Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 9:10, var haldinn 157. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Kerhólum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Stefán Benediktsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 364 frá 15. júlí 2016.
Sigurborg Ó Halldórsdóttir og Gísli Garðarsson taka sæti á fundinum kl. 09:15.
2. Fríkirkjuvegur 11, kynning á tillögu að lóðarskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi á lóð og utan lóðar Mál nr. US160200
Lagt fram minnisblað Landslags ehf., dags. 28. júlí 2016, þar sem kynnt er tillaga að lóðarskipulagi og umsókn um framkvæmdaleyfi á lóð og utan lóðar nr. 11 við Fríkirkjuveg. Einnig eru lagðir fram uppdr. Landslags ehf., dags. 15. júlí 2016.
Kynnt.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Þráinn Hauksson arkitekt frá Landslagi ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Suðurgata, gangbrautarljós (USK2016080001) Mál nr. US160198
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 3. ágúst 2016, þar sem lagt er til að sett verði gangbrautarljós á Suðurgötu skammt sunnan Sturlugötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 8. júlí 2016, 15. júlí 2016, 21. júlí 2016, 28. júlí 2016 og 4. ágúst 2016.
5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN160076
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í ágúst 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í afmörkuðum breytingum um stýringu starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni. Breytingartillögur lúta annars vegna að götusvæði nr. 11, suðurhlið Hverfisgötu (nr. 4-62) og hinsvegar götusvæði nr. 14, Laugavegur v/Hlemm, milli Snorrabrautar og Rauðarárstíg. Tillagan var auglýst frá 23. júní til og með 4. ágúst 2016. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. ágúst 2016, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Nýlendugata 19C, breyting á deiliskipulagi (01.131.2) Mál nr. SN160107
Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn
Að lokinni grenndarkynninnungu er lögð fram að nýju umsókn Þórðar Braga Jónssonar, mótt. 9. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit á norðurhlið hússins og gera svalir ofan á útbyggingu neðri hæðar sem er á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 26. janúar 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 6. júní til og með 4. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Adolf Friðriksson, dags. 1. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 883 frá 12. júlí 2016, nr. 884 frá 19. júlí 2016, nr. 885 frá 26. júlí 2016 og nr. 886 frá 9. ágúst 2016.
(C) Fyrirspurnir
8. Norðurbrún 2, (fsp) ofanábygging (01.352.5) Mál nr. SN160538
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., mótt. 1. júlí 2016, um að byggja ofan á núverandi verslunarhús á lóð nr. 2 við Norðurbrún inndregnar hæðir fyrir smáíbúðir, skv. uppdrætti, ódags. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 1. júlí 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2016, samþykkt.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Hringbraut 29, Félagsstofnun stúdenta, (fsp) deiliskipulag Mál nr. SN160524
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. júní 2016, varðandi deiliskipulag fyrir Hringbraut 29, bygging við Gamla Garð sem felst í fjölgun á íbúðum og/eða herbergjum fyrir stúdenta, samkv. teikningum og myndum ASK arkitekta ódags.
Kynnt.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri, Páll Gunnlaugsson arkitekt frá ASK arkitektum ehf. og Guðrún Björnsdóttir framkvæmdarstjóri Félagsstofnunar stúdenta taka sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 4, (fsp) stækkun á flughlaði (01.6) Mál nr. SN150693
Bjarni Snæbjörnsson, Fagraberg 14, 221 Hafnarfjörður
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar, mótt. 16. nóvember 2015, varðandi stækkun á flughlaði til notkunar við uppkeyrslu á flugvélum, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 10. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júlí 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. ágúst 2016.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
11. Fegrunarviðurkenningar 2016, tilnefningar trúnaðarmál Mál nr. SN160583
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2016 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri,Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lögð fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í júní og júlí 2016.
13. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lögð fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í maí og júní 2016.
14. Betri Reykjavík, planta sígrænum trjám efst í brekkuna fyrir ofan Sævarhöfða (USK2016070014) Mál nr. US160195
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „planta sígrænum trjám efst í brekkuna fyrir ofan Sævarhöfða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. júlí 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
15. Betri Reykjavík, auka stoppistöðvum strætisvagna (USK2016070014) Mál nr. US160196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „auka stoppistöðvum strætisvagna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. júlí 2016. Erindið var fjórða efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar.
16. Betri Reykjavík, vefsíða með göngu- og reiðhjólaleiðum innanbæjar (USK2016060013) Mál nr. US160165
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „vefsíða með göngu- og reiðhjólaleiðum innanbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. maí 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. júlí 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. júlí 2016, samþykkt.
17. Grettisgata 41, kæra 99/2016 (01.173.1) Mál nr. SN160564
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. júlí 2016 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun embættis byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 41 við Grettisgötu.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
18. Reykjavíkurflugvöllur, kærur 79, 80, 81, 82, 83, 87, 88, 90, 91, 98 og 100/2016, umsögn (01.6) Mál nr. SN160556
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kærum 79, 80, 81, 82, 83, 87, 88, 90, 91, 98 og 100/2016., dags. 6. júlí 2016 þar sem kærð er samþykkt deiliskipulags við Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. júlí 2016.
19. Ártúnsholt, Reykjaæð, kæra 71/2016, umsögn (04.2) Mál nr. SN160516
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun Reykjaæða við Ártúnsholt. Krafa er gerð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. júlí 2016.
20. Frístundaþjónusta í Reykjavík, skýrsla stýrihóps Mál nr. US160194
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h., dags. 8. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 7. júlí 2016 um að drög að skýrslu stýrihóps um stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík, dags. 6. júlí 2016, fari í hefðbundið umsagnarferli.
21. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning nýs fulltrúa Mál nr. US160199
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 7. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 7. júlí 2016 að Guðfinna J. Guðmundsdóttir taki sæti Sigurðar Inga Jónssonar í umhverfis- og skipulagsráði og að Sigurður Ingi taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Guðfinnu.
22. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, breyting á aðalskipulagi og umhverfismat Mál nr. SN150141
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.
23. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN150706
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna RÚV reits.
24. Efstaleiti - RÚV reitur, deiliskipulag (01.745.4) Mál nr. SN150752
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0 og 1.745.1 og afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri.
25. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN160414
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Ístak hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóarinnar nr. 7 við Engjateig.
26. Götuheiti - RÚV reitur og Vogabyggð, tillögur nafnanefndar Mál nr. BN050862
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi tillögur að götuheitum á RÚV reit og Vogabyggð, svæði 2.
27. Hallgrímstorg 3, breyting á deiliskipulagi (01.194.201) Mál nr. SN160491
Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík
Listasafn Einars Jónssonar, Pósthólf 1051, 121 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 3 við Hallgrímstorg.
28. Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi (01.173) Mál nr. SN160461
Hverfi ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Gunnlaugur Jónasson, Hrauntunga 85, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu.
29. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, deiliskipulag (01.27) Mál nr. SN150130
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn.
30. Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag (34.2) Mál nr. SN150253
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við vesturlandsveg þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
31. Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN160335
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg.
32. Skipholt 11-13, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.242.3) Mál nr. SN160430
Ark Studio ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna staðfestingar borgarráðs á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. júní 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Skipholt 11-13.
33. Skipholt 29 og 29A, breyting á deiliskipulagi (01.250.1) Mál nr. SN150722
Freysteinn ehf., Lækjargötu 2, 101 Reykjavík
GP-arkitekt ehf., Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, vegna húsanna nr. 29 og 29A við Skipholt á lóð nr. 29 við Skipholt.
34. Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2-4, Breyting á deiliskipulagi (02.376) Mál nr. SN160014
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júlí 2016, vegna samþykkar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu G, Spöngin 3-5/Móavegur 2-4.
35. Starhagi, breyting á deiliskipulagi (01.555) Mál nr. SN130597
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll.
Borgarráð beinir því jafnframt til umhverfis- og skipulagsráðs að hlutast til um kynningu á tillögunni fyrir prýðisfélaginu Skildi og öðrum þeim íbúasamtökum í vesturbæ sem málið varða.
36. Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, tillaga að deiliskipulagi (01.471) Mál nr. SN150665
Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. júlí 2016, vegna samþykkar borgarráðs s.d. á heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76.
37. Sævarhöfði 2-2A, breyting á deiliskipulagi (04.054.5) Mál nr. SN160447
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2-2A við Sævarhöfða.
38. Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN150753
Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.
39. Vogabyggð, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN140317
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Vogabyggðar.
40. Vogabyggð svæði 2, tillaga að deiliskipulagi, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar Mál nr. SN140217
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. júní 2016, vegna samþykkar borgarráðs s.d. á auglýsingu á deiliskipulag Vogabyggðar svæði 2, svæði sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarvegi.
41. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Mál nr. US160201
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: "Óskað er eftir upplýsingum um fjölda byggingarleyfa sem veitt hafa verið eftir samþykki Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 þar sem fylgt hefur verið eftir markmiðum aðalskipulagsins um að allt að 25% íbúða séu miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið fé í eigið húsnæði. Er óskað eftir upplýsingum á hvaða lóðum slík byggingarleyfi hafa verið veitt og fyrir hve margar íbúðir á hverri lóð fyrir sig."
42. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Mál nr. US160202
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: " Óskað er eftir upplýsingum um það á hvaða reitum/lóðum hafa verið sett ákvæði í deiliskipulag eða skilyrði gert fyrir úthlutun lóða eftir samþykki Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 að markmiðum aðalskipulagsins sé fylgt um að allt að 25% íbúða séu miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða ekki geta lagt mikið fé í eigið húsnæði."
43. Umhverfis- og skipulagsráð, Mál nr. US160203
Formaður tilkynnti um fyrirhugaða ferð sína til Svíþjóðar til að sitja ráðstefnu um íbúalýðræði um næstu mánaðamót.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.30.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Stefán Benediktsson
Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Hildur Sverrisdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 12. júlí kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 883. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Sigríður Maack og Jón Hafberg Björnsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051375
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara og á 1. hæð, sjá erindi BN048688, m.a. stigahúsum er fækkað um eitt, hinum snúið, umferðarleiðum breytt, tænirými innréttað yfir rampi og sprinklerrými fært á 2. hæð í bílakjallara á reit 1 og 2 á lóð nr. við Austurbakka.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050486
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.
Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm.
B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm.
C-rými: 64,8 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050485
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel með inndreginni 7. hæð, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.
Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar, greinargerð hönnunarstjóra dags. 12. janúar 2016, skýrsla um brunahönnun dags. 25. maí 2016 og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.
Stærð A-rýma: 18.917,7 ferm., 70.105,2 rúmm.
B-rými: 363,0 ferm., 1.598,0 rúmm.
C-rými: 292 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN051318
Sótt er um leyfi til að byggja kaffikrók í norð-austurkverk byggingarinnar á annarri, þriðju og fjórðu hæð, gera ýmsar breytingar á innra skipulagi í kjallara og fjölga snyrtingum, sbr. erindi BN050571, í skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.
Meðfylgjandi er bréf eiganda dags. 21.6. 2016.
Stækkun: 69,0 ferm., 241,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Árskógar 1-3 Mál nr. BN051288
Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt 26 íbúða fjölbýlishús, fjórar hæðir og léttbyggða, inndregna 5. hæð og bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 1-3 við Árskóga.
Bréf frá arkitekt, dags. 14.06.2016 og 05.07.2016, fylgir umsókn.
Stærðir:
Mhl.01 A-rými: 3.726,6 ferm., 11.700,7 rúmm. B-rými: xx ferm., mxx rúmm. C-rými: xx ferm.
Mhl.02 A-rými: 3.730,7 ferm., 11.355,7 rúmm. B-rými: xx ferm., mxx rúmm. C-rými: xx ferm.
Mhl.03 A-rými: xx ferm., 452,4 rúmm. B-rými: xx ferm., mxx rúmm. C-rými: xx ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Básendi 5 (01.824.203) 108400 Mál nr. BN051283
Þröstur Guðmundsson, Básendi 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.
7. Bergstaðastræti 37 (01.184.407) 102068 Mál nr. BN051287
Hótel Holt Hausti ehf., Stigahlíð 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þegar gerðra breytinga á brunahönnun á Hótel Holti á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er Brunahönnunarskýrsla, unnin af Gunnari H. Kristjánssyni, dagsett 14.06.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Bergþórugata 13 (01.190.222) 102425 Mál nr. BN051293
Berg 13 slf., Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0101 í tvær stúdíóíbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Bergþórugötu.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Samræmist ekki byggingarreglugerð nr. 112/2012.
9. Bleikargróf 6 (01.889.311) 219191 Mál nr. BN051020
Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt múr, flísum og timbri á lóð nr. 6 við Bleikargróf.
Stærð A-rými: 463,8 ferm., 1.431 rúmm.
B-rými: 46,2 ferm., 129,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050750
BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Thai Borgartúni ehf., Trönuhjalla 5, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, að innrétta veitingastað í flokki II, tegund C, fyrir 24 gesti á 1. hæð, í vesturenda, sbr. nýsamþykkt erindi BN050702, í húsi á lóð nr. 3 við Borgartún.
Meðfylgjandi er bréf BE Eigna dags. 14. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN051235
Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049912, klæðning og gluggasetning breytist ásamt því að burðarvirki og brunavarnir eru uppfærðar í verslunar- og skrifstofuhúsinu H2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir uppfærð brunahönnunarskýrsla frá EFLU dags. í júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Einarsnes 21 (01.670.501) 106749 Mál nr. BN051335
Eiríkur Freyr Blumenstein, Einarsnes 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka glugga á vesturhlið á íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Einarsnes.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN051338
Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Norðurfari ehf., Krossalind 23, 201 Kópavogur
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir atvinnuhús á lóðinni nr. 2-4 við Eirhöfða sbr. erindi BN051154.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Eldshöfði 10 (04.035.303) 110540 Mál nr. BN051405
Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir bílaverkstæði, ein hæð ásamt milligólfi, burðarvirki úr límtré og klætt utan málmklæðningu, á lóð nr. 10 við Eldshöfða.
A-rými 497,0 ferm., 2.766,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN051243
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa garðskála úr stálburðarvirki klæddu að utan með stálsamlokum og plastplötum í þaki, þar sem áður var veitingatjald í Húsdýragarðinum við núverandi veitingahús á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Stærðir: 216,3 ferm., 804,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Engjavegur 7 (01.372.201) 210706 Mál nr. BN051403
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á stúku ásamt viðbyggingu á lóð nr. 7 við Engjaveg.
Stærðir: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Fagribær 13 (04.351.501) 111147 Mál nr. BN051245
Jón Björgvin Stefánsson, Fagribær 13, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í einbýlishúsi á lóð nr. 13 við Fagrabæ.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. maí 2016 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Fálkagata 34 (01.553.018) 106532 Mál nr. BN051058
Gunnlaugur Magnús Einarsson, Norðurás 2, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN050839, á íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 34 við Fálkagötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd
sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um
uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð
verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa
19. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN051374
Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050028 á þann veg að breyta innra skipulagi á 2. hæð í Byko, gera nýjar skrifstofur 1. hæð Elko, breyta útihurðum og gluggum á bakhlið ásamt því að breyta útisvæði RL og uppfæra skilti í húsi á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
20. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN051170
Zymetech ehf., Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í mhl. 02 0101 framleiðslufyrirtæki sem framleiðir ensím úr sjávarfangi í atvinnuhúsinu nr. 57-59 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 25. maí 2016
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samþykki eiganda vantar.
21. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN050748
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 10 á lóðinni Flugvöllur 106748.
Stærð 176,0 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
22. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN051376
Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík
Ágúst Ingimundarson, Furugerði 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu.
Jafnframt er erindi BN050070 dregið til baka. Nýtt hæðarblað dags. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014. varðandi niðurrif eldra húss.
Stærðir: A-rými er 216 ferm., 666,2 rúmm, C-rými er x ferm. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Freyjugata 9 (01.184.209) 102031 Mál nr. BN051401
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Nils Kjartan Guðmundsson Narby, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á tvennar svalir á efstu hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda, ódagsett.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN051351
Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að afmarka sérafnotareit á lóð við íbúð 0001 í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.
Breyting á erindi nr. BN45282. Gjald kr. 10.100.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Garðsendi 13 (01.824.306) 108418 Mál nr. BN050974
Alexander Dungal, Garðsendi 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja utanáliggjandi stigahús á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Garðsenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2016.
Stækkun: 5,3 ferm., 22,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Grandagarður 101 (01.114.101) 100042 Mál nr. BN051244
Sara Andrea Hochuli, Sviss, Sigurður R Gíslason, Sólvallagata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, dyr og gasgeymsla á vesturhlið hefur verið fjarlægð, timburpallur byggður á norðurhlið og þar komið fyrir eldstæði með reykröri uppfyrir þakbrún, innréttuð starfsmannaaðstaða og lager og innra fyrirkomulagi breytt í veitingastað í flokki II, teg. kaffihús í húsi á lóð nr. 101 við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN051206
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046483 hvað varðar innra skipulag íbúða og koma fyrir svalalokunum á öllum svölum í mhl. 01-06, breyta skábraut á NA hluta lóðar, gera þakgarð við íbúð 0306 og 0405 í mhl. 04 og bætt við möguleika til að koma fyrir setlaugum á svölum íbúða í mhl. 05 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.
Stærðir breytast ekki.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Hönnuðir hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
28. Grettisgata 19B (01.172.229) 101483 Mál nr. BN049855
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks í Sandholtsbakaríi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19B við Grettisgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN051306
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á að áfram verði skráðar tvær íbúðir með tvö fastanúmer í húsinu á lóðinni nr. 36 við Grettisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Grettisgata 9 (01.172.235) 101489 Mál nr. BN051151
Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta gistiherbergi á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki II, teg. B, sjá erindi BN048039, í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.
Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hagamelur 35 (01.542.002) 106356 Mál nr. BN051230
Bjarni Jónsson, Hagamelur 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðar hliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Hagamel.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn svipaðs efnis dags. 5. júní 2015.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 1. júní 2016.
Stækkun: 3 ferm., 11,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Haukdælabraut 36 (05.114.605) 214798 Mál nr. BN051409
Gísli Viðar Gunnarsson, Grundargerði 17, 108 Reykjavík
SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 36 við Haukdælabraut.
Stærðir: A-rými 380,5 ferm., 1301,7 rúmm. B-rými 36,5 ferm., 116,7 rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN051207
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhúsnæði mhl. 01 sem hýsa á verkstæði fyrir vinnuvélar og bíla, neðri hæð verður úr steinsteypu og efri hæð sem verður aðkomuhæð verður stálgrind, á lóð nr. 8 við Hádegismóa.
Orkurammi dags. 25. maí 2016 og bréf frá hönnuði dags. 26. maí 2016 fylgja erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.
Stærðir: Mhl. 01 er:
A-rými: 3.759,6 ferm., 26.716,7 rúmm. C-rými: 140,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
34. Hjallavegur 14 (01.353.113) 104231 Mál nr. BN051307
Rebekka Rós Guðmundsdóttir, Hjallavegur 14, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan tvöfaldan bílskúr á lóðinni nr. 14 við Hjallaveg.
Endurnýjun á byggingarleyfi BN034278.
Stærð: 54 ferm., 192,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Hólmgarður 22 (01.818.301) 108212 Mál nr. BN050903
Sigfús Garðarsson, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík
Kristjana O Kristjánsdóttir, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.
Stækkun: 82,8 ferm., 164,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samþykki meðeigenda vantar.
36. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902
Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær
Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.
Stækkun: 81,3 ferm., 172,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samþykki meðeigenda vantar.
37. Hrísateigur 47 (01.346.015) 104068 Mál nr. BN050987
Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum, bæta við sturtu og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 10 gesti á 2. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 47 við Hrísateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016, samþykki eiganda 0102 dags. 19. maí 2016 og minnisblað um brunavarnir dags. 23. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN051313
Gullöldin ehf., Hverafold 5, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á óbreyttri teikningu af veitingasal, fermetrum sem tilheyra Gullöldinni ehf. er hins vegar fjölgað innan rýmisins aftur úr 140 ferm. í 206,8, um 66,8 ferm., og hámarksfjölda gesta fjölgað úr 140 í 170 vegna breytinga á rekstrarleyfi fyrir veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Hverafold.
Meðfylgjandi er bréf frá Húnboga Andersen dags. 6.7. 2016, rekstrarleyfi frá sýslumanni dags. 27.2. 2016, umboð eiganda dags. 14.6. 2016 og umsókn um sölu veitinga og gistingar dags. 2.5. 2016. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Laufásvegur 10 (01.183.401) 101961 Mál nr. BN051328
Jóhann Emilsson, Bandaríkin, Hermína Anna Guðbrandsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að flytja eldhús og breyta baðherbergi ásamt því að taka niður veggi án þess að breyta burðarvirki í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Laugavegur 10 (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051134
Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tvo veitingastaði, annan í flokki I og hinn í flokki II, komið verður fyrir meðtökuafgreiðslu, gengið inn frá Bergstaðastræti, einnig er sótt um að koma fyrir nýjum tröppum með palli upp að nýjum inngangi á suðurhlið á 2. hæð, koma fyrir þakgluggum og einnig er sótt um að fækka matshlutum úr fjórum í þrjá í húsi á lóð nr. 10 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
41. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN051327
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tvöfaldri útihurð á austurhlið húss á Hlemmi á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN051416
Around Iceland ehf., Laugavegi 18b, 101 Reykjavík
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta kaffihúsi, tegund e, í veitingastað, tegund c, ásamt því að koma fyrir aðstöðu starfsfólks á 1. hæð og skrifstofum á 2. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 18b við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, breyta kvistum að Laugavegi og gera gleryfirbyggingu á flóttagang á bakhlið, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016, brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016 og bréf hönnuðar dags. 9. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Glergangur, B-rými: 7,9 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
44. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN047503
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi á fyrstu hæð hússins nr. 40 á lóðinni Laugavegur 40-40A.
Gjald kr. 9.500 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN051140
L&E ehf., Gljúfraseli 11, 109 Reykjavík
Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.
47. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN050929
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 28. apríl 2016, bréf umsækjanda dags. 11. maí 2016 og minnisblað lögmanns ódagsett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá 27. júní 2016.
Stækkun: 265,2 ferm., 966,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2016.
48. Lindargata 28 (01.152.410) 101056 Mál nr. BN051310
Laugadepla ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta brunahönnun í áðursamþykktu erindi BN047355, hvað varðar útfærslu reyklosunar, stærð reyklosunaropa og brunakröfur glugga norðurhliðar vegna lokaúttektar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
49. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN051369
Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki á leiðréttri skráningartöflu þar sem fjölda eignarhluta í mhl. 02 hefur verið breytt sbr. erindi BN050789 samþ. 10.5. 2016 fyrir hús á lóð nr. 6 við Lóuhóla.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 27.6. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Móvað 19 (04.771.302) 195926 Mál nr. BN051271
Sigurjón Rúnar Bragason, Móvað 19, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan með bárujárni og timbri einbýlishús á lóð nr. 19 við Móvað.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN051411
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til viðbyggingar ásamt þaksvölum á 2. hæð í fiskvinnsluhúsi HB Granda á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN051371
A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á einnar hæðar vörugeymslu, mhl.02, sem byggð var árið 1964 á lóð nr. 5 við Norðurstíg.
Fastanúmer 200-0528, Stærðir: 120,0 ferm., 622,0 rúmm. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
53. Prestbakki 21 (04.608.102) 111750 Mál nr. BN051402
Elfa Þorgrímsdóttir, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Björn Blöndal, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála og fyrir áðurgerðum sólpalli og skjólveggjum á lóðamörkum við endaraðhús á lóð nr. 21 Prestbakka.
Stærðir B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Rofabær 34 (04.360.201) 111256 Mál nr. BN051309
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan áfanga C, samanber klæðningu síðustu 2ja áfanga, í Árbæjarskóla á lóð nr. 34 við Rofabæ.
Meðfylgjandi er skoðun verkfræðings á ástandi byggingarinnar hvað þetta varðar. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
55. Sifjarbrunnur 18-24 (05.055.302) 206113 Mál nr. BN051400
SA Byggingar ehf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir aðskildu byggingaleyfi fyrir mhl. 02 nr. 20 og mhl. 03 nr. 22 sjá erindið BN035863 í raðhúsinu á lóð nr. 18-24 við Sifjarbrunn.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
56. Silfurteigur 2 (01.362.201) 104591 Mál nr. BN051267
Elsa Ruth Gylfadóttir, Silfurteigur 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalahurð út í garð á íbúð 0001 og gera þar pall, stækka þakglugga á vesturhlið og minnka áðursamþykkt gat í burðarvegg í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Silfurteig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á hurð og palli í kjallara dags. 7. júní 2016, umsögn burðarþolshönnuðar á svalahurð dags. 7.6.20116 og áður samþykktu gati í burðarvegg dags. 18.des. 2015.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
57. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN051201
Bitter ehf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður uppsettri spónasugu og safngámi á norðanverðri lóð nr. 17 við Síðumúla.
Ljósmyndir af spónasugu fylgja.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050760
Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka glugga í íbúð 0704 og koma fyrir nýjum glugga á stofu í íbúð 1001 í mhl. 14 í húsi nr. 39 Lindargötu á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Samþykki stjórnar húsfélagsins Skuggi 2-3 fylgir á A 3 teikningum dags. 1. mars. 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar um gluggagatið dags. 31. maí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
59. Sólvallagata 14 (01.160.210) 101158 Mál nr. BN051013
Andri Már Ingólfsson, Sviss, Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir hússins, byggja tvo kvisti, nýtt anddyri, útitröppur og svalir á vesturhlið, byggja geymslu á baklóð, breyta innra skipulagi og innrétta einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. apríl 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.
Stækkun: 23,6 ferm., 111,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað í aðaluppdrætti nr. A02-01, A02-02 dags. 12. apríl 2016.
60. Stigahlíð 33A Mál nr. BN051279
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lokahús fyrir Veitur ehf. úr steinsteypu með torf á þaki á lóð nr. 33A við Stigahlíð.
Stærðir: 47,9 ferm., 221,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
61. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN050317
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja og tengjast bílgeymslu sem verður sameiginleg fyrir hús nr. 8 og 10, byggja viðbyggingu aftan við og þrjár hæðir ofaná verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir greinargerð hönnuða dags. dags. 22. maí 2015, yfirlýsing um ábyrgðarsvið hönnuða ódagsett, yfirlýsing vegna afnota af lóð dags. 13. maí 2015 og yfirlýsing um skiptingu bílastæða í bílahúsi dags. 18. ágúst 2015.
Stækkun A+B+C: 2.641,7 ferm., 9.009,8 rúmm.
Stærð e. breytingar, A-rými: 4.459,8 ferm., 16.351,5 rúmm.
B-rými: 38,8 ferm., 135,8 rúmm.
C-rými: 320,4 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN051316
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum til að hýsa skrifstofu og verslun fjarskiptafyrirtækis í húsinu nr. 13 A Ármúla á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 21. Júní 2016
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051343
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir 74 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara ásamt bílgeymslu á lóðinni nr. 68-70 við Suðurlandsbraut sbr. erindi BN051314.
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
64. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN051367
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048982 er lítur að íbúðaskilum og innra fyrirkomulagi í íbúðum 0602, 0603 og 0604 og breyta útlitum í samræmi við það í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
65. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN051324
Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um heimild til að ljúka niðurrifi á lóð að Tryggvagötu 14 sbr. BN050705 og BN050404. Einnig er sótt um leyfi til að fjarlægja leyfar byggingarhluta af Tryggvagötu 12 (Exeterhús, fastn. 200-0549, 193,7 m2) sem var rifið í óleyfi. Fullt samráð verði haft við Minjastofnun Íslands um þessa aðgerð, sbr. nánari bókun í BN051344.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
66. Túngata 8 (01.136.510) 100600 Mál nr. BN051246
Guðmundur Rúnar Pétursson, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II teg. gistiskáli fyrir 10-12 gesti í hluta einbýlishúss á lóð nr. 8 við Túngötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2016.
67. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN051280
Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eign á 4. hæð úr einni íbúð í tvær minni íbúðir, stækka glugga á 4. hæð til samræmis við áður samþykktan glugga á 3. hæð og fjarlægja salerni í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Gjald. kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skáningartöflu.
68. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN051378
Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 9 bíla á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 1.303,0 ferm., 4.103,8 rúmm. B-rými: 85,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
69. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN051319
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
70. Vesturgata 24 (01.132.003) 100193 Mál nr. BN051254
Eignarhaldsfélagið Normi ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og risi, steinsteypt, klætt og einangrað að utan með bárujárni á lóð nr. 24 við Vesturgötu.
{Stærðir:262,7 ferm., 748,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
71. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN051292
Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss og sameina í eina íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Þrastargötu.
{Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3. Gjald kr. 10.100{Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
72. Hverfisgata 91 (01.154.312) 101126 Mál nr. BN051418
Þann 29.6.2016 var sótt um samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. breytingablaði og lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.
Þetta var samþykkt af byggingarfulltrúa 5. júlí 2016.
Nú er sótt um samþykki byggingarfulltrúans til viðbótar að lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), verði skráð sem lóðin Hverfisgata 93, eins og kemur fram á áðurnefndu breytingablaði.
{Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
73. Hverfisgata 93 Mál nr. BN051419
Þann 29.6.2016 var sótt um samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91, samanber meðsenda uppdrætti þ.e. breytingablaði og lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.
Þetta var samþykkt af byggingarfulltrúa 5. júlí 2016.
Nú er sótt um samþykki byggingarfulltrúans til viðbótar að lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), verði skráð sem lóðin Hverfisgata 93, eins og kemur fram á áðurnefndu breytingablaði.
{Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.14:33.
Björgvin Rafn Sigurðarson
Nikulás Úlfar Másson
Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Björnsson
Sigríður Maack
Skúli Þorkelsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 19. júlí kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 884. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Sigríður Maack og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. 3.Gata v/Rauðavatn 4 (04.414.-62) 111683 Mál nr. BN051257
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa sumarbústað á lóð nr. 4 við Götu við Rauðavatn.
Bréf með rökstuðning frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Stærð sem á að rífa : 31 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Aðalbraut 3 (04.414.-78) 111699 Mál nr. BN051259
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa sumarbústað með fastanr. 204-6794 á lóð nr. 3 við Aðalbraut við Rauðavatn.
Bréf með rökstuðningi frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 12. júlí 2016.
Stærð sem á að rífa : 58 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Akurgerði 39 (01.813.203) 107890 Mál nr. BN050967
Ólafur Hrafn Nielsen, Akurgerði 39, 108 Reykjavík
Jónas Heimisson, Akurgerði 41, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja og breikka kvist á norðurhlið, til að breikka áður samþykkt sólskýli um 1,3 metra og að lokum er sótt um leyfi til að breyta þaki bílskúrs við parhús á lóð nr. 39-41 við Akurgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2016.
Stækkun húss nr. 39: 6,1 ferm., 12,4 rúmm.
Hús nr. 41: 6,1 ferm., 12,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu og til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til uppdrátta 991,00,01,02,03, dags. 12. júlí 2016.
4. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050486
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.
Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm.
B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm.
C-rými: 64,8 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050485
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel með inndreginni 7. hæð, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.
Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar, greinargerð hönnunarstjóra dags. 12. janúar 2016, skýrsla um brunahönnun dags. 25. maí 2016 og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.
Stærð A-rýma: 18.917,7 ferm., 70.105,2 rúmm.
B-rými: 363,0 ferm., 1.598,0 rúmm.
C-rými: 292 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
6. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN051318
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kaffikrók í norð-austurkverk byggingarinnar á annarri, þriðju og fjórðu hæð, gera ýmsar breytingar á innra skipulagi í kjallara og fjölga snyrtingum, sbr. erindi BN050571, í skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.
Meðfylgjandi er bréf eiganda dags. 21.6. 2016.
Stækkun: 69,0 ferm., 241,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN051131
Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hluta annarrar hæðar úr skrifstofurými í gististað í notkunarflokki 4, sömuleiðis setustofu á 1. hæð og bæta við flóttaleið og hringstiga á milli 1. og 2. hæðar þannig að úr verður gististaður í flokki V, teg. gistiheimili fyrir samtals 152 gesti í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Jafnframt er erindi BN050930 dregið til baka.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23.5. 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Bleikargróf 5 (01.889.011) 108920 Mál nr. BN051429
Árni F Thorlacius Sigurlaugsson, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála við suðurhlið hússins á lóð nr. 5 við Bleikargróf.
Vitnað er í fyrirspurn frá skipulagi SN160469 .
Stækkun sólskála: 20,5 ferm., 70,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN051196
Þak, byggingafélag ehf., Kringlunni 4-6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, stækka glugga og koma fyrir svölum á báðar hliðar, koma fyrir lyftu og innrétta 13 íbúðir á 1. - 3. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr.4-4A við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagasfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
10. Efstaleiti 1 (01.745.401) 107438 Mál nr. BN051407
Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi frá júlí 2016 til og með desember 2017 fyrir vinnuskúr vegna fyrirhugaðra framkvæmda vegna nýs deiliskipulags á Útvarpsreit á lóð nr. 1 við Efstaleiti.
Ábyrgðaraðili vinnuskúrs: Skuggi 4 ehf. Hlíðasmára 2, 210 Garðabær. Kt. 681015-5150. skuggi@skuggi.is. Umsjónarmaður ábyrgðaraðila: Sveinn Ragnarsson, gsm. 848-3838. sveinn@skuggi.is.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Umsóknin samræmist ekki ákvæði 261 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
11. Fischersund 3 (01.136.540) 100629 Mál nr. BN051312
Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara og á 1. hæð í einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fischersund.
Meðfylgjandi er mæliblað.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790
RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016. Hlóðvistaskýrsla dags. 14. júní 2016 og 7 júlí 2016. Tölvupóstur fra eiganda um samþykki sitt dags. 4. júlí 2016 fylgir
Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN051308
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar, sjá erindi BN047738, í flugstjórnarmiðstöðvar nr. 66 við Nauthólsveg á lóðinni Flugvöllur 106748.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN051256
Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 7 íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu fyrir 5 bíla á lóð nr. 33 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
Stærð A-rými: 767,6 ferm., 2.511,5 rúmm.
B-rými: 182,3 ferm., 288,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
15. Garðsendi 3 (01.824.403) 108422 Mál nr. BN051202
Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík
Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa viðbyggingu til suðurs og breyta formi þaks á húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2014, jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 23. maí 2014 og ástandsskoðun á húsi dags. í febrúar 2012 fylgja erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagasfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júli 2016.
Stækkun: 69,0 ferm., 262,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
16. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN051206
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046483 hvað varðar innra skipulag íbúða, koma fyrir svalalokunum á öllum svölum í mhl. 01-06, breyta skábraut á NA hluta lóðar og bæta við möguleika til að koma fyrir setlaugum á svölum íbúða í mhl. 05 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.
Stærðir breytast ekki.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og fjölga herbergjum á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 01 áritað á uppdrátt.
Stækkun: 116 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN051306
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á að áfram verði skráðar tvær íbúðir með tvö fastanúmer í húsinu á lóðinni nr. 36 við Grettisgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Grettisgata 54B (01.190.110) 102385 Mál nr. BN050495
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, fjölga íbúðum í þrjár, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016.
Stækkun: 89,6 ferm.
Stærð A-rými: 154,4 ferm., 443,9 rúmm.
B-rými: 2,9 ferm.
Samtals eftir stækkun: 157,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Skipulagsferli ólokið og vísað til athugasemda á umsóknarblaði
20. Gylfaflöt 24-30 (02.576.101) 179495 Mál nr. BN051426
SH fjárfestingafélag ehf, Neðri Hálsi, 270 Mosfellsbær
Biobú ehf., Neðra-Hálsi, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýma 0101, 0102 og 0103 þannig að ???? í húsinu á lóð nr. 24-30 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hagamelur 35 (01.542.002) 106356 Mál nr. BN051230
Bjarni Jónsson, Hagamelur 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðar hliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Hagamel.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn svipaðs efnis dags. 5. júní 2015.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 1. júní 2016 og bréf af húsfundi dags. 20. apríl 2016.
Stækkun: 3 ferm., 11,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Haukdælabraut 36 (05.114.605) 214798 Mál nr. BN051409
SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Gísli Viðar Gunnarsson, Grundargerði 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 36 við Haukdælabraut.
Stærðir: A-rými 380,5 ferm., 1301,7 rúmm. B-rými 36,5 ferm., 116,7 rúmm. C-rými 31,0 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Háaleitisbraut 1 (01.252.101) 103444 Mál nr. BN050927
Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum og brunatæknilegum endurbótum á húsinu á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
24. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN051332
Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á brunahönnun í kjallara í C-álmu, sjá erindi BN049142 í mhl. 04, á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN051270
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera inntakskassa á norðurhlið ásamt því að breyta stiga innanhúss og veggjaþykktum á 2. hæð í gistihúsi, sjá erindi BN049812 á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Gjald kr. 10.100]
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
26. Hulduland 1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN051315
Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Tryggvi Þórir Egilsson, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Sótt er leyfi til að setja létta glerlokun á svalir á 2. hæð á íbúð nr. 40 í raðhúsi nr. 30 - 48 við Hulduland.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á nr. 38, 42, 44, 46 og 48.
Stærðir: 15,9 ferm., 52,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
27. Hverfisgata 6 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN051372
IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi á 2. og 3. hæð í húsi nr.4-6, ásamt því að opna tímabundið milli húsa á lóðum nr. 4-6 og 8-10 við Hverfisgötu.
Sjá BN051372. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samþykki allra meðeiganda fyrir opnun milli lóðar og nýtingu sameiginlegra rýma þarf að liggja fyrir samþykktu erindi.
28. Hverfisgata 8-10 (01.170.004) 101322 Mál nr. BN051373
IP Studium Reykjavík ehf, Laugavegi 1b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta herbergjum á 2. hæð, þar sem eitt herbergi er sameinað öðru og aðgengi hreyfihamlaðra tryggt í tveimur öðrum herbergjum, ásamt því að opna tímabundið milli húsa á lóðum nr. 4-6 og 8-10 við Hverfisgötu.
Sjá BN051372.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13.01.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samþykki allra meðeiganda fyrir opnun milli lóðar og nýtingu sameiginlegra rýma þarf að liggja fyrir samþykktu erindi.
29. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN050836
Hæðargarður 29,húsfélag, Hæðargarði 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalalokun á allar hæðir, steypa nýja veggi upp að nýjum svalagluggum á íbúðum á 1. hæð og koma fyrir þaki yfir efstu svölum í húsinu á lóð nr. 29 við Hæðargarð.
Bréf frá fundi húsfélags Hæðargarði 29 sem haldinn var 23. apríl 2014 og bréf frá fundi húsfélags Hæðargarði 29 sem haldinn var 29. júní 2016 fylgir
Stækkun : 169,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Langavatnsvegur 2 (05.15-.-86) 113417 Mál nr. BN051432
Aðalheiður Karlsdóttir, Austurgerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir hálfbyggt sumarhús á lóð nr. 2 við Langavatnsveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, breyta kvistum að Laugavegi og gera gleryfirbyggingu á flóttagang á bakhlið, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016, brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016 og bréf hönnuðar dags. 9. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Glergangur, B-rými: 7,9 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis að jarðhæð hússins skuli vera opin almenning yfir daginn, að óheimilt sé að nota skyggt gler, filmur eða annað sem skyggir fyrir glugga.
32. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN051424
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, breyta inn- og útgöngum, koma fyrir hringstiga að veitingastað á 2. hæð og innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 12. júlí 2016 og brunahönnun dags. 12. júlí 2016.
Stækkun: 311,3 ferm., 1.114,2 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 3.969,3 ferm., 14.297,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN051422
M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050897 þannig að gestafjöldi minnkar úr 95 gestum í 80 gesti, hætt er við útitröppur, breytingar í forvinnslurými, breyting á aðstöðu stafsfólks og salernum í húsinu á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Lautarvegur 10 (01.794.106) 213564 Mál nr. BN051301
Rósa Þórunn Hannesdóttir, Dalhús 92, 112 Reykjavík
Hannes Jónas Jónsson, Dalhús 92, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg.
Stærðir A-rými: 559,9 ferm., 1844,0 rúmm. B-rými: 52,7 ferm., C-rými: 91,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Mávahlíð 22 (01.702.211) 107055 Mál nr. BN051200
Elías Kárason, Smyrilshólar 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 22 við Mávahlíð.
Þinglýst afsal dags. 25. október 1965 og virðingargjörð frá 6. febrúar 1948 fylgja erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN051435
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á undirstöðum, botnplötu og kjallaraveggjum, ásamt lögnum í grunn að Menntasveig 15 sbr. erindi BN049494.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN051442
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsframkvæmda, uppsteypu á sökklum og botnplötu, á lóðinni nr. 27 við Mýrargötu, skv. byggingarleyfi BN050570, sem samþykkt var þann 28. júní 2016.
Áður en frekari jarðvegsframkvæmdir hefjast skal hafa samband við Minjastofnun Íslands vegna tilmæla um eftirlit sbr. bréf dags. 19. júlí 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN051443
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsframkvæmda, uppsteypu á sökklum og botnplötu, á lóðinni nr. 29 við Mýrargötu, skv. byggingarleyfi BN050567, sem samþykkt var þann 28. júní 2016.
Áður en frekari jarðvegsframkvæmdir hefjast skal hafa samband við Minjastofnun Íslands vegna tilmæla um eftirlit sbr. bréf dags. 19. júlí 2016.
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN051444
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsframkvæmda, uppsteypu á sökklum og botnplötu, á lóðinni nr. 31 við Mýrargötu, skv. byggingarleyfi BN050569, sem samþykkt var þann 28. júní 2016.
Áður en frekari jarðvegsframkvæmdir hefjast skal hafa samband við Minjastofnun Íslands vegna tilmæla um eftirlit sbr. bréf dags. 19. júlí 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
40. Njálsgata 7 (01.182.135) 101848 Mál nr. BN051276
Satu Liisa Maria Raemö, Njálsgata 7, 101 Reykjavík
Björgvin Hilmarsson, Njálsgata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina eignir 0001 og 0101 þannig að verði eitt fastanúmer og gera stiga milli hæða, ásamt því að stækka hurðargat í burðarvegg í fjölbýlishúsi nr. 7 við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda fyrir stiga og br. á burðarvirki dags. 31.05.2016 og umsögn burðaþolshönnuðar dags. 13.06.2016. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
41. Ránargata 32 (01.135.010) 100432 Mál nr. BN051370
Ragnheiður H Þórarinsdóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Harpa Arnardóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Tómas Þorkelsson, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á kjallara og 1. hæð (1. og 2. hæð) og einnig er sótt um sameiningu eigna 0001 og 0101 í eina eign í íbúðarhúsi á lóð nr. 32 við Ránargötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN051445
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsframkvæmda, uppsteypu á sökklum og botnplötu, á lóðinni nr. 1A við Seljaveg, skv. byggingarleyfi BN050568, sem samþykkt var þann 28. júní 2016.
Áður en frekari jarðvegsframkvæmdir hefjast skal hafa samband við Minjastofnun Íslands vegna tilmæla um eftirlit sbr. bréf dags. 19. júlí 2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN051446
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsframkvæmda, uppsteypu á sökklum og botnplötu, á lóðinni nr. 1B við Seljaveg, skv. byggingarleyfi BN050566, sem samþykkt var þann 28. júní 2016.
Áður en frekari jarðvegsframkvæmdir hefjast skal hafa samband við Minjastofnun Íslands vegna tilmæla um eftirlit sbr. bréf dags. 19. júlí 2016.
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN051201
Bitter ehf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður uppsettri spónasugu og safngámi á norðanverðri lóð nr. 17 við Síðumúla.
Ljósmyndir af spónasugu fylgja.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016. Bréf frá húsfélagsfundi ódagsett bréf .
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til aðaluppdrátta 1 dags. 5. júní 2016.
45. Skipholt 50C (01.254.101) 103467 Mál nr. BN051421
Ballettskóli Eddu Scheving slf., Vatnsholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta 3. hæð úr skrifstofuhúsnæði í ballettskóla og eru helstu breytingar að fjarlægðir eru léttir veggir, útbúnir tveir salir, búningherbergi og sturta í húsinu á lóð nr. 50 C við Skipholt .
Erindinu fylgir fyrirspurn BN051368
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
46. Smiðshöfði 3-5 (04.061.102) 110603 Mál nr. BN051428
LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi mhl. 02 sem felst aðallega í að fjölga léttum veggjum í húsinu nr. 3 á lóð nr. 3 til 5 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
47. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN051415
Jóhanna Harðardóttir, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innanhússbreytingum þar sem lokað er milli 1. og 2. hæðar og gerð aðstaða fyrir starfsfólk verslunar, rými 0103, í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
48. Stigahlíð 33A 223987 Mál nr. BN051279
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lokahús fyrir Veitur ehf. úr steinsteypu með torf á þaki á lóð nr. 33A við Stigahlíð.
Stærðir: 47,9 ferm., 221,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050899
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri skráningu, sjá erindi BN050622, einnig er sótt um stækkun 6. hæðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Stærðarbreyting: xx
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Tindasel 3 (04.934.103) 112898 Mál nr. BN050881
F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri útigeymslu, 0010.
Stækkun: 18,2 ferm., 50,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Traðarland 1 (01.875.001) 108838 Mál nr. BN051168
Knattspyrnufélagið Víkingur, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja blaðamannastúku á 2. hæð, geymslu og varamannaskýli við sitt hvorn enda knattspyrnuvallar Víkings á lóð nr. 1 við Traðarland.
Stærð er: A rými 57,8 ferm., 172,1 rúmm. B rými 48,8 ferm., 118,6 rými.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skila skal inn uppfærðu mæliblaði fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
52. Tunguvegur 19 (01.837.001) 108639 Mál nr. BN051377
Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og innrétta veitingastað í flokki XX, teg. kaffihús fyrir 36 gesti á 1. hæð og gististað í flokki IV, teg. gistiheimili fyrir XX gesti á 2. hæð og í risi og í áður bílskúr í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp SN160242 dags. 25. apríl 2016.
Stækkun: 143 ferm., 400,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN051378
Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 9 bíla á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 1.303,0 ferm., 4.127,2 rúmm. B-rými: 85,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
54. Vagnhöfði 25 (04.063.202) 110641 Mál nr. BN051223
Aðalás ehf., Jökulgrunni 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa atvinnuhúsnæði, mhl. 02 á einni hæð á lóð nr. 25 við Vagnhöfða.
Stærð: 80,0 ferm., 285,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
55. Vesturbrún 8 (01.380.204) 104742 Mál nr. BN051329
Óskar Helgi Guðjónsson, Vesturbrún 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á austurhlið og stækka kvist á vesturhlið ásamt því að byggja nýjar svalir á 2. hæð suðurgafli í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Vesturbrún.
Samþykki eigenda á teikningum dags. 20.06.2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og lagfæra skráningartöflu.
Ýmis mál
56. Afskráning lóða 111094 Mál nr. BN051438
Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar óskar eftir því að eftirfarandi lóðir verði afskráðar úr fasteignaskrá. Um er að ræða lóðir sem láðst hefur að afskrá úr fasteignaskrá, t.d. í kjölfar þess að ný lóð var stofnuð á sama landi og eldri lóð. Afskráning lóðanna er liður í leiðréttingu skrifstofu eigna- og atvinnuþrónunar á eignum borgarinnar í fasteignaskrá.
Starfsmenn landupplýsingadeildar og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hafa kortlagt lóðirnar og greint hvort óhætt sé að afskrá.
Heiti í fasteignaskrá Landnúmer Fastanúmer
Árbæjarblettur 33 111094 2045380
Bústaðav.Fossvbl. 39 108679 2328113
Vesturlandsv. Krmbl12 110573 2328380
Vesturlandsv. Krmbl14 110571 2328378
Klifvegur Fossvbl. 30 108678 2328112
Vesturlandsv. Krmbl 9 110509 2328375
Sogavegur-Sogambl. 5 107821 2328079
Klifvegur Fossvbl. 29 108677 2328111
Sléttuvegur F.v.bl 26 107568 2328037
Vesturlandsv. Krmbl13 110572 2328379
Sléttuvegur F.v.bl 27 108675 2328110
Fossvogsblettur 15 108672 2328107
Árbæjarblettur 35 111095 2328482
Köllunarklv. N Hansen 103865 2327727
Laugavegur 53 101509 2327636
Laugarnesvegur 103930 103930 2327739
Fischersund 100536 2327570
Þormóðsstaðav. Brúare 106112 2327900
Kleppsvegur 103885 2327729
Suðurlandsbr. Sebl.6V 111249 2328500
Árbæjarblettur 9 110974 2328441
Árbæjarblettur 8 110972 2328440
Árbæjarblettur 3 110968 2328922
Árbæjarblettur 1 110966 2328438
Árbæjarblettur 2 110967 2328439
Blesugróf Ásbyrgi 111007 2328461
Blesugróf Fossgil 111008 2328462
Blesugróf Heiðardalur 110998 2328454
Blesugróf Lyngbrekka 110992 2328451
Blesugróf Útey 111002 2328456
Blesugróf Vindheimar 111003 2328457
Þvottalaugav. Þlb. 1 104698 2327769
Selásblettur 4A 111251 2045639
Suðurlandsvegur 111601 2328512
Samþykkt.
Fyrirspurnir
57. Ásendi 17 (01.824.109) 108397 Mál nr. BN051433
Hafþór Óskar Gestsson, Grundargerði 35, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að fjölga fastanúmerum úr einu í tvö í húsi nr. 17 við Ásenda.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
58. Efstasund 67 (01.410.112) 104995 Mál nr. BN051300
Helena Benjamínsdóttir, Efstasund 67, 104 Reykjavík
Ragnar Björnsson, Efstasund 67, 104 Reykjavík
Spurt er hvort fjarlægja megi stromp og klæða húsið með standandi aluzink bárumálmi, áfellur hvítar og 25 mm einangrun undir klæðningu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
59. Suðurgata 4 (01.161.102) 101197 Mál nr. BN051436
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að gera 4 bílastæði neðst/austast á lóð með aðkeyrslu frá Suðurgötu, til viðbótar við þau 3 stæði sem fyrir eru efst/vestast með aðkeyrslu frá Túngötu, á lóð nr. 4 við Suðurgötu.
Stór tré vestast á lóð verða varðveitt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:16
Björgvin Rafn Sigurðarson
Nikulás Úlfar Másson
Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack
Skúli Þorkelsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 26. júlí kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 885. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Sigríður Maack, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir og Jón Hafberg Björnsson.
Fundarritari var Sigrún Reynisdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN051449
Þrek ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049606, m.a. breytist litur klæðningar úr ljósu í rautt, burðarvirki glugga verður steypt en ekki stál, bætt er við hurðum á austurgafl, flóttaleiðir breytast, gólf í sal verður stallað og tæknirými verður hluti loftræsirýmis í líkamsræktarstöð á lóð nr. 3 við Austurberg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Básendi 5 (01.824.203) 108400 Mál nr. BN051283
Þröstur Guðmundsson, Básendi 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2016.
Stækkun A-rými 7,7 ferm., 16,4 rúmm.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta. nr. 0201 dags. 21. júlí 2016.
3. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN051447
Höfðasetrið ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049483 þannig að hætt er við flóttastiga frá 3. hæð á norðurhlið hússins á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 24. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bleikargróf 5 (01.889.011) 108920 Mál nr. BN051429
Árni F Thorlacius Sigurlaugsson, Bleikargróf 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála við suðurhlið hússins á lóð nr. 5 við Bleikargróf.
Vitnað er í fyrirspurn frá skipulagi SN160469 .
Stækkun sólskála: 20,5 ferm., 69,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050750
BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Thai Borgartúni ehf., Trönuhjalla 5, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, að innrétta veitingastað í flokki II, tegund C, fyrir 24 gesti á 1. hæð, í vesturenda, sbr. nýsamþykkt erindi BN050702, í húsi á lóð nr. 3 við Borgartún.
Meðfylgjandi er bréf BE Eigna dags. 14. júní 2016.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN051406
LL09 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss á 2. hæð sem felast í fjölgun eigna, breytingu á brunahólfun, sameiningu rýma, tilfærslu á snyrtingum, nýrri sturtu og nýjum kaffisstofum í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Brautarholt.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Breiðagerði 4 (01.816.002) 108070 Mál nr. BN050798
Hugrún Stefánsdóttir, Breiðagerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum, breyta stofuglugga, gera útgang i garð úr bílskúr og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Breiðagerði.
Stækkun: 65,3 ferm., 157,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
8. Bústaðav. Bjarkahlíð (01.836.-98) 108619 Mál nr. BN050225
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046788, kjallaratröppum og snyrtingum í kjallara er sleppt og þakkanti á suðurhlið er breytt á Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
9. Einarsnes 21 (01.670.501) 106749 Mál nr. BN051335
Eiríkur Freyr Blumenstein, Einarsnes 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka glugga á vesturhlið á íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Einarsnes.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Eldshöfði 10 (04.035.303) 110540 Mál nr. BN051405
Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir bílaverkstæði, ein hæð ásamt milligólfi, burðarvirki úr límtré og klætt utan málmklæðningu, á lóð nr. 10 við Eldshöfða.
A-rými 497,0 ferm., 2.766,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
11. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN051170
Zymetech ehf., Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta í mhl. 02 0101 framleiðslufyrirtæki sem framleiðir ensím úr sjávarfangi í atvinnuhúsinu nr. 57-59 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 25. maí 2016 og tölvupóstur frá eiganda húss. dags. 4. júlí 2016 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050783
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4. áfanga, mhl. 01, 43 íbúðir á efri hæðum, niðurgrafinn bílakjallara og geymslur, verslanir og veitingahús á 1. hæð, sem tengist 1. og 2. áfanga, fjölbýlishús á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Stærð, A-rými: 5.227,9 ferm., 16.424,7 rúmm.
B-rými: 317,2 ferm., 1.196,2 rúmm.
C-rými: 134,0 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
13. Freyjugata 9 (01.184.209) 102031 Mál nr. BN051401
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Nils Kjartan Guðmundsson Narby, Freyjugata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli á tvennar svalir á efstu hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 9 við Freyjugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda, ódagsett.
Stækkun B-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vantar skráningartöflu.
14. Gissurargata 5 (05.113.703) 214851 Mál nr. BN051423
Gunnar Sigurður Gunnarsson, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbílshús með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 5 við Gissurargötu.
Stærðir húss eru XX ferm. og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
15. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og fjölga herbergjum á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður í fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 01 áritað á uppdrátt.
Stækkun: 116 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
16. Grettisgata 41 (01.173.124) 101541 Mál nr. BN050435
Gunnar Sigvaldi Hilmarsson, Grettisgata 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris og endurbyggja og til að byggja staðsteypta viðbyggingu aftan við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.
Stækkun: 137,7 ferm., 296,6 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 190,1 ferm., 565 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Hagamelur 35 (01.542.002) 106356 Mál nr. BN051230
Bjarni Jónsson, Hagamelur 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðar hliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Hagamel.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn svipaðs efnis dags. 5. júní 2015.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 1. júní 2016, bréf af húsfundi dags. 20. apríl 2016 og bréf umsækjanda dags. 22. júlí 2016.
Stækkun: 3 ferm., 11,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 102, 103 og 104 dags. 1. júní 2016.
Lagfæra skráningu.
18. Haukdælabraut 36 (05.114.605) 214798 Mál nr. BN051409
Gísli Viðar Gunnarsson, Grundargerði 17, 108 Reykjavík
SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 36 við Haukdælabraut.
Stærðir: A-rými 380,5 ferm., 1301,7 rúmm. B-rými 36,5 ferm., 116,7 rúmm. C-rými 31,0 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Nýjum uppdráttum vísað til skipulagsfulltrúa.
19. Hjallavegur 14 (01.353.113) 104231 Mál nr. BN051307
Rebekka Rós Guðmundsdóttir, Hjallavegur 14, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan tvöfaldan bílskúr á lóðinni nr. 14 við Hjallaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Endurnýjun á byggingarleyfi BN034278.
Stærð: 54 ferm., 192,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
20. Hjallavegur 23 (01.354.302) 104297 Mál nr. BN051410
Ingiríður B Þórhallsdóttir, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Kristberg Óskarsson, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Stækkun 79,3 ferm., 248,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hólmgarður 22 (01.818.301) 108212 Mál nr. BN050903
Sigfús Garðarsson, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík
Kristjana O Kristjánsdóttir, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016 og samþykki eigenda í Hólmagarði 22 og 24 dags. í júlí 2016.
Stækkun: 82,8 ferm., 164,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902
Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær
Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016 og samþykki eigenda í Hólmagarði 22 og 24 dags. í júlí 2016.
Stækkun: 81,3 ferm., 172,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Hraunbær 85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN051222
Jóhanna Emilía Andersen, Hraunbær 99, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050817 þar sem bílskúr 0103 í eigu nr. 99 er stækkaður til vesturs og gerð grein fyrir stækkun á áður gerðum bílskúrum 0101 í eigu nr. 95 og 0102 nr. 93 á byggingareit á lóð nr. 85 til 99 við Hraunbæ.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stækkun bílskúra :
Bílskúr 0101 stækkar um : 2,3 ferm., 6,3 rúmm.
Bílskúr 0102 stækkar um: 4,0 ferm., 9,5 rúmm.
Bílskúr 0103 sem er á að byggja stækkar um: 3,4 ferm., 9,5 rúmm.
Samtals stækkun: 9,7 ferm., 25,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN051270
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera inntakskassa á norðurhlið ásamt því að breyta stiga innanhúss og veggjaþykktum á 2. hæð í gistihúsi, sjá erindi BN049812 á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Gjald kr. 10.100]
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Hulduland 1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN051315
Tryggvi Þórir Egilsson, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Sótt er leyfi til að setja létta glerlokun á svalir á 2. hæð á íbúð nr. 40 í raðhúsi nr. 30 - 48 við Hulduland.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á nr. 38, 42, 44, 46 og 48.
Stærðir: 15,9 ferm., 52,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vantar skráningartöflu.
26. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051285
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mannvirki úr notkunarflokki 3 í 4, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir, bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) og útbúa flóttaleið úr kjallara, ásamt áður gerðum breytingum á 1. hæð, í gistihúsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Sjá erindi BN028998.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Langavatnsvegur 2 (05.15-.-86) 113417 Mál nr. BN051432
Aðalheiður Karlsdóttir, Austurgerði 10, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir hálfbyggt sumarhús á lóð nr. 2 við Langavatnsveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
28. Laugavegur 18b (01.171.502) 101418 Mál nr. BN051416
Around Iceland ehf., Laugavegi 18b, 101 Reykjavík
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta kaffihúsi, tegund e, í veitingastað, tegund c, ásamt því að koma fyrir aðstöðu starfsfólks á 1. hæð og skrifstofum á 2. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 18b við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
29. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá eldra erindi BN049378. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016.
30. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN051424
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, breyta inn- og útgöngum, koma fyrir hringstiga að veitingastað á 2. hæð og innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 12. júlí 2016, minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 25.7.2016 og brunahönnun dags. 12. júlí 2016.
Stækkun: 311,3 ferm., 1.114,2 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 3.969,3 ferm., 14.297,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051451
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í breytingu á innbyrðis stærð verslunarrýma 0101 og 0102 og lokun þar á milli, ásamt tilfærslu á starfsmannarými, tæknirými og dælu í verslunarhúsi á lóð nr. 2 við Lækjargötu.
Gjald 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Mávahlíð 40 (01.710.208) 107172 Mál nr. BN051221
Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15. janúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 17. maí 2016.
33. Mýrarsel 4 (04.961.401) 113085 Mál nr. BN051437
Runólfur Viðar Guðmundsson, Mýrarsel 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalalokun í raðhúsi á lóð nr. 4 við Mýrarsel.
Stækkun á B-rými er engin.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Mörkin 1 (01.471.001) 105728 Mál nr. BN051404
KG ehf., Faxafeni 8, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í breyttu innra skipulagi vestari hluta, salernum, búningsaðstöðu starfsfólks með sturtu og kaffiaðstöðu starfsfólks í kjallara húss á lóð nr. 1 við Mörkina.
Meðfylgjandi er skriflegt samþykki eiganda fyrir breytingunum, dags. 1.7. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN051439
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka niður bragga og til að hreinsa gamlar brunarústir á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN051425
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bragga og innrétta í honum veitingastað í flokki II, teg. ?, náðhús og innrétta þar fyrirlestrarsal, endurbæta skemmu og innrétta þar frumkvöðlasetur og til að byggja tengibyggingu milli þessara húsa og sameina í einn matshluta mhl. 01, 02 og 08 á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 12. júlí 2016 og greinargerð um brunavarnir dags. 1. júní 2016.
Stærð mhl. 01 eftir breytingar: 444,7 ferm., 1.498,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Njörvasund 33 (01.415.105) 105156 Mál nr. BN051278
Valgeir Helgi Bergþórsson, Njörvasund 33, 104 Reykjavík
Margrét Leifsdóttir, Fljótsmörk 4, 810 Hveragerði
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsi nr. 33 við Njörvasund.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd
sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um
uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð
verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN051411
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til viðbyggingar ásamt þaksvölum á 2. hæð í fiskvinnsluhúsi HB Granda á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
39. Skaftahlíð 26 (01.274.202) 103646 Mál nr. BN051268
Ingunn Ósk Árnadóttir, Skaftahlíð 26, 105 Reykjavík
Pálmi Hannesson, Skaftahlíð 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til lækka jarðveg, saga niður úr glugga og koma fyrir nýrri hurð út í garð úr stofu í íbúð í kjallara, sbr. fyrirspurn BN050844, sambýlishúss á lóð nr. 26 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda ódags. og jákvæð fyrirspurn frá 5. april 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN051171
Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m.a. færa móttöku í anddyri og uppfæra brunahönnun í gistiheimilinu í fl. V í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 21.06.2006.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
41. Skólavörðustígur 25 (01.182.242) 101894 Mál nr. BN051427
SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera rishæð að sjálfstæðri íbúðareiningu, með sér fastanúmeri, með því að gera nýjan stiga upp í ris, breyta kvisti og gera flóttaleið út á þaksvalir, auk minni breytinga samhliða viðhaldi, ásamt ósk um að sameina matshluta 01 og 02 í einn matshluta, í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.
Lögð er fram umsögn Minjastofunar Íslands dags. 06.04.2016.
Fyrri umsókn BN051229 er dregin til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta nr. A100 og A101 dags. 6. júní 2016.
42. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN050557
Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 2. hæð þar sem innréttuð hafa verið sjö herbergi fyrir 18 gesti, sem ásamt herbergjum á 4. hæð er gististaður í flokki V, og til að innrétta móttöku og skrifstofu bílaleigu á 1. hæð og gera dyr út á flóttasvalir á þaki 1. hæðar í gistiheimili á 2. og 4. hæð í húsi nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Strípsvegur 100 (08.1--.-52) 218307 Mál nr. BN051045
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 100 við Strípsveg.
Stærðir: 49,8 ferm., 202,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Strípsvegur 80 (08.1--.-51) 223406 Mál nr. BN051048
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 80 við Strípsveg.
Stærðir: 34,6 ferm., 146,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
45. Strípsvegur 90 (8..1--.-50) 223407 Mál nr. BN051047
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 90 við Strípsveg.
Stærðir: 34,6 ferm., 146,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051343
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir 74 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara ásamt bílgeymslu á lóðinni nr. 68-70 við Suðurlandsbraut sbr. erindi BN051314.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
47. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum og verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengir mhl. í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dag. 19. júlí 2016 fylgir
Stærð byggingar: A rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm. Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN051280
Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign á 4. hæð úr einni íbúð í tvær minni íbúðir, stækka glugga á 4. hæð til samræmis við áður samþykktan glugga á 3. hæð og fjarlægja salerni í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Vegna fjölgunar íbúða skal greiða fyrir eitt bílastæði skv. gjaldskrá.
Gjald. kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051213
FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á austurhlið og fylla upp í glugga og hurðir á vesturhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Jafnframt er erindi BN050904 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
50. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN051378
Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 9 bíla á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 1.303,0 ferm., 4.127,2 rúmm. B-rými: 85,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Vagnhöfði 25 (04.063.202) 110641 Mál nr. BN051223
Aðalás ehf., Jökulgrunni 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa atvinnuhúsnæði, mhl. 02 á einni hæð á lóð nr. 25 við Vagnhöfða.
Stærð: 80,0 ferm., 285,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
52. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN051461
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og fleygun á lóðinni Veghúsastígur 9, skv. erindi BN051127 sem samþykkt var 14.06.2016.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN051323
Hilma Hólm, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Daníel Fannar Guðbjartsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bætt er við sturtu- og salernisaðstöðu í bílskúr á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
54. Vesturgata 24 (01.132.003) 100193 Mál nr. BN051254
Eignarhaldsfélagið Normi ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og risi, steinsteypt, klætt og einangrað að utan með bárujárni á lóð nr. 24 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
Stærðir:262,7 ferm., 748,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2016.
55. Vættaborgir 31 (02.343.511) 176320 Mál nr. BN051440
Þórður Þórisson, Vættaborgir 31, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka eldhús til suðurs á inngönguhæð einbýlishússins á lóð nr. 31 við Vættaborgir.
Stækkun : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Fyrirspurnir
56. Heiðargerði 11 (01.801.006) 107604 Mál nr. BN051455
Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir breytingum sem þegar eru hafnar sem felast í viðbyggingu við stofu og breytingu á burðarveggjum ásamt stækkun á svölum ofan á viðbyggingu í raðhúsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði.
Framkvæmd er samskonar og gerðar hafa verið á sumum af nærliggjandi húsum.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
57. Kleppsvegur 104 (01.355.008) 104321 Mál nr. BN051453
Glóey Thao Thanh Ðo, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála sunnan við einbýlishús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2015.
58. Laufásvegur 62 (01.197.203) 102718 Mál nr. BN051465
Hanna Gunnarsdóttir, Laufásvegur 62, 101 Reykjavík
Ásta Guðrún Beck, Lómasalir 12, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 62 við Laufásveg.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.
59. Þórsgata 17A (01.181.318) 101788 Mál nr. BN051454
Ríkharður Einarsson, Sviss, Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist og svalir á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 17A við Þórsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.23
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Sigríður Maack
Skúli Þorkelsson
Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 886. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson Sigríður Maack og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 2 (01.136.101) 100527 Mál nr. BN051431
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050306 sem felst í því að hafa þrjá glugga á frágrafinni hlið kjallara í stað fjögurra í húsi á lóð nr. 2 við Aðalstræti.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051462
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stofnerindi BN048688 sem felst í því að stækka hús T4 og L1 á Reiti-1 og fækka stigahúsum, ásamt því að breyta bílakjallara á Reiti-11 (en byggingar ár Reiti-1 eru óbreyttar) á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Stækkun:
Reitur-2 : 117,0 ferm., 1.050,2 rúmm.
Reitur-11: 386,8 ferm., 1.541,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
3. Bakkastaðir 45 (02.421.103) 178891 Mál nr. BN051467
Ingólfur Geir Gissurarson, Vesturhús 18, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050852 þannig að lækkað er bílskúrsgólf um 60 sm og inngangur verði inn í þvottaherbergi en ekki inn í anddyri hússins á lóð nr. 45 við Bakkastaði.
Stækkun er 36,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bergstaðastræti 12 (01.180.211) 101699 Mál nr. BN051169
Bergtak ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars 2015 fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett. Staðfesting á stærðarbreytingum dags. 10.6. 2016. Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016. Bréf hönnuðar dags. 10.6. 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.
Stærðir samtals : Stækkun 40,2 ferm., /minnkun 121,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
5. Breiðagerði 20 (01.817.201) 108130 Mál nr. BN051474
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja eina nýja færanlega kennslustofu við Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði.
Stærð A-rými 78,6 ferm., 315,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Eldshöfði 10 (04.035.303) 110540 Mál nr. BN051405
Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði fyrir bílaverkstæði, ein hæð ásamt milligólfi, burðarvirki úr límtré og klætt utan málmklæðningu, á lóð nr. 10 við Eldshöfða.
A-rými 497,0 ferm., 2.766,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN051243
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa garðskála úr stálburðarvirki klæddu að utan með stálsamlokum og plastplötum í þaki, þar sem áður var veitingatjald í Húsdýragarðinum við núverandi veitingahús á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Stærðir: 216,3 ferm., 804,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790
RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016. Hlóðvistaskýrsla dags. 14. júní 2016 og 7 júlí 2016. Tölvupóstur fra eiganda um samþykki sitt dags. 4. júlí 2016 fylgir
Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
9. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN051308
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar, sjá erindi BN047738, í flugstjórnarmiðstöðvar nr. 66 við Nauthólsveg á lóðinni Flugvöllur 106748.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN051414
Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu á 1. hæð, milli mátlína 12 og 13, í Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Endurskoðun á heildarbrunahönnun dags. 06.07.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
11. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN051256
Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 7 íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu fyrir 5 bíla á lóð nr. 33 við Freyjubrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
Stærðir: A-rými: 767,6 ferm., 2.511,5 rúmm. B-rými: 182,3 ferm., 288,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
12. Grandagarður 101 (01.114.101) 100042 Mál nr. BN051244
Sigurður R Gíslason, Sólvallagata 84, 101 Reykjavík
Sara Andrea Hochuli, Sviss, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, dyr og gasgeymsla á vesturhlið hefur verið fjarlægð, timburpallur byggður á norðurhlið og þar komið fyrir eldstæði með reykröri uppfyrir þakbrún, innréttuð starfsmannaaðstaða og lager og innra fyrirkomulagi breytt í veitingastað í flokki II, teg. kaffihús í húsi á lóð nr. 101 við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
13. Haukdælabraut 36 (05.114.605) 214798 Mál nr. BN051409
SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Gísli Viðar Gunnarsson, Grundargerði 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 36 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.Stærðir: A-rými 380,5 ferm., 1301,7 rúmm. B-rými 36,5 ferm., 116,7 rúmm. C-rými 31,0 ferm.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hjallavegur 23 (01.354.302) 104297 Mál nr. BN051410
Kristberg Óskarsson, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Ingiríður B Þórhallsdóttir, Hjallavegur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja óleyfis skúr og byggja bílskúr ásamt því að byggja við núverandi íbúðarhús og gera nýjan kvist og nýjar svalir á lóð nr. 23 við Hjallaveg.
Stærð á nýjum bílskúr: 40,0 ferm., 139,4 rúmm., stækkun íbúðarhúss: 38,7 ferm., 109,2 rúmm. Stækkun samtals: 78,7 ferm., 248,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
15. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN051492
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, uppsteypu á undirstöðum og lögnum í jörð fyrir fjölbýlishús á lóðinni nr. 4 við Hlíðarenda sbr. erindi BN050613.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hólmaslóð 2 (01.111.501) 100027 Mál nr. BN051466
Flugur listafélag ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bárujárnsklæðningu á 1 hæð á milli mátlína 5 til 12 og klæða verslunarframhlið með timburklæðningu, einangruð með 100 mm steinull og komið verður fyrir skilti ofan við inngang á húsinu á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hulduland 1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN051315
Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Tryggvi Þórir Egilsson, Hulduland 40, 108 Reykjavík
Sótt er leyfi til að setja létta glerlokun á svalir á 2. hæð á íbúð nr. 40 í raðhúsi nr. 30 - 48 við Hulduland.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á nr. 38, 42, 44, 46 og 48.
Stærðir: 55,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Hverfisgata 106 (01.174.112) 101590 Mál nr. BN051471
Gunnfánar ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera björgunarop á framhlið í glugga íbúðar í kjallara samkvæmt áður samþykktu erindi BN015421 í húsi nr. 106 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Langholtsvegur 47 (01.357.001) 104390 Mál nr. BN051472
Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á einbýlishúsi sem byggt var árið 1943 á lóð nr. 47 við Langholtsveg.
Stærð: 90,9 ferm., 306,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN051473
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss fyrir Hlemm matarmarkað, sbr. erindi BN050623 sem var frestað 8.3. 2016, í strætóbiðstöð á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindi BN050623, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016, einnig greinargerð Mannvits frá 26.7. 2016 og hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 27.7. 2016 og brunahönnun Eflu dags. 26.7. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Laugavegur 163 (01.222.211) 102873 Mál nr. BN051456
Egill Þorsteinss kíróprakt ehf, Laugavegi 163, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta rými 02-0102 í hótelíbúð í flokki ll í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 163 við Laugaveg.
Lögð er fram umsögn skipulagfulltrúa við fyrirspurn dags. 10. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2016.
22. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN051027
Þórdís Schram, Dimmuhvarf 7, 203 Kópavogur
Sótt er um að breyta úr flokki II í flokk III, veitingastaðnum Boston á lóð nr. 28B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016. Hljóðvistarskýrsla dags. júlí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN051408
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Sjá eldra erindi BN049378. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2016.
Stærð á niðurrifi: xxx ferm., xxx rúmm., stærð á nýrri tengibyggingu: xxx ferm., xxx rúmm. Samtals stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430
L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu fyrir verslun og gististað í flokki ?, teg. hótel sem hýsa mun 116 gesti á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Stærð A-rými: x ferm., x rúmm.
B-rými x ferm., x rúmm.
C-rými x ferm.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN051424
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, breyta inn- og útgöngum, koma fyrir hringstiga að veitingastað á 2. hæð og innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 12. júlí 2016, minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 25.7.2016 og brunahönnun dags. 12. júlí 2016.
Stækkun: 311,3 ferm., 1.114,2 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 3.969,3 ferm., 14.297,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN051422
M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050897 þannig að gestafjöldi fækkar úr 95 gestum í 80 gesti, hætt er við útitröppur, breytingar í forvinnslurými, breyting á aðstöðu stafsfólks og salernum í húsinu á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Lautarvegur 10 (01.794.106) 213564 Mál nr. BN051301
Rósa Þórunn Hannesdóttir, Dalhús 92, 112 Reykjavík
Hannes Jónas Jónsson, Dalhús 92, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.Stærðir A-rými: 559,9 ferm., 1844,0 rúmm. B-rými: 52,7 ferm., xxx rúmm., C-rými: 91,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.
28. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN051468
BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna veitingastað í flokki I á 1. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Lækjargata 2a (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051451
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051132 sem felst í breytingu á innbyrðis stærð verslunarrýma 0101 og 0102 og lokun þar á milli, ásamt tilfærslu á starfsmannarými, tæknirými og dælu í verslunarhúsi á lóð nr. 2 við Lækjargötu.
Gjald 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Nauthólsvegur 100 (01.688.401) 219038 Mál nr. BN051439
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka niður bragga og til að hreinsa gamlar brunarústir á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.
Stærðir: mhl.01 145,0 ferm., 376,0 rúmm., mhl.02 210,0 ferm.840,0 rúmm., mhl.08 58,0 ferm., 225,0 rúmm., mhl.09 33,0 ferm., 99,0 rúmm.
Sjá erindi BN051425 um endurbyggingu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
31. Nökkvavogur 11 (01.441.113) 105435 Mál nr. BN051458
Jeannette Castioni, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga í stofu á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans og koma fyrir stigapalli og tröppur út í garð, síkka glugga í kjallara að sunnan og vestanmegin og koma fyrir nýjum glugga á kjallara á austurgafl í húsi á lóð nr. 11 við Nökkvavog.
Samþykki frá meðeigendum lóðar dags. 28. Júní 2016 fylgir
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN051470
Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu út frá kjallara á vesturhlið, koma fyrir þaksvölum ofan á þær og fækka séreignum úr þremum í tvær í húsinu á lóð nr. 8B við Óðinsgötu.
Umsögn Minjastofnun Ísland dags 27. Júlí 2016 fylgir.
Stækkun sólstofu er : 15,1 ferm., og 40,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Prestbakki 21 (04.608.102) 111750 Mál nr. BN051402
Björn Blöndal, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Elfa Þorgrímsdóttir, Prestbakki 21, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum sólpalli og skjólveggjum á lóðamörkum ásamt lokun á rými undir svölum, sólskála, við endaraðhús á lóð nr. 21 Prestbakka.
Stækkun: B-rými 28,5 ferm., 66,82 rúmm. Samþykkt húsfundar dags. 23.6.2016 og samþykki meðeigenda nr. 19 dags. 30.6.2016 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
34. Ránargata 32 (01.135.010) 100432 Mál nr. BN051370
Ragnheiður H Þórarinsdóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Harpa Arnardóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Tómas Þorkelsson, Ránargata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á kjallara og 1. hæð (1. og 2. hæð) og einnig er sótt um sameiningu eigna 0001 og 0101 í eina eign í íbúðarhúsi á lóð nr. 32 við Ránargötu
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN050981
Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa nýja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með hefðbundnu sperruþaki, milli aðalhúss og nýlega samþykktrar frystigeymslu mhl. 15 á lóðinni Saltvík 125744. Sbr. BN048095
Stækkun 41,1 ferm., 192,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Silfurteigur 2 (01.362.201) 104591 Mál nr. BN051267
Elsa Ruth Gylfadóttir, Silfurteigur 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera svalahurð út í garð á íbúð 0001 og gera þar pall, stækka þakglugga á vesturhlið og minnka áðursamþykkt gat í burðarvegg (sjá erindi BN040095) í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Silfurteig.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 7. júní 2016, umsögn burðarþolshönnuðar á svalahurð dags. 7.6.20116 og áður samþykktu gati í burðarvegg dags. 18.des. 2015.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN050723
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja skemmu eftir bruna árið 2015 í fyrri mynd án breytinga annarra en lítilsháttar fyrirkomulagsbreytinga innanhúss í þvottahúsi á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 25.5. 2016.
Stærð: 2.100,3 ferm., 10.670,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Skipholt 50C (01.254.101) 103467 Mál nr. BN051421
Ballettskóli Eddu Scheving slf., Vatnsholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta 3. hæð úr skrifstofuhúsnæði í ballettskóla og eru helstu breytingar að fjarlægðir eru léttir veggir, útbúnir tveir salir, búningherbergi og sturta í húsinu á lóð nr. 50 C við Skipholt .
Bréf frá hönnuði um svar við ath. SHS dags. 28.ágúst 2015 fylgir.
Erindinu fylgir fyrirspurn BN051368
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
39. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN051434
Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047206 með því að breyta lítillega innréttingum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN050557
Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 2. hæð þar sem innréttuð hafa verið sjö herbergi fyrir 18 gesti, sem ásamt herbergjum á 4. hæð er gististaður í flokki V, og til að innrétta móttöku og skrifstofu bílaleigu á 1. hæð og gera dyr út á flóttasvalir á þaki 1. hæðar í gistiheimili á 2. og 4. hæð í húsi nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Sólvallagata 14 (01.160.210) 101158 Mál nr. BN051013
Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík
Andri Már Ingólfsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir hússins, byggja tvo kvisti, nýtt anddyri, útitröppur og svalir á vesturhlið, byggja geymslu á baklóð, breyta innra skipulagi og innrétta einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. apríl 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2016.
Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní til og með 14. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Magnúsdóttir, dags. 14. júlí 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur Sigríðar Magnúsdóttur, dags. 25. júlí 2016, þar sem athugasemdir eru dregnar til baka.
Stækkun: 23,6 ferm., 111,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN051441
Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kæligeymslu úr samlokueiningum sem verður mhl. 10 við vörugeymslu mhl. 09 og að setja hraðopnandi hurðir sem tengir mhl. í húsinu á lóð nr. 2-4 við Sundabakka.
Brunahönnunarskýrsla dag. 19. júlí 2016 fylgir
Stærð byggingar: A rými 1.041,8 ferm., 11.121,3 rúmm. B rými 10,4 ferm., 32,2 rúmm. Samtals: 1.052,2 ferm., 11.153,5 rúmm.
Gjald kr 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
43. Súðarvogur 2E-2F (01.450.201) 105597 Mál nr. BN051452
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, uppfæra eldvarnir og breyta fyrirkomulagi á lóð í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2E og 2F við Súðarvog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051213
FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á austurhlið og fylla upp í glugga og hurðir á vesturhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Jafnframt er erindi BN050904 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Urðarbrunnur 44 (05.054.608) 211728 Mál nr. BN051203
Birna Björg Sigurðardóttir, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Björn Guðmundsson, Dalbrún 10, 700 Egilsstaðir
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum einangrað og klætt að utan með báruáli, með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 120,6 ferm., 2. hæð íbúð 86,5 ferm., bílgeymsla 28,3 ferm..
Samtals 235,4 ferm., 799,6 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
46. Úlfarsbraut 62-64 (02.698.602) 205723 Mál nr. BN051457
Magnús Gabríel Haraldsson, Úlfarsbraut 62, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041672 sem felst í því að steypa garðveggi á lóðarmörkum við húseignir á lóð nr. 62-64 við Úlfarsbraut.
Sjá ennfremur erindi BN035307.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN051413
V10 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi á innri breytingum á fyrstu og annari hæð þar sem komið er fyrir salernum, ræstingu og kaffiaðstöðu með starfsmannaskápum í húsinu á lóð nr. 10 við Vatnagarða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN051139
Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík
Foglio ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, fyrir 80 gesti, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.7. fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN051265
Ragnar Ólafsson, Erluás 18, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna nýs eignaskiptasamnings sbr. erindi BN049117 á hesthúsi 10 á lóð nr. 4 við Vatnsveituveg.
Meðfylgjandi er bréf frá Bókhaldsþjónustu Arnar dags. 17.3. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Vesturbrún 8 (01.380.204) 104742 Mál nr. BN051329
Óskar Helgi Guðjónsson, Vesturbrún 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á austurhlið og stækka kvist á vesturhlið ásamt því að byggja nýjar svalir á 2. hæð suðurgafli í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Vesturbrún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016. Samþykki eigenda á teikningum dags. 20.06.2016. Stækkun: 3,6 ferm., 10,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.
51. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158
Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN051292
Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss og sameina í eina íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Þrastargötu.
Stækkun 18,9 ferm., 88,4 rúmm.
Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3. Gjald kr. 10.100. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2016.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
Ýmis mál
53. Breiðavík 2-6 (02.355.501) 173869 Mál nr. BN051484
Ólafur Kristján Jóhannsson, Ásabraut 16, 240 Grindavík
Niðurfelling byggingaráforma BN044478. Þann 15.05 2012 voru samþykkt byggingaráform BN044478 að Breiðavík 2-6. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
54. C-Tröð 1 (04.765.401) 112483 Mál nr. BN051487
Faxa hestar ehf., C-Tröð 1, 110 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN043641. Þann 25.09 2012 voru samþykkt byggingaráform BN043641 að Hesthús C-tröð 1. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
55. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN051483
Húsfélagið Faxafeni 10 2.hæð, Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN044233. Þann 20.03 2012 voru samþykkt byggingaráform BN044233 að Faxafeni 10. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
56. Faxaskjól 26 (01.532.112) 106189 Mál nr. BN051486
Þórunn Lárusdóttir, Langholtsvegur 169a, 104 Reykjavík
Snorri Petersen, Langholtsvegur 169a, 104 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN044027. Þann 18.09 2012 voru samþykkt byggingaráform BN044027 að Faxaskjóli 26. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
57. Granaskjól 27 (01.517.003) 105876 Mál nr. BN051496
Birgir Ármannsson, Drafnarstígur 2a, 101 Reykjavík
Haukur Ásgeirsson, Lindasmári 12, 201 Kópavogur
Niðurfelling byggingaráforma BN046026. Þann 28.05 2013 voru samþykkt byggingaráform BN046026 að Granaskjóli 27. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
58. Grettisgata 18A (01.182.113) 101829 Mál nr. BN051490
Snú ehf., Grettisgötu 32, 101 Reykjavík
Jón Guðmar Jónsson, Staðarhvammur 17, 220 Hafnarfjörður
Niðurfelling byggingaráforma BN044331. Þann 24.07 2012 voru samþykkt byggingaráform BN044331 að Grettisgötu 18a. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
59. Hlíðarendi 2-6 (01.629.804) 220842 Mál nr. BN051497
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045376. Þann 23.07 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045376 að Hlíðarenda 2-6. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
60. Hólmsheiði fjárb. Mál nr. BN051502
Keilir fjárfestingafélag ehf., Tangarhöfða 9, 110 Reykjavík
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN046684. Þann 05.11 2013 voru samþykkt byggingaráform BN046684 að Hólmsheiði fjár. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
61. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN051500
Sturla Míó Þórisson, Sólvallagata 16, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN046508. Þann 24.09 2013 voru samþykkt byggingaráform BN046508 að Katrínartúni 9. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
62. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN051503
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045438. Þann 17.12 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045438 að Laugavegi 164. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist undir þessu erindi er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
63. Laugavegur 70-70B (01.174.204) 101607 Mál nr. BN051498
Sigurgeir Sigurjónsson ehf., Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN044784. Þann 30.07 2013 voru samþykkt byggingaráform BN044784 að Laugavegi 70. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
64. Leiðhamrar 46 (02.292.001) 108957 Mál nr. BN051489
Gylfi Sigfússon, Leiðhamrar 46, 112 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045051. Þann 16.10 2012 voru samþykkt byggingaráform BN045051 að Leiðhömrum 46. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
65. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN051494
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045784. Þann 09.04 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045784 að Smáragötu 12. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
66. Stórholt 17 (01.246.011) 103282 Mál nr. BN051485
Sveinbjörn R Magnússon, Stórholt 17, 105 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN043939. Þann 15.05 2012 voru samþykkt byggingaráform BN043939 að Stórholti 17. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
67. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN051501
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045443. Þann 05.11 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045443 að Suðurlandsbraut 2. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist undir þessu erindi er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
68. Sæmundargata 4-10 4R (00.000.000) 106638 Mál nr. BN051495
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045887. Þann 14.05 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045887 að Sæmundargötu 4-10. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist undir þessu erindi er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
69. Sæviðarsund 43-45 (01.411.205) 180197 Mál nr. BN051493
Örn Gíslason, Sæviðarsund 43, 104 Reykjavík
Lilja Valsdóttir, Sæviðarsund 43, 104 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN045412. Þann 19.02 2013 voru samþykkt byggingaráform BN045412 að Sæviðarsundi 43. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
70. Vesturvallagata 4 (01.134.507) 100391 Mál nr. BN051491
Kristinn Ágúst Halldórsson, Vesturvallagata 4, 101 Reykjavík
Niðurfelling byggingaráforma BN038267. Þann 12.02 2013 voru samþykkt byggingaráform BN038267 að Vesturvallagötu 4. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
71. Vitastígur 10A (01.173.117) 101534 Mál nr. BN051488
Niðurfelling byggingaráforma BN044948. Þann 16.10 2012 voru samþykkt byggingaráform BN044948 að Vitastíg 10a. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
72. Heiðargerði 11 (01.801.006) 107604 Mál nr. BN051455
Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir breytingum sem þegar eru hafnar sem felast í viðbyggingu við stofu og breytingu á burðarveggjum ásamt stækkun á svölum ofan á viðbyggingu í raðhúsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði.
Framkvæmd er samskonar og gerðar hafa verið á sumum af nærliggjandi húsum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.
Afgreitt)
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2016.
73. Skeggjagata 5 (01.243.511) 103153 Mál nr. BN051469
Barak ehf., Grundartanga 25, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort samfara viðhaldi og endurnýjun megi stækka óskráða íbúð í kjallara með því að fjarlægja stiga og gera kjallaraíbúð að séreign, stækka bílskúr og breyta í vinnustofu, gera þaksvalir ofan á bílskúr og koma fyrir geymsluskúr og sorpgeymslu á lóð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Skeggjagötu.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 25.júlí 2016
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og athugasemda á fyrirspurnarblaði.
74. Suðurgata 4 (01.161.102) 101197 Mál nr. BN051436
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að gera 4 bílastæði neðst/austast á lóð með aðkeyrslu frá Suðurgötu, til viðbótar við þau 3 stæði sem fyrir eru efst/vestast með aðkeyrslu frá Túngötu, á lóð nr. 4 við Suðurgötu.
Stór tré vestast á lóð verða varðveitt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júlí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júlí 2016.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júlí 2016.
75. Þórsgata 17A (01.181.318) 101788 Mál nr. BN051454
Ríkharður Einarsson, Sviss, Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist og svalir á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 17A við Þórsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. ágúst 2016.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. Ágúst 2016.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:06.
Nikulás Úlfar Másson
Björn Kristleifsson
Erna Hrönn Geirsdóttir
Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir