Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 140

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 9. mars kl. 9:05, var haldinn 140. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Garðarsson,  Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari er Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Strætó, tillögur að breytingum á leiðum 12, 16 og 26 Mál nr. US160057

Lagt fram minnisblað Strætó bs., dags. 29. febrúar 2016, með tillögum að breytingum á leiðum 12, 16 og 26  í Reykjavík sem lagt er til að taki gildi 5. júní 2016 um leið og sumaráætlun á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar fela í sér að láta leið 12 ekki fara yfir á sumartíma heldur halda 15 mínútna tíðni á annatíma yfir sumarið ásamt því að leggja niður akstur um helgar á leið 16 og að leggja alfarið niður leið 26.

S. Björn Blöndal borgarfulltrúi Þorsteinn Hermannsson fagstjóri samgangna hjá Mannvit og Ragnheiður Einarsdóttir frá Strætó bs. kynna. 

Umhverfis -og skipulagsráð bókar: „Ekki er gerð athugasemd við kynntar leiðarkerfisbreytingar en mikilvægt er að fylgjast vel með og meta reynsluna af þeim“ 

2. Aðalstræti 6, bílastæði fyrir sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi (USK2015020005) Mál nr. US150277

Sendinefnd Evrópusambandsins, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, dags. 17. desember 2015, varðandi bílastæði fyrir skrifstofu nefndarinnar að Aðalstræti 6 við Mjóstræti eða Vesturgötu. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. mars 2016, þar sem lagt er til að sendiráði Evrópusambandsins við Aðalstræti verði úthlutað samkvæmt reglum um bílastæði fyrir sendiráð tveimur bifreiðastæðum við Túngötu.

Samþykkt. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og  Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

3. Úlfarsárdalur, stígur (USK2016030008) Mál nr. US160061

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 3. mars 2016, ásamt tillögu Landmótunar, dags. 29. febrúar 2016, að stíg í Úlfarsárdal ásamt brú yfir Úlfarsá.

Samþykkt.

4. Umhverfis- og skipulagssvið, afnotaleyfi af borgarlandi Mál nr. US160062

Kynnt afnotaleyfi af borgarlandi Reykjavíkurborgar fyrstu tvo mánuði ársins 2016.

Kynnt. 

Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri og Guðmundur Vignir Óskarsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2016 og 4. mars 2016. 

6. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN160083

Atli Jóhann Guðbjörnsson, Flétturimi 5, 112 Reykjavík

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Lögð fram umsókn Atla Kjartans Guðbjörnssonar f.h. Stjörnueggja ehf., mótt. 1. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á reit A er aukið úr 0,1 í 0,2 og byggingarreitur er skilgreindur og að byggingarreitur á reit C er færður til, að núverandi vegi, og byggingarreitur er skilgreindur, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu, dags. 1. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Atla Jóhanns Guðbjörnssonar, dags. 1. febrúar 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi (01.811) Mál nr. SN150500

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta ehf., dags. 24. febrúar 2016.

Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi undir þessum lið. 

Freyr Frostason arkitekt, Oddur K. Finnbjarnarson arkitekt frá THG arkitektum ehf. og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 865 frá 1. mars 2016 og nr. 866 frá 8. mars 2016. 

(C) Fyrirspurnir

9. Kvosin, Landsímareitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN160143

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 25. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Í breytingunni felst m.a. niðurrif viðbyggingar við landssímahúsið frá 1967, aðlögun gólfhæða og leyfa kjallara undir öllum húsum á reitnum, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016.  Einnig er kynnt greinargerð THG arkitekta ehf., dags. 25. febrúar 2016.

Freyr Frostason kynnir. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

10. Langholtsvegur 31, málskot (01.357.0) Mál nr. SN160145

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Lagt fram málskot Valdimars Kristinssonar, dags. 24. febrúar 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 19. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 31 við Langholtsveg sem felst í að rífa núverandi hús og byggja nýtt. 

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 19. febrúar 2016 staðfest. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Gufunes, hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðis í Grafarvogi (02.2) Mál nr. SN160149

Kynnt drög að samkeppnislýsingu, dags. 1. mars 2016, um framtíðarskipulag Gufunessvæðis Í Grafarvogi. 

Kynnt. 

Vísað í borgarráð

12. Borgarvefsjá, kynning Mál nr. US160059

Kynnt uppfærð borgarvefsjá.

Kynnt. 

Lech Róbert Pajdak deildarstjóri landupplýsingadeildar tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Kortlagning á bílastæðum, kynning Mál nr. US160058

Kynnt kortlagning á bílastæðum.

Kynnt. 

Lech Róbert Pajdak deildarstjóri landupplýsingadeildar tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi (01.151.2) Mál nr. SN150666

Sveinn Björnsson, Búland 28, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 24. febrúar 2016, þar sem ekki er tekin afstaða til málsins þar sem óljóst er hvort deiliskipulagið sé í samræmi við aðalskipulagið hvað varðar hlutfall íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Bréf skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016 samþykkt. 

15. Notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda, minnisblað R160102050 Mál nr. US160060

Lagt fram til kynningar erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. febrúar 2016, vegna samþykktar Forsætisnefndar frá 12. febrúar 2016 um að vísa minnisblaði skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. febrúar 2016, um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda til kynningar hjá nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar.

16. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík Mál nr. US160033

Á fundi umhverfis- og skiplagsráðs 3. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík. Fjölgun gistirýma, og íbúða sem notaðar eru í skammtímaleigu, hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör breyting á borgarbragnum veldur skiljanlegu óöryggi borgarbúa í nærumhverfi sínu. Þær áhyggjur sem heyrst hafa um að stefnuleysi sé varðandi utanumhald þeirrar nýju stöðu sé komið á hættustig eru því skiljanlegar. Kvótar hafa verið settir varðandi hótelrými í Kvosinni, en hvaða reglur gilda um hótelrými á öðrum svæðum miðborgarinnar og aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnumótun er um önnur gistirými og gistiheimili? Nauðsynlegt er að eftirlit sé virkt og fyrir liggi hvernig til dæmis eigi að meta og mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær talið sé að gengið sé á félagsauð þeirra. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. febrúar 2016.

17. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli Mál nr. US160055

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir leggja fram eftirfarandi fyrirspurn: 

Á fundi borgarstjórnar þann 19. maí 2015 var svohljóðandi tillaga samþykkt:  "Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska." Bréf þessa efnis var sent Umhverfisráðuneytinu í maí 2015. Óskað er upplýsinga um hvar þetta mál er statt og eftir atvikum að rekið sé á eftir viðbrögðum. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2016.

18. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytt hlutverk umhverfis- og skipulagsráðs R16020129 Mál nr. US160056

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytt hlutverk umhverfis- og skipulagsráðs sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 16. febrúar 2016: "Í þeim tilgangi að tryggja að uppbygging í eldri hverfum verði á forsendum byggðarinnar og að gæði og útlit nýbygginga falli að mynstri nærliggjandi húsa og götumynda er lagt til að umhverfis- og skipulagsráð fái aukið hlutverk. Verkefni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar eru skilgreind í 3. grein samþykkta ráðsins. Lagt er til að við greinina bætist nýr töluliður sem verðu svofelldur: Afgreiðir byggingarleyfisumsóknir í hverfum innan Hringbrautar og Snorrabrautar áður en byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi. Sama á við um byggingarleyfisumsóknir vegna mannvirkja annars staðar í borginni sem hafa menningarsögulegt gildi."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

19. Reglur um framkvæmdir í miðborgum Evrópu, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US160054

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

"Að undanförnu hafa íbúar og rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur og á svonefndum þéttingarreitum í eldri hverfum orðið að þola mikið ónæði vegna byggingarframkvæmda . Oft hafa skapast aðstæður sem ekki verður lýst öðruvísi en sem óþolandi fyrir þau sem næst eru byggingarstað.

Óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagssvið taki saman greinargerð um þær reglur sem gilda um framkvæmdir í miðborgum Evrópu. Einkanlega skal athyglinni beint að þeim borgum þar sem uppbygging í sögulegum miðborgum hefur verið mikil á undanförnum árum. Jafnframt verði gerð samantekt á þeirri tæknilegu þróun sem orðið hefur á tækjum sem notuð eru við jarðvinnu við þessar aðstæður. Þessar upplýsingar verði notaðar til að fara yfir og endurskoða reglur sem gilda um framkvæmdir í eldri íbúðahverfum og svæðið sem er innan Hringbrautar og Snorrabrautar en ýmislegt bendir til þess að þær séu of rúmar. Niðurstöður verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem mun taka ákvarðanir um endurskoðun og breytingar á reglum borgarinnar hvað þetta varðar í framhaldinu. Vegna mikillar uppbyggingar sem einkum tengist aukinni ferðaþjónustu er mikilvægt að hraða þessari vinnu. "

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

20. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð. Mál nr. US160053

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir eftirfarandi fyrirspurn: 

"Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki. Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og  sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hefur verið deiliskipulagt fyrir þessi  fyrirtæki? Hver hefur undirbúningur á þeim svæðum verið og hvenær verður vegagerð og framkvæmdum við aðra grunnþjónustu lokið? Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?"

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

21. Betri Reykjavík, fá fleiri skilti sem birta hámarkshraða í hverfið (USK2016020025) Mál nr. US160044

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fá fleiri skilti sem birta hámarkshraða í hverfið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssvið, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016 samþykkt.

22. Betri Reykjavík, ný virðingarröð í umferðinni (USK2016020027) Mál nr. US160046

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „ný virðingarröð í umferðinni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var þriðja efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016 samþykkt.

23. Betri Reykjavík, umferðaljós skynji nálægða umferð betur (USK2016020028) Mál nr. US160047

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „umferðaljós skynji nálægða umferð betur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var fjórða efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 25. febrúar 2016 samþykkt.

24. 1.172.0 Brynjureitur, kæra 117/2015, umsögn (01.172.0) Mál nr. SN150777

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. desember 2015, ásamt kæru þar sem kært er samþykkt borgarráðs 22. október 2015 á deiliskipulagi Brynjureits. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 17. febrúar 2016.

25. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi (02.576) Mál nr. SN160009

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarastjóra, dags. 18. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt.

26. Skeifan, lýsing, heildarendurskoðun deiliskipulags (01.46) Mál nr. SN160020

Lagt fram bréf borgarastjóra, dags. 18. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á lýsingu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Skeifunnar og greinargerð um samráð.

27. Hlíðarendi, Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina Mál nr. US160063

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Famsóknar- og flugvallarvina. 

"Miklar jarðvegsframkvæmdir hafa verið unnar að Hlíðarenda, bæði fyrir og eftir ógildingu deiliskipulags fyrir Reykjavíkurflugvöll er tók gildi með auglýsingu nr. 539/2014 í B-deild Stjórnartíðinda 6. júní 2014 og síðan úrskurðað ógilt af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála þann 17. desember 2015 vegna verulegra annmarka á málsmeðferð. Spurt er: 1. Hver er áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdum að Hlíðarenda? 2. Hvað hefur Reykjavíkurborg borið mikinn kostnað af framkvæmdum að Hlíðarenda frá upphafi framkvæmda til 1. mars 2016 og vegna hvaða framkvæmda? 

Frestað

28. Kynning á uppbyggingu í miðborginni, Mál nr. US160064

Lögð fram eftirfarandi  tillaga umhverfis- og skipulagsráðs: 

"Mikil uppbygging stendur fyrir dyrum í miðborginni. Að baki henni er  mikil undirbúningsvinna sem hefur í mörgum tilvikum tekið langan tíma. Ljóst er að uppbyggingin mun leiða til breyttrar ásýndar og nýtingar á allmörgum miðborgarreitum sem hafa verið óbreyttir áratugum saman og í flestum tilvikum illa nýttir og vanhirtir. Mjög mikilvægt er að borgarbúar geti gert sér sem besta grein fyrir skipulagi, nýtingu, starfsemi og ásýnd nýrrar byggðar og fyrirkomulagi framkvæmda á þessum reitum.

Lagt er til að skoðaðar verði leiðir til að kynna sem best uppbyggingu og skipulagsmál í miðborginni, einkum í Kvosinni. Æskilegt er að koma fyrir skála eða finna hentugt húsnæði á áberandi stað þar sem hægt er að setja upp sýningu sem stæði í að minnsta kosti í þrjú ár. Mikilvægt er að þetta gert sem fyrst og í náinni samvinnu við framkvæmdaaðila. Eðlilegt má teljast að framkvæmdaraðilar standi straum af kostnaði við slíka sýningu."

Frestað. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:50.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Páll Hjaltason Stefán Benediktsson 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 1. mars kl. 10:20 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 865. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Eva Geirsdóttir, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

1. Barónsstígur 25 (01.174.326) 101661 Mál nr. BN050625

Guðríður Hjaltadóttir, Sóltún 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta lögun nýlega samþykktra svala sbr. erindi BN050401 dags. 19.1. 2016 og setja hurð út á svalir í vegg við hlið núverandi glugga á 1. og 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er umsögn verkfræðings dags. 25.2. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

Nýjar/br. fasteignir

2. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN050660

Leiguþjónustan ehf., Lækjarfit 21, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048209, innrétta gististað í flokki II, teg. e, með 10 gistieiningum á lóð nr. 28 við Barónsstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN050647

Nývaki ehf, Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til  að breyta innra skipulagi, fjölga salernum, innrétta  kaffiaðstöðu og fækka rýmisnúmerum í á 2. hæð í húsi á lóð nr. 27 við Dvergshöfða. 

Samþykki á 1. hæð fylgir og bréf frá Stálsmiðjunni dags. 28. jan. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN050662

Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN047998 vegna lokaúttektar á 5. áfanga fimleikahúss við Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Skýrsla brunahönnuðar fyglgir dags 15. jan. 2015.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN050565

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykkt erindi BN049508 þannig að húsið verður breikkað um 18 cm og lengt um 16 cm og innkeyrsluhurð verður mjókkuð í húsinu á lóð nr. 8 við Fossaleyni. 

Stækkun: 2,4 ferm ferm., 35,7 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050534

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048776, m. a. bæta við gluggum á norðurhlið, gera nýjan inngang frá Laugavegi á nr. 41 og færa gaflvegg nr. 43 lítillega til vesturs,  og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð, 23 einingar á efri hæðum húsanna Laugavegur 41, 43 og 45 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN050658

HH byggingar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svölum mhl. 04, gluggapóstum, brunavörnum í lyftustokki og innra skipulagi í eldhúsum, sjá erindi BN048621, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 25. janúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

8. Gefjunarbrunnur 5 (02.695.202) 206006 Mál nr. BN050643

Trétraust ehf, Viðarrima 60, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047966 dags. 29. júlí 2014, lóðamörk eru leiðrétt miðað við mæliblað og stiga milli hæða er breytt í einbýlishúsinu á lóð nr. 5 við Gefjunarbrunn.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN050628

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Grensásvegur 16A ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

iborg ehf., Huldubraut 30, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 03, fastanr. 201-5642 merkt 0101, bílastæðahús 541,2 ferm., einnig til að girða komandi athafnasvæði og reisa 25 m. háan byggingakrana á lóð nr. 16A við Grensásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

10. Grettisgata 4 (01.182.104) 101820 Mál nr. BN049629

Eyjólfur Bergþórsson, Sólheimar 22, 104 Reykjavík

Ólafía Sigurðardóttir, Hringbraut 50, Bergþór Andrésson, Hvoll 2, 816

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með sjö íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan, múrað og flísalagt að hluta á lóð nr. 4 við Grettisgötu.

Lögð er fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júlí  2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2015 og .

Stærð A-rými:  607,1 ferm., 1.925,2 rúmm.

B-rými:  49,8 ferm.

C-rými:  19,8 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Grettisgata 4 (01.182.104) 101820 Mál nr. BN050578

Ólafía Sigurðardóttir, Hringbraut 50, Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 4 við Grettisgötu.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. febrúar 2016.

Erindi fylgir þinglýst umboð til handa Eyjólfi Bergþórssyni og Bergþóri Andréssyni dags. 18. júní 2014.

Niðurrif:  Fastanr. 200-6184 merkt 01 0101 Einbýlishús, 156,6 ferm., 433,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Grettisgata 64 (01.191.001) 102459 Mál nr. BN050539

Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir í rými 0103 í húðflúraðstöðu í húsinu á lóð nr. 64 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Gullteigur 4 (01.360.209) 104524 Mál nr. BN050645

Atli Freyr Þórðarson, Gullteigur 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð sem eru þær að komið er fyrir salerni í þvottahúsi, útibúin eru tvö svefnherbergi og eldhús er fært til norðvesturhorns íbúðar í húsinu á lóð nr. 4 við Gullteig.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Haukdælabraut 124-126 (05.113.106) 214831 Mál nr. BN049866

Þorsteinn Kröyer, Dalhús 54, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með aukaíbúð 0102 einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016.

Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir. 

Stærð hús nr. 124: 293,2 ferm., 947,6 rúmm Hús nr. 126:  284,1 ferm., 913,8 rumm. Samtals : 577,3ferm., 1861,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna aukaíbúðar.

15. Haukdælabraut 32 (05.114.603) 214796 Mál nr. BN050674

Böðvar Bjarki Þorvaldsson, Garðsstaðir 56, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum og með aukaíbúð á neðrihæð hússins á lóð nr. 32 við Haukdælarbraut.

Varmatapsútreikningur dags 15. feb. 2016 fylgir. 

Stærð húss:   326,0 ferm., 1.129,6 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN050697

Plastiðjan ehf, Gagnheiði 17, 800 Selfoss

Sótt er um leyfi til breytinga vegna aukinna brunavarnakrafa fyrir iðnaðarhús á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda  fyrir umsókninni í tölvupósti.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Stærð A-rými:   4.522,6 ferm., 15.453,4 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm., xx rúmm.

C-rými:  191,4 ferm.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hlíðargerði 14 (01.815.401) 108009 Mál nr. BN050691

Einar Jón Snorrason, Hlíðargerði 14, 108 Reykjavík

María Björk Guðmundsdóttir, Hlíðargerði 14, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta stofuglugga þannig að sett verður rennihurð út á svalir  á suðurhlið 1. hæðar, núverandi  svalahurð verður lokuð, lokuð verður einnig svalarhurð á 2. hæð, stigi frá anddyrir upp á 2. hæð verður fjarlægður  og eldhús stækkað í húsinu á lóð nr. 14 við Hlíðargerði.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hlunnavogur 12 (01.414.217) 105129 Mál nr. BN050461

Lárus Jóhann Sigurðsson, Hlunnavogur 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum innanhúss vegna gerðar  eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 12 við Hlunnavog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

20. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN050601

T.&D. ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, tegund c, veitingastofa á 1. hæð í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.1. 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Hyrjarhöfði 3 (04.060.207) 110591 Mál nr. BN050606

Félagshús ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum innanhúss á báðum hæðum í iðnaðarhúsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN050664

Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að færa inngang í íbúðir 3. hæðar niður á 2. hæð, sbr. erindi BN048918, í stigagöngum í gistihúsi í flokki IV, tegund B á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN050470

Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík

Anh Thé Doung, Háaleitisbraut 153, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta söluturn/veitingaverslun með sælgæti, pylsur og ís í rými 0102 í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2016.

Ljósmyndir fylgja.

Gjald kr. 10.100 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Laugavegur 164 (01.242.101) 103031 Mál nr. BN050650

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fylla í gluggagöt, byggja yfir þaksvalir, byggja valmaþak, einangra og klæða að utan með málmklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta skjalasafn í iðnaðarhúsi á lóð nr. 164 við Laugaveg.

Sjá erindi BN045438 samþykkt 17. desember 2013.

Stækkun:  35 ferm., 1.932,1 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN050624

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og svalir við stigahús Klapparstígs 31 og byggja viðbyggingu aftan við timburhús á Laugavegi 23, innrétta verslanir á jarðhæðum og skrifstofur og tvær íbúðir á efri hæðum húsa á lóð nr. 23 við Laugaveg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. febrúar 2016.

Stækkun:  96,4 ferm., 366,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN050322

L56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á núverandi framhús ásamt því að reisa nýbyggingu á baklóð fyrir gistiheimili í flokki II, gestafjöldi 32 og fjórir starfsmenn, sbr. fyrirspurn BN050029 sem svarað var neitandi 20.10.2015 fyrir hús á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN048949 fellt úr gildi.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt endurskoðaðri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2016.

Meðfylgjandi er bréf lögfræðings dags. 26. nóvember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Mjölnisholt 4 (01.241.012) 103007 Mál nr. BN050529

Borgarþvottahúsið ehf, Borgartúni 22, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris með kvisti á vestur og austur hlið, koma fyrir svölum á öllum hæðum og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár í húsinu á lóð nr. 4 við Mjölnisholt. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2016.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir ódags. Varmatapsútreikningar dags. 8. jan. 2016 fylgir.

Borga þarf af einu bílastæðum.

Stækkun húss: mhl. 01 er 134,7 ferm., XX rúmm.

Mhl. 02:  15,1 ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, bréfs acta lögmannsstofu dags. 18. maí 2015 og greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2016.

Stærð:  1. hæð 59 ferm., 2. hæð 99,1 ferm., 3. hæð 99,2 ferm., 4. hæð 71,7 ferm

Samtals 329 ferm., 1.127,5 rúmm.

B-rými  54,7 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Óðinsgata 7 (01.184.218) 102040 Mál nr. BN050576

Teiknistofan Óðinstorgi sf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047339 og minnka svalir og fella niður  svalir á einingu 0301 á 3. hæð á húss á lóð nr. 7 við Óðinsgötu.

Meðfylgjandi er greinargerð arkitekts dags. 28. janúar 2016 og samþykki eigenda ódags.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Reyrengi 49-51 (02.387.703) 109267 Mál nr. BN050639

Sigríður Hróðmarsdóttir, Reyrengi 51, 112 Reykjavík

Guðmundur Kr Eydal, Reyrengi 51, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri sólstofu við suðurhlið hússins nr. 51 sbr. erindi BN042107 samþ. 26.10 2010. Jafnframt verði sett upp vélræn loftræsing fyrir snyrtiherbergi innan við sólstofu við hús nr. 51 á lóð nr. 49-51 við Reyrengi.

Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 4. apríl 2005.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 15.2. 2016 og samþykki meðeigenda á nr. 49.

Stækkun: 16,3 ferm. og 43 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN050604

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

3 Spaðar ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta verslunarrýmis 0101, í mhl.  33, í veitingastað í flokki III á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Skeifan 9 (01.460.202) 105660 Mál nr. BN050378

Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og suðurútliti á húsi á lóð nr. 9 við Skeifuna.

Samþykki meðeigenda dags. 8. jan. 2016.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN050386

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggða inndregna 3. hæð, koma fyrir lyftu og innrétta 19 íbúðir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 70 við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags.  í nóvember 2015, hljóðtækniskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 7. janúar 2016, minnisblað um burðarvirki dags. 2. desember 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. desember 2015.

Stærð A-rými:  1.916,7 ferm., 6.849,7 rúmm.

B-rými:  329,9 ferm., 1.127,3 rúmm.

C-rými:  92,3 ferm.

Stækkun:  451,9 ferm.,  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

34. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN050626

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka vörulyftu milli hæða og láta hana þjóna kjallara einnig, setja hringstiga milli 1. hæðar og kjallara í húsnæði Bakarameistarans, endurinnrétta geymslu- og starfsmannaaðstöðu í suðurhluta hússins/kjallara, endurinnrétta skrifstofur í norðurhluta 2. hæðar og setja svalir á verslanakjarnann Suðurver á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. feb. 2016 og samþykki eins eiganda af þrem.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna svala.

36. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN050670

Mænir Reykjavík ehf., Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka vinnslurýmis veitingarstaðar þannig að komið er fyrir kælum, vinnsluborðum og skrifstofu í rými 0101 mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 4 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN050705

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að rífa hluta Tryggvagötu 12, Tryggvagötu 14 og mhl. 02 við Vesturgötu 14, allt á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Niðurrif:

Tryggvagata 12, fastanr. 200-0549, merkt geymsla 62,5 ferm.

Tryggvagata 14, fastanr. 200-0551, 200-0552, 230-3223 og 230-3224, 382 ferm.

Vesturgata 14, fastanr. 200-0593, 67,9 ferm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Úlfarsbraut 114 (02.698.508) 205752 Mál nr. BN050600

Bílheimar ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt níu íbúða fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara með bílgeymslu á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. febrúar 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2016 fylgja erindinu.Stærð A-rými:  1.300,9 ferm., 4.038,9 rúmm.

B-rými:  152,6 ferm.,

C-rými:  22 ferm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2016.

39. Úthlíð 7 (01.270.110) 103572 Mál nr. BN050668

Sólrún W Kamban, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Ragnar Örn Steinarsson, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja gamalt leyfi sem samþykkt var 13. júlí 1995 þar sem farið var í að byggja tvöfaldan bílskúr úr steinsteypu og  hætt var að byggja austur helming skúrsins og nú er farið fram á að halda áfram með verkið og byggja ofan á plötu sem er til staðar á lóð nr. 7 við Úthlíð. Stækkun bílageymslu 0102: XX ferm., XX rúmm.  

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

40. Vonarstræti 4B (01.141.208) 100899 Mál nr. BN050556

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa innan úr bakhúsum á lóðinni nr. 4B við Vonarstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 26. janúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22.2. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN050422

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á gafl, byggja yfir núverandi svalir á 2. hæð,  og stækka með því stofu húss á lóð nr. 4 við Þverás.

Stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

42. Efstasund 11 (01.355.102) 104329 Mál nr. BN050678

Dagný Gunnarsdóttir, Hjallavegur 16, 104 Reykjavík

Spurt er hvort og þá hvernig hægt væri að fá séreign 0201 (ósamþ. íbúð) samþykkta sem íbúð í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Efstasund.

Frestað.

Óska skal eftir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa.

43. Hólmasel 2 (04.937.703) 112915 Mál nr. BN050669

Davíð Þór Einarsson, Hamarsgerði 6, 108 Reykjavík

Spurt er um hvers vegna íbúð 0104 sem samþykkt var íbúð fyrir 10 árum BN016633 og fasteignagjöld borguð af sem íbúð frá þeim tíma en breytist núna í des. 2015 sé ekki íbúð á lóð nr. 2 við Hólmasel.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

44. Hverfisgata 117 (01.222.114) 102850 Mál nr. BN050621

64 gráður Reykjavík ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta starfsmannaaðstöðu í kjallara húss á lóð nr. 117 við Hverfisgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

45. Kelduland 1-21 (01.861.002) 108794 Mál nr. BN050677

Oddný Guðrún Sverrisdóttir, Kelduland 1, 108 Reykjavík

Spurt er hvort setja megi opnanlegan baðherbergisglugga á 2. hæð á gafl fjölbýlishússins á lóð nr. 1 við Kelduland. Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 18.2. 2016 og samþykki meðeigenda.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN050672

Hafsteinn Einarsson, Hjallavegur 6, 104 Reykjavík

Spurt er hvort íbúð 0002 í húsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu fáist samþykkt, sbr. fyrirspurn BN049873 sem afgreidd var 1.9. 2016.

Afgreitt

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:40.

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 8. mars kl. 10:05 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 866. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN050517

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar norðurhliðar í upphaflegt form á Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 2. nóvember 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN050571

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara, fjarlægja fordyri á norðurhlið, breyta innra skipulagi, innrétta mötuneyti og starfsmannarými í kjallara, breyta fyrirkomulagi snyrtinga og innrétta skrifstofur á 5. hæð, byggja útbyggingu á 3. hæð, breyta útliti bakbyggingar með nýjum gluggum og klæðningu og endurnýja glugga og gluggakerfi á öllum hæðum mhl. 01, verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. mars 2016, bréf hönnuðar dags. 16. febrúar 2016.

Stækkun:  109,3 ferm., 792,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til umsagnar fagrýnihóps.

3. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN050652

Korputorg ehf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjarlægja vegg og breyta flóttaleið í rými K, Útilegumaðurinn í húsinu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050702

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp létta innveggi og hurðir í þá og nýja útidyrahurð vestan við aðalinngang á suðurhlið á 1. hæð húss á lóð nr. 3 við Borgartún.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bragagata 33A (01.186.215) 102244 Mál nr. BN050695

Leó ehf., Hlíðarhjalla 39c, 200 Kópavogur

Magnús Sverrisson, Bragagata 33a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta geymslu á 1. hæð í herbergi og færa geymsluna í mhl. 02 sem er merktur bílskúr/skúr  á lóð nr. 33A við Bragagötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

6. Dugguvogur 23 105647 Mál nr. BN050673

Marteinn Einarsson, Kríuás 27, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í rými 0305 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 23 við Dugguvog.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7. Fellsmúli 24-30 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN050615

Fagriás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna lokaútektar, sem felast í að geymslu er breytt, byggður er sýningarpallur og nýir veggir á lager Góða Hirðisins á lóð nr. 28 við Fellsmúla.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN050406

Taste ehf., Frakkastíg 26a, 101 Reykjavík

Live ehf., Laufásvegi 70, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir 16 gesti við útiveitingaborð, til að bæta við snyrtingu fyrir gesti, til annarra smærri breytinga innanhúss og til að breyta brunahönnun, sbr. erindi BN048943 samþ. 12. maí 2015, í veitingahúsi á lóð nr. 26A við Frakkastíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Freyjubrunnur 29 205733 Mál nr. BN050701

Mánalind ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hurðir í undirgang, rými 0119, yfir í bílageymslur á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Freyjugata 39 (01.194.205) 102549 Mál nr. BN050710

Lotus ehf., Freyjugötu 39, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi vegna íbúð 0101 og íbúð 0201 í húsinu á lóð nr. 39 við Freyjugötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN050726

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa geymslu undir núverandi tröppum við aðalinngang og gera smávægilegar breytingar á  innra skipulagi húss, sjá erindi BN049604, á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.

Stækkun: 19,6 ferm., 50,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN050706

Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN046542, sem féll úr gildi þann 9. janúar 2016, sótt er um að breyta innra fyrirkomulagi og byggja anddyri við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 7 við Grundargerði. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. sept. 2013 fylgir.

Stækkun: Íbúð 4,1 ferm. og 13,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hagatorg 1 (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN050640

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja þjónustulyftu í eldri hluta Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11.2. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Haukdælabraut 12 (05.114.503) 214789 Mál nr. BN050675

Styrmir Örn Snorrason, Gvendargeisli 12, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar staðsteypt einbýlishús með innbyggðum bílskúr og koma fyrir heitum potti á lóð nr. 12 við Haukdælabraut.

Varmatapsrammi dags. 11. febrúar 2016 fylgir erindi.

Stærð 275,6 ferm., 1.075,3 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Haukdælabraut 124-126 (05.113.106) 214831 Mál nr. BN049866

Þorsteinn Kröyer, Dalhús 54, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús, einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016.

Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir erindi. 

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Stærð húss nr. 124:  293,2 ferm., 947,6 rúmm.

Hús nr. 126:  284,1 ferm., 913,8 rúmm.

Samtals:  577,3 ferm., 1861,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Haukdælabraut 22 (05.114.602) 214795 Mál nr. BN050717

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, sjá erindi BN047692, í raðhúsi á lóð nr. 22 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Haukdælabraut 32 (05.114.603) 214796 Mál nr. BN050674

Böðvar Bjarki Þorvaldsson, Garðsstaðir 56, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum og  aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 32 við Haukdælarbraut.

Varmatapsútreikningur dags. 15. feb. 2016 fylgir erindi. 

Stærð húss:   326,0 ferm., 1.129,6 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Heiðargerði 72 (01.802.204) 107669 Mál nr. BN050730

Arnar Hilmarsson, Heiðargerði 72, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN043153 vegna lokaúttektar á húsinu á lóð nr. 72 við Heiðargerði. 

Kvittun vegna borgunar lágmarksgjalds.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

19. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN050649

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048979, útfærsla bílakjallara breytist, minnkar um 4000 ferm., íbúðum fjölgar um eina í stigahúsi nr. 5, lóð á þaki bílgeymslu breytist, lagnaleiðir og baðherbergi breytast og minni háttar breytingar eru gerðar á útliti fjölbýlishúsa á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. í febrúar 2016.

Stærðir voru:  A-rými:  20.993,1 ferm.,  71.276 rúmm.

B-rými:  7.228,8 ferm., 21.690,1 rúmm.

C-rými:  1.761,1 ferm.

Stærðir verða:  A-rými:  22.669,1 ferm.,   75.623,6 rúmm.

B-rými:  1.630,2 ferm., 2.034,8 rúmm.

C-rými:  1.901,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN050613

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og atvinnurýmum á jarðhæð á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 8. febrúar 2016 og brunahönnun frá EFLU dags. í febrúar 2016.

Stærð A-rými:   4.522,6 ferm., 15.451,9 rúmm.

B-rými:  372,5 ferm., xx rúmm.

C-rými:  191,4 ferm.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Hlunnavogur 12 (01.414.217) 105129 Mál nr. BN050461

Lárus Jóhann Sigurðsson, Hlunnavogur 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum innanhúss vegna gerðar  eignaskiptayfirlýsingar fyrir hús á lóð nr. 12 við Hlunnavog.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Þinglýsa skal kvöð um aðgengi að inntökum vatns og rafmagns í bílskúr fyrir samþykkt byggingarleyfis.

22. Hofteigur 36 (01.365.007) 104650 Mál nr. BN050583

Haukur Freyr Axelsson, Hofteigur 36, 105 Reykjavík

Þórkatla Hauksdóttir, Hofteigur 36, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að saga hurðargat niður úr glugga á austurhlið kjallaraíbúðar og byggja pall  sbr. erindi BN025336 samþ. 30.7. 2002 við hús á lóð nr. 36 við Hofteig.

Meðfylgjandi er eignaskiptayfirlýsing sem sýnir 5,2 ferm. einkaafnotaflöt íbúðarinnar.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Holtavegur 10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN050657

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta aðgangshurð að afgreiðslu bílaleigu á 2. hæð í rými 0202, mátlínur 10/H, sbr. erindi BN049882 í húsi á lóð nr. 10 við Holtaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

24. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN050729

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þakformi, taka út svalir á norðurhlið, hækka glugga á norðurhlið og breyta stigum lítillega sbr. erindi BN049977 og nýsamþykkt deiliskipulag fyrir gististað á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hyrjarhöfði 3 (04.060.207) 110591 Mál nr. BN050606

Félagshús ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum innanhúss á báðum hæðum í iðnaðarhúsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Kjalarvogur 12 Mál nr. BN050618

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingavöruverslun, mhl. 01, tveggja hæða skrifstofubygging, steinsteypt, einangruð og klædd að utan með sléttri málmklæðningu og mhl. 02, lagerbygging, stálgrindarhús sem hægt er að aka í gegnum á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Mannvit dags. 15. febrúar 2016.

Mhl. 01, A-rými:  3.186,6 ferm., 15.186,6 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.543,6 ferm., 20.677,4 rúmm.

B-rými:  286 ferm., 1.672 rúmm.

Gjald kr. 10.100 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Laugarásvegur 51 (01.135.105) 104852 Mál nr. BN050593

Ránargata 18 ehf., Ránargötu 18, 101 Reykjavík

Ástráður Haraldsson, Frostaskjól 29, 107 Reykjavík

Eyrún Finnbogadóttir, Frostaskjól 29, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki vegna nýs eignaskiptasamnings á því sem ekki var framkvæmt í upphafi, arinn, sorpgeymsla, eldhús á 3. hæð, einnig á áður gerðum breytingum og fyrirhuguðum sem felast í breytingum á herbergjaskipan innanhúss á öllum hæðum og breyttum hurðagötum, janframt er íbúðum fjölgað um eina íbúð í íbúðarhúsi á lóð nr. 51 við Laugarásveg.

Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. nóvember 2016 og bréf arkitekta dags. 15. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN050623

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss fyrir Hlemm matarmarkað í strætóbiðstöð á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN050704

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað yfir í aðliggjandi rými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN050624

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu og svalir við stigahús Klapparstígs 31 og byggja viðbyggingu aftan við timburhús á Laugavegi 23, innrétta verslanir á jarðhæðum og skrifstofur og tvær íbúðir á efri hæðum húsa á lóð nr. 23 við Laugaveg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. febrúar 2016.

Stækkun:  96,4 ferm., 366,9 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016. 

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

31. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050698

BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og í kjallara, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN050700

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta steyptum stiga  frá móttökusvæði á 1. hæð upp á 2. hæð ásamt breytingum á herbergjum á 2. og 3. hæð, sbr. erindi BN049879 samþ. 29. september 2016, í hóteli á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN050738

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi að Laugavegi 4 fyrir uppsteypu á undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunni sbr. erindi BN049191. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé ávallt á einni hendi á öllum matshlutum fyrir útgáfu byggingarleyfis.

34. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN050719

Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til að breyta festingum á glerhandriðum, stálbiti er felldur út og punktfesting sett í staðinn og stálvinkill límdur ofan á gler á hornum á svölum fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Mýrargötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Nesjavallaleið 9 (05.844.101) 193132 Mál nr. BN050676

Innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN045335, samþ. 22. janúar 2013 sem fjallar um byggingu fangelsis úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki og tæknirými á annarri hæð, einangrað og klætt að utan að mestu leyti með viðhaldsfrírri málmklæðningu, á Hólmsheiði á lóð nr. 9 við Nesjavallaleið.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

36. Rauðarárstígur 41 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN050707

Frico ehf., Ársölum 3, 201 Kópavogur

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyf til að innrétta ísgerð og ísbúð á jarðhæð sem snýr að götu í húsinu á lóð nr. 41 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 10.1000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN050723

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja skemmu eftir bruna árið 2015 í fyrri mynd án breytinga annarra en lítilsháttar fyrirkomulagsbreytinga innanhúss í þvottahúsi á lóð nr. 11 við Skeifuna.

Stærð: XXX ferm., XXX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN050386

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggða inndregna 3. hæð, koma fyrir lyftu og innrétta 19 íbúðir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 70 við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags.  í nóvember 2015, hljóðtækniskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 7. janúar 2016, minnisblað um burðarvirki dags. 2. desember 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. desember 2015.

Stærð A-rými:  1.911,7 ferm., 6.915 rúmm.

B-rými:  332,6 ferm., 1.136,5 rúmm.

C-rými:  92,3 ferm.

Stækkun:  491,6 ferm.,  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Suðurgata 10 (01.161.106) 101201 Mál nr. BN050714

Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist á bakhlið og hækka þak á bíslagi, koma fyrir tveimur þakgluggum og byggja nýjan kvist með svölum á framhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 10 við Suðurgötu.

Jafnframt er erindi BN050343 dregið til baka.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. febrúar 2016.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN050693

Fjölritun Nóns ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð ofaná á  mhl. 01, koma fyrir svölum á suður- og  norðurhlið 2. hæðar og innrétta gististað í fl. II. teg. E  á 2. til 6. hæð húss á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Stækkun húss:  XX ferm., og xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Sundaborg 8 (01.336.702) 172376 Mál nr. BN050694

Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á sérafmörkuðum sérafnotafleti fyrir hús á lóð nr. 8 við Sundaborg.

Meðfylgjandi eru tvær teikningar á A-4 blöðum dags. feb. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Tangabryggja 2-4 (04.023.401) 216248 Mál nr. BN050577

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á smávægilegum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi, sbr. erindi BN049759 samþ. 15.9. 2015, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Tryggvagata 14 (01.132.103) 100212 Mál nr. BN050404

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að endurbyggja framhús á áður Tryggvagötu 12, og byggja nýbyggingu með bílgeymslu fyrir 13 bíla, verslun og þjónustu á götuhæð við Tryggvagötu og neðsta hluta Norðurstígs og hótel í flokki V með 107 herbergjum á efri hæðum á sameinaðri lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Erindi fylgir bílastæðabókhald dags. 15. desember 2015, greinargerð um hljóðvist frá EFLU dags. 15. desember 2015, stöðugleikagreining og yfirlit yfir orkubúskap bygginga frá Verkfræðistofu Reykjavíkur dags. 15. desember 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. febrúar og 17. desember 2015, brunahönnun frá Verkís dags. í desember 2015, framkvæmdalýsing hönnuða ódagsett og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2007.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016, breytt 3. febrúar 2016.

Niðurrif Vesturgata 14 og 18 og Tryggvagata 10, 12 og 14 samtals:  716,4 ferm., 2.341,9 rúmm.

Sótt var sérstaklega um niðurrif.

Nýbygging:

A-rými:  5.189,1 ferm., 17.018,9 rúmm.

B-rými:  15,3 ferm., 45,4 rúmm.

c-rými:  453,8 ferm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN050722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta veltigluggum í glugga með opnanlegu fagi á syðri enda suðurhliðar og austurgafli til samræmis við glugga sem búið er að breyta á vestari hluta suðurhliðar sem og að hækka núverandi handrið upp í 1,2 metra frá svalagólfi, millibil milli pílára er óbreytt en þeir framlengdir niður fyrir núverandi botnlista á svölum á Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN048461

Mangi ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri vinnustofu í bílskúr, mhl. 02, einnig er sótt um leyfi til að breyta hurð í glugga og byggja þak yfir bílastæði við hús á lóð nr. 5 við Túngötu.

Sbr. fyrirspurn BN048211 dags. 16. september 2014 og meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2014.

Stærðir mhl. 02:  59 ferm., 192,3 rúmm. Óbreytt.

Þak yfir bílastæði: 60,1 ferm., 192,3 rúmm. B-rými.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Úlfarsbraut 30-32 (02.698.406) 205714 Mál nr. BN050703

Harpa Björt Barkardóttir, Laxakvísl 11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og víxla þvottahúsi og geymslu, sjá erindi BN048528, í parhúsi nr. 30 á lóð nr. 30-32 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Úlfarsbraut 50-56 (02.698.702) 205721 Mál nr. BN050720

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 50, sjá erindi BN047094, á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Úthlíð 7 (01.270.110) 103572 Mál nr. BN050668

Ragnar Örn Steinarsson, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sólrún W Kamban, Úthlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja gamalt leyfi sem samþykkt var 13. júlí 1995 þar sem farið var í að byggja tvöfaldan bílskúr úr steinsteypu og  hætt var að byggja austur helming skúrsins og nú er farið fram á að halda áfram með verkið og byggja ofan á plötu sem er til staðar á lóð nr. 7 við Úthlíð. Stækkun bílageymslu 0102: XX ferm., XX rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 111/2014.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016.

49. Öldugata 3 (01.136.408) 100583 Mál nr. BN050680

Sumarliði R Ísleifsson, Öldugata 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Öldugötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Öldugata 7A (01.136.405) 100580 Mál nr. BN050612

Ingvar Lundberg, Öldugata 7a, 101 Reykjavík

Gvarius ehf, Öldugötu 7a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða og einangra, lagfæra raflagnir og innrétta sem íbúð, bakhús/bílskúr á lóð nr. 7A við Öldugötu.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 5.1. 2016 og bréf sem sýna að skúrinn hefur gengið kaupum og sölum sem íbúð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2016. 

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2016.

Ýmis mál

51. Freyjugata 35 (01.194.203) 102547 Mál nr. BN050741

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Freyjugötu 41, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingar-fulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndri lóð auk lóðanna  Freyjugötu 35, 37 og 39 og Hallgrímstorgs 3 (Hnitbjörg), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 02. 03. 2016. 

Lóðin Freyjugata 41 (staðgr. 1.194.206, landnr. 102550) er talin 571,6 m², lóðin reynist  568 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177, lóðin verður  566 m²

Lóðin Hallgrímstorg 3 (staðgr. 1.194.201, landnr. 102545), er talin 4380,5 m², lóðin reynist  4358 m².

Lóðin Freyjugata 35 (staðgr. 1.194.203, landnr. 102547), lóðin er talin 585,2 m², lóðin reynist  595 m².

Lóðin Freyjugata 37 (staðgr. 1.194.204, landnr. 102548), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Lóðin Freyjugata 39 (staðgr. 1.194.205, landnr. 102549), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Sbr. uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskrárritara.

Sbr. rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.

Lóðamörk Freyjugötu 41 eru hér afskorin sbr. forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

Sjá einnig þinglýsta lóðaleigusamninga.

Ath: Hallgrímstorg 3 (Hnitbjörg) er eignalóð ríkissjóðs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Freyjugata 37 (01.194.204) 102548 Mál nr. BN050740

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Freyjugötu 41, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingar-fulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndri lóð auk lóðanna  Freyjugötu 35, 37 og 39 og Hallgrímstorgs 3 (Hnitbjörg), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 02. 03. 2016. 

Lóðin Freyjugata 41 (staðgr. 1.194.206, landnr. 102550) er talin 571,6 m², lóðin reynist  568 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177, lóðin verður  566 m²

Lóðin Hallgrímstorg 3 (staðgr. 1.194.201, landnr. 102545), er talin 4380,5 m², lóðin reynist  4358 m².

Lóðin Freyjugata 35 (staðgr. 1.194.203, landnr. 102547), lóðin er talin 585,2 m², lóðin reynist  595 m².

Lóðin Freyjugata 37 (staðgr. 1.194.204, landnr. 102548), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Lóðin Freyjugata 39 (staðgr. 1.194.205, landnr. 102549), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Sbr. uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskrárritara.

Sbr. rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.

Lóðamörk Freyjugötu 41 eru hér afskorin sbr. forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

Sjá einnig þinglýsta lóðaleigusamninga.

Ath: Hallgrímstorg 3 (Hnitbjörg) er eignalóð ríkissjóðs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Freyjugata 39 (01.194.205) 102549 Mál nr. BN050739

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Freyjugötu 41, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingar-fulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndri lóð auk lóðanna  Freyjugötu 35, 37 og 39 og Hallgrímstorgs 3 (Hnitbjörg), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 02. 03. 2016. 

Lóðin Freyjugata 41 (staðgr. 1.194.206, landnr. 102550) er talin 571,6 m², lóðin reynist  568 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177, lóðin verður  566 m²

Lóðin Hallgrímstorg 3 (staðgr. 1.194.201, landnr. 102545), er talin 4380,5 m², lóðin reynist  4358 m².

Lóðin Freyjugata 35 (staðgr. 1.194.203, landnr. 102547), lóðin er talin 585,2 m², lóðin reynist  595 m².

Lóðin Freyjugata 37 (staðgr. 1.194.204, landnr. 102548), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Lóðin Freyjugata 39 (staðgr. 1.194.205, landnr. 102549), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Sbr. uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskrárritara.

Sbr. rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.

Lóðamörk Freyjugötu 41 eru hér afskorin sbr. forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

Sjá einnig þinglýsta lóðaleigusamninga.

Ath: Hallgrímstorg 3 (Hnitbjörg) er eignalóð ríkissjóðs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Freyjugata 41 (01.194.206) 102550 Mál nr. BN050742

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Freyjugötu 41, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingar-fulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndri lóð auk lóðanna  Freyjugötu 35, 37 og 39 og Hallgrímstorgs 3 (Hnitbjörg), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 02. 03. 2016. 

Lóðin Freyjugata 41 (staðgr. 1.194.206, landnr. 102550) er talin 571,6 m², lóðin reynist  568 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177, lóðin verður  566 m²

Lóðin Hallgrímstorg 3 (staðgr. 1.194.201, landnr. 102545), er talin 4380,5 m², lóðin reynist  4358 m².

Lóðin Freyjugata 35 (staðgr. 1.194.203, landnr. 102547), lóðin er talin 585,2 m², lóðin reynist  595 m².

Lóðin Freyjugata 37 (staðgr. 1.194.204, landnr. 102548), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Lóðin Freyjugata 39 (staðgr. 1.194.205, landnr. 102549), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Sbr. uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskrárritara.

Sbr. rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.

Lóðamörk Freyjugötu 41 eru hér afskorin sbr. forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

Sjá einnig þinglýsta lóðaleigusamninga.

Ath: Hallgrímstorg 3 (Hnitbjörg) er eignalóð ríkissjóðs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Hallgrímstorg 3 (01.194.201) 102545 Mál nr. BN050743

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans í fyrsta lagi til að breyta mörkum lóðarinnar Freyjugötu 41, og í öðru lagi er óskað eftir samþykki byggingar-fulltrúa til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á áðurnefndri lóð auk lóðanna  Freyjugötu 35, 37 og 39 og Hallgrímstorgs 3 (Hnitbjörg), eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar, dags. 02. 03. 2016. 

Lóðin Freyjugata 41 (staðgr. 1.194.206, landnr. 102550) er talin 571,6 m², lóðin reynist  568 m², teknir eru 2 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177, lóðin verður  566 m²

Lóðin Hallgrímstorg 3 (staðgr. 1.194.201, landnr. 102545), er talin 4380,5 m², lóðin reynist  4358 m².

Lóðin Freyjugata 35 (staðgr. 1.194.203, landnr. 102547), lóðin er talin 585,2 m², lóðin reynist  595 m².

Lóðin Freyjugata 37 (staðgr. 1.194.204, landnr. 102548), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Lóðin Freyjugata 39 (staðgr. 1.194.205, landnr. 102549), lóðin er talin 500,0 m², lóðin reynist  502 m².

Sbr. uppdrætti í safni Mælingadeildar og Lóðaskrárritara.

Sbr. rannsóknarvinnu Landupplýsingadeildar.

Lóðamörk Freyjugötu 41 eru hér afskorin sbr. forsögn skipulagsfulltrúa vegna aðstæðna á staðnum.

Sjá einnig þinglýsta lóðaleigusamninga.

Ath: Hallgrímstorg 3 (Hnitbjörg) er eignalóð ríkissjóðs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Hverfisgata 100A (01.174.104) 101582 Mál nr. BN050744

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Breytingablaði með  staðgr. 1.174.1 vegna skiptingar á lóð Hverfisgötu 100A í tvær lóðir, og á samþykki á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.174.1, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 04. 03. 2016.

Lóðin Hverfistgata 100A (staðgr. 1.174.104, landnr. 101582) er 421 m², teknir eru  272 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð, Hverfisgötu 100C, lóðin Hverfistgata 100A  verður 149 m².

Ný lóð, Hverfisgata 100C (staðgr. 1.174.131, landnr. 224089) fær 272 m² frá Hverfisgötu 100A, lóðin Hverfisgata 100C verður 272 m².

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulagsráði þann 01. 06. 2005, samþykkt í borgarráði þann 09. 06. 2005 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. 08. 2005.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

57. Hverfisgata 100C Mál nr. BN050745

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á Breytingablaði með  staðgr. 1.174.1 vegna skiptingar á lóð Hverfisgötu 100A í tvær lóðir, og á samþykki á Lóðauppdrætti með  staðgr. 1.174.1, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 04. 03. 2016.

Lóðin Hverfistgata 100A (staðgr. 1.174.104, landnr. 101582) er 421 m², teknir eru  272 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð, Hverfisgötu 100C, lóðin Hverfistgata 100A  verður 149 m².

Ný lóð, Hverfisgata 100C (staðgr. 1.174.131, landnr. 224089) fær 272 m² frá Hverfisgötu 100A, lóðin Hverfisgata 100C verður 272 m².

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulagsráði þann 01. 06. 2005, samþykkt í borgarráði þann 09. 06. 2005 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. 08. 2005.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

58. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN050632

Margrét Harðardóttir, Sóleyjarimi 59, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi og skipta í tvær íbúðir íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7A við Baldursgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. mars. 2016.

59. Kelduland 1-21 (01.861.002) 108794 Mál nr. BN050677

Oddný Guðrún Sverrisdóttir, Kelduland 1, 108 Reykjavík

Spurt er hvort setja megi opnanlegan baðherbergisglugga á 2. hæð á gafl fjölbýlishússins á lóð nr. 1 við Kelduland. Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 18.2. 2016 og samþykki meðeigenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. mars. 2016.

60. Laugavegur 95-99 (01.174.130) 210318 Mál nr. BN050580

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna 4. hæð Laugavegsmegin og innrétta gististað í flokki V, með 101 herbergjum og verslunum og veitingarýmum á jarðhæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Erindi fylgir umboð Péturs Guðmundssonar dags. 28. janúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016.

Afgreitt

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2016. Vakin er athygli á að jákvætt er tekið í að breyta deiliskipulagi til samræmis við erindið.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:05

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir