Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 18. maí kl. 9:08, var haldinn 149. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Viðburðardagskrá Grasagarðsins, kynning Mál nr. US160145
Kynnt viðburðardagskrá Grasagarðsins.
Kynnt.
Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 9:13.
Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Strætó bs., mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík Mál nr. US160147
Kynnt minnisblað Strætó bs., dags. 17. maí 2016, varðandi mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík.
Kynnt.
Ragnheiður Einarsdóttir hjá Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, kynning Mál nr. US160146
Kynning á hönnun torgs og göngugötu á Hljómalindarreit.
Kynnt.
Hermann Ólafsson og Björgvin Snæbjörnsson frá Landhönnun slf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 13. maí 2016.
5. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN150687
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2016 til og með 9. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur, dags. 21. janúar 2016, Antoníus Þ. Svavarsson f.h. Prófasts ehf., dags. 25. febrúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 25. janúar 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Dr. Agna Ásgeirssonar f.h. Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins, lóðarhafa Engjateigs 11, dags. 2. mars 2016 og tölvupóstur Árna B. Björnssonar f.h. Verkfræðingafélags Íslands, lóðarhafa Engjateigs 9, dags. 2. mars 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. maí 2016.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. maí 2016.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Hverafold 49-49A, breyting á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis (02.866.0) Mál nr. SN160239
Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík
Þormóður Sveinsson, Heiðargerði 124, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Þormóðs Sveinssonar f.h. Ingibjargar H. Harðardóttur, mótt. 18. mars 2016, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður 1. og 2. áfanga vegna lóðarinnar nr. 49-49a við Hverafold, dags. 15. mars 2016. Í breytingunni felst að skilmálum fyrir einbýlishús verði breytt í skilmála fyrir parhús og að heimilt sé að taka í notkun þegar gerð sökkulrými, samkvæmt tillögu, dags. 17. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 13. maí 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 875 frá 17. maí 2016.
8. Austurbakki 2, Fjölbýlishús - verslunarhúsnæði (01.119.801) Mál nr. BN050486
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig er lögð fram umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm. B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm. C-rými: 64,8 ferm. Gjald kr. 10.100
Kynnt.
Ásgeir Ásgeirsson og Fríða Sigurðardóttir frá T.ark arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Austurbakki 2, Hótel (01.119.801) Mál nr. BN050485
Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig er lögð fram umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rýma: 18.447,6 ferm., 68.426,9 rúmm. B-rými: 490 ferm., 2.005,8 rúmm. Gjald kr. 10.100
Kynnt.
Ásgeir Ásgeirsson og Fríða Sigurðardóttir frá T.ark arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
10. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mál nr. US160151
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úrsérgengin bílhræ öllu umhverfinu til ama. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt þar sem segir að: "Heimilt er að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum. Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.
Frestað.
11. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sumargötur Mál nr. US160150
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfsstæðisflokksins um Sumargötur:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir upplýsingum um það hvort til greina komi að endurskoða rúman opnunartíma svokallaðra sumargatna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert athugasemdir við að lokun Laugavegar og neðanverðs Skólavörðustígs í maí sé of snemmt vegna þess að veðurfar bjóði ekki upp á slíkt. Reynslan það sem af er maí hefur sýnt fram á það að mati fjölmargra rekstraraðila að fáir eru á ferli og tekjur hafa dregist verulega mikið saman.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson
Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 17. maí kl. 10:17 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 875. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050991
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bílaþvottastöð og -hreinsunar í bílakjallara við norðurútgang á K2 í Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Ármúli 42 (01.295.104) 103836 Mál nr. BN050971
Glófaxi ehf., Ármúla 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, teg. A á 1. hæð í rými sem áður hýsti hamborgarastað í húsi á lóð nr. 42 við Ármúla.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
3. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN051022
Á5 ehf., Furuási 7, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að leiðrétta stærðir í nýsamþykktu erindi, sjá BN050326 á lóð nr. 5 við Ármúla.
Stækkun var skráð: 180 ferm., 761 rúmm.
Á að vera 94,2 ferm., 112,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN051010
Húsfélagið Bankastræti 14, Pósthólf 75, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, sjá erindi BN045741, rennihurðir eru settar í stað hurða á lömum, og sölulúgur eru settar í tvö verslunarbil á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 9.5. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN051086
Embla Sól Þórólfsdóttir, Bergþórugata 31, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga svefnherbergjum, gera björgunarop á snyrtingu og koma fyrir fellistiga í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.
Jafnframt er erindi BN050557 dregið til baka.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bíldshöfði 7 (04.056.401) 110564 Mál nr. BN051114
B.M. Vallá ehf., Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi á nýjum gluggum á austurhlið og áður gerðum innri breytingum á húsi á lóð nr. 7 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bragagata 26A (01.186.639) 102334 Mál nr. BN047670
Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við raðhús á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.
Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014.
Gjald kr 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar. nr. 1 dags. 11. maí 2016.
8. Bríetartún 6 (01.222.102) 102838 Mál nr. BN051055
Motown ehf., Sunnuflöt 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á þakíbúð 0401, sbr. samþykkt erindi 794/89 dags. 31.8. 1989 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 Við Bríetartún.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Stækkun 7 ferm., 22,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Brúnavegur 3-5 (01.350.502) 104151 Mál nr. BN050996
Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049724 þannig að vegna vinnslu eignaskiptayfirlýsingar kom í ljós villa í teikningum varðandi bílskúr, voru veggir sem skiptu upp tvöföldum bílskúr ranglega staðsettir á lóð nr. 3-5 við Brúnaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. D-Tröð 8 (04.765.708) 112509 Mál nr. BN050896
Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í syðri hluta og til að endurbæta taðþró í hesthúsi við D-tröð 8.
Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 12. mars 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN050771
Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048966 þannig að snyrting er minnkuð í kaffihúsinu á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Bréf frá hönnuði dags. 31. mars 2016 vegna aðgengi.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN050869
Klasi fjárfesting hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa innkeyrsluhurð í útbrún á austurgafli í bílakjallara og breyta hringflóttastiga frá 2. hæð í beinan í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.
Stækkun 73,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Flókagata 16 (01.247.203) 103354 Mál nr. BN050953
Jóli slf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með kjallara á lóð nr. 16 við Flókagötu.
Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.10. 2015.
Stærðir: 101 ferm., 274 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN050894
Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu þannig að komið er fyrir stúku og sýningartjaldi í forsal Keiluhallarinnar í Egilshöll í húsinu á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Gæðastjórnunarkerfi hönnuðar sem sýnir breytingar sögu Egilshallar fylgir.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
15. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN050920
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta salernisaðstöðu og inntaksrými í suðurhorni mhl. 06 sem er geymsluskemma á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN051059
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp í tvö rými og koma fyrir töfluherbergi með dreifitöflu fyrir HB Granda í hinu nýja afmarkaða rými spennistöð á lóð nr. 20, mhl. 12, við Grandagarð.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
17. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN051009
Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á, svalir á bakhlið og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Jafnframt er erindi BN048915 dregið til baka.
Stækkun: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og fjölga herbergjum á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 01 áritað á uppdrátt.
Stækkun: 116 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 00-001, 002 og 004 dags. 15. mars 2016.
19. Grettisgata 20A (01.182.114) 101830 Mál nr. BN051103
Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Stækkun: 2,31 ferm., 11,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Grettisgata 20B (01.182.115) 101831 Mál nr. BN051104
Móóm ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og ssameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Stækkun: 1,05 ferm., 6,1 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN050841
Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 7. apríl 2016, umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015 .
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Haukdælabraut 34 (05.114.604) 214797 Mál nr. BN050802
SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, klætt flísum og með aukaíbúð á lóð nr. 34 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2016.
Stærð A-rými: 296,8ferm., 1.097,8rúmm.
B-rými: 2,5 ferm., 8,0 rúmm.
Samtals: 299,3 ferm., 1.105,8 rúmm
Gjald kr. 10.100 + 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-95) 108678 Mál nr. BN051056
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bráðabirgðaskrifstofuhúsnæði úr 18 færanlegum forframleiddum einingum úr stáli og steinull á steyptum undirstöðum við austurhlið Landspílans/Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Stærðir: xx ferm og rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN050389
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II teg. G fyrir mötuneyti/samkomusal í kjallara hússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN050768
HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að fjarlægja svalir, byggja kvist á götuhlið og innrétta gististað í flokki II, teg. hótel, 23 herbergi fyrir allt að 50 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr, 1 við Háteigsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.
Stækkun: 6,8 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Hverfisgata 26 (01.171.101) 101367 Mál nr. BN051064
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í 112 herbergja hóteli, sjá erindi BN048855, á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN051061
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi herbergja og til að koma fyrir þakgluggum á norðurhlið, sjá erindi BN046189 á 1. - 4. hæð í 112 herbergja hóteli á Hljómalindareit á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN051062
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í 2. áfanga 112 herbergja hótels á Hljómalindarreit, sjá erindi BN047133, á lóð nr. 30 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Ingólfsstræti 3 (01.171.219) 101398 Mál nr. BN051050
MÁLSTAÐUR ehf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 2. hæð þannig að komið er fyrir aðstöðu fyrir húðflúrstofu í húsinu á lóð nr. 3 við Ingólfsstræti .
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
30. Ísleifsgata 20-26 (05.113.104) 214835 Mál nr. BN051111
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049612 þannig að eldvarnarkröfur eru breyttar og opnanlegir gluggar á bílskúr eru færðir til á húsinu á lóð nr. 20 - 26 við Ísleifsgötu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Klapparstígur 26 (01.171.106) 101372 Mál nr. BN050952
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049732, sem felst í að hæð kjallaraplötu hefur hækkað úr kóta 18.53 í 19.00 í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Klettagarðar 6 (01.322.301) 188794 Mál nr. BN050968
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Drangasker ehf., Klettagörðum 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta í rými 0105, veitingahús í flokki I tegund c fyrir 12 gesti í suðausturenda hússins lóð nr. 6 við Klettagarða.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
33. Lambhagavegur 19 (02.683.401) 208852 Mál nr. BN051044
Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús úr stáli og gleri með millipalli sem hýsa á skrifstofur og á jarðhæð á að vera þjónusta fyrir ferðafólk á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.
Stærð: 1.937,7 ferm., 10.670,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Laufásvegur 27 (01.183.505) 101982 Mál nr. BN051004
Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049334, innra skipulag og stigi milli 2. og rishæðar breytast og opnað verður upp í hluta rishæðar í tvíbýlishúsi á lóð nr. 27 við Laufásveg.
Stærðir voru: 251,5 ferm., 650,5 rúmm.
Eftir breytingu: 241,3 ferm., 637,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN050871
Basalt ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III með takmörkunum, teg. bar/kaffihús fyrir 100 gesti á 1. hæð og í kjallara Klapparstígs 33 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.
Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa um fsp. sama efnis dags. 10. mars 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 22. apríl 2016 og hljóðvistarskýrsla dags. í apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um opnunartíma til kl: 01 á virkum dögum og kl: 03 um helgar. Opið frá hádegi og ekki megi byrgja glugga, áður en byggingarleyfi er gefið út.
36. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð og breyta útliti að Laugavegi, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
37. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN050972
Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi, BN049191, sem felast í tilfærslum innanhúss og viðbættum rúllustiga í verslunarhúsi á lóð nr. 4-6 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er brunahönnun Eflu dags. 19.4. 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN050992
STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048149 þannig í staðinn fyrir steypta svalir verða þær byggðar úr léttu byggingarefni á norðurhlið hússins á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Laugavegur 81 (01.174.126) 101601 Mál nr. BN051065
FoodCo hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík
Laugavegur 81 ehf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja stóla og borð til útiveitinga út á gangstétt fyrir framan Eldsmiðjuna á lóð nr. 81 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til umsagnar skirfstofu reksturs- og umhirðu.
40. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN051054
Calvi ehf, Laugavegi 85, 101 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að innrétta útiveitingasvæði framan við veitingastað í flokki II á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
41. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN050897
M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki II fyrir 95 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN050563 dregið til baka.
Erindi fylgir kaupsamningur dags. 29. apríl 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
42. Miðtún 56 (01.235.010) 102933 Mál nr. BN050980
Björg Jónsdóttir, Hlunnavogur 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með bárujárni, minnka verönd og breyta, færa til stiga frá verönd niður í garð, breyta og minnka geymslu undir verönd og gera vinnuherbergi, sjá erindi BN048618 í húsi á lóð nr. 56 við Miðtún.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. maí 2016 fylgir erindinu.
Minnkun húss: 4,6 ferm. , 18,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN050570
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.
Stærð A-rými: 193,8 ferm., 657,3 rúmm.
B-rými: xx ferm.
C-rými: 8,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN050567
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.
Stærð A-rými: 193,8 ferm., 679,8 rúmm.
B-rými: xx ferm.
C-rými: 8,7 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
45. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN050569
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum með tveimur íbúðum á efri hæðum og veitingahúsi í flokki II, teg. kaffihús á jarðhæð á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.
Stærð A-rými: 622,8 ferm., 2.173,5 rúmm.
B-rými: xx ferm
C-rými: 20,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
46. Nóatún 30 (01.246.116) 103304 Mál nr. BN051052
Hulda Guðjónsdóttir, Vattarás 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og víxla herbergi og eldhúsi í húsinu á lóð nr. 30 við Nóatún.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 2. maí 2016.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
47. Reykjafold 4 (02.870.602) 110295 Mál nr. BN050962
Hjálmar Vilhjálmsson, Reykjafold 4, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu innan byggingarreits við einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Reykjafold.
Stækkun: 10,9 ferm., 35,3 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Safamýri 95 (01.284.308) 103733 Mál nr. BN051105
Brynjar Kristjánsson, Safamýri 59, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að íbúðir eru samþykktar í kjallara húss á lóð nr. 95 við Safamýri.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
49. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN050568
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.
Stærð A-rými: 191,3 ferm., 674,8 rúmm.
B-rými: xx ferm.
C-rými: 11,3 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN050566
Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris með tveimur íbúðum úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.
Stærð A-rými: 193,8 ferm., 676,1 rúmm.
B-rými: xx ferm.
C-rými: 11,6 ferm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
51. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN051001
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka sal á 4. hæð, bæta við lyftu frá kjallara uppá 4. hæð, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða frá þaki og klæða hluta vesturhliðar hótels á lóð nr. 38 við Sigtún.
Stækkun: 212,8 ferm., 1.273,5 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 19.491,5 ferm., 73.678,8 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
52. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN051063
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á öllum hæðum, opnað verður í tengigang í kjallara að Laugavegi 17, herbergjum fyrir hreyfihamlaða fækkar í þessum áfanga og herbergi verða alls 41 í 1. áfanga 112 herbergja hótels, sjá erindi BN046564, á lóð nr. 41 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Snorrabraut 71 (01.247.003) 103327 Mál nr. BN051043
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjarlægja létta veggi kringum eldra eldhús og innrétta nýtt og stærra í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 71 við Snorrabraut.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN050715
Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri og stáli, læsanlegt og með gólfniðurfalli við fjölbýlishús á lóð nr. 27 við Sólheima.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. maí 2016 og fundargerð aðalfundar húsfélags dags. 3. maí 2016.
Stærð: 29,3 ferm., 73,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
55. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN051023
Sóltún 1 ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina baðherbergi og þvottahús í sumum íbúðum, sjá erindi BN048881, í Mánatúni 19-21 sem er fjölbýlishús, mhl. 03 á lóð nr. 1 við Sóltún.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
56. Steinagerði 6 (01.816.111) 108094 Mál nr. BN050918
Helga Jónsdóttir, Steinagerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta einnar hæðar viðbyggingu sunnan megin við hús og breyta innra skipulagi í einbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Steinagerði.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dag. 2. maí 2016 fylgir erindi.
Stækkun: 42,0 ferm., 77,0 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
57. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN051017
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
FoodCo hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í að bætt er við pizza-ofni, loftræstum upp úr þaki og gasskáp utanhúss í og við þjónustubyggingu á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
58. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN050963
Gerður Pálmadóttir, Norðurbakki 7a, 220 Hafnarfjörður
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í notkunarflokki II, sbr. erindi BN046130 dags. 2013, í Korpúlfsstöðum á lóð nr. 1 við Thorsveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Tjarnarsel 2 (04.930.307) 112829 Mál nr. BN050851
Admin ehf., Þingási 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru þær helstar að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara og koma fyrir nýjum gluggum og svölum á suðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2016, bréf frá hönnuði dags. 11. maí 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. maí 2016.
Stækkun húss: 161,2 ferm., 278,4 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
60. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN051100
Skurn ehf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýja áhaldageymslu mhl. 27, þar sem útveggir eru úr forsteyptum samlokueiningum og burðarvirki þaks er úr stálbitum á lóð Vallá 125762 á Kjalarnesi.
Stærð áhaldageymslunnar er: 203,6 ferm., 1.074,7 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
61. Vesturgata 5B (01.136.105) 100531 Mál nr. BN051096
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sbr. erindi BN047808, sem varða aðgengi fyrir fatlaða í Gröndalshús á lóð nr. 5b við Vesturgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9.5. 2016.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Þingholtsstræti 15A (01.180.104) 101680 Mál nr. BN051051
Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN048091 samþ. 31.3.2015, sem felast í að gler er í neðri hluta glugga í stað fyllinga og bárujárn á þaki í stað glers á svalaskýli við hús á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
Ýmis mál
63. Saurbær aðveitustöð 125749 (00.066.003) 125749 Mál nr. BN050671
Steinn Björgvin Jónsson, Æsufell 2, 111 Reykjavík
Halla Margrét Óskarsdóttir, Þúfubarð 15, 220 Hafnarfjörður
Óskað er eftir því að lóðarheiti verði breytt úr Saurbær aðveitustöð í Skarðás, landnúmer 125749.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
64. Njálsgata 87 (01.191.015) 102473 Mál nr. BN050966
Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslun í skjala- og bókasafn á jarðhæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 87 við Njálsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
65. Skipholt 26 (01.246.111) 103299 Mál nr. BN051024
Ragnhildur B. Guðmundsdóttir, Skipholt 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir þakgluggum í geymsluloft í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Skipholt.
Afgreitt
Með vísan til umsagnar á fyrirspurnarblaði.
66. Snæland 1-7 (01.871.203) 108825 Mál nr. BN051121
Ingvar Albert Jónsson, Ásgarður 30, 108 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að fá ósamþykkta íbúð með rýmisnúmer 0002 samþykkta í fjölbýlishúsi nr. 7 á lóð nr. 1-7 við Snæland.
Afgreitt
Með vísan til umsagnar á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:12
Nikulás Úlfar Másson
Erna Hrönn Geirsdóttir
Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Olga Hrund Sverrisdóttir
Eva Geirsdóttir