Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 14

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 24. apríl 2013 kl. 09:08, var haldinn 14. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason Marta Grettisdóttir, Helena Stefánsdóttir og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð  Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. apríl 2013 og 18. apríl 2013.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030  Mál nr. SN110200

Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lögð fram drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í apríl 2013 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (Þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð, ( Borgin við Sundin, Skapandi borg, Vistvænni samgöngur, Græna borgin, Borg fyrir fólk, Miðborgin, Landnotkunarákvæði, Inngangur)

ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum.

Samþykkt að senda drög að tillögu (greinargerð ásamt uppdrætti,A-hluti), ásamt umhverfisskýrslu (C-hluti), til umsagnar og kynningar sbr. 2 mgr. 30.gr. skipulagslaga. Tillagan verður send til eftirfarandi aðila:

Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Flugmálastjórn Íslands, Isavia, Minjastofnun Íslands, Siglingastofnun, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Skógrækt ríkisins, Samtök ferðaþjónustu - Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Strætó bs, Sorpa bs, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Heilbrigðisfulltrúinn í Reykjavík – Svæðisskipulagnefnd, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kjósarhreppur - Sveitarfélagið Ölfus, Hvalfjarðarsveit, Bláskógabyggð.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:

Fallist er á að senda drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til lögbundinna umsagnaraðila.

Tekið skal fram að í því felst ekki samþykki á drögunum.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3. Austurhöfn TRH, breyting á deiliskipulagi vegna skiltis  (01.11) Mál nr. SN130061

Portus ehf., Þingási 25, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Portus dags. 30. janúar 2013 um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna breyttrar staðsetningu skiltis við Hörpu skv. uppdrætti Batterísins dags. 17. apríl 2013.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4. Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi  (01.68) Mál nr. SN130194

Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur. Í breytingunni felst að ákvæði um stríðsminjasafn er fellt niður en í stað þess verði ákvæði um að húsin verði fyrir veitingarekstur eða aðra starfsemi og þjónustu sem fellur að nýtingu útivistarsvæði og starfsemi í Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. apríl 2013.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

Björn Edvardsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012. Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri. Einnig eru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins dags. í apríl 2013.

Jakob Líndal arkitekt og Kristján Ásgeirsson arkitekt kynntu.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9  (02.84) Mál nr. SN120562

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2012 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL ,vegna húsagerðarinnar E8, E9 og útbyggingum. Breytingin felst í því að heimilt hámarks byggingarmagn er hækkað og heimildum til útbyggingar breytt. Tillagan var auglýst frá 21. janúar til og með 4. mars 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Arngunnur Jónsdóttir og Helgi Rúnar Rafnsson dags. 25. febrúar 2013. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013 er samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og Harri Ormarsson lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

7. Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi  (01.6) Mál nr. SN130102

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram erindi Isavia ohl. dags. 19. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 16. apríl 2013.

Frestað.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð  Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 726 frá 16. apríl 2013 og fundargerð nr. 727 frá 23. apríl 2013.

(C) Fyrirspurnir

9. Laugavegur 18, (fsp) veitingarekstur  (01.171.5) Mál nr. SN130071

GGHS-Investment ehf, Lyngholti 9, 225 Álftanes

Lögð fram fyrirspurn GGHS-Investment ehf. dags. 4. febrúar 2013 um veitingarekstur á lóðinni nr. 18 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Ragnhildar Ingólfsdóttur ark. dags. 14. ágúst 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2013.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2013.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

10. Sorpa bs., Fundargerðir  Mál nr. US130002

Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 318 frá 19. apríl 2013.

11. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur varðandi Vatnsveituveg  Mál nr. US130087

Óskað er eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið skoði kosti og galla þess að loka Vatnsveituvegi fyrir almennri bílaumferð. Einnig verði skoðað með hvaða hætti er hægt að stýra nauðsynlegri öryggisumferð. Niðurstöður verði kynntar ráðinu.

Einnig er lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagssviðs, samgöngur dags. 24. apríl 2013

Frestað.

Ráðið óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi.

12. Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, bréf  Mál nr. US130116

Jón Jónsson, Hraunbær 160, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf Jóns Jónssonar dags. 9. apríl 2013 varðandi losun lóns við Árbæjarstíflu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

13. Samgöngumiðstöð, leiðakerfi Strætó.  Mál nr. US130083

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Kynnar hugmyndir að nýju leiðakerfi Strætó bs. vegna nýrrar staðsetningar Samgöngumiðstöðvar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar:

1. Hversu stór hluti heildarferða í kerfinu mun breytast við þessa leiðarkerfisbreytingu?

2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjölda skiptinga í kerfinu?

3. Í ljósi þess að allar stærri leiðarkerfisbreytingar til þessa hafa skilað farþegafækkun, er spurt: Hversu mikil er farþegafækkunin áætluð í kjölfar þessara breytinga?

Frestað

14. Hringbraut, biðskýli við Félagsstofnun stúdenta  Mál nr. US130106

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur varðandi færslu á biðskýli við Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut samkv. uppdrætti dags. 18. mars 2013.

Frestað.

Ráðið óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi.

15. Hópbifreiðar, takmarkanir í miðborg  Mál nr. US130119

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið dags. 22. apríl 2013 að takmörkun stórra hópferðabifreiða um miðborgina

Frestað

16. Miðborgin, sumarumferð  Mál nr. US130122

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs samgöngur ásamt tillögu umhverfis –g skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013 varðandi göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 og lokanir gatna vegna framkvæmda.

Frestað.

17. Elliðaárdalur, Elliðaárdalur, hjóla- og göngustígur og brýr yfir Elliðaár  Mál nr. US130123

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að stofnstíg við Elliðaárdal samkvæmt uppdrætti Landslags dags. 20. apríl 2013.

Vísað til umsagnar eftirtalda hagsmunaaðila: Veiðimálastofnun, Fiskistofu, Orkuveitu Reykjavíkur og Landssamband hjólreiðamanna.

(D) Ýmis mál

18. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP  Mál nr. SN130196

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 10. apríl 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar, einnig er lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 5. apríl 2013, ásamt erindi CCP.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19. Barónsstígur, Sundhöllin, Samkeppni  (01.191.0) Mál nr. SN130179

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram forsögn að opinni samkeppni vegna viðbyggingar á Sundhöll Reykjavíkur.

Rúnar Gunnarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Páll Hjaltason vék af fundi kl. 14:50, Hjálmar Sveinsson tók við stjórn fundarins

Samþykkt.

20. Seltjarnarnes, deiliskipulag Lambastaðahverfis  (01.51) Mál nr. SN130119

Seltjarnarneskaupstaður, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes

Á fundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2013 var lagt fram tölvubréf skipulags- og byggingafulltrúa Seltjarnarness dags. 26. febrúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi dags. 14. september 2009 síðast breytt 5. nóvember 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 14. september 2009 síðast breytt 5. nóvember 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013 samþykkt.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 15:00.

21. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2013  Mál nr. SN130006

Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2013.

Framlögð tillaga samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar sat fundinn undir þessum lið.

22. Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík  Mál nr. SN130166

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2013 vegna fjögurra tillagna um ný götuheiti í Reykjavík sem samþykkt voru í nafnanefnd 18. s.m.

Frestað.

23. Iðja í Dagsetrinu, Mál nr. US130092

Lagt fram bréf skrifstofustjóra Reksturs og umhirðu borgarlands dags. 8. apríl 2013 varðandi verkefni fyrir skjólstæðinga Hjálpræðishersins. Einnig lagt fram fyrirkomulag verkefnisins.

24. Earth 101, styrkumsókn  Mál nr. US130091

Lagt fram bréf borgarráðs dags. 24. mars 2013 varðandi umsókn um styrk fyrir Earth 101 verkefnið. Óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Frestað.

25. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013, Mál nr. US130117

Lagt fram til bréf Dags B. Eggertssonar formanns framtíðarhóps SSH dags. 5. apríl 2013 varðandi sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Einnig er lögð fram verkefnatillaga Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 15. febrúar 2013 og samningur um framkvæmd sóknaráætlunar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 dags. 22. mars 2013.

26. Hljómskálagarður, Víkingahátíð  Mál nr. US130127

Lagt fram bréf borgarráðs ásamt erindi Einherja Víkingafélags Reykjavíkur varðandi leyfi til að halda Víkingahátíð í Hljómskálagarðinum dagana 13-14 júlí 2013. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2013.

Frestað.

27. Betri Reykjavík, Gróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog  Mál nr. SN130161

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLGróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

28. Betri Reykjavík, Að setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum.  Mál nr. SN130162

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLAð setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

28. Betri Reykjavík, Strætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi  Mál nr. SN130163

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLStrætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

30. Betri Reykjavík, Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn  Mál nr. SN130164

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLGangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

31. Betri Reykjavík, Norðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu  Mál nr. SN130165

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Skipulagsmál frá 28. febrúar 2013 #GLNorðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

31. Betri Reykjavík, Samsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi  Mál nr. US130108

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 úr málaflokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík #GLSamsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

33. Betri Reykjavík, Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum  Mál nr. US130109

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLBarnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

34. Betri Reykjavík, Strætómiðar fyrir námsmenn  Mál nr. US130110

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Samgöngur #GLStrætómiðar fyrir námsmenn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

35. Betri Reykjavík, Tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni  Mál nr. US130111

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur #GLTvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

36. Betri Reykjavík, Betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi  Mál nr. US130112

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál #GLBetri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

37. Betri Reykjavík, Matjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum  Mál nr. US130113

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Umhverfismál #GLMatjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

38. Betri Reykjavík, Tiltektardagur í Reykjavík  Mál nr. US130115

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt #GLTiltektardagur í Reykjavík#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

39. Reykjanesfólkvangur, fundargerð og ársreikningur  Mál nr. US130107

Lögð fram fundargerð Reykjanesfólkvangs dags. 13. febrúar 2013 ásamt ársreikningi fyrir árið 2012.

40. Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit  Mál nr. US130118

Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar 2013.

41. Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit  Mál nr. US130118

Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í febrúar 2013.

42. Laugavegur 178, kæra, umsögn 33/2012  (01.251.102) Mál nr. US130101

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun um afskráningu sem byggingarstjóri.

Frestað.

43. Ármúli 6, kæra, umsögn 33/2012  Mál nr. US130102

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun umafskráningu sem byggingarstjóri

Frestað.

44. Elliðabraut, biðskylda  Mál nr. US130074

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. apríl 2013 þar sem fallist er á tillögu umhverfis og skipulagssviðs dags. 28. febrúar 2013 að sett verði biðskylda á Sandavað og Selvað gagnvart umferð um Elliðabraut.

45. Heiðmörk, hámarkshraði 50 km/klst.  Mál nr. US130105

Lagt fram bréf Lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. apríl 2013 þar sem fallist er á tillögu umhverfis og samgönguráðs um að hámarkshraði á vegum í Heiðmörk verði 50 km/klst. frá gatnamótum Heiðmerkurvegar og Suðurlandsvegar að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ.

46. Múlavegur, Stöðubann  Mál nr. US130104

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. apríl 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um stöðubann við syðri kant Múlavegar frá Engjavegi að austustu innkeyrslu að bílastæði við Skautahöllina.

47. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar  (01.140.4) Mál nr. SN120528

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Landspítalareit í Kvosinni.

48. Sogamýri, breyting á aðalskipulagi  Mál nr. SN120218

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Sogamýri.

49. Sogamýri, breyting á deiliskipulagi  Mál nr. SN110157

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri.

50. Kjalarnes, Norðurgrund 1, 3, 5 og 7, breyting á deiliskipulagi  (03.247.22) Mál nr. SN130171

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. apríl 2013 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 1, 3, 5, og 7 við Norðurgrund á Kjalarnesi.

Karl Sigurðsson  og Kristín Soffía Jónsdóttir véku af fundi kl 15:14

Fundi slitið kl. 15:15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Hólmfríður Jónsdóttir Torfi Hjartarson

Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 16. apríl kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 726. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson.

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7  (01.140.415) 100856 Mál nr. BN045740

Stofan Café ehf, Vesturgötu 26c, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að vera með útiveitingar með bar fyrir 64 gesti til kl. 23:00 (flokkur II) á Ingólfstorgi frá maí til september á vegum Stofan Cafe á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2013.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði og til frekari skoðunar.

2. Asparfell 2-12  (04.681.001) 112291 Mál nr. BN045847

Æsufell 2-6,húsfélag, Æsufelli 4, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til fyrir svalalokunum og reyndarteikningum á öllum hæðum í fjölbýlishúsinu nr. 2,4 og 6 Æsufell á lóð nr. 2- 12 við Asparfell.

Stækkun brúttó rúmm: XX rúmm

Gjald kr. 9.000 + XX rúmm

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN045857

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta rými, sem var samþykkt sem stoðrými öryggisgæslu í kjallara 2, verði innréttað sem viðhaldsaðstaða sviðsmanna í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Bréf hönnuðar dags. 9. apríl. 2013 fylgir.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

4. Bankastræti 7  (01.170.007) 101325 Mál nr. BN045866

Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu rýma í kjallara í atvinnuhúsi á lóð nr. 7 við Bankastræti.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

5. Bíldshöfði 18  (04.065.002) 110672 Mál nr. BN044385

AB varahlutir ehf, Funahöfða 9, 110 Reykjavík

J.S. Pálsson ehf, Dofraborgum 3, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á rýmum 0201 og 0204 í atvinnuhúsi á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.

Gjald kr. 8.500 + 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

6. Borgartún 25  (01.218.101) 102773 Mál nr. BN045863

Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 3. og 4. hæð þannig að kaffistofa er flutt frá 3. hæð upp á 4. hæð svo og að tvö fundarherbergi og gangur eru sameinuð í eitt rými í húsinu á lóð nr. 25 við Borgartún.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Borgartún 8-16  (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045858

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun, jarðvinnu og grunnlagnir hótelbyggingar við Höfðatorg á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún sbr. erindi BN042394.

Var samþykkt 12. apríl 2013.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

8. Bæjarflöt 2  (02.575.201) 179490 Mál nr. BN044312

Búr ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þar sem aðal breytingin felst í að milliloft í eignarhluta 0103 er fellt út í húsinu á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.

Samþykki meðeigenda dag. 15. apríl 2013.

Niðurrif á millipalli 73,6 ferm.

Gjald kr. 8.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fjólugata 11  (01.185.111) 102149 Mál nr. BN045693

Magdalena Sigurðardóttir, Fjólugata 11, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara parhússins á lóðinni nr. 11 við Fjólugötu.

Þurrkherbergi hefur verið breytt í svefnherbergi og komið hefur verið fyrir eldhúsi og baðherbergi í kjallaranum.

Ath. ekki er um sjálfstæða íbúð að ræða, kjallarinn er hluti íbúðar á efri hæðum.

Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 19.07.2012 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Friggjarbrunnur 14-16  (05.053.703) 205897 Mál nr. BN045871

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu á lóðinni nr. 14-16 við Friggjarbrunn sbr. erindi BN045282.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

11. Haðaland 26  (01.863.401) 108801 Mál nr. BN045859

Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja boltagerði við Fossvogsskóla á lóð nr. 26 við Haðaland.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Haukdælabraut 38  (05.114.606) 214799 Mál nr. BN045856

Ólafur Páll Snorrason, Ólafsgeisli 5, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 2. hæð, sbr. erindi BN045160, einbýlishúss á lóð nr. 38 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Haukdælabraut 48-56  (05.114.702) 214804 Mál nr. BN045810

Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta áður uppfylltum sökklum í óuppfyllta sökkla í húsum nr. 52, 54 og 56 á raðhúsalóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.

Sjá einnig erindi BN044541 - Haukdælabraut 48-56, raðhús.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hávallagata 9  (01.160.305) 101167 Mál nr. BN045707

Herdís Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara, koma fyrir svölum á þaki viðbyggingar og rífa niður núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr með þaksvölum við húsið á lóð nr. 9 við Hávallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.Niðurrif bílskúr 19,1 ferm 48,7 ferm.

Stærð nýs bílskúrs: 39,8 ferm., 109,5 rúmm.

Viðbygging 16,5 ferm., 45,4 rúmm.

Samtals: 56.3 ferm., 154,9 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 13.941

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hestháls 2-4  (04.323.001) 111033 Mál nr. BN045809

Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu á millilofti 0105 og telja það ekki sem stærð í skráningartöflu sbr. BN045625 heldur sem niðurhengt loft í iðnaðarhúsinu á lóðinni nr. 2-4 við Hestháls.

Minnkun 150,6 ferm.

Gjald kr. 9.000]

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Héðinsgata 2  (01.327.501) 103873 Mál nr. BN045766

HÞR1 ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta lageraðstöðu í húsinu og koma fyrir gerði utanhúss til að geyma gaskúta og annað fyrir Olíuverslun Íslands á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.

Tölvupóstur frá Faxaflóahöfnum dags. 15 apríl 2013 fylgir.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hólmaslóð 3  (01.086.102) 220947 Mál nr. BN045862

Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja girðingu og malbika bílastæði við hluta lóðamarka og að koma fyrir 9 st. af 6 feta gámum lóða nr. 3 við Hólmaslóð.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverfisgata 125  (01.222.118) 102854 Mál nr. BN045797

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir gustlokun úr samlímdu hertu gleri við stiga og lyftu við innganga á norðurhlið í íbúðir Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 26.3. 2013, samþykki meðeiganda í rými 0101 og eldvarnaskýrsla dags. 22.3. 2013.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hverfisgata 57  (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977

Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.

Ný skráningartafla fylgir erindinu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2013.

Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.

Gjald kr. 8.500 + xx.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2013.

20. Langholtsvegur 5  (01.355.004) 104317 Mál nr. BN045732

Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að lengja þakkant og fjarlægja skyggni yfir svölum hússins á lóð nr. 5 við Langholtsveg.

Sbr. erindi BN037428

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Langholtsvegur 9  (01.355.002) 104315 Mál nr. BN045733

Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að lengja þakkant og fjarlægja skyggni yfir svölum hússins á lóð nr. 9 við Langholtsveg.

sbr. erindi BN037429.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Laugavegur 105  (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045591

Hilda ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta móttöku (fyrir gistiheimili á efri hæðum) og veitingastað í flokki II á 1. hæð, gera stiga milli kjallara og 1. hæðar, skyggni yfir inngang og til að breyta innra skipulagi í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. mars 2013 og umsögn Minjastofnunar dags. 27. mars 2013.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Með vísan til umsagna Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013 og Minjastofnunar dags. 27. mars 2013.

23. Laugavegur 151  (01.222.204) 102866 Mál nr. BN045836

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús og bílskúr á lóðinni nr. 151 við Laugaveg.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. apríl 2013 fylgja erindinu.

Sjá erindi BN045776, Laugavegur 151-155 og erindi BN045840, Laugavegur 151, 153, 155 mæliblað.

Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.

Landnúmer 102866.

Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9784, 77,4 ferm.

Bílskúr, matshl. 02 fastanr. 200-9785, 13,5 ferm.

Alls 90,9 ferm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Laugavegur 151-155  (01.222.204) 102866 Mál nr. BN045776

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja átta íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg.

Sjá einnig erindi BN045840 - mæliblað samþykkt 9. apríl 2013 vegna sameiningu lóðanna nr. 151-155 við Laugaveg og erindi BN045836, BN045837 og BN045839 um leyfi til þess að rífa húsin á lóðunum nr. 151, 153 og 155 við Laugaveg.

Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. apríl 2013 fylgja erindinu.

Stærðir: Kjallari, bílageymsla og geymslur 365,3 ferm. Fyrsta hæð, íbúðir 268,6 ferm. Önnur hæð, íbúðir 276,9 ferm. Þriðja hæð, íbúðir 276,9 ferm.

Samtals 1187,7 ferm. og 3753,6 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 337.824

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Laugavegur 153  (01.222.205) 102867 Mál nr. BN045837

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Ruta Cekavice, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús og geymsluskúr á lóðinni nr. 153 við Laugaveg.

Sjá erindi BN045776, Laugavegur 151-155. og erindi BN045840 - mæliblað.

Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. apríl 2013 fylgja erindinu.

Landnúmer 102867.

Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9786 og 200-9787, 130,7 ferm.

Geymsluskúr, matshl. 02 fastanr. 200-9788, 21,6 ferm.

Alls 152,3 ferm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Laugavegur 155  (01.222.206) 102868 Mál nr. BN045839

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús á lóðinni nr. 155 við Laugaveg.

Sjá erindi BN045776, Laugavegur 151-155. og erindi BN045840 - mæliblað.

Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. apríl 2013 fylgja erindinu.

Landnúmer 102868.

Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9789, 29,3 ferm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Laugavegur 28C  (01.172.210) 101465 Mál nr. BN045761

Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vantar umsagnir Minjastofnunar og Minjasafns Reykjavíkur.

28. Laugavegur 31  (01.172.007) 101429 Mál nr. BN045853

Pétur Kristinn Arason, Vatnsstígur 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi í kjallara Vatnsstígs 3 sem er mhl. 02 á lóð nr. 31 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Lautarvegur 18  213571 Mál nr. BN045855

Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja skjólveggi, hámarkshæð 130 cm, við lóðarmörk að göngustíg að austan á lóð nr. 18 við Lautarveg.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Ljósvallagata 20  (01.162.316) 101289 Mál nr. BN044561

Hrafn Gunnarsson, Ljósvallagata 20, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja núverandi svalir á annarri hæð og í framhaldi byggja svalir á annarri og þriðju hæð. Jafnframt er gerð grein fyrir núverandi innra fyrirkomulagi íbúða 0201 og 0301 í húsinu á lóðinni nr. 20 við Ljósvallagötu.

Ný skráningartafla fylgir erindinu.

Samþykki meðeigenda í húsi dags. 06.03.2012 fylgir erindi.

Samþykki eins meðeiganda (tölvubréf frá BNA) dags. 21.06.2012 fylgir erindi.

Samþykki nágranna í húsum nr. 18 og 22 við Ljósvallagötu dags. 07.05.2012 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 28. júní 2012.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 7. mars til og með 8. apríl 2013. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 8.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Miklabraut 101  (01.285.001) 103737 Mál nr. BN045854

S fasteignir ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja fjóra eldri eldsneytistanka og endurnýja með tveim nýjum í tveim áföngum á eldsneytisafgreiðslustöðinni á lóð nr. 101 við Miklubraut.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Pósthússtræti 9  (01.140.515) 100874 Mál nr. BN045842

VH fjárfesting ehf., Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík

Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir reykröri á bakhlið hótels á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.

Gjald kr. 9.000