Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 154

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 22. júní 2016 kl. 09:12, var haldinn 154. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Svafar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson, Helena Stefánsdóttir og Sigríður Jónína Jónsdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, breyting á aðalskipulagi og umhverfismat

Mál nr. SN150141

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. 20. júní 2016, ásamt  umhverfisskýrslu, dags. mars 2016 vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. janúar 2016, bókun byggðaráðs Bláskógarbyggðar frá 29. janúar 2016, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 8. febrúar 2016, bókun umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar frá 22. janúar 2016, umsögn svæðisskipulagsnefndar, dags. 26. janúar 2016, bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 9. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 3. maí og með 14. júní 2016. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags, dags. 16. júní 2016.

Aðalskipulagsbreyting ásamt umhverfisskýrslu samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. 

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN150753

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, samkvæmt uppdrætti Landmótunar sf., dags. 5. apríl 2016. Einnig er lögð fram skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur nr. 174 um fornleifaskráningu, dags. 2016, á deiliskipulagssvæði sem er hlut af jörðinni Lambhaga við Úlfarsfell. Tillagan var auglýst frá 3. maí og með 14. júní 2016. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, deiliskipulag

(01.27) Mál nr. SN150130

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga A2f arkitekta, að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 8. mars 2016. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 15. apríl 2016 til og með 27. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Valdís Ólafsdóttir, dags. 25. apríl 2016, Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, dags. 30. apríl 2016, stjórn foreldrafélags Háteigsskóla, dags. 5. maí 2016, Björn Jóhann Björnsson og Edda Traustadóttir, dags. 11.maí 2016, Helga Guðmundsdóttir, dags. 11. maí 2016, Baldur Einarsson, dags. 23. maí 2016, Hrefna Guðmundsdóttir, dags. 25. maí 2016, Sóley Björt Guðmundsdóttir , dags. 25. maí 2016, Auður Inga Ingvarsdóttir, dags. 25. maí 2016, íbúasamtök 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar, dags. 25. maí 2016, Sverrir Jan Norðfjörð, dags. 25. maí 2016, Bryndís Pétursdóttir, dags. 25. maí 2016,  Edda Ýr Garðarsdóttir, dags. 26. maí 2016, skólastjóri Háteigsskóla, dags. 26. maí 2016, Helga Lára Þorsteinsdóttir, dags. 26. maí 2016, Bergur Heimisson, dags. 26. maí, Sigurjón Ívarsson f.h. Óháða safnaðarins, dags. 26. maí 2016, Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Þórarinn Malmquist, dags. 27. maí 2016, María Hjaltalín, dags. 27. maí 2016, Jóhanna Svala Rafnsdóttir, dags. 27. maí 2016, Anna Karlsdóttir, dags. 27. maí 2016, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, dags. 27. maí 2016, hverfisráðs Hlíða, dags. 27. maí 2016 og Tryggvi Sch. Thorsteinsson, dags. 27. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2016.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að margt hafi tekist vel í tillögum að skipulagi á lóð Kennaraháskólans en telja að vegna fjölda athugasemda íbúa þurfi að vinna betur með nánari útfærslu skipulagsins í samráði við þá. Þá er það gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir meira en 0,2 bílastæðum við stúdentaíbúðir á svæðinu sem mun hafa í för með sér að lagt verður í íbúagötur í næsta nágrenni í auknum mæli. Ennfremur er bent á að mikilvægt sé að komið verði fyrir undirgöngum eða göngubrú yfir Miklubraut þar sem nú eru gönguljós við Stakkahlíð. Þessi göngutenging er mikilvæg fyrir alla íbúa, eykur umferðaröryggi gangandi vegfarenda, bætir umferðarflæði og tengir Hlíðarnar betur saman.“

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

4. Umferðarhraði í Reykjavík, starfshópur, erindisbréf Mál nr. US150259

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu starfshóps, dags. 1. júní 2016, um umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar. 

Frestað.

5. Vatnsrennibraut í borgarlandi, tímabundið leyfi Mál nr. US160179

Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Nova, dags. 8. júní 2016, varðandi tímabundið leyfi fyrir vatnsrennibraut í borgarlandi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnastjóra borgarhönnunar, dags. 16. júní 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnastjóra borgarhönnunar, dags. 16. júní 2016.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 10:49.

6. Rútustoppistöðvar í miðborginni, Mál nr. US160182

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning vegna rútustoppistöðva í miðborginni. Einnig eru lögð fram drög að reglugerð um útgáfu og notkun stöðukorta fyrir rútustoppistöðvar í miðborg Reykjavíkur. 

Kynnt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri  og Erna Hrönn Geirsdóttir lögfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð

Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 880 frá  21. júní 2016. 

(C) Fyrirspurnir

8. Vesturgata 30, (fsp) niðurrif og uppbygging (01.131.2) Mál nr. SN160337

Hafnarstræti 1 ehf, Vesturgötu 32, 101 Reykjavík

GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður

Lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. f.h. Hafnarstræti 1 ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 30 við Vesturgötu sem felst m.a. í hækkun sökkuls á núverandi íbúðarhúsi, niðurrifi viðbyggingar sem reist var við norðurhlið hússins og koma baðherbergjum og stiga sem þar eru fyrir inni í húsinu, niðurrifi skúrbygginga á norðurhluta lóðarinnar, byggingu þriggja sambyggðra nýbygginga nyrst á lóðinni o.fl., samkvæmt tillögu Grímu arkitekta ehf., dags. 16. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Grímu arkitekta ehf., dags. 22. maí 2016 og frumkostnaðarmat VSÓ ráðgjafar vegna breytinga, dags. í október 2015. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 3. maí 3016 og 23. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016, samþykkt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

9. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160157

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir skýringum á því hvernig verkferlar borgarinnar eru þegar rekstur breytist í húsum þar sem í gildi eru almennar miðborgarheimildir, tilefnið eru breytingar að Klapparstíg 33 þar sem verslun víkur fyrir veitingastað. Þó aðalskipulag heimili jafnt rekstur verslana og veitingahúsa þar sem atvinnustarfsemi er á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum er það mikil breyting fyrir íbúa að starfsemi á jarðhæð breytist úr almennum verslunarrekstri yfir í rekstur veitingahúss með heimild til að hafa opið til klukkan þrjú að nótt um helgar og frídaga." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. júní 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. júní 2016, samþykkt.

Erna Hrönn Geirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, veggjakrot í borgarlandi

Mál nr. US160181

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur og Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur: "Mikil aukning hefur orðið á veggjarkroti í borginni að undanförnu sem er til mikillar óprýði og hefur valdið víða spjöllum á eignum bæði í eigu opinberra aðila og einkaaðila. Eru einhverjar áætlanir í gangi um að hreinsa veggjakrotið og fara í marvissar aðgerðir til að draga úr því. Hefur borgin kannað hvort ekki sé unnt að nota fráhrindandi efni svo ekki sé hægt að spreyja málningu á veggi eins og tíðkast víða erlendis."

Frestað.

11. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sparkvöllur með gervigrasi við Vesturbæjarskóla (USK2016040066)

Mál nr. US160174

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2016, þar sem eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs 28. apríl 2016 er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsráðs að við fyrirhugaðrar endurbætur á lóð Vesturbæjarskóla verði leitast við að koma þar fyrir sparkvelli með gervigrasi í auðausturhluta lóðarinnar, í fullri stærð eins fljótt og tíðkast við aðra grunnskóla borgarinnar, í stað lítils vallar. Ljóst er að slíkur völlur mun nýtast sem alhliða leiksvæði fyrir nemendur Vesturbæjarskóla." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 20. júní 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds, dags. 20. júní 2016, samþykkt. 

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Reglur um framkvæmdir í miðborgum Evrópu, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Mál nr. US160054

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Að undanförnu hafa íbúar og rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur og á svonefndum þéttingarreitum í eldri hverfum orðið að þola mikið ónæði vegna byggingarframkvæmda . Oft hafa skapast aðstæður sem ekki verður lýst öðruvísi en sem óþolandi fyrir þau sem næst eru byggingarstað.

Óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagssvið taki saman greinargerð um þær reglur sem gilda um framkvæmdir í miðborgum Evrópu. Einkanlega skal athyglinni beint að þeim borgum þar sem uppbygging í sögulegum miðborgum hefur verið mikil á undanförnum árum. Jafnframt verði gerð samantekt á þeirri tæknilegu þróun sem orðið hefur á tækjum sem notuð eru við jarðvinnu við þessar aðstæður. Þessar upplýsingar verði notaðar til að fara yfir og endurskoða reglur sem gilda um framkvæmdir í eldri íbúðahverfum og svæðið sem er innan Hringbrautar og Snorrabrautar en ýmislegt bendir til þess að þær séu of rúmar. Niðurstöður verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem mun taka ákvarðanir um endurskoðun og breytingar á reglum borgarinnar hvað þetta varðar í framhaldinu. Vegna mikillar uppbyggingar sem einkum tengist aukinni ferðaþjónustu er mikilvægt að hraða þessari vinnu. " Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. júní 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. júní 2016, samþykkt.

13. Betri Reykjavík, göngubrú eða gönguljós yfir Kringlumýrarbraut (USK2016060010) Mál nr. US160163

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "göngubrú eða gönguljós yfir Kringlumýrarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. maí 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skiplagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. júní 2016.

Umsögn umhverfis- og skiplagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. júní 2016, samþykkt.

14. Kjalarnes, Sætún, kæra 64/2016 (33.6) Mál nr. SN160494

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi landsspildunnar að Sætúni I í Kjalarnesi.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

15. Túngata 11A, kæra 66/2016 (01.160.4) Mál nr. SN160495

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júní 2016 ásamt kæru þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting fyrir niðurgröfnum grenndargámum að Túngötu 11A í Reykjavík.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

16. Austurbrún 6, kæra 106/2014, umsögn, úrskurður (01.381.1) Mál nr. SN140525

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2014, ásamt kæru, dags. s.d, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 2. október 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.381 Laugarás  vegna lóðar nr. 6 við Austurbrún. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 16. október 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. júní 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavikur frá 2. október 2014 um að samþykkja breytingu a deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás, vegna lóðar nr. 6 við Austurbrún.

17. Austurbrún 6, kæra 126/2014, umsögn, úrskurður (01.381.1) Mál nr. SN140681

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. desember 2014 ásamt kæru dags. 10. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. júní 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavikur frá 2. október 2014 um að samþykkja breytingu a deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás, vegna lóðar nr. 6 við Austurbrún.

18. Skipasund 43, kæra 123/2014, umsögn, úrskurður (01.358.2) Mál nr. SN140657

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 4. desember 2014 vegna byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 43 við Skipasund. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 13. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. júní 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans i Reykjavik frá 18. nóvember 2014 um að veita m.a. leyfi til að byggja svalir og stiga niður i garð og færa til kofa við hús á lóð nr. 43 við Skipasund.

19. Úlfarsárdalur, lýsing (02.6) Mál nr. SN160431

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. júní 2016, varðandi samþykki borgarráðs dags. 9. júní 2016 vegna lýsingar á heildarendurskoðun Úlfarsárdals.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 21. júní kl. 10:31 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 880. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson og Olga Hrund Sverrisdóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN050517

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar norðurhliðar í upphaflegt form á Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 2. nóvember 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050485

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel með inndreginni 7. hæð, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar, greinargerð hönnunarstjóra dags. 12. janúar 2016, skýrsla um brunahönnun dags. 25. maí 2016 og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.

Stærð A-rýma:  18.917,7 ferm., 70.105,2 rúmm.

B-rými:  363,0 ferm., 1.598,0 rúmm.

C-rými:  292 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050991

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bílaþvottastöð og -hreinsunar í bílakjallara við norðurútgang á K2 í Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir samþykki bílastæðasjóðs dags. 26. maí 2016 og minnisblað um mengunarvarnir frá Mannvit dags. 31. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Leggja þarf fram samþykki meðeiganda. 

4. Básendi 5 (01.824.203) 108400 Mál nr. BN051283

Þröstur Guðmundsson, Básendi 5, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Bergstaðastræti 12 (01.180.211) 101699 Mál nr. BN051169

Bergtak ehf., Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A  mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars xxxx fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.

Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett.

Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016.

Stærðir samtals : Stækkun/minnkun ferm. brúttó stærðir fyrir og eftir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN051086

Embla Sól Þórólfsdóttir, Bergþórugata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga svefnherbergjum, gera björgunarop á snyrtingu og koma fyrir fellistiga í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.

Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 9. 13. og 14. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Fiskislóð 37 209695 Mál nr. BN051162

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir fjórum færanlegum íbúðargámum tímabundið til ársloka 2020, og flytja þá af lóð við Grunnslóð á Örfyrisey og koma fyrir á lóð nr. 37c við Fiskislóð.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 24.5. 2016.

Stærðir: hver íbúðargámur er 24,7 ferm., 73,1 rúmm.

Samtals 4 gámar: 98,8 ferm. og 292,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN051102

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einnar hæð atvinnuhús, mhl. 03  á lóð nr. 8 við Fossaleyni.

Stærð húss:  A- rými 218,0 ferm., 1.317,8rúmm.

B-rými:  154,0 ferm., 1049,5 rúmm. MHl. 04 olía og sandskilja 8,0 ferm., 9,1 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heildbrigðiseftirlits.

10. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050783

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4. áfanga, mhl. 01, íbúðir á öllum efri hæðum, niðurgrafinn bílakjallara og geymslur, verslanir og veitingahús á 1. hæð, sem tengist 1. og 2. áfanga, fjölbýlishús á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Stærð, A-rými:  5.227,9 ferm., 16.424,7 rúmm.

B-rými:  317,2 ferm., 1.196,2 rúmm.

C-rými:  134,0 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

11. Freyjugata 39 (01.194.205) 102549 Mál nr. BN051173

Lotus ehf., Freyjugötu 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á 2. hæð íbúð 0201 á norðausturhlið og lagfæra brunavarnir í húsinu á lóð nr. 39 Freyjugötu.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdráttar dags. 7.6.2016.

12. Frostafold 21 (02.856.701) 110102 Mál nr. BN050994

Jurgita Ptasinskiené, Frostafold 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum á norður- og vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi í rými 0101, geymslu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Frostafold.

Samþykki sumra ódagsett, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. maí 2016 og jákvæð fyrirspurn BN050553 dags. 2. febrúar 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grettisgata 19B (01.172.229) 101483 Mál nr. BN049855

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks í Sandholtsbakaríi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19B við Grettisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grettisgata 54B (01.190.110) 102385 Mál nr. BN050495

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, fjölga íbúðum í þrjár, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016.

Stærð:  162,5 ferm., 446,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN050519

Jóhanna M Thorlacius, Krókabyggð 1a, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja verönd yfir tröppur við vesturhlið húss á lóð nr. 4 við Grundarstíg.

Meðfylgjandi er samþykki nágranna á Grundarstíg 6 og samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hafnarstræti  1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN050841

Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.

Tölvupóstur frá hönnuði dags. 7. apríl 2016, umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016  fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

17. Hagatorg 3 (01.552.-99) 106511 Mál nr. BN051251

Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta aðstöðu listamanna undir sviði aðalsalar Háskólabíós á lóð nr. 3 við Hagatorg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Háaleitisbraut 1 (01.252.101) 103444 Mál nr. BN050927

Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum og brunatæknilegum endurbótum á húsinu á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-95) 108676 Mál nr. BN051056

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bráðabirgða skrifstofuhúsnæði úr 18 færanlegum forframleiddum einingum úr stáli og steinull á steyptum undirstöðum við austurhlið Landspítala/Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. júní 2016.

Meðfylgjandi er tölvupóstur frá mælingadeild dags. 20.5. 2016 og bréf arkitekts dags. 1.6. 2016

Stærðir: 497,3 ferm og 1.458,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Með vísan til bókunar Umhverfis- og skipulagsráðs 15. júní 2016 er leyfið bundið því skilyrði að komi til breyttrar starfsemi á lóðinni skal umrætt bráðbirgðahúsnæði fjarlægt af hálfu lóðarhafa og á kostnað hans innan 3 mánaða frá samþykkt breytinga. Skal yfirlýsingu þess efnis þinglýst á lóðina fyrir útgáfu byggingarleyfis.

20. Héðinsgata 2 103873 Mál nr. BN051264

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um stöðuleyfi í sex mánuði meðan á byggingaframkvæmdum stendur á Brynjureit fyrir hús sem nú stendur við Laugaveg 27B, á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

21. Hverfisgata 4 (01.170.002) 101320 Mál nr. BN051236

IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta stækkun á veitingasal Hverfisgötu 8-10 í Hótel 101 og veitingaverslun á 1. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 4 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

22. Kistumelur 18 (34.533.302) 206626 Mál nr. BN051110

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

Kistuhlíð ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notagildi atvinnuhúsnæðis úr vinnslusal í lagerhúsnæði og rými 0126 verður gert að sameiginlegri starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 18 við Kistumel.

Gjald kr.10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN051255

Bleksmiðjan ehf., Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta húðflúrstofu í rými 0002 og starfsmannaaðstöðu í fyrrum vélasal í húsi á lóð nr. 7 við Kringluna.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051000

Eva Huld Friðriksdóttir, Bergþórugata 6b, 101 Reykjavík

Veronika ehf., Pósthólf 5366, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 40 gesti í íbúð á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016 og minnisblað um brunavarnir dags. 23. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

25. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  595,7 ferm., xx rúmm.

Stærð eftir stækkun:  852,8 ferm., 2.508,6 rúmm 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.

Stækkun:  37,6 ferm., 420,5 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  1.565,6 ferm., 5.138,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 34 (01.172.215) 101470 Mál nr. BN050799

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 14 hótelherbergi á efri hæðum og opna yfir í gististað í flokki V, teg. hótel  á lóð nr. 34A á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 34 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. 

28. Laugavegur 34A (01.172.217) 101471 Mál nr. BN050700

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta steyptum stiga  frá móttökusvæði á 1. hæð upp á 2. hæð ásamt breytingum á herbergjum á 2. og 3. hæð, sbr. erindi BN049879 samþ. 29. september 2016, í hóteli á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. 

29. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN051252

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera breytingar á fyrirkomulagi í bakaríi, sjá erindi BN048782, m. a. er bakinngangur,  vaskar og vinnuborð færð til og skilgreining veitingastaðar verður flokkur II, teg. veitingahús, í húsi á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051132

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bar og eldhús í kjallara, tvær verslanir á 1. hæð, veitingastað í flokki II á 2. hæð og starfsmannaaðstöðu og skrifstofu 3. hæð, fjarlægja rúllustiga, byggja nýja stiga og lyftu frá kjallara upp á 3. hæð í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31. Mávahlíð 22 (01.702.211) 107055 Mál nr. BN051200

Elías Kárason, Smyrilshólar 2, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 22 við Mávahlíð.

Þinglýst afsal dags. 25. október 1965 og virðingargjörð frá 6. febrúar 1948 fylgja erindinu 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Norðlingabraut 8 (04.732.301) 204834 Mál nr. BN050879

Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050213, milliplötu yfir verslun og þakplötu yfir skrifstofu verður breytt í holplötur, brunahönnun breytt, sprinkler felldur út, súlum bætt við undir skyggni  og utanhússklæðning á vöruskemmu felld út á húsi á lóð nr. 8 við Norðlingabraut. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. 

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

33. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN050561

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri með útveggi úr gleri og þak pappaklætt og einangrað við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2016.

Stækkun: 88,3 ferm,. 459,2 rúmm. 

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Óðinsgata 7 (01.184.218) 102040 Mál nr. BN051260

Teiknistofan Óðinstorgi sf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á samþykktu erindi  BN050576/BN047339 vegna athugasemda við lokaúttekt þar sem neyðarlýsing er við inngangshurðir í stað útljósa í húsi á lóð nr. 7 við Óðinsgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Sjafnarbrunnur 1 (05.053.501) 206126 Mál nr. BN051199

Sjafnarbrunnur 1-3, húsfélag, Sjafnarbrunni 1-3, 113 Reykjavík

Sótt er um samþykki á svalalokun með svalagleri og 85% opnun á öllum svölum fjölbýlishúss á lóð nr. 1-3 við Sjafnarbrunn.

Svalaskýli samtals:  161,2 ferm. og  438,29 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skriðustekkur 17-23 (04.616.202) 111837 Mál nr. BN049960

Auður Eysteinsdóttir, Skriðustekkur 19, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðurhlið einbýlishúss nr. 19 á lóð nr. 17-23 við Skriðustekk.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Stækkun:  24,6 ferm., 91,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN050766

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047206, með því að koma fyrir inntaksklefa í bílakjallara og breyta innra skipulagi eldhúsa og baðherbergja í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

38. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN051178

H.G. Meyer ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyrisbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri á steyptum undirstöðum, samanber erindi BN047212, við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN050800

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050404, m.a. breytt innra skipulagi í kjallara og í bakhúsi, halla, lit og formi þaks á Tryggvagötu 14 er breytt og á horni Norðurstigs og Vesturgötu er innréttað verslunarrými og gluggar stækkaðir í hóteli á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Tunguvegur 15 (01.824.008) 108380 Mál nr. BN051234

Ingólfur Örn Herbertsson, Kirkjusandur 5, 105 Reykjavík

Hjörleifur Herbertsson, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptasamnings í tvíbýlishúsi á lóð nr. 15 við Tunguveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

41. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN051213

FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga á austurhlið og fylla upp í glugga og hurðir á vesturhlið tvíbýlishúss á lóð nr. 2 við Unnarstíg.

Jafnframt er erindi BN050904 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158

Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Þingholtsstræti 15A (01.180.104) 101680 Mál nr. BN051051

Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN048091 samþ. 31.3.2015, sem felast í að gler er í neðri hluta glugga í stað fyllinga og bárujárn á þaki í stað glers á svalaskýli við hús á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

44. Víðimelur 59 (01.524.108) 106023 Mál nr. BN051303

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans að stærðum á þrem lóðum þ.e. Víðimelur 59, Víðimelur 61 og Víðimelur 67 verði breytt, samanber meðfylgjandi "Lóðauppdrátt  1.524.1" dags. 16.05. 2012.

Lóðin Víðimelur 58 (staðgr. 1.524.108, landnr. 106023) er talin 500 m2, bætt er 100 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 600 m2.

Lóðin Víðimelur 61 (staðgr. 1.524.107, landnr. 106022) er talin 420 m2, bætt er 136 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 556 m2.

Lóðin Víðimelur 67 (staðgr. 1.524.104, landnr. 106019) er ranglega reiknuð og talin    600 m2, þó t.d. teikning meðfylgjandi  þinglýstum lóðaleigusamning sýni stærðirnar 30.00m x 19.00m, lóðin reynist og verður 569 m2.

Samanber deiliskipulag samþykkt 7.1.1955.

Samnaber afsal dags. 20.5.1966 þar sem borgarsjóður eignast ofannefnt Sauðagerði A.

Sjá einnig tvö meðfylgjandi ljósrit af uppdráttum úr safni Mælingadeildar, þ.e. ljósrit þar sem kemur fram að borgarsjóður hafi eignast landið Sauðagerði A og ljósrit af uppdrætti dags. í ágúst 1958, þar sem afmörkun landsins Sauðagerði A kemur fram.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

45. Víðimelur 61 (01.524.107) 106022 Mál nr. BN051304

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans að stærðum á þrem lóðum þ.e. Víðimelur 59, Víðimelur 61 og Víðimelur 67 verði breytt, samanber meðfylgjandi "Lóðauppdrátt  1.524.1" dags. 16.05. 2012.

Lóðin Víðimelur 58 (staðgr. 1.524.108, landnr. 106023) er talin 500 m2, bætt er 100 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 600 m2.

Lóðin Víðimelur 61 (staðgr. 1.524.107, landnr. 106022) er talin 420 m2, bætt er 136 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 556 m2.

Lóðin Víðimelur 67 (staðgr. 1.524.104, landnr. 106019) er ranglega reiknuð og talin    600 m2, þó t.d. teikning meðfylgjandi  þinglýstum lóðaleigusamning sýni stærðirnar 30.00m x 19.00m, lóðin reynist og verður 569 m2.

Samanber deiliskipulag samþykkt 7.1.1955.

Samnaber afsal dags. 20.5.1966 þar sem borgarsjóður eignast ofannefnt Sauðagerði A.

Sjá einnig tvö meðfylgjandi ljósrit af uppdráttum úr safni Mælingadeildar, þ.e. ljósrit þar sem kemur fram að borgarsjóður hafi eignast landið Sauðagerði A og ljósrit af uppdrætti dags. í ágúst 1958, þar sem afmörkun landsins Sauðagerði A kemur fram.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

46. Víðimelur 67 (01.524.104) 106019 Mál nr. BN051305

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans að stærðum á þrem lóðum þ.e. Víðimelur 59, Víðimelur 61 og Víðimelur 67 verði breytt, samanber meðfylgjandi "Lóðauppdrátt  1.524.1" dags. 16.05. 2012.

Lóðin Víðimelur 58 (staðgr. 1.524.108, landnr. 106023) er talin 500 m2, bætt er 100 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 600 m2.

Lóðin Víðimelur 61 (staðgr. 1.524.107, landnr. 106022) er talin 420 m2, bætt er 136 m2 við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448) (áður hluti af Sauðagerði A), lóðin verður 556 m2.

Lóðin Víðimelur 67 (staðgr. 1.524.104, landnr. 106019) er ranglega reiknuð og talin    600 m2, þó t.d. teikning meðfylgjandi  þinglýstum lóðaleigusamning sýni stærðirnar 30.00m x 19.00m, lóðin reynist og verður 569 m2.

Samanber deiliskipulag samþykkt 7.1.1955.

Samnaber afsal dags. 20.5.1966 þar sem borgarsjóður eignast ofannefnt Sauðagerði A.

Sjá einnig tvö meðfylgjandi ljósrit af uppdráttum úr safni Mælingadeildar, þ.e. ljósrit þar sem kemur fram að borgarsjóður hafi eignast landið Sauðagerði A og ljósrit af uppdrætti dags. í ágúst 1958, þar sem afmörkun landsins Sauðagerði A kemur fram.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

47. Laugavegur 86-94 (01.174.330) 198716 Mál nr. BN051220

Arnar Hannes Gestsson, Laugavegur 86-94, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir þakgluggum á íbúðir 0401 og 0407 og glugga á götuhlið íbúðar 0401 eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Jákvætt.

Jákvætt að uppfyltum skilyrðum. Sækja þarf um byggingarleyfi. 

48. Skeiðarvogur 1-11 (01.437.201) 105385 Mál nr. BN051231

Rut Eiðsdóttir, Skeiðarvogur 9, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að lækka jarðveg framan við eldhús í kjallara og gera hurð út í garð við hús nr. 9 á lóð nr. 1-11 við Skeiðarvog.

Jákvætt.

Jákvætt að uppfyltum skilyrðum. Sækja þarf um byggingarleyfi. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:15

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson

Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack

Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir