Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 172

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 09:05, var haldinn 172. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.  Rauðagerði 25-27, breyting á deiliskipulagi
(01.821.2)
Mál nr. SN030387
Lögð fram tillaga Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. í ágúst 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-27 við Rauðagerði. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa, dags. 19.08.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að framkvæmdir sem ráðist verður í vegna breytinga á deiliskipulaginu hafi ekki neikvæð áhrif á hljóðvist á svæðinu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

2.  Sigtún 38, breyting á deiliskipulagi
(01.366.0)
Mál nr. SN040445
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Arkform, dags. í apríl 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 38 við Sigtún.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

3.  Hestháls 2-4, breytt deiliskipulag
(04.323.0)
Mál nr. SN040377
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Nóa Síríus, dags. 8.07.04, ásamt tillögu teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 15. júlí 2004, að breyttu deilsikipulagi vegna lóðar nr. 2-4 við Hestháls. Málið var í kynningu frá 27. júlí til 23. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

4.  Staðarsel 6, breyting á deiliskipulagi
(04.924.0)
Mál nr. SN040362
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 01.07.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Staðarsel. Málið var í kynningu frá 28. júlí til 25. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

(B) Byggingarmál

5.  Hagamelur 1, færanleg kennslustofa
(01.542.101)
Mál nr. BN029654
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22.06.2004. Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir færanlegri kennslustofu austan Melaskóla á lóðinni nr. 1 við Hagamel.  Uppdr. OK arkitekta, dags. 10.06.2004 dregnir til baka en nýir uppdr. sömu aðila dags. 23.07.04 lagðir fram. Málið var í kynningu frá 21. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Sverri Hreiðarssyni og Margréti Ragnarsdóttur, Hagamel 6, dags. 18.08.04, Erni Orrasyni, Hagamel 8, dags. 15.08.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.08.04.
Stærð: Færanl. kennslust.64,8 ferm. og 218,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 11.772
Frestað.

6.  Hringbraut við Landspítala, göngubrú
Mál nr. BN030002
Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa göngubrú yfir Hringbraut við Landspítala.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

7.  Hringbraut við Njarðargötu, göngubrú
Mál nr. BN030005
Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa göngubrú yfir Hringbraut við Njarðargötu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

8. Njarðargata, göngubrú
Mál nr. BN030003
Eignasjóður-Gatnamálastofa, Skúlatúni 2, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa göngubrú yfir Njarðargötu norðan Hringbrautar.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9.  Reykjanesbraut við Stekkjarbakka, göngubrú
Mál nr. BN030004
Vegagerðin, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa göngubrú yfir Reykjanesbraut við Stekkjabakka.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

10.  Klettagarðar 21, vörugeymsluhús
(01.324.301)
Mál nr. BN030024
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Reykjavíkurhöfn, Tryggvag Hafnarhúsi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæða vörugeymsluhús úr stálgrind, klætt ljósu trapissustáli á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Stærð: Vörugeymsla 5474 ferm., milliloft 174,8 ferm., samtals 5648,8 ferm., 60378,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.260.423
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.  Móvað 1, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.771.201)
Mál nr. BN030025
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 1 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.  Móvað 11, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.771.206)
Mál nr. BN030029
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 11 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.  Móvað 37, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.773.501)
Mál nr. BN030030
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr  einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 37 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14.  Móvað 41, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.773.503)
Mál nr. BN030031
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri , klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 41 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsl 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15.  Móvað 5, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.771.204)
Mál nr. BN030026
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 5 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16.  Móvað 7, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.771.204)
Mál nr. BN030027
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 7 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

17.  Móvað 9, einbýlish. m. innb. bílg.
(04.771.205)
Mál nr. BN030028
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús að hluta á tveimur hæðum ásamt tvöfaldri bílgeymslu allt úr einingum úr timbri, klætt með bárujárni og steinuðum sementsplötum (Viroc) á lóð nr. 9 við Móvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm., bílgeymsla 41,8 ferm., samtals 248,9 ferm., 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

18.  Ólafsgeisli 20-28, (fsp) breyting á deiliskipulagi
(04.126.6)
Mál nr. SN040386
Lögmenn við Austurvöll sf, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Lögmanna við Austurvöll f.h. Skúla Ágústssonar, dags. 14.07.04, varðandi  breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 24 við Ólafsgeisla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20.08.04.
Frestað.

(D) Ýmis mál

20.  Bensínstöðvar og bensínsölur, skýrsla
Mál nr. SN040461
Lögð fram álitsgerð skipulags- og byggingarsviðs um fjölda og staðsetningu bensínstöðva í Reykjavík, dags. í október 2003. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. 27.08.04.

21.  Bensínstöðvar, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks
Mál nr. BN029951
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst 2004:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að tekin verði afstaða til niðurstöðu vinnuhóps skipulags- og byggingarsviðs um fjölda og staðsetningu bensínafgreiðslna í borginni. Fullkomið stefnuleysi ríkir í þessum málaflokki og ef marka má yfirlýsingar leiðtoga Reykjavíkurlistans Alfreðs Þorsteinssonar þá er það stefna Reykjavíkurlistans að fjölga bensínstöðvum sem mest í Reykjavík. Þess má geta að Reykjavík á heimsmet í fjölda bensínstöðva miðað við fólksfjölda.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 11. ágúst s.l. verði vísað frá og álitsgerð um fjölda og staðsetningu bensínstöðva í Reykjavík verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

Greinargerð með tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur formanns skipulags- og byggingarnefndar:
Eins og fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra til formanns skipulags- og byggingarnefndar er álitsgerðinni ætlað að vera leiðbeinandi við skipulagsvinnu í framtíðinni. Því er lagt til að tillögu Sjálfstæðismanna verði vísað frá og álitsgerðinni vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

Tillaga formanns skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fultrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu Reykjavíkurlistans til málsins. Staðfest er að stefna Reykjavíkurlistans er að fjölga bensínstöðvum sem mest í byggðum hverfum borgarinnar.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra, Sveinn Aðalsteinsson, óskaði bókað:
Fulltrúi F-listans í skipulags- og byggingarnefnd átelur skipulagslausa fjölgun bensínstöðva í Reykjavík, sem þó hefur ekki skilað þeim árangri til neytenda að lækka bensínsverð í borginni til samræmis við það sem gerist í nágrannasveitafélögunum.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verður álitsgerð embættis skipulags- og byggingarsviðs lögð til grundvallar. Á undanförnum misserum hafa komið fram vísbendingar um að með aukinni samkeppni geti bensínsverð lækkað m.a. með tilkomu Atlantsolíu. Borgaryfirvöld vilja leggja sitt af mörkum m.a. með því að útvega lóðir undir bensíndælur þeirra aðila sem hafa það að markmiði að bjóða Reykvíkingum lægra bensínverð.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Svarbókun Reykjavíkurlista staðfestir enn frekar vandræðagang þeirra í málinu. Öll olíufélögin hafa það að markmiði að bjóða Reykvíkingum lægra bensínsverð. Þannig að stefna borgaryfirvalda er skýr, fjölga á bensínstöðvum sem mest. Ef marka má álitsgerð skipulagssviðs á Reykjavíkurborg heimsmet í fjölda bensínstöðva.

22.  Bleikjukvísl 10, breyting á deiliskipulagi
(04.235.4)
Mál nr. SN040134
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. ágúst 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. s.m. um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Bleikjukvísl.

23.  Súðarvogur 6, Niðurfelling á kvöð
(01.452.101)
Mál nr. BN027040
Lögð fram að nýju tillaga byggingarfulltrúa, dags. 10.05.04, sem kynnt hefur verið hagsmunaaðilum ásamt bréfum Stefáns H. Stefánssonar, hdl., dags. 31.03.03 og 16.10.03 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 3.03.04. Einnig lögð fram bréf lögfræðistofunnar Sóleyjargötu 17, dags. 24.05.04 og bréf Stefáns H. Stefánssonar, hdl., dags. 10.05.04, 17.05.04.
Frestað.
24.  Viðarás 85, lóð í fóstur
(04.387.5)
Mál nr. SN030284
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24. ágúst 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. s.m. um breytingu á afmörkun þess lands er komið var í fóstur eiganda hússins að Viðarási 85.

25.  Útilistaverk,  Gufunesi
Mál nr. SN040468
Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2004 um staðsetningu listaverks í Gufunesi.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við staðsetningu verksins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10:02.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Óskar Dýrmundur Ólafsson
Björn Ingi Hrafnsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Benedikt Geirsson