Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 167

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 26. október kl. 9:10, var haldinn 167. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólar

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  21. október 2016.

2. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing   Mál nr. SN160793

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. október 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsing á skipulagsgerð samþykkt til kynningar og umsagna, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Verklýsing send til skilgreindra umsagnaraðila.

Vísað til borgarráðs“

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Grundarstígsreitur, deiliskipulag  (01.18) Mál nr. SN150738

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits til umhverfis- og skipulagsráðs að nýju og því falið að athuga möguleika á því að koma lóð fyrir flutningshús fyrir innan reitsins. Jafnframt er lagt fram bréf Silju Traustadóttur f.h. Glámu/Kím, dags. 6. september 2016 og og breyttan uppdrátt Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, deiliskipulag  (01.295.4) Mál nr. SN150628

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

iborg ehf., Huldubraut 30, 200 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal, mótt. 15. október 2015, ásamt tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. Í tillögunni felst að byggja við og breyta nýtingu núverandi húsnæðis á lóðinni. Húsnæðið verður nýtt fyrir íbúðir, hótel, skrifstofu- og þjónustustarfssemi, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 10. febrúar til og með 23. mars 2016.

Frestað.

5. Korngarðar 3 og 13, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160666

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Guðmundur Oddur Víðisson, Litla-Tunga, 276 Mosfellsbær

Lögð fram umsókn Guðmundar O. Víðissonar, mótt. 7. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka- Klettasvæði vegna lóðanna nr. 3 og 13 við Korngarða. Í breytingunni felst að hámarks nýtingarhlutfall á lóð nr. 3 við Korngarða fyrir millipalla verður 0,34, hámarkshæð húss hækkar frá 26 m. í 35 m. Jafnframt er komið fyrir byggingarreit á lóð nr. 13 við Korngarða þar sem hámarkshæð byggingar verður 18,0 m., samkvæmt uppdr. Dap arkitekta, dags. 20. október 2016.  Einnig er lögð fram greinargerð Dap arkitekta ehf., dags. 7. september 2016 og bréf Faxaflóahafna, ódags.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 897 frá  25. október 2016.

(C) Fyrirspurnir

7. Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160260

Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík

Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur

Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, mótt. 31. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu sem felst í að fjarlægja einnar hæðar bakbyggingu gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6 og endurbyggja byggingar að rampa á baklóð auk þess sem hæð og mansard ris er byggt yfir hann. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 20. júní 2016. Jafnframt er lögð fram tillaga Studio Granda ehf., dags. í mars 2016, bréf Studio Granda ehf., dags. 16. september 2016 og útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands frá 3. ágúst 2016.

Frestað.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Skógarhlíð 20, (fsp) stækkun á viðbyggingu   Mál nr. SN160714

Teiknistofan Óðinstorgi HH ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf. dags. 21. september 2016 um að stækka viðbyggingu á vesturhluta lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð skv. uppdráttum, dags. 16. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2016.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna, á eigin kostnað,deiliskipulagsbreytingu í samræmi við fyrirspurnina með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2016.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Grandagarður 20, (fsp) breyting á landnotkun  (01.112.5) Mál nr. SN160778

Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kurt og Pí ehf., mótt. 18. október 2016, um að breyta ákvæði um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um flokkun veitingastaða á svæðinu þannig að heimilt verði að hafa veitingastað í flokki III í húsinu á lóð nr. 20 við Grandagarð. Einnig er lagt fram bréf Kurt og Pí ehf., dags. 23. september 2016.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi óski eftir breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi landnotkunn á lóðinni nr 20 við Grandagarð.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri taka  sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

10. Elliðaárdalur, Kanínur.   Mál nr. US160257

Lagt fram minnisblað  umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags.  20. október 2016, varðandi hugmyndir að mögulegum aðgerðum til að  fækka kanínum í neðanverðum Elliðaárdal. 

Lagt fram.

Snorri Snorrason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Borgarlínan, Hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu   Mál nr. SN160754

Kynnt nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna.

Kynnt.

12. Hverfisgata, Akstur strætisvagna   Mál nr. US160256

Lagt  fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngur dags. 21. október 2016 varðandi akstur strætisvagna um Hverfisgötu - kostir, gallar og kostnaðaráhrif.

Bréf umhverfishverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 21. október 2016 samþykkt.

(D) Ýmis mál

13. Gjaldskrá, Bílastæðasjóður   Mál nr. US160258

Lögð fram gjaldskrá bílastæðasjóðs ásamt gjaldskrá fyrir gjald vegna aukastöðugjalda.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.

Vísað til borgarráðs.

Ofangreind gjaldskrá þarfnast sérstakrar samþykktar sveitarstjórnar og ráðherra og skal birtast í B-deild Stjórnartíðinda, til að öðlast gildi.

14. Bílastæðasjóður, nýtt gjaldsvæði   Mál nr. US160259

Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 21. október 2016 varðandi  að  almenn bílastæði við Sólfarið við Sæbraut verði gerð gjaldskyld.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Vísað til borgarráðs.

15. Vistvangur höfuðborgarsvæðisins, ósk um þátttöku Reykjavíkurborgar (USK2016090016)   Mál nr. US160225

Gróður fyrir fólk,áhugasamtök, Laugavegi 13, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf samtaka Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, dags. 8. september 2016, þar sem óskað er eftir þátttöku Reykjavíkurborgar í vistvangi Höfuðborgarsvæðisins sem staðsett er í landi Hafnafjarðar suður í Krýsuvík. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða, dags. 17. október 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða, dags. 17. október 2016 samþykkt.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Betri Reykjavík, sópa þarf göngustíga v/hjólafólks (USK2016070012)   Mál nr. US160214

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "sópa þarf göngustíga v/hjólafólks" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. júlí 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs,  rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016 samþykkt.

17. Betri Reykjavík, hreinsun eftir áramót (USK2016040010)   Mál nr. US160087

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið ¿hreinsun eftir áramót" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs,  rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016 samþykkt.

18. Betri Reykjavík, Reykjavík á fyrst og fremst að vera hrein   Mál nr. US150244

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Reykjavík á fyrst og fremst að vera hrein" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins dags. 18. október 2016 samþykkt.

19. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, úrbætur á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegs - R16100038   Mál nr. US160251

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. október 2016, þar sem eftirfarandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 6. október 2016 er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð feli sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að sjá til þess að tafarlaust verði gerðar úrbætur á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í þágu gangandi vegfarenda. Á fundi borgarráðs 29. september var lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins um að strax yrði gripið til aðgerða í því skyni að bæta umferðaröryggi á umræddum gatnamótum vegna sérstakra aðstæðna þar sem skapað hafa mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst börn á leið í til og úr Vesturbæjarskóla. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs en málið var þó ekki tekið fyrir á fundi þess miðvikudaginn 5. október. Viku eftir afgreiðslu tillögunnar í borgarráði hefur því ekkert verið aðhafst til að bæta öryggi gangandi vegfarenda á umræddum stað þrátt fyrir brýna nauðsyn. Í gær bárust fregnir af því að legið hefði við slysi á þessum stað sbr. meðfylgjandi ábendingu og er því ljóst að úrbætur þola ekki frekari bið." Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs samgöngur dags. 25. október 2016.

20. Efstaleiti RÚV-reitur, kæra 135/2016  (01.745.4) Mál nr. SN160784

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. október 2016 ásamt kæru, dags. 17. s.m. þar sem kært er deiliskipulag Efstaleitis. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

21. Kjalarnes, Brautarholt 5, kærur 136 og 138/2016   Mál nr. SN160785

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. október 2016 ásamt kæru 136/2016 þar sem kært er deiliskipulag vegna Brautarholts 5, Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. október 2016 ásamt kæru 138/2016 vegna sama máls. Í kærunum er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

22. Frakkastígur 26A, kæra 134/2016  (01.182.3) Mál nr. SN160781

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 18. október 2016 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr.26 og 26A við Frakkastíg.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

23. Þórsgata 1 og Lokastígur 2, kæra 133/2016  (01.181.1) Mál nr. SN160780

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 18. október 2016 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs þ. 14. september 2016 vegna stækkunar á tengibyggingu milli fasteigna á lóðunum Þórsgötu 1 og Lokastígs 2.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

24. Kjalarnes, Mógilsá - svæði Þ1, breyting á deiliskipulagi  (34.2) Mál nr. SN160698

Esjustofa ehf, Flyðrugranda 12, 107 Reykjavík

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mógilsá og Kollafjarðar, svæði Þ1 - þjónustumiðstöð við Mógilsá.

25. Freyjubrunnur 31, breyting á deiliskipulagi  (02..69.3.803) Mál nr. SN160436

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 04 vegna lóðar nr. 31 við Freyjubrunn.

26. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi  (01.152.4) Mál nr. SN150025

Sjens ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Random ark ehf., Grenimel 9, 107 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2016 um að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að hefja viðræður við lóðarhafa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:00

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Torfi Hjartarson Halldór Halldórsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 25. október kl. 10:13 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 897. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir og Jón Hafberg Björnsson. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7  (01.140.415) 100856 Mál nr. BN051642

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047437, m.a. er hætt við að lyfta húsi, aðalinngangur verður sameiginlegur með Vallarstræti 4, stækka kjallara og stigahús og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.Stærð var:  1.104,6 ferm., 3.461,3 rúmm.

Stærð verður:  1.183,5 ferm., 3.643,2 rúmm.

Stærðarbreyting:  78,9 ferm., 181,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.

2. Akrasel 8  (04.943.101) 113013 Mál nr. BN051786

Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík

Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður, íbúð innréttuð í kjallara og óútgrafið rými tekið í notkun, í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.

3. Arnarholt 221217  (32.161.101) 221217 Mál nr. BN050431

Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í mhl. 10 í Arnarholti á Kjalarnesi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050991

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bílaþvottastöð og -hreinsunar í bílakjallara við norðurútgang á K2 í Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir samþykki bílastæðasjóðs dags. 26. maí 2016 og minnisblað um mengunarvarnir frá Mannvit dags. 31. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Samþykki meðeigenda vantar.

5. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051700

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílastæðahús, mhl. 09, undir Geirsgötu og sem tilheyrir lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stærðir: 3.977 ferm., 15.351,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Álfab. 12-16/Þönglab.  (04.603.503) 111722 Mál nr. BN051850

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050455, útmerking á hurð á norðurhlið verður felld niður og opnuð ný hurð inn í húsið á lóð nr. 14 við Álfabakka.

Bréf frá hönnuði dags. 14. október 2016 fylgir erindinu

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Ármúli 4-6  (01.290.001) 103751 Mál nr. BN050820

VIST ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem felast í að koma fyrir lyftu á milli 1. og 3. hæðar og innrétta kaffihús í flokki II  í húsi nr. 4 á lóð nr. 4 til 6 við Ármúla.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. apríl 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bárugata 35  (01.135.402) 100480 Mál nr. BN051753

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Hjörleifur Sveinbjörnsson, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir og kvist á til suðurs, síkka glugga á austurþekju og til að loka á milli 2. og 3. hæðar í stigahúsi bakdyramegin með E-30 hurð í E-60 umgjörð á stigapalli á 2. hæð í fjölbýlishúsi  á lóð nr. 35 við Bárugötu.

Jafnframt er erindi BN050853 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1.01A, 1.02A , 1.03 og 1.04 dags. 18. apríl 2016.

9. Bjarkargata 6  (01.143.114) 100962 Mál nr. BN051807

S8 ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kjallaratröppur í innkeyrslu á norðurhlið á íbúðarhúsi á lóð nr. 6 við Bjarkagötu.

Erindi BN051676 jafnframt dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Bleikjukvísl 18  (04.235.304) 110899 Mál nr. BN051697

Tina Petersen, Bleikjukvísl 18, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með bárumálmklæðningu á þaki, yog með arni á  vesturhlið hússins á lóð nr. 18 við Bleikjukvísl.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016.

Stækkun er: 16,7 ferm., 54,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Brautarholt 6  (01.241.204) 103022 Mál nr. BN051812

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050100 sem felst í því að fjölga íbúðum á fjórðu hæð úr sex í sjö ásamt fjölgun svala og útlitsbreytingum á húsi á lóð nr. 6 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.Minnkun: 2,2 ferm., 18,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Brekkustígur 10  (01.134.307) 100356 Mál nr. BN051765

Fannar Ólafsson, Brekkustígur 10, 101 Reykjavík

Sótt er á ný um leyfi til að hækka mæni og bæta við kvistum á íbúðarhús á lóð nr. 10 við Brekkustíg.

Sjá BN047645.

Lögð eru fram eftirfarandi gögn sem fylgdu BN047645:

Umsögn Minjastofnunar dags . 27.06.2014,

umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.07.2014,

umsögn Borgarsögusafns dags. 05.08.2014.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

13. Dragháls 18-26  (04.304.304) 111022 Mál nr. BN051785

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, hækka þak um 300mm, breyta burðarvirki úr tré í stálsúlur og hækka stoðvegg við austur- og vesturhlið húss á lóð nr. 18-26 og 17-25 við Dragháls / Fossháls.

Stækkun:  1.491,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

14. Dugguvogur 6  (01.454.001) 105617 Mál nr. BN051791

Öryggisfjarskipti ehf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja LED skjá, jafn stóran núverandi skilti frá 1990, á þak byggingarinnar á lóð nr. 6 við Dugguvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

15. Engjateigur  3-5  (01.366.403) 104710 Mál nr. BN051747

Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina eignarhluta úr tveimur í einn, fjarlægja vegg í kjallara, koma fyrir stiga milli fyrstu og annarar hæðar, breyta innra skipulagi og útbúa nýjan bakinngang á hús nr. 5 á lóð nr. 3-5 við Engjateig.

Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 27. september 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. október 2016 og béf frá hönnuði dags. 5. október 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Fjarðarás 3  (04.373.002) 111354 Mál nr. BN051865

Gunnar Sigurðsson, Ystasel 9, 109 Reykjavík

Jón Gunnar Björnsson, Fjarðarás 3, 110 Reykjavík

Elín M Hjartardóttir, Fjarðarás 3, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr timbri og gleri á svölum einbýlishúss á lóð nr. 3 við Fjarðarás.

Stækkun: 8,7 ferm., 22,7 rúmm.

Samtals eftir stækkun: 290,9 ferm., 951,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Frakkastígur 8  (01.172.109) 101446 Mál nr. BN051864

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta kröfu á brunahurðum í mhl. 04, v/lokaúttektar á erindi BN048776 í gististað í flokki II á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Freyjugata 6  (01.184.523) 102128 Mál nr. BN051544

Guðmundur Ólafsson, Freyjugata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina rými 0104 sem er "ósamþykkt íbúð" og rými 0103, sem er geymsla íbúðar 0201 í mhl. 01 og stækka þannig "ósamþykkta" íbúð í mhl. 02 á lóð nr. 6 við Freyjugötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Grensásvegur 22  (01.801.215) 107636 Mál nr. BN051794

Olav Forum ehf, Grensásvegi 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp LED skjá í sömu stærð og núverandi flettiskilti sem sett var samkvæmt leyfi frá 20.12. 2000 á gafl húss á lóð nr. 22 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

Meðfylgjandi er bréf eiganda dags. 4.10. 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

20. Grettisgata 20A  (01.182.114) 101830 Mál nr. BN051103

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000, samþykki meðeiganda dags. 17. ágúst 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Stækkun:  2,31 ferm., 11,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Grettisgata 20B  (01.182.115) 101831 Mál nr. BN051104

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og sameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Stækkun:  1,05 ferm., 6,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grettisgata 54B  (01.190.110) 102385 Mál nr. BN051819

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050495, að koma fyrir inngangi í kjallara í húsi á lóð nr. 54B við Grettisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Grettisgata 62  (01.190.116) 102391 Mál nr. BN051810

Karlsefni ehf., Lækjarási 1, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, í íbúðum 0201, 0301 og 0401 eru geymsla og þvottahús sameinuð í eitt rými sem verður vinnuherbergi og til að innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Héðinsgata 2  (01.327.501) 103873 Mál nr. BN050697

Plastiðjan ehf, Gagnheiði 17, 800 Selfoss

Sótt er um leyfi til breytinga vegna aukinna brunavarnakrafa fyrir iðnaðarhús á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda  fyrir umsókninni í tölvupósti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Hlíðarendi 6-10  (01.628.801) 106642 Mál nr. BN051776

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka heiðursstúku á 3. hæð þannig að B-rými verður að A-rými í áhorfendastúku Knattspyrnufélagsins Vals á lóð nr. 6-10 við Hlíðarenda.

Stækkun: 56,0 ferm., 161,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Hverfisgata 40  (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, 3 - 6 hæðir á sameiginlegum bílakjallara með 20 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2016.

Einnig brunahönnun frá EFLU uppfærð í september 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí og 20. september 2016.

Stærð A-rými:  6.495,8 ferm., 22.519,3 rúmm.

B-rými:  213,1 ferm., 736,7 rúmm.

C-rými:  677 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hverfisgata 94-96   Mál nr. BN051617

SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með verslunum og veitingahúsum á jarðhæð og bílgeymslu fyrir 45 bíla á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.

Stærð A-rými:  7.178,2 ferm., 24.649,3 rúmm.

B-rými:  xx

C-rými:  xx

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hæðargarður 20  (01.818.102) 108177 Mál nr. BN051138

Björn Pétur Sigurðsson, Hæðargarður 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049043 þannig að sameinuð eru tvö minni þvottahús sem eru í séreign og þau gerð að einu stóru þvottahúsi sem verður gert að sameign í húsinu á lóð nr. 20 við Hæðargarð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Ingólfsstræti 21  (01.180.219) 101707 Mál nr. BN051856

Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Klapparstígur 30  (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara, sjá erindi BN048637 og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Kúrland 1-29 2-30  (01.861.401) 108796 Mál nr. BN051755

Sigurbergur Kárason, Kúrland 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála undir og ofaná svölum raðhúss nr. 3 á lóð nr. 1-29 2-30 við Kúrland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2016.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í húsi dags. 27. september 2016.

Stækkun:  21 ferm., 51,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2016.

32. Laufásvegur 65  (01.197.010) 102698 Mál nr. BN049673

Aðalsteinn Egill Jónasson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík

Ásdís Halla Bragadóttir, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýja innkeyrslu við eystri lóðamörk, byggja tvöfaldan bílskúr með tröppum í bakgarð og koma fyrir setlaug í garði  sambýlishúss á lóð nr. 65 við Laufásveg.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2015. Erindið var grenndarkynnt 20. ágúst til og með 24. september 2015.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2015.

Stærð:  58 ferm., 203 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 17  (01.171.111) 101377 Mál nr. BN051862

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir breytingum á brunahólfun í kjallara,  v/lokaúttektar á erindi BN047129, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 17 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

34. Laugavegur 95-99  (01.174.130) 210318 Mál nr. BN051774

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu samhliða endurbyggingu útveggja og þaks, og innrétta hótel í flokki V - teg. a, ásamt verslun og þjónustu á jarðhæð, í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Stækkun A-rými: 548,5 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Lágmúli 7  (01.261.302) 103508 Mál nr. BN051468

Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, tegund c, á 1. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 7 við Lágmúla.

Jafnframt er erindi BN051286 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

36. Lindargata 14  (01.151.503) 101008 Mál nr. BN051746

LB ráðgjöf ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á innra skipulagi íbúðar á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Lækjargata 2A  (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051782

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í breytingu á innbyrðis stærð verslunarrýma 0101 og 0102 og lokun þar á milli, ásamt tilfærslu á starfsmannarými, tæknirými og dælu í verslunarhúsi á lóð nr. 2 við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

38. Naustabryggja 31-33  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051757

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN048675, m.a. hurðum og gluggum, innra skipulagi íbúða og þaki þannig að stærð íbúða á 4. hæð breytist í húsi nr. 10 við Tangabryggju á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Nýjar stærðir, A-rými:  2.128,5 ferm., 6.547,4 rúmm.

B-rými:  85,6 ferm.

Stækkun, A-rými:  22,8 ferm., 18,5 rúmm.

Minnkun, B-rými:  1,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

39. Naustabryggja 31-33  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051824

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048398, um er að ræða minni háttar breytingar á gluggum og hurðum í fjölbýlishúsinu Tangabryggja 12, sem er mhl. 04 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

40. Norðurgarður 1  (01.112.201) 100030 Mál nr. BN051871

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka móttöku til suðurs og verður viðbyggingin staðsteypt og með sama heildarútliti og núverandi hús og breyta innra skipulagi móttöku og kælis í húsi á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Skýrsla brunahönnuðar dags. 11. október 2016 fylgir erindi.

Stækkun móttöku: 153,1 ferm., 905,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Nýlendugata 15  (01.131.210) 100179 Mál nr. BN051867

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á uppfærðum teikningum, sérstaklega með tilliti til brunavarna og brunamerkinga, matshlutum 01, 02, 03 og 04, á lóð nr. 15 við Nýlendugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Nýlendugata 19C  (01.131.206) 100175 Mál nr. BN051682

Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn

Sótt er um leyfi til að hækka þak viðbyggingar á norðurhlið til samræmis við aðalþak húss, stækka hana í vestur, gera svalir á þaki viðbyggingar við vesturhlið og síkka núverandi glugga og setja svalahurð, ásamt því að klæða húsið hefðbundinni bárujárnsklæðningu í stað trapisuklæðningar sem nú er, í íbúðarhúsi á lóð nr. 19C við Nýlendugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2016.

Stækkun A-rými 8,4 ferm., 18,8 rúmm. C-rými 4,5 ferm.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.03.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2016.

43. Nökkvavogur 11  (01.441.113) 105435 Mál nr. BN051458

Jeannette Castioni, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans, stigapalli og tröppum út í garð, síkka glugga í kjallara að sunnan og vestan og koma fyrir nýjum glugga á kjallara á austurgafl í húsi á lóð nr. 11 við Nökkvavog.

Samþykki frá meðeigendum lóðar dags. 28. Júní 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. september 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Óðinsgata 1  (01.181.003) 101727 Mál nr. BN051818

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða á 2. og 3. hæð og minnka svalir á 2. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Rafstöðvarvegur 7-9  (04.252.601) 217467 Mál nr. BN051868

Kortaþjónustan hf., Kletthálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum og ytri sem eru þær helstar að stækkað er milligólf, nýr flóttastigi, ný hurð og iðnaðarhurð er lokuð í mhl 01 í húsinu á lóð nr. 7 - 9 við Rafstöðvarveg.

Stækkun vegna milligólf:  419,8 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Rauðagerði 66  (01.823.208) 108355 Mál nr. BN051842

Kambiz Vejdanpak, Rauðagerði 66, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steypta verönd í suðvesturhorni lóðar, grafa út sökkulrými, gera glugga á þau og innrétta geymslur og fella út af teikningum stiga milli hæða í einbýlishúsi á lóð nr. 66 við Rauðagerði.

Stækkun:  52,2 ferm., 130,1 rúmm.

Eftir stækkun:  309,8 ferm., 907,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Safamýri 46-50  (01.286.101) 103743 Mál nr. BN051705

Emilija Aleksandraviciene, Safamýri 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja áður samþykkt erindi BN045299 þar sem sótt var um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir hurð út úr stofu út í garð á suðvesturhlið hússins nr. 46 á lóð nr. 46-50 við Safamýri.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 5. sept. 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

48. Skipholt 27  (01.250.111) 103429 Mál nr. BN051815

Gjóna ehf., Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík

Þak, byggingafélag ehf., Kringlunni 4-6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á götuhlið 1. hæðar, fækka gistiherbergjum um eitt, breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar og innrétta veitingastað í flokki II, teg. C fyrir 55 gesti í hóteli á lóð nr. 27 við Skipholt.

Stækkun:  49,4 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Skúlagata 28  (01.154.304) 101119 Mál nr. BN051724

Kex Hostel ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á gistiskála í flokki V og veitingastað í flokki II, sjá erindi BN049619 á lóð nr. 28 við Skúlagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

50. Smiðshöfði 19  (04.061.401) 110620 Mál nr. BN051792

Breiðás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar uppsettu LED skilti, jafn stóru skilti sem uppi hefur verið í mörg á gafli hússins á lóð nr. 19 við Smiðshöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

51. Suðurgata 7  (01.141.312) 100915 Mál nr. BN051711

Ingibjörg Þórðardóttir, Fjölnisvegur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerða hárgreiðslustofu í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 7 við Suðurgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar gátlista.

52. Sundabakki 2  (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441

Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður  mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengja matshlutana í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.

Brunahönnunarskýrsla dags.  9. ágúst 2016, samþykki frá Faxaflóahöfnum dags. 2. ágúst 2016 og bréf frá brunahönnuði dags. 10. ágúst 2016 fylgja erindi.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.

Stærð byggingar: A-rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B-rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm.

Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.

Gjald kr 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal mæliblaði fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

53. Tangabryggja 18-24  (04.023.101) 179538 Mál nr. BN051863

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús, mhl. 01, með 63 íbúðum sem verður  nr. 24-26 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.

Stærð A-rými:  8.197,3 ferm., 24.205,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Templarasund 5  (01.141.209) 100900 Mál nr. BN051804

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta anddyri sbr. fyrirspurn BN046469 og breyta innréttingum á 4. hæð í skrifstofuhúsi Alþingis á lóð nr. 5 við Templarasund.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.9. 2016.

Gjald kr 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Tungusel 2-10 1-11  (04.934.005) 112890 Mál nr. BN051854

Tungusel 9-11,húsfélag, Tunguseli 9-11, 109 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN050755 sem felst í að ekki er einangrað undir klæðningu á alla fleti 1. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 9-11 við Tungusel.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Vallarstræti 4  (01.140.416) 100857 Mál nr. BN051643

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047440, m.a. eru stigahús og lyfta fjarlægð og gerður sameiginlegur inngangur fyrir bæði húsin, gerð er grein fyrir áður gerðum kjallara og hann stækkaður, tvær íbúðir á 4. hæð eru sameinaðar kjallara og stigahús í húsi á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.Stærð var:  643,2 ferm., 2.240,7 rúmm.

Verður:  877,2 ferm., 3.008,4 rúmm.

Stækkun:  234,0 ferm., 767,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2016.

57. Vatnagarðar 16  (01.338.901) 103919 Mál nr. BN051793

Örn Helgason, Langagerði 120, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar uppsettu LED skilti sem er í sömu stærð og kemur í stað skiltis sem verið hefur undanfarin ár á fasteigninni nr.  16 við Vatnagarða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2016.

58. Vegglistaverk - 2016   Mál nr. BN051721

IA tónlistarhátíð ehf, Laugavegi 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir máluð vegglistaverkum, Wall Poetry Iceland Airwaves og Urban Nation í Berlin.

Ljósmyndir

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Veghúsastígur 9  (01.152.418) 101063 Mál nr. BN051801

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051127, austurhluti húss færist 30 cm frá lóðamörkum til norðurs og veggur á lóðamörkum í vestur færist til austurs um fáeina sentimetra í gistiheimili á lóð nr. 9 við Veghúsastíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Vesturgata 40  (01.131.221) 100189 Mál nr. BN051869

Ingibjörg Hallgrímsson, Vesturgata 40, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, innréttuð hefur verið íbúð á 1. hæð og kjallara breytt í vinnustofu, einnig er sótt um leyfi til að nýta skyggni á austurhlið sem svalir 2. hæðar í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 40 við Vesturgötu.

Erindi fylgir umboð eiganda dags. 18. október 2016 og skýringar umboðshafa dags. sama dag.

Einnig fylgir fsp. BN041739 dags. 29. júní 2010 og lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2016.

61. Öldugata 2  (01.136.311) 100569 Mál nr. BN051615

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050273, fjarlægja útihurð í kjallara og gera minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innandyra í íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100+10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

62. Öldugata 7A  (01.136.405) 100580 Mál nr. BN051686

Guðbjörg Hilmarsdóttir, Öldugata 7a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið við íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7a við Öldugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.

Bréf hönnuðar dags. 03.09.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 03.09.2016.

Gjald kr. 10.100}

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

Ýmis mál

63. Sundabakki 2  (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051873

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 2-4 við Sundabakka, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem hefur verið samþykkt og staðfest í B-stjórnartíðindum. Um er að ræða sameiningu lóðanna Sundabakki 2 og Sundabakki 4 og er óskað eftir að lóðin Sundabakki 4 verði felld niður. Stærð lóðarinnar kemur fram á meðfylgjandi mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

64. Sundabakki 4  (01.332.401) 176017 Mál nr. BN051874

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 2-4 við Sundabakka, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem hefur verið samþykkt og staðfest í B-stjórnartíðindum. Um er að ræða sameiningu lóðanna Sundabakki 2 og Sundabakki 4 og er óskað eftir að lóðin Sundabakki 4 verði felld niður. Stærð lóðarinnar kemur fram á meðfylgjandi mæliblaði.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

65. Óðinsgata 19  (01.184.516) 102121 Mál nr. BN051713

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, Skálaheiði 9, 200 Kópavogur

Jóhannes Helgason, Óðinsgata 19, 101 Reykjavík

Spurt er um byggingarleyfi á lóð nr.19 við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2016.

Afgreitt.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2016.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:10

Nikulás Úlfar Másson

Björgvin Rafn Sigurðarson Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir