Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 9:09, var haldinn 168. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 28. október 2016.
2. Örfirisey, olíutankar (01.1) Mál nr. SN150718
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 14. janúar 2016 á svohljóðandi breytingartillögu borgarstjóra varðandi olíutanka í Örfirisey: "Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurmeta eldri gögn um staðsetningu olíutanka í Örfirisey og efna til nýrrar skoðunar á því sem kann að hafa breyst varðandi forsendur og skipulagssýn og gera í kjölfarið tillögu um heppilegri staðsetningu olíutankanna í Örfirisey, leiði skoðun málsins til þeirrar niðurstöðu. Horft verði til Öryggissjónarmiða, umhverfissjónarmiða, valkosta við þróun byggðar í Örfirisey og annarra sjónarmiða sem eðlilegt er að horft verði til í faglegu og pólitísku mati. Erindinu var vísað til deildarstjóra aðalskipulags og verkefnastjóra skipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2015. Einnig lögð fram skýrsla VSÓ, Staðarval olíubirgðastöðvar, rýni fyrri greiningar og tillögur um nálgun, dags. 20. október 2016.
Kynnt.
Fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs bóka:
Umhverfis- og skipulagsráð leggur áherslu á að málið verði tekið upp næst þegar aðalskipulag verður endurskoðað og stuðst verði við niðurstöður þessarar rýni.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Stefán G. Thors fulltrúi verkfræðistofunnar VSÓ og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til borgarráðs.
3. Miðborgin, landnotkunarheimildir á svæði M1a, aðalskipulagsbreyting, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur Mál nr. US150197
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2016 að breytingu á landnotkunarskilmálum á svæði M1a sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að kynna drög að tillögu að landnotkunarskilmálum á svæði M1a, með vísan til 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verða aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs
Anna María Bogadóttir arkitekt og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag (01.295.4) Mál nr. SN150628
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
iborg ehf., Huldubraut 30, 200 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal, mótt. 15. október 2015, ásamt tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. Í tillögunni felst að byggja við og breyta nýtingu núverandi húsnæðis á lóðinni. Húsnæðið verður nýtt fyrir íbúðir, hótel, skrifstofu- og þjónustustarfssemi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 16. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 16. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 10. febrúar til og með 23. mars 2016. Óttar Yngvason f.h. Steinnes sf., dags. 21. mars 2016, Guðmundur Ágústsson hrl. f.h. Fróða ehf., dags. 22. mars 2016 og Hrafnkell Björnsson f.h. Sigfúsarsjóðs, dags. 23. mars 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. október 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Kjalarnes, Vellir, lýsing Mál nr. SN160721
Eva Margrét Reynisdóttir Wind, Vellir, 116 Reykjavík
Lögð fram umsókn Evu Margrétar Reynisdóttur Wind, mótt. 21. september 2016, ásamt lýsingu, dags. 20. september 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Velli á Kjalarnesi. Um er að ræða skipulag smábýla/tómstundabýla innan jarðarinnar.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi (01.63) Mál nr. SN160136
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagðu fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dags. 13. október 2016, varðandi athugasemdir Skipulagsstofnunar á auglýstum uppdrætti og greinargerð Háskóla Íslands Vísindagarðar. Einnig er lagður fram leiðréttur uppdráttur Háskóla Íslands Vísindagarðardags. 6. maí 2016, síðast breytt 28. október 2016 ásamt greinargerð dags. 12. maí 2016 síðast breytt 28. október 2016.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160791
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn ASK arkitekta ehf., mótt. 21. október 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum vegna breytinga á fyrirkomulagi bílakjallara samkvæmt uppdrætti Ask arkitekta ehf. dags. 13. október 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 898 frá 1. nóvember 2016.
9. Lambhagavegur 9, Atvinnuhúsnæði (02.647.502) Mál nr. BN051890
EMKAN ehf., Veghúsum 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft atvinnuhúsnæði með millilofti á lóð nr. 9 við Lambhagaveg.
Stærðir: A-rými 2.813,7 ferm., 13.361,5 rúmm. C-rými 767,4m2
Gjald kr. 10.100
Kynnt.
(C) Fyrirspurnir
10. Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160260
Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, mótt. 31. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu sem felst í að fjarlægja einnar hæðar bakbyggingu gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 og endurbyggja byggingar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og mansard ris er byggt yfir hann. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 20. júní 2016. Jafnframt er lögð fram tillaga Studio Granda ehf., dags. í mars 2016, bréf Studio Granda ehf., dags. 16. september 2016 og útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands frá 3. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.26. október 2016.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
11. Strætó, leið 29, biðstöð við Arnarholt Mál nr. US160253
Lagður fram tölvupóstur Strætó, dags. 23. september 2016 ásamt erindi Útlendingastofnunar, dags. 8. september 2016 þar sem farið er fram á að leið 29 stöðvi við Arnarholt í Kjalarnesi. Einnig lagt fram minnisblað Strætó, dags. 21. desember 2015 og umsögn umhverfis- og skipulagssiðs, samgöngur dags. 29. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 29. október 2016 samþykkt.
12. Landakotsskóli, umferðaröryggi skólabarna Mál nr. US160261
Lagt fram bréf skólastjóra Landakotsskóla, dags. 1. nóvember 2016 varðandi bætt öryggi skólabarna við og á leið í Landakotsskóla.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur
(D) Ýmis mál
13. Umhverfis- og skipulagssvið, átta mánaða uppgjör 2016 Mál nr. US160260
Lagt fram átta mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar-ágúst 2016.
14. Betri Reykjavík, færa sorphirslu í borginni í nútímabúning (USK2015120005) Mál nr. US150266
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „færa sorphirslu í borginni í nútímabúning“ sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 28. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 28. október 2016, samþykkt.
15. Tillaga borgarráðsfullrúa Framsókna og flugvallarvina, áhættumat á losun örplasts í hafið Mál nr. US160212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2016, þar sem eftirfarandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsókna og flugvallarvina frá fundi borgarráðs 25. ágúst 2016 er send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar:
Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að borgarráð samþykki að láta framkvæma áhættumat hjá óvilhöllum sérfræðingi um losun örplasts úr skolpkerfi Reykavíkur í hafið. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 28. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 28. október 2016 samþykkt
Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, breytt verklag vegna fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar - R16080091 Mál nr. US160209
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi borgarráðs 18. ágúst 2016:
Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að verklag við tilnefningar á fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar verði gert opinbert og gegnsætt, þannig að auglýst verði opinberlega á vefmiðlum og prentmiðlum eftir tillögum og að samráð við öll hverfisráðin verði formleg. Með þessu viljum við færa valdið frá embættismönnum til borgarinnar sjálfra.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12 október 2016 ásamt tillögu að breyttu verklagi.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2016, samþykkt.
17. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160725
Finnur Björn Harðarson, Fagraberg 44, 221 Hafnarfjörður
Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. október 2016 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Gömlu hafnarinnar - Vesturbugt.
18. Krókháls 13 og Laxalón 2 og 4, breyting á deiliskipulagi (04.140.8) Mál nr. SN160739
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. október 2016 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar - Stekkjarmóa - Djúpadals vegna lóðanna við Krókháls 13 og Laxalón 2 og 4.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:25
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Hildur Sverrisdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:18 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 898. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Jón Hafberg Björnsson
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN051594
Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um samþykki áður gerðum breytingum á innra skipulagi í hóteli í sambyggðum húsum á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN051595
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki áður gerðum breytingum á innra skipulagi í hóteli í sambyggðum húsum á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN051596
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki áður gerðum breytingum á innra skipulagi í hóteli í sambyggðum húsum á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 8 við Aðalstræti.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Akrasel 8 (04.943.101) 113013 Mál nr. BN051786
Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður og óútgrafið rými tekið í notkun, í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu. Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 21. október 2016 þar sem umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016 var samþykkt. Leiðrétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016 samþykkt.
Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
5. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN051803
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka stigahús milli Kirkjustrætis 8B og 10 sbr. deiliskipulagsbreytingu dags. 19.8. 2016 og sem þjóna mun sem inngangur á 3. hæð og sem flóttaleið í húsi á lóð nr. 8B við Kirkjustræti.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.9. 2016.
Stærðir, breytingar, xx ferm. og xx rúmm. brúttó.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Arnarbakki 8 (04.632.002) 111859 Mál nr. BN051758
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera flóttahurð í leikstofu sem notuð er sem daggæsla á vegum dagmæðra á lóð nr. 8 við Arnarbakka.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050991
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bílaþvottastöð og -hreinsunar í bílakjallara við norðurútgang á K2 í Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir samþykki bílastæðasjóðs dags. 26. maí 2016 og minnisblað um mengunarvarnir frá Mannvit dags. 31. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði, samþykki meðlóðarhafa.
8. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051700
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílastæðahús, mhl. 09, undir Geirsgötu og sem tilheyrir lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stærðir: 3.977 ferm., 15.351,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN051513
MAL ehf., Nökkvavogi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í gistiheimili í fl. II, teg. B í húsi á lóð nr. 17 við Ármúla.
Greinargerð brunahönnuðar dags. 28. september 2016 og samþykki meðeigenda á teikningum ódagsett fylgja erindi.
Einnig bréf frá hönnuði þar sem óskað er undanþágu vegna aðgengis dags. 23. ágúst 2016 og 20. september 2016, umsögn burðarvirkshönnuðar vegna skyggnis dags. 24. ágúst 2016, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Ármúli 4-6 (01.290.001) 103751 Mál nr. BN050820
VIST ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem felast í að koma fyrir lyftu á milli 1. og 3. hæðar og innrétta kaffihús á jarðhæð í flokki II í húsi nr. 4 á lóð nr. 4 til 6 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. apríl 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
11. Ásvallagata 58 (01.139.011) 100744 Mál nr. BN051852
Hildur Hrefna Kvaran, Hverfisgata 106, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047880 sem felst í því að glugga er breytt í hornglugga á 2. hæð SA-hliðar á húsi á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.
Umsögn Minjastofnunar dags. 22.09.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN051186
Margrét Harðardóttir, Baldursgata 7a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið, breyta innra skipulagi og innrétta tvær íbúðir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7A við Baldursgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 4. ágúst til og með 1. september 2016. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn sama efnis , BN05062 dags. 22. mars 2016 og samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Bankastræti 2 (01.170.101) 101328 Mál nr. BN051011
FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar þannig að stigi á milli hæða í mhl 02 er fjarlægður, koma fyrir eldhúsi í rými 0201 mhl. 02, fjarlægja salerni þar, koma fyrir hjólastólalyftu í stigagangi og koma fyrir fjórum salernum fyrir 120 gesti í veitingarstaðnum í fl. II í húsinu á lóð nr. 2 við Bankastræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. júlí 2016 og 20. júlí 2016 fylgja erindi, einnig greinargerð brunahönnuðar dags. 22. ágúst 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN051859
Leiguþjónustan ehf., Lækjarfit 21, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048209, innra skipulagi í kjallara er breytt sem og uppbyggingu svalagólfa í fjölbýlishúsi á lóð nr. 28 við Barónsstíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Bergstaðastræti 65 (01.196.311) 102678 Mál nr. BN051875
Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingu á erindi BN051608, samþykkt 20.9. 2016, sem fjallar um að ekki verði EICS hurð sett fyrir geymslu 0003 og að EICS hurð verði sett fyrir íbúð 0001 samfara eðlilegu viðhaldi í húsi á lóð nr. 65 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 21.10. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
16. Bergþórugata 23 (01.190.326) 102458 Mál nr. BN051780
Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík
Magnús Ingi Erlingsson, Bergþórugata 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049455, að byggja fernar svalir að inngarði og einar franskar svalir á horni að götu í íbúðarhúsi á lóð nr. 23. við Bergþórugötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. A101,102,103 dags. 30.09.2016.
17. Beykihlíð 3-5 (01.780.002) 107497 Mál nr. BN051559
Hulda Hauksdóttir, Beykihlíð 3, 105 Reykjavík
Umsækjandi tilkynnir hér með hann hyggst reisa sólskála við suðvesturhlið parhúss nr. 3 á lóð nr. 3-5 við Beykihlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 18. júlí 2016 þar sem hann sækir um á grundvelli byggingareglugerðar 112/2012 gr. 2.3.5. fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2016.
Stækkun 9,4 ferm., 26,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN051447
Höfðasetrið ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049483 þannig að hætt er við flóttastiga frá 3. hæð á norðurhlið og hætt er við að koma svölum á austurgafl hússins á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 24. júní 2016. Einnig fylgir bréf Lögmannsstofunnar Kjarna dags. 25. 8. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN051887
Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047928, númerkerfi eigna endurskoðað og lagfært, suðaustursvalir á 12. hæð felldar út, veggur í austurgafli færður út um 50 cm og flatarmál hæða leiðrétt í fjölbýlishúsi S1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir minnisblað hönnuðar með yfirliti yfir breytingar frá samþykktum uppdráttum og stærðarbreytingar dags. 26. október 2016.
Stækkun: 43,3 ferm., 216,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
20. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN051812
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050100 sem felst í því að fjölga íbúðum á fjórðu hæð úr sex í sjö ásamt fjölgun svala og útlitsbreytingum á húsi á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016, einnig samþykki meðeigenda dags, 24. október 2016.
Minnkun: 2,2 ferm., 18,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Engjateigur 3-5 (01.366.403) 104710 Mál nr. BN051747
Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignarhluta úr tveimur í einn, fjarlægja vegg í kjallara, koma fyrir stiga milli fyrstu og annarar hæðar, breyta innra skipulagi og útbúa nýjan bakinngang á hús nr. 5 á lóð nr. 3-5 við Engjateig.
Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 27. september 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. október 2016 og béf frá hönnuði dags. 5. október 2016 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skilyrt er að ný lóðarskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Fiskislóð 24-26 (01.087.702) 100014 Mál nr. BN051825
Landberg ehf., Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík
Línberg ehf., Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa veislueldhús fyrir aðkeyptar veitingar, breyta veggjum í anddyri og breyta aðstöðu starfsfólks á 1. hæð norðurenda hússins nr. 26 á lóð nr. 24-26 við Fiskislóð
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Fjarðarás 3 (04.373.002) 111354 Mál nr. BN051865
Gunnar Sigurðsson, Ystasel 9, 109 Reykjavík
Jón Gunnar Björnsson, Fjarðarás 3, 110 Reykjavík
Elín M Hjartardóttir, Fjarðarás 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr timbri og gleri á svölum einbýlishúss á lóð nr. 3 við Fjarðarás.
Stækkun: 8,7 ferm., 22,7 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 290,9 ferm., 951,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051880
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skilgreina sérnotafleti við hús á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Grettisgata 9 (01.172.235) 101489 Mál nr. BN051151
Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta skrifstofu og verslun á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki V, teg. B, sjá erindi BN048039, í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.
Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Frestað á milli funda.
26. Gylfaflöt 24-30 (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426
Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær
SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103 í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Hafnarstræti 4 (01.140.204) 100829 Mál nr. BN051618
PHGP ehf., Veltusundi 1, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum fyrir veitingastað í flokki 3 teg. A fyrir 130 gesti á 2. og 3. hæð, sem felast í að snyrtingu er breytt í móttöku, breytingar í eldhúsi og loftræsing sýnd á 2. hæð og innri skipan sæta á 3. hæð breytt í húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti (Veltusund 1).
Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa á Austurstræti 3, dags. 12.10. 2016. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
28. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN051891
HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um að breyta áður samþykktu erindi BN050768 sem felst í breytingu á innra skipulagi, hagræðingu á flóttastiga og sorpi, byggingu neyðarstiga á 2. hæð, ásamt opnun úr herbergi á 3. hæð yfir í rými undir súð til austurs.
Stækkun A-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Heiðargerði 11 (01.801.006) 107604 Mál nr. BN051633
Hornsteinn byggingafélag ehf., Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu á endaraðhúsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2016.
Stækkun: Eldra anddyri A-rými 6,25 ferm., 16,38 rúmm. Nýrri viðbygging A-rými 12,09 ferm., 32,64 rúmm. C-rými 12,09 ferm.
Bréf hönnuðar dags. 23.09.2016 fylgir erindi, ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26.09.2016.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn BN051633 dags. 03.08.2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
30. Hjallavegur 23 (01.354.302) 104297 Mál nr. BN051778
Ingiríður B Þórhallsdóttir, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Kristberg Óskarsson, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Sótt er öðru sinni um leyfi til að fjarlægja óleyfisskúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Stærð á nýjum bílskúr: 37,0 ferm., 117,2 rúmm., stækkun íbúðarhúss: 42,3 ferm., 91,9 rúmm. Stækkun: Mhl.01 42,3 ferm., 91,9 rúmm. Mhl.02 37,0 ferm., 124,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
31. Hlíðarendi 6-10 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN051893
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051679 þannig að komið er fyrir stjórnskáp fyrir flóðljósa og vökvunarkerfi gervigrasvallarins vestan við Friðrikstorg hjá knattspyrnufélagi Vals á lóð nr. 6A við Hlíðarenda.
Bréf frá hönnuði dags. 24. október 2016 fylgir erindi.
Stærð: 4,3 ferm., 10,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Hverfisgata 100B (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051821
Grímur Bjarnason, Hverfisgata 102, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvennar stálsvalir með eldþolnum botni á íbúðir á 2. og 3. hæð í fjölbýlishúsi lóð nr. 100B við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hverfisgata 123 (01.222.117) 102853 Mál nr. BN051877
Tómas & Dúna ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr flokki I í flokk II fyrir 20 gesti í stað 30 að hámarki í veitingastað á lóð nr. 123 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Hverfisgata 40 (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, þrjár til sex hæðir á sameiginlegum bílakjallara með 20 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2016.
Einnig brunahönnun frá EFLU uppfærð í september 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí og 20. september 2016.
Stærð A-rými: 6.495,8 ferm., 22.519,3 rúmm.
B-rými: 213,1 ferm., 736,7 rúmm.
C-rými: 677 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
35. Hverfisgata 86 (01.174.002) 101558 Mál nr. BN051889
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða og uppfylla kröfur byggingarreglugerðar varðandi burðarþol, bruna og hljóðvist í húsi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Ingólfsstræti 21 (01.180.219) 101707 Mál nr. BN051856
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Ingólfsstræti.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. 10. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
37. Kaplaskjólsvegur 89 (01.527.001) 106088 Mál nr. BN049009
Kaplaskjólsvegur 89,húsfélag, Kaplaskjólsvegi 89, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að eignatengja geymslur við íbúðir í húsi nr. 89 á lóð nr. 89 - 93 við Kaplaskjólsveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Kistumelur 22 (34.533.101) 206630 Mál nr. BN051641
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi ásamt breytingum á bílastæðum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 22 við Kistumel.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara, sjá erindi BN048637 og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.
Einnig greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í september 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
40. Korngarðar 1 (01.323.101) 222494 Mál nr. BN051883
Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnslurými inn af kæliklefa nr. 5 og verður það notað fyrir þvott, skurð og pökkun á grænmeti og ávöxtum í húsi á lóð nr. 1 við Korngarða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
41. Lambhagavegur 9 (02.647.502) 211678 Mál nr. BN051890
EMKAN ehf., Veghúsum 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft atvinnuhúsnæði með millilofti á lóð nr. 9 við Lambhagaveg.
Stærðir: A-rými 2.813,7 ferm., 13.361,5 rúmm. C-rými 767,4m2
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN050928
Þvottakaffi ehf., Austurstræti 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í kjallara og 1. hæð fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.
Bréf frá skifstofu sviðstjóra dags. 27. okt. 2016 fylgir.
Umsögn byggingatæknifræðings frá Blikksmiðnum um Ozon dags. 14. sept. 2016 og umsögn pípulagningameistara ódags.
Bréf frá Cato lögmönnum dags. 5. október. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 27. október 2016.
43. Laugarnesvegur 56 (01.346.103) 104072 Mál nr. BN051839
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047953 þannig að breytt er innra fyrirkomulagi baðherbergja og fyrirkomulagi sorpskýlis við fjölbýlishús á lóð nr. 56 við Laugarnesvegi
Samþykki aðliggjandi lóða nr. 54 og 58 fylgja erindinu á teikningum.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
44. Laugavegur 10 (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051754
Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051134, kvistur á bakhlið er breikkaður, sameina bakhús, byggja mænisþak og koma fyrir gleranddyri framan við inngang í húsið á lóð nr. 10 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu. Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 21. október 2016 þar sem umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016 var samþykkt. Leiðrétt bókun er: Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016 samþykkt.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. september 2016. Bréf frá Gló og Joe & Juice dags. 27. okt. 2016fylgir erindi.
Stækkun : 1,8 ferm., 86,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN051473
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss fyrir Hlemm matarmarkað í strætóbiðstöð á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindi BN050623, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016.
Einnig greinargerð Mannvits frá 26.7. 2016, hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 27.7. 2016, brunahönnun Eflu dags. 26.7. 2016, sem og gátlisti, bréf arkitekts dags. 25.10. 2016 og skema yfir fyrirtæki, tímasetning, áhöld, tæki og hráefni.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN051862
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir breytingum á brunahólfun í kjallara, v/lokaúttektar á erindi BN047129, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 17 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN051652
Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastaðinn Kalda Bar til suðurs þar sem áður var skartgripaverslun við Klapparstíg á lóð nr. 20 B við Laugaveg.
Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla dags. í ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu fyrir verslun og gististað í flokki V, teg. a - hótel, sem hýsa mun 116 gesti á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016.
Stærð A-rými: 2.070,8 ferm., 6.911,0 rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
C-rými x ferm.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
49. Laugavegur 77 (01.174.021) 101569 Mál nr. BN051884
Reitir X ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þannig að á 2. hæð verður tveimur salernum snúið frá anddyri, áður opið vinnusvæði verður að tveimur lokuðum viðtalsherbergjum og á 3. hæð verða innribreytingar sem eru að hluta að stærri skrifstofa verður að þremur minni í húsinu á lóð nr. 77 við Laugarveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
50. Laugavegur 95-99 (01.174.130) 210318 Mál nr. BN051774
Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu samhliða endurbyggingu útveggja og þaks, og innrétta hótel í flokki V - teg. a, ásamt verslun og þjónustu á jarðhæð, í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.
Stækkun A-rými: 548,5 ferm., 694,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Lindargata 14 (01.151.503) 101008 Mál nr. BN051746
LB ráðgjöf ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi íbúðar á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
52. Lækjargata 6A (01.140.508) 100868 Mál nr. BN051379
Uppklapp ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breyttum teikningum, sbr. erindi BN050848, sem felast í leiðréttingum á stigahúsi og aðkomu að efri hæðum húss á lóð nr. 6A við Lækjargötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
53. Njálsgata 37 (01.190.025) 102363 Mál nr. BN051714
Urriðafoss ehf, Njálsgötu 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja til vesturs, byggja hæð ofaná og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 37 við Njálsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016.
Eftir stækkun, A-rými: 477,4 ferm., 1.359,3 rúmm.
B-rými: 40,3 ferm.,
Samtals: 517,7 ferm.
Stækkun: 312,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
54. Nökkvavogur 11 (01.441.113) 105435 Mál nr. BN051458
Jeannette Castioni, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga í stofu á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans og koma fyrir stigapalli og tröppur út í garð, síkka glugga í kjallara að sunnan og vestanmegin og koma fyrir nýjum glugga á kjallara á austurgafl í húsi á lóð nr. 11 við Nökkvavog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Samþykki frá meðeigendum lóðar dags. 28. Júní 2016 og umsögn Burðarvirkishönnuðar dags. 21. sept. 2016 fylgir
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
55. Rauðagerði 66 (01.823.208) 108355 Mál nr. BN051842
Kambiz Vejdanpak, Rauðagerði 66, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 66 við Rauðagerði.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Skeggjagata 5 (01.243.511) 103153 Mál nr. BN051775
Barak ehf., Grundartanga 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir og svalahurð á vesturgafl á 2. hæð, fjarlægja svalir á norðurhlið, breyta fyrirkomulagi í kjallara sem er órjúfanlegur hluti íbúðar á 1. hæð, síkka glugga og gera útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN051696, flytja inntök fyrir vatn og rafmagn í sameiginlegt rými undir útitröppum og skipta út gluggum og lögnum í húsi á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 9. september 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
57. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN051724
Kex Hostel ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á gistiskála í flokki V og veitingastað í flokki II, sjá erindi BN049619 á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
58. Sólvallagata 5 (01.162.105) 101248 Mál nr. BN051828
Elías Gunnarsson, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík
Ingunn Sæmundsdóttir, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5 við Sólvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.10. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og athugasemdir í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
59. Sólvallagata 5A (01.162.104) 101247 Mál nr. BN051829
Marteinn Breki Helgason, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík
Ása Ólafsdóttir, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5A við Sólvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.10. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og athugasemdir í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
60. Sturlugata 6 (01.631.305) 220421 Mál nr. BN051881
Sturlugata 6 ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða verslunar- og skrifstofuhús sem hýsa mun frumkvöðlasetur sem tengir fyrirtæki og vísindasamfélag í Vísindagörðum á lóð nr. 6 við Sturlugötu.
Erindi fylgir skýrsla um byggingareðlisfræði og orkuramma, greinargerð með burðarvirkishönnun, greinargerðir um hönnunarforsendur lýsingar og lagnakerfa og greinargerðir um hljóðvist og brunahönnun allt frá verkfræðistofunni Eflu dags. í október 2016 ásamt greinargerð hönnuðar um aðgengi dags. í október 2016.
Stærð, A+B rými: 8.683,2 ferm., 30.236 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
61. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN051820
Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rishæð þannig að halli á þaki verður brattari að götu og garði og að á milli þakflata komi flatt þak sem nýtist sem þaksvalir, jafnframt er rýminu breytt í íbúð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Stækkun: 22,3 ferm., 91,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN051835
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. hæð í miðrými, mhl. 01/0201, með brúartengingu í sýningartank, mhl. 02/0201 þar sem byggt verður milligólf, einnig verða flóttaleiðir og flóttastigar uppfærðir í Perlunni á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Meðfylgjandi er bréf frá Veitum ohf. dags. 7.10. 2016 og bréf frá Verkís dags. 20.9. 2016.
Samtals stækkun: 803,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
63. Þórsgata 27 (01.181.312) 101782 Mál nr. BN051739
Bjarni Frímann Karlsson, Þórsgata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýjan glugga á baðherbergi við austurhlið, breyta herbergi í stofu í kjallara og loka á milli herbergja á 1. hæð og koma þar fyrir herbergi í staðinn fyrir stofu í einbýlishúsinu á lóð nr. 27 við Þórsgötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. okt. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
64. Þrastargata 1 (01.553.126) 222953 Mál nr. BN051846
Óla Helga Sigfinnsdóttir, Þrastargata 1, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sbr. BN048914, sem felast í að snyrting er flutt frá aðalhæð á millipall, hurð þar verður gluggi á snyrtingu, rennihurð úr stofu út á svalir verður vængjahurð, rennihurð á þvottaherbergi verður lamahurð og opi milli hæða lokað í einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Þrastargötu.
{Stærðir stækkun 1,4 ferm.
Gjald kr. 10.100
{Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
65. Þykkvibær 14 (04.352.305) 111203 Mál nr. BN051870
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í viðbyggingu við NV enda húss á lóð nr. 14 við Þykkvabæ.
{Stækkun: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
66. Öldugata 55 (01.134.304) 100353 Mál nr. BN051872
Kristín Norðfjörð, Geitastekkur 5, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir eldhúskróki í þvottaherbergi/geymslu í risi íbúðahúss á lóð nr. 55 við Öldugötu.
{Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
67. Vagnhöfði 17 (04.063.101) 110637 Mál nr. BN051898
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðarinnar Vagnhöfði 17, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði 4.063.1 og Lóðauppdrátt 4.063.1, dagsettum 31. 10. 2016.
Lóðin Vagnhöfði 17 (staðgr. 4.063.101, landnr. 110637) er 2102 m², bætt er 683 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221447), lóðin verður 2785 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var skipulagsráði þann 08. 06. 2005, samþykkt í borgarráði þann 16. 06. 2005 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 21. 06. 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fyrirspurnir
68. Laugavegur 161 (01.222.210) 102872 Mál nr. BN051795
Garðar Már Birgisson, Stokkahlaðir 1, 601 Akureyri
Spurt er hvort skipta megi íbúð 0101 í tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 161 við Laugaveg.
{Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Neikvætt.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2016.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:20
Erna Hrönn Geirsdóttir Nikulás Úlfar Másson
Björn Kristleifsson Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson
Olga Hrund Sverrisdóttir