Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 161

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 14. september kl. 9:07, var haldinn 161. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir, Stefanía Sverrisdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráðs, kosning fulltrúa   Mál nr. US160222

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 6. september 2016 um að Stefanía Ingibjörg Sverrisdóttir taki sæti í stað Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í umhverfis- og skipulagsráði.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

2. Almenningssalerni í Reykjavík, skýrsla starfshóps (USK2014050008)   Mál nr. US160066

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og eigna, dags. 18. ágúst 2016, ásamt skýrslu starfshóps, dags. í júlí 2016, um  almenningssalerni í Reykjavík, stefnu og tillögur. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. september 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 1. september 2016 um að vísa skýrslunni og tillögum starfshópsins til frekari meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Ráðinu er m.a. falið að skoða skipulagslega þætti tillaganna, fjármögnun og forgangsröðun, sérstaklega með tilliti til tekjustofna vegna aukins álags vegna ferðamanna.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir bókar:

„Framsókn og flugvallarvinir telja mikilvægt að hugað verði sérstaklega að möguleikum á því að almenningssalerni verði einkarekin og sjálfhreinsandi eins og kostur er, enda ljóst að stofnkostnaður yrði borginni mjög dýr.  Við teljum eðlilegt að greitt sé fyrir þessa þjónustu sem notkun á almenningssalernum er og nauðsynlegt er í áframhaldandi vinnu að skoða tekjumöguleika í tengslum við rekstur sjálfbærra almenningssalerna.  En við viljum hreina borg og vera fyrirmynd í þjónstu við borgara okkar og þá sem okkur heimsækja og því mikilvægt að taka tillit til þess sem fram kemur í skýrslunni að allar kröfur um hreinlæti, aðgengi og gæði séu virt í hvívetna þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málum.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að áfram verði unnið að fjölgun einkarekinna salerna í Reykjavík og að skipulagslegir þættir tillagnanna um almenningssalerni, fjármögnun og forgangsröðun verði vaktaðir stöðugt af umhverfis- og skipulagsráði með það að markmiði að halda kostnaði borgarinnar í lágmarki, auka þjónustu við gesti borgarinnar en passa upp á að sú þjónusta verði ekki of aðgangshörð gagnvart borgarlandinu sem verður að passa upp á að fái ekki ásýnd tjaldstæðis.„

3. Fossvogur - Stjörnugróf, Hörgsland og Ósland, gangstéttar (USK2016090011)   Mál nr. US160218

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 5. september 2016, þar sem lagt er til að gangstéttar verði beggja vegna við Stjörnugróf, Hörgsland og Ósland og framkvæmd þeirra verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar

Samþykkt.

Vísað til fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs.

Stefán Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lækjartorg - Austurstræti, bann við almennri umferð bifreiða (2016090013)   Mál nr. US160219

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. september 2016, þar sem lagt er til að allur akstur verði bannaður um Lækjartorg og Austurstræti frá Lækjargötu að Pósthússtræti. Heimiluð verði umferð vegna vörulosunar frá kl. 7 til 11 virka daga. Jafnframt verði svæðið skilgreint sem göngugata.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Stefán Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  9. september 2016.

6. Aðalskipulag Reykjavíkur, 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breyting á aðalskipulagi  (01.7) Mál nr. SN160536

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar. Í tillögunni felst breytt landnotkun, fjölgun íbúða og stækkun á reit nr. 15, Öskjuhlíð-HR. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. ágúst 2016, vegna umsagnar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 9. ágúst 2016 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 16. ágúst 2016.

Kynnt.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi  (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík  og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðabyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf, dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016.

Kynnt.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), deiliskipulag  (01.849) Mál nr. SN150641

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum, dags. 28. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2015. Jafnframt er lögð fram bókun hverfisráðs Háaleitis- og Bústaða frá 18. janúar 2016 og bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. janúar 2016.

Kynnt drög að tillögu Krads Arkitekta, dags. 8. ágúst  2016 að deiliskipulagi svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum.

Kynnt.

Fulltrúar Krads Arkitekta Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson kynna.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi  (01.173) Mál nr. SN160461

Hverfi ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík

Gunnlaugur Jónasson, Hrauntunga 85, 200 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hverfis ehf. dags. 5. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að rífa bakhús og í stað þess verði gert ráð fyrir fjögurra hæða húsi á baklóð ásamt leyfi til að hafa hótel eða gistiheimili á lóðinni, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 5. desember 2013.  Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arnar Þór Stefánsson frá LEX lögmannsofu f.h. Vesturgarðs ehf., dags. 15. ágúst 2016 og Edda Björk Ármannsdóttir , Ingólfur Finnbogason og Kristján Pétur Sæmundsson f.h. húsfélagsins við Hverfisgötu 82, dags. 15. ágúst 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12.  september 2016.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi  (01.513.3) Mál nr. SN150467

Jón Valgeir Björnsson, Bárugata 37, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda auk lóða Fjörugranda og sléttar tölur Boðagranda. Í breytingunni felst niðurrif núverandi iðnaðarhúsnæðis og uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóð Keilugranda 1, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 19. maí 2016. Einnig er lagður fram skýringar- og skuggavarpsuppdr., dags. 19. maí 2016, snið, dags. 19. maí 2016 og greinargerð og skilmálar, dags. 19 maí 2016. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar um hljóðvist, dags. 6. maí 2016, húsaskrá og varðveislumat Borgarsögusafns Íslands, dags. 19. maí 2016 og hjóðvistarskýrsla Trivium Ráðgjafar, 20. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 14. júní 2016 til og með 26. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: f.h. Lóðasamtaka Monika Karlsdóttir og Edda Benediktsdóttir, dags. 2. júlí 2016,  Gylfi Gunnarsson og Magdalena S. Ingimundardóttir f.h. húsfélagsins að Boðagranda 2, dags. 21. júlí 2016, Ása Þórðardóttir, Eiríkur Sigurgeirsson, Magnús Guðmundsson og Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, dags. 22. júlí 2016, Ástríður Jóhannesdóttir og Alexander Richter, dags. 24. júlí 2016 og stjórnarmenn í húsfélagi Keilugranda 8 Lára G. Jónasdóttir, Halla G. Jónsdóttir og Kristín A. Sigurgeirsdóttir f.h. eigenda og íbúa 13 íbúða að Keilugranda 8, dags. 26. júlí 2016 og Húsfélagið Keilugranda 6, dags. 27. júlí 2016. Erindið lagt fram að nýju þar sem láðist að skráð inn athugasemd f.h. Lóðasamtaka dags. 2. júlí 2016.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2016. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2016 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar.

Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir situr hjá við afgreiðsluna og bókar:” Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðsluna þar sem við teljum mikilvægt og algerlega nauðsynlegt hefði verið að gera ráð fyrir litlum verslunum og þjónusturýmum að hluta til á jarðhæð húsanna, til að auka möguleika á fjölbreyttri þjónustu við þann aukna fjölda íbúa sem stefnt er að með þéttingu byggðar á svæðinu. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 gerir beinlínis ráð fyrir því skv. markmiði sínu en þar segir “Hún (hjólastefnan) skal vera þannig úr garði gerð að hún hvetji borgarbúa til að sinna erindum sínum á reiðhjólum. Mikilvægt er því fyrir meirihlutann að horfa til allra þeirra áætlana sem þeir hafa samþykkt við skipulagsgerð. Gert er ráð fyrir fólksfjöldaaukingu um allt að 5500 manns á næstu arum á svæðinu. Skammsýni við skipulagsgerð meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata virðist hér ráða för.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi  (02.576) Mál nr. SN160644

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðunum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., mótt. 6. júlí 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 891 frá 13. september 2016.

(C) Fyrirspurnir

13. Stekkjarbakki Þ73, (fsp) uppbygging á opnu svæði  (04.6) Mál nr. SN160473

Spor í sandinn ehf, Grund, 311 Borgarnes

Hjördís Sigurðardóttir, Selvað 1, 110 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Spors í sandinn ehf., mótt. 10. júní 2016, varðandi uppbyggingu norðan Stekkjarbakka á svæði Elliðaárdals. Einnig er lögð fram tillaga að lóð undir BioDome Reykjavík, dags. 21. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Breiðholts, dags. 22. ágúst 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september samþykkt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Norðurbrún 2, (fsp) ofanábygging  (01.352.5) Mál nr. SN160654

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 30. ágúst 2016, um að byggja ofan á núverandi hús á lóð nr. 2 við Norðurbrún, samkvæmt tillögu THG arkitekta ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Freys Frostasonar arkitekts hjá THG arkitektum ehf., dags. 30. ágúst 2016.

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

15. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lögð fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í Júlí 2016.

16. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)   Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í ágúst 2016.

17. Þórsgata 1 og Lokastígur 2, málskot  (01.181.1) Mál nr. SN160601

Juris eignarhaldsfélag hf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Sindra M. Stephensen frá Juris eignarhaldsfélagi f.h. Fasteignafélagsins Óðinsvé ehf. og Vífils Harðarsonar, dags. 8. ágúst 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 varðandi stækkun á tengibyggingu milli fasteigna á lóðunum nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg. Einnig er lögð umsögn skipulagsfulltrúa 2. september 2016

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2016 er fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 staðfest.

Halldóra s Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Álfsnes, Björgun - lóðarmál  (36.2) Mál nr. SN160656

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2016, þar sem bréfi Björgunar ehf., dags. 8. júní 2016, um möguleika þess að Björgun ehf. fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesi er vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til umfjöllunar.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Vistvangur höfuðborgarsvæðisins, ósk um þátttöku Reykjavíkurborgar (USK2016090016)   Mál nr. US160225

Lagt fram bréf samtaka Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, dags. 8. september 2016, þar sem óskað er eftir þátttöku Reykjavíkurborgar í vistvangi Höfuðborgarsvæðisins sem staðsett er í landi Hafnafjarðar suður í Krýsuvík.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.

20. Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina, hversu margar breytingar á aðalskipulagi í Reykjavík   Mál nr. US160220

Á fundi umhverfis - og skipulagsráðs 7. september 2016 óskaði fulltrúi Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um a) hversu margar breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar á þessu kjörtímabili eða frá 16. júní 2014, b) hversu margar formlegar athugasemdir hafa borist við þessar aðalskipulagsbreytingar, bæði í heild og síðan sundurliðaðar eftir hverju breytingartillögu fyrir sig og c) hvað hefur verið tekið tillit til margra athugasemda sem hafa borist?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, deildarstjóra aðalskipulags.

21. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Reykjavíkurflugvöllur   Mál nr. US160221

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs 7. september 2016 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur:

"Nú eru ákveðin tímamót varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar þar sem innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum við borgarstjóra um framtíð flugvallarins og fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi framtíð hans. Um er að ræða eitt stærsta skipulagsmál borgarinnar sem hefur verið keyrt í gegn í mikilli andstöðu við vilja borgarbúa og landsmanna. Með það í huga og þeirri staðreynd að enn er hægt að endurskoða fyrri ákvarðanir sem hafa leitt til lokunar neyðarbrautarinnar er lagt til að uppbyggingin á Hlíðarendasvæðinu verði endurskoðuð í samráði við lóðarhafa þannig að uppbyggingin þar komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný."

Tillagan felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Stefanía Sverrisdóttir sitja hjá við afgreiðsluna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að málefni Reykjavíkurflugvallar og þar með talin braut 06/24 er á borði innanríkisráðherra sem þarf að taka ákvarðanir sem tryggja sem best flugöryggi í almennu farþegaflugi og sjúkraflugi.”

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:

“Það er stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn í Vatnsmýri leggist af og fjölbreytt byggð rísi á svæðinu og á nærsvæðum þess. Sú stefna hefur legið fyrir í skipulagsáætlunum á öllum stigum lengi og er lykilþáttur í þróun þéttara, félagslega fjölbreyttara og sjálfbærara borgarsamfélags. Áður hefur komið fram að tillaga um lokun NA-SV flugbrautar hafi fyrst verið sett fram af samgönguráðherra 1990. Hún var byggð á hættumati nefndar á vegum ráðuneytisins sem taldi mesta hættu af frekari flugslysum í Reykjavík stafa af umræddri braut og var um þetta full samstaða þá. Síðan þá hefur lokun NA-SV flugbrautarinnar verið markmið í allri stefnumörkun um flugvöllinn: í aðalskipulagi (markmið frá 1990 en felld út með sérstakri breytingu 2007), í deiliskipulagi frá 1999 og öllum sameiginlegum yfirlýsingum borgarinnar og ríkisins. Lokun NA-SV flugbrautarinnar er því ekki stefnubreyting heldur er verið að framfylgja þeirri stefnu sem hefur verið í gildi undanfarinn aldarfjórðung og rúmlega það.

22. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, bílhræ   Mál nr. US160151

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. maí 2016 var lögð fram eftirfarandi tillaga  fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úrsérgengin bílhræ öllu umhverfinu til ama.

Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt þar sem segir að: "Heimilt er að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum. Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins."

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til meðferðar hjá skrifstofu sviðsstjóra.

23. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, göngubrú yfir Miklubraut R15110171 (USK2015110029)   Mál nr. US160223

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. nóvember 2015, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 17. nóvember 2015, um að vísa eftirfarandi tillögu til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarstjórn samþykkir að gripið verði til aðgerða í því skyni að tryggja börnum og ungmennum örugga göngu- og hjólaleið yfir Miklubraut á kaflanum milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að kanna tiltæka kosti varðandi uppsetningu göngubrúar á svæðinu og undirgöng hins vegar og meta æskilega staðsetningu slíkra mannvirkja með tilliti til gönguleiða og gönguflæðis barna og ungmenna yfir Miklubraut. Sviðinu er jafnframt falið að taka upp viðræður við Vegagerð ríkisins um þátttöku í verkefninu þar sem um er að ræða stofnbraut í þéttbýli."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

24. Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag  (34.2) Mál nr. SN150253

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 30. ágúst 2016, þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar vegna deiliskipulags athafnasvæðis á Esjumelum á Kjalarnesi í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016 ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 7. september 2016.

Samþykkt með vísan til svarbréfs skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Kjalarnes, Sætún, kæra 64/2016, umsögn  (33.6) Mál nr. SN160494

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi landsspildunnar að Sætúni I í Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. september 2016.

26. Laugavegur 58, kæra 108/2016, umsögn  (01.173.1) Mál nr. SN160618

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. ágúst 2016, ásamt kæru þar sem kærð er synjun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 31. ágúst 2016.

27. Ártúnsholt, Reykjaæð, kæra 71/2016, umsögn, úrskurður  (04.2) Mál nr. SN160516

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun Reykjaæða við Ártúnsholt. Krafa er gerð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. júlí 2016. Ennfremur lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. september 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.

28. Starmýri 2C, kæra 127/2014, umsögn, úrskurður  (01.283.0) Mál nr. SN150071

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. desember 2014 ásamt kæru þar sem kært er leyfi á breytingu atvinnuhúsnæðis í gistiheimili, á fyrstu hæð húss nr 2c við lóð nr 2 við Starmýri. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. febrúar 2015. Ennfremur lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. september 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.

29. Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, breyting á deiliskipulagi  (01.794.6) Mál nr. SN160596

Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Neðan  Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 38, 40, 42 og 44 við Lautarveg.

30. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi  (01.63) Mál nr. SN160136

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða, Háskóla Íslands.

31. Kjalarnes, Brautarholt 5, breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN160279

Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík

Brúnegg ehf, Brautarholti 4, 116 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á skilmálum deiliskipulags Brautarholts á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 5 við Brautarholt.

32. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi  (02.456.1) Mál nr. SN160535

Jakob Emil Líndal, Huldubraut 34, 200 Kópavogur

Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 1 við Fossaleyni.

33. Tryggvagata 14, breyting á deiliskipulagi  (01.132.1) Mál nr. SN160179

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á skilmálum deiliskipulags Naustareits vegna lóðarinnar að Tryggvagötu 14.

34. Laugavegur 73 og Hverfisgata 92, breyting á deiliskipulagi  (01.174.0) Mál nr. SN160560

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg  og 92-96 við Hverfisgötu.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:40

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir  Sverrir Bollarson

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Hildur Sverrisdóttir Stefanía Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 13. september kl. 10:00 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 891. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Eva Geirsdóttir og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritarar voru Harri Ormarsson og Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 4  (01.136.501) 100591 Mál nr. BN051594

Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, en á þeim eru samandregnar þegar samþykktar breytingar og sýndar í heild fyrir allar hæðir, skurði og útlit sambyggðra húsa á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 4 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 6  (01.136.502) 100592 Mál nr. BN051595

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, en á þeim eru samandregnar þegar samþykktar breytingar og sýndar í heild fyrir allar hæðir, skurði og útlit sambyggðra húsa á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 6 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Aðalstræti 8  (01.136.503) 100593 Mál nr. BN051596

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, en á þeim eru samandregnar þegar samþykktar breytingar og sýndar í heild fyrir allar hæðir, skurði og útlit sambyggðra húsa á lóðum nr. 4, 6 og 8 vegna lokaúttektar, þessi umsókn á við um hús á lóð nr. 8 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

4. Ármúli 17  (01.264.004) 103527 Mál nr. BN051513

MAL ehf., Nökkvavogi 26, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð  í gistiheimili í fl. II, teg. B í húsinu á lóð nr. 17 við Ármúla.

Greinargerð brunahönnuðar dags. 9. ágúst 2016 og samþykki meðeigenda á teikningum ódagsett fylgja erindi.

Einnig bréf frá hönnuði þar sem óskað er undanþágu vegna aðgengis dags. 23. ágúst 2016 og umsögn burðarvirkshönnuðar vegna skyggnis  dags. 24. ágúst 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bakkastaðir 45  (02.421.103) 178891 Mál nr. BN051467

Ingólfur Geir Gissurarson, Vesturhús 18, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050852 þannig að lækkað er bílskúrsgólf um 60 sm og inngangur verði inn í þvottaherbergi en ekki inn í anddyri hússins á lóð nr. 45 við Bakkastaði.

Stækkun er 36,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Baldursgata 25B  (01.184.505) 102110 Mál nr. BN050484

Sigvaldi Jónsson, Baldursgata 25b, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0102 í húsi á lóð nr. 25B við Baldursgötu.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. maí 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Baldursgata 7A  (01.184.443) 102103 Mál nr. BN051186

Margrét Harðardóttir, Sóleyjarimi 59, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið, breyta innra skipulagi og innrétta tvær íbúðir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7A við Baldursgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 4. ágúst til og með 1. september 2016. Engar athugasemdir bárust.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn sama efnis , BN05062 dags. 22. mars 2016 og samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bergstaðastræti 37  (01.184.407) 102068 Mál nr. BN051287

Hótel Holt Hausti ehf., Stigahlíð 80, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum brunahönnun á Hótel Holti á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 26.08.2016 um mörk umsóknar og einnig Brunahönnunarskýrsla, unnin af Gunnari H. Kristjánssyni, dagsett 14.06.2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Bergstaðastræti 65  (01.196.311) 102678 Mál nr. BN051608

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 65 við Bergstaðastræti.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt og bréf þar sem samþykki eigenda íbúðar 0101 er dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

10. Breiðagerði 4  (01.816.002) 108070 Mál nr. BN050798

Hugrún Stefánsdóttir, Breiðagerði 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum, breyta stofuglugga, gera útgang í garð úr bílskúr og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Breiðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2016.

Stækkun:  65,3 ferm., 157,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Bræðraborgarstígur 23  (01.137.003) 100635 Mál nr. BN050542

Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg.

Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Irma Erlingsdóttir og Geir Svansson, dags. 30. júní 2016 og 20. júlí 2016.   Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.

Stærðir: Núverandi skúr: 17,25 ferm., 98,6 rúmm. Stækkun:14,3 ferm., 62,4 rúmm. Eftir stækkun: 31,5 ferm., 98,6 rúmm.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Dugguvogur 2  (01.452.001) 105605 Mál nr. BN051568

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli rýma 0109 og 0112 í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Bréf frá hönnuði dags. 23. ágúst 2016

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Efstaleiti 1  (01.745.401) 107438 Mál nr. BN051644

Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi tímabundið til árs fyrir vinnuskúr vegna gatna- og veituframkvæmda, en gert er ráð fyrir að sótt verði um byggingarleyfi og þar með stöðuleyfi fyrir vinnuaðstöðu þegar teikningar liggja fyrir í september á RÚV-reitnum á lóð nr. 1 við Efstaleiti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

14. Fífusel 25-41  (04.970.403) 113154 Mál nr. BN051586

Fífusel 39,húsfélag, Fífuseli 39, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með litaðri sléttri álklæðningu sem fest er á málmgrind á útvegg og einangrað með 100 mm  steinull á norður-, suður-  og vesturhlið húss nr. 39 á lóð nr. 25 - 41 við Fífusel.

Fundargerð frá húsfundi sem var haldinn 25. ágúst 2016 fylgir þar sem fimm af sjö eigendum skrifa undir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Frakkastígur 8  (01.172.109) 101446 Mál nr. BN051564

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN048776, breytt hefur verið fyrirkomulagi á herbergjum og língeymslur færðar, í gististað í mhl. 04 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Gjald kr. 10.800

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Garðsendi 13  (01.824.306) 108418 Mál nr. BN050974

Alexander Dungal, Garðsendi 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja utanáliggjandi stigahús á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Garðsenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016.

Tillagan var grenndarkynnt frá 9. september til og með 7. október 2016 en þar sem samþykkt hagsmunaaðila liggur fyrir er erindið nú lagt fram að nýju.

Stækkun:  5,3 ferm., 22,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Grettisgata 20A  (01.182.114) 101830 Mál nr. BN051103

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000, samþykki meðeiganda dags. 17. ágúst 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Stækkun:  2,31 ferm., 11,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grettisgata 20B  (01.182.115) 101831 Mál nr. BN051104

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og sameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Stækkun:  1,05 ferm., 6,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grettisgata 54B  (01.190.110) 102385 Mál nr. BN050495

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, innrétta tvær íbúðir, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. ágúst 2016 og

útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2016.Stækkun:  87,3 ferm.

Stærð A-rými:  154,4 ferm., 443,9 rúmm.

B-rými:  2,9 ferm.

Samtals eftir stækkun:  157,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Grjótháls 7-11  (04.304.001) 111019 Mál nr. BN051569

Kolefni ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi mth. 03 þannig að geymslur á 3. og 4. hæð breytast í búningsherbergi  og  koma fyrir millipalli sem er hluti af hillukerfi og er ekki hluti af burðarkerfi hússins á lóð nr. 7 til 11 við Gjótháls.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fyrir útgáfu á byggingarleyfi skal þinglýst yfirlýsingu þess efnis að samþykktin gildi fyrir núverandi notkun hússins sem geymsluhúsnæði. Verði núverandi notkun breytt ber að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun sem verði innan marka ákvæða deiliskipulags um nýtingarhlutfall.

21. Gylfaflöt 24-30  (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426

Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær

SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103  í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hafnarstræti 17  (01.118.502) 100098 Mál nr. BN051646

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048060 sem felst í breytingu á innra fyrirkomulagi í spa í kjallara ásamt klæðningu á flóttastiga utanhúss í hóteli á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Útgáfa 4.03 af brunahönnunarskýrslu fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hafnarstræti 19  (01.118.503) 100099 Mál nr. BN051647

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048059 sem felst í því að bæta við öryggissvæði fyrir hjólastóla í og við stigahús í hóteli á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Útgáfa 4.03 af brunahönnunarskýrslu fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Heiðargerði 11  (01.801.006) 107604 Mál nr. BN051633

Hornsteinn byggingafélag ehf., Heiðargerði 27, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á endaraðhúsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði.

Stækkun: A-rými x fer., x rúmm. C-rými x ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 61  (01.152.515) 101087 Mál nr. BN051209

Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi BN044976, sem felst í því að aðlaga hús að breyttu lóðarblaði og breyta svölum út að Frakkastíg  á þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

26. Höfðabakki 9  (04.075.001) 110681 Mál nr. BN051560

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta inna fyrirkomulagi í mhl. 07 á 7 hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka .

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Kistumelur 22  (34.533.101) 206630 Mál nr. BN051641

Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í iðnaðarhúsi á lóð nr. 22 við Kistumel.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laufásvegur 7  (01.183.104) 101926 Mál nr. BN051603

Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólpall á NV lóðarmörkum í stað bílastæðis, ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Laufásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugarásvegur 7  (01.380.107) 104732 Mál nr. BN045913

Ragnheiður Helga Reynisdóttir, Laugarásvegur 7, 104 Reykjavík

Ingvi Rafn Hafþórsson, Laugarásvegur 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera hurð úr stofu  íbúðar 0001 á vesturhlið húss á lóð nr. 17 við Laugarásveg.

Samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt og umsögn burðarvirkishönnuðar ódagsett fylgja erindi.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Laugarnesvegur 96-102  (01.343.002) 103986 Mál nr. BN051515

Róbert Gíslason, Kópavogsbraut 88, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að víxla svefnherbergi og eldhúsi í íbúð 0402 í húsi nr. 102 á lóð nr. 96-102 við Laugarnesveg.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Laugavegur 28  (01.172.206) 101461 Mál nr. BN051572

BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, færa starfsmannaaðstöðu yfir í Laugaveg 28D og stækka eldhús sem því nemur í kjallara hótels, sjá erindi BN050215 á lóð nr. 28 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugavegur 28D  (01.172.209) 101464 Mál nr. BN051573

Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarrými í kjallara í starfsmannaaðstöðu sem þjóna mun starfsmönnum hótels sem sýnt er á meðfylgjandi teikningum og er á lóð nr. 28 við Laugaveg, starfsmannaaðstaðan er í húsi á lóð nr. 28D við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Melavellir  (00.013.002) 125655 Mál nr. BN051650

Brimgarðar ehf, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þakklæðningu úr steinullarsamlokueiningum í PIR samlokueiningar í byggingu yfir kjúklingaeldishúsi með landnúmer 125655, mhl. 09, sjá erindi BN050345 á lóð á Melavöllum á Kjalarnesi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

34. Njörvasund 6  (01.411.503) 105029 Mál nr. BN051638

Þorsteinn Viðarsson, Njörvasund 6, 104 Reykjavík

Sótt  er um samþykki fyrir breytingum á erindi BN044179 v/lokaúttektar, hætt er við setlaug og skýli á lóð einbýlishúss á lóð nr. 6 við Njörvasund.

Gjöld kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Óðinsgata 8B  (01.180.307) 101718 Mál nr. BN051470

Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu út frá kjallara á vesturhlið og koma fyrir þaksvölum ofan á þær, fækka séreignum úr þremur í tvær auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðri verslun í kjallara húss á lóð nr. 8B við Óðinsgötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. júlí 2016 fylgir erindi.

Stækkun sólstofu er: 15,1 ferm., og 40,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

36. Prestbakki 21  (04.608.102) 111750 Mál nr. BN051402

Elfa Þorgrímsdóttir, Prestbakki 21, 109 Reykjavík

Björn Blöndal, Prestbakki 21, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum sólpalli og skjólveggjum á lóðamörkum ásamt lokun á rými undir svölum, sólskála, við endaraðhús á lóð nr. 21 Prestbakka.

Stækkun: B-rými 28,5 ferm., 66,82 rúmm. Samþykkt húsfundar dags. 23.6.2016 og samþykki meðeigenda nr. 19 dags. 30.6.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

37. Reykás 39-43  (04.383.601) 111493 Mál nr. BN049460

Ólafur Helgi Guðgeirsson, Seilugrandi 5, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að opnað er úr rými 0302 upp í þakrými 0401 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 41 við Reykás.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Sigtún 38  (01.366.001) 104706 Mál nr. BN051607

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN051001 þar sem fallið er frá glerlyftu í miðrými og lyfta sem fyrir er stækkuð, ásamt lyftuhúsi á þaki, auk breytinga á niðurteknu lofti á 4. hæð í hóteli á lóð nr. 38 við Sigtún.

Stækkun A-rými 0 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skipholt 50C  (01.254.101) 103467 Mál nr. BN051421

Ballettskóli Eddu Scheving slf., Vatnsholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta 3. hæð úr skrifstofuhúsnæði í ballettskóla og eru helstu breytingar að fjarlægðir eru léttir veggir, útbúnir tveir salir, búningherbergi og sturta í húsinu á lóð nr. 50 C við Skipholt .

Bréf frá hönnuði um svar við ath. SHS dags. 28.ágúst 2015 fylgir.

Erindinu fylgir fyrirspurn BN051368

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Smiðjustígur 10  (01.151.510) 101015 Mál nr. BN051634

Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á búðarhúsi sem er ein hæð og niðurgrafin jarðhæð á lóð nr. 10 við Smiðjustíg.

Stærð 273,6 ferm., 766,0 rúmm.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31.08.2016.

Sjá BN051511 um byggingaráform.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sogavegur 220  (01.837.003) 108641 Mál nr. BN051479

Páll Ingólfur Arnarson, Hverafold 92, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar svalir á vesturhlið,  undir þeim kemur geymslurými með staðsteyptum veggjum en opið í norðaustur og til að breyta glugga í hurð á húsi á lóð nr. 220 við Sogaveg.

Samþykki meðeiganda og eiganda Sogavegar 218 fylgja erindi.

Stærð geymslu, B-rými: 18,9 ferm., og 37,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Stóragerði 11A  (01.804.101) 107732 Mál nr. BN051635

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi salernisaðstöðu þannig að komið er fyrir aðgengi fyrir alla í húsi Háaleitisskóla á lóð nr. 11A við Stóragerði.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

43. Suðurhólar 10  (04.663.001) 112060 Mál nr. BN051639

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta útidyrahurð þannig að sett er ný hurð með sjálfvirkum hurðaopnara, breyta salerni þannig að það uppfyllir kröfu um algilda hönnun, ræstiaðstaða er í læstum skáp inni á salerninu og komið fyrir skábraut frá sal og upp á svið í Hólabrekkuskóla á lóð nr. 10 við Suðurhóla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Suðurlandsbraut 16  (01.263.102) 103523 Mál nr. BN051316

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um  leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum til að hýsa skrifstofu og verslun fjarskiptafyrirtækis í húsinu nr. 13A við Ármúla á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.

Bréf frá umsækjanda um eignarhald dags. 4. ágúst 2016 fylgir.

Bréf frá hönnuði dags. 21. júní 2016

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

45. Súðarvogur 2E-2F  (01.450.201) 105597 Mál nr. BN051452

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og uppfæra eldvarnir, ásamt því að breyta fyrirkomulagi á lóð og nýta hana sem geymslusvæði fyrir sýru, gas og klór við atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2E og 2F við Súðarvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Unnarstígur 2  (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051565

Haraldur Ingi Þorleifsson, Bandaríkin, Unnarstígur ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við, endurgera útveggi, hækka þak að hluta og breyta innra skipulagi, lóð og útliti einbýlishúss sem er mhl. 02 á lóð nr. 2A við Unnarstíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. desember 2015.

Stækkun:  9,2 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Varmahlíð 1  (01.762.501) 107476 Mál nr. BN051637

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja milligólf í einn hitaveitutankinn, brúartengi í miðrými og uppfæra flóttaleiðir með tilliti til breyttrar notkunar í Perlunni á lóð nr. 1 við Vörmuhlíð.

Meðfylgjandi er samþykki Reykjavíkurborgar, brunahönnun dags. ágúst 2016.

Stærðir, stækkun: xx ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Vitastígur 18  (01.190.214) 102417 Mál nr. BN051480

Kristján Ingi Sveinsson, Ástralía, Kathleen Chue-Ling Cheong, Ástralía, Sótt er um heimild til að rífa það hús sem nú stendur á lóðinni og endurnota byggingarefni þess við endurbyggingu í samræmi við þegar samþykkt erindi BN049168 dags. 19.5. 2015 fyrir hús á lóð nr. 18 við Vitastíg.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 7.9. 2016.

Stærðir niðurrif:  77,7 ferm., 189 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

49. Í Úlfarsfellslandi 125475  (97.001.020) 125475 Mál nr. BN051654

Jón Birgir Kjartansson, Kríuás 17a, 221 Hafnarfjörður

Óskað er eftir að heitið Hálsakot verði formlega staðfest á eign mína, í staðin fyrir ""Í Úlfarsfellslandi 125475"

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Sólheimar 42  (01.435.203) 105320 Mál nr. BN051667

Leiðrétt bókun erindis BN050988 frá afgreiðslufundi 30. ágúst 2016

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í rými 0001 á jarðhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Sólheima.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

51. Efstasund 67  (01.410.112) 104995 Mál nr. BN051300

Ragnar Björnsson, Efstasund 67, 104 Reykjavík

Helena Benjamínsdóttir, Efstasund 67, 104 Reykjavík

Spurt er hvort fjarlægja megi stromp og klæða húsið með standandi aluzink bárumálmi, áfellur hvítar og 25 mm einangrun undir klæðningu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016.

Afgreitt

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016.

52. Neshagi 12  (01.542.214) 106391 Mál nr. BN051576

Sindri Gunnarsson, Neshagi 12, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr norðaustan við fjölbýlishús á lóð nr. 12 við Neshaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. september 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2016.

Jákvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. September 2016 og umsagnar og athugasemda á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:35

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Eva Geirsdóttir