Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 09.08, var haldinn 17. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Reynir Sigurbjörnsson, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Reykjavíkurflugvöllur, forsögn að endurskoðun deiliskipulags (01.6) Mál nr. SN130234
Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2013 að endurskoðun deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar frá 1999.
Oddur Hermannsson landslagsarkitekt kynnti.
Frestað.
Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
2. Hringbraut, biðskýli við Félagsstofnun stúdenta Mál nr. US130106
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 11. maí 2013 varðandi færslu á biðskýli við Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut samkv. uppdrætti dags. 18. mars 2013.
Samþykkt.
3. Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda Mál nr. US130125
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. maí 2013 varðandi göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 og lokanir gatna vegna framkvæmda í sumar.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt ríka áherslu á samráð við borgarbúa og rekstraraðila vegna lokana á götum í miðborginni á sumrin. Sérstaklega er mikilvægt að vakta áhrif lokana nú í sumar vegna framkvæmda á Hverfisgötu, Klapparstíg og Frakkastíg. Þeim götum mun verða lokað á sama tíma og sumarlokanir Laugarvegar og Skólavörðustígs verða í gildi. Fulltrúar SAF hafa lýst áhyggjum sínum vegna þessa. Auðvelt er að bregðast við ef með þarf þar sem lokun gatna er einföld aðgerð. Í kvöld hefur Reykjavíkurborg boðað til opins fundar vegna lokananna og nokkuð víst að margvísleg skoðanir muni koma fram þar enda eru sumarlokanir umdeildar. Mikilvægt er að borgarráð fái upplýsingar um þau sjónarmið sem fram koma á fundinum þegar málið verður til endanlegrar afgreiðslu í ráðinu á morgun.
Atkvæðagreiðsla fór fram þegar fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Jarþrúður Ásmundsdóttir hafði vikið af fundi.
4. Brú yfir Fossvog, Greinargerð starfshóps Mál nr. US130081
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. mars 2013 þar sem óskað eru umagnar umhverfis- og skipulagsráðs varðandi brú yfir Fossvog.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
5. Bláfjöll, óhapp Mál nr. US130145
Farið yfir óhapp sem varð í Bláfjöllum miðvikudaginn 8. maí sl. þegar 600 lítrar af eldsneyti fóru niður á bílastæði við Bláfjallaskála. Einnig farið yfir hvað verið er að framkvæma við Þríhnúka, leyfismál, hvað fór úrskeiðis og hvernig gekk að hreinsa jarðveginn.
Kynnt.
Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sat fundinn undir þessum lið.
6. Samgöngumiðstöð, leiðakerfi Strætó. Mál nr. US130083
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnar hugmyndir að nýju leiðakerfi Strætó bs. vegna nýrrar staðsetningar Samgöngumiðstöðvar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar:
1. Hversu stór hluti heildarferða í kerfinu mun breytast við þessa leiðarkerfisbreytingu?
2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjölda skiptinga í kerfinu?
3. Í ljósi þess að allar stærri leiðarkerfisbreytingar til þessa hafa skilað farþegafækkun, er spurt: Hversu mikil er farþegafækkunin áætluð í kjölfar þessara breytinga?
Einnig eru lögð fram svör við fyrirspurnum dags. 29. apríl 2013.
Einar Kristjánsson frá Strætó kynnti.
7. Rituhólar, skemmdarverk Mál nr. US130146
Kynnt staða máls vegna skemmdaverka sem unnin voru á trjálundi Reykjavíkurborgar fyrir neðan Rituhóla í Breiðholti í byrjun maí 2013.
Kynnt.
Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri umhverfisgæða sat fundinn undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 10. maí 2013.
9. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115
Lögð fram verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats dags. 22. febrúar 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstofnunar dags. 21. mars 2013, umsögn Vegagerðarinnar dags. 25. mars 2013, umsögn Skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar dags. 18. apríl 2013 og umsögn bæjarstjórnar Seltjarnarness dags. 29. apríl 2013. Einnig er lögð fram til kynningar drög að tillögu skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stokkalausnar á Mýrargötu. Jafnframt lagt fram tímaplan fyrir aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Samþykkt að forkynna fyrirliggjandi tillögu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
10. Einholt-Þverholt, (01.244.3) Mál nr. SN130238
Kynntar hugmyndir um mögulegt framhald verkefnis vegna deiliskipulags Einholt-Þverholt.
Kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Jarþrúður Ásmundsdóttir vék af fundi kl.12:05.
11. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Hverfils ehf. dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg. Í breytingunni felst sameining lóða, bygging bílkjallara og loka undirgöngum samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 2. maí 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu
Vísað til borgarráðs.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur áherslu á að framkvæmdaaðili upplýsi með skiltum um framkvæmdaráætlanir, byggingartíma og annað það sem skiptir íbúa máli. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarnefndarteikningar verði kynntar í ráðinu þegar þær berast. Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir umsögn Minjaverndar um að húsinu á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu verði flutt til og því fundinn annar staður innan borgarinnar.
Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
12. Hverfisgata 19, breyting á deiliskipulagi (01.151.4) Mál nr. SN130153
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Teiknistofa Garðars Halld ehf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 21. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4, Þjóðleikhúsreitur, vegna lóðarinnar nr. 19 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að byggja við Þjóðleikhúsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Garðars Halldórssonar ehf. dags. 21. mars 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. apríl til og með 1. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þórður Bogason dags. 28. apríl 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
13. Njarðargata 25, breyting á deiliskipulagi (01.186.5) Mál nr. SN130146
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi 1.185.6 vegna lóðarinnar nr. 25 við Njarðargötu. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 14. mars 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. apríl til og með 1. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helena Óladóttir og Theodór Welding dags. 24. apríl 2013, Margrét Harðardóttir dags. 29. apríl 2013, Skrifstofan ehf. Stefán Sigtryggsson dags. 1. maí 2013, Jón Arnar Árnason f.h. 2 eigenda að Nönnugötu 16 dags. 1. maí 2013, Gunnar Guðmundsson og Margrét Kristinsdóttir dags. 2. maí 2013 og Harpa Njáls f.h. eigenda að Nönnugötu 14 dags. 29. apríl 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2013.
Vísað til borgarráðs.
14. Öskjuhlíð, Ásatrúarfélagið, breyting á deiliskipulagi (01.76) Mál nr. SN130182
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Hilmar Örn Hilmarsson, Blikastígur 3, 225 Álftanes
Lagt fram erindi Ásatrúarfélagsins dags. 4. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Ásatrúarfélagsins. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og lóðarmörkum ásamt fækkun bílastæða, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 17. apríl 2013.
Frestað.
Björn Ingi Edvardsson sat fundinn undir þessum lið.
15. Hólmsheiði, Hesthúsabyggð - Almannadalur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN130205
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hólmsheiði, hesthúsabyggðar í Almannadal. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja litlar svalir á húsgöflum á öllum gerðum húsa við Almannadal, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. apríl 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson sat fundinn undir þessum lið.
16. Grandavegur 44, breyting á deiliskipulag (01.520.4) Mál nr. SN130055
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg. Í breytingunni felst niðurfelling á hjúkrunarheimili og fjölgun íbúða á svæðinu samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Gláma/Kím ehf. dags. í mars 2013. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir ásamt skuggavarpi og skilmálum dags. í mars 2013 ásamt útlitsmyndum
Jafnframt er lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við lóðarhafa dags. í mars 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásmundsdóttir dags. 27. mars 2013, Dögg Guðmundsdóttir dags. 29. mars 2013, Óli Ragnar Gunnarsson og Ragnheiður Júlíusdóttir dags. 6. maí 2013, Svanlaug Ásgeirsdóttir og Xavier Rodriguez dags. 13. maí 2013 og Sveinn Yngvi Egilsson og Ragnheiður Bjarnadóttir dags. 14. maí 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að framlengja athugasemdarfrest til 21. maí 2013.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 730 frá 14. maí 2013.
18. Bárugata 23, Viðbygging (01.135.501) Mál nr. BN045483
Svana Friðriksdóttir, Bárugata 17, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa frá 29. janúar 2013. Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 23 við Bárugötu. Einnig er lagt fram tölvubréf Ragnhildar Tryggvadóttur dags. 4. mars 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindi var grenndarkynnt frá 8. febrúar til og með 20. mars 2013. Athugasemd barst frá Ragnheiði Tryggvadóttur dags. 4. mars 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2013.
Jafnframt er erindi BN044211 dregið til baka. Stækkun: 43,1 ferm., 125 rúmm.Gjald kr. 9.000 + 11.250
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2013.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa
(D) Ýmis mál
19. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, framkvæmdaleyfi Mál nr. SN130178
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lagt fram að erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013 um framkvæmdaleyfi vegna safnæða og rafstrengja frá Kaldavatnsborholu VK2 Vatnsendakrika í Heiðmörk ásamt umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. apríl 2013. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2013.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 8. maí sl. var erindið samþykkt, en í ljósi þess að láðst hefur að óska meðmæla skipulagsstofnunnar skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010, sbr. og 9.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, er málið nú lagt fyrir að nýju.
Samþykkt að óska meðmæla skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni.
20. Hólmsheiði, fangelsislóð, framkvæmdaleyfi (05.8) Mál nr. SN130109
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. febrúar 2013 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á vatnsveitu- og hitaveitulögnum frá Almannadal og Reynisvatnsheiði auk háspennustrengs að fangelsi Hólmsheiði, samkvæmt uppdr. Verkís hf. dags. 4. febrúar 2013. Einnig er lögð fram greinargerð Minjasafns Reykjavíkur dags. apríl 2013 varðandi skráningu menningarminja á lóð fangelsis og aðveitu. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 8. maí sl. var erindið samþykkt, en í ljósi þess að láðst hefur að óska meðmæla skipulagsstofnunnar skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010, sbr. og 9.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, er málið nú lagt fyrir að nýju.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 8. maí sl. var erindið samþykkt, en í ljósi þess að láðst hefur að óska meðmæla skipulagsstofnunnar skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010, sbr. og 9.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, er málið nú lagt fyrir að nýju.
Samþykkt að óska meðmæla skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdinni. Þess er jafnframt óskað að skipulagstofnun afgreiði erindið svo fljótt sem kostur er.
21. Gunnarsbraut 30, málskot (01.247.1) Mál nr. SN130233
Ársæll Valfells, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Ársæls Valfells móttekið 7. maí 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 30 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 27. mars 2012.
Frestað.
22. Útilistaverk, undir berum himni Mál nr. US130147
Lagt fram til kynningar verkefnið #GLundir berum himni#GL - list í Þingholtunum og á
Skólavörðuholti dagana 25. maí til 25. ágúst 2013.
Guðrún Erla Geirsdóttir kynnti.
23. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. SN130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 10. apríl 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar, einnig er lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 5. apríl 2013, ásamt erindi CCP.
Frestað.
24. Losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík 2007-2011, kynning Mál nr. US130137
Lagt fram til kynningar skýrsla Mannvits dags. desember 2012 varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík 2007-2011.
Frestað.
25. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2013.
26. Betri Reykjavík, barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum Mál nr. US130109
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLBarnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
27. Betri Reykjavík, tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni Mál nr. US130111
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLTvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
28. Betri Reykjavík, betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi Mál nr. US130112
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál #GLBetri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
29. Betri Reykjavík, tiltektardagur í Reykjavík Mál nr. US130115
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt #GLTiltektardagur í Reykjavík#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
30. Betri Reykjavík, Grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur Mál nr. US130139
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLGrænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
31. Betri Reykjavík, Lækka gjaldskrá hjá strætó Mál nr. US130140
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Samgöngur #GLLækka gjaldskrá hjá strætó#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
32. Betri Reykjavík, Laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLLaga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
33. Betri Reykjavik, Almenningssalerni í miðbænum Mál nr. US130141
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Skipulag frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013
#GLAlmenningssalerni í miðbænum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
34. Betri Reykjavík, Fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk Mál nr. US130142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál #GLFleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk#GLásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
35. Betri Reykjavík, Reyklaus strætóskýli Mál nr. US130143
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLReyklaus strætóskýli#GL og kemur úr málaflokknum Umhverfismál ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
36. Betri Reykjavík, Bekki í Hólahverfið Mál nr. US130144
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum Ýmislegt af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl 2013 #GL Bekki í Hólahverfið#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
37. Einholt-Þverholt, kæra 35/2013 (01.244.3) Mál nr. SN130237
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. apríl 2013 ásamt kæru Þórarins Haukssonar dags. 7. apríl 2013 þar sem kært er deiliskipulag Einholts-Þverholt.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
38. Einholt-Þverholt, kæra 36/2013 (01.244.3) Mál nr. SN130236
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. apríl 2013 ásamt kæru Bjarna Þórs Kjartanssonar dags. 8. apríl 2013 þar sem kært er deiliskipulag Einholts-Þverholt.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
39. Bergstaðastræti 56, kæra, umsögn (01.185.6) Mál nr. SN120536
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Frestað.
40. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um að senda tillögu til umsagnar og kynningar. (Greinargerð ásamt uppdrætti, A-hluti), ásamt umhverfisskýrslu (C-hluti)
41. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2013 Mál nr. SN130006
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði.
42. Austurhöfn TRH, breyting á deiliskipulagi vegna skiltis (01.11) Mál nr. SN130061
Portus ehf., Þingási 25, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna staðsetningu skiltis.
43. Umhverfis- og skipulagssvið, Tillaga að breytingum á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssvið Mál nr. US130131
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssviðs og vísar nánari útfærslu hennar og gerð tímaáætlunar til gerðar framkvæmdaáætlunar.
44. Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi (01.68) Mál nr. SN130194
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 8. maí 2013 um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Nauthólsvíkur.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.20.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Reynir Sigurbjörnsson
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 14. maí kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 730. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Asparfell 2-12 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN045847
Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir svalalokunum og reyndarteikningum á öllum hæðum í fjölbýlishúsinu nr. 2,4 og 6 Æsufell á lóð nr. 2- 12 við Asparfell.
Stækkun brúttó rúmm: nr. 2 er 699,8 rúmm. Nr. 4 597,7 rúmm. Nr. 6, 615,4 samtals: 1.912,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
2. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN045886
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skyndibitastað í flokki I, tegund veitingastofa, í verslun 10-11 á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN045986
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa út inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 fylgir
Stækkun: 89,3 ferm., 375,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Barmahlíð 38 (01.710.103) 107143 Mál nr. BN045640
Ólafur Örn Helgason, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Björk Baldursdóttir, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara þannig að íbúðin stækkar í húsi á lóð nr. 38 við Barmahlíð.
Samþykki eigenda íbúðar 0201 fylgir dags. 20. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Blómvallagata 10 (01.162.210) 101268 Mál nr. BN045985
Carl Erik Olof Sturkell, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að endurbæta þakrými sem er hluti íbúðar 0301, stækka kvist, byggja svalir og nýjan kvist við þær, fækka þakgluggum og stækka á fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Blómvallagötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 7.5. 2013, umboð vegna byggingarleyfisumsóknar dags. 7.5. 2013, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2013.
Stækkun. xx ferm., xx rúmm
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN045943
BS-eignir ehf., Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Karl Magnús Karlsson, Hafravellir 2, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum þar sem komið er fyrir skrifstofum á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 6 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bæjarflöt 4 (02.575.202) 179489 Mál nr. BN045983
Bæjarflöt 4 ehf., Laugateigi 14, 105 Reykjavík
Gagnaeyðing ehf, Bæjarflöt 4, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044706 þannig að komið verður fyrir hleðslu-klefa í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 4 við Bæjarflöt.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Elliðavatnsblettur 3 (08.1--.-96) 113486 Mál nr. BN045387
Hrafn Gunnlaugsson, Laugarnestangi 65, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af sumarhúsi (mhl. 01) á lóð nr. 3 við Elliðavatnsblett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2013 og tölvupósti frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3. maí 2013.
Stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 8.500 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Erindi jafnframt vísað til umsagnar OR.
9. Fiskislóð 39 (01.086.603) 209697 Mál nr. BN045912
Hverfi-prent ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045615 þannig að innra fyrirkomulag breytist í línu 12,A til 15,A á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Gnoðarvogur 43 (01.440.301) 219761 Mál nr. BN045885
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á þremur hæðum við Menntaskólann við Sund á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 16. apríl 2013.
Niðurrif mhl. 01 og hluti mhl. 02 xx ferm.
Stærð: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm.
Viðbygging: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN045991
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun íbúðar 0201 í gistirými með fjórum herbergjum til útleigu í húsi á lóð nr. 24 við Grensásveg.
Gjald 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN045937
Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vatnsúðakerfi og raflögnum og breyta hillukerfi í mhl. 03 í húsinu á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
13. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN045906
1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað úr flokki I í flokk II, tegund kaffihús, í Hannesarholti á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2013.
14. Hamravík 82 (02.352.302) 180261 Mál nr. BN045867
Jón V Ásgeirsson, Hamravík 82, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem kemur fram að tekinn er í notkun hluti af óuppfylltu rými og ýmsar útlitsbreytingar gerðar í húsinu á lóð nr. 82 við Hamravík.
Umsögn burðarþolshönnuðar dags. 2. maí 2013.
Stækkun: 36,1 ferm., 61,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Haukdælabraut 5-9 (05.113.803) 214785 Mál nr. BN045988
Gæðahús ehf, Logafold 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045235 þannig að hæðarkótar minnka í húsunum nr. 5 og 9 á lóð nr. 5-7-9 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hesthamrar 11 (02.297.403) 109133 Mál nr. BN045989
Magnús Rúnar Magnússon, Hesthamrar 11, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tengibygginu á milli íbúðarhús og bílageymslu á lóð nr. 11 við Hesthamra.
Stækkun tengibyggingar: XXX ferm., XXX rúmm.
Opið skýli : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hulduland 1-3 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN045798
Hulduland 1-3,húsfélag, Huldulandi 3, 108 Reykjavík
Gunnhildur Friðþjófsdóttir, Hulduland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir, smíða ný svalahandrið og klæða að utan með sléttri álklæðningu á álgrind með 50 mm steinullareinangrun fjölbýlishúsið nr. 1-3 á lóðinni nr. 1-48 við Hulduland.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuða dags. 19. apríl 2013 og samþykki húsfundar dags. 19. september 2012.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN045987
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum í kjallara þar sem koma fram breytingar á innra skipulagi í suð-vestur og norður-suður álmu í húsin á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
19. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN045505
Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi dagana 6., 7. og 8. júní 2013 fyrir 180 ferm. tjald húðflúrmeistara á bílastæði á baklóð húss á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er brunavarnarskýrsla dags. 22.1. 2013 og samþykki rekstraraðila Hverfisgötu 18 dags. 10.5. 2013 og íbúa Hverfisgötu 16 dags. 17.4. 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
20. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2013.
Stærð: Fjölbýlishús - stækkun 529,5 ferm. og 1.477,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Hörpugata 14 (01.635.706) 106697 Mál nr. BN045635
Freyja Hreinsdóttir, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Gísli Másson, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs anddyri og stigahús ásamt samþykki á áður gerðum og fyrirhuguðum breytingum innanhúss og á geymsluskúr á lóð við parhúsið á lóð nr. 14 við Hörpugötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.2. 2013 ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 2. apríl 2013 til og með 1. maí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir stækkun: 30,5 ferm., 74,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000 + 6.741
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
22. Karfavogur 25 (01.441.211) 105452 Mál nr. BN045970
Daði Hannesson, Karfavogur 25, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norður þak hússins á lóð nr. 25 við Karfavog.
Jákvæð fyrirspurn BN045315 fylgir.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Klettagarðar 4 (01.323.301) 215730 Mál nr. BN045979
K 4 ehf., Klettagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN45061 þannig að klætt verður með bárustáli á húsinu á lóð nr. 4 við Klettagarða.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
24. Laugavegur 28C (01.172.210) 101465 Mál nr. BN045761
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN045948
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044340 þar sem búningsklefi starfsmanna er fluttur í kjallara, undirbúningseldhúsi komið fyrir og á 1. hæð er eldhúsi breytt, bætt við björgunaropi og geymslu við bar er tvískipt í Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 30. apríl. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045980
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við skrifstofur á 2. hæð fiskvinnsluhúss á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun: 419,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN045917
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka út opna lyftu í flokkunarrými í nýsamþykktri frystigeymslu á lóð nr. 1 við Norðurgarð (BN045127)
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN045901
Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar og breyta útliti götu- og bakhliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta nr. 1123-1-1, 1123-1-2 og 1123-1-3 dags. apríl 2013.
29. Rauðalækur 14 (01.343.307) 104006 Mál nr. BN045717
Rauðalækur 14,húsfélag, Rauðalæk 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr galvaniseruðu stáli á suðausturhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar hússins á lóðinni nr. 14 við Rauðalæk.
Tölvubréf hönnuðar dags. 17. apríl 2013 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa (vegna fyrirspurnar) dags. 11. mars 2013 fylgir erindinu. Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar (á teikn.) og ný skráningartafla fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013.
30. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN045993
Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem svæði 01030201 sem hefur verið notað fyrir leikhús hefur verið breytt í líkamsræktarstöð í húsinu á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.