Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 142

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 30. mars kl. 9:09, var haldinn 142. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Sigurður Ingi Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sitja fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Breyttur starfstími Vinnuskóla Reykjavíkur, (USK2016030032) Mál nr. US160076

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 18. mars 2016, þar sem lagt er til að starfstími Vinnuskóla Reykjavíkur verði breyttur.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2016, samþykkt. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Almenningssalerni í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US160066

Kynnt skýrsla starfshóps, dags. 9. mars 2016, um stöðu og tillögur um almenningssalerni í Reykjavík.

Kynnt. 

Kl. 9:30 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi sæti á fundinum.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Ólafur Ólafsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík (USK2016010088) Mál nr. US160030

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, ásamt tillögu að nýjum reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn bílastæðanefndar, dags. 25. febrúar 2016, og bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 8. mars 2016. 

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

4. Laugardalur, umferðarhraði, hávaði- og svifryksmengun Mál nr. US160068

Lagt fram bréf Lilju S. Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 8. mars 2016, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg meti umferðarhraða, hávaða- og svifryksmengun í Laugardalshverfinu öllu. 

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  18. mars 2016. 

6. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN150687

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2016  til og með 9. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur, dags. 21. janúar 2016, Antoníus Þ. Svavarsson f.h. Prófasts ehf., dags. 25. febrúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 25. janúar 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Dr. Agna Ásgeirssonar f.h. Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins, lóðarhafa Engjateigs 11, dags. 2. mars 2016 og tölvupóstur Árna B. Björnssonar f.h. Verkfræðingafélags Íslands, lóðarhafa Engjateigs 9, dags. 2. mars 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. 

Kl. 10:25 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi, Marta Guðónsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

Athugasemdir kynntar. 

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Efstaleiti - RÚV reitur, deiliskipulag (01.745.4) Mál nr. SN150752

Lögð fram tillaga Arkþings ehf., ódags., að deiliskipulagi sem nær til reita 1.745.4, 1.745.0 og 1.745.1 og afmarkast af Listabraut í norðri, Bústaðavegi í suðri, Efstaleiti í vestri og Háaleitisbraut í austri. Svæðið er í dag 5 lóðir, Efstaleiti 1, 3, 5, 7 og 9. Í tillögunni felst uppbygging á lóð RÚV við Efstaleiti og samliggjandi lóðum innan reitsins með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. í janúar 2016.

Kynnt. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri, Helgi Már Hallgrímsson arkitekt og Bergþóra Kristinsdóttir fagstjóri hjá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN150253

Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150689

Kjalarnes ehf., Seilugranda 11, 107 Reykjavík

Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kjalarness ehf., mótt 16. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða í eina og breyting á byggingareit, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark., dags. 13. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar til og með 19. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Sigurður Kári Kristjánsson f.h. Skurnar hf. og Stjörnueggja hf., dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Kjalarness frá 11. febrúar 2016. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 868 frá 22. mars 2016.

11. Austurbakki 2, Hótel (01.119.801) Mál nr. BN050485

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig er lögð fram umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.

Umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016, kynnt. 

Umhverfis- og skipulagsráð bókar: „Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir álit  fagrýnihóps og beinir því til byggingarfulltrúa að hafa það til hliðsjónar við meðferð byggingarleyfisumsókna. Endanlegar útfærslur verði kynntar í umhverfis- og skipulagsráði áður en til samþykktar þeirra kemur hjá byggingarfulltrúa.”

(C) Fyrirspurnir

12. Kvosin, Landsímareitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN160143

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 25. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Í breytingunni felst m.a. niðurrif viðbyggingar við landssímahúsið frá 1967, aðlögun gólfhæða og leyfa kjallara undir öllum húsum á reitnum, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð THG arkitekta ehf., dags. 25. febrúar 2016.

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Hagamelur 67, (fsp) ofanábygging (01.525.0) Mál nr. SN160044

Geir Steinþórsson, Ægisgata 5, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Geirs Steinþórssonar, mótt. 13. janúar 2016, um hvort heimilt er að byggja eina eða fleiri hæðir ofan á húsið á lóð nr. 67 við Hagamel. 

Fyrirspurninni er vísað til frekari meðferðar hjá skipulagsfulltrúa.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Einholt 2, (fsp) hækkun húss og bygging svala (01.244.1) Mál nr. SN160104

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn  Ask arkitekta ehf., mótt. 10. febrúar 2016, um að hækka húsið á lóð nr. 2 við Einholt um eina og hálfa hæð og byggja svalir ofan 1. hæðar, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf., dags. 1. febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Halldórs Meyer, dags. 9. mars 2016, bréf Halldórs Meyer, dags. 15. mars 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2016, samþykkt. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Starhagi 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.555.3) Mál nr. SN160163

Baldur Þórhallsson, Starhagi 5, 107 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar, dags. 1. mars 2016 ásamt fylgiskjölum, varðandi breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna lóðar nr. 3 sem felst í breytingu á byggingarmagni. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2016.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. mars 2016, samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Gísla Garðarssonar. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir greiða atkvæði á móti og bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir, greiða atkvæði gegn tillögunni á þeirri forsendu að það hefði átt að beina málinu til hverfisráðs áður en ákvörðun um að farið verði í deiliskipulagsbreytingu er tekin.“ 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: „Tillagan sem nú er samþykkt fjallar um heimild umhverfis- og skipulagssviðs til að hefja vinnu við skipulagsgerð. Hverfisráð Vesturbæjar mun fá einstakt tækifæri til að hafa skoðun á skipulagsgerð á upphafsstigum með umfjöllun um málið á næsta fundi sínum.“

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

16. Gufunes, Kynning starfssemi í Gufunesbænum Mál nr. US160067

Kynnt starfssemi Reykjavíkurborgar í Gufunesbænum gamla.

Atli Steinn Árnason framkvæmdastjóri kynnir.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

17. Kjalarnes, Þverárkot, bærinn verði skráður sem lögbýli Mál nr. SN150667

Sveinn Sigurjónsson, Þverárkot, 116 Reykjavík

Kolbrún Anna Sveinsdóttir, Þrastarhöfði 6, 270 Mosfellsbær

Lagt fram bréf  Sveins Sigurjónssonar um umsögn, mótt. 3. nóvember 2015, um að bærinn Þverárkot verði skráður sem lögbýli að nýju. Einnig er lagt fram bréf Guðmundar Sigurðssonar framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, dags. 14. september 2015 og bréf Sveins Sigurjónssonar dags. 31. ágúst 2015. 

Frestað.

18. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2016 Mál nr. US160014

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2016.

Samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

19. Gjaldskrá og reglur um bílastæði í Reykjavík, tillögur starfshóps Mál nr. US150247

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagðar fram að nýju tillögur starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs að nýjum reglum um bílastæðagjald í Reykjavík unnar með hliðsjón af nýju aðalskipulagi. Einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir bílastæði. Jafnframt er lögð fram umsögn bílastæðanefndar, dags. 11. febrúar 2016. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. mars 2016. 

Frestað.

20. Kynning á uppbyggingu í miðborginni, Mál nr. US160064

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs ásamt greinargerð varðandi kynningu á uppbyggingu í miðborginni. 

"Umhverfis- og skipulagssviði er falið að koma fyrir skála eða finna hentugt húsnæði á áberandi stað og setja þar upp sýningu sem stæði í að minnsta kosti þrjú ár til að kynna sem best uppbyggingu og skipulagsmál í miðborginni, einkum í Kvosinni. Leggur umhverfis- og skipulagsráð áherslu á að verkefni þetta verði framkvæmt sem fyrst og í náinni samvinnu við framkvæmdaaðila, en leitað skuli eftir því að þeir standi straum af kostnaði við það. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

21. Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002) Mál nr. US150137

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Frestað.

22. Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002) Mál nr. US150137

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds. 

23. Betri Reykjavík, fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti(USK2016030033) Mál nr. US160069

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga svæðum þar sem Reykvíkingar geta ræktað grænmeti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.

24. Betri Reykjavík, gera hlaupastíg fyrir almenning í Laugardal (USK2016030034) Mál nr. US160070

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gera hlaupastíg fyrir almenning í Laugardal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

25. Betri Reykjavík, gönguleiðaskilti (USK2016030035) Mál nr. US160071

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gönguleiðaskilti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

26. Betri Reykjavík, hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar (USK2016030036) Mál nr. US160072

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

27. Betri Reykjavík, setja upp skilti sem minnir á hraðahindruninar hjá Hörpunni(USK2016030037) Mál nr. US160073

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „setja upp skilti sem minnir á hraðahindruninar hjá Hörpunni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum framkvæmdir. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

28. Betri Reykjavík, stígagerð, íþróttabrautir og tengingar við Gufunesbæ (USK2016030038) Mál nr. US160074

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „stígagerð, íþróttabrautir og tengingar við Gufunesbæ" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum skipulagsmál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

29. Betri Reykjavík, fleiri bekkir á Kringlumýrarbraut (USK2016030039) Mál nr. US160075

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fleiri bekkir á Kringlumýrarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum ýmislegt. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.

30. Hlíðarendi, kærur 5 og 7/2016, umsögn, úrskurður (01.62) Mál nr. SN160053

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. janúar 2016 ásamt kærum 5/2016 og 7/2016 þar sem kært er deiliskipulag á Hlíðarenda. Einnig lagðar fram umsagnir skrifstofu sviðsstjóra vegna kæru 5/2016 og 7/2016, dags. 17. febrúar 2016. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. mars 2016. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:30

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Marta Guðjónsdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 22. mars kl. 10:20 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 868. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Amtmannsstígur 5A (01.170.209) 101337 Mál nr. BN050797

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á bakhlið 1. og 2. hæðar, jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á húsi nr. 5A á lóð nr. 5 við Amtmannsstíg.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 21. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050485

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.

Stærð A-rýma:  18.447,6 ferm., 68.426,9 rúmm.

B-rými:  490 ferm., 2.005,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050486

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Stærð A-rými:  17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm.

B-rými:  2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm.

C-rými:  64,8 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

4. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN050791

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050455 þannig að inngöngum í apótekið rými 0101 er fjölgað og komið fyrir rennihurðum í mhl. 02 á lóð nr. 14 við Álfabakka. 

Bréf frá hönnuði dags. 15. janúar 2016 fylgir erindi

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN050326

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki IV teg. hótel með 57 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2015.

Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015.

Stækkun:  180 ferm., 761 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bíldshöfði 8 (04.064.001) 110667 Mál nr. BN050721

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými 0001 í skrifstofur,  kom fyrir glugga vesturhlið, koma fyrir hurð með útgengi frá kjallara og tröppur á húsinu og breikka gangstétt á vesturhlið hússins á lóð nr. 8 við Bíldshöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 11. mars 2016

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

7. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN050652

Korputorg ehf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjarlægja vegg og breyta flóttaleið í rými K, Útilegumaðurinn í húsinu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050702

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp létta innveggi og hurðir í þá og nýja útidyrahurð vestan við aðalinngang á suðurhlið á 1. hæð húss á lóð nr. 3 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Búðavað 17-19 (04.791.805) 209910 Mál nr. BN050549

Katrín Garðarsdóttir, Búðavað 17, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir arni með reykháf frá rými 0201 í húsinu nr. 17 á lóð nr. 17-19 við Búðavað.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Dugguvogur 23 105647 Mál nr. BN050673

Marteinn Einarsson, Kríuás 27, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í rými 0305 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2016.

11. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN050647

Nývaki ehf, Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til  að breyta innra skipulagi, fjölga salernum, innrétta  kaffiaðstöðu og fækka rýmisnúmerum í á 2. hæð í húsi á lóð nr. 27 við Dvergshöfða. 

Samþykki á 1. hæð fylgir og bréf frá Stálsmiðjunni dags. 28. jan. 2016.

Bréf frá umsækjanda dags. 16. mars 2016 fylgir.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda vegna lagna.

12. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN050771

Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi  BN048966 þannig að snyrting er minnkuð í kaffihúsinu á lóð nr. 36 við Einarsnes. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050790

Ósvör ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús í flokki III fyrir 80 gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.

Jákvæð fyrirspurn BN050093 um kaffibrennslu fylgir erindi. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN050748

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 10 og koma fyrir skrifstofugámum til bráðabirgða á lóðinni Flugvöllur 106748.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN050764

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, með því að færa rafmagnsinntak í kjallara, breyta innra skipulagi íbúða og gluggum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN050795

Víkin - Sjóminjasafn í Re ses., Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045353, stækka eldhús, koma fyrir fatahengi, anddyri og breyta útidyrahurð í húsi á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

17. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050603

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að hækka og breyta þaki og innrétta herbergi á 2. hæð í bakhúsi, mhl. 02, gististaður fl. 2, tegund B, gistiheimili, á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Stærðir: xx ferm., xx rúmm. stækkun

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN050805

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa á byggingartíma, s.s. veggjaþykktir og þakdeili, sjá erindi BN047586, fjölbýlishúss á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. mars 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN050727

Kolefni ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 og 02 og reisa 3 nýja lagertanka mhl. 12, 13 og 14 fyrir bjórframleiðslu sem verða staðsettir úti  á milli mhl. 01 og 02 á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.

Stærðir á nýjum lagertönkum eru: Mhl. 12 er 8,5 ferm., 88,7 rúmm. Mhl. 13 er 8,0 ferm., 72,5 rúmm. Mhl. 14 er 8,0 ferm., 72,5 rúmm. Samtals 24,5 ferm., 233,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

20. Haukdælabraut 32 (05.114.603) 214796 Mál nr. BN050674

Böðvar Bjarki Þorvaldsson, Garðsstaðir 56, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum og  aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 32 við Haukdælarbraut.

Varmatapsútreikningur dags. 15. feb. 2016 og bréf frá hönnuði ódags. fylgir erindi. 

Stærð húss:   322,6,0 ferm., 1.119,4 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Haukdælabraut 34 (05.114.604) 214797 Mál nr. BN050802

SMG ehf., Vatnagörðum 28, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, klætt flísum og með aukaíbúð á lóð nr. 34 við Haukdælabraut. 

Stærð: 299,4 ferm., 1.061,0 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háteigsvegur 1 (01.244.203) 103187 Mál nr. BN050768

HT 1 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja kvist að götu, fjarlægja svalir að Háteigsvegi, byggja nýjar í rishæð og innrétta gististað í flokki II, teg. hótel, 23 herbergi fyrir allt að 50 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr, 1 við Háteigsveg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Heiðargerði 72 (01.802.204) 107669 Mál nr. BN050730

Arnar Hilmarsson, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN043153 vegna lokaúttektar á húsinu á lóð nr. 72 við Heiðargerði. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Hofsvallagata 59 (01.543.108) 106417 Mál nr. BN050627

Hofsvallagata 59,húsfélag, Hofsvallagötu 59, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir, tröppur, grafa frá og gera hurð út úr kjallaraíbúð í húsi á lóð nr. 59 við Hofsvallagötu.

Erindi fylgir fsp. BN049491.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Holtavegur 10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN050657

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta aðgangshurð að afgreiðslu bílaleigu á 2. hæð í rými 0202, mátlínur 10/H, sbr. erindi BN049882 í húsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN050793

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049183, breyta fyrirkomulagi á bar og í starfsmannarými í veitingahúsi á lóð nr. 121 við Hringbraut.  

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN050737

Skarphéðinn Andri Einarsson, Hverfisgata 105, 101 Reykjavík

Sótt er  um leyfi til að koma fyrir þvottavél og vaski í geymslu 0307 sem er í eigu íbúðar 0302 í húsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.

Neikvæð fyrirspurn BN050469 dags. 19. janúar 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN050601

T.&D. ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, tegund c, veitingastofa á 1. hæð í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.1. 2015.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.  Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlit.  Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN050765

Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  veitingarrekstri úr fl. II, teg. C í fl. III, teg.? á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 76 við Hverfisgötu. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN050728

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Kringlan 19, 103 Reykjavík

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir  innanhússbreytingum þar sem innréttuð eru skrifstofurými á 2. hæð og koma fyrir lyftu í stigahúsi  í mhl. 09 í E- húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Kjalarvogur 12 Mál nr. BN050618

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingavöruverslun, mhl. 01, tveggja hæða skrifstofubygging, steinsteypt, einangruð og klædd að utan með sléttri málmklæðningu og mhl. 02, lagerbygging, stálgrindarhús sem hægt er að aka í gegnum á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Mannvit dags. 15. febrúar 2016.

Mhl. 01, A-rými:  3.186,6 ferm., 15.186,6 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.543,6 ferm., 20.677,4 rúmm.

B-rými:  286 ferm., 1.672 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016.

32. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN050650

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fylla í gluggagöt, byggja yfir þaksvalir, byggja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.

Sjá erindi BN045438 samþykkt 17. desember 2013.

Stækkun:  35 ferm., 1.932,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN050704

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað yfir í aðliggjandi rými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

34. Laugavegur 34 (01.172.215) 101470 Mál nr. BN050799

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 14 hótelherbergi á efri hæðum og opna yfir í gististað í flokki V, teg. hótel  á lóð nr. 34A á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 34 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN050322

L56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á framhús ásamt því að reisa nýbyggingu á baklóð og innrétta gistiheimili í flokki II, fyrir 32 gesti á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN048949 fellt úr gildi.

Stækkun:  455,8 ferm., 1.376,3 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt endurskoðaðri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2016, bréf lögfræðings dags. 26. nóvember 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. mars 2016 og minnisblað um brunavarnir dags, 5. mars 2016.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Lokastígur 3 (01.181.216) 101770 Mál nr. BN050770

Einar Sörli Einarsson, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Guðrún Gunnarsdóttir, Laugarnesvegur 92, 105 Reykjavík

Foodmarket ehf., Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi að hækka um eina hæð, byggja kvist á bakhlið og viðbyggingu við kjallara, byggja útigeymslu norðvestan húss og svalir á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Lokastíg.

Jafnframt er erindi BN048173 fellt úr gildi.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir das. 23. febrúar 2016, umsögn burðarvirkishönnuðar dags, 4. mars 2016 ásamt samþykki ýmissa lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Stækkun mhl. 01:  86,2 ferm., xx rúmm.

Mhl. 02:  9,2 ferm., 23,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Mjölnisholt 4 (01.241.012) 103007 Mál nr. BN050529

Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2016.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir ódags.  Samþykki aðliggjandi lóðar nr. 6 dags. 7. mars 2016 fyglir. Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir.

Borga þarf af einu bílastæðum.

Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., 270,8 rúmm.

Mhl. 02:  15,1 ferm., 59,5 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Mýrargata  2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN050794

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048502, að breyta brunahólfun í kjallara, breyta fyrirkomulagi á kaffistofu starfsmanna og  í uppvaski í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Njálsgata 96 (01.243.004) 103046 Mál nr. BN050781

Sólblik ehf, Blikanesi 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að stækka og fjölga þakgluggum á norður og vesturhlið húss á lóð nr. 96 við Njálsgötu.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 8. mars 2015 og umsögn burðarþolshönnuðar dags. 10. mars 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Rauðarárstígur 41 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN050707

Frico ehf., Ársölum 3, 201 Kópavogur

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfitil að innrétta ísgerð og ísbúð á jarðhæð, rými 0001 og 0002 sem snúa að götu í húsi á lóð nr. 41 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 10.1000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

41. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN050723

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja skemmu eftir bruna árið 2015 í fyrri mynd án breytinga annarra en lítilsháttar fyrirkomulagsbreytinga innanhúss í þvottahúsi á lóð nr. 11 við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Stærð: XXX ferm., XXX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN050386

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggða inndregna 3. hæð, koma fyrir lyftu og innrétta 19 íbúðir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 70 við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags.  í nóvember 2015, hljóðtækniskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 7. janúar 2016, minnisblað um burðarvirki dags. 2. desember 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. desember 2015.

Stærð A-rými: 1.911,7 ferm., 6.915 rúmm.

B-rými:  332,6 ferm., 1.136,5 rúmm.

C-rými:  92,3 ferm.

Stækkun:  491,6 ferm., 1.531 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

43. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050760

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka glugga í íbúð 0704 og koma fyrir nýjum glugga á stofu í íbúð 1001 í mhl. 14 í húsi nr. 39 Lindargötu á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Samþykki stjórnar húsfélagsins Skuggi 2-3 fylgir á A 3 teikningum dags. 1. mars. 2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN050766

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047206, með því að koma fyrir inntaksklefa í bílakjallara og breyta innra skipulagi eldhúsa og baðherbergja í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN050715

Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri og stáli, læsanlegt og með gólfniðurfalli við fjölbýlishús á lóð nr. 27 við Sólheima.

Stærð:  29,3 ferm., 73,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Spóahólar 12-20 (04.648.101) 111997 Mál nr. BN050465

Spóahólar 16-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða fleti á suðurhlið með sléttri álklæðningu á hefðbundnu leiðarakerfi með 50 mm steinullareinangrun og koma fyrir fjórum svalalokunum á íbúðir í mhl. 03 0303, 05 0101, 05 0201 og 05 0202 í fjölbýlishúsinu nr. 16-20 á lóð nr. 12-20 við Spóahóla

Umsögn burðarvirkishönnuðar dag. 4. jan. 2016 og samþykkt frá lögboðuðum húsfélagsfundi dags. 3. nóv. 2015 fylgir.

Brúttó rúmm svala XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050693

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofaná mhl. 01, koma fyrir svölum á suður- og  norðurhlið 2. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 6. hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Stækkun húss:  XX ferm., og xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

48. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050622

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofaná og dýpka til suðurs verslunar- og skrifsstofuhús á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Tengist bílastæðahúsi á þremur pöllum, sem verður sameiginlegt fyrir hús nr. 8 og 10.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 9. febrúar 2016 og kvöð um afnotarétt Suðurlandsbrautar 10 af hluta bílastæða á Suðurlandsbraut 8 dags. 16. febrúar 2016.

Mhl. 01 var:  1.694,1 ferm., 6.681,9 rúmm.

Mhl. 01 verður:  4.869,4 ferm., 18.668,1 rúmm.

Stækkun:  3.175,3 ferm., 11.986,2 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Tungusel 2-10 1-11 (04.934.005) 112890 Mál nr. BN050755

Tungusel 9-11,húsfélag, Tunguseli 9-11, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða og einangra að utan með litaðri sléttri álklæðningu suðurhlið hússins á lóð nr. 9 til 11 við Tungusel.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Urðarstígur 8 (01.186.005) 102215 Mál nr. BN046804

Lyubomyra Petruk, Urðarstígur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja í breyttri mynd einbýlishús á lóð nr. 8 við Urðarstíg.

Stærð: 187 ferm., 606,2 rúmm. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2013, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016 og bréf hönnuðar ódagsett með breytingu á umsókn.

Samtals 250,7 ferm. A rými, B og C rými samtals 28,8 ferm. 656,2 rúmm. samtals.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Öldugata 3 (01.136.408) 100583 Mál nr. BN050680

Sumarliði R Ísleifsson, Öldugata 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

52. Öldugrandi  1-9 (01.511.002) 105746 Mál nr. BN050357

Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN039544, þar sem veitt var leyfi til að innrétta geymslu í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9,  á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.

Erindi fylgir afrit af fundargerð húsfundar dags. 23. febrúar 2005, samþykki meðeigenda ódagsett v/ eldri samþykktar og annað dags. 16. janúar 2016.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

53. Hverfisgata 40 (01.172.001) 101425 Mál nr. BN050808

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Hverfisgata 42 (01.172.002) 101426 Mál nr. BN050809

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Hverfisgata 44 (01.172.003) 101427 Mál nr. BN050810

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Kjalarvogur 12 Mál nr. BN050818

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog, mæliblaðið er í samræmi við deiliskiulag lóðarinnar sem samþykkt var 27. nóvember 2015 á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. 

Óskað er eftir samþykkt á mæliblaði og stofnun lóðarinnar í þjóðskrá.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

57. Klapparstígur 29A (01.172.018) 217360 Mál nr. BN050814

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

58. Laugavegur 25A (01.172.019) 222040 Mál nr. BN050811

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Laugavegur 27A (01.172.011) 101433 Mál nr. BN050812

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Laugavegur 27B (01.172.010) 101432 Mál nr. BN050813

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkura lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 17. 02. 2016, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Ath: Tillaga að breytingu lóðamarka af þessum sömu lóðum, sem samþykkt var af byggingarfulltrúa þann 10. 03. 2015, hefur ekki komist til framkvæmda og er því dregin hér með til baka.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 374 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 349 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, bætt er 288 m² við lóðina frá Hverfisgötu 44, lóðin verður 1928 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltúa.

Lóðin Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), er talin 284,1 m², lóðin reynist 288 m², teknir eru  288 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), er 45 m² og verður óbreytt.

Lóðin Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), er 374 m², teknir eru  374 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. 

Lóðin Klapparstígur 29A (staðgr.1.172.018, landnr. 217360), er 375 m², teknir eru    375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), er talin 252,0 m², lóðin reynist 250 m², teknir eru  250 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Lóðin Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7 m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  349 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. 

Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsrái þann 14. 10. 2015, samþykkt í borgarráði þann 22. 10. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 26. 11. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

61. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN050632

Margrét Harðardóttir, Sóleyjarimi 59, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi og skipta í tvær íbúðir íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7A við Baldursgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2016.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum  með vísan til leiðbeininga á fyrispurnarblaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

62. Egilsgata 22 (01.195.007) 102565 Mál nr. BN050786

Petrún Björg Jónsdóttir, Egilsgata 22, 101 Reykjavík

Spurt er hvort fjarlægja megi stólpa í steinvegg í innkeyrslu á lóð nr. 22 við Egilsgötu. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

63. Hléskógar 4 (04.941.112) 112942 Mál nr. BN050609

Gísli S Eiríksson, Blikanes 17, 210 Garðabær

Spurt er hvort leyft yrði gera að séreign áður gerða íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 4 við Hléskóga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2016.

64. Langavatnsvegur 2 (05.15-.-86) 113417 Mál nr. BN050784

Karl Bernburg, Austurbrún 2, 104 Reykjavík

Spurt er hvort þegar byggður sumarbústaður fáist samþykktur í þeirri mynd sem hann er núna á lóð nr. 2 við Langavatnsveg.

Meðfylgjandi er bréf skipulagsfulltrúa dags. 10.3. 2016.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

65. Laugarnesvegur 39 (01.360.010) 104502 Mál nr. BN050778

Sigurbjörg Jónsdóttir, Laugarnesvegur 39, 105 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkja megi áður gerða ósamþykkta  íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 39 við Laugarnesveg.

Frestað.

Fyrirspyrjandi skal óska eftir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa

66. Þorfinnsgata 12 (01.195.306) 102620 Mál nr. BN050807

Ingveldur Rut Arnmundsdóttir, Þorfinnsgata 12, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að opna á milli 1. hæðar og kallara í húsinu á lóð nr. 12 við Þorfinnsgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Enda verði sótt um byggingarleyfi

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:07

Óskar Torfi Þorvaldsson

Harri Ormarsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Eva Geirsdóttir