Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 19. október kl. 9.15, var haldinn 166. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning fulltrúa Mál nr. US160250
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. október 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 4. október 2016 um að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Stefaníu Ingibjörgu Sverrisdóttur.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
2. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 367 frá 14. október 2016.
3. Álfheimar 17, bílastæði Mál nr. US160244
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 11. október 2016 ásamt tillögu að staðsetningu á bílastæði við hús nr 17 við Álfheima 17.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
4. Grandavegur, lokun fyrir gegnumferð, undirskriftalisti íbúa Mál nr. US160252
Lagður fram tölvupóstur Daggar Hjaltalín, dags. 12. október 2016 ásamt undirskrifarlista íbúa við Grandaveg og nágrenni þar sem óskað er eftir lokun Grandavegar fyrir gegnumumferð og að tekin verði upp tvístefna beggja megin við lokun.
Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, samgöngur.
Kl. 9.21 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.
5. Hjólreiðaáætlun, Hjólreiðaáætlun 2015-2020 Mál nr. US160239
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. október 2016 varðandi Hjólreiðaáætlun 2015-2020 - Undirbúningur framkvæmda 2017-2018.
Umhverfis- og skipulagsráð felur samgöngustjóra að undirbúa for- og verkhönnun á þeim köflum sem tilgreindir eru í forgangi 2017-2018 í bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. október 2016.
6. Laugavegur 4-6, Lokun götunnar af öryggisástæðum Mál nr. US160246
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 17. október 2016 þar sem lagt er til að loka Laugaveginum frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg til þess að tryggja öryggi gangandi vegfarenda vegna framkvæmda við Laugaveg 4-6.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka að vegna öryggismála vegfarenda á þessu byggingarsvæði er óhjákvæmilegt að loka tímabundið meðan á steypuvinnu stendur. Það er gagnrýnivert að ekki sé betur staðið að málum á þessu svæði þar sem reynt hefur verulega á þol rekstraraðila og íbúa þar sem áætlanir hafa ekki staðist varðandi framkvæmdatíma. Sú staða sem núna er komin upp er vegna þess að ekki er nægilega vel staðið að málum af hálfu borgarinnar þegar byggt er í svo þröngri byggð sem þarna er. Mjög mikilvægt er að tímasetningar standist og byggingarkraninn verði fjarlægður eigi síðar en 30. nóvember eins og áætlað er því jólaverslunartímabilið er lykilatriði fyrir rekstraraðila.”
Vísað til borgarráðs.
Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri og Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Ingólfstorg, skautasvell, kynning Mál nr. US160228
Kynnt fyrirkomulag og drög að hönnun skautasvells sem fyrirhugað er á Ingólfstorgi um jólin.
Kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
8. Betri Reykjavík, planta sígrænum trjám efst í brekkuna fyrir ofan Sævarhöfða (USK2016070014) Mál nr. US160195
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „planta sígrænum trjám efst í brekkuna fyrir ofan Sævarhöfða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. júlí 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016 samþykkt.
9. Betri Reykjavík, skilti með nöfnum/myndum fugla, fiska og hvala á gömlu höfn (USK2015120048) Mál nr. US160002
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „skilti með nöfnum/myndum fugla, fiska og hvala á gömlu höfn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016 samþykkt.
10. Betri Reykjavík, að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst (USK2016080012) Mál nr. US160205
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016 samþykkt.
Kl. 10.39 víkur Halldór Halldórsson af fundi, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.
11. Betri Reykjavík, kortleggja trjágróður i borginni, verðmæti hans og nytjar (USK2016080011) Mál nr. US160207
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "kortleggja trjágróður i borginni, verðmæti hans og nytjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði dags. 12. október 2016 samþykkt.
12. Betri Reykjavík, stígagerð, íþróttabrautir og tengingar við Gufunesbæ (USK2016030038) Mál nr. US160074
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „stígagerð, íþróttabrautir og tengingar við Gufunesbæ" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum skipulagsmál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi dags. 17. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi dags. 17. október 2016 samþykkt.
13. Betri Reykjavík, stækka Landspítala í Fossvogi fyrir nýtt sjúkrahús (USK2016040014) Mál nr. US160090
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „stækka Landspítala í Fossvogi fyrir nýtt sjúkrahús" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum skipulagsmál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi dags. 21. október 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi dags. 21. október 2016 samþykkt.
(A) Skipulagsmál
14. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 14. október 2016.
15. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði, rammaskipulag Mál nr. SN160772
Lögð fram drög að tillögu ráðgjafateymis Arkís, Landslags og Verkís fyrir Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða dags. október 2016. Í tillögunni er sett fram áfangaskipt áætlun um uppbyggingu og þróun svæðisins í samræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og vinningstillögu um skipulag svæðisins.
Kynnt.
Björn Guðbrandsson frá Arkís, Þráinn Hauksson frá Landslagi og Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís kynna
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Gamla höfnin - Allianz reitur, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160673
Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. í október 2016 að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit. Breytingin felur í sér stækkun á lóðamörkum og byggingarreit á lóðinni, aukningu byggingarmagns og skilgreiningu á gististarfsemi á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum. Einnig er lagt fram minnisblað Haralds Ólafssonar veðurfræðings, dags. 12. október 2016.
Kynnt.
Jón Kjartan Ágústsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Grundarstígsreitur, deiliskipulag (01.18) Mál nr. SN150738
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Á lóð Grundarstígs 10 eru settir fram skilmálar um þegar byggða viðbyggingar fyrir menningartengda starfsemi með heimild fyrir veitingastað í flokki II tengda starfseminni. Settir eru fram sérskilmálar fyrir lóðina Þingholtsstræti 25 og er lóðinni skipt í 3 lóðir, Þingholtsstræti 25, 25A og 25B. Á Þingholtsstræti 25 er heimilt að innrétta allt að fjórar íbúðir í húsinu, stækka núverandi svalir, gera nýjar svalir á gafli. Á Þingholtsstræti 25A er skilgreind ný lóð undir almenningsgarð á borgarlandi. Á Þingholtsstræti 25B er skilgreind ný lóð fyrir nýbyggingu þar sem áður var líkhús. Heimilt er að byggja hús á tveimur hæðum með risi og kjallara fyrir íbúðarhús eða atvinnustarfsemi (þó ekki gististað). Heimilt að gera svalir á þeirri hlið sem snýr að Spítalastíg, samkvæmt uppdr. Glámu Kím ehf., dags. 22. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016. Jafnframt eru lagt fram bréf Silju Traustadóttur f.h. Glámu/Kím, dags. 6. september 2016 og nýjar tillögur Glámu/Kím ehf., ódags.
Frestað.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi (01.629.8) Mál nr. SN160297
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Valsmanna hf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda.
Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016 og umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 19. september 2016.
Synjað með vísan til umsagnar skóla- og frístundasviðs dags. 19. september 2016.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Árbær Selás v/Hraunbær 93-99, breyting á deiliskipulagi (04.331.5) Mál nr. SN160608
Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., Síðumúla 3, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Vektors ehf., dags. 11. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær Selás vegna lóðarinnar nr. 85-99 við Hraunbæ .
í breytingunni fels stækkun byggingareita fjögurra bílskúra sem tilheyra Hraunbæ 93-99, skv. uppdrætti Vektors ehf., 14. október 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 10.október 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Fossvogur brú, deiliskipulag (01.8) Mál nr. SN160764
Lögð fram deiliskipulagslýsing fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna, dags. október 2016. Markmið deiliskipulagsins er að tengja Kársnes með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð og jafnframt efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og á fjölbreyttara val á ferðamáta.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að loknu aðalskipulagsferli lýsingar í Kópavogi.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Vísað til borgarráðs.
Jón Kjartan Ágústsson og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 896 frá 18. október 2016.
(D) Ýmis mál
22. Uppbygging í miðborginni, sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Mál nr. US160243
Kynnt framkvæmd sýningar sem Reykjavíkurborg undirbýr um uppbygginguna sem á sér stað í miðborg Reykjavíkur.
Sýningin hefur það að markmiði að sýna borgarbúum við hverju þeir mega búast á næstu árum og um leið söguna á bakvið uppbygginguna.
Kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Hótel í Reykjavík, staðsetning Mál nr. US160254
Kynnt skýrsla um fjölda og staðsetningu hótela í Reykjavík.
Kynnt.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Gjaldskrá skipulagsfulltrúa, Mál nr. US160236
Lögð fram gjaldskrá skipulagsfulltrúa.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Vísað til borgarráðs.
Ofangreind gjaldskrá þarfnast sérstakrar samþykktar sveitarstjórnar og að birtast í B-deild Stjórnartíðinda, til að öðlast gildi.
25. Gjaldskrá byggingarfulltrúa, Mál nr. US160247
Lögð fram gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Vísað til borgarráðs.
Ofangreind gjaldskrá þarfnast sérstakrar samþykktar sveitarstjórnar og að birtast í B-deild Stjórnartíðinda, til að öðlast gildi.
26. Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs, Mál nr. US160248
Lögð fram gjaldskrá varðandi meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Vísað til borgarráðs.
Ofangreind gjaldskrá þarfnast sérstakrar samþykktar sveitarstjórnar og að birtast í B-deild Stjórnartíðinda, til að öðlast gildi.
27. Gjaldskrár Usk, Mál nr. US160249
Lagt fram yfirlit yfir gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs.
Samþykkt .
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Vísað til borgarráðs.
28. Umhverfis- og skipulagsráð, Ársfundur Umhverfisstofnunar og
náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Mál nr. US140194
Dagana 10. og 11. nóvember 2016 verða haldnir ársfundir náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga verður haldinn þann 10. nóvember 2016 og ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða þann 11. nóvember 2016. Gestgjafi á ársfundi náttúruverndarnefnda að þessu sinni er Hvalfjarðarsveit. Fundurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en yfirskriftin að þessu sinni er Tökumst á við áskoranir - verkfæri í náttúruvernd.
29. Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina, hversu margar breytingar á aðalskipulagi í Reykjavík Mál nr. US160220
Á fundi umhverfis - og skipulagsráðs 7. september 2016 óskaði fulltrúi Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um a) hversu margar breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar á þessu kjörtímabili eða frá 16. júní 2014, b) hversu margar formlegar athugasemdir hafa borist við þessar aðalskipulagsbreytingar, bæði í heild og síðan sundurliðaðar eftir hverju breytingartillögu fyrir sig og c) hvað hefur verið tekið tillit til margra athugasemda sem hafa borist? Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. október 2016.
30. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, úrbætur á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegs - R16100038 Mál nr. US160251
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. október 2016, þar sem eftirfarandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 6. október 2016 er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð feli sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að sjá til þess að tafarlaust verði gerðar úrbætur á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í þágu gangandi vegfarenda. Á fundi borgarráðs 29. september var lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins um að strax yrði gripið til aðgerða í því skyni að bæta umferðaröryggi á umræddum gatnamótum vegna sérstakra aðstæðna þar sem skapað hafa mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst börn á leið í til og úr Vesturbæjarskóla. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs en málið var þó ekki tekið fyrir á fundi þess miðvikudaginn 5. október. Viku eftir afgreiðslu tillögunnar í borgarráði hefur því ekkert verið aðhafst til að bæta öryggi gangandi vegfarenda á umræddum stað þrátt fyrir brýna nauðsyn. Í gær bárust fregnir af því að legið hefði við slysi á þessum stað sbr. meðfylgjandi ábendingu og er því ljóst að úrbætur þola ekki frekari bið."
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
31. Þrastargata 1-11, nr. 5, kæra 126/2016 (01.553.1) Mál nr. SN160761
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 21. september 2016 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á lóð nr. 5 við Þrastargötu í Reykjavík. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
32. Túngata 11A, kæra 66/2016, afturköllun (01.160.4) Mál nr. SN160495
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting fyrir niðurgröfnum grenndargámum að Túngötu 11A í Reykjavík. Einnig lagt fram bréf Ólafs Kristinssonar hdl. f.h. Kaþólsku kirkjunnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. október 2016 þar sem kæran er afturkölluð.
33. Vatnsstígur 3, kæra 130/2016, umsögn (01.172.0) Mál nr. SN160760
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 10. október 2016 þar sem kærð er ákvörðun um að veita leyfi til að innrétta veitingastað á 1.hæð húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg í Reykjavík. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. október 2016.
34. Laugavegur 59, kæra 110/2016, umsögn (01.173.0) Mál nr. SN160617
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. ágúst 2016, ásamt kæru þar sem kærð er synjun á leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3,4,og 5.hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2.hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1.hæðar húss á lóö nr. 59 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. október 2016.
35. Borgartún 28, kæra 46/2015, umsögn, úrskurður (01.230.1) Mál nr. SN150345
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júní 2015 ásamt kæru vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 28 við Borgartún. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. september 2015. Ennfremur lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. október 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
36. Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi (01.118.5) Mál nr. SN140356
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5.
37. Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag (34.2) Mál nr. SN150253
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa, dags. 9. september 2016, og lagfærum uppráttum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda
38. Kjalarnes, Hof, lýsing Mál nr. SN160598
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á lýsingu vegna vinnu við deiliskipulag sem afmarkast af 15 ha. svæði, hluti af spildu úr Hofslandi I við Esjurætur á Kjalarnesi.
39. Kjalarnes, Hrafnhólar, lýsing (35.2) Mál nr. SN160657
Arnór Víkingsson, Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Salvör Jónsdóttir, Bandaríkin,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á lýsingu vegna vinnu við deiliskipulag Hrafnhóla á Kjalarnesi.
40. Skipholt 11-13, breyting á deiliskipulagi (01.242.3) Mál nr. SN160611
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Björn Þór Karlsson, Maríubakki 22, 109 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2016, vegna staðfestingu borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. september 2016 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar 11-13 við Skipholt.
Fundi slitið kl. 13.45
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Hildur Sverrisdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 18. október kl. 10.10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 896. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir og Jón Hafberg Björnsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Akrasel 8 (04.943.101) 113013 Mál nr. BN051786
Sveinn Jónsson, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Ólafía Sveinsdóttir, Akrasel 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli hæða hefur verið fjarlægður, íbúð innréttuð í kjallara og óútgrafið rými tekið í notkun, í húsi á lóð nr. 8 við Akrasel.
Stækkun A-rými 67,1 ferm., 164,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Erindið er til umfjöllunar hjá embætti skipulagsfulltrúa.
2. Ármúli 4-6 (01.290.001) 103751 Mál nr. BN050820
VIST ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem felast í að koma fyrir lyftu á milli 1. og 3. hæðar og innrétta kaffihús í flokki II í húsi nr. 4 á lóð nr. 4 til 6 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. apríl 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Árskógar 1-3 224212 Mál nr. BN051288
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt 26 íbúða fjölbýlishús, fjórar hæðir og léttbyggða, inndregna 5. hæð og bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 1-3 við Árskóga.
Bréf frá arkitekt, dags. 14.06.2016 og 05.07.2016, fylgir umsókn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2016.
Stærðir:
Mhl.01 A-rými: 3.768,8 ferm., 11.689,9 rúmm. B-rými: 241,6 ferm., 688,6 rúmm. C-rými: 246,0 ferm.
Mhl.02 A-rými: 3.794,1 ferm., 11.745,9 rúmm. B-rými: 250,8 ferm., 714,8 rúmm. C-rými: 246,8 ferm.
Mhl.03 A-rými: 54,0 ferm., 518,4 rúmm. B-rými: 1.476,9 ferm., 4.488,9. C-rými: 188,9 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Baldursgata 25B (01.184.505) 102110 Mál nr. BN050484
Sigvaldi Jónsson, Baldursgata 25b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0102 í húsi á lóð nr. 25B við Baldursgötu.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. maí 2015, samþykki eiganda 0101 um aðgengi að orkumælum dags. 6. október 2016 og samþykki eiganda húss nr. 25 um aðgengi yfir þá lóð dags. 1. nóvember 1922.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN051797
Bankastræti 11,húsfélag, Bankastræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum í matshlutum 01 og 02 vegna gerðar eignaskiptasamnings fyrir fjöleignahús á lóð nr. 11 við Bankastræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bergþórugata 23 (01.190.326) 102458 Mál nr. BN051780
Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík
Magnús Ingi Erlingsson, Bergþórugata 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049455, að byggja fernar svalir að inngarði og einar franskar svalir á horni að götu í íbúðarhúsi á lóð nr. 23. við Bergþórugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN051743
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í starfsmannaaðstöðu þar sem sturtum eru fjölgað og komið er fyrir setlaug og fyrir nýju salerni fyrir viðskiptavini í mhl. 02, bílaþjónustuhúsi á lóð nr. 2 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Blöndubakki 6-20 (04.630.402) 111850 Mál nr. BN051799
Blöndubakki 6-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðurhliðar með sléttri 2 mm. þykkri álklæðningu fest á leiðarakerfi úr áli og með 50 mm steinull og þar sem við á er múrhúð löguð og máluð á húsinu á lóð nr. 6 - 20 við Blöndubakka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Brautarholt 5 173345 (00.019.300) 173345 Mál nr. BN051317
Gjáholt ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svínabúi í kjúklinga- og eggjabú í húsi á lóð nr. 5 við Brautarholt Kjalarnesi.
Stækkun 35,7 ferm., 135,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN051812
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050100 sem felst í því að fjölga íbúðum á fjórðu hæð úr sex í sjö ásamt fjölgun svala og útlitsbreytingum í húsi á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Minnkun: 2,2 ferm., 18,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Dugguvogur 6 (01.454.001) 105617 Mál nr. BN051791
Öryggisfjarskipti ehf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja LED skjá, jafn stóran núverandi skilti frá 1990, á þak byggingarinnar á lóð nr. 6 við Dugguvog
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Engjateigur 3-5 (01.366.403) 104710 Mál nr. BN051747
Prófastur ehf., Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignarhluta úr tveimur í einn, fjarlægja vegg í kjallara, koma fyrir stiga milli fyrstu og annarar hæðar, breyta innra skipulagi og útbúa nýjan bakinngang á hús nr. 5 á lóð nr. 3-5 við Engjateig.
Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 27. september 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. október 2016 og béf frá hönnuði dags. 5. október 2016 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Engjateigur 7 (01.366.501) 179535 Mál nr. BN051847
Iceland Construction ehf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að rífa niður létta innveggi og niðurhengd loft sem ekki nýtast við endurbyggingu hússins á lóðinni nr. 7 við Engjateig í samræmi við stofnerindi BN051504.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Fiskislóð 24-26 (01.087.702) 100014 Mál nr. BN051825
Landberg ehf., Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyf til að útbúa veislueldhús fyrir aðkeyptar veitingar, breyta veggjum í anddyri og breyta aðstöðu starfsfólk á 1. hæð norðurenda hússins nr. 26 á lóð nr. 24-26 við Fiskislóð
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Fífusel 25-41 (04.970.403) 113154 Mál nr. BN051586
Fífusel 39,húsfélag, Fífuseli 39, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með litaðri sléttri álklæðningu sem fest er á málmgrind á útvegg og einangrað með 100 mm steinull á norður-, suður- og vesturhlið húss nr. 39 á lóð nr. 25 - 41 við Fífusel.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. í ágúst 2016 og samþykki meðeiegenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN051779
Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta veitingastað í flokki l - teg. d í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.
Gjald. kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN051823
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka töflurými í fullu samráði við Veitur ohf. í spennistöð á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN051789
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046483 sem felast í að í matshlutum 01, 02, 03 og 04 eru breytingar á innra skipulagi, í matshlutum 01, 02 og 03 er bætt við steyptum veggjum og reyklosun í lyftuhúsum, eignarhaldi á bílastæðum í bílageymslu er breytt, möguleikar á heitum pottum í matshluta 05 eru felldir niður og burðarvirki er breytt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð, einnig að afmarka sérnotafleti á lóð húss nr. 12 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.
Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Grettisgata 54B (01.190.110) 102385 Mál nr. BN051819
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050495, að koma fyrir inngangi í kjallara í húsi á lóð nr. 54B við Grettisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
21. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN051830
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir mannvirki sem á að geyma salt sem er síðar borið á götur borgarinnar á lóð í Gufunes áburðarverksmiðja.
Stærðir : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Sækja þarf um byggingarleyfi.
22. Hafnarstræti 4 (01.140.204) 100829 Mál nr. BN051618
PHGP ehf., Veltusundi 1, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum fyrir veitingastað í flokki 3 teg. A fyrir 130 gesti á 2. og 3. hæð, sem felast í að snyrtingu er breytt í móttöku, breytingar í eldhúsi og loftræsing sýnd á 2. hæð og innri skipan sæta á 3. hæð breytt í húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti (Veltusund 1).
Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa á Austurstræti 3, dags. 12.10. 2016. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hagatorg Hótel Saga (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN051814
Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á nýsamþykktu erindi BN051668 dags. 27.9. 2016 sem felast í stækkun rýmis fyrir loftblásara eldhúss í kjallara ásamt fitu- og fastefnaskiljum við hlið skábrautar sem breikkar í kjallara Hótels Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN051710
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051207, þær helstu eru að byggt er út frá mátlínu 13 til 14 og komið fyrir millipalli, rými 0015 í húsi á lóð nr. 8 við Hádegismóa.
Uppfærð brunaskýrsla dags. í september 2016 og nýr og breyttur orkurammi dags. 23. ágúst 2016 fylgja erindi.
Stækkun frá áður samþykktu erindi: 287,9 ferm., 2800,5 rúmm
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Heiðargerði 21 (01.801.102) 107610 Mál nr. BN051813
Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu á vesturhlið og einnar hæðar viðbyggingu austan við raðhúsið á lóð nr. 21 við Heiðargerði.
Stækkun: 33,2 ferm., 93,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hjallavegur 23 (01.354.302) 104297 Mál nr. BN051778
Ingiríður B Þórhallsdóttir, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Kristberg Óskarsson, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Sótt er öðru sinni um leyfi til að fjarlægja óleyfis skúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Stærð á nýjum bílskúr: 37,0 ferm., 117,2 rúmm., stækkun íbúðarhúss: 42,3 ferm., 91,9 rúmm. Stækkun samtals: 79,3 ferm., 209,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN051664
Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Flipper ehf., Norðurbakka 5c, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta pizzusölustað í rými 0106 í húsi á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
28. Hverfisgata 100B (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051821
Grímur Bjarnason, Hverfisgata 102, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvennar stálsvalir með eldþolnum botni á íbúðir á 2. og 3. hæð í fjölbýlishúsi lóð nr. 100B við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Hverfisgata 82 (01.173.013) 101503 Mál nr. BN051575
Ragnar Már Nikulásson, Hverfisgata 82, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu í rými 01-0101 í kaffihús í flokki l, tegund e, í húsi nr. 82 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2016.
Samþykki eiganda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
30. Hverfisgata 94-96 Mál nr. BN051617
SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með verslunum og veitingahúsum á jarðhæð og bílgeymslu fyrir 45 bíla á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
Stærð A-rými: 7.178,2 ferm., 24.649,3 rúmm.
B-rými: xx
C-rými: xx
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Járnháls 2-4 (04.323.303) 111038 Mál nr. BN051760
LF11 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á iðnaðarhúsi á lóð nr. 2-4 við Járnháls.
Stækkun: xx
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN051703
Ágúst Birgisson, Kambavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja opnanlega svalalokun sem eru öryggisgler á föstum brautum með loftbili á milli fleka á íbúð 0301 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-3 við Kambavað.
Stækkun. 38,74 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Kaplaskjólsvegur 39 (01.525.004) 106061 Mál nr. BN051677
Sara Hrund Einarsdóttir, Kaplaskjólsvegur 39, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja núverandi eldhús yfir í stofu og stækka hurðarop frá gangi inn í fremri stofu, samanber fyrirspurn BN049213 sem fékk jákvæða umfjöllun 21.4. 2015 í íbúð á 4. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi á lóð nr. 39 við Kaplaskjólsveg.
Bréf arkitekts dags. 13.9. 2016 og umsögn burðarvirkis- og lagnahönnuðar dags. 20. september 2016 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN051832
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051291 þannig að breytt er gluggum og þaki á tengigangi, hurð fjarlægð úr tengigangi , girðing á milli húsa er fjarlægð, flóttaleiðir betur skilgreindar og nýjar eldvarnarhurðir settar upp í kennslustofum KK99-E og K100-E og tengigangi T63-E á lóð Laugarnesskóla nr. 24 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Kistumelur 22 (34.533.101) 206630 Mál nr. BN051641
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi ásamt breytingum á bílastæðum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 22 við Kistumel.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara, sjá erindi BN048637 og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Kvisthagi 11 (01.543.106) 106415 Mál nr. BN051762
Hildur Ósk Hafsteinsdóttir, Birkiás 32, 210 Garðabær
Sótt er um breytta skráningu íbúðar með fastanúmer 202-7818 í að vera samþykkt íbúð sbr. fyrirspurn BN051685 dags. 20.9. 2016, þar er farið er fram á íbúðaskoðun, sem nú fylgir með fyrir íbúðina á jarðhæð fjöleignahúss á lóð nr. 11 við Kvisthaga .
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 23.9. 2016. Bréf eiganda dags. 15.9. 2016. Fylgiskjöl sem sýna skráningu og eignaskiptalýsingu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Lambhagavegur 15 (02.647.602) 211681 Mál nr. BN051530
H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2ja hæða nýbyggingu auk kjallara úr forsteyptum einingum fyrir líkamsræktarstöð á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2016.
Stærðir: A-rými 2.785,3 ferm., 11.380,6 rúmm.
B-rými 329,4 ferm., 958,6 rúmm.
C-rými 79,9 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Laugarnesvegur 56 (01.346.103) 104072 Mál nr. BN051839
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047953 þannig að breytt er innra fyrirkomulagi baðherbergja í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 56 við Laugarnesvegi .
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051782
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti að götuhlið, settir eru stálbitar klæddir plötum í sama lit og gluggar á glerflöt í 350-370 cm hæð, innréttingum á 3. hæð er breytt lítillega og brunaslöngur settar í eldvarnartexta í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
41. Meistaravellir 5-7 (01.523.004) 105992 Mál nr. BN051772
Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Meistaravellir 7, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera 1,9 m breitt op á vegg sem er á milli eldhúss og stofu í íbúð 0402 mhl. 01 í húsi nr. 7 á lóð nr. 5 - 7 við Meistaravelli.
Umsögn burðarvirkishönnuðar og lagaskoðunar dags. 6. október 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0302 vegna tengingar lagna við vask inn í íbúð fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051824
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048398, um er að ræða minni háttar breytingar á gluggum og hurðum í fjölbýlishúsinu Tangabryggja 12, sem er mhl. 04 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051827
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049134, um er að ræða minni háttar breytingar á innra skipulagi íbúða og stækkun millilofta í Tangabryggju 17-19 sem er fjölbýlishús á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051767
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048397, m.a. er breytt fyrirkomulagi eldhúsa og þakgluggum fjölgað á suður- og norðurhlið fjölbýlishúss, mhl. 05 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051757
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN048675, m.a. hurðum og gluggum, innra skipulagi íbúða og þaki þannig að stærð íbúða á 4. hæð breytist í húsi nr. 10 við Tangabryggju á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Nýjar stærðir, A-rými: 2.128,5 ferm., 6.547,4 rúmm.
B-rými: 85,6 ferm.
Stækkun, A-rými: 22,8 ferm., 18,5 rúmm.
Minnkun, B-rými: 1,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN051768
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049138, m.a. er breytt fyrirkomulagi innréttinga og þakgluggum fækkað í Tangabryggju 6-8 sem er mhl. 02 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Njálsgata 37 (01.190.025) 102363 Mál nr. BN051714
Urriðafoss ehf, Njálsgötu 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka, hækka og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 37 við Njálsgötu.
Eftir stækkun, A-rými: 477,4 ferm., 1.359,3 rúmm.
B-rými: 11 ferm.,
C-rými: 5,5 ferm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN051822
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka móttöku til suðurs og verður viðbyggingin staðsteypt og með sama heildaútlit og núverandi hús og breyta innra skipulagi móttöku og kæli í húsi á lóð nr. 1 við Norðurgarði.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 11. október 2016 fylgir erindi.
Stækkun móttöku: 153,1 ferm., 905,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
49. Nýlendugata 19C (01.131.206) 100175 Mál nr. BN051682
Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn
Sótt er um leyfi til að hækka þak viðbyggingar á norðurhlið til samræmis við aðalþak húss, stækka hana í vestur, gera svalir á þaki viðbyggingar við vesturhlið og síkka núverandi glugga og setja svalahurð, ásamt því að klæða húsið hefðbundinni bárujárnsklæðningu í stað trapisuklæðningar sem nú er, í íbúðarhúsi á lóð nr. 19C við Nýlendugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2016.
Stækkun A-rými 8,4 ferm., 18,8 rúmm. C-rými 4,5 ferm.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.03.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2016.
50. Rauðarárstígur 1 (01.222.101) 102837 Mál nr. BN051777
Hostel LV 105 hf., Laugavegi 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II. teg. E fyrir 8 gesti í rýmum 0101 og 0102 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstig.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipað erindi dags. 27. október 2015.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2016.
51. Síðumúli 20 (01.293.105) 103806 Mál nr. BN051816
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða verslunarhús með aluzink klæðningu á lóð nr. 20 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 29.08.2016 fylgir erindi ásamt umsögn burðarþolshönnuðar.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
52. Síðumúli 22 (01.293.105) 103807 Mál nr. BN051669
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða verslunarhús með aluzink klæðningu á lóð nr. 22 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 29.08.2016 fylgir erindi ásamt umsögn burðarþolshönnuðar.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN051708
Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til koma fyrir smávörulager inni í rými sem í dag er vörulager í verksmiðju- og lagerhúsnæði á lóð nr. 4 við Skarfagarða.
Sjá erindi BN035353.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Skeggjagata 5 (01.243.511) 103153 Mál nr. BN051775
Barak ehf., Grundartanga 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja nýjar svalir ásamt svalahurð á vesturgafl á 2. hæð, fjarlægja svalir á norðurhlið, breyta fyrirkomulagi í kjallara sem er órjúfanleg heild íbúðar á 1. hæð, setja útgang og síkka glugga í kjallara, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.8. 2016 með fyrirspurn BN051696, flytja inntök fyrir vatn og rafmagn í sameiginlegt rými undir útitröppum, skipta út gluggum og lögnum í húsi á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 9.9. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
55. Skeifan 7 (01.460.201) 105659 Mál nr. BN051800
Arkiteo ehf., Hvassaleiti 39, 103 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofu í jógastúdíó, salur er skilinn frá móttöku og búningsaðstöðu, ásamt nýjum lögnum á 3. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Skeifuna.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN051724
Kex Hostel ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á gistiskála í flokki V og veitingastað í flokki II, sjá erindi BN049619 á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN051784
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046564 sem felst í að gera tvö opin sólskýli á svölum 5. hæðar hótels í húsi á lóð nr. 4 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að gengið verði frá samþykkt um lóðabreytingar á reitnum fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
58. Sólvallagata 5 (01.162.105) 101248 Mál nr. BN051828
Elías Gunnarsson, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík
Ingunn Sæmundsdóttir, Sólvallagata 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
59. Sólvallagata 5A (01.162.104) 101247 Mál nr. BN051829
Marteinn Breki Helgason, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík
Ása Ólafsdóttir, Sólvallagata 5a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr heitgalvanhúðuðu stáli með gólfi og þrepum úr harðviði, opna dyr að svölum og breyta glugga eins og gert verður á hinum hluta tvíbýlishússins á lóð nr. 5A við Sólvallagötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN051562
Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0305 og breyta innra skipulagi íbúðar á 3. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 68 við Sólvallagötu.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fsp. SN0160367 um fjölgun íbúða og stækkun svala dags. 19.08.2016.
Bréf hönnuðar dags. 20.09.2016 fylgir erindi ásamt umsögn Minjastofnunar dags. 27.07.2016 og samþykki eigenda á lóð nr. 66.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
61. Suðurgata 7 (01.141.312) 100915 Mál nr. BN051711
Ingibjörg Þórðardóttir, Fjölnisvegur 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerða hárgreiðslustofu í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 7 við Suðurgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Suðurlandsbraut 68 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051834
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, grunnlagnir og botnplötu fyrir fjölbýlishús eldri borgara á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut sbr. erindi BN051314.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
63. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengja matshlutana í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dags. 9. ágúst 2016, samþykki frá Faxaflóahöfnum dags. 2. ágúst 2016 og bréf frá brunahönnuði dags. 10. ágúst 2016 fylgja erindi.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Stærð byggingar: A-rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B-rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm.
Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
64. Sægarðar 15 (01.402.303) 223695 Mál nr. BN051665
Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050318, breyta innra skipulagi á 1. hæð og byggja millipall í hluta húss, breyta klæðningu þaks og útveggja og koma fyrir útistiga frá 2. hæð á austurhlið húss á lóð nr. 15 við Sægarða.
Stækkun húss: 402,0 ferm
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
65. Templarasund 5 (01.141.209) 100900 Mál nr. BN051804
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri sbr. fyrirspurn BN046469 og breyta innréttingum á 4. hæð í skrifstofuhúsi Alþingis á lóð nr. 5 við Templarasund.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.9. 2016.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
66. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN051833
Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötu, vegg á mótum Tryggvagötu 14 og 16 ásamt lögnum í grunn á lóð nr. 14 við Tryggvagötu sbr. erindi BN050404.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
67. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN051820
Kápan ehf., Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rishæð þannig að halli á þaki verður brattari að götu og garði og að á milli þakflata komi flatt þak sem nýtist sem þaksvalir, jafnframt er rýminu breytt í íbúð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Meðfylgjandi er samþykki flestra eigenda.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
68. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN051836
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja, sbr. fyrirspurn BN051598 dags. 20.9. 2016, við verkfæraskýli á lóð Varmadals III á kjalarnesi.
Stækkun: 69,2 ferm., 191,5 rúmm.
Gjald kr. 10.1000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdráttar nr. A01 dags. 15. ágúst 2016
69. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN051835
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2. hæð í miðrými, mhl. 01/0201, með brúartengingu í sýningartank, mhl. 02/0201 þar sem byggt verður milligólf, einnig verða flóttaleiðir og flóttastigar uppfærðir í Perlunni á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Meðfylgjandi er bréf frá Veitum ohf. dags. 7.10. 2016 og bréf frá Verkís dags. 20.9. 2016.
Samtals stækkun: 803,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
70. Vatnagarðar 12 (01.337.802) 103916 Mál nr. BN051704
Extreme Iceland ehf., Vatnagörðum 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050344 þannig að breyting er á stáltröppum, stálburðarvirki, fjölgað gluggum á norðvesturhlið og op í geymslu 0204 er minnkað í húsi á lóð nr. 12 við Vatnagarða.
Stækkun: 72,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
71. Vatnagarðar 16 (01.338.901) 103919 Mál nr. BN051793
Örn Helgason, Langagerði 120, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar uppsettu LED skilti sem er í sömu stærð og kemur í stað skiltis sem verið hefur undanfarin ár á fasteigninni nr. 16 við Vatnagarða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
72. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN051166
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð á lóð nr. 7 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 7, A-rými: 1.044,9 ferm., 3.542,2 rúmm. B-rými: 11,5 ferm., C-rými: 40,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
73. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN051165
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti og veitingastað á jarðhæð á lóð nr. 9 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 9, A-rými: 900,7 ferm., 3.174,9 rúmm. B-rými: 31,5 ferm., C-rými: 48,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
74. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN051801
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051127, austurhluti húss færist 30 cm frá lóðamörkum til norðurs og veggur á lóðamörkum í vestur færist til austurs um fáeina sentimetra í gistiheimili á lóð nr. 9 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
75. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN051615
Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050273, fjarlægja útihurð í kjallara og gera minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innandyra í íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
76. Öldugata 7A (01.136.405) 100580 Mál nr. BN051686
Guðbjörg Hilmarsdóttir, Öldugata 7a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið við íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7a við Öldugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
Bréf hönnuðar dags. 03.09.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 03.09.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
77. Efstaleiti 1 (01.745.401) 107438 Mál nr. BN051849
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðarinnar Efstaleiti 1, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði 1.745.4 og Lóðauppdrátt 1.745.5 dagsettum 17. 10. 2016. Ath: nú er aðeins sótt um vegna lóðarinnar Jaðarleitis 2-8.
Lóðin Efstaleiti 1 (staðgr. 1.745.401, landnr. 107438) er 43915 m²,
teknir eru 5512 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Jaðarleiti 2-8,
teknir eru 9642 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2,
teknir eru 6756 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 4,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2C,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 2D,
teknir eru 26 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Efstaleiti 4B,
teknir eru tveir skikar (2424 + 623) alls 3047 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), leiðrétt um 2 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 18878 m².
Ný lóð, Jaðarleiti 2-8 (staðgr. 1.745.501, landnr. 224638), bætt er 5512 m² við lóðina frá Efstaleiti 1, bætt er 133 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 5646 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 06. 07. 2016, samþykkt í borgarráði þann 21. 07. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. 09. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
78. Stórhöfði 9 (04.036.501) 110545 Mál nr. BN051841
Óskað er eftir að staðarheiti Þjónustumiðstöðvar borgarlandsins, verði breytt frá því að vera Stórhöfði 9 yfir í að vera Svarthöfði 1, enda er ekið inn í þjónustumiðstöðina frá Svarthöfða.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
79. Sturlugata 5 (01.605.201) 106637 Mál nr. BN051848
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðarinnar Sturlugötu 5, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði 1.605.2 og Lóðauppdrætti 1.605.2, dagsettum 17. 10. 2016.
Lóðin Sturlugata 5 (staðgr. 1.605.201, landnr. 106637), er talin 9800 m², lóðin reynist 8774 m², teknir eru 119 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er við lóðina 3 skikum (1851 m² + 785 m² + 175 m²) alls 2811 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 11466 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. 04. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 03. 06. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
Fyrirspurnir
80. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN051741
Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi 1. hæð sem verslunarhúsnæði og 2. hæð fyrir heilsutengda starfsemi, heilsugæslustöð og fleira, í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 27. september 2016.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
81. Gljúfrasel 5 (04.933.703) 112871 Mál nr. BN051805
Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, Engjasel 29, 109 Reykjavík
Elías Már Guðnason, Engjasel 29, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa hurðaropnun frá íbúð inn í bílgeymslu á lóð nr. 5 við Gljúfrasel.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
82. Hrísateigur 1 (01.360.405) 104531 Mál nr. BN051808
Olga Genova, Hrísateigur 1, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja stærri hurð í geymslu í kjallara í húsinu á lóð nr. 1 við Hrísateig.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
83. Hrísateigur 1 (01.360.405) 104531 Mál nr. BN051809
Olga Genova, Hrísateigur 1, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja geymsluskúr við hliðina á bílskúr á lóð nr. 1 við Hrísateig.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
84. Jaðarleiti Mál nr. BN051718
Litluvellir ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 71 íbúð í þremur fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á reit C við Jaðarleiti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2016.
85. Laugarnesvegur 106 (01.341.001) 103936 Mál nr. BN051838
Matthildur Bjarnadóttir, Otrateigur 50, 105 Reykjavík
Daði Guðjónsson, Otrateigur 50, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að brjóta hluta af burðarvegg í íbúð 0301 til að opna á milli forstofu og eldhúss í fjölbýlishúsi á lóð nr. 106 við Laugarnesveg.
Afgreitt
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
86. Njálsgata 112 (01.243.104) 103054 Mál nr. BN051831
Friðrik Kjartansson, Njálsgata 112, 105 Reykjavík
Spurt er hvort skrá megi geymslu í kjallara húss nr 112 við Njálsgötu sem íbúð.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fundi slitið kl. 14.20
Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir Björgvin Rafn Sigurðarson
Björn Kristleifsson Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir