Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 7. september kl. 9:15 var haldinn 160. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 26. ágúst 2016.
2. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi (04.772.3) Mál nr. SN160659
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Páls Hjalta Hjaltasonar, mótt. 31. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að breyta landnotkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, skv. uppdráttum Plúserkitekta ehf., dags. 31. ágúst 2016.
Kynnt
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar: „Framsókn og flugvallarvinir þakka áhugaverða kynningu á lóðum við Elliðabraut. Norðlingaholtið er í dag eftirsótt fjölskylduhverfi. Við hvetjum því til þess að það verði skoðað af fullri alvöru að byggingarmagn verði aukið á byggingarreitnum sem hefur verið stækkaður frá því sem var, þó þannig að ásýnd hverfisins haldi sér. Kynningin ber með sér að miklir möguleikar séu til þess. Reykjavíkurborg hefur fjárfest mikið í innviðum hverfsins og tengingu við nærliggjandi hverfi og eru innviðir hverfisins sterkir. Sú staðreynd að skortur er á lóðum og íbúðum í Reykjavík hvetur til þess að þarna verði samþykkt deiliskipulag með fleiri íbúðum og auknu byggingarmagni.
Páll Hjaltason arkitekt og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Aðalskipulag Reykjavíkur, leiðrétting, óveruleg breyting á aðalskipulagi (01.254) Mál nr. SN160653
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, vegna túlkunar og framsetningar á stefnu um íbúðarhúsnæði. Í breytingunni felst skerping á orðalagi í neðanmálsgrein og lagfæring á misræmi sem kemur fram milli korts og töflu á mynd 13, í kaflnum Borgin við Sundin (bls. 32-33) í greinargerð.
Tillaga að óverulegri breytingu samþykkt, sbr. 2. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Framnesvegur 40, 42 og 42a, breyting á deiliskipulagi (01.133.4) Mál nr. SN160539
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær
Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 1. júlí 2016 um breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðanna nr. 40, 42 og 42a við Framnesveg skv. uppdrætti, dags. 30. júní 2016. Breytingin gengur út á aukið byggingarmagn. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 7. janúar 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN150467
Jón Valgeir Björnsson, Bárugata 37, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda auk lóða Fjörugranda og sléttar tölur Boðagranda. Í breytingunni felst niðurrif núverandi iðnaðarhúsnæðis og uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóð Keilugranda 1, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 19. maí 2016. Einnig er lagður fram skýringar- og skuggavarpsuppdr., dags. 19. maí 2016, snið, dags. 19. maí 2016 og greinargerð og skilmálar, dags. 19 maí 2016. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar um hljóðvist, dags. 6. maí 2016, húsaskrá og varðveislumat Borgarsögusafns Íslands, dags. 19. maí 2016 og hljóðvistarskýrsla Trivium Ráðgjafar, 20. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 14. júní 2016 til og með 26. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gylfi Gunnarsson og Magdalena S. Ingimundardóttir f.h. húsfélagsins að Boðagranda 2, dags. 21. júlí 2016, Ása Þórðardóttir, Eiríkur Sigurgeirsson, Magnús Guðmundsson og Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, dags. 22. júlí 2016, Ástríður Jóhannesdóttir og Alexander Richter, dags. 24. júlí 2016 og stjórnarmenn í húsfélagi Keilugranda 8 Lára G. Jónasdóttir, Halla G. Jónsdóttir og Kristín A. Sigurgeirsdóttir f.h. eigenda og íbúa 13 íbúða að Keilugranda 8, dags. 26. júlí 2016 og Húsfélagið Keilugranda 6, dags. 27. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2016 með fjórum atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur fulltrúa Samfylkingarinnar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur,
gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að lóðin Keilugrandi 1 (SÍF reiturinn) verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum. Aðstöðuskortur háir nú þegar íþróttastarfsemi í hverfinu og er því mikilvægt að hún fái aukið athafnarými. Enn skal minnt á að útlit er fyrir mikla þéttingu byggðar í Vesturbænum á næstu árum, sem gæti haft í för með sér að íbúum hverfisins fjölgi um allt að 5.500 manns eða 33%.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sýnir af sér mikið fyrirhyggjuleysi í skipulagsmálum með því að leggja annars vegar mikla áherslu á fjölgun íbúa í Vesturbænum en neita hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að slík fjölgun kallar á umtalsverða uppbyggingu innviða, ekki síst í þágu íþrótta- og grunnskólastarfsemi.
Marg oft hefur verið bent á að ákjósanlegasti kosturinn til að stækka íþróttasvæði KR sé að heimila félaginu afnot af umræddum reit að Keilugranda 1. Með þeirri ákvörðun vinstrimeirihlutans að ráðstafa umræddri lóð undir þétta fjölbýlishúsabyggð er jafnframt komið í veg fyrir að hún geti nýst í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum“
Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttur fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka
„Sú uppbygging sem fyrirhuguð er við Keilugranda 1 veitir fjölbreyttum hóp tækifæri til búsetu í nýju húsnæði í Vesturbænum. Fyrir er á lóðinni vöruskemma sem er umhverfi sínu til lítils sóma. Skólar og leikskólar í nágrenninu geta vel tekið við fjölgun íbúa. Áður hefur verið reynt að ná samkomulagi um uppbyggingu íþróttaaðstöðu á lóðinni en KR hefur gefið þann möguleika frá sér. KR hefur yfirlýsta stefnu um að byggja upp aðstöðu sína innan marka síns svæðis og víðar í hverfinu. Meðal annars verður lýðheilsugarður til almenningsnota settur upp á umræddri lóð. Nýtt íbúðarsvæði á lóðinni verður hverfinu til sóma og eykur gæði umhverfisins“
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðsluna og bókar:” Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðsluna þar sem við teljum mikilvægt og algerlega nauðsynlegt hefði verið að gera ráð fyrir litlum verslunum og þjónusturýmum að hluta til á jarðhæð húsanna, til að auka möguleika á fjölbreyttri þjónustu við þann aukna fjölda íbúa sem stefnt er að með þéttingu byggðar á svæðinu. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 gerir beinlínis ráð fyrir því skv. markmiði sínu en þar segir “Hún (hjólastefnan) skal vera þannig úr garði gerð að hún hvetji borgarbúa til að sinna erindum sínum á reiðhjólum. Mikilvægt er því fyrir meirihlutann að horfa til allra þeirra áætlana sem þeir hafa samþykkt við skipulagsgerð. Gert er ráð fyrir fólksfjöldaaukingu um allt að 5500 manns á næstu árum á svæðinu. Skammsýni við skipulagsgerð meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata virðist hér ráða för.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Mýrargata 26, breyting á deiliskipulagi (01.115.3) Mál nr. SN160613
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Lögð fram umsókn Byggakrar ehf., mótt. 15. ágúst 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 26 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að breyta notkun á eign 0216 úr íbúð í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er óbreytt en íbúðum fækkar úr 68 í 67, samkvæmt tillögu, dags. 11. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi (01.811) Mál nr. SN150500
Oddur Kristján Finnbjarnarson, Nökkvavogur 19, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta ehf., dags. 24. febrúar 2016. Einnig er lögð fram fundargerð frá íbúafundi sem haldin var 31. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til og með 12. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún Sigurðardóttir, dags. 18. júlí 2016 og Þorsteinn Haraldsson, dags. 11. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi (02.576) Mál nr. SN160009
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðunum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 15. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 27. apríl 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lísa María Karlsdóttir f.h. 24 fyrirtækja, dags. 20. apríl 2016, Halldór Kristján, dags. 26. apríl 2016, Veitur ohf. dags. 27. apríl 2016 ásamt minnisblaði, dags. 27. apríl 2016 og Pro Beauty, Lísa María Karlsdóttir, dags. 28. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. ágúst 2016, þar sem auglýst deiliskipulagstillaga fyrir Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17 er afturkölluð.
Erindið dregið til baka samkvæmt bréfi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 26. ágúst 2016.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa þá aðila sem sendu inn athugasemdir á auglýstri tillögu að með bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. ágúst 2016 er boðað að ný tillaga með breyttri staðsetningu byggingarreits verði lögð fram.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 889 frá 30. ágúst 2016 og nr. 890 frá 6. september 2016.
(C) Fyrirspurnir
10. Klapparstígur 10, (fsp) flutningur húss o.fl. (01.151.2) Mál nr. SN160533
Ólafur Theodórs Ólafsson, Klapparstígur 10, 101 Reykjavík
lögð fram fyrirspurn Ólafs Theodórs Ólafssonar, mótt. 30. júní 2016, varðandi flutning á núverandi timburhúsi sem byggt var 1905 ásamt auknu byggingarmagni á lóð nr. 10 við Klapparstíg, skv. uppdrætti Otium, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2016.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2016.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
11. Vinnuskólinn, skýrsla starfshóps Mál nr. US160109
Kynnt skýrsla starfshóps um starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur dags. 6. maí 2016.
Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir bóka: “Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka fyrri afstöðu sína og tillögur bæði í fagráðum og í borgarstjórn og telja brýnt að unnið verði að því að 8. bekkingar fái vinnu við fjölbreytileg störf næsta sumar”.
Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi kl. 13:07
Kristinn Snævar Jónsson tekur sæti á fundinum kl. 13:16
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Kristinn Snævar Jónsson bókar:
“Framsókn og flugvallarvinir telja afar æskilegt að skólabörn í efstu bekkjum grunnskóla Reykjavíkurborgar hafi möguleika til tekjuöflunar með vinnu við skipuleg störf, þar sem allir í þeim hópi hafa ekki aðgang að öðrum störfum. Vinna unglinganna á sumrin getur jafnframt haft visst forvarnarlegt gildi og eflt samfélagslega leikni að því er varðar þátttöku á vinnumarkaði sem starfsmaður og launþegi”.
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri og Magnús A. Sveinbjörnsson skólastjóri vinnuskólans sitja fundinn undir þessum lið.
12. Akstur bifreiða og hópferðabifreiða um miðborgina, stefnumótun og aðgerðaáætlun - skipan starfshóps Mál nr. US160216
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. september 2016, þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur til að útfæra stefnu um akstur bifreiða og hópferðabifreiða um miðborgina og vinna aðgerðaáætlun til 2-5 ára.
Umhverfis- og skipulagsráðs skipar fulltrúa samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildi Sverrisdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarsson í starfshópinn. Með þeim starfi eftirtaldir fulltrúar umhverfis- og skipulagsviðs: Þorsteinn Hermannsson, Hildur Gunnlaugsdóttir og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir.
(D) Ýmis mál
13. Umhverfis- og skipulagssvið, sex mánaða uppgjör Mál nr. US160210
Lögð fram og kynnt greinargerð vegna sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2016. Einnig er lögð fram verkstöðuskýrsla nýframkvæmda frá janúar til júní 2016.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Fjárhagsáætlun, tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021 Mál nr. US160035
Kynnt tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017 og fimm ára áætlunar til ársins 2021. Einnig er lögð fram verkáætlun umhverfis og skipulagssviðs.
15. Þórsgata 1 og Lokastígur 2, málskot (01.181.1) Mál nr. SN160601
Juris eignarhaldsfélag hf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Sindra M. Stephensen frá Juris eignarhaldsfélagi f.h. Fasteignafélagsins Óðinsvé ehf. og Vífils Harðarsonar, dags. 8. ágúst 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 varðandi stækkun á tengibyggingu milli fasteigna á lóðunum nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg.
Frestað.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Sigtún 38 og 40, málskot (01.366.0) Mál nr. SN160602
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. ágúst 2016 var lagt fram málskot Ólafs Torfasonar f.h. lóðarhafa, dags. 3. ágúst 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 varðandi sameiningu lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. september 2016.
Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. september 2016 er fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 staðfest.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Betri Reykjavík, sópa þarf göngustíga v/hjólafólks (USK2016070012) Mál nr. US160214
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "sópa þarf göngustíga v/hjólafólks" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. júlí 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins.
18. Battavellir, viðhald og uppsetning Mál nr. US160193
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 24. maí 2016, varðandi ástand battavalla og sparkvalla í Reykjavík. Einnig er lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa meirihluta íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. júní 2016: " Með tilvísun í bréf ÍBR óska fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs og Pírata eftir því að teknar verði upp viðræður við skóla- og frístundaráð Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagsráð um viðhald og uppsetningu vallanna."
Vísað til meðferðar skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
19. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, gatnaviðgerð á Haukdælabraut - R16040215 Mál nr. US160184
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2016, þar sem eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 28. apríl 2016 er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að sem fyrst verði lokið við gatnagerð á ófrágengnum og holóttum malarkafla á Haukdælubraut milli húsanna nr. 5-58." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. september 2016.
Vísað til meðferða skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
20. Tillaga borgarráðsfulltrúa Framsókna og flugvallarvina, áhættumat á losun örplasts í hafið Mál nr. US160212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2016, þar sem eftirfarandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsókna og flugvallarvina frá fundi borgarráðs 25. ágúst 2016 er send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar: "Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að borgarráð samþykki að láta framkvæma áhættumat hjá óvilhöllum sérfræðingi um losun örplasts úr skolpkerfi Reykavíkur í hafið.
Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða.
21. Tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, breytt verklag vegna fegrunarviðurkenninga Reykjavíkurborgar - R16080091 Mál nr. US160209
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi borgarráðs 18. ágúst 2016: "Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að verklag við tilnefningar á fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar verði gert opinbert og gegnsætt, þannig að auglýst verði opinberlega á vefmiðlum og prentmiðlum eftir tillögum og að samráð við öll hverfisráðin verði formleg. Með þessu viljum við færa valdið frá embættismönnum til borgarinnar sjálfra."
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
22. Grettisgata 62, kæra 112/2016, umsögn (01.190.1) Mál nr. SN160633
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. ágúst 2016 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi til að byggja ofan á og við, og að innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr.62 við Grettisgötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. ágúst 2016.
23. Fegrunarviðurkenningar 2016, tilnefningar trúnaðarmál Mál nr. SN160583
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 18. ágúst 2016 á tillögum fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2016 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnanna og vegna endurbóta á eldri húsum.
24. Nýlendugata 19C, breyting á deiliskipulagi (01.131.2) Mál nr. SN160107
Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 18. ágúst 2016, á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu.
25. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN160076
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 18. ágúst 2016, á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 hvað varðar stýringu á starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni.
26. Njálsgata 37, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN160035
Benjamín G Magnússon, Grundarsmári 17, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. ágúst 2016, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagssviðs frá 17. ágúst 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu.
27. Hverafold 49-49A, breyting á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis (02.866.0) Mál nr. SN160239
Þormóður Sveinsson, Heiðargerði 124, 108 Reykjavík
Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. ágúst 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður, 1. og 2. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 49-49A við Hverafold.
28. Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina, hversu margar breytingar á Aðalskipulagi í Reykjavík Mál nr. US160220
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um a) hversu margar breytingar hafa verið gerðar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar á þessu kjörtímabili eða frá 16. júní 2014, b) hversu margar formlegar athugasemdir hafa borist við þessar aðalskipulagstillögur, bæði í heild og síðan sundurliðaðar eftir hverju breytingartillögu fyrir sig og c) hvað hefur verið tekið tillit til margra athugasemda sem hafa borist?
29. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mál nr. US160221
Nú eru ákveðin tímamót varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar þar sem innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum við borgarstjóra um framtíð flugvallarins og fyrir liggur á Alþingi þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi framtíð hans. Um er að ræða eitt stærsta skipulagsmál borgarinnar sem hefur verið keyrt í gegn í mikilli andstöðu við vilja borgarbúa og landsmanna. Með það í huga og þeirri staðreynd að enn er hægt að endurskoða fyrri ákvarðanir sem hafa leitt til lokunar neyðarbrautarinnar er lagt til að uppbyggingin á Hlíðarendasvæðinu verði endurskoðuð í samráði við lóðarhafa þannig að uppbyggingin þar komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:45
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir
Kristinn Jónsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 889. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051462
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stofnerindi BN048688 sem felst í því að stækka hús T4 og L1 á Reiti-1 og fækka stigahúsum, ásamt því að breyta bílakjallara á Reiti-11 (en byggingar á Reiti-2 eru óbreyttar) á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stækkun:
Reitur-2 : 117,0 ferm., 1.050,2 rúmm.
Reitur-11: 386,8 ferm., 1.541,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2. Austurbrún 6 (01.381.102) 104774 Mál nr. BN051412
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á lóð nr. 6 við Austurbrún.
Stærðir: A-rými 586,2 ferm., 2.218,9 rúmm. B-rými 132,6 ferm., 436,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN051566
LF13 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta læknastofu í mhl. 01 í nýja starfsemi sem er fyrir blóðrannsóknir í suðurhluta 2.hæðar í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN051513
MAL ehf., Nökkvavogi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í gistiheimili í fl. II B í húsinu á lóð nr. 17 við Ármúla.
Grein brunahönnuðar dags. 9. ágúst 2016, samþykki meðeigenda húss á teikningum A4 ódags. fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Ásvallagata 18 (01.162.012) 101238 Mál nr. BN051507
Sigríður Björnsdóttir, Ásvallagata 18, 101 Reykjavík
Valur Ragnarsson, Ásvallagata 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt garðhýsi (geymslu), breyta útitröppum samhliða endurnýjun, lækka yfirborð lóðar til samræmis við aðliggjandi lóðir og reisa steypta veggi, bæði á lóðamörkum og innan lóðar, á lóð nr. 18 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst
Samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóðum fylgir erindi.
Gjald. kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Ásvallagata 27 (01.162.205) 101263 Mál nr. BN051531
Brynjar Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Steinunn Thorarensen, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Jómar Axel Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti samhliða endurnýjun á þaki, ásamt veggsvölum á bakhlið á 1. og 2. hæð og rishæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Ásvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst
Stækkun A-rými x ferm. x rúmm. B-rými x ferm. og x rúmm. C-rými.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2016.
7. Bankastræti 2 (01.170.101) 101328 Mál nr. BN051011
FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar þannig að stigi á milli hæða í mhl 02 er fjarlægður, koma fyrir eldhúsi í rými 0201 mhl. 02, fjarlægja salerni þar, koma fyrir hjólastólalyftu í stigagangi og koma fyrir fjórum salernum fyrir 120 gesti í veitingarstaðnum í fl. II í húsinu á lóð nr. 2 við Bankastræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. júlí 2016 og 20. júlí 2016 fylgja erindi, einnig greinargerð brunahönnuðar dags. 22. ágúst 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN050853
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Hjörleifur Sveinbjörnsson, Bárugata 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera íbúð í risi að séríbúð og loka á milli hennar og íbúðar á 2. hæð, síkka þakglugga og byggja svalir á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2016.Stærðarbreytingar: rúmm.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 15.8. 2016.
Gjöld kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Bergstaðastræti 12A og 12B (01.180.211) 101699 Mál nr. BN051169
Bergtak ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars 2015 fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett. Staðfesting á stærðarbreytingum dags. 10.6. 2016. Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016. Bréf hönnuðar dags. 10.6. 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stærðir samtals : Stækkun 40,2 ferm., /minnkun 121,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN050146
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á fjölgun eigna, þrem eignum sem áður tilheyrðu séreign 0101 er breytt í séreignir, eignum fjölgar úr 7 í 10, meðfylgjandi er samþykki eigenda, dags. 13.10. 2015 og bréf arkitekts dags. 19.8. 2016, í húsi á lóð nr. 6 við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN051406
LL09 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss á 2. hæð sem felast í fjölgun eignahluta, breytingu á brunahólfun, sameiningu rýma, tilfærslu á snyrtingum, nýrri sturtu og nýjum kaffisstofum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Engjateigur 7 (01.366.501) 179535 Mál nr. BN051504
Ístak hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
Iceland Construction ehf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsi Ístak í sendiráð Bandaríkjanna með breytingum innanhúss, nýrri girðingu á lóðamörkum og nýju hliði og aðgengi frá götu á lóð nr. 7 við Engjateig.
Stærðir: 3.196,6 ferm., 11.821,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Engjavegur 7 (01.372.201) 210706 Mál nr. BN051403
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga af þremur sem felst í endurnýjun á eldri stúku á lóð nr. 7 við Engjaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fagribær 13 (04.351.501) 111147 Mál nr. BN051245
Jón Björgvin Stefánsson, Fagribær 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í einbýlishúsi á lóð nr. 13 við Fagrabæ.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2016 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN051551
FF 11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
VSP ehf, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047028 er varðar staðsetningu á brunaslöngum í húsi á lóð nr 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN051564
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN048776, breytt hefur verið fyrirkomulagi á herbergjum og língeymslur færðar, í gististað í mhl. 04 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 10.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Freyjugata 6 (01.184.523) 102128 Mál nr. BN051544
Guðmundur Ólafsson, Freyjugata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0104 sem er "ósamþykkt íbúð" og rými 0103, sem er geymsla íbúðar 0201 í mhl. 01 og stækka þannig ósamþykkta íbúð í mhl. 02 á lóð nr. 6 við Freyjugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN051475
Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049604 sem felst í breytingu á aðgengi að kjallara við sunnanvert húsið á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.
Sjá ennfremur erindi BN050726.
Bréf hönnuða um ábyrgðasvið dags. 05.08.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101B, 102B,103B og 104B dag. 2, ágúst 2016.
Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Óskar Torfi Þorvaldsson tók sæti hans við afgreiðslu málsins.
19. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN051546
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldri verbúð í verslun á jarðhæð og vinnustofu á efri hæð, með nýjum stiga milli hæða, í húsi á lóð nr. 7 við Geirsgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
20. Gissurargata 5 (05.113.703) 214851 Mál nr. BN051423
Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 5 við Gissurargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016 og varmatapsútreikningi dags. 17. ágúst 2016.
Stærðir húss eru 302,1 ferm. og 1.153,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.
Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Grettisgata 54B (01.190.110) 102385 Mál nr. BN050495
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, innrétta tvær íbúðir, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. ágúst 2016.
Stækkun: 87,3 ferm.
Stærð A-rými: 154,4 ferm., 443,9 rúmm.
B-rými: 2,9 ferm.
Samtals eftir stækkun: 157,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
23. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN051569
Kolefni ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi mth. 03 þannig að geymslur á 3. og 4. hæð breytast í búningsherbergi og koma fyrir millipalli sem er hluti af heillukerfi og er ekki hluti af burðarkerfi hússins á lóð nr. 7 til 11 við Gjótháls.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN051580
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 8 við Hádegismóa fyrir þjónustu- og verkstæðisbyggingu sbr. erindi BN051207.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Hlyngerði 7 (01.806.307) 107801 Mál nr. BN051518
Hörður Stefán Harðar, Hlyngerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu við norðurhlið, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum stoðveggjum við norður- og austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hlyngerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2016.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Hlyngerðis 5 og Furugerðis nr. 6 og 8 áritað á uppdrátt.
Stærð: 23 ferm., 57,8 rúmm.
Gjald kr. 10.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hverfisgata 82 (01.173.013) 101503 Mál nr. BN051575
Ragnar Már Nikulásson, Hverfisgata 82, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu í rými 01-0101 í kaffihús í flokki l, tegund e, í húsi nr. 82 við Hverfisgötu.
Lögð er fram umsögn við fyrirspurn BN046998.
Samþykki eiganda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN051571
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa fiskiverslun yfir í rými 0002 og útbúa framleiðslueldhús ásamt starfsmannaaðstöðu og kælum og koma fyrir lager í rými 0003 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN051560
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta inna fyrirkomulagi í mhl. ?? á 7 hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka .
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Jafnasel 2-4 (04.993.102) 113283 Mál nr. BN051555
Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN049979 vegna lokaúttektar sem felst í breytingu á frágangi við lyftu á 1. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 2-4 við Jafnasel.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
30. Kambavað 5 (04.733.602) 198737 Mál nr. BN051365
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 6 íbúða sambýli fyrir fjölfatlaða einstaklinga, ásamt samverurýmum og aðstöðu fyrir starfsfólk, byggt á einni hæð úr steinsteyptueiningum á lóð nr. 5 við Kambavað.
Stærðir: A-rými 574,7 ferm., 2.152,3 rúmm. B-rými 75,6 ferm., 236,4 rúmm. C-rými 49,9 ferm.
Bréf arkitekts dags. 27.06.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Klapparstígur 26 (01.171.106) 101372 Mál nr. BN051533
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á 1. hæð, bæta við svölum á bakhlið, stækka herbergi, breyta fyrirkomulagi á 1. hæð og bæta við einu gistiherbergi ásamt því að flytja morgunverðareldhús niður í kjallara í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg.
Stækkun A-rými 108,5 ferm., 240,6 rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
32. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN050928
Þvottakaffi ehf., Austurstræti 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í kjallara og 1. hæð fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN051534
Gastropub ehf., Laugavegi 24, 101 Reykjavík
B. Baldursson slf., Kjalarvogi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048944 sem felst í að fjarlægja EICS30 hurð og setja þess í stað vængjahurð og koma fyrir eldvarnarkerfi í háfi í eldhúsi veitingastaðar í húsi nr. 24 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Laugavegur 28D (01.172.209) 101464 Mál nr. BN051573
Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarrými í kjallara í starfsmannaaðstöðu sem þjóna mun starfsmönnum hótels sem sýnt er á meðfylgjandi teikningum og er á lóð nr. 28 við Laugaveg, starfsmannaaðstaðan er í húsi á lóð nr. 28D við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Laugavegur 32B (01.172.214) 101469 Mál nr. BN051542
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir ofan á einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu mhl. 01 frá árinu 1926, aftan við íbúðarhúsið, skv. gildandi deiliskipulagi, innrétta þar skrifstofu sem tengjast mun rekstri á 1. hæð hússins á lóð nr. 32b við Laugaveg.
Stækkun: 86,2 ferm., 259,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá eldra erindi BN049378.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.1. 2016 og bréf arkitekts dags. 4.8. 2016
Stærð á niðurrifi: 272,1 ferm., 817,8 rúmm.
Ný tengibygging: 268,3 ferm., 1.025,9 rúmm.
Minnkar um 3.,8 ferm., Stækkar um 208,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN051422
M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050897 þannig að gestafjöldi fækkar úr 95 gestum í 80 gesti, hætt er við útitröppur, breytingar í forvinnslurými, breyting á aðstöðu stafsfólks og salernum í húsinu á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN051508
Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja, byggja við og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.
Stækkun: 59,5 ferm., xx rúmm.
Stærð eftir stækkun A-rými: 299,9 ferm., 1.183,1 rúmm.
B-rými: 16,5 ferm., 186,2 rúmm.
Samtals: 316,4 ferm., 1.369,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN051310
Laugadepla ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta brunahönnun í áður samþykktu erindi BN047355, hvað varðar útfærslu reyklosunar, stærð reyklosunaropa og brunakröfur glugga norðurhliðar vegna lokaúttektar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Mávahlíð 22 (01.702.211) 107055 Mál nr. BN051200
Elías Kárason, Smyrilshólar 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 22 við Mávahlíð.
Þinglýst afsal dags. 25. október 1965, virðingargjörð frá 6. febrúar 1948 og íbúðarskoðun dags. 27. júlí 2016 fylgja erindi. Samþykki meðeigenda hús ódags.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Njálsgata 7 (01.182.135) 101848 Mál nr. BN051276
Björgvin Hilmarsson, Njálsgata 7, 101 Reykjavík
Satu Liisa Maria Raemö, Njálsgata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignir 0001 og 0101 þannig að verði eitt fastanúmer og gera stiga milli hæða, ásamt því að stækka hurðargat í burðarvegg í fjölbýlishúsi nr. 7 við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda fyrir stiga og br. á burðarvirki dags. 31.05.2016 og umsögn burðaþolshönnuðar dags. 13.06.2016. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN051411
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á 2. hæð og byggingu þaksvala ásamt breytingu á innra skipulagi á hluta 2. hæðar í fiskvinnsluhúsi HB Granda á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Greinargerð um brunavarnir dags. 29.08.2016 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Stækkun: A-rými 98,4 ferm., 237,1 rúmm. C-rými 82,0 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN051470
Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu út frá kjallara á vesturhlið og koma fyrir þaksvölum ofan á þær, fækka séreignum úr þremur í tvær auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðri verslun í kjallara húss á lóð nr. 8B við Óðinsgötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. júlí 2016 fylgir erindi.
Stækkun sólstofu er: 15,1 ferm., og 40,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Rauðarárstígur 41 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN051526
Frico ehf., Ársölum 3, 201 Kópavogur
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050707 þannig að brunamerking er tekin út á neyðarútgangi í rými 0002 í húsi á lóð nr. 41 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
45. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN050981
Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa nýja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með hefðbundnu sperruþaki, milli aðalhúss og nýlega samþykktrar frystigeymslu mhl. 15 á lóðinni Saltvík 125744.
Sbr. BN048095
Stækkun 41,1 ferm., 192,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
46. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN050723
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja skemmu eftir bruna árið 2015 í fyrri mynd án breytinga annarra en lítilsháttar fyrirkomulagsbreytinga innanhúss í þvottahúsi á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 25.5. 2016.
Stærð: 2.100,3 ferm., 10.670,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Skipholt 1 (01.241.206) 103024 Mál nr. BN051113
Fjórir GAP ehf, Starhaga 4, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 5. hæð ofaná húsið og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi fylgir bréf hönnuða og greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: 3.693,4 ferm., 10.218,2 rúmm.
B-rými: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN051509
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum, innra skipulagi og til að fjölga fastanúmerum í mhl 02 í húsi nr. 4 við Skútuvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Skútuvogur 6 (01.420.401) 105168 Mál nr. BN051510
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum og innra skipulagi, m.a. hefur verið byggður millipallur og fjölgað fastanúmerum í mhl 02 í húsi nr. 6 við Skútuvog.
Stækkun vegna millipalls er 440 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Sólheimar 42 (01.435.203) 105320 Mál nr. BN050988
Sigrún G. Jónsdóttir, Vatnsnesvegur 32, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu, 0001 á jarðhæð, í íbúð í húsinu á lóð nr. 42 við Sólheima.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN051562
Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0305 og breyta innra skipulagi íbúðar á 3. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 68 við Sólvallagötu.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fsp. SN160367 um fjölgun íbúða dags. 19.08.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Sporðagrunn 5 (01.350.302) 104139 Mál nr. BN051529
Ari Már Lúðvíksson, Sporðagrunn 5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum í skráningartöflu vegna athugasemda við gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir fjölbýlishúsið á lóð nr. 5 við Sporðagrunn.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN051178
H.G. Meyer ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyrisbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri á steyptum undirstöðum, samanber erindi BN047212, við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 26. júlí 2016 til og með 23. ágúst 2016. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28.6. 2016.
Stækkun: 20,8 ferm., 168,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
54. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN051316
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum til að hýsa skrifstofu og verslun fjarskiptafyrirtækis í húsinu nr. 13A Ármúla á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá umsækjanda um eignarhald dags. 4. ágúst 2016 fylgir.
Bréf frá hönnuði dags. 21. Júní 2016
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
55. Thorvaldsensstræti 2 (00.000.000) 100859 Mál nr. BN051554
Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa friðlýstan samkomusal á baklóð nr. 2 við Thorvaldsenstræti.
Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 17. júní 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands v/breytingar á deiliskipulagi Landsímareits dags. 31. maí 2013 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. ágúst 2016.
Frestað.
Með vísan til umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 23. ágúst 2016.
56. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN051591
Menningarfélagið Tjarnarbíó(MTB, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tengja tvo 120/420 cm auglýsingaborða tímabundið til ársloka 2016, á borðunum er kynning á starfsemi leikhússins, upp á framhlið Tjarnarbíós á lóð nr. 12 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
57. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051565
Haraldur Ingi Þorleifsson, Bandaríkin, Unnarstígur ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við, endurgera útveggi og breyta innra skipulagi, lóð og útliti einbýlishúss á lóð nr. 2A við Unnarstíg.
Stækkun: 9,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Urðarbrunnur 44 (05.054.608) 211728 Mál nr. BN051203
Björn Guðmundsson, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Birna Björg Sigurðardóttir, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum einangrað og klætt að utan með báruáli, með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,0 ferm., 2. hæð íbúð 84,6 ferm., bílgeymsla 28,3 ferm..
Samtals 234,9 ferm., 797,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Úlfarsbraut 62-64 (02.698.602) 205723 Mál nr. BN051457
Magnús Gabríel Haraldsson, Úlfarsbraut 62, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041672 sem felst í því að steypa garðveggi á lóðarmörkum við húseignir á lóð nr. 62-64 við Úlfarsbraut.
Sjá ennfremur erindi BN035307.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
60. Úlfarsbraut 78 (02.698.308) 205741 Mál nr. BN051574
Sighvatur Rúnarsson, Maríubaugur 83, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóð nr. 78 við Úlfarsbraut.
Stærð: A-rými 293,3 ferm., 946,1 rúmm.
B-rými: 18,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
61. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051319
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN051413
Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
V10 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi á innri breytingum á fyrstu og annarri hæð þar sem komið er fyrir salernum, ræstingu og kaffiaðstöðu með starfsmannaskápum í húsinu á lóð nr. 10 við Vatnagarða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
63. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN051139
Foglio ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, fyrir 80 gesti, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.7. fylgir erindinu og hljóðvistarskýrsla Eflu dags. ágúst 2016 ásamt lagnateikningu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
64. Vesturgata 24 (01.132.003) 100193 Mál nr. BN051254
Eignarhaldsfélagið Normi ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og risi, steinsteypt, klætt og einangrað að utan með bárujárni á lóð nr. 24 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Stærðir:262,7 ferm., 748,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til athugasemda skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016
65. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN051292
Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss á lóð nr. 5 við Þrastargötu.
Stækkun 18,9 ferm., 88,4 rúmm.
Samþykki nágranna fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016 og
útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst .
Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
66. Laugarnesvegur 71 (01.345.202) 104046 Mál nr. BN051587
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugarnesvegur 71, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.345.2 dagsettum 29. 08. 2016.
Lóðin Laugarnesvegur 71 (staðgr. 1.345.202, landnr. 104046) er 431 m², bætt er 44 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 475 m².
Sjá eldri uppdrætti í safni Landupplýsingadeildar, þ.m.t. Lóðauppdráttur dags. 10. 08. 2016.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgaráði þann 07. 11. 2013, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. 01. 2014 og auglýst í B-deild Stjónartíðinda þann 25. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
67. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN051599
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Við samþykkt á erindi BN050348 þann 23. ágúst sl. láðist að bóka eftirfarandi:
Stækkun húss er 572,5 m2.
Sótt er um leyfi til að rífa fjarlægjaaustari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu.
Stækkun : 572,5 ferm., 1.754,6 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 852,8 ferm., 2.602,2rúmm
Leiðrétt bókun frá 23.08.2016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal kvöð um að eignahald Laugavegs 12B og Laugavegs 16 sé ávallt á einni hendi, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skv. deiliskipulagi skal greiða fyrir 1 stæði fyrir hverja 50 m2.
572,5/50 = 11,4 stæði sem greiða þarf fyrir.
68. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN051600
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Við samþykkt á erindi BN050348 þann 23. ágúst sl. láðist að bóka eftirfarandi:
Stækkun húss er 572,5 m2.
Sótt er um leyfi til að rífa fjarlægjaaustari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu.
Stækkun : 572,5 ferm., 1.754,6 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 852,8 ferm., 2.602,2rúmm
Leiðrétt bókun frá 23.08.2016
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal kvöð um að eignahald Laugavegs 12B og Laugavegs 16 sé ávallt á einni hendi, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skv. deiliskipulagi skal greiða fyrir 1 stæði fyrir hverja 50 m2.
572,5/50 = 11,4 stæði sem greiða þarf fyrir.
69. Skógargerði 1 (01.837.007) 108644 Mál nr. BN051588
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna lóðarinnar Skógargerði 1 (staðgr. 1.837.007, landnr. 108644) samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1. 837.0 dagsettum 29. 08 2016.
Lóðin Skógargerði 1 (staðgr. 1.837.007, landnr. 108644) er 589 m², teknir eru 3 m² af lóðinni og bætt við óútvísað borgarland (landnr. 221448), bætt er 97 m² við lóðina úr óútvísuðu borgarlandi (landnr. 221448), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 684 m².
Sjá samþykkt byggingarnefndar 29. 06. 1978, samþykkt skipulagsnefndar 13. 01. 1975 og samþykkt borgarráðs 02. 09.1975.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
70. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN051593
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Suðurlandsbrautar 8 og Suðurlandsbrautar 10, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.262.2 dagsettum 29. 08. 2016.
Lóðin Suðurlandsbraut 8 (staðgr. 1.262.103, landnr. 103517) er talin 3634 m², lóðin reynist 3628 m², bætt er 2233 m² við lóðina frá lóð Suðurlandsbraut 10, lóðin verður 5861 m². Lóðin fær nýjan staðgreini; 1.262.201 og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Lóðin Suðurlandsbraut 10 (staðgr. 1.263.003, landnr. 103520) er talin 2235 m², lóðin reynist 2233 m², teknir eru 2233 m² af lóðinni og bætt við lóðina Suðurlandsbraut 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 03. 06. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 07. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
71. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN051592
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Suðurlandsbrautar 8 og Suðurlandsbrautar 10, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.262.2 dagsettum 29. 08. 2016.
Lóðin Suðurlandsbraut 8 (staðgr. 1.262.103, landnr. 103517) er talin 3634 m², lóðin reynist 3628 m², bætt er 2233 m² við lóðina frá lóð Suðurlandsbraut 10, lóðin verður 5861 m². Lóðin fær nýjan staðgreini; 1.262.201 og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Lóðin Suðurlandsbraut 10 (staðgr. 1.263.003, landnr. 103520) er talin 2235 m², lóðin reynist 2233 m², teknir eru 2233 m² af lóðinni og bætt við lóðina Suðurlandsbraut 8, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 03. 06. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 07. 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
Fyrirspurnir
72. Geitastekkur 9 (04.615.005) 111816 Mál nr. BN051561
Bjarni Sveinbjörnsson, Geitastekkur 9, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera þriggja metra gat í vegg milli bókageymslu og tómstundarýmis í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 9 við Geitastekk.
Erindi fylgir burðarþolsútreikningur dags. 18. ágúst 2016
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
73. Neshagi 12 (01.542.214) 106391 Mál nr. BN051576
Sindri Gunnarsson, Neshagi 12, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvöfaldan bílskúr norðaustan við fjölbýlishús á lóð nr. 12 við Neshaga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
74. Sólvallagata 18 (01.160.212) 101160 Mál nr. BN051294
Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi svalir með brunastiga á norðausturhlið fyrstu, annarar og þriðju hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.
{Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. ágúst 2016.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
75. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN051598
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi verkfæraskemmu 125767 um 33 ferm. bíslag til vesturs, opið að sunnan og klætt með bárujárni og báruplastgluggum á lóð Varmadals á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
76. Vífilsgata 6 (01.243.403) 103130 Mál nr. BN050937
Stefán Gunnarsson, Vífilsgata 6, 105 Reykjavík
Spurt er hvort skrá megi rými 0009 og 0002 sem sér eignarhluta ótengdum íbúðum í húsinu einnig er spurt hvort 3 ferm. geymsla sé nægilega stór fyrir 53 ferm. íbúð í húsi á lóð nr. 6 við Vífilsgötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:15
Nikulás Úlfar Másson
Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 6. september kl. 10.40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 890. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir og Sigríður Maack
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Baldursgata 25B (01.184.505) 102110 Mál nr. BN050484
Sigvaldi Jónsson, Baldursgata 25b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð 0102 í parhúsi á lóð nr. 25B við Baldursgötu.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. maí 2015.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Bárugata 29 (01.135.405) 100483 Mál nr. BN050969
Kolbeinn Árnason, Bárugata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvisti og hækka lofthæð þar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Bárugötu.
Útskrif úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2016 og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2016 og önnur dags. 24.8. 2016 og bréf arkitekts dags. 30.8. 2016.
Stærð: xxx
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Nýjum gögnum vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
3. Bergstaðastræti 65 (01.196.311) 102678 Mál nr. BN051608
Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 65 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt og bréf þar sem samþykki eigenda íbúðar 0101 er dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN051609
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í skiptingu íbúðar á 2. hæð í tvær íbúðir, auk þess sem sótt er um að fjölga eignarhlutum úr 3 í 4 í fjöleignarhúsi á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Beykihlíð 3-5 (01.780.002) 107497 Mál nr. BN051559
Hulda Hauksdóttir, Beykihlíð 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa sólskála við suðvestur hlið parhússins nr. 3 á lóð nr. 3-5 við Beykihlíð.
Bréf frá hönnuði dags. 18. júlí 2016 þar sem hann sækir um á grundvelli byggingareglugerðar 112/2012 gr. 2.3.5.
Stækkun 9,4ferm., 26,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
6. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN051447
Höfðasetrið ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049483 þannig að hætt er við flóttastiga frá 3. hæð á norðurhlið hússins á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 24. júní 2016. Einnig fylgir bréf Lögmannsstofunnar Kjarna dags. 25. 8. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
7. Bjarnarstígur 7 (01.182.222) 101874 Mál nr. BN051604
Árni Húmi Aðalsteinsson, Bjarnarstígur 7, 101 Reykjavík
Anna Dís Guðrúnardóttir, Bjarnarstígur 7, 101 Reykjavík
Jón Heiðar Kristinsson, Bjarnarstígur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. hæð og rishæð, ásamt áður gerðum breytingum á innra skipulagi íbúðar 0101, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Bjarnarstíg.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
8. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN051406
LL09 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss á 2. hæð sem felast í fjölgun eignarhluta, breytingu á brunahólfun, sameiningu rýma, tilfærslu á snyrtingum, nýrri sturtu og nýjum kaffisstofum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
9. Breiðagerði 20 (01.817.201) 108130 Mál nr. BN051622
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við einni færanlegri kennslustofu auk tengigangs við áður samþykkta stofu við Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði.
Stærðir: A-rými mhl.03 78,6 ferm., 271,2 rúmm. A-rými mhl.04 0,9 ferm., 2,5 rúmm.
Gjald 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Byggðarendi 16 (01.826.308) 108447 Mál nr. BN051448
Jón Magnússon, Byggðarendi 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í innréttingu íbúðar í kjallara og nýtingu á áður óútgröfnu rými í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Byggðarenda.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN051568
Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli rýma 0109 og 0112 í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.
Bréf frá hönnuði dags. 23. ágúst 2016
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
12. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN051628
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöður á lóð nr. 13 við Engjaveg sbr. erindi BN051243.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
13. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN051582
Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám sem ætlaður er sem reykaðstaða fyrir viðskiptavini við veitingastað í húsi á lóð nr. 20 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN051551
VSP ehf, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík
FF 11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047028 er varðar staðsetningu á brunaslöngum í húsi á lóð nr 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN051619
Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 33 við Freyjubrunn fyrir fjölbýlishús sbr. erindi BN051256.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN051610
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN051290 sem felst í að léttum innveggjum og lofti sem umlykur tæknirými og gasgeymslu er breytt í steinsteypta og magn af gasi í gasgeymslu aukið í geymsluhúsnæði á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Gylfaflöt 24-30 (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426
SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær
Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103 þannig að breytt er innra rými í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hafnarstræti 4 (01.140.204) 100829 Mál nr. BN051618
PHGP ehf., Veltusundi 1, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum fyrir veitingastað í flokki 3 teg. A fyrir 200 gesti á 2. og 3. hæð, sem felast í að snyrtingu er breytt í móttöku, breytingar í eldhúsi og loftræsing sýnd á 2. hæð og innri skipan sæta á 3. hæð breytt í húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti (Veltusund 1)
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (01.134.609) 205011 Mál nr. BN051611
Helgi Pálsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja létta, útdraganlega svalakokun á rennibraut á þaksvalir íbúðar 0401 í húsi á lóð nr. 30 við Bræðraborgarstíg.
Stærðir: 45 rúmm.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.5. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
20. Hrísateigur 3 (01.360.406) 104532 Mál nr. BN051583
Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, Hrísateigur 3, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum í íbúð í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 3 við Hrísateig.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hverfisgata 94-96 Mál nr. BN051617
SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með verslunum og veitingahúsum á jarðhæð og bílgeymslu fyrir 45 bíla á lóð nr. 94-96 við Hverfisgötu.
Stærð A-rými: 7.178,2 ferm., 24.649,3 rúmm.
B-rými: xx
C-rými: xx
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
22. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN051571
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa fiskverslun yfir í rými 0002 og útbúa framleiðslueldhús ásamt starfsmannaaðstöðu og kælum og koma fyrir lager í rými 0003 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Lambhagavegur 15 (02.647.602) 211681 Mál nr. BN051530
H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2ja hæða nýbyggingu auk kjallara úr forsteyptum einingum fyrir líkamsræktarstöð á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.
Stærðir: A-rými 2.785,3 ferm., 11.380,6 rúmm. B-rými 329,4 ferm., 958,6 rúmm. C-rými 79,9 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
25. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051553
Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Hörður Jóhannesson, Brúnavegur 5, 104 Reykjavík
Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, gluggum á suðurhlið hefur verið breytt og lítils háttar breyting á fyrirkomulagi innréttinga,sjá erindi BN050708 í veitingastað í flokki II á lóð nr. 74A við Laugarnesveg,
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugarnesvegur 96-102 (01.343.002) 103986 Mál nr. BN051515
Róbert Gíslason, Kópavogsbraut 88, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að víxla svefnherbergi og eldhúsi í íbúð 0402 í húsi nr. 102 á lóð nr. 96-102 við Laugarnesveg.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Laugavegur 100 (01.174.310) 101645 Mál nr. BN051567
100 Iceland ehf., Laugavegi 100, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingaþjónustu þannig að gististaður verður í flokki V í húsi á lóð nr. 100 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
28. Laugavegur 28C (01.172.210) 101465 Mál nr. BN051612
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli húsa 28C og 28D, byggja kvisti, svalir, lyftuskála og flóttastiga, innrétta gististað í flokki II, teg. hótel í húsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. 23. ágúst 2016.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
29. Laugavegur 28D (01.172.209) 101464 Mál nr. BN051614
Hengill Fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli húsa 28C og 28D, byggja kvisti, svalir, lyftuskála og flóttastiga, innrétta gististað í flokki II, teg. hótel og innrétta starfsmannaaðstöðu í kjallara húss á lóð nr. 28D við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. 23. ágúst 2016.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
30. Laugavegur 32 (01.172.213) 101468 Mál nr. BN051624
Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem felast í að eldvarnarmerkingum er breytt á svölum á húsi á lóð nr. 32 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN051578
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á mhl. 03 frá áður samþykktum teikningum sem felast í breytingum á innra skipulagi húss á lóð nr. 1A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN051508
Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja, byggja við og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.
Stækkun: 59,5 ferm., xx rúmm.
Stærð eftir stækkun A-rými: 299,9 ferm., 1.183,1 rúmm.
B-rými: 16,5 ferm., 186,2 rúmm.
Samtals: 316,4 ferm., 1.369,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
33. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN051613
Borghildur Anna Jónsdóttir, Vatnsstígur 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun íbúðar 0203 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 19 við Vatnsstíg.
Heimild í kaupsamningi fyrir Vatnsstíg 15 fylgir erindi sem er samhljóðandi og fyrir Vatnsstíg 19.
Stærðir: B-rými 8,4 ferm., 27,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Lækjargata 2a (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051451
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í breytingu á innbyrðis stærð verslunarrýma 0101 og 0102 og lokun þar á milli, ásamt tilfærslu á starfsmannarými, tæknirými og dælu í verslunarhúsi á lóð nr. 2 við Lækjargötu.
Gjald 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
35. Mosavegur 15 (02.376.101) 172445 Mál nr. BN051548
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að stúka af eina kennslustofu á millilofti í málmsmíðastofu Borgarholtsskóla á lóð nr. 15 við Mosveg.
Stækkun: milliloft x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Skipholt 1 (01.241.206) 103024 Mál nr. BN051113
Fjórir GAP ehf, Starhaga 4, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi fylgir bréf hönnuða, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU síðast uppfærð í ágúst 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: 3.478,4 ferm., 11.019,1 rúmm.
B-rými: 113,3 ferm., 637,6 rúmm.
C-rými: 156,1 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Skólavörðustígur 21 (01.182.244) 101896 Mál nr. BN051549
Antikhúsið ehf, Skólavörðustíg 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta glugga á jarðhæð í hurð og setja eina tröppu út á gangstétt í verslunarhúsi nr. 21 við Skólavörðustíg.
Sjá fyrirspurn BN050608.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
38. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN051476
Main ehf., Hellusundi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hringstiga á milli þaksvala 1006 og 1104 og koma fyrir glerskyggni ofan á skjólvegg á norðurhlið á þaksvalir 1104 og að breyta fyrirkomulagi áður samþykktri saunu og skyggni á þaksvölum 1006 í húsinu Lindargötu 37 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Samþykki húsfélag Skugga 2- 3 dags. 25. maí 2016 fylgir.
Stækkun B rýmis: 3,5 ferm., og 9,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN051509
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum, innra skipulagi og til að fjölga eignarhlutum í mhl 02 í húsi nr. 4 við Skútuvog.
Stækkun 2. hæð 160,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Skútuvogur 6 (01.420.401) 105168 Mál nr. BN051510
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum og innra skipulagi, m.a. hefur verið byggður millipallur og fjölgað fastanúmerum í mhl 02 í húsi nr. 6 við Skútuvog.
Stækkun vegna millipalls er 440 ferm. á 2. hæð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Smiðjustígur 10 (01.151.510) 101015 Mál nr. BN051511
Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi íbúðarhús og byggja nýtt steinsteypt hús með þremur íbúðum og tveimur vinnustofum á lóð nr. 10 við Smiðjustíg.
Stærðir eldri byggingar (273,6) ferm., (766,0) rúmm.
Stærðir nýbyggingar: A-rými 265,1 ferm., 936,0 rúmm. C-rými 62,8 ferm.
Stækkun (8,6) ferm., (170,0) rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
42. Snorrabraut 71 (01.247.003) 103327 Mál nr. BN051602
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð ásamt svölum sem tilheyri íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 71 við Snorrabraut.
Bréf hönnuðar dags. 30.08.2016 fylgir erindi.
Stækkun: A-rými x fer., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
43. Sóleyjarimi 1-7 (02.536.102) 199443 Mál nr. BN051477
Ágústa Rósmundsdóttir, Sóleyjarimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun úr hertu gleri með viðurkenndu glerbrautarkerfi á tvennar svalir í búð 0504 í mhl. 04 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Stærð vegna lokunar samtals : 44 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Stangarholt 14 (01.246.007) 103278 Mál nr. BN050970
Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt.
Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhannes Rúnar Jóhannesson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir, eigendur íbúða að Stórholti 25, dags. 19. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. sept. 2010.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 105,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN051178
H.G. Meyer ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyrisbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri á steyptum undirstöðum, samanber erindi BN047212, við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 26. júlí 2016 til og með 23. ágúst 2016. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28.6. 2016.
Stækkun: 20,8 ferm., 168,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN051601
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af mhl. 03 innanhúss á á hæðum 3, 5, 6 og 7 í húsi á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051314
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja og fjögurra hæða fjölbýlishús fyrir eldri borgara, 74 íbúðir í fimm húsum með opinni bílgeymslu fyrir 35 bíla á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Mannvit dags. í júní 2016, brunahönnun frá Mannvit dags. 22. júní 2016, umsókn um takmarkað byggingarleyfi, verkáætlun, yfirlýsing eiganda og byggingastjóra og umboð eiganda til byggingastjóra dags. 20. júní 2016.
Stærð mhl. 01. A-rými: 4.404,5 ferm., 12.743,8 rúmm.
B-rými: 2.127,3 ferm., 8.459,6 rúmm.
Mhl. 02: 2.418,2 ferm., 7.071,9 rúmm.
B-rými: 500,9 ferm., 1.417,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
48. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051319
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN051139
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Foglio ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, fyrir 80 gesti, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.7. 2016 fylgir erindinu og hljóðvistarskýrsla Eflu dags. ágúst 2016 ásamt lagnateikningu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
50. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN051166
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 7, A-rými: 1.044,9 ferm., 3.542,2 rúmm.
B-rými: 11,5 ferm.,
C-rými: 40,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN051165
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti og veitingastað á jarðhæð á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 9, A-rými: 900,7 ferm., 3.174,9 rúmm.
B-rými: 31,5 ferm.,
C-rými: 48,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN051621
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051127 vegna lokaúttektar, starfsmannarými verður í nýbyggingu á Veghúsastíg 9 á meðan Veghúsastígur 9A er í byggingu, einnig verður arinn tekinn burt í húsi á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
53. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158
Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
54. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN051615
Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN050273 sem felast í því að gera stúdíóíbúð í risi að séreignarhluta, fjarlægja útihurð í kjallara og gera minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innandyra í íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
55. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN051625
Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Höfðaíbúðir ehf. óska eftir að heiti matshluta 05 á lóðinni Borgartún 8-16A, landnúmer 199350 verði breytt úr Bríetartún 13 í Bríetartún 9-11.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
56. Engjateigur 7 (01.366.501) 179535 Mál nr. BN051630
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30. ágúst s.l. voru samþykktar breytingar í húsinu við Engjateig 7. Þá láðist að bóka að til að stærðir skv. skráningartöflu sem fylgdi málinu gætu orðið að veruleika þyrfti að sameina fastanúmerin tvö í húsinu. Eftirfarandi bókun er því sett á samþykkt málsins:
"Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis"
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
57. Hvassaleiti 153-157 (01.726.103) 107325 Mál nr. BN051393
Sigurður Smári Gylfason, Hvassaleiti 145, 103 Reykjavík
Sótt er um að heimilisfangi fjölbýlishússins að Hvassaleiti 153, 155 og 157 verði breytt í Listabraut 5, 7 og 9.
Bréf aðalfundar húsfélagsins Hvassaleiti 153-157 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
58. Bergstaðastræti 60 (01.197.001) 102689 Mál nr. BN051585
Gunnix ehf., Ránargötu 11, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að fjölga íbúðum þannig að sér íbúð verði í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 60 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
59. Efstasund 65 (01.410.111) 104994 Mál nr. BN051590
Stefán Róbert Steed, Efstasund 65, 104 Reykjavík
Spurt er hvor leyfi fáist til að byggja rishæð í stað þess að endurnýja þak í núverandi mynd, ásamt breytingu á innra skipulagi 1. hæðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 65 við Efstastund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Hátún 15 (01.223.113) 102903 Mál nr. BN051581
Héðinn Þorkelsson, Hátún 15, 105 Reykjavík
Spurt er hvor leyfi fáist til að skrá íbúð í kjallara sem séreign með sér fastanúmeri í íbúðarhúsi á lóð nr. 15 við Hátún.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð, ma. vegna þess hve niðurgrafin hún er.
61. Mosgerði 17 (01.815.610) 108044 Mál nr. BN051605
Þrúður Kristjánsdóttir, Sunnubraut 19, 370 Búðardalur
Spurt er hvort leyfi fáist til að byggja litla viðbyggingu á norðurhlið ásamt því að stækka glugga á íbúðarhúsi á lóð nr. 17 við Mosgerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
62. Nönnugata 16 (01.186.505) 102290 Mál nr. BN051584
Ægir Máni Helgason, Bergstaðastræti 50, 101 Reykjavík
Spurt er hvort "ósamþykkt íbúð" 0001 fengist samþykkt ef bætt væri við geymslu innaf stofu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Nönnugötu.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð, ma. vegna þess hve niðurgrafin hún er.
63. Síðumúli 2 (01.292.305) 103802 Mál nr. BN051606
Ferðaþjónusta bænda hf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð og þaksvalir ofaná verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 2 við Síðumúla.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2012
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
64. Skólavörðustígur 17A (01.182.007) 101813 Mál nr. BN051620
Tiago S. Simoes Monteiro Fortes, Freyjugata 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort opna megi húðflúrstofu í skúr á lóð nr. 17C við Skólavörðustíg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
65. Vífilsgata 6 (01.243.403) 103130 Mál nr. BN050937
Stefán Gunnarsson, Vífilsgata 6, 105 Reykjavík
Spurt er hvort skrá megi rými 0009 og 0002 sem sér eignarhluta ótengdum íbúðum í húsinu einnig er spurt hvort 3 ferm. geymsla sé nægilega stór fyrir 53 ferm. íbúð í húsi á lóð nr. 6 við Vífilsgötu.
Meðfylgjandi er umsögn skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5.9.2016.
Nei.
Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 5. September 2016.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.40
Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack
Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Eva Geirsdóttir