Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 146

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2004, fimmtudaginn 28.  október  kl. 12.00 var haldinn 146. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík.  Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir.  Einnig sat Margrét Sverrisdóttir fundinn.  Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson, Guðmundur B. Friðriksson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Viðhorfskönnun meðal starfsmanna.
Kynning.  Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn.

2. Stjórnkerfisbreytingar.
Kynning.  Örn Sigurðsson kynnti helstu breytingar.

Fulltrúar D- lista lögðu fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúr Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega hve lítið samráð var haft við Umhverfis- og heilbrigðisnefnd og starfsfólk þess sviðs vegna stjórnkerfisbreytinga, sem nú hafa verið samþykktar.  Þessi vinnubrögð sýna að R-listinn meinar ekkert með því þegar hann talar um aukið samráð og þátttöku starfsmanna í mikilvægum málum.  Starfsmenn hafa ekki hugmynd um hvað þessi breyting hefur í för með sér, hvorki fyrir þeirra störf né starfsemi hins nýja umhverfissviðs yfirleitt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjá engin rök fyrir því, að umhverfissviði verði falið það verkefni að móta stefnuna í samgöngumálum og almenningssamgöngum, sem er í raun verkefni skipulagssviðs og framkvæmdasviðs í dag og verður að hluta áfram samkvæmt þessum breytingum.  Stjórnsýslan á þessu sviði verður því æði ruglingsleg og flókin, eins og margt annað, sem hið nýja stjórnkerfi R-listans leiðir til.

Fulltrúi R-lista lagði fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi R-listans áréttar, að stjórnkerfisbreytingarnar hafa þegar verið kynntar starfsmönnum Umhverfis- og heilbrigðisstofu og vonar að vel gangi að móta hið nýja stjórnkefi á næstu mánuðum í samvinnu við starfsmenn.
Því ber að fagna að stofnað hefur verið sérstakt umhverfissvið, en það ber vott um vilja til að umhverfismál fái aukið vægi innan borgarkerfisins.  Þá fagnar fulltrúi R-lista því að stefnumörkun í samgöngumálum færist undir Umhverfisráð, enda lykilatriði að samgöngur séu skipulagðar með tilliti til umhverfismála.

3. Hamingjuóskir.
Nefndin sendir Sigrúnu Elsu Smáradóttur hlýjar hamingjuóskir, en Sigrún eignaðist stúlkubarn í nótt.

4. Útgefin starfsleyfi.

5. Útgefin hundaleyfi.

Fleira ekki gert

Katrín Jakobsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Jórunn Frímannsdóttir