Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 141

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 16. mars kl. 9:05, var haldinn 141. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags.  11. mars 2016. 

2. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi (01.63) Mál nr. SN160136

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. Breytingin felur í sér breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. í mars  2016.

Fulltrúi ASK arkitekta  Páll Gunnlaugsson arkitekt, Kristján Garðarsson fulltrúi Andrúm og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða kynna.

3. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN160110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir arkitekt, Halldóra Bragadóttir arkitekt og Birkir Einarsson landslagsarkitekt kynna 

4. Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN150691

Þórður Birgir Bogason, Lækjarvað 5, 110 Reykjavík

Ark Studio ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ark Studio ehf., mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf., dags. 16. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar 2016 til og með 19. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólöf Edda Eysteinsdóttir og Haraldur Þorri Grétarsson, dags. 28. janúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs miðborgar frá 28. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.14. mars 2016. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2016. 

Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Engjateigur 9, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN150751

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 10. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Engjateig. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 6. nóvember 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, deiliskipulag (01.27) Mál nr. SN150130

Lögð fram tillaga A2f arkitekta, að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 8. mars 2016. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016.

Samþykk  að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. með fimm atkvæðum fulltrúa  Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar  og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu J. Guðmundsdóttur.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 

“Haldinn var opinn íbúafundur 9. mars sl. þar sem tillaga að deiliskipulagi var kynnt. Á fundinum kom fram mjög hörð gagnrýni fundargesta. Þrátt fyrir það hefur tillögunni í engu verið breytt og engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til þess sem fram kom hjá íbúum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks velta fyrir sér til hvers verið sé að boða til opinna samráðsfunda undir því yfirskini að verið sé að vinna með íbúum að því að móta deiliskipulag í þeirra hverfi ef ekkert er síðan gert við þær ábendingar og athugasemdir sem fram koma.”

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstri grænna Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:

"Kynningar- og samráðsferli hefur verið mikið við gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóð milli Kennaraháskólans og Bólstaðarhlíðar. Haldnir hafa verið fjórir fundir með íbúum í nágrenni reitsins. Nýtingarhlutfall á reitnum verður á milli 0,8 og 0,9 sem er í samræmi við aðliggjandi byggð. Mat umferðarverkfræðings borgarinnar er að tillagan sé í góðu lagi með tilliti til umferðar- og bílastæðamála. Uppbygging húsnæðis í Reykjavík er brýnt verkefni, sér í lagi fyrir eldri borgara og námsmenn líkt og hér um ræðir, og ótækt að falla frá áformum um hana á ófullnægjandi forsendum. Nú er haldið áfram með gott samráðsferli og framlögð tillaga auglýst til að fá fram frekari athugasemdir."

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag (01.82) Mál nr. SN150574

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf., dags. 7. desember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 7. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar 2016 til og með 19. febrúar  2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Hjálmtýsson, dags. 14. janúar 2016, Guðmundur J. Guðmundsson, dags. 16. janúar 2016, Hólmfríður S. Svavarsdóttir, dags. 16. janúar 2016, Óðinn S. Ragnarsson, dags. 16. janúar 2016, Ágústa Oddsdóttir og Sæbjörn Kristjánsson, dags. 30. janúar 2016, Arngrímur Ísberg, Jóhannes Þ. Guðmundsson, Jón Ögmundur Þormóðsson og Hólmfríður Gísladóttir, dags. 1. febrúar 2016, Sara Stef. Hildardóttir f.h. íbúa við Miklabraut 60, dags. 2. febrúar 2016, Kristín H. Hálfdánardóttir, dags. 3. febrúar 2016, Erna Steina Guðmundsdóttir og Gestur R. Bárðarson, dags. 18. febrúar 2016, Sigurður Geirsson, dags. 19. febrúar 2016, Ólöf Þórey Haraldsdóttir, dags. 19. febrúar 2016, bréf Hverfisráðs Hlíða, dags. 16. febrúar 2016 og 14. desember 2015 og umsögn vegagerðarinnar, dags. 16. febrúar 2016. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Dóru Hjálmarsdóttur, dags. 1. mars 2016. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða ásamt erindi frá íbúa í Hlíðum, dags. 14. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. mars 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. mars 2016. 

Vísað til borgarráðs. 

- Kl 12:40 víkur Stefán Benediktsson af fundi.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag (01.6) Mál nr. SN150770

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alex Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, 

Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, 

Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016,  Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson  f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson og Hallgrímur Óskar Guðmundsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016. 

Athugasemdir kynntar. 

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 867 frá 15. mars 2016 . 

(C) Fyrirspurnir

10. Lækjargata 12 og Vonarstræti 4B, (fsp) uppbygging á lóðunum (01.141.2) Mál nr. SN160201

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Þorkell Erlingsson, Hvassaleiti 77, 103 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn Þorkells Erlingssonar f.h. Íslandshótela hf., mótt. 10. mars 2016, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 12 við Lækjargötu og 4B við Vonarstræti, samkvæmt uppdrætti Glámu/Kím, dags. 3. mars 2016.  Á updrættinum er lýst drögum  að uppbyggingu á reitnum.

Fulltrúar Glámu Kím Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt  og Jóhannes Þórðarson arkitekt kynna. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Kvosin, Landsímareitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN160143

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 25. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Í breytingunni felst m.a. niðurrif viðbyggingar við landssímahúsið frá 1967, aðlögun gólfhæða og leyfa kjallara undir öllum húsum á reitnum, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016.  Einnig er kynnt greinargerð THG arkitekta ehf., dags. 25. febrúar 2016.

Frestað. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Einholt 2, (fsp) hækkun húss og bygging svala (01.244.1) Mál nr. SN160104

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn  Ask arkitekta ehf., mótt. 10. febrúar 2016, um að hækka húsið á lóð nr. 2 við Einholt um eina og hálfa hæð og byggja svalir ofan 1. hæðar, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf., dags. 1. febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Halldórs Meyer, dags. 9. mars 2016  og  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2016. 

Frestað. 

13. Grófin, Vesturgata 2 og Hafnarstræti 1-3, (fsp) uppbygging (01.118) Mál nr. SN160117

Haraldur Örn Jónsson, Túngata 16, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Haralds Arnar Jónssonar, mótt. 12. febrúar 2016, um breytingu á deiliskipulagsi reits 1.140.0, Grófarreits, vegna lóðanna nr. 2 við Vesturgötu og 1-3 við Hafnarstræti sem felst í stækkun lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu til suðvesturs, hækkun á mæni hússins og breyta þakhalla ásamt því að gera kvisti til norðurs. Opna upprunalegt "port " gegnum bryggjuhúsið, grafa út kjallara undir öllu húsinu, hækka millibyggingu milli bryggjuhúss og Bryde pakkhúss og setja þar lyftu, byggja kjallara undir þeim hluta lóðanna sem ekki standa hús á o.fl. samkvæmt uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 25. janúar 2016.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. mars 2016. 

Frestað. 

Kl. 14:19 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum að nýju. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

14. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík (USK2016010088) Mál nr. US160030

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, ásamt tillögu að nýjum reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn bílastæðanefndar, dags. 25. febrúar 2016, og bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 8. mars 2016. 

Frestað. 

15. Almenningssalerni í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US160066

Kynnt skýrsla starfshóps, dags. 9. mars 2016, um stöðu og tillögur um almenningssalerni í Reykjavík.

Frestað. 

(D) Ýmis mál

16. Kynning á uppbyggingu í miðborginni, Mál nr. US160064

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. mars 2016 var lögð fram eftirfarandi  tillaga umhverfis- og skipulagsráðs: 

"Mikil uppbygging stendur fyrir dyrum í miðborginni. Að baki henni er  mikil undirbúningsvinna sem hefur í mörgum tilvikum tekið langan tíma. Ljóst er að uppbyggingin mun leiða til breyttrar ásýndar og nýtingar á allmörgum miðborgarreitum sem hafa verið óbreyttir áratugum saman og í flestum tilvikum illa nýttir og vanhirtir. Mjög mikilvægt er að borgarbúar geti gert sér sem besta grein fyrir skipulagi, nýtingu, starfsemi og ásýnd nýrrar byggðar og fyrirkomulagi framkvæmda á þessum reitum.

Lagt er til að skoðaðar verði leiðir til að kynna sem best uppbyggingu og skipulagsmál í miðborginni, einkum í Kvosinni. Æskilegt er að koma fyrir skála eða finna hentugt húsnæði á áberandi stað þar sem hægt er að setja upp sýningu sem stæði í að minnsta kosti í þrjú ár. Mikilvægt er að þetta gert sem fyrst og í náinni samvinnu við framkvæmdaaðila. Eðlilegt má teljast að framkvæmdaraðilar standi straum af kostnaði við slíka sýningu."

Frestað. 

17. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytt hlutverk umhverfis- og skipulagsráðs R16020129 Mál nr. US160056

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytt hlutverk umhverfis- og skipulagsráðs sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 16. febrúar 2016: "Í þeim tilgangi að tryggja að uppbygging í eldri hverfum verði á forsendum byggðarinnar og að gæði og útlit nýbygginga falli að mynstri nærliggjandi húsa og götumynda er lagt til að umhverfis- og skipulagsráð fái aukið hlutverk. Verkefni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar eru skilgreind í 3. grein samþykkta ráðsins. Lagt er til að við greinina bætist nýr töluliður sem verðu svofelldur: Afgreiðir byggingarleyfisumsóknir í hverfum innan Hringbrautar og Snorrabrautar áður en byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi. Sama á við um byggingarleyfisumsóknir vegna mannvirkja annars staðar í borginni sem hafa menningarsögulegt gildi." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. mars 2016. 

18. Gjaldskrá og reglur um bílastæði í Reykjavík, tillögur starfshóps Mál nr. US150247

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagðar fram að nýju tillögur starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs að nýjum reglum um bílastæðagjald í Reykjavík unnar með hliðsjón af nýju aðalskipulagi. Einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir bílastæði. Jafnframt er lögð fram umsögn bílastæðanefndar, dags. 11. febrúar 2016.

Frestað. 

19. Umhverfis- og skipulagsráð, fundir um páska 2016 Mál nr. US160065

Samþykkt að fella niður fund umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 23. mars 2016. 

20. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í janúar og febrúar 2016.

21. Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002) Mál nr. US150137

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Frestað.

22. Laufásvegur 70, kæra 2/2016, umsögn (01.197.3) Mál nr. SN160024

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. janúar 2016, ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt borgarráðs 26. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.197.2-3, Smáragötureits, vegna Laufásvegar 70. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. mars 2016.

23. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 16/2016, umsögn (01.171.5) Mál nr. SN160089

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. febrúar 2016, ásamt kæru, ódags. móttekin 29. janúar 2016, þar sem kært er samþykkt deiliskipulag við Vegamótastíg 7-9, og Grettisgötu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. mars 2016.

24. Frakkastígur 26A, kæra 99/2015, umsögn, úrskurður (01.182.3) Mál nr. SN150679

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. nóvember 2015 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingu á íbúðarhúsinu Frakkastíg 26A í veitingahús flokki 2. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. nóvember 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. mars 2016. 

Úrskurðarorð: 

Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 12. maí 2015 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum Frakkastígs 26A að því er varðar stækkun bíslags til norðurs, skjólveggi og grindverk, allt á lóðarmörkum nefndrar lóðar og Frakkastígs 26.

25. Garðastræti 17, kæra 57/2014, umsögn, úrskurður (01.136.525) Mál nr. SN140352

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2014 ásamt kæru dags. 1. júlí 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Garðastræti 17. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 20. ágúst 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. mars 2016. 

Úrskurðarorð: 

Máli þessu er vísað frá.

26. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.154.3) Mál nr. SN150370

Halldór Eiríksson, Fífusel 26, 109 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2016 um samþykki borgarráðs dags. 3. mars 2016 um athugasemd Skipulagsstofnunar vegna birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits.

27. Sturlugata 5, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160119

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. mars 2016 um samþykki borgarráðs dags. 3. mars 2016 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 5 við Sturlugötu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar til norðurs og suðurs og fella niður hringtorg sem sýnt er á mörkum Sæmundargötu og Sturlugötu.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Stefán Benediktsson 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 15. mars kl. 10:00 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 867. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson Karólína Gunnarsdóttir og Jón Hafberg Björnsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN050746

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tengigang milli búningsálmu sundlaugar að nýbyggingu World Class við íþróttahús og sundlaug á lóð nr. 3 við Austurberg.

Stækkun:  87,7 ferm., 289,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN050326

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki IV teg. hótel með 57 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2015.

Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Barónsstígur 25 (01.174.326) 101661 Mál nr. BN050625

Guðríður Hjaltadóttir, Sóltún 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta lögun nýlega samþykktra svala sbr. erindi BN050401 dags. 19. janúar 2016 og setja hurð út á svalir í vegg við hlið núverandi glugga á 1. og 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er umsögn verkfræðings dags. 25. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bíldshöfði 8 (04.064.001) 110667 Mál nr. BN050721

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými 0001 í skrifstofur,  kom fyrir glugga vesturhlið, koma fyrir hurð með útgengi frá kjallara og tröppur á húsinu og breikka gangstétt á vesturhlið hússins á lóð nr. 8 við Bíldshöfða.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 11. mars 2016

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050774

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu að jarðhæð (annan áfanga byggingarleyfis af þremur) að Borgartúni 8-16 sbr. erindi BN049912.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóð. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Efstasund 47 (01.357.309) 104456 Mál nr. BN050753

Árni Gunnar Ingþórsson, Efstasund 47, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi að uppfæra útlit austurhliðar í samræmi við grunnmynd, sjá erindi BN050407, húss á lóð nr. 47 við Efstasund.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Faxaskjól 19 (01.533.401) 106217 Mál nr. BN050442

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Síminn hf., Ármúla 25, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tvo farsímasenda á skorstein skolpdælustöðvar  á lóð nr. 19 við Faxaskjól.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Flókagata 67 (01.270.018) 103561 Mál nr. BN050483

Sveinn Skúlason, Flókagata 67, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við og hækka þakið á bílskúrnum á lóð nr. 67 við Flókagötu.

Tölvupóstur frá hönnuði  þar sem grenndarkynningar er óskað dags. 14. janúar 2016 og bréf frá hönnuði dags. 21. maí 2015 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 5. febrúar til og með 4, mars 2016. Engar athugasemdir bárust. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

9. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN050070

Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík

Ágúst Ingimundarson, Furugerði 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþings í júní og september, ódags. og í ágúst, dags. 6. október 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 24. nóvember til og með 22. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elín Brimdís Einarsdóttir og Gísli  Kristinsson dags. 21,. desember 2015. Hrafnhildur Sigurðardóttir, dags. 21. desember 2015 og Hrafnhildur Sigurðardóttir f.h. 99 aðila á undirskriftarlista dags. 22. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2016.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 6. október 2015 og lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014.

Stærð A-rými:  216 ferm., 666,2 rúmm.

C-rými:  36,9 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050782

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir 4. og síðasta áfanga Frakkastígsreits, sjá erindi BN050783, á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN050764

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, með því að færa rafmagnsinntak í kjallara, breyta innra skipulagi íbúða og gluggum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN050658

HH byggingar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svölum mhl. 04, gluggapóstum, brunavörnum í lyftustokki og innra skipulagi í eldhúsum, sjá erindi BN048621, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 25. janúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN050726

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa geymslu núverandi tröppum við aðalinngang og gera smávægilegar breytingar á  innra skipulagi húss, sjá erindi BN049604, á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.

Stækkun: 19,6 ferm., 50,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Nikulás Úlfar Másson vék af fundi við afgreiðslu málsins og tók Óskar Torfi Þorvaldsson, yfirverkfræðingur sæti hans.

14. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN050727

Kolefni ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 og 02 og reisa 3 nýja lagertanka mhl. 12, 13 og 14 fyrir bjórframleiðslu sem verða staðsettir úti  á milli mhl. 01 og 02 á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.

Stærðir á nýjum lagertönkum eru: Mhl. 12 er 8,5 ferm., 88,7 rúmm. Mhl. 13 er 8,0 ferm., 72,5 rúmm. Mhl. 14 er 8,0 ferm., 72,5 rúmm. Samtals 24,5 ferm., 233,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Gullteigur 4 (01.360.209) 104524 Mál nr. BN050645

Atli Freyr Þórðarson, Gullteigur 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð sem eru þær að komið er fyrir salerni í þvottahúsi, útibúin eru tvö svefnherbergi og eldhús er fært í norðvesturhorn íbúðar í húsinu á lóð nr. 4 við Gullteig.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Haukdælabraut 12 (05.114.503) 214789 Mál nr. BN050675

Styrmir Örn Snorrason, Gvendargeisli 12, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar staðsteypt einbýlishús með innbyggðum bílskúr og koma fyrir heitum potti á lóð nr. 12 við Haukdælabraut.

Varmatapsrammi dags. 11. febrúar 2016 fylgir erindi.

Stærð 275,6 ferm., 1.075,3 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Haukdælabraut 124-126 (05.113.106) 214831 Mál nr. BN049866

Þorsteinn Kröyer, Dalhús 54, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús, einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016,  bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir erindi,  útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Stærð húss nr. 124:  293,2 ferm., 947,6 rúmm.

Hús nr. 126:  284,1 ferm., 913,8 rúmm.

Samtals:  577,3 ferm., 1861,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Haukdælabraut 22 (05.114.602) 214795 Mál nr. BN050717

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á suðurhlið og fella út glugga á vesturhlið, sjá erindi BN047692, í raðhúsi á lóð nr. 22 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Haukdælabraut 32 (05.114.603) 214796 Mál nr. BN050674

Böðvar Bjarki Þorvaldsson, Garðsstaðir 56, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum og  aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 32 við Haukdælarbraut.

Varmatapsútreikningur dags. 15. feb. 2016 fylgir erindi. 

Stærð húss:   322,6,0 ferm., 1.119,4 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

20. Háagerði 89 (01.817.404) 108151 Mál nr. BN050554

Guðmar Einarsson, Háagerði 89, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður og norður hlið og anddyri á vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 89 við Háagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2016.

Stækkun:  10,2 ferm., 4,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Stærð A-rými:   4.522,6 ferm., 15.451,9 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm., xx rúmm.

C-rými:  191,4 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

22. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN050729

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þakformi, taka út svalir á norðurhlið, hækka glugga á norðurhlið og breyta stigum lítillega sbr. erindi BN049977 og nýsamþykkt deiliskipulag fyrir gististað á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Minnkun frá áður samþykktu erindi  er 17,0 ferm. og stækkun 76,0 rúmm. Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN050696

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga í hábyggingu sbr. erindi BN050155 dags 17. nóvember 2015, fjarlægja núverandi flísar milli glugga, gera við flötinn og klæða með áli í sama lit og aðliggjandi steyptir fletir á lögreglustöð á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Hverfisgata 19 (01.151.410) 101004 Mál nr. BN050699

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lagfæra aðgengi með nýrri lyftu og anddyri, sem tengist aðalbyggingu á austurhlið, taka niður lyftu milli 1. og 2. hæðar, og pallalyftu milli kjallara og 1. hæðar og núv. útilyftu við tröppur á austurhlið og breyta þeim í upprunanlegt horf, koma fyrir nýrri skábraut og fjölga bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við Þjóðleikhúsið á lóð nr. 19 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er bréf Húsameistara dags. 23.2. 2016, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 6.10. 2016, greinargerð um aðgengi fyrir alla dags. 12.2. 2016 og brunavarnaskýrsla Eflu dags. 23.2. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN050765

Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  veitingarrekstri úr fl. II, teg. C í fl. III, teg.? á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 76 við Hverfisgötu. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Klyfjasel 5 (04.997.303) 113386 Mál nr. BN050754

Dröfn Vilhjálmsdóttir, Klyfjasel 5, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, sjá erindi BN050271, og til að taka í notkun sökkulrými í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 5 við Klyfjasel.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Laufásvegur 70 (01.197.306) 102723 Mál nr. BN050574

Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum steyptum pöllum með stálhandriðum, sjá. erindi BN047067,  við einbýlishús á lóð nr. 70 við Laufásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN050708

Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Magnea Þóra Guðmundsdóttir, Suðurgata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II, teg. E, kaffihús fyrir 45 gesti, koma fyrir nýjum inngang á norðurhlið og gluggum á suðurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  597,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN050322

L56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á framhús ásamt því að reisa nýbyggingu á baklóð og innrétta gistiheimili í flokki II, fyrir 32 gesti á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN048949 fellt úr gildi.

Stækkun:  455,8 ferm., 1.376,3 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt endurskoðaðri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2016, bréf lögfræðings dags. 26. nóvember 2015 og minnisblað um brunavarnir dags, 5. mars 2016.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN050563

Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og minnka leyfilegan gestafjölda í 15 í veitingahúsi í flokki II á lóð nr. 96 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN050763

X 459 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr forsteyptum einingum og innrétta gististað í flokki II, teg. B með 18 íbúðareiningum fyrir 36 gesti og til að opna yfir í gististað á Vatnsstíg 11 á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Jafnframt er erindi BN048898 fellt úr gildi.

Stærð A-rými:  722 ferm., 2.342,1 rúmm.

B-rými:  39,6 ferm., 156,7 rúmm.

C-rými:  12,3 ferm.

Greiða skal fyrir 9,5 bílastæði.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Lindargata 48 (01.152.512) 209555 Mál nr. BN050752

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047068 þannig að breytt er innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 48 við Lindargötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Mjölnisholt 4 (01.241.012) 103007 Mál nr. BN050529

Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2016.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir ódags.  Samþykki aðliggjandi lóðar nr. 6 dags. 7. mars 2016 fyglir. Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir.

Borga þarf af einu bílastæðum.

Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., XX rúmm.

Mhl. 02:  15,1 ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN050570

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stærð A-rými:  194,2 ferm., 647,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  8,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

37. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN050567

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stærð A-rými:  194 ferm., 669,5 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  8,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

38. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN050569

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum og veitingahúsi í flokki II, teg. kaffihús á jarðhæð á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stærð A-rými:  640 ferm., 2.151,2 rúmm.

B-rými:  xx ferm

C-rými:  20,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

39. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN050758

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum , vottuðum samlokueiningum, mhl. 14, sem er alifuglahús á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi. 

Stækkun 272,3 ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN050568

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stærð A-rými:  195,9 ferm., 670,9 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  11,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

41. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN050566

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016 og yfirlýsing um verkfræðihönnun frá Víðsjá dags. 12. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stærð A-rými:  199,3 ferm., 662,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  11,6 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

42. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN050604

3 Spaðar ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta verslunarrýmis 0101, í mhl.  33, í veitingastað í flokki III á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2016.

43. Skeifan 9 (01.460.202) 105660 Mál nr. BN050378

Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og suðurútliti á húsi á lóð nr. 9 við Skeifuna.

Samþykki meðeigenda dags. 8. jan. 2016.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN050709

Varmárbyggð ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa viðarklædda skjólveggi  við sérafnotafleti íbúða á 1. hæð, sbr. BN049931, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð og gera svalir á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101 - 106, dags. 3. mars 2016.

46. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050759

Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Lindargata 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka  svölum íbúðar 0401 með póstalausu glerjunarkerfi í fjölbýlishúsinu Lindargata 39, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Erindi fylgir samþykkt húsfélags dags. 2. október 2007 sem heimilar lokun svala.

Stærð svalalokana:  11,8 ferm., 35,4 rúmm.

Gjald kr.10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

47. Skyggnisbraut 26-30 (05.054.105) 219633 Mál nr. BN050766

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047206, með því að koma fyrir inntaksklefa í bílakjallara og breyta innra skipulagi eldhúsa og baðherbergja í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26-30 við Skyggnisbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

48. Sóleyjarimi 13 (02.536.104) 199445 Mál nr. BN050725

SBJ eignir ehf., Funahöfða 3, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir sérafnotareitum fyrir framan íbúðir 0101, 0102, 0103, 0104 og 0105 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Sóleyjarima. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Suðurgata 10 (01.161.106) 101201 Mál nr. BN050714

Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist á bakhlið og hækka þak á bíslagi, koma fyrir tveimur þakgluggum og byggja nýjan kvist með svölum á framhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 10 við Suðurgötu.

Jafnframt er erindi BN050343 dregið til baka.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. febrúar 2016.

Stækkun: 73,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN050780

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu  að Suðurlandsbraut 10 þ.e. fyrir sameiginlegu bílastæðahúsi  lóðanna nr. 8 og 10 sbr. BN050317.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050693

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofaná mhl. 01, koma fyrir svölum á suður- og  norðurhlið 2. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 6. hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Stækkun húss:  XX ferm., og xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

52. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050779

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um útvíkkun á áður samþykktu og útgefnu takmörkuðu byggingarleyfi sbr. BN049880 á lóð  fyrir jarðvinnu á lóð nr. 8  sem er niðurrif á annarsvegar matshluta 05 (kalt geymsluhúsnæði), Fastanr. 201-2699, Flatarmál 184,6 m2, Rúmmál  616,2 m3 og hinsvegar á matshluta 03 (spennistöð) Fastanr. 201-2698, Flatarmál 35,0 m2, Rúmmál  108,8 m3.. Uppsetningu á færanlegri bráðabirgðaspennistöð  á byggingartíma verður staðsett framan við hús í samvinnu við hönnuði og Veitur. Stærð hennar er um 6,0 m2 (2,2x2,7). Einnig undirbúningsframkvæmdir  innanhús á múrbroti og steypu í göt fyrir fyrirhuguð lyftuhús samkvæmt fyrirliggjandi hönnunargögnum á burðarþolsuppdráttum og séruppdráttum arkitekta.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN050761

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð að Tryggvagötu 14 sbr. erindi BN050404.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Úlfarsbraut 50-56 (02.698.702) 205721 Mál nr. BN050773

Orri Freyr Gíslason, Stigahlíð 24, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 56, sjá erindi BN047094, á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Vík 125745 (33.535.101) 125745 Mál nr. BN050724

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og breyta innra skipulagi í eldra húsi þannig að þar verði rými fyrir 60 skjólstæðinga og 10 starfsmenn í meðferðarheimili SÁÁ í Vík á Kjalarnesi.

Erindi fylgir fsp. BN050598 dags. 9. febrúar 2016.

Stækkun:  2.758,1 ferm., 9.794,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN049586

GH2 ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna nýja legu göngustígs og frágang á lóðamörkum með grjóthleðslu við suð-vestur hlið lóðar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna breyttra lóðamarka.

57. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á gafl, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

Stækkun: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2016.

58. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN050273

Nordic Investment Services ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð og til að byggja svalir á 1. hæð og í risi á norðurhlið húss á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.  Vísað er til uppdrátta nr. 1.01, 1.11, 1.12 og 1.13, síðast breytt  4. mars  2016.

Ýmis mál

59. Grettisgata 22B (01.182.118) 101834 Mál nr. BN050689

Lagt fram bréf Guðjóns Ármannssonar hrl. fyrir hönd Maríu Óskarsdóttur Grettisgötu 22C, dags. 12. nóvember 2015, og barst embættinu þann 20. janúar 2016.  Í bréfinu er þess farið á leit við Reykjavíkurborg "Umhverfis- og skipulagssvið" að hlutast verði til um að veggur sem reistur hefur verið "án leyfis" á lóðinni nr. 22B við Grettisgötu og gengur inn á umferðarkvöð á baklóð, verði fjarlægður.

Bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. mars 2016 fylgir erindinu.

Bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. mars 2016 samþykkt.

60. Hlunnavogur 12 (01.414.217) 105129 Mál nr. BN050772

Lárus Jóhann Sigurðsson, Hlunnavogur 12, 104 Reykjavík

Leiðrétting á skilyrðum samþykktar fyrir áður gerðar framkvæmdir

Erindi: Þann  08.03 2016 var samþykkt byggingarleyfisumsókn BN050461 að Hlunnavogi 12 um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum innanhúss vegna eignaskiptayfirlýsingar. Við bókun skilyrða með samþykkt láðist að bóka að áskilin væri lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

Fyrirspurnir

61. Vesturgata 52 (01.130.211) 100134 Mál nr. BN050747

Kári Ársælsson, Þingholtsstræti 35, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að rými sem í dag er samþykkt sem  geymsa  verði samþykkt sem íbúð í húsi á lóð nr. 52 við Vesturgötu.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:00

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Karólína Gunnarsdóttir

Eva Geirsdóttir