Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 147

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 4. maí kl. 9:05, var haldinn 147. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Marta Guðjónsdóttir og Sigurður Ingi Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ólafur Bjarnason, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Elliðaárdalur, kynning Mál nr. US160134

Kynnt skýrsla starfshóps um sjálfbæran Elliðaárdal dags. 27. apríl 2016.

Kynnt. 

Kl. 9:19 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum. 

S. Björn Blöndal borgarfulltrúi og Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum. lið. 

(D) Ýmis mál

2. Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002) Mál nr. US150137

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs dags. 11. mars 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs dags. 11. mars 2016 samþykkt. 

3. Betri Reykjavík, hraðahindranir sem fletjast út (USK2015120051) Mál nr. US160004

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hraðahindranir sem fletjast út" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. janúar 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. janúar 2016 samþykkt. 

4. Betri Reykjavík, hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar (USK2016030036) Mál nr. US160072

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 4. apríl  2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 4. apríl 2016 samþykkt. 

5. Betri Reykjavík, fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli (USK2015020077) Mál nr. US150059

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirður og reksturs dags. 28. október 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs dags. 28. október 2015 samþykkt. 

6. Betri Reykjavík, grænar götur í Smáíbúðahverfinu (USK2015090063) Mál nr. US150207

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „grænar götur í Smáíbúðahverfinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. október 2015.  

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. október 2015 samþykkt. 

Kl. 10:03 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi sæti á fundinum. 

7. Betri Reykjavík, fjölga ferðum strætisvagna (USK2016040012) Mál nr. US160089

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga ferðum strætisvagna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. apríl 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. apríl 2016 samþykkt. 

8. Betri Reykjavík, gangbrautir í Reykjavík (USK2016040008) Mál nr. US160085

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gangbrautir í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. apríl 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. apríl 2016 samþykkt. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins  Hildur Sverrisdóttir  og Marta Guðjónsdóttir bóka:

Mikill misbrestur hefur verið á að gangbrautir í Reykjavík séu merktar eins og lög og reglugerðir kveða á um. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram tillögur í umhverfis- og skipulagsráði að Reykjavíkurborg bæti úr þeim skorti sem er á merkingum gangbrauta og framfylgi reglugerð 289/1995 um umferðarmerkingar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson gagnbóka: 

Yfirvöld í Reykjavík stýra því algerlega hvað séu skilgreindar þveranir og hvað ekki. Lögin fyrirskipa eingöngu að form götuþverana hafi ákveðna eiginleika. Verið er að vinna að því að hafa gönguþveranir í lagi þar sem þeirra er þörf. Það er hins vegar ekki markmið í sjálfu sér að skapa gönguþveranir, heldur að götur séu öruggar til að fara yfir almennt. Bæði geta skilgreindar gönguþveranir skapað falska öryggiskennd, en slys á gangbrautum eru því miður nokkuð algeng. Gangbrautir geta dregið úr umburðarlyndi ökumanna gagnvart gangandi vegfarendum sem kjósa að fara yfir götur annars staðar en á tilgreindum stöðum.

9. Betri Reykjavík, Laugaveg að göngugötu í sumar frá Vitastíg (USK2016020026) Mál nr. US160045

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Laugaveg að göngugötu í sumar frá Vitastíg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 25. febrúar 2016. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 25. febrúar 2016 samþykkt. 

10. Betri Reykjavík, hraðahindrun á Ljósvallagötu (USK2016040011) Mál nr. US160088

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hraðahindrun á Ljósvallagötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fjóðra efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. 

Frestað. 

11. Betri Reykjavík, fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð (USK2015120009) Mál nr. US150270

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum ýmislegt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. apríl 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2016 samþykkt. 

(A) Skipulagsmál

12. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  22. og 29. apríl  2016. 

13. Grundarstígsreitur, deiliskipulag (01.18) Mál nr. SN150738

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Á lóð Grundarstígs 10 eru settir fram skilmálar um þegar byggða viðbyggingar fyrir menningartengda starfsemi með heimild fyrir veitingastað í flokki II tengda starfseminni. Settir eru fram sérskilmálar fyrir lóðina Þingholtsstræti 25 og er lóðinni skipt í 3 lóðir, Þingholtsstræti 25, 25A og 25B. Á Þingholtsstræti 25 er heimilt að innrétta allt að fjórar íbúðir í húsinu, stækka núverandi svalir, gera nýjar svalir á gafli. Á Þingholtsstræti 25A er skilgreind ný lóð undir almenningsgarð á borgarlandi. Á Þingholtsstræti 25B er skilgreind ný lóð fyrir nýbyggingu þar sem áður var líkhús. Heimilt er að byggja hús á tveimur hæðum með risi og kjallara fyrir íbúðarhús eða atvinnustarfsemi (þó ekki gististað). Heimilt að gera svalir á þeirri hlið sem snýr að Spítalastíg, samkvæmt uppdr. Glámu Kím ehf., dags. 22. apríl 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Laugavegur 32B og 34B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150782

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 9. mars til og með 20. apríl 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Brynja Dögg Friðriksdóttir, dags. 17. apríl 2016 og Hallfríður M. Pálsdóttir og Árni Þ. Jónsson, dags. 20. apríl 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016. 

Samþykkt með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016. 

Vísað til borgarráðs. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Vesturhöfnin, Fiskislóð 37B, Grandagarður 20 og Norðurgarður 1, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160298

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 37B við Fiskislóð, 20 við Grandagarð og 1 við Norðurgarð. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit lóðar nr. 37B Fiskislóð um 4 metra til suðurs vegna legu fráveitulagna OR, fækkun bílastæða á lóð nr. 20 við Grandagarð úr 56 í 37 og stækkun á byggingarreitur A á lóð nr. 1 við Grandagarð við norðvestur hlið hússins þar sem gert er ráð fyrir nýju anddyri, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 1. apríl 2016. Einnig er lagt fram samþykki HB Granda hf., ódags.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

16. Grettisgata 5, breyting á deiliskipulagi (01.171.5) Mál nr. SN160183

Jens Hrómundur Valdimarsson, Bröndukvísl 8, 110 Reykjavík

Sandra Yunhong She, Bröndukvísl 8, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Söndru Yunhong She, dags. 7. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Grettisgötu. Í breytingunni felst leiðrétting á lóðarstærð, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félaga ehf., dags. 25. apríl 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, kynning (06.1) Mál nr. SN160263

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.1, Neðra Breiðholt. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var í Breiðholtsskóla 5. apríl sl. 

Kynnt. 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, kynning (06.2) Mál nr. SN160264

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.2, Seljahverfi. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var í Seljaskóla 7. apríl nk. 

Kynnt. 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

19. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, kynning (06.3) Mál nr. SN160265

Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.3, Efra Breiðholt. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var  í Fellaskóla 9. apríl sl. 

Kynnt. 

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 872 frá  26. apríl  2016 og nr. 873 frá 3. maí 2016. 

(C) Fyrirspurnir

21. Sogavegur 3, (fsp) stækkun kjallara (01.810.9) Mál nr. SN160231

Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík

Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabær

Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Fiskikónginn ehf., mótt. 16. mars 2016, varðandi stækkun kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sogaveg til vesturs, undir núverandi porti og bæta við nýjum inngangi, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 16. mars 2016.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2016. 

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2016. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá og bóka:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ósammála afstöðu meirihlutans því þeir telja að borgin ætti þvert á móti að stuðla að því að efla atvinnustarfsemi í íbúðahverfum. Ef vilji er til á vel að vera hægt að setja hvers kyns atvinnustarfsemi skýran ramma til að viðkomandi starfsemi gangi ekki um of á nærliggjandi íbúabyggð heldur verði að farsælu samstarfi í þágu sjálfsbærari hverfa. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson gagnbóka. 

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs áréttar að niðurstaða samþykktrar umsagnar skipulagsfulltrúa sé að skoða skuli heildarsamhengi svæðisins í hverfisskipulagi áður en auknar heimildir séu veittar – en ekki að frekari uppbyggingu á lóðinni sé hafnað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22. Kjalarnes, Hólaland, (fsp) sambýli Mál nr. SN160082

Þór Ingi Daníelsson, Svíþjóð, 

Lögð fram fyrirspurn Þórs Inga Daníelssonar, mótt. 1. febrúar 2016, varðandi byggingu sambýlis á jörðinni Hólaland á Kjalarnesi með 6-8 íbúðum. Einnig er lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 7. apríl 2016.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2016. 

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina. 

Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.

Björn Ingi Edvardssson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

23. Sæbraut, (fsp) innsiglingarviti Mál nr. SN160228

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf., mótt. 15. mars 2016, um lóð fyrir innsiglingarvita við Sæbraut rétt utan við Höfða til að tryggja örugga merkingu siglingarleiðarinnar í Gömlu höfnina og Sundahöfn, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf., dags. 15. mars 2016.  

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi við umfjöllun málsins. 

Björn Ingi Edvardssson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

24. Vesturgata 5, (fsp) gististaður (01.136.1) Mál nr. SN160176

Kolbrún Björgólfsdóttir, Laugarnestangi 62, 105 Reykjavík

Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður

Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts f.h. Kolbrúnar Björgólfsdóttur, mótt. 3. mars 2016, varðandi rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 5 við Vesturgötu. Einnig er lögð fram greinargerð Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts, ódags og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallavina  Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins . 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

25. Laugavegur 176, (fsp) hækka hús og  breyta í hótel Mál nr. SN160259

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Reita 1 ehf., mótt. 31. mars 2016, varðandi breytingu á húsi á lóð nr. 176 við Laugaveg sem felst að fjarlægja skemmur á baklóð, byggja ofan á núverandi austurálmu og hækka húsið um eina inndregna hæð og útbúa hótel, samkvæmt uppdrætti THG arkitekta, dags. 31.mars 2016. Lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. apríl 2016.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2016. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

 (E) Umhverfis- og samgöngumál

26. Umhverfis- og skipulagssvið, hreinsun hjólastíga Mál nr. US160136

Kynnt hreinsunar - og mokstursáætlum umhverfis- og skipulagssviðs  á hjólastígum og hvernig farið er með forgangsröðuninan, þegar nýjir stígar bætast við. 

Kynnt. 

Björn Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

27. Merkingar hjólastíga, kynning Mál nr. US160106

Kynning á útfærslu og staðsetning hjólavegvísa á lykilleiðum hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu. 

Kynnt. 

Jafnfram var samþykkt að haldið verði áfram með verkefnið.

Kristinn Jón Eysteinsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

28. Laufásvegur 47, bílastæði Mál nr. US160097

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 11. apríl 2016, þar sem lagt er til að gert verði bílastæði við Laufásvegu 47. Einnig er lagt fram yfirlitskort og loftmynd.

Samþykkt. 

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

29. Miklabraut 38, bílastæði Mál nr. US160098

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 11. apríl 2016, þar sem lagt er til að gert verði bílastæði við Miklubraut 38. Einnig er lagt fram yfirlitskort og loftmynd.

Samþykkt. 

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Kl. 13:45 víkur Sigurborg Ó Haraldsdóttir af fundi.

30. Umferðaröryggismál, Vástaðir Mál nr. US160137

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 3. maí 2016  ásamt tillögum varðandi  umferðaröryggismál í Reykjavík árið 2016.

Samþykkt. 

Vísað til borgarráðs.  

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

33. Umhverfis- og skipulagssvið, Ársuppgjör 2015 Mál nr. US160135

Lagt fram greinargerð vegna ársuppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2015, ásamt verkstöðuskýrslu. 

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

34. Gufunes, niðurstöður í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið Mál nr. US160138

Kynntar niðurstöður forvalsnefndar, dags. 29.apríl 2016, um þátttakendur í fyrirhugaðri hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið í Grafarvogi sem ráðgert er að hefjist 18.maí nk.

Kynnt. 

Samþykkt að skipa Sigurborgu Ó. Haraldsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur í dómnefnd í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið í Grafarvogi. Jafnframt var Björn Axelsson skipaður fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs í dómnefndina.

36. Götuþvottur, tillaga Framsóknar og flugvallarvina Mál nr. US160092

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. apríl 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2016 að vísa svohljóðandi tillögu Framsóknar og flugvallarvina um götuþvott til umhverfis- og skipulagsráðs: " Framsókn og flugvallarvinir leggja til að götur borgarinnar verði þrifnar nú með sama hætti og verið hefur undanfarin ár og því verði fallið frá samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs þess efnis að þvo ekki húsagötur eftir veturinn."

Greinargerð: Hætta er á að fjöldi barna og fullorðinna sem eiga við ýmsa öndunarsjúkdóma að stríða, svo sem asma og lungnasjúkdóma, muni finna fyrir vaxandi óþægindum vegna aukinnar loftmengunar og svifryks yfir hættumörkum í miklum þurrki og vindi verði götuþvottinum sleppt. Einnig má búast við að þessir einstaklingar muni lenda í auknum lyfjakosnaði vegna þessa. Ljóst er að 3,5 milljónir króna muni sparast með að sleppa því að þrífa húsagötunnar með vatni. Framsókn og flugvallarvinir telja að til þess að ná að fjármagna þvottinn megi til dæmis fækka utanlandsferðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar. Hrein torg fögur borg.

„Þegar hefur verið ákveðið að götuþvottur verði með sama hætti og undanfarin ár og er því lagt til að tillögunni verði vísað frá.

Samþykkt. 

37. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þrif á tækjum sem fara út af framkvæmdasvæðum Mál nr. US160121

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 20. apríl 2016 lögðu fulltrúar  Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir leggja til að tæki sem fara út af framkvæmdasvæðum í borginni verði þrifin til að koma í veg fyrir svifryk. Fyrst og fremst er um að ræða malarflutningabíla sem aka inn og út af framkvæmdasvæðum með tilheyrandi moldar- og malarburði inn á götur borgarinnar. Þessir bílar þyrla upp svifryki og skilja eftir sig slóðir af efni sem aðrir bílar þyrla svo upp líka. Til að koma í veg fyrir þetta er lagt til að settar verði reglur um að dekk þessara tækja verði þrifin áður en farið er út á götur. Einnig er lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 2. maí 2016. 

38. Efstaleiti - RÚV reitur, deiliskipulag (01.745.4) Mál nr. SN150752

Lagt fram bréf borgarráðs dags. 14. apríl 2016 vegna samþykkis um auglýsingu á deiliskipulagi sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0 og 1.745.1 og afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri.

39. Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi (01.216.2) Mál nr. SN150276

Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 16. febrúar 2016 þar sem samþykkt er afgreiðsla borgarrráðs 11. febrúar 2016 og umhverfis og skipulagsráðs  10. júní 2015 varðandi synjum á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Guðrúnartúni 1.

40. Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, tillaga að deiliskipulagi (01.471) Mál nr. SN150665

Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. apríl 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu um tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76.

41. Guðrúnartún 1, kæra 65/2015 (01.216.2) Mál nr. SN150466

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipuagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. apríl 2016.

42. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, afskipti borgarinnar af trjágróðri sem er ekki á borgarlandi Mál nr. US160139

Lögð fram fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þar óskað er upplýsinga um hvernig borgin hefur afskipti af trjágróðri á lóðum sem eru ekki borgarland en gætu haft þýðigu fyrir nærliggjandi borgarumhverfi. Heyrst hefur að til dæmis sé verið að fella gróinn trjágróður á landi Golfklúbbs Reykjavíkur sem hefur þó talsverða þýðingu fyrir nærliggjandi byggð varðandi skjól frá vindi og annað. Hefur borgin einhverja stefnu varðandi það að geta haft skoðun og eftir atvikum afskipti af því þegar verið er að fella tré í aðstæðum sem þessum?

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar. 

Kl. 14:50 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:00

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollarson 

Gísli Garðarsson Marta Guðjónsdóttir             

Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 3. maí, kl. 10:33 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 873. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson og Erna Hrönn Geirsdóttir

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 39 (01.813.203) 107890 Mál nr. BN050967

Ólafur Hrafn Nielsen, Akurgerði 39, 108 Reykjavík

Jónas Heimisson, Akurgerði 41, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lengja og breikka kvist á norðurhlið, framlengja þak á suðurhlið yfir svalir og klæða með glerkerfi utan á þær, til að breikka áður samþykkt sólskýli um 1,3 metra og að lokum er sótt um leyfi til að breyta þaki bílsúrs á nr. 39 á og við parhús á lóð nr. 39-41 við Akurgherði.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN050872

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 21 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Bankastræti 2 (01.170.101) 101328 Mál nr. BN051011

FÍ Fasteignafélag slhf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi  til að breyta innra fyrirkomulagi 1. og 2. hæðar þannig að stigi á milli hæða í mhl 02 er fjarlægður, koma fyrir eldhúsi í rými 0201 mhl. 02, fjarlægja salerni þar, koma fyrir hjólalyftu í stigagangi mhl. 04 og koma fyrir fjórum salernum fyrir 80 gesti  í húsinu á lóð nr. 2 við Bankastræti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Barónsstígur 19 (01.174.329) 101664 Mál nr. BN050948

Elmer Hreiðar Elmers, Barónsstígur 19, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum framkvæmdum vegna lokaúttektar á erindi BN034315 og BN040137 þar sem veitt var leyfi til að lyfta vesturhlið þaks fram á veggbrún við götu á fjölbýlishúsinu nr. 19 við Barónsstíg. 

Stærð: 9,4 ferm., 16,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Bárugata 29 (01.135.405) 100483 Mál nr. BN050969

Kolbeinn Árnason, Bárugata 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti og og hækka lofthæð þar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Bárugötu.

Stærð: xxx

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Bleikargróf 6 (01.889.311) 219191 Mál nr. BN051020

Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt múr, flísum og timbri á lóð nr. 6 við Bleikargróf.

Stærð A-rými:  463,8 ferm., 1.351 rúmm.

B-rými:  110,7 ferm., 342,6 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN050973

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN049574 samþ. 28.7. 2015, breytingarnar felast í að pallur í útitröppum við bílakjallara er stækkaður, bætt er við salerni fyrir hreyfihamlaða í kjallara, sérgeymslur færðar á 1. hæð, bætt við geymslu undir stiga, geymsla/ræsting á 1. hæð minnkar vegna þess, íbúðir 0113, 0217, 0218, 0221 og 0313 fyrir hreyfihamlaða skilgreindar betur í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Dragháls 28-30/F..... (04.304.301) 111020 Mál nr. BN050847

Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

SG Fjárfestar ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga og samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að eignir 0101 og 0102 sameinast, eign 0202 stækkar á kostnað 0201, 0301 verður ný eign, sem og annarra breytinga innanhúss í atvinnuhúsi á lóð nr. 27-29 við Fossháls/nr. 28-30 við Dragháls.

Meðfylgjandi er bréf Matvælastofnunar dags. 20.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN050869

Klasi fjárfesting hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa innkeyrsluhurð í útbrún á austurgafli í bílakjallara og breyta hringflóttastiga frá 2. hæð í beinan í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Eskihlíð 10-10A (01.700.203) 106942 Mál nr. BN050958

Steinunn Þóra Árnadóttir, Eskihlíð 10a, 105 Reykjavík

Stefán Pálsson, Eskihlíð 10a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýjan inngang í íbúð 0001 á suðurgafli, hurð með rafdrifnum opnunarbúnaði fyrir hreyfihamlaða, lækka jarðveg um 10-30 cm, afmarka bílastæði fyrir fatlaða, eitt við nr. 10 og annað við nr. 10A í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-10A við Eskihlíð.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 16. apríl 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. apríl 2016, samþykki allra á nr. 10 fylgir og samþykki allra nema eins á nr. 10A.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Uppfyllir ekki 30. gr. lög um fjöleignarhús nr. 26/1994.

11. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN050877

Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss úr II í III í húsi á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN051012

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra rými 0106 í húsgagnaverslun, koma fyrir skyggni yfir inngang og hluta af norðurgafl og breyta hurðum og gluggum á austur-og vesturhlið hússins á lóð nr. 10 við Faxafen.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN050865

Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050028 þannig að sett er hurð á norðvesturhlið, gluggar og hurðir á norðvesturhlið og suðurvesturhlið er lokað, veggur á milli vörumóttöku og verslunar Byko, færður innar, nýr inngangur í nýtt anddyri að innihurð stækkaður og ýmsar aðrar innanhússbreytingar í húsi á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Flókagata 16 (01.247.203) 103354 Mál nr. BN050953

Jóli slf., Flókagötu 16a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með kjallara á lóð nr. 16 við Flókagötu.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.10. 2015.

Stærðir: 101 ferm., 274 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN050998

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 10 skrifstofugáma austan við flugskýli I á flugvellinum, landnúmer 106748.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN050894

Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu þannig að komið er fyrir stúku og sýningartjaldi í forsal Keiluhallarinnar í Egilshöll í húsinu á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Gæðastjórnunarkerfi hönnuðar sem sýnir breytingar sögu Egilshallar fylgir. 

 Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

17. Framnesvegur 55-57 (01.522.005) 105964 Mál nr. BN051018

LTS slf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta texta á heiti tveggja stofa í tvö herbergi í íbúð 0101í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 55 við Framnesveg. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN051002

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN037145og BN047211 þar sem reykræsing geymslugangs rýmis nr. 0008 er lögð gegnum bílageymslu í húsinu á lóð nr. 1 við Friggjarbrunn. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Frostafold 21 (02.856.701) 110102 Mál nr. BN050994

Jurgita Ptasinskiené, Frostafold 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum á norður- og vesturhlið á rými 0101, geymslu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Frostafold.

Samþykki sumra ódags. fylgir erindinu. 

Jákvæð fyrirspurn BN050553 dags. 2. febrúar 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Garðsendi 13 (01.824.306) 108418 Mál nr. BN050974

Alexander Dungal, Garðsendi 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja utanáliggjandi stigahús á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 13 við Garðsenda.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og fjölga herbergjum á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 01 áritað á uppdrátt.

Stækkun:  116 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN049754

Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN046421 þar sem koma fram innri breytingar í kjallara, 1. hæð og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 24 við Grensásveg.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN050939

Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi, BN049690, samþykkt 13.10. 2015, í þá veru að inngangur verður á suðurhlið í stað vesturgafls og ýmsar breytingar eru gerðar á innri skipan einbýlishúss á lóð nr. 36 við Grettisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN050805

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd, byggt var ofan á og við og innréttaðar átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Sjá erindi BN047586 sem var fellt úr gildi, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. mars 2016 og skýringarmynd arkitekts.

Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.

Stækkun:  363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Háagerði 89 (01.817.404) 108151 Mál nr. BN050554

Guðmar Einarsson, Háagerði 89, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður og norður hlið og anddyri á vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 89 við Háagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2016 og bréf þar sem óskað er grenndarkynningar á byggingarleyfisumsókn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl  til og með 23. maí 2016 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 28. apríl er erindið nú lagt fram að nýju.

Stækkun:  10,2 ferm., 4,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN050911

Samband íslenskra kristniboðsf, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka eignarhluta 0111 í norð-austurhluta 1. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 68 við Háaleitsbraut.

Stækkun: 53,5 ferm., 219,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN050768

HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að fjarlægja svalir, byggja kvist á götuhlið og innrétta gististað í flokki II, teg. hótel, 23 herbergi fyrir allt að 50 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr, 1 við Háteigsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Stækkun:  6,8 ferm., 24,5  rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hátún 35 (01.235.116) 102960 Mál nr. BN050905

Valgerður Eiríksdóttir, Hátún 35, 105 Reykjavík

Ásgeir G Daníelsson, Hátún 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna út í garð frá eldhúsi , byggja staðsteyptar  tröppur sem verða yfirbyggðar á ausurhlið og koma fyrir sólskála út frá þeim við húsið á lóð nr. 35 við Hátún.

Stækkun 12,8 ferm., 32,1 rúmm. 

Gjald kr. 10.100 kr.

Frestað.

Lagfæra skráningu.

29. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2016.

Stærð A-rými:   4.291,3 ferm., 14.505,6 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm.

C-rými:  203,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

30. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902

Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík

Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.

Stækkun:  56,1 ferm., 105 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hverfisgata 84 (01.174.001) 101557 Mál nr. BN050990

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúr á baklóð nr. 84 við Hverfisgötu.

Stærðir xx ferm., rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Jónsgeisli 95 (04.113.308) 189861 Mál nr. BN050956

Steinunn Geirsdóttir, Furuvellir 31, 221 Hafnarfjörður

Dýralæknamiðstöðin Grafarho ehf, Jónsgeisla 95, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN033563 vegna lokaúttektar, m. a. hafa þakgluggar verið fjarlægðir, háir gluggar í inngang á vestur- og austurhlið hafa ekki verið settir, brunamerkingar eru lagfærðar í húsinu á lóð nr. 95 við Jónsgeisla. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Klapparstígur 26 (01.171.106) 101372 Mál nr. BN050952

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049732, sem felst í að hæð kjallaraplötu hefur hækkað úr kóta 18.53 í 19.00 í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN050924

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A fyrir 129 gesti á 1. hæð og í kjallara og til að breyta afmörkun íbúðar 0202 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Klapparstígur 38 (01.171.505) 101421 Mál nr. BN048409

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum innanhúss, sem felast í að færa stiga úr sal inn í glerskála, einnig er sótt um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III , tegund A og F á 2. hæð og í glerskála, við hús á lóð nr. 38 við Klapparstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016., einnig bréf arkitekts dags. 10. febrúar 2016 og minnisblað við hljóðvistarskýrslu dags. 29. janúar 2016.

Gjald kr. 9.500 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Klettagarðar 12 (01.320.301) 188311 Mál nr. BN050975

Klettagarðar 12 ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka skrifstofurými , breyta stálgeymslu í bifreiðaverkstæði, varahlutalager, smurstöð og þvottastöð í húsinu á lóð nr. 12 við Klettagarða 

Stækkun : 115,4 ferm., 426,1 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Klettagarðar 6 (01.322.301) 188794 Mál nr. BN050968

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Drangasker ehf., Klettagörðum 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta í rými 0105, veitngahús í flokki I tegund c fyrir 12 gesti í suðausturenda hússins lóð nr. 6 við Klettagarða. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Klettagarðar 7 (01.330.801) 178295 Mál nr. BN050858

Sindraportið hf., Klettagörðum 9, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús á einni hæð með milligólfi, steinsteypt að hluta og stálgrind og stálsamlokueiningar að hluta á lóð nr. 7 við Klettagarða.

Stærð:  647,4 ferm., 4.242,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Laufásvegur 27 (01.183.505) 101982 Mál nr. BN051004

Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049334, innra skipulag og stigi milli 2. og rishæðar breytast og opnað verður upp í hluta rishæðar í tvíbýlishúsi á lóð nr. 27 við Laufásveg.

Stærðir voru:  251,5 ferm., 650,5 rúmm.

Eftir breytingu:  229,8 ferm., 637,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN050928

Þvottakaffi ehf., Austurstræti 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II  í kjallara og 1. hæð fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

41. Laugarásvegur 21 (01.380.407) 104767 Mál nr. BN049538

Tómas Már Sigurðsson, Sviss, Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu og útigeymslu í suðausturhorni lóðar, sjá fsp. BN049420 frá 26. maí 2015, gera nýjan inngang á suðurhlið jarðhæðar, byggja nýja stoðveggi, koma fyrir setlaug,  endurskipuleggja lóð og útbúa tvö ný bílastæði við einbýlishús á lóð nr. 21 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 17. júlí 2015 til 14. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Bjarnason og Hanna Guðmundsdóttir, dags. 14. júlí 2015.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2015.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Laugarásvegar 15, 19 og 23 og lóðarhafa Kleifarvegar 12 og 14 áritað á uppdrætti.

Bílskúr 29,2 ferm., 87,4 rúmm.

Útigeymsla:  16,2 ferm.., 48,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN050708

Magnea Þóra Guðmundsdóttir, Suðurgata 13, 101 Reykjavík

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II, teg. E, kaffihús fyrir 45 gesti, koma fyrir nýjum inngang á norðurhlið og gluggum á suðurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2016 og samþykki meðlóðarhafa dags 18. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

43. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN050871

Basalt ehf., Pósthólf 806, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. bar/kaffihús fyrir 115 gesti á 1. hæð og í kjallara Klapparstígs 33 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.

Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa um fsp. sama efnis dags. 10. mars 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 22. apríl 2016 og hljóðvistarskýrsla dags. í apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698

BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.

Erindi fylgir brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN050972

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu erindi, BN049191, sem felast í tilfærslum innanhúss og viðbættum rúllustiga í verslunarhúsi á lóð nr. 4-6 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er brunahönnun Eflu dags. 19.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

46. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN050929

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016.

47. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN050897

M21 ehf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki II fyrir 95 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN050563 dregið til baka.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN051015

Lára Sif Hrafnkelsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi fyrir póstalausu svalalokunarkerfi sömu tegundar og önnur í byggingunni á svölum nr. 0205 við íbúð 0202 í fjölbýlishúsi Vatnsstíg 21 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Stærðir: 13,3 ferm., 39,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

49. Logafold 60 (02.877.005) 110447 Mál nr. BN051003

Guðlaugur Magnússon, Logafold 60, 112 Reykjavík

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Logafold 60, 112 Reykjavík

Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir, Logafold 60, 112 Reykjavík

Guðlaugur Magnússon, Logafold 60, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að afmarka sérafnotafleti og færa bílastæði á lóðinni nr. 60 við Logafold.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Gera skal við allar skemmdir á grasi, götum og stígum í nánasta umhverfi, sem framkvæmdin kann að valda. Þurfi að lagfæra yfirborð, malbik, steypu, hellulögn eða gróið svæði skal slíkt unnið af starfsmönnum Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar nema samkomulag sé gert um annað. Allur kostnaður við verkið greiðist af leyfishafa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Lækjargata 6A (01.140.508) 100868 Mál nr. BN050848

Magrib ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta og víxla aðkomu og inngangshurðum fyrir efri hæðir og í veitingastað, sjá erindi BN050472, og breyta núverandi undirgangi í anddyri og geymslu og flóttaleið fyrir veitingastað og leið fyrir sorphirðu út á gönguleið í almenningssvæði á baklóð húss á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Miðtún 56 (01.235.010) 102933 Mál nr. BN050980

Björg Jónsdóttir, Hlunnavogur 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með bárujárnsklæðningu, minka verönd og breyta, færa til stiga frá verönd niður í garð og breyta og minka geymslu undir verönd og gera vinnuherbergi í húsinu á lóð nr. 56 við Miðtún. 

Minkun húss:  XX ferm. , XX rúmm. sbr. BN048618

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Njálsgata 1 (01.182.138) 101851 Mál nr. BN050864

Rúnar Páll Gígja, Laufbrekka 30, 200 Kópavogur

Segðu minna gerðu meira ehf., Laufbrekku 30, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð og heilsubúð í kjallara húss á lóð nr. 1 við Njálsgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, bréfs acta lögmannsstofu dags. 18. maí 2015 og greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2016.

Stærð:  1. hæð 59 ferm., 2. hæð 99,1 ferm., 3. hæð 99,2 ferm., 4. hæð 71,7 ferm

Samtals 329 ferm., 1.127,5 rúmm.

B-rými  54,7 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN050995

Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Bookingdotcom ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir vaski sem þjóna á kaffistofu starfsmanna og breyta innra skipulagi skriftofuhúsnæði á 4. hæð í húsinu á lóð nr. 17 við Nóatún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

55. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN050923

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og veitingastað í flokki I, teg. E, kaffihús fyrir 15 gesti, í rými 0102 á jarðhæð húss á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags 18. mars 2016 og bréf hönnuðar dags. 26.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

56. Rauðarárst 31- Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN049335

DRA ehf., Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík

Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í húsi á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN050758

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum , vottuðum samlokueiningum, mhl. 14, sem er alifuglahús á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi. 

Stækkun 272,3 ferm., 950,7 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

58. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050759

Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Lindargata 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka  svölum íbúðar 0401 með póstalausu glerjunarkerfi í fjölbýlishúsinu Lindargata 39, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Erindi fylgir samþykkt húsfélags dags. 2. október 2007 sem heimilar lokun svala.

Stærð svalalokana:  11,8 ferm., 35,4 rúmm.

Gjald kr.10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN051014

Bergþóra Vilhjálmsdóttir, Lindargata 37, 101 Reykjavík

Matthías Eydal, Lindargata 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka  svölum íbúðar 0302 með póstalausu glerjunarkerfi í fjölbýlishúsinu Lindargata 37, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Erindi fylgir samþykkt húsfélags dags. 2. október 2007 sem heimilar lokun svala.

Stærð svalalokana:  6,8 ferm., 20,4 rúmm.

Gjald kr.10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN050766

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047206, með því að koma fyrir inntaksklefa í bílakjallara og breyta innra skipulagi eldhúsa og baðherbergja í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

61. Sogavegur 106 (01.815.205) 107981 Mál nr. BN050887

Mardís Malla Andersen, Sogavegur 106, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í tvöfalda hurð, færa eldhús inn í borðstofu og þvottahús þar sem eldhúsið er í raðhúsinu á lóð nr. 106 við Sogaveg.

Samþykki meðeigenda raðhúsa dags. 29. apríl. 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

62. Sólheimar 42 (01.435.203) 105320 Mál nr. BN050988

Sigrún G. Jónsdóttir, Sólheimar 42, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu, 0001 á jarðhæð, í íbúð í húsinu á lóð nr. 42 við Sólheima.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Stangarholt 14 (01.246.007) 103278 Mál nr. BN050970

Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 við hliðina bílskúr 0101 sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt.

Jákvæð fyrirspurn BN042019 dags. 21. Sept. 2010 fylgir.

Stækkun bílskúr 0102: 39,7 ferm., 102,6 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Stangarholt 3-11 (01.246.118) 103306 Mál nr. BN051042

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja færanlega kennslustofu K-89B, sem kemur frá leikskólanum Grandaborg við leikskólann Nóaborg á lóð nr. 11 við Stangarholt.

Stærðir: 62,7 ferm., 21,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

65. Stekkjarbakki 2 (04.602.002) 111716 Mál nr. BN050961

Þorp ehf., Ármúla 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stofna nýtt fastanúmer fyrir matshluta 02, á lóð nr. 2 við Stekkjarbakka.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

66. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN051017

FoodCo hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í að bætt er við pizza-ofni,  loftræstum upp úr þaki og gasskáp utanhúss í og við þjónustubyggingu á lóð nr. 9 við Straum.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

67. Sægarðar 15 (01.402.303) 223695 Mál nr. BN051034

Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu að Sægörðum 15 sbr. erindi BN050318.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

68. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN050963

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Gerður Pálmadóttir, Norðurbakki 7a, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í notkunarflokki II, sbr. erindi  BN046130 dags. 2013, í Korpúlfsstöðum á lóð nr. 1 við Thorsveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

69. Tjarnarsel 2 (04.930.307) 112829 Mál nr. BN050851

Admin ehf., Þingási 41, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru taldar upp í byggingarlýsingu og til að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara í húsinu á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.

Stækkun húss:  161,2 ferm.,  278,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

70. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN050880

Mikael Smári Mikaelsson, Traðarland 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra vestan einbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Traðarland.

Niðurrif, mhl. 08 merkt 0101 bílskúr:  35,9 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

71. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN050882

Mikael Smári Mikaelsson, Traðarland 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu vestan við einbýlishús nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Traðarland.

Stækkun:  246,1 ferm., 869,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

72. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN050916

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja nýtt biðskýli í stað þess nú er við sunnanverða Sæbraut á móts við lóð nr. 62 við Kleppsveg.

Umsögn samgöngustjóra dags. 27. apríl 2016 fylgir erindinu.Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

73. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN050914

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja nýtt biðskýli í stað þess nú er við norðanverða Sæbraut á móts við lóð nr. 120 við Kleppsveg.

Umsögn samgöngustjóra dags. 27. apríl 2016 fylgir erindinu.Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

74. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN050913

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja nýtt biðskýli í stað þess sem nú er við Sæbraut sunnanverða á móts við hús á lóð nr 120 við Kleppsveg.

Umsögn samgöngustjóra dags. 27. apríl 2016 fylgir erindinu.Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Enda verði staðseting í samræmi við umsögn samgöngustjóra.

75. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN050806

Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta íbúðum á 2. og 3. hæð þannig að tvær íbúðir verða á hæð, byggja svalir á 2. hæð, gera nýjan glugga á 2. hæð, loka stigagati milli 1. og 2. hæðar, breyta innra skipulagi kjallara og innrétta þvottahús og hjóla- og vagnageymslu í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Týsgötu.

Erindi fylgir samþykki eigenda 0401 dags. 25. febrúar 2016 og fundargerð aðalfundar húsfélags dags. 7. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

76. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN050938

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi til fullnaðarfrágangs innanhúss, uppsetningu innréttinga og húskerfa í 1. áfanga leik- og grunnskóla, sjá erindi BN049807, á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

77. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN050823

Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fella út verslunarrými 0102 og til að sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka núverandi flóttaleiðum á 2. hæð og byggja nýja flóttaleið út á þak tengibyggingar við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

78. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN050375

Haraldur Olgeirsson, Einilundur 9, 210 Garðabær

Drífa ehf., Miðhrauni 4, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að gera nýjan glugga á austurhlið verslunarhúss á lóð nr. 4 við Vesturgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

79. Vesturgata 41 (01.135.003) 100425 Mál nr. BN050521

Jóhannes Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík

Haraldur Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m. a. er fyrirkomulagi stiga breytt í rishæð tvíbýlishússins á lóð nr. 41 við Vesturgötu.

Sjá erindi BN040822 og BN047771.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skoðist á staðnum.

80. Vitastígur 7 (01.174.031) 101578 Mál nr. BN050989

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúr á baklóð húss á lóð nr. 7 við Vitastíg.

Stærðir rúmm. og ferm XX

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

81. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á gafl, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stækkun:  12,9 ferm., 113,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdráttar nr. 216A-001 dags. 11. apríl 2016.

Ýmis mál

82. Árskógar 1-3 Mál nr. BN051037

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar  Skógarsel 12 og mynda nokkrar nýjar lóðir, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 27. 4. 2016.

Lóðin Skógarsel 12 (staðgr. 4.918.001, landnr. 112546), er 126127 m²,  tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 1-3 alls 5299 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 5-7 alls 5471 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Skógarsel 12A  alls 42 m², tekið af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) (17037 m² + 15 m²)  alls 17052 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) (18545 m² + 4305 m²)  alls 22850 m², lóðin verður 121113 m².

Ný lóð, Árskógar 1-3 (staðgr. 4.912.101, landnr. 224212), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5299 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 598 m², leiðrétt vegna fermetrabrota um 1 m², lóðin verður 5898 m².

Ný lóð, Árskógar 5-7 (staðgr. 4.912.001, landnr. 224213), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5471 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 287 m², leiðrétt vegna fermetrabrota  um 1 m²,  lóðin verður 5759 m².

Ný lóð, Skógarsel 12A (staðgr. 4.918.002, landnr. 224214), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 42 m², lóðin verður 42 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 04. 11. 2015, samþykkt í borgarráði þann 12. 11. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. 12. 2016.

Ath. ekki er gerður lóðauppdráttur nú, samkvæmt þessari breytingatillögu, af lóðunum Skógarseli 12 og Skógarseli 12A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

83. Árskógar 5-7 Mál nr. BN051038

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar  Skógarsel 12 og mynda nokkrar nýjar lóðir, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 27. 4. 2016.

Lóðin Skógarsel 12 (staðgr. 4.918.001, landnr. 112546), er 126127 m²,  tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 1-3 alls 5299 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 5-7 alls 5471 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Skógarsel 12A  alls 42 m², tekið af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) (17037 m² + 15 m²)  alls 17052 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) (18545 m² + 4305 m²)  alls 22850 m², lóðin verður 121113 m².

Ný lóð, Árskógar 1-3 (staðgr. 4.912.101, landnr. 224212), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5299 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 598 m², leiðrétt vegna fermetrabrota um 1 m², lóðin verður 5898 m².

Ný lóð, Árskógar 5-7 (staðgr. 4.912.001, landnr. 224213), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5471 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 287 m², leiðrétt vegna fermetrabrota um 1 m²,  lóðin verður 5759 m².

Ný lóð, Skógarsel 12A (staðgr. 4.918.002, landnr. 224214), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 42 m², lóðin verður 42 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 04. 11. 2015, samþykkt í borgarráði þann 12. 11. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. 12. 2016.

Ath. ekki er gerður lóðauppdráttur nú, samkvæmt þessari breytingatillögu, af lóðunum Skógarseli 12 og Skógarseli 12A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

84. Kjalarvogur 12 Mál nr. BN051021

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Vegna mistaka í útgáfu mæliblaðs fyrir Kjalarvog 12 í Sundahöfn þar sem hnitaskrá lóðarinnar vantaði hefur mæliblaðið verið endurunnið og hnitaskrá bætt inn. Óskað er eftir að mæliblaðinu verði skipt út fyrir það eldra. Kjalarvogur 12, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var 27. nóv. 2015 á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

85. Naustabryggja 17 (04.023.604) 191186 Mál nr. BN051026

Byggingarfulltrúi leggur til að heiti bílalóðarinnar Naustabryggja 17, landnúmer 191186 verði breytt í Naustabryggja 17A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

86. Skógarsel 12 (04.918.001) 112546 Mál nr. BN051035

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar  Skógarsel 12 og mynda nokkrar nýjar lóðir, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 27. 4. 2016.

Lóðin Skógarsel 12 (staðgr. 4.918.001, landnr. 112546), er 126127 m²,  tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 1-3 alls 5299 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 5-7 alls 5471 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Skógarsel 12A  alls 42 m², tekið af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) (17037 m² + 15 m²)  alls 17052 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) (18545 m² + 4305 m²)  alls 22850 m², lóðin verður 121113 m².

Ný lóð, Árskógar 1-3 (staðgr. 4.912.101, landnr. 224212), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5299 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 598 m², leiðrétt vegna fermetrabrota um 1 m², lóðin verður 5898 m².

Ný lóð, Árskógar 5-7 (staðgr. 4.912.001, landnr. 224213), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5471 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 287 m², leiðrétt vegna fermetrabrota  um 1 m²,  lóðin verður 5759 m².

Ný lóð, Skógarsel 12A (staðgr. 4.918.002, landnr. 224214), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 42 m², lóðin verður 42 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 04. 11. 2015, samþykkt í borgarráði þann 12. 11. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. 12. 2016.

Ath. ekki er gerður lóðauppdráttur nú, samkvæmt þessari breytingatillögu, af lóðunum Skógarseli 12 og Skógarseli 12A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

87. Skógarsel 12A Mál nr. BN051036

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar  Skógarsel 12 og mynda nokkrar nýjar lóðir, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 27. 4. 2016.

Lóðin Skógarsel 12 (staðgr. 4.918.001, landnr. 112546), er 126127 m²,  tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 1-3 alls 5299 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Árskóga 5-7 alls 5471 m², tekið af lóðinni og bætt við nýja lóð Skógarsel 12A  alls 42 m², tekið af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) (17037 m² + 15 m²)  alls 17052 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) (18545 m² + 4305 m²)  alls 22850 m², lóðin verður 121113 m².

Ný lóð, Árskógar 1-3 (staðgr. 4.912.101, landnr. 224212), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5299 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 598 m², leiðrétt vegna fermetrabrota um 1 m², lóðin verður 5898 m².

Ný lóð, Árskógar 5-7 (staðgr. 4.912.001, landnr. 224213), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 5471 m², bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449) alls 287 m², leiðrétt vegna fermetrabrota  um 1 m²,  lóðin verður 5759 m².

Ný lóð, Skógarsel 12A (staðgr. 4.918.002, landnr. 224214), bætt við lóðina frá Skógarseli 12  alls 42 m², lóðin verður 42 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 04. 11. 2015, samþykkt í borgarráði þann 12. 11. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. 12. 2016.

Ath. ekki er gerður lóðauppdráttur nú, samkvæmt þessari breytingatillögu, af lóðunum Skógarseli 12 og Skógarseli 12A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Fyrirspurnir

88. Laugavegur 170 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN050959

Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp færanlegt auglýsingaskilti 2,3x1,7m tímabundið frá 15. maí til 15. sept. 2016 á lóðinni Heklu bílar nr. 170 - 174 við Laugaveg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

89. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN050978

Arnar Hannes Gestsson, Laugavegur 86-94, 101 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi 1. hæð í íbúð en húsið er skráð þannig að jarðhæð (1. hæð) og 1. hæð (2. hæð) er skráð sem atvinnuhúsnæði og 2. hæð(3. hæð) og rishæð (4. hæð) er skráð sem íbúðarhæðir í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:44

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir Eva Geirsdóttir