Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 156

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 6. júlí kl. 9:05, var haldinn 156. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjalti Hjaltason, Gísli Garðarsson, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Harri Ormarsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir. 

Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  24. júní 2016 og 1. júlí 2016.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN150706

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna RÚV reits. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn, fjölgun íbúða og breyting á landnotkun. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2016 til og með  24. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Reynir Vignir og Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, dags. 22. maí 2016, Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Háaleitis- og bústaðahverfis, dags. 27. maí 2016 um að vísa athugasemdum Þóris Stephensen til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um athugasemdir, dags. 6. júlí 2016 og uppfærð tillaga, dags. júlí 2016.

Aðalskipulagsbreyting samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. júlí 2016, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

3. Efstaleiti - RÚV reitur, deiliskipulag (01.745.4) Mál nr. SN150752

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf., dags. 1. apríl 2016, að deiliskipulagi sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0 og 1.745.1 og afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri. Svæðið er í dag 5 lóðir, Efstaleiti 1, 3, 5, 7 og 9. Í tillögunni felst uppbygging á lóð RÚV við Efstaleiti og samliggjandi lóðum innan reitsins með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. í apríl 2016. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2016  til og með 24. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kolbrún Ingimarsdóttir, dags. 24. maí 2016, Harpa Viðarsdóttir, Guðrún B. Guðjónsdóttir og Viðar Hjartarson, dags. 20. júní 2016, Rauði krossinn dags. 23. júní 2016, Þórir Stephensen, dags. 23. júní 2016, Lex Lögmannsstofa f.h. húsfélaga Efstaleiti 10-14 og Miðleiti 5-7, dags. 24. júní 2016, Ríkisútvarpið, dags. 24. júní 2016 og TR-Eignir, dags. 24. júní 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Háaleitis- og bústaðahverfis, dags. 27. maí 2016 um að vísa athugasemdum Þóris Stephensen til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og minnisblað Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Vífills Oddssonar f.h. RÚV, dags. 21. júní 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2016, ásamt auka skuggavarpi vegna athugasemda og lagfærðum uppdr.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2016.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir bókar: „Rétt er að endurskoða skipulagið á RÚV reitnum með það að markmiði að koma betur til móts við athugasemdir og áhyggjur íbúa vegna mikils byggingarmagns á reitnum, hæða húsa og vegna aukins umferðarþunga á svæðinu. Með auknu samráði skapast meiri sátt og friður um skipulagið auk þess sem það yrði í takt við samstarfssáttmála meirihlutans um aukið íbúalýðræði og aðkomu íbúa að mikilvægum ákvörðunum.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartar framtíðar Páll Hjalti Hjaltason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bóka: „Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs áréttar að samráð við skipulagningu RÚV-reitar hafi verið töluvert og umfram það sem gengur og gerist. Meðal annars var haldinn opinn kynningarfundur um skipulagsbreytingar í húsnæði RÚV þann 16. febrúar síðastliðinn. Þá var verkefnið tekið fyrir á tveimur fundum í fundarröð hverfisskipulags Reykjavíkur, 31. maí og 1. júní.“

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

4. Aðalskipulag Reykjavíkur, 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breyting á aðalskipulagi (01.7) Mál nr. SN160536

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í júlí 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar. Í tillögunni felst breytt landnotkun, fjölgun íbúða og stækkun á reit nr. 15, Öskjuhlíð-HR.

Samþykkt að kynna drög að breytingu skv. 2. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, uppbygging (04.772.3) Mál nr. SN160542

Kynntar tillögur Plúsarkitekta að uppbyggingu á lóðunum nr. 4-6, 8-10 og 12.

Kynnt.

Haraldur Ingvarsson frá Plúsarkitektum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Páll Hjalti Hjaltason víkur af fundi undir þessum lið.

6. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi (01.141.2) Mál nr. SN160497

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. ódags. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru í við grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja. Einnig er lagt fram minnisblað Glámu Kím, dags. 5. júlí 2016.

Frestað.

Bæring Bjarnar Jónsson frá Glámu Kím arkitektum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Starhagi, breyting á deiliskipulagi (01.555) Mál nr. SN130597

TS 105 ehf., Laugavegi 99, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 30. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 30. júní 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er tillögunni vísað til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Umhverfis- og skipulagsráð bókar: „Til þess að standa við samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um málefni flugvallarins í Vatnsmýri er skipulagstillaga þessi auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð telur mikilvægt að leitað sé álits Minjastofnunar á framkvæmdunum enda ljóst að a.m.k. eitt mannvirki sé innan minjasvæðis. Lagt er til að tillagan sé einnig send Borgarsögusafni og hverfisráði Vesturbæjar. Ráðið leggur áherslu á að öll mannvirki verði felld að umhverfinu á eins látlausann hátt og mögulega hægt er og að öllum framkvæmdum verði haldið í lágmarki.“

Hermann Georg Gunnlaugsson frá Teiknistofunni Storð tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN160076

Kynnt staða á vinnu við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. maí 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í afmörkuðum breytingum um stýringu starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni. Breytingartillögur lúta annars vegna að götusvæði nr. 11, suðurhlið Hverfisgötu (nr. 4-62) og hinsvegar götusvæði nr. 14, Laugavegur v/Hlemm, milli Snorrabrautar og Rauðarárstíg.

Kynnt.

Anna María Bogadóttir arkitekt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

9. Austurbakki 2, Fjölbýlishús - verslunarhúsnæði (01.119.801) Mál nr. BN050486

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016. Stærð A-rými:  17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm. B-rými:  2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm. C-rými:  64,8 ferm. Gjald kr. 10.100

Kynnt.

Fríða Sigurðardóttir og Ingunn Lilliendahl frá Teiknistofunni Arkitektar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

10. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík  og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð.

Kynnt.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi (01.629.8) Mál nr. SN160297

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Valsmanna hf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016.

Kynnt.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Hólaberg 86, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160496

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, Hólahverfi, vegna Hólabergs 86. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur til vesturs frá núverandi húsi, felld er niður kvöð um göngustíg meðfram bílastæði og innkeyrsla á bílastæði frá lóð nr. 84 er felld niður og verður aðkoman beint inn frá Hólabergi, samkv. uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN150025

Sjens ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Random ark ehf., Grenimel 9, 107 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sjens ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér hækkun á þaki, aukningu á nýtingarhlutfalli og að heimilt verði að reisa útbyggingar og svalir út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. í febrúar 2015. 

Frestað.

14. Kjalarnes, Brautarholt 5, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160279

Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík

Brúnegg ehf, Brautarholti 4, 116 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ingimarssonar f.h. Brúneggja ehf., mótt. 6. apríl 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brautarholts á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 5 við Brautarholt. Í breytingunni felst að breyta svínabúi á jörðinni í alifuglabú, samkvæmt tillögu, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. maí til 30. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Marteinn Másson hrl. f.h. Bjarna Pálssonar, dags. 25. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki Arion banka við framkvæmdum á svæðinu, dags. 29. júní 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2016. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2016.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag (34.2) Mál nr. SN150253

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 15. apríl 2016 til og með 27. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa, dags. 27. maí 2016, Haraldur Jónsson, dags. 25. maí 2016, Sigríður Ingólfsdóttir, dags. 27. maí 2016 og Steinn Friðgeirsson og Liselotte Widing, dags. 27. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. maí 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Sævarhöfði 2-2A, breyting á deiliskipulagi (04.054.5) Mál nr. SN160447

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. B.L. ehf., dags. 1. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2-2A við Sævarhöfða. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkar til suðurs og afmarkaður er byggingareitur fyrir tengigang. Byggingamagn eykst um 320 m², skv. uppdrætti Arkís, dags. 23. maí 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Hallgrímstorg 3, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160491

Listasafn Einars Jónssonar, Pósthólf 1051, 121 Reykjavík

Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Listasafns Einars Jónssonar dags. 16. maí 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi Skólavörðuholt vegna lóðarinnar nr. 3 við Hallgrímstorg. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað um lóðina Hallgrímstorg 3 sem verður hluti af deiliskipulagi Skólavörðuholts, nýr byggingarreitur er afmarkaður fyrir allt að 250 fm. viðbyggingu við suðaustur hlið hússins o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Granda, dags. 11. maí 2016. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda , dags. 16. júní 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. júní 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjalti Hjaltason fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 15:07.

18. Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreits (01.132.0) Mál nr. SN150413

Þorgeir Jónsson, Laugarnesvegur 96, 105 Reykjavík

Þórður Magnússon, Grundarland 15, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 12. október 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf., mótt. 23. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnlaugur Torfi Stefánsson, dags. 14. desember 2015, Lára Garðarsdóttir, dags. 14. desember 2015, Jakob Baltzersen, dags. 14. desember 2015, Halla Dögg Önnudóttir og Jón Þór Bergþórsson ásamt viðhengjum, dags. 14. desember 2015, Þórunn Þórarinsdóttir, dags. 20. desember 2015, Guðbjörg Þorvarðardóttir, dags. 20. desember, Hafrún Kristjánsdóttir, dags. 21. desember 2015, Haukur I. Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, dags. 21. desember 2015, stjórn húsfélags Vesturgötu 22, dags. 21. desember 2015, Sveinn Sigurður Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 21. desember 2015, Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir, dags. 21. desember 2015, Rakel Garðarsdóttir, dags. 21. desember 2015 og Lára Hanna Einarsdóttir ásamt viðhengjum og undirskriftum 61 aðila, dags. 21. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2016.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2016.

Vísað til borgarráðs.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

19. Frakkastígur 26A, breyting á deiliskipulagi (01.182.3) Mál nr. SN160308

Live ehf., Laufásvegi 70, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Live ehf., mótt. 20. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 26 og 26A við Frakkastíg. Skilmálar fyrir Frakkastíg 26 eru óbreyttir en skilmálar fyrir Frakkastíg 26A breytast. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit sem nemur 5,3 m2 og setja hámarks nýtingarhlutfall 0,97. Heimilt er að vera með einn kvist á hvorri hlið og skal hann vera miðjusettur á framhlið hússins en staðsetning á bakhlið skal vera a.m.k. 0,5m frá enda. Heimilt er að vera með svalir á suðurhlið. Við endurgerð hússins er heimilt að vera með torfþak á húsinu. Hámarkshæð skal vera á bíslagi 2,95 metrar. Heimilt er að vera með veitingastað í flokki II í húsinu. Núverandi  umferðarkvöð um Frakkastíg 26 er óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Hjördís Og Dennis ehf., dags. 6. maí 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá  20. maí 2016 til og með 18. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásta Beck lögfr. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur, dags. 14. júní 2016 ásamt greinargerð Sigurðar Sigurpálssonar, dags. 28. maí 2016 og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dags. 15. júní 2016. 

Frestað.

20. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN160414

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Ístaks ehf., dags. 19. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst  að mörk þess svæðis sem deiliskipulagsbreytingin tekur til stækkar til suðurs, afmörkuð er ný bílastæðalóð sunnan Engjateigs á móts við lóð nr. 7 og koma fyrir 11 bílastæðum á bílastæðalóð við götu þar af eru tvö stæði fyrir hreyfihamlaða, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta ehf., dags. 12. maí 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Skipholt 29 og 29A, breyting á deiliskipulagi (01.250.1) Mál nr. SN150722

Freysteinn ehf., Lækjargötu 2, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn GP arkitekta ehf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.250.1, Skipholtsreits, vegna húsanna nr. 29 og 29A við Skipholt á lóð nr. 29 við Skipholt. Í breytingunni felst að hækka heimilaða hámarkshæð um 80 cm umfram það sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir og hækka heimilt nýtingarhlutfall úr 2,0 í 2,16, byggingarreitur húss nr. 29 er dýpkaður til norðurs og gerður er nýr byggingarreitur fyrir lyftu- og stigahús. Húsin mega vera 4 hæðir og skal efsta hæðin vera formuð sem þakhæð. Leyfilegt er að setja lóðrétta kvista á 2/3 hluta þakflatar og setja svalir og svalahurðar á suðurhlið og inngangshurðir á norðurhlið, samkvæmt uppdr. GP arkitekta ehf., dags. 17. mars 2016. Einnig er lagt fram bréf GP arkitekta ehf., dags. 25. nóvember 2015 og samþykki meðlóðarhafa, mótt. 23. júní 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

22. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 363 frá 24. júní 2016.

23. Úlfarsfell, akstur vélknúinna ökutækja bannaður um vegslóða og utan vegar (USK2016060022) Mál nr. US160171

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 6. júní 2016, þar sem lagt er til að akstur vélknúinna ökutækja verð bannaður um vegslóða og utan vegar í Úlfarsfelli í landi Reykjavíkur. Bannið gildir ekki um stikaðan vegslóða upp að merktu bílastæði við Hákinn. Heimilaður er akstur þjónustubifreiða sem merktar eru fjarskiptafyrirtæki frá bílastæði við Hákinn að endurvarpsstöð, samkvæmt tillögu Landmótunar, dags. maí 2016. 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

24. Þróunarásinn Örfirisey - Keldur, Grensásvegur - Gullinbrú, valkostir í samgöngum og skipulagi Mál nr. US160191

Lögð fram tillaga að verklagi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 5. júlí 2016, sem felst í að hafinn verði nánari greining á möguleikum í útfærslu samgangna og uppbyggingar á þróunarásnum Örfirisey-Keldur, nánar tiltekið á kaflanum Grensásvegur - Gullinbrú í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Tillaga að verklagi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 5. júlí 2016, samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

25. Hverfisgata, gönguþveranir (USK2016070004) Mál nr. US160190

Lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 29. júní 2016 um fyrirkomulag gönguþverana á Hverfisgötu. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 4. júlí 2016 þar sem lagt er til að settar verði merktar gangbrautir á Hverfisgötu vestan Ingólfsstrætis, á móti Þjóðleikhúsinu, vestan við Klapparstíg, vestan við Frakkastíg og vestan við Barónsstíg.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

26. Battavellir, viðhald og uppsetning Mál nr. US160193

Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags.  24. maí 2016, varðandi ástand battavalla og sparkvalla í Reykjavík. Einnig er lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa meirihluta íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. júní 2016: " Með tilvísun í bréf ÍBR óska fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs og Pírata eftir því að teknar verði upp viðræður við skóla- og frístundaráð Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagsráð um viðhald og uppsetningu vallanna."

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

(B) Byggingarmál

27. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 881 frá  5. júlí 2016. 

28. Götuheiti - RÚV reitur og Vogabyggð, tillögur nafnanefndar Mál nr. BN050862

Lagðar fram fundargerðir vegna funda nafnanefndar nr. 43 frá 16. mars 2016, nr. 44 frá 15. júní 2016 og nr. 45 frá 30. júní 2016 með tillögum að götuheitum á RÚV reit og Vogabyggð, svæði 2. Einnig er lagður fram uppdr. með götunöfnum á RÚV reit, dags. 1. apríl 2016 og uppdr. með götunöfnum Vogabyggðar, svæði 2, dags. 10. júní 2016.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

29. Laugarnestangi 65, álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 7/2013. (01.314.401) Mál nr. BN051240

Lagt fram álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 7/2013 varðandi Laugarnestanga 65. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. júní 2016.

Minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. júní 2016, samþykkt.

30. Laugavegur 58, Veitingastaður - 2 hæð fl.2 (01.173.113) Mál nr. BN051140

L&E ehf., Gljúfraseli 11, 109 Reykjavík

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta  veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.

Gjald kr. 10.000

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

31. Laugavegur 59, Ofanábygging - breyting á öllum hæðum (01.173.019) Mál nr. BN050929

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 28. apríl 2016, bréf umsækjanda dags. 11. maí 2016 og minnisblað lögmanns ódagsett. Stækkun:  265,2 ferm., 966,4 rúmm. Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags.27. júní 2016, samþykkt.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

32. Skipholt 1, Hótel - Endurbygging og stækkun (01.241.206) Mál nr. BN051113

Fjórir GAP ehf, Starhaga 4, 107 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5. hæð ofan á húsið og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt. 

Erindi fylgir bréf hönnuða og greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett. Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, A-rými:  3.693,4 ferm., 10.218,2 rúmm. B-rými:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 10.100

Kynnt.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

33. Thorvaldssenstræti 6, (fsp) niðurrif og uppbygging Mál nr. SN160504

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 21. júní 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 6 við Thorvaldssenstræti. Einnig er lagt fram bréf THG arkitekta ehf., dags. 21. júní 2016, Minnisblað verkfræðistofunnar Ferill og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 21. júní 2016.

Umhverfis og skipulagsráð vekur athygli á því að deiliskipulag Landsímareits byggir á þeirri grunnhugmynd að flétta skuli nýjar byggingar á reitnum við þær sem fyrir eru. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að viðkomandi bygging standi áfram. Lóðarhafi þarf því að finna not fyrir þessa byggingu sem henta henni. Umhverfis og skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina. 

D) Ýmis mál

34. Miðborgin - jarðhæðir, virkar götuhliðar og horn Mál nr. SN160540

Kynning á virkum götuhliðum og hornum í miðborginni.

Kynnt.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

35. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, samþykkt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar Mál nr. US160132

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

"Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 20. apríl sl. samþykkti meirihlutinn tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í bókun meirihlutans kemur fram að þau taki heilshugar undir vandaða og ýtarlega umsögn skipulagsfulltrúa og að sjúkraflugi sé "ekki stefnt í hættu við gildistöku skipulagsins nú frekar en áður þegar staðið hefur til að leggja NA/SV flugbrautina niður." 

Í upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 sem samþykkt var í borgarráði 9. júlí 2015 segir orðrétt: "Ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum og almenningur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að vera vel upplýstir um ákvarðanir og forsendur þeirra."

Umsögn skipulagsfulltrúa byggir aðallega á eftirfarandi gögnum:

1.

Nefndarskýrslan "Reykjavíkurflugvöllur - Sambýli flugs og byggðar" frá 1990. 

a.Í umsögninni er ekki vikið að sérfræðiskýrslu NATS frá 1997 sem sýnir fram á að byggð í Reykjavík stafi lítil hætta af flugumferð og sérstaklega tekið fram að lítil hætta sé af notkun NA/SV flugbrautar.

2.

Skýrsla Isavia "Nothæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli" frá 2013.

a.þessi skýrsla stenst ekki reglugerð um flugvelli nr. 464/2007. 

3.

Áhættumatsskýrsla Isavia og skýrslur EFLU verkfræðistofu um nothæfistíma (sjá lið 4) og nothæfisstuðul (sjá lið 5).  

a.Ljóst er að flugöryggi skerðist við lokun NA/SV flugbrautar, fer úr Ásættanlegt í Þolanlegt, auk þess sem Samgöngustofa tekur það fram í niðurstöðu sinni í bréfi til Isavia, dags. 1. júní 2015, að "Áhættumatið nær ekki til áhrifa á flugvallarkerfið í landinu í heild sinni, það nær ekki til neyðarskipulags almannavarna né áhrifa á sjúkraflutninga, né nær það til fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur." Þá segir í bréfi Samgöngustofu. "Samgöngustofa minnir á að gera þarf sérstakt áhættumat um framkvæmd breytingarinnar, komi til þess að ákveðið verði að loka braut 06/24." Samgöngustofa rýndi skýrslu EFLU um nothæfisstuðul og tekur fram að niðurstöður skýrslunnar sýni að nothæfisstuðullinn fari ekki undir 95%. Rúmum þremur mánuðum eftir yfirferð Samgöngustöfu á áhættumatsskýrslu EFLU sendi Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna bréf, dags. 9. september 2015 á innanríkisráðuneytið þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við að ekki hafi verið stuðst við allar forsendur sem reglugerð og alþjóðasáttmáli kveður á um við gerð skýrslu EFLU um nothæfisstuðul. Nánar er vísað í bréf Öryggisnefndarinnar hér að neðan undir lið 5. 

b.Lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna verklags Isavia í þessu máli.

4.

Skýrsla EFLU verkfræðistofu "Áhrif flugbrauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug". 

a.Þessi skýrsla hefur ekkert með flugöryggi að gera sem sést á því að Samgöngustofa víkur henni frá og rýnir ekki við skoðun á áhættumatsskýrslu. Hugtakið "nothæfistími" er tilbúningur EFLU verkfræðistofu. Í skýrslunni eru gefnar forsendur sem ekki er hægt að viðhalda í raunveruleikanum, en þannig er hægt að ná fram hvaða niðurstöðu sem óskað er. Í bréfi Samgöngustofu, dags. 1. júní 2015, segir: "SGS hvorki rýndi né tók afstöðu til skýrslu EFLU um áhrif flugbrauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug. Hugtakið nothæfistími er ekki skilgreint hugtak , hvorki í íslenskum reglugerðum er lúta að flugvöllum né í ICAO Viðauka 14 og því var ekki tekin afstaða til þeirrar skýrslu."   

5.

Skýrsla EFLU verkfræðistofu "Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO". 

a.Þessi skýrsla er rangt unnin og niðurstaða því "íhaldssamari", svo notast sé við orðalag úr póstsamskiptum EFLU og Isavia. 

b.Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) sendi bréf, dags. 9. september 2015, til innanríkisráðueytis eða rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia. Í bréfinu kemur fram að í skýrslu EFLU um nothæfisstuðul, en áhættumatsskýrsla Isavia er unnin með hliðsjón af henni, sé hvergi vitnað í leiðbeiningarreglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en í þeim sé að finna nánari skýringar á þýðingarmiklum öryggisatriðum sem EFLA tekur ekki til greina sem leiðir til þess að skýrslan inniheldur alvarlegar villur. ÖFÍA telur skýrsluna ónothæfa og óásættanlegt sé að áhættumatsskýrsla Isavia byggi á henni við ákvörðunartöku um breytt fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er m.a. bent á að borið hafi að taka mið af hemlunarástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð, vindhviðum, brautarbreidd og stærðum flugvéla sem flugvellinum sé ætlað að þjóna. Þar sem þessara atriða hafi ekki verið gætt sé útreikningur nothæfisstuðuls rangur. Þá taki áhættumat Isavia ekki til sjúkraflugs eins og staðfest er í niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia frá 1. júní 2015.

6.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-299/2016. Niðurstaða dómsins byggir á því að samningar skuli halda en forsenda þess er, þó það sé ekki sérstaklega tiltekið í orðalagi samkomulagsins, að öryggis- og þjónustustig Reykjavíkurflugvallar sé viðunandi, en dómurinn taldi skýrslur Isavia og EFLU sýna fram á að öryggis- og þjónustustig sé viðunandi. 

a.Við vitnaleiðslur opinberaði starfsmaður Isavia, án þess að málsaðilar gerðu sér grein fyrir því við réttarhald, að Isavia og EFLA verkfræðistofa unnu ekki samkvæmt reglugerð um flugvelli og alþjóðasáttmála ICAO sem reglugerðin byggir á við útreikninga á nothæfisstuðli. Ríkislögmaður hefur verið upplýstur um þetta og dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Fyrir liggur að ekki hefur verið gert áhættumat vegna sjúkraflugs. Þá er í umsögn skipulagsfulltrúa ekki vikið að bréfi Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, dags. 9. september 2015, en á borgarstjórnarfundi 15. september 2015 var ítarlega farið yfir bréfið af Framsókn og flugvallarvinum og öllum borgarfulltrúum sent afrit af bréfinu í tölvupósti sama dag

Í ljósi þess sem að framan er rakið er farið fram á að rökstutt sé hvernig það samræmist Upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 að styðjast við téðar skýrslur í umsögn skipulagsfulltrúa í svörum við athugasemdum vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, hvers vegna ekki sé tekið tillit til bréfs Öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og hvar hefur verið sýnt fram á að sjúkraflugi sé ekki stefnt í hættu.

Einnig er óskað skýringa á því hvað þarf til að borgin viðurkenni að skýrslur séu ómarktækar og úreltar svo forðast megi að borgin haldi áfram að fara á skjön við Upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020?" Einnig er lagt fram svar skipulagsfulltrúa, dags. 30. júlí 2016.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson bókar: „EFLA verkfræðistofa hefur ríka fjárhagslega hagsmuni af viðskiptum við Reykjavíkurborg, einnig hefur komið fram að framkvæmdastjóri félagsins er hluthafi í Valsmönnum hf., því verður ekki fallist á að EFLA verkfræðistofa sé óháður aðili. EFLA verkfræðistofa upplýsir í bréfi til innanríkisráðherra 1.10.2015, „Varðar: Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar“ að ekki hafi verið reiknaður nothæfisstuðull fyrir þann flokk flugvéla sem sjúkraflugvélar á Íslandi falla undir. Samgöngustofa staðfestir að ekki hefur verið metin áhætta fyrir neyðarskipulag almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga, eða fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur. Samgöngustofa hefur hvergi gagnrýnt störf sérfræðinga fyrri áhættumatsnefndar. Þá harma Framsókn og flugvallarvinir að íbúalýðræði sé hunsað við svo mikilvæga skipulagsákvörðun. 

Í dag eru 70 ár síðan Ólafur Thors, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, tók við lykli flugvallarins úr hendi sendiherra Breta við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli þann 6. júlí 1946. Í dag var tilkynnt formlega um varanlega lokun flugbrautar 06/24.“

36. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, gatnaviðgerð á Haukdælabraut - R16040215 Mál nr. US160184

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2016, þar sem eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 28. apríl 2016 er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að sem fyrst verði lokið við gatnagerð á ófrágengnum og holóttum malarkafla á Haukdælubraut milli húsanna nr. 5-58."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

37. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160151

Lögð fram eftirfarandi tillaga  fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úrsérgengin bílhræ öllu umhverfinu til ama. 

Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt þar sem segir að: "Heimilt er að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum. Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins.

38. Umhverfis- og skipulagssvið, fjögurra mánaða uppgjör 2016 Mál nr. US160186

Lagt fram fjögurra mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar-apríl 2016.

Trúnaðarmál.

39. Betri Reykjavík, hjólapumpur um borgina (USK2016060009) Mál nr. US160162

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hjólapumpur um borgina" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. maí 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016, samþykkt.

40. Betri Reykjavík, gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja (USK2016060011) Mál nr. US160164

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. maí 2016. Erindið var fjórða efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skiplagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016, samþykkt.

41. Ártúnsholt, Reykjaæð, kæra 71/2016 (04.2) Mál nr. SN160516

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun Reykjaæða við Ártúnsholt. Krafa er gerð um stöðvun framkvæmda.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

42. Reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, tillaga (USK2016050024) Mál nr. US160149

Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 30. júní 2016 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á reglum um bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 17:58.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Páll Hjalti Hjaltason Stefán Benediktsson

Gísli Garðarsson Marta Guðjónsdóttir

Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 5. júlí kl. 10:30 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 882. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Karólína Gunnarsdóttir, Sigríður Maack og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson fram yfir 44. lið. Erna Hrönn Geirsdóttir tók við sem fundaritari frá 45. Lið og til loka fundar.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 39 (01.813.203) 107890 Mál nr. BN050967

Jónas Heimisson, Akurgerði 41, 108 Reykjavík

Ólafur Hrafn Nielsen, Akurgerði 39, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lengja og breikka kvist á norðurhlið, framlengja þak á suðurhlið yfir svalir og klæða með glerkerfi utan á þær, til að breikka áður samþykkt sólskýli um 1,3 metra og að lokum er sótt um leyfi til að breyta þaki bílsúrs á nr. 39 á og við parhús á lóð nr. 39-41 við Akurgerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grendarkynningu.

Vísað til uppdrátta 100, 101, 102, 103 dags. 19.4.2016.

2. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN050517

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar norðurhliðar í upphaflegt form á Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 2. nóvember 2015.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050485

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel með inndreginni 7. hæð, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar, greinargerð hönnunarstjóra dags. 12. janúar 2016, skýrsla um brunahönnun dags. 25. maí 2016 og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.

Stærð A-rýma:  18.917,7 ferm., 70.105,2 rúmm.

B-rými:  363,0 ferm., 1.598,0 rúmm.

C-rými:  292 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN051375

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara og á 1. hæð, sjá erindi BN048688, m.a. stigahúsum er fækkað um eitt, hinum snúið, umferðarleiðum breytt, tænirými innréttað yfir rampi og sprinklerrými fært á 2. hæð í bílakjallara  á reit 1 og 2 á lóð nr. við Austurbakka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

5. Austurstræti 10A (01.140.406) 100849 Mál nr. BN051334

H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri

Sótt er um leyfi til  stækkunar á íbúð á 5. hæð sem felst í nýrri viðbyggingu á norðurhlið og hækkun þaks að hluta þótt mænishæð verði óbreytt,  breytinga á lyftu í sameign og smærri breytinga innanhúss í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10A við Austurstræti.

Stækkun x ferm., x rúmm. Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 23. júní 2016.  Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN051087

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útisvæði fyrir veitingarstaðinn Apótekið fyrir 30 gesti og koma fyrir lausum 90 cm háum skjólveggi á tímabili frá 1. maí til 1. september á gangstétt Reykjavíkurborgar við hliðina á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samanber umsögn skrifstofu rekstur- og umhirðu borgarlandsins dags. 5. júlí 2016.

7. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN051318

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kaffikrók í norð-austurkverk byggingarinnar á annarri, þriðju og fjórðu hæð, gera ýmsar breytingar á innra skipulagi í kjallara og fjölga snyrtingum, sbr. erindi BN050571, í skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.

Meðfylgjandi er bréf eiganda dags. 21.6. 2016.

Stækkun: 69,0 ferm., 241,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN051336

Á5 ehf., Furuási 7, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að lagfæra eldvarnir í stigahúsi á áður samþykktu erindi, sjá BN050326, á lóð nr. 5 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Árskógar 1-3 Mál nr. BN051342

Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir 26 íbúða fjölbýlishús ásamt bílgeymslu á lóðinni nr. 1-3 við Árskóga sbr. erindi BN051288.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

10. Bergstaðastræti 12 (01.180.211) 101699 Mál nr. BN051169

Bergtak ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A  mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars 2015 fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett. Staðfesting á stærðarbreytingum dags. 10.6. 2016. Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016. Bréf hönnuðar dags. 10.6. 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Stærðir samtals : Stækkun 40,2 ferm., /minnkun 121,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

11. Bergþórugata 23 (01.190.326) 102458 Mál nr. BN051380

ÁF-Hús ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur

Kaffihúsið ehf., Bergþórugötu 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta við gluggum á vesturhlið á 2. og 3. hæð og þakglugga í fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Bergþórugötu.

Um er að ræða breytingu á áður samþykktu erindi nr. BN49455. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Blönduhlíð 23 (01.713.016) 107227 Mál nr. BN051302

Sara Axelsdóttir, Meðalholt 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð út í garð í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi nr. 23 við Blönduhlíð.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 10.06.2016. Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Bogahlíð 24-26 (01.714.104) 107257 Mál nr. BN051366

Vignir Stefánsson, Skógarvegur 20, 103 Reykjavík

Hlíf Hauksdóttir, Skógarvegur 20, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gat í burðarvegg milli eldhúss og stofu í íbúð 01-0102 í húsi á lóð nr. 24 við Bogahlíð.

Teikning er árituð af burðarþolshönnuði. Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050750

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Thai Borgartúni ehf., Trönuhjalla 5, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, að innrétta veitingastað í flokki II, tegund C, fyrir 24 gesti á 1. hæð, vesturenda, sbr. nýsamþykkt erindi BN050702, í húsi á lóð nr. 3 við Borgartún.

Meðfylgjandi er bréf BE Eigna fags. 14.6. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN051235

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049912, klæðning og gluggasetning breytist ásamt því að burðarvirki og brunavarnir eru uppfærðar í verslunar- og skrifstofuhúsinu H2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún. 

Erindi fylgir uppfærð brunahönnunarskýrsla frá EFLU dags. í júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

16. Brautarholt 5 173345 (00.019.300) 173345 Mál nr. BN051317

Gjáholt ehf., Brautarholti 4, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svínabúi í kjúklinga- og eggjabú í húsi á lóð nr. 5 við Brautarholt Kjalarnesi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Einarsnes 21 (01.670.501) 106749 Mál nr. BN051335

Eiríkur Freyr Blumenstein, Einarsnes 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka glugga á vesturhlið á íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Einarsnes.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

18. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN051154

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Norðurfari ehf., Krossalind 23, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi límtréshúsi og byggja við það stálgrindarhús til að koma fyrir hjólbarðaverkstæði og koma fyrir millilofti í suðvesturhorni sem nota á undir skrifstofur hússins á lóð nr. 2 til 4 við Eirhöfða.

Stækkun við byggingu mhl. 01:   1.172,7 ferm., 6.628,1 rúmm. B rými 8,5 ferm. Olíu-  og sandskilja mhl.02 stærð 4,2 ferm., 12,5 rúmm.  

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

19. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN051374

Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050028 á þann veg að breyta innra skipulagi á 2. hæð í Byko, gera nýjar skrifstofur 1. hæð Elko, breyta útihurðum og gluggum á bakhlið ásamt því að breyta útisvæði RL og uppfæra skilti í húsi á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

20. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Fjarðarás 10 (04.372.211) 111317 Mál nr. BN051237

Jón Sigurður Kjartansson, Fjarðarás 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu vestan við einbýlishús á lóð nr. 10 við Fjarðarás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Stækkun:  39,7 ferm., 111,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipualagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

22. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN051376

Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík

Ágúst Ingimundarson, Furugerði 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu. 

Jafnframt er erindi BN050070 dregið til baka. Nýtt hæðarblað dags. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014. varðandi niðurrif eldra húss.

Stærðir:  A-rými er 216 ferm., 666,2 rúmm, C-rými er x ferm. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Fossvogsvegur 2 (01.799.001) 180653 Mál nr. BN051296

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö gróðurskýli úr plasti á lóð Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar nr. 2 við Fossvogsveg.

Stærð samtals 480 ferm., 1.788 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Freyjugata 39 (01.194.205) 102549 Mál nr. BN051173

Lotus ehf., Freyjugötu 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á 2. hæð íbúð 0201 á norðausturhlið og lagfæra brunavarnir í húsinu á lóð nr. 39 Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016. Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

25. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN051351

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að afmarka sérafnotareit á lóð við íbúð 0001 í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.

Breyting á erindi nr. BN49558. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

26. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN051206

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða og koma fyrir svalalokunum á öllum svölum í mhl. 01-06, breyta skábraut á NA hluta lóðar, gera þakgarð við íbúð 0306 og 0405 í mhl. 04 og bætt við möguleika til að koma fyrir setlaugum á svölum íbúða í mhl. 05 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Stærðir breytast ekki.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og fjölga herbergjum á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipualgasfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 01 áritað á uppdrátt.

Stækkun:  116 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Grettisgata 20A (01.182.114) 101830 Mál nr. BN051103

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Stækkun:  2,31 ferm., 11,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

29. Grettisgata 20B (01.182.115) 101831 Mál nr. BN051104

Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og sameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Stækkun:  1,05 ferm., 6,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

30. Hagamelur 35 (01.542.002) 106356 Mál nr. BN051230

Bjarni Jónsson, Hagamelur 35, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðar hliðar fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Hagamel.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn svipaðs efnis dags. 5. júní 2015.

Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 1. júní 2016.

Stækkun:  3 ferm., 11,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hagatorg Hótel Saga (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN051272

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi í herbergjum sem snúa til suðurs á 3. hæð í norðurálmu og í línherbergi við lyftur á Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN051207

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhúsnæði mhl. 01 sem hýsa á verkstæði fyrir vinnuvélar og bíla, neðri hæð verður úr steinsteypu og efri hæð sem verður aðkomuhæð verður stálgrind, á lóð nr. 8 við Hádegismóa. 

Orkurammi dags. 25. maí 2016 og bréf frá hönnuði dags. 26. maí 2016 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Stærðir: Mhl. 01 er:

A-rými: 3.799,1 ferm., 28.388,0 rúmm. C-rými: 140,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Hjallavegur 64 (01.384.015) 104877 Mál nr. BN051333

Halldór Heiðar Bjarnason, Hjallavegur 64, 104 Reykjavík

Lilian Pineda de Avila, Hjallavegur 64, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu ofan á þaksvalir í parhúsi nr. 64 við Hjallaveg.

A-rými x ferm., x rúmm.  Samþykki eigenda aðliggjandi húss nr. 62 er á teikningu dags. 19.05.2016. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Hólmgarður 22 (01.818.301) 108212 Mál nr. BN050903

Sigfús Garðarsson, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Kristjana O Kristjánsdóttir, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

Stækkun:  XXX ferm., XXX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902

Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær

Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við stofu, hækka ris og byggja kvisti og svalir ofan á viðbyggingu á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

Stækkun:  XXX ferm., XXX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Hraunbær 85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN051222

Jóhanna Emilía Andersen, Hraunbær 99, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  erindi BN050817 þar sem bílskúr 0103 í eigu nr. 99 er stækkaður til vesturs og gerð grein fyrir stækkun á áður gerðum bílskúrum 0101 í eigu nr. 95 og 0102 nr. 93 á byggingareit á lóð nr. 85 til 99 við Hraunbæ.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Stækkun bílskúra :

Bílskúr 0101:  XX ferm., XX rúmm.

Bílskúr 0102:  XX ferm., XX rúmm.

Bílskúr 0103: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN051236

IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta stækkun á veitingasal Hverfisgötu 8-10 í Hótel 101 og veitingaverslun á 1. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 4-6 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

38. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN051372

IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi á 2. og 3. hæð í húsi nr.4-6,  ásamt því að opna tímabundið milli húsa á lóðum nr. 4-6 og 8-10 við Hverfisgötu.

Sjá BN03173. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

39. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN051209

Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að aðlaga hús breyttu lóðarblaði, einnig er sótt um að innrétta gistiheimili í flokki II og breyta innréttingum og flóttaleiðum í samræmi við það í fjölbýlishúsi á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Hverfisgata 8-10 (01.170.004) 101322 Mál nr. BN051373

IP Studium Reykjavík ehf, Laugavegi 1b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta herbergjum á 2. hæð, þar sem eitt herbergi er sameinað öðru og aðgengi hreyfihamlaðra tryggt í tveimur öðrum herbergjum, ásamt því að opna tímabundið milli húsa á lóðum nr. 4-6 og 8-10 við Hverfisgötu.

Sjá BN03172. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Hæðargarður 20 (01.818.102) 108177 Mál nr. BN051138

Björn Pétur Sigurðsson, Hæðargarður 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049043 þannig að sameinuð eru tvö minni þvottahús sem eru í séreign og þau gerð að einu stóru þvottahúsið sem verður gert að sameign í húsinu á lóð nr. 20 við Hæðargarði.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN051150

Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skábraut við bílakjallara, ásamt breytingu á sorpgeymslu og til að byggja nýtt reiðhjólaskýli, sbr. fyrirspurn BN048839 dags. 10.3. 2016 og breytt deiliskipulag dags. 25.6. 2016 við fjölbýlishús á lóð nr. 1-3 við Kambavað.

Stækkun, skábraut 9,4 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Kambavað 5 (04.733.602) 198737 Mál nr. BN051365

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6 íbúða sambýli fyrir fjölfatlaða einstaklinga, ásamt samverurýmum og aðstöðu fyrir starfsfólk, byggt á einni hæð úr steinsteyptueiningum á lóð nr. 5 við Kambavað.

Bréf arkitekts dags. 27.06.2016 fylgir erindi. Stærðir: A-rými 574,7 ferm., 2.253,3 rúmm. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Kistumelur 16 (34.533.301) 206624 Mál nr. BN051108

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta atvinnuhúsnæðis úr vinnslusal í lagerhúsnæði og rými 0122 verður gert að sameiginlegri starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Gjald kr.10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Lambhagavegur 19 (02.683.401) 208852 Mál nr. BN051399

Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir gróðurhús á lóðinni nr. 19 við Lambhagaveg sbr. erindi BN051044

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2016 varðandi gróður, ljósmengun og hljóð.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46. Laufásvegur 10 (01.183.401) 101961 Mál nr. BN051328

Jóhann Emilsson, Bandaríkin, Hermína Anna Guðbrandsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að flytja eldhús og breyta baðherbergi ásamt því að taka niður veggi án þess að breyta burðarvirki í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Laugavegur 10 (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051134

Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta tvo veitingastaði, annan í flokki I sem verður staðsettur í mhl. 01 og hinn í flokki II í mhl. 02, komið verður fyrir meðtökuafgreiðslu í mhl. 03, gengið frá Bergstaðastræti, einnig er sótt um að koma fyrir nýjum tröppum með palli upp að nýjum inngangi á suðurhlið á 2. hæð  á mhl. 01 og stækka kvist á suðurhlið, koma fyrir þakgluggum og rífa niður mhl. 04 á lóð nr. 10 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. júní 2016 Niðurrif : mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Stækkun hús:  mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN051126

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, svalir við stigahús og lækka gólf kjallara Klapparstígs 31 og rífa kjallara eldri viðbyggingar, byggja viðbyggingu aftan við timburhús á Laugavegi 23, innrétta verslanir á jarðhæðum og skrifstofur og tvær íbúðir á efri hæðum húsa á sameinaðri lóð nr. 23 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23.2. 2016.

Stækkun:  96,4 ferm., 363,4 rúmm.

Eftir stækkun, A-rými:  815,7 ferm., 2.260,8 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

C-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698

BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, breyta kvistum að Laugavegi og gera gleryfirbyggingu á flóttagang á bakhlið, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016, brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016 og bréf hönnuðar dags. 9. júní 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Glergangur, B-rými:  7,9 ferm., 46 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Á milli funda.

50. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN049267

Rósa Björk Hauksdóttir, Langholtsvegur 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í breytingum á baðherbergjum og fjölgun íbúðarherbergja í íbúð á annari hæð nr. 0201 í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

51. Lautarvegur 10 (01.794.106) 213564 Mál nr. BN051301

Hannes Jónas Jónsson, Dalhús 92, 112 Reykjavík

Rósa Þórunn Hannesdóttir, Dalhús 92, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg.

Stærðir A-rými: x ferm., x rúmm.

B-rými: x ferm., x rúmm.

C-rými: 91,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN051369

Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

BHB Fasteignir ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Sótt er um samþykki á leiðréttri skráningartöflu þar sem fjölda eignarhluta í mhl. 02 hefur verið breytt sbr. erindi BN050789 samþ. 10.5. 2016 fyrir hús á lóð nr. 6 við Lóuhóla.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 27.6. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald órgreitt.

53. Lækjargata 6A (01.140.508) 100868 Mál nr. BN051379

Uppklapp ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum teikningum, sbr. erindi BN050848, sem felast í leiðréttingum á stigahúsi og aðkomu að efri hæðum húss á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN051210

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á  erindi BN047983 þannig að gerðar eru smávægilegar breytingar  á 2. hæð og í risi í húsi á lóð nr. 6B við Lækjargötu. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

55. Mávahlíð 40 (01.710.208) 107172 Mál nr. BN051221

Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er í skipulagsferli hjá skipulagsfulltrúa.

56. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN051394

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050570 þar sem samþykkt var "að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu".

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.

Einnig er lagfærð fyrri bókun þar sem segir að um tvær íbúðir er að ræða, en rétt er að ein íbúð er í húsinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

57. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN051395

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050567 þar sem samþykkt var "að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu". 

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.

Jafnframt er lóðarnúmer leiðrétt í nr. 29 við Mýrargötu.

Einnig er lagfærð fyrri bókun þar sem segir að um tvær íbúðir er að ræða, en rétt er að ein íbúð er í húsinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN051396

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050569 þar sem samþykkt var "að byggja tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum með tveimur íbúðum á efri hæðum og veitingahúsi í flokki II, teg. kaffihús á jarðhæð á lóð nr. 27 við Mýrargötu".

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.

Jafnframt er lóðarnúmer leiðrétt í nr. 31 við Mýrargötu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

59. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN051371

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til niðurrifs á einnar hæðar vörugeymslu, mhl.02, sem byggð var árið 1964 á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Fastanúmer 200-0528, Stærðir: 120,0 ferm., 622,0 rúmm. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

60. Ránargata 32 (01.135.010) 100432 Mál nr. BN051370

Tómas Þorkelsson, Ránargata 32, 101 Reykjavík

Harpa Arnardóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík

Ragnheiður H Þórarinsdóttir, Ránargata 32, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á kjallara og 1. hæð (1. og 2. hæð) og einnig er sótt um sameiningu eigna 0001 og 0101 í eina eign í íbúðarhúsi á lóð nr. 32 við Ránargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN051398

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050568 þar sem samþykkt var "að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu".

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.

Jafnframt er lóðarnúmer og götuheiti leiðrétt í nr. 1A við Seljaveg.

Einnig er lagfærð fyrri bókun þar sem segir að um tvær íbúðir er að ræða, en rétt er að ein íbúð er í húsinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

62. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN051397

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Þann 28. júní 2016 var samþykkt erindi BN050566 þar sem samþykkt var "að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu".

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 20. júní 2016 þar sem kveðið er á um það að ekki verði fallist á framkvæmdir á byggingarreitnum nema að undangenginni lágmarks fornleifarannsóknum á svæðinu, með vísan i 1. málsgrein 16. grein laga um menningarminjar.

Jafnframt er lóðarnúmer og götuheiti leiðrétt í nr. 1B við Seljaveg.

Einnig er lagfærð fyrri bókun þar sem segir að um tvær íbúðir er að ræða, en rétt er að ein íbúð er í húsinu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

63. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN051178

H.G. Meyer ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyrisbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri á steyptum undirstöðum, samanber erindi BN047212, við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28.6. 2016.

Stækkun:  20,8 ferm., 168,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta ónúmeraðir dags. 25. maí 2016.

64. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN051367

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðaskilum og innra fyrirkomulagi í íbúðum 0602, 0603 og 0604 og breyta útlitum í samræmi við það í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lágmarksgjald ógreitt.

65. Tunguvegur 19 (01.837.001) 108639 Mál nr. BN051377

Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak og innrétta veitingastað í flokki XX, teg. kaffihús fyrir 40 gesti á 1. hæð og gististað í flokki XX, teg. XX fyrir XX gesti á 2. hæð og í risi og í áður bílskúr í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp SN160242 dags. 25. apríl 2016.

Stækkun:  143 ferm., 400,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN051280

Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eign á 4. hæð úr einni íbúð í tvær minni íbúðir, stækka glugga á 4. hæð til samræmis við áður samþykktan glugga á 3. hæð og fjarlægja salerni í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Týsgötu.

Gjald. kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN051378

Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 9 bíla á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.

Stærð A-rými:  1.303,0 ferm., 4.103,8 rúmm.  B-rými:  85,2 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

68. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN051265

Ragnar Ólafsson, Erluás 18, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna nýs eignaskiptasamnings sbr. erindi BN049117 á hesthúsi 10 á lóð nr. 4 við Vatnsveituveg.

Meðfylgjandi er bréf frá Bókhaldsþjónustu Arnar dags. 17.3. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skoðist á staðnum.

69. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN051166

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016. 

Vegamótastígur 7, A-rými:  1.044,9 ferm., 3.542,2 rúmm.

B-rými:  11,5 ferm.,

C-rými:  40,6 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

70. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN051165

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Vegamótastígur 9, A-rými:  900,7 ferm., 3.174,9 rúmm.

B-rými:  31,5 ferm.,

C-rými:  48,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

71. Vesturbrún 8 (01.380.204) 104742 Mál nr. BN051329

Óskar Helgi Guðjónsson, Vesturbrún 8, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á austurhlið og stækka kvist á vesturhlið ásamt því að byggja nýjar svalir á 2. hæð suðurgafli í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8 við Vesturbrún.

Samþykki eigenda á teikningum dags. 20.06.2016. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

72. Vík 125745 (33.535.101) 125745 Mál nr. BN051289

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050724, þjónustubygging karlaálmu stækkar og  fyrirkomulagi í skrifstofum ráðgjafa og útifatageymslu er breytt, í meðferðarheimili á lóðinni Vík 125745 á Kjalarnesi.

Stækkun frá fyrra erindi:  11,6 ferm., 589,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

73. Þingholtsstræti 15A (01.180.104) 101680 Mál nr. BN051051

Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN048091 samþ. 31.3.2015, sem felast í að gler er í neðri hluta glugga í stað fyllinga og bárujárn á þaki í stað glers á svalaskýli við hús á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

74. Hverfisgata 85 (01.154.315) 101129 Mál nr. BN051388

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

75. Hverfisgata 87 (01.154.314) 101128 Mál nr. BN051389

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

76. Hverfisgata 89 (01.154.313) 101127 Mál nr. BN051390

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

77. Hverfisgata 91 (01.154.312) 101126 Mál nr. BN051391

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

78. Skúlagata 26 (01.154.302) 101118 Mál nr. BN051383

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

79. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN051384

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

80. Skúlagata 30 (01.154.305) 101120 Mál nr. BN051385

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

81. Vitastígur 3 (01.154.301) 101117 Mál nr. BN051386

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

82. Vitastígur 5 (01.154.317) 101131 Mál nr. BN051387

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á breytingu lóðamarka, vegna lóðanna Skúlagata 26, Skúlagata 28, Skúlagata 30, Vitastígur 3 og Vitastígur 5, Hverfisgata 85, Hverfisgata 87, Hverfisgata 89 og Hverfisgata 91. samanber meðsenda uppdrætti þ.e. Breytingablaði og Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 29.06. 2016.

Lóðin Skúlagata 26 (staðgr. 1.154.302, landnr. 101118), er  829 m², bætt 461 m² við lóðina frá Vitastíg 3, bætt 10 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 213 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1513 m².

Lóðin Skúlagata 28 (staðgr. 1.154.304, landnr. 101119), er talin 1121 m², lóðin reynist  1122 m², bætt    87 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1209 m².

Lóðin Skúlagata 30 (staðgr. 1.154.305, landnr. 101120), er talin 825 m², lóðin reynist   828 m², bætt 12 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 68 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 908 m².

Lóðin Vitastígur 3 (staðgr. 1.154.301, landnr. 101117), er  461 m²,tekið 461 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Vitastígur 5 (staðgr. 1.154.317, landnr. 101131), er talin 823 m², lóðin reynist  842 m², tekið 10 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 26, tekið 12 m² af lóðinni og bætt við Skúlagötu 30, tekið 821 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85,leiðrétt um 1 m² vegan fermetrabrota,  lóðin verður 0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 85 (staðgr. 1.154.315, landnr. 101129), er talin 245,1 m², lóðin reynist   246 m², bætt 278 m² við lóðina frá Hverfisgötu 87,bætt 584 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, bætt 821 m² við lóðina frá Vitastíg 5, bætt 49 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 218177), lóðin verður 1978 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa samkvæmt deiliskipulagi er hún nefnd Hverfisgata 85-91.

Lóðin Hverfisgata 87 (staðgr. 1.154.314, landnr. 101128), er talin 279,9 m², lóðin reynist  278 m², tekið 278 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verðu 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 89 (staðgr. 1.154.313, landnr. 101127), er 633 m², tekið 49 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 91, tekið 584 m²af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 85, lóðin verður  0 m², og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Lóðin Hverfisgata 91 (staðgr. 1.154.312, landnr. 101126), er talin 243,3 m², lóðin reynist   247 m², bætt  49 m² við lóðina frá Hverfisgötu 89, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 297 m², og verður skráð samkæmt ákvörðun byggingarfulltrúa,

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 24. 02. 2016, samþykkt í borgarráði þann 03. 03. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. 04. 2016. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

83. Hvassaleiti 153-157 (01.726.103) 107325 Mál nr. BN051393

Sigurður Smári Gylfason, Hvassaleiti 145, 103 Reykjavík

Sótt er um að heimilisfangi fjölbýlishússins að Hvassaleiti 153, 155 og 157 verði breytt í Listabraut 5, 7 og 9.

Afgreitt.

Sækja þarf um breytingu til byggingarfulltrúa, þar sem fylgir fundargerð af löglega boðuðum húsfundi fyrir Hvassaleiti 153-157.

84. Lynghagi 7 (01.555.103) 106626 Mál nr. BN051176

Jón Þór Finnbogason, Lynghagi 7, 107 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi geymslu við bílskúr og leysa með því deilumál um geymslu í kjallara, sbr. dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, húss á lóð nr. 7 við Lynghaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2016.

Jákvætt.

Enda verði sótt um byggingarleyfi.

85. Skipholt 50C (01.254.101) 103467 Mál nr. BN051368

Ballettskóli Eddu Scheving slf., Vatnsholti 2, 105 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi skrifstofurými á 3. hæð í ballettskóla í húsi á lóð nr. 50C við Skipholt.

Jákvætt.

Enda verði sótt um byggingarleyfi.

86. Vatnsstígur 9a (01.152.417) 101062 Mál nr. BN051225

Þorsteinn Steingrímsson, Vatnsstígur 9a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykktar verði þrjár áður gerðar íbúðir í húsi nr. 9A á lóð nr. 9 við Vatnsstíg.

Erindi fylgir þinglýst afsal dags. 19. janúar 2007, leigusamningar dags. 6. janúar og 3. júlí 2014

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júlí 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Afgreitt.

Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:45.

Björgvin Rafn Sigurðarson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Karólína Gunnarsdóttir

Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigríður Maack

Olga Hrund Sverrisdóttir