No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 2. maí 2013 kl. 13.40, var haldinn 15. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,
Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013.
2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Mál nr. SN130222
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi borgarráðs dags. 29. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi svæðisskipulagsnefndar dags. 23. apríl 2013 varðandi breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitafélaga dags. 19. apríl 2013. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. febrúar 2013, drög að umferðarspá dags. 5. nóvember 2012 og umsagnir og athugasemdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013.
Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 13.48.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: „Fallist er á að breytingatillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga til samþykktar í auglýsingu sbr. 24 gr. Skipulagslaga. Tekið skal fram að í því fellst ekki samþykki á tillögunum.“
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson sat fundin undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 728 frá 30. apríl 2013.
(E)Umhverfis- og samgöngumál
4. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur varðandi Vatnsveituveg Mál nr. US130087
Óskað er eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið skoði kosti og galla þess að loka Vatnsveituvegi fyrir almennri bílaumferð. Einnig verði skoðað með hvaða hætti er hægt að stýra nauðsynlegri öryggisumferð. Niðurstöður verði kynntar ráðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagssviðs, samgöngur dags. 2. maí 2013.
Ráðið samþykkir að banna almenna umferð um Vatnsveituveg, í tilraunaskyni í eitt ár.
5. Samgöngumiðstöð, leiðakerfi Strætó. Mál nr. US130083
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar:
1. Hversu stór hluti heildarferða í kerfinu mun breytast við þessa leiðarkerfisbreytingu?
2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjölda skiptinga í kerfinu?
3. Í ljósi þess að allar stærri leiðarkerfisbreytingar til þessa hafa skilað farþegafækkun, er spurt: Hversu mikil er farþegafækkunin áætluð í kjölfar þessara breytinga?
Frestað.
(C) Ýmis mál
6. Umhverfis- og skipulagssvið, Tillaga að breytingum á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssvið Mál nr. US130131
Kynnt tillaga að breytingum á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssvið.
Tillögunni fylgir greinargerð.
7. Hlemmur, kynning (01.2) Mál nr. SN130181
Umhverfis- og skipulagssvið hélt HönnunarMars hátíðlegan með sýningunni HönnunarHlemmi dagana 13.-17.mars. Á sýningunni var samráðsveggur þar sem hægt var að koma hugmyndum sínum um framtíð Hlemms á framfæri. Alls bárust 126 hugmyndir. Niðurstöður úr samráðinu verður kynnt ráðinu.
Kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir og Valný Aðalsteindóttir sátu fundinn undir þessum lið.
8. Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík Mál nr. SN130166
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2013 vegna fjögurra tillagna um ný götuheiti í Reykjavík sem samþykkt voru í nafnanefnd 18. s.m.
Frestað.
9. Earth 101, styrkumsókn Mál nr. US130091
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 24. mars 2013 varðandi umsókn um styrk fyrir Earth 101 verkefnið. Einnig eru lögð fram að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. maí 2013.
Umsögnin samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins og bókaði „Afstaða til málsins verður tekin í borgarráði“.
10. Hljómskálagarður, Víkingahátíð Mál nr. US130127
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt erindi Einherja Víkingafélags Reykjavíkur varðandi leyfi til að halda Víkingahátíð í Hljómskálagarðinum dagana 13-14 júlí 2013. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
11. Betri Reykjavík, Gróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog Mál nr. SN130161
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLGróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
12. Betri Reykjavík, Að setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum. Mál nr. SN130162
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLAð setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013.
13. Betri Reykjavík, Strætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi Mál nr. SN130163
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLStrætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2013.
Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2013.
14. Betri Reykjavík, Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn Mál nr. SN130164
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLGangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. apríl 2013.
15. Betri Reykjavík, Norðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu Mál nr. SN130165
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Skipulagsmál frá 28. febrúar 2013 #GLNorðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. apríl 2013.
Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. apríl 2013.
16. Betri Reykjavík, Samsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi Mál nr. US130108
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 úr málaflokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík #GLSamsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
Tillögunni vísað frá með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
17. Betri Reykjavík, Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum Mál nr. US130109
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLBarnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
Frestað.
18. Betri Reykjavík, Strætómiðar fyrir námsmenn Mál nr. US130110
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Samgöngur #GLStrætómiðar fyrir námsmenn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.
19. Betri Reykjavík, Matjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum Mál nr. US130113
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Umhverfismál #GLMatjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2013.
20. Betri Reykjavík, Tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni Mál nr. US130111
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLTvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
21. Betri Reykjavík, Betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi Mál nr. US130112
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál #GLBetri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
22. Betri Reykjavík, Tiltektardagur í Reykjavík Mál nr. US130115
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt #GLTiltektardagur í Reykjavík#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
23. Laugavegur 178, kæra, umsögn 33/2012 (01.251.102) Mál nr. US130101
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun um afskráningu sem byggingarstjóri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. apríl 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. apríl 2013 samþykkt.
24. Ármúli 6, kæra, umsögn 33/2012 Mál nr. US130102
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun umafskráningu sem byggingarstjóri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. apríl 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. apríl 2013 samþykkt.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.59.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 30. apríl kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 728. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Óskar Torfi Þorvaldsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN045857
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta rými sem var samþykkt var sem stoðrými öryggisgæslu í kjallara 2. Rýmið verði innréttað sem viðhaldsaðstaða sviðsmanna í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Bréf hönnuðar dags. 9. apríl. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN045816
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu fyrir metanafgreiðslu sem samanstendur af einum 24 feta gámi með metanpressu og aðstöðu fyrir tvo flutningagáma til fermingar og affermingar í steyptu gerði með stálhurðum á lóð Olíuverslunar Íslands nr. 7 við Álfabakka.
Stærðir: 15 ferm., 57,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 5.166
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
3. Bergstaðastræti 28 (01.184.315) 102054 Mál nr. BN045896
Katrín Rós Gýmisdóttir, Selbrekka 30, 200 Kópavogur
Helgi Guðmundsson, Funalind 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð og reyndarteikningum fyrir innri breytingum á kjallara, 1. hæð, 2 hæð og ris í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 28 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Búðavað 21-23 (04.791.806) 209912 Mál nr. BN045936
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu eingöngu og ganga frá aðstæðum á lóð með tilvísan í eldra byggingarleyfi frá 12.02 2008 (BN03775) þar sem sótt var um: takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðugerð, jarðvinnu og undirstöðum á lóðinni nr. 21-23 við Búðavað.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
5. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN045902
Framtak-Blossi ehf, Vesturhrauni 1, 210 Garðabær
Framtak ehf., Vesturhrauni 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta á fyrstu hæð austurálmu verslun og vélaverkstæði, í vesturálmu trésmíðaverkstæði, á annarri hæð að endurinnrétta austurálmu sem skrifstofurými, matstað og geymslu/lager. Jafnframt er sótt um leyfi til að stækka anddyri/afgreiðslu á fyrstu hæð vesturálmu í húsinu á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Stækkun: 3,6 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Elliðavatnsblettur 3 (08.1--.-96) 113486 Mál nr. BN045387
Hrafn Gunnlaugsson, Laugarnestangi 65, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af sumarhúsi (mhl. 01) á lóð nr. 3 við Elliðavatnsblett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2013.Stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 8.500 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Fiskislóð 39 (01.086.603) 209697 Mál nr. BN045912
Hverfi-prent ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045615 þannig að innra fyrir komulag breytist í línu 12,A til 15,A á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Fiskislóð 43 (01.086.603) 209699 Mál nr. BN045910
Miðfell ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fella út dyr á norðurhlið atvinnuhúss á lóð nr. 43 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Hönnuður og umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
9. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN045906
1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað úr flokki I í flokk II, tegund kaffihús, í Hannesarholti á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
{Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
10. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN045496
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir áfyllingarstöð fyrir metangas á starfssvæði Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi á lóðinni Gufunes Áburðarverksm.
Minnisblað vegna eldvarna dags. 23.04.2013 fylgir erindinu.
Stærð: Áfyllingarstöð (matshl.07) 9,1 ferm. og 25,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.295
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
11. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN045903
Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kælisamstæðu á svölum 3. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Erindi fylgir minnisblað um hljóðvist frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 22. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
12. Hávallagata 9 (01.160.305) 101167 Mál nr. BN045921
Herdís Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á íbúð 0001 ásamt breytingum á fyrirkomulagi innan kjallaraíbúðarinnar í húsi á lóð nr. 9 við Hávallagötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN045766
HÞR1 ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lageraðstöðu og koma fyrir gerði utanhúss til að geyma gaskúta o.fl. fyrir Olíuverslun Íslands á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.
Tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 15 apríl 2013 fylgir erindinu. Brunahönnunarskýrsla dags. 22. apríl 2013 og greinargerð með starfsleyfisumsókn (vegna mengunarvarna) dags. 22. apríl 2013 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
14. Hringbraut 92 (01.139.210) 100775 Mál nr. BN045792
Hanna Óladóttir, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Haraldur Bernharðsson, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá sem eina íbúð, rífa stiga við suðurhlið og byggja nýjan ásamt nýrri útihurð við austurhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 92 við Hringbraut.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 2 dags. 5. mars 2013
15. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2013.
Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + xx.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN045814
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara, á 1. og 2. hæð í millibyggingu, þar sem skrifstofur sálfræðinga verða á 2. hæð, litlar leigueiningar innréttaðar í kjallara og stigi milli hæða er fjarlægður, en nýr flóttastigi er byggður í millibyggingu T-mn í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN045914
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-287 sem felst í að stækka núverandi verslun Nova inn í einingu S-289, starfsfólk Nova hefur eftir sem áður aðgang að snyrtingu og ræstingu í einingu S-289 á 2. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN045817
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-271 og skipta henni í tvær einingar, S-271-1 og S-271-2 með sameiginlegri snyrtingu og aðstöðu starfsfólks í einingu S-271-2 á annarri hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN045812
Köllunarklettsvegur 8 ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og uppfærðri brunaskýrslu, netvegg er komið fyrir á 1. hæð og vegg og útljósum bætt við á 2. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Meðfylgjandi er Brunahönnun dags. 6.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Laugarásvegur 7 (01.380.107) 104732 Mál nr. BN045913
Ingvi Rafn Hafþórsson, Laugarásvegur 7, 104 Reykjavík
Ragnheiður Helga Reynisdóttir, Laugarásvegur 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð út frá stofu á vesturhlið íbúðar 0001 í hússins á lóð nr. 17 við Laugarásveg.
Samþykki meðeigenda fylgir á teikningu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Lækjargata MR (01.180.001) 101665 Mál nr. BN045907
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir slökkvikerfi á öllum hæðum og staðsetja dælubúnað í sérstöku rými í viðbyggingu við aðalbyggingu MR á lóðinni Lækjargata MR.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Miklabraut 101 (01.285.001) 103737 Mál nr. BN045854
S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja fjóra eldri eldsneytistanka og endurnýja með tveim nýjum í tveim áföngum á eldsneytisafgreiðslustöðinni á lóð nr. 101 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045799
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður vatnsúðakerfi, breyta millilofti yfir lyftarageymslu og byggja nýjan stoðvegg við spennistöð í frystigeymslu á lóð nr. 1 við Norðurtanga.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla dags. 22.3. 2013.
Stærðarbreytingar??
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Nökkvavogur 44 (01.445.004) 105544 Mál nr. BN045905
Þorbergur Ormsson, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Oddrún Albertsdóttir, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir á 1. hæð svalahurð og svalapalli með tröppum niður í garð á suðuhlið hússins á lóð nr. 44 við Nökkvavog.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN045901
Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar og breyta útliti götu- og bakhliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN045894
VH fjárfesting ehf., Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum gestafjölda í sölum veitingastaðar á fyrstu hæð Hótels Borgar á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti.
Sbr. erindi BN045518 sem samþykkt var 5. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN045918
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu af endurnýjun og breytingu á útvegg, sjá samþykkt BN044097, á götuhlið húss á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Selvogsgrunn 12 (01.350.305) 104142 Mál nr. BN045898
Laufey Broddadóttir, Selvogsgrunn 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera hurð út frá stofu á suðurhlið hússins, rífa gamlan pall og byggja nýjan í staðinn á lóð nr. 12 við Selvogsgrunn.
Samþykki meðeigenda ódags. og umsögn Burðarvirkihönnuðar dags. 17. apríl 2013
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN045609
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir girðingum á norðaustur- og suðvesturhlið og koma fyrir ökufæru hliði í suðurhorni og einnig frá Skarfabakka fyrir aðkomu slökkviliðs að húsinu á lóð nr. 2 við Skarfagarða.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Skógarsel 10 (04.914.401) 112545 Mál nr. BN045824
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytistanka og afgreiðsluplan við afgreiðslustöð N1 á lóð nr. 10 við Skógarsel.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN045911
Óttar Magnús G Yngvason, Birkigrund 23, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að lækka botnplötu, endurbyggja framhlið og stækka hús nr. 3B á lóðinni nr. 3 við Skólastræti. Jafnframt er sótt um að innrétta vinnustofur fyrir fjóra listamenn í húsinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Skólavörðustígur 25 (01.182.242) 101894 Mál nr. BN043104
Náttmál ehf, Pósthólf 603, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignaskiptum þannig að 1. hæð verði séríbúð og kjallari, 2. hæð og ris verði önnur íbúð í húsi (mhl.01) á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Smiðshöfði 21 (04.061.402) 110621 Mál nr. BN045820
Boreal ehf, Austurbergi 18, 111 Reykjavík
Jón Baldur Þorbjörnsson, Fagrabrekka Vatnsenda, 203 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu af atvinnuhúsi á lóð nr. 21 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 9.000 + 9000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
34. Snorrabraut 35 (01.240.105) 102982 Mál nr. BN045919
Snorrabraut 35,húsfélag, Snorrabraut 35, 105 Reykjavík
Sótt er um að dýpka og lengja svalir og að hækka handrið til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar í húsinu á lóð nr. 35 við Snorrabraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN045698
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 3. hæð í Templarasundi 3, í bakhúsi mhl. 06 og í Kirkjutorgi 4 í gisti- og veitingahúsinu á lóðinni nr. 3 við Templarasund og nr. 4 við Kirkjutorg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.4. 2013 og annað dags. 18.4. 2013 og enn annað dags. 18.4. 2013 einnig yfirlýsing eigenda dags. 17.4. 2013 og bréf eldvarnahönnuðar dags, 14.12. 2012.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Vesturhús 2 (02.848.002) 109840 Mál nr. BN045882
Sveinn Gíslason, Vesturhús 2, 112 Reykjavík
Sótt er um áður gerða stækkun undir bílageymslu mhl. 02 þar sem það rými verður notað sem geymsla á lóð nr. 2 við Vesturhús.
Stækkun bílageymslu: 50,4 ferm., 245,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
37. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN045900
Sushisamba ehf, Þingholtsstræti 5, 101 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður flóttaleið úr veitingasal 0103 um stigahús 0102 í húsinu á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Þrastargata 7 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN045916
DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að rífa hús og byggja nýtt einbýlishús, ein hæð og ris, burðarvirki úr timbri, klætt aluzinki á steyptum sökkli á lóð nr. 7 við Þrastargötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013.
Niðurrif: 51,5 ferm.
Nýbygging: 1. hæð 62 ferm., 2. hæð 51,8 ferm.
Samtals 113,8 ferm., 291,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
39. Háskólalóð (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN045935
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á nýrri lóð, Brynjólfsgata 1 og 5, Dunhagi 3-7, Hagatorg 3 og Hjarðarhagi 2-6 (staðgr. 1.552.401, landnr. 106511), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 23. 4. 2013, og sem verði númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Tekið undir lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) alls 48695 m² og minnkar því óútvísaða landið (landnr. 218177) sem því nemur.
Lóðin (staðgr. 1.552.401, landnr. 106511), verður því 48695 m² og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 12. 08. 2009, samþykkt borgarráðs 20. 08. 2009 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 17. 11. 2009.
Sjá samþykkt embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 04. 01. 2013, og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 11. 02. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
40. Leirulækur 4-4A (01.348.002) 176940 Mál nr. BN045924
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) og Leirulækur 6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), þannig að lóðirnar ásamt hluta borgarlandsins, sameinist í eina lóð, nefnda Leirulækur 4-6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 23.04.2013.
Lóðin Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) er 2858 m², teknir 2858 m² af lóðinni og bætt við lóðina Leirulækur 6, lóðin Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Leirulækur 6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), er 4673 m², við lóðina er bætt 2858 m² frá lóðinni Leirulækur 4 og síðan bætt við lóðina 341 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður því alls 7872 m² og verður tölusett við Leirulækur 4-6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939).
Sjá samþykkt borgarráðs 01. 03. 2012, samþykkt afgreiðslufundar skipulagsstjóra 27. 04. 2012 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 06. 2012.
Umsækjandi:
Sjá meðsent afrit af bréfi nefnt: Leirulækur 4 og 6, Minnisblað
dagsett 1. mars 2013, undirritað af Magnúsi Sædal Svavarssyni.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
41. Leirulækur 6 (01.344.401) 176939 Mál nr. BN045925
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) og Leirulækur 6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), þannig að lóðirnar ásamt hluta borgarlandsins, sameinist í eina lóð, nefnda Leirulækur 4-6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 23.04.2013.
Lóðin Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) er 2858 m², teknir 2858 m² af lóðinni og bætt við lóðina Leirulækur 6, lóðin Leirulækur 4 (staðgr. 1.348.002, landnr. 176940) verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Leirulækur 6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939), er 4673 m², við lóðina er bætt 2858 m² frá lóðinni Leirulækur 4 og síðan bætt við lóðina 341 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður því alls 7872 m² og verður tölusett við Leirulækur 4-6 (staðgr. 1.344.401, landnr. 176939).
Sjá samþykkt borgarráðs 01. 03. 2012, samþykkt afgreiðslufundar skipulagsstjóra 27. 04. 2012 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 06. 2012.
Umsækjandi:
Sjá meðsent afrit af bréfi nefnt: Leirulækur 4 og 6, Minnisblað
dagsett 1. mars 2013, undirritað af Magnúsi Sædal Svavarssyni.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
42. Barmahlíð 43 (01.710.019) 107134 Mál nr. BN045922
Margrét Helga Hjartardóttir, Barmahlíð 43, 105 Reykjavík
Ingólfur Bruun, Barmahlíð 43, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og innrétta íbúðarherbergi í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 43-45 við Barmahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
43. Bárugata 4 (01.136.216) 100552 Mál nr. BN045891
Fafnir Holding ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Spurt er hvor leyft yrði að skrá sem atvinnuhúsnæði tvær íbúðir á fyrstu og annarri hæð hússins nr. 4 við Bárugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN045881
Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofuhúsnæði í tvær til þrjár íbúðir á lóðinni nr. 9 við Frakkastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2013.
45. Hlíðargerði 26 (01.815.407) 108015 Mál nr. BN045920
Auður Sif Arnardóttir, Grundarhús 2, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka forstofu, lyfta þaki og byggja kvisti á þak hússins nr. 26 við Hlíðargerði.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
46. Laugateigur 46 (01.365.202) 104684 Mál nr. BN045904
Sigþór Hjartarson, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Heiðlóa Ásvaldsdóttir, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta kvistum á þakhæð parhúss á lóðunum nr. 46 og nr. 48 við Laugateig.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
47. Nýlendugata 14 (01.131.108) 100166 Mál nr. BN045892
M 14 ehf, Nýlendugötu 14, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi og innrétta veitingarými í verslun og auka leyfilegan gestafjölda úr 58 í 80 í veitingahúsi á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki eigenda.
48. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN045785
Sigurður Jónas Eysteinsson, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta veitingaverslun í veitingahús í flokki II fyrir 18 gesti í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
49. Snorrabraut 27 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN045851
Árni Ingólfur Hafstað, Útvík, 551 Sauðárkrókur
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki I eða flokki II á fyrstu hæð hússins nr. 27 á lóðinni nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er til vara spurt hvort leyft yrði að reka hótelíbúðir í sama húsnæði.
Bréf hönnuðar dags. 9. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2013
og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2013.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við rekstur veitingahúss í flokki I eða II. Ekki er heimilt að reka hótel íbúðir á 1. hæð samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl. Sækja þarf um byggingarleyfi.
50. Sogavegur 192 (01.831.015) 108507 Mál nr. BN045897
Anabelle Valle, Sogavegur 192, 108 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi íbúð í kjallara þríbýlishúss á lóð nr. 192 við Sogaveg.
Nei.
Ekki er heimilt að útbúa nýja íbúð í kjallara.