Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 163

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 28. september kl. 9:05, var haldinn 163. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Stefanía Sverrisdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  23. september 2016.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi  (04.79) Mál nr. SN160726

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts. Í tillögunni felst breytt landnotkun úr athafnasvæði (AT3) í íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreining nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis.

Samþykkt að kynna drög að tillögu í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kl. 9:18 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum. 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir  bókar.

„Framsókn og flugvallarvinir greiða atkvæði gegn breytingartillögunni á aðalskipulagi þar sem við teljum að hún fari ekki nógu langt í aukningu á byggingarmagni á reitunum sem verið er að breyta. Sú kynning sem fram fór í umhverfis- og skipulagsráði sýnir fram á meiri möguleika til enn meira byggingarmagns, þar sem Reykjavíkurborg hefur fjárfest mikið í innviðum í hverfinu og um barnvænt hverfi er að ræða.

Sú staðreynd að uppsöfnuð er amk 6 ára byggingarþörf á höfuðborgarsvæðinu og félagslegum markmiðum húsnæðisstefnu Reykjavíkur hefur hvergi nærri verið náð, þá teljum við einsýnt að auka þurfi enn byggingarmagnið á þessu svæði.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, telja það jákvætt að þétta byggð í hverfinu en benda á að atvinnulíf þarf sitt rými og ekki veitir af fleiri atvinnutækifærum í austanverðri borginni og svæðum fyrir atvinnulífið almennt í borginni. Þess vegna er mikilvægt að það svæði sem skilgreint er sem atvinnusvæði meðfram Suðurlandsvegi geti tekið við því atvinnuhúsnæði sem annars yrði á þeim stað meðfram Breiðholtsbraut sem nú er tillaga um að verði fyrir íbúðabyggð.”

Vísað til borgarráðs.

Haldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi  (04.772.3) Mál nr. SN160659

Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Plúsarkitekta mótt 31.ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að þar sem áður var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði er nú gert ráð  1-4 hæða íbúðarhúsnæði, skv. uppdráttum Plúsarkitekta ehf., dags. 9. september 2016.  Byggingarmagn og hámarkshæð mannvirkja er óbreytt.

Kynnt.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir bókar.

„Framsókn og flugvallarvinir telja það miður að ekki hafi verið tekið tillit til bókunar okkar á fundi usk þann 7. september sl, þar sem við hvöttum til þess að byggingarmagn yrði aukið enn frekar á þessum reitum sem nú er verið að breyta.  Ljóst er að markmiðum húsnæðsstefnu Reykjavíkurborgar er hvergi nærri náð og því nauðsynlegt að bregðast við húsnæðiseklu með því að auka byggingarmagn á þeim svæðum þar sem unnið er að breytingu á skipulagi, svo að ekki sé endalaust gert ráð fyrir auknum fólksfjölda vestan Elliðaáa, heldur á fjölskylduvænum hverfum innan borgarmarkanna.  Að öðru leyti vísum við til bókunar okkar undir lið 2, hér að ofan.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, telja það jákvætt að þétta byggð í hverfinu en benda á að atvinnulíf þarf sitt rými og ekki veitir af fleiri atvinnutækifærum í austanverðri borginni og svæðum fyrir atvinnulífið almennt í borginni. Þess vegna er mikilvægt að það svæði sem skilgreint er sem atvinnusvæði meðfram Suðurlandsvegi geti tekið við því atvinnuhúsnæði sem annars yrði á þeim stað meðfram Breiðholtsbraut sem nú er tillaga um að verði fyrir íbúðabyggð.”

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi  (01.118.5) Mál nr. SN140356

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs  varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. Í breytingunni felst að spennistöð á torgi er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 29. ágúst  2014. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. október 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Kjalarnes, Hof, lýsing   Mál nr. SN160598

Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Landslags ehf., mótt. 9. ágúst 2016, ásamt lýsingu, dags. 17. maí 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við deiliskipulag sem afmarkast af 15 ha. svæði, hluti af spildu úr Hofslandi I við Esjurætur á Kjalarnesi. Markmiðið með deiliskipulaginu er að byggja upp aðstöðu til að þjóna göngu- hesta- og reiðhjólamönnun með salernisaðstöðu, hesta- og farangursskýli auk möguleika á kaffisölu og aðstöðu fyrir starfsfólk. .

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Veðurstofu Íslands, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur , Minjastofnunar Íslands, Landssambands hestamanna, Reiðveganefndar, Hestamannafélagsins Harðar og Hverfisráðs Kjalarnes.

Vísað til borgarráðs

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Kjalarnes, Hrafnhólar, lýsing  (35.2) Mál nr. SN160657

Arnór Víkingsson, Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík

Salvör Jónsdóttir, Bandaríkin,

Lögð fram umsókn Salvarar Jónsdóttur, mótt. 1. september 2016, ásamt lýsingu dags. 31. ágúst 2016 á deiliskipulagsverkefni Hrafnhóla á Kjalarnesi vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar. Í lýsingunni er gerð grein fyrir áformum varðandi notkun á jörðinni.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Veðurstofu Íslands, Borgarsögusafns Reykjavíkur , Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur , Minjastofnunar Íslands, Hverfisráðs Kjalarnes, Mosfellsbæ  og Umhverfisstofnun

Vísað til borgarráðs

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Sundabakki 2 og 4, breyting á deiliskipulagi  (01.332.1) Mál nr. SN160703

VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 19. september 2016 um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðanna Sundabakka 2 og 4. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2016. Einnig lagt fram bréf Eimskips, dags. 12. september 2016 og bréf Faxaflóahafna, dags. 12. september 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Skipholt 11-13, breyting á deiliskipulagi  (01.242.3) Mál nr. SN160611

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Björn Þór Karlsson, Maríubakki 22, 109 Reykjavík

Lögð fram umsókn Björns Þórs Karlssonar f.h. RR Hótel ehf., mótt. 15. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilað verður að vera með íbúðagistingu (gististað í flokki II) á þriðju hæð hússins á lóð nr. 11-13 við Skipholt. Einnig er lagt fram bréf Björns Þórs Karlssonar f.h. RR Hótel ehf., dags. 15.ágúst 2016 og samþykki meðlóðarhafa, dags. 18. apríl 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lindargata 60, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160510

Tvíeyki ehf., Skildinganesi 11, 101 Reykjavík

Davíð Kristján Chatham Pitt, Skildinganes 11, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Tvíeyki ehf. dags. 22. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Lindargötu 60 samkv. uppdr. Davíðs Pitt dags. 15. maí 2016. Í breytingunni felst að notkunarskilmálar og starfsemi á lóð verði breytt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Suðurlandsbraut 18, breyting á deiliskipulagi  (01.264.0) Mál nr. SN160588

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., mótt. 3. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að hækka bakhús um eina hæð eða í 5 hæðir, sambærilegt með núverandi framhúsi, skv. uppdrætti ASK arkitekta ehf., dags. 3. ágúst 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 893 frá  27. september 2016.

12. Básendi 5, Útitröppur, svalir, breyting inni  (01.824.203) Mál nr. BN051283

Þröstur Guðmundsson, Básendi 5, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra. Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst til og með 7. september 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, dags. 11. ágúst 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 9. september 2016 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.

Stækkun A-rými 7,7 ferm., 16,4 rúmm. Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016. Gjald kr. 10.100

Umhverfis- og skipulagsráðs tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 11:08 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma,þá var einnig búið að afgreiða  lið nr. 14 . í dagskránni. 

13. Klapparstígur 26, bæta við sólskála  (01.171.106) Mál nr. BN051533

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólskála á 1. hæð, bæta við svölum á bakhlið, stækka herbergi, breyta fyrirkomulagi á 1. hæð og bæta við einu gistiherbergi ásamt því að flytja morgunverðareldhús niður í kjallara í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. september 2016.

Stækkun A-rými 108,5 ferm., 240,6 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm. Gjald kr. 10.100

Umhverfis- og skipulagsráðs tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

14. Úlfarsbraut 78, Einbýlishús  (02.698.308) Mál nr. BN051574

Sighvatur Rúnarsson, Maríubaugur 83, 113 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóð nr. 78 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. september 2016. 

Stærð:  A-rými 293,3 ferm., 946,1 rúmm. B-rými:  18,6 ferm. Gjald kr. 10.100

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. september 2016.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

15. Bragagata 35 og Freyjugata 16, (fsp) niðurrif og uppbygging  (01.186.2) Mál nr. SN160558

Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær

Klettur byggingafélag ehf., Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 7. júlí 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og 16 við Freyjugötu, samkvæmt tillögu Arkþings ehf., ódags. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 4. júlí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2016. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson. greiða atkvæði gegn fyrirspurninni með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags, 26. september 2016.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir greiða atkvæði með fyrispurninni og bóka:

“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir, telja tillögu að uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og nr. 16 við Freyjugötu falla vel að þeirri byggð sem fyrir er. Auk þess hefur Minjastofnun lagt fram þá umsögn að hún geri ekki athugasemd við niðurrif þeirra tveggja húsa sem fyrir eru. Þau hús eru illa farin og því er betra í þessu tilfelli að byggja nýtt frekar en að byggja við og ofan á þau.”

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: „Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata telja að húsverndarsjónarmið og varðstaða um byggðamynstur gömlu Reykjavíkur verði að vera í forgangi þegar þess er kostur. Bragagata 35 og Freyjugata 16 taka þátt í að skapa það byggðamynstur sem þau standa í og þarf uppbygging á lóðunum að vera á forsendum þeirra.“

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Hverfisgata 53 og 55, Vatnsstígur 10a og 12, reitur 1.152.5, (fsp) aukið byggingarmagn  (01.152.5) Mál nr. SN160546

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 5. júlí 2016, um gerð deiliskipulags sem tekur til lóðanna nr. 53 og 55 við Hverfisgötu og 10A og 12 við Vatnsstíg við sömu götu sem felst í auknu byggingarmagni á öllum lóðunum, sbr. tillögu Hornsteina arkitekta ehf., dags. 28. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2016.

Umhverfis- og skipulagsráðs tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2016.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Norðurbrún 2, (fsp) ofanábygging  (01.352.5) Mál nr. SN160654

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 30. ágúst 2016, um að byggja ofan á núverandi hús á lóð nr. 2 við Norðurbrún, samkvæmt tillögu THG arkitekta ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Freys Frostasonar arkitekts hjá THG arkitektum ehf., dags. 30. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016 samþykkt

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Vesturgata 6-10A, (fsp) breyting á notkun/innra skipulagi  (01.132.1) Mál nr. SN160651

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á notkun húsanna á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu sem felst í rekstri verslana og veitingastaða á jarðhæð/kjallara húsanna og gistirýma á efri hæðum, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 15. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

Umhverfis- og skipulagsráðs tekur jákvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

19. Sorpa bs., fundargerð   Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 366 frá 21. september 2016.

20. Sorpa, Endurnýjuð kostnaðaráætlun   Mál nr. US160227

Kynnt endurnýjuð kostnaðaráætlun ársins 2016 fyrir endurvinnslustöðvar Sorpu og sveitarfélaganna dags. 31. maí 2016.

21. Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, staða mála og næstu skref   Mál nr. US140012

Kynnt staða mála og næstu skref varðandi Gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi .

Björn Halldórsson framkv.stj. Sorpu og Halldór Auðar Svansson kynna

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Freyjutorg, niðurgrafnar grenndarstöðvar   Mál nr. US160232

Lögð fram frumdrög umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2016 að hönnun Freyjutorgs og niðurgrafinni grenndarstöð.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags í samræmi við kynnt frumdrög.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Klambratún, framkvæmdir haustið 2016   Mál nr. US160229

Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á Klambratúni haustið 2016.

Kynnt.

Ólafur Ólafsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

24. Vistvangur höfuðborgarsvæðisins, ósk um þátttöku Reykjavíkurborgar (USK2016090016)   Mál nr. US160225

Lagt fram bréf samtaka Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, dags. 8. september 2016, þar sem óskað er eftir þátttöku Reykjavíkurborgar í vistvangi Höfuðborgarsvæðisins sem staðsett er í landi Hafnafjarðar suður í Krýsuvík. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 16. september 2016.

Frestað.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Betri Reykjavík, leið 5 aki á 15 mín fresti á álagstímum (USK2016080010)   Mál nr. US160206

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "leið 5 aki á 15 mín fresti á álagstímum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgögnur 15. september 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur 15. september 2016 samþykkt.

26. Betri Reykjavík, láta strætó ganga 1 hring kl. 12 og annan kl. 1   Mál nr. US160208

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "láta strætó ganga 1 hring kl. 12 og annan kl. 1" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 15. september 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur 15. september 2016 samþykkt.

27. Unnarstígur 2, kæra 122/2016  (01.137.0) Mál nr. SN160685

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. september 2016 ásamt kæru, dags. 13. september 2016 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir framkvæmdum á lóð nr.2 við Unnarstíg, og ákvörðun byggingarfulltrúa að aflétta verkbanni á framkvæmdum á sameiginlegri lóð Unnarstígs 2 og 2A. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

29. Tillaga, umhverfis- og skipulagsráðs aksturstími Strætó   Mál nr. US160237

Farið verði á leit við stjórn Strætó bs að gera kostnaðar- og ábatamat á því að aksturstími Strætó verði til kl. 1 virka daga og laugardagskvöld.  Einnig að lögð verði drög að því að kanna fýsileika næturaksturs um helgar (aðfararnótt laugardags og sunnudags) á stofnleiðum frá kl.1.30 á hálftíma eða klukkustundar fresti til kl. 4.

Lengi vel á 9. og 10. áratugnum gátu íbúar Reykjavíkur gengið að því vísu að geta tekið strætisvagn heim eftir menningarviðburði og var þó menningardagskrá borgarinnar og gestafjöldi mun takmarkaðri þá en það sem nú er. Það ætti ekki að vera skilyrði að fara akandi á eigin bíl eða taka kostnaðarsaman leigubíl heim ef kvöldskemmtun lýkur nærri miðnætti. Þáttaka í menningarviðburðum og rómuðu skemmtanalífi borgarinnar ættu ekki að vera forréttindi þeirra sem búa nærri miðborginni eða hafi ráð á leigubílum. Þá verður ekki litið framhjá því að margt vinnandi fólk sem vinnur vaktir eða á ótýpískum tíma sólarhrings getur farið á mis við kosti þess að nota strætó á leið til eða frá vinnu ef aksturstíma er þröngt sniðinn stakkur. Markmið Strætó og Reykjavíkurborgar ætti að vera að gera bíllausan lífsstíl mögulegan allan sólarhringinn.

Tillagan samþykkt.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:35

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Stefanía Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 27. september kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 893. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Harri Ormarsson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Eva Geirsdóttir og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7  (01.140.415) 100856 Mál nr. BN051642

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047437, m.a. er hætt við að lyfta húsi, aðalinngangur verður sameiginlegur með Vallarstræti 4, stækka kjallara og stigahús og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Stærð var:  1.104,6 ferm., 3.461,3 rúmm.

Stærð verður:  1.183,5 ferm., 3.643,2 rúmm.

Stærðarbreyting:  78,9 ferm., 181,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Ásvallagata 15  (01.162.302) 101275 Mál nr. BN051684

Vigdís Gunnarsdóttir, Frakkastígur 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga og setja stálhandrið fyrir framan og útbúa þannig franskar svalir á íbúð í kvisti á suðurhlið fjöleignahúss á lóð nr. 15 við Ásvallagötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bakkastaðir 45  (02.421.103) 178891 Mál nr. BN051467

Ingólfur Geir Gissurarson, Breiðavík 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050852 þannig að lækkað er bílskúrsgólf um 60 sm og inngangur verði inn í þvottaherbergi en ekki inn í anddyri hússins á lóð nr. 45 við Bakkastaði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

Stækkun er 36,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bankastræti 2  (01.170.101) 101328 Mál nr. BN051011

FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi  til að breyta innra fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar þannig að stigi á milli hæða í mhl 02 er fjarlægður, koma fyrir eldhúsi í rými 0201 mhl. 02, fjarlægja salerni þar, koma fyrir hjólastólalyftu í stigagangi  og koma fyrir fjórum salernum fyrir 120 gesti  í veitingarstaðnum í fl. II í húsinu á lóð nr. 2 við Bankastræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. júlí 2016 og 20. júlí 2016 fylgja erindi, einnig greinargerð brunahönnuðar dags. 22. ágúst 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. ágúst 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

5. Barmahlíð 38  (01.710.103) 107143 Mál nr. BN051666

Helgi Magnús Hermannsson, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík

Ólafur Örn Helgason, Brekkugata 20, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að færa eldhús og breyta innréttingum á 1. hæð, færa bað og breyta innréttingum í kjallara, breyta stofugluggum í hurð út á nýja verönd fyrir utan kjallaraíbúð í fjöleignahúsi á lóð nr. 38 við Barmahlíð.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Barónsstígur 43  (01.191.119) 102505 Mál nr. BN050224

Ágústa Fanney Snorradóttir, Vindakór 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skrá íbúðareign 0001 sem ósamþykkta íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 43 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda ódagsett, einnig íbúðarskoðun, söluyfirlit og virðingargjörð.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bárugata 29  (01.135.405) 100483 Mál nr. BN050969

Kolbeinn Árnason, Bárugata 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti og hækka lofthæð þar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Bárugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2016 og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2016 og önnur dags. 24.8. 2016 og bréf arkitekts dags. 30.8. 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2016.

Samþykki allra meðeigenda í húsinu þarf að liggja fyrir og fylgja erindinu.

Stærð: xxx

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.16. september 2016.

8. Bjarkargata 6  (01.143.114) 100962 Mál nr. BN051676

S8 ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja skála við suðurhlið og byggja í hans stað steinsteyptar svalir á húsi nr. 6 við Bjarkargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2016.

Minnkun: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bleikjukvísl 18  (04.235.304) 110899 Mál nr. BN051697

Tina Petersen, Bleikjukvísl 18, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með bárumálmklæðningu á þaki og með arni á  vesturhlið hússins á lóð nr. 18 við Bleikjukvísl.

Stækkun er: 16,7 ferm., 54,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Borgartún 7  (01.216.305) 102761 Mál nr. BN051589

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050067, m.a. stækkar skjalageymsla í kjallara,  fundarherbergjum á 1. hæð og gluggum er breytt á vestur- og austurhlið húss á lóð nr. 7 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Brúnaland 2-40 3-21  (01.852.002) 108765 Mál nr. BN051663

Kristín Auður Sophusdóttir, Ánaland 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að grafa út kjallara og gera tómstundaherbergi og geymslu í raðhúsi á lóð nr. 21 við Brúnaland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2016.

Samþykki meðeigenda á lóð dags. 06.09.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2016.

12. Dyngjuvegur 14  (01.384.203) 104900 Mál nr. BN051709

VIP Travel ehf., Beykihlíð 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 14 við Dyngjuveg.

Niðurrif: 258,5 ferm., 640 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13. Fellsvegur  (05)  Mál nr. BN051733

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir göngubrú í Úlfarsárdal við Fellsveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Frakkastígur 9  (01.173.029) 101516 Mál nr. BN051717

Rakel Steinarsdóttir, Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um að erindi BN050367 verði fellt úr gildi skv. beiðni eiganda húss á lóð nr. 9 við Frakkastíg.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

15. Freyjugata 6  (01.184.523) 102128 Mál nr. BN051544

Guðmundur Ólafsson, Freyjugata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina rými 0104 sem er "ósamþykkt íbúð" og rými 0103, sem er geymsla íbúðar 0201 í mhl. 01 og stækka þannig "ósamþykkta" íbúð í mhl. 02 á lóð nr. 6 við Freyjugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

16. Friggjarbrunnur 34-40  (05.053.305) 205960 Mál nr. BN051658

Rakel Björk Gunnarsdóttir, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Sigurbjörn I Guðmundsson, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN042297 þannig að skipt er upp þvottahúsi og komið er fyrir salerni með sturtuaðstöðu í öðrum helmingi þess og útbúin hurð inn í það frá hjónaherbergi í raðhúsi nr. 40 á lóð nr. 34-40 við Friggjarbrunn.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. ágúst 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Gnoðarvogur 43  (01.440.301) 219761 Mál nr. BN050572

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN045885 í Menntaskólanum við Sund á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.

Erindi fylgir brunahönnun dags. 15. janúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Grettisgata 9  (01.172.235) 101489 Mál nr. BN051151

Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta skrifstofu og verslun á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki V, teg. B, sjá erindi BN048039,  í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.

Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

19. Gylfaflöt 24-30  (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426

SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær

Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103  í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

20. Hafnarstræti 17  (01.118.502) 100098 Mál nr. BN051646

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048060 sem felst í breytingu á innra fyrirkomulagi í spa í kjallara ásamt klæðningu á flóttastiga utanhúss í hóteli á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Útgáfa 4.03 af brunahönnunarskýrslu fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

21. Hafnarstræti 19  (01.118.503) 100099 Mál nr. BN051647

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048059 sem felst í því að bæta við öryggissvæði fyrir hjólastóla í og við stigahús í hóteli á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Útgáfa 4.03 af brunahönnunarskýrslu fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22. Hafnarstræti 4  (01.140.204) 100829 Mál nr. BN051618

PHGP ehf., Veltusundi 1, 101 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum fyrir veitingastað í flokki 3 teg. A fyrir 200 gesti á 2. og 3. hæð, sem felast í að snyrtingu er breytt í móttöku, breytingar í eldhúsi og loftræsing sýnd á 2. hæð og innri skipan sæta á 3. hæð breytt í húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti (Veltusund 1)

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hagatorg Hótel Saga  (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN051668

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými fyrir kjötvinnslu í kjallara eldhúss og í tengslum við það er sótt um leyfi fyrir nýju loftinntaki á austurlóð og rými fyrir blásara og útblástursrist við skábraut vörumóttöku við suðurgafl Hótels Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Háaleitisbraut 175  (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN051648

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051056 sem felst í að bæta við 3. hæðinni af forframleiddum skrifstofueiningum þannig að alls verði 27 einingar í stað 18 áður við austurhlið Landspítala/Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.

Gjald 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Með vísan til bókunar Umhverfis- og skipulagsráðs 15. júní 2016 er leyfið bundið því skilyrði að komi til breyttrar starfsemi á lóðinni skal umrætt bráðbirgðahúsnæði fjarlægt af hálfu lóðarhafa og á kostnað hans innan 3 mánaða frá samþykkt breytinga. Skal yfirlýsingu þess efnis þinglýst á lóðina fyrir útgáfu byggingarleyfis.

25. Háaleitisbraut 68  (01.727.301) 107329 Mál nr. BN050911

Samband íslenskra kristniboðsf, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka eignarhluta 0111 í norðausturhluta 1. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 68 við Háaleitsbraut.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19. september 2016 og samþykki meðeigenda dags. í júní 2016.

Stækkun: 53,5 ferm., 219,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Holtsg.1-3,Bræðrab.30  (01.134.609) 205011 Mál nr. BN051611

Helgi Pálsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja létta, útdraganlega svalalokun á rennibraut á þaksvalir íbúðar 0401 í húsi á lóð nr. 30 við Bræðraborgarstíg.

Stærðir: 45 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.5. 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2016.

27. Hringbraut 119  (01.520.301) 105924 Mál nr. BN051664

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Flipper ehf., Norðurbakka 5c, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta pizzusölustað í rými 0106 í húsi á lóð nr. 119 við Hringbraut.

Gjald kr. 10.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hrísateigur 22  (01.346.202) 104083 Mál nr. BN051707

Lína Móey Bjarnadóttir, Hrísateigur 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptalýsingar fyrir húsið á lóð nr. 22 við Hrísateig.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir dags. 29. júlí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Hverfisgata 40  (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, 3 - 6 hæðir á sameiginlegum tveggja hæða bílakjallara með 30 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU uppfærð í september 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí og 20. september 2016.

Stærð A-rými:  6.716,4 ferm., 22.519,3 rúmm.

B-rými:  213,1 ferm., 736,7 rúmm.

C-rými:  677 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Nýjum gögnum vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Höfðabakki 1  (04.070.001) 110677 Mál nr. BN051571

Djúpidalur ehf., Stórakri 6, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að færa fiskverslun yfir í rými 0002 og útbúa framleiðslueldhús ásamt starfsmannaaðstöðu og kælum og koma fyrir lager í rými 0003 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Kambavað 1-3  (04.733.604) 198738 Mál nr. BN051703

Ágúst Birgisson, Kambavað 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyf til að setja opnanlega svalarlokun sem eru öryggisgler á föstum brautum með öndunarbil á milli fleka á íbúð 0301 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-3 við Kambavað.

Stækkun. 38,74 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Kaplaskjólsvegur 39  (01.525.004) 106061 Mál nr. BN051677

Sara Hrund Einarsdóttir, Kaplaskjólsvegur 39, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja núverandi eldhús yfir í stofu og stækka hurðarop frá gangi inn í fremri stofu, samanber fyrirspurn BN049213 sem fékk jákvæða umfjöllun 21.4. 2015 í íbúð á 4. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi á lóð nr. 39 við Kaplaskjólsveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Klapparstígur 30  (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara, sjá erindi BN048637 og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Lambhagavegur 15  (02.647.602) 211681 Mál nr. BN051530

H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 2ja hæða nýbyggingu auk kjallara úr forsteyptum einingum fyrir líkamsræktarstöð á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2016.

Stærðir: A-rými 2.785,3 ferm., 11.380,6 rúmm. B-rými 329,4 ferm., 958,6 rúmm. C-rými 79,9 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Langholtsvegur 176  (01.445.101) 105554 Mál nr. BN051671

Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara þar sem kælar í lager hafa verið fjarlægðir, ný snyrting gerð og komið fyrir stiga milli vinnustofu og verslunar á 1. hæð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 176 við Langholtsveg.

Gjald kr. 10.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

36. Laugavegur 23  (01.172.013) 101435 Mál nr. BN051126

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, svalir við stigahús og lækka gólf kjallara Klapparstígs 31 og rífa kjallara eldri viðbyggingar, byggja viðbyggingu aftan við timburhús á Laugavegi 23, innrétta verslanir á jarðhæðum og skrifstofur og tvær íbúðir á efri hæðum húsa á sameinaðri lóð nr. 23 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23.2. 2016.

Stækkun:  96,4 ferm., 363,4 rúmm.

Eftir stækkun, A-rými:  815,7 ferm., 2.260,8 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

C-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Laugavegur 28D  (01.172.209) 101464 Mál nr. BN051573

Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarrými í kjallara í starfsmannaaðstöðu sem þjóna mun starfsmönnum hótels sem sýnt er á meðfylgjandi teikningum og er á lóð nr. 28 við Laugaveg, starfsmannaaðstaðan er í húsi á lóð nr. 28D við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

Stærðir, stækkun kjallara 12 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

38. Laugavegur 4  (01.171.302) 101402 Mál nr. BN051578

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á mhl. 03 frá áður samþykktum teikningum sem felast í breytingum á innra skipulagi húss á lóð nr. 1A við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

39. Lautarvegur 10  (01.794.106) 213564 Mál nr. BN051301

Rósa Þórunn Hannesdóttir, Dalhús 92, 112 Reykjavík

Hannes Jónas Jónsson, Dalhús 92, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.Stærðir A-rými: 559,9 ferm., 1844,0 rúmm. B-rými:  52,7 ferm., xxx rúmm., C-rými: 91,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Lágmúli 7  (01.261.302) 103508 Mál nr. BN051468

BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, tegund c, á 1. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 7 við Lágmúla.

Jafnframt er erindi BN051286 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

41. Lækjargata 6A  (01.140.508) 100868 Mál nr. BN051379

Uppklapp ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum teikningum, sbr. erindi BN050848, sem felast í leiðréttingum á stigahúsi og aðkomu að efri hæðum húss á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

42. Njálsgata 37  (01.190.025) 102363 Mál nr. BN051714

Urriðafoss ehf, Njálsgötu 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka, hækka og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 37 við Njálsgötu.

Eftir stækkun, A-rými:  477,4 ferm., 1.359,3 rúmm.

B-rými:  11 ferm.,

C-rými:  5,5 ferm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Nýlendugata 19C  (01.131.206) 100175 Mál nr. BN051682

Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn

Sótt er um leyfi til að hækka þak viðbyggingar á norðurhlið til samræmis við aðalþak húss, stækka hana í vestur, gera svalir á þaki viðbyggingar við vesturhlið og síkka núverandi glugga og setja svalahurð, ásamt því að klæða húsið hefðbundinni bárujárnsklæðningu í stað trapisuklæðningar sem nú er, í íbúðarhúsi á lóð nr. 19C við Nýlendugötu.

Stækkun A-rými 8,4 ferm., 18,8 rúmm. C-rými 4,5 ferm.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.03.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Nökkvavogur 11  (01.441.113) 105435 Mál nr. BN051458

Jeannette Castioni, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga í stofu á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans og koma fyrir stigapalli og tröppur út í garð, síkka glugga í kjallara að sunnan og vestanmegin og koma fyrir nýjum glugga á kjallara á austurgafl í húsi á lóð nr. 11 við Nökkvavog.

Samþykki frá meðeigendum lóðar dags. 28. Júní 2016 fylgir

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Óðinsgata 7  (01.184.218) 102040 Mál nr. BN051722

Teiknistofan Óðinstorgi sf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu eigna á 2. og 3. hæð,  0201 er þar sem áður var 0202 og 0301 er þar sem áður var 0302 í húsi á lóð nr. 7 við Óðinsgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Pósthússtræti 13-15  (01.140.512) 100872 Mál nr. BN051579

Margrét Ragnarsdóttir, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Eiríkur Óskarsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0202, skipta í tvennt, 0202 og 0203 og innrétta skammtímaleiguíbúðir, einnig að breyta fyrirkomulagi á baði og í fataherbergi í íbúð 0204 í húsi á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 24. ágúst 2016 og samþykki flestra meðeigenda ódagsett.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Selvogsgrunn 31  (01.350.702) 104168 Mál nr. BN034504

Guðný Árnadóttir, Selvogsgrunn 31, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg milli eldhúss og gangs og koma fyrir stálsúlu og bita í staðinn í kjallara fjölbýlishússins á lóðinni nr. 31 við Selvogsgrunn.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 8. ágúst 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. í september 2016.

Gjald kr. 6.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Skarfagarðar 4  (01.321.501) 209678 Mál nr. BN051708

Hampiðjan hf., Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til koma fyrir smávörulager inni í rými sem í dag er vörulager í verksmiðju- og lagerhúsnæði á lóð nr. 4 við Skarfagarða.

Sjá erindi BN035353.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

49. Skólavörðustígur 25  (01.182.242) 101894 Mál nr. BN051427

SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera rishæð að sjálfstæðri íbúðareiningu, með sér fastanúmeri, með því að gera nýjan stiga upp í ris, breyta kvisti og gera flóttaleið út á þaksvalir, auk minni breytinga samhliða viðhaldi, ásamt ósk um að sameina matshluta 01 og 02 í einn matshluta, í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. september 2016 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. ágúst til og með 12. september 2016. Engar athugasemdir bárust.

Lögð er fram umsögn Minjastofunar Íslands dags. 06.04.2016.

Fyrri umsókn BN051229 er dregin til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

50. Skútuvogur 4  (01.420.201) 105166 Mál nr. BN051509

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum, innra skipulagi og til að fjölga eignarhlutum í mhl 02 í húsi nr.  4 við Skútuvog.

Samþykki meðeigenda dags. 22. sept. 2016 fylgir

Stækkun 2. hæð milliloft: 160,2 ferm.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Skútuvogur 6  (01.420.401) 105168 Mál nr. BN051510

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum og innra skipulagi, m.a. hefur verið byggður millipallur og fjölgað fastanúmerum í mhl 02 í húsi nr. 6 við Skútuvog.

Stækkun vegna millipalls er 440 ferm. á 2. hæð.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52. Snorrabraut 71  (01.247.003) 103327 Mál nr. BN051602

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja rishæð ásamt svölum sem tilheyri íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 71 við Snorrabraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

Bréf hönnuðar dags. 30.08.2016 fylgir erindi.

Stækkun: A-rými x fer., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

53. Sogavegur 220  (01.837.003) 108641 Mál nr. BN051479

Páll Ingólfur Arnarson, Hverafold 92, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar svalir á vesturhlið,  undir þeim kemur geymslurými með staðsteyptum veggjum en opið í norðaustur og til að breyta glugga í hurð á húsi á lóð nr. 220 við Sogaveg.

Samþykki meðeiganda og eiganda Sogavegar 218 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

Stærð geymslu, B-rými: 18,9 ferm., og 37,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

54. Sólvallagata 68  (01.134.510) 100394 Mál nr. BN051562

Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0305 og breyta innra skipulagi íbúðar á 3. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 68 við Sólvallagötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fsp. SN160367 um fjölgun íbúða og stækkun svala dags. 19.08.2016.

Bréf hönnuðar dags. 20.09.2016 fylgir erindi ásamt umsögn Minjastofnunar dags. 27.07.2016 og samþykki eigenda á lóð nr. 66.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Suðurgata 7  (01.141.312) 100915 Mál nr. BN051711

Ingibjörg Þórðardóttir, Fjölnisvegur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðra hárgreiðslustofu í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 7 við Suðurgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Suðurlandsbraut 68-70  (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051314

Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja og fjögurra hæða fjölbýlishús fyrir eldri borgara, 74 íbúðir í fimm húsum með opinni bílgeymslu fyrir 35 bíla á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.

Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Mannvit dags. í júní 2016, brunahönnun frá Mannvit dags. 22. júní 2016, umsókn um takmarkað byggingarleyfi, verkáætlun, yfirlýsing eiganda og byggingastjóra og umboð eiganda til byggingastjóra dags. 20. júní 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2016.

Stærð mhl. 01. A-rými:  4.404,5 ferm., 12.743,8 rúmm.

B-rými:  2.127,3 ferm., 8.459,6 rúmm.

Mhl. 02:  2.418,2 ferm., 7.071,9 rúmm.

B-rými:  500,9 ferm., 1.417,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Súðarvogur 2E-2F  (01.450.201) 105597 Mál nr. BN051452

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og uppfæra eldvarnir, ásamt því að breyta fyrirkomulagi á lóð og nýta hana sem geymslusvæði fyrir sýru, gas og klór við atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2E og 2F við Súðarvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Súðarvogur 7  (01.453.002) 105615 Mál nr. BN051699

Nasi ehf, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir staðfærðum teikningum, að sameina mhl. 01 og 02, fjölga eignum til að stækka áður gerðar svalir á syðri enda austurhliðar og til að byggja nýjar svalir við norðurenda með flóttaleið á þak á þriðjuhæðar bakhúss í íðnaðarhúsi á lóð nr. 7 við Súðarvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Úlfarsbraut 78  (02.698.308) 205741 Mál nr. BN051574

Sighvatur Rúnarsson, Maríubaugur 83, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóð nr. 78 við Úlfarsbraut.

Stærð:  A-rými 293,3 ferm., 946,1 rúmm.

B-rými:  18,6 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Úlfarsbraut 82  (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051736

Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut sbr. erindi BN051319.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61. Vallarstræti 4  (01.140.416) 100857 Mál nr. BN051643

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047440, m.a. eru stigahús og lyfta  fjarlægð og gerður sameiginlegur inngangur fyrir bæði húsin, gerð er grein fyrir áður gerðum kjallara og hann stækkaður, tvær íbúðir á 4. hæð eru sameinaðar kjallara og stigahús  í húsi á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Stærð var:  643,2 ferm., 2.240,7 rúmm.

Verður:  877,2 ferm., 3.008,4 rúmm.

Stækkun:  234 ferm., 767,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Vatnagarðar 12  (01.337.802) 103916 Mál nr. BN051704

Extreme Iceland ehf., Vatnagörðum 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050344 þannig að breyting er á stáltröppum, stálburðarvirki þannig að fjölgað er gluggum á norðvestur hlið hússins á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Öldugata 2  (01.136.311) 100569 Mál nr. BN051615

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050273 sem felast í því að gera stúdíóíbúð í risi að séreignarhluta, fjarlægja útihurð í kjallara og gera minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innandyra í íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Öldugata 7A  (01.136.405) 100580 Mál nr. BN051686

Guðbjörg Hilmarsdóttir, Öldugata 7a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið við íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7a við Öldugötu.

Bréf hönnuðar dags. 03.09.2016 fylgir erindi ásamt samþykki meðlóðarhafa áritað á teikningu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ýmis mál

65. Bæjarflöt 19   Mál nr. BN051730

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á í fyrsta lagi að fella niður nokkrar lóðir og sameina þær borgarlandinu og í öðru lagi að samþykkja nýjar lóðir og útvega þeim landnúmer, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 13. 06. 2016.

Lóðin Gylfaflöt 2-4 ( Staðgr. 2578301, landnr. 222068 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 6-8 ( Staðgr. 2578302, landnr. 222069 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 10-12 ( Staðgr. 2578501, landnr. 222070 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 14 ( Staðgr. 2578502, landnr. 222071 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Ný lóð Gylfaflöt 2    ( staðgr. 2.578.201, landnr. ?????? ), verður  2932 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 4    ( staðgr. 2.578.202, landnr. ?????? ), verður  3665 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 6    ( staðgr. 2.578.203, landnr. ?????? ), verður  1845 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 10  ( staðgr. 2.578.204, landnr. ?????? ), verður  1835 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 12  ( staðgr. 2.578.401, landnr. ?????? ), verður  1706 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 14  ( staðgr. 2.578.402, landnr. ?????? ), verður      35 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 8    ( staðgr. 2.578.403, landnr. ?????? ), verður  1788 m².   

Ný lóð Bæjarflöt 19 ( staðgr. 2.578.404, landnr. ?????? ), verður  7911 m².    

Allar nýju lóðinar koma úr óútvísuðu landi ( landnr 221447 ) .

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

66. Gylfaflöt 10-12  (02.578.501) 222070 Mál nr. BN051728

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á í fyrsta lagi að fella niður nokkrar lóðir og sameina þær borgarlandinu og í öðru lagi að samþykkja nýjar lóðir og útvega þeim landnúmer, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 13. 06. 2016.

Lóðin Gylfaflöt 2-4 ( Staðgr. 2578301, landnr. 222068 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 6-8 ( Staðgr. 2578302, landnr. 222069 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 10-12 ( Staðgr. 2578501, landnr. 222070 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 14 ( Staðgr. 2578502, landnr. 222071 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Ný lóð Gylfaflöt 2    ( staðgr. 2.578.201, landnr. ?????? ), verður  2932 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 4    ( staðgr. 2.578.202, landnr. ?????? ), verður  3665 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 6    ( staðgr. 2.578.203, landnr. ?????? ), verður  1845 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 10  ( staðgr. 2.578.204, landnr. ?????? ), verður  1835 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 12  ( staðgr. 2.578.401, landnr. ?????? ), verður  1706 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 14  ( staðgr. 2.578.402, landnr. ?????? ), verður      35 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 8    ( staðgr. 2.578.403, landnr. ?????? ), verður  1788 m².   

Ný lóð Bæjarflöt 19 ( staðgr. 2.578.404, landnr. ?????? ), verður  7911 m².    

Allar nýju lóðinar koma úr óútvísuðu landi ( landnr 221447 ) .

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

67. Gylfaflöt 14  (02.578.502) 222071 Mál nr. BN051729

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á í fyrsta lagi að fella niður nokkrar lóðir og sameina þær borgarlandinu og í öðru lagi að samþykkja nýjar lóðir og útvega þeim landnúmer, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 13. 06. 2016.

Lóðin Gylfaflöt 2-4 ( Staðgr. 2578301, landnr. 222068 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 6-8 ( Staðgr. 2578302, landnr. 222069 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 10-12 ( Staðgr. 2578501, landnr. 222070 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 14 ( Staðgr. 2578502, landnr. 222071 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Ný lóð Gylfaflöt 2    ( staðgr. 2.578.201, landnr. ?????? ), verður  2932 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 4    ( staðgr. 2.578.202, landnr. ?????? ), verður  3665 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 6    ( staðgr. 2.578.203, landnr. ?????? ), verður  1845 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 10  ( staðgr. 2.578.204, landnr. ?????? ), verður  1835 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 12  ( staðgr. 2.578.401, landnr. ?????? ), verður  1706 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 14  ( staðgr. 2.578.402, landnr. ?????? ), verður      35 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 8    ( staðgr. 2.578.403, landnr. ?????? ), verður  1788 m².   

Ný lóð Bæjarflöt 19 ( staðgr. 2.578.404, landnr. ?????? ), verður  7911 m².    

Allar nýju lóðinar koma úr óútvísuðu landi ( landnr 221447 ) .

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

68. Gylfaflöt 2-4  (02.578.301) 222068 Mál nr. BN051726

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á í fyrsta lagi að fella niður nokkrar lóðir og sameina þær borgarlandinu og í öðru lagi að samþykkja nýjar lóðir og útvega þeim landnúmer, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 13. 06. 2016.

Lóðin Gylfaflöt 2-4 ( Staðgr. 2578301, landnr. 222068 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 6-8 ( Staðgr. 2578302, landnr. 222069 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 10-12 ( Staðgr. 2578501, landnr. 222070 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 14 ( Staðgr. 2578502, landnr. 222071 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Ný lóð Gylfaflöt 2    ( staðgr. 2.578.201, landnr. ?????? ), verður  2932 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 4    ( staðgr. 2.578.202, landnr. ?????? ), verður  3665 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 6    ( staðgr. 2.578.203, landnr. ?????? ), verður  1845 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 10  ( staðgr. 2.578.204, landnr. ?????? ), verður  1835 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 12  ( staðgr. 2.578.401, landnr. ?????? ), verður  1706 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 14  ( staðgr. 2.578.402, landnr. ?????? ), verður      35 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 8    ( staðgr. 2.578.403, landnr. ?????? ), verður  1788 m².   

Ný lóð Bæjarflöt 19 ( staðgr. 2.578.404, landnr. ?????? ), verður  7911 m².    

Allar nýju lóðinar koma úr óútvísuðu landi ( landnr 221447 ) .

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

69. Gylfaflöt 6-8  (02.578.302) 222069 Mál nr. BN051727

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á í fyrsta lagi að fella niður nokkrar lóðir og sameina þær borgarlandinu og í öðru lagi að samþykkja nýjar lóðir og útvega þeim landnúmer, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 13. 06. 2016.

Lóðin Gylfaflöt 2-4 ( Staðgr. 2578301, landnr. 222068 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 6-8 ( Staðgr. 2578302, landnr. 222069 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 10-12 ( Staðgr. 2578501, landnr. 222070 ) er talin í skrám 6720  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Lóðin Gylfaflöt 14 ( Staðgr. 2578502, landnr. 222071 ) er talin í skrám 4972  m², lóðin verður 0 m² og verður fellt úr skrám og hverfur undir óútvísað land ( landnr 221447 )

Ný lóð Gylfaflöt 2    ( staðgr. 2.578.201, landnr. ?????? ), verður  2932 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 4    ( staðgr. 2.578.202, landnr. ?????? ), verður  3665 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 6    ( staðgr. 2.578.203, landnr. ?????? ), verður  1845 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 10  ( staðgr. 2.578.204, landnr. ?????? ), verður  1835 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 12  ( staðgr. 2.578.401, landnr. ?????? ), verður  1706 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 14  ( staðgr. 2.578.402, landnr. ?????? ), verður      35 m².   

Ný lóð Gylfaflöt 8    ( staðgr. 2.578.403, landnr. ?????? ), verður  1788 m².   

Ný lóð Bæjarflöt 19 ( staðgr. 2.578.404, landnr. ?????? ), verður  7911 m².    

Allar nýju lóðinar koma úr óútvísuðu landi ( landnr 221447 ) .

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

70. Grettisgata 16  (01.182.110) 101826 Mál nr. BN051719

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi vinnustofu íbúðar á 3. hæð sem sjálfstæða íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

71. Jaðarleiti   Mál nr. BN051718

Litluvellir ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að byggja 71 íbúð í þremur fjölbýlishúsum á sameiginlegum bílakjallara með 44 stæðum á reit C við Jaðarleiti.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

72. Jónsgeisli 91  (04.113.306) 189863 Mál nr. BN051706

64 gráður Reykjavík ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að nýjan glugga og gönguhurðir út frá rýmum 0101 og 0102 og koma fyrir verönd með gönguhurð og koma hringstiga ásamt stigapalli innahús sem útgöngu leið á nýja verönd á suðurhlið hússins á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

73. Óðinsgata 19  (01.184.516) 102121 Mál nr. BN051713

Jóhannes Helgason, Óðinsgata 19, 101 Reykjavík

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, Skálaheiði 9, 200 Kópavogur

Spurt er um byggingarleyfi á lóð nr.m 19 við Óðinsgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

74. Síðumúli 2  (01.292.305) 103802 Mál nr. BN051606

Ferðaþjónusta bænda hf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð og þaksvalir ofaná verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 2 við Síðumúla.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2012

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2016.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2016.

75. Skeggjagata 5  (01.243.511) 103153 Mál nr. BN051696

Barak ehf., Grundartanga 25, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort innrétta megi íbúð og lækka jarðveg fyrir framan hana í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.

Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 9.9. 2016, fyrirspurn BN051468, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.8. 2016, bréf fyrirspyrjanda dags. 19.9. 2016

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2016.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:15

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir