Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 151

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 1. júní kl. 9:09, var haldinn 151. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Eva Indriðadóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari er Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Betri Reykjavík, ræktun skjólbeltis við Grensásveg (USK2015120050) Mál nr. US160005

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „ræktun skjólbeltis við Grensásveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Betri Reykjavík, rólur fyrir ung börn (USK2015070052) Mál nr. US150175

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „rólur fyrir ung börn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efsta hugmyndin í málaflokknum Umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Betri Reykjavík, trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni Mál nr. US150243

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Betri Reykjavík, ætigarður í Reykjavík (USK2015090013) Mál nr. US150189

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „ætigarður í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Betri Reykjavík, fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti(USK2016030033) Mál nr. US160069

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Betri Reykjavík, hundagerði á Klambratún (USK2015090014) Mál nr. US150190

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hundagerði á Klambratún" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Betri Reykjavík, að gróðursetja tré við Austurberg í Breiðholti, minni mengun (USK2016020029) Mál nr. US160048

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „að gróðursetja tré við Austurberg í Breiðholti, minni mengun" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða, dags. 18. maí 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

8. Elliðaárvogur, landfylling Mál nr. US150097

Lögð fram til kynningar frummatsskýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. apríl 2016, vegna landfyllingar í Elliðaárvogi. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 4. maí 2016 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 24. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 24. maí 2016, samþykkt.

Umhverfis- og skipulagsráð bókar: „Í frummatsskýrslu um landfyllingu í Elliðaárvogi kemur fram að umhverfisáhrif vegna framkvæmdarinnar eru að mestu leyti metin óveruleg eða jafnvel jákvæð. Eina undantekningin er áhrif á laxfiska og þá fyrst og fremst hugsanleg skerðing á mikilvægu búsvæði seiða og farlaxa á ósasvæði Elliðaánna. Líklegt er að búsvæðaskerðingin muni hafa neikvæð áhrif á laxastofn Elliðaánna en óvissa ríkir um hvernig og hversu mikið. Þá ríkir einnig óvissa um umhverfisáhrif þess að starfsemi Björgun ehf hættir, en þau gætu mögulega verið jákvæð og þar með vegið á móti neikvæðum áhrifum af landfyllingu. Í ljósi varúðarreglunnar, sem er meginregla í nýjum náttúruverndarlögum (9. grein, lög nr. 60, 2013), telur umhverfis- og skipulagsráð það afar mikilvægt að eyða óvissu með bættum upplýsingum og rannsóknum. Þær þurfa meðal annars að snúast um lykilbúsvæði laxfiska í Elliðaárvogi, þolmörk laxastofnsins fyrir raski á farleið og um áhrif starfsemi Björgunar ehf. á laxinn og afleiðingar þess að sú starfsemi víkur.  Áætluð íbúabyggð við Elliðaárvog er lykilhlekkur í þéttingu byggðar í borginni en ef nánari athugun á lífríki svæðisins leiðir í ljós að áhrif á laxafiska geti orðið veruleg, er mikilvægt að framkvæmdin verði endurskoðuð , til að mynda með minni landfyllingum, tilfærslu á byggingarmagni innan skipulagsreitsins sem og skilmálum um mótvægisaðgerðir í skipulagi. Fyrirhuguð uppbygging er mikilvæg en velferð laxastofnsins í Elliðaánum til framtíðar skiptir einnig mjög miklu máli. Að mati umhverfis- og skipulagsráðs er brýnt að allt sem gert er byggi á bestu vitneskju um áhrif á umhverfið“.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Gelgjutangi, landfylling Mál nr. US160159

Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 26, maí 2016, vegna landfyllingar í Gelgjutanga.

Kynnt.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Þjóðleið um Svínaskarð, bann við umferð Mál nr. US160155

Landssamband hestamannafélaga, Engjavegi 6, 104 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. maí 2016, þar sem erindi Halldórs H. Halldórssonar formanns samgöngunefndar Landsambands hestamannafélaga, dags. 28. apríl 2016, um að sett verði bann við umferð vélknúinna ökutækja um Svínaskarð, rétt austan við skála skátafélagsins Kópa Reykjavíkur megin og ofan við sumarbústaðabyggð með Svínadalsá Kjósahreppsmeginn, er sent umverfis og skipulagsráði til afgreiðslu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðal-  og svæðisskipulags, dags. 30. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðal-  og svæðisskipulags, dags. 30. maí 2016, samþykkt.

(A) Skipulagsmál

11. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  27. maí 2016. 

12. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík  og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016.

Kynnt.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir arkitekt, Halldóra Bragadóttir arkitekt og Birkir Einarsson landslagsarkitekt og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Úlfarsárdalur, lýsing (02.6) Mál nr. SN160431

Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð og tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN160335

Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Ottó ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir nýjir byggingarreitir á lóð ásamt byggingarreitur fyrir smáhýsi. Innan byggingarreits fyrir smáhýsi er heimilt að reisa palla og smáhýsi allt að 2.2 metrum að hæð. Einnig er gert er ráð fyrir 6 íbúðum á lóð, en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum á lóð. Jafnframt verða byggingar á lóð nr. 1 við Veghúsastíg fjarlægðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 23. maí 2016. 

Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 877 frá  31. maí 2016. 

(C) Fyrirspurnir

16. Grófin, Vesturgata 2 og Hafnarstræti 1-3, (fsp) uppbygging (01.118) Mál nr. SN160117

Haraldur Örn Jónsson, Túngata 16, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Haralds Arnar Jónssonar, mótt. 12. febrúar 2016, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.0, Grófarreits, vegna lóðanna nr. 2 við Vesturgötu og 1-3 við Hafnarstræti sem felst í stækkun lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu til suðvesturs, hækkun á mæni hússins og breyta þakhalla ásamt því að gera kvisti til norðurs. Opna upprunalegt "port " gegnum bryggjuhúsið, grafa út kjallara undir öllu húsinu, hækka millibyggingu milli bryggjuhúss og Bryde pakkhúss og setja þar lyftu, byggja kjallara undir þeim hluta lóðanna sem ekki standa hús á o.fl. samkvæmt uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 25. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 28. apríl 2016 og umsögn Borgarsögusafns, dags. 20. maí 2016 ásamt greinargerð um fornleifar, dags. s.d.

Kynnt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

17. Nökkvavogur 28, málskot (01.441.2) Mál nr. SN160321

Karol Bujnowski, Nökkvavogur 28, 104 Reykjavík

Sævar Þór Ólafsson, Sæviðarsund 100, 104 Reykjavík

Lagt fram málskot Sævars Þórs Ólafssonar f.h. Karol Bujnowski, mótt. 25. apríl 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 28 við Nökkvavog upp við lóðarmörk og bílskúr lóðarinnar nr. 30 við Nökkvavog.

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Fegrunarnefnd 2016, skipan fulltrúa/tilnefningar 2015 Mál nr. SN160379

Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2016. 

Frestað.

20. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160158

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað. Mikið er um að hjólreiðamenn noti gangstéttirnar og valda oft gangandi vegfarendum ugg með of hröðum hraða eða einfaldlega því að óöryggi skapast þar sem ekki er á hreinu hvoru megin gangstéttar hinn hjólandi á að fara. Við þróun og uppbyggingu mismunandi samgönguþátta verður að passa að það sé pláss fyrir alla og allir geta verið öryggir. Það er eðlilegt að borgin gangi fram fyrir skjöldu og geri sitt til að þarfir mismunandi samgönguhátta gangi sem best á meðan borgin er að koma sér upp endanlegu samgöngukerfi þar sem allir hafa sitt pláss." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2016.

21. Aðgengismál í Reykjavík, stýrihópur Mál nr. US160160

Lögð fram eftirfarandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata frá fundi borgarstjórnar 1. mars 2016: "Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík. Í hópnum sitji fulltrúar úr mannréttindaráði, umhverfis- og skipulagsráði og ferlinefnd fatlaðs fólks en með hópnum vinni starfsfólk frá mannréttindaskrifstofu, umhverfis- og skipulagssviði og velferðarsviði. Starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. desember 2016". 

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarsson og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur í stýrihóp sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík.

22. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra Mál nr. US130221

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: "Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum."

Ofangreindur dagskrárliður fra fundi ráðsins 25. maí 2016 er hér með dreginn til baka.

23. Ægisíða 123, kæra 49/2016 (01.532) Mál nr. SN160420

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. maí 2016 ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á að veita Borðinu ehf. veitingaleyfi í flokki 2.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

24. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 28. apríl 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 Kirkjusand.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Eva Indriðadóttir

Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 31. maí kl. 10:09 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 877. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Bakkastaðir 45 (02.421.103) 178891 Mál nr. BN050852

Ingólfur Geir Gissurarson, Vesturhús 18, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt sléttum plötum á lóð nr. 45 við Bakkastaði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.

Stærð:  269,3 ferm., 784 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN051160

Mósi ehf., Bankastræti 11, 101 Reykjavík

Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Klettagörðum 6, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum innréttingum sbr. erindi BN050875 vegna lokaúttektar í verslun á 1. hæð og kjallara á lóð nr. 11 við Bankastræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN051131

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta annarrar hæðar úr skrifstofurými í gististað í notkunarflokki 4, sömuleiðis setustofu á 1. hæð og bæta við flóttaleið og hringstiga á milli 1. og 2. hæðar í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23.5. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 60 (01.197.001) 102689 Mál nr. BN051144

Margrét Sveinsdóttir, Bergstaðastræti 60, 101 Reykjavík

Anton Helgi Jónsson, Bergstaðastræti 60, 101 Reykjavík

Gunnix ehf., Ránargötu 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta upp einu herbergi í tvö í húsi á lóð nr. 60 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN051086

Embla Sól Þórólfsdóttir, Bergþórugata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga svefnherbergjum, gera björgunarop á snyrtingu og koma fyrir fellistiga í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.

Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brekkugerði 4 (01.804.404) 107752 Mál nr. BN051147

Hjalti Gylfason, Brekkugerði 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049668 þannig að hætt er við að stækka húsið  koma fyrir geymslukjallara mhl. 01 í 0002 sem var undir verönd á húsinu á lóð nr. 4 við Brekkugerði. 

Minnkun frá áður samþykktu erindi er: 36,3 ferm., 98,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bræðraborgarstígur 23 (01.137.003) 100635 Mál nr. BN050542

Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg.

Stærðir:  Nýbygging og eldri-, ferm. og rúmm. sbr. skráningartafla, xxx.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 1 dags. janúar 2016.

8. Dragháls 28-30/F..... (04.304.301) 111020 Mál nr. BN050847

SG Fjárfestar ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga og samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að eignir 0101 og 0102 sameinast, eign 0202 stækkar á kostnað 0201, 0301 verður ný eign, sem og annarra breytinga innanhúss í atvinnuhúsi á lóð nr. 27-29 við Fossháls/nr. 28-30 við Dragháls.

Meðfylgjandi er bréf Matvælastofnunar dags. 20.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN049488

Scanver ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Scanhús ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og lagfæringum á innra skipulagi vegna brunavarna í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Samþykki meðeigenda ódagsett, bréf frá hönnuði dags. 8. júní 2015 og bréf frá eiganda dags. 6. júlí 2015 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN051154

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Tvíhorf sf., Grandagarði 5, 101 Reykjavík

Norðurfari ehf., Krossalind 23, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi límtréshúsi og byggja við það stálgrindarhús til að koma fyrir hjólbarðaverkstæði og koma fyrir millilofti í suðvesturhorni sem nota á undir skrifstofur hússins á lóð nr. 2 til 4 við Eirhöfða.

Stækkun við byggingu mhl. 01:   1.160,0 ferm., 6.615,6 rúmm. Olískilja mhl. xx ferm. xx rúmm. Sandgildra mhl. xx ferm., xx rúmm. Og olíusorageymsla mhl. xx ferm. xx rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fálkagata 10 (01.553.122) 106542 Mál nr. BN051124

Guðlaugur H Jakobsson, Flétturimi 26, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN025890,  og gerð grein fyrir geymslu ofan á bílskúr á lóð nr. 10 við Fálkagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2016.

Stækkun vegna geymslu er:  XX ferm. og XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2016.

12. Fálkagata 34 (01.553.018) 106532 Mál nr. BN051058

Gunnlaugur Magnús Einarsson, Norðurás 2, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum innanhúss á íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 34 við Fálkagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050783

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4. áfanga, mhl. 01, íbúðir á öllum efri hæðum, niðurgrafinn bílakjallara og geymslur, verslanir og veitingahús á 1. hæð, sem tengist 1. og 2. áfanga, fjölbýlishús á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Stærðir: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN049533

Flotgólf ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr 13 í 14, íbúð 0105 skiftist í tvær, og til að breyta innra skipulagi í kjallara í fjölbýlishúsi, sjá erindi BN046459, á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Garðsendi 13 (01.824.306) 108418 Mál nr. BN050974

Alexander Dungal, Garðsendi 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja utanáliggjandi stigahús á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Garðsenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.  Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 25. maí 2016.

16. Grandagarður 13 (01.115.207) 100054 Mál nr. BN051130

Iceland Medical ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og þjónustuhúsnæði á 1. og 2. hæð og koma skilti utan á húsið á lóð nr. 13 við Grandagarð.

Ógilt samþykki fylgir með. Vottað samþykki fylgir erindinu. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

17. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN051059

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar byggðri spennistöð og leyfi til að skipta henni upp í tvö rými og koma fyrir töfluherbergi með dreifitöflu fyrir HB Granda í hinu nýja afmarkaða í rými spennistöð á lóð nr. 20, mhl. 12,  við Grandagarð.

Stærð:45,4 ferm., 197,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Grettisgata 41 (01.173.124) 101541 Mál nr. BN050435

Gunnar Sigvaldi Hilmarsson, Grettisgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og endurbyggja og til að  byggja staðsteypta viðbyggingu aftan við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Stækkun:  137,7 ferm., 296,6 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  190,1 ferm., 565 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Nýjum uppdráttum vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-95) 108676 Mál nr. BN051056

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bráðabirgðaskrifstofuhúsnæði úr 18 færanlegum forframleiddum einingum úr stáli og steinull á steyptum undirstöðum við austurhlið Landspílans/Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.

Meðfylgjandi er tölvupóstur frá mælingadeild dags. 20.5. 2016.

Stærðir: xx ferm og xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Hlíðarendi 14A Mál nr. BN051068

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Gagnaveita Reykjavíkur ehf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta dreifistöð rafmagns á einni hæð á lóð nr. 14A við Hlíðarenda.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 4.5. 2016.

Stærðir: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hrísateigur 47 (01.346.015) 104068 Mál nr. BN050987

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum , bæta við sturtu og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 10 gesti á 2. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 47 við Hrísateig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016, samþykki eiganda 0102 dags. 19. maí 2016 og minnisblað um brunavarnir dags. 23. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 26 (01.171.101) 101367 Mál nr. BN051064

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á föstum og lausum innréttingum  í hóteli, sjá erindi BN048855,  á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN051061

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi herbergja og til að koma fyrir þakgluggum á norðurhlið, sjá erindi BN046189 á 1. - 4. hæð í 112 herbergja hóteli á Hljómalindareit á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

24. Ingólfsstræti 4 (01.170.306) 101343 Mál nr. BN051159

Piotr Krzysztof Brzezinski, Fellsmúli 2, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum (reyndarteikningar) á 1. hæð húss á lóð nr. 4 við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Klapparstígur 26 (01.171.106) 101372 Mál nr. BN050952

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049732, sem felst í að hæð kjallaraplötu hefur hækkað úr kóta 18.53 í 19.00 í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg.

Stækkun 118 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Klettagarðar 12 (01.320.301) 188311 Mál nr. BN050975

Klettagarðar 12 ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka skrifstofurými, breyta stálgeymslu í bifreiðaverkstæði, varahlutalager, smurstöð og þvottastöð í húsinu á lóð nr. 12 við Klettagarða 

Mhl. 01;  115,4 ferm., 426,1 rúmm.

Olíuskilja mhl. 02;  1,1 ferm., 6,7 rúmm. 

Sandgildra mhl. 03;  3,1 ferm., 12,2 rúmm.

Olíusorageymir mhl. 04;  2,0 ferm., 6,5 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Köllunarklettsvegur 10 (01.329.101) 199098 Mál nr. BN051148

Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýrri útidyrahurð á jarðhæð og breyta herbergjaskipan á 2. Hæð skrifstofuhluta byggingarinnar í suðurenda hús á lóð nr. 10 við Köllunarklettsvegi . 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Köllunarklettsvegur 2 (01.329.701) 180643 Mál nr. BN051030

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. G í samkomusal á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Köllunarklettsveg . 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.

29. Lambhagavegur 19 (02.683.401) 208852 Mál nr. BN051044

Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús úr stáli og gleri með millipalli sem verður geymsla  á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.

Tölvupóstur dags. 3. maí 2016 fylgir

Stærð:  1.937,7 ferm., 10.670,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN051145

Einar Tryggvi Ingimundarson, Hraunbær 166, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í rými 0102 við innréttingu hársnyrtistofu í húsi á lóð nr. 21-23 við Langarima. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

31. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051000

Eva Huld Friðriksdóttir, Bergþórugata 6b, 101 Reykjavík

Veronika ehf., Pósthólf 5366, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 40 gesti í íbúð á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016 og minnisblað um brunavarnir dags. 23. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN051174

Basalt ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík

Klapp bar ehf., Melhaga 10, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta byggingarlýsingu, sjá erindi BN050871, í veitingastað í flokki III, með takmörkunum á jarðhæð Klapparstígs 33  á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.

Erindi fylgir uppfærð skýrsla frá Eflu um hljóðvist dags. í maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Laugavegur  19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN051164

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sem felast í breyttum stiga milli palla á 1. hæð og koma fyrir skiltum úti á suður- og norðurhlið húss á lóð nr.  19 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Laugavegur 10 (01.171.305) 101405 Mál nr. BN051134

Laugavegur 10 ehf., Sóleyjarima 55, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta tvo veitingastaði, annan í flokki I sem verður staðsettur í mhl. 01 og hinn í flokki II í mhl. 02, komið verður fyrir meðtöku afgreiðslu í mhl. 03, gengið frá Bergstaðastræti, einnig er sótt um að koma fyrir nýjum tröppum með palli upp að nýjum inngangi á suðurhlið á 2. hæð  á mhl. 01 og stækka kvist á suðurhlið, koma fyrir þakgluggum og rífa niður mhl. ?? á lóð nr. 10 við Laugaveg. 

Niðurrif : mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Stækkun hús:  mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN051163

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og utan á 1. hæð, hurð í starfsmannarými er færð og inngangur afmarkaður, stigi milli palla er fjarlægður, komið er fyrir skilti utanhúss á norður- og suðurhlið húss á lóð nr. 17 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN051140

L&E ehf., Gljúfraseli 11, 109 Reykjavík

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta  veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN051054

Calvi ehf, Laugavegi 85, 101 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að innrétta útiveitingasvæði framan við veitingastað í flokki II á lóð nr. 85 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN050897

M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki II fyrir 95 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN050563 dregið til baka.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015 kaupsamningur dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

39. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN051135

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að brjóta ca 2,5/3 metra gat í suðurhlið 1. hæðar og til að gera göt í burðarplötur efri hæða til að flytja efni frá efri hæðum niður á 1. hæð til að flytja efni til förgunar frá húsi á lóð nr. 12 við Lækjargötu vegna byggingarleyfis BN050042.

Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 17.5. 2016 og annað dags. 30.5. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ganga strax frá lokun á húshlið vegna ásýndar og öryggis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN051132

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bar og eldhús í kjallara, tvær verslanir á 1. hæð, veitingastað í flokki II á 2. hæð og starfsmannaaðstöðu og skrifstofu 3. hæð, fjarlægja rúllustiga, byggja nýja stiga og lyftu frá kjallara upp á 3. hæð í húsi á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Njálsgata 1 (01.182.138) 101851 Mál nr. BN050864

Segðu minna gerðu meira ehf., Laufbrekku 30, 200 Kópavogur

Rúnar Páll Gígja, Laufbrekka 30, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð og heilsubúð í kjallara húss á lóð nr. 1 við Njálsgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

42. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN050561

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri með útveggi úr gleri og þak pappaklætt og einangrað við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2016.

Stækkun: 88,3 ferm,. 459,2 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

43. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, bréfs acta lögmannsstofu dags. 18. maí 2015 og greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2016.

Stærð:  1. hæð 59 ferm., 2. hæð 99,1 ferm., 3. hæð 99,2 ferm., 4. hæð 71,7 ferm

Samtals 329 ferm., 1.127,5 rúmm.

B-rými  54,7 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Reykjafold 4 (02.870.602) 110295 Mál nr. BN050962

Hjálmar Vilhjálmsson, Reykjafold 4, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu innan byggingarreits við einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Reykjafold.

Stækkun: 10,9 ferm., 35,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN051001

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka sal á 4. hæð, bæta við lyftu frá kjallara uppá 4. hæð, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða frá þaki og klæða hluta vesturhliðar hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2016.

Stækkun:  212,8 ferm., 1.273,5 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  19.491,5 ferm., 73.678,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Sjafnarbrunnur 2 (05.053.702) 206140 Mál nr. BN051016

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt 9 íbúða fjölbýlishús auk kjallara sem er bílageymsla fyrir 9 bíla á lóð nr. 2 við Sjafnarbrunn. 

Orkurammi dags. 25. apríl 2016 fylgir. 

Stærðir A rými : 1687,1 ferm., 5194,0 rúmm. B rými: 139,8 ferm., 83,2 rúmm. Samtals 1.826,9 ferm., 5.277,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Skipasund 42 (01.357.319) 104466 Mál nr. BN050101

Ragnar Magnússon, Skipasund 42, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja, breyta og hækka rishæð, innrétta þar íbúð og stækka kvisti, sbr. fyrirspurn BN048183, á húsi á lóð nr. 42 við Skipasund.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. október 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2015.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. september 2015.

Stækkun: 87,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð og gera svalir á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi var grenndarkynnt frá 6. apríl til og með 4. maí. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:  Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir f.h. eigenda og íbúa húseignarinnar að Njálsgötu 2,  dags. 18. apríl 2016

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015. Einnig er lögð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. maí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49. Sléttuvegur 9 (00.000.000) 107574 Mál nr. BN051149

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta ónotuðu geymslurými á 1. hæð í íbúð og breyta  rýmisnúmeri geymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Sléttuveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN051125

Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík

Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík

Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, og samþykkt erindi BN045784 á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.

Erindi fylgir samkomulag eigenda dags. 7. mars 2013

Stækkun húss:  8,96 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN051185

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þinglýstri kvöð þannig að mhl. 02, bílgeymsla verði undanþegin óskiptu eignarhaldi húsanna Hverfisgata 26, 28, og 30 og Smiðjustígs 4.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN051063

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum, opnað verður í tengigang í kjallara að Laugavegi 17, herbergjum fyrir hreyfihamlaða fækkar í þessum áfanga og herbergi verða alls 4 í 1. áfanga 112 herbergja hótels, sjá erindi BN046564, á lóð nr. 41 við Smiðjustíg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

53. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN051023

Sóltún 1 ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina baðherbergi og þvottahús í sumum íbúðum, sjá erindi BN048881, í Mánatúni 19-21 sem er fjölbýlishús, mhl. 03 á lóð nr. 1 við Sóltún.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Sólvallagata 14 (01.160.210) 101158 Mál nr. BN051013

Andri Már Ingólfsson, Sviss, Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir hússins, byggja tvo kvisti, nýtt anddyri, útitröppur og svalir á vesturhlið, byggja geymslu á baklóð, breyta innra skipulagi og innrétta einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. apríl 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Stækkun:  23,6 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN050626

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka vörulyftu milli hæða og láta hana þjóna kjallara einnig, setja hringstiga milli 1. hæðar og kjallara í húsnæði Bakarameistarans, endurinnrétta geymslu- og starfsmannaaðstöðu í suðurhluta hússins/kjallara, endurinnrétta skrifstofur í norðurhluta 2. hæðar og setja svalir á verslanakjarnann Suðurver á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. 

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016. Erindi var grenndarkynnt frá 12. apríl til og með 10. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Mörkin lögmannsstofa hf. Ragnar  Halldór Hall, hlr. f.h. íbúa að Stigahlíð 43, dags. 9. maí 2016.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2016.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. feb. 2016, samþykki Hárgreiðslustofu Sólveigar og Bakarameistarans fylgir. Málið var grenndarkynnt frá 12.4. 2016 - 10.5. 2016, ein athugasemd barst frá eigendum húss á lóð nr. 43 við Stigahlíð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

56. Stórhöfði 17 (04.081.801) 110689 Mál nr. BN051155

Kaffitár ehf., Stapabraut 7, 260 Njarðvík

Sótt er um leyfi til að breyta rými 0302 sem áður var bankaútibú í Kaffihús með bakaríssölu í fl I og 30 gesti í húsinu á lóð nr. 17 við Stórhöfða.

Bréf frá hönnuði dags. 24. Maí 2016 og tölvupóstur frá hönnuði dags. 26. maí 2016

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Sturlugata 8 (01.633.501) 189552 Mál nr. BN051133

Íslensk erfðagreining ehf., Sturlugötu 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir í mhl. 02 neðri hæð bílastæðahúss, kaldri geymslu og hlöðnu, einangruðu töflurými fyrir tvo rafala sem verða girtir af með málmneti sem  er 250 cm og að fækka bílastæðum um 7 frá áður samþykktum bílastæðum, en þau voru í byrjun fleiri en skipulagið kveður á í bílahúsinu á lóð nr. 8 við Sturlugötu .

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN050819

Goshóll ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi 4. 5. og 6. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr nr. 4-4A við Suðurlandsbraut. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skoðist á staðnum.

59. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN051109

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að færa auglýsingaskilti aðeins norðar við Vesturgötuna á lóð nr. 2 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 26.5. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN049765

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa tvær kennslustofur nr. K-107-F og K108-F og tengja þær við kennslustofur K97-E og K98-E  koma fyrir stálgám S-14-18 við H2 á byggingareit fyrir færanlegar kennslustofur innan lóðar nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Stærð kennslustofa er: K 107-F og K 108-F samtals  160,07 ferm., 552,0 rúmm.Stálgámar S-14 -18 stærð: 75,9 ferm., 285,5 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

61. Úthlíð 7 (01.270.110) 103572 Mál nr. BN050668

Ragnar Örn Steinarsson, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sólrún W Kamban, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja gamalt leyfi sem samþykkt var 13. júlí 1995 þar sem farið var í að byggja tvöfaldan bílskúr úr steinsteypu og  hætt var að byggja austur helming skúrsins og nú er farið fram á að halda áfram með verkið og byggja ofan á plötu sem er til staðar á lóð nr. 7 við Úthlíð. Stækkun bílageymslu 0102: 29,8 ferm., 80,1 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 111/2014.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. maí 2016 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 25. apríl til og með 23. maí 2016. Engar athugasemdir bárust.

Erindi fylgir samþykki sumra lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 1. mars 2016 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

62. Vatnsstígur 11 (01.152.416) 101061 Mál nr. BN050965

X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m.a. verður morgunverðarsalur fjarlægður, starfsmannaðstöðu breytt, útistiga í garði breytt og herbergjum fjölgað í 26 fyrir allt að 70 gesti í gististað í flokki II, teg. B á lóð nr. 11 við Vatnsstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

63. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN051166

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.

Vegamótastígur 7, A-rými:  1.044,9 ferm., 3.542,2 rúmm.

B-rými:  11,5 ferm.,

C-rými:  40,6 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN051165

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki V, teg. a, 39 herbergi fyrir 78 gesti með bilgeymslu í kjallara fyrir sex bíla á lóð nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.

Vegamótastígur 9, A-rými:  900,7 ferm., 3.174,9 rúmm.

B-rými:  31,5 ferm.,

C-rými:  48,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Vesturgata 12 (01.132.109) 100217 Mál nr. BN051158

Þel ehf., Lækjarbotnalandi 53, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, lífrænan skyndibitastað til meðtöku á 1. hæð í húsi á lóð nr. 12 við Vesturgötu.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN050273

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð og til að byggja svalir á 1. hæð og í risi á norðurhlið húss á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 18. apríl til og með 16. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Páll Rafnar Þorsteinsson, dags. 16. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn  skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

67. Hlíðarendi 12 (01.628.803) 220838 Mál nr. BN051181

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12,   Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016. 

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.

Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu.                                                                                               Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður  50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m².            Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m².        Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður  25061 m².    Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²             

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

68. Hlíðarendi 14 (01.628.802) 201420 Mál nr. BN051182

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12,   Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016. 

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.

Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu.                                                                                               Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður  50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m².            Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m².        Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður  25061 m².    Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²              

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

69. Hlíðarendi 14A Mál nr. BN051183

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12,   Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016. 

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.

Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu.                                                                                               Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður  50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m².            Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m².        Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður  25061 m².    Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²              

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

70. Hlíðarendi 6-10 Mál nr. BN051179

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12,   Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016. 

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.

Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu.                                                                                               Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður  50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m².           Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m².       Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður  25061 m².    Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²              

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

71. Hlíðarendi 6A Mál nr. BN051180

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.628.8 vegna lóðanna Hlíðarendi 6-10, Hlíðarendi 6A, Hlíðarendi 12,   Hlíðarendi 14 og Hlíðaendi 14A, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 30. 05. 2016. 

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 03. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.

Sjá "Breytingablað 1.629.8 og 1.628.8" samþykkt af byggingarfulltrúa 19. 01. 2016, ath. nú stækkar lóðin Hlíðarendi 14A um 9 m² eða í 44 m² og lóðin Hlíðarendi 14 minnkar um 9 m² og verður 25061 m² frá því sem var á Breytingablaðinu.                                                                                               Lóðin Hlíðarendi 6-10 (staðgr. 1.628.801, landnr. 106642), verður  50162 m². Lóðin Hlíðarendi 6A (staðgr. 1.628.804, landnr. 223917), verður 35 m².            Lóðin Hlíðarendi 12 (staðgr. 1.628.803, landnr. 220838), verður 3520 m².        Lóðin Hlíðarendi 14 (staðgr. 1.628.802, landnr. 201420), verður  25061 m².    Lóðin Hlíðarendi 14A (staðgr. 1.628.805, landnr. 223918 ), verður 44 m²              

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

72. Krókháls 18 Mál nr. BN051177

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti  af smádreifistöð við Krókháls, fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar  nefndum "Séruppdráttur 4.142.7" dagsettum 14. 06. 2006, auk þess er óskað eftir landnúmeri og götunúmeri (húsnúmeri) á lóðina.

Byggingarfulltrúi tölusetur lóðina nr. 18. við Krókháls.

Sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 7. júní 2006.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

73. Langholtsvegur 33 (01.357.008) 104397 Mál nr. BN051172

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti með  staðgr. 1.357.0 vegna lóðarinnar  Langholtsvegur 33 (staðgr. 1.357.008, landnr. 104397), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettum 26.05.2016. Nú hnitsetur landuppýsingadeld lóðin eftir rannsóknar-vinnu og uppfærir sbr. deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði 07.09.2005, samþykkt í borgarráði 10.11.2005 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 08.02.2006. Stærð lóðarinnar er óbreitt 540 m2. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

Fyrirspurnir

74. Njálsgata 87 (01.191.015) 102473 Mál nr. BN050966

Friðarhús SHA ehf, Njálsgötu 87, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslun í skjala- og bókasafn á jarðhæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 87 við Njálsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2016.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2016.

75. Rauðalækur 61 (01.342.105) 103976 Mál nr. BN051167

Daníel Scheving, Bugðulækur 15, 105 Reykjavík

Spurt er hvort  breyta megi innveggjum og lögnum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 61 við Rauðalæk.

Afgreitt.

Samanber leiðbeiningar á  fyrirspurnarblaði.

76. Seljabraut 62-84 (04.970.701) 113163 Mál nr. BN051153

Bin Liu, Seljabraut 68, 109 Reykjavík

Spurt er hvort gera megi íbúð í kjallara raðhúss nr. 68 á lóð nr. 62-70 við Seljabraut.

Nei.

Ekki má gera íbúð í kjallara.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:29

Nikulás Úlfar Másson

Björgvin Rafn Sigurðarson Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir