Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 9:09, var haldinn 158. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna J. Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2016.
2. Frakkastígur 26A, breyting á deiliskipulagi (01.182.3) Mál nr. SN160308
Live ehf., Laufásvegi 70, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Live ehf., mótt. 20. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 26 og 26A við Frakkastíg. Skilmálar fyrir Frakkastíg 26 eru óbreyttir en skilmálar fyrir Frakkastíg 26A breytast. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit sem nemur 5,3 m2 og setja hámarks nýtingarhlutfall 0,97. Heimilt er að vera með einn kvist á hvorri hlið og skal hann vera miðjusettur á framhlið hússins en staðsetning á bakhlið skal vera a.m.k. 0,5m frá enda. Heimilt er að vera með svalir á suðurhlið. Við endurgerð hússins er heimilt að vera með torfþak á húsinu. Hámarkshæð skal vera á bíslagi 2,95 metrar. Heimilt er að vera með veitingastað í flokki II í húsinu. Núverandi umferðarkvöð um Frakkastíg 26 er óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Hjördís Og Dennis ehf., dags. 6. maí 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. maí 2016 til og með 18. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásta Beck lögfr. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur, dags. 14. júní 2016 ásamt greinargerð Sigurðar Sigurpálssonar, dags. 28. maí 2016 og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dags. 15. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 30. júní 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs dags. 30. júní 2016.
Harri Ormarsson lögfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Hverafold 49-49A, breyting á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis (02.866.0) Mál nr. SN160239
Þormóður Sveinsson, Heiðargerði 124, 108 Reykjavík
Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þormóðs Sveinssonar f.h. Ingibjargar H. Harðardóttur, mótt. 18. mars 2016, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður 1. og 2. áfanga vegna lóðarinnar nr. 49-49a við Hverafold, dags. 15. mars 2016. Í breytingunni felst að skilmálum fyrir einbýlishús verði breytt í skilmála fyrir parhús og að heimilt sé að taka í notkun þegar gerð sökkulrými, samkvæmt tillögu, dags. 17. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 13. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 3. júní 2016 til og með 18. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar S. Hálfdánarson og Regína G. Pálsdóttir, dags. 14. júlí 2016 og Pétur Jóhannesson, dags. 14. júlí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 28. júlí 2016 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2016.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 9:38 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum.
4. Njálsgata 37, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN160035
Benjamín G Magnússon, Grundarsmári 17, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Benjamíns G. Magnússonar ark., mótt. 14. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að byggja við og hækka húsið á lóðinni, byggingu nýs húss á baklóð merkt nr. 37B o.fl., samkvæmt uppdr. Benjamíns G, Magnússonar ark., dags. 13. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 28. janúar 2016, skýringarmyndir Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 18. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. mars 2016 og 8. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2016 til og með 24. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ari Blöndal Eggertsson og Ragnar Halldór Blöndal, dags. 15. maí 2016 og 21. júní 2016, 18. íbúar við Grettisgötu mótt. 15. júní 2016, 8 íbúar við Njálsgötu mótt. 15. júní 2016 og Bjarni Þorsteinsson, dags. 16. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. júní 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2016.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
5. Fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, aðgerðir við að stemma stigu við notkun plasts (USK2016060081) Mál nr. US160197
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofustjóra skrifstofu umhverfisgæða, dags. 20. júlí 2016, vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokks þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvaða skref Reykjavíkurborg hefur tekið við að stemma stigu við notkun plasts í borginni.
6. Niðurstöður rannsóknar um örplast í hafi, kynning Mál nr. US160173
Kynntar niðurstöður rannsóknar Matís um örplast í hafi.
Fulltrúi Matís Hrönn Ólína Jörundadóttir kynnir.
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
7. Öskjuhlíð, Perlan, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.762.5) Mál nr. SN160587
Perla norðursins ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lögð fram til kynningar fyrirspurn Landmótunar sf., mótt. 2. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð skv. uppdrætti Landmótunar ehf., dags. 29. júlí 2016. Óskað er eftir að byggja nýtt mannvirki vestan Perlunnar í Öskjuhlið. Mannvirkið er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu. Aukning í byggingarmagni er 550 m2, eða um 10% frá núv. fermetramagni á lóðinni.
Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Perlu Norðursins, Agnes Gunnarsdóttir, framkvstj. Perlu Norðursins. Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur stjórnarmaður í Perlu Norðursins og Sölvi Oddsson, verkefnisstjóri kynna.
Björn Ingi Edvardson verkefnisstjóri og Óli Jón Hertervig fulltrúi skrifstofu eigna-og atvinnuþróunar sitja fundinn undir þessum lið.
Kl. 10:54 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 887 frá 16. ágúst 2016.
9. Bræðraborgarstígur 23, Rífa bílskúr - byggja nýjan (01.137.003) Mál nr. BN050542
Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðarmörkum við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Irma Erlingsdóttir og Geir Svansson, dags. 30. júní 2016 og 20. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Stærðir: Nýbygging og eldri-, ferm. og rúmm. sbr. skráningartafla, xxx Gjald kr. 10.100
Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í erindið með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Hjálmar Sveinsson víkur af undi undir þessum lið.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Stangarholt 14, Bílskúr (01.246.007) Mál nr. BN050970
Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júní til og með 22. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhannes Rúnar Jóhannesson, Þórunn Guðmundsdóttir, Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir, eigendur íbúða að Stórholti 25, dags. 19. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. ágúst 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. Sept. 2010. Samþykki meðeigenda ódags. fylgir. Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 102,6 rúmm. Gjald kr. 10.100
Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Bergstaðastræti 27 og 29, (fsp) uppbygging (01.184.4) Mál nr. SN160388
Skipulags-,arkitekta-/verkfrst, Garðastræti 17, 101 Reykjavík
Snókur verktakar ehf, Vogatungu, 301 Akranes
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar f.h. eigenda/lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 og 29, mótt. 11. maí 2016, varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 27 og 29 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkræðistofunnar ehf., dags. 29. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf Gests Ólafssonar f.h. eigenda/lóðarhafa Bergstaðastrætis 27 og 29, dags. 11. maí 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Fiskislóð 15-21, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti (01.089.3) Mál nr. SN160207
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta ehf., mótt. 17. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi sem felst í að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á bílastæðum á suðausturenda lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 11. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 10. mars 2016.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir taka neikvætt í fyrirspurnina og bóka eftirfarandi:
„Tillagan samræmist hvorki stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva né nýsamþykktri loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir m.a.: "Markmiðið verði að dælur fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna verði 50% færri árið 2030 og verði að mestu horfnar árið 2040."
Stórmarkaðir með matvöru í jaðri íbúasvæðis eru jafnframt andstæðir gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem er að finna stefnur um skipulag vistvænna hverfa og hverfisverslanir. Myndi sjálfsafgreiðslustöð á umræddum stað að öllum líkindum festa stórmarkaðina enn frekar í sessi“.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jónanna Guðmundsdóttir taka jákvætt í fyrirspurnina og bóka eftirfarandi:
“Valið stendur um það að hafa bensínsstöðvar á sérlóðum eins og fyrirfinnast nú víða um borg eða bjóða upp á þann möguleika að hafa sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á lóðum þar sem fólk gerir stórinnkaup. Slíkt fyrirkomulag dregur úr ferðum og þar með mengun og meiri möguleikar eru á því að lóðunum sem nú eru sérstaklega nýttar fyrir bensínsstöðvar fækki. Mikið af verslunum eru á þessu svæði sem stór hluti borgarbúa sækir enda mikill fólksfjöldi sem býr þar í kring og fyrirhuguð er mikil uppbygging í næsta nágrenni.”
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Hringbraut 29, Félagsstofnun stúdenta, (fsp) deiliskipulag Mál nr. SN160524
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. júní 2016, varðandi deiliskipulag fyrir Hringbraut 29, bygging við Gamla Garð sem felst í fjölgun á íbúðum og/eða herbergjum fyrir stúdenta, samkv. teikningum og myndum ASK arkitekta ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. ágúst 2016.
Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina.
Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Rauðarárstígur 35-39, (fsp) stækkun 4. hæðar hússins (01.244.2) Mál nr. SN160408
Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar f.h. Íslandshótels hf., mótt. 17. maí 2016, um að stækka inndregna 4. hæð hússins á lóð nr. 35-39 við Rauðarárstíg yfir svalir á vestur- og austurhlið, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta slf., dags. í febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Skaptasonar f.h. Atelier arkitekta ehf., dags. 17. maí 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2016.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016.
Borghildur Söley Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
15. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Fluggarðar Mál nr. US160144
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: " Í Fluggörðum, lóð 106745, eru samtals um 8.000 m2 af atvinnuhúsnæði í einkaeigu. Af þeim eru greidd gjöld samkvæmt taxta, þmt. lóðaleiga til Reykjavíkurborgar. Staðfest er af embætti sýslumanns að engar þinglýstar eignarheimildir finnast fyrir umrædda lóð.
Spurt er: Á hvaða forsendum byggir Reykjavíkurborg eignarheimild sína, rétt sinn til innheimtu lóðaleigu og ráðstöfunar, svo sem vilyrði til uppbyggingar Háskóla Íslands á lóð Fluggarða?" Lagt fram minnisblað skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, dags. 24. júní 2016 ásamt fylgigögnum.
16. Skipholt 11-13, kæra 106/2016 (01.242.3) Mál nr. SN160609
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. ágúst 2016 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skipholts 11-13. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2016.
17. Bárugata 30, kæra 23/2016, umsögn (01.135.2) Mál nr. SN160250
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. febrúar 2016 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að veita leyfi fyrir byggingu hæðar ofaná einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. ágúst 2016.
18. Reykjavíkurflugvöllur, kærur 79, 80, 81, 82, 83, 87, 88, 90, 91, 98 og 100/2016, umsögn, úrskurður (01.6) Mál nr. SN160556
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kærum 79, 80, 81, 82, 83, 87, 88, 90, 91, 98 og 100/2016., dags. 6. júlí 2016 þar sem kærð er samþykkt deiliskipulags við Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. júlí 2016. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. ágúst 2016. Úrskurðarorð: Kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur fra 3. maí 2016, um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll, er hafnað. Kröfu um frestun gildistöku eða réttaráhrifa hinnar kærðu ákvörðunar er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.35
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Stefán Benediktsson
Gísli Garðarsson Marta Guðjónsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 887. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir og Sigríður Maack.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN051513
MAL ehf., Nökkvavogi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í gistiheimili í fl. II B í húsinu á lóð nr. 17 við Ármúla.
Grein brunahönnuðar dags. 9. ágúst 2016, samþykki meðeigenda húss á teikningum A4 ódags. fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
2. Ásvallagata 18 (01.162.012) 101238 Mál nr. BN051507
Valur Ragnarsson, Ásvallagata 18, 101 Reykjavík
Sigríður Björnsdóttir, Ásvallagata 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt garðhýsi (geymslu), breyta útitröppum samhliða endurnýjun, lækka yfirborð lóðar til samræmis við aðliggjandi lóðir og reisa steypta veggi, bæði á lóðamörkum og innan lóðar, á lóð nr. 18 við Ásvallagötu.
Samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóðum fylgir erindi.
Gjald. kr. 10.100
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
3. Bergstaðastræti 12A og 12B (01.180.211) 101699 Mál nr. BN051169
Bergtak ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars 2015 fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett. Staðfesting á stærðarbreytingum dags. 10.6. 2016. Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016. Bréf hönnuðar dags. 10.6. 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stærðir samtals : Stækkun 40,2 ferm., /minnkun 121,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bríetartún 6 (01.222.102) 102838 Mál nr. BN051055
Motown ehf., Sunnuflöt 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á þakíbúð 0401 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 Við Bríetartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2016.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Stækkun 7 ferm., 22,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Byggðarendi 16 (01.826.308) 108447 Mál nr. BN051448
Jón Magnússon, Byggðarendi 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum sem felast í innréttingu íbúðar í kjallara og nýtingu á áður óútgröfnu rými í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Byggðarenda.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN051499
Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051102 þannig að breyting er á staðsetningu á olíu- og sandskilju á lóð nr. 8 við Fossaleynir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN051256
Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 7 íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu fyrir 5 bíla á lóð nr. 33 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016. Nýjir uppdrættir dags. 26.07 2016 og 03.08 2016 með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa.
Stærðir: A-rými: 767,6 ferm., 2.511,5 rúmm. B-rými: 182,3 ferm., 356,7 rúmm. C-rými 111,8 ferm.
Gjald kr. 10.100.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Freyjugata 9 (01.184.209) 102031 Mál nr. BN051401
Nils Kjartan Guðmundsson Narby, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á tvennar svalir á efstu hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda, ódagsett.
Stækkun B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
9. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN051475
Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049604 sem felst í breytingu á aðgengi að kjallara við sunnanvert húsið á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.
Sjá ennfremur erindi BN050726.
Bréf hönnuða um ábyrgðasvið dags. 05.08.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Óskar Torfi Þorvaldsson tók sæti undir þessum lið.
10. Gissurargata 5 (05.113.703) 214851 Mál nr. BN051423
Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 5 við Gissurargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Stærðir húss eru XX ferm. og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Grettisgata 19B (01.172.229) 101483 Mál nr. BN049855
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks í Sandholtsbakaríi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19B við Grettisgötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
12. Gylfaflöt 24-30 (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426
SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær
Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103 þannig að ???? í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Hverfisgata 100B (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051281
Ellen Hong Van Truong, Hverfisgata 100b, 101 Reykjavík
Tung Phuong Vu, Hverfisgata 100b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi íbúðar á 1. hæð í húsi nr. 100 b við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN051209
Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi BN044976, sem felst í því að aðlaga hús að breyttu lóðarblaði og breyta svölum út að Frakkastíg á þakhæð húss á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051285
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mannvirki úr notkunarflokki 3 í 4, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir, bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) og útbúa flóttaleið úr kjallara, ásamt áður gerðum breytingum á 1. hæð, í gistihúsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Sjá erindi BN028998 og BN051282 um niðurrif á bakhúsi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
16. Kambavað 5 (04.733.602) 198737 Mál nr. BN051365
Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 6 íbúða sambýli fyrir fjölfatlaða einstaklinga, ásamt samverurýmum og aðstöðu fyrir starfsfólk, byggt á einni hæð úr steinsteyptueiningum á lóð nr. 5 við Kambavað.
Stærðir: A-rými 574,7 ferm., 2.152,3 rúmm. B-rými 75,6 ferm., 236,4 rúmm. C-rými 49,9 ferm.
Bréf arkitekts dags. 27.06.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
17. Langavatnsvegur 2 (05.15-.-86) 113417 Mál nr. BN051432
Aðalheiður Karlsdóttir, Austurgerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir hálfbyggt sumarhús á lóð nr. 2 við Langavatnsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016, einnig samþykki lóðarhafa ódags. og stafesting umsækjanda ásamt svörum ofangreindra við athugasemdum.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Langholtsvegur 47 (01.357.001) 104390 Mál nr. BN051472
Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á einbýlishúsi sem byggt var árið 1943 á lóð nr. 47 við Langholtsveg.
Stærð: 90,9 ferm., 306,0 rúmm.
Tölvupóstur dags. 15.08.2016 er varðar niðurrif fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með þeim skilyrðum að lóð verði vel frágengin og snyrtileg.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN050650
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fylla í gluggagöt, byggja yfir þaksvalir, byggja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2016.
Sjá erindi BN045438 samþykkt 17. desember 2013.
Stækkun: 381,0 ferm., 1.649,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá eldra erindi BN049378. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21.1. 2016, Bréf arkitekts dags. 4.8. 2016
Stærð á niðurrifi: 272,1 ferm., 817,8 rúmm., stærð á nýrri tengibyggingu: 268,3 ferm., 1.025,9 rúmm. Samtals stækkun: -3.,8 ferm., 208,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051481
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á mhl. 01, sem í er veitingahús, verslun og íbúð, og mhl.02, sem er vörugeymsla, á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærðir: Mhl.01 : A-rými x ferm., x rúmm. Mhl.02 x ferm., x rúmm.
Sjá erindi BN051430 um byggingaráform.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
22. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu fyrir verslun og gististað í flokki V, teg. a - hótel, sem hýsa mun 116 gesti á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærð A-rými: 2.070,8 ferm., 6.911,0 rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
C-rými x ferm.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
23. Móvað 19 (04.771.302) 195926 Mál nr. BN051271
Sigurjón Rúnar Bragason, Móvað 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan með bárujárni og timbri einbýlishús á lóð nr. 19 við Móvað.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN051425
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bragga og innrétta í honum veitingastað í flokki II, teg. a, náðhús og innrétta þar fyrirlestrarsal, endurbæta skemmu og innrétta þar frumkvöðlasetur og til að byggja tengibyggingu milli þessara húsa og sameina í einn matshluta mhl. 01, 02 og 08 á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Sjá erindi BN051439 um niðurrif.
Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 12. júlí 2016 og 8. ágúst 2016, ásamt greinargerð um brunavarnir dags. 1. júní 2016.
Stærð mhl. 01 eftir breytingar: 444,7 ferm., 1.498,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Njarðargata 27 (01.186.614) 102310 Mál nr. BN051233
ROR ehf, Frostaþingi 15, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á 2. hæð og risi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Njarðargötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Rauðalækur 21A (01.341.209) 103953 Mál nr. BN051506
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera flóttahurð á suðurhlið gæsluvallarhús á lóð nr. 21A við Rauðalæk.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
27. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN051505
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breyttri brunahönnun vegna athugasemda frá SHS og lokaúttektar á húsi á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg/Lokastíg 23.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050760
Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka glugga í íbúð 0704 og koma fyrir nýjum glugga á stofu í íbúð 1001 í mhl. 14 í húsi nr. 39 Lindargötu á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Samþykki stjórnar húsfélagsins Skuggi 2-3 fylgir á A 3 teikningum dags. 1. mars. 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar um gluggagatið dags. 31. maí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN051476
Main ehf., Hellusundi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hringstiga á milli þaksvala 1006 og 1104 og koma fyrir glerskyggni ofan á skjólvegg á norðurhlið á þaksvalir 1104 og að breyta fyrirkomulagi áður samþykktri saunu og skyggni á þaksvölum 1006 í húsinu Lindargötu 37 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Samþykki húsfélag Skugga 2- 3 dags. 25. maí 2016 fylgir.
Stækkun B rýmis XX ferm., og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN051509
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem eru að ?? og að fjölga fastanúmerum í mhl 02 í húsi nr. 4 við Skútuvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skútuvogur 6 (01.420.401) 105168 Mál nr. BN051510
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem eru að ?? og að fjölga fastanúmerum í mhl.02 í húsi nr. 6 við Skútuvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Smiðshöfði 3-5 (04.061.102) 110603 Mál nr. BN051428
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi mhl. 02 sem felst aðallega í að fjölga léttum veggjum í húsinu nr. 3 á lóð nr. 3 til 5 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Sogavegur 220 (01.837.003) 108641 Mál nr. BN051479
Páll Ingólfur Arnarson, Hverafold 92, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptar svalir á vesturhlið með handriði úr samlímdu öryggisgleri og undir þeim kemur geymslurými með staðsteyptum veggjum og breyta glugga í svalarhurð á húsinu á lóð nr. 220 við Sogaveg.
Samþykki meðeiganda af íbúð 0001 og frá eiganda af Sogavegi 218 fylgir.
Stærðir á geymslu. XX ferm., og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Sóleyjarimi 1-7 (02.536.102) 199443 Mál nr. BN051477
Ágústa Rósmundsdóttir, Sóleyjarimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun úr hertu gleri með viðurkenndu glerbrautarkerfi á svalir í mhl. ?? í búð 0504 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Stærð vegna lokunar er : XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN051316
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum til að hýsa skrifstofu og verslun fjarskiptafyrirtækis í húsinu nr. 13A Ármúla á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá umsækjanda um eignarhald dags. 4. ágúst 2016 fylgir.
Bréf frá hönnuði dags. 21. Júní 2016
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
36. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengir mhl. í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dag. 19. júlí 2016 og 9. ágúst 2016 fylgir. Samþykki frá Faxaflóahöfnum dags. 2. ágúst 2016 og bréf frá brunahönnuði dags. 10. ágúst 2016 fylgir.
Stærð byggingar: A rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm. Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
37. Sundabakki 4 (01.332.401) 176017 Mál nr. BN051517
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengir mhl. í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dag. 19. júlí 2016 fylgir
Stærð byggingar: A rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm. Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
38. Tunguvegur 19 (01.837.001) 108639 Mál nr. BN051377
Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og innrétta veitingastað í flokki XX, teg. kaffihús fyrir 36 gesti á 1. hæð og gististað í flokki IV, teg. gistiheimili fyrir XX gesti á 2. hæð og í risi og í áður bílskúr í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp SN160242 dags. 25. apríl 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2016.
Stækkun: 143 ferm., 400,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051213
FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á austurhlið og fylla upp í glugga og hurðir á vesturhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Jafnframt er erindi BN050904 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
40. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051319
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
41. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158
Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
42. Vitastígur 18 (01.190.214) 102417 Mál nr. BN051480
Kathleen Chue-Ling Cheong, Ástralía, Kristján Ingi Sveinsson, Ástralía, Sótt er um heimild til að rífa það hús sem nú stendur á lóðinni og endurnota byggingarefni þess við endurbyggingu í samræmi við þegar samþykkt erindi BN049168 dags. 19.5. 2015 fyrir hús á lóð nr. 18 við Vitastíg.
Stærðir: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN051292
Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss á lóð nr. 5 við Þrastargötu.
Stækkun 18,9 ferm., 88,4 rúmm.
Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3. Gjald kr. 10.100 Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna svala.
Ýmis mál
44. Laugarnesvegur 69 (01.345.201) 104045 Mál nr. BN051521
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugarnesvegur 69, Laugarnesvegur 73, Laugarnesvegur 75 og Laugarnesvegur 77, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.345.2 dagsettum 10.08. 2016.
Lóðin Laugarnesvegur 69 (staðgr. 1.345.201, landnr. 104045) er 431 m², bætt er 46 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 478 m².
Lóðin Laugarnesvegur 73 (staðgr. 1.345.203, landnr. 104047),er 431 m², bætt er 42 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 473 m².
Lóðin Laugarnesvegur 75 (staðgr. 1.345.204, landnr. 104048), er 431 m², bætt er 40 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 472 m².
Lóðin Laugarnesvegur 77 (staðgr. 1.345.205, landnr. 104049), er samkv. fasteignaskrá 432 m², lóðin reynist 433 m², bætt er 39 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 471 m².
Sjá eldri uppdrætti í safni Landupplýsingadeildar.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgaráði þann 07. 11. 2013, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. 01. 2014 og auglýst í B-deild Stjónartíðinda þann 25. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
45. Laugarnesvegur 73 (01.345.203) 104047 Mál nr. BN051522
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugarnesvegur 69, Laugarnesvegur 73, Laugarnesvegur 75 og Laugarnesvegur 77, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.345.2 dagsettum 10.08. 2016.
Lóðin Laugarnesvegur 69 (staðgr. 1.345.201, landnr. 104045) er 431 m², bætt er 46 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 478 m².
Lóðin Laugarnesvegur 73 (staðgr. 1.345.203, landnr. 104047),er 431 m², bætt er 42 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 473 m².
Lóðin Laugarnesvegur 75 (staðgr. 1.345.204, landnr. 104048), er 431 m², bætt er 40 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 472 m².
Lóðin Laugarnesvegur 77 (staðgr. 1.345.205, landnr. 104049), er samkv. fasteignaskrá 432 m², lóðin reynist 433 m², bætt er 39 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 471 m².
Sjá eldri uppdrætti í safni Landupplýsingadeildar.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgaráði þann 07. 11. 2013, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. 01. 2014 og auglýst í B-deild Stjónartíðinda þann 25. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
46. Laugarnesvegur 75 (01.345.204) 104048 Mál nr. BN051523
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugarnesvegur 69, Laugarnesvegur 73, Laugarnesvegur 75 og Laugarnesvegur 77, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.345.2 dagsettum 10.08. 2016.
Lóðin Laugarnesvegur 69 (staðgr. 1.345.201, landnr. 104045) er 431 m², bætt er 46 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 478 m².
Lóðin Laugarnesvegur 73 (staðgr. 1.345.203, landnr. 104047),er 431 m², bætt er 42 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 473 m².
Lóðin Laugarnesvegur 75 (staðgr. 1.345.204, landnr. 104048), er 431 m², bætt er 40 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 472 m².
Lóðin Laugarnesvegur 77 (staðgr. 1.345.205, landnr. 104049), er samkv. fasteignaskrá 432 m², lóðin reynist 433 m², bætt er 39 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 471 m².
Sjá eldri uppdrætti í safni Landupplýsingadeildar.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgaráði þann 07. 11. 2013, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. 01. 2014 og auglýst í B-deild Stjónartíðinda þann 25. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
47. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN051524
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Laugarnesvegur 69, Laugarnesvegur 73, Laugarnesvegur 75 og Laugarnesvegur 77, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.345.2 dagsettum 10.08. 2016.
Lóðin Laugarnesvegur 69 (staðgr. 1.345.201, landnr. 104045) er 431 m², bætt er 46 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 478 m².
Lóðin Laugarnesvegur 73 (staðgr. 1.345.203, landnr. 104047),er 431 m², bætt er 42 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 473 m².
Lóðin Laugarnesvegur 75 (staðgr. 1.345.204, landnr. 104048), er 431 m², bætt er 40 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 472 m².
Lóðin Laugarnesvegur 77 (staðgr. 1.345.205, landnr. 104049), er samkv. fasteignaskrá 432 m², lóðin reynist 433 m², bætt er 39 m² við lóðina frá óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 471 m².
Sjá eldri uppdrætti í safni Landupplýsingadeildar.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgaráði þann 07. 11. 2013, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. 01. 2014 og auglýst í B-deild Stjónartíðinda þann 25. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst
48. Nýlendugata 13-15 (01.131.210) 100179 Mál nr. BN051525
Lagt er til að lóðin Nýlendugata 13-15, landnúmer 100179 fái heitið Nýlendugata 15, þar sem til er önnur lóð sem ber heitið Nýlendugata 13.
Bæði lóð og mannvirki eru í eigu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
49. Ásendi 17 (01.824.109) 108397 Mál nr. BN051433
Hafþór Óskar Gestsson, Grundargerði 35, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að fjölga fastanúmerum úr einu í tvö í húsi nr. 17 við Ásenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
50. Miklabraut 50 (01.702.001) 107000 Mál nr. BN051512
Gyða Einarsdóttir, Miklabraut 50, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fjarlægja skorstein, þar sem hann er að hruni kominn á húsinu á lóð nr. 50 við Miklabraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og leiðbeiningum á fyrirspurnarblaði.
51. Skólavörðustígur 45 (01.182.313) 101910 Mál nr. BN051191
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Bjarmaland 12, 108 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi jarðhæð Hótels Leifs Eiríkssonar og stækka herbergi á 1. og 2. hæð í rými sem gerir ráð fyrir lyftu samanber deiliskipulag dags. 7.10. 2008 fyrir hótel á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.
{Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. Ágúst 2016.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.16
Nikulás Úlfar Másson
Erna Hrönn Geirsdóttir Björn Kristleifsson
Sigríður Maack Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir