Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 9.05, var haldinn 159. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Kerhólum. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 365 frá 19. ágúst 2016.
Kl. 9:16 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir sæti á fundinum.
2. Almenningssalerni í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US160066
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og eigna dags. 18. ágúst 2016 ásamt skýrslu starfshóps, dags. í júlí 2016, um almenningssalerni í Reykjavík stefnu og tillögur.
Samþykkt.
Umhverfis- og skipulagsráð bókar eftirfarandi. „Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík en áréttar þó mikilvægi þess að hvert verkefni sem þar er lagt til verði skoðað sérstaklega og í samvinnu við ráðið, sér í lagi með tilliti til útlits, nákvæmrar staðsetningar og kostnaðar. Þá leggur umhverfis- og skipulagsráð áherslu á að þess sé gætt að sú aðstaða sem fyrir er sé fullnýtt áður en tekin er ákvörðun um frekari uppbyggingu á einstökum svæðum.”
Vísað til borgarráðs.
Kl. 9:30 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
(A) Skipulagsmál
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 19. ágúst 2016.
4. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi (01.63) Mál nr. SN160136
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. Breytingin felur í sér breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 6. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 12. maí 2016. Jafnframt eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu um umferðarhávaða, dags. 28. apríl 2016, um rafbílahleðslu, dags. 5. maí 2016 og um yfirferð og rýni á umferð vegna breytinga á deiliskipulagi, dags. 13. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 14. júní til og með 11. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur ásamt minnisblaði, dags. 22. júlí 2016, Jón Jóhannes Jónsson, dags. 26. júlí 2016 og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, dags. 27. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2016.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Laugavegur 77 og Hverfisgata 94-96, breyting á deiliskipulagi (01.174.0) Mál nr. SN160607
SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Teiknistofu Arkitektar ehf., mótt. 11. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðanna nr. 77 við Laugaveg og 94-96 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að sett er kvöð um aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur í kjallara hússins. Einnig er tekinn út texti úr skilmálum um að koma þurfi fyrir nýrri spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðinni, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf., dags. 16. ágúst 2016. Einnig lögð fram yfirlýsing meðlóðarhafa dags. 19. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Óðinsgata 8B, breyting á deiliskipulagi (01.180.3) Mál nr. SN160629
Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík
Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Páls V Bjarnasonar ark. f.h. Dags B. Eggertssonar, mótt. 18. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.3 vegna lóðar nr. 8B við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er aukið til að samræmis við reikningsaðferð í staðli ÍST50. Nytingarhlutfall (N:) lóðarinnar Óðinsgata 8B er því hækkað úr 1,6 í 2,1., samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 17. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Vesturhöfnin, Grandagarður 20 og Norðurgarður 1, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160572
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 25. júlí 2016 um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 20 við Grandagarð og 1 við Norðurgarð. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum Grandagarðs 20 og Norðurgarðs 1 og stækkun byggingarreits að Norðurgarði 1, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 11. júlí 2016. Einnig lagt fram bréf HB Granda, dags. 13. júlí 2016.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Laugavegur 73 og Hverfisgata 92, breyting á deiliskipulagi (01.174.0) Mál nr. SN160560
T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Rauðsvíkur ehf., mótt. 30. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 73 við Laugaveg og 92-96 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst m.a. að lóð Laugavegar 73 er stækkuð, byggingarmagn aukið og íbúðum fjölgað, lóð Hverfisgötu 92 er minnkuð og bílakjallari stækkaður að lóðarmörkum samkv. uppdrætti T.ark dags. 10. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Tryggvagata 14, breyting á deiliskipulagi (01.132.1) Mál nr. SN160179
Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Halldórssonar f.h. Tryggvagötu ehf., mótt. 3. mars 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi reits 1.132.1, Naustareits, vegna lóðarinnar nr. 14 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að gerð er krafa um eitt bílastæði á hverja 120 m2 fyrir hótelstarfssemi verði ekki unnt að koma fyrir á lóðinni þeim fjölda bílastæða sem kröfur eru gerðar um skal heimilt að greiða fyrir þau stæði sem á vantar, samkvæmt tillögu Glámu/Kím ehf., dags. 2. mars 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. apríl 2016. Tillagan var auglýst frá 1. júlí 2016 til og með 12. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þórhallur Tryggvason, dags. 10. ágúst 2016, Húsfélag Tryggvagötu 16, dags. 10. júlí 2016 og Páll Kristjánsson hdl., dags. 11. ágúst 2016 fh. Hafna fasteignafélags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir bóka:
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- og flugvallarvina samþykkja að vísa málinu til borgarráðs en leggja áherslu á að í athugasemdum við breytingar á deiliskipulagi lýsa rekstararaðilar á svæðinu yfir áhyggjum af fækkun bílastæða. Tekið er undir þær áhyggjur.”
10. Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, breyting á deiliskipulagi (01.794.6) Mál nr. SN160596
Fimir ehf., Skrúðási 14, 210 Garðabær
Lögð fram umsókn Fimra ehf., mótt. 9. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 38, 40, 42 og 44 við Lautarveg. Í breytingunni felst breyting á húsgerð úr raðhúsi (4 íbúðir) í tvíbýlishús (8 íbúðir) og færslu á lóðarmörkum Lautarvegar 34, 40 og 42 um 0,5 m. til vesturs þannig að lóðin Lautarvegur 38 minnkar um 0,5 m., en lóðin Lautarvegur 44 stækkar um 0,5 m., lóðirnar Lautarvegur 40 og 42 eru jafn breiðar og áður, samkvæmt uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 7.ágúst 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi (02.456.1) Mál nr. SN160535
Jakob Emil Líndal, Huldubraut 34, 200 Kópavogur
Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Alark, mótt. 30. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Fossaleynir, Egilshöll. Sótt er um breytingu á byggingareitum og byggingamagni á reitum D og H. Vegna fyrirhugaðs stærra handboltahúss er sótt um leyfi til að breyta lögun byggingareits H og auka byggingamagn um 3000 m2. Sótt um leyfi til að færa byggingareit D fyrir bílgeymsluhús, til suðurs á lóð, skv. uppdráttum, dags. 17. júní 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 888 frá 23. ágúst 2016.
(C) Fyrirspurnir
13. Öskjuhlíð, Perlan, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.762.5) Mál nr. SN160587
Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Perla norðursins ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Landmótunar sf., mótt. 2. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð skv. uppdrætti Landmótunar ehf., dags. 29. júlí 2016. Óskað er eftir að byggja nýtt mannvirki vestan Perlunnar í Öskjuhlið. Mannvirkið er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu. Aukning í byggingarmagni er 550 m2, eða um 10% frá núv. fermetramagni á lóðinni. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Með vísan til umsagnar skipualagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016 gerir umhverfis og skipulagsráð ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina.
Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Brautarholt 18 og 20, (fsp) endurgerð þaks, hótel o.fl. (01.242.2) Mál nr. SN160576
Stáss Design ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Stáss design ehf., mótt. 26. júlí 2016, um að breyta húsunum á lóðunum nr. 18 og 20 við Brautarholt í hótel, endurgera þak hússins á lóð nr. 18 við Brautarholt endurbyggja núverandi kvist, rífa skúra á baklóð og byggja byggingu í samræmi við þær heimildir sem þegar eru til staðar hjá byggingarfulltrúa, Hækka þak á lóð nr. 20 við Brautarholt, endurbyggja og breyta gluggasetningu, rífa bakbyggingu á lóð og endurbyggja í samræmi við þær heimildir sem þegar eru til staðar hjá byggingarfulltrúa. , samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. ódags. Einnig er lögð fram ódags. tillaga að útliti húsanna, og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2016 samþykkt.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
15. Lindargata 1-3, gamla Hæstaréttarhúsið, undirbúningur friðlýsingar (01.151.1) Mál nr. SN160585
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 27. júlí 2016, varðandi undirbúning friðlýsingar fyrrum dómhúss Hæstaréttar við Lindargötu 1-3. Einnig eru lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum Minjastofnunar Íslands. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016 samþykkt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Sóleyjargata 2, Hljómskálinn, undirbúningur friðlýsingar (01.143.9) Mál nr. SN160586
Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 27. júlí 2016, varðandi undirbúning friðlýsingar Hljómskálans við Reykjavíkurtjörn, Sóleyjargötu 2 Einnig eru lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum Minjastofnunar Íslands. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016 samþykkt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Betri Reykjavík, að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst (USK2016080012) Mál nr. US160205
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "að kettir beri bjöllur yfir varptímann, frá 1.maí - 1. ágúst" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
18. Betri Reykjavík, kortleggja trjágróður i borginni, verðmæti hans og nytjar (USK2016080011) Mál nr. US160207
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "kortleggja trjágróður i borginni, verðmæti hans og nytjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
19. Betri Reykjavík, leið 5 aki á 15 mín fresti á álagstímum (USK2016080010) Mál nr. US160206
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "leið 5 aki á 15 mín fresti á álagstímum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
20. Betri Reykjavík, láta strætó ganga 1 hring kl. 12 og annan kl. 1 Mál nr. US160208
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "láta strætó ganga 1 hring kl. 12 og annan kl. 1" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 12. ágúst 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
21. Fjárhagsáætlun, tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021 Mál nr. US160035
Kynnt tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017 og fimm ára áætlunar til ársins 2021. Einnig kynnt verkáætlun umhverfis- og skipulagssviðs.
22. Laugavegur 58, kæra 108/2016 (01.173.1) Mál nr. SN160618
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. ágúst 2016, ásamt kæru þar sem kærð er synjun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
23. Laugavegur 59, kæra 110/2016 (01.173.0) Mál nr. SN160617
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. ágúst 2016, ásamt kæru þar sem kærð er synjun á leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3,4,og 5.hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2.hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1.hæðar húss á lóö nr. 59 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
24. Efstaleiti - RÚV reitur, kæra 109/2016 (01.745.4) Mál nr. SN160616
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. ágúst 2016, ásamt kæru, mótt. 15. ágúst 2016, þar sem kært er deiliskipulag vegna RÚV reitar við Efstaleiti.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
25. Ægisíða 123, kæra 49/2016, umsögn (01.532) Mál nr. SN160420
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. maí 2016 ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á að veita Borðinu ehf. veitingaleyfi í flokki 2. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 18. ágúst 2016.
26. Skipholt 50D, kæra 116/2014, úrskurður (01.254.1) Mál nr. SN140622
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 21. nóvember 2014 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. október 2014 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóðamörkum milli lóða nr. 50c og d við Skipholt. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. ágúst 2016. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi hin kærða ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. október 2014 um að veita leyfi til að breyta fyrirkomulagi bílastæða við lóðamörk Skipholts 50C og 50D.
27. Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreits (01.132.0) Mál nr. SN150413
Þorgeir Jónsson, Laugarnesvegur 96, 105 Reykjavík
Þórður Magnússon, Grundarland 15, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. ágúst 2016, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipuagsráðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu.
28. Hólaberg 86, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160496
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2016 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi, Breiðholts 3, Hólahverfi, vegna Hólabergs 86.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.15
Hjálmar Sveinsson
Páll Hjaltason Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir-
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 888. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson og Sigríður Maack
Fundarritari var Harri Ormarsson, Erna Hrönn Geirsdóttir tók við fundarstjórn á máli nr. 36.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051462
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stofnerindi BN048688 sem felst í því að stækka hús T4 og L1 á Reiti-1 og fækka stigahúsum, ásamt því að breyta bílakjallara á Reiti-11 (en byggingar ár Reiti-1 eru óbreyttar) á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stækkun:
Reitur-2 : 117,0 ferm., 1.050,2 rúmm.
Reitur-11: 386,8 ferm., 1.541,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
2. Austurbrún 6 (01.381.102) 104774 Mál nr. BN051412
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á lóð nr. 6 við Austurbrún.
Stærðir: A-rými 586,2 ferm., 2.218,9 rúmm. B-rými 132,6 ferm., 436,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
3. Ásvallagata 27 (01.162.205) 101263 Mál nr. BN051531
Brynjar Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Steinunn Thorarensen, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Jómar Axel Úlfarsson, Ásvallagata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti samhliða endurnýjun á þaki, ásamt veggsvölum á bakhlið á 1. og 2. hæð og rishæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Ásvallagötu.
Stækkun A-rými x ferm. x rúmm. B-rými x ferm. og x rúmm. C-rými.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
8. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN051308
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar, sjá erindi BN047738, í flugstjórnarmiðstöðvar nr. 66 við Nauthólsveg á lóðinni Flugvöllur 106748.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN051414
Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu á 1. hæð, milli mátlína 12 og 13, í Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Endurskoðun á heildarbrunahönnun dags. 06.07.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Freyjugata 9 (01.184.209) 102031 Mál nr. BN051401
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Nils Kjartan Guðmundsson Narby, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á tvennar svalir á efstu hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda, ódagsett.
Stækkun B-rými 10,6 ferm., 27,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Gissurargata 5 (05.113.703) 214851 Mál nr. BN051423
Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 5 við Gissurargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016 og varmatapsútreikningi dags. 17. ágúst 2016.
Stærðir húss eru XX ferm. og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Grettisgata 54B (01.190.110) 102385 Mál nr. BN050495
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, innrétta tvær íbúðir, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. ágúst 2016.
Stækkun: 87,3 ferm.
Stærð A-rými: 154,4 ferm., 443,9 rúmm.
B-rými: 2,9 ferm.
Samtals eftir stækkun: 157,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
13. Hjallavegur 23 (01.354.302) 104297 Mál nr. BN051410
Ingiríður B Þórhallsdóttir, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Kristberg Óskarsson, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja óleyfis skúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2016.
Stærð á nýjum bílskúr: 40,0 ferm., 139,4 rúmm., stækkun íbúðarhúss: 38,7 ferm., 109,2 rúmm. Stækkun samtals: 78,7 ferm., 248,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2016.
14. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN051466
Flugur listafélag ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bárujárnsklæðningu á 1 hæð á milli mátlína 5 til 12 og klæða verslunarframhlið með timburklæðningu, einangruð með 100 mm steinull og komið verður fyrir skilti ofan við inngang á húsinu á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Samþykki meðeigenda ódagsett og umsögn brunahönnuðar dags. 26. júlí 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Hverfisgata 80 (01.173.012) 101502 Mál nr. BN051520
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir opinn gám frá 11.08.2016 til 11.09.2016 á lóð nr. 80 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vantar samþykki lóðarhafa Hverfisgötu 80.
16. Lambhagavegur 15 (02.647.602) 211681 Mál nr. BN051530
H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 2ja hæða nýbyggingu auk kjallara úr forsteyptum einingum fyrir líkamsræktarstöð á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.
Stærðir: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051553
Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Hörður Jóhannesson, Brúnavegur 5, 104 Reykjavík
Steinabrekka ehf., Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, gluggum á suðurhlið hefur verið breytt og lítils háttar breyting á fyrirkomulagi innréttinga,sjá erindi BN050708 í veitingastað í flokki II á lóð nr. 74A við Laugarnesveg,
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Laugarnesvegur 96-102 (01.343.002) 103986 Mál nr. BN051515
Róbert Gíslason, Kópavogsbraut 88, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að víxla svefnherbergi og eldhúsi í íbúð 0402 í húsi nr. 102 á lóð nr. 96-102 við Laugarnesveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Laugavegur 120 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN051539
L120 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja skilti á skyggni á götuhæð og skiltasúlu á og við hótel á lóð nr. 120 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348
Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa fjarlægjaaustari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu.
Stækkun : 572,5 ferm., 1.754,6 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 852,8 ferm., 2.602,2rúmm
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal kvöð um að eignahald Laugavegs 12B og Laugavegs 16 sé ávallt á einni hendi, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
21. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið á lóð nr. 16 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.
Stækkun: 37,6 ferm., 420,5 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 1.565,6 ferm., 5.138,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal kvöð um að eignahald Laugavegs 12B og Laugavegs 16 sé ávallt á einni hendi, fyrir útgáfu byggingarleyfis.
22. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN051534
Gastropub ehf., Laugavegi 24, 101 Reykjavík
B. Baldursson slf., Kjalarvogi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048944 sem felst í að fjarlægja EICS30 hurð og setja þess í stað vængjahurð og koma fyrir eldvarnarkerfi í háfi í eldhúsi veitingastaðar í húsi nr. 24 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN051027
Þórdís Schram, Dimmuhvarf 7, 203 Kópavogur
Sótt er um að leyfi til að tilgreina í byggingarlýsingu flokk III veitingastaðinn Boston á lóð nr. 28B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016. Hljóðvistarskýrsla dags. júlí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
24. Laugavegur 32B (01.172.214) 101469 Mál nr. BN051542
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir ofan á einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu mhl. 01 frá árinu 1926, aftan við íbúðarhúsið, skv. gildandi deiliskipulagi, innrétta þar skrifstofu sem tengjast mun rekstri á 1. hæð hússins á lóð nr. 32b við Laugaveg.
Stækkun: 86,2 ferm., 259,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
25. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN051541
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, tegund a, fyrir 35 gesti í framhúsi við Laugaveg í beinum tengslum við hótelrekstur á lóð nr. 34a við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá eldra erindi BN049378.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.1. 2016 og bréf arkitekts dags. 4.8. 2016
Stærð á niðurrifi: 272,1 ferm., 817,8 rúmm.
Ný tengibygging: 268,3 ferm., 1.025,9 rúmm.
Samtals stækkun: -3.,8 ferm., 208,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
27. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051481
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á mhl. 01, sem í er veitingahús, verslun og íbúð, og mhl.02, sem er vörugeymsla, á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærðir: Mhl.01 : 454,9 ferm. Mhl.02 188,0 ferm. Alls: 642,9 ferm., 2.163,4 rúmm.
Sjá erindi BN051430 um byggingaráform.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN051468
Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna veitingastað í flokki I á 1. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Jafnframt er erindi BN051286 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
29. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN051545
Þorvaldur Gylfason, Lindargata 33, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir póstalausu svalalokunarkerfi á svölum nr. 0904 við íbúð 0901 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 33 við Lindargötu.
Hluti kaupsamnings dags. 18.10.2004 fylgir erindi.
Stærðir: B-rými 12,9 ferm., 42,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Mýrarsel 4 (04.961.401) 113085 Mál nr. BN051437
Runólfur Viðar Guðmundsson, Mýrarsel 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokun í raðhúsi á lóð nr. 4 við Mýrarsel.
Stækkun á B-rými er engin. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 9. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
31. Prestbakki 21 (04.608.102) 111750 Mál nr. BN051402
Elfa Þorgrímsdóttir, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Björn Blöndal, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum sólpalli og skjólveggjum á lóðamörkum ásamt lokun á rými undir svölum, sólskála, við endaraðhús á lóð nr. 21 Prestbakka.
Stækkun: B-rými 28,5 ferm., 66,82 rúmm. Samþykkt húsfundar dags. 23.6.2016 og samþykki meðeigenda nr. 19 dags. 30.6.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Rauðarárstígur 41 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN051526
Frico ehf., Ársölum 3, 201 Kópavogur
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050707 þannig að ?? í rými 0002 í húsi á lóð nr. 41 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Safamýri 21 (01.281.302) 103679 Mál nr. BN051392
Hrafn Hlynsson, Safamýri 21, 108 Reykjavík
Miroslava Synkova, Safamýri 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja garðhurð í glugga út frá kjallaraíbúð á vesturhlið út á niðurgrafin verönd á lóð nr. 21 við Safamýri 21
Samþykki meðeigenda dags. 29. Júní 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Silfurteigur 2 (01.362.201) 104591 Mál nr. BN051267
Elsa Ruth Gylfadóttir, Silfurteigur 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalahurð út í garð á íbúð 0001 og gera þar pall, stækka þakglugga á vesturhlið og minnka áðursamþykkt gat í burðarvegg (sjá erindi BN040095) í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Silfurteig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 7. júní 2016, umsögn burðarþolshönnuðar á svalahurð dags. 7.6.20116 og áður samþykktu gati í burðarvegg dags. 18.des. 2015.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN051537
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN049953 vegna lokaúttektar sem felst í að gerð er ný flóttaleið úr fyrirlestrarsal í húsi nr. 10 við Síðumúla.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Skipholt 1 (01.241.206) 103024 Mál nr. BN051113
Fjórir GAP ehf, Starhaga 4, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 5. hæð ofaná húsið og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi fylgir bréf hönnuða og greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: 3.693,4 ferm., 10.218,2 rúmm.
B-rými: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Harri Ormarsson víkur af fundi og Erna Hrönn Geirsdóttir tekur við fundarstjórn.
37. Skólavörðustígur 21 (01.182.244) 101896 Mál nr. BN051549
Antikhúsið ehf, Skólavörðustíg 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta glugga á jarðhæð í hurð í verslunarhúsi nr. 21 við Skólavörðustíg.
Sjá fyrirspurn BN050608.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN051540
Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047206 hvað varðar brunakröfu á gleri í stigahúsum nr. 26-28 og á svölum í fjölbýlishúsum á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Sólheimar 42 (01.435.203) 105320 Mál nr. BN050988
Sigrún G. Jónsdóttir, Vatnsnesvegur 32, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu, 0001 á jarðhæð, í íbúð í húsinu á lóð nr. 42 við Sólheima.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Stangarholt 14 (01.246.007) 103278 Mál nr. BN050970
Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt.
Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhannes Rúnar Jóhannesson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir, eigendur íbúða að Stórholti 25, dags. 19. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. sept. 2010.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 102,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN051558
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir rif og brot innanhúss, rif á gluggum og útihurðum, rif á þakvirki og rif og brot fyrir nýjar fólkslyftur á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut sbr. erindi BN050317.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Suðurlandsbraut 48 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN051460
Svanhildur Eva Stefánsdóttir, Langholtsvegur 144, 104 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna kaffihúsi í fl. ?? í spilaverslun sem er á fyrstu og annari hæð í húsinu á lóð nr. 48 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050899
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri skráningu, sjá erindi BN050622, einnig er sótt um stækkun 6. hæðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Stækkun 6. hæðar: 54 ferm.
Minnkun bakbyggingar 116 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengja matshlutana í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dags. 9. ágúst 2016, samþykki frá Faxaflóahöfnum dags. 2. ágúst 2016 og bréf frá brunahönnuði dags. 10. ágúst 2016 fylgja erindi.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016.
Stærð byggingar: A-rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B-rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm.
Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
45. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051213
FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á austurhlið, fylla upp í glugga og hurðir á vesturhlið og fjarlægja timburgólf og steypa ný gólf í tvíbýlishúsi á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Jafnframt er erindi BN050904 dregið til baka.
Erindi fylgir umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Urðarbrunnur 44 (05.054.608) 211728 Mál nr. BN051203
Björn Guðmundsson, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Birna Björg Sigurðardóttir, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum einangrað og klætt að utan með báruáli, með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 120,6 ferm., 2. hæð íbúð 86,5 ferm., bílgeymsla 28,3 ferm..
Samtals 235,4 ferm., 799,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051319
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016.
48. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN051139
Foglio ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, fyrir 80 gesti, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.7. fylgir erindinu og hljóðvistarskýrsla Eflu dags. ágúst 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN051166
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 7, A-rými: 1.044,9 ferm., 3.542,2 rúmm.
B-rými: 11,5 ferm.,
C-rými: 40,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
50. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN051165
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Vegamótastígur 9, A-rými: 900,7 ferm., 3.174,9 rúmm.
B-rými: 31,5 ferm.,
C-rými: 48,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
51. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158
Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Þverholt 11 (01.244.108) 180508 Mál nr. BN051519
JOHAM ehf., Krókamýri 80a, 210 Garðabær
FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, teg. E, kaffihús í Listaháskóla Íslands á lóð nr. 11 við Þverholt.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
53. Krummahólar 2 (04.645.201) 111958 Mál nr. BN051543
Jón Valgeir Björnsson, Krummahólar 2, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær íbúðir, íbúð 0203 í húsi nr. 2 við Krummahóla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
54. Laugavegur 50 (01.173.107) 101524 Mál nr. BN051527
Zoran Kokotovic, Digranesvegur 26, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta grill/takeaway í kjallara húss á lóð nr. 50 við Laugaveg.
Frestað.
Gera þarf betur grein fyrir erindinu.
55. Skeggjagata 5 (01.243.511) 103153 Mál nr. BN051469
Barak ehf., Grundartanga 25, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort samfara viðhaldi og endurnýjun megi stækka óskráða íbúð í kjallara með því að fjarlægja stiga og gera kjallaraíbúð að séreign, stækka bílskúr og breyta í vinnustofu, gera þaksvalir ofan á bílskúr og koma fyrir geymsluskúr og sorpgeymslu á lóð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2016.
{Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 25.júlí 2016
Afgreitt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2016.
56. Sogavegur 192 (01.831.015) 108507 Mál nr. BN051538
Einar Bjarki Ómarsson, Básbryggja 21, 110 Reykjavík
Spurt er hvort íbúð í kjallara fáist samþykkt, hvort opna megi út í garð á suðurhlið og hvort breyta megi bílskúr í stúdóíbúð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 192 við Sogaveg.
Afgreitt.
Vísað til umsagnar á fyrirspurnarblaði.
57. Steinagerði 11 (01.816.206) 108106 Mál nr. BN051552
Þórhallur Vilhjálmsson, Steinagerði 11, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja metra háa girðingu á eystri lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 11 við Steinagerði.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.25
Nikulás Úlfar Másson
Erna Hrönn Geirsdóttir Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson Harri Ormarsson
Sigríður Maack Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir