Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 146

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 27. apríl kl. 9:04, var haldinn 146. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. 

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson , Hildur Sverrisdóttir,  Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Þorsteinn Hermannsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari er Örn Sigurðsson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Meindýravarnir, Ársskýrsla 2015 Mál nr. US160102

Kynnt ársskýrsla meindýravarna 2015. 

Kynnt. 

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri og Guðmundur Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Loftgæðin í Reykjavík árið 2015 og áramótin 2015/2016 Mál nr. US160112

Kynntar niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi almennt ástand ýmissa megnandi efna í lofti borgarinnar og samantektir varðandi mengun við áramót og slíkt. 

Kynnt. 

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Vöktun strandsjávar í Reykjavík árið 2015. Mál nr. US160113

Kynntar niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi vöktun strandsjávar í Reykjavík árið 2015 og þær bornar saman við árlegar mælingar allt frá árinu 2003. 

Einnig verður rætt um verkefni sem eru í gangi vegna rangra tenginga á fráveitulögnum. 

Kynnt. 

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lagðar fram fundargerðir  Sorpu bs. nr. 358 frá  14. desember 2015 nr. 359. frá 4. mars 2016 og nr. 360. frá  22. apríl 2016. 

5. Sorphirða, Magn og samsetning úrgangs Mál nr. US160128

Kynnt magn og samsetning úrgangs. 

Kynnt. 

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Sorpa, Rekstur Endurvinnslustöðva Mál nr. US160123

Kynning á rekstri endurvinnslustöðva Sorpu.  

Kynnt. 

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Sorphirða, gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi Mál nr. US160117

Kynnt staða á byggingu gas- og jarðgerðastöðvar í Álfsnesi. 

Kynnt. 

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Sorphirða, Hirða plast við heimili Mál nr. US160104

Kynnt staða breytinga á  sorphirðunni og Grænu tunnunni og hirðing á plasti við heimili.  

Kynnt. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 10:41 víkur Halldór Halldórsson af fundi, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.  

9. Grenndarstöðvar, Aukin og bætt þjónusta á grenndarstöðvum Mál nr. US160125

Kynnt aukin og bætt þjónusta á grenndarstöðvum.  

Kynnt. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Matarsóun í Reykjavík, Aukin nýting matar í Reykjavík Mál nr. US150264

Kynnt framhald á samstarfi Landverndar og Reykjavíkurborgar um að stemma stigu við matarsóun og kynntur samningur þess efnis sem er í undirbúningi.  

Kynnt. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

11. Kvosin, Landsímareitur, fornleifarannsóknir, kynning Mál nr. US160129

Kynnt staða við fornleifarannsóknir á  Landssímareit. 

Kynnt

Vala Garðarsdóttir verkefnisstjóri fornleifarannsókna á Landsímareit tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

(E) Umhverfis- og samgöngumál

12. Fjölgun náttúrulegra svæða, tillaga 2016 Mál nr. US160022

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. apríl 2016 að slegnum svæðum verði breytt í náttúruleg svæði 2016. 

Kynnt. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Leiksvæði, Kynning Mál nr. US160105

Kynnt endurgerð leiksvæða í samræmi við leiksvæðastefnu Reykjavíkurborgar. 

Kynnt. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Björgvin Rafn Sigurðarson tekur við fundarritun af Erni Sigurðssyni. 

14. Hækkun sjávarstöðu á höfuðborgarsvæðinu, Mál nr. US160122

Kynnt skýrsla um hækkun sjávarstöðu á höfuðborgarsvæðinu vegna loftslagsbreytinga. 

Kynnt. 

Auður Magnúsdóttir og Kristín Þrastardóttir hjá  VSÓ ráðgjöf kynna. 

15. Innleiðing stefnu um líffræðilega fjölbreytni, Gátlistar fyrir deiliskipulag Mál nr. US160126

Kynnt drög að gátlistum við gerð hverfis- og deiliskipulagsgerðar. 

Kynnt. 

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

16. Loftlagsmál, Stefnumótunarvinna Mál nr. US160114

Kynnt staða varðandi stefnumótunarvinnu stýrihóps um loftlagsmál. 

Kynnt. 

Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17. Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar Mál nr. US160115

Farið yfir stöðuna varðandi samstarf Festu og Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum.

Kynnt. 

Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Hreinsunarvika/hreinsunardagur, sumarið 2016 Mál nr. US160127

Kynnt drög að dagskrá Hreinsunarviku/hreinsunardags umhverfis-  og skipulagssviðs sumarið 2016.

Kynnt. 

Hjalti J. Guðmundsson skrifstofurstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20. Grænn vefur, starfshópur Mál nr. US160110

Kynnt vinna starfshóps um Græna vefinn. 

Kynnt. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22. Reykjavíkurflugvöllur, Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina vegna samþ. deiliskipulags. Mál nr. US160132

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 20. apríl sl. samþykkti meirihlutinn tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í bókun meirihlutans kemur fram að þau taki heilshugar undir vandaða og ýtarlega umsögn skipulagsfulltrúa og að sjúkraflugi sé "ekki stefnt í hættu við gildistöku skipulagsins nú frekar en áður þegar staðið hefur til að leggja NA/SV flugbrautina niður." 

Í upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 sem samþykkt var í borgarráði 9. júlí 2015 segir orðrétt: "Ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum og almenningur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að vera vel upplýstir um ákvarðanir og forsendur þeirra."

Umsögn skipulagsfulltrúa byggir aðallega á eftirfarandi gögnum:

1.

Nefndarskýrslan "Reykjavíkurflugvöllur - Sambýli flugs og byggðar" frá 1990. 

a.Í umsögninni er ekki vikið að sérfræðiskýrslu NATS frá 1997 sem sýnir fram á að byggð í Reykjavík stafi lítil hætta af flugumferð og sérstaklega tekið fram að lítil hætta sé af notkun NA/SV flugbrautar.

2.

Skýrsla Isavia "Nothæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli" frá 2013.

a.þessi skýrsla stenst ekki reglugerð um flugvelli nr. 464/2007. 

3.

Áhættumatsskýrsla Isavia og skýrslur EFLU verkfræðistofu um nothæfistíma (sjá lið 4) og nothæfisstuðul (sjá lið 5).  

a.Ljóst er að flugöryggi skerðist við lokun NA/SV flugbrautar, fer úr Ásættanlegt í Þolanlegt, auk þess sem Samgöngustofa tekur það fram í niðurstöðu sinni í bréfi til Isavia, dags. 1. júní 2015, að "Áhættumatið nær ekki til áhrifa á flugvallarkerfið í landinu í heild sinni, það nær ekki til neyðarskipulags almannavarna né áhrifa á sjúkraflutninga, né nær það til fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur." Þá segir í bréfi Samgöngustofu. 

"Samgöngustofa minnir á að gera þarf sérstakt áhættumat um framkvæmd breytingarinnar, komi til þess að ákveðið verði að loka braut 06/24." Samgöngustofa rýndi skýrslu EFLU um nothæfisstuðul og tekur fram að niðurstöður skýrslunnar sýni að nothæfisstuðullinn fari ekki undir 95%. Rúmum þremur mánuðum eftir yfirferð Samgöngustöfu á áhættumatsskýrslu EFLU sendi Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna bréf, dags. 9. september 2015 á innanríkisráðuneytið þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við að ekki hafi verið stuðst við allar forsendur sem reglugerð og alþjóðasáttmáli kveður á um við gerð skýrslu EFLU um nothæfisstuðul. Nánar er vísað í bréf Öryggisnefndarinnar hér að neðan undir lið 5. 

b.Lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna verklags Isavia í þessu máli.

4.

Skýrsla EFLU verkfræðistofu "Áhrif flugbrauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug". 

a.Þessi skýrsla hefur ekkert með flugöryggi að gera sem sést á því að Samgöngustofa víkur henni frá og rýnir ekki við skoðun á áhættumatsskýrslu. Hugtakið "nothæfistími" er tilbúningur EFLU verkfræðistofu. Í skýrslunni eru gefnar forsendur sem ekki er hægt að viðhalda í raunveruleikanum, en þannig er hægt að ná fram hvaða niðurstöðu sem óskað er. Í bréfi Samgöngustofu, dags. 1. júní 2015, segir: "SGS hvorki rýndi né tók afstöðu til skýrslu EFLU um áhrif flugbrauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug. Hugtakið nothæfistími er ekki skilgreint hugtak , hvorki í íslenskum reglugerðum er lúta að flugvöllum né í ICAO Viðauka 14 og því var ekki tekin afstaða til þeirrar skýrslu."   

5.

Skýrsla EFLU verkfræðistofu "Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO". 

a.Þessi skýrsla er rangt unnin og niðurstaða því "íhaldssamari", svo notast sé við orðalag úr póstsamskiptum EFLU og Isavia. 

b.Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) sendi bréf, dags. 9. september 2015, til innanríkisráðueytis eða rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia. Í bréfinu kemur fram að í skýrslu EFLU um nothæfisstuðul, en áhættumatsskýrsla Isavia er unnin með hliðsjón af henni, sé hvergi vitnað í leiðbeiningarreglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en í þeim sé að finna nánari skýringar á þýðingarmiklum öryggisatriðum sem EFLA tekur ekki til greina sem leiðir til þess að skýrslan inniheldur alvarlegar villur. ÖFÍA telur skýrsluna ónothæfa og óásættanlegt sé að áhættumatsskýrsla Isavia byggi á henni við ákvörðunartöku um breytt fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er m.a. bent á að borið hafi að taka mið af hemlunarástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð, vindhviðum, brautarbreidd og stærðum flugvéla sem flugvellinum sé ætlað að þjóna. Þar sem þessara atriða hafi ekki verið gætt sé útreikningur nothæfisstuðuls rangur. Þá taki áhættumat Isavia ekki til sjúkraflugs eins og staðfest er í niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia frá 1. júní 2015.

6.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-299/2016. Niðurstaða dómsins byggir á því að samningar skuli halda en forsenda þess er, þó það sé ekki sérstaklega tiltekið í orðalagi samkomulagsins, að öryggis- og þjónustustig Reykjavíkurflugvallar sé viðunandi, en dómurinn taldi skýrslur Isavia og EFLU sýna fram á að öryggis- og þjónustustig sé viðunandi. 

a.Við vitnaleiðslur opinberaði starfsmaður Isavia, án þess að málsaðilar gerðu sér grein fyrir því við réttarhald, að Isavia og EFLA verkfræðistofa unnu ekki samkvæmt reglugerð um flugvelli og alþjóðasáttmála ICAO sem reglugerðin byggir á við útreikninga á nothæfisstuðli. Ríkislögmaður hefur verið upplýstur um þetta og dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Fyrir liggur að ekki hefur verið gert áhættumat vegna sjúkraflugs. Þá er í umsögn skipulagsfulltrúa ekki vikið að bréfi Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, dags. 9. september 2015, en á borgarstjórnarfundi 15. september 2015 var ítarlega farið yfir bréfið af Framsókn og flugvallarvinum og öllum borgarfulltrúum sent afrit af bréfinu í tölvupósti sama dag

Í ljósi þess sem að framan er rakið er farið fram á að rökstutt sé hvernig það samræmist Upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 að styðjast við téðar skýrslur í umsögn skipulagsfulltrúa í svörum við athugasemdum vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, hvers vegna ekki sé tekið tillit til bréfs Öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og hvar hefur verið sýnt fram á að sjúkraflugi sé ekki stefnt í hættu.

Einnig er óskað skýringa á því hvað þarf til að borgin viðurkenni að skýrslur séu ómarktækar og úreltar svo forðast megi að borgin haldi áfram að fara á skjön við Upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollarson 

                             Gísli Garðarsson Ólafur Kr. Guðmundsson 

                            Herdís Anna Þorvaldsdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 26. apríl kl. 10:26 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 872. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ármúli 42 (01.295.104) 103836 Mál nr. BN050971

Glófaxi ehf., Ármúla 42, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I, teg. A á 1. hæð í rými sem áður hýsti hamborgarastað í húsi á lóð nr. 42 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN050930

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki V, teg. gistiheimili í hluta annarar hæðar, austurenda fyrir 48 gesti, breyta setustofu við aðalanddyri í gistiherbergi og setja hringstiga milli hæða í Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er minnisblað Verkís vegna brunahönnunar dags. 10.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN050853

Hjörleifur Sveinbjörnsson, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera íbúð í risi að séríbúð og loka á milli hennar og íbúðar á 2. hæð, síkka þakglugga og byggja svalir á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2016.Stærðarbreytingar:   rúmm.

Gjöld kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN050957

Embla Sól Þórólfsdóttir, Bergþórugata 31, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga svefnherbergjum í íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bjargarstígur 16 (01.184.420) 102080 Mál nr. BN044177

Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjargarstígur 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg.

Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.

Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.

Áður gerð geymsla 3,9 ferm., 10,4 rúmm.

Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 884

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050915

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050141 og BN050349, gestafjöldi eykst úr 16 í 20 í hóteli á 19. hæð hótels á Katrínartúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Brautarholt 10-14 (01.242.302) 213498 Mál nr. BN050833

B12 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á minni háttar breytingum innanhúss, á fyrirkomulagi í eldhúsi, timburlistar eru felldir burt á norðurhlið við inngang og útfærslu er breytt á sorpgeymslu í og við hótel á lóð nr. 10-14 við Brautarholt.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN050822

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta byggingarlýsingu, sjá erindi BN049574, varðandi hæðaskil milli íbúða og vegna brunavarna í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. D-Tröð 8 (04.765.708) 112509 Mál nr. BN050896

Sigurbjörn Magnússon, Bleikjukvísl 11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í syðri hluta og til að endurbæta taðþró í hesthúsi við D-tröð 8.

Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 12. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Eskihlíð 10-10A (01.700.203) 106942 Mál nr. BN050958

Steinunn Þóra Árnadóttir, Eskihlíð 10a, 105 Reykjavík

Stefán Pálsson, Eskihlíð 10a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýjan inngang í íbúð 0001 á suðurgafli, hurð með rafdrifnum opnunarbúnaði fyrir hreyfihamlaða, lækka jarðveg um 10-30 cm, afmarka bílastæði fyrir fatlaða, eitt við nr. 10 og annaða við 10A í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-10A við Eskihlíð.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 16. apríl 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. apríl 2016, samþykki allra á nr. 10 og samþykki allra nema eins á nr. 10A.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN050919

VSP ehf, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík

FF 11 ehf., Ármúla 17, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi  í rými 0101 í hvalasafni í húsi á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Freyjubrunnur 15-21 (02.695.411) 205730 Mál nr. BN050890

Garðar Örn Róbertsson, Freyjubrunnur 19, 113 Reykjavík

Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, Freyjubrunnur 19, 113 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá erindi BN037441, fyrir raðhús nr. 19 á lóð nr. 15-21 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Friggjarbrunnur 51 (02.693.101) 205822 Mál nr. BN050932

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja skábraut og útitröppur af teikningu sbr. erindi BN049156, samþ. 19. maí 2015, við fjölbýlishús á lóð nr. 51 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Háaleitisbraut 1 (01.252.101) 103444 Mál nr. BN050927

Sjálfstæðisflokkurinn, Pósthólf 5296, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum og brunatæknilegum endurbótum á húsinu á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN050768

HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja kvist að götu, fjarlægja svalir að Háteigsvegi, byggja nýjar í rishæð og innrétta gististað í flokki II, teg. hótel, 23 herbergi fyrir allt að 50 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr, 1 við Háteigsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2016.

Stærð A-rými:   4.291,3 ferm., 14.505,6 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm., xx rúmm.

C-rými:  203,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hólmgarður 22 (01.818.301) 108212 Mál nr. BN050903

Kristjana O Kristjánsdóttir, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Sigfús Garðarsson, Hólmgarður 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 22 við Hólmgarð.

Stækkun:  57,6 ferm., 97 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hólmgarður 24 (01.818.302) 108213 Mál nr. BN050902

Pétur Snorrason, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík

Björn Snorrason, Klettás 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 24 við Hólmgarð.

Stækkun:  56,1 ferm., 105 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN050832

Hveratorg ehf., Þverholti 3, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til breytinga á innréttingu veitingastaðar á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 20 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Hyrjarhöfði 2 (04.060.301) 110596 Mál nr. BN050906

Húsfélagið Hyrjarhöfða 2, Hyrjarhöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að gluggum á útliti er breytt, innri breytingar í rými 0106, áður gert milliloft og að sameina rými 0106 og 0107 í 0106 í húsinu á lóð nr. 2 við Hyrjarhöfða.

Samþykki meðeigenda á teikningu ódags.

Stækkun millipalls 80 ,0 ferm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kjalarvogur 12 Mál nr. BN050618

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingavöruverslun, mhl. 01, tveggja hæða skrifstofubygging, steinsteypt, einangruð og klædd að utan með sléttri málmklæðningu og mhl. 02, lagerbygging, stálgrindarhús sem hægt er að aka í gegnum á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Mannvit dags. 15. febrúar 2016.

Mhl. 01, A-rými:  3.186,6 ferm., 15.186,6 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.543,6 ferm., 20.677,4 rúmm.

B-rými:  286 ferm., 1.672 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN050889

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á byggingartíma á endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni Ljósið á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laufásvegur 59 (01.197.013) 102701 Mál nr. BN050921

Grétar Hannesson, Mánagata 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048899 og fella út svalir á þaki viðbyggingar til austurs, koma fyrir tveimur þakluggum í svefnherbergi, breyta innra skipulagi í kjallara og gera minni háttar breytingar á gluggum í einbýlishúsi á lóð nr. 59 við Laufásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

24. Laugarásvegur 1 (01.380.104) 104729 Mál nr. BN050928

Þvottakaffi ehf., Austurstræti 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II ? í kjallara og 1. hæð fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  597,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laugavegur 34 (01.172.215) 101470 Mál nr. BN050799

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 14 hótelherbergi á efri hæðum og opna yfir í gististað í flokki V, teg. hótel  á lóð nr. 34A á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 34 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Naustabryggja 31-33 (04.023.303) 186176 Mál nr. BN050888

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í eldhúsum og böðum og til að breyta þakgluggum, sjá erindi BN049134 í Naustabryggju 17-19 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

29. Reykjafold 4 (02.870.602) 110295 Mál nr. BN050962

Hjálmar Vilhjálmsson, Reykjafold 4, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu innan byggingarreits einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Reykjafold.

Stækkun: 10,9 ferm., 35,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Safamýri 52-56 (01.286.102) 103744 Mál nr. BN050925

Safamýri 52-56,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem eru breytingar á uppröðun geymslna í kjallara mhl. 01, 02 og 03 og vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 52 - 56 við Safamýri. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

31. Sogavegur 106 (01.815.205) 107981 Mál nr. BN050887

Mardís Malla Andersen, Sogavegur 106, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í tvöfalda hurð, færa eldhús inn í borðstofu og þvottahús þar sem eldhúsið er í raðhúsinu á lóð nr. 106 við Sogaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Stóragerði 46 (01.803.103) 192287 Mál nr. BN050940

Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri skráningartöflu vegna fjölgunar eigna í dælu- og dreifistöð á lóð nr. 46 við Stóragerði.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 11.4. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050857

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir ofaná hluta mhl. 01, koma fyrir innbygðum svölum á norðurhlið 2., 3., 4. og 5. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 5 hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. apríl 2016.

Stækkun hús er:  224,2 ferm., 555,9 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Tangabryggja 18-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN050926

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 39 íbúðum og bílgeymslu fyrir 26 bíla og mhl. 02 sem verður sameiginleg geymsla fyrir hjól, vagna og sorp í húsi nr. 18-22 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.

Mhl. 01, A-rými:  4.070,7 ferm., 11.829,5 rúmm.

B-rými:  95,1 ferm.

C-rými:  179,5 ferm.

Mhl. 02, A-rými:  75,6 ferm., 219,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Tunguháls 19 (04.327.002) 111052 Mál nr. BN050931

Húsfélagið Tunguhálsi 19, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050503, fjölgað er um eina eign með því að rými 0201 verður í eigu 0201 í húsinu á lóð nr. 19 við Tunguháls. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN050806

Gamma ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta íbúðum á 2. og 3. hæð þannig að tvær íbúðir verða á hæð, byggja svalir á 2. hæð, gera nýjan glugga á 2. hæð, loka stigagati milli 1. og 2. hæðar, breyta innra skipulagi kjallara og innrétta þvottahús og hjóla- og vagnageymslu í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Týsgötu.

Erindi fylgir samþykki eigenda 0401 dags. 25. febrúar 2016 og fundargerð aðalfundar húsfélags dags. 7. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN050904

FÓ eignarhald ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, síkka glugga í hjónaherbergi í kjallara, gera hurð út í garð og grafa frá kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 2 við Unnarstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN050934

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 2. áfanga leik- og grunnskóla ásamt almenningsbókasafni og sundlaug, steinsteypt einangrað og klætt utan með timbur- og álklæðningu á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Erindi fylgir gátlisti fyrir aðgengi dags. 12. apríl 2016 og brunahönnun dags. 14. apríl 2016.

Stærð A-rými:  10.343,3 ferm.,   50.206,6 rúmm.

B-rými:  253,4 ferm.

C-rými:  2.619,4 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Vík 125745 (33.535.101) 125745 Mál nr. BN050979

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir meðferðarheimi að Vík sbr. BN050724.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Ystibær 1 (04.351.001) 111096 Mál nr. BN050955

Friðrik J Klausen, Ystibær 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina kvisti á suðausturhlið þannig að það stækkar húsið  á lóð nr. 1 við Ystabæ.

Umsögn skipulags dags. 3. mars. 2016 fylgir. Samþykki meðlóðahafa dags. 15. apríl 2016 fylgir.

Stækkun vegna kvistar : 8.1 ferm., 18,8 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Þingvað 19 (04.773.802) 198726 Mál nr. BN048990

Auður Ögn Árnadóttir, Móvað 21, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN04619 þannig að ? í húsinu á lóð nr. 19 við Þingvað.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Þórðarhöfði 4 (04.053.101) 210891 Mál nr. BN050900

Árland ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um stöðuleyfi og til að flytja bárujárnsklæddan timburskúr innan lóðar nr. 4 við Þórðarhöfða.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á gafl, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stækkun:  12,9 ferm., 113,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Öldugata 3 (01.136.408) 100583 Mál nr. BN050680

Sumarliði R Ísleifsson, Öldugata 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

45. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (01.134.609) 205011 Mál nr. BN050949

Helgi Pálsson, Bræðraborgarstígur 30, 101 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi létta svalalokun við íbúð 0401 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Bræðraborgarstíg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN050976

Blossom ehf., Engimýri 13, 210 Garðabær

Matthías Eiríksson, Engimýri 13, 210 Garðabær

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í flokki III í vesturenda húss á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

47. Vatnsstígur 3 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN050950

Aron Snær Arnarsson, Laugavegur 30b, 101 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi veitingastað í flokki III (til vara fl. II ) tegund F, krá á 1. hæð, starfsmannaaðstaða og geymsla verður í kjallara í húsi á lóð nr. 3 við Vatnsstíg.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:07.

Óskar Torfi Þorvaldsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Eva Geirsdóttir