Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 171

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 23. nóvember kl. 9:10, var haldinn 171 fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 17.nóvember 2016.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur, Örfirisey, breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis H1b  (01.1) Mál nr. SN160879

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, vegna heimilda um veitingastaði á hafnarsvæði H1b í Örfirisey. Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Vogabyggð, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030   Mál nr. SN140317

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. júní 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Vogabyggðar. Í tillögunni felast breyttar heimildir um fjölda íbúða, nánari skilgreining íbúðarbyggðar, skilgreining nýs svæðis fyrir samfélagsþjónustu, breytt lega stíga og breytingar varðandi forgangsröðun byggingarsvæða. Einnig er lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 15. júlí 2016 þar sem koma fram ábendingar og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí 2016, vegna bókunar frá 67. fundi svæðisskipulagnefndar höfuðborgarsvæðisins. Tillagan var auglýst frá 19. ágúst til og með 30. september 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snarfari, dags. 28. september 2016 og Íbúasamtök Laugardals, dags. 30. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2016 ásamt lagfærðri tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. nóvember 2016, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Vogabyggð svæði 2, tillaga að deiliskipulagi, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar  (01.45) Mál nr. SN140217

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar, Felixx og Reykjavíkurborgar, dags. 10. júní 2016 uppfærð 22. nóvember 2016, að deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg. Í tillögunni felst endurskipulagning á svæði sem þjónað hefur hlutverki sínu sem iðnaðar- og athafnasvæði og að mæta aukinni þörf fyrir íbúðir og þjónustumiðaðan atvinnurekstur. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur, dags. 10. júní 2016 uppfærður 22. nóvember 2016, sneiðingar, dags. 10. júní 2016 uppfært 22. nóvember 2016, og 3D og skuggavarp, dags. 10. júní 2016 uppfært 22. nóvember 2016, almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 10. júní 2016 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 10. júní 2016. Jafnframt er lögð fram umhverfisskýrsla, dags. júní 2016, byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016, minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, um umferðarhermun, dags. 6. júní 2016 og úttekt á friðlýstum svæðum í Reykjavík, dags. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 19. ágúst til og með 10. október 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sveinn Hannesson f.h. Gámakó hf., dags. 8. september 2016, Hermann Hermannsson f.h. Vogabyggðar ehf. og Hamla ehf., dags. 26. september 2016, Börkur Valdimarsson og María Jóhannsdóttir, dags. 28. september 2016, Magnús Þráinsson f.h. Miðhólma, dags. 29. september 2016, Árni Davíðsson f.h. stjórnar LHM, dags. 29. september 2016, Jörundur Jökulsson, dags. 30. september 2016, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 30. september og 11. október 2016, hverfisráð Laugardals, dags. 27. september 2016, Íbúasamtök Laugardals, dags. 30. september 2016 og Veitur ohf., dags. 7. október 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2016.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2016.

Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Breiðholtsbraut, deiliskipulag, göngubrú  (04.6) Mál nr. SN150224

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð er fram tillaga Landmótunar, dags. 27. september 2016, að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra Breiðholts þar sem er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Göngubrú mun bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfaranda á leið milli hverfanna. Einnig er lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu, dags. 23. nóvember 2015, varðandi úttekt um valkosti staðsetningar fyrir göngubrú, en til grundvallar lágu þrjár útfærslur á brú.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt var samþykkt að senda tillöguna til umsagnar hjá Vegagerðinni, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Landssamtaka Hjólreiðamanna og Hverfisráðs Breiðholts

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Fiskislóð 31, breyting á deiliskipulagi  (01.089.1) Mál nr. SN160808

Sjávarbakkinn ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

GP-arkitekt ehf., Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Lögð fram umsókn GP-arkitekta ehf., mótt. 27. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 31 við Fiskislóð. Í breytingunni felst breytingu á hámarksnýtingarhlutfalli lóðar úr 0,6 í 1,0, samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Haukdælabraut 78-92, breyting á deiliskipulagi  (05.114.3) Mál nr. SN160648

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Jón Guðmundsson, Látraströnd 12, 170 Seltjarnarnes

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Guðmundssonar, mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 78-92 við Haukdælabraut. Breytingin felst í því að byggingareitur til norðausturs er stækkaður um 1,2 m, afmörkun lóðarhluta til einkanota húsa nr. 86-92 færist til um 1 m til norðausturs, byggingarmagn miðað við A rými er aukið um 8 m2 fyrir hvert hús og bætt er við byggingareit fyrir útbyggingar á suð-vesturgafli. Einnig er fyrirkomulagi bílastæða innan lóðar og í götu er breytt, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar, dags. 23. ágúst 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. október til og með 4. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingi Lárusson, dags. 1. nóvember 2016 og Kristín Sigurey Sigurðardóttir, dags. 4. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2016.

Samþykkt sbr. a- lið 1. gr. í viðauka 1.1. í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2016.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Reykjavíkurflugvöllur flugvallargeiri 4, breyting á deiliskipulagi  (01.6) Mál nr. SN160747

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf., mótt. 30. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á flughlaði við Flugskýli 4, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 27. september 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

9. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á skilmálum deiliskipulags   Mál nr. SN160841

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Rauðsvíkur, mótt. 8. nóvember 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðanna nr. 92 við Hverfisgötu og 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst að lagfærð er stærð kjallara hússins í skilmálatöflu o.fl., samkvæmt uppdr. Tark. dags. 7. nóvember 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Laugavegur 55, breyting á deiliskipulagi  (01.173.0) Mál nr. SN160871

Kynnt tillaga Gunnars Bergmanns Stefánssonar arkitekts, dags. 11. nóvember 2016, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 55 við Laugaveg. Í breytingunni felst að núverandi byggingu er lyft upp um eina hæð, nýjum kvistum verði bætt við á þak núverandi byggingar, verslunarrými skal vera á jarðhæð undir núverandi byggingu, aðrir byggingarhlutar hýsi hótel og aðra starfsemi tengda hótelrekstri og hóteliðnaði, nýbygging verði byggð á aftari hluta lóðarinnar og verði að mestu leyti fimm hæðir og lækkar í fjórar hæðir við lóðarmörk sem snúa að Hverfisgötu o.fl. Einnig er lagt fram skuggavarp, dags. 3. nóvember 2016.

Kynnt.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 901 frá  22. nóvember 2016.

(C) Fyrirspurnir

12. Vesturgata 30, (fsp) niðurrif og uppbygging  (01.131.2) Mál nr. SN160762

GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður

Lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. f.h. Hafnarstræti 1 ehf., mótt. 13. október 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 30 við Vesturgötu sem felst m.a. í að rífa gamla skúra á reitnum, byggja ný hús í stað þeirra og þar með auka byggingarmagn og nýtingarhlutfall skv. uppdráttum, dags. 10. október 2016. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 13. október 2016, bréf eigenda, dags. 22. september 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. nóvember 2016.

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirspurnina með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. nóvember 2016.

Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

13. Umhverfis- og skipulagsssvið, Vetrarþjónustan 2016-2017   Mál nr. US160270

Kynnt áætlun umhverfis- og skipulagssviðs um vetrarþjónustu veturinn 2016 til 2017.

Kynnt.

Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri og Björn Ingvarsson deildarstjóri tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 13:00 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi.

14. Göngugötur á aðventunni,    Mál nr. US160263

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvmeber 2016 þar sem lagt er til að hluti Laugavegs, Bankastrætis og Skólavörðustígs verði breytt í göngugötur á aðventunni.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2016 samþykkt

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir  bóka:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja rétt að halda sig við lokun gatna með sama hætti árið 2016 og var á árinu 2015 en um það náðist sátt í fyrra. Miðborgin okkar lagði til að lokanir árið 2016 yrðu með sama hætti og árið 2015 og teljum við eðlilegt að hlusta á þær áherslur enda koma þær frá rekstraraðilum”.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Innleiðing hágæða almenningssamgangna, drög að samkomulagi   Mál nr. US160269

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. nóvember 2016, ásamt drögum að samkomulagi um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram drög að tímalínu fyrir svæðisskipulagsbreytingu, dags. 14. nóvember 2016, gagnaöflun og greining ,  fjárhagsáætlun 2016 og til maíloka 2017 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóri dags. 21. nóvember 2016.

Lagt fram.

(D) Ýmis mál

16. Ferðir til og frá skóla/vinnu, útivistarsvæði og sumargötur 2016, kynnt skýrsla   Mál nr. US160271

Kynnt skýrsla Capacent Gallup.varðandi niðurstöðu úr könnun Capacent sem gerð var 6-19 október 2016 um ferðir til og frá skóla/vinnu, útivistarsvæði og sumargötur 2016.

Jóna Karen Sverrisdóttir fulltrúi frá Gallup kynnir.

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Garðabær, tillaga að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, forkynning   Mál nr. SN160812

Garðabær, Pósthólf 40, 212 Garðabær

Lagt fram bréf skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 26. október 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Einnig eru lögð fram drög að uppdr., dags. 7. október, greinargerð, dags. í október 2016 og umhverfisskýrsla, dags. í október 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags  dags. 17. nóvember 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. nóvember 2016 samþykkt.

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Hagamelur 34, málskot  (01.540.3) Mál nr. SN160677

Kjartan Ingvarsson, Hagamelur 34, 107 Reykjavík

Lagt fram málskot Kjartans Ingvarssonar, mótt. 8. september 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 um að hækka þak hússins á lóð nr. 34 við Hagamel og byggja 2 kvisti til norðurs.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 staðfest.

Umhverfis og skipulagsráð bókar: „Umhverfis- og skipulagsráð staðfestir neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 um útfærslu byggingaráforma. Ráðið tekur þó undir ýmsar ábendingar í málskotinu og leggur áherslu á að frekari úrvinnsla í umræddu máli fari fram í góðu samstarfi umhverfis- og skipulagssviðs og þess sem höfðar málskotið

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Norðlingabraut 6, málskot  (04.732.6) Mál nr. SN160856

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Helga M. Hallgrímssonar, dags. 11. nóvember 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 varðandi breytingu á notkun lóðarinnar nr. 6 við Norðlingabraut úr atvinnustarfsemi í íbúðir, samkvæmt frumtillögu Arkþings ehf., ódags

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, göngubrú yfir Miklubraut R15110171 (USK2015110029)   Mál nr. US150249

Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Grænahlíð 26, 105 Reykjavík

Kristín Vala Erlendsdóttir, Stigahlíð 53, 105 Reykjavík

Arna Kristín Einarsdóttir, Grænahlíð 26, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. nóvember 2015, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 17. nóvember 2015, um að vísa eftirfarandi tillögu til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarstjórn samþykkir að gripið verði til aðgerða í því skyni að tryggja börnum og ungmennum örugga göngu- og hjólaleið yfir Miklubraut á kaflanum milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að kanna tiltæka kosti varðandi uppsetningu göngubrúar á svæðinu og undirgöng hins vegar og meta æskilega staðsetningu slíkra mannvirkja með tilliti til gönguleiða og gönguflæðis barna og ungmenna yfir Miklubraut. Sviðinu er jafnframt falið að taka upp viðræður við Vegagerð ríkisins um þátttöku í verkefninu þar sem um er að ræða stofnbraut í þéttbýli." Einnig eru lagður fram uppdrátttur Landslags dags. 21. janúar 2016 og bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 31. október 2016.

Bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 31. október 2016 samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

21. Tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, breytt verklag vegna fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar - R16080091   Mál nr. US160209

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi borgarráðs 18. ágúst 2016: "Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að verklag við tilnefningar á fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar verði gert opinbert og gegnsætt, þannig að auglýst verði opinberlega á vefmiðlum og prentmiðlum eftir tillögum og að samráð við öll hverfisráðin verði formleg. Með þessu viljum við færa valdið frá embættismönnum til borgarinnar sjálfra." Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12 október 2016 ásamt tillögu að breyttu verklagi. 

Tillaga um breytt fyrirkomulag vegna fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar sem fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2016 samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

22. Gunnarsbraut 30, kæra 14/2015, umsögn, úrskurður  (01.247.1) Mál nr. SN150110

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um leyfi fyrir viðbyggingu, byggingu tvennra svala á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. febrúar 2015. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. nóvember 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda.

23. Bárugata 30, kæra 23/2016, umsögn, afturköllun  (01.135.2) Mál nr. SN160250

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. febrúar 2016 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að veita leyfi fyrir byggingu hæðar ofaná einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. ágúst 2016. Jafnframt er lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. nóvember 2016 vegna afturköllunar á kæru 23/2016.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir



Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 10:15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 901. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051968

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, m.a. eru þakhæðir G1 og G2 stækkaðar til vesturs og gluggasetningu þakhæða og inngöngum á 1. hæð breytt, inngöngum í T1, T2 og T3 er breytt og breytingar verða á innréttingu bílakjallara vegna steinhleðslu í íbúðar- og atvinnuhúsum á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stækkun:  116,5 ferm., 402,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bankastræti 14  (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051954

Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 4. hæð til suðurs í fjöleignarhúsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.

Stækkun A-rými x ferm., x rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.11.2011 við fsp BN0110410.

Samþykki meðeigenda dags. 01.10.2016 fylgir erindi.

Bréf arkitekts dags. 14.11.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3. Bjarkargata 6  (01.143.114) 100962 Mál nr. BN051807

S8 ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kjallaratröppur í innkeyrslu á norðurhlið´á íbúðarhúsi á lóð nr. 6 við Bjarkagötu.

Erindi BN051676 jafnframt dregið til baka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2016.

4. Bleikjukvísl 18  (04.235.304) 110899 Mál nr. BN051697

Tina Petersen, Bleikjukvísl 18, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með bárumálmklæðningu á þaki, yfir byggða verönd og með arni á  vesturhlið hússins á lóð nr. 18 við Bleikjukvísl.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. nóvember 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2016.

Stækkun er: 11,0 ferm., 39,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 6  (01.220.002) 102778 Mál nr. BN050146

Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum, þrem rýmum sem áður tilheyrðu séreign 0101 er breytt í séreignir, eignum fjölgar úr 7 í 10, í húsi á lóð nr. 6 við Borgartún.

Erindi fylgir  samþykki eigenda, dags. 13.10. 2015, bréf arkitekts dags. 19.8. 2016, leyfi til að starfrækja veitingahús dags. 5.2. 2008, umsögn TR-Tækniráðgjöf dags. 13.10. 2016 og  umsókn um stofnun fasteigna dags. 9.2. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Bragagata 26A  (01.186.639) 102334 Mál nr. BN047670

Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við raðhús á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.

Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014.

Gjald kr 9.500

Frestað.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 1 dags. 11. maí 2016.

7. Brattagata 3A  (01.136.536) 100625 Mál nr. BN051903

Tómthús ehf., Lynghaga 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi geymslna í mhl. 02 við hús á lóð nr. 3a við Bröttugötu.

Sjá erindi BN043414.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Brautarholt 7  (01.242.004) 103029 Mál nr. BN051892

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049574, m.a. er skábraut í bílakjallara gerð brattari að hluta, tröppum og skábraut við aðalaðkomu og handriðum komið fyrir við austur- og vesturgafl v/aðlögunar að borgarlandi ásamt ýmsum minni háttar breytingum á innra skipulagi og útliti sem nánar er lýst í byggingarlýsingu á stúdentagarði á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu uppfærð í nóvember 2016 og greinargerð hönnuðar um breytingar dags. 15. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Fiskislóð 1  (01.089.501) 203587 Mál nr. BN051969

DGV ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka millipall, koma fyrir lyftu og rúllustiga sem tengir 1. hæð við millipall, færa aðalinngang, bæta við hurð úr nýju verslunarrými, gluggum á 2. hæð austurhlið, breyta skyggni í svalir og koma fyrir flóttastiga frá þeim og flóttastiga frá norðvesturhlið húss  á lóð nr. 1 við Fiskislóð .

Greinargerð hönnuðar dags. 15. nóvember 2016 fylgir með erindi.

Stækkun millipalls:  XX ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Flugvöllur 106748  (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN051885

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tíu sambyggðum skrifstofugámum, sem mynda mhl. 10 framan við Flugskýli 1 á lóðinni Flugvöllur 106748.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Fossaleynir 8  (02.467.201) 178762 Mál nr. BN051927

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eystri inn og útkeyrslu eins og sýnt er á teikningu af lóð nr. 8 við Fossaleyni.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Frakkastígur 26A  (01.182.317) 215204 Mál nr. BN050863

Taste ehf., Frakkastíg 26a, 101 Reykjavík

Live ehf., Bauganesi 22, 101 Reykjavík

Sótt er um byggingarleyfi að nýju, þar sem eldra leyfi BN048943 var fellt úr gildi, til að stækka kvisti, stækka bíslag til norðurs, stækka glugga, einangra og klæða að utan með borðaklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 48 gesti og 15 gesti á útisvæði í og við hús á lóð nr. 26A við Frakkastíg.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Frakkastígs 26 dags. 16. mars 2016, Frakkastígs 24 dags. 29. mars 2016 og Skólavörðustígs 45 dags. 30. mars 2016.

Jafnframt er erindi BN50406 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Gnoðarvogur 44-46  (01.444.101) 105528 Mál nr. BN051965

ADHG ehf., Baldursgötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokki ??? í mhl. 02 í rými 0101 sem á að vera með sæti fyrir 15 gesti og einig vera með afgreiðslu úr bílalúgu á húsinu á lóð nr. 46 við Gnoðarvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grensásvegur 12  (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051880

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skilgreina sérnotafleti við hús á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Erindi fylgir bréf með skýringum arkitekts dags. 3. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðlóðarhafa.

15. Grensásvegur 16  (01.295.403) 103850 Mál nr. BN049072

Húsfélagið Grensásvegi 16, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum á 3. og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Grensásveg.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Grettisgata 9  (01.172.235) 101489 Mál nr. BN051151

Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta skrifstofu og verslun á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki V, teg. B, sjá erindi BN048039,  í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.

Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa skal að leyfisveiting skv. ofangreindu er því háð því skilyrði að að tryggt sé að veitingastarfsemi verði starfrækt á daginn auk þess sem tryggt verði að útlit hússins verði ekki breytt á neinn hátt m.a. með því að byrgja glugga á 1. hæð að Grettisgötu 9.

17. Gufunes Áburðarverksm  (02.220.001) 108955 Mál nr. BN051907

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp og festa niður með þar til gerðum festingum saltgeymslu úr tregbrennanlegu efni á álgrind fyrir salt til hálkueyðingar af götum höfuðborgarinnar og sem staðsett er við hús nr. 3 á lóð áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg í Gufunesi.

Stærð: 1190 ferm., 7700 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Haukdælabraut 36  (05.114.605) 214798 Mál nr. BN051981

SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík

Gísli Viðar Gunnarsson, Grundargerði 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051409 sem felst í því að steypa dýpri sökkla og gera óuppfyllt rými í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 36 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Háaleitisbraut 1  (01.252.101) 103444 Mál nr. BN050927

Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum og brunatæknilegum endurbótum á húsinu á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Heiðargerði 21  (01.801.102) 107610 Mál nr. BN051813

Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða  viðbyggingu á vesturhlið og einnar hæðar viðbyggingu austan við raðhúsið á lóð nr. 21 við Heiðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2016.

Stækkun:  33,2 ferm., 93,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2016.

21. Hringbraut 55  (01.540.012) 106229 Mál nr. BN051683

Vilborg María Sverrisdóttir, Hringbraut 55, 101 Reykjavík

Pálmi Bergmann Almarsson, Hringbraut 55, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum og innrétta þrjár íbúðir, eina á hverri hæð í parhúsi á lóð nr. 55 við Hringbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 100B  (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051821

Grímur Bjarnason, Hverfisgata 102, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvennar stálsvalir með eldþolnum botni á íbúðir á 2. og 3. hæð í fjölbýlishúsi  lóð nr. 100B við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 112  (01.240.008) 102976 Mál nr. BN051920

Leifur Steinn Elísson, Háteigsvegur 3, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að ??? og setja vegg til að skipta upp þakrými sem verður 0401 og verður í eigu 0201 og 0402 sem verður í eigu 0301 í húsinu á lóð nr. 112 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 26  (01.171.101) 101367 Mál nr. BN051962

Mat Bar ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048855 sem felst í breytingu á innra skipulagi á 1. hæð og í kjallara í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 40  (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051950

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu íbúðar og atvinnuhúss á lóð að Hverfisgötu 40 sbr. erindi BN051112.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

26. Hverfisgata 40  (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, þrjár til sex hæðir á sameiginlegum bílakjallara með 20 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2016.

Einnig brunahönnun frá EFLU uppfærð í september 2016, umsögn fagrýnihóps dags. 18. nóvember 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí og 20. september 2016.

Stærð A-rými:  6.495,8 ferm., 22.519,3 rúmm.

B-rými:  213,1 ferm., 736,7 rúmm.

C-rými:  677 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Umsögn Fagrýnihóps vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

27. Hverfisgata 74  (01.173.008) 101499 Mál nr. BN051947

Einar Rúnar Magnússon, Hverfisgata 74, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta borðstofu og straustofu í svefnherbergi í íbúð 0402 í húsinu á lóð nr. 74 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Hverfisgata 94-96  (01.174.0)  Mál nr. BN051617

SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða, 38 íbúða fjölbýlishús með verslunum og veitingahúsum á jarðhæð og bílgeymslu fyrir 45 bíla á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.

Stærð A-rými:  7.178,2 ferm., 24.649,3 rúmm.

B-rými:  xx

C-rými:  xx

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Ingólfsstræti 8  (01.170.308) 101345 Mál nr. BN051977

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Þórdís Guðjónsdóttir, Snekkjuvogur 15, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til innrétta kaffihús og bar í flokki 2 tegund A ásamt því að gera skábraut við suðurhlið húss á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Jaðarleiti 2-8   Mál nr. BN051930

Skuggabyggð ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 71 íbúð í fjórum  fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á reit C við Jaðarleiti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31. Jaðarleiti 2-8   Mál nr. BN051988

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvinnu vegna byggingar fjölbýlishúss, sjá erindi BN051930, á lóð nr. 2-8 við Jaðarleiti.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 21. nóvember 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

32. Kistumelur 14  (34.533.603) 206622 Mál nr. BN051929

M21 ehf., Laugavegi 96, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0102, 0103 og 0104 þannig að breytt er lögun stiga milli hæða, breytingum á salernum og kaffistofu starfsmanna í húsinu á lóð nr. 14 við Kistumel.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

33. Lambhagavegur 15  (02.647.602) 211681 Mál nr. BN051926

H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN051530 sem felst í að breyta geymslurými og tæknirými á 1. hæð í óuppfyllt rými í húsi á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.

Minnkun: A-rými 370,5 ferm., 0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Langholtsvegur 7  (01.355.003) 104316 Mál nr. BN051928

Iða Mary Guðmundsdóttir, Langholtsvegur 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felast í að færa ósamþykktar íbúðir inn á teikningar ásamt breytingu á landhæð við hús á lóð nr. 7 við Langholtsveg.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Laugavegur 95-99  (01.174.130) 210318 Mál nr. BN051774

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu samhliða endurbyggingu útveggja og þaks, og innrétta hótel í flokki V - teg. a, ásamt verslun og þjónustu á jarðhæð, í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Stækkun A-rými: 548,5 ferm., 694,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Umsögn Fagrýnihóps vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

36. Mávahlíð 40  (01.710.208) 107172 Mál nr. BN051221

Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15. janúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.

[Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. nóvember 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 3. október til og með 31. október 2016. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

37. Meistaravellir  5-7  (01.523.004) 105992 Mál nr. BN051772

Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Meistaravellir 7, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja eldhús og gera 1,9 m breitt op á vegg  sem er á milli eldhúss og stofu í íbúð 0402 mhl. 01 í húsi nr. 7 á lóð nr. 5 - 7 við Meistaravelli.

Umsögn burðarvirkishönnuðar og lagaskoðunar dags. 6. október 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0302 dags. 16. okt. 2016 og 20. nóv. 2016 vegna tengingar lagna við vask inn í íbúð fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Pósthússtræti 13-15  (01.140.512) 100872 Mál nr. BN051579

Margrét Ragnarsdóttir, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Eiríkur Óskarsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að skipta í tvennt rými 0202 og innrétta tvær íbúðir, 0202 og 0203, sjá erindi BN042650, og til að breyta innra skipulagi í íbúð 204, sjá erindi BN046685 á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2016, samþykki  meðeigenda dags. 24. ágúst 2016 og skýringar umsækjanda dags. 7. nóvember 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Ránargata 21  (01.135.302) 100470 Mál nr. BN051932

Sunna Ronaldsdottir Wathen, Spánn, Jón Kristinsson, Holland, Sótt er um leyfi til að skipta fjölbýlishúsi í þrjár íbúðir og byggja svalir á suðurhlið sama húss á lóð nr. 21 við Ránargötu.

Erindi fylgir þinglýst samkomulag um afnotarétt á lóð milli húsa dags. 10. nóvember 1947, brunavirðing dags. 1. mars 1943 og samþykki sumra lóðarhafa Bárugötu 22, Ránargötu 19 og Ránargötu 23 og allra lóðarhafa Stýrimannastígs 7.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Safamýri 46-50  (01.286.101) 103743 Mál nr. BN051705

Emilija Aleksandraviciene, Safamýri 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til  fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir hurð út úr stofu út í garð á suðvesturhlið hússins nr. 46 á lóð nr. 46-50 við Safamýri.

Sjá áður samþykkt erindi BN045299.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 5. sept. 2016. fylgir.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Skaftahlíð 38  (01.274.102) 103641 Mál nr. BN051894

Skaftahlíð 38,húsfélag, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á leiðréttri grunnmynd rishæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skeifan 7  (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800

Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta jógastúdíó í skrifstofurými, salur er skilinn frá móttöku  og búningsaðstöðu, nýjar lagnir á  3. hæð og til að koma fyrir flóttasvölum og stiga niður á þak 1. hæðar húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43. Skólavörðustígur 18  (01.181.006) 101730 Mál nr. BN051783

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Hilmar Þór Kristinsson, Sæbraut 9, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á bakhlið kjallara og 1. hæðar og innrétta verslunar- og þjónusturými, gera nýjan stiga milli kjallara og 1. hæðar, færa útidyrahurð upp í gangstéttarhæð og færa útlit glugga og hurðar á þessum elsta húshluta til eldra horfs í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 18 við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. október 2016, samþykki meðeigenda, þinglýst afsöl dags. 13. október 1995 og 20. nóvember 1996 og bréf arkitekts dags. 8. nóvember 2016.

Stækkun:  38,2 ferm., 140,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Skólavörðustígur 3A  (01.171.309) 101409 Mál nr. BN051951

Mokkakaffi sf, Skólavörðustíg 3a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga útiborðum kaffihúss úr 3 í 6 borð, og fjölga þeim í 9 borð þegar gatan er lokuð á sumrin, á útisvæði framan við hús á lóð nr. 3a við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

45. Tryggvagata 15  (01.117.406) 100090 Mál nr. BN051967

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050164 sem felst í því að breyta innra fyrirkomulagi við stiga og lyftu á 6. hæð í húsi á lóð nr. 15 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Tryggvagata 16  (01.132.104) 100213 Mál nr. BN051820

Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rishæð þannig að halli á þaki verður brattari að götu og garði og á milli þakflata komi flatt þak sem nýtist sem þaksvalir, jafnframt er rýminu breytt í íbúð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Stækkun:  22,3 ferm., 91,2 rúmm. Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Þórsgata 1  (01.181.116) 101752 Mál nr. BN051674

Fasteignafélagið Óðinsvé ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og uppfæra brunamerkingar í hóteli á lóð nr. 1 við Þórsgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Þverholt 15  (01.244.301) 215990 Mál nr. BN051964

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN047340 sem felast í breytingu á gerð innveggja í geymslum og svalalokanir felldar út í mhl. 08 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Einholt.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing embættisins vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Öldugata 2  (01.136.311) 100569 Mál nr. BN051615

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050273, fjarlægja útihurð í kjallara og gera minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innandyra í íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

50. Beykihlíð 3-5  (01.780.002) 107497 Mál nr. BN051559

Hulda Hauksdóttir, Beykihlíð 3, 105 Reykjavík

Umsækjandi tilkynnir hér með hann hyggst reisa sólskála við suðvesturhlið parhúss nr. 3 á lóð nr. 3-5 við Beykihlíð.

Bréf frá hönnuði dags. 18. júlí 2016 þar sem hann sækir um á grundvelli byggingareglugerðar 112/2012 gr. 2.3.5. fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2016.

Stækkun 9,4 ferm., 26,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Afgreitt

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

51. Engjateigur 7  (01.366.501) 179535 Mál nr. BN051986

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti 1.366.5 dagsettum 21. 11. 2016, þar með talið á nýrri lóð þ.e. fyrirhugaðri bílastæðalóð fyrir Engjateig 7.

Fyrirhuguð Bílastæðalóð fyrir Engjateig 7 (staðgr. 1.366.504,  Kemur úr óútvísuðu borgarlandi (landnr. 218177) og verður 274 m2.

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í borgarráði þann 21. 07. 2016, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16. 09. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 13. 10. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

52. Gljúfrasel 5  (04.933.703) 112871 Mál nr. BN051980

Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, Gljúfrasel 5, 109 Reykjavík

Umsækjandi tilkynnir hér með að hann hyggst gera hurð frá íbúð inn í bílskúr á lóð nr. 6 við Gljúfrasel.

Bréf frá hönnuði dags. 31. október 2016 og bréf frá burðarvirkshönnuði dags. 31. október 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Afgreitt

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Guðrúnartún 8  (01.216.303) 102760 Mál nr. BN051917

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. september 2016 var lagt fram bréf T.ark arkitekta ehf., dags. 30. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á samning sem gerður var 29. janúar 2013 við Reykjavíkurborg um niðurrif á skemmu á baklóð nr. 8 við Guðrúnartún. Óskað er eftir að skemman fái að standa næstu 8-10 árin. Erindinu var vísað til byggingarfulltrúa sbr. SN160734.

Afgreitt

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að byggingin standi áfram tímabundið. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar gerir ekki athugasemdir við að taka upp fyrri samning dags. 26.11 2013 og framlengja frestun á niðurrifi bakhúss um nefndan tíma að fenginni jákvæðri umsögn frá skipulagsfulltrúa.

Erindið er áframsent til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.

54. Hólmasund 2  (01.411.102) 180216 Mál nr. BN051948

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Umsækjandi tilkynnir hér með hann hyggst reisa sorp- og hjólaskýli úr steinsteypu á lóð nr. 2 við Hólmasund.

Bréf frá hönnuði dags. 31. maí 2006 fylgir erindi.

Stærð sorp- og hjólaskýlis:  B rými XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Afgreitt

Frestað með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

55. Naustabryggja 21-29  (04.023.201) 186177 Mál nr. BN051979

Björn Jón Bragason, Naustabryggja 41, 110 Reykjavík

Spurt er hvort sækja þurfi um og hvort leyfi fengist til að setja upp hlið með aðgangsstýringu að bílastæða- og aðkomulóð fjölbýlishúsa á lóð nr. 21-29, 35-53 og 55-57 við Naustabryggju.

Afgreitt

Sækja þarf um byggingarleyfi.

56. Naustabryggja 21-29  (04.023.201) 186177 Mál nr. BN051978

Björn Jón Bragason, Naustabryggja 41, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta heimilisfangi fjölbýlishúss á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju gefa því þess í stað heimilisfang við Tangabryggju til að fyrirbyggja óviðkomandi umferð um sameiginlega bílastæða- og aðkomulóð fjölbýlishúsa á lóð nr. 21-29, 35-53 og 55-57 við Naustabryggju.

Afgreitt

Lóðarhafar Naustabryggju 21-29 þurfa að leggja inn fyrirspurn.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:55

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir