm., 402,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Austurv Thorvaldsenss  (01.140.418) 100859 Mál nr. BN052044

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að grafa rannsóknarholur vegna fornleifarannsókna í Nasa, Thorvaldsensstræti 2 á lóðinni Austurv Thorvaldsenss.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Hafa skal samband við yfirverkfræðing embættisins áður en verkið hefst.

4. Baldursgata 25B  (01.184.505) 102110 Mál nr. BN050484

Sigvaldi Jónsson, Baldursgata 25b, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0102 í húsi á lóð nr. 25B við Baldursgötu.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. maí 2015, samþykki eiganda 0101 um aðgengi að orkumælum dags. 6. október 2016 og samþykki eiganda húss nr. 25 um aðgengi yfir þá lóð dags. 1. nóvember 1922.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Bankastræti 2  (01.170.101) 101328 Mál nr. BN052045

FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051011 sem felst í því breyta fyrirkomulagi við afgreiðslueldhúsi og salerni á 2. hæð veitingastaðar ásamt breytingum við undirbúningseldhús á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Bankastræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

6. Bauganes 39  (01.673.111) 106838 Mál nr. BN051976

Marta Guðjónsdóttir, Bauganes 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við anddyri beggja íbúða á neðri hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 39 við Bauganes.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2016.

Stækkun A-rými 11,4 ferm., 30,8 rúmm.

Samþykki meðeigenda dags. 17.11.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Básendi 12  (01.824.015) 108387 Mál nr. BN051984

Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík

Sótt er samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að þaki var breytt í upphafi sem og gluggum, á sjöunda áratugnum var innréttuð íbúð í kjallara og múrkerfi og einangrun seinna bætt á fjölbýlishúsið á lóð nr. 12 við Básenda.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.. 15.11. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bergþórugata 23  (01.190.326) 102458 Mál nr. BN052001

Þrengsli ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN049455 sem felst í að breyta skilgreiningu mannvirkis úr notkunarflokki 3 í notkunarflokk 4 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Bergþórugötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við erindi BN051780 dags. 11.11.2016

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 24  (01.221.101) 102800 Mál nr. BN052030

EE Development ehf., Borgartúni 24, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innveggjum,  innréttingum og að loka stigagati á milli fyrstu hæðar 0101 og kjallara 0002í húsinu á lóð nr. 24 við Borgartún .

Stækkun vegna lokunar á stigagati: XX ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Brautarholt 5 173345  (00.019.300) 173345 Mál nr. BN051317

Gjáholt ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svínabúi í kjúklinga- og eggjabú í húsi á lóð nr. 5 við Brautarholt Kjalarnesi.

Stækkun 35,7 ferm., 135,7 rúmm.

Samþykki eiganda dags. 20.07.2016 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016.

Gjald kr. 10.100.

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

11. Faxafen 12  (01.466.102) 195610 Mál nr. BN052002

Mobility Flex ehf., Síðumúla 14, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð á 2. hæð, byggja millipall og setja hurð milli brunahólfa/eignarhluta fyrir flóttaleið ásamt því að setja skilti á austurhlið í húsi á lóð nr. 12 við Faxafen.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fiskislóð 1  (01.089.501) 203587 Mál nr. BN051969

DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka millipall, koma fyrir lyftu og rúllustiga sem tengir 1. hæð við millipall, færa aðalinngang, bæta við hurð úr nýju verslunarrými, gluggum á 2. hæð austurhlið, breyta skyggni í svalir og koma fyrir flóttastiga frá þeim og flóttastiga frá norðvesturhlið húss  á lóð nr. 1 við Fiskislóð .

Greinargerð hönnuðar dags. 15. nóvember 2016 fylgir með erindi.

Stækkun millipalls:  XX ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Flétturimi  1-7  (02.584.301) 109526 Mál nr. BN052000

Flétturimi 1-7,húsfélag, Flétturima 1, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að styrkja burðarvirki loftaplötu bílakjallara undir íbúðum 106 og 103, sambærilegt við það sem gert var á plötu undir íbúð 104 árið 2003 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-7 við Flétturima.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda og stjórnar húsfélags á teikningu ódagsett og verklýsing dags. 15.6. 2016.

Gjald kr. 10.100,-

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Flugvöllur 106748  (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN051885

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tíu sambyggðum skrifstofugámum, sem mynda mhl. 10 framan við Flugskýli 1 á lóðinni Flugvöllur 106748.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa skal yfirlýsingu fyrir útgáfu byggingarleyfis um að gámarnir séu háðir ákvæðum AR 2010-2030 um flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri  og öðrum takmörkunum sem gilda um byggingar á flugvallarsvæðinu sem taldar eru upp í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.

15. Fríkirkjuvegur 11  (01.183.413) 101973 Mál nr. BN051475

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049604 sem felst í breytingu á aðgengi að kjallara við sunnanvert húsið á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Erindi var grenndarkynnt frá 18. október til og með 15. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún Valdimarsdóttir, Valdimar Helgason og H. Walter Schmitz dags. 12. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. nóvember 2016.

Sjá ennfremur erindi BN050726.

Bréf hönnuða um ábyrgðasvið dags. 05.08.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

16. Gnoðarvogur 44  (01.444.101) 105528 Mál nr. BN052054

Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051779 sem felst í því að leiðrétta fastanúmer eignar sem umsókn nær til í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Hallveigarstígur 2  (01.180.201) 101689 Mál nr. BN052057

Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Hallveigarstígur 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 0101 sem felst í því að breyta geymslu í kjallara í íbúðarherbergi í húsi á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Lofthæða í kjallara samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerða um íbúðarherbergi.

18. Haukdælabraut 78-92  (05.114.303) 214815 Mál nr. BN052050

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 8 raðhús á lóð nr. 78-92 við Haukdælabraut.

Stærð A-rými 1.740,6 ferm., 6.199,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hádegismóar 6  (04.411.401) 213068 Mál nr. BN051971

Snæland Grímsson ehf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt skrifstofuhús sambyggt við fólksbifreiðaverkstæði fyrir ferðaþjónustu á lóð nr. 6 við Hádegismóa.

Stærð húss er: A rými  2.208,3 ferm., 10.550,4 rúmm.  B rými 8,6 ferm., Xx rúmm. Samtals: 2.216,9 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Heiðargerði 16  (01.802.003) 107640 Mál nr. BN052036

Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á útliti glugga á austurhlið, sjá erindi BN046042, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Hvassaleiti 38  (01.724.304) 107306 Mál nr. BN052056

Ingibjörg Elfa Bjarnadóttir, Hvassaleiti 38, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta geymslu í íbúðarherbergi undir bílskúr við hús á lóð nr. 38 við Hvassaleiti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 20  (01.171.008) 101354 Mál nr. BN052059

Bjórfélagið ehf., Bankastræti 5, 101 Reykjavík

Hveratorg ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050832 þar sem hætt er við eldhús og í staðinn gerð bjórgeymsla á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 20 við Hverfisgötu.

Bréf frá hönnuði dags. 5. des. 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 40  (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, þrjár til sex hæðir á sameiginlegum bílakjallara með 20 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2016.

Einnig brunahönnun frá EFLU uppfærð í september 2016, umsögn fagrýnihóps dags. 18. nóvember 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí og 20. september 2016.

Stærð A-rými:  6.495,8 ferm., 22.519,3 rúmm.

B-rými:  213,1 ferm., 736,7 rúmm.

C-rými:  677 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Hverfisgata 61  (01.152.515) 101087 Mál nr. BN052004

Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044976 sem felst í því að breyta stigum milli 3. hæðar og rishæðar í húsi nr. 61 við Hverfisgötu.

Um er að ræða breytingu til baka frá erindi BN050416.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Hverfisgata 78  (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051285

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta mannvirki úr notkunarflokki 3 í 4, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir, bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) og útbúa flóttaleið úr kjallara, ásamt áður gerðum breytingum á 1. hæð, í gistihúsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.

Sjá erindi BN028998 og BN051282 um niðurrif á bakhúsi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Jónsgeisli 61  (04.113.407) 189842 Mál nr. BN052042

Aðalsteina Gísladóttir, Berjarimi 34, 112 Reykjavík

Ingi Garðar Friðriksson, Stórholt 33, 105 Reykjavík

Árni Þór Hlynsson, Jónsgeisli 61, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð og koma fyrir arni í einbýlishúsi á lóð nr. 61 við Jónsgeisla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Kistumelur 16  (34.533.301) 206624 Mál nr. BN051108

V63 ehf., Þrastalundi, 801 Selfoss

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta atvinnuhúsnæðis úr vinnslusal í lagerhúsnæði og rými 0122 verður gert að sameiginlegri starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Gjald kr.10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Kistumelur 18  (34.533.302) 206626 Mál nr. BN051110

V63 ehf., Þrastalundi, 801 Selfoss

Kistuhlíð ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun atvinnuhúsnæðis úr vinnslusal í lagerhúsnæði og rými 0126 verður gert að sameiginlegri starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Gjald kr.10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Klapparstígur 28  (01.171.107) 101373 Mál nr. BN051925

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 30 á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Klapparstígur 30  (01.171.108) 101374 Mál nr. BN051924

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt erum leyfi til að opna tímabundið yfir á lóð nr. 28  í veitingahúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. nóvember og brunahönnun frá Eflu dags. 8. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31. Langholtsvegur 160  (01.441.304) 105458 Mál nr. BN052039

Þorsteinn Hjalti Aðalgeirsson, Gnoðarvogur 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi glugga í hurð, lækka jarðveg fyrir framan suðurhlið, koma fyrir stétt, stoðvegg og tröppur á lóð nr. 160 við Langholtsveg.

Fyrirspurn BN051725 dags. 4. okt. 2016 fylgir erindinu.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 25. nóv. 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Laugavegur 103  (01.240.007) 102975 Mál nr. BN051983

Reykjavík núðlur ehf., Frostafold 23, 112 Reykjavík

Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050470 þannig að veitingastaður verði í flokk I, teg. C  fyrir 80 gesti í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.

Leigusamningur ódagsettur og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. okt. 2016 fylgir erindi.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 95-99  (01.174.130) 210318 Mál nr. BN051774

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu samhliða endurbyggingu útveggja og þaks, og innrétta hótel í flokki V - teg. a, ásamt verslun og þjónustu á jarðhæð, í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Stækkun A-rými: 548,5 ferm., 694,0 rúmm.

Bréf arkitekts dags. 01.12.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

34. Lofnarbrunnur 36-38  (05.055.603) 206095 Mál nr. BN052058

Jón Bjarni Jónsson, Noregur, Skorri Andrew Aikman, Lofnarbrunnur 36, 113 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN037843 vegna lokaúttektar, innra skipulagi kjallara er breytt og íbúð stækkuð inní áður óuppfyllt sökkulrými, ásamt því að breyta svalahandriðum í parhúsi á lóð nr. 36-38 við Lofnarbrunn.

Stækkun x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Meistaravellir  5-7  (01.523.004) 105992 Mál nr. BN051772

Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Meistaravellir 7, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja eldhús og gera 1,9 m breitt op á vegg  sem er á milli eldhúss og stofu í íbúð 0402 mhl. 01 í húsi nr. 7 á lóð nr. 5 - 7 við Meistaravelli.

Umsögn burðarvirkishönnuðar og lagaskoðunar dags. 6. október 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0302 dags. 16. okt. 2016 og 20. nóv. 2016 vegna tengingar lagna við vask inn í íbúð fylgir.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Miðtún 18  (01.223.009) 102884 Mál nr. BN052038

Stefán Helgi Henrýsson, Miðtún 18, 105 Reykjavík

Siri Tangrodjanakajorn, Miðtún 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að hringstigi hefur verið settur í stað eldri stiga milli hæða og íbúðarherbergi og eldhúsi innréttað í kjallara í stað geymslna í húsi á lóð nr. 18 við Miðtún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Naustabryggja 31-33  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052048

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga þakgluggum og koma fyrir geymsluloftum yfir íbúðum 0303, 0305, 0306 og 0308. sjá erindi BN049138 í fjölbýlishúsinu Tangabryggju 6-8 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stækkun:  101,8 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Nýlendugata 15  (01.131.210) 100179 Mál nr. BN051867

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á uppfærðum teikningum, sérstaklega með tilliti til brunavarna og brunamerkinga, matshlutum 01, 02, 03 og 04, á lóð nr. 15 við Nýlendugötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Óðinsgata 11A   Mál nr. BN052052

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja niðurgrafna grenndarstöð fyrir endurvinnslu úrgangs á lóð nr. 11A við Óðinsgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101 og 102 dags. 29. nóvember 2016.

40. Rauðarárstígur 12-14  (01.240.103) 102980 Mál nr. BN052034

Embla fasteignafélag ehf., Grænahjalla 23, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta eldvörnum og koma fyrir handriði á útitöppur og hurð í aðalinngangi 1. hæðar er snúið þannig að þær opnast út á gangstétt í húsi á lóð nr. 12 - 14 við Rauðarárstíg.

Greinagerð um brunavarnir dags. 15. nóv. 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Skaftahlíð 38  (01.274.102) 103641 Mál nr. BN051894

Skaftahlíð 38,húsfélag, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á leiðréttri grunnmynd rishæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skaftahlíð 7  (01.273.011) 103620 Mál nr. BN051999

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 7 við Skaftahlíð.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skeifan 11  (01.462.101) 195597 Mál nr. BN052029

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í  mhl. ? rými 0105 á fyrstu hæð og á millipalli í húsinu á lóð nr. 11D við skeifunni.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Skeifan 7  (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800

Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta jógastúdíó í skrifstofurými, salur er skilinn frá móttöku  og búningsaðstöðu, nýjar lagnir á  3. hæð og til að koma fyrir flóttasvölum og stiga niður á þak 1. hæðar húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Skólavörðustígur 42  (01.181.417) 210269 Mál nr. BN051505

R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri brunahönnun vegna athugasemda frá SHS og lokaúttektar á húsi á lóð nr.  42 við Skólavörðustíg/Lokastíg 23.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Sóleyjargata 13  (01.185.007) 102138 Mál nr. BN050846

Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.

Niðurrif:  xx ferm.,xx rúmm.

Stærð:  60,7 ferm., 210,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Stangarhylur 7  (04.232.204) 110849 Mál nr. BN051957

Tattoo ehf., Stangarhyl 7, 110 Reykjavík

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta og starfrækja húðflúrstofu í rými 0103 til 0106 í austurenda húss á lóð nr. 7 við Stangarhyl.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Sturlugata 6  (01.631.305) 220421 Mál nr. BN051881

Sturlugata 6 ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða verslunar- og skrifstofuhús sem hýsa mun frumkvöðlasetur sem tengir fyrirtæki og vísindasamfélag í Vísindagörðum á lóð nr. 6 við Sturlugötu.

Erindi fylgir skýrsla um byggingareðlisfræði og orkuramma, greinargerð með burðarvirkishönnun, greinargerðir um hönnunarforsendur lýsingar og lagnakerfa og greinargerðir um hljóðvist og brunahönnun allt frá verkfræðistofunni Eflu dags. í október 2016 ásamt greinargerð hönnuðar um aðgengi dags. í október 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2016.

Stærð, A+B rými:  8.683,2 ferm., 30.236 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Tangabryggja 18-24  (04.023.101) 179538 Mál nr. BN051863

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús, mhl. 01, með 63 íbúðum sem verður nr. 24-26 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.

Stærð A-rými:  8.197,3 ferm., 24.205,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Tjarnargata 36  (01.142.206) 100932 Mál nr. BN052040

Bergljót Leifsdóttir, Ítalía, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050227, fallið er frá  fyrri áætlun um safn, minni háttar breytingar á innra skipulagi og hönnun lóðar hefur verið endurskoðuð við einbýlishús á lóð nr. 36 við Tjarnargötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29.11. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Torfufell 21-35  (04.686.101) 112342 Mál nr. BN051904

Torfufell 25-35,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum sem felast í svalalokunum á öllum svölum, með þaki á efstu hæð, ásamt því að gera lokun og verönd framan við íbúðir á 1. hæð í fjölbýlishúsi nr. 25-35 á lóð nr. 21-35 við Torfufell.

Bréf hönnuðar dags. 01.11.2016 fylgir erindi. Sjá erindi BN041678 og BN044139, ásamt BN041347.

Gjald kr. 10.100.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Víðimelur 35  (01.540.110) 106255 Mál nr. BN052053

Tekt ehf., Víðimel 35, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0202 sem felst í því að loka hurðaropi milli tveggja stofa og gera aðra stofuna að svefnherbergi í húsi á lóð nr. 35 við Víðimel.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Þverás 4  (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Stækkun:  12,9 ferm., 113,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

54. Esjumelur 11  (34.535.501) 206615 Mál nr. BN052067

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Esjumelur 9 og Esjumelur 11,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e.  Breytingablað 34.55.5 og .4 og Lóðauppdrætti 34.535.5, dagsettum 02. 11. 2016.

Lóðin Esjumelur 9 (staðgr. 34.535.403, landnr. 179249) er 4962 m²,

bætt er 3888 m² við lóðina frá lóðinni Esjumelum 11, bætt er 2473 m² við lóðina frá jörðinni Varmadal (landnr. 125765), bætt er 1672 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221447), lóðin verður 12995 m² og staðgreinirinn breytist í 34.535.502, eldri staðgreinir, 34.535.403, verður afmáður.

Lóðin Esjumelur 11 (staðgr. 34.535.501, landnr. 206615) er  3888 m²,

teknir eru  3888 m² af lóðinni og lagt við Esjumela 9, lóðin verður 0 m²  og verður afmáð og hverfur úr skrám.

Jörðin Varmadalur (Landnr. 125765) minnkar því um 2473 m.²

Óútvísað borgarland  (Landnr. 221447) minnkar því um 1672 m.²

Sjá deiliskipulag samþykkt umhverfis- og skipulagsráði þann 06. 07. 2016, samþykkt í borgarráði þann 21. 07. 2016.  og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. 10. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

55. Esjumelur 9  (34.535.403) 179249 Mál nr. BN052066

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Esjumelur 9 og Esjumelur 11,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e.  Breytingablað 34.55.5 og .4 og Lóðauppdrætti 34.535.5, dagsettum 02. 11. 2016.

Lóðin Esjumelur 9 (staðgr. 34.535.403, landnr. 179249) er 4962 m²,

bætt er 3888 m² við lóðina frá lóðinni Esjumelum 11, bætt er 2473 m² við lóðina frá jörðinni Varmadal (landnr. 125765), bætt er 1672 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221447), lóðin verður 12995 m² og staðgreinirinn breytist í 34.535.502, eldri staðgreinir, 34.535.403, verður afmáður.

Lóðin Esjumelur 11 (staðgr. 34.535.501, landnr. 206615) er  3888 m²,

teknir eru  3888 m² af lóðinni og lagt við Esjumela 9, lóðin verður 0 m²  og verður afmáð og hverfur úr skrám.

Jörðin Varmadalur (Landnr. 125765) minnkar því um 2473 m.²

Óútvísað borgarland  (Landnr. 221447) minnkar því um 1672 m.²

Sjá deiliskipulag samþykkt umhverfis- og skipulagsráði þann 06. 07. 2016, samþykkt í borgarráði þann 21. 07. 2016.  og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. 10. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

56. Hólmasund 2  (01.411.102) 180216 Mál nr. BN051948

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Umsækjandi tilkynnir hér með hann hyggst reisa sorp- og hjólaskýli úr steinsteypu á lóð nr. 2 við Hólmasund.

Bréf frá hönnuði dags. 31. maí 2006 fylgir erindi.

Stærð sorp- og hjólaskýlis:  B rými 26,6 ferm., 68,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Hverfisgata 92  (01.174.007) 101563 Mál nr. BN052070

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugavegur 73 og Hverfisgötu 92,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e.  Breytingablað 1.174.0 og Lóðauppdrátt 1.174.0, dagsettum 05. 12. 2016.

Lóðin Laugavegur 73 (staðgr. 1.174.023, landnr. 101570) er talin 385.5 m² í Þjóðskrá Íslands, lóðin  varð 238 m² samkv. samþykktu Breytingablaði dags 02.05.2016,  bætt er 133 m² við lóðina frá Hverfisgötu 92, lóðin verður 371 m².

Lóðin Hverfisgata 92 (staðgr. 1.174.007, landnr. 101563) er talin 154.1 m² í Þjóðskrá Íslands, lóðin  varð 1662 m² samkv. samþykktu Breytingablaði dags 02.05.2016, teknir eru 133 m² af lóðinni og bætt við Laugaveg 73,  lóðin verður 1529 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt í borgarráði þann 01. 09. 2016,  á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 28. 10. 2016, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 12. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

58. Laugavegur 73  (01.174.023) 101570 Mál nr. BN052069

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans  á  breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugavegur 73 og Hverfisgötu 92,  samanber  meðsenda uppdrætti  þ.e.  Breytingablað 1.174.0 og Lóðauppdrátt 1.174.0, dagsettum 05. 12. 2016.

Lóðin Laugavegur 73 (staðgr. 1.174.023, landnr. 101570) er talin 385.5 m² í Þjóðskrá Íslands, lóðin  varð 238 m² samkv. samþykktu Breytingablaði dags 02.05.2016,  bætt er 133 m² við lóðina frá Hverfisgötu 92, lóðin verður 371 m².

Lóðin Hverfisgata 92 (staðgr. 1.174.007, landnr. 101563) er talin 154.1 m² í Þjóðskrá Íslands, lóðin  varð 1662 m² samkv. samþykktu Breytingablaði dags 02.05.2016, teknir eru 133 m² af lóðinni og bætt við Laugaveg 73,  lóðin verður 1529 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt í borgarráði þann 01. 09. 2016,  á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 28. 10. 2016, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 12. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

59. Framnesvegur 66  (01.520.314) 105933 Mál nr. BN052065

Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, Framnesvegur 66, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að dýpka sökkla og byggja kjallara undir hluta einbýlishúss á lóð nr. 66 við Framnesveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Hátún 41  (01.235.119) 102963 Mál nr. BN051997

Málfríður Kristjánsdóttir, Hátún 41, 105 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi sána-bað í bílskúr við hús á lóð nr. 41 við Hátún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. desember 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2016.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2016.

61. Sólvallagata 72  (01.134.512) 100396 Mál nr. BN052032

Sæmundur Unnar Sæmundsson, Hesthamrar 9, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár íbúðir í sambýlishúsi á lóð nr. 72 við Sólvallagötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið kl. 12.00

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir