Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 150

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 25. maí kl. 9:05, var haldinn 150. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson, Helena Stefánsdóttir og Sigríður Jónína Jónsdóttir. 

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð

Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  20. maí 2016.

Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 9:13.

2. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, framtíðarsýn (05.1) Mál nr. SN150743

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Háaleiti-Bústaða hverfi 5.1.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, framtíðarsýn (05.2) Mál nr. SN150744

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Háaleiti-Bústaða hverfi 5.2.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, framtíðarsýn (05.3) Mál nr. SN150745

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Háaleiti-Bústaða hverfi 5.3.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, framtíðarsýn Mál nr. SN150746

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Háaleiti-Bústaða hverfi 5.4.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, framtíðarsýn (07.1) Mál nr. SN150143

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Árbæjar hverfi 7.1.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, framtíðarsýn (07.2) Mál nr. SN150144

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Árbæjar hverfi 7.2.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, framtíðarsýn (07.3) Mál nr. SN150145

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Árbæjar hverfi 7.3.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Hverfisskipulag, Árbær 7.4 Norðlingaholt, framtíðarsýn (07.4) Mál nr. SN150146

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Árbæjar hverfi 7.4.

Kynnt.

Ævar Harðarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN160076

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. maí 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í afmörkuðum breytingum um stýringu starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni. Breytingartillögur lúta annars vegna að götusvæði nr. 11, suðurhlið Hverfisgötu (nr. 4-62) og hinsvegar götusvæði nr. 14, Laugavegur v/Hlemm, milli Snorrabrautar og Rauðarárstíg.

Samþykkt að auglýsa tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til Borgarráðs

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN150467

Jón Valgeir Björnsson, Brávallagata 4, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda auk lóða Fjörugranda og sléttar tölur Boðagranda. Í breytingunni felst niðurrif núverandi iðnaðarhúsnæðis og uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóð Keilugranda 1, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 19. maí 2016. Einnig er lagður fram skýringar- og skuggavarpsuppdr., dags. 19. maí 2016, snið, dags. 19. maí 2016 og greinargerð og skilmálar, dags. 19 maí 2016. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar um hljóðvist, dags. 6. maí 2016 og húsaskrá og vaðveislumat Borgarsögusafns Íslands, dags. 19. maí 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi (01.63) Mál nr. SN160136

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. Breytingin felur í sér breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 6. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 12. maí 2016. Jafnframt eru lögð fram minnisblöð verkfræðistofunnar Eflu um umferðarhávaða, dags. 28. apríl 2016, um rafbílahleðslu, dags. 5. maí 2016 og um yfirferð og rýni á umferð vegna breytinga á deiliskipulagi, dags. 13. maí 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. sbr. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs. 

Páll Gunnlaugsson fulltrúi ASK arkitekta og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

13. Sorpa bs., fundargerð Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 361 frá  20. maí 2016.

14. Gamla höfn og Grandi, kynning Mál nr. US160153

kynning á útliti og merkingum við Gömlu höfnina og Granda.

Kynnt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri og Birgir Guðmundsson frá Miðborginni okkar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020, kynning Mál nr. US150180

Kynning á stöðu og framvindu hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2015-2020.

Kynnt.

Kristinn Jón Eysteinsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Strætó bs., mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík (USK2016050029) Mál nr. US160147

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Lagt fram minnisblað Strætó bs., dags. 17. maí 2016, varðandi mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. maí 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 23. maí 2016, samþykkt.

17. Málþing um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, kynning Mál nr. US160152

Kynning á dagskrá málþings á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem haldið verður föstudaginn 27. maí 2016 að Tryggvagötu 17, Listasafni Reykjavíkur.

Kynnt.

18. Reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, tillaga (USK2016050024) Mál nr. US160149

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. maí 2016, ásamt tillögu, dags. 17. maí 2016, að endurskoðuðum reglum um úthlutun sérmerktra bílastæða fyrir hreyfihamlaða.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs

19. Tjarnargata 33, Tjarnarborg, bílastæði (USK2016050022) Mál nr. US160148

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. maí 2016, þar sem lagt er til að afmörkuð verði 2 skammtímastæði við Tjarnarborg fyrir foreldra barna í skólanum samkvæmt meðfylgjandi mynd. Stæðin verði merkt skólanum frá kl. 7.30 til 10.00 og aftur frá kl. 15.30 til 17.00.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

20. Bústaðavegur við Eyrarland, forgangsreins fyrir strætó (USK2016050034) Mál nr. US160156

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. maí 2016, þar sem lagt er til að gerð verði forgangsrein fyrir strætó frá útskoti að sunnan við Bústaðaveg, vestan Grensásvegar, að Eyrarlandi. Samhliða verði umferðarljósum breytt þannig að strætó fái forgang við að beygja til vinstri norður Grensásveg.

Samþykkt.

21. Þjóðleið um Svínaskarð, bann við umferð Mál nr. US160155

Landssamband hestamannafélaga, Engjavegi 6, 104 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. maí 2016, þar sem erindi Halldórs H. Halldórssonar formanns samgöngunefndar Landsambands hestamannafélaga, dags. 28. apríl 2016, um að sett verði bann við umferð vélknúinna ökutækja um Svínaskarð, rétt austan við skála skátafélagsins Kópa Reykjavíkur megin og ofan við sumarbústaðabyggð með Svínadalsá Kjósahreppsmeginn, er sent umverfis og skipulagsráði til afgreiðslu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

(B) Byggingarmál

22. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 876 frá  24. maí 2016. 

23. Öldugata 2, Skipta upp í þrjár íbúðir, svalir o.fl. (01.136.311) Mál nr. BN050273

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2016 þar sem sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta þrjár íbúðir og byggja svalir á 1. hæð og í risi á norðurhlið húss á lóð nr. 2 við Öldugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 18. apríl til og með 16. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Páll Rafnar Þorsteinsson, dags. 16. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2016. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015. Gjald kr. 9.823.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2016. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Skólavörðustígur 21A, Veitingahús og íbúðir (01.182.245) Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. mars 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð og gera svalir á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 6. apríl til og með 4. maí. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir f.h. eigenda og íbúa húseignarinnar að Njálsgötu 2, dags. 18. apríl 2016. Einnig er lögð umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. maí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2016.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015. Gjald kr. 9.823.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Stigahlíð 45-47, Stækka lyftu, hringstigi o.fl. (01.712.101) Mál nr. BN050626

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. mars 2016 þar sem sótt er um leyfi til að stækka vörulyftu milli hæða og láta hana þjóna kjallara einnig, setja hringstiga milli 1. hæðar og kjallara í húsnæði Bakarameistarans, endurinnrétta geymslu- og starfsmannaaðstöðu í suðurhluta hússins/kjallara, endurinnrétta skrifstofur í norðurhluta 2. hæðar og setja svalir á verslanakjarnann Suðurver á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016. Erindi var grenndarkynnt frá 12. apríl til og með 10. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir. Mörkin lögmannsstofa hf. Ragnar Halldór Hall, hlr. f.h. íbúa að Stigahlíð 43, dags. 9. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2016.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. feb. 2016 og samþykki eins eiganda af þrem. Gjald kr. 10.100.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Tryggvagata 14, kynning (01.132.103) Mál nr. BN051143

Kynning á tillögu Glámu Kím, dags. 15. mars 2016, að uppbyggingu á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Kynnt.

(D) Ýmis mál

27. Nökkvavogur 28, málskot (01.441.2) Mál nr. SN160321

Karol Bujnowski, Nökkvavogur 28, 104 Reykjavík

Sævar Þór Ólafsson, Sæviðarsund 100, 104 Reykjavík

Lagt fram málskot Sævars Þórs Ólafssonar f.h. Karol Bujnowski, mótt. 25. apríl 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 28 við Nökkvavog upp við lóðarmörk og bílskúr lóðarinnar nr. 30 við Nökkvavog.

Frestað.

28. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, niðurfelling Kópavogsganga Mál nr. SN160349

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 6. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulaglýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna niðurfellinga Kópavogsganga. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

29. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, sveitarfélagsmörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs Mál nr. SN160350

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 6. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna breyttra sveitarfélagsmarka í þéttbýli og upplandi Kópavogs. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

30. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, miðhverfi Mál nr. SN160351

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 7. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna skilgreiningar á starfsemi miðhverfa. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

31. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, vatnsvernd Mál nr. SN160354

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 5. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna afmörkunar vatnsverndar í efri byggðum Kópavogs. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

32. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar Mál nr. SN160355

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 7. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna aukins fjölda íbúða á svæði Smárans vestan Reykjanesbrautar. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

33. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, Auðbrekka Mál nr. SN160352

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 7. apríl 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegnaaukins fjölda íbúða og aukningar á atvinnuhúsnæði á þróunarsvæði Auðbrekku. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

34. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, vaxtamörk byggðar Mál nr. SN160353

Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 5. apríl 2016 þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar á skipulagslýsingu, dags. 3. janúar 2016, sem felst í breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna vaxtamörk byggðar. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 6. maí 2016.

35. Hlíðarendi, fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina Mál nr. US160063

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. mars 2016 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina. 

"Miklar jarðvegsframkvæmdir hafa verið unnar að Hlíðarenda, bæði fyrir og eftir ógildingu deiliskipulags fyrir Reykjavíkurflugvöll er tók gildi með auglýsingu nr. 539/2014 í B-deild Stjórnartíðinda 6. júní 2014 og síðan úrskurðað ógilt af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála þann 17. desember 2015 vegna verulegra annmarka á málsmeðferð. Spurt er: 1. Hver er áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdum að Hlíðarenda? 2. Hvað hefur Reykjavíkurborg borið mikinn kostnað af framkvæmdum að Hlíðarenda frá upphafi framkvæmda til 1. mars 2016 og vegna hvaða framkvæmda? Einnig er lagt fram svar formanns samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda við Hlíðarenda, dags. 23. maí 2016.

36. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sumargötur Mál nr. US160150

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfsstæðisflokksins um Sumargötur: " Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir upplýsingum um það hvort til greina komi að endurskoða rúman opnunartíma svokallaðra sumargatna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert athugasemdir við að lokun Laugavegar og neðanverðs Skólavörðustígs í maí sé of snemmt vegna þess að veðurfar bjóði ekki upp á slíkt. Reynslan það sem af er maí hefur sýnt fram á það að mati fjölmargra rekstraraðila að fáir eru á ferli og tekjur hafa dregist verulega mikið saman."

Frestað.

37. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra

Mál nr. US130221

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: "Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum."

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarsson og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur í átakshóp um bætt aðgengi fatlaðra.

38. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning fulltrúa (USK2013020066)

Mál nr. US160154

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. maí 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 17. maí 2016 að Eva Indriðadóttir taki sæti sem varamaður í umhverfis- og skipulagsráði í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur.

39. Langholtsvegur 87, kæra, umsögn, úrskurður (01.410.0) Mál nr. SN120286

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 8. júní 2012, vegna veitingar byggingarleyfis fyrir framkvæmdum að Langholtsvegi 87 í Reykjavík. Í kærunni gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. júní 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. maí 2016. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.

40. Háteigsvegur 14, kæra 99/2014, umsögn, úrskurður (01.244.4) Mál nr. SN140471

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. september 2014 ásamt kæru, dags. 4. september 2014 þar sem kært er útgefið byggingarleyfi frá  8. apríl 2014 sem heimilar breytingar á risíbúð að Háteigsvegi 14. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. maí 2016. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.

41. 1.172.0 Brynjureitur, kæra 117/2015, umsögn, úrskurður (01.172.0) Mál nr. SN150777

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. desember 2015, ásamt kæru þar sem kært er samþykkt borgarráðs 22. október 2015 á deiliskipulagi Brynjureits. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 17. febrúar 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. maí 2016. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.

42. Bugðulækur 17, kæra 36/2014, umsögn, úrskurður (01.343.3) Mál nr. SN140252

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. maí 2014 ásamt kæru, dags. 30. apríl 2014 vegna samþykktar byggingarfulltrúa á leyfi til að endurnýja umsókn um óleyfishandrið á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 20. maí 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. maí 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.

43. Hverfisgata 78, kæra 105/2014, umsögn, úrskurður (01.173) Mál nr. SN140524

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2014, ásamt kæru, dags. 2. október 2014, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna Hverfisgötu 78. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 3. nóvember 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. maí 2016. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs frá 10. apríl 2014 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu.

44. Lindargata 28-32, kæra 7/2014, umsögn, úrskurður (01.152.4) Mál nr. SN140058

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2014 ásamt kæru, dags. 3. febrúar 2014, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 17. október 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Lindargötu 28 til 32. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. maí 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.

45. Betri Reykjavík, ræktun skjólbeltis við Grensásveg (USK2015120050) Mál nr. US160005

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „ræktun skjólbeltis við Grensásveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

46. Betri Reykjavík, rólur fyrir ung börn (USK2015070052) Mál nr. US150175

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „rólur fyrir ung börn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efsta hugmyndin í málaflokknum Umhverfismál. 

Frestað.

47. Betri Reykjavík, trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni Mál nr. US150243

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

48. Betri Reykjavík, ætigarður í Reykjavík (USK2015090013) Mál nr. US150189

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „ætigarður í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

49. Betri Reykjavík, fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti(USK2016030033) Mál nr. US160069

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

50. Betri Reykjavík, hundagerði á Klambratún (USK2015090014) Mál nr. US150190

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hundagerði á Klambratún" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

51. Betri Reykjavík, að gróðursetja tré við Austurberg í Breiðholti, minni mengun (USK2016020029) Mál nr. US160048

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „að gróðursetja tré við Austurberg í Breiðholti, minni mengun" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. 

Frestað.

52. Laugavegur 32B og 34B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150782

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 12. maí 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg.

53. Fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160157

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir skýringum á því hvernig verkferlar borgarinnar eru þegar rekstur breytist í húsum þar sem í gildi eru almennar miðborgarheimildir, tilefnið eru breytingar að Klapparstíg 33 þar sem verslun víkur fyrir veitingastað. Þó aðalskipulag heimili jafnt rekstur verslana og veitingahúsa þar sem atvinnustarfsemi er á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum er það mikil breyting fyrir íbúa að starfsemi á jarðhæð breytist úr almennum verslunarrekstri yfir í rekstur veitingahúss með heimild til að hafa opið til klukkan þrjú að nótt um helgar og frídaga."

54. Tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160158

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað. Mikið er um að hjólreiðamenn noti gangstéttirnar og valda oft gangandi vegfarendum ugg með of hröðum hraða eða einfaldlega því að óöryggi skapast þar sem ekki er á hreinu hvoru megin gangstéttar hinn hjólandi á að fara. Við þróun og uppbyggingu mismunandi samgönguþátta verður að passa að það sé pláss fyrir alla og allir geta verið öryggir. Það er eðlilegt að borgin gangi fram fyrir skjöldu og geri sitt til að þarfir mismunandi samgönguhátta gangi sem best á meðan borgin er að koma sér upp endanlegu samgöngukerfi þar sem allir hafa sitt pláss."

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:30.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson

Sverrir Bollason Hildur Sverrisdóttir

Gísli Garðarsson Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 24. maí kl. 10:28 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 876. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Jón Hafberg Björnsson. 

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 39 (01.813.203) 107890 Mál nr. BN050967

Jónas Heimisson, Akurgerði 41, 108 Reykjavík

Ólafur Hrafn Nielsen, Akurgerði 39, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lengja og breikka kvist á norðurhlið, framlengja þak á suðurhlið yfir svalir og klæða með glerkerfi utan á þær, til að breikka áður samþykkt sólskýli um 1,3 metra og að lokum er sótt um leyfi til að breyta þaki bílsúrs á nr. 39 á og við parhús á lóð nr. 39-41 við Akurgerði.

Útskrif úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2016.

2. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN050517

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar norðurhliðar í upphaflegt form á Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 2. nóvember 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

3. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN051087

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útisvæði fyrir veitingarstaðinn Apótekið fyrir 30 gesti og koma fyrir lausum 90 cm háum skjólveggi á tímabili frá 1. maí til 1. september á gangstétt Reykjavíkurborgar við hliðina á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.

4. Bakkastaðir 45 (02.421.103) 178891 Mál nr. BN050852

Ingólfur Geir Gissurarson, Vesturhús 18, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt sléttum plötum á lóð nr. 45 við Bakkastaði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.

Stærð:  269,3 ferm., 784 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

5. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051010

Húsfélagið Bankastræti 14, Pósthólf 75, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, sjá erindi BN045741, rennihurðir eru settar í stað hurða á lömum, og sölulúgur eru settar í tvö verslunarbil á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.

Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 9.5. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Bárugata 29 (01.135.405) 100483 Mál nr. BN050969

Kolbeinn Árnason, Bárugata 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti og og hækka lofthæð þar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Bárugötu.

Útskrif úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2016.

Stærð: xxx

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2016.

7. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN051086

Embla Sól Þórólfsdóttir, Bergþórugata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga svefnherbergjum, gera björgunarop á snyrtingu og koma fyrir fellistiga í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.

Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

8. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050750

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Thai Borgartúni ehf., Trönuhjalla 5, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, tegund C, fyrir 24 gesti á 1. hæð, vesturenda, sbr. nýsamþykkt erindi BN050702, í húsi á lóð nr. 3 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN051129

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunakröfu á hurðum milli herbergja í hóteli á 19. hæð í Katrínartúni 2, sjá erindi BN050141 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU endurskoðuð 17. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

10. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN050695

Leó ehf., Hlíðarhjalla 39c, 200 Kópavogur

Magnús Sverrisson, Bragagata 33a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta geymslu á 1. hæð í herbergi og færa geymsluna í mhl. 02 sem er merktur bílskúr/skúr  á lóð nr. 33A við Bragagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Brekkuhús 1 (02.845.601) 172483 Mál nr. BN050831

RA 7 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Ísbúð Vesturbæjar ehf., Hagamel 67, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í rými 0204 í húsinu á lóð nr. 1 við Brekkuhús. 

Samþykki meðeigenda fylgir á teikningum dags. 21. mars. 2016

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

12. Bræðraborgarstígur 23 (01.137.003) 100635 Mál nr. BN050542

Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðamörkum við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg.

Stærðir:  Nýbygging og eldri-, ferm. og rúmm. sbr. skráningartafla, xxx.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN050869

Klasi fjárfesting hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa innkeyrsluhurð í útbrún á austurgafli í bílakjallara og breyta hringflóttastiga frá 2. hæð í beinan í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.

Stærðarbreytingar: 20 ferm. B-rými verður 20 ferm. A-rými. Stækkun: 73,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Fálkagata 10 (01.553.122) 106542 Mál nr. BN051124

Guðlaugur H Jakobsson, Flétturimi 26, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður gerðum breytingum og þar sem gerð er grein fyrir geymslu ofan á bílskúr á lóð nr. 10 við Fálkagötu.

Stækkun vegna geymslu er : XX ferm. og XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN051102

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einnar hæð atvinnuhús, mhl. 03  á lóð nr. 8 við Fossaleyni.

Stærð húss:  A- rými 218,0 ferm., 1.361,4 rúmm.

B-rými:  154,0 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN049533

Flotgólf ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr 13 í 14, íbúð 0105 skiftist í tvær, og til að breyta innra skipulagi í kjallara í fjölbýlishúsi, sjá erindi BN046459, á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

17. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN050726

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa geymslu núverandi tröppum við aðalinngang, byggja svalir við kvist á rishæð og gera smávægilegar breytingar á  innra skipulagi húss, sjá erindi BN049604, á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5. apríl 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 9. mars 2016 og tölvupóstur frá sama aðila dags. 18.5. 2016.

Stækkun: 19,6 ferm., 50,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlitsá umsóknarblaði.

Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Óskar Torfi Þorvaldsson tekur sæti undir þessum lið.

18. Garðsendi 13 (01.824.306) 108418 Mál nr. BN050974

Alexander Dungal, Garðsendi 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja utanáliggjandi stigahús á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Garðsenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  13. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grandagarður 13 (01.115.207) 100054 Mál nr. BN051130

Iceland Medical ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og þjónustuhúsnæði á 1. og 2. hæð og koma skilti utan á húsið á lóð nr. 13 við Grandagarð.

Ógilt samþykki fylgir með.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN050519

Jóhanna M Thorlacius, Krókabyggð 1a, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja verönd yfir tröppur við vesturhlið húss á lóð nr. 4 við Grundarstíg.

Meðfylgjandi er samþykki nágranna á Grundarstíg 6.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Gufunesvegur 108950 (02.210.101) 108950 Mál nr. BN051005

Fjörefli ehf., Pósthólf 250, 202 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir borðum til útiveitinga fyrir 200 gesti við veitingasölu sem er á bráðabirgðabyggingarreit á lóð Skemmtigarðsins í Grafarvogi /Fjöleflis ehf Gufunesi. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Vísað til  leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hólmgarður 22 (01.818.301) 108212 Mál nr. BN050903

Sigfús Garðarsson, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Kristjana O Kristjánsdóttir, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 22 við Hólmgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

Stækkun:  57,6 ferm., 97 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. og  umsagnar skipulagfulltrúa dags. 19. maí 2016.

23. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902

Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær

Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

Stækkun:  56,1 ferm., 105 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. og  umsagnar skipulagfulltrúa dags. 19. maí 2016.

24. Hrísateigur 47 (01.346.015) 104068 Mál nr. BN050987

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, fjölga herbergjum , bæta við sturtu og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð fyrir 10 gesti á 2. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 47 við Hrísateig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016 og samþykki eigandi 0102 dags. 19. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 26 (01.171.101) 101367 Mál nr. BN051064

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á föstum og lausum innréttingum  í hóteli, sjá erindi BN048855,  á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN051061

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi herbergja og til að koma fyrir þakgluggum á norðurhlið, sjá erindi BN046189 á 1. - 4. hæð í 112 herbergja hóteli á Hljómalindareit á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN051062

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í 2. áfanga 112 herbergja hótels á Hljómalindarreit, sjá erindi BN047133, á lóð nr. 30 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28. Hverfisgata 40 (01.172.001) 101425 Mál nr. BN051112

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, 3 - 6 hæðir á sameiginlegum tveggja hæða bílakjallara með 30 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. í maí 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí 2016.

Stærð A-rými:  7.465,8 ferm., 24.096,4 rúmm.

B-rými:  207,5 ferm., 720,4 rúmm.

C-rými:  663,5 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Hverfisgata 84 (01.174.001) 101557 Mál nr. BN050990

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúr á baklóð nr. 84 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.

Stærðir:  10 ferm., 25 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN050728

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Kringlan 19, 103 Reykjavík

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innanhússbreytingum þar sem innréttuð eru skrifstofurými á 2. hæð og til að koma fyrir lyftu í stigahúsi  í mhl. 09 í E- húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. maí 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Kjalarvogur 12 (01.428.101) 224159 Mál nr. BN050618

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingavöruverslun, mhl. 01, tveggja hæða skrifstofubygging, steinsteypt, einangruð og klædd að utan með sléttri málmklæðningu og mhl. 02, lagerbygging, stálgrindarhús sem hægt er að aka í gegnum á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Mannvit dags. 15. febrúar 2016.

Mhl. 01, A-rými:  3.186,6 ferm., 15.186,6 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.543,6 ferm., 20.677,4 rúmm.

B-rými:  286 ferm., 1.672 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

32. Klettagarðar 12 (01.320.301) 188311 Mál nr. BN050975

Klettagarðar 12 ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka skrifstofurými, breyta stálgeymslu í bifreiðaverkstæði, varahlutalager, smurstöð og þvottastöð í húsinu á lóð nr. 12 við Klettagarða 

Stækkun : í Mahl. 01 er 115,4 ferm., 426,1 rúmm. Olíuskilkja mahl. 02 stærð 1,1 ferm., 6,7 rúmm. Sandgildra mahl. 03 stærð 3,1 ferm., 12,2 rúmm. Olíusorageymir mahl. 04 stærð 2,0 ferm., 6,5 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

33. Köllunarklettsvegur 2 (01.329.701) 180643 Mál nr. BN051030

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. G í samkomusal á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Köllunarklettsveg . 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN050889

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á byggingartíma á endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni Ljósið á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN051000

Eva Huld Friðriksdóttir, Bergþórugata 6b, 101 Reykjavík

Veronika ehf., Pósthólf 5366, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiskáli fyrir 40 gesti í íbúð á 2. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2016.

36. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  597,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN051126

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, svalir við stigahús og lækka gólf kjallara Klapparstígs 31 og rífa kjallara eldri viðbyggingar, byggja viðbyggingu aftan við timburhús á Laugavegi 23, innrétta verslanir á jarðhæðum og skrifstofur og tvær íbúðir á efri hæðum húsa á sameinaðri lóð nr. 23 við Laugaveg.

Stækkun:  96,4 ferm., 363,4 rúmm.

Eftir stækkun, A-rými:  815,7 ferm., 2.260,8 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

C-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN051027

Þórdís Schram, Langholtsvegur 85, 104 Reykjavík

Sótt er um að breyta úr flokki II í flokk III, veitingastaðnum Boston á lóð nr. 28B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN050929

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 28. apríl 2016, bréf umsækjanda dags. 11. maí 2016 og minnisblað lögmanns ódagsett.

Stækkun:  265,2 ferm., 966,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN051015

Lára Sif Hrafnkelsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi fyrir póstalausu svalalokunarkerfi sömu tegundar og önnur í byggingunni á svölum nr. 0205 við íbúð 0202 í fjölbýlishúsi Vatnsstíg 21 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Stærðir: 13,3 ferm., 39,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN051135

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að brjóta ca 2,5/3 metra gat í suðurhlið 1. hæðar og til að gera göt í burðarplötur efri hæða til að flytja efni frá efri hæðum niður á 1. hæð til að flytja efni til förgunar frá húsi á lóð nr. 12 við Lækjargötu vegna byggingarleyfis BN050042.

Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkjahönnuðar dags. 17.5. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skoðist á staðnum.

43. Safamýri 95 (01.284.308) 103733 Mál nr. BN051105

Brynjar Kristjánsson, Safamýri 59, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að íbúðir eru samþykktar í kjallara húss á lóð nr. 95 við Safamýri.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN051001

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka sal á 4. hæð, bæta við lyftu frá kjallara uppá 4. hæð, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða frá þaki og klæða hluta vesturhliðar hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.

Stækkun:  212,8 ferm., 1.273,5 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  19.491,5 ferm., 73.678,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er í skipulagsferli.

45. Sjafnarbrunnur 2 (05.053.702) 206140 Mál nr. BN051016

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt 9 íbúða fjölbýlishús auk kjallara sem er bílageymsla fyrir 9 bíla á lóð nr. 2 við Sjafnarbrunn. 

Orkurammi dags. 25. apríl 2016 fylgir. 

Stærðir A rými : 1687,1 ferm., 5194,0 rúmm. B rými: 139,8 ferm., XX rúmm. Samtals 1.826,9 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Skútuvogur 5 (01.421.701) 177946 Mál nr. BN051106

Guðmundur Oddur Víðisson, Litla-Tunga, 276 Mosfellsbær

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sem felast í að í stað bílastæða í hluta kjallara er innréttað lagerrými og bílastæðum fjölgað úti við hús á lóð nr. 5 við Skútuvog.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

47. Skútuvogur 6 (01.420.401) 105168 Mál nr. BN051123

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum stækkunum vegna millipalla og að uppfæra og endurbæta brunavarnir samkvæmt kröfu SHS í húsinu á lóð nr. 6 við Skútuvog.

Stækkun millipalla er: XX ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN051063

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum, opnað verður í tengigang í kjallara að Laugavegi 17, herbergjum fyrir hreyfihamlaða fækkar í þessum áfanga og herbergi verða alls 4 í 1. áfanga 112 herbergja hótels, sjá erindi BN046564, á lóð nr. 41 við Smiðjustíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Sólvallagata 14 (01.160.210) 101158 Mál nr. BN051013

Andri Már Ingólfsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að sameina íbúðir hússins, byggja tvo kvisti, nýtt anddyri, útitröppur og svalir á vesturhlið, byggja geymslu á baklóð, breyta innra skipulagi og innrétta einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. apríl 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Stækkun:  23,6 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta  A0202, og A0201 dags. 20. apríl 2016.

50. Stangarholt 14 (01.246.007) 103278 Mál nr. BN050970

Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. Sept. 2010. 

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.

Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 102,6 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdráttar nr. A2 dags. 27. apríl 2016.

51. Strípsvegur 100 (08.1--.-52) 218307 Mál nr. BN051045

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 80 við Strípsveg.

Stærðir: 34,6 ferm., 146,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

52. Strípsvegur 80 (08.1--.-51) 223406 Mál nr. BN051048

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 80 við Strípsveg.

Stærðir: 34,6 ferm., 146,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

53. Strípsvegur 90 (8..1--.-50) 223407 Mál nr. BN051047

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu í hólf og gólf og með gróður á þaki lokahús fyrir vatnsveitu á lóð nr. 80 við Strípsveg.

Stærðir: 34,6 ferm., 146,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

54. Sturlugata 8 (01.633.501) 189552 Mál nr. BN051133

Íslensk erfðagreining ehf., Sturlugötu 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir í mhl. 02 neðri hæð bílastæðahúss, kaldri geymslu og hlöðnu, einangruðu töflurými fyrir tvo rafala sem verða girtir af með málmneti sem  er 250 cm og að fækka bílastæðum um 7 frá áður samþykktum bílastæðum, en þau voru í byrjun fleiri en skipulagið kveður á í bílahúsinu á lóð nr. 8 við Sturlugötu .

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Suðurlandsbraut 34/Ár (01.265.201) 103543 Mál nr. BN051117

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka þvottahúsið með því að  taka í notkun önnur rými,  koma fyrir neyðarútgöngudyr úr kjallara á suðurhlið og koma loftræsiröri á húsið í Ármúla 31 á  lóð nr. 34  við Suðurlandsbraut. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

56. Tjarnarsel 2 (04.930.307) 112829 Mál nr. BN050851

Admin ehf., Þingási 41, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru þær helstar að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara og koma fyrir nýjum gluggum og svölum á suðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2016, bréf frá hönnuði dags. 11. maí 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. maí 2016. 

Stækkun húss:  161,2 ferm.,  278,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN051109

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að færa auglýsingaskilti aðeins norðar við Vesturgötuna á lóð nr. 2 við Aðalstræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.

58. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN050792

Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 9 bíla á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2016 vegna túlkunar á byggingareit efri hæða ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2016.

Stærð A-rými:  1.305,6 ferm., 4.082,9 rúmm.

B-rými:  152,6 ferm.,

C-rými:  22 ferm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2016.

59. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN050934

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga leik- og grunnskóla ásamt almenningsbókasafni og sundlaug, steinsteypt einangrað og klætt utan með timbur- og álklæðningu á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Erindi fylgir gátlisti fyrir aðgengi dags. 12. apríl 2016, brunahönnun dags. 14. apríl 2016, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 12. apríl 2016 og greinargerð vegna hljóðvistar dags. í maí 2016.

Stærð A-rými:  10.343,3 ferm.,   50.206,6 rúmm.

B-rými:  253,4 ferm.

C-rými:  2.619,4 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

60. Vatnsstígur 11 (01.152.416) 101061 Mál nr. BN050965

X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m.a. verður morgunverðarsalur fjarlægður, starfsmannaðstöðu breytt, útistiga í garði breytt og herbergjum fjölgað í 26 fyrir allt að 70 gesti í gististað í flokki II, teg. B á lóð nr. 11 við Vatnsstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

61. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN051127

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldri hús á lóðinni og byggja tengibyggingu með kjallara á milli þeirra með stigahúsi og lyftu og innrétta gististað með 9 einingum fyrir 28 gesti í flokki II, teg. íbúðir í mhl 02, húsi nr. 9A á lóð nr. 9-9A við Veghúsastíg.

Stækkun:  186,7 ferm., xx rúmm.

Eftir stækkun, A-rými:  486 ferm., 1.525,1 rúmm.

C-rými:  90,8 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Vesturgata 5B (01.136.105) 100531 Mál nr. BN051096

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, sbr. erindi BN047808, sem varða aðgengi fyrir fatlaða í Gröndalshús á lóð nr. 5b við Vesturgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. maí 2016 og bréf arkitekts dags. 19. maí 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63. Vitastígur 7 (01.174.031) 101578 Mál nr. BN050989

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúr á baklóð húss á lóð nr. 7 við Vitastíg.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.

Stærðir:41,2 ferm., 87 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

64. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016.

Stækkun:  12,9 ferm., 113,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

65. Fiskislóð 37B Mál nr. BN051142

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 37B við Fiskislóð, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var miðvikudaginn 4. maí 2016 á fundi Umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, samþykkt var að breytingin væri án auglýsingar þar sem breytingin hefði ekki áhrif á aðra. Óskað er eftir samþykkt á mæliblaði og stofnun lóðarinnar í þjóðskrá.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

66. Hádegismóar Mál nr. BN051146

Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu þriggja lóða við Hádegismóa verði breytt á eftirfarandi veg:

Hádegismóar 5, landnúmer 213066 verði Hádegismóar 10

Hádegismóar 7, landnúmer 213067 verði Hádegismóar 8

Hádegismóar 9, landnúmer 213068 verði Hádegismóar 6

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

67. Freyjubrunnur 2-8 (02.695.801) 205737 Mál nr. BN051097

Halldóra Jónsdóttir, Freyjubrunnur 2, 113 Reykjavík

Gunnar Hafliðason, Freyjubrunnur 2, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að steypa skjólvegg ská út frá húsi ca. 5 metra og 1 til 1,20 metra á hæð og út á borgarland og koma fyrir ruslageymslum út við enda lóðarinnar nr. 2 við Freyjubrunn. 

{Tölvupóstur sem umsækjandinn hafi verið í vegna borgarlandsins við Magnús Inga  og ljósrit af húsi úr borgarvefsjánni. fylgir . 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68. Úlfarsbraut 66-68 (02.698.501) 205724 Mál nr. BN051136

Berglind Helgadóttir, Úlfarsbraut 66, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að steypa tveggja metra háan stoðveg á milli neðri lóðarmarka á lóð nr. 66-68 við Úlfarsbraut.

{Teikningar af stoðveggi og myndir úr borgasjá fylgir.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:15.

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir