Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 144

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 13. apríl kl. 9.13, var haldinn 144. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Arnaldur Sigurðsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:

  

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Umferðarfræðsla, kynning á námsefni   Mál nr. US160077

Kynning samgöngustofu á námsefni fyrir umferðarfræðslu.

Kl. 9:30 tók Sverrir Bollason sæti á fundinum.

Kl. 9:37 tók Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúi Samgöngustofu Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu kynnir.

2. Frakkastígur/Lindargata, bílastæði fyrir lögreglu og sjúkrabíla  (USK2016040016)   Mál nr. US160091

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 6. apríl 2016, þar sem lagt er til að afmarkað verði bílastæði fyrir lögreglu og sjúkrabíla við gistiskýli að Lindargötu 48

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

3. Hlemmur, rútustæði (USK2016040028)   Mál nr. US160095

Lagður fram tölvupóstur Friðriks Þórs Stefánssonar, dags. 8. apríl 2016, varðandi stæði við Hlemm fyrir rútur sem flytja farþega frá skemmtiferðaskipum í Sundahöfn í sumar og haust. Einnig er lögð fram umsögn, umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 11. apríl 2016.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir umsögn samgöngustjóra frá 11. apríl 2016.

4. Göngugötur 2016, Sumargötur 2016.   Mál nr. US160094

Kynning á áherslum og verkefnum á sumargötum 2016. Sagt frá málun gatna, götugögn, Torg í biðstöðu verkefni við göngugötur og ljósmyndasýningum.

Kynnt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  8. apríl 2016.

6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi   Mál nr. SN160076

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Eftirtaldar umsagnir/ábendingar bárust á kynningartíma: umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. febrúar 2016, ábending Sigurlaugar H. Pétursdóttur hdl. f.h. Reita ehf., dags. 1. mars 2016, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. mars 2016 og hverfisráðs miðborgar, dags. 29. febrúar 2016.

Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi vegna endurskilgreiningar starfsemiskvóta við Hverfisgötu og Hlemmsvæði, dags. 11. apríl 2016.

Tillagan verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Menntasveigur 15, breyting á deiliskipulagi  (01.778.1) Mál nr. SN160235

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Lögð fram umsókn Landmótunar sf., mótt. 4. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðarinnar nr. 15 við Menntasveig. Í breytingunni felst að lóðin hliðrast tæpa tvo metra til norðurs, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 15. mars 2016.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Miklabraut/Stigahlíð, breyting á deiliskipulagi  (01.82) Mál nr. SN150719

Magnús Skúlason, Klapparstígur 1a, 101 Reykjavík

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Skúlasonar f.h. Veitna ohf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðis verði stækkað vegna nýrrar lóðar. Lóðin er ætluð fyrir lokahús á aðalæð kaldavatnslagnar, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar ark., dags. 8. janúar 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. febrúar til og með 18. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Auður Leifsdóttir f.h. húseigenda að Stigahlíð 35, dags. 18. mars 2016.

Lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2016.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi  (01.345.1) Mál nr. SN150109

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur, skv. uppfærðum uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram uppfærð greinargerð og skilmálar Ask arkitekta ehf., Eflu verkfræðistofu og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 12. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hörður Harðarson, dags. 26. mars 2016 og 6. mars 2016 og undirskriftalisti 18 íbúa við Laugarnesveg og nágrenni, dags. 1. mars 2016, Sveinn Ólafur Arnórsson og Sandra Berg Cepero, dags. 10. mars 2016, Jón Trausti Jónsson, dags. 10. mars 2016, Veitur, dags. 11. mars 2016, Hafliði Bjarki Magnússon, dags. 11. mars 2016  og Steinunn Björg Helgadóttir og  Þór Vigfússon, dags. 11. mars 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 22. febrúar 2016

Athugasemdir kynntar

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Sjafnarbrunnur 2, breyting á deiliskipulagi  (05.053.7) Mál nr. SN150664

Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 2. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 2 við Sjafnarbrunn. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 8 í 9, fækka bogadregnum hluta þakflatar og færa innkeyrslu í bílageymslu frá Sjafnarbrunni til Nönnubrunnar, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 5. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar ark., ódags. tillagan var grenndarkynnt frá 5. febrúar til 4. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Elva Guðmundsdóttir, dags. 9. febrúar 2016, Eyrún Erla Vilhjálmsdóttir, dags. 12. febrúar 2016, Hrund Gautadóttir og Aliosha Romero, dags. 29. febrúar 2016 og Viðar H. Eiríksson f.h. húsfélagsins Sjafnarbrunnur 1-3, dags. 3. mars 2016. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2016.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Laugavegur 95-99, breyting á deiliskipulagi  (01.174.1) Mál nr. SN160278

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ólafar G. Valdimarsdóttur f.h. Rita og bóka ehf., mótt. 5. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 95-99 við Laugaveg. Í breytingunni felst að á lóðinni verði heimil verslunar- og þjónustustarfstarfsemi í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 þ.m.t. almenn skrifstofu starfsemi og hótelþjónusta fyrir gististað í flokki V, en auk þess er heimilt að á eftri hæðum verði starfsemi gististaðar, skrifstofur eða íbúðir. Jafnframt eru heildarskilmálar settir fyrir lóðina auk þess að B og C rýmum er bætt inn í heildarflatarmál, heimilt verður að fullnýta gildandi deiliskipulagheimildir við Laugaveg auk þess að heimilt verður að stækka 4. hæð yfir bakbyggingu við Laugaveg allt að 1,5 metra frá útvegg o.fl., samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf., dags. 5. apríl 2016.

Frestað. .

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kl. 11:40 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.

12. Vitastígur 11, breyting á deiliskipulagi  (01.174.2) Mál nr. SN160005

Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Ráðagerði ehf, Vatnsstíg 19, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Rauðagerðis ehf., mótt. 5. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðarinnar nr. 11 við Vitastíg. Í breytingunni felst að hækka mæni húss, lækka kjallaragólf og lækka lóð milli fram- og bakhúss ásamt byggingu þjónustuhúss á lóðarmörkum Vitastígs 11 og 13, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta ehf., dags. 15. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. desember 2015 og umboð Alfreðs Haukssonar f.h. Ráðagerðis ehf., dags. 4. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnar Gunnarsson, dags. 23. mars 2016 og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt f.h. V13 ehf., dags. 23. mars 2016.  Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi  (01.811) Mál nr. SN150500

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta ehf., dags. 24. febrúar 2016.Einnig er lögð fram fundargerð frá íbúafundi sem haldin var  31. mars 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, tillaga að deiliskipulagi  (01.471) Mál nr. SN150665

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Sigurbjörns Kjartanssonar, mótt. 2. nóvember 2015, ásamt tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76. Tillagan felst í megin atriðum í því að sameinaðar eru þrjár deiliskipulagsáætlanir og mótuð samfelld húsaröð, ein til fimm hæðir, meðfram Suðurlandsbraut. Á lóðunum nr 58-64 og 66 eru heimildir óbreyttar a.ö.l. en því að heimiluð er viðbygging við jarðhæð hússins nr 66 og gerð tengibyggingingar milli lóðanna 66 og 68-70. Lóðirnar Suðurlandsbraut 68 og 70 eru sameinaðar, stækkaðar og byggingarmagn aukið. Lóðirnar Suðurlandsbraut 72-76 eru stækkaðar lítillega og byggingarmagni breytt í samræmi við það. Lega stíga er endurskoðuð og bætt við heimild til að gera hljóðmön og/eða vegg meðfram Miklubraut til að tryggja hljóðvist á lóðunum, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. Glámu Kím, dags. 11. apríl 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 14. mars 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 870 frá 12. apríl  2016.

16. Ægisíða 123, Breyting á (50133) úr flokki I í II  (01.532.004) Mál nr. BN050454

Borðið ehf., Ægisíðu 123, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta veitingaflokki úr I í II í nýsamþykktu veitingahúsi  á lóð nr. 123 við Ægisíðu. Erindi var grenndarkynnt frá 19. febrúar til og með 29. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sara McMahon, dags. 17. mars 2016, Hanna Þorgerður Vilhjálmsdóttir, Jens Þór Svansson, Vilhjálmur Kári Jensson og Þórhildur Jensdóttir, dags. 18. mars 2016, Anna Jóna Heimisdóttir og Þórir Karl Bragason Celin, mótt. 18. mars 2016 , Halldóra Ásgeirsdóttir, dags. 18. mars 2016 og Aðalheiður Ósk Guðbjörnsdóttir og Örn Valdimarsson, dags. 18. mars 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jens Þórs Svanssonar, dags. 17. mars 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Athugasemdafrestur framlengdur til og með 29. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna K. Gunnarsdóttir og Héðinn Haraldsson, dags. 9. mars 2016, mótt. 22. mars 2016.  Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016 samþykkt.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

17. Tryggvagata 12, niðurrif   Mál nr. US160099

Farið yfir stöðu málsins  vegna niðurrifs hússins nr. 12 við Tryggvagötu.

Kl. 14:17 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi, þá var einnig búið að afgreiða mál 18, 19, 20, 21.

18. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)   Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í mars 2016.

19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar og febrúar 2016.

20. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð   Mál nr. US160093

Kynnt skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2016, um verkefni vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlanagerðar.

Kynnt.
{Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.}

Kl. 13:25 vék Arnaldur Sigurðsson af fundi, þá var eftri að afgreiða mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, og 19.

21. Umhverfis- og skipulagssvið, undirbúningur fjárhagsáætlunar 2017-2021   Mál nr. US160096

Lögð fram tímaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs fyrir greiningu þjónustuþátta og skuldbindingar og áhættur í rekstri 2017-2021. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóra, dags. 7. apríl 2016, varðandi skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2017 - 2021

Kynnt.
{Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.}

22. Götuþvottur, tillaga Framsóknar og flugvallarvina   Mál nr. US160092

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. apríl 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2016 að vísa svohljóðandi tillögu Framsóknar og flugvallarvina um götuþvott til umhverfis- og skipulagsráðs: " Framsókn og flugvallarvinir leggja til að götur borgarinnar verði þrifnar nú með sama hætti og verið hefur undanfarin ár og því verði fallið frá samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs þess efnis að þvo ekki húsagötur eftir veturinn."

Greinargerð: Hætta er á að fjöldi barna og fullorðinna sem eiga við ýmsa öndunarsjúkdóma að stríða, svo sem asma og lungnasjúkdóma, muni finna fyrir vaxandi óþægindum vegna aukinnar loftmengunar og svifryks yfir hættumörkum í miklum þurrki og vindi verði götuþvottinum sleppt. Einnig má búast við að þessir einstaklingar muni lenda í auknum lyfjakosnaði vegna þessa. Ljóst er að 3,5 milljónir króna muni sparast með að sleppa því að þrífa húsagötunnar með vatni. Framsókn og flugvallarvinir telja að til þess að ná að fjármagna þvottinn megi til dæmis fækka utanlandsferðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar. Hrein torg fögur borg.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands.

23. Betri Reykjavík, laga útivistarsvæði bak við Krónuna við Jaðarsel (USK2016040009)   Mál nr. US160086

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „laga útivistarsvæði bak við Krónuna við Jaðarsel" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

24. Betri Reykjavík, hreinsun eftir áramót (USK2016040010)   Mál nr. US160087

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „hreinsun eftir áramót" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands.

25. Betri Reykjavík, hraðahindrun á Ljósvallagötu (USK2016040011)   Mál nr. US160088

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „hraðahindrun á Ljósvallagötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fjóðra efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

26. Betri Reykjavík, stækka Landspítala í Fossvogi fyrir nýtt sjúkrahús (USK2016040014)   Mál nr. US160090

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „stækka Landspítala í Fossvogi fyrir nýtt sjúkrahús" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum skipulagsmál.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa

27. Betri Reykjavík, fjölga ferðum strætisvagna (USK2016040012)   Mál nr. US160089

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga ferðum strætisvagna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
28. Betri Reykjavík, gangbrautir í Reykjavík (USK2016040008)   Mál nr. US160085

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gangbrautir í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.

Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
29. Betri Reykjavík, hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar (USK2016030036)   Mál nr. US160072

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 4. apríl 2016.

Frestað.
30. Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag  (01.82) Mál nr. SN150574

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 varðandi deiliskipulag Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð.Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg.

31. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, deiliskipulag  (01.27) Mál nr. SN150130

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 varðandi deiliskipulag reits 1.254,  Kennaraháskólinn. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núverandi lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess  verða skilgreindar upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands.

32. Engjateigur 9, breyting á deiliskipulagi  (01.366.5) Mál nr. SN150751

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Engjateig.

33. Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi  (01.152.4) Mál nr. SN150691

Þórður Birgir Bogason, Giljaland 19, 108 Reykjavík

Ark Studio ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg.

34. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, skipulags- og matslýsing  (05.1) Mál nr. SN150743

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 um samþykki á skipulags- og matslýsingum fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar, hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, hverfi 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi og hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf.

35. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, skipulags- og matslýsing  (05.2) Mál nr. SN150744

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 um samþykki á skipulags- og matslýsingum fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar, hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, hverfi 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi og hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf.

36. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, skipulags- og matslýsing  (05.3) Mál nr. SN150745

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 um samþykki á skipulags- og matslýsingum fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar, hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, hverfi 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi og hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf.

37. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, skipulags- og matslýsing   Mál nr. SN150746

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2016 um samþykki borgarráðs dags. 31. mars 2016 um samþykki á skipulags- og matslýsingum fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar, hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, hverfi 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi og hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf.

Fleira gerðist ekki.


Fundi slitið kl. 14.45.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

                             Magnea Guðmundsdóttir  Sverrir Bollason

                             Gísli Garðarsson  Ólafur Kr. Guðmundsson

                             Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 12. apríl kl. 10:09 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 870. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050815

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka G1 og G2 um eina hæð, breyta innra skipulagi íbúða og burðarkerfi, fjölga íbúðum um þrjár þannig að þar verða 40 íbúðir og fyrirkomulagi bílastæða í kjallara, sjá erindi BN048688 í fjölbýlishúsum á reit 1 lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stækkun:  920,9 ferm., 2.914,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN050746

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tengigang milli búningsálmu sundlaugar að nýbyggingu World Class við íþróttahús og sundlaug á lóð nr. 3 við Austurberg.

Erindi fylgir greinargerð um brunavarnir dags. 2. apríl 2016.

Stækkun:  87,7 ferm., 289,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Ármúli 21 (01.264.105) 103532 Mál nr. BN050872

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 21 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

4. Ármúli 4-6 (01.290.001) 103751 Mál nr. BN050820

VIST ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum sem felast í að koma fyrir lyftu á milli 1. hæðar til 3. hæðar í húsi nr. 4 á lóð nr. 4 til 6 við Ármúla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN050326

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki IV teg. hótel með 57 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.

Jafnframt er erindi BN049537 fellt úr gildi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2015.

Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015.

Stækkun:  180 ferm., 761 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Bakkastaðir 45 (02.421.103) 178891 Mál nr. BN050852

Ingólfur Geir Gissurarson, Vesturhús 18, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt sléttum plötum á lóð nr. 45 við Bakkastaði.

Stærð:  269,3 ferm., 784 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bankastræti 11 (01.171.018) 101363 Mál nr. BN050875

Mósi ehf, Bankastræti 11, 101 Reykjavík

Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Klettagörðum 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun í stað sérvöruverslunar í austurhluta 1. hæðar í húsi á lóð nr. 11 við Bankastræti.

Jafnframt er erindi BN050620 dregið til baka.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Barónsstígur 43 (01.191.119) 102505 Mál nr. BN050224

Ágústa Fanney Snorradóttir, Vindakór 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skrá íbúðareign 0001 sem ósamþykkta íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 43 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda ódags. einnig íbúðarskoðun, söluyfirlit og virðingargjörð.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Milli funda.

9. Bárugata 35 (01.135.402) 100480 Mál nr. BN050853

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Hjörleifur Sveinbjörnsson, Bárugata 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera íbúð í risi að séríbúð og loka á milli hennar og íbúðar á 2. hæð, síkka þakglugga og byggja svalir á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Bárugötu.

Stærðarbreytingar:  ferm., rúmm.

Gjöld kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Bjargarstígur 16 (01.184.420) 102080 Mál nr. BN044177

Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjargarstígur 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg.

Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.

Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.

Áður gerð geymsla 3,9 ferm., 10,4 rúmm.

Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 884

Frestað.

Lagfæra skráningu.

11. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN050838

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta rými 0103 í tvö rými 0103 og 0104 og koma fyrir fiskverslun með veitingarekstur í flokki II  með nýjum inngangi á norðurhlið í rými 0104 í húsinu á lóð nr. 26 við Borgartún. 

Bréf frá hönnuði dags. 7. apríl 2016 og tæknilegar upplýsingar um Ozon loftun, tölvupóstur frá fasteignaumsjón Eik dags. 11. apríl 2016 og umboð  frá eiganda LF ehf. dags. 11. apríl 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

12. Brautarholt 10-14 (01.242.302) 213498 Mál nr. BN050833

B12 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á minni háttar breytingum innanhúss, á fyrirkomulagi í eldhúsi, timburlistar eru felldir burt á norðurhlið við inngang og útfærslu er breytt á sorpgeymslu í og við hótel á lóð nr. 10-14 við Brautarholt.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN050822

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á byggingarlýsingu varðandi hæðaskil milli íbúða og vegna brunavarna í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

14. Brúnastekkur 11 (04.615.206) 111829 Mál nr. BN050854

Guðsteinn Ingimarsson, Brúnastekkur 11, 109 Reykjavík

Björg Halldórsdóttir, Brúnastekkur 11, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að taka í notkun óútgrafið rými, breyta bílskýli í hobbý herbergi og tengja það við íbúð, breyta innra skipulagi í húsi og færa til og fjölga bílastæðum um tvö bílastæði á lóð nr. 11 við Brúnastekk. 

Stækkun húss er : 105,1 ferm., 284,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Dragháls 28-30/F..... (04.304.301) 111020 Mál nr. BN050847

SG Fjárfestar ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga og samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að eignir 0101 og 0102 sameinast, eign 0202 stækkar á kostnað 0201, 0301 verður ný eign, sem og annarra breytinga innanhúss í atvinnuhúsi á lóð nr. 27-29 við Fossháls/nr. 28-30 við Dragháls.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN050869

Klasi fjárfesting hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa innkeyrsluhurð í útbrún á austurgafli í bílakjallara og breyta hringflóttastiga frá 2. hæð í beinan í atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Engjavegur 7 (01.372.201) 210706 Mál nr. BN050829

Knattspyrnufélagið Þróttur, Engjavegi 7, 104 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir hús fyrir snyrtingar, miða- og veitingahús, fréttamannaskýli ásamt tjaldi fyrir íþróttaiðkendur við Valbjarnarvöll fyrir knattspyrnutímabilið 2017 við gerfigrasvöllinn í Laugardal á lóð nr. 7 við Engjaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

18. Eyjarslóð 11A (01.110.403) 100018 Mál nr. BN050850

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi eins og því er lýst í byggingarlýsingu og að stórum hluta fjallar um að koma fyrir nýjum hringstiga, breyta búningsaðstöðu og bæta við sturtu og snyrtiaðstöðu á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 11A við Eyjaslóð.

Bréf frá vinnueftirliti  dags 15. mars. 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Flókagata 67 (01.270.018) 103561 Mál nr. BN050483

Sveinn Skúlason, Flókagata 67, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við og hækka þakið á bílskúrnum á lóð nr. 67 við Flókagötu.

Tölvupóstur frá hönnuði  þar sem grenndarkynningar er óskað dags. 14. janúar 2016 og bréf frá hönnuði dags. 21. maí 2015 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 5. febrúar til og með 4, mars 2016. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050534

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048776, m. a. bæta við gluggum á norðurhlið, gera nýjan inngang frá Laugavegi á nr. 41 og færa gaflvegg nr. 43 lítillega til vesturs,  og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð, 23 einingar á efri hæðum húsanna Laugavegur 41, 43 og 45 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Freyjugata 25B (01.186.314) 102268 Mál nr. BN050824

Önundur Páll Ragnarsson, Freyjugata 25b, 101 Reykjavík

Una Sighvatsdóttir, Freyjugata 25b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þannig að úr tveimur íbúðum er gerð ein þannig að húsið verður að einbýlishúsi og komið verður fyrir björgunaropi í glugga svefnherbergis og verður það útfært þannig að upprunaleg gluggaskipting haldi sér á húsinu á lóð nr. 25B við Freyjugata.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN050726

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa geymslu núverandi tröppum við aðalinngang, byggja svalir við kvist á rishæð og gera smávægilegar breytingar á  innra skipulagi húss, sjá erindi BN049604, á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 5. apríl 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 9. mars 2016.

Stækkun: 19,6 ferm., 50,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Grensásvegur 16 (01.295.403) 103850 Mál nr. BN049072

Húsfélagið Grensásvegi 16, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum á 3. og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Grensásveg.

Gjald kr. 9.823+10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

25. Hafnarstræti  1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN050841

Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.

Tölvupóstur frá hönnuði dags. 7. apríl 2016, umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2015 .

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Afla skal umsagnar Minjastofnunar Íslands.

26. Haukdælabraut 34 (05.114.604) 214797 Mál nr. BN050802

SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, klætt flísum og með aukaíbúð á lóð nr. 34 við Haukdælabraut. 

Stærð A-rými:  299,4 ferm., 1.061,0 rúmm. 

B-rými:  XX ferm., XX  rúmm.

Samtals:   XX ferm., XX rúmm

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN050768

HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja kvist að götu, fjarlægja svalir að Háteigsvegi, byggja nýjar í rishæð og innrétta gististað í flokki II, teg. hótel, 23 herbergi fyrir allt að 50 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr, 1 við Háteigsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN050697

Plastiðjan ehf, Gagnheiði 17, 800 Selfoss

Sótt er um leyfi til breytinga vegna aukinna brunavarnakrafa fyrir iðnaðarhús á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda  fyrir umsókninni í tölvupósti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN050649

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048979, útfærslu bílakjallara er breytt, verður á þremur gólfum í stað tveggja fulltra hæða áður, bílastæði verða 135, íbúðum fjölgar um eina í stigahúsi nr. 5, lóð á þaki bílgeymslu breytist, lagnaleiðir og baðherbergi breytast og minni háttar breytingar eru gerðar á útliti fjölbýlishúsa á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. í febrúar 2016.

Stærðir voru:  A-rými:  20.993,1 ferm.,  71.276 rúmm.

B-rými:  7.228,8 ferm., 21.690,1 rúmm.

C-rými:  1.761,1 ferm.

Stærðir verða:  A-rými:  22.669,1 ferm.,   75.623,6 rúmm.

B-rými:  1.630,2 ferm., 2.034,8 rúmm.

C-rými:  1.901,3 ferm.

Stækkun:  1.623,1 ferm., 3.771,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

30. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2016.

Stærð A-rými:   4.291,3 ferm., 14.505,6 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm., xx rúmm.

C-rými:  203,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hlíðargerði 14 (01.815.401) 108009 Mál nr. BN050691

María Björk Guðmundsdóttir, Hlíðargerði 14, 108 Reykjavík

Einar Jón Snorrason, Hlíðargerði 14, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta stofuglugga þannig að sett verður rennihurð út á svalir á suðurhlið 1. hæðar, núverandi  svalahurð verður lokuð, lokuð verður einnig svalahurð á 2. hæð, stigi frá anddyri upp á 2. hæð verður fjarlægður og eldhús stækkað í húsinu á lóð nr. 14 við Hlíðargerði.

Stækkun vegna lokun stigagats: XX ferm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Hólmaslóð 4 (01.111.401) 100023 Mál nr. BN050876

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á fyrirkomulagi innanhúss v/lokaúttektar á erindi BN050027, í húsi á lóð nr. 4 við Hólmaslóð.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Hraunbær  85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN050817

Kristján Bogason, Hraunbær 99, 110 Reykjavík

Jóhanna Emilía Andersen, Hraunbær 99, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr ?? bílskúr 0103 sem tilheyrir íbúð nr. 99 við bíllskúraröð á lóð nr. 85- 99 við Hraunbæ.

Stærð 0103:  XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN050728

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Kringlan 19, 103 Reykjavík

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innanhússbreytingum þar sem innréttuð eru skrifstofurými á 2. hæð og til að koma fyrir lyftu í stigahúsi  í mhl. 09 í E- húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar umsögn burðavirkishönnuðar.

35. Laufásvegur 70 (01.197.306) 102723 Mál nr. BN050574

Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum steyptum pöllum með stálhandriðum, sjá. erindi BN047067,  við einbýlishús á lóð nr. 70 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN050821

Anh Thé Doung, Háaleitisbraut 153, 108 Reykjavík

Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050470 þannig að breytt er notkun í veitingastað í flokk II fyrir 40 gesti og komið er fyrir útsogskerfi með 'airmaid oszone' kerfi upp fyrir þak á bakhluta húss á lóð nr. 103 við Laugaveg,

Bréf hönnuðar dags. 18.mars 2016.  Samþykki frá húsfélagi  ódagsett fylgir erindinu.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 34 (01.172.215) 101470 Mál nr. BN050799

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 14 hótelherbergi á efri hæðum og opna yfir í gististað í flokki V, teg. hótel  á lóð nr. 34A á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 34 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Lautarvegur 8 (01.794.302) 213566 Mál nr. BN050801

Hafliði Bárður Harðarson, Sjafnargata 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Stærð A-rými:  552 ferm., 1.724,5 rúmm.

B-rými:  73,1 ferm., 122,1 rúmm.

C-rými:  91,3 ferm.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN050763

X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr forsteyptum einingum og innrétta gististað í flokki II, teg. B með 18 íbúðareiningum fyrir 36 gesti og til að opna yfir í gististað á Vatnsstíg 11 á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Jafnframt er erindi BN048898 fellt úr gildi.

Stærð A-rými:  722 ferm., 2.342,1 rúmm.

B-rými:  39,6 ferm., 156,7 rúmm.

C-rými:  12,3 ferm.

Greiða skal fyrir 9,5 bílastæði.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

40. Mýrargata  2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN050794

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048502, að breyta brunahólfun í kjallara, breyta fyrirkomulagi á kaffistofu starfsmanna og í uppvaski í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Norðlingabraut 4 (04.734.301) 204832 Mál nr. BN050629

BS-eignir ehf., Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og notkun efri hæðar úr lagerhúsnæði í skólabyggingu fyrir Norðlingarholtsskóla á lóð nr. 4 við Norðlingabraut. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

42. Rauðalækur 32 (01.344.201) 104025 Mál nr. BN050874

Hafliði Gunnar Guðlaugsson, Kleppsvegur 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að saga burtu steyptan burðarvegg og setja stálbita og súlur í staðinn milli stofu og eldhúss á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 32 við Rauðalæk.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 29.3. 2016 og samþykki meðeigenda.Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skipholt 14 (01.246.105) 103293 Mál nr. BN050796

Guðrún Indriðadóttir, Skipholt 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á íbúð 0101 í húsinu á lóð nr. 14 við Skipholt.

Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóðar dags. 14. desember 2015, tölvupóstur frá meðlóðarhafa dags. 10. mars 2016, bréf frá hönnuði dags. 15. mars 2016 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. mars 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Sóleyjargata 13 (01.185.007) 102138 Mál nr. BN050846

Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.

Stærð:  67,2 ferm., 216,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN050715

Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri og stáli, læsanlegt og með gólfniðurfalli við fjölbýlishús á lóð nr. 27 við Sólheima.

Stærð:  29,3 ferm., 73,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Spóahólar 12-20 (04.648.101) 111997 Mál nr. BN050465

Spóahólar 16-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða fleti á suðurhlið með sléttri álklæðningu á hefðbundnu leiðarakerfi með 50 mm steinullareinangrun og koma fyrir fjórum svalalokunum á íbúðum 0302 og 0303 í mhl. 03, í íbúð 0202 í mhl. 04 og íbúðum 0101, 0201, 0202 og 0301 í mhl. 05 í fjölbýlishúsinu nr. 16-20 á lóð nr. 12-20 við Spóahóla

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. janúar 2016 og samþykkt frá löglega boðuðum húsfundi dags. 3. nóvember 2015 fylgja erindi.

Stærð svala:  120,5 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

47. Stórhöfði 22-30 (04.071.001) 110548 Mál nr. BN050878

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Landssími Íslands hf,fasteignad, Thorvaldsensstræti 4, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með sléttri álklæðningu suðurhlið mhl. 05 og austurhlið tengibyggingar, mhl. 06 sem eru vörugeymslur og skrifstofuhús á lóð nr. 22-30 við Stórhöfða.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

48. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050857

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvær hæðir ofaná hluta mhl. 01, koma fyrir innbygðum svölum á norðurhlið 2., 3., 4. og 5. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 5 hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Stækkun hús er:  XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050899

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breyttri skráningu, sjá erindi BN050622, í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Tjarnarsel 2 (04.930.307) 112829 Mál nr. BN050851

Admin ehf., Þingási 41, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru taldar upp í byggingarlýsingu og til að taka í notkun óútgrafið rými í kjallara í húsinu á lóð nr. 2 við Tjarnarsel.

Stækkun húss:  161,2 ferm.,  278,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN050882

Mikael Smári Mikaelsson, Traðarland 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu vestan við einbýlishús nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Traðarland.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN050880

Mikael Smári Mikaelsson, Traðarland 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra vestan einbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Traðarland.

Niðurrif, mhl. 08 merkt 0101 bílskúr:  35,9 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN050873

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa kaffisölu í Kolaportinu í húsi á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN050823

Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fella út verslunarrými 0102 og til að sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka núverandi flóttaleiðum á 2. hæð og byggja nýja flóttaleið út á þak tengibyggingar við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Vík 125745 (33.535.101) 125745 Mál nr. BN050724

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og breyta innra skipulagi í eldra húsi þannig að þar verði rými fyrir 60 skjólstæðinga og 10 starfsmenn í meðferðarheimili SÁÁ í Vík á Kjalarnesi.

Erindi fylgir fsp. BN050598 dags. 9. febrúar 2016.

Stækkun:  2.758,1 ferm., 9.794,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

56. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN050855

Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna til bráðabirgða á milli mhl 01 rými 0001 á lóð nr. 16 og mhl. 02 í rými 0002 á húsi nr. 14 á lóð nr. 12-14 við Vínlandsleið. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4 apríl 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

57. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN050856

Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna til bráðabirgða á milli mhl 02 rými 0002 í húsi nr. 14 á lóð nr. 12-14 og mhl. 01 í rými 0001 á húsi á lóð nr. 16 við Vínlandsleið. 

Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 08. apríl. 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Þórðarhöfði 4 (04.053.101) 210891 Mál nr. BN050825

Bílalind ehf., Funahöfða 1, 110 Reykjavík

Keflavíkurverktakar sf, Pósthólf 16, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til að koma fyrir bílastæðum við bílasölu, fjarlægja hús nr. 1 og fá stöðuleyfi fyrir þrjú hús í staðinn tímabundið á meðan ekki er gert ráð fyrir annari nýtingu skv. skipulagi, en þá verða húsin að víkja samstundis á lóð nr. 4 við Þórðarhöfða.

Stærðir hús sem er fjarlægt, xx ferm., xx rúmm.

Stærðir ný hús xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

59. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN050884

Árnína Björg Njálsdóttir, Baldursgata 7a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta eignarmörkum á milli íbúða 0201 og 0301 og koma verður fyrir rennihurð við við neðstu tröppu að íbúð 0301 í húsinu.

Nei.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

60. Fífusel  2-18 (04.970.601) 113158 Mál nr. BN050859

Björgvin Eyjólfur Ágústsson, Fífusel 14, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að svalalokun á íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 14 við Fífusel.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði

61. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN050886

Ingólfur Pálmi Heimisson, Kársnesbraut 55, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að opna húðflúrstofu á jarðhæð í húsi á lóð nr. 7 við Kringluna.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:56.

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Björgvin Rafn Sigurðarson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir