Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 145

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2004, fimmtudaginn 21. október  kl. 12.00 var haldinn 145. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík.  Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Egill B. Hreinsson, Ólafur Jónsson, Gísli Ragnarsson og Jórunn Frímannsdóttir.  Einnig sat fundinn Margrét Sverrisdóttir. Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson, Rögnvaldur Ingólfsson, Rósa Magnúsdóttir, Lúðvík E. Gústafsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Lagðar fram á ný.
Starfsáætlun var samþykkt með smávægilegum breytingum í samræmi við umræður á fundinum,  með 4 atkvæðum.  Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fjárhagsáætlun var vísað til borgarráðs.

2. Rafskautaverksmiðja í Hvalfirði.
Lögð fram á ný orðsending Skrifstofu borgarstóra og borgarritara, dags. 13. október 2004 og tillaga Margrétar Sverrisdóttur.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og heilbrigðisstofu varðandi fyrirhugaða rafskautsverksmiðju að Katanesi, október 2004.
Ingibjörg E. Björnsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

Tillaga Margrétar Sverrisdóttur, áheyrnarfulltrúa F-lista var samþykkt svo breytt með 6 samhljóða atkvæðum:

Eitt helsta hlutverk Umhverfis- og heilbrigðisstofu er heilbrigðis- og mengunareftirlit í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og því er brýnt að Umhverfis- og heilbrigðisnefnd láti sig málið varða.  Full þörf er á því að nefndin fái kynningu á niðurstöðum Skipulagsstofnunar, en samtökin Landvernd hafa kært þann úrskurð þar sem starfsemi rafskautsverksmiðju veldur mikilli losun svokallaðra PAH-efna (fjölhringa kolefnasambanda), sem eru hættuleg, mengandi efni og talin geta valdið krabbameini.
Nefndin samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að beina því til umhverfisráðherra, að nefndin fái aðkomu að úrskurðarferlinu og tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri.

3. Stjórnkerfisbreytingar í Reykjavík.
Formaður óskar eftir kynningu á nýsamþykkktum stjórnkerfisbreytingum á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13.40.

Katrín Jakobsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Egill B. Hreinsson
Ólafur Jónsson Gísli Ragnarsson
Jórunn Frímannsdóttir