Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 155

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 29. júní, kl. 09:10 var haldinn 155. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Marta Guðjónsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Sigríður Jónína Jónsdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Ferðavenjukönnun 2016, kynning, skýrsla Mál nr. US160187

Lögð fram skýrsla Capacent Gallup varðandi ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins 19. maí til 1. júní 2016. Jóna Karen Sverrisdóttir fulltrúi frá Gallup kynnir

Kynnt.

Jóna Karen Sverrisdóttir fulltrúi frá Gallup tekur sæti undir þessum lið.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15.

2. Stefnumótun í úrgangsmálum, kynning Mál nr. US160142

Lögð fram lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra umhverfis- og úrgangsstjórnunar, dags. 9. maí 2016, um skýrslu starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga  um stefnu í úrgangsmálum. Jafnframt er lagt fram minnisblað stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júní 2016.

Kynnt.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti undir þessum lið.

3. Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar og aðgerðaráætlun til 2020, kynning

Mál nr. US160188

Kynning á drögum að loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaráætlun til ársins 2020. Hrönn Hrafnsdóttir kynnir.

Kynnt.

Hrönn Hrafnsdóttir verkefnissstjóri tekur sæti undir þessum lið.

4. Strætó bs., leiðakerfisbreytingar 2016 Mál nr. US160177

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Lagt fram til kynningar minnisblað Strætó bs., dags. 9. júní 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu Reykjavíkurborgar varðandi leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2016 sem felst í styttingu á leið 6 og lengingu á leið 31 í Grafarvogi og Mosfellsbæ.

Kynnt.

5. Rafstöðvarvegur, endurbætur Mál nr. US160183

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016 þar sem lagt er til að lokið verði við verkhönnun endurbóta á Rafstöðvarvegi, milli rafveituheimilis og Höfðabakka.

Samþykkt með vísan til bréfs  umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. júní 2016.

6. Grænn vefur, starfshópur Mál nr. US160110

Kynnt vinna starfshóps um Græna vefinn. 

Kynnt.

Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti undir þessum lið.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl. 11:20, þá átti eftir að afgreiða liði 4-5, 7-8, 10-19 og 21-25.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum 11:20.

Halldór Halldórsson tekur sæti á fundinum kl:11:13

(A) Skipulagsmál

7. Sævarhöfði 2-2A, breyting á deiliskipulagi (04.054.5) Mál nr. SN160447

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. B.L. ehf., dags. 1. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2-2A við Sævarhöfða. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkar til suðurs og afmarkaður er byggingareitur fyrir tengigang. Byggingamagn eykst um 320 m², skv. uppdrætti Arkís, dags. 23. maí 2016. 

Frestað

8. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi (01.141.2) Mál nr. SN160497

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. ódags. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru í við grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja.

Kynnt.

Silja Traustadóttir og Bæring Bjarnar Jónsson frá Glámu Kími arkitektum taka sæti undir þessum lið.

9. Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2-4, Breyting á deiliskipulagi

(02.376) Mál nr. SN160014

Lögð fram tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reitsins, dags. 22. júní 2016. Breytingin felst í megin atriðum í því að allur götureiturinn er skipulagður sem ein lóð í stað þriggja lóða áður. Lagt er til breytt fyrirkomulag byggðarinnar, 1-4 hæða byggingar raðast í kringum inngarð. Heimild er fyrir allt að 120 íbúðum og verslun- og þjónustu austast næst Spönginni: Gildandi deiliskipulag reiknar með tveimur íbúðarhúsalóðum með 35 íbúðum að Móavegi 2 og 4 og skipulagi er frestað í Spönginni 3-5. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Sólveig Berg Emilsdóttir frá Yrki arkitektum tekur sæti undir þessum lið.

Sigurborg Ó. Haraldsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

10. Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, tillaga að deiliskipulagi (01.471) Mál nr. SN150665

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurbjörns Kjartanssonar, mótt. 2. nóvember 2015, ásamt tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76. Tillagan felst í megin atriðum í því að sameinaðar eru þrjár deiliskipulagsáætlanir og mótuð samfelld húsaröð, ein til fimm hæðir, meðfram Suðurlandsbraut. Á lóðunum nr. 58-64 og 66 eru heimildir óbreyttar a.ö.l. en því að heimiluð er viðbygging við jarðhæð hússins nr. 66 og gerð tengibyggingingar milli lóðanna 66 og 68-70. Lóðirnar Suðurlandsbraut 68 og 70 eru sameinaðar, stækkaðar og byggingarmagn aukið. Lóðunum Suðurlandsbraut 72-76 er breytt úr þremur í tvær, þær stækkaðar lítillega og byggingarmagni breytt í samræmi við það. Lega stíga er endurskoðuð og bætt við heimild til að gera hljóðmön og/eða vegg meðfram Miklubraut til að tryggja hljóðvist á lóðunum, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. Glámu Kím, dags. 12. apríl 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 14. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til og með 3. júní  2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hans-Olav Andersen hjá teiknistofunni Tröð, dags. 20. maí 2016, Ragnar Davíðsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, dags. 30. maí 2016 og Veitur, dags. 3. júní 2016. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti undir þessum lið.

11. Hallgrímstorg 3, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160491

Listasafn Einars Jónssonar, Pósthólf 1051, 121 Reykjavík

Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Listasafns Einars Jónssonar dags. 16. maí 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi Skólavörðuholt vegna lóðarinnar nr. 3 við Hallgrímstorg. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað um lóðina Hallgrímstorg 3 sem verður hluti af deiliskipulagi Skólavörðuholts, nýr byggingarreitur er afmarkaður fyrir allt að 250 fm. viðbyggingu við suðaustur hlið hússins o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Granda, dags. 11. maí 2016. Einnig lagt fram bréf umsækjanda , dags. 16. júní 2016. Einnig lagt fram umsögn Minjastofnunar 15. júní 2016.

Frestað

12. Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreits (01.132.0) Mál nr. SN150413

Þorgeir Jónsson, Laugarnesvegur 96, 105 Reykjavík

Þórður Magnússon, Grundarland 15, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 12. október 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf., mótt. 23. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnlaugur Torfi Stefánsson, dags. 14. desember 2015, Lára Garðarsdóttir, dags. 14. desember 2015, Jakob Baltzersen, dags. 14. desember 2015, Halla Dögg Önnudóttir og Jón Þór Bergþórsson ásamt viðhengjum, dags. 14. desember 2015, Þórunn Þórarinsdóttir, dags. 20. desember 2015, Guðbjörg Þorvarðardóttir, dags. 20. desember, Hafrún Kristjánsdóttir, dags. 21. desember 2015, Haukur I. Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, dags. 21. desember 2015, stjórn húsfélags Vesturgötu 22, dags. 21. desember 2015, Sveinn Sigurður Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 21. desember 2015, Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir, dags. 21. desember 2015, Rakel Garðarsdóttir, dags. 21. desember 2015 og Lára Hanna Einarsdóttir ásamt viðhengjum og undirskriftum 61 aðila, dags. 21. desember 2015. 

Frestað.

13. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík  og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016. Einnig lagðar fram snið- og ásýndarmyndir Kanon arkitekta, ódags.

Frestað.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 880 frá  28. júní 2016. 

15. Laugavegur 59, Ofanábygging - breyting á öllum hæðum (01.173.019) Mál nr. BN050929

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 28. apríl 2016, bréf umsækjanda dags. 11. maí 2016 og minnisblað lögmanns ódagsett. Stækkun:  265,2 ferm., 966,4 rúmm. Gjald kr. 10.100. Lögð fram tillaga Trípóli, dags. 11. apríl 2016. 

Frestað.

16. Laugarnestangi 65, álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 7/2013. (01.314.401) Mál nr. BN051240

Lagt fram álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 7/2013 varðandi Laugarnestanga 65. 

Frestað.

17. Laugavegur 58, Veitingastaður - 2 hæð fl.2 (01.173.113) Mál nr. BN051140

L&E ehf., Gljúfraseli 11, 109 Reykjavík

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta  veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg. Gjald kr. 10.000. 

Frestað.

(C) Fyrirspurnir

18. Borgartún 34-36, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN160396

Guðmundur Jónasson ehf., Borgartúni 34, 105 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar f.h. Guðmundar Jónssonar ehf., mótt. 13. maí 2016, um að rífa núverandi byggingar á lóðinni nr. 34-36 við Borgartún, stækka lóðina til suðurs þar sem núverandi akstursleið er staðsett og að afleggja aðrein að lóð frá Kringlumýrarbraut. Óskað er eftir að byggja á lóðinni, íbúðarhús með 91 íbúð ásamt bílgeymslu á jarðhæð/kjallara. Aðkoma að lóðinni yrði eingöngu frá Sóltúni. Óskað er eftir að mön við Kringlumýrarbraut yrði framlengd í átt að Borgartúni og göngustígur færður innan manar. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 12. maí 2016. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016, samþykkt.

Björn Skaptason frá Atelier Arkitektum tekur sæti  undir þessum lið.

19. Rauðarárstígur 35-39, (fsp) stækkun 4. hæðar hússins (01.244.2) Mál nr. SN160408

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar f.h. Íslandshótels hf., mótt. 17. maí 2016, um að stækka inndregna 4. hæð hússins á lóð nr. 35-39 við Rauðarárstíg yfir svalir á vestur- og austurhlið, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta slf., dags. í febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Skaptasonar f.h. Atelier arkitekta ehf., dags. 17. maí 2016. 

Frestað.

(D) Ýmis mál

20. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, veggjakrot í borgarlandi Mál nr. US160181

Lögð fram eftirfarandi  fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur og Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur: "Mikil aukning hefur orðið á veggjarkroti í borginni að undanförnu sem er til mikillar óprýði og hefur valdið víða spjöllum á eignum bæði í eigu opinberra aðila og einkaaðila. Eru einhverjar áætlanir í gangi um að hreinsa veggjakrotið og fara í marvissar aðgerðir til að draga úr því. Hefur borgin kannað hvort ekki sé unnt að nota fráhrindandi efni svo ekki sé hægt að spreyja málningu á veggi eins og tíðkast víða erlendis."

Einnig lagð fram svar skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands,dags. 24. júní 2016. 

Svar skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands,dags. 24. júní 2016, samþykkt. 

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi kl. 10:55. Þá átti að  eftir að afgreiða liði 4-8,10-19 og 21-25

21. Grettisgata 54B, breyting á deiliskipulagi (01.190.1) Mál nr. SN160085

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2016 um samþykki borgarráðs dags. 16. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.1, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 54B við Grettisgötu.

22. Tryggvagata 14, breyting á deiliskipulagi (01.132.1) Mál nr. SN160179

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2016 um samþykki borgarráðs dags. 16. júní 2016 varðandi auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulagi reits 1.132.1, Naustareits, vegna lóðarinnar nr. 14 við Tryggvagötu.

23. Lágholtsvegur 15, breyting á deiliskipulagi (01.52) Mál nr. SN150387

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2016 um samþykki borgarráðs dags. 16. júní 2016 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 15 við Lágholtsveg.

24. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi (01.141.1) Mál nr. SN160411

Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2016 um samþykki borgarráðs dags. 16. júní 2016 varðandi auglýsingu á breytingu á breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits.

25. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi (01.811) Mál nr. SN150500

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Oddur Kristján Finnbjarnarson, Nökkvavogur 19, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2016 um samþykki borgarráðs dags. 16. júní 2016 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:30

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson 

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Sigurborg Ó. Haraldsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 28. júní kl. 10:35 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 881. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack og Harri Ormarsson. 

Fundarritari var  Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. 3.Gata v/Rauðavatn 4 (04.414.-62) 111683 Mál nr. BN051257

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa sumarbústað á lóð nr. 4 við Götu við Rauðavatn.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalbraut 3 (04.414.-78) 111699 Mál nr. BN051259

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa sumarbústað á lóð nr. 3 við Aðalbraut við Rauðavatn.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Árskógar 1-3 Mál nr. BN051288

Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt 26 íbúða fjölbýlishús, fjórar hæðir og léttbyggða, inndregna 5. hæð og bílgeymslu fyrir 40 bíla á lóð nr. 1-3 við Árskóga.

Stærð A-rými:  xx ferm., xx rúmm.

B-rými:  xx ferm., mxx rúmm.

C-rými:  xx ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Árskógar 1-3 Mál nr. BN051342

Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir 26 íbúða fjölbýlishús ásamt bílgeymslu á lóðinni nr. 1-3 við Árskóga sbr. erindi BN051288.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN051186

Margrét Harðardóttir, Sóleyjarimi 59, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið, breyta innra skipulagi og innrétta tvær íbúðir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7A við Baldursgötu.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn sama efnis , BN05062 dags. 22. mars 2016 og samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. 

Vísað til uppdrátta nr. 101 dags. 30. maí 2016.

6. Bergstaðastræti 29 (01.184.413) 102073 Mál nr. BN051241

Guðlaugur Aðalsteinsson, Háteigsvegur 54, 105 Reykjavík

Guðmundur Aðalsteinsson, Bergstaðastræti 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðri íbúð í kjallara, þrátt fyrir ónóga lofthæð, ásamt áðurgerðum geymsluskúr á lóð, og til vara að kjallari verði séreign, í húsi nr. 29 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi eru gögn um tilvist íbúðar frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1953 og 1972. Gjald kr. 10.100

Synjað.

Samræmist ekki byggingarreglugerð nr.160 / 2010.

7. Bergstaðastræti 37 (01.184.407) 102068 Mál nr. BN051287

Hótel Holt Hausti ehf., Stigahlíð 80, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þegar gerðra breytinga á brunahönnun á Hótel Holti á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi er Brunahönnunarskýrsla, unnin af Gunnari H. Kristjánssyni, dagsett 14.06.2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Biskupsgata 40 (05.11-.-99) 113408 Mál nr. BN051258

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa veiðihús, geymslu, aðgerðarhús, veitingatjald, geymslugáma og bryggju á lóð nr. 40 við Biskupsgötu.

Stærðir niðurrifs, fastanr. 223-3398

Mhl. 02, merkt 0101, veiðihús 77,8 ferm. 

Mhl. 03 merkt geymsla, 9 ferm.

Mhl. 04 merkt aðgerðahús 9,2 ferm.

Mhl. 05 merkt veitingatjald 84,3 ferm.

Mhl. 06 merkt 0101 geymslugámur 14,4 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Bleikargróf 6 (01.889.311) 219191 Mál nr. BN051020

Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt múr, flísum og timbri á lóð nr. 6 við Bleikargróf.

Stærð A-rými:  463,8 ferm., 1.431 rúmm.

B-rými:  46,2 ferm., 129,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050750

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Thai Borgartúni ehf., Trönuhjalla 5, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, að innrétta veitingastað í flokki II, tegund C, fyrir 24 gesti á 1. hæð, vesturenda, sbr. nýsamþykkt erindi BN050702, í húsi á lóð nr. 3 við Borgartún.

Meðfylgjandi er bréf BE Eigna fags. 14.6. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Brúnavegur 3-5 (01.350.502) 104151 Mál nr. BN050996

Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049724 þannig að vegna vinnslu eignaskiptayfirlýsingar kom í ljós villa í teikningum varðandi bílskúr, voru veggir sem skiptu upp tvöföldum bílskúr ranglega staðsettir  á lóð nr. 3-5 við Brúnaveg. 

Erindi fylgir samþykki eigenda bílskúrs 02-0101 ódagsett.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Búðavað 17-19 (04.791.805) 209910 Mál nr. BN051262

Ragnar Pálsson, Búðavað 19, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingu innanhúss, sbr. erindi BN036876 vegna lokaúttektar, þar sem þvottahúsi er fært og brunahólfun þess tilheyrir íbúðinni í húsi nr 19 á lóð nr. 17-19 við Búðavað.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN051154

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Norðurfari ehf., Krossalind 23, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi límtréshúsi og byggja við það stálgrindarhús til að koma fyrir hjólbarðaverkstæði og koma fyrir millilofti í suðvesturhorni sem nota á undir skrifstofur hússins á lóð nr. 2 til 4 við Eirhöfða.

Stækkun við byggingu mhl. 01:   1.172,7 ferm., 6.628,1 rúmm. B rými 8,5 ferm. Olíu-  og sandskilja mhl.02 stærð 4,2 ferm., 12,5 rúmm.  

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

14. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN051338

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Norðurfari ehf., Krossalind 23, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir atvinnuhús á lóðinni nr. 2-4 við Eirhöfða sbr. erindi BN051154.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN051243

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa garðskála úr stálburðarvirki klæddu að utan með stálsamlokum og plastplötum í þaki, þar sem áður var veitingatjald í Húsdýragarðinum við núverandi veitingahús á lóð nr. 13 við Engjaveg.

Stærðir: 216,3 ferm., 804,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Fálkagata 34 (01.553.018) 106532 Mál nr. BN051058

Gunnlaugur Magnús Einarsson, Norðurás 2, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum innanhúss á íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 34 við Fálkagötu.

Breytingar á íbúð 0101 voru samþykktar 5.4. 2016, BNo50839.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

17. Fischersund 3 (01.136.540) 100629 Mál nr. BN051312

Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara og á 1. hæð í einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fischersund.

Meðfylgjandi er mæliblað. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

18. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Flugvöllur 106745 (01.64-.-99) 106745 Mál nr. BN050328

Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á lóð til að henti fyrir starfsemi bílaleigu og til að koma fyrir skilti á lóðinni Flugvöllur 106745.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN050998

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 10 skrifstofugáma austan við flugskýli I á flugvellinum, landnúmer 106748.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010 og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN051216

Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 21.4. 2014.

Niðurrif, fastanr. 202-9181, mhl. 01, merkt 0101, einbýlishús 51 ferm.

Gjald kr 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN051102

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einnar hæð atvinnuhús, mhl. 03  á lóð nr. 8 við Fossaleyni.

Stærð húss:  A- rými 218,0 ferm., 1.317,8rúmm.

B-rými:  154,0 ferm., 1049,5 rúmm. MHl. 04 olía og sandskilja 8,0 ferm., 9,1 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Fossvogsvegur 2 (01.799.001) 180653 Mál nr. BN051296

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö gróðurskýli úr plasti á lóð Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar nr. 2 við Fossvogsveg.

Stærð 480 ferm., 1.788 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN051330

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna undirstaða, botnplötu og lagnir í grunn fyrir 4. og síðasta áfanga á Frakkastígsreit sbr. erindi BN050783 á lóðinni nr. 8 við Frakkastíg.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Freyjubrunnur 33 (02.693.805) 205736 Mál nr. BN051256

Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 7 íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu fyrir 5 bíla á lóð nr. 33 við Freyjubrunn.

Stærð A-rými:  767,6 ferm., 2.511,5 rúmm.

B-rými:  182,3 ferm., 288,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Freyjugata 39 (01.194.205) 102549 Mál nr. BN051173

Lotus ehf., Freyjugötu 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á 2. hæð íbúð 0201 á norðausturhlið og lagfæra brunavarnir í húsinu á lóð nr. 39 Freyjugötu.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

27. Frostafold 21 (02.856.701) 110102 Mál nr. BN050994

Jurgita Ptasinskiené, Frostafold 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum á norður- og vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi í rými 0101, geymslu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Frostafold.

Samþykki meðeigenda ódagsett, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. maí 2016 og jákvæð fyrirspurn BN050553 dags. 2. febrúar 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

28. Grandagarður 101 (01.114.101) 100042 Mál nr. BN051244

Sara Andrea Hochuli, Sviss, Sigurður R Gíslason, Sólvallagata 84, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, dyr og gasgeymsla á vesturhlið hefur verið fjarlægð, timburpallur byggður á norðurhlið og þar komið fyrir eldstæði með reykröri uppfyrir þakbrún, innréttuð starfsmannaaðstaða og lager og innra fyrirkomulagi breytt í veitingastað í flokki II, teg. kaffihús í húsi á lóð nr. 101 við Grandagarð.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

29. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN051290

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir gerð nýrra rýma fyrir gasgeymslu og inntök með hurðum á útveggjum, ásamt breytingum á tæknirými og salernisaðstöðu í iðnaðarhúsi nr. 20 við Grandagarð. 

Meðfylgjandi er mæliblað. Gjald kr. 10.100 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

30. Grettisgata 19B (01.172.229) 101483 Mál nr. BN049855

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks í Sandholtsbakaríi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19B við Grettisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31. Grettisgata 41 (01.173.124) 101541 Mál nr. BN050435

Gunnar Sigvaldi Hilmarsson, Grettisgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og endurbyggja og til að  byggja staðsteypta viðbyggingu aftan við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Stækkun:  137,7 ferm., 296,6 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  190,1 ferm., 565 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

32. Grettisgata 9 (01.172.235) 101489 Mál nr. BN051151

Frón íbúðir ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í stigahúsi og íbúð á 4. hæð, og til að innrétta gistiherbergi á 1. hæð og breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í gististað í flokki II, teg. B, sjá erindi BN048039,  í tengslum við Hótel Frón í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.

Jafnframt er erindi BN050223 dregið til baka.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 30. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Gullteigur 4 (01.360.209) 104524 Mál nr. BN050645

Atli Freyr Þórðarson, Gullteigur 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð sem eru þær að komið er fyrir salerni í þvottahúsi, útibúin eru tvö svefnherbergi og eldhús er fært í norðvesturhorn íbúðar í húsinu á lóð nr. 4 við Gullteig.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15. júní 2016.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN051321

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir þakglugga yfir 1. hæð í porti milli húsa ásamt breytingum á brunahönnun og minniháttar breytinga innanhúss í hóteli á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Gjald kr. 10.100)

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN051322

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á brunahönnun ásamt minniháttar breytinga innanhúss í hóteli á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Hádegismóar 8 (04.411.201) 213067 Mál nr. BN051207

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhúsnæði mhl. 01 sem hýsa á verkstæði fyrir vinnuvélar og bíla, neðri hæð verður úr steinsteypu og efri hæð sem verður aðkomuhæð verður stálgrind og komið verður fyrir léttbyggðri hjólageymslu mhl. 02 utan byggingareits á lóð nr. 8 við Hádegismóa. 

Orkurammi dags. 25. maí 2016 og bréf frá hönnuði dags. 26. maí 2016 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Stærðir: Mhl. 01 er 4.309,2 ferm., 28.955,7 rúmm. Mhl. 02 er 25,0 ferm., 61,3 rúmm. Mhl. 0? Olíuskilja  XX ferm., XX rúmm. Als XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

37. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN051270

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera inntakskassa á norður hlið ásamt því að breyta stiga innanhúss og veggjaþykktum á 2. hæð í gistihúsi á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Gjald kr. 10.100]

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

38. Hrísateigur 47 (01.346.015) 104068 Mál nr. BN050987

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum, bæta við sturtu og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 10 gesti á 2. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 47 við Hrísateig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016, samþykki eiganda 0102 dags. 19. maí 2016 og minnisblað um brunavarnir dags. 23. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

39. Hulduland  1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN051315

Tryggvi Þórir Egilsson, Hulduland 40, 108 Reykjavík

Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Hulduland 40, 108 Reykjavík

Sótt er leyfi til að setja létta glerlokun á svalir á 2. hæð á íbúð nr. 40 í raðhúsi nr. 30 - 48 við Hulduland.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda á nr. 38, 42, 44, 46 og 48.

Stærðir: 15,9 ferm., 52,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

40. Hverafold  1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN051313

Gullöldin ehf., Hverafold 5, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á óbreyttri teikningu af veitingasal vegna breytinga á rekstrarleyfi fyrir veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Hverafold.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Hverfisgata 100B (01.174.105) 101583 Mál nr. BN051281

Tung Phuong Vu, Hverfisgata 100b, 101 Reykjavík

Ellen Hong Van Truong, Hverfisgata 100b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð í húsi nr. 100 b við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN051236

IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta stækkun á veitingasal Hverfisgötu 8-10 í Hótel 101 og veitingaverslun á 1. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 4 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.

43. Hverfisgata 40 (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, 3 - 6 hæðir á sameiginlegum tveggja hæða bílakjallara með 30 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. í maí 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí 2016.

Stærð A-rými:  7.465,8 ferm., 24.096,4 rúmm.

B-rými:  207,5 ferm., 720,4 rúmm.

C-rými:  663,5 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa. 

44. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051282

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til niðurrifs bakhúss með fastanúmer 200-4983 á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Stærðir 499,1 ferm., 1.718,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051285

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum ásamt nýjum breytingum sem fela í sér að breyta skilgreiningu á brunaflokki úr notkunarflokki 3 í  4, útbúa flóttaleið úr kjallara, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir og bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) í gistihúsi í húsi nr. 78 við Hverfisgötu. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna svala. 

46. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN051291

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur færanlegum kennslustofum, K99-E og K100-E með tengigangi, T63-E á milli á lóð Laugarnesskóla nr. 24 við Kirkjuteig.

Stærð samtals:  174 ferm., 604,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

47. Kistumelur 18 (34.533.302) 206626 Mál nr. BN051110

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

Kistuhlíð ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notagildi atvinnuhúsnæðis úr vinnslusal í lagerhúsnæði og rými 0126 verður gert að sameiginlegri starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Gjald kr.10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

48. Laugavegur 10 (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051134

Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta tvo veitingastaði, annan í flokki I sem verður staðsettur í mhl. 01 og hinn í flokki II í mhl. 02, komið verður fyrir meðtöku afgreiðslu í mhl. 03, gengið frá Bergstaðastræti, einnig er sótt um að koma fyrir nýjum tröppum með palli upp að nýjum inngangi á suðurhlið á 2. hæð  á mhl. 01 og stækka kvist á suðurhlið, koma fyrir þakgluggum og rífa niður mhl. ?? á lóð nr. 10 við Laugaveg. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. júní 2016 Niðurrif : mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Stækkun hús:  mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN051327

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tvöfaldri útihurð á austurhlið húss á Hlemmi, sbr. erindi BN050627 frestað 8.3. 2016, á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  595,7 ferm., xx rúmm.

Stærð eftir stækkun:  852,8 ferm., 2.508,6 rúmm 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016.

51. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.

Stækkun:  37,6 ferm., 420,5 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  1.565,6 ferm., 5.138,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016. 

52. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN050650

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fylla í gluggagöt, byggja yfir þaksvalir, byggja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2016.

Sjá erindi BN045438 samþykkt 17. desember 2013.

Stækkun:  35 ferm., 1.932,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. 

53. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN047503

Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi á fyrstu hæð hússins nr. 40 á lóðinni Laugavegur 40-40A.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vantar samþykki eigenda. 

54. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN049267

Rósa Björk Hauksdóttir, Langholtsvegur 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í breytingum á baðherbergjum og fjölgun íbúðarherbergja í íbúð á annari hæð nr. 0201 í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN051269

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að styrkja burðarvirki á 1. hæð og koma fyrir lítilli lyftu í tengigangi í hótelinu á lóð nr. 66-70 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

56. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN051286

Joe Ísland ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffi- og djúsveitingastað með léttum veitingum sem hitaðar eru á staðnum á 1. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Lágmúla.

Meðfylgjandi er bréf frá eiganda BHB fasteigna dagsett 15.6. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051132

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bar og eldhús í kjallara, tvær verslanir á 1. hæð, veitingastað í flokki II á 2. hæð og starfsmannaaðstöðu og skrifstofu 3. hæð, fjarlægja rúllustiga, byggja nýja stiga og lyftu frá kjallara upp á 3. hæð í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

58. Mávahlíð 40 (01.710.208) 107172 Mál nr. BN051221

Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. 

Vísað til uppdrátta dags. 17. maí 2016.

59. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN050570

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016.Stærð A-rými:  182,6 ferm., 634,6 rúmm.

B-rými:  5,0 ferm.

C-rými:  38 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

60. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN050567

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016.Stærð A-rými:  182,7 ferm., 657 rúmm.

B-rými:  5 ferm.

C-rými:  38,1 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN050569

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum með tveimur íbúðum á efri hæðum og veitingahúsi í flokki II, teg. kaffihús á jarðhæð á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016.Stærð A-rými:  622,8 ferm., 2.131,3 rúmm.

B-rými:  18 ferm

C-rými:  73,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

62. Njarðargata 27 (01.186.614) 102310 Mál nr. BN051233

ROR ehf, Frostaþingi 15, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á 2. hæð og risi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Njarðargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Njálsgata 7 (01.182.135) 101848 Mál nr. BN051276

Björgvin Hilmarsson, Njálsgata 7, 101 Reykjavík

Satu Liisa Maria Raemö, Njálsgata 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna milli eigna 0001 og 0101 með stiga og stækka hurðargat í burðarvegg í fjölbýlishúsi nr. 7 við Njálsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda fyrir stiga og br. á burðarvirki dags. 31.05.2016 og umsögn burðaþolshönnuðar dags. 13.06.2016. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Njörvasund 33 (01.415.105) 105156 Mál nr. BN051278

Valgeir Helgi Bergþórsson, Njörvasund 33, 104 Reykjavík

Margrét Leifsdóttir, Njörvasund 33, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsi nr. 33 við Njörvasund.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

65. Rofabær 34 (04.360.201) 111256 Mál nr. BN051309

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða að utan áfanga C, samanber klæðningu síðustu 2ja áfanga,  í Árbæjarskóla á lóð nr. 34 við Rofabæ.

Meðfylgjandi er skoðun verkfræðings á ástandi byggingarinnar hvað þetta varðar. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN050758

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum , vottuðum samlokueiningum, mhl. 14, sem er alifuglahús á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi. 

Stækkun 272,3 ferm., 950,7 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

67. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN050568

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016.Stærð A-rými:  191,7 ferm., 658,4 rúmm.

B-rými:  6,7 ferm.

C-rými:  39,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

68. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN050566

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016.Stærð A-rými:  193,8 ferm., 669,6 rúmm.

B-rými:  7,2 ferm.

C-rými:  46,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

69. Silfurteigur 2 (01.362.201) 104591 Mál nr. BN051267

Elsa Ruth Gylfadóttir, Silfurteigur 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera svalahurð út í garð á íbúð 0001 og gera þar pall, stækka þakglugga á vesturhlið og minnka áðursamþykkt gat í burðarvegg í kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Silfurteig.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á hurð og palli í kjallara dags. 7. júní 2016, umsögn burðarþolshönnuðar á svalahurð dags. 7.6.20116 og áður samþykktu gati í burðarvegg dags. 18.des. 2015. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

70. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN051201

Bitter ehf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður uppsettri spónasugu og safngámi á norðanverðri lóð nr. 17 við Síðumúla.

Ljósmyndir af spónasugu fylgja.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

71. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN051171

Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m.a. færa móttöku í anddyri og uppfæra brunahönnun í gistiheimilinu í fl. V í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 21.06.2006. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

72. Skólavörðustígur 25 (01.182.242) 101894 Mál nr. BN051229

SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera rishæð að sjálfstæðri íbúðareiningu með því að framlengja aðalstigahús upp í ris og gera þaksvalir á þaki Skólavörðustígs 25a (sami eigandi) sem aðra flóttaleið, í fjölbýlishúsinu nr. 25 við Skólavörðustíg. 

Meðfylgjandi er álit Minjastofnunar Íslands, dags. 22. mars 2016. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 06. apríl.2016. Gjald kr. 10.100]

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

73. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN050557

Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 2. hæð þar sem innréttuð hafa verið sjö herbergi fyrir 18 gesti, sem ásamt herbergjum á 4. hæð er gististaður í flokki V, og til að innrétta móttöku og skrifstofu bílaleigu á 1. hæð og gera dyr út á  flóttasvalir á þaki 1. hæðar í gistiheimili á 2. og 4. hæð í húsi nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.

Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

74. Sóleyjargata 13 (01.185.007) 102138 Mál nr. BN050846

Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.

Stærð:  67,2 ferm., 216,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

75. Starengi 2 (02.384.001) 173534 Mál nr. BN051284

Engjaver ehf, Litlakrika 24, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi þar sem núverandi sjoppu er breytt í veitingahús / kaffihús og sjoppa færð í rými sem nú er geymsla í húsi nr. 2 við Starengi.

Meðfylgjandi er jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2016, ásamt samþykki eiganda húseignar dags. 8. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

76. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050857

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir ofaná hluta mhl. 01, koma fyrir innbyggðum svölum á norðurhlið 2., 3., 4. og 5. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 5 hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. apríl 2016.

Stækkun:  224,2 ferm., 555,9 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

77. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051314

Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja og fjögurra hæða fjölbýlishús fyrir eldri borgara, 74 íbúðir í fimm húsum með opinni bílgeymslu fyrir 35 bíla á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.

Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Mannvit dags. í júní 2016, brunahönnun frá Mannvit dags. 22. júní 2016, umsókn um takmarkað byggingarleyfi, verkáætlun, yfirlýsing eiganda og byggingastjóra og umboð eiganda til byggingastjóra dags. 20. júní 2016.

Stærð mhl. 01. A-rými:  4.404,5 ferm., 12.743,8 rúmm.

B-rými:  2.127,3 ferm., 8.459,6 rúmm.

Mhl. 02:  2.418,2 ferm., 7.071,9 rúmm.

B-rými:  500,9 ferm., 1.417,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.Skipulagsferli ólokið.

78. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN051343

Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu fyrir 74 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara ásamt bílgeymslu á lóðinni nr. 68-70 við Suðurlandsbraut sbr. erindi BN051314.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

79. Tangabryggja 18-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN050926

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 39 íbúðum og bílgeymslu fyrir 26 bíla og mhl. 02 sem verður sameiginleg geymsla fyrir hjól, vagna og sorp í húsi nr. 18-22 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.

Erindi fylgir þinglýstur lóðarleigusamningur dags. 17. febrúar 2016.

Mhl. 01, A-rými:  4.070,7 ferm., 11.829,5 rúmm.

B-rými:  95,1 ferm.

C-rými:  179,5 ferm.

Mhl. 02, A-rými:  75,6 ferm., 219,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

80. Tangabryggja 18-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN051364

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu, undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir fjölbýlishús með 39 íbúðum auk bílakjallara á lóðinni nr. 18-22 við Tangabryggju sbr. erindi BN050926.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

81. Túngata 8 (01.136.510) 100600 Mál nr. BN051246

Guðmundur Rúnar Pétursson, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II teg. gistiskáli fyrir 10-12 gesti í hluta einbýlishúss á lóð nr. 8 við Túngötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

82. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN051139

Foglio ehf., Ásvallagötu 52, 101 Reykjavík

Fálkinn 101 ehf., Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

83. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN051265

Ragnar Ólafsson, Erluás 18, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sbr. erindi BN049117 á hesthúsi 10 á lóð nr. 4 við Vatnsveituveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

84. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN051323

Hilma Hólm, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík

Daníel Fannar Guðbjartsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bætt er við sturtu- og salernisaðstöðu í bílskúr á lóð nr. 16 við Vesturbrún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

85. Vesturgata 24 (01.132.003) 100193 Mál nr. BN051254

Eignarhaldsfélagið Normi ehf., Auðbrekku 6, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og risi, steinsteypt, klætt og einangrað að utan með bárujárni á lóð nr. 24 við Vesturgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

86. Vík 125745 (33.535.101) 125745 Mál nr. BN051289

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050724, þjónustubygging karlaálmu stækkar lítillega og  fyrirkomulagi í skrifstofum ráðgjafa og útifatageymslu er breytt, í meðferðarheimili á lóðinni Vík 125745 á Kjalarnesi.

Stækkun frá fyrra erindi:  11,6 ferm., 589,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

87. Vættaborgir 26-28 (02.346.202) 176324 Mál nr. BN050377

Heimir Morthens, Vættaborgir 26, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara og innrétta snyrtingu og eldunaraðstöðu, koma fyrir hurð út á lóð á norðurhlið og glugga á austurhlið parhúss nr. 26 á lóð nr. 26-28 við Vættaborgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2016.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 6. janúar 2016 og 10. janúar 2016 fylgir. Stækkun:  43,5 ferm., 161,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

88. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN051292

Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir, Þrastargata 5, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss og sameina í eina íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Þrastargötu.

Lagt fram gildandi deiliskipulag dags. 7. maí 2008. Stækkun húss: 17,9 m2 og 85,8 m3. Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ýmis mál

89. Fiskislóð 37c Mál nr. BN051326

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 37c við Fiskislóð, mæliblað er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var miðvikudaginn 4. maí 2016 á fundi Umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, samþykkt var að breytingin væri án auglýsingar þar sem breyingin hefði ekki áhrif á aðra. 

Óskað er eftir samþykki á mæliblaði og stofnun lóðarinnar í þjóðskrá. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst. 

90. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN051356

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

91. Hringbraut 81 (01.524.010) 106007 Mál nr. BN051357

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

92. Hringbraut 83 (01.524.011) 106008 Mál nr. BN051358

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

93. Hringbraut 85 (01.524.012) 106009 Mál nr. BN051359

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

94. Hringbraut 87 (01.524.013) 106010 Mál nr. BN051360

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

95. Hringbraut 89 (01.524.014) 106011 Mál nr. BN051361

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

96. Hringbraut 91 (01.524.015) 106012 Mál nr. BN051362

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

97. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN051344

Þann 21. júní 2016 var samþykkt erindi BN050800 þar sem samþykkt var "að breyta erindi BN050404, m.a. breytt innra skipulagi í kjallara og í bakhúsi, halla, lit og formi þaks á Tryggvagötu 14 er breytt og á horni Norðurstigs og Vesturgötu er innréttað verslunarrými og gluggar stækkaðir í hóteli á lóð nr. 14 við Tryggvagötu."

Í samþykktina láðist að bóka eftirfarandi skilyrði Minjastofnunar Íslands, sbr. tölvupóst dags. 19. maí 2016.

"Eftirtalin eru áhersluatriði Minjastofnunar vegna endurbyggingar Tryggvagötu 12: 

1. Mæla skal upp, skrá og ljósmynda byggingarhluta og efnisþykktir úr leifum hússins sem máli skipta fyrr endurbyggingu þess.  

2. Skila skal sérteikningum af eftirtöldum byggingarhlutum  til Minjastofnunar til yfirferðar og samþykktar :  

Tréburðargrind og uppbyggingu þakvirkis og millilofts 

Uppbyggingu timburútveggjar og samskeytum hans við steypta jarðhæð 

Gluggum og útidyrum í timburhluta hússins með frágangi utan og innan 

Þakkanti og sperruendum á aðalhúsi og kvisti á framhlið

Endanlegar sneiðingar, útlit og grunnmyndir skulu jafnframt fylgja til skýringar  

3. Eftirlit á framkvæmdatíma.  

Hafa skal samráð við Minjastofnun um litaval og frágangsatriði

Tilkynna skal Minjastofnun um allar breytingar á gögnum frá því sem kynnt hefur verið. 

Hafa samráð við Minjastofnun um álitamál sem upp koma í hönnun og framkvæmd. "

Leiðrétt bókun frá 21. júní 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

1. Mæla skal upp, skrá og ljósmynda byggingarhluta og efnisþykktir úr leifum hússins sem máli skipta fyrr endurbyggingu þess.  

2. Skila skal sérteikningum af eftirtöldum byggingarhlutum  til Minjastofnunar til yfirferðar og samþykktar :  

Tréburðargrind og uppbyggingu þakvirkis og millilofts 

Uppbyggingu timburútveggjar og samskeytum hans við steypta jarðhæð 

Gluggum og útidyrum í timburhluta hússins með frágangi utan og innan 

Þakkanti og sperruendum á aðalhúsi og kvisti á framhlið

Endanlegar sneiðingar, útlit og grunnmyndir skulu jafnframt fylgja til skýringar  

3. Eftirlit á framkvæmdatíma.  

Hafa skal samráð við Minjastofnun um litaval og frágangsatriði

Tilkynna skal Minjastofnun um allar breytingar á gögnum frá því sem kynnt hefur verið. 

Hafa samráð við Minjastofnun um álitamál sem upp koma í hönnun og framkvæmd. "

98. Víðimelur 58 (01.524.001) 105998 Mál nr. BN051340

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

99. Víðimelur 60 (01.524.002) 105999 Mál nr. BN051345

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

100. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN051346

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

101. Víðimelur 64 (01.524.004) 106001 Mál nr. BN051347

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

102. Víðimelur 66 (01.524.006) 106003 Mál nr. BN051349

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

103. Víðimelur 66* (01.524.005) 106002 Mál nr. BN051348

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

104. Víðimelur 68 (01.524.007) 106004 Mál nr. BN051350

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

105. Víðimelur 70 (01.524.008) 106005 Mál nr. BN051352

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

106. Víðimelur 72-74 (01.524.018) 106015 Mál nr. BN051353

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

107. Víðimelur 76 (01.524.017) 106014 Mál nr. BN051354

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

108. Víðimelur 78 (01.524.016) 106013 Mál nr. BN051355

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans á meðsendum Lóðauppdrætti 1.524.0 dagsettum 24.06. 2016, vegan lóðanna Víðimels 58 til Víðumels 78 og Hringbrautar 79 til Hringbrautar 91, alls 18 lóðir,  einnig er óskað eftir að skrá lóðastærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndum lóðum, einnig er óskað eftir að tölusetningu á lóðinni Víðimelur 66A verði breytt í skrám úr 66* í 66A, sbr. ákvörðum byggingarfulltrúans þann 17. 08. 2007.

Lóðin Víðimelur 58   (staðgr. 1.524.001, landnr  105998)  er talin 518.6 m², lóðin reynist 518 m².

Lóðin Víðimelur 60   (staðgr. 1.524.002, landnr  105999)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 528 m².  

Lóðin Víðimelur 62   (staðgr. 1.524.003, landnr  106000)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 522 m².

Lóðin Víðimelur 64   (staðgr. 1.524.004, landnr  106001)  er talin 524,5 m², lóðin reynist 517 m².

Lóðin Víðimelur 66A (staðgr. 1.524.005, landnr  106002)  er í skrám tölusett sem 66*, en samvæmt ákvörðum byggingarfulltrúa þann 17. 08. 2007, skal hún tölusett sem Víðimelur 66A, lóðin er talin   151,6 m², lóðin reynist 149 m².

Lóðin Víðimelur 66 (staðgr. 1.524.006, landnr  106003)  er talin 520,7 m , lóðin reynist 511 m².

Lóðin Víðimelur 68 (staðgr. 1.524.007, landnr  106004)  er talin 517,7 m², lóðin reynist 507 m².    

Lóðin Víðimelur 70 (staðgr. 1.524.008, landnr  106005)  er talin 488,9 m², lóðin reynist 477 m².

Lóðin Víðimelur 72-74 (staðgr. 1.524.018, landnr  106015)  er talin 696,8 m², lóðin reynist 674 m².

Lóðin Víðimelur 76 (staðgr. 1.524.017, landnr  106014)  er talin 425,0 m², lóðin reynist 434 m².

Lóðin Víðimelur 78 (staðgr. 1.524.016, landnr  106013)  er talin 293,3 m², lóðin reynist 305 m².

Lóðin Hringbraut 79 (staðgr. 1.524.009, landnr  106006)  er talin 525,3 m², lóðin reynist 526 m².

Lóðin Hringbraut 81 (staðgr. 1.524.010, landnr  106007)  er talin 530,5 m², lóðin reynist 531 m².

Lóðin Hringbraut 83 (staðgr. 1.524.011, landnr  106008)  er talin 527,5 m², lóðin reynist 527 m².

Lóðin Hringbraut 85 (staðgr. 1.524.012, landnr  106009)  er talin 498,3 m², lóðin reynist 500m².

Lóðin Hringbraut 87 (staðgr. 1.524.013, landnr  106010)  er talin 495,4 m², lóðin reynist 496 m².

Lóðin Hringbraut 89 (staðgr. 1.524.014, landnr  106011)  er talin 492,6 m², lóðin reynist 494 m².

Lóðin Hringbraut 91 (staðgr. 1.524.015, landnr  106012)  er talin 515,5 m², lóðin reynist 517 m².

Samanber eldri uppdrætti í safni mælingadeildar og rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.

Nú varpar Landupplýsingadeild lóðamörkum í hnitakerfi Reykjavíkur 1951.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

109. Bergþórugata 7 (01.190.225) 102428 Mál nr. BN051277

Múrlína ehf., Smiðjuvegi 4A, 200 Kópavogur

Spurt er hvort breyta megi íbúð, sem er á 1. og 2. hæð, í tvær aðskildar íbúðir eftir hæðum, fjarlægja stiga og lækka jarðveg sunnan megin milli gangstéttar og kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Bergþórugötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.

110. Beykihlíð 3-5 (01.780.002) 107497 Mál nr. BN051239

Hulda Hauksdóttir, Beykihlíð 3, 105 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi sólskála, án þess að sækja um byggingarleyfi, við parhús á lóð nr. 3 við Beykihlíð.

Afgreitt.

Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði. 

111. Efstasund 67 (01.410.112) 104995 Mál nr. BN051300

Ragnar Björnsson, Efstasund 67, 104 Reykjavík

Helena Benjamínsdóttir, Efstasund 67, 104 Reykjavík

Spurt er hvort fjarlægja megi stromp og klæða húsið með standandi aluzink bárumálmi, áfellur hvítar og 25 mm einangrun undir klæðningu.

Neikvætt.

Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

112. Fálkagata 20 (01.553.011) 106525 Mál nr. BN051193

Gunnar Snæland, Fálkagata 20, 107 Reykjavík

Kristín E Kristleifsdóttir, Fálkagata 20, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í mhl. 03 sem er vinnustofa á lóð nr. 20 við Fálkagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júní 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Jákvætt.Að uppfylltum skilyrðum með vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Sækja þarf um byggingarleyfi.

113. Hallveigarstígur 1 (01.171.208) 101389 Mál nr. BN051298

Yn ehf., Naustavör 2, 200 Kópavogur

Spurt er hvort gluggi á norðvesturhorni uppfylli skilyrði byggingareglugerðar um glugga á útvegg verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð sbr. greinar 6.3.2 og  6.10.3.

114. Hringbraut 55 (01.540.012) 106229 Mál nr. BN051263

Pálmi Bergmann Almarsson, Hringbraut 55, 101 Reykjavík

Spurt er hvort gamlar teikningar dugi til að breyta eignarhaldi í húsi á lóð nr. 55-57 við Hringbraut.

Afgreitt.

Með vísan til umsagnar á fyrirsprunarblaði.

115. Langahlíð 13-17 (01.273.001) 103610 Mál nr. BN051331

Súsanna Þ Jónsdóttir, Langahlíð 17, 105 Reykjavík

Spurt er hvort gera megi breytingar á burðarkerfi innan íbúðar á 1. hæð í 4ra hæða íbúðarhúsi á lóð nr. 17 við Lönguhlíð.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

116. Laugarnesvegur 39 (01.360.010) 104502 Mál nr. BN050778

Sigurbjörg Jónsdóttir, Laugarnesvegur 39, 105 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkja megi áður gerða ósamþykkta  íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 39 við Laugarnesveg.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2016.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi. 

117. Samtún 32 (01.221.407) 102823 Mál nr. BN051299

Haraldur Ægir Guðmundsson, Samtún 32, 105 Reykjavík

Spurt er hvort gera megi hurðargat í útvegg í kjallara húss á lóð nr. 32 við Samtún.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.

118. Sóleyjargata 17 (01.185.402) 102186 Mál nr. BN051320

Sigurður Bjarni Gíslason, Álfhólsvegur 66, 200 Kópavogur

Spurt er hvort skila þurfi inn reyndarteikningum vegna umsóknar um íbúðargistileyfi í íbúðarhúsi nr. 17 við Sóleyjargötu.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.

119. Sólvallagata 18 (01.160.212) 101160 Mál nr. BN051294

Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík

Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi svalir með brunastiga á norðausturhlið fyrstu, annarar og þriðju hæðar fjölbýlishúss  á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:50

Harri Ormarsson Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristeifsson Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack Olga Hrund Sverrisdóttir