Umhverfis- og skipulagsráð
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2004, fimmtudaginn 23. september kl. 12.00 var haldinn 143. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Egill B. Hreinsson, Ólafur Jónsson, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Lúðvík E. Gústafsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Umhverfismál:
1. Umhverfisvísar í Reykjavík samgöngumál í brennidepli og Norrænir Umverfisvísar.
Lögð fram skýrsla Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hjalti Guðmundsson kynnti. Lögð fram skýrsla starfshóps stórborga Norðurlandanna.
Örn Sigurðsson kynnti.
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu Umhverfis- og heilbrigðisstofu og sýrslu starfshóps stórborga Norðurlandanna, þar sem fram kemur að koldíosíðmengun fer vaxandi í Reykjavík. Ljóst er að aukin mengun stafar einkum af vaxandi bílaumferð í borginni. Ástæða er til að hafa áhyggjur af áhrifum þessa á lífsgæði borgarbúa hvað varðar umhverfi og heilsu. Ef svo fer fram sem horfir mun þróun útstreymis gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík verða langtum meiri en markmið Kyoto-bókunarinnar gera ráð fyrir, en rétt er að minna á að í Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík hefur borgin einsett sér að leggja sitt af mörkum til að Ísland geti uppfyllt rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd fagnar því að samkvæmt skýrslu Umhverfis- og heilbrigðisstofu hefur náðst árangur í að draga úr hávaðamengun frá umferð og kemur fram í skýrslu starfshóps stórborga Norðurlandanna að við stöndum vel að vígi í þeim efnum. Enn fremur virðist magn heimilsúrgangs dragast saman, sem er fagnaðarefni.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum:
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd leggur til að Umhverfis- og heilbrigðisstofa kanni frekar forsendur mælikvarða, sem stuðst er við í skýrslunni og móti í framhaldi af því tillögur um aðgerðir í samráði við nefndina um, hvernig bæta megi loftgæði höfuðborgarinnar og í þeirri vinnu verði rætt á heildstæðan hátt um, hvað hafi þegar verið gert og hvað skuli aðhafast.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
2. Forsendur sjálfbærrar þróunar í íslensku samfélagi.
Kynning á ráðstefnu.
3. Nefnd um mótun stefnu í úrgangsmálum. Tillögur til borgarráðs.
Tillögur lagðar fram til umsagnar.
Frestað.
Heilbrigðismál:
4. Starfsleyfisskilyrði skv. hollustháttareglugerð.
Lögð fram til kynningar starfsleyfisskilyrði, sem gefin hafa verið út á vegum Umhverfisstofnunar.
5. Grugg í Úlfarsá.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 23. september 2004 ásamt fylgiskjali.
6. Útgefin starfsleyfi.
7. Útgefin hundaleyfi.
Önnur mál:
8. Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn D-lista um sjóvarnargarð í Skerjafirði.
9. Beiðni um upplýsingar:
Lagðar fram upplýsingar sem fulltrúar D- lista óskuðu eftir um fjölda geitungabúa, sem eytt hefði verið á vegum borgarinnar í borgalandinu.
10. Fundadagatal Umhverfis- og heilbrigðisnendar.
Lagt fram.
11. Úrskurður vegna hundahalds að Grenimel 6.
Nefndin kvað upp svohljóðandi úrskurð:
Úrskurðarorð:
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd leggur fyrir kæranda að afla samþykkis beggja sameigenda sinna fyrir hundahaldi sínu að Grenimel 6.
12. Afturköllun leyfis til hundahalds.
Lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 10. september 2004 og bréf Lögmanna Klapparstíg dags. 20. september 2004.
Nefndin staðfesti afturköllun Umhverfis- og heilbrigðisstofu með 3 atkvæðum.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd sitja hjá við afgreiðslu þessa máls þar sem áminningarbréf frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu barst hundaeigandanum ekki með sannanlegum hætti.
Teljum við því að hundaeigandanum hafi ekki verið gefinn kostur á því að bæta úr því sem stofan gerir athugasemdir við. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til stofunnar vegan lausagöngu hundsins, sem eru að sjálfsögðu alvarlegt mál, þá teljum við að hugsanlega hafi eigandanum ekki verið gert nægjanlega vel grein fyrir því að hann ætti á hættu að missa leyfið til að halda hundinn. Með skírskotun til meðalhófsreglunnar sitjum við því hjá í þessu máli og beinum við þeim tilmælum til stofunnar að í framtíðinni sendi hún áminningarbréf í ábyrgðarpósti svo ekki fari á milli mála að áminnt hafi verið.
Fulltrúar R-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Reykjavíkurlistans taka undir að rétt sé að áminningarbréf verði í framtíðinni send í ábyrgðarpósti. Hins vegar teljum við að umhverfis- og heilbrigðisstofu sé skylt að afturkalla umrætt leyfi til hundahalds með vísan til ítrekaðra kvartana borgara vegna lausagöngu hundsins sem og þeirrar staðreyndar að eiganda barst sannanlega eitt áminningarbréf vegna málsins. Með vísan til þess staðfestir umhverfis- og heilbrigðisnefnd afturköllunleyfisins.
13. Hundahald að Stífluseli 16.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 23.september 2004.
Fundi slitið kl. 14.28.
Katrín Jakobsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Egill Hreinsson
Ólafur Jónsson Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir